Greinar sunnudaginn 2. september 2001

Forsíða

2. september 2001 | Forsíða | 301 orð

Fólkið flutt til Nýja-Sjálands og Nauru

JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, kynnti á laugardagsmorgun samkomulag sem náðist um örlög flóttamannanna 460, sem hafa hafst við í heila viku um borð í norska flutningaskipinu Tampa úti fyrir ströndum Jólaeyju í áströlsku lögsögunni. Meira
2. september 2001 | Forsíða | 166 orð | 1 mynd

Palestínumaður myrtur

YFIRMAÐUR í öryggislögreglu Palestínumanna beið bana í gærmorgun þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Grunur lék á að Ísraelar hefðu komið vítisvél fyrir í ökutækinu en talsmaður stjórnvalda lýsti yfir því að þau hefðu hvergi komið nærri morðinu. Meira
2. september 2001 | Forsíða | 148 orð

Sótti um lögreglustarf og var handtekinn

EDWIN Gaynor hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann sótti um starf lögreglumanns í Baltimore sl. fimmtudag. En ekki nóg með það. Umsóknin varð nefnilega til þess að Gaynor var tekinn höndum og ákærður fyrir glæp. Meira

Fréttir

2. september 2001 | Erlendar fréttir | 593 orð | 1 mynd

Afkomendur Afríkumanna vilja skaðabætur

NÆR fjórir áratugir eru liðnir síðan opinber kynþáttaaðskilnaður var afnuminn með lögum í Bandaríkjunum og nær 140 ár síðan svartir þrælar fengu frelsi. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 48 orð

Aglow-fundur á mánudagskvöld

AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund í Færeyska sjómannaheimilinu, Brautarholti 29, Reykjavík mánudagskvöldið 3. september kl. 20:00. Arndís Árnadóttir leikskólakennari, sem nú starfar við tryggingaráðgjöf, flytur ræðu kvöldsins. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra...

ALLT áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Það var einu sinni lítil stelpa Fimmtudaginn 6. september kl. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Atlanta leigir Air France tvær breiðþotur

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta verður í viðamiklum verkefnum fyrir Air France út október. Verða tvær Boeing 747-300 þotur Atlanta notaðar í flug milli Parísar og nýlendna í Karíbahafinu. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 603 orð

Álitið á við ástand köfunarmála fyrir 10. júlí sl.

INGI Tryggvason, formaður sjóslysanefndar, segir að nefndin standi við álit sitt á ástandi köfunarmála hér við land sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar um banaslys í köfun við Kleifarvatn í apríl 2000. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 50 orð

Á slysadeild eftir átök

TVEIR menn voru fluttir á slysadeild eftir átök í miðbænum í fyrrinótt. Að sögn lögreglu voru þeir með minniháttar meiðsl. Þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni grunaðir um ölvun við akstur. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 351 orð

Ekki hægt að senda heillaóskaskeyti til útlanda

EKKI er lengur hægt að senda heillaóskaskeyti eða önnur skeyti til útlanda en ástæða þess er, að sögn Heiðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Símans, sú að slík þjónusta er ekki lengur fyrir hendi víðast hvar í heiminum. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fjölbreytt dagskrá á Húsavík

Í TILEFNI af viku símenntunar stendur Framhaldsskólinn á Húsavík fyrir röð hádegisfyrirlestra í skólanum frá og með nk. mánudegi. Þar gefst almenningi kostur á að hlýða á sérfræðinga kynna hin ýmsu málefni er varða samfélagið, líf, leik og störf. Meira
2. september 2001 | Erlendar fréttir | 169 orð

*GENGI evrunnar, sameiginlegrar myntar 12 aðildarraríkja...

*GENGI evrunnar, sameiginlegrar myntar 12 aðildarraríkja Evrópusambandsins, styrktist örlítið eftir að seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði vexti í annað sinn á þessu ári á fimmtudag. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Héraðsdómur Reykjaness í nýtt húsnæði

STARFSEMI Héraðsdóms Reykjaness var á föstudag flutt úr bráðabirgðahúsnæði við Brekkugötu 2 í varanlegt húsnæði við Fjarðargötu 9 í Hafnarfirði. Dómstóllinn leigir 1.140 fermetra húsnæði á 2. og 3. hæð hússins ásamt hluta kjallara. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 164 orð

*KONA í Hafnarfirði ól barn heima...

*KONA í Hafnarfirði ól barn heima í stofu á mánudag, tæpri mínútu eftir að hún pantaði sjúkrabíl. Móður og barni heilsast vel. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Landhelgisgæslan með nýtt merki og kjörorð

LANDHELGISGÆSLA Íslands hefur tekið í notkun nýtt merki sem er ankeri og landvættirnir. Ankeri hefur verið einkenni Landhelgisgæslunnar í mörg ár. Þá hafa verið tekin upp kjörorð fyrir Landhelgisgæsluna. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 49 orð

LEIÐRÉTT

Í SAMTALI við Morgunblaðið 31. ágúst benti Óskar Bjartmarz, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, á að nokkur ár væru síðan yfirvöld Lögregluskóla ríkisins hefðu tekið fyrir helgarvinnu lögreglunema hjá lögreglunni í Reykjavík. Meira
2. september 2001 | Erlendar fréttir | 760 orð | 1 mynd

Lukashenko leggur stein í götu andstæðinga

FORSETAKOSNINGAR verða haldnar í Hvíta-Rússlandi næsta sunnudag, 9. september, en þótt aðeins sé ein vika þar til landsmenn ganga að kjörborðinu ber lítið á kosningabaráttu. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 97 orð

Marktæk fækkun slysa hjá VÍS

MARKTÆK fækkun varð á umferðaróhöppum og slysum frá ársbyrjun til 20. ágúst sl. hjá VÍS, miðað við sama tíma í fyrra. Fram til 20. ágúst voru 3.679 umferðaróhöpp skráð hjá VÍS en á sama tíma í fyrra voru þau 4.410 sem er 16,6% fækkun milli ára. Meira
2. september 2001 | Erlendar fréttir | 211 orð

NATO hefur vopnasöfnun í Makedóníu UM...

NATO hefur vopnasöfnun í Makedóníu UM 3.500 manna herlið Atlantshafsbandalagsins (NATO) hóf á mánudag að taka við vopnum albanskra skæruliða í Makedóníu. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 210 orð

Nýnemum verði fjölgað úr 40 í 48

ÁKVEÐIÐ hefur verið að taka upp nýtt fyrirkomulag á inntökuprófum í læknadeild Háskóla Íslands næsta vor. Jafnframt verður fleiri læknanemum hleypt að og fjölgað í hópi nýnema úr 40 líklega í 48. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Olíuleki á Strandgötu

LOKA varð Strandgötu í Hafnarfirði í um klukkustund eftir að tilkynning barst um olíuleka sem dreifðist um götuna í gærmorgun. Olíuslóðinn lá á 400 metra kafla frá Hafnarfjarðarhöfn, eftir Strandgötu og út á Ásbraut. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð

Ókeypis skákæfingar

BARNA- og unglingaæfingar Taflfélagsins Hellis hefjast aftur mánudaginn 3. september nk. Taflið byrjar kl. 17.15 og fyrirkomulagið verður það sama og síðasta vetur. Æfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri, bæði drengjum og stúlkum. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 194 orð

Rannsakað verður áfram í Mosfellsdal

MOSFELLSBÆR undirritaði í gær þriggja ára samning um áframhaldandi fornleifarannsóknir í Mosfellsdal en verkefninu er stýrt af tveimur prófessorum við háskólann í Kaliforníu. Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd... Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 347 orð

Ruslpósturinn hrúgast inn

BJÖRN Davíðsson, þróunarstjóri tölvu- og netþjónustunnar Snerpu ehf., segir nokkuð um að erlend fyrirtæki "steli" gildum tölvupóstföngum með það fyrir augum að selja auglýsendum sem sendi svo út ruslpóst. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 198 orð

RÚV kaupir jarðstöðina í Efstaleiti af Símanum

RÚV hefur fest kaup á 13 m jarðstöð í Efstaleiti af Símanum. Kaupverðið er 13 milljónir að sögn Guðmundar Gylfa Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fjármáladeildar RÚV. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Rætt um skerta frjósemi

KRAFTUR efnir til fundar þriðjudaginn 4. september kl. 20. Umræðuefnið er skert frjósemi, þar sem rætt er um ófrjósemi eða skerta frjósemi vegna krabbameins. Fundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, 4. hæð. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 208 orð

Sameiginleg yfirlýsing LÍ og ÍE undirrituð...

Sameiginleg yfirlýsing LÍ og ÍE undirrituð ÍSLENSK erfðagreining, stjórn Læknafélags Íslands og landlæknir undirrituðu á mánudag sameiginlega yfirlýsingu um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð

Síðasta söngvaka sumarsins

RÓSA Kristín Baldursdóttir og Hjörleifur Hjartarson flytja síðustu söngvöku sumarsins í Minjasafnskirkjunni á Akureyri næstkomandi mánudagskvöld, 3. september. Söngvökur hafa í nokkur ár verið fastir liðir á sumardagskrá Minjasafnsins á Akureyri. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð

Stigahæstu menn unnu skákir sínar

LÍTIÐ var um óvænt úrslit í fyrstu umferð á Skákþingi Íslands, sem hófst á föstudag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, og höfðu stigahæstu menn í báðum flokkum sigur í sínum skákum. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð

Stækkun húsnæðis slökkviliðsins fyrirhuguð

STJÓRN Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi á föstudag að ljúka við hönnun fyrirhugaðrar stækkunar húsnæðis slökkviliðsins í Skógarhlíð og leggja teikningar fyrir byggingarnefnd, að því er fram kemur á heimasíðu Slökkviliðs... Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 510 orð | 1 mynd

Sælandsösp virðist sterkari

UNDANFARIN tvö ár hafa staðið yfir tilraunir sem miða að því að finna ryðsveppsþolnar gerðir af ösp og lofa þær góðu, að sögn Guðmundar Halldórssonar, sérfræðings hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð

Tekinn á 181 km hraða

LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags. Sá sem ók hraðast mældist á 181 km hraða í Flóanum um klukkan fjögur í fyrrinótt og var hann sviptur ökuskírteininu á staðnum. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Tveir menn handteknir vegna fjölda innbrota

LÖGREGLAN í Breiðholti í Reykjavík handtók á föstudag tvo menn um tvítugt grunaða um stórfelld innbrot að undanförnu á heimili og í fyrirtæki. Lögreglumenn gerðu húsleit heima hjá öðrum mannanna og fannst þar mikið magn þýfis s.s. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 605 orð

Um 600 bíða eftir félagslegu húsnæði

LÁRA Björnsdóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík, segir að mikill skortur sé á félagslegum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og að félagslega kerfið sé í uppnámi. "Við erum að súpa seyðið af því að það er búið að leggja niður félagslega kerfið. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ungverji fór með sigur af hólmi

UNGVERSKI stórmeistarinn Peter Acs sigraði á heimsmeistaramóti unglinga, sem haldið var í Aþenu á Grikklandi dagana 16. til 29. ágúst sl. Í kvennaflokki bar Humpy Koneru frá Indlandi sigur úr býtum. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 329 orð

Vatni bráðlega hleypt á vélbúnað

FRAMKVÆMDIR við Vatnsfellsvirkjun ganga að mestu samkvæmt áætlun og er gert ráð fyrir að fyrri vélin í virkjuninni fari að framleiða rafmagn 15. október nk. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Viðurkenningar fyrir eflingu skógræktar

Á AÐALFUNDI Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn var nýverið fengu þrír einstaklingar viðurkenningu fyrir ómetanleg störf í þágu skógræktar og stuðning við starfsemi skógræktarfélaganna. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 136 orð

Vika símenntunar 3. til 9. september

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ stendur fyrir viku símenntunar 3.- 9. september nk. og hefur ráðið MENNT - samstarfsvettvang atvinnulífs og skóla til að sjá um framkvæmd í samvinnu við símenntunarmiðstöðvarnar um landið. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 181 orð

Vildu ekki búa til biðtíma

ÁSTÆÐA þess að Íbúðalánasjóður vildi að ný reglugerð félagsmálaráðuneytisins um húsbréfalán sem hækkaði leyfilegt viðmið úr 65% af brunabótamati í 85% gilti frá 1. september en ekki sama tíma og endurmat brunabótamatsins frá 15. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Vistfræði og smíðar tengdar saman

SMÍÐA- og líffræðikennarar frá átta skólum í Reykjavík byrjuðu í gær á námskeiði hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá, sem verður áfram haldið í dag. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 786 orð | 1 mynd

Þar koma Fjallabaksleiðir niður

Garðar Bergendal fæddist 19. september 1943 í Hrífunesi. Hann lauk unglingaprófi frá skólanum í Skaftártungu og hefur síðan unnið ýmis störf við vélar, fyrst hjá Vegagerðinni, ók mjólkurbíl hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í níu ár, var síðan tíu ár hjá Vegagerðinni. Flutti til Reykjavíkur og gerðist þar sendibílstjóri um 20 ára skeið. Hann keypti Hrífunes og eftir baráttu við alvarleg veikindi hóf hann þar uppbyggingarstarf. Kona Garðars er Sigrún Höskuldsdóttir ljósmóðir. Hann á tvo syni. Meira
2. september 2001 | Innlendar fréttir | 38 orð

Þrír fluttir burt í handjárnum

ÞRJÁR manneskjur voru handteknar af lögreglu við aðalinnganginn á Laugardalsvelli rétt áður en landsleikur Íslands og Tékklands hófst í gær. Lögreglan segir að um drykkjulæti hafi verið að ræða. Þau voru öll flutt á brott í handjárnum í... Meira

Ritstjórnargreinar

2. september 2001 | Leiðarar | 241 orð

2.

2. september 1981 : "Á 26. þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var um helgina á Ísafirði, ríkti mikill einhugur bæði um val forystumanna og stefnumörkun. Meira
2. september 2001 | Leiðarar | 744 orð

GEGN KYNÞÁTTAFORDÓMUM

Umdeild ráðstefna Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum hófst í Durban í Suður-Afríku á föstudag og var á fyrsta degi sett fram ákall til þjóða heims um að horfa lengra en til einstakra deilna og móta alþjóðlega áætlun til að berjast gegn hleypidómum. Meira
2. september 2001 | Leiðarar | 1962 orð | 2 myndir

REYKJAVÍKURBRÉF

Um þessar mundir standa yfir óvenjulega áhugaverðar umræður um vaxtastigið í landinu. Þar stendur Seðlabanki Íslands nánast einn og heldur því fram, að ekki séu enn rök fyrir því að lækka vexti. Meira

Menning

2. september 2001 | Menningarlíf | 36 orð

4Klassískar á Akranesi

4KLASSÍSKAR halda söngskemmtun í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi, í dag, sunnudag, kl. 17. 4Klassískar eru Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Björk Jónsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý Sæmundsdóttir. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 960 orð | 1 mynd

Að lesa í hið ósýnilega

SÍÐASTLIÐIÐ vor gafst mér tækifæri til að spjalla við tvær ungar konur sem komu hingað til lands í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars síðastliðinn, þær Ann-Linn Guillou og Hilde-Charlotte Solheim. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 928 orð | 1 mynd

AF LISTASAFNI ÍSLANDS

Mjög svo áhugaverðri sumarsýningu Listasafns Íslands lýkur í dag, sunnudag. Aðsókn hefur verið þokkaleg á okkar mælikvarða og sem vænta má eru útlendir ferðalangar í miklum meirihluta. Sést hins vegar helst í skottið á landanum þegar ókeypis er inn á miðvikudögum. Þetta varð Braga Ásgeirssyni tilefni ýmissa hugleiðinga. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 578 orð | 1 mynd

Alltaf mikið sungið á heimilinu

Bolvíkingurinn Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona hefur verið fastráðin við óperuhúsið í Bonn, sem er eitt af virtustu óperuhúsum Þýskalands. Davíð Ólafsson ræddi við söngkonuna. Meira
2. september 2001 | Fólk í fréttum | 1327 orð | 2 myndir

Bréf að handan

Ein forvitnilegasta rokksveit Bandaríkjanna nú um stundir er White Stripes. Árni Matthíasson heyrði á Netinu útgáfu sveitarinnar á gömlu Son House-lagi og varð honum tilefni til að rifja upp feril House. Meira
2. september 2001 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Cage og Arquette skilin

SKILNAÐUR leikaranna Nicholas Cage og Patricia Arquette hefur nú gengið í gegn, enda ekki seinna vænna þar sem Cage er kominn með aðra dömu upp á arminn. Cage og Arquette voru gift í sex ár en hann bað hennar í fyrsta sinn er þau hittust árið 1987. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 169 orð | 1 mynd

Eining lífsins

LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju hefur boðið Detel Aurand að sýna verk sín í kirkjunni nú í haust og verður sýning hennar opnuð eftir messu í dag, sunnudag. Detel Aurand fæddist í Frankfurt 1958 inn í fjölskyldu með sterka listsköpunarhefð. Meira
2. september 2001 | Fólk í fréttum | 661 orð | 2 myndir

Hvað er í boði?

ÞÓ að Djasshátíð Reykjavíkur verði formlega sett á miðvikudaginn næsta í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur má eiginlega segja að hún hefjist kvöldið áður. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 389 orð | 1 mynd

Hverfult ljós

BANDARÍSKI listamaðurinn Tati Herrera sýnir þessa dagana myndverk sín í listagalleríi verslunarinnar Man við Skólavörðustíg. Sýningin ber yfirskriftina Transient Lights og mætti ef til vill nefna hana hverfult ljós á íslensku. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 145 orð

Jan Håfström hlýtur Carnegie Artverðlaunin

CARNEGIE Art-verðlaunin 2001 féllu í skaut sænska listamanninum Jan Håfström. Alls 500.000 skr. Verðlaunin hlaut hann fyrir framúrskarandi myndþrennu sem byggir á æskuminningum hans um ofurhugann Walker/Skugga. Meira
2. september 2001 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Kidman sektuð í Feneyjum

LÖGREGLAN í Feneyjum stoppaði leikkonuna Nicole Kidman og fylgdarmenn hennar vegna þess að þau sigldu of hratt um síki borgarinnar. Þau sluppu þó með skrekkinn og lögreglan sektaði hópinn. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 42 orð

Kvartett Ragnars Emilssonar á Ozio

KVARTETT Ragnars Emilssonar leikur á Café Ozio í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 21.30. Þeir spila þekkta standarda í bland við frumsamið efni. Meira
2. september 2001 | Fólk í fréttum | 246 orð | 1 mynd

Kveðskapur og fornar stemmur

NÚ FER hver að verða síðastur að sækja Árbæjarsafnið heim þetta sumarið. Í dag er nefnilega síðasti dagurinn sem safnið er opið og af því tilefni verður boðið upp á sérstaka dagskrá. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 81 orð

Leiðsögn um sýningu

Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir Einar Garibaldi Eiríksson leiðir gesti um sýningu sína Flogið yfir Heklu í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum í dag, sunnudag, kl. 15, en það er jafnframt lokadagur sýningarinnar. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 1732 orð | 2 myndir

Leikhús fólksins

Borgarleikhúsið siglir inn í sitt annað leikár undir stjórn Guðjóns Pedersen leikhússtjóra. Hávar Sigurjónsson kannaði hvaða hugmyndir liggja að baki verkefnavalinu og á hvað áherslur verða lagðar í starfinu í vetur. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 323 orð

Ný rit

ORÐIÐ, rit félags guðfræðinema, er komið út. Þessi 36. árgangur ritsins er efnismikill og er þar fjöldan allan af greinum að finna, sem fjalla um guðfræðileg eða trúarleg málefni á einn eða annan hátt, viðtöl, bókadóma og bundið mál. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 447 orð | 1 mynd

Nærvera mannsins í forminu

"Speglanir" nefnist sýning á verkum eftir Helga Gíslason myndhöggvara sem var opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar nú um helgina. Heiða Jóhannsdóttir skoðaði sýninguna. Meira
2. september 2001 | Fólk í fréttum | 321 orð | 3 myndir

Ólíkar meyjur

ÞÁ er komið að blessuðum meyjunum en sólin skreið inn í merkið þeirra 23. ágúst sl. Meyjurnar eru duglegt fólk sem kemur hlutunum í verk, og vill sjá áþreifanlegar niðurstöður. Þær eru jarðbundnar að því leytinu að þær eru mjög athugular og nákvæmar. Meira
2. september 2001 | Fólk í fréttum | 72 orð | 2 myndir

Penninn opnar sýningarsal

PENNINN HF. opnaði glæsilegan 700 fermetra sýningarsal að Hallarmúla 4 síðastliðinn föstudag. Að sögn starfsmanna Pennans verður þarna boðið upp á enn betri þjónustu og fjölbreyttara vöruúrval en í hinum verslunum Pennans. Meira
2. september 2001 | Tónlist | 774 orð

Sumarskuggar og sungnar uppskriftir

Hlín Pétursdóttir sópran, Rúnar Óskarsson klarinettuleikari og Sandra de Bruin píanóleikari fluttu verk eftir Schubert, Meyerbeer, Bliss, Arnold, Vaughan-Williams, Elínu Gunnlaugsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson og Leonard Bernstein Fimmtudag kl. 20.00. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 65 orð

Sveinshús opið gestum

SVEINSHÚS í Krýsuvík er opið fyrsta sunnudag í hverjum mánuði yfir sumartímann. Opið verður í dag kl. 13-17. Aðgangseyrir er kr. 300. Auk þess geta áhugasamir pantað leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Meira
2. september 2001 | Menningarlíf | 359 orð | 1 mynd

Textar úr kveri Skálholtssveina

SKÁLHOLTSMESSA eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson verður flutt í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.00. Messan er í átta köflum, í fjórum þeirra er notast við hina hefðbundnu latnesku messutexta þ.e.a.s. Meira
2. september 2001 | Fólk í fréttum | 178 orð | 1 mynd

Var flugmaðurinn á lyfjum?

SAMKVÆMT The Daily Mirror er það vel hugsanlegt að flugmaðurinn sem var við stjórnvöl vélarinnar sem brotlenti með þeim hræðilegu afleiðingum að hin 22 ára gamla söng- og leikkona Aaliyah lést ásamt átta öðrum hafi verið undir áhrifum eiturlyfja. Meira

Umræðan

2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 36 orð | 1 mynd

60ÁRA afmæli .

60ÁRA afmæli . Á morgun, mánudaginn 3. september, verður sextug Björk G. Pétursdóttir, sjúkraliði, Álfaskeiði 89, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Kjartan Björn Guðmundsson, lögreglumaður í Hafnarfirði. Meira
2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

60ÁRA afmæli.

60ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 3. september, verður sextug Unnur Halldórsdóttir, Kumbaravogi, Stokkseyri. Eiginmaður hennar er Kristján Friðbergsson. Í tilefni þessa taka þau á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn í Básum, Ölfusi frá kl.... Meira
2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli .

85 ÁRA afmæli . Á morgun, mánudaginn 3. september, verður 85 ára Davíð Stefánsson, Fossum Landbroti. Davíð og eiginkona hans, Karitas Pétursdóttir, eru að heiman á... Meira
2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 42 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Á morgun, mánudaginn 3. september, verður níræð Oddný Kristjánsdóttir, húsfreyja í Ferjunesi í Villingaholtshreppi. Eiginmaður hennar er Ásmundur Eiríksson , bóndi í Ferjunesi. Í tilefni dagsins kemur út bók með úrvali úr verkum Oddnýjar. Meira
2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 35 orð

Á SJÓ OG LANDI

Tómasarhagi Tindrar úr Tungnafellsjökli. Tómasarhagi þar algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. Veit ég áður hér áði einkavinurinn minn. Aldrei ríður hann oftar upp í fjallhagann sinn. Spordrjúgur Sprengisandur - og spölur er út í haf. Meira
2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 83 orð

Bandaríki eða -fylki?

ÞEGAR hlýtt er á fjölmiðla þessa lands, einkum útvarp og sjónvarp, heyrist oft talað um hin og þessi fylki í Bandaríkjunum. Meira
2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 510 orð

Eyðilegging í skjóli friðar!

ÞAÐ er einkennilegt að í fjölmiðlum er ekki minnst á hræðilega hluti sem hafa verið að gerast í Kosovo að undanförnu. Meira
2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 849 orð

(Jeremía, 51, 42.)

Í dag er sunnudagur 2. september, 245. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Sjórinn gekk yfir Babýlon, hún huldist gnýjandi bylgjum hans. Meira
2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 562 orð

Kaþólskir prestar - kaþólikki

Í MORGUNBLAÐINU á dögunum var sagt frá því að írska söngkonan Sinead O'Connor hefði gengið í það heilaga. Í stuttri frétt blaðsins var þess getið að "O'Connor væri einnig vígður kaþólskur prestur". Meira
2. september 2001 | Aðsent efni | 1700 orð | 1 mynd

Kvörtunarbréf vegna fjölmiðla

Fjölmiðlar hafa mjög misjafnlega sinnt því, segir Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, að færa fréttir af Listasumri til landsmanna. Meira
2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 450 orð

MIKIÐ hefur verið rætt og ritað...

MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um það undanfarna daga hvort Guðni Bergsson eigi að vera í landsliðinu í knattspyrnu. Meira
2. september 2001 | Bréf til blaðsins | 262 orð

Opnum Staðarfell

ÞEGAR vinur minn sem fór inn á Vog í byrjun ágúst sagði mér að Staðarfell væri ennþá lokað brá mér í brún. Þessi vinur minn sagði mér að þann tíma sem hann var inni á Vogi hefðu verið mjög veikir einstaklingar þar. Meira

Minningargreinar

2. september 2001 | Minningargreinar | 967 orð | 1 mynd

ÁRSÆLL EGILSSON

Um þessar mundir eru sjötíu ár liðin frá fæðingu Ársæls Egilssonar skipstjóra í Tálknafirði, en hann fæddist hinn 2. september 1931 á Steinanesi við Arnarfjörð. Meira  Kaupa minningabók
2. september 2001 | Minningargreinar | 567 orð | 1 mynd

ÁSGEIR ÖRN MAGNÚSSON

Ásgeir Örn Magnússon fæddist í Reykjavík 1. október 1933. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús S. Jónsson bókbindari, f. 2. nóvember 1894, d. 22. júlí 1985, og Oddrún Einarsdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
2. september 2001 | Minningargreinar | 2625 orð | 1 mynd

Guðríður Steindórsdóttir

Guðríður Steindórsdóttir fæddist í Hafnarfirði 12. október1916. Hún lést í Reykjavík hinn 26. ágúst síðastliðinn Foreldrar hennar voru Þorkelína Sigurbjörg Þorkelsdóttir, f. 1884, d. 1945, og Steindór Sigurbergsson, f. 1890, d. 1930. Meira  Kaupa minningabók
2. september 2001 | Minningargreinar | 1531 orð | 1 mynd

HALLDÓR JÓNSSON

Halldór Jónsson fæddist á Broddadalsá í Strandasýslu 10. júní 1913. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi 25. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Brynjólfsson og Guðbjörg Jónsdóttir á Broddadalsá. Halldór átti tíu systkini. Meira  Kaupa minningabók
2. september 2001 | Minningargreinar | 1729 orð | 2 myndir

MAGÐALENA GUÐLAUGSDÓTTIR MAGNÚS KRISTJÁNSSON

Magðalena Guðlaugsdóttir fæddist 6. september 1902 á Efri-Brunná í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Hún lést á Hólmavík 22. ágúst 1994. Meira  Kaupa minningabók
2. september 2001 | Minningargreinar | 2227 orð | 1 mynd

ÞURÍÐUR KRISTÍN HJÁLMTÝSDÓTTIR

Þuríður Kristín Hjálmtýsdóttir fæddist í Villingadal, Haukadal, Dalasýslu 5. október 1920. Hún lést á Landspítalanum 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjálmtýr Jóhannsson, bóndi á Saursstöðum í Haukadal, f. 28. mars 1885, d. 28. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

2. september 2001 | Bílar | 267 orð | 1 mynd

20% af heildarsölu nýrra bíla til bílaleigna

NÁLÆGT fimmtungur af heildarsölu nýrra fólksbíla fyrstu sjö mánuði ársins var sala til bílaleigna. Á tímabilinu seldust 5.111 nýir fólksbílar, þar af 1.018 til bílaleigna. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 74 orð | 1 mynd

Bjór á færibandi í Amsterdam

FÓLK getur komist að því hvernig er að vera bjórflaska á færibandi á Heineken-safninu í Amsterdam en þar hefur verið útbúið stórt hreyfanlegt gólf í þeim tilgangi, segir í ferðatímaritinu Itn. Meira
2. september 2001 | Bílar | 83 orð | 1 mynd

Bugatti á 43 milljónir kr.

BUGATTI árgerð 1936, sem sést hér til hliðar, hefur verið seldur á uppboði fyrir tæpar 43 milljónir ÍSK. Bíllinn var falinn fyrir fingralöngum nasistum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Meira
2. september 2001 | Bílar | 126 orð | 3 myndir

Crossfire verður framleiddur

CHRYSLER sýndi nýstárlegan hugmyndabíl á bílasýningunni í Detroit í janúar síðastliðnum. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að bíllinn, sem kallast Crossfire, verður framleiddur. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 635 orð | 2 myndir

Fimm stjörnu nunnuklaustur

Í fjallabænum Arequipa í Perú er klaustrið Monasterio de Santa Catalina sem reist var árið 1580, aðallega fyrir spænskar hefðarmeyjar. Ragnheiður Kristinsdóttir gekk þar um götur og blómleg torg og kynnti sér sögu þess. Meira
2. september 2001 | Bílar | 347 orð | 3 myndir

Fjölgun metan- og jarðefnagasbíla

Framtíð nýrra orkugjafa er háð uppbyggingu eldsneytisstöðva í álfunni. Í Evrópu eru yfir 10 þúsund stöðvar þar sem hægt er að kaupa jarðefnagas en fjöldi stöðva er afar mismunandi eftir löndum. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 131 orð | 1 mynd

Gamalt egypskt hof í Madríd opnað að nýju

Í MIÐBÆ Madríd, skammt frá konungshöllinni og Plaza de Oriente, er að finna upprunalegt egypskt hof. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 752 orð | 2 myndir

Gengið í fótsporum frelsishetja Krítar

Á Krít er Samaríagljúfrið, sögufrægt náttúruvirki sem nær norður frá Omalos-hásléttu suður að Líbíuhafi. Oddný Sv. Björgvins gekk eftir gljúfrinu. Meira
2. september 2001 | Bílar | 318 orð | 3 myndir

Golf V og Golf MPV prófaðir

VERIÐ er að gera prófanir um þessar mundir á undirvagni næstu kynslóðar VW Golf, þeirrar fimmtu, á hinum víðfræga Nürburgring kappaksturshring í Þýskalandi. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 130 orð | 2 myndir

Ísland Upplýsingabæklingur fyrir ferðamenn Fyrirtækið Netið,...

Ísland Upplýsingabæklingur fyrir ferðamenn Fyrirtækið Netið, markaðs- og rekstrarráðgjöf, hefur gefið út upplýsinga- og fríðindabækling fyrir ferðamenn. Í honum er m.a. að finna hagnýtar upplýsingar um Reykjavík og fróðleik um land og þjóð. Meira
2. september 2001 | Bílar | 135 orð | 1 mynd

James Bond velur breskt

Í ÞREMUR síðustu kvikmyndum hefur James Bond ekið BMW-bílum og hefur BMW greitt framleiðendum myndanna nálægt þremur milljörðum króna fyrir þessa miklu auglýsingu. Í næstu kvikmynd, sem verður sú 20. Meira
2. september 2001 | Bílar | 77 orð

Kostir jarðefnagass: 10% minni koltvísýringur í...

Kostir jarðefnagass: 10% minni koltvísýringur í útblæstri en frá bensínvélum. Eldsneyti fáanlegt um mestalla Evrópu. 40-60% minni eyðsla en bensínvélar, 10-30% minni en dísilvélar. Mikil reynsla af orkugjafanum. Ókostir jarðefnagass: Sprengihætta. Meira
2. september 2001 | Bílar | 46 orð

Lexus SC430

Vél: 4.293 rsm, V8, 32 ventlar, VVTi, 286 hestöfl, 419 Nm við 3.500 sn./mín. Gírkassi: Fimm þrepa sjálfskipting ECT-i. Hámarkshraði: 250 km/klst. Hröðun: 6,4 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Eyðsla: 12 lítrar í blönduðum akstri. Lengd: 4,51 m. Meira
2. september 2001 | Bílar | 754 orð | 5 myndir

Lexus SC430 á tombóluverði?

LEXUS stendur fyrir lúxusbíla og fólksbílum fyrirtækisins er stillt upp á móti þýskum lúxusbílum, eins og Mercedes-Benz og BMW. LS-bíllinn keppir við Mercedes-Benz S og BMW 7, GS-bíllinn við Benz E og BMW 5 og IS200 við Benz C og BMW 3. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 279 orð | 1 mynd

Með ljónum og apaköttum í S-Afríku

Edda R. Níels er eigandi Linsunnar í Aðalstræti. Hún fór í eftirminnilega ökuferð um Suður-Afríku. Meira
2. september 2001 | Bílar | 57 orð

Mini-æði runnið á Breta

NÝR Mini, hannaður af BMW, nýtur gífurlegra vinsælda í Bretlandi og víðar. Í Bretlandi er eigendum Mini boðnar háar fjárfúlgur yfir listaverði nýrra Mini-bíla af áhugasömum kaupendum sem vilja sneiða hjá löngum biðlistum. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 724 orð | 3 myndir

Náttúrulist í lýðháskóla

GUÐRÚN Birgisdóttir og Unnur Helga Briem, tíu ára dóttir hennar, fóru í óvenjulega ferð til Danmerkur í sumar. Þær fóru á viku námskeið í Danmarks Designhøjskole sem er lýðháskóli sérhæfður í ýmiss konar listum. Meira
2. september 2001 | Bílar | 117 orð | 2 myndir

Ný Nissan Micra á næsta ári

NÝ Nissan Micra kemur á markað á næsta ári og er hún líkleg til að hræra mikið upp í smábílamarkaðnum, rétt eins og hún gerði þegar hún kom fyrst á markað 1992. Meira
2. september 2001 | Bílar | 93 orð | 1 mynd

Nýr smábíll frá Daewoo

DAEWOO er að þróa nýjan bíl sem verður lítið eitt stærri en smábíllinn Matiz og verður hann í fyrstu framleiddur samhliða honum. Þegar fram líða stundir leysir hann síðan Matiz alveg af hólmi. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 156 orð | 1 mynd

Nýtt safn til heiðurs gyðingum í Berlín

GYÐINGASAFNIÐ í Berlín hefur mikið aðdráttarafl og hefur safnið þegar laðað að 340.000 gesti þrátt fyrir að enn hafi engar sýningar verið haldnar í safninu. Meira
2. september 2001 | Bílar | 102 orð | 1 mynd

Opel Zafira verður Subaru Traviq

SALA er hafin í Japan á Subaru Traviq, sem er japönsk útgáfa af Opel Zafira sem nú er til sölu í fimm heimsálfum. Zafira telst vera svokallaður heimsbíll þar sem hann er seldur undir merkjum fimm mismunandi framleiðenda, þ.e. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 217 orð | 1 mynd

"Þið hafið hvalina en Taílendingar hafa fílana"

TAÍLAND höfðar ekki síður til fjölskyldufólks en annarra, að mati Louis Borgia, markaðsstjóra hjá Ferðamálaráði Taílands með aðsetur í Stokkhólmi, sem staddur var hér á landi í vikunni. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 157 orð | 1 mynd

Síhækkandi viðmið um þjórfé í New-York

BORGARSTJÓRI New York-borgar, Rudolph Giuliani, mælist nú til þess að þjónum sem starfa í borginni séu greidd 25% af reikningi í þjórfé. Þetta kom fram á fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten. Meira
2. september 2001 | Bílar | 139 orð

SsangYong fær sjálfstæði á ný

KÓRESKI bílaframleiðandinn SsangYong verður á ný sjálfstæður bílaframleiðandi en fyrirtækið hefur verið í tygjum við Daewoo undanfarin misseri. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 356 orð | 1 mynd

Starfað við umhverfisvernd í fríinu

ALDREI hafa fleiri komið hingað til lands, til að vinna í sjálfboðavinnu að umhverfisvernd á vegum bresku samtakanna British Trust for Conservation Volunteers (BTCV), alls um 50 manns. Meira
2. september 2001 | Ferðalög | 152 orð | 1 mynd

Vel heppnaðar göngur á Þingvöllum

SUMARDAGSKRÁ á Þingvöllum er nú að mestu lokið. Í sumar var boðið upp á gönguferðir alla laugardaga, sunnudaga og fimmtudaga, gjarnan voru gestafyrirlesarar með þemu eins og Kjarval á Þingvöllum eða Njála á Þingvöllum. Meira

Fastir þættir

2. september 2001 | Fastir þættir | 250 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

VIGFÚS Pálsson sendir þættinum annað slagið athyglisverð spil af Netinu. Í þetta sinn er um gullfallega slemmu að ræða sem makker Vigfúsar spilaði. Suður gefur; NS á hættu. Meira
2. september 2001 | Fastir þættir | 612 orð | 1 mynd

Mannrækt á tækni- og tölvuöld

Mikilvægustu verðmæti sérhverrar manneskju eru heilbrigði til líkama og sálar. Stefán Friðbjarnarson staldrar við mannrækt í hörðum heimi samtímans. Meira
2. september 2001 | Dagbók | 1063 orð | 1 mynd

Safnaðarstarf Langholtskirkju

SAFNAÐARSTARF Langholtskirkju hefst fyrstu vikuna í september. Endurminningahópur karla verður í vetur eftir hádegi á þriðjudögum á hálfs mánaðar fresti eins og hefur verið. Endurminningastarfið hefst 4. september næstkomandi. Meira
2. september 2001 | Fastir þættir | 151 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á Lost Boys mótinu sem lauk fyrir skömmu í Amsterdam. Dennis De Vreugt (2429) hafði hvítt gegn Mikhail Gurevich (2633). 23. Hf5! gxf5 23... Dxb2 myndi engu bjarga þar sem eftir 24. Hh5! gxh5 25. e5 c5+ 26. Meira

Sunnudagsblað

2. september 2001 | Sunnudagsblað | 380 orð | 2 myndir

40 punda risar í Sandá?

JÓN Hólm, leigutaki Hölknár í Þistilfirði og fastagestur í Sandá, sagði í samtali við Morgunblaðið að hver veiðimaðurinn af öðrum væri búinn að reyna við fjóra gríðarlega stórlaxa sem liggja saman efst í Ólafshyl Sandá. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 615 orð | 1 mynd

Að frelsa heiminn er eins og að reka fyrirtæki

Listar yfir áætluð mánaðarlaun ríflega 2.000 Íslendinga urðu á vegi Sveinbjörns I. Baldvinssonar og fór hann að velta fyrir sér að gaman væri að vita hvort lifði lengur með þjóðinni, stjórnunarafrek forstjóranna á heimsbjörgunarlaununum eða þau íslensku orð, tónar og myndir sem eiga upptök sín hjá ástsælustu láglaunastétt á landinu, frumhöfundum. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 1650 orð | 3 myndir

Ástartréð - hinn merkilegi vesturbæjarvíðir

Vesturbæjarvíðirinn á Stýrimannastíg 4 leikur hlutverk í dans- og söngvamyndinni Regínu sem verið er að vinna að. Valva Árnadóttir býr í umræddu húsi og segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá trénu sínu skrítna, húsinu og kynnum af kvikmyndatöku á heimaslóðum. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 4883 orð | 2 myndir

Dvínandi áhugi á umönnunarstörfum

Heilbrigðiskerfið þenst út með auknum kröfum og hærri meðalaldri. Á sama tíma virðist áhugi ungs fólks á umönnunarstörfum fara dvínandi. Anna G. Ólafsdóttir velti fyrir sér ástæðunum og hvað væri til ráða á nýrri öld. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 238 orð | 2 myndir

Færeyjar

Mikil bjartsýni ríkir á nýjan leik hjá frændum okkar í Færeyjum eftir nokkur erfið ár, þegar sjö þúsund manns - hvorki meira né minna en 15% íbúanna - fluttu á brott vegna kreppunnar. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 531 orð | 5 myndir

Færeyjar

Bóndi eða sjómaður önnum kafinn við störf eða "níu-til-fimm"-maður, fínn í tauinu, sem lætur sig dreyma um hugsanlegan olíugróða? Hvernig er nútíminn í Færeyjum? Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 1251 orð | 2 myndir

Kvöldsólin kemur upp

Eftir að hafa bruggað vín til heimilisnota í mörg ár duttu þau í fyrrahaust niður á blöndu, sem þau ætla að taka til framleiðslu. Nú bíða þau bara eftir berjunum og með þeim fara hjólin að snúast. Freysteinn Jóhannsson heimsótti brugghúsið á Húsavík. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 1351 orð | 4 myndir

Lyf og læknar

Aðvaranir til lækna í Bandaríkjunum um alvarlegar aukaverkanir lyfsins Baycol eða Lipobay skiluðu sér ekki og hefur lyfið valdið að minnsta kosti 31 dauðsfalli svo vitað sé á Vesturlöndum. Framleiðandi lyfsins, þýska fyrirtækið Bayer, hefur nú tekið það af markaði. Ragnheiður Gunnarsdóttir kynnti sér hvernig staðið er að skráningu nýrra lyfja og tilkynningum um aukaverkanir af þeirra völdum hér á landi. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 918 orð | 9 myndir

Markaðsstemmning á haustdögum

Löngum hefur tíðkast hér á landi að pakka ýmsu grænmeti í plast og jafnvel frauðbakka. E.t.v. er tenging á milli þessara umbúða og þeirrar staðreyndar hvað við Íslendingar verðum oft á tíðum að pakka okkur inn í mörg lög af alls kyns peysum og úlpum. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 1871 orð | 1 mynd

"Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum"

Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum," segir í 14. grein stjórnarskrárinnar. Ennfremur segir þar að Alþingi geti kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og að Landsdómur dæmi þau mál. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 1067 orð | 1 mynd

Saga vesturbæjarvíðisins

Fyrir mörgum árum talaði Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri við Ísleif Jónsson sem hóf ræktun vesturbæjarvíðisins fyrir einstaka tilviljun. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 1370 orð | 1 mynd

Sameining sem styrkir þjónustu og samkeppnisstöðu

Tvö af helstu málningarfyrirtækjum landsins, Harpa í Reykjavík og Sjöfn á Akureyri, sameina krafta sína í einu fyrirtæki undir þó áður þekktu nafni, Harpa Sjöfn, nú um helgina. Forráðamenn fyrirtækjanna tveggja kváðust í samtali við Guðmund Guðjónsson telja sameininguna mikið heillaspor og gott innlegg í þróun iðnaðar á Íslandi. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 2012 orð | 2 myndir

Við þurfum meira jafnrétti UngtfólkíJapan

Ungt fólk í Japan er mikið gefið fyrir tískusveiflur. Strákar aflita hár sitt og stúlkur ganga í svo háum hælum að þær gnæfa yfir hæstu karlmenn. Mætti ætla að hafin væri uppreisn í landinu. Hulda Þóra Sveinsdóttir ræddi við fjögur japönsk ungmenn og komst að því að þrátt fyrir félagsleg vandamál og efnahagsþrengingar virðist tal um að ný kynslóð hafi varpað gildismati þeirrar gömlu á haugana ekki á rökum reist. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 310 orð | 4 myndir

Vín vikunnar

ÞAÐ líður hratt að sumarlokum og fer því hver að verða síðastur að njóta nokkurra góðra sumarvína, sem nú eru á boðstólum á reynslulista. Menn verða svo bara að hugga sig við að þetta eru líka ágætis haustvín. Meira
2. september 2001 | Sunnudagsblað | 337 orð | 1 mynd

Yfirsýn næst ekki án skráningar

Að mati Sigurðar Guðmundssonar landlæknis væri afar ólíklegt að fram hjá íslenskum læknum færu jafnalvarlegar aðvaranir og rætt er um í tengslum við lyfið Baycol eða Lipobay. Meira

Úr verinu

2. september 2001 | Úr verinu | 1013 orð

Aflamark krókaaflamarksbáta

Heiti skips Þorskur Ýsa Ufsi Steinb. Þorskíg. Akranes Maron AK 20 20.572 17.187 1.584 1.467 42.863 Svalan AK 173 17.254 0 1.321 0 17.848 Mundi AK 34 5.792 1.208 770 82 7.641 Öggur AK 141 5.137 638 386 933 6.683 Farsæll AK 30 1.197 664 402 972 2. Meira
2. september 2001 | Úr verinu | 673 orð

Hafnarfjörður Iðunn HF 118 65.

Hafnarfjörður Iðunn HF 118 65.560 949 1.006 465 67.454 Ólafur HF 251 99.427 20.042 8.462 29.879 146.707 Sandra HF 333 45.681 21.534 877 5.421 75.440 Teista HF 172 519 1 332 1 670 Ösp HF 210 44.254 10.466 2.583 17.611 69.423 Hlýri HF 34 12.539 2 3. Meira
2. september 2001 | Úr verinu | 616 orð

Mjóifjörður Margrét SU 196 42.

Mjóifjörður Margrét SU 196 42.371 0 643 0 42.660 Neskaupstaður Stella NK 12 56.436 2.112 4.464 8.415 66.449 Védís NK 22 5.822 638 386 933 7.368 Dagrún NK 3 32.144 11.508 5.713 10.098 55.088 Jón Trausti NK 53 4.811 638 386 933 6.357 Sæný NK 66 16.041 5 2. Meira
2. september 2001 | Úr verinu | 362 orð

Rif Heiðrún SH 204 77.

Rif Heiðrún SH 204 77.543 7.623 616 8.971 92.799 Lilja SH 153 35.059 0 0 0 35.059 Sæbliki SH 51 99.320 16.789 5.529 43.558 150.268 Diddi SH 42 12.589 638 386 933 14.135 Sæhamar SH 223 33.874 212 2.183 333 35.327 Jóa SH 175 29.961 33 3.117 8 31. Meira
2. september 2001 | Úr verinu | 172 orð

Suðureyri Berti G ÍS 161 91.

Suðureyri Berti G ÍS 161 91.127 38.436 0 49.289 169.288 Hrönn ÍS 303 148.915 0 0 0 148.915 Gola ÍS 103 11.590 638 386 933 13.136 Sóley ÍS 651 96.029 41.899 76 43.321 174.501 Sunna ÍS 653 66.231 33.864 24 51.250 140.191 Draupnir ÍS 435 59.309 14.432 1. Meira
2. september 2001 | Úr verinu | 185 orð

Vestmannaeyjar Beta VE 36 54.

Vestmannaeyjar Beta VE 36 54.996 9.400 14.858 891 73.541 Guðfinna VE 249 29.330 1 3.184 0 30.764 Veiga VE 121 2.452 664 402 972 4.062 Einfari VE 308 2.172 169 2.089 5 3.318 Inga VE 74 3.518 15 3.617 1 5.164 Blíða VE 263 3.911 5.015 642 455 10. Meira

Barnablað

2. september 2001 | Barnablað | 121 orð | 1 mynd

Einkabókin mín!

Vissuð þið að það er auðvelt að binda inn ykkar eigin dagbók, límmiðabók eða minnisbók? Eða bara að binda inn ritgerð eða önnur skólaverkefni? Það sem þið þurfið: Blaðsíðurnar sem þið ætlið að binda inn. Pappaspjöld sem forsíðu og baksíðu. Meira
2. september 2001 | Barnablað | 485 orð | 5 myndir

... en sumarið er ekki búið!

ÞÓTT mörgum finnist gaman að byrja aftur í skólanum, hitta félagana og kaupa nýtt skóladót, þá er smá sorglegt að sumarið skuli bráðum vera á enda. Meira
2. september 2001 | Barnablað | 264 orð | 6 myndir

Gott og gáfulegt í gogginn

Hér kemur svolítil gáta. Hvað er það sem gefur manni orku allan daginn og gerir mann um leið fallegan og passar í manni tennurnar? Svar: Ávextir og grænmeti í nesti. Meira
2. september 2001 | Barnablað | 184 orð | 5 myndir

Hvernig er að byrja í skólanum?

Nafn: Ragnheiður Erlingsdóttir. Fædd: 3. ágúst 1989. Bekkur: 7. RLJ Uppáhaldsfag: Tónmennt, og eiginlega allt. Mér finnst fínt að byrja í skólanum, og hitta alla krakkana, mér var farið að leiðast heima. Meira
2. september 2001 | Barnablað | 90 orð | 1 mynd

Kennari: Alma!

Kennari: Alma! Hvenær var Jón Sigurðsson uppi? Alma: Það veit ég ekki. Kennari: Það stendur í bókinni, 1811-1879. Alma: Ó! Ég hélt að þetta væri símanúmerið hans. Meira
2. september 2001 | Barnablað | 32 orð | 1 mynd

Risasól

Hún Guðlaug Björt Júlíusdóttir, 4 ára úr Ytri-Njarðvík, er bjartsýn á að veðrið verði gott, enda teiknar hún risasól fyrir ofan húsið sitt. En í garðinum hjá henni vaxa bæði baunatré og... Meira

Ýmis aukablöð

2. september 2001 | Kvikmyndablað | 525 orð

Annir og appelsínur hjá Cook

Rachael Leigh Cook heitir ein af efnilegri leikkonunum í Hollywood af yngri kynslóðinni. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 54 orð | 1 mynd

Áræðin hjúkrunarkona

Hinn 28. september frumsýnir Bíóborgin bresku gamanmyndina High Heels, Low Life með Minnie Driver, Mary McCormack og Kevin McNally. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 549 orð | 1 mynd

Depp fékk fyrsta kossinn og Damon þann næsta

Hin 27 ára Franka Potente varð stórstjarna í kjölfar Hlauptu Lola, hlauptu (1998) sem kærasti hennar Tom Tykwer leikstýrði. Um þessar mundir reynir hún fyrir sér í Hollywood. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 831 orð | 3 myndir

Fólkið á bak við Apaplánetuna

Um helgina var frumsýnd stórmyndin Apaplánetan - Planet of the Apes, árgerð 2001. Leikstjórinn Tim Burton leggur mikla áherslu á að ekki sé um endurgerð eða framhaldsmynd að ræða heldur nýja sýn á söguna sem var bakgrunnur sígilda vísindaskáldsöguævintýrisins sem Franklin J. Schaffner skapaði fyrir réttum aldarþriðjungi. Sæbjörn Valdimarsson, einn margra aðdáenda klassíkurinnar frá '68, komst að því að nú sem fyrr er valinn maður í hverju rúmi. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 59 orð

Frumraunir frá Mexíkó og Þýskalandi

Þótt þess sjái sjaldan stað í íslenskum kvikmyndahúsum, nema á kvikmyndahátíðum, vekja myndir frá öðrum löndum en Bandaríkjunum og Bretlandi athygli erlendis annað slagið. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 67 orð | 1 mynd

Gestir í Ameríku

SKÍFAN frumsýnir hinn 7. september bandaríska endurgerð á frönsku gamanmyndinni Les Visiteurs . Hún heitir Just Visiting og er með frönsku leikurunum Jean Reno og Christian Clavier í aðalhlutverkum en leikstjóri er Jean-Marie Poiré . Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 405 orð | 1 mynd

Handalögmál og fóta

"Enginn maður hugsar skýrt með kreppta hnefa," segir handalögmálið. Í sumum tilfellum þarf ekki kreppta hnefa til. Jafnvel mætti sleppa orðinu "skýrt": Enginn maður hugsar með kreppta hnefa. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 86 orð

Ísöld

Tölvuteiknimyndir hafa rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum og er nú Twentieth Century Fox að vinna við eina slíka sem fengið hefur heitið Ísöld eða Ice Age . Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 105 orð | 1 mynd

Jaggermynd fær dauflegar móttökur

Fyrstu mynd nýs framleiðslufyrirtækis Micks Jagger úr Rolling Stones, Jagged Films, var illa tekið á Edinborgarhátíðinni þar sem hún var frumsýnd. Myndin, sem heitir Enigma , er byggð á metsölubók Roberts Harris og hefur verið sex ár á leiðinni á... Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 201 orð

Nýja landið besta mynd Norðurlanda

SÆNSKA myndin Nýja landið eða Det nya landet í leikstjórn Geirs Hansteen Jörgensen var valin besta mynd Norðurlanda árið 2001 á norrænu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í vikunni. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 757 orð | 2 myndir

Sextugur guðfaðir

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Al Pacino varð sextugur á árinu en hann lék Michael Corleone í Guðföðurmyndunum og hefur síðan orðið einn fremsti leikari sinnar kynslóðar. Arnaldur Indriðason leit yfir feril hans. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 50 orð | 1 mynd

Skraddarinn í september

Skraddarinn í Panama eða The Tailor of Panama verður frumsýnd í Stjörnubíói 21. september. Hún er gerð eftir njósnasögu John Le Carré og er með Pierce Brosnan, Geoffrey Rush og Jamie Lee Curtis í aðalhlutverkum. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 55 orð | 1 mynd

Styttist í A.I.

Það styttist í frumsýningu á nýjustu mynd Steven Spielbergs , A.I. eða Artificial Intelligence eða Gervigreind sem hann gerði eftir leiðsögn Stanley Kubricks . Hún verður frumsýnd á vegum Sambíóanna í fimm kvikmyndahúsum þann 21. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 101 orð

Taílendingar sækja fram

NÆSTA stóra nýbylgjan í kvikmyndum gæti komið frá Taílandi, en tvær nýjar myndir þaðan vekja nú heimsathygli. Önnur er eins konar spaghettíaustri, óður til gamalla taílenskra hasarmynda og heitir Tár svarta tígursins eftir leikstjórann Wisit Sasanatieng... Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 62 orð | 1 mynd

Víða er Potter brotinn

Þótt ekki sé farið að frumsýna fyrstu bíómyndina eftir sögunum vinsælu um Harry Potter er undirbúningur þegar hafinn fyrir gerð framhaldsins. Meira
2. september 2001 | Kvikmyndablað | 54 orð | 1 mynd

Washington leikstýrir

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Denzel Washington mun seint í september hefja tökur á fyrsta leikstjórnarverkefni sínu, The Antwone Fisher Story . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.