Greinar laugardaginn 1. september 2001

Forsíða

1. september 2001 | Forsíða | 152 orð

Alnæmi helsta banameinið

ALNÆMI er orðið helsta banameinið í Taílandi og dregur nú fleiri til dauða en slysfarir, hjartasjúkdómar og krabbamein. Kom þetta fram í skýrslu stjórnvalda landsins í gær. Meira
1. september 2001 | Forsíða | 152 orð

Hindra sólgleraugu brúnku?

NOKKRIR japanskir vísindamenn segja að tilraunir með mýs gefi til kynna að vilji fólk fá varanlega sólbrúnku eigi það að forðast að nota sólgleraugu. Meira
1. september 2001 | Forsíða | 150 orð

Refsidómar verði þyngdir

EMBÆTTISMENN danska dómsmálaráðuneytisins hafa haft skýrt skilgreindu verkefni að sinna síðustu vikurnar: Að finna lausn á því hvernig hægt sé að fá dómara til þess að kveða upp harðari refsidóma í nauðgunarmálum. Meira
1. september 2001 | Forsíða | 68 orð | 1 mynd

Skipalestanna minnst

Uppgjafarhermenn frá Rússlandi, Bretlandi og fleiri þjóðum Bandamanna í seinni heimsstyrjöld héldu upp á það í Arkangelsk í gær að sextíu ár voru þá liðin frá því að fyrsta skipalestin frá Bretlandi kom til hafnar hinn 31. ágúst árið 1941. Meira
1. september 2001 | Forsíða | 290 orð

SÞ beita sér fyrir málamiðlun um hæli

FULLTRÚAR Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR), beittu sér í gær fyrir því að fundin yrði málamiðlun á fundum í Genf í deilunni um örlög 460 flóttamanna sem hafast við á norsku gámaflutningaskipi, Tampa, við Jólaeyju í lögsögu Ástralíu. Meira
1. september 2001 | Forsíða | 262 orð | 1 mynd

Yfir 40 manns brunnu inni

SPRENGING og eldsvoði í kjölfar hennar varð að minnsta kosti 44 að bana og þrír að auki slösuðust í mahjong-spilasal í Tókýó í gær. Ekki var vitað hvað valdið hefði sprengingunni en rannsókn hófst þegar í gær. Meira

Fréttir

1. september 2001 | Innlendar fréttir | 122 orð

1,2 milljónir seldar

SALA á nýjustu sólóplötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine, hefur gengið vel, að sögn Dereks Birkets, útgefanda Bjarkar hjá útgáfufyrirtækinu One Little Indian. Búið er að selja 1,2 milljónir eintaka á heimsvísu, en platan kom út í Evrópu á miðvikudag. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 19 orð

Afhenti trúnaðarbréf

SVAVAR Gestsson sendiherra afhenti á fimmtudainn, 30. ágúst sl., Karli Gústafi XVI Svíakonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í... Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 277 orð

Afkoman 815 milljónum kr. lakari en í fyrra

TAP varð af rekstri samstæðu Kaupfélags Eyfirðinga, KEA, á fyrri hluta ársins sem nam 439 milljónum króna. Þetta er 815 milljóna króna lakari afkoma en á sama tímabili í fyrra, en þá skilaði samstæðan 376 milljóna króna hagnaði. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 105 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Pétri Má Ólafssyni, útgáfustjóra Vöku-Helgafells: "Þorgeir Þorgeirson ritar grein í Morgunblaðið þann 31. ágúst sl. Meira
1. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 366 orð | 1 mynd

Aukið greiðslumark eykur tekjur búanna

GUÐNI Ágústsson landbúnaðrráðherra sagði á aðalfundi Eyþings, Samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, reginmun á því hvort umræða um vaxtarmöguleika kvótabundinna atvinnugreina snerist um landbúnað eða sjávarútveg. Meira
1. september 2001 | Erlendar fréttir | 609 orð | 1 mynd

Austurríska verkalýðsforystan í vörn

ÁRATUGA gömul hefð Austurríkismanna fyrir því að halda frið á vinnumarkaðnum með hagsmunabandalagi atvinnurekenda og verkalýðsfélaga riðar nú til falls, eftir atlögu frelsisflokksmanna sem halda nú um stjórnartaumana í Austurríki í samstarfi við hinn... Meira
1. september 2001 | Miðopna | 166 orð | 1 mynd

Á að geta þrifist í góðri sátt við umhverfið

SMÁRI Geirsson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segist ánægður með þessa niðurstöðu Skipulagsstofnunar varðandi Reyðarál og að hann voni að þessi úrskurður sé traustur og vel unninn. "Ég tel að hann sé líka eðlilegur. Meira
1. september 2001 | Erlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Áfangasigur fyrir dómstólum

BRESK kona, sem er næstum alveg lömuð vegna alvarlegs taugasjúkdóms, vann nokkurn sigur fyrir rétti í gær í baráttu sinni fyrir því að eiginmaður hennar megi aðstoða hana við að deyja. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 87 orð

Ákært tveimur árum eftir brotið

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða frestaði í gær að ákveða refsingu yfir tvítugum manni sem játaði að hafa otað hníf að tveimur lögreglumönnum á Bíldudal í maí 1999. Haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár, þarf hann ekki að sæta refsingu. Meira
1. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 80 orð | 1 mynd

Á leið heim úr skóla

EITT öruggasta merkið um að sumrinu sé að ljúka er að þá má sjá lágvaxið fólk með stóra tösku á bakinu á ferli. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 142 orð

Bensínið hækkar

VERÐ á bensíni hækkar um 90 aura í dag. Hjá Olíufélaginu og Olís hækkar verð á 95 oktana og 98 oktana bensíni um 90 aura, en hjá Skeljungi breytist einungis verð á 95 oktana bensíni. Eftir hækkunina kostar 95 oktana bensín 99,70 kr. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 751 orð | 1 mynd

Boðnir upp línudansskór Ingibjargar

Rósa Guðbjartsdóttir fæddist 29. nóvember 1965 í Reykjavík. Hún tók stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði og BA-próf í sjórnmála- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands. Hún stundaði nám í almannatengslum við háskólann í Tampa í Flórída og hefur starfað við blaðamennsku við DV og fréttamennsku á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Nú er hún framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Rósa er gift Jónasi Sigurgeirssyni og eiga þau tvo syni. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 238 orð

Bráðageðdeildir LSH fluttar að Hringbraut

ÁKVEÐIÐ hefur verið að flýta flutningi bráðageðdeildar frá Kleppsspítala á geðsvið Landspítalans við Hringbraut. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri á Landspítala, segir að ástæðan sé skortur á starfsfólki. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 402 orð

Breytingar á lyfjasamstarfi - velferð barna í brennipunkti

NORRÆNU heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrarnir ákváðu á fundi sínum í Mariehamn á Álandseyjum að leggja niður norrænu lyfjanefndina í lok mars á næsta ári. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Doktor í stærðfræði

*ELÍSABET Gunnlaugsdóttir varði doktorsritgerð í stærðfræði við háskólann í Montpellier í Frakklandi, Université Montpellier II., þann 3. júlí síðastliðinn. Ritgerðin heitir á frummálinu "Structure monoidale de la catégorie des uq+(sl2)-modules. Meira
1. september 2001 | Miðopna | 128 orð | 1 mynd

Eins og ég bjóst við

EINAR Rafn Haraldsson, formaður samtakanna Afls fyrir Austurland, sagði að úrskurður Skipulagsstofnunar væri í samræmi við það sem hann hefði búist við. "Ég reiknaði alltaf með þessari niðurstöðu. Meira
1. september 2001 | Miðopna | 206 orð | 1 mynd

Engin álverksmiðja byggð án rafmagns

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segir að það sé mjög jákvætt að þessi niðurstaða liggi fyrir varðandi Reyðarál. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 379 orð

Fallist á álver í Reyðarfirði með tveimur skilyrðum

SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á byggingu álvers og rafskautaverksmiðju í tveimur áföngum í Reyðarfirði þar sem gert er ráð fyrir allt að 420.000 tonna álframleiðslu og 233.000 tonna framleiðslu á rafskautum á ári. Meira
1. september 2001 | Landsbyggðin | 68 orð | 1 mynd

Fegurri sveitir

SÍÐUSTU misseri hefur verið gert verulegt átak til að fegra og snyrta sveitir landsins og má sjá þess stað víða þegar horft er heim á sveitabæi. Meðal annars hefur miklu af ónýtum bílum og vélum verið hent og byggingar málaðar. Meira
1. september 2001 | Suðurnes | 120 orð

Ferðamenn snúa við

VEGURINN frá Grindavík til Krýsuvíkur og Þorlákshafnar hefur verið slæmur í sumar. Vegagerðin mun láta bera ofan í verstu kaflana á næstunni. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 50 orð

Ferð á Prestahnúk og Þórisdal

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar á Prestahnúk og í Þórisdal á morgun, sunnudag. Þetta er áætluð um 4 - 6 tíma ganga og 600 m hækkun. Fararstjóri er Jóhannes Eggertsson. Verð er 2.800 kr. en 2.500 kr. fyrir félaga FÍ. Brottför verður frá BSÍ kl. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Fiskveiðiáramót gengin í garð

NÝTT fiskveiðiár hefst í dag, 1. september, í skugga gildistöku laga um veiðistjórn krókabáta sem skiptar skoðanir eru um. Meira
1. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 289 orð | 1 mynd

Fiskveiðistjórn breytt í sem mestri sátt

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra nefndi í sínu ávarpi á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum að því væri oft haldið fram að kvótinn væri að flytjast suður í stórum stíl og safnast á fárra hendur. Meira
1. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

Fjölmargar íbúðarhúsalóðir lausar

AKUREYRARBÆR auglýsir lausar til umsóknar 55 íbúðarhúsalóðir í 4. áfanga Giljahverfis í næstu viku. Lóðirnar eru nyrst og vestast í hverfinu og er umsóknarfrestur til 20. september. Meira
1. september 2001 | Landsbyggðin | 93 orð | 1 mynd

Fóru til fýla

FEÐGARNIR frá Gerði í Vestmannaeyjum, Gunnar Stefánsson og synir hans Leifur og Stefán Geir, fóru á fýlaveiðar á dögunum. Fýlinn veiddu þeir inni á Ál, en töluvert hefur verið um fýl á þessum slóðum eins og undanfarin ár. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 201 orð

Frásögnin talin vera losaraleg

BRETI sem handtekinn var með sex kíló af hassi í farangri sínum á Keflavíkurflugvelli 8. júlí sl. var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 12 orð | 4 myndir

Fylgstu með nýjustu fréttum www.

Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is Blaðinu í dag fylgir rit Leikfélags Reykjavíkur,... Meira
1. september 2001 | Erlendar fréttir | 162 orð

Fyrsta borunin sögð árangurslaus

FYRSTA tilraunaborunin eftir olíu í efnahagslögsögu Færeyja virðist ekki hafa skilað árangri. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 113 orð

Gallo-dagar á Vínbarnum

Á VÍNBARNUM við Kirkjutorg verða haldnir sérstakir Gallo of Sonoma-víndagar frá 30. ágúst til 5. september. Boðið verður upp á fjölmörg gæðavín frá þessum þekkta framleiðanda. Meira
1. september 2001 | Suðurnes | 178 orð

Gengið frá nýjum starfsheitum

BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hefur gengið formlega frá breytingum á starfsheitum nokkurra embættismanna í kjölfar breytinga á skipuriti sem ákveðnar voru í sumar. Meira
1. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 248 orð | 1 mynd

Golfæfingar í tjaldhvelfingu frá Ástralíu

TJALDHVELFING, sem flutt var inn til landsins frá Ástralíu af hálfu Golfsambands Íslands (GSÍ) í lok júlí sl., verður væntanlega sett upp með haustinu að sögn Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra GSÍ. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 105 orð

Hald lagt á hundruð lítra af bruggi

LÖGREGLAN í Árnessýslu handtók einn mann og lagði hald á 165 lítra af landa og um 900 lítra af gambra, auk suðutækja og annars búnaðar til landaframleiðslu við húsleit í grennd við Flúðir í gær. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Halli á vöruskiptum 11,5 milljarðar

Í JÚLÍMÁNUÐI voru fluttar út vörur fyrir 15,5 milljarða króna og inn fyrir 17,2 milljarða króna og voru vöruskiptin í júlí því óhagstæð um 1,7 milljarða króna, en í júlí í fyrra voru þau óhagstæð um 4,0 milljarða á föstu gengi. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 215 orð

Happdrættin hluti af vísitölu

ÚTGJÖLD vegna happdrættis eru hluti af vísitölu neysluverðs eins og önnur heimilisútgjöld sem mæld eru í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 79 orð

Haustdagskrá á Þingvöllum

ALLA laugardaga í september og október verður boðið upp á gönguferðir í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Í gönguferðunum verður fjallað um ýmis efni er tengjast sögu og náttúru Þingvalla. Í fyrstu laugardagsgöngunni 1. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 135 orð

Hátíð í Laugarnesi

LAUGARDAGINN 1. september verður sett hverfishátíð í Laugarnesi sem ber nafnið "Laugarnes á ljúfum nótum". Hátíðin fer fram við Laugarnesskóla milli klukkan 13:00 og 15:00. Meira
1. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 583 orð | 1 mynd

Heilbrigðiseftirlit setur skilyrði fyrir kennslu

HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur hefur sett ákveðin skilyrði sem Víkurskóli þarf að uppfylla til að hægt verði að hefja fulla kennslu þar á mánudag eins og áætlað er. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 125 orð

Heimsótti Norræna heilsuháskólann í Gautaborg

JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, heimsótti á fimmtudag Norræna heilsuháskólann í Gautaborg. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 131 orð

Hélt eftir 9,3 milljónum af virðisaukaskatti

KONA sem ákærð er fyrir að standa ekki skil á rúmlega 9,3 milljónum króna af innheimtum virðisaukaskatti játaði sök sína fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Hluta flaks Philips-liðsins rak á land á Höfðafjöru

HLUTA af skipsflaki hefur rekið á fjöru við útfall Höfðakvíslar á Mýrdalssandi. Talið er víst að hér sé um að ræða hluta af tvíbytnu Philips-liðsins sem fékk á sig brotsjó um 1300 kílómetra vestur af Írlandi 10. desember í fyrra. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 529 orð

Hyggjast laða nýja fjárfesta í loðdýrarækt

LOÐDÝRABÆNDUR hyggjast gera átak í að laða innlenda og erlenda fjárfesta að greininni og standa vonir til að slíkt muni skapa sterkari grundvöll fyrir loðdýrarækt á Íslandi, en þetta var rætt á aðalfundi Sambands íslenskra loðdýrabænda um síðustu helgi. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 341 orð

Keikó áfram í Klettsvík

HÁHYRNINGURINN Keikó er nú aftur kominn í Klettsvíkina í Vestmannaeyjum og verður hann þar í vetur. Meira
1. september 2001 | Suðurnes | 80 orð

Keppt um Suðurnesjarósina

RÓSASÝNING er þessa dagana í Blómasmiðju Ómars í Keflavík. Rósasýningin stendur fram á sunnudag. Viðskiptavinir verslunarinnar og aðrir gestir geta greitt fallegustu rósinni atkvæði sitt og sú sem flest fær verður útnefnd Suðurnesjarósin. Meira
1. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11 á sunnudag, 2. september. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Kona í flokki karla í fyrsta sinn

Á SKÁKÞINGI Íslands sem sett var í gær gerist það í fyrsta sinn að kona keppir í landsliðsflokki um titilinn Skákmeistari Íslands árið 2001, en einnig er keppt í kvennaflokki á þinginu. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 93 orð

Kynning á sjálfboðastarfi Rauða krossins

MÁNUDAGINN 3. september, kl. 20 verður kynning í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105, á verkefnum sem sjálfboðaliðar Rauða krossins inna af hendi. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Kynnti íslenska glímu víðs vegar um heiminn

VIÐURKENNING vegna starfa Þorsteins Einarssonar í þágu íslensku glímunnar verður veitt af bandarísku samtökunum The Eastern U.S.A. Meira
1. september 2001 | Suðurnes | 223 orð | 1 mynd

Ljósanótt haldin í annað sinn

MENNINGARHÁTÍÐIN ljósanótt er haldin í Reykjanesbæ í dag í annað sinn. Fjölmargt er á dagskránni frá morgni og fram á nótt. Hápunktur hátíðarinnar er kvölddagskrá í Grófinni og nágrenni. Meira
1. september 2001 | Suðurnes | 126 orð | 1 mynd

Ljós heimsins í Hringlist

VIGNIR Jónsson og Margrét Gísladóttir opna í dag sýningu í Gallery Hringlist í Keflavík. Ljós heimsins er yfirskrift sýningarinnar en listamennirnir tala um verkin sem ljósmyndaíkona. "Þetta er með trúarlegu ívafi. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 143 orð

Lögmanni falið að innheimta hlutafé

LYFJAVERSLUN Íslands hf. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 291 orð

Magn og tími ræður gjaldtöku vegna talningar á smámynt

GJALD fyrir talningu á íslenskri smámynt í bönkum er mismunandi eftir bankastofnunum og ekki gilda skýrar reglur um hvenær gjald er tekið af fólki sem kemur með uppsafnaða smámynt og óskar eftir að fá henni skipt í seðla heldur er það metið eftir magni... Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Maraþonlestur á prímtölum

STIGULL, félag stærðfræði- og eðlisfræðinema við Háskóla Íslands, stóð fyrir óvenjulegri uppákomu í gærkvöldi þegar prímtölumaraþon var ræst á horni Lindargötu og Frakkastígs. Svokölluð Mersenne prímtala 32, nánar tiltekið 2 7 5 6 8 3 9 - 1, sem er 227. Meira
1. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Messuheimsókn

KIRKJUKÓR Möðruvallakirkju ásamt organistanum Birgi Helgasyni mun heimsækja Elliheimilin á Hlíð og Kjarnalundi á morgun, sunnudag, og syngja þar við messur. Meira
1. september 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 141 orð

Mikill munur á tilboðum í heitavatnsæð

RÚMLEGA 45 milljóna króna munur var á hæsta og lægsta tilboði í Kjalarnesæð sem flytur heitt vatn út á Kjalarnes en borgarráð hefur samþykkt tilboð lægstbjóðanda, RBG - vélaleigu og verktaka ehf., í verkið. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 372 orð | 2 myndir

Norðurá lakari en í fyrra

ÞAÐ á eftir að bera saman allar bækur í Norðurá, en lokatalan verður trúlega nærri 1.350 löxum. Það er talsvert minni veiði en í fyrra þegar áin gaf 1.655 laxa og var í öðru sæti á eftir Eystri Rangá. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

Ný kristileg útvarpsstöð

ÚTVARP Boðun fm 105,5 er ný kristileg útvarpsstöð sem hefur göngu sína í dag, laugardag 1. september. Í september fara fram tilraunaútsendingar en svo hefst fullt starf útvarpsins 1. október. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Ný Laura Ashley-verslun

NÚ í september er lokið flutningi og uppsetningu nýrrar verslunar Laura Ashley á Íslandi. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Nýr formaður RNF

SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur ráðið Þormóð Þormóðsson í stöðu formanns rannsóknarnefndar flugslysa, RNF, frá 1. september. Þormóður Þormóðsson er 38 ára gamall. Hann hefur BS-gráðu í flugviðhaldsrekstrarfræði frá Embry Riddle-háskólanum í Bandaríkjunum. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 944 orð | 1 mynd

Orsakir taldar liggja í vestrænum lífsstíl

TÍÐNI ofnæmis hefur aukist jafnt og þétt í heiminum síðustu áratugi, að sögn Michaels Clausen, sérfræðings á barnadeild Landspítala í Fossvogi. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 347 orð

Óskar eftir að skrifa nýja ritgerð

LAGADEILD Háskóla Íslands hefur borist bréf frá lögfræðingi sem er til rannsóknar innan Háskólans fyrir meintan ritstuld í kandídatsritgerð í lögfræði. Meira
1. september 2001 | Akureyri og nágrenni | 267 orð | 1 mynd

Samkeppni á sviði orkumála verður að vera virk

FJÖLMÖRG mál eru til umræðu á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum sem hófst í Hrísey í gær, en honum lýkur í dag, laugardag. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 238 orð

Samkeppnisaðstaða skólanna verði jöfnuð

FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks hafa lagt til við fræðsluráð Reykjavíkur að ráðið feli Fræðslumiðstöð að ganga til samninga við einkaskólana í Reykjavík með það að markmiði að jafna samkeppnisaðstöðu þeirra gagnvart hinum borgarreknu. Meira
1. september 2001 | Landsbyggðin | 178 orð | 1 mynd

Samningur um Grettistak

Á ÞESSU ári hefur áhugamannahópur, undir stjórn Byggðasafnsins á Reykjum og Ferðamálafélags V-Hún., unnið að hugmyndagerð að sögu- og menningartengdu verkefni sem hlotið hefur heitið Grettistak. Meira
1. september 2001 | Erlendar fréttir | 254 orð

Segir múhameðstrú "heimskulega"

HELSTA bókmenntastjarna Frakka um þessar mundir, Michel Houellebecq, hefur sætt gífurlega harðri gagnrýni fyrir nýjustu skáldsögu sína og lýsingar sínar á múhameðstrú sem "heimskulegum" og "hættulegum" trúarbrögðum. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Síðasti hluthafafundur Landssímans

ÞAU tímamót urðu í sögu Landssíma Íslands í gær, að síðasti hluthafafundur fyrirtækisins sem ríkisfyrirtækis var haldinn. Fundinn sat m.a. eini hluthafi fyrirtækisins, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 688 orð | 1 mynd

Sjúkrahús verði rekin sem fyrirtæki

NORSK stjórnvöld munu taka við stjórnun allra sjúkrahúsa í landinu um næstu áramót, en í yfir þrjátíu ár hafa sjúkrahús í Noregi verið í eigu héraðanna. Meira
1. september 2001 | Erlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Sjö myrt í Iowa-ríki

LÖGREGLA í Iowa-ríki í Bandaríkjunum handtók í gær mann sem talið er að tengist morðum á manni, konu og fimm börnum konunnar. Meira
1. september 2001 | Miðopna | 220 orð | 1 mynd

Skilyrðin alls ekki óyfirstíganleg

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segist gleðjast yfir úrskurði Skipulagsstofnunar vegna Reyðaráls. Hún telji hann ekki óeðlilegan og þau skilyrði sem sett séu alls ekki óyfirstíganleg. Meira
1. september 2001 | Miðopna | 1762 orð | 1 mynd

Skilyrði sett vegna verulegrar mengunar

Fyrirhuguð bygging álvers og rafskautaverksmiðju í Reyðarfirði er stærsta framkvæmd sinnar tegundar hér á landi hingað til. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum álversins. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Skólabörnum boðið að Alviðru

NÁTTÚRAN í haustskrúða er yfirskrift dagskrár sem umhverfisfræðslusetur Landverndar í Alviðru í Ölfusi býður grunnskólanemum frá 27. ágúst til 31. október. Meira
1. september 2001 | Miðopna | 101 orð | 1 mynd

Staðfestir það sem við lögðum upp með

GEIR A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Reyðaráls, sagðist vera mjög sáttur við úrskurð Skipulagsstofnunar. "Ég er að sjálfsögðu ánægður með þessa niðurstöðu. Meira
1. september 2001 | Erlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Stærsta demantanáman

EIN stærsta demantanáma í Rússlandi er þetta gímald í vesturhluta Jakútíuhéraðs. Heitir náman Mír og við hana stendur borgin Mírníj. Megnið af þeim demöntum sem unnir eru í Rússlandi kemur úr námum í... Meira
1. september 2001 | Suðurnes | 278 orð

Stöndum frammi fyrir orðnum hlut

"ÞAÐ má deila um það hversu sanngjarnar þessar reglur eru en svona eru þær og við stöndum frammi fyrir orðnum hlut," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um byggðakort sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið út fyrir... Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Sýningarsvæðið á við fimm Kringlur

UNDIRBÚNINGUR fyrir sýninguna Heimilið og Islandica 2001, sem verður í Laugardalnum 6.-10. september, er nú á lokastigi. Um 120 aðilar munu kynna vörur og þjónustu á sýningunni. Meira
1. september 2001 | Landsbyggðin | 161 orð | 1 mynd

Sýslumannsembættið fær viðurkenningu

LIONSKLÚBBUR Stykkishólms og Rótarýklúbbur Stykkishólms hafa á síðustu árum látið umhverfismál til sín taka. Hafa þeir tekið þátt í hreinsunarverkefnum og veitt viðurkenningar fyrir fallega garða í Stykkishólmi. Meira
1. september 2001 | Miðopna | 88 orð | 1 mynd

Treysti úrskurði skipulagsstjóra

ÞURÍÐUR Backman, alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Austurlandi, sagði að þrátt fyrir að hún væri á móti þessu stóra álveri sem fyrirhugað væri að byggja í Reyðarfirði sætti hún sig við faglegt mat Skipulagsstofnunar. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 636 orð

Tvö ný svið í stað borgarverkfræðings og Borgarskipulags

BORGARRÁÐ hefur samþykkt verulegar breytingar á stjórnskipulagi á sviði umhverfis- og tæknimála og skipulags- og byggingarmála þar sem m.a. er gert ráð fyrir að stofnuð verði tvö ný svið; umhverfis- og tæknisvið og skipulags- og byggingarsvið. Meira
1. september 2001 | Landsbyggðin | 79 orð | 1 mynd

Unglingalið SKÍ æfir í Neskaupstað

FYRIR skemmstu dvaldi unglingalið Skíðasambands Íslands við æfingar í Neskaupstað. 18 krakkar á aldrinum 14-15 ára mættu til æfinga undir stjórn Gunnlaugs Magnússonar þjálfara. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð

Uppskeruhátíð í Grasagarðinum

NYTJAJURTAGARÐURINN í Grasagarði Reykjavíkur var opnaður sumarið 2000. Á hverju vori eru ræktaðar ýmsar tegundir nytjajurta sem gefa sýnishorn af því sem hægt er að rækta hér á landi. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Úr leik eftir veltu

HJÖRTUR Jónsson og Ísak Guðjónsson, keppendur í alþjóðlega rallinu Rally Reykjavík, féllu úr keppni í gær er þeir veltu bifreið sinni tvisvar, í fyrra skiptið á sérleið um Gunnarsholt, þar sem þessi mynd var tekin. Meira
1. september 2001 | Miðopna | 212 orð | 1 mynd

Úrskurðurinn ítarlegur og vel unninn

ÁRNI Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að sér virðist í fljótu bragði að úrskurður Skipulagsstofnunar um byggingu álvers í Reyðarfirði sé ítarlegur og vel unninn. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Útivistarganga á Hengilssvæði

SUNNUDAGSGANGA Útivistar 2. september er um gönguland austan Hengils. Gengið er hjá Katlatjörnum og kringum Hrómundartind, um Klóarveg til baka. Þetta er áætluð um 6 klst. ganga en hún hefst við Hveragerði. Fararstjóri er Steinar Frímannsson. Meira
1. september 2001 | Erlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Veira getur eytt æxlum

VÍSINDAMÖNNUM hefur tekist að uppræta krabbameinsæxli í músum með algengri veiru, sem kemur krabbameinsfrumunum til að eyða sjálfum sér. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 40 orð

Verð á áfengi hækkar í dag

VERÐ á áfengi hækkar í dag, 1. september. Bjór hækkar um 1,93% og annað áfengi að meðaltali um 2,4%. Í tilkynningu frá ÁTVR segir að hækkanirnar stafi af nýrri verðskrá hjá birgjum. Verðskrá áfengis er að finna á vef ÁTVR,... Meira
1. september 2001 | Landsbyggðin | 184 orð | 1 mynd

Vígðu kirkjuklukkur og orgel

TVÖ ár eru liðin frá vígslu Þórshafnarkirkju nú í ágúst og það var hátíðlegt í kirkjunni þegar teknar voru í notkun nýjar kirkjuklukkur sem Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis gaf. Meira
1. september 2001 | Erlendar fréttir | 236 orð

Þjarmað að fleiri hjálparstofnunum

TALEBANAR, hreyfing róttækra múslima sem ræður ríkjum í Afganistan, lokuðu í gær fyrir starfsemi tveggja alþjóðlegra hjálparstofnana til viðbótar, en átta kristnir hjálparstarfsmenn hafa setið í tæpan mánuð í haldi ásakaðir um að hafa drýgt þann glæp að... Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 442 orð

Þjónusta lögreglu hlýtur að skerðast

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur segist afar ósátt við að lögreglumönnum í Reykjavík fækki um allt að 25 eins og nú er útlit fyrir. Meira
1. september 2001 | Innlendar fréttir | 43 orð

Örtónleikar í Straumi

ÖRTÓNLEIKAR með hljómsveitinni INRI verða í listamiðstöðinni Straumi við Reykjanesbraut í dag, laugardag, kl. 17. Hljómsveitin var stofnuð 1988 og hefur starfað með hléum og mannabreytingum síðan. Meira

Ritstjórnargreinar

1. september 2001 | Staksteinar | 221 orð | 2 myndir

RÚV og ríkisrekstur

MÉR finnst sjálfum næsta furðulegt að lesa hugleiðingar á þann veg að ég sé að verða einn helsti talsmaður ríkisrekstrar á útvarpi. Þetta segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra m.a. á vefsíðu sinni nýlega. Meira
1. september 2001 | Leiðarar | 877 orð

SKIPULAGSSTOFNUN OG ÁLVER Í REYÐARFIRÐI

Skipulagsstofnun hefur kveðið upp úrskurð um mat á umhverfisáhrifum álvers í Reyðarfirði og fallizt á byggingu allt að 420 þúsund tonna álvers og 233 þúsund tonna rafskautaverksmiðju þar. Meira

Menning

1. september 2001 | Fólk í fréttum | 146 orð | 3 myndir

Á ferð og flugi

GOSPEL-SYSTUR Reykjavíkur eru á ferð og flugi vestanhafs þessa dagana og eru nú á leið til New York, eftir vel heppnaða dvöl í New Orleans, sem stundum hefur verið nefnd vagga gospeltónlistarinnar. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 35 orð

Bjarni Jónsson á Svörtuloftum

BJARNI Jónsson listmálari sýnir um þessar mundir verk sín í veitingahúsinu Svörtuloftum á Hellissandi. Þar gefur m.a. að líta myndir frá Snæfellsnesi, fantasíur, heimilidamyndir, þjóðlífsmyndir o.fl. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 205 orð | 1 mynd

Blaðberakapphlaup heldur áfram

Í JÚNÍ setti Morgunblaðið í gang svokallað Blaðberakapphlaup sem gengur út á að blaðberar á höfuðborgarsvæðinu safna stigum. Fá þeir ákveðin stig við upphaf og lok blaðburðar en einnig fá þeir aukastig ef þeir ljúka burðinum fyrir kl. 7. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 54 orð | 1 mynd

Díönu minnst

Í GÆR voru þrjú ár liðin frá því að Díana prinsessa fórst í óhugnanlegu bílslysi í París ásamt félaga sínum Dodi Al Fayed. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 121 orð | 2 myndir

Ekki verið að apa eftir neinum

BEÐIÐ hefur verið eftir Apaplánetu Tim Burtons með eftirvæntingu. Um er að ræða nýja mynd, með nýjum söguþræði og nýjum persónum þó að hugmyndafræði myndarinnar sé sú sama og þeirrar upprunalegu. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Fyndinn, fyndnari, fyndnastur

***½ The Best of Mike Myers *** Bad Boys **½ Hosted by Jerry Seinfeld Aðalhlutverk í höndum leikara Saturday Night Live, (80-90 mín. hver spóla). Bandaríkin 1999 (samantekt). Bergvík. Bönnuð innan 12 ára. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 457 orð | 1 mynd

Hefur örugglega borðað hund

BJÖRN Thoroddsen gítarleikara þarf vart að kynna fyrir íslensku tónlistaráhugafólki. Hann hefur í gegnum árin leikið með hinum ýmsu hljómsveitum, hina ýmsu tónlist. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Hopper á Derrick-slóðum

*½ Leikstjórn og handrit Thomas Bohr. Aðalhlutverk Dennis Hopper, Heino Ferch. (85 mín.) Þýskaland 1999. Bergvík. Bönnuð innan 16 ára. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 172 orð | 1 mynd

Hringrás lífsins gefinn gaumur

ÖNNUR sýning útilistaverkefnisins "Listamannsins á horninu" verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16, á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 211 orð | 1 mynd

Í hár saman

SVO virðist sem rokkhljómsveitin At The Drive-in sé endanlega búin að leggja árar í bát. Hljómsveitin hætti skyndilega við tónleikaferð fyrr á þessu ári og gáfu síðar út þá yfirlýsingu að sveitin væri farin í "frí um óákveðinn tíma". Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 70 orð

Kalligrafía hjá Ófeigi

TORFI Jónsson opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, í dag, laugardag kl. 16. Torfi er fæddur 2. apríl 1935 á Eyrarbakka. Hann lauk námi við listaháskólann í Hamborg 1962. Torfi hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði innanlands og utan. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Konungur hnefaleikanna

*** Leikstjóri: Leon Ichaso. Handrit: Jamal Joseph. Aðalhlutverk: David Ramsey, Vondie Curtis-Hall. (90 mín.) Bandaríkin, 2000. Skífan. Öllum leyfð. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 101 orð

Leiklistarvefur á Netinu

BANDALAG íslenskra leikfélaga opnar nýjan vef í húsakynnum sínum á Laugavegi 96, 2. hæð í dag, laugardag, kl. 16. Vefurinn hefur vefslóðina www.leiklist.is og mun fjalla um leiklist á víðum grundvelli. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 573 orð | 1 mynd

Líður hvergi betur en í beinni

Á morgun eru liðin tíu ár síðan Anna Kristine hóf feril sinn í útvarpi. Hún segist ætla að halda upp á daginn með því að vera í útvarpinu ásamt áheyrendum sínum. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd

Morð og fjaðrafok

**½ Leikstjóri: Glenn Jordan. Aðalhlutverk: James Garner, Gina Gershon, Mary-Louise Parker og Kathleen Turner. Bandaríkin, 1999. Bergvík. (92 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 36 orð

Myndlist á Kaffi rót

PIERRE-Alain Barichon opnar myndlistarsýningu á Kaffi rót, Laugavegi 118 í dag, laugardag. Pierre-Alain er franskur en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1996. Hann sýnir vatnslitamyndir, en íslenskt landslag gefur honum innblástur. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 171 orð

Ný Jólaóratóría flutt á afmælisári

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er að hefja sitt 20. starfsár. Fyrsta verkefni kórsins á haustdögum er vinna við hljóðritanir á efni fyrir geisladisk sem kemur út á 20 ára afmæli kórsins árið 2002. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 55 orð

Opið í GUK

SÝNINGIN í GUK á verkum eftir Hildi Jónsdóttur verður opin á morgun kl. 16 og 18 að staðartíma. GUK hefur aðsetur í garðinum við Ártún 3 á Selfossi, í útihúsi við Kirkebakken 1 í Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Callinstrasse 8 í Hannover í Þýskalandi. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 257 orð | 1 mynd

"Ég verð að mála Ísland"

ELÍSABET Unnardóttir heitir myndlistarkona fædd á Íslandi en alin upp í Bandaríkjunum. Á fullorðinsárum ákvað hún að kynnast að nýju landi móður sinnar; - og það hefur hún gert með því að mála íslenska náttúru. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 946 orð | 2 myndir

"Við getum öll dansað"

Helena Jónsdóttir er einn færustu dansara og danshöfunda sem Íslendingar geta státað af. Birta Björnsdóttir hitti hana og fékk að fræðast um dansinn, kvikmyndagerð og tónlistarmyndbandið sem hún var að vinna að. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 349 orð | 1 mynd

Rakstur og tunglferðir

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir snemma á næsta ári nýtt leikrit eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, Rakstur, á Smíðaverkstæðinu. Er þetta fyrsta leikrit höfundar sem Þjóðleikhúsið tekur til sýninga. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 96 orð

Sjónrænt barnaleikhús á ferð

SJÓNRÆNT barnaleikhús frá Litháen, Vaivoryksté, verður í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 13-14. Sýningin er ætluð ungum börnum en Vaivoryksté er litháska og þýðir regnbogi. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 429 orð | 2 myndir

Skerandi þögn

Leyfðu mér að þegja þögn þinni. Lúna. Lúna eru: Hákon Aðalsteinsson, Björk Rannveigar Viggósdóttir, Guðmundur H. Viðarsson og Heimir Hólmarsson. Lög og textar: Lúna og Haukur Þór Jóhannsson (lag 4). Gestaleikarar: Klara Þórhallsdóttir, Jóhann Björn Ævarsson, Hjalti Axelsson. Stjórn upptöku og hljóðblöndun: Haraldur Ringsted Steingrímsson. Myndir á umslagi: Guðmundur Tjörvi Guðmundsson. Hönnun: Guðmundur Oddur. Útgáfa: Smekkleysa SM. 55.45 mín. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 165 orð

Sýning á úrvali verka Alberts Mertz

SÝNING á verkum danska listamannsins Albert Mertz verður opnuð í dag kl. 15 í Galleríi Kambi í Holta- og Landsveit. Sýningin er valin af Gunnari Erni, staðarhaldara, í samvinnu við Lone Mertz, ekkju listamannsins. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 165 orð | 1 mynd

Sýning á úrvali verka Alberts Mertz

SÝNING á verkum danska listamannsins Albert Mertz verður opnuð í dag kl. 15 í Galleríi Kambi í Holta- og Landsveit. Sýningin er valin af Gunnari Erni, staðarhaldara, í samvinnu við Lone Mertz, ekkju listamannsins. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 333 orð | 1 mynd

Sýnir fjögur ný dansverk í vetur

Á KYNNINGARFUNDI Borgarleikhússins um vetrarstarfið kynnti Katrín Hall listdansstjóri verkefnaskrá Íslenska dansflokksins. Fyrsta verkefnið er Plan B, nýtt verk eftir Ólöfu Ingólfsdóttur við tónlist eftir Hall Ingólfsson. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 86 orð | 1 mynd

Tvær nýjar deildir í LHÍ

TVÆR nýjar deildir taka til starfa í Listaháskóla Íslands, hönnunardeild og tónlistardeild, en skólinn var settur í þriðja sinn í gær með stuttri dagskrá í porti leiklistardeildar á Sölvhólsgötu 13. Fyrir eru starfandi myndlistardeild og leiklistardeild. Meira
1. september 2001 | Menningarlíf | 55 orð

Vatnslitamyndir í Galleríi Stöðlakoti

HREFNA Lárusdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum í Galleríi Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, í dag, laugardag, kl. 14. Hrefna er Reykvíkingur, en hefur verið búsett erlendis í 29 ár. Sýningin nefnist Heima og heiman. Meira
1. september 2001 | Fólk í fréttum | 528 orð | 2 myndir

Vígvellir

MENNINGARMIÐSTÖÐIN Hitt húsið hefur nú um árabil sinnt því vinalega hlutverki að opna dyrnar að umheiminum fyrir ungu skapandi fólki. Margir listamenn af yngri kynslóðinni hafa stigið sín fyrstu skref þarna. Meira
1. september 2001 | Tónlist | 645 orð | 1 mynd

Þróttur og mýkt í þraut og gleði

Einsöngslög eftir Schubert, Sibelius, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Markús Kristjánsson og Sigvalda Kaldalóns. Óperuaríur eftir Verdi. Kristinn Sigmundsson bassi; Jónas Ingimundarson, píanó. Fimmtudaginn 30. ágúst kl. 20. Meira

Umræðan

1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 41 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 2. september, er fimmtugur Snorri Guðmundsson, Fjarðarseli 7, Reykjavík. Af því tilefni taka hann og eiginkona hans, Lilja Jónsdóttir, á móti ættingjum og vinum á morgun, sunnudag, kl. Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 1. september, verður sextug Conny Hansen, Torfufelli 11, Reykjavík . Hún og eiginmaður hennar, Baldur Sveinn Scheving , verða að heiman í... Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 1. september, verður sjötug Beta Guðrún Hannesdóttir, Hamrabergi 7, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jón Björnsson. Í tilefni þessa taka þau á móti ættingjum og vinum í dag eftir kl. 15 á heimili sínu, Hamrabergi... Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Á morgun, sunnudaginn 2. september, verður sjötugur Ársæll Egilsson, skipstjóri, Hamraborg, Tálknafirði. Eiginkona hans er Jóhanna Guðmundsdóttir. Þau eru að heiman í... Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 29 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 1. september, er níræð Rósa Pálsdóttir frá Bjargi, nú til heimilis að Dvalarheimilinu Sæborg, Skagaströnd . Eiginmaður hennar var Bjarni Jóhann Jóhannsson sem lést... Meira
1. september 2001 | Aðsent efni | 870 orð | 1 mynd

Álver er áhættulítil fjárfesting

Auðvitað, segir Davíð Björnsson, er enginn atvinnurekstur áhættulaus. Meira
1. september 2001 | Aðsent efni | 815 orð | 1 mynd

Árinni kenna illir ræðarar

Í vor var þingmeirihluti fyrir þeirri leið, segir Guðjón A. Kristjánsson, að stöðva frekari kvótasetningu við stjórn fiskveiða. Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 643 orð

Er Garðabær jafngóður bær og haldið er?

GARÐABÆR er með mjög gott orð á sér fyrir að vera fyrirmyndarbær með fyrirmyndaríbúum. En er allt satt, er sagt frá bæði vondum og slæmum atburðum í bænum eða bara góðum? Meira
1. september 2001 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Í fjötrum árangurslausrar vaxtastefnu?

Vaxtabætur verði afnumdar hið fyrsta, segir Már Wolfgang Mixa, til að skapa rými til vaxtalækkana. Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 98 orð

Í FORNÖLD Á JÖRÐU

Í fornöld á jörðu var frækorni sáð, það fæstum var kunnugt, en sumstaðar smáð. Það frækorn var guðsríki, í fyrstunni smátt, en frjóvgaðist óðum og þroskaðist brátt. Þá dundu yfir stormar og hretviðrin hörð, og haglél og eldingar geisuðu um jörð. Meira
1. september 2001 | Aðsent efni | 289 orð | 1 mynd

Íþróttastarf barna og unglinga er virkasta forvörnin

Efling íþróttastarfs barna og unglinga og góð aðstaða, segir Sigurður Jónsson, er fjölskyldumál og um leið nauðsynjamál í hverju samfélagi. Meira
1. september 2001 | Aðsent efni | 595 orð | 1 mynd

Litlar kjarabætur gerðar að engu

Ég skora á ríkisstjórn og Alþingi, segir Arnór Pétursson, að bæta og einfalda almannatryggingakerfið. Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 368 orð

Margur heldur mig sig

SINDRI M. Stephensen sendir mér tóninn hér í Morgunblaðinu og gerir að umtalsefni að ég tími ekki að borga fyrir myndbandsspólur. Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 868 orð

(Matt. 4, 16.)

Í dag er laugardagur 1. september 244. dagur ársins 2001. Egidíusmessa. Orð dagsins: Sú þjóð, sem í myrkri sat, sá mikið ljós. Þeim er sátu í skuggalandi dauðans, er ljós upp runnið. Meira
1. september 2001 | Aðsent efni | 275 orð | 1 mynd

Nauðasamningar smábátaeigenda

Við blasa, segir Karl V. Matthíasson, nauðasamningar margra eigenda smábáta við lánastofnanir. Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 812 orð

Nokkrir smákóngar

ÞAÐ hefur lengi verið siður foringja stjórnmálaflokka hér á landi að vilja drottna yfir alþingismönnum síns eigin flokks. Meira
1. september 2001 | Aðsent efni | 565 orð | 1 mynd

Nú er mér allri lokið!

Sá góði árangur, sem sést á blómlegu tónlistar- og menningarlífi hér á landi, segir Kristrún Helga Björnsdóttir, er í engu þakkaður þeim sem að baki standa, nefnilega tónlistarkennurum. Meira
1. september 2001 | Aðsent efni | 531 orð | 1 mynd

Opið bréf til ritstjórnar Morgunblaðsins

Upplýsingar, segir Tómas Gunnarsson, er langmikilvirkasta slysavörnin. Meira
1. september 2001 | Aðsent efni | 373 orð | 1 mynd

Ráð hins rökþrota manns

Aðferðin felst í að þyrla upp ryki, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, til að forðast að ræða það viðfangsefni sem til meðferðar er hverju sinni. Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 387 orð

Útvarpið athugi sinn gang

MIKIÐ er Ríkisútvarpið fundvíst á allt hið ljóta og ógeðslega í þjóðfélaginu. Ég hefi alltaf haldið að það ætti að vera musteri íslenskrar tungu og um leið hins góða í þjóðlífinu. Því miður finnst mér þetta ekki alltaf vera eins og það ætti að vera. Meira
1. september 2001 | Bréf til blaðsins | 478 orð

VÍKVERJI sagði frá því sl.

VÍKVERJI sagði frá því sl. fimmtudag að Ríkisútvarpið gerði þá kröfu til fólks sem flytti úr landi að það skilaði farmskrá frá skipafélagi áður en stofnunin samþykkti uppsögn áskriftar að RÚV. Meira

Minningargreinar

1. september 2001 | Minningargreinar | 970 orð | 1 mynd

ANNA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR

Anna Margrét Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1952. Hún lést 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kristskirkju í Landakoti 31. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2001 | Minningargreinar | 600 orð | 1 mynd

GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR

Guðrún Halldórsdóttir fæddist á Mábergi á Rauðasandi 24. apríl 1908. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 27. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2001 | Minningargreinar | 4454 orð | 1 mynd

HELGI SÍMONARSON

Jón Helgi Símonarson, fyrrverandi bóndi á Þverá í Svarfaðardal, fæddist í Gröf í Svarfaðardal 13. september 1895. Hann lést föstudaginn 24. ágúst síðastliðinn, tæplega 106 ára að aldri. Foreldrar hans voru Símon Jónsson og Guðrún Sigurjónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2001 | Minningargreinar | 1004 orð | 1 mynd

HERMANN SVEINSSON

Hermann Sveinsson fæddist á Þúfu í Vestur-Landeyjum 11. ágúst 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Sveinsson, síðar bóndi á Kotvelli í Hvolhreppi, f. 23. apríl 1884, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
1. september 2001 | Minningargreinar | 1964 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR

Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir fæddist á Ísafirði 9. október 1947. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogskirkju 27. ágúst. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 185 orð

Afkoman enn áhyggjuefni

TAP Íslenska járnblendifélagsins hf. nam 165 milljónum króna á fyrri hluta ársins. Dregið hefur úr tapi félagsins frá sama tímabili í fyrra en þá nam það 275 milljónum króna. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 523 orð | 1 mynd

Afkoman heldur betri en vænst var

NÚ ÞEGAR öll fyrirtæki í Úrvalsvísitölu Verðbréfaþings Íslands hf. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Afkoma SÍF í takt við væntingar

SÍF samstæðan skilaði 180 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins og batnaði afkoman um 755 milljónir króna frá fyrri árshelmingi ársins 2000, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 161 orð

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar SEPTEMBER 2001 Mán.

ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar SEPTEMBER 2001 Mán.gr. Elli-/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 18.424 Tekjutrygging ellilífeyrisþega óskert 31.679 Tekjutrygging örorkulífeyrisþega, óskert 32.566 Heimilisuppbót, óskert 15. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 793 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Und.

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Und. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 667 orð | 1 mynd

Ábyrgð þingmanna er mikil

JÓN Guðbjartsson, útgerðarmaður togbátsins Gunnbjörns ÍS frá Bolungarvík, segist afar ósáttur við þær lagabreytingar sem nú sé gripið til varðandi veiðistjórn krókabáta. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 314 orð | 2 myndir

Eigum fárra kosta völ

AF samtölum Morgunblaðsins við trillukarla á norðanverðum Vestfjörðum má merkja að mikil óvissa ríkir um útgerð smábáta. Þeir segja ljóst að ef lögin ganga óbreytt eftir dragi verulega úr útgerðinni og að línuútgerð þeirra muni að mestu leggjast af. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Hagnaður 120 m.kr.

HAGNAÐUR Keflavíkurverktaka nam 120,4 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 16 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur félagsins námu 1. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 279 orð | 1 mynd

Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík eykst um 17%

HAGNAÐUR Sparisjóðsins í Keflavík var 82 milljónir á fyrstu sex mánuðum þessa árs, að teknu tilliti til skatta, samanborið við 69 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er um 17% hækkun á milli ára. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 166 orð

Kaupa helmings hlut í Karen Millen

HÓPUR íslenskra fjárfesta undir forystu Kaupþings hf. hefur fest kaup á um helmings hlut í breska tískuvörufyrirtækinu Karen Millen. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 93 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.046,02 2,07 FTSE 100 5.345,00 0,23 DAX í Frankfurt 5.188,17 0,50 CAC 40 í París 4. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 84 orð

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt.

MEÐALVEXTIR SKULDABRÉFA OG DRÁTTARVEXTIR Dráttar Vxt. alm. Vísitölub. vextir skbr. lán Mars '00 21,0 16,1 9,0 Apríl '00 21,5 16,2 9,0 Maí ‘00 21,5 16,2 9,0 Júní '00 22,0 16,2 9,1 Júlí '00 22,5 16,8 9,8 Ágúst '00 23,0 17,0 9,8 Sept. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 991 orð | 1 mynd

"Erum að berjast fyrir lífi okkar"

Umdeild lög um kvótasetningu í ýsu og steinbít hjá smábátum taka gildi í dag, á nýju fiskveiðiári. Lögin hafa mikil áhrif á útgerð krókabáta á norðanverðum Vestfjörðum og Helgi Mar Árnason heyrði á Vestfirðingum að þar ríkir mikil óvissa um framtíð smábátaútgerðar. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 682 orð | 1 mynd

"Hamfarir af manna völdum"

GUÐRÚN Pálsdóttir hefur ásamt eiginmanni sínum Einari Guðbjartssyni og fjölskyldu sinni gert út trillu og rekið harðfiskverkun á Flateyri um árabil. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 74 orð

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1.

SKAMMTÍMASJÓÐIR Nafnávöxtun 1. september síðustu (%) Kaupg. 3 mán. 6 mán. 12 mán. Kaupþing hf. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 435 orð

Söluhagnaður meðeigenda Baugs nam 1,1 milljarði

EIGNARHLUTUR Baugs í breska smásölufyrirtækinu Arcadia, sem Baugur keypti af A-Holding, er í árshlutauppgjöri Baugs bókfærður á 11,7 milljarða króna. Markaðsvirði hlutarins er nú um 14 milljarðar króna. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 476 orð

Tap Lyfjaverslunar 32 m.kr.

TAP var á rekstri Lyfjaverslunar Íslands hf. á fyrstu sex mánuðum ársins 2001 upp á 32 milljónir króna, en á sama tíma á síðasta ári var hagnaður félagsins hins vegar 32 milljónir. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Uppgjör Baugs yfir væntingum

SEX mánaða uppgjör Baugs hf. er yfir væntingum greiningardeildar Íslandsbanka, að sögn Almars Guðmundssonar, forstöðumanns deildarinnar. Baugur hf. Meira
1. september 2001 | Viðskiptafréttir | 95 orð

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv.

VÍSITÖLUR Eldri Neysluv. Byggingar Launa- lánskj. til verðtr vísitala vísitala Maí '00 3,902 197,6 244,1 194,5 Júní '00 3,917 198,4 244,4 195,7 Júlí '00 3.931 199,1 244,8 196,4 Ágúst '00 3.951 200,1 244,9 196,6 Sept. '00 3.931 199,1 244,6 196,8 Okt. Meira

Daglegt líf

1. september 2001 | Neytendur | 349 orð | 3 myndir

Margt gómsætt í boði á grænmetismörkuðum

Á þessum árstíma leggja margir leið sína á grænmetismarkaðina í Mosfellsdalnum og við Vesturlandsveg því þar fæst meðal annars ferskt íslenskt grænmeti, sósur og silungur. Meira
1. september 2001 | Neytendur | 470 orð | 1 mynd

Útkallið dýrast á tæpar 17.000 krónur

MIKILL munur er á verði á tölvuþjónustu fyrir einkaaðila þegar viðgerðarmaður er sendur í útkall í heimahús. Meira

Fastir þættir

1. september 2001 | Fastir þættir | 159 orð | 1 mynd

Áhrif tengdó vara lengi

NÖLDUR og nag í tengdaforeldum virðist hafa langtíma áhrif á hjónabandssæluna til hins verra. Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 740 orð | 3 myndir

ÁLMUR

ÁLMURINN, Ulmus glabra, er af álmsættinni, Ulmaceae, og er eina tegundin af þeirri ætt sem eitthvað hefur verið ræktuð að ráði á Íslandi. Heimkynni álmsins eru á Bretlandseyjum og í Mið-Evrópu allt austur í Litlu-Asíu. Meira
1. september 2001 | Viðhorf | 807 orð

Ávaxtaflokkurinn

Skólarnir þurfa svo kannski að koma sér upp frystikistu í hverri stofu til að börnin geti tekið með sér ávaxtafrostpinna að heiman, samkvæmt ráði einhverrar ísgerðarinnar? Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 266 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞÚ ert í vestur og heldur á 10 háspilapunktum. Makker þinn hefur opnað á 15-17 punkta grandi, en samt hafa mótherjarnir göslast upp í fjóra spaða. Þetta er ósvífni og þeir verða látnir blæða. Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 216 orð

Enn lengist keppnistímabilið

Mótahópur Átaksverkefnisins í hestamennsku ætlar að halda kappreiðar og gleðimót á félagssvæði Fáks á Víðivöllum í Reykjavík. Mótið verður haldið 14. - 15. september nk. og er þar með enn verið að lengja keppnistímabilið í hestamennskunni. Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 674 orð

Er ég færi ekkert lengur í...

SIGURÐUR Ó. Pálsson lagði á borðið mitt: a) 28. júní: "Um tónlistarkvöldið hefur umsjón." Kynning þular 1. júlí. b) "Mótið gekk snuðrulaust fyrir sig." (Úr íþróttafréttum.) c) "Þeir eru að feta í fótspor sporgöngumanna sinna. Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 938 orð | 2 myndir

Íslenskir gæðingar og úrvals reiðkennarar

Íslenski hesturinn hefur oft komið fram á sýningum í Bandaríkjunum ásamt öðrum hrossakynjum. En nú á að halda sérstaka hátíð honum til heiðurs með sýningum og námskeiðum hjá íslenskum úrvals reiðkennurum. Ásdís Haraldsdóttir ræddi við hugmyndasmiðinn Björn Ólafsson. Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 735 orð

Kvíðinn er í genunum

Óttinn er eðlileg tilfinning og hluti af hegðun allra spendýra. Það er hins vegar mjög mismunandi hve mikinn ótta eða kvíða fólk upplifir og tengist það greinilega erfðum. Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 311 orð | 1 mynd

Magakveisur algengari ef móðir reykir

UNGBARN virðist tvöfalt líklegra til að fá magakveisur á fyrstu mánuðum ævi sinnar ef móðir þess reykti 15 eða fleiri sígarettur á dag á meðan hún gekk með barnið, að því er fram kemur í niðurstöðum danskrar rannsóknar. Meira
1. september 2001 | Í dag | 1104 orð | 1 mynd

(Mark. 7.)

Guðspjall dagsins: Hinn daufi og málhalti. Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 258 orð | 1 mynd

Ráð fundin við lesblindu?

Lesblinda er vandamál sem getur haft mikil áhrif á skólagöngu barna. Einkenni hennar felast í minnkaðri getu til að lesa, skrifa og stafa þrátt fyrir eðlilega greind. Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 764 orð | 1 mynd

Reykingaávani er flókin fíkn

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
1. september 2001 | Í dag | 1431 orð

Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík SAFNAÐARSTARF Fríkirkjunnar...

Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík SAFNAÐARSTARF Fríkirkjunnar í Reykjavík mun halda í sína árlegu safnaðarferð sunnudaginn 2. september. Ferðin hefst sunnudagsmorguninn kl. Meira
1. september 2001 | Í dag | 510 orð | 1 mynd

Safnaðartré Laugarneskirkju

NÚ um helgina fer safnaðarstarf Laugarneskirkju á fullan snúning og því langar okkur að gera stutta grein fyrir markmiðum okkar. Við eigum nú þegar tvö slagorð, sem segja nokkuð um stefnu safnaðarins. Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 145 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Fyrir nokkrum árum vann Hannes Hlífar Stefánsson glæstan sigur á Lost Boys mótinu sem haldið var í Antwerpen. Mótshaldarar sáu þó ekki ástæðu til að bjóða honum aftur á það en það hefur nú verið flutt til Amsterdam. Meira
1. september 2001 | Fastir þættir | 1440 orð | 4 myndir

Skákþjálfun á háskólastigi

UNGIR íslenskir skákmenn hafa sýnt miklar framfarir að undanförnu. Í kjölfarið hafa sprottið upp vangaveltur um það hvernig skynsamlegast sé að veita þeim stuðning til enn frekari afreka. Þótt sá stuðningur sem þeim er veittur t.d. Meira

Íþróttir

1. september 2001 | Íþróttir | 224 orð

Allt þarf að ganga upp

"ÞAÐ þarf allt að ganga upp hjá okkur til að við eigum möguleika," sagði Árni Gautur Arason, markvörður Íslands, um viðureign liðsins gegn Tékkum á laugardag. Liðið tapaði sem kunnugt er 4:0 ytra og og hefur því til mikils að vinna hér heima. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 249 orð

Andri seldur til Molde í gær

LANDSLIÐSMAÐURINN Andri Sigþórsson, sem leikið hefur með austurríska liðinu Salzburg, gekk til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Molde í gær. Andri skrifaði undir samning við norska liðið síðdegis í gær sem gildir út árið 2004. Eyjólfur Bergþórsson, umboðsmaður Andra, vildi ekki greina Morgunblaðinu frá kaupverði Molde á Andra en að sögn norska blaðsins Romsdals Budstikke er kaupverðið í kringum 3 milljónir norskra króna sem eru um 33 milljónir íslenskra króna. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 142 orð

Dani til Framara

DANINN Martin Larsen hefur gengið til liðs við Fram, en Larsen kemur frá danska 2. deildar liðinu Holbæk. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 176 orð

Erkióvinir mætast

GÖMLU erkióvinirnir á knattspyrnuvellinum, Þýskaland og England, mætast í mikilvægum leik í undankeppni HM knattspyrnu í München í dag. Þjóðverjar sitja fyrir leikinn í efsta sæti 9. riðils en Englendingar verma 2. sætið. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 442 orð

Erum orðnir erfiðir heim að sækja

"ÉG er ekkert smeykur fyrir leikinn," sagði Helgi Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fullur tilhlökkunar fyrir leikinn gegn Tékkum í dag. "Við höfum náð ágætis úrslitum gegn þessum betri þjóðum. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 275 orð | 1 mynd

Hjörtur og Ísak fallnir úr keppni

FEÐGARNIR Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru Impreza bættu við forskot sitt í alþjóðlega rallinu, Rally Reykjavík, í gær og hafa nú rúmlega þriggja og hálfrar mínútu forskot á Sigurð Braga Guðmundsson og Rögnvald Pálmason á MG Metro. Í þriðja sæti eru þeir Hjörleifur Hilmarsson og Jón Þór Jónsson á MMC Lancer og á eftir þeim í fjórða sæti koma Baldur Jónsson og Arnar Valsteinsson á Subaru Legacy. Fimmtu koma síðan Gunnar Viggósson og Björn Ragnarsson á Ford Escort. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 264 orð

Jóhannes Karl í byrjunarliðinu

Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti byrjunarliðið eftir æfingu síðdegis í gær. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 246 orð

KNATTSPYRNA Ísland - Tékkland 0:1 Grindavíkurvöllur,...

KNATTSPYRNA Ísland - Tékkland 0:1 Grindavíkurvöllur, Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri, 3. riðill, föstudaginn 31. ágúst 2001. Markið : Martin Viránek 72. Lið Íslands : Ómar Jóhannsson - Grétar Rafn Steinsson (Atli Sveinn Þórarinsson 79. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 62 orð

KNATTSPYRNA Laugardagur: Undankeppni HM: Laugardalsvöllur: Ísland...

KNATTSPYRNA Laugardagur: Undankeppni HM: Laugardalsvöllur: Ísland - Tékkland 14 2. deild karla: Akureyrarvöllur: Nökkvi - Víðir 11 1. deild kvenna, úrslitaleikur: Ásvellir: Haukar - Þróttur R 17. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 92 orð

Landsleikur í Njarðvík

ÍSLAND leikur lokaleik sinn í forkeppni Evrópumótsins í körfuknattleik í dag, gegn liði Íra, og hefst leikurinn kl. 16.30 í Njarðvík. Írar mæta með öflugt lið sem m.a. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 506 orð | 1 mynd

Látum þá bera virðingu fyrir okkur

EIÐUR Smári Guðjohnsen lék ekki með íslenska landsliðinu gegn Pólverjum 15. ágúst vegna meiðsla í nára. Hann er allur að braggast og leikur með gegn Tékkum í dag. "Ég er ekki alveg búinn að ná mér. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

* LIVERPOOL gerði sér lítið fyrir...

* LIVERPOOL gerði sér lítið fyrir í gær og keypti tvo markverði, sem þar með ná því báðir að vera löglegir með liðinu í meistaradeild Evrópu . Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 68 orð

Ragnhildur á 79 höggum

RAGNHILDUR Sigurðardóttir, GR, lék aftur á 79 höggum á öðrum keppnisdegi á Evrópumóti kvenna í golfi sem nú stendur yfir á Ítalíu. Ragnhildur hefur því leikið á 158 höggum og er í 55.-58. sæti af 111 keppendum. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 503 orð

Tékkasigur í roki í Grindavík

HVASST suðaustanrok kom í veg fyrir að ungmennalið Íslands og Tékklands næðu að sýna sínar betri hliðar þegar liðin mættust í undankeppni EM í Grindavík í gærkvöldi. Samt sáust ágætar hliðar - Tékkar spiluðu af öryggi á meðan Íslendingar börðust af miklum krafti. Með rokið í bakið réð hvort lið yfir einum hálfleik en sókn Tékka eftir hlé var þyngri enda uppskáru þeir eina mark leikins - 1:0 fyrir Tékkland. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 298 orð

Þolinmóðir og skipulagðir

ARNAR Viðarsson hefur þegar skapað sér gott orð í belgísku knattspyrnunni og er orðinn fyrirliði Lokeren þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára . Lokeren hefur byrjað illa, hefur aðeins náð í eitt stig eftir þrjá leiki en það er engan bilbug að finna á Arnari. "Eina sem menn eru vonsviknir yfir er að tapa fyrir Aalst um síðustu helgi," sagði Arnar. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 125 orð

Þórey felldi byrjunarhæð

ÞÓREY Edda Elísdóttir náði ekki að fara yfir byrjunarhæðina á gullmóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Berlín í gærkvöld. Hún, Doris Auer frá Austurríki og Annika Becker frá Þýskalandi felldu 4,16 metra. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 604 orð | 1 mynd

Þór í góðum málum

ÞÓR innbyrti sigur gegn Stjörnunni á elleftu stundu í gær, 3:2, og er liðið því í góðri stöðu þegar tveimur umferðum er ólokið í 1. deild. Þórsarar eru með 35 stig, stigi á eftir KA. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 263 orð

Þurfum að spila skipulega

"TÉKKAR eru með eitt besta liðið í Evrópu í dag og það væri náttúrulega mjög gaman að fá að spreyta sig á móti þeim. Ef við spilum skipulegan leik eigum við að geta náð góðum úrslitum á móti þeim," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson sem lék fyrsta landsleik sinn þann 15. ágúst gegn Pólverjum og stóð sig með prýði. Hann er í leikmannahópi Íslands sem leikur gegn Tékkum á Laugardalsvelli á laugardag. Meira
1. september 2001 | Íþróttir | 859 orð | 1 mynd

Ætlum að gera Tékkum lífið leitt

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, gerir sér vel grein fyrir því að leikurinn við Tékka á Laugardalsvellinum í dag er einn sá erfiðasti sem liðið hefur leikið undir hans stjórn. Atli segist vel minnugur ófaranna í Teplic fyrir tæpu ári þegar Íslendingar töpuðu stórt, 4:0. Hann segir að strákarnir hafi lært mikið af þeim leik og þau mistök sem leikmenn hafi verið að gera þá megi ekki sjást í dag. Meira

Lesbók

1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1335 orð

AÐ SIGRA SJÁLFAN SIG OG VERA FRJÁLS

LEIÐIN frá Morinsheiði niður í Þórsmörk liggur um einstigi sem heitir Kattahryggir. Þar er snarbratt niður á báðar hendur og eins gott að halda jafnvægi. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 551 orð

ALLUR HLJÓÐHEIMURINN UNDIR

STERKASTA einkenni á tónlist Bjarkar hefur alltaf verið sú fjölbreytni tónmiðla sem hún notar í verkum sínum. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð | 1 mynd

August Strindberg

var ekki aðeins leikskáld heldur málaði hann drjúgt af myndum sem nú eru margar hverjar sýndar í Ríkislistasafninu í Kaupmannahöfn. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 461 orð | 5 myndir

BREIÐHENT OG STAFHENT

BREIÐHENT eða breiðhenda er afar reglulegur háttur. Allar línur hans eru með fjórum kveðum (réttum tvíliðum) og ríma tíðast á víxl. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 239 orð

Drengjakórinn flytur í vesturbæinn

DRENGJAKÓR Laugarneskirkju, sem undanfarin ellefu ár hefur verið starfræktur og kenndur við Laugarneskirkju í Reykjavík, flytur sig um set eftir ellefu ára starf í Laugarnessöfnuði og verður Neskirkja í Reykjavík framtíðarheimili kórsins. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 452 orð

ÉG AUGLÝSI, ÞESS VEGNA ER ÉG

AUGU mín opnuðust ekki fyrr en ég sá auglýsinguna innan á skáphurðinni. Það var árla morguns, ég var að verða of seinn í hjólatíma og tíndi af mér spjarirnar í flýti. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 2096 orð | 5 myndir

FÁRVIÐRI SKYNSVIÐSINS

Í sumar hefur yfirgripsmesta sýning á þeirri hlið skáldjöfursins Augusts Strindbergs, sem veit að sjónlistum, staðið yfir í Ríkislistasafninu í Kaupmannahöfn. Kemur frá Þjóðlistasafninu í Stokkhólmi, heldur áfram til Parísar og verður sett upp í Orsay-safninu þar í borg. BRAGI ÁSGEIRSSON var á vettvangi og fjallar sitthvað um jöfurinn í tilefni hins einstæða viðburðar. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 739 orð | 2 myndir

FINNA FISKAR TIL?

Í vikunni sem er að líða fjallaði Vísindavefurinn um hvaða eldfjall hefur gosið mest, af hverju villikettir teljist ekki til landlægra spendýra hér á landi, í hvaða matvælum frumefnið litín sé helst að finna og hvað orðin sjálfbær þróun þýða svo fátt eitt sé nefnt. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 73 orð | 1 mynd

Helga Kress

hefur verið afkastamikill fræðimaður á sviði feminískra bókmenntarannsókna í þrjátíu ár. Í samtali við Þröst Helgason segir hún auðvelt að sjá að konur og bókmenntir þeirra hafa verið gerðar ósýnilegar í hinni opinberu og viðurkenndu bókmenntasögu. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 108 orð

ÍSLANDS MINNI

Eldgamla Ísafold ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð! mögum þín muntu kær, meðan lönd gyrðir sær og guma girnist mær, gljár sól á hlíð. --- Eldgamla Ísafold, ástkæra fósturmold, fjallkonan fríð! Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 234 orð | 1 mynd

Jón Rúnar Arason ráðinn til Nürnberg

JÓN Rúnar Arason tenorsöngvari hefur verið fastráðinn við óperuna í Nürnberg í Þýskalandi. Jón Rúnar hefur starfað í Svíþjóð síðustu ár og sungið við óperuna í Gautaborg. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 249 orð | 1 mynd

KALLAST Á VIÐ TEIKNINGU VATNSINS

SÝNING á nýjum verkum eftir Bjarna Sigurbjörnsson verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar í dag, laugardag, kl. 16. Þetta er umfangsmesta sýning Bjarna til þessa og verður hún í öllum sýningarsölum hússins. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 4066 orð | 1 mynd

KARL SKAL ÞAÐ VERA - ÍSLENDINGUR OG HETJA

Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, sendi nýlega frá sér mikið greinasafn, Speglanir, sem spannar stóran hluta fræðimannsferils hennar. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð | 2 myndir

Leda og svanurinn

BJÖRK vísar í táknmáli sínu sterklega í grísku goðsögnina um Ledu og svaninn: Seifur kom í skjóli nætur til hinnar mannlegu veru, Ledu, þegar hún bjó sig undir fyrstu nóttina með Tyndareusi, konungi Spartverja. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 368 orð

MYNDLIST Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Verk Svavars Guðnasonar.

MYNDLIST Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Verk Svavars Guðnasonar. Til 9.9. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Blóðug vígaferli og Götulíf víkinganna í York. Til 1. okt. Galleri@hlemmur.is: Guðrún Vera Hjartardóttir. Til 9.9. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 440 orð

NEÐANMÁLS -

I Íslensk menning! Hvað er nú það? Sigurður Nordal hafði svör á reiðum höndum, eins og svo oft, og ritaði mikla bók um efnið, og áætlaði reyndar heilan bókaflokk sem ekkert varð úr. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 26 orð | 1 mynd

Njála

var til umræðu á málþingi er haldið var í Sögusetrinu á Hvolsvelli um síðustu helgi. Heiða Jóhannsdóttir sótti þingið og segir frá því helsta sem fram... Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 614 orð | 1 mynd

"Ljóðasöngurinn þarf ekkert skrum í kringum sig"

FYRSTA starfsár tónlistarhússins Ýmis hefst um helgina, með tónleikum Sólrúnar Bragadóttur, sópransöngkonu og Gerrits Schuil, píanóleikara, á morgun kl. 14.30. Á efnisskránni verða verk eftir Fauré, Duparc, Korngold, Sibelius og Grieg. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1631 orð | 1 mynd

"MEIRI SNERPU, FÉLAGAR, MEIRI SNERPU"

Matthias Goerne, Andras Schiff og Gustav Mahler Jugendorchester eru meðal þeirra sem koma við sögu þegar HAFLIÐI HALLGRÍMSSON fjallar um tónlist á Edinborgarhátíðinni í þriðju grein sinni. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 406 orð | 1 mynd

Rushdie hlýtur misjafna dóma

NÝJASTA skáldsaga Salmans Rushdie, Fury (Heift) kom út í gær og hlýtur hún fremur misjafna dóma. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 3225 orð | 4 myndir

SAGAN AF Björk og svanINUM

Vespertine barst í búðir í vikunni og fær góðar viðtökur víða um heim. Björk fylgir plötunni eftir með hljómleikaferð um Evrópu. Hún hefur íklæðst svansham í kynningum sínum á verkinu og í allri umgjörð. Gunnar Hersveinn túlkar hér táknmálið sem Björk notar, greinir texta hennar og tónlist og metur innihaldið. Hann telur Vespertine vera heilsteypt verk um grísku goðsöguna af svaninum, sem flekaði Ledu, og um leið um samband mannsins við æðri mátt. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1745 orð | 1 mynd

SÍKVIK SAGNAARFLEIFÐ NJÁLU

Um síðustu helgi komu saman á Hvolsvelli fræðimenn, leikmenn og áhugamenn um Njálu og skeggræddu skilning, vægi og túlkun þessarar síkviku sögu. HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR hélt á Njáluslóð þar sem hlíðin fagra var skoðuð út frá ólíkum sjónarhornum. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 225 orð | 1 mynd

Sjálfbær þróunarskref

SÝNINGIN Sjálfbær þróun (grasrót 2001) verður opnuð í Nýlistasafninu í dag. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 26 orð

SÓL OG MYRKUR

Í vatnsborðinu sá ég fuglinn og fleira fara sér hægt Útsprungið sumar einsog hendur faðma bát og rugga Fljótt kemur haustið niður fyrir núll birtunnar á... Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 538 orð | 1 mynd

Spurning um rómantík

ÞAÐ er bjartur og rómantískur heimur sem opnast manni í bílskúr í Breiðholtinu. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 1166 orð | 2 myndir

TÓNLISTIN ER UMHVERFI FYRIR ORÐ VIGDÍSAR

ÍSLENSK ópera, Z-ástarsaga eftir Sigurð Sævarsson, verður frumsýnd í Dráttarbrautinni í Keflavík í kvöld kl. 19. Óperan er byggð á samnefndri sögu Vigdísar Grímsdóttur. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 429 orð | 1 mynd

VATN OG VÆNGIR

Jú, ég er anzi mikið í fræðimannsherberginu og vinn einkum að efni sem ég átti ókarað og hef verið að ljúka við. Þetta er mest ljóðakyns en ég hef einnig alltaf haft áhuga á því að skrifa leikþætti sem ég kalla leiksögur. [... Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 73 orð | 1 mynd

Vespertine

er vitnisburður um að Björk hefur ekki staðnað sem tónlistarmaður, heldur stigið ákveðið skref í tiltekna átt. Verkið er vissulega gott, en hvort það er betra en til dæmis Debut sem geymir mörg öflug lög, er ekki alveg ljóst. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 518 orð | 1 mynd

Víðförul málverk

UM síðustu helgi opnaði Guðni Harðarson málverkasýningu í baksal Gallerís Foldar. Yfirskrift sýningarinnar er "Íhugun", og er þar að finna um tuttugu verk unnin með sandblönduðum akrýllitum á striga. Meira
1. september 2001 | Menningarblað/Lesbók | 368 orð | 1 mynd

Yfirlitssýning á verkum Chillida

YFIRLITSSÝNING á verkum spænska listamannsins Eduardo Chillida stendur þessa dagana yfir í Jeu de Paume-listasafninu í París en Chillida telst til þekktari núlifandi listamanna Spánverja. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.