Greinar fimmtudaginn 7. febrúar 2002

Forsíða

7. febrúar 2002 | Forsíða | 169 orð | 1 mynd | ókeypis

Bankinn tapaði 75 milljörðum króna

STÆRSTI banki Írlands, Allied Irish Banks (AIB), skýrði frá því í gær að starfsmaður dótturfyrirtækis hans í Bandaríkjunum, Allfirst Financial, væri grunaður um falsanir og svik sem kostuðu bankann 750 milljónir dala, andvirði 75 milljarða króna. Maðurinn hvarf um helgina eftir að upp komst um svikin og bankinn bað bandarísku alríkislögregluna, FBI, um að leita hans. Meira
7. febrúar 2002 | Forsíða | 170 orð | ókeypis

Fjórir bíða bana í skotárás

PALESTÍNUMAÐUR vopnaður byssu réðst í gær inn í byggð gyðinga á Vesturbakkanum og varð þremur Ísraelum að bana. Meira
7. febrúar 2002 | Forsíða | 150 orð | 1 mynd | ókeypis

Hungur í Afganistan

ÓTTAST er að tugir þúsunda manna deyi úr hungri og sjúkdómum í afskekktum þorpum í V-Afganistan í vetur þrátt fyrir mikla matvælaflutninga alþjóðlegra hjálparstofnana. Ekki hefur verið hægt að flytja þangað nægar vistir vegna snjóþyngsla. Meira
7. febrúar 2002 | Forsíða | 163 orð | ókeypis

Of feitir sjómenn haldi sig í landi

NORSKUM sjómönnum hefur verið sagt að þeir eigi á hættu að vera meinað að fara á sjó ef þeir eru of feitir, að sögn embættismanns siglingastofnunar Noregs. Meira
7. febrúar 2002 | Forsíða | 196 orð | 1 mynd | ókeypis

Sökuð um einfeldni og skort á samráði

HUBERT Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, gagnrýndi utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar harkalega í gær, sagði að hún einkenndist af "einfeldni", ekki væri haft nægilegt samráð við önnur ríki. Meira

Fréttir

7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 221 orð | ókeypis

5% telja sig hafa dottað við akstur

NÆR 5% svarenda í könnun Gallup telja sig hafa dottað við akstur á síðustu 12 mánuðum og tæplega 31% telja sig hafa syfjað skyndilega við akstur á sama tímabili. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 331 orð | ókeypis

67% fengu launahækkun eftir viðtöl við yfirmann

FJÓRIR af hverjum tíu félagsmönnum í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og Verslunarmannafélagi Akraness segjast í nýrri launakönnun VR hafa farið í launaviðtal við yfirmann sinn um breytingu á launakjörum. Meira
7. febrúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 76 orð | ókeypis

Afsláttur vegna verkfalls

HREPPSNEFND Bessastaðahrepps hefur ákveðið að veita afslátt á skólagjöldum Tónlistarskóla Bessastaðahrepps vegna fimm vikna verkfalls tónlistarkennara í vetur. Var tillagan samþykkt einróma í nefndinni í síðustu viku. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 1120 orð | ókeypis

Allir leikir sýndir á Sýn og Stöð 2

Norðurljós hafa samið við þýska fyrirtækið Kirch um sýningarréttinn frá heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Japan og S-Kóreu í sumar og HM í Þýskalandi 2006. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd | ókeypis

Auðlindagjald gæti leitt til tekjulækkunar fyrir ríkið

TEKJUAUKNING ríkisins af álagningu auðlindagjalds er nánast örugglega miklu minni en nemur upphæð auðlindagjalds. Álagning gjaldsins gæti jafnvel leitt til tekjuminnkunar, einkum þegar til lengri tíma er litið. Þetta er niðurstaða dr. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Aukin afföll á húsbréfum

AFFÖLL á húsbréfum hafa aukist eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti sl. föstudag að bankinn myndi ekki lækka vexti að sinni. Við þessa ákvörðun fóru afföll á nýjasta flokki húsbréfa upp í 11,12%, en þau voru 10,45% á föstudaginn. Meira
7. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd | ókeypis

Blair segir brýnt að bregðast við fátækt í Afríku

TONY Blair, forsætiráðherra Bretlands, sagði fyrir upphaf ferðar sinnar til fjögurra Afríkuríkja í gær að brýnt væri að bregðast við fátækt í álfunni til að koma í veg fyrir að hryðjuverkasamtök nái að hreiðra þar um sig. Meira
7. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 137 orð | ókeypis

Bræður munu berjast

KEPPNI í karlaflokki á Íslandsmótinu í handbolta er að fara af stað á ný eftir þátttöku íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Svíþjóð. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 838 orð | 1 mynd | ókeypis

Efast um að lækkun skili sér til neytenda

GARÐYRKJUBÆNDUR sem Morgunblaðið ræddi við í gær úr ólíkum greinum lýstu yfir óánægju sinni með margar tillögur grænmetisnefndarinnar. Höfðu þeir t.d. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 433 orð | ókeypis

Erindi Verslunarráðs harðlega gagnrýnt

VALGERÐUR Sverrisdóttir (B), iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að lögfræðileg skoðun fari fram í ráðuneytinu á erindi Verslunarráðs Íslands, sem gert hefur athugasemdir við framkvæmd aðgerða Samkeppnisstofnunar gegn olíufélögunum. Meira
7. febrúar 2002 | Suðurnes | 61 orð | 1 mynd | ókeypis

ESSO-verslun við höfnina

OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur opnað ESSO-verslun að Norðurgarði 8, við höfnina í Sandgerði. Í versluninni eru á boðstólum hverskonar olíuvörur og rekstrarvörur fyrir fyrirtæki og einstaklinga, til dæmis hreinsiefni, verkfæri og pappírsvörur. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 38 orð | ókeypis

Félagsfundur áhugafólks um Downsheilkenni

FÉLAG áhugafólks um Downs-heilkenni boðar til félagsfundar fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.30 í húsi Landssamtaka Þroskahjálpar á Suðurlandsbraut 22, 2. hæð. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Fjórtán bjóða í jarðvinnu

FJÓRTÁN tilboð hafa borist í jarðvinnu vegna göngubrúar yfir Miklubraut í Reykjavík sem Vegagerðin hefur boðið út. Lægsta tilboðið er frá fyrirtækinu Afreki ehf. Meira
7. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 849 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjölkvæni að færast í aukana í Afganistan

AFGANINN Shah Mohammed segist vera drenglyndur maður og þess vegna sé hann kvæntur tveimur konum. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 242 orð | ókeypis

Frumvarpið samþykkt í þingflokkum

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti ríkisstjórninni í gærmorgun frumvarp til laga um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar vegna uppbyggingar stóriðju á Austurlandi. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Fundaröð Vinstri grænna

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð efnir á næstu vikum til funda og heimsókna vítt og breitt um landið. Þingmenn og aðrir forsvarsmenn VG munu heimsækja byggðir landsins í febrúar-apríl, fara á vinnustaði og halda almenna stjórnmálafundi. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

Fundur VG í Reykjavík

FÉLAGSFUNDI þeim er hófst sl. laugardag verður fram haldið í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 20. Þegar fundinum sl. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

Fyrirlestur um einræktun

BRYNDÍS Valsdóttir, MA í heimspeki, heldur fyrirlestur á vegum Siðfræðistofnunar Háskólans um spurninguna hvort réttlætanlegt sé að einrækta menn, í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 20 á Litla sviði Borgarleikhússins. Meira
7. febrúar 2002 | Miðopna | 292 orð | 1 mynd | ókeypis

Færir fegurðin konum hærri laun?

"FEGURÐIN færir karlmönnum ekki hærri laun. Því virðist hins vegar öðruvísi farið með konur," segir í greinargerð með launakönnun VR. Meira
7. febrúar 2002 | Landsbyggðin | 126 orð | 1 mynd | ókeypis

Gleðivikur í Borgarnesi

NÚ standa yfir "gleðivikur" á leikskólanum Klettaborg. Deildirnar á leikskólanum eru fjórar og hefur hver deild haft eina gleðiviku. Á mánudeginum eiga börnin að mæta í gulum fötum. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 178 orð | ókeypis

Grundartangi verði tollhöfn

FJÓRIR þingmenn sem tilheyra hinu nýja norðvesturkjördæmi hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á tollalögum þess efnis að Grundartangahöfn verði aðaltollhöfn. Magnús Stefánsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, en skv. 1. gr. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 302 orð | ókeypis

Gæti haft neikvæð áhrif á tekjur ríkisins

HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands telur í nýrri skýrslu um auðlindagjald og skatttekjur ríkisins að tekjuauki ríkisins af álagningu auðlindagjalds sé nánast örugglega miklu minni en nemur upphæð auðlindagjaldsins. Meira
7. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 283 orð | ókeypis

Harma morðið á Lumumba

STJÓRNVÖLD í Lýðveldinu Kongó tóku í gær dræmt í yfirlýsingu Belgíustjórnar frá því á þriðjudag, þar sem morðið á sjálfstæðisleiðtoganum Patrice Lumumba árið 1961 er harmað. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 738 orð | 1 mynd | ókeypis

Hefur margvísleg áhrif

Anna G. Björnsdóttir er fædd 1956. Tók embættispróf í lögfræði í HÍ 1982. Starfaði í Tryggingastofnun ríkisins og á lögmannsstofu 1982-85, í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1986-93. Í félagsmálaráðuneytinu 1993-96. Meira
7. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 241 orð | ókeypis

Heildartekjur um 7,2 milljarðar króna

FJÁRHAGSÁÆTLUN Akureyrarbæjar fyrir árið 2002 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Akureyrarbær er fyrsta sveitarfélagið til að leggja fram fullbúna áætlun sem er að öllu leyti í samræmi við ný reikningsskil sveitarfélaga. Meira
7. febrúar 2002 | Suðurnes | 381 orð | ókeypis

Hóta að halda aðgerðum áfram

LÖGBANN var í gær sett á aðgerðir Sjómannafélags Reykjavíkur í Njarðvíkurhöfn og gat uppskipun hafist að nýju. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 278 orð | ókeypis

Hvatt til samvinnu Íslands, Færeyja og Grænlands

RÍKISSTJÓRN Íslands verður falið að efna til samvinnu við landstjórnir Færeyja og Grænlands um heimildaöflun og skráningu gagna um veiðimenningu Vestur-Norðurlanda svo að þekking á þessari sameiginlegu arfleifð gleymist ekki, nái tillaga Einars Odds... Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Hönnunarkeppni Sparisjóðsins og Top Shop

SPARISJÓÐURINN og Top Shop standa að hönnunarkeppni á bolum. Lokafrestur til að senda hugmyndir er 17. febrúar. Dómnefnd kemur saman 18. febrúar og velur 10 tillögur að bolum sem komast í úrslit. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslandsmeistaramót í samkvæmisdansi

FYRSTA Íslandsmeistaramót ársins verður haldið sunnudaginn 10. febrúar í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Keppt verður um Íslandsmeistaratitla í suður-amerísku dönsunum fimm annars vegar og sígildu samkvæmisdönsunum fimm hins vegar, með frjálsri aðferð. Meira
7. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 220 orð | ókeypis

Kosið með farsímum og sjónvörpum

KJÓSENDUR í ensku borgunum Liverpool og Sheffield munu fá tækifæri til þess í sveitarstjórnarkosningunum í maí að ráðstafa atkvæði sínu um farsíma, það er að segja með SMS-skilaboðum. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 527 orð | ókeypis

Kosið um aðildarumsókn að ESB í haust

SAMFYLKINGIN hefur ákveðið að hefja formlega kynningu á Evrópuúttekt Samfylkingarinnar þar sem fara mun fram víðtæk kynning og umræða um kosti þess og galla að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Meira
7. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 557 orð | 1 mynd | ókeypis

Krefja ættingjana um lausnargjald

AFGANSKIR stríðsherrar hafahundruð pakistanskra stuðningsmanna talibanastjórnarinnar fyrrverandi í Afganistan í haldi og krefjast lausnargjalds fyrir þá. Meira
7. febrúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 212 orð | ókeypis

Láta semja skýrar úthlutunarreglur

BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur ákveðið að láta vinna reglur um úthlutun lóða í bæjarfélaginu. Segir bæjarstjóri að með þessu sé fullt tillit tekið til þeirra athugasemda sem komu fram í nýlegum úrskurði félagsmálaráðuneytisins um lóðaúthlutanir í Ásahverfi. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 27 orð | ókeypis

Leiðrétt

Rangt föðurnafn Ranglega var farið með föðurnafn Kjartans Ólafssonar, formanns Sambands garðyrkjubænda, í baksíðufrétt blaðsins í gær um niðurstöðu grænmetisnefndarinnar og hann sagður Magnússon. Beðist er velvirðingar á... Meira
7. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 404 orð | 1 mynd | ókeypis

Leikfélagið stendur vel, fjárhagslega og listrænt

"Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Þorsteinn Bachmann, nýráðinn leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann mun hefja störf sem slíkur við hlið Sigurðar Hróarssonar, núverandi leikhússtjóra, 1. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð | ókeypis

Lítið tjón hjá Delta vegna vatnsleka

LITLAR skemmdir urðu í lyfjaverksmiðju Delta hf. við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði þegar vatn lak úr loftræstikerfi niður á gólf í eldri hluta verksmiðjunnar í fyrrinótt. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 216 orð | ókeypis

Ljósavél og varakynding taka við

"HÉR hefur áður verið rafmagnslaust og allt upp í viku í einu svo við kippum okkur ekki upp við þetta," sagði Sólveig Jónsdóttir, húsfreyja á Munaðarnesi í Ingólfsfirði, í samtali við Morgunblaðið. Meira
7. febrúar 2002 | Miðopna | 1256 orð | 2 myndir | ókeypis

Lægstu laun hækkuðu mest og vinnutími styttist

Heildarlaun félagsmanna í VR og Verslunarmannafélagi Akraness hækkuðu að meðaltali um 8% á seinasta ári og dagvinnulaun um 10% skv. niðurstöðum nýrrar launakönnunar VR. Lægstu laun hækkuðu hlutfallslega mest og hækkuðu heildarlaun afgreiðslufólks á kassa um 18% en vinnutími styttist á milli ára. Launamunur kynjanna hefur minnkað. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð | ókeypis

Málþing um kulnun í starfi

VINNUEFTIRLITIÐ gengst fyrir málþingi um kulnun í starfi 8. febrúar kl. 13-17 í Norræna húsinu. Aðalfyrirlesari er Wilmar Schaufeli, prófessor í félags- og skipulagssálfræði við háskólann í Utrecht í Hollandi. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 43 orð | ókeypis

Meistaramót í backgammon

MEISTARAMÓT Grandrokk í backgammon verður haldið laugardaginn 9. febrúar kl. 13 á Grandrokk, Smiðjustíg 6, efri hæð. Öllum er heimil þátttaka. Skráning um þátttöku á mótið fer fram í síma og á netfanginu jever@simnet.is fyrir klukkan 20 á föstudagskvöld. Meira
7. febrúar 2002 | Landsbyggðin | 340 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikið í húfi fyrir Hornfirðinga

Á NÆSTU dögum verður ákveðið hvort atriði í næstu James Bond-mynd verði tekin í nágrenni Hornafjarðar. Gert er ráð fyrir að tökur hefjist í lok febrúar og standi yfir í fjórar vikur og að á annað hundrað manns verði í tökuliðinu. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 161 orð | ókeypis

Nám í framleiðslu kvikmynda

KVIKMYNDASKÓLI Íslands býður ný í fyrsta skipti uppá framleiðslunámskeið. Hér gefst kvikmyndagerðarfólki tækifæri til að vinna í skapandi umhverfi, með aðgang að tökuvélum, ljósabúnaði og klippiaðstöðu. Hægt er að sækja um inngöngu í námið allt árið. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd | ókeypis

Netin skoðuð

ÞAÐ hentar ágætlega að dytta að veiðarfærum sínum í logninu og gefa sér tíma til að grandskoða hvern möskva áður en haldið er í næsta túr. Aðalsteinn Grétarsson, skipverji á Ellen Sig. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd | ókeypis

Norðurljós sýna HM

NORÐURLJÓS hafa náð samningum um sýningarréttinn frá HM í knattspyrnu í sumar og einnig árið 2006. Allir leikir keppninnar verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 eða Sýn. Meira
7. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 96 orð | ókeypis

Nýja stólalyftan vígð á laugardag

NÝJA stólalyftan í Hlíðarfjalli verður vígð með formlegum hætti laugardaginn 9. febrúar kl. 10:30 og fer athöfnin fram við drifstöð lyftunnar. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Björn Bjarnason íþróttamálaráðherra flytja ávörp. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 56 orð | ókeypis

Opinn fundur Starfsmenntaráðs

OPINN fundur Starfsmenntaráðs verður haldinn í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 12-13.30 á Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2. Dagskrá fundarins: Stefnumótun Starfsmenntaráðs og áherslur ráðsins við úthlutanir úr starfsmenntasjóði 2002. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Opna nýja vefsíðu

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ Suðurlands hefur opnað vefsíðu sem helguð er ferðamálum á Suðurlandi. Síðan, sem Vefur - vefsíðugerð sá um uppsetningu á, er í náinni samvinnu við vefsvæðin hveragerdi.is og sudurland. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 360 orð | ókeypis

Piltar í 10. bekk stóðu að sprengingunni

ÞRÍR piltar í 10. bekk Engjaskóla hafa játað að hafa staðið að sprengingu í kennslustofu í skólanum á mánudagsmorgun. Meira
7. febrúar 2002 | Miðopna | 129 orð | ókeypis

Punktar úr VR-könnun

*Tæp 40% hafa farið í launaviðtal og 84% þeirra fengu launahækkun.*Dagvinnulaun hækkuðu mest hjá starfsfólki í öryggisvörslu, hús- og símavörslu, ræstingum og hjá afgreiðslufólki á kassa. Meira
7. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd | ókeypis

"Bara tilbúningur í ykkur"

HENRIK prins, eiginmaður Margrétar Danadrottningar, svaraði því hlæjandi til í fyrradag, að það væri ekkert kreppuástand ríkjandi innan konungsfjölskyldunnar. Það væri bara tilbúningur fjölmiðlanna. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 340 orð | ókeypis

"Forseti þingsins verður að geta talað óhindrað"

FORSETI Alþingis, Halldór Blöndal, segist hafa talið óhjákvæmilegt að víta Ögmund Jónasson fyrir ummæli hans á þingfundi í gær. Hann sagði við Morgunblaðið að þingmaðurinn hefði ítrekað gripið fram í fyrir sér í forsetastóli. Meira
7. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 258 orð | ókeypis

"Hef trú á að þessi hópur geti gert kraftaverk"

VALGERÐUR H. Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, mun skipa fyrsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri í vor. Hún verður jafnframt bæjarstjóraefni flokksins. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 381 orð | ókeypis

Ráðherra segir stöðuna algerlega óviðunandi

EKKERT áætlunarflug var til Akureyrar fyrri partinn í gær vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra og að sögn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, var félaginu tilkynnt að hið sama yrði uppi á teningnum í dag. Meira
7. febrúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 309 orð | 1 mynd | ókeypis

Rætt um flutning eldri bekkja grunnskólans heim

SVEITARSTJÓRI Bessastaðahrepps segir til greina koma að flytja 8.-10. bekk grunnskólans heim í hreppinn en hingað til hafa börn í þessum árgöngum sótt skóla til Garðabæjar. Meira
7. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Sektað fyrir málvillur

SVISSNESKA dagblaðið Le Temps , sem gefið er út á frönsku, hefur ákveðið að sekta þá blaðamenn sína sem gera stafsetningar- eða málfræðivillur í þessum mánuði, að því er blaðið greindi frá. Meira
7. febrúar 2002 | Landsbyggðin | 181 orð | ókeypis

Sérbúin aðstaða fyrir iðjuþjálfun barna í notkun

SÉRBÚIN iðjuþjálfunaraðstaða Heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi og Skólaskrifstofu Akraness var nýlega tekin í notkun í húsakynnum Grundaskóla á Akranesi, en skipulegt samstarf fagfólks á þessum vettvangi um starfrækslu svokallaðs barnateymis hefur verið... Meira
7. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurreifur Arafat

ÍSRAELAR eyðilögðu þrjú hús í Austur-Jerúsalem í gær og hafa þá lagt í rúst alls sjö hús Palestínumanna í borginni í þessari viku. Meira
7. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 83 orð | ókeypis

Skyggnir tekur við

SKYGGNIR hf. hefur nú tekið við rekstri tölvukerfa Akureyrarbæjar, en þau eru með þeim stærstu á Norðurlandi. Tölvukerfin eru hýst miðlægt hjá Skyggni í nýjum vélasal fyrirtækisins á Akureyri. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd | ókeypis

Snjóar í höfuðborginni

MÖRGUM höfuðborgarbúum hefur væntanlega brugðið í brún að sjá alhvíta jörð og þurfa að skafa af bílnum í gærmorgun. Ekki furða, þar sem vart hefur fest snjó sunnanlands frá því í desember og meðalhitastig í janúar víðast hvar langt yfir meðallagi. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Spurt um meint óeðlileg innherjaviðskipti

JÓHANNA Sigurðardóttir (S) hefur beint ítarlegri fyrirspurn til viðskiptaráðherra um meint óeðlileg innherjaviðskipti tíu stjórnenda Kaupþings í tengslum við kaup fyrirtækisins á sænska verðbréfafyrirtækinu Aragon. Í fyrirspurninni er ráðherra m.a. Meira
7. febrúar 2002 | Erlendar fréttir | 730 orð | 2 myndir | ókeypis

Steig til jarðar sem drottning alls Bretaveldis

SÚ saga er gjarnan sögð um Elísabetu Englandsdrottningu að hún hafi klifrað upp í tré í Kenýa og stigið aftur til jarðar sem drottning alls Bretaveldis. Meira
7. febrúar 2002 | Akureyri og nágrenni | 102 orð | ókeypis

Stórtónleikar í Glerárkirkju

KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá efnir til stórtónleika í Glerárkirkju laugardaginn 16. febrúar næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 16. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikunum. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð | ókeypis

Styður lögleiðingu ólympískra hnefaleika

GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa ákveðið að styðja frumvarp til laga um lögleiðingu ólympískra hnefaleika eftir að hafa skoðað málið vandlega í nokkurn tíma. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd | ókeypis

Syngur á ný á íslensku óperusviði

KRISTINN Sigmundsson bassasöngvari mun taka þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar á Rakaranum í Sevilla eftir Rossini í nóvember næstkomandi. Hann hefur ekki sungið í óperusýningu hér á landi í tíu ár, eða frá því í Rígólettó á Listahátíð í Reykjavík 1992. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 451 orð | ókeypis

Tilviljun ein að ekki hlaust bani af árásinni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 24 ára karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir stórhættulega líkamsárás en hann lagði til skipsfélaga síns með hnífi og veitti honum skurði á hálsi og handlegg. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 33 orð | ókeypis

Tourettesamtökin með opið hús

TOURETTE-samtökin á Íslandi hafa opið hús fyrir foreldra barna með Tourette-heilkenni í dag, fimmtudag 7. febrúar, kl. 20.30 í Hátúni 10b, 9. hæð. Þessi opnu hús eru mánaðarlega, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, segir í... Meira
7. febrúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 434 orð | 1 mynd | ókeypis

Tóbakssala til barna minnkar

HLUTFALL þeirra sölustaða sem selja börnum undir 18 ára aldri tóbak hefur lækkað úr 58% í 14% á rúmu ári. Þetta eru niðurstöður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur en í lok janúar var gerð könnun á tóbakssölu til barna í borginni. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd | ókeypis

Tveir stórbrunar á fjórum dögum í Þykkvabæ

ALLT tiltækt lið Brunavarna Rangárvallasýslu hefur á fjórum dögum verið kallað til slökkvistarfa á tveimur bæjum í Djúpárhreppi, þar sem í báðum tilfellum varð stórtjón hjá kartöflubændum í hreppnum. Í fyrrakvöld um kl. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 283 orð | 2 myndir | ókeypis

Tæplega sextíu milljónir á tveimur árum

KOSTNAÐUR við kynningu á málstað Íslendinga í hvalveiðimálum nam 58,1 milljón króna á árunum 1999-2001. Gert er ráð fyrir að veita 25 milljónir króna á fjárlögum ársins 2002. Meira
7. febrúar 2002 | Miðopna | 670 orð | 1 mynd | ókeypis

Umferðarslys kosta þjóðfélagið um 20 milljarða kr. árlega

Tillaga starfshóps um umferðaröryggisáætlun til ársins 2012 var kynnt á blaðamannafundi í gær. Í tillögunni er meðal annars lagt til að refsimörk vegna ölvunaraksturs verði lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 390 orð | ókeypis

Ummæli Ögmundar Jónassonar talin vítaverð

FORSETI Alþingis greip til þess ráðs í gær að víta Ögmund Jónasson, formann þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, fyrir ósæmileg ummæli í sinn garð. Meira
7. febrúar 2002 | Suðurnes | 497 orð | ókeypis

Undirbúningur Thorkelískóla hefst á næsta ári

UNDIRBÚNINGUR að smíði grunnskóla í Innri-Njarðvík, Thorkelískóla, hefst á næsta ári, sömuleiðis undirbúningur að byggingu húss fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Það ár verða hafnar framkvæmdir við endurgerð Hafnargötu í Keflavík. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð | ókeypis

Ungt fólk hittist með börn sín

UM þessar mundir er starfræktur klúbbur í Hinu húsinu, nánar tiltekið á Kakóbar, sem ber heitið: Ungt fólk með ungana sína. Aðaláherslan er lögð á að fá ungt fólk, 16-25 ára, til að koma saman með börnin sín og eiga notalegar stundir með öðru ungu fólki. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 244 orð | ókeypis

Veðurfar í janúar var kaflaskipt

VEÐURFAR í nýliðnum janúar var mjög kaflaskipt, fyrstu þrjár vikurnar voru mjög hlýjar en síðan kólnaði verulega. Í hlýindunum var mjög úrkomusamt um allt sunnanvert landið og að morgni hins 10. Meira
7. febrúar 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 89 orð | 1 mynd | ókeypis

Verðlaun í skipulagsleik afhent

VERÐLAUN í fjölskylduleik, sem haldin var í tilefni af kynningu á tillögu að nýju aðalskipulagi Kópavogs, voru veitt í gær. Það var Stefán Þ. Ingólfsson og fjölskylda hans sem hlutu verðlaunin, árskort í Sundlaug Kópavogs. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd | ókeypis

ÞINGFUNDUR hefst á morgun í Alþingi...

ÞINGFUNDUR hefst á morgun í Alþingi kl. 10.30. Á dagskrá eru ýmis mál, s.s. frumvarp samgönguráðherra um hafnalög og umræða utan dagskrár um málefni trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar. Meira
7. febrúar 2002 | Landsbyggðin | 191 orð | 1 mynd | ókeypis

Þorri verður blótaður í nýju Goðalandi

UNNIÐ er að lokafrágangi nýs félagsheimilis að Goðalandi í Fljótshlíð en smíði þess hófst um miðjan júní 2001. Meira
7. febrúar 2002 | Landsbyggðin | 155 orð | ókeypis

Þrír efstu menn Framsóknar ætla að hætta

ÞRÍR efstu menn á lista Framsóknarflokksins við síðustu sveitarstjórnarkosningar lýstu því yfir á fundi í Framsóknarfélagi Árborgar sl. mánudag að þeir gæfu ekki kost á sér til setu á lista við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Meira
7. febrúar 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Örnefni jökla

NAFNFRÆÐIFÉLAGIÐ gengst fyrir fræðslufundi í sal Norræna hússins laugardaginn 9. febrúar kl. 14. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur á Orkustofnun flytur fyrirlestur sem hann nefnir: Örnefni jökla. Meira

Ritstjórnargreinar

7. febrúar 2002 | Leiðarar | 942 orð | ókeypis

Athugasemdir Verzlunarráðs

Almenningur á Íslandi hefur lengi verið þeirrar skoðunar, að olíufélögin þrjú hafi haft náið samráð sín í milli um verðlagningu og aðra þætti í rekstri félaganna. Þessi skoðun á sér rætur áratugi aftur í tímann. Meira
7. febrúar 2002 | Staksteinar | 337 orð | 2 myndir | ókeypis

Samkeppni og samkeppnisstofnun

Rétt væri, segir á Frelsi.is, að samkeppnisstofnun berðist gegn lögbundnum áskriftargjöldum að RÚV, gegn einokunarverslun ÁTVR og gegn úreltu og miðstýrðu landbúnaðarkerfi. Meira

Menning

7. febrúar 2002 | Leiklist | 795 orð | 1 mynd | ókeypis

Að trúa eða ekki trúa...

Höfundur: Erich-Emmanuel Schmitt. Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjóri: Þór Tulinius. Leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Stefanía Adólfsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Litla svið Borgarleikhússins 6. febrúar. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 681 orð | 3 myndir | ókeypis

* AMSTERDAM: Hljómsveitin Sólon spilar á...

* AMSTERDAM: Hljómsveitin Sólon spilar á föstudagskvöld til 3. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harmónikkuball laugardagskvöld. Félagar úr Harmónikkufélagi Reykjavíkur ásamt Ragnheiði Hauksdóttur söngkonu sjá um fjörið. Gömlu og nýju dansarnir. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 373 orð | 1 mynd | ókeypis

Cornwell slær á létta strengi

Isle of Dogs eftir Patricia Cornwell. Little, Brown & Company gefur út 2001. 421 síða innbundin og kostar 2.995 í Máli og menningu. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd | ókeypis

Efnaðir bræður!

ÞEIR hljóta að teljast í hópi efnaðri dansbolta, drengirnir í dúóinu Chemical Brothers. Plötur þeirra hafa selst ríkulega í gegnum árin og bendir ekkert til annars en að fjórða breiðskífan, Come With Us , viðhaldi þeirri góðu venju. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 456 orð | 1 mynd | ókeypis

Freud fær óboðinn gest í heimsókn

ÞÓR útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1985 og fékk í framhaldi af því styrk frá franska sendiráðinu og fór einn vetur til Parísar. Þar fylgdist hann með uppsetningum hjá franska þjóðleikhúsinu og lék lítið hlutverk í einni uppsetningu. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 860 orð | 2 myndir | ókeypis

Harðsoðin ævisaga

Ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvileiki, en ef viljinn er fyrir hendi má ná býsna langt. Árni Matthíasson las ævisögu ævintýramannsins og tugthússlimsins Edwards Bunkers sem margir þekkja sem Mr. Blue. Meira
7. febrúar 2002 | Menningarlíf | 226 orð | ókeypis

Hádegistónleikar í Óperunni

ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson, fyrsti fastráðni söngvari Íslensku óperunnar, fær til liðs við sig fjóra söngvara og jafnmarga píanóleikara á hádegistónleikum sem haldnir verða fjóra þriðjudaga í febrúar og mars í Íslensku óperunni. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd | ókeypis

Hundaæði!

ROTTWEILERHUNDARNIR eru búnir að læsa hvössum tönnunum um toppsætið og ætla sér greinilega ekki að gefa það eftir fyrr en þeir hafa allavega bitið íslenska rappræfla rækilega til blóðs og smitað þá af lífshættulegu hundaæði. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 247 orð | 1 mynd | ókeypis

Hættulegar hvatir

Bandaríkin 2001. Skífan, VHS. Bönnuð innan 16 ára. (85 mín.) Leikstjórn Robert Angelo og Rob Spera. Aðalhlutverk Angie Everhart, Richard Grieco. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd | ókeypis

KK skemmti á Vivaldi

ÞAÐ var listamaðurinn KK sem hélt fyrstu tónleikana á Veitingahúsinu Vivaldi síðastliðið laugardagskvöld. Þrátt fyrir aftakaveður lét hann sig ekki muna um að koma í Borgarnes og leika fyrir fullt hús af gestum. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd | ókeypis

Kontrapunktur í Tónlistarskólanum

HALDIN var kontrapunkts-keppni á vegum Ýmis - nemendafélags Tónlistarskólans í Reykjavík. Keppnin var í anda Sixten og félaga og fór fram í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þreytt var keppni í því að þekkja tónverk frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 43 orð | 1 mynd | ókeypis

Lengstu eyrnahár í heimi

B.D. Tyagi, sem býr í Bhopal á Indlandi, sýnir ljósmyndara AP-fréttastofunnar fagra hárlokka sem vaxa úr eyrum hans. Þessi höfuðprýði varð til þess að koma nafni Tyagis í heimsmetabók Guinness 29. janúar síðastliðinn. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 416 orð | 1 mynd | ókeypis

Lirfur segja sögu

Every Contact Leaves a Trace eftir Zakaria Erzinclioglu. Carlton gefur út 2000. 256 síður innbundin. Kostar 3.795 kr. í Máli og menningu. Meira
7. febrúar 2002 | Menningarlíf | 39 orð | ókeypis

Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu Breski landslagsarkitektinn Jonathan...

Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsinu Breski landslagsarkitektinn Jonathan Bell heldur fyrirlestur er hann nefnir Gresjan og fjallar þar um verk sín og verk unnin í samvinnu við aðra arkitekta og listamenn. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 94 orð | 2 myndir | ókeypis

Maraþon til styrktar útvarpi Tónabæjar

UNGLINGAR sem stunda félagsmiðstöðina Tónabæ efndu til skemmtilegs maraþons í Tónabæ um síðustu helgi til styrktar útvarpi Tónabæjar en það hefur verið starfrækt í félagsmiðstöðinni undanfarna daga og mun senda út á tíðninni FM 106,5 fram á laugardag. Meira
7. febrúar 2002 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd | ókeypis

Málverk frá útkjálka heimsins

"TOLLI er afbragðsgott ljóðskáld og hefur gefið út tvær ljóðabækur en hann er þó umfram allt þekktur sem listmálari," segir í þýska blaðinu Magdeburger Volksstimme en nú er verið að sýna nokkur verka Tolla í viðskiptaráðuneyti Sachsen-fylkis í... Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd | ókeypis

Michael syngur um viðundur

GEORGE Michael gefur út smáskífu með sínu fyrsta frumsamda lagi í heil þrjú ár 18. mars næstkomandi. Lagið heitir hinu sérkennilega nafni "Freeek!" (munið, með þremur e-um) og á þegar að vera komið í spilun á útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 212 orð | 1 mynd | ókeypis

MTV kannar áhugann á Quarashi

Á VEFSETRI tónlistarstöðvarinnar MTV er nú hægt að stuðla að því að myndband við lagið "Stick 'Em Up" með íslensku rapprokkurunum í Quarashi verði sett í spilun á sjónvarpsstöðinni. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 133 orð | 5 myndir | ókeypis

Nýjasta nærfatatískan

ÞAÐ þarf víst fáum að koma á óvart sem þekkja eitthvað til gömlu spilafíflanna í KISS að þar sem léttklætt barmmikið kvenfólk er að finna eru þeir skammt undan. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 417 orð | 1 mynd | ókeypis

Opnunarmynd hliðholl hryðjuverkum

Kvikmyndahátíðin í Berlín, ein af aðsópsmestu kvikmyndahátíðum heims, hófst með sprengingum og látum í gær. Aðstandendur gátu vart beðið um betri byrjun því opnunarmyndin, ítalsk/þýska myndin Heaven hefur vakið mikið umtal og deilur. Meira
7. febrúar 2002 | Menningarlíf | 658 orð | 1 mynd | ókeypis

"Hef æft mig með eyrnatappa"

KVÖLDIÐ í kvöld verður stór áfangi í lífi Árna Björns Árnasonar, píanónema við Tónlistarskólann í Reykjavík, en þá mun hann leika þriðja píanókonsert Prokofieffs með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. Meira
7. febrúar 2002 | Menningarlíf | 861 orð | 3 myndir | ókeypis

"Það verður mikið hægt að syngja"

ÍSLENSKA óperan hefur fastráðið þrjá nýja söngvara. Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari og Sesselja Kristjánsdóttir messósópransöngkona taka til starfa 1. ágúst næstkomandi og Hulda Björk Garðarsdóttir sópransöngkona 1. janúar 2003. Meira
7. febrúar 2002 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd | ókeypis

Rithöfundar í Norræna húsinu

RITHÖFUNDARNIR Kari Aronpuro, Mikael Torfason, Eva Runefelt og Ole Korneliussen hitta íslenska bókmenntaunnendur í Norræna húsinu í kvöld kl. 20 en þau eru öll tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjóðheit!

LITLA ljúfa andfætlingaskottan hún Kylie Minogue hefur sannarlega aldrei lifað sætari daga. Meira
7. febrúar 2002 | Menningarlíf | 466 orð | 1 mynd | ókeypis

Stjörnuhrap í Reykjavíkurtjörn

AFHENT voru í gær verðlaun í Ráðhúsi Reykjavíkur í hugmyndasamkeppni sem efnt var til í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar sem hefst 27. febrúar undir yfirskriftinni Ljós í myrkri og stendur til 3 mars. Meira
7. febrúar 2002 | Menningarlíf | 425 orð | 2 myndir | ókeypis

Stórkostlegur ljóðadjass

Kristjana Stefánsdóttir söngur, Agnar Már Magnússon píanó og Helga Björg Ágústsdóttir selló. Sunnudaginn 3. febrúar. Meira
7. febrúar 2002 | Fólk í fréttum | 73 orð | 1 mynd | ókeypis

Vá, Nelly!

ÞAÐ munar ekki um stökkið hjá þér, stelpa! Vá, sko þig, Nelly! Seiglan í fröken Furtado er aðdáunarverð - það verður að segjast alveg eins og er. Meira

Umræðan

7. febrúar 2002 | Aðsent efni | 470 orð | 1 mynd | ókeypis

Af kennslu í kínverskum launagreiðslum

Það er t.d. misskilningur að greiða mannsæmandi laun, segir Sveinn Aðalsteinsson, nær væri að nota kínverska staðalinn sem er um eitt til tvö þúsund krónur á mánuði. Meira
7. febrúar 2002 | Aðsent efni | 940 orð | 1 mynd | ókeypis

Evrópuumræða í þróun

Við munum, segir Bryndís Hlöðversdóttir, halda umræðunni áfram innan flokksins og utan. Meira
7. febrúar 2002 | Bréf til blaðsins | 613 orð | ókeypis

Neytendur veri á varðbergi

VIÐ hjónin fórum í Hagkaup í Smáranum sl. laugardag og keyptum meðal annars grímubúning handa barnabarni okkar. Við höfðum séð í bæklingi frá Hagkaupum að slíkir búningar (Ninja) kostuðu 2.999. Meira
7. febrúar 2002 | Bréf til blaðsins | 288 orð | ókeypis

Svar frá Kvikmyndaskoðun

Í MORGUNBLAÐINU hinn 29. janúar sl. skrifar Kristbjörg Hjaltadóttir pistil vegna myndarinnar Hringadróttinssögu og gerir að umtalsefni að í auglýsingum um myndina hafi aldursmarks ekki verið getið. Kvikmyndin var skoðuð hinn 13. desember sl. Meira
7. febrúar 2002 | Bréf til blaðsins | 306 orð | 1 mynd | ókeypis

Umhverfisvefur Reykjavíkur

NÝLEGA var opnað nýtt vefsetur hjá Reykjavíkurborg sem er tileinkað umhverfismálum borgarinnar - svonefndur Umhverfisvefur Reykjavíkur. Slóðin á vefinn er www.umhverfisvefurinn.is. Meira
7. febrúar 2002 | Aðsent efni | 643 orð | 1 mynd | ókeypis

Örvænting fyrrverandi útgerðarmanns

Það er von okkar, segir Magnús Kristinsson, að með tillögunum náist meiri sátt um sjávarútveginn. Meira

Minningargreinar

7. febrúar 2002 | Minningargreinar | 1631 orð | 1 mynd | ókeypis

HELGA Þ. ÞORGEIRSDÓTTIR

Helga Þuríður Þorgeirsdóttir fæddist í Keflavík 9. júlí 1950. Hún lést 31. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgeir Gíslason húsasmiður, f. á Þóroddsstöðum í Miðneshreppi 15.8. 1908, d. 15.12. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2002 | Minningargreinar | 2482 orð | 1 mynd | ókeypis

INGVELDUR STEFÁNSDÓTTIR

Ingveldur Stefánsdóttir fæddist á Hrísum í Fróðárhreppi 14. október 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 31. janúar. Foreldrar hennar voru Stefán Ólafur Bachman Jónsson, f. 16.1. 1891, d. 20.2. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2002 | Minningargreinar | 1544 orð | 1 mynd | ókeypis

KRISTJÁN SÆVAR VERNHARÐSSON

Kristján Sævar Vernharðsson fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vernharður Kristjánsson, f. 19.9. 1912, d. 29.7. 1985, og Nanna Magnúsdóttir, f. 30.10. 1915, d. 4.7. 1980. Þau skildu. Meira  Kaupa minningabók
7. febrúar 2002 | Minningargreinar | 782 orð | 1 mynd | ókeypis

ÞORBJÖRG H. ÁSBJARNARDÓTTIR ASK

Þorbjörg Helga Ásbjarnardóttir (Obba) fæddist í Reykjavík 25. maí 1932. Hún lést á Fylkissjúkrahúsinu á Stord í Noregi 15. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hatlestrandkirkju í Noregi 22. janúar. Í upptalningu á systkinum Þorbjargar í formála minningargreina um hana í Morgunblaðinu miðvikudaginn 23. janúar féll niður nafn eins systkinanna, Péturs, f. 12.6. 1940, d. 17.6. 1941, en hann var fimmti í röðinni í systkinahópnum. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. febrúar 2002 | Viðskiptafréttir | 827 orð | ókeypis

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 135 96 117...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 135 96 117 352 41,067 Djúpkarfi 140 120 131 7,100 931,321 Gellur 600 600 600 70 42,000 Grálúða 100 90 96 188 18,140 Grásleppa 80 52 70 1,038 72,755 Gullkarfi 134 84 115 13,671 1,571,842 Hlýri 148 60 145 2,040 295,104 Hrogn... Meira

Daglegt líf

7. febrúar 2002 | Neytendur | 207 orð | 1 mynd | ókeypis

Allt að 40% munur á verði reykingalyfja

ALLT að 40% munur er á verði reykingalyfja eftir sölustöðum, samkvæmt nýrri könnun sem Gallup hefur gert fyrir Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki. Var könnunin gerð 28. Meira
7. febrúar 2002 | Neytendur | 301 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný röð apóteka tekin til starfa

NÝ röð apóteka, Plúsapótek, hefur tekið til starfa og segir Þórarinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Plúsapóteka, að 19 lyfjaverslanir séu innan vébanda fyrirtækisins. Meira
7. febrúar 2002 | Neytendur | 460 orð | ókeypis

Rauðvínslegið lambalæri og saltkjöt með afslætti

BÓNUS Gildir 7.-13. feb. eða á m. birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. Frosnir kjúklingavængir 299 399 299 kg Bónus brauð 99 129 99 kg Kelloggs kornfleks 359 389 359 kg Humals fiskbollur 346 444 346 kg KF rauðvínl. lambalæri 839 1. Meira
7. febrúar 2002 | Neytendur | 55 orð | 1 mynd | ókeypis

Skattayfirlit á heimasíðu Einkabankans

LANDSBANKINN hefur bætt nýjum þjónustulið við viðskiptavini inn á upphafssíðu Heimabankans, sem er á Netinu. Um er að ræða valmöguleikann Skattayfirlit, sem sýnir heildaryfirlit viðskipta við bankann á síðasta ári. Meira

Fastir þættir

7. febrúar 2002 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd | ókeypis

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, er fimmtugur Sveinn Vilhjálmsson, Garðavegi 6c, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Jónína Sveinsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum föstudaginn 8. febrúar kl. 19. Meira
7. febrúar 2002 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd | ókeypis

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, er sextugur Pétur Guðmundsson, Grundartjörn 1, Selfossi. Hann tekur á móti gestum í sal Karlakórs Selfoss við Eyrarveg á morgun, föstudag, kl.... Meira
7. febrúar 2002 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd | ókeypis

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, er sextug Hildur Magnúsdóttir, Aðalgötu 29, Ólafsfirði. Eiginmaður hennar er Jóhann Helgason , smiður. Þau taka á móti gestum á heimili sínu í kvöld eftir kl.... Meira
7. febrúar 2002 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd | ókeypis

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag fimmtudaginn 7. febrúar er sjötug Valdís Þorsteinsdóttir, Brekkugötu 1, Hrísey. Hún og eiginmaður hennar verða að Hraunbæ 144, Reykjavík, hjá dóttur sinni og tengdasyni (Kristínu og Ásgeir), þann 9. Meira
7. febrúar 2002 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd | ókeypis

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 7. febrúar, er áttræð Ólöf Álfsdóttir, Háagerði 37, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í dag kl. 16-19 í Listhúsinu í Laugardal, Engjateigi... Meira
7. febrúar 2002 | Árnað heilla | 62 orð | 1 mynd | ókeypis

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Föstudaginn 15. febrúar er áttræður Árni Helgason, fyrrum bóndi í Neðri-Tungu, Örlygshöfn, Þórsgötu 1, Patreksfirði . Af því tilefni munu hann og eiginkona hans, Anna Hafliðadóttir , ásamt börnum, taka á móti gestum sunnudaginn 10. Meira
7. febrúar 2002 | Viðhorf | 819 orð | ókeypis

Aumingjans Henrik

"Hingað til hefur hann þó getað treyst á stöðu sína sem númer tvö á eftir Stórreykinga-Möggu en á nýafstöðnum nýársfagnaði dönsku hirðarinnar kvað skyndilega við annan tón." Meira
7. febrúar 2002 | Í dag | 640 orð | ókeypis

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn organista. Fræðslukvöld kl. 20 í safnaðarheimilinu. Fjallað um bók Esekíels spámanns og upphaf gyðingdóms. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Meira
7. febrúar 2002 | Fastir þættir | 78 orð | ókeypis

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 31.

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 31. janúar hófst aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku 14 sveita.Vegna gífurlegs áhuga á EM í handbolta var ákveðið að spila síðasta kvöldið fyrst þannig að spilarar gætu horft á leik Íslands og Þjóðverja. Meira
7. febrúar 2002 | Fastir þættir | 165 orð | 3 myndir | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit Ljósbrár Baldursdóttur vann parasveitakeppnina Sveit Ljósbrár Baldursdóttur sigraði í Íslandsmótinu í parasveitakeppni sem fram fór í nýju húsnæði Bridssambandsins í Síðumúlanum um helgina. Meira
7. febrúar 2002 | Fastir þættir | 270 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÝMSIR sagnhafar fóru flatt á fjórum hjörtum í eftirfarandi spili úr Cap Gemini-keppninni í Hollandi. Norður gefur; AV á hættu. Meira
7. febrúar 2002 | Í dag | 303 orð | ókeypis

Opið hús hjá Nýrri dögun

OPIÐ hús hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, verður í kvöld 7. febrúar. Á opna húsinu mun sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur kynna nýútkomna bók sína, Sorg - í ljósi lífs og dauða. Umræður verða í hópum og stutt slökunarstund í lokin. Meira
7. febrúar 2002 | Dagbók | 874 orð | ókeypis

(Orðskv. 18, 14.)

Í dag er fimmtudagur 7. febrúar, 38. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hugrekki mannsins heldur honum uppi í sjúkdómi hans, en dapurt geð, hver fær borið það? Meira
7. febrúar 2002 | Fastir þættir | 125 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Rbd2 O-O 5. a3 Be7 6. e4 h6 7. Bd3 d6 8. De2 Rbd7 9. e5 dxe5 10. dxe5 Rh7 11. Re4 b6 12. Bf4 Bb7 13. O-O-O Dc8 14. g4 f5 15. gxf5 exf5 16. Rc3 Rc5 17. Rd5 Bd8 18. Hhg1 Kh8 19. Bc2 Re6 20. Be3 c6 21. Rf4 Rxf4 22. Meira
7. febrúar 2002 | Dagbók | 18 orð | ókeypis

UM SIGVALDA JARL

Munkat nefna, nær mun ek stefna: niðrbjúgt er nef á níðingi, þeim er Svein konung sveik ór landi ok Tryggva son á tálar... Meira
7. febrúar 2002 | Fastir þættir | 455 orð | ókeypis

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hlustar oft á þáttinn "Í vikulokin" sem er á dagskrá Rásar eitt á laugardagsmorgnum. Þátturinn hefur verið í umsjón Þorfinns Ómarssonar en hann fær gesti í þáttinn til að ræða um fréttir liðinnar viku. Meira
7. febrúar 2002 | Fastir þættir | 79 orð | ókeypis

Æfingakvöld Æfingakvöld fyrir yngri spilara verða...

Æfingakvöld Æfingakvöld fyrir yngri spilara verða haldin í Síðumúla 37, 3. hæð alla fimmtudaga kl. 19.30. Umsjónarmaður er Anton Haraldsson og þátttökugjald er ekkert. Allir spilarar yngri en 25 ára eru velkomnir. Meira

Íþróttir

7. febrúar 2002 | Íþróttir | 3532 orð | 1 mynd | ókeypis

Af litlum neista ...

Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur komið landsliðinu í handknattleik á ný á þann stall þar sem það á heima - í hóp bestu landsliða heims. Sigmundur Ó. Steinarsson rifjar upp gleði og vonbrigði landsliðsins, sem hefur í gegnum árin sungið þrjú lög inn á hljómplötur - fyrir stórmót. Meira
7. febrúar 2002 | Íþróttir | 285 orð | ókeypis

Claudio Ranieri var himinlifandi

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, var himinlifandi með frammistöðu sinna manna gegn West Ham á útivelli í 4. Meira
7. febrúar 2002 | Íþróttir | 532 orð | 1 mynd | ókeypis

* EINAR Karl Hjartarson , Íslandsmethafi...

* EINAR Karl Hjartarson , Íslandsmethafi í hástökki, stökk 2,16 m og varð í 3. sæti á háskólamóti í Fa yetteville í Arkansas um helgina. Þetta er besti árangur Einars það sem af er keppnistíð bandarísku háskólamótanna sem hófst um miðjan janúar. Meira
7. febrúar 2002 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd | ókeypis

Feofanova með nýtt heimsmet í Globen

RÚSSNESKA stúlkan Svetlana Feofanova stal senunni á fyrsta stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, sem fór fram í Globen-höllinni í Stokkhólmi í gærkvöldi, er hún setti nýtt heimsmet í stangarstökki kvenna, stökk 4.72 m. Meira
7. febrúar 2002 | Íþróttir | 596 orð | ókeypis

Gull með súrbragð í munni

MIKLAR umræður hafa átt sér stað innan raða handknattleiksáhugamanna og annarra vegna marks sem Þjóðverjar skoruðu á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma í úrslitaleiknum við Svía á Evrópumeistaramótinu um síðustu helgi. Meira
7. febrúar 2002 | Íþróttir | 350 orð | ókeypis

KNATTSPYRNA England Bikarkeppnin West Ham -...

KNATTSPYRNA England Bikarkeppnin West Ham - Chelsea 2:3 Jermain Defoe 38., 50. - Jimmy Floyd Hasselbaink 43., Mikael Forssell 65., John Terry 90.- 27.272. 1. deild: Coventry - Rotherham 2:0 Watford - Burnley 1:2 *Heiðar Helguson var í leikbanni. 2. Meira
7. febrúar 2002 | Íþróttir | 118 orð | ókeypis

Leikur einn leik með Njarðvík

NJARÐVÍKINGAR hafa ákveðið að styrkja kvennalið sitt fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer á laugardaginn í Laugardalshöllinni. Meira
7. febrúar 2002 | Íþróttir | 109 orð | ókeypis

Ólafur Adolfsson í Víking

ALLT bendir til þess að varnarmaðurinn sterki, Ólafur Adolfsson, leiki með knattspyrnuliði Víkings í 1. deildinni í sumar en Ólafur hefur tilkynnt um félagaskipti úr FH og í Víking sem er undir stjórn fyrrum félaga hans úr ÍA, Lúkas Kostic. Meira
7. febrúar 2002 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd | ókeypis

Patrekur frá í þrjár til sex vikur

PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik, verður frá keppni í þrjár til sex vikur eftir að í ljós kom að liðband á innanverðu hægra hné er rifið. Þetta var staðfest í skoðun sem Patrekur fór í hjá læknum þýska hadknattleiksliðsins Essen strax við heimkomuna frá Evrópukeppninni í Svíþjóð á þriðjudag. "Þetta er auðvitað áfall og menn hér hjá félaginu eru ekkert mjög hressir, en við því er ekkert að gera," sagði Patrekur í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
7. febrúar 2002 | Íþróttir | 106 orð | ókeypis

Sigfús í stað Wis-landers

ÞÝSKI netmiðillinn sport1 hefur valið sitt úrvalslið leikmanna frá Evrópukeppninni í handknattleik. Þar er Sigfús Sigurðsson talinn vera línumaður mótsins og er tekinn fram yfir Svíann, Magnus Wislanders, sem kjörinn var línumaður mótsins mótslok sl. Meira
7. febrúar 2002 | Íþróttir | 102 orð | ókeypis

Stórsigur hjá Stoke

BJARNI Guðjónsson og Stefán Þór Þórðarson skoruðu báðir fyrir Stoke í gærkvöldi sem burstaði Cambridge, 5:0, í ensku 2. deildinni í knattspyrnu. Bjarni skoraði annað markið á 28. mínútu og Stefán það þriðja á 63. Meira

Viðskiptablað

7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 240 orð | ókeypis

Áleiningar með 100 milljóna króna samning við Ístak

ÁLEININGAR ehf. hafa skrifað undir samninga við byggingafyrirtækið Ístak hf. um smíði glugga í tvær nýbyggingar sem Ístak byggir. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Áleininga, er samningurinn við Ístak upp á ríflega 100 milljónir króna. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 173 orð | 1 mynd | ókeypis

Á vit ævintýranna til Stoke

25 MANNA íslensk viðskiptasendinefnd fer til Stoke í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk viðskiptasendinefnd fer þangað en á síðastliðnum tveimur árum hafa þrjár slíkar komið hingað til lands frá Stoke. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 364 orð | 1 mynd | ókeypis

Bátar

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 154 orð | 1 mynd | ókeypis

Bílar í matvöruverslunum

Belgíska lágvöruverslunarkeðjan Colruyt er að hefja sölu á bílum með 22-25% afslætti. Það gæti verið forsmekkurinn að því að fleiri matvöruverslanir og sérvöruverslanir í Evrópu fari að selja bíla. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 528 orð | 1 mynd | ókeypis

Deilt um útboð vegna fjárhagskerfis ríkisins

SKÝRR hf. hefur sent Ríkiskaupum bréf vegna útboðs á hýsingu og rekstri fjárhagskerfis ríkissjóðs og krafist skýringa á niðurstöðu þess. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 8 orð | 1 mynd | ókeypis

erlend skip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 21 orð | 1 mynd | ókeypis

frystiskip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 322 orð | ókeypis

Ganga verður lengra í aðhaldi og hagræðingu

STJÓRN Samtaka atvinnulífsins telur afar mikilvægt að það markmið um þróun verðbólgu næstu mánaða, sem sett var með samkomulagi SA og ASÍ í samráði við ríkisstjórnina í desember sl., náist. Í því ljósi fagnar stjórn SA ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 31. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 75 orð | ókeypis

Gjaldeyrisforðinn eykst lítillega

SEÐLABANKI Íslands hefur gefið út upplýsingar um helstu stærðir í efnahagsreikningi sínum í lok janúar. Þar kemur fram að gjaldeyrisforði bankans jókst um 0,8 milljarða króna í mánuðinum og nam 37,4 milljörðum króna í lok hans. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 123 orð | 1 mynd | ókeypis

Greitt með farsímum

Góðar Lausnir, Visa Ísland og Europay Ísland hafa gert samning um uppsetningu og rekstur þjónustu þar sem korthöfum verður gert kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu í gegnum farsíma . Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 93 orð | 1 mynd | ókeypis

Grími veitt lausn frá Rf

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur veitt dr. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 442 orð | ókeypis

Kropp í netin í Breiðafirði

NETABÁTAR í Breiðafirði hafa undanfarnar vikur fengið ágætan afla og segja sjómenn margar vísbendingar um góða vertíð. Fjölmargir bátar eru með net í Breiðafirði á þessum árstíma, víðsvegar af landinu, og hafa þeir verið að fá allt upp í 15 tonn eftir daginn. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 167 orð | 1 mynd | ókeypis

loðnuskip

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 142 orð | ókeypis

Lögfræðistofur sameinast

FRÁ 1. janúar sl. hafa GÁJ lögfræðistofa ehf., Suðurlandsbraut 30 , og Lögmannsstofan Síðumúla 9 ehf. sameinast undir nafninu Lögborg ehf. með heimilisfang á Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. GÁJ lögfræðistofa var upphaflega stofnuð árið 1953 af Inga R. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 280 orð | ókeypis

Mæla með kaupum í Arcadia

BRESKIR verðbréfamiðlarar fagna því að viðræðum Baugs og Arcadia hefur verið slitið. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 188 orð | ókeypis

Netbókhald markaðssett í Danmörku

FYRIRTÆKIÐ Netbókhald er að færa út kvíarnar og hefur nú í undirbúningi að bjóða þjónustu sína í Danmörku á næstunni, en auk þess er í athugun að fara til fleiri landa. Netbókhald heldur úti heimasíðunni www.netbokhald. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 398 orð | 5 myndir | ókeypis

Nýir starfsmenn hjá Skyggni hf.

Viðar Kristinsson hefur verið ráðinn til starfa á fjármálasviði Skyggnis. Starf hans er viðskiptaumsjón með Eimskipafélagi Íslands hf. Starfið felst í ráðgjöf, samningagerð, innkaupum, tilboðsgerð og ýmsum sérverkefnum. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 171 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr starfsmaður TölvuMynda hf.

ÓLAFUR Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs TölvuMynda hf. Starfið, sem er nýtt hjá TölvuMyndum, felst í uppbyggingu sjálfstæðs ráðgjafarsviðs fyrirtækisins. Ólafur fæddist 11. mars 1964. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 41 orð | 1 mynd | ókeypis

Oddi semur við Ríkiskaup

Prentsmiðjan Oddi hf. hefur gert ramma samning um ritföng og skrifstofuvörur við Ríkiskaup. Hefur samningurinn þegar tekið gildi. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 178 orð | 1 mynd | ókeypis

Palm OS 5 í deiglunni

TÆKNIFYRIRTÆKIÐ Palm hefur svipt hulunni af tilraunaútgáfu af nýju stýrikerfi fyrir lófatölvur, Palm OS 5. Gert er ráð fyrir að endanleg útgáfa Palm OS 5, sem tryggir aukinn stuðning við margmiðlunartækni, verði tilbúin í sumar. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 118 orð | ókeypis

Portúgalir borða mest af fiski

PORTÚGALIR eru mestu fiskætur í Evrópu samkvæmt úttekt Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Samkvæmt henni borðaði hvert mannsbarn í Portúgal hvorki meira né minna en 59,8 kíló af fiski og fiskmeti árið 2000. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 193 orð | 1 mynd | ókeypis

Pönnusteikt rauðspretta í kornflögum

RAUÐSPRETTAN hefur verið kölluð landsynningsgrallari og er með betri matfiskum, enda hefur hún lengi notið mikilla vinsælda meðal matgæðinga í Evrópu, einkum í norðanverðri álfunni. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 171 orð | ókeypis

"Betur má ef duga skal"

VIÐSKIPTAÞING Verslunarráðs Íslands 2002 verður haldið þriðjudaginn 12. febrúar nk. á Grand Hótel Reykjavík. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 129 orð | 1 mynd | ókeypis

Rækjubátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 623 orð | ókeypis

Sameignarfélög Enrons

SVO að segja á einum degi seint á síðasta ári snerist viðhorf manna til Enrons algerlega. Einn daginn var það meðal virtustu og vinsælustu fyrirtækja Bandaríkjanna en þann næsta vildi ekki nokkur maður láta kenna sig við það. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 240 orð | 1 mynd | ókeypis

Samherji semur við Nýherja

SAMHERJI hf. hefur, að undangengnu útboði sem fór fram síðastliðið haust, gert samning við Nýherja hf. um innleiðingu á nýrri og fullkominni upplýsingatæknilausn fyrir rekstur Samherja. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 418 orð | 1 mynd | ókeypis

Sífellt fleiri veiða og sleppa

SAMKVÆMT bráðabirgðatölum Veiðimálastofnunar var stangveiðin hér á landi um 29.600 laxar á síðasta ári sem er um 8% meiri en stangveiðin var á árinu 2000 en um 15% undir meðalveiði áranna 1974-2000. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 38 orð | 1 mynd | ókeypis

Síldarbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. ANTARES VE 18 480 102 1 Vestmannaeyjar HARPA VE 25 445 258 2 Vestmannaeyjar SIGHVATUR BJARNAS. VE 81 666 565 2 Vestmannaeyjar HÁKON EA 148 1554 284 1 Akranes VILHELM ÞORSTEINSS. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 32 orð | 1 mynd | ókeypis

skelfiskbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 473 orð | 1 mynd | ókeypis

Stórtíðindi sem ekki spurðust út

FRÉTTIR af sameiningu Delta og Omega Farma, sem greint var frá í byrjun vikunnar, virðast hafa komið flestum á óvart. Ekki er að undra að ýmsar sögur fari á kreik við þetta stór tíðindi. Hver vissi hvað og hvenær? Var rétt staðið að tilkynningum? Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 120 orð | 1 mynd | ókeypis

STRAX kynnir MP3spilara fyrir farsíma

Um þessar mundir kynnir STRAX á markað MP3-spilara fyrir farsíma. Spilarinn virkar fyrir flestar tegundir farsíma og er með innbyggðu 32mb minniskorti. Spilarinn er á stærð við allra minnstu vasadiskó og með handfrjálsum búnaði í eyra. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 317 orð | 1 mynd | ókeypis

Tap EFA 930 milljónir króna fyrir skatta

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hf., EFA, tapaði 625 milljónum króna af rekstri ársins 2001 og er það ríflega tvöföldun taps frá fyrra ári. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 119 orð | 1 mynd | ókeypis

Togarar

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. BERGEY VE 544 339 33* Karfi/Gullkarfi Gámur BREKI VE 61 599 38* Karfi/Gullkarfi Gámur JÓN VÍDALÍN ÁR 1 548 19* Djúpkarfi Gámur ÞURÍÐUR HALLDÓRSD. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 269 orð | 1 mynd | ókeypis

Tvöföld þátttaka miðað við síðustu sýningu

SÝNINGIN Matur 2002 verður haldin í nýju níu þúsund fermetra húsnæði í Smáranum í Kópavogi dagana 18.-21. apríl nk. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 107 orð | ókeypis

Tvö útboð

RÍKISKAUP buðu í fyrra út fjárhagskerfi ríkissjóðs og niðurstaðan varð sú að Skýrr hf. var með lægsta boð og hreppti hnossið. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 260 orð | ókeypis

Upp og niður á flugmarkaði

ÍRSKA lágfargjaldaflugfélaginu Ryanair gengur vel þessa mánuðina og skilaði umtalsverðum hagnaði síðustu þrjá mánuði síðasta árs eða u.þ.b. 2,5 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma hafa önnur flugfélög þurft að þola samdrátt í farþegafjölda og tekjum. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 445 orð | 1 mynd | ókeypis

Varar við stöðu þorskstofnsins við Ísland

ÁSTANDI á Íslandsmiðum svipar nú á ýmsan hátt til þess ástands, sem ríkti í Kanada á árunum 1986-88 að því er vaxtarbreytingar varðar. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 1744 orð | 2 myndir | ókeypis

Veiðihjólið snýst og snýst

Íslenski stangveiðimarkaðurinn veltir milljörðum króna en ætla má að árlega séu seld veiðileyfi hérlendis fyrir um 1,5 milljarða króna. Helgi Mar Árnason velti fyrir sér um hvað stangveiðin snýst. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 47 orð | 1 mynd | ókeypis

Veiruvörn í menntastofnanir

Menntamálaráðuneytið og Nýherji gerðu nýlega með sér samning um sölu á Norton Antivirus-veiruvarnarhugbúnaði fyrirtækisins Symantec, til allra opinberra skóla á Íslandi. Meira
7. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 313 orð | 1 mynd | ókeypis

Vísindalegar aðferðir við starfsmannaval

"VIÐ val á nýju starfsfólki til fyrirtækis er mikilvægt að standa þannig að valinu að viðkomandi muni leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir fyrirtækið. Hluti þess er að nýir starfsmenn geti leyst vel úr hendi þau verkefni sem ætlast er til. Meira

Annað

7. febrúar 2002 | Prófkjör | 450 orð | 1 mynd | ókeypis

Áfram Kópavogur

Með bæjarskipulagi, segir Jóhanna Thorsteinson, er verið að móta framtíðina. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 461 orð | 1 mynd | ókeypis

Breytum áherslum, bætum vinnubrögð

Taka á upp stjórnunarhætti sem skila bæjarbúum bættri þjónustu, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þar sem farið er að lögum og reglum og góð stjórnsýsla er í heiðri höfð. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 287 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjárfest í framtíðinni

Það yrði mjög mikill styrkur fyrir íþrótta- og tómstundaiðkun, segir Ásdís Ólafsdóttir, að bæjarfélagið tæki þátt í leiðbeinendakostnaði. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 285 orð | 1 mynd | ókeypis

Heilsugæslan í Kópavogi

Þriðja heilsugæslustöðin, segir Halla Halldórsdóttir, yrði ágætlega staðsett t.d. í Salahverfi og gæti hún þjónað Sala-, Linda- og Vatnsendahverfi. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 440 orð | 2 myndir | ókeypis

Kjósum Sigurrós!

Í ÞAU átta ár sem Sigurrós Þorgrímsdóttir hefur átt sæti í bæjarstjórn Kópavogs hefur hún tekið ötulan þátt í örri og farsælli uppbyggingu bæjarins. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 141 orð | 1 mynd | ókeypis

Kraftmikinn mann í bæjarstjórn

MARGT gott fólk gefur kost á sér í framboð til prófkjörs sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ 9. febrúar nk. Þar á meðal er Gylfi Guðjónsson, sem hefur að baki langa búsetu í Mosfellsbæ. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 300 orð | 1 mynd | ókeypis

Kæri Mosfellingur

Ég skora á ykkur, Mosfellingar góðir, segir Guðmundur S. Pétursson, að kjósa sjálfstæðismenn til forystu í Mosfellsbæ í næstu sveitarstjórnakosningum. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 614 orð | 1 mynd | ókeypis

Ræðumennska eykur sjálfstraust

Ræðumennska, segir Ingimundur K. Guðmundsson, getur hjálpað mikið í dag í grunnskólastarfinu. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 133 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurrós - öfluga konu til forystu

SIGURRÓS Þorgrímsdóttir hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi síðasta kjörtímabil, forseti bæjarstjórnar 1999-2000 og í bæjarráði 2000-2001. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 349 orð | 1 mynd | ókeypis

Sýndarlýðræði í bæjarstjórnarmálum

Ég ætla, segir Björn Ólafsson, að berjast fyrir rétti íbúa. Og reyna að bæta bæjarfélagið. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 502 orð | 2 myndir | ókeypis

Tryggjum Jóhönnu öruggt sæti

ÉG gladdist óneitanlega þegar ég frétti að Jóhanna Thorsteinson leikskólastjóri tæki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 523 orð | 1 mynd | ókeypis

Uppgangur er á öllum sviðum í bæjarfélaginu

Kópavogur, segir Sigurrós Þorgrímsdóttir, er bær bjartrar og blómlegrar framtíðar. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 111 orð | 1 mynd | ókeypis

Veljum Herdísi til forustu

HERDÍS Sigurjónsdóttir býður sig fram til forustu á lista sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Herdís hefur setið í bæjarstjórn í Mosfellsbæ síðan 1998 og starfað þar af miklum krafti. Meira
7. febrúar 2002 | Prófkjör | 584 orð | 1 mynd | ókeypis

Við stefnum að því að stjórna með fólkinu

Ábyrgð og festa, segir Pétur Berg Matthíasson, hafa ætíð einkennt stefnu sjálfstæðismanna í fjármálum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.