Greinar miðvikudaginn 3. október 2001

Forsíða

3. október 2001 | Forsíða | 163 orð

Fimm vegnir á Gaza

HÓPUR Palestínumanna skaut tvo Ísraela til bana og særði fjórtán aðra í árás á landnemabyggð gyðinga á Gaza-svæðinu í gærkvöldi. Ísraelskir hermenn og lögreglumenn voru sendir á staðinn og skutu a.m.k. þrjá árásarmenn til bana. Meira
3. október 2001 | Forsíða | 273 orð | 1 mynd

"Þeir búa sig undir stríð"

ALLSHERJAR ringulreið og örvænting er ríkjandi í borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans, höfuðstað talibana-stjórnarinnar sem hefur meginhluta landsins á valdi sínu. Meira
3. október 2001 | Forsíða | 430 orð | 1 mynd

Talibanar fallist á framsal eða láti af völdum

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti setti stjórn talibana úrslitakosti í gær og sagði að hún yrði annaðhvort að framselja sádi-arabíska útlagann Osama bin Laden og liðsmenn hans eða "taka afleiðingunum". Meira
3. október 2001 | Forsíða | 151 orð

Vextir lækkaðir

SEÐLABANKI Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti sína í gær til að reyna að koma í veg fyrir efnahagssamdrátt vegna hryðjuverkanna 11. september. Vextirnir voru lækkaðir um hálft prósentustig í 2,5% og hafa ekki verið jafnlágir í 39 ár. Meira

Fréttir

3. október 2001 | Innlendar fréttir | 159 orð

15 starfsmönnum sagt upp

FIMMTÁN fastráðnum starfsmönnum Anza, dótturfyrirtækis Símans, var sagt upp um síðustu mánaðamót og tveimur lausráðnum, vegna slæmrar rekstrarstöðu fyrirtækisins. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 227 orð | 2 myndir

18 punda sjóbirtingur úr Tungufljóti

Átján punda sjóbirtingur veiddist í Tungufljóti á sunnudagsmorgun og er það annar tveggja stærstu sjóbirtinga sem veiðst hafa á yfirstandandi vertíð. Fyrir nokkru veiddist jafn þungur fiskur í Vatnamótunum í Skaftá. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð

20 ára afmælisfagnaður Íslensk-japanska félagsins

HALDIÐ verður upp á 20 ára afmæli Íslensk-japanska félagsins á Kjarvalsstöðum, fimmtudaginn 4. október kl. 18.30. Hefst það með því að japanski sendiherrann á Íslandi, hr. Masao Kawai, mun halda erindi sem heitir Nýir tímar í samskiptum Íslands og Japan. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð

Aðalfundur VG í Reykjaneskjördæmi

KJÖRDÆMISFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjaneskjördæmi heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 4. október nk. Fundurinn verður í fundarsal Kvenfélags Kópavogs á 2. hæð í Hamraborg 10 og hefst kl. 20. Meira
3. október 2001 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Að tendra eld

KARL Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla, heldur fyrirlestur um starfsstefnu skólans og segir frá Indlandsferð sinni í febrúar sl., en fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 4. október kl. 16 til 18 í stofu L-203 í Háskólanum á Akureyri. Meira
3. október 2001 | Erlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Afgerandi niðurstaða í Bangladesh

TALIÐ er öruggt að kosningabandalag hægri flokka og bókstafstrúarmúslima hafi unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í Bangladesh á mánudag. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 168 orð

Aldrei sagt fjármálastjórn ríkisins óábyrga

FORMAÐUR Sambands ungra sjálfstæðismanna, Ingvi Hrafn Óskarsson, segir sambandið aldrei hafa lýst því yfir að það telji fjármálastjórn ríkisstjórnarinnar óábyrga, eins og fram kom í ávarpi Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, á... Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 310 orð

Alvarlegt ástand vegna rafmagnsleysis

RAFMAGNSLAUST var á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í 20 til 25 mínútur í gær og þurfti meðal annars að halda öndunarvél gangandi með handafli á meðan, en vararafstöð fór ekki í gang. Meira
3. október 2001 | Suðurnes | 922 orð | 1 mynd

Best að gera hlutina vel í fyrstu atrennu

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir lítur ávallt jákvæðum augum á lífið og tilveruna. Hún segir Sigríði Hjálmarsdóttur frá áföllum í lífinu og hvernig hún hefur byggt upp sjálfsaga. Meira
3. október 2001 | Erlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Bin Laden lofaður

Þúsundir stuðningsmanna Osama bin Ladens söfnuðust saman til mótmæla í borginni Quetta í Pakistan í gær. Þar var bin Laden lofaður, George W. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Birgir Thorlacius

BIRGIR Thorlacius, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, lést í gær, þriðjudaginn 2. október, 88 ára að aldri. Birgir var fæddur að Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu 28. júlí 1913. Meira
3. október 2001 | Landsbyggðin | 855 orð | 1 mynd

Bjart fram undan í atvinnumálum

TÍU ræðumenn töluðu á ráðstefnu atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða í Hömrum á Ísafirði á laugardag um menntun, nýsköpun og atvinnumál og var það sameiginlegt álit allra að bjart væri yfir í þessum málum í Ísafjarðarbæ. Meira
3. október 2001 | Akureyri og nágrenni | 187 orð | 1 mynd

Blikkrás flytur í eigið húsnæði

FYRIRTÆKIÐ Blikkrás ehf. á Akureyri hefur flutt starfsemi sína úr leiguhúsnæði við Hjalteyrargötu í eigið húsnæði á Óseyri 16. Blikkrás keypti húsnæðið við Óseyri af Kaupfélagi Eyfirðinga sl. vor. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 141 orð

Ekkert landslag

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Auði Ólafsdóttur safnstjóra Listasafns Háskóla Íslands: "Í Morgunblaðinu í morgun, þriðjudaginn 2. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fagna kennslu í arkitektúr

VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur samþykkt eftirfarandi ályktun í kjölfar þess að staða prófessors við Háskóla Íslands var auglýst laus til umsóknar. Meira
3. október 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 833 orð | 1 mynd

Fastur punktur í 40 ár

HORNIÐ á Skólavörðustíg og Bergstaðastræti hefur í huga margra verið einn af föstu punktum miðborgarinnar en þar hefur Tösku- og hanskabúðin verið til húsa í 40 ár. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 339 orð

Fjöldi lögreglumanna undir öryggismörkum

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur fengið í hendur umbeðnar fjárlagatillögur lögreglustjórans í Reykjavík, eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytinu væri óheimilt að synja þingmanninum... Meira
3. október 2001 | Erlendar fréttir | 971 orð | 1 mynd

Fjölmargar sérsveitir tiltækar

FREGNIR hafa borist af því að sérsveitir séu þegar teknar að láta til sín taka í Afganistan enda liggur fyrir að Bandaríkjamenn og nánustu bandamenn þeirra munu mjög horfa til þess liðsafla í leit sinni að hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden og... Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 54 orð

Fluttir á slysadeild eftir umferðarslys

ÖKUMAÐUR stórrar flutningabifreiðar var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið og lagður inn á skurðdeild Landspítalans eftir útafakstur við Hafravatnsveg um klukkan 9 í gærmorgun. Ekki mun þó hafa verið um lífshættulega áverka að ræða. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 343 orð

Forsendur brátt fyrir vaxtalækkun

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi að nú væri kominn rétti tíminn til að búa í haginn fyrir nýtt hagvaxtarskeið. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Fórnarlamba umferðarslysa minnst

MINNINGARATHÖFN um þá sem látist hafa í umferðarslysum var haldin í Hafnarfjarðarkirkju í gærkvöldi. Athöfnin var í tengslum við umferðarviku í grunnskólum Hafnarfjarðar sem nú stendur yfir. Meira
3. október 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 518 orð | 2 myndir

Framkvæmdir fyrir 160 milljónir á næsta ári

ÁÆTLAÐ er að ráðstafa 160 milljónum króna til framkvæmda við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi á mánudag. Sé litið fram til ársins 2006 er gert ráð fyrir 1. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 106 orð

Framlög skorin niður í flugmálaáætlun

FRAMLÖG ríkisins til flugmála verða 68 milljónum kr. lægri á næsta ári en gert er ráð fyrir í flugmlaáætlun, skv. fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, vegna ákvörðunar sem ríkisstjórnin hefur tekið um aukið aðhald. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Friðsöm helgi hjá lögreglunni

SÍÐASTLIÐNA helgi voru 15 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 34 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar. Á föstudagmorgun var tilkynntur þjófnaður úr Kristskirkju í Landakoti. Þaðan var stolið kertastjaka. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fær bætur greiddar vegna vinnuslyss

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm héraðsdóms um að maður sem varð fyrir slysi árið 1996 á byggingarsvæði við Gullsmára í Kópavogi, þegar timburborð féllu á hann úr stæðu, eigi rétt á bótum. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 62 orð

Gengið á milli hafnasvæða

HAFNAGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð milli gömlu hafnarinnar og Sundahafnar í kvöld, miðvikudaginn 3. október, kl. 20. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, með hafnarbökkum og ströndinni inn að Sólfari og áfram inn í Rauðárvík og... Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 464 orð

Gjöldin námu 128 milljónum á fyrri helmingi ársins

TEKJUR ríkissjóðs af álögðum gjöldum af innfluttum varahlutum í ökutæki námu rúmlega 128 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, skv. upplýsingum sem fengust frá fjármálaráðuneytinu og tollyfirvöldum. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 313 orð

Greiðslurnar aukast um 11 milljarða á fimm árum

ÁÆTLANIR um útgjaldaþróun ríkissjóðs til ársins 2005 gera ráð fyrir að framlög til tryggingamála aukist að jafnaði um 4% á ári, skv. reiknilíkani fjármálaráðuneytisins um útgjaldaþróun næstu ára. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 128 orð

Grunnur að aðgerðum í geðheilbrigðismálum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi, að fyrir lægju stórverkefni á sviði heilbrigðismála. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Handagangur í öskjunni

MARGT var um manninn í verslun Hagkaups á Smáratorgi í gær, enda lagerútsala. Tilefni hennar er flutningur Hagkaups frá Smáratorgi í nýtt og rúmgott húsnæði í Smáralind, sem verður opnuð eftir viku. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Haustskreytingar í Garðyrkjuskólanum

SUNNUDAGINN 14. október stendur Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi fyrir námskeiði í haustskreytingum fyrir áhugafólk um blómaskreytingar. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum skólans og stendur frá kl. 10:00 til 16:00. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 735 orð | 3 myndir

Hávaðinn bergmálar í fjöllunum

FJÓRAR aurskriður hafa fallið úr hlíðinni fyrir ofan austanverðan Seyðisfjörð síðan á mánudag en úrhellisrigning hefur verið víðast hvar á Austurlandi undanfarna daga. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 146 orð

Heyfengur rétt í meðallagi

HEYFENGUR er rétt í meðallagi og því nóg fóður en dæmi eru um erfiðleika sums staðar og að menn séu enn að heyja. Ólafur R. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 290 orð

Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum

"MIÐVIKUDAGINN 3. október mun Samhjálp dreifa tímariti sínu, "Samhjálp", ókeypis inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 46 orð

Hryðjuverkin rædd

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra mun í dag flytja Alþingi skýrslu um hryðjuverkin í Bandaríkjunum og viðbrögð við þeim. Hefst þingfundur kl. 13.30. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 729 orð | 1 mynd

Hvernig starfar heilagur andi?

Hafsteinn G. Einarsson fæddist 8. apríl 1965 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984, viðskiptafræðinámi frá Háskóla Íslands 1990 og MIM-gráðu í alþjóðastjórnun frá AGSIM-háskólanum í Glendale í Arizona árið 1996. Hafsteinn hefur starfað hjá Kaupþingi og Miðlun og starfar nú á þróunarsviði Eimskips. Hann er kvæntur Bryndísi Rut Stefánsdóttur kennara. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 508 orð

Hærri en færri styrkir

RANNSÓKNARRÁÐ Íslands hefur kynnt nýjar áherslur í starfi ráðsins. Þá hefur ráðið kynnt nýtt stuðningsátak við vísindasamfélagið, svonefnda öndvegisstyrki. Rannsóknarráð veitir samkvæmt lögum styrki úr Vísindasjóði, Tæknisjóði og Bygginga- og tækjasjóði. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Iðnnemar kynnist fornu norrænu handbragði

ÍSLENSKIR iðnnemar úr Iðnskólanum í Hafnarfirði og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, hafa síðustu fjögur ár tekið þátt í samnorrænu verkefni á Álandseyjum sem ætlað er að stuðla að varðveislu norrænnar verkmenningar og handverks. Meira
3. október 2001 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Kexsmiðjan gjaldþrota

KEXSMIÐJAN á Akureyri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið úrskurðuð gjaldþrota. Fyrirtækið var stofnað árið 1996 og þar störfuðu um 20 manns. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Klappað á táknmáli fyrir Sólhlíð

ALÞJÓÐLEGUR dagur heyrnarlausra var haldinn á sunnudag en á þeim degi nota heyrnarlausir um allan heim tækifærið til að vekja athygli á samfélagi heyrnarlausra og hagsmunamálum sínum. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 67 orð

Lýst eftir vitnum

MÁNUDAGINN 1. okt. á milli kl. 7 og 16 var ekið á bifreiðina SH-004 þar sem hún stóð á bifreiðastæðinu vestan við slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Tjónvaldur, hugsanlega á hvítri bifreið, yfirgaf vettvang án þess að láta vita. Meira
3. október 2001 | Suðurnes | 207 orð

Lægstu tilboð tíu milljónum undir áætlun

LÆGSTU tilboð í lagningu Stafnesvegar út úr Sandgerði voru um það bil 10 milljónum kr. undir kostnaðaráætlun verkkaupa. Sandgerðisbær bauð út fyrir sína hönd og Vegagerðarinnar endurgerð 400 metra kafla á Stafnesvegi, úr Sandgerði og í áttina að... Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð

Lögreglan leggur til landamæravörð

EINN lögreglumaður frá Íslandi er farinn til Litháen til landamæravörslu sem Evrópulögreglan Europol hefur skipulagt í því skyni að styðja baráttuna gegn ólöglegum innflutningi og smygli á fólki til Eystrasaltsríkjanna og sjö Austur- og Mið-Evrópuríkja,... Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 342 orð

Meira gert úr hlutun-um en ástæða er til

INGIMUNDUR Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, segir að skrif á vef Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns þar sem löggæsla í Reykjavík er gerð að umtalsefni á grundvelli gagna sem dómsmálaráðuneytinu var gert að láta af hendi í kjölfar niðurstöðu... Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Milljónatjón á Nesjavöllum

MILLJÓNATJÓN varð við Nesjavallavirkjun í fyrradag þegar gufupípa, sem var verið að taka í notkun, fór af undirstöðum með þeim afleiðingum að undirstöður og festingar brotnuðu og klæðning á lokahúsi skemmdist. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 265 orð

Mótmælir hækkun innritunargjalda

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands gagnrýnir harðlega þá hækkun á innritunargjöldum við Háskólann sem boðuð er í nýju fjárlagafrumvarpi, í fréttatilkynningu sem Stúentaráð hefur sent fjölmiðlum. Meira
3. október 2001 | Erlendar fréttir | 359 orð

NATO sannfært um sekt bin Ladens

BANDARÍKIN hafa látið Atlantshafsbandalaginu, NATO, í té sönnunargögn sem sýna með óyggjandi hætti fram á að Osama bin Laden og samtök hans, al-Qaeda, stóðu að árásum hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 729 orð

Norðurlöndin fórni hinni einsleitu sjálfsmynd

NORRÆNA velferðarkerfið virðist eiga líf sitt undir því að til Norðurlandanna flytjist gjörvilegt fólk úr öðrum heimshlutum. Til að norræna velferðarkerfið fái staðist þarf því að fórna hinni einsleitu sjálfsmynd Norðurlandanna. Meira
3. október 2001 | Miðopna | 2817 orð | 2 myndir

Okkur er skylt að taka þátt í að refsa þeim sem bera ábyrgð á hryllilegum glæp

Herra forseti. Heimurinn er í nokkru uppnámi um þessar mundir og þarf engan að undra. Gerð hefur verið óvenjulega hatursfull árás á óbreytta borgara í Bandaríkjunum. Illvirkjarnir, sem skipulögðu árásina, hafa ekki lýst glæpnum á hendur sér. Meira
3. október 2001 | Erlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Palestínskt ríki inni í myndinni

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að Bandaríkin hefðu alltaf litið svo á að Palestínumenn hefðu rétt á eigin ríki í Miðausturlöndum. Þeir yrðu hins vegar á móti að virða rétt Ísraelsríkis til að lifa og dafna. Meira
3. október 2001 | Erlendar fréttir | 103 orð

"Þú munt heyra mikil tíðindi"

SANNANIR um aðild Osama bin Ladens að hryðjuverkunum í Bandaríkjunum hrannast upp, en fréttir eru um, að Bandaríkjamenn geti vitnað til hans eigin orða í því sambandi. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 45 orð

Rabbfundur um meðferð krabbameins í blöðruhálskirtli

STUÐNINGSHÓPUR um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með mánaðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 3. október, kl. 17. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð

Rabb um kvenkyn í íslensku

NÆSTKOMANDI fimmtudag, 4. október, verður Jón Axel Harðarson dósent með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum. Rabbið ber yfirskriftina: Kvenkyn í íslensku frá sögulegu og samtímalegu sjónarhorni. Rabbið verður í Norræna húsinu kl. 12.00-13.00. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 168 orð

Rann er hún steig í hundaskít

EIGANDI fjárhunds í miðaldabænum Kirkjubæ í Færeyjum hefur verið dæmdur til að greiða íslenskri konu, sem meiddi sig á hné er hún rann á skít sem hundurinn hafði skilið eftir sig, 42 þúsund danskar krónur í skaðabætur. Meira
3. október 2001 | Akureyri og nágrenni | 456 orð | 1 mynd

Ráðherra opnaði nýja upplýsingatæknideild

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur opnað formlega nýja upplýsingatæknideild við Háskólann á Akureyri, en kennsla hófst í deildinni fyrr í haust. Um er að ræða tölvunarfræðinám til B.Sc.-gráðu og er námstími þrjú ár. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 116 orð

Ráðstafanir gegn lífefnahryðjuverkum kannaðar

DANSKA stjórnin hefur í fyrsta sinn í sögunni gripið til ráðstafana í því skyni að verjast hugsanlegum lífefnahryðjuverkum, eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir helgi. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 613 orð

Reykjagarður lofar að slátra 20% kjúklinga áfram á Hellu

SAMKEPPNISRÁÐ telur að samningur Reykjagarðs hf. og Ferskra kjúklinga ehf. um slátrun og pökkun á kjúklingum brjóti í bága við 10. gr. samkeppnislaga. Ráðið hefur hins vegar samþykkt að veita fyrirtækjunum undanþágu frá ákvæðinu með skilyrðum. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 337 orð

Samstaða um að vextir séu of háir

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði á síðasta áratug, áratug metanna, farið með fjármál þjóðarinnar. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Samstarf á sviði jarðhitamála

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði nýlega í Búdapest samning milli Íslands og Ungverjalands um samstarf landanna á sviði jarðhitamála. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 364 orð | 2 myndir

Sesseljuhús á Sólheimum fokhelt

SESSELJUHÚS, vistmenningarstöð á Sólheimum, er fokhelt og hafa framkvæmdir gengið vel. Fyrstu skóflustungu að húsinu tók Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra á 70 ára afmæli Sólheima 5. Meira
3. október 2001 | Suðurnes | 63 orð

Sextán ára ölvaður ökumaður

TVEIR menn ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni í Keflavík aðfaranótt sunnudags, grunaðir um ölvun við akstur. Að sögn lögreglu var annar sextán ára og þar með réttindalaus. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 238 orð

Sjúkraliðum veitt undanþága fyrir 10 rúmum í Fossvogi

Á FUNDI fulltrúa Landspítala - háskólasjúkrahúss og Sjúkraliðafélags Íslands í gærkvöldi var ákveðið að auka við undanþáguheimildir og bæta við tíu rúmum á tveimur deildum á sjúkrahúsinu í Fossvogi. Meira
3. október 2001 | Landsbyggðin | 51 orð | 1 mynd

Sláturfé úr Árneshreppi flutt á Blönduós í slátrun

ALLT búfé sem slátrað verður í haust héðan úr hreppnum fer í slátrun hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga á Blönduósi og eru fjárflutningabílarnir um sex tíma að keyra þessa rúma þrjúhundruð km leið og taka í ferð á milli 180 til 220 lömb eftir stærð. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Sprett úr spori

LIÐSMENN Izuzu-jeppaklúbbsins reyndu jeppa sína í haustferð klúbbsins síðastliðinn laugardag og óku inn í Þórsmörk þar sem sums staðar var látið spretta úr spori eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 502 orð

Stærstur hluti af áburði fyrir næsta sumar tilbúinn

ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hefur þegar framleitt mikinn hluta af þeim áburði sem til stóð að framleiða fyrir næsta sumar. Efnaframleiðsla í verksmiðjunni stöðvaðist í fyrradag þegar öflug sprenging varð í verksmiðjunni. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Tíu íbúðir rýmdar

ALMANNAVARNANEFNDIN á Seyðisfirði ákvað á fundi í gærkvöldi að svæðið austan við pósthús bæjarins yrði áfram lokað fyrir allri umferð. Meira
3. október 2001 | Landsbyggðin | 223 orð | 1 mynd

Tónlistarhelgi í Hólaneskirkju

MIKIL tónlistarveisla var í Hólaneskirkju á Skagaströnd um síðustu helgi. Óskar Einarsson var með námskeið í gospelsöng fyrir kirkjukórinn og annað söngelskt fólk frá föstudagskvöldi fram á sunnudag. Meira
3. október 2001 | Erlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Undirritaði "samning" á heimili bin Ladens

ÍSLAMSKUR öfgamaður, sem nú er í haldi frönsku lögreglunnar, hefur viðurkennt að hafa ætlað að ráðast á bandaríska sendiráðið í París og til þess hafi hann verið fenginn af einum helsta aðstoðarmanni sádi-arabíska hryðjuverkamannsins Osama bin Ladens. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 147 orð

Varað við kaupum á mynt

UPPBOÐSNEFND Myntsafnarafélags Íslands varar félagsmenn við að kaupa ýmsar gerðir ríkisdala sem fyrirtækið Myntsalan hefur boðið til sölu að undanförnu. Viðvörunina er að finna í nýútkomnu blaði félagsins, Mynt . Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð

Veikur skipverji sóttur á haf út

ÁHÖFN á þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti gærmorgun hjartveikan skipverja um borð í norskan togara sem staddur var 11-12 sjómílur suðaustur af Ingólfshöfða. Maðurinn veiktist um þrjúleytið í fyrrinótt og er líðan hans er eftir atvikum góð. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

Verslun 11-11 rænd seint í gærkvöldi

TVEIR menn rændu fjármunum úr peningakössum verslunar 11-11 í Skipholti seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík komu mennirnir inn í verslunina rétt fyrir klukkan 23. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 77 orð

Vika stærðfræðinnar

"STÆRÐFRÆÐITEYMI Fellaskóla ákvað að gera Degi stærðfræðinnar góð skil með því að taka heila viku undir fjölbreytt stærðfræðiverkefni. Þrautir hanga uppi víðsvegar um skólann og eru ætlaðar nemendum á öllum aldursstigum. Sumar tengjast m.a. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 598 orð | 1 mynd

Vilja láta gott af sér leiða

Kiwanishreyfingin hefur verið starfrækt á Íslandi frá því 1964 og hefur á þeim tíma leitast við að hjálpa þeim sem minna mega sín. Um 1. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 164 orð

Vitað um þrjú slysatilvik undanfarna áratugi

TILDRÖG alvarlegs slyss í Glymsgili í Hvalfirði á laugardag, þegar karlmaður og kona hlutu mikil meiðsl á fótum í grjóthruni, eru til meðferðar hjá lögreglunni í Borgarnesi. Ekki er þó um að ræða rannsókn í hefðbundnum skilningi. Meira
3. október 2001 | Innlendar fréttir | 55 orð

Þrjú flugfélög fá flugrekstrarskírteini á ný

FLUGMÁLASTJÓRN hefur gefið út flugrekendaskírteini til þriggja flugfélaga sem ekki náðu að skila fullnægjandi gögnum til að fá slík skírteini samkvæmt svokölluðum JAR-OPS 1-reglum. Meira
3. október 2001 | Suðurnes | 35 orð | 1 mynd

Öruggari akstur

STARFSMENN verktaka sem voru að laga auglýsingaskiltið á Reykjaneshöllinni voru nokkuð öruggir með sig þegar þeir voru hífðir í körfu. Skiltin þurfta stöðugt viðhald svo að skilaboðin komist til vegfarenda og þessir menn sinna mörgum... Meira

Ritstjórnargreinar

3. október 2001 | Leiðarar | 737 orð

STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA

Ljóst er af stefnuræðu Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, á Alþingi í gærkvöldi, að umbætur í skattamálum eru að verða eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Meira
3. október 2001 | Staksteinar | 256 orð | 2 myndir

Verðfelldi ráðagerð Sjálfstæðisflokksins Landssímann?

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþingismaður fjallar um útboð ríkisins á hlutabréfum Símans hf. og veltir fyrir sér hvað olli því að útboðið misheppnaðist. Meira

Menning

3. október 2001 | Tónlist | 533 orð

Að byggja upp góðan kór

Karlakór Akureyrar - Geysir undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur sungu íslensk og erlend kórlög. Undirleikari: Richard Simm. Laugardagurinn 29. september 2001. Meira
3. október 2001 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Ávöxtur æskuvináttu tveggja manna

MÁLVERKASAFN Tryggva Ólafssonar var formlega opnað með stórri sýningu á verkum Tryggva í tveimur sölum í gamla kaupfélagshúsinu í Neskaupstað sl. laugardag. Meira
3. október 2001 | Fólk í fréttum | 369 orð | 1 mynd

Einfalt og hrátt pönkrokk

Í KVÖLD geta harðkjarnaunnendur hlýjað sér um rokkræturnar í Norðurkjallara MH því þá mun bandaríska pönksveitin Out Cold leika ásamt íslensku sveitunum Mínus (studd Bibba Curver) og Dogdaze. Meira
3. október 2001 | Myndlist | 230 orð | 1 mynd

Fjallahöggmyndir

Til 10. október. Opið á verslunartíma. Meira
3. október 2001 | Menningarlíf | 46 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um myndlist

AUÐUR Ólafsdóttir, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, 2. hæð, í dag, miðvikudag, kl. 17. Fyrirlesturinn nefnist Thjodlegt. Meira
3. október 2001 | Fólk í fréttum | 386 orð | 2 myndir

Gömul ítölsk kvikmyndatónlist

ER nú ekki orðið tímabært að fjallað verði um alvöru forvitnilega tónlist hérna!? Og hvað er þá betur til þess fallið en lítt þekkt og skrýtin kvikmyndatónlist frá Ítalíu? Ég held að það sé rakið. Í dag þykir svalt að hlusta á hallærislega tónlist. Meira
3. október 2001 | Fólk í fréttum | 1041 orð | 4 myndir

Ham á tónleikum og nýtt efni frá Megasi og KK

ÞAÐ VAKTI athygli snemma á þessu ári þegar útgáfurisinn Edda - miðlun og útgáfa tilkynnti að fyrirtækið myndi láta til sín taka í plötuútgáfu í framtíðinni. Meira
3. október 2001 | Menningarlíf | 233 orð

Heimur barnabókmennta

HÁTÍÐARNEFND norrænnar barna- og unglingabókahátíðar 2001, Köttur úti í mýri, efndi í gær til fjölmiðlakynningar, þar sem kynnt var hin viðamikla hátíð sem í vændum er. Hátíðin, sem verið hefur í undirbúningi í um eitt ár, verður haldin dagana 10. til... Meira
3. október 2001 | Fólk í fréttum | 315 orð | 2 myndir

Kapphlaup um lífsins gæði

ÞRÁTT FYRIR að þrjár nýjar myndir hafi verið frumsýndar á föstudaginn tókst mynd frá því í síðustu viku að lauma sér á topp aðsóknarlistans. Meira
3. október 2001 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Kim Basinger leikur móðurina

Á NÆSTU vikum hefjast tökur á kvikmyndinni Ónefnda Detroit-verkefnið , sem mun byggjast á skrautlegri ævi rapparans umdeilda Eminem. Meira
3. október 2001 | Menningarlíf | 77 orð

Kristín Reynisdóttir sýnir í Þjóðarbókhlöðu

KRISTÍN Reynisdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Þjóðarbókhlöðunni í dag kl. 13. Meira
3. október 2001 | Fólk í fréttum | 178 orð | 1 mynd

Kynningarmynd lýtalækna

Leikstjórn Robert Angelo. Aðalhlutverk Shannon Tweed, John Enos. (91 mín.) Bandaríkin 2001. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. VHS/DVD Meira
3. október 2001 | Fólk í fréttum | 159 orð | 2 myndir

Laugarásbíó fær andlitslyftingu

MIKLAR sviptingar standa nú yfir á bíómarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Nýtt bíó væntanlegt í Smáranum og Sambíóin að taka allt sitt í gegn. Meira
3. október 2001 | Menningarlíf | 392 orð | 1 mynd

Ný mynd úr Reykjavík sýnd í sjónvarpi í París

NÝ sjónvarpsmynd um ungmenni í Reykjavík var frumsýnd í kvikmyndasal í Les Halles í París þriðjudagskvöldið 17. september fyrir boðsgesti. Höfundurinn er Sólveig Anspach og kallar hún myndina Des Elfes dans Reykjavík, borgarálfar í Reykjavík. Meira
3. október 2001 | Menningarlíf | 156 orð | 1 mynd

Olíumyndir í Safnahúsinu

HRÖNN Eggertsdóttir myndlistarmaður frá Akranesi opnaði sl. laugardag málverkasýningu í Safnahúsi Þingeyinga á Húsavík. Meira
3. október 2001 | Fólk í fréttum | 299 orð | 1 mynd

Reykjavíkurflugur

FÖSTUDAGINN 5. október munu borgarlistamennirnir KK og Magnús Eiríksson leiða saman hesta sína á Hótel Borg. Ætlunin er að lofsyngja höfuðborgina Reykjavík með söngskemmtun, byggðri á þekktum lögum þeirra félaga ásamt góðum og gildum Reykjavíkurslögurum. Meira
3. október 2001 | Menningarlíf | 35 orð

Strengjatónleikar í Stykkishólmi

GUÐMUNDUR Kristmundsson lágfiðluleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari halda tónleika í Stykkishólmskirkju í dag kl. 18. Tónlistarmennirnir leika fjölbreytt verk og kynna hljóðfærin. Meira
3. október 2001 | Fólk í fréttum | 369 orð | 1 mynd

Tilgangurinn helgar meðalið

A Darkness More than Night eftir Michael Connelly. Little, Brown & Company gefur út 2001. 418 síður innb. Kostar 3.495 kr. í Pennanum-Eymundssyni. Meira
3. október 2001 | Menningarlíf | 204 orð | 1 mynd

Vänskä lofaður fyrir flutning á Sibelius

FINNSKI hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä, sem á sínum tíma var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hlaut nú í vikunni mikið lof hjá gagnrýnanda Financial Times fyrir túlkun sína á verkum Jeans Sibelius. Meira
3. október 2001 | Menningarlíf | 225 orð | 1 mynd

Þrílitt Ísland í Þjóðarbókhlöðunni

EFNT verður til ítalskrar viku undir yfirskriftinni "Ísland þrílitt" í Þjóðarbókhlöðunni dagana 3. til 6. október, þ.e. frá deginum í dag til laugardags. Meira

Umræðan

3. október 2001 | Bréf til blaðsins | 329 orð | 1 mynd

Frábær þjónusta Mig langar til að...

Frábær þjónusta Mig langar til að þakka starfsfólki Gleraugnaverslunarinnar í Mjódd fyrir frábæra þjónustu. Það var sama við hvern talað var, allir lögðust á eitt við að gera þjónustuna ánægjulega. Meira
3. október 2001 | Aðsent efni | 972 orð | 1 mynd

Hvað er að í heilsugæslunni?

Sé heilbrigðisráðherra alvara með að rétta hlut heilsugæslunnar, telur Guðm. Helgi Þórðar-son að hann þurfi að hafa sig allan við. Meira
3. október 2001 | Bréf til blaðsins | 472 orð | 1 mynd

Hvað spinnur samfélagið?

HEIMSPEKINGUR einn sagði: "Það er ekkert spunnið í fólk nema það sem samfélagið hefur spunnið í það." Hvað spinnur íslenskt samfélag í þegna sína? Meira
3. október 2001 | Bréf til blaðsins | 47 orð | 1 mynd

Hvar eru stefnuljósin?

LESANDI hafði samband við Velvakanda og sagði að svo virtist sem nýir bílar væru ekki lengur framleiddir með stefnuljósum - eða að ökumenn kynnu ekki lengur að nota þau. Meira
3. október 2001 | Aðsent efni | 155 orð

Lofsvert framtak

SÍÐASTI dagur septembermánaðar var stór í sögu Norðfjarðar. Opnað var málverkasafn Tryggva Ólafssonar í rúmgóðum sölum sem áður hýstu verslanir Kaupfélagsins FRAM. Meira
3. október 2001 | Aðsent efni | 344 orð | 1 mynd

Minningar um barnaskap í utanríkismálum

Sýningin nær því alls ekki að vera boðleg, segir Haraldur Blöndal, hvað þá í ráðhúsi Reykjavíkur. Meira
3. október 2001 | Aðsent efni | 517 orð | 1 mynd

SÍBS og Reykjalundur fyrr og nú

Um 30-40 þúsund landsmanna, segir Sveinn Indriðason, hafa notið endurhæfingar á Reykjalundi. Meira
3. október 2001 | Bréf til blaðsins | 222 orð

Skilaboð til Angelu

LAUGARDAGINN 22. sept gátu lesendur blaðsins séð eitt lítið bréf frá Ameríku þar sem Angela von Schmitt, rúmlega tvítug stúlka frá Texas lýsti reynslu sinni af hryðjuverkunum í Bandaríkjunum. Meira
3. október 2001 | Aðsent efni | 1194 orð | 1 mynd

Stjórn fiskveiða

Í þessu máli, segir Tómas I. Olrich, var tekist á um skoðanir sem voru ósam- rýmanlegar. Meira
3. október 2001 | Aðsent efni | 590 orð | 1 mynd

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og þróun atvinnulífs

Með svæðisskipulaginu verður horft á þróun atvinnulífs á svæðinu heildrænt, segir Sigfús Jónsson, t.d. með það í huga að tengja vel saman íbúðabyggð og atvinnuhverfi. Meira
3. október 2001 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

Umferðarmál - allra hagur

Bæta má árangur í umferðaröryggisstarfinu, segir Gunnar Svavarsson, með auknu og markvissu samstarfi opinberra aðila. Meira
3. október 2001 | Aðsent efni | 917 orð | 1 mynd

Vill útgerðin ekki græða?

Það er umhugsunarefni fyrir löggjafann, segir Pétur Blöndal, hvort ekki sé skynsamlegt að aflétta öllum hömlum af framsali kvótans. Meira
3. október 2001 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og...

Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 6.422 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau heita Aron Trausti Björnsson, Sara Valgeirsdóttir og Harpa... Meira
3. október 2001 | Aðsent efni | 201 orð | 2 myndir

Þökk og hvatning

Frammistaða Akureyrarliðanna hefur að mati Gísla Jónssonar og Sigurðar Eggerts Davíðssonar verið mjög lofsverð. Meira

Minningargreinar

3. október 2001 | Minningargreinar | 638 orð | 1 mynd

EINAR DANIEL KRISTJÁNSSON

Einar Daniel Kristjánsson fæddist í Klakksvík í Færeyjum 8. febrúar 1926. Hann lést á heimili sínu hinn 22. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Christiansen frá Fugloy, f. 1889, d. 1967, og Elsa Garðshorn Christiansen frá Oyndarfirði, f. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2001 | Minningargreinar | 667 orð | 1 mynd

HALLDÓR ÞORGRÍMSSON

Halldór Þorgrímsson fæddist í Hraunkoti í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu 24. maí 1920. Foreldrar hans voru Auður Friðbjarnardóttir, f. 30. sept. 1894, d. 12.1. 1990, og Þorgrímur Halldórsson, f. 22. maí 1891, d. 9.8. 1934. Bróðir Halldórs var Aðalgeir, f. 9. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2001 | Minningargreinar | 974 orð | 1 mynd

INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON

Ingimundur Guðmundsson fæddist á Tannanesi í Önundarfirði 8. desember 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristján Guðmundsson, f. 12.12. 1876, d. 28.7. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2001 | Minningargreinar | 3990 orð | 1 mynd

JÓHANNES HELGI

Jóhannes Helgi (Jónsson) rithöfundur fæddist 5. september 1926 í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu 16. september síðastliðinn. Foreldrar Jóhannesar voru Jónína Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 27.8. 1907, d. 4.8. 1996, og Jón Matthíasson loftskeytamaður, f. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2001 | Minningargreinar | 2139 orð | 1 mynd

SIGFÚS ÞORSTEINSSON

Sigfús Þorsteinsson fæddist á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá 20. júní 1927. Hann lést á heimili sínu á Brávöllum 1 á Egilsstöðum, 26. september síðastliðinn. Foreldrar Sigfúsar voru hjónin Þorsteinn Sigfússon, bóndi á Sandbrekku, f. 29. sept. 1898, d.... Meira  Kaupa minningabók
3. október 2001 | Minningargreinar | 4887 orð | 1 mynd

STEFÁN JÓNSSON

Stefán Jónsson fæddist í Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd 15. mars 1909. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 23. september síðastliðinn. Foreldrar Stefáns voru Jón Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri, f. 15.8. 1852, d. 18.7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 588 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 390 390 390...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 390 390 390 37 14,313 Blálanga 126 79 104 732 75,877 Djúpkarfi 77 70 72 8,442 606,229 Gellur 520 400 473 96 45,450 Grálúða 240 180 219 3,519 771,149 Gullkarfi 80 30 75 8,399 625,760 Hlýri 158 120 143 29,336 4,208,102 Háfur 5 5... Meira
3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 468 orð

Bylting í mælingum á sjónvarpsáhorfi

Á FUNDI Samtaka auglýsenda (SAU) sem haldinn var nýlega var fjallað um rafrænar mælingar á sjónvarpsáhorfi. Mæliaðferðin byggist á litlu tæki sem tengt er við sjónvarpstæki áhorfenda og skynjar hvaða rás er verið að horfa á. Meira
3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 70 orð

Edda hagræðir í rekstri

HALLDÓR Guðmundsson, forstjóri Eddu, segir að sjö starfsmönnum félagsins hafi verið sagt upp um síðustu mánaðamót. Starfsmenn á launaskrá hjá Eddu séu um tvö hundruð talsins og því sé ljóst að ekki sé um neinar hópuppsagnir að ræða. Meira
3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 64 orð | 1 mynd

Eisch Holding stærsti hluthafinn

EISCH Holding er nú orðinn langstærsti hluthafinn í Keflavíkurverktökum með 50,3% hlut samkvæmt nýjasta hluthafalista. Meira
3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 379 orð

Glufu lokað með hentifánasamningnum

ALÞJÓÐABANKINN, í samstarfi við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og utanríkisráðuneytið, hefur gefið út bók um tvo alþjóðasamninga, svokallaða hentifána- og flökkufiskasamninga, er varða sjálfbæra þróun fiskveiða á úthöfunum. Bókin var kynnt á blaðamannafundi í gær í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar á vegum FAO, sem nú stendur yfir í Reykjavík. Meira
3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 403 orð

Kanna möguleika á nýjum sæstreng

STJÓRNENDUR Landssímans eru í viðræðum við Færeyinga, Hjaltlendinga, olíufélög og fleiri um að taka þátt í lagningu nýs sæstrengs frá landinu sem á að kosta milli 6 og 7 milljarða króna. Að sögn Þórarins V. Meira
3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 180 orð | 1 mynd

Notar rafmagn eins og 60 heimili

FYRSTA Eouronics-verzlunin á Íslandi verður opnuð í verzlunarmiðstöðinni Smáralind í næstu viku. Euronics er stærsta verzlanakeðja með raftæki í Evrópu. Keðjan er með yfir 8.000 verzlanir í 18 löndum og sameiginleg innkaup upp á 770 milljarða króna. Meira
3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 254 orð | 1 mynd

Ráðstefna um Netið sem viðskiptamiðil

ÞESSA viku stendur ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, fyrir markaðsviku og tengist hún alþjóðlegri markaðsviku sem haldin er í fyrsta sinn á vegum World Marketing Association (WMA). Meira
3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 284 orð | 1 mynd

Swissair í gjaldþrot?

LJÓST er að svissneska flugfélagið Swissair riðar nú til falls enda fjárhagsleg staða félagsins orðin gríðarlega erfið og gátu vélar félagsins ekki flogið í gær þar sem birgjar neituðu að afhenda eldsneyti á vélar félagsins en áður hafði félagið sótt um... Meira
3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 308 orð

Uppgjör á hluthafafundi á morgun

"ÁGREININGURINN innan Sparisjóðabankans snýst um það hvort sparisjóðirnir í landinu ætla að starfa sjálfstætt í framtíðinni eða hvort þeir og dótturfyrirtæki þeirra eigi að týna tölunni og hverfa inn í Kaupþing." Þetta segir Hallgrímur Jónsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélstjóra. Meira
3. október 2001 | Viðskiptafréttir | 178 orð

Þróun reikningsskila hefur miðast við skattkerfið

VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur sent fjármálaráðherra bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við "fyrirhugaðar breytingar sem gera ráð fyrir að mögulegt verði að færa bókhald og ársreikninga í erlendri mynt". Meira

Fastir þættir

3. október 2001 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag miðvikudaginn 3. október er sjötugur Marvin Hallmundsson, Engihjalla 9, Kópavogi . Hann tekur á móti ættingjum og vinum nk. laugardag 6. október á milli kl. 17-19 í Lionsheimilinu Munin, Auðbrekku 25,... Meira
3. október 2001 | Fastir þættir | 92 orð

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Vetrarstarfið...

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Vetrarstarfið hjá okkur hófst fimmtudaginn 20. sept. sl. með eins kvölds Mitchell tvímenningi. Meira
3. október 2001 | Fastir þættir | 31 orð

Bridsfélag Hafnarfjarðar Hinn 24.

Bridsfélag Hafnarfjarðar Hinn 24. september var spilað fyrsta kvöld af fjórum í hausttvímenningi Bridsfélags Hafnarfjarðar. Meira
3. október 2001 | Fastir þættir | 98 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 27. sept. var spilað annað kvöldið af þremur í haust-tvímenningi félagsins. Meðalskor er 216 Freyja Sveinsd. - Hertha Þorsteinsd. 241 Steingr. Péturss. - Baldvin Valdimarss. 238 Magnús Aspelund - Steingr. Jónass. Meira
3. október 2001 | Fastir þættir | 311 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

JACK Dreyfus heitir bandarískur rúberturefur, fæddur 1913. Þrátt fyrir háan aldur er Dreyfus ennþá meðal betri klúbbspilara í New York. Meira
3. október 2001 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 28. júlí í Þórshafnarkirkju af sr. Sveinbirni Bjarnasyni Valgerður Bergný Birgisdóttir og Þorsteinn Óli Þorbergsson. Heimili þeirra er á... Meira
3. október 2001 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. ágúst sl. í Víðihólskirkju á Hólsfjöllum af sr. Örnólfi J. Ólafssyni Bergljót Georgsdóttir og Kjartan Ólafur Einarsson . Heimili þeirra er á... Meira
3. október 2001 | Dagbók | 746 orð | 1 mynd

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Meira
3. október 2001 | Fastir þættir | 91 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn...

Félag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 25. sept. spilaði 21 par í tveimur riðlum og urðu úrslit þessi í N/S: Hannes Ingibergss. - Magnús Halldórss. 247 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 244 Albert Þorsteinss. Meira
3. október 2001 | Fastir þættir | 67 orð

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á...

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á tíu borðum í Gullsmára 13 fimmtudaginn 27. september sl. Miðlungur var 168. Beztum árangri náðu: N/S Viðar Jónsson og Sigurþór Halldórsson 204 Kristj. Halldórsd. og Eggert Kristinss. 195 Dóra Friðleifsd. Meira
3. október 2001 | Dagbók | 85 orð

HAUSTIÐ ER KOMIÐ

Haustið er komið handan yfir sæinn, hvarmaljós blárrar nætur dökkna af kvíða og þungar slæður hylja hárið síða, hárbrimið gullna, er lék sér frjálst við blæinn og seiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn; nú sezt hann grár og stúrinn upp til hlíða og veit... Meira
3. október 2001 | Dagbók | 839 orð

(Jóh. 12, 35.)

Í dag er miðvikudagur 3. október, 276. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þá sagði Jesús við þá: "Skamma stund er ljósið enn á meðal yðar. Gangið, meðan þér hafið ljósið, svo að myrkrið hremmi yður ekki. Sá sem gengur í myrkri, veit ekki, hvert hann fer." Meira
3. október 2001 | Viðhorf | 837 orð

Ó borg, mín borg

Miðborgin lifir - en það er undir okkur sjálfum komið hvernig hún gerir það og hversu lengi. Meira
3. október 2001 | Fastir þættir | 83 orð

Reynir og Örlygur efstir hjá Bridsfélagi...

Reynir og Örlygur efstir hjá Bridsfélagi Akureyrar Butler- tvímenningur Bridsfélags Akureyrar hófst þriðjudagskvöldið 25. sept. Þetta er þriggja kvölda mót sem kennt er við Sparisjóð Norðlendinga. Meira
3. október 2001 | Fastir þættir | 199 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

FYRIR stuttu lauk netkeppni taflfélaga á Norðurlöndum. Staðan kom upp í keppninni á milli Helga Ólafssonar (2.460) og Arnars Gunnarssonar (2.263 ). 38. Bxg7! Kxg7 39. f6+ 39. Dg5+ hefði einnig dugað til sigurs. 39. ... Kh7 40. Dg5 Rf5 41. Dxf5+ Kh6 42. Meira
3. október 2001 | Fastir þættir | 430 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hefur verið á tiltölulega góðu róli í lífinu að undanförnu og að mestu laus við persónuleg samskipti við ríkisbáknið. Meira

Íþróttir

3. október 2001 | Íþróttir | 206 orð

Chelsea auglýsir ekki í Tel Aviv

FORRÁÐAMENN Chelsea hafa náð samkomulagi við flugfélagið Emirates um að auglýsing þess á búningum liðsins verði ekki á þeim þegar liðið leikur við Hapoel í Tel Aviv í Ísrael í Evrópukeppninni 18. október nk. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 1226 orð | 1 mynd

Feginn að skilja ekki þjálfarann

Landsliðsmaðurinn Gunnar Berg Viktorsson skrifaði í sumar undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í handknattleik er hann samdi við franska liðið Paris Saint-Germain til tveggja ára. Tveir mánuðir eru síðan Gunnar kom til Frakklands og því er hann farinn að kynnast lífinu og handboltanum að nokkru leyti. Íris Björk Eysteinsdóttir hitti Gunnar í Frakklandi og spjallaði við hann um handbolta, tungumálaörðugleika, seinagang Frakka og fleira. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 238 orð

Fyrstu stig FH-inga

FH-ingar nældu sér í sín fyrstu stig á Íslandsmótinu þegar þeir lögðu granna sína úr HK, 29:27, í Kaplakrika. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 543 orð | 1 mynd

*GLENN Hoddle, knattspyrnustjóri Tottenham , segir...

*GLENN Hoddle, knattspyrnustjóri Tottenham , segir að Segei Re brov sé ekki á förum frá félaginu. Rebrov er afar ósáttur við stöðu sína innan Lundúnaliðsins og hefur lýst yfir áhuga á að róa á önnur mið. Hefur því m.a. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 128 orð

Guðbjörg með Haukum

GUÐBJÖRG Norðfjörð, sem tilkynnti á dögunum að hún væri hætt að leika með KR í körfuknattleik kvenna, lék með Haukum á dögunum. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 18 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Hlíðarendi:Valur - Stjarnan 18 Seltjarnarn.:Grótta/KR - Fram 18.30 KA-heimili:KA/Þór - Haukar 20 Kaplakriki:FH - ÍBV 20 1. deild karla: Framhús:Fram - UMFA 20 Hlíðarendi:Valur - Selfoss 20 Vestmannaey. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 588 orð

HANDKNATTLEIKUR Grótta/KR - Þór Ak.

HANDKNATTLEIKUR Grótta/KR - Þór Ak. 23:21 Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla - 3. umferð, þriðjudagur 2. september 2001. Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 5:3, 14:4, 15:9 , 16:10, 17:11, 18:16, 19:17, 20:18, 21:20,... Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 388 orð

Haukaseiglan

KA lék sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu í gærkvöldi er Íslandsmeistarar Hauka komu í heimsókn. Liðin buðu upp á frábæra skemmtun og mikla spennu þótt handboltinn sem spilaður var fái seint fegurðarverðlaun. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 129 orð

Hálfdán leggur skóna á hilluna

HÁLFDÁN Þórðarson, handknattleiksmaður úr FH, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna - tilkynnti félögum sínum í liðinu ákvörðun sína á æfingu í fyrrakvöld. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

* JERMAINE Pennant, hinn ungi leikmaður...

* JERMAINE Pennant, hinn ungi leikmaður Arsenal, var í sviðsljósinu þegar 19 ára landslið Englands lagði Ísland að velli í York á mánudagskvöldið, 2:0. Hann skoraði fyrra mark Englands, en þess má geta að vítaspyrna var dæmd á hann á fimmtu mín. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 67 orð

KR Reykjavíkurmeistari

KR-INGAR urðu um helgina Reykjavíkurmeistarar í körfuknattleik karla er liðið lagði Þór frá Akureyri 118:84. KR var yfir allan leikinn og sigurinn fremur auðveldur en Reykjavíkurmótið var opið að þessu sinni. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 164 orð

Mætir lið Gróttu/KR ekki?

ÓVÍST er hvort kvennalið Gróttu/KR í handknattleik mætir til leiks kl. 18.30 í kvöld í íþróttamiðstöð Seltjarnarness, þar sem leikmenn Fram verða mótherjar liðsins. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 252 orð

Neita að fara til Ísraels

NÍU leikmenn úr austurríska landsliðshópnum í knattspyrnu neituðu í gær að fara með liðinu til Ísraels, þar sem það á að leika við heimamenn í 7. riðli undankeppni HM um næstu helgi. Þeir telja öryggi sitt ekki tryggt í Ísrael. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 132 orð

Patrekur annar markahæstur í Þýskalandi

PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik og fyrirliði þýska liðsins Tusem Essen, er annar markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir fimm umferðir. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Ragnar vill fá að spreyta sig í vörn

RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem leikur með franska liðinu Dunkerque, er ekki ánægður með hvað hann fær lítið að spreyta sig í vörn hjá liðinu. Þegar Ragnar mætti Gunnari Berg Viktorssyni og samherjum hans hjá París St Germain í sl. viku skipti þjálfari liðsins mikið inná í leiknum og spilaði Ragnar einungis sóknarleikinn. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 316 orð | 1 mynd

Sveifla á Nesinu

EFSTU lið fyrstu deildar karla áttust við á Seltjarnarnesi í gærkvöldi í sveiflukenndum leik og höfðu heimamenn nauman sigur, 23:21, á nýliðum Þórs frá Akureyri. Þegar átta mínútur lifðu af fyrri hálfleik skildu tíu mörk liðin að og allt útlit fyrir að Grótta/KR myndi sigra með yfirburðum, en nýliðarnir spýttu rækilega í lófana og skoruðu tíu mörk gegn tveimur í lok fyrri hálfleiks og áttu möguleika á sigri þegar skammt var eftir. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Verðum að tefla fram okkar bestu mönnum

ÞAÐ er ákveðin spenna komin upp hjá hjá Dönum vegna meiðsla landsliðsmanna fyrir viðureignina gegn Íslendingum á Parken á laugardaginn. Danir verða að leggja Íslendinga að velli til að tryggja sér farseðilinn á HM í Suður-Kóreu og Japan næsta sumar. Jafntefli gæti þýtt aukaleik um sæti á HM við Króatíu, Belgíu eða Skotland. Það er nokkuð sem Danir vilja vera lausir við. Meira
3. október 2001 | Íþróttir | 115 orð

Þjóðverjar vilja HM 2005

ÞÝSKA handknattleikssambandið ætlar að sækja um að halda heimsmeistaramótið í handknattleik árið 2005. Frá þessu greindi Ulrich Strombach, formaður þýska handknattleikssambandsins, í gær. Meira

Ýmis aukablöð

3. október 2001 | Blaðaukar | 179 orð

Alaska

Ljóðið á forsíðunni er eftir Jón Ólafsson ritstjóra. Jón var þjóðþekktur og einn umsvifamesti ritstjóri sem sögur fara af. Tvisvar hraktist hann úr landi vegna kveðskapar og skrifa sinna. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 696 orð | 2 myndir

Blasir vel við vegfarendum

Landgræðsluátakinu, sem í daglegu tali er kallað landgræðsluskógar, var hleypt af stokkunum hinn 10. maí árið 1990 þegar Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, gróðursetti fyrstu plöntuna í Smalaholti í landi Garðabæjar að viðstöddu fjölmenni. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 675 orð | 2 myndir

Grundvallaratriði er að plönturnar komist í jörðu

Tuttugu og fimm hektarar voru girtir af í landi Holts í Borgarbyggð árið 1990 þegar landgræðsluskógaverkefnið hófst og er nú að heita má búið að planta í þann reit allan, að sögn Ragnars Olgeirssonar, fyrrverandi bónda á Oddsstöðum í Lundarreykjadal sem... Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 1784 orð | 2 myndir

Hetja í baráttunni við að klæða landið

Nyrsta skóg landsins er að finna í Siglufirði, nánar tiltekið í Skarðdal. Þeir sem sækja Siglufjörð heim ættu ekki að láta þessa paradís á jörðu fram hjá sér fara. Hrönn Indriðadóttir kannaði sögu skógræktarinnar og starf frumkvöðulsins sem fylgdi sinni eigin sannfæringu þrátt fyrir margar efasemdarraddir. Frumkvöðullinn var Jóhann Þorvaldsson. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 308 orð | 1 mynd

LANDGRÆÐSLUSKÓGAR

Á vegum Landgræðsluskóga, verkefnis sem hleypt var af stokkunum vorið 1990, hafa verið gróðursettar um tólf milljónir trjáplantna á nærri fimm þúsund hekturum lands. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 621 orð | 2 myndir

Melarnir dæmi um vel heppnað skógræktarátak

Þegar landgræðsluskógaverkefninu var hrundið af stað árið 1990 var á Eyjafjarðarsvæðinu skipuð þriggja manna nefnd og valið land til skógræktar í landi Melgerðis, sem þá var í eigu Saurbæjarhrepps en nú heitir Eyjafjarðarsveit. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 27 orð | 1 mynd

Miðvikudagur 3. október 2001

Ég hvíli í svölum skugga grænna greina í grasi mjúku sjávarhamra við. Hér finnur hjartað fró og létti meina við fuglasöng og mararbáru nið. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 517 orð | 2 myndir

Minnisvarði um bræðurna frá Múla í Miðfirði

MINNISVARÐI um þá bræður Guðmund, Einar og Friðrik Björnssyni frá Múla í Miðfirði var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á Fjósum í Svartárdal þann 1. september síðastliðinn. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 552 orð | 4 myndir

Nýjar tegundir skógarfugla nema land

Vaxandi skógrækt á Íslandi hefur nú þegar stuðlað að landnámi nýrra fuglategunda hér á landi. Ein tegund virðist hafa náð fótfestu og nokkrar reyna reglulega varp og gætu náð fótfestu á næstu árum. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 887 orð | 1 mynd

"Var býsna hörð tilvera"

Ágúst Árnason, fyrrum skógarvörður í Skorradal, er í hópi þeirra íslensku skógræktarmanna sem dvalist hafa í Alaska gagngert til að sækja þangað erfðaefni, fyrst 1958 og aftur 1985. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 3058 orð | 6 myndir

Skógrækt þarf að falla vel að íslensku landslagi

Forsendur skógræktar á Íslandi hafa verið að breytast mikið á undanförnum árum. Ekki þarf lengur að sýna og sanna möguleika skógræktar á Íslandi því þeir eru lýðnum löngu ljósir. Sýn manna beinist nú einkum að því hvar og hvernig eigi að rækta skóg í landslagslegu og náttúrufarslegu tilliti. Um þetta var meðal annars skeggrætt á ráðstefnunni Skógrækt í íslensku landslagi á vormánuðum. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 568 orð | 1 mynd

Stjórnar rannsóknum á skógarmörkum í Alaska

Alaskaferð Skógræktarfélags Íslands var skipulögð af Bjartmari Sveinbjörnssyni, prófessor í skógarvistfræði við Háskólann í Anchorage í Alaska. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 341 orð | 1 mynd

Ættmóðir stafafurunnar nýtur aðstoðar íkorna

Strandferðaskipið hélt áfram siglingu sinni til suðausturs frá Jökulflóa inn í botn Lynn Canal, til bæjarins Skagway. Meira
3. október 2001 | Blaðaukar | 3786 orð | 16 myndir

Ævintýri í Alaska

Sjötíu og þrír íslenskir áhugamenn um skógrækt fóru í mikla ferð um Alaska dagana 7.-24. september síðastliðinn í því skyni að kynna sér náttúru landsins og ekki síst umhverfi þeirra helstu trjátegunda, sem notaðar eru í ræktun hér á landi. Brynjólfur Jónsson, Jón Geir Pétursson og Einar Gunnarsson, starfsmenn Skógræktarfélags Íslands, og Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður á Mógilsá greina frá því helsta sem fyrir augu bar í ferðinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.