Greinar föstudaginn 4. janúar 2002

Forsíða

4. janúar 2002 | Forsíða | 164 orð

Bjóðast til að framselja Omar

TALIBANAR buðust í gær til að framselja leiðtoga sinn, múllann Mohammed Omar, í hendur afgönskum yfirvöldum ef Bandaríkjamenn hættu loftárásum á fylgsni þeirra í suðurhluta Afganistans, að sögn embættismanns í afgönsku leyniþjónustunni í gær. Meira
4. janúar 2002 | Forsíða | 73 orð | 1 mynd

Gengi argentínska pesóans fellt

FJÖLMIÐLAR í Argentínu sögðu í gær að ný stjórn landsins myndi lækka gengi pesóans um 30% og tengja síðan gengi hans við gengi Bandaríkjadollars, evrunnar og brasilíska realsins. Meira
4. janúar 2002 | Forsíða | 63 orð | 1 mynd

Heljarkuldi í Moskvu

YFIRVÖLD í Moskvu sögðu í gær að fjórtán manns hefðu frosið í hel í borginni frá því á nýársnótt og alls um 280 manns síðan veturinn gekk í garð. Meira
4. janúar 2002 | Forsíða | 255 orð | 1 mynd

Stríð "ekki nauðsynlegt"

ATAL Behari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, sagði í gær að stríð við Pakistan væri ekki "nauðsynlegt" en bætti við að ekki kæmi til greina að hefja tvíhliða samningaviðræður við Pakistana nema þeir byndu enda á hermdarverk íslamskra... Meira
4. janúar 2002 | Forsíða | 232 orð

Upptaka evru sögð hafa tekist afbragðsvel

UPPTAKA evrunnar, sameiginlegs gjaldmiðils tólf Evrópusambandsríkja, tókst "afbragðsvel", að sögn Wims Duisenbergs, bankastjóra Evrópska seðlabankans, í gær, þremur dögum eftir að evran hóf innreið sína. Meira

Fréttir

4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 389 orð | 2 myndir

74 nemar brautskráðir frá MK

HINN 19. desember síðastliðinn voru, við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju, brautskráðir 74 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi. Meira
4. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 117 orð | 1 mynd

Athafnalífið við höfnina

EFTIR afslöppun og hátíðleik jóla og áramóta er hversdagslífið tekið við á nýjan leik. Landsmenn eru að tínast til vinnu eftir frí og sömuleiðis munu skólabörn mæta aftur í grunnskólana í dag. Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Auðvelda ígræðslu

ÞÆR Noel, Angel, Star, Joy og Mary, sem allar komu í heiminn á jóladag, voru einræktaðar í því skyni að auðvelda ígræðslu líffæra úr svínum í fólk. Þær eru svokölluð "útsláttarsvín", er ræktuð voru af skoska fyrirtækinu PPL Therapeutics. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 268 orð

Áhyggjur af framgöngu ísraelskra stjórnvalda

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá þingflokki Samfylkingarinnar: "Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsir þungum áhyggjum vegna framgöngu stjórnvalda í Ísrael gagnvart friðsamlegum mótmælum við hernámi Vesturbakkans og Gaza. Meira
4. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 388 orð | 1 mynd

Áhöfn færð viðurkenning frá ÚA

ÁHÖFN Kaldbaks EA, ísfisktogara Útgerðarfélags Akureyringa hf., fékk afhenta viðurkenningu frá félaginu í gærmorgun, til minningar um frækilegt björgunarafrek 11. desember sl., er Jón Björnsson skipverja tók útbyrðis á Eyjafirði. Meira
4. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 111 orð

Árleg þrettándagleði Þórs

HIN árlega þrettándagleði Íþróttafélagsins Þórs fer fram á félagssvæðinu við Hamar sunnudaginn 6. janúar kl. 17.00. Þórsarar hafa staðið fyrir þrettándagleði á Akureyri í tæp 60 ár og er þetta uppákoma sem jafnan nýtur mikilla vinsælda. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 1043 orð | 2 myndir

Áætlanir um sparnað stóðust að mestu í fyrra

EMBÆTTI forseta Íslands hefur á síðustu þremur árum farið 26 milljónir króna fram úr heimildum á fjárlögum. Meira
4. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 55 orð

Bautamótið í innanhússknattspyrnu

HIÐ árlega Bautamót í innanhússknattspyrnu fer fram í KA-heimilinu um helgina. Keppni hefst kl. 9.00 laugardaginn 5. janúar og verður fram haldið á sunnudag. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Björguðu brúnni yfir Laxá

HRINGVEGURINN við Laxá við Kálfafell í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu var opnaður aftur í gærmorgun kl. 8 eftir að hafa verið lokaður frá hádegi á miðvikudag. Flóð af völdum mikils vatnsveðurs á miðvikudag olli vegaskemmdunum. Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 583 orð | 1 mynd

Byltingar beðið í fjölmiðlamálum í Afganistan

FRÉTTAÞYRSTIR Afganar bíða þess með óþreyju að fjölmiðlar taki aftur til starfa í landinu. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 106 orð

Dýr baðferð í Mývatnssveit

KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 140 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs eða sæta 20 daga fangelsi verði sektin ekki greidd á tilskildum tíma. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ekkert formlegt erindi borist til FÍA

FRANZ Ploder, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist ekkert hafa heyrt frekar frá forráðamönnum Flugleiða um hugmyndir um 18 mánaða launafrystingu. Þeirri hugmynd var varpað fram á óformlegum fundi í desember. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Endastakkst fyrir utan veg

HJÓN og tvö börn sluppu ómeidd þegar bíll þeirra fór út af, endastakkst og valt á Rangárvöllum í hádeginu í gær. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli missti ökumaður stjórn á bílnum á hálkubletti með þessum afleiðingum. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 225 orð

Erlendir fjárfestar skoða Perluna

FULLTRÚI erlendra fjárfesta kom hingað til lands til þess að skoða Perluna skömmu fyrir jól og átti óformlegar viðræður við forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hann spurðist fyrir um bygginguna. Fleiri aðilar hafa sýnt húsinu áhuga. Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Evrumálin að þvælast fyrir bresku stjórninni

ÝMSIR breskir fjölmiðlar hvetja nú Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, til að taka af skarið gagnvart evrunni, sameiginlegum gjaldmiðli tólf Evrópusambandsríkja sem tekinn var í notkun á nýársdag. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 570 orð

Flugmenn fá bætur ef þeir missa starfsréttindi

FLUGMENN sem missa starfsréttindi vegna heilsuleysis eru tryggðir fyrir slíkum skakkaföllum. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fundað um skatta

Félag viðskipta- og hagfræðinga í samvinnu við Deloitte & Touche stendur fyrir opnum hádegisverðarfundi þriðjudaginn 8. janúar nk. kl. 12:00-13:30 á Radisson SAS Hótel Sögu, Sunnusal, 1. hæð. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Gengið um götur

Það er engu líkara en að þeir séu sjálfir lentir á listaverki Eiríkur Smith listmálari og félagi hans sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í Hafnarfirði í gær. Meira
4. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 191 orð | 1 mynd

Gönguleiða- og þjónustukort á Netinu

Á HEIMASÍÐU Hafnarfjarðarbæjar er nú að finna nýjan korta- og þjónustuvef fyrir bæjarfélagið. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 340 orð

Hefur mikil áhrif á tekjur sveitarfélaga

VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir ljóst að töluvert breyttar forsendur séu á fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga vegna skattabreytinga og breytinga á einkarekstri í einkahlutafélög. Meira
4. janúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 481 orð | 1 mynd

Heimilað að ganga til samninga um leigu

FRAMKVÆMDASTJÓRA íþrótta-og tómstundaráðs og borgarlögmanni hefur verið heimilað að ganga til samninga við Íslandspóst varðandi leigu á húsnæði gömlu lögreglustöðvarinnar við Pósthússtræti 3-5, en húsnæðið þykir henta vel fyrir starfsemi Hins hússins,... Meira
4. janúar 2002 | Suðurnes | 180 orð

Hljómar á þrettándagleði

ÞRETTÁNDAGLEÐI Reykjanesbæjar á Iðavöllum í Keflavík verður veglegri en áður hefur þekkst og á eftir verða tónleikar í Reykjaneshöll þar sem hljómsveitin Hljómar leikur auk annarra. Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 265 orð

Hluta af lausnargjaldi fyrir gísla stolið

SAMSTARFSMENN Charles Pasqua, fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands, verða hugsanlega ákærðir fyrir að stela hluta af lausnargjaldi, sem að sögn var greitt fyrir gísla í Líbanon á árunum 1987 til 1988. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 309 orð

Hlutur miðborgar og eldri verslunarkjarna að minnka

MATVÖRUVERSLUNUM í Reykjavík hefur fækkað um þriðjung síðastliðin 20 ár, úr 127 í 85 og lengra er á milli þeirra, þrátt fyrir öra fjölgun íbúa og útþenslu byggðar. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

HRÓLFUR KJARTANSSON

HRÓLFUR Kjartansson, deildarstjóri grunn- og leikskóladeildar menntamálaráðuneytisins, lést miðvikudaginn 2. janúar. Hrólfur fæddist 20. október 1945, sonur hjónanna Kjartans Jónssonar bónda og Ingibjargar Guðmundsdóttur húsfreyju í Eyrardal í Súðavík. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 183 orð

Hæsta framlagið til Ísafjarðarbæjar

SÉRSTÖKU 700 milljóna kr. framlagi hefur verið úthlutað úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna ársins 2001 í samræmi við niðurstöður tekjustofnanefndar og reglur sem settar voru í samráði ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 736 orð | 1 mynd

Illa leikinn eftir barsmíðar Ísraelsmanna

MUSTAFA Barghouthi, læknir og baráttumaður fyrir mannréttindum Palestínumanna, var handtekinn tvisvar af ísraelsku lögreglunni og hermönnum í Jerúsalem í fyrradag og segist í samtali við Morgunblaðið hafa mátt sæta grófum barsmíðum við handtökuna. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Í daglegum hjólatúr

Matthías Ólafsson er orðinn 86 ára gamall, en hann hefur síðastliðin 20 ár hjólað sér til heilsubótar. Ekki hefur fallið úr dagur nema í verstu veðrum. Fyrsta hjólið sitt fékk hann við fermingu fyrir meira en 70 árum. Meira
4. janúar 2002 | Landsbyggðin | 524 orð | 2 myndir

Íþróttaaðstaða ein hin besta í landinu

NÝTT íþróttahús var vígt við hátíðlega athöfn í Vestmannaeyjum skömmu fyrir áramót. Eldri hluti íþróttahússins var 3.300 fermetrar en síðari hluti byggingarinnar, sem nú hefur verið tekinn í notkun, er 3.100 fermetrar og heildarstærð hússins því 6. Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 34 orð

Jarðskjálfti skók Kabúl

JARÐSKJÁLFTI skók Pakistan og Afganistan í gærmorgun en engar fréttir hafa borist af mannskaða. Skjálftinn mældist 5,8 á Richter og var nægilega sterkur til að fólk þysti óttaslegið út á götur í Kabúl, höfuðborg... Meira
4. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 47 orð | 1 mynd

Kampakátir í golfi

ÞEIR voru kampakátir félagarnir Jóhannes Gísli Pálmason og Logi Óttarsson þar sem þeir léku golf á iðjagrænum golfvellinum á Þverá í gær. Það bjarmaði af nýarssólinni sem á þessum slóðum hverfur alveg í um þrjár vikur. Meira
4. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Kaupir nýtt og stærra húsnæði

Vélsmiðja Ólafsfjarðar hefur fest kaup á húsnæði Krossaness í Ólafsfirði, það er þar sem gömlu bræðslurnar voru. Samningar um kaupin hafa tekist og mun Vélsmiðjan flytjast úr 400 fermetra húsnæði í rúmlega 1.200 fermetra húsnæði. Meira
4. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 345 orð | 1 mynd

Keisaraskurðum fækkar á milli ára

FYRSTA barn ársins 2002, sem fæddist á kvennadeild FSA, var myndarstúlka, sem kom í heiminn um miðjan dag 2. janúar. Stúlkan var 15 merkur og 52 cm við fæðingu. Foreldrar hennar eru Anna Stefánsdóttir og Hilmar Már Baldursson á Akureyri. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Kveikt í ruslagámi og bílum

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var kallað út að ruslagámi í Faxafeni laust eftir klukkan 20 í gærkvöld. Logaði glatt í ruslinu en greiðlega gekk að slökkva eldinn og stafaði nærliggjandi byggingum engin hætta af. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 134 orð

Lagaumhverfi rafrænna viðskipta

Útflutningsráð Íslands, Háskólinn í Reykjavík ásamt Euro-Info skrifstofunni standa fyrir námskeiðinu Lagaumhverfi rafrænna viðskipta fimmtudaginn 10. janúar nk. kl. 8.30-12.30 í Háskólanum í Reykjavík. Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 122 orð

Launalækkun flugmanna hjá SAS

FLUGMENN hjá SAS hafa samþykkt að taka á sig fimm prósent launalækkun til að komist verði hjá því að segja upp 160 félögum þeirra, sem stystan hafa starfsaldurinn. Meira
4. janúar 2002 | Suðurnes | 867 orð | 1 mynd

Leggja til að leigubílar verði notaðir í stað strætisvagna

LAGÐAR hafa verið fram hugmyndir um nýtt skipulag almenningssamgangna í Reykjanesbæ. Til flutninga á fólki verði notaðir leigubílar í stað hefðbundinna strætisvagna. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 28 orð

LEIÐRÉTT

Rétt verð 87,10 kr. Rangt var farið með verð á bensínlítra hjá Esso Express-stöðvum í frétt blaðsins í gær og er beðist velvirðingar á því. Rétt verð er 87,10... Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Liðsmenn Omars semja um uppgjöf

STUÐNINGSMENN múllans Mohammads Omar, leiðtoga talibana, hafa samþykkt að setja Omar í hendur afganskra yfirvalda svo framarlega sem loftárásum Bandaríkjamanna á skotmörk í Afganistan verði hætt. Frá þessu var greint í gær. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 262 orð

Líkur á þriðja framboðinu

STJÓRN Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík ákveður í næstu viku hvaða leið hún mun leggja til að farin verði við samsetningu framboðslista flokksins í Reykjavík, hvort haldið verði prófkjör eða stillt upp á lista. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 151 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir ökumanni jeppabifreiðar sem stakk af eftir að hafa valdið skemmdum á kyrrstæðri Dodge-fólksbifreið fimmtudagskvöldið 27. desember sl. Atvikið átti sér stað við Efstasund 22 um kl. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð

Læknir skipaður til að kanna heilsu flugmanns

FLUGMÁLASTJÓRN skipaði í gær lækni til að skera úr um hvort flugmaður uppfylli heilbrigðisákvæði í reglugerð um flugskírteini. Þengill Oddsson, fluglæknir, hafði sagt sig frá málinu og var síðar vikið frá störfum sem trúnaðarlæknir Flugmálastjórnar. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Marc Almond í Íslensku óperunni

HINN virti breski tónlistarmaður Marc Almond heldur tónleika í Íslensku óperunni 31. janúar næstkomandi. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 712 orð

Mátti dúsa á fjórða tíma í fangaklefa

ÍSLENSKUR maður, sem var á heimleið frá Washington í Bandaríkjunum í fyrrakvöld, var handtekinn og færður í fangageymslur á flugvellinum eftir að hafa sagt að hann væri "alla vega ekki með sprengjur í skónum". Meira
4. janúar 2002 | Suðurnes | 102 orð

Meðmæltir samruna veitufyrirtækja

STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hf. ákvað í gær að leggja til að hluthafafundur samþykkti samruna við Bæjarveitur Vestmannaeyja. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 239 orð

Meiri útflutningur en spáð hafði verið

VÖRUSKIPTIN við útlönd voru hagstæð um 1,9 milljarða í nóvember sl. samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 106 orð

Mest fjölgun íbúa í Biskupstungum

ÍBÚUM í Biskupstungum fjölgaði verulega annað árið í röð eða um 9,5%, úr 550 í 602 íbúa. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 145 orð

Mjólk hækkar um 6,5% að meðaltali

HEILDSÖLUVERÐ á mjólk og mjólkurvörum hækkaði um 6,5% að meðaltali um áramótin vegna hækkunar á verði mjólkur til bænda og vegna hækkunar á vinnslu- og dreifingarkostnaði mjólkur. Þessi hækkun var ákveðin sl. haust. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð

Mótmælir hækkun á lækna- og lyfjakostnaði

Á stjórnarfundi í félagi eldri borgara Kópavogi 2. janúar sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: "Stjórnarfundur félags eldri borgara Kópavogi, haldinn 2. Meira
4. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Norðlenska gámafélagið sér um sorphirðuna

NORÐLENSKA gámafélagið hefur tekið við sorphirðu í Eyjafjarðarsveit. Sveitarfélagið hefur verið í forystu í þessum málaflokki og eru nú komnir jarðgerðartankar á mörg heimili og drykkjarfernur og pappír ýmiskonar er flokkaður og sendur í endurvinnslu. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Nýr aðalkjörræðismaður Finnlands

ÞÓRÐUR Guðmundsson, forstjóri Hátækni hf, hefur verið tilnefndur sem aðalkjörræðismaður Finnlands í Reykjavík. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 333 orð

Ný tölvuveira lætur til skarar skríða hérlendis

AFBRIGÐI af tölvuveiru er nefnist Maldal hefur dreift sér meðal tölvunotenda hér á landi á síðustu dögum. Um er að ræða afbrigði sem nefnist W32/Maldal.E@mm, en hún eyðir skrám sem tengjast ýmsum vírusvarnarforritum og einnig skrám með ákveðnum endingum. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð

Óbreytt líðan á gjörgæsludeild

LÍÐAN 17 ára pilts, sem slasaðist alvarlega á nýársdag þegar bifreið sem hann var farþegi í lenti í árekstri við strætisvagn, er óbreytt. Hann liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og er tengdur við öndunarvél. Meira
4. janúar 2002 | Miðopna | 932 orð | 3 myndir

"Það sem er hægt á venjulegu heimili er hægt í Sóltúni"

H júkrunarheimilið Sóltún verður opnað við formlega athöfn í dag. Um eitt hundrað starfsmenn hófu störf á heimilinu í vikunni og fyrstu íbúarnir flytja síðan inn á mánudagsmorgun. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 340 orð

Reglum breytt um lágmark reiknaðs endurgjalds

REGLUM um lágmark reiknaðs endurgjalds í sambandi við launagreiðslur einkahlutafélaga eru í endurskoðun og verður þeim breytt þó nokkuð frá fyrra ári, en þær verða tilbúnar á næstunni, að sögn Indriða H. Þorlákssonar, ríkisskattstjóra. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 372 orð

Samdráttur í kortanotkun einstaklinga

VERULEG aukning hefur orðið á notkun svokallaðra fyrirtækjakorta hjá Europay en markaðurinn fyrir greiðslukort einstaklinga er aftur á móti að nálgast mettun og því vafasamt að túlka aukningu á heildarkortaveltunni sem vísbendingu um útgjaldaaukningu hjá... Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 167 orð

Samdrætti að ljúka í Bandaríkjunum?

MARGT bendir til, að samdrætti í bandarískum framleiðslugreinum sé að ljúka. Alls hefur ein milljón manna misst atvinnuna frá miðju ári 2000 en ný rannsókn sýnir að mjög hefur hægt á þróuninni. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 294 orð

Sektaður fyrir vanrækslu

HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt mann til greiðslu 400 þúsund króna sektar vegna brota á dýraverndunarlögum, lögum um búfjárgæslu og forðagæslu og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Er honum einnig gert að greiða sakarkostnað og málsvarnarlaun. Meira
4. janúar 2002 | Miðopna | 1240 orð | 1 mynd

Sjálfstæðismenn íhuga að efna til leiðtogaprófkjörs

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig framboðsmálum flokksins verður háttað fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 766 orð | 1 mynd

Skautar það eina sem þarf

Kristín Harðardóttir er fædd í Reykjavík 1976. Hún er stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1996 og fór síðan til skautaþjálfaranáms í Englandi. Lauk þar prófi, nam síðan ensku eitt ár við Háskóla Íslands og hefur nú lokið 40 af 45 einingum í markaðs- og útflutningsfræðum við sama skóla. Auk þess að vera skautaþjálfari starfar hún við söludeild Einars Skúlasonar ehf. Maki Kristínar er Wayne Glastonbury sem er starfsmaður hjá ISAL. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Skeljungur kaupir efnavörudeild Eirbergs

GENGIÐ hefur verið frá kaupum Skeljungs hf. á efnavörudeild Eirbergs ehf. sem var áður efnavörudeild O. Johnson & Kaaber. Það voru þeir Þorsteinn Guðnason forstöðumaður hráefnasviðs Skeljungs, Stefán Skúlason framkvæmdastjóri Eirbergs og Agnar H. Meira
4. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 182 orð

Skíða-, skauta- og sundfólk sýnir áhuga

UNNIÐ er að undirbúningi vegna stofnunar vetraríþróttabrautar við Verkmenntaskólann á Akureyri. Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 333 orð | 2 myndir

Skógareldar loga enn í Ástralíu

SLÖKKVILIÐSMENN hafa barist við að slökkva eldana með aðstoð almennings. Eldarnir ógna fjölda húsa í úthverfi Sydney-borgar. Meira
4. janúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Styrkja foreldrafélög grunnskólanna

FÉLAGSMÁLARÁÐ Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að veita stjórnum foreldrafélaga grunnskólanna þriggja í Dalvíkurbyggð viðurkenningu og fjárstyrk að upphæð 100 þúsund krónur. Meira
4. janúar 2002 | Landsbyggðin | 193 orð | 1 mynd

Sýslumannshjónin á Hvolsvelli kvödd

UM áramótin lét Friðjón Guðröðarson, sýslumaður Rangæinga, af störfum. Sýslubúum gafst tækifæri til að kveðja þau hjónin, hann og Ingunni Jensdóttur, formlega í hófi sem haldið var af héraðsnefnd Rangæinga hinn 28. desember sl. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Tekið til hendinni

EINN af óumflýjanlegum fylgifiskum áramótanna er heljarmikið rusl sem safnast um víðan völl eftir að gamla árið er kvatt með flugeldaskotum. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 753 orð

Telja aðgerðir í ferðamálum tilviljanakenndar

SKIPULAG ferðamála hjá Reykjavíkurborg komu nokkuð til umræðu á borgarstjórnarfundi í gær. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hóf umræðuna og taldi að aðgerðir meirihlutans í ferðamálum væru tilviljanakenndar. Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 570 orð | 1 mynd

Tengsl Enron og Bush ef til vill rannsökuð

NEFND öldungadeildarþingmanna í Bandaríkjunum mun leggja fram stefnu á hendur framkvæmdastjórum, endurskoðendum og helstu framkvæmdastjórum fyrirtækisins Enron og krefjast þess að þeir láti nefndinni í té öll skjöl er varða rannsókn hennar á skyndilegu... Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 103 orð

Tryggingastofnun semur við lækni

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur gert samkomulag við Boga Jónsson bæklunarlækni um gerð krossbandaaðgerða á hné. Samningurinn tók gildi um áramót. Meira
4. janúar 2002 | Erlendar fréttir | 205 orð

Undirboð á norskum laxi innan ESB

DANSKIR tollverðir hafa komið upp um mikil undirboð á norskum laxi innan Evrópusambandsins, ESB, að því er fram kom í Aftenposten í gær. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 500 orð

Uppsagnir taki gildi 1. október

FÉLAGSDÓMUR hefur sýknað Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Flugleiða hf. af kröfu Alþýðusambands Íslands fyrir hönd Flugfreyjufélags Íslands um að uppsagnir 53 flugfreyja og flugþjóna sem sagt var upp mánaðamótin september/október sl. miðist við 1. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Útskrift úr Iðnskólanum

ÚTSKRIFT haustannar frá Iðnskólanum í Reykjavík var 20. desember 2001. Alls útskrifuðust 122 nemendur af 6 námsviðum. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Útsölur í fullum gangi

Útsölur í verslunum eru þegar hafnar mjög víða og fjölgar raunar með hverjum deginum sem líður. Verslun er lífleg að sögn verslunareigenda enda væntanlega víða hægt að gera góð kaup. Meira
4. janúar 2002 | Suðurnes | 75 orð

Valt út af Garðvegi

BÍLL fór út af Garðvegi snemma í gærmorgun og valt. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. Ökumaður á leið út í Garð missti stjórn á bifreið sinni í hálku skammt frá golfskálanum með þeim afleiðingum að hún lenti út af veginum og valt. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 232 orð

Vilja fækka starfsfólki um hálft prósent

FYRIRTÆKI í atvinnulífinu ætla að fækka starfsfólki um tæpt hálft prósent á næstu tveimur til þremur mánuðum, samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins framkvæmdu um miðjan desember. Meira
4. janúar 2002 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Vísbending um erfiðari skuldastöðu

ÞINGFEST einkamál hjá héraðsdómstólum á Íslandi voru 35,7% fleiri árið 2001 en árið á undan. Alls voru 19.503 einkamál þingfest á síðasta ári en voru 14.373 árið 2000. Sakamálum fjölgaði mun minna á sama tímabili, eða um 2,5%. Þau voru 2.296 í fyrra en... Meira

Ritstjórnargreinar

4. janúar 2002 | Staksteinar | 420 orð | 2 myndir

Bjart framundan

Undirstöður íslenzks efnahagslífs eru traustar og jafnvel traustari nú en nokkru sinni fyrr. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira
4. janúar 2002 | Leiðarar | 850 orð

Evran

Um áramótin var nýtt og stórt skref stigið í samrunaþróun Evrópuríkjanna, þegar evran var að fullu tekin í notkun, sem sameiginlegur gjaldmiðill flestra aðildarríkja Evrópusambandsins. Meira

Menning

4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 192 orð | 3 myndir

Bjarni Haukur leikur einn á borði

FYRIR nokkrum árum var Íslenska óperan full af skellihlæjandi gestum kvöld eftir kvöld, svo vikum og mánuðum skipti. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 179 orð | 2 myndir

Brenndi Harry Potter á báli

BÓKABRENNA var haldin í Alamogordo í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í fyrradag eftir stólræðu séra Jacks Brocks, en hann hvatti til þess að bækur um galdrastrákinn Harry Potter yrðu brenndar þar sem þær væru Guði ekki þóknanlegar. Meira
4. janúar 2002 | Bókmenntir | 781 orð | 1 mynd

Bros gegnum tár

og fleiri sögur eftir Hafliða Magnússon. 117 bls. Vestfirska forlagið. Hrafnseyri, 2001. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 217 orð | 2 myndir

* CAFE ROMANCE: Liz Gammon syngur...

* CAFE ROMANCE: Liz Gammon syngur og leikur á píanó öll kvöld frá fimmtudegi til sunnudags. * CATALINA, Hamraborg: Upplyfting lyftir gestum upp föstudags- og laugardagskvöld. Aðeins þessi tvö skipti. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Clapton í það heilaga

GÍTARLEIKARINN Eric Clapton kom öllum á óvart er hann kvæntist barnsmóður sinni, Meliu McEnery, á nýársdag. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 160 orð | 1 mynd

Dýrt spaug

Bandaríkin 2001. Skífan VHS. Ekki við hæfi ungra barna. (97 mín.) Leikstjórn Henry Selick. Aðalhlutverk Brendan Frasier, Bridget Fonda. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 324 orð | 1 mynd

Frami Carey tekur enn eina dýfu

SÖNGDÍVAN Mariah Carey fagnar því væntanlega innilegast allra að árið sé senn á enda því vart verður annað séð en að hún muni líta á það er fram líða stundir sem eitt af sínum verstu. Meira
4. janúar 2002 | Menningarlíf | 393 orð | 1 mynd

Geimvera eða geðsjúklingur?

Sambíóin frumsýna K-PAX, með Kevin Spacey, Jeff Bridges, Alfred Woodard, Mary McCormack, Peter Gerety. Meira
4. janúar 2002 | Tónlist | 839 orð

Hjartalög á Dalvík

Flytjendur: Karlakór Dalvíkur, Jónas Ingimundarson og Helga Bryndís Magnúsdóttir á píanó og orgel, Rósa Kristín Baldursdóttir sópran. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Á efnisskrá var tónlist eftir Darius Milhaud, Johann Sebastian Bach, Johannes Brahms, Jórunni Viðar, Max Reger, Pál Ísólfsson, Robert Schumann, Sigvalda Kaldalóns o.fl. ásamt útsetningum eftir Guðmund Óla og Jón Þórarinsson. Laugardaginn 29. desember kl. 20.30. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 370 orð | 3 myndir

Hringadróttinssaga slær í gegn

HRINGADRÓTTINSSAGA var formlega tekin til sýningar annan í jólum og má með sanni segja að hún sé búin að slá í gegn hér á landi. Meira
4. janúar 2002 | Menningarlíf | 268 orð

Í leit að góðum pabba

Leikstjórn og klipping: Sveinn M. Sveinsson. Handrit: Ari Kristinsson. Söguhugmynd: Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir. Sýningartími 15 mín. Sjónvarpið. Plús film, 2001. Meira
4. janúar 2002 | Menningarlíf | 374 orð | 2 myndir

Íslenskt mayahof reist í Mexíkó

SVERRIR Ólafsson myndhöggvari hlaut þrenn fyrstu verðlaun á alþjóðlegri listahátíð sem fram fór á Isla Mujeres í Mexíkó í síðastliðnum mánuði. Meira
4. janúar 2002 | Menningarlíf | 19 orð

Kaldalónstónleikum frestað

KALDALÓNSTÓNLEIKUM, sem vera áttu í Salnum í kvöld, er frestað vegna veikinda. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 10. janúar kl.... Meira
4. janúar 2002 | Bókmenntir | 568 orð | 1 mynd

Ljóðið og lífsspekin

eftir Einar S. Arnalds. 79 bls. Mál og mynd. Prentun: Steindórsprent - Gutenberg ehf. 2001. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 813 orð | 1 mynd

Lord of the Rings: The Fellowship...

Lord of the Rings: The Fellowship of theRings/Hringadróttinssaga Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Jackson. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 385 orð | 1 mynd

Marc Almond syngur í Íslensku óperunni

BRESKI tónstarmaðurinn Marc Almond heldur tónleika í Íslensku óperunni 31. janúar næstkomandi. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 420 orð | 1 mynd

Meira Pops!

"ÞAÐ er engin leið að hætta!" sungu Stuðmenn hér um árið og það reynist oftar enn ekki rétt í Popplandi. Meira
4. janúar 2002 | Bókmenntir | 624 orð | 1 mynd

Móðurást eins og hjá öðrum

Seinfærar/þroskaheftar mæður og börn þeirra. Höfundar: Hanna Björg Sigurjónsdóttir og Rannveig Traustadóttir. Prentumsjón: Gutenberg. Útgefandi: Háskólaútgáfan 2001. Kilja, 226 bls. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 114 orð | 2 myndir

Mæðrastyrksnefnd styrkt með hljómleikum

HINN 27. desember fóru fram styrktartónleikar á Gauki á Stöng á vegum útgáfufyrirtækisins Thule og Mysufélags Reykjavíkur og rann allur ágóði óskiptur til Mæðrastyrksnefndar. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Norðmenn saka Björk um okur

FRÆNDUR vorir Norðmenn eru ekki ánægðir með hana Björk okkar, segja hana setja upp alltof háar fjárkröfur hvað væntanlegt tónleikahald varðar. Aðstandendur Quart-hátíðarinnar þar í landi segja hana ekki geta gert sömu kröfur og t.a.m. Meira
4. janúar 2002 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Nýtt listhús við Hvammstanga

HANDIÐN og listmunagerð blómstra víða út um land. Í grennd við Hvammstanga hefur listakonan Gréta Jósefsdóttir opnað nýja vinnustofu, sem hún kallar Listhús Grétu. Meira
4. janúar 2002 | Menningarlíf | 315 orð | 1 mynd

Óperan ræður Davíð

Davíð Ólafsson bassasöngvari verður annar í röð íslenskra söngvara sem Íslenska óperan ræður í fast starf. Davíð hefur verið fastráðinn við Óperuna í Lübeck í Þýskalandi síðustu tvö ár, en kemur til starfa á Íslandi í haust. Meira
4. janúar 2002 | Menningarlíf | 688 orð | 1 mynd

"Veitir ekkert af húmor og gleði"

VÍNARTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru jafn árvissir og koma farfuglanna, en þegar nýtt ár er gengið í garð er það víst að ekki líður á löngu áður en hljómsveitin stillir strengi sína að hætti Vínarmeistaranna. Meira
4. janúar 2002 | Bókmenntir | 141 orð

Stjórnsýsla

Þrjár bækur á sviði stjórnsýsluréttar hafa verið endurútgefnar. Stjórnsýslulögin og Upplýsingalögin eftir Pál Hreinsson . Stjórnsýslulögin eru skýringarrit. Meira
4. janúar 2002 | Menningarlíf | 37 orð

Sýning framlengd

Hafnarborg, Hafnarfirði Sýning á verkum ljósmyndarans Ásgeirs Long í Hafnarborg er framlengd til 11. febrúar. Á sýningunni, sem nefnist Svona var Fjörðurinn og fólkið, eru ljósmyndir og kvikmyndir. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. Meira
4. janúar 2002 | Myndlist | 576 orð | 1 mynd

Vindurinn teiknar

Opið alla daga kl. 11-18, fimmtudaga til kl. 19. Til 20 janúar. Meira
4. janúar 2002 | Fólk í fréttum | 669 orð | 1 mynd

Þegar laufin anda

Á umliðinni Airwaves-hátíð vakti ný íslensk sveit mikla athygli. Heitir hún Leaves og forvitnaðist Arnar Eggert Thoroddsen um hennar mál hjá nafna sínum Guðjónssyni. Meira
4. janúar 2002 | Bókmenntir | 343 orð | 1 mynd

Þroskuð ljóð með hreinar línur

eftir Steinþór Jóhannsson. 38 bls. Pjaxi ehf. Prentun: Pjaxi ehf. Garðabær, 2001. Meira

Umræðan

4. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 194 orð | 1 mynd

Hinsta orsök

EFTIR að afstæðis- og skammtakenningarnar tóku við af heimsmynd Newton-tímabilsins, auk þess sem stjarnfræðingar töldu vafa á um fastmótaðan (stöðugan) alheim, hefur heimsmyndin verið í ruglingi; ein hjá þessum en önnur hjá hinum. Meira
4. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 278 orð | 1 mynd

Kvörtun undan dagskrá Ég er búinn...

Kvörtun undan dagskrá Ég er búinn að lesa tvisvar að fólk er að kvarta undan lélegu sjónvarpsefni á RÚV. Eitt skil ég samt ekki. Á Íslandi eru fleiri stöðvar en bara RÚV, meðal annars Stöð 2 sem var með góða dagskrá um jólin. Meira
4. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 217 orð

Lítil sönn saga

ÁGÆTI Velvakandi. Hér kemur lítil sönn saga úr daglega lífinu, núna milli hátíðanna. Bréfaritari átti erindi í Nóatúnsverslunina við Nóatún. Þar er merkt bílastæði fyrir fatlaða við dyr verslunarinnar. Meira
4. janúar 2002 | Aðsent efni | 617 orð | 1 mynd

Skrítin vinnubrögð meirihlutans í Hafnarfirði

Það er eðlileg krafa, segir Sigurður P. Sigmundsson, að Hafnfirðingar fái nánari skýringar á téðum samningi. Meira
4. janúar 2002 | Aðsent efni | 465 orð | 1 mynd

Sóltúni óskað velfarnaðar

Hvorki starfsfólk né vistfólk á að þurfa að líða fyrir siðblindu stjórnvalda. Þess vegna óskar Ögmundur Jónasson hinu nýja vistheimili í Sóltúni sólríkrar framtíðar. Meira
4. janúar 2002 | Aðsent efni | 865 orð | 1 mynd

Sósíalisminn í Sjálfstæðisflokknum

Þeir einblíndu á það sama og einokunarkarlarnir í þingliði Sjálfstæðisflokksins, segir Sigurður Björnsson, að viðskiptin með leyfin væru frjáls. Meira
4. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 389 orð | 1 mynd

Stórtíðindi í íslenskum menntamálum

ÉG HEF ekki lagt það í vana minn að hrósa gjörðum núverandi ríkisstjórnar og hef raunar barist gegn einum umdeildasta gjörningi hennar, gagnagrunninum, hér heima og erlendis. Meira
4. janúar 2002 | Aðsent efni | 569 orð | 1 mynd

Vandræðabarn ríkisstjórnarinnar

Einn kostur þess að standa utan ESB , segir Jakob Frímann Magnússon, er að vera óbundnir af samræmdum skattaákvæðum. Meira
4. janúar 2002 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

Þær Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir og Karen...

Þær Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir og Karen Harðardóttir á Akureyri héldu hlutaveltu og söfnuðu alls 3.867 krónum, sem þær færðu kvenfélaginu Hlíf, til styrktar barnadeild FSA. Hlífarkonur þakka þeim... Meira

Minningargreinar

4. janúar 2002 | Minningargreinar | 1130 orð | 1 mynd

BJARNÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR

Bjarnþóra Ólafsdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. maí 1923. Hún lést 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðríður Helgadóttir, f. 28. maí 1879, d. 23. júlí 1937, og Ólafur Bjarnason, f. 18. feb. 1871, d. 27. feb. 1947, frá Gesthúsum. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 2300 orð | 1 mynd

FANNEY SIGTRYGGSDÓTTIR

Fanney Sigtryggsdóttir fæddist á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi í S.-Þing 23. janúar 1911. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigtryggur Hallgrímsson, f. 29. maí 1883, d. 27. sept. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 573 orð | 1 mynd

GUNNSTEINN SIGURJÓNSSON

Gunnsteinn Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 31. maí 1931. Foreldrar hans voru Sigurjón Jónsson, f. 5.4. 1894, d. 29.1. 1947, og k. h. Sólveig Róshildur Ólafsdóttir, f. 13.7. 1900, d. 26.3. 1984. Systkini Gunnsteins eru: Vilhelmína, f. 11.4. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 581 orð | 1 mynd

HALLDÓR Þ. GUÐMUNDSSON

Halldór Þorbjörn Guðmundsson fæddist í Reykjavík 13. júní 1925. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson, prentari í Gutenberg í Reykjavík, f. 30. ágúst 1892, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 3242 orð | 1 mynd

HANNA KRISTINSDÓTTIR

Hanna Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1933. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Ottason skipasmiður, f. 30. júní 1899, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 1517 orð | 1 mynd

HJÁLMAR PÁLSSON

Hjálmar Pálsson var fæddur á Blönduósi 26. júlí 1929. Hann lést í Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi, 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Páll Geirmundsson gestgjafi, f. 19.10. 1895, d. 28.1. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 262 orð | 1 mynd

HRAFN RAGNARSSON

Hrafn Ragnarsson fæddist á Staðarhóli á Akureyri 15. maí 1944. Hann lést í Landsspítalanum við Hringbraut 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lilja Oddsdóttir, f. 15. október 1903, d.10. apríl 1991, og Ragnar Brynjólfsson, f. 17. júlí 1904, d. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 2597 orð | 1 mynd

JÓHANN GUNNAR STEFÁNSSON

Jóhann Gunnar Stefánsson fæddist á Hvammstanga 21. júlí 1908. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Sveinsson, kennari og verkstjóri, f. á Neðri-Rauðalæk í Þelamörk í Eyjafjarðarsýslu 23.1. 1881, d.... Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 1908 orð | 1 mynd

JÓNÍNA GEIRDÍS EINARSDÓTTIR

Jónína Geirdís Einarsdóttir klæðskerameistari fæddist í Reykjavík 14. júlí 1911. Hún lést á Landakoti 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir, f. í Berjanesi í Austur-Eyjafjallahreppi 19. ágúst 1878, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 2175 orð | 1 mynd

KRISTÍN ÁRDAL ANTONSDÓTTIR

Kristín Árdal Antonsdóttir fæddist á Ytri-Á í Ólafsfirði 19. október 1933. Hún lést á Landspítalanum aðfaranótt 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anton Baldvin Björnsson bóndi, f. 17. febrúar 1893, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 638 orð | 1 mynd

MAGNI FRIÐJÓNSSON

Magni Friðjónsson fæddist á Kristnesi 6. janúar 1928. Hann lést á heimili sínu 23. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Friðjóns Ólafssonar, f. 11. júní 1901, d. 25. mars 1992, og Kristbjargar Guðmundsdóttur, f. 3. febrúar 1905, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 1978 orð | 1 mynd

PÁLL ÞÓR JÓNSSON

Páll Þór Jónsson fæddist í Svínadal í Kelduhverfi 1. desember 1930. Hann lést á heimili sínu, Smáratúni 48 í Keflavík, aðfaranótt 23. desember síðastliðins. Foreldrar hans voru Kristín Sigvaldadóttir frá Gilsbakka í Öxarfirði, f. 25. október 1906, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 1505 orð | 1 mynd

REYNIR GUÐLAUGSSON

Reynir Guðlaugsson fæddist í Reykjavík 3. apríl 1930. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að kveldi aðfangadags. Foreldrar hans voru María Hermannsdóttir frá Ketilseyri við Dýrafjörð, f. 4.9. 1905, d. 15.5. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 747 orð | 1 mynd

SKÚLI ÁGÚSTSSON

Skúli Ágústsson fæddist í Reykjavík 31. mars 1917. Hann lést í Los Angeles í Kaliforníu 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ágústína Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 26. nóv. 1884, d. 10. okt. 1949, og Ágúst Lárusson, málarameistari, f. 7. feb. Meira  Kaupa minningabók
4. janúar 2002 | Minningargreinar | 3109 orð | 1 mynd

THEODÓR JÓNASSON

Theodór Jónasson fæddist í Reykjavík 14. desember 1971. Hann varð bráðkvaddur 22. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Dagbjört Theodórsdóttir þjónustufulltrúi í Hallgrímskirkju, f. 12. apríl 1951, og Jónas Hermannsson vélvirkjameistari, f. 7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 192 orð

Aflaverðmætið 1.772 milljónir

AFLAVERÐMÆTI fjögurra skipa Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað var á síðasta ári um 1.772 milljónir króna en heildarafli skipanna varð samtals rúm 118 þúsund tonn. Þyngst vegur afli uppsjávarveiðiskipanna Barkar NK og Beitis NK. Meira
4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 395 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 365 365 365...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 365 365 365 25 9,125 Grálúða 195 195 195 1,141 222,493 Grásleppa 80 20 36 30 1,080 Gullkarfi 146 134 141 896 126,088 Hlýri 315 150 298 1,274 379,778 Keila 92 76 91 1,061 96,636 Langa 166 158 158 506 79,996 Lúða 900 710 727 80... Meira
4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 323 orð | 1 mynd

Bretar kaupa mest af fiski frá Íslandi

ÍSLAND er langstærsti seljandi á fiski og fiskafurðum til Bretlands. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs seldu Íslendingar Bretum fisk fyrir ríflega 160 milljónir punda eða 23,6 milljarða króna. Meira
4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 889 orð | 1 mynd

Eyjólfur Sveinsson út úr Orca

EYJÓLFUR Sveinsson hefur selt eignarhlut sinn í Orca SA og þar með í Íslandsbanka. Kaupendur eru tveir félagar hans úr Orca-hópnum svokallaða, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Meira
4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 325 orð | 1 mynd

Fiskaflinn nærri tvær milljónir tonna

Heildarafli íslenskra skipa á árinu 2001 var svipaður og á síðasta ári, 1.971.000 tonn, þótt afli botnfisktegunda hafi dregist nokkuð saman. Metafli kolmunna og ágætur loðnuafli vógu upp minni botnfisk- og síldarafla. Meira
4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Krónan styrkist um 1,1%

GENGI íslensku krónunnar styrktist um 1,1% í gær og endaði gengisvísitalan í 140,3 stigum eftir um 3,6 milljarða króna viðskipti. Að sögn Halldórs Hildimundarsonar, sérfræðings hjá Íslandsbanka, má rekja styrkingu krónunnar til tveggja þátta. Meira
4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 139 orð | 1 mynd

Neikvæð ávöxtun

ÚRVALSVÍSITALA Verðbréfaþings lækkaði um 11,2% í fyrra, eins og sjá má í töflunni hér að neðan. Ávöxtunin var að meðaltali verst hjá fyrirtækjum í upplýsingatækni en best hjá lyfjafyrirtækjum. Meira
4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 669 orð

Spá 8,7 til 9% verðbólgu innan ársins 2001

HELSTU fjármálastofnanir hafa síðastliðna daga spáð fyrir um hækkun á vísitölu neysluverðs frá desember til janúar. Hækkunarspárnar eru á bilinu 0,2 - 0,5% eða sem svarar til 8,7 - 9,0% verðbólgu á síðastliðnu ári. Meira
4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 322 orð | 1 mynd

VÍS orðið stærsti hluthafinn í Olíufélaginu

OLÍUFÉLAGIÐ hf. birti í gær lista yfir 10 stærstu hluthafa í félaginu. Talsverðar breytingar hafa orðið á listanum frá í desember enda hefur eignarhaldsfélagið Traustfang hf. Meira
4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 157 orð | 1 mynd

Vöruskiptahalli fer minnkandi

VÖRUSKIPTIN við útlönd voru hagstæð um 1,9 milljarða í nóvember sl. en fyrstu ellefu mánuði ársins 2001 voru þau óhagstæð um 11,1 milljarð króna. Meira
4. janúar 2002 | Viðskiptafréttir | 178 orð | 1 mynd

Össur leigir 2.360 m² húsnæði af B&L hf.

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um leigu Össurar hf. á 2.360 fermetrum af húsnæði B&L hf. á Grjóthálsi 1. Um er að ræða 1.360 fermetra sem afhentir voru 3. janúar og 1.000 fermetra sem afhentir verða 1. júlí næstkomandi. Meira

Fastir þættir

4. janúar 2002 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli .

40 ÁRA afmæli . 26. desember sl. varð Elfa Björk Jónsdóttir fertug. Í tilefni af afmæli sínu tekur Elfa Björk á móti gestum í Golfskálanum á Selfossi, laugardaginn 5. janúar milli kl. 14.30-16.30. Rútuferð verður frá Reykjavík, BSÍ kl.... Meira
4. janúar 2002 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 4. janúar, er fimmtug Þórunn Karítas Þorsteinsdóttir, Helgubraut 13, Kópavogi, þjónustufulltrúi hjá Landsbanka Íslands. Eiginmaður hennar er Þráinn Hallgrímsson . Hún er að heiman í... Meira
4. janúar 2002 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

50ÁRA afmæli .

50ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 5. janúar, er fimmtugur Jón Sigurðsson . Hann og eiginkona hans, Hlíf S. Arndal, taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu Lyngheiði 4, Hveragerði, milli kl. 11-14 á... Meira
4. janúar 2002 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

70ÁRA afmæli .

70ÁRA afmæli . Nk. mánudag 7. janúar er sjötugur Elías Jökull Sigurðsson, Laufbrekku 3, Kópavogi. Hann og eiginkona hans, Kristrún S. Malmquist, taka á móti gestum á heimili sínu kl. 17-19 nk. sunnudag 6.... Meira
4. janúar 2002 | Fastir þættir | 235 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

EITT athyglisverðasta spilið í minningarmóti Harðar Þórðarsonar eru eftirfarandi fjögur hjörtu sem suður spilar. Sagnhafi á tíu létta slagi, en það er leitin að yfirslagnum sem er áhugaverð: Norður gefur; enginn á hættu. Meira
4. janúar 2002 | Dagbók | 61 orð

HVAÐ BOÐAR NÝÁRS BLESSUÐ SÓL?

Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af drottins náð. Sem guðs son forðum gekk um kring hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár. Meira
4. janúar 2002 | Viðhorf | 883 orð

Jón retró

Ef manni dettur ekkert nýtt í hug (eða ekkert nýtt er að hafa) þá er að grípa til gamals. Í tískubransanum er þetta kallað retró; þegar horfið er aftur til fortíðar og tískuföt - til dæmis frá hippatímanum - dregin fram og gerð að því heitasta í dag. Meira
4. janúar 2002 | Dagbók | 105 orð | 1 mynd

Neskirkja.

Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 5. janúar kl. 14. Gengið verður í kringum jólatréð í safnaðarheimilinu. Veitingar, súkkulaði og rjómavaffla. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Meira
4. janúar 2002 | Dagbók | 836 orð

(Orðskv. 17, 22.)

Í dag er föstudagur 4. janúar, 4. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin. Meira
4. janúar 2002 | Fastir þættir | 169 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be2 Be7 7. O-O O-O 8. f4 Rc6 9. Kh1 Dc7 10. Be3 a6 11. De1 e5 12. fxe5 dxe5 13. Dg3 Kh8 14. Rxc6 bxc6 15. Bc4 Rh5 16. Df3 Rf4 17. Bxf4 exf4 18. Dxf4 Bd6 19. Dh4 Hb8 20. Bb3 f6 21. Hf3 Bd7 22. Meira
4. janúar 2002 | Fastir þættir | 449 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI eyddi dágóðri stund með tugum eða hundruðum annarra í biðröð fyrir framan Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins í Kringlunni á gamlársdag. Meira

Íþróttir

4. janúar 2002 | Íþróttir | 120 orð

700 á biðlista á EM í Globen

SVÍAR gera ráð fyrir að þeirra lið leiki til úrslita á heimavelli á EM í handknattleik karlalandsliða sem hefst 25. janúar og lýkur í Globen-höllinni 3. febrúar. Miðar á úrslitaleikinn seldust upp í apríl á sl. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

Á ferðinni í 17 ár

GUÐMUNDUR Hrafnkelsson hefur hafið sitt sautjánda ár sem landsliðsmaður í handknattleik, en hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Sovétríkjunum í Moskvu 1986. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 113 orð

Bjarni af sölulista?

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke City, vill að Bjarni Guðjónsson og James O'Connor verði teknir af sölulista sem þeir hafa verið á undanfarna mánuði. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 144 orð

Farnir til Noregs

GUÐMUNDUR Þ. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 170 orð

Kristján þjálfar Stabæk á ný

KRISTJÁN Halldórsson mun snúa til fyrra starfs síns hjá handknattleiksliðinu NTG/Stabæk í Noregi, en hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár. Kristján hætti sem kunnugt er störfum sem þjálfari kvennaliðsins um miðjan nóvember á sl. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 15 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, 8 liða úrslit:...

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, 8 liða úrslit: Þorlákshöfn:Þór Þ. - KR 20 1. deild kvenna: Ísafjörður:KFÍ - UMFN 20 1. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 103 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Boston...

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Boston - Orlando 110:94 Cleveland - Golden State 113:98 New Jersey - Memphis 92:74 Minnesota - Milwaukee 95:77 Chicago - Dallas 97:107 San Antonio - Detroit 97:85 Denver LA Lakers 86:87 Phoenix -... Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Met Geirs fellur í Noregi

GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, 36 ára landsliðsmarkvörður í handknattleik, mun skjóta Geir Sveinssyni ref fyrir rass í Noregi um helgina - þar sem hann tekur landsleikjametið af Geir. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 158 orð

"Mótið er í styttra lagi"

NÍU lið eru skráð til keppni í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í blaki en karlaliðin hefja leik 12. þessa mánaðar en kvennaliðin viku síðar, eða 18. janúar. Blaksambandið brá á það ráð í nóvember á sl. ári að auglýsa eftir þátttöku liða þar sem óvissa ríkti um upphaf Íslandsmótsins en aðeins þrjú lið höfðu lýst yfir áhuga á að vera með í kvennaflokknum á þeim tíma, Þróttur Nes., KA og Víkingur. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 210 orð

Samhæfður skautadans í örum vexti

SAMHÆFÐUR skautadans er ung íþróttagrein en í örum vexti. Íþróttin á rætur að rekja til Norður-Ameríku þar sem fyrsta liðið var stofnað árið 1956 en hvert lið samanstendur af 12-20 einstaklingum sem skauta við tónlist og mynda mynstur á skautasvellinu. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

*STEFÁN Gíslason, leikmaður með Grazer AK...

*STEFÁN Gíslason, leikmaður með Grazer AK í Austurríki, hefur tekið sæti Gylfa Einarssonar í landsliðinu í knattspyrnu, sem mætir Kúvæt og Sádí-Arabíu í næstu viku. Gylfi, sem leikur með Lilleström, er meiddur. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 636 orð | 1 mynd

Stöðugur og á sjaldan slæma leiki

"GUÐMUNDUR er fyrst og fremst drengur góður. Það fer oft ekki mikið fyrir honum en hann rekst vel í hóp, leggur sig fullkomlega fram bæði við æfingar og í leikjum. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 481 orð | 1 mynd

* TEDDY Sheringham hjá Tottenham þarf...

* TEDDY Sheringham hjá Tottenham þarf að taka út þriggja leikja bann fyrir brottreksturinn gegn Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrir jólin. Tottenham áfrýjaði úrskurðinum en honum varð ekki breytt. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 268 orð

Uppselt á leik Stoke og Everton

UPPSELT er á Britannia-leikvanginn í Stoke á morgun þegar heimamenn í Stoke City taka á móti úrvalsdeildarliði Everton í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Stoke hefur gengið allt í haginn í 2. deildinni, þar sem liðið trónir á toppnum, en Everton hefur vegnað illa að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð og margir líta svo á framtíð Walters Smiths, knattspyrnustjóra Everton, komi til með að ráðast eftir úrslitum leiksins. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 275 orð | 1 mynd

Verða meistararnir stöðvaðir úr þessu?

ÞAÐ er ekki liðinn mánuður síðan Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði við enska fjölmiðla að lið sitt myndi ekki ná að verja meistaratitilinn að þessu sinni. Lái honum hver sem vill, því um það leyti gekk hvorki né rak hjá meisturunum og þeir höfðu dregist talsvert aftur úr toppliðum úrvalsdeildarinnar. Meira
4. janúar 2002 | Íþróttir | 42 orð

Þeir léku með Guðmundi í Moskvu

ÞEIR sem léku með landsliðinu í fyrsta landsleik Guðmundar - við Sovétríkin í Moskvu 1986, 17:30, voru: Brynjar Kvaran, Þorbergur Aðalsteinsson, Sigurður V. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1235 orð | 3 myndir

Enginn flækjufótur

ÉG hringdi stundum í pabba úr skólanum og sagði: "Pabbi, fóturinn er brotinn. Ég þarf að fá nýjan fót. Pabbi færði mér síðan nýjan fót eða hækjurnar mínar í skólann. Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 152 orð | 1 mynd

Evran fer vel af stað

GJALDEYRIS-skipti urðu í tólf Evrópu-ríkjum um áramót. Löndin eru hluti af Evrópu-sambandinu. Öll nema þrjú ríki sambandsins tóku í sameiningu upp evru-myntina. Ein evra jafngildir 91 íslenskri krónu. Engin meiriháttar vandkvæði fylgdu upptöku evrunnar. Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1493 orð | 2 myndir

Farðu nú í hoppandi hærusekk

PRÚÐUR í fasi og friðsæll á svip gekk drengurinn í hópi barna í hvítum kirtli og með kerti í hönd eftir kirkjugólfinu á aðventunni. Afskaplega hátíðleg stund. Þar til allt í einu slokknaði á kerti drengsins. "Shit......# *! Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 609 orð | 2 myndir

Heimagerður geisladiskur sló í gegn

JÓLAGJÖF þarf ekki endilega að kosta mikið til að slá í gegn og hafa ómetanlegt gildi fyrir þiggjandann eins og jafnöldrurnar Ólöf Þórisdóttir og Bryndís Soffía Jónsdóttir, 16 ára, komust að raun um yfir jólin. Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 61 orð

Heppnir Íslendingar

FJÓRIR Íslendingar urðu milljónamæringar í desember. Unnu þeir samtals 107 milljónir króna. Eldri hjón, sem búa í Reykjavík, voru með fimm réttar tölur í Lottó á laugardaginn. Lottópotturinn var þá fjórfaldur með jólabónusi. Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 378 orð

Í þágu þess góða

HEIMILIÐ er besti staðurinn til að halda samkvæmi. Kvöldverðarboð í heimahúsum munu njóta mikilla vinsælda og verða haldin í þágu góðs málstaðar. Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 51 orð | 1 mynd

Íþróttamaður ársins

Sundmaðurinn Örn Arnarson var í síðustu viku kjörinn íþróttamaður ársins. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem stóðu að valinu. Örn hefur tvisvar áður hlotið verðlaunin. Fyrst 1998 og aftur 1999. Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 3892 orð | 2 myndir

Karlmanni hefði verið klappað á bakið

LÖNG hefð er fyrir því að karlar stundi vinnu fjarri fjölskyldum sínum á Íslandi. Aldrei hefur þótt tiltökumál að íslenskir feður færu í víking, sæktu sjóinn á fjarlæg fiskimið eða legðu í annars konar langferðir til að afla björg í bú í gegnum tíðina. Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 125 orð | 1 mynd

Mikið um rúðubrot

MIKIÐ var um rúðubrot í Reykjavík um áramótin. Skemmdar-vargar brutu alls um 150 rúður. Flestar voru þær í grunnskólum borgarinnar. Einnig var nokkuð um að rúður í leikskólum væru brotnar. Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 127 orð | 1 mynd

Orðflokkagreining fyrr og nú

FYRRI vísan er alþekkt úr gömlum málfræðikennslubókum en þá síðari þýddu kollegar Ingibjargar, þeir Baldur Sigurðsson og Þórður Helgason, íslenskufræðingar í Kennaraháskóla Íslands, úr sænsku. Um miðja 20. öld Lag: A, b, c, d . . . Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 497 orð | 3 myndir

Sjálfvirkur fatalokari

RENNILÁSINN er líklega eitt mesta þarfaþing sem maðurinn hefur af hugvitssemi sinni fundið upp um dagana. Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 789 orð | 9 myndir

Umhverfið í listrænu ljósi

BARCELONA er heillandi borg, með glæsilegum arkitektúr og gróskumiklu listalífi, en líklega er það samt iðandi mannlífið sem heillar mest," sagði Guðný Hilmarsdóttir sem lauk námi í ljósmyndun frá Idep-listaskólanum í Barcelona síðasliðið vor og... Meira
4. janúar 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 165 orð | 1 mynd

Vilja komast hjá styrjöld

MIKIL spenna ríkir nú milli Indverja og Pakistana. Hafa indversk stjórnvöld sakað Pakistana um að styðja baráttu gegn yfirráðum þeirra í Kasmír. Andstæðingar Indverja á landsvæðinu hafa beitt hryðjuverkum í baráttu sinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.