Greinar föstudaginn 15. mars 2002

Forsíða

15. mars 2002 | Forsíða | 128 orð

Fljótandi kjarnorkuveri mótmælt

TALSMENN umhverfisverndarsamtaka í Rússlandi hvöttu í gær grannþjóðir Rússa í norðri til að mótmæla hugmyndum um að smíðað verði fljótandi kjarnorkuver. Meira
15. mars 2002 | Forsíða | 164 orð | 1 mynd

Hindúar segjast hvergi hvika

RAMCHANDRA Paramhans, 92 ára eindreginn stuðningsmaður byggingar musteris stríðsguðs hindúa, Rams, boðaði til blaðamannafundar í gær ásamt Ashok Singhal (t.h.), forseta Alþjóðaráðs hindúa í bænum Ayodhya á Indlandi. Meira
15. mars 2002 | Forsíða | 163 orð | 1 mynd

Ísraelar verði á brott

BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið krafðist þess í gær, að ísraelskar hersveitir yrðu með öllu dregnar til baka frá palestínskum yfirráðasvæðum, því það myndi "auka mjög" líkurnar á að árangur næðist í för Anthonys Zinnis, sáttafulltrúa... Meira
15. mars 2002 | Forsíða | 265 orð

Nýr sáttmáli Serba og Svartfellinga

YFIRVÖLD í Serbíu og Svartfjallalandi undirrituðu í gær sögulegan sáttmála um endurskipulagningu sambandsríkisins Júgóslavíu í því skyni að koma í veg fyrir upplausn þess. Meira
15. mars 2002 | Forsíða | 109 orð

Smáþorskur horfinn

SVO virðist sem smáþorskurinn, heilir þrír árgangar, sé með öllu horfinn úr Barentshafi. Er það niðurstaðan úr mánaðarlöngum rannsóknum norsks hafrannsóknaskips. Staðfestu þær einnig, að hrygningarstofninn stendur illa. Meira

Fréttir

15. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

3 karlakórar

ÞRÍR karlakórar syngja á tónleikum í Glerárkirkju á morgun, laugardaginn 16. mars kl. 16. Meira
15. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 182 orð | 1 mynd

Aðgerðin gekk vel

"AÐGERÐIN gekk vel og tók aðeins hálfa klukkustund," sagði Jónatan Magnússon, handboltakappi í KA. Hann fór í aðgerð á FSA í gær, þar sem brot úr tönn Þorvarðar Tjörva Ólafssonar, leikmanns Hauka, var fjarlægt úr nefi hans. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 273 orð

Aðskilin stjórn á íslensku fiskveiðisvæði

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í erindi á fundi í Berlín í gær að koma mætti málum þannig fyrir að Íslendingar gætu sætt sig við sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Afhentu brjóstmynd af Ásgeiri Ásgeirssyni

ÆTTINGJAR Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrverandi forseta Íslands og forseta sameinaðs Alþingis, afhentu í gær Alþingi brjóstmynd af Ásgeiri að gjöf. Brjóstmyndina gerði Nína Sæmundsson myndlistarkona í kringum 1960. Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 277 orð

Ashdown ber vitni í Haag

PADDY Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, bar vitni fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í gær. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 113 orð

Ákvörðun frestað fram yfir helgi

LÖGBANNSKRAFA aðstandenda fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland.is á sýningu heimildarmyndar um keppnina var tekin fyrir hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík í gær. Meira
15. mars 2002 | Suðurnes | 480 orð

Ákvörðun um nýja virkjun tekin í haust

HITAVEITA Suðurnesja hf. hagnaðist um rúmar 600 milljónir kr. á síðasta ári. Fyrirtækið er að hefja borun á elleftu holunni á háhitasvæðinu á Reykjanesi til undirbúnings þátttöku þess í orkuöflun Landsvirkjunar vegna stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð

Barnapössun í Bláfjöllum

UM helgina verður í fyrsta sinn boðið upp á barnapössun á Skíðasvæðinu í Bláfjöllum fyrir 3 til 6 ára börn. Opnunartími barnagæslunnar er frá 11 til 17 um helgar, en hámarkslengd fyrir hvert barn er 2 tímar. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Dansinn stiginn á fiðluballi í Iðnó

ÁRLEGT fiðluball 6. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík fór fram í Iðnó í gærkvöldi. Stúlkur í síðkjólum og piltar í kjólfötum svifu dansandi um salinn við klassískan undirleik strengjasveitar skólans. Upphaf fiðluballsins er rakið aftur til 19. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 288 orð

Dómur þyngdur vegna kynferðisbrots

DÓMUR yfir karlmanni vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur hans var þyngdur í Hæstarétti í gær úr hálfu fjórða ári í fimm og hálfs árs fangelsi. Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 532 orð | 1 mynd

Dvalarleyfi Atta staðfest hálfu ári eftir árásirnar

GEORGE W. Meira
15. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 155 orð

Dæmdur í fangelsi vegna hótana

KARLMAÐUR á fertugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Fullnustu 9 mánaða refsingarinnar er frestað og verður hún felld niður haldi maðurinn almennt skilorð í 3 ár. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ehlvest einn í efsta sæti

JAAN Ehlvest er einn í efsta sæti eftir áttundu umferð Reykjavíkurskákmótsins með 6½ vinning en hann gerði í gær jafntefli við Oleg Korneev. Meira
15. mars 2002 | Miðopna | 838 orð | 1 mynd

Eimskip tekur á sig yfirtökuskyldu

Með kaupum á 18,8% í ÚA skapar Eimskipafélagið sér yfirtökuskyldu gagnvart öðrum hluthöfum í félaginu. Hér er fjallað um þær reglur sem gilda um yfirtökutilboð og hvaða áhrif fjármögnun kaupanna hefur á eignarhlut núverandi hluthafa Eimskipafélagsins. Meira
15. mars 2002 | Suðurnes | 239 orð | 1 mynd

Ein minnsta afgreiðsla landsins

SPARISJÓÐURINN í Keflavík hefur opnað afgreiðslu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Formleg opnun var í gær en starfsemi hefst í dag. Afgreiðslan er í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Vogaseli. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 244 orð

Ekki ástæða til að breyta reglum

VILHJÁLMUR Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, telur ekki ástæðu til að breyta ákvæðum laga þótt í ljós hafi komið að ellefu stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafi ekki greitt krónu í tekjuskatt til ríkisins á árunum 1994 til... Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

Fangelsuðum mæðrum í Rússlandi veitt sakaruppgjöf

KVENNAFANGELSI númer 15 er þyrping húsa en eitt þeirra sker sig úr: það er málað skærbleikt og þaðan heyrist hjal og hlátur smábarna og blíðar raddir mæðra. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Ferðaklúbburinn 4x4 með blómlegt starf

STARFSEMI Ferðaklúbbsins 4x4 er í miklum blóma um þessar mundir, enda nálgast nú besti tími vetrarferðamennskunnar. "Þrátt fyrir mikið snjóleysi framan af vetri, hefur nú ræst úr og kominn er ágætur ferðasnjór víðast hvar á hálendinu. Meira
15. mars 2002 | Miðopna | 1307 orð | 1 mynd

Fiskistofnar á Íslandsmiðum séreign Íslendinga

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur hugsanlegt að útfæra megi sjávarútvegsstefnu ESB þannig að Íslendingar geti sætt sig við hana. Halldór gerði þessi mál að umtalsefni í erindi sem hann flutti í Þýskalandi í gær. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 384 orð

Fjárfestingin jafnvirði 273 milljarða íslenskra króna

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins gerir ekki athugasemdir við yfirtöku Norsk Hydro á þýska álframleiðslufyrirtækinu VAW Aluminium og segir yfirtökuna ekki stríða gegn ákvæðum um sameiginlegan markað ESB eða samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Meira
15. mars 2002 | Suðurnes | 179 orð

Forsetinn heimsækir Byrgið

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun heimsækja endurhæfingarsambýli Byrgisins í Rockville 10. apríl næstkomandi. Mun hann kynna sér starfsemina og ræða við starfsfólk og skjólstæðinga Byrgisins. Meira
15. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 66 orð

Fossinn endurtekinn

FOSSINN, sem varpað var á framhlið Aðalstrætis 6 á vetrarhátðinni Ljós í myrkri, verður aftur til sýnis föstudagskvöldið 15. mars og laugardagskvöldið 16. mars frá kl. 21-24. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Framboðslisti Á-listans á Blönduósi

BÆJARMÁLAFÉLAGIÐ Hnjúkar á Blönduósi hélt félagsfund miðvikudaginn 13. mars og samþykkti þar framboðslista félagsins, Á-listann, til sveitarstjórnarkosninga í vor. Í febrúar sl. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Framboðslisti Reykjavíkurlistans kynntur

FLOKKARNIR, sem standa að framboði Reykjavíkurlistans til borgarstjórnarkosninganna í vor, samþykktu listann formlega á fundum sínum í gærkvöldi. Listann skipa eftirtaldir einstaklingar: 1. Árni Þór Sigurðsson varaborgarfulltrúi. 2. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Framkvæmd umferðarmála verði markvissari

KOMIÐ verður á fót Umferðarstofnun sem annast á stjórnsýslu á sviði umferðarmála, m.a. skráningu ökutækja, annast ökupróf, leyfisveitingar og fræðslu verði lagafrumvarp vegna breytinga á umferðarlögum samþykkt á Alþingi. Meira
15. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 252 orð | 1 mynd

Framleiða tæplega milljón plöntur á næstu 2 árum

NORÐURLANDSSKÓGAR og Skógræktarfélag Eyfirðinga hafa gert með sér samningu um ræktun skógarplantna fyrir skógarbændur á Norðurlandi. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Friðsamleg mótmælastaða

VEL á þriðja hundrað manns tóku sér stöðu fyrir utan Grand hótel í Reykjavík síðdegis í gær og mótmæltu framgöngu Ísraelsríkis gagnvart Palestínumönnum. Meira
15. mars 2002 | Landsbyggðin | 97 orð | 1 mynd

Frumraun trúbadors

FRUMRAUN trúbadorsins Sigurbjörns Daða Dagbjartssonar sem er Grímseyingur að hálfu, fæddur og uppalinn í Grindavík, var haldin í þéttskipuðu félagsheimilinu Múla á dögunum. Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 293 orð

Frændi Fadime játaði á sig morðið

SAKSÓKNARINN í máli Rahmis Sahindals, sem hefur verið ákærður í Svíþjóð fyrir morð á dóttur sinni, Fadime, skýrði frá því í gær að 31 árs frændi hennar hefði játað að hafa myrt hana. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fundur hjá Sagnfræðingafélaginu

HALLDÓR Bjarnason sagnfræðingur flytur erindi á opnum fundi Sagnfræðingafélags Íslands laugardaginn 16. mars kl. 17.30 í húsi Sögufélags við Fischersund. Fyrirlesturinn nefnist "Utanlandsverslunin og efnahagsumbreyting Íslands 1870-1914". Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 121 orð

Gjafsókn veitt í máli gegn umhverfisráðherra

ATLA Gíslasyni, hrl., Guðmundi Páli Ólafssyni rithöfundi, Ólafi S. Andréssyni lífefnafræðingi og Náttúruverndarsamtökum Íslands hefur verið veitt gjafsókn í máli þeirra á hendur umhverfisráðherra vegna úrskurðar hennar frá 20. desember sl. Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Hans-Georg Gadamer allur

ÞÝSKI heimspekingurinn Hans-Georg Gadamer lést í Heidelberg í Þýskalandi í gær. Hann var 102 ára. Gadamer var einn af þekktustu heimspekingum Þjóðverja á þessari öld og helsti málsvari svonefndrar túlkunarfræði í heimspeki. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 718 orð | 1 mynd

Helsta málið að færa skólana nær foreldrunum

BJÖRN Bjarnason, sem er í fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum í vor, segir að helsta áherslumál borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í skólamálum sé að færa skólana nær foreldrum í Reykjavík og styrkja þannig innviði... Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 237 orð

Hiti og selta sjávar víða yfir meðallagi

NIÐURSTÖÐUR vetrarleiðangurs Hafrannsóknastofnunar 2002 sýna almennt hita og seltu sjávar yfir meðallagi fyrir sunnan og vestan land; en heldur kaldara og ferskara fyrir Norðurlandi og Norðausturlandi. Meira
15. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 147 orð | 1 mynd

Íshokkístelpurnar heiðraðar

KVENNALIÐ íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar varð nú nýlega Íslandsmeistari í íshokkí og er það í annað sinn sem þær ná þeim árangri. Rétt um tvö ár eru frá því stelpurnar fór að æfa þess íþrótt. Meira
15. mars 2002 | Landsbyggðin | 184 orð | 1 mynd

Ískaldir snjósleðakappar frá Egilsstöðum

FJÓRÐA WSA-Snocross mótaraðarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Fyrri umferðir fóru fram á Dalvík, Húsavík og Akureyri. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Íslandsmeistaramót í 10 dönsum

KEPPT verður um Íslandsmeistaratitla í nokkrum keppnisgreinum dansíþróttarinnar laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. mars, kl. 13 báða dagana í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 103 orð

Íslandssími tapaði milljarði króna í fyrra

UM 990 milljóna króna tap varð á rekstri Íslandssíma á síðasta ári. Árið 2000 tapaði félagið tæpum 493 milljónum króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að tapið sé í takt við endurskoðaðar áætlanir félagsins. Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 120 orð

James Tobin látinn

JAMES Tobin, hinn kunni nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, lést sl. mánudag 84 ára að aldri. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð | 2 myndir

Kauphlaup og Kringlukast

TILBOÐSDAGAR hófust í gær í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni í Reykjavík og Smáralind í Kópavogi. Standa þessir dagar fram á sunnudag og heita Kringlukast í Kringlunni en Kauphlaup í Smáralind. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 630 orð

Kostnaður mjög lágur miðað við umfang verksins

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist vera mjög stolt af því hversu vel hafi tekist til hjá Reykjavíkurborg varðandi undirbúning og sölu fyrirtækja í eigu borgarinnar og ekki síður í þeim tilvikum þar sem um sé að ræða breytingar á... Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Kveðst hafa myrt Pearl

LÖGREGLA í Pakistan hefur til yfirheyrslu mann, er kveðst hafa myrt bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl, sem var rænt í Pakistan 23. janúar sl. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 68 orð

Kynning á sumartilboðum fyrir fatlaða

FFA - Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur - stendur að kynningu á sértækum sumartilboðum fyrir fatlaða laugardaginn 16. mars kl. 10 á Grand-hóteli (salur: Háteigur). Á annan tug þjónustuaðila munu kynna starf sitt með fötluðum í sumar. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 132 orð

Laugardalslaug verði breytt í vatnaparadís

HUGMYNDIR eru um að setja upp vatnsleikjagarð í Laugardalslaug. Hugmyndirnar er að finna í skýrslu sem rædd verður á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs í dag. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð

Leiðrétt

Hólmaröst á Eyrarbakka Í frétt á Árborgarsíðu sl. laugardag brenglaðist upphaf fréttar. Meira
15. mars 2002 | Landsbyggðin | 131 orð | 1 mynd

Leikhópurinn Vera

LEIKHÓPURINN Vera á Fáskrúðsfirði hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt í Félagsheimilinu Skrúð nýlega. Sýnd voru atriði úr hinum ýmsu verkum sem hópurinn hefur sýnt á þessu tímabili. Húsfyllir var í afmælishófinu og sýningunum var vel tekið. Meira
15. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 142 orð | 1 mynd

Lesið upp á lokahátíð

LOKAHÁTÍÐIR Stóru upplestrarkeppninnar hófust í gær en þá fóru fram hátíðir í Vesturbæ annars vegar og í Árbæ og Breiðholti hins vegar. Lokahátíðir í Austurbæ og Grafarvogi verða haldnar á mánudag. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Listi Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ

Á FÉLAGSFUNDI Samfylkingarinnar í Ísafjarðarbæ, sem haldinn var sunnudaginn 10. mars, var samþykktur meðfylgjandi framboðlisti fyrir sveitarstjórnarkosningar 25. maí nk: 1. Lárus G. Valdimarsson bæjarfulltrúi Ísafirði, 2. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 90 orð

Listi Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði

LISTI Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga verður skipaður með eftirfarandi hætti: 1. Haukur Ómarsson framkvæmdastjóri. 2. Unnar Már Pétursson fjármálastjóri. 3. Margrét Ósk Harðardóttir bankastarfsmaður. 4. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð

Listi sjálfstæðismanna í Borgarbyggð

Á FUNDI í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Mýrasýslu hinn 6. mars var tillaga uppstillingarnefndar um lista Sjálfstæðisflokksins til næstu bæjarstjórnarkosningar í Borgarbyggð samþykkt. Listinn er þannig skipaður: 1. Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Lockerbie-málinu lokið

SKOSKUR áfrýjunardómstóll staðfesti í gær dóm yfir líbýskum leyniþjónustumanni vegna sprengingar á vél Pan Am-flugfélagsins sem varð 270 manns að bana. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Loðnukvótinn aukinn um 100.000 tonn

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur í dag aukið loðnukvótann sem nemur 100 þús. tonnum eða úr 996.202 lestum í 1.096.202 lestir. Ákvörðun þessi var tekin að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar. Í janúar sl. Meira
15. mars 2002 | Landsbyggðin | 173 orð | 1 mynd

Markvörður valinn íþróttamaður ársins

BENEDIKT Þorsteinsson knattspyrnumaður var valinn íþróttamaður Siglufjarðar árið 2001. Þetta var í 26. sinn sem þessi verðlaun voru veitt, en það er Kiwanisklúbburinn Skjöldur sem hefur staðið fyrir kjöri íþróttamanns Siglufjarðar frá upphafi. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð

Málþing um ólíka menningarheima

MÁLÞING um ólíka menningarheima verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 16. mars, kl. 13 í tilefni af 40 ára starfsafmæli AUS, Alþjóðlegra ungmennaskipta. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 47 orð

Málþing um þjáningu og verki

MÁLÞING verður á vegum Verkjafræðafélags Íslands og Siðfræðistofnunar í Safnaðarheimili Hallgrímskirkju, laugardaginn 16. mars kl. 13-16.30. Haldin verða fjögur erindi og síðan verða pallborðsumræður. Framsögumenn verða: Jósep Ó. Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 339 orð

Meðferðin á fangelsuðum innflytjendum gagnrýnd

Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í gær skýrslu þar sem þau gagnrýna meðferðina á innflytjendum sem hafa verið handteknir í Bandaríkjunum eftir hryðjuverkin 11. september. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Náði besta tímanum í Guðlaugssundinu til þessa

KRISTJÁN Gíslason, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Eykis í Reykjavík, slasaðist við undirbúning fyrir Guðlaugssund 1994, en byrjaði að synda aftur í fyrra og náði besta tíma sem náðst hefur í sundinu til þessa. Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 228 orð

Neysla kannabisefna verði heimiluð

Í SKÝRSLU, sem nefnd á vegum bresku ríkisstjórnarinnar skilaði af sér í gær, er lagt til að kannabis verði skilgreint sem fíkniefni í C-flokki. Þetta myndi þýða að menn gætu reykt kannabis á almannafæri án þess að eiga handtöku yfir höfði sér. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 387 orð

Norsk Hydro vill frestun á byggingu álvers

FORSVARSMENN Norsk Hydro hafa gefið íslenzkum stjórnvöldum til kynna, að þeir geti ekki staðið við þann tímaramma, sem búið var að semja um vegna fyrirhugaðra framkvæmda við álver á Reyðarfirði, og jafnframt að þeir séu ekki tilbúnir til að ganga frá... Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Norskir brjóstdropar uppseldir

UNNIÐ er nú dag og nótt hjá Lyfjum og heilsu að framleiðslu norskra brjóstdropa þar sem lyfið er uppselt hjá Lyfjaverslun Íslands. Þessir brjóstdropar eru slímlosandi og þykja duga vel gegn kvefi og fleiri kvillum. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð

Opið hús hjá VG

OPIÐ hús og umræður verða laugardaginn 16. mars kl. 11-13 hjá Vinstri hreyfingunni - grænu framboði í Hafnarstræti 20. Umræðuefnið verður heimsvaldastefna Bandaríkjanna. Ögmundur Jónasson alþingismaður og Stefán Pálsson sagnfræðingur munu leiða umræðuna. Meira
15. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Prinsessan á hörpunni

LEIKBRÚÐULAND sýnir leikbrúðusýninguna Prinsessan á hörpunni í Samkomuhúsinu á Akureyri um helgina. Efni leikritsins er sótt í íslenskan sagnasjóð, Völsungasögu, þar sem segir frá Áslaugu í hörpunni. Stríð geisar og kóngur og drottning eru drepin. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

"Ég er mjög sæll með að hafa komist út"

ÁGÚST Gíslason, flutningabílstjóri á Bíldudal, segir að litlu hafi mátt muna að hann stórslasaðist ekki þegar fiskflutningabíll, sem hann ók, rann niður brekku og út af veginum um Hálfdán í hádeginu á miðvikudag. Meira
15. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 842 orð | 1 mynd

"Hittast á torgum úti"

HUGMYNDIR um endurvakningu þriggja torga í Þingholtunum í Reykjavík hafa fengið jákvæða umsögn skipulagsfulltrúa, en tillögurnar voru til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd á fundi hennar á miðvikudag. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 234 orð

Rangar ályktanir

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing til birtingar frá Jóni Ólafssyni: "Í umræðu undanfarinna daga, um þá ákvörðun fjármálaeftirlitsins að fella niður atkvæðisrétt að hlutabréfum FBA Holding S.A. Meira
15. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 107 orð

Samið við Anza

HEILSUGÆSLUSTÖÐIN á Akureyri hefur gengið frá samningi við ANZA um rekstur tölvu- og upplýsingakerfa stöðvarinnar. ANZA mun sjá um rekstur allra útstöðva, miðlægra netþjóna og netbúnaðar, sem og hafa alla umsjón með jaðartækjum. Meira
15. mars 2002 | Landsbyggðin | 163 orð | 1 mynd

Samningur um rekstur tómstunda- og menningarhúss

SAMINGUR um rekstur tómstunda- og menningarhúss fyrir ungt fólk á Akranesi hefur verið undirritaður milli Akraneskaupstaðar og Rauða krossins, en bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum 7. febrúar sl. stofnsamning um rekstur slíks húss. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 205 orð

Segist hafa misst sígarettu

MAÐUR sem segist hafa misst stjórn á bifreið sinni þegar sígaretta féll á milli læra hans var sýknaður af ákæru um líkamsmeiðingar af gáleysi í Hæstarétti í gær. Meira
15. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 80 orð

Sex fyrirtæki vilja byggja leikskóla

SEX byggingafyrirtæki sendu inn umsóknir um að taka þátt í alútboði um byggingu leikskóla í Naustahverfi, fjögur frá Akureyri, eitt frá Dalvík og eitt úr Reykjavík. Meira
15. mars 2002 | Suðurnes | 566 orð | 1 mynd

Skapar möguleika erlendis

"MERKIÐ breytir ekki svo miklu á innanlandsmarkaði en getur skapað okkur mikla möguleika á erlendum mörkuðum," segir Sigurður Hólm Sigurðsson, framkvæmdastjóri S. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 332 orð

Skoðað sem alvarlegt flugatvik

EIN Boeing 757-200 flugvéla Flugleiða er nú í eftirlitsskoðun í Tæknistöð Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. Skoðunin er hluti af yfirstandandi athugunum vegna atviksins þegar hætt var við lendingu á Gardermoen-flugvelli við Ósló 22. janúar síðastliðinn. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Slysahætta er mikil þegar frýs skyndilega

LÆKNAR, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk á slysa- og bráðamóttöku Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi höfðu í nógu að snúast í gærmorgun og fram eftir degi við að hlúa að þeim sem dottið höfðu í hálku á höfuðborgarsvæðinu. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 83 orð

Stálu 120 Coca Cola-flöskum

ÞRÍR piltar á aldrinum 15-16 ára hafa játað innbrot í Brauðhornið í Grafarholti í fyrrinótt. Spenntu þeir upp hurð og höfðu 120 Coca Cola-flöskur á brott með sér í bifreið sem einn þeirra ók. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Stefnt að óbreyttri landvörslu

STEFNT er að því að halda landvörslu á vegum Náttúruverndar ríkisins óbreyttri á sumri komanda. Meira
15. mars 2002 | Erlendar fréttir | 785 orð | 1 mynd

Söguleg arfleifð svarta mannsins í fyrirrúmi

MEIRA en eitt hundrað vaxmyndir af blökkumönnum, sem þykja hafa skarað fram úr hver á sínu sviði, eru til sýnis í safni sem komið var á fót í Baltimore í Bandaríkjunum árið 1983. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð

Tóbak selt fyrir meira en 6 milljarða í fyrra

TÓBAK var samtals selt með virðisaukaskatti fyrir 6.151.023 þúsund krónur árið 2001 og hækkaði söluverðið úr 5.826.738 þús. kr. árið 2000, en salan nam 5.851.362 þús. kr. árið 1999. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 233 orð

Umhverfisráðherra staðfestir úrskurð Skipulagsstofnunar

UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum álvers og rafskautaverksmiðju í Reyðarfirði. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Ungmenni taka alnæmishættuna ekki alvarlega

PÁSKASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar verður með breyttu sniði að þessu sinni þar sem söfnunarfénu úr söfnuninni Lífskrafti gegn alnæmiverður skipt á milli verkefna á sviði forvarna á Íslandi og verkefna í Úganda þar sem styðja á börn sem misst hafa... Meira
15. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 472 orð | 1 mynd

Vatnaleikjagarður komi í Laugardalslaug

VATNALEIKJAGARÐUR verður settur upp í Laugardalslaug verði hugmyndir þar að lútandi að veruleika. Hugmyndirnar eru settar fram í skýrslu sem rædd verður á fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í dag. Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 560 orð

Veita skal aðgang að minnisblaði

FORSÆTISRÁÐUNEYTINU ber að veita Öryrkjabandalagi Íslands aðgang að minnisblaði sem fylgdi skipunarbréfi starfshóps sem var skipaður í kjölfar öryrkjadómsins svokallaða. Þetta er niðurstaða Hæstaréttardóms sem féll í gær. Meira
15. mars 2002 | Miðopna | 179 orð

Veruleg nálgun við sjónarmið ESB

ÞETTA eru sannarlega áhugaverðar hugmyndir sem utanríkisráðherra Íslands setti fram í ræðu sinni í Berlín og það er vissulega vert að skoða þær nánar," sagði Gerhard Sabathil, sendiherra fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og... Meira
15. mars 2002 | Innlendar fréttir | 687 orð | 1 mynd

Þroskar og eflir alla þætti

Þóra Tómasdóttir er fædd í Reykjavík 1964. Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1985. Hefur Waldorfkennarapróf frá Seminar fur Waldorfpadagogik, Stuttgart Þýskalandi 1992. Waldorfkennari í Lækjarbotnum 1994-97 og aftur frá 2001. Sambýlismaður er Daníel Þór Ólason doktor í sálfræði, starfar hjá IMG og eiga þau börnin Hildu Björk, Solveigu Önnu og Ernu Diljá. Meira

Ritstjórnargreinar

15. mars 2002 | Staksteinar | 280 orð | 2 myndir

Ósamrýmanleg stefna

FULLTRÚAR Vinstri grænna á Alþingi hafa lagst mjög hart gegn öllum hugmyndum um virkjanaframkvæmdir, en þingmenn Framsóknarflokks eru öflugir talsmenn slíkra verka. Þetta segir á vefsíðunni Frelsi.is. Meira
15. mars 2002 | Leiðarar | 532 orð

Ríki Palestínu

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á þriðjudagskvöld ályktun þar sem í fyrsta sinn er talað um ísraelskt og palestínskt ríki í sömu andrá. Meira
15. mars 2002 | Leiðarar | 293 orð

Tekjuskattur og auðlindagjald

Þrátt fyrir oft og tíðum ágætan hagnað hafa ellefu stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins ekki greitt neinn tekjuskatt til ríkisins undanfarin sjö ár. Þessar upplýsingar komu fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær og hafa án efa komið mörgum á... Meira

Menning

15. mars 2002 | Leiklist | 446 orð

Afmælissýning á Hornafirði

Höfundur: Brendan Behan. Þýðandi: Jónas Árnason. Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. Mánagarði 12. mars 2002. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 146 orð | 1 mynd

Algjör sprengja

BLUR er hvergi nærri af baki dottin því nú berast fréttir af því að sveitin hafi loksins ákveðið að drífa sig í hljóðver til að taka upp nýja plötu. Meira
15. mars 2002 | Kvikmyndir | 405 orð

Ástin nú á dögum?

Leikstjórn: Patrice Chéreau. Handrit: P. Chéreau og Hanif Kureishi. Kvikmyndataka: Eric Gautier. Aðalhlutverk: Mark Rylance, Kerry Fox, Alastair Galbraith, Philippe Calvino, Timothy Spall og Marianne Faithfull. 119 mín. Frakkl./UK/Þýskal./Spánn. BAC Films 2000. Meira
15. mars 2002 | Kvikmyndir | 373 orð | 1 mynd

Ástir og afbrýðisemi

Smárabíó frumsýnir In the Bedroom með Tom Wilkinson, Sissy Spacek, Nick Stahl, Marisa Tomei og William Mapother. Meira
15. mars 2002 | Tónlist | 966 orð | 1 mynd

Bach-maraþon

J. S. Bach: Sónata I-III og Partíta I-III fyrir fiðlu, BWV 1001-06. Sigurbjörn Bernharðsson, Sif Tulinius, Pálína Árnadóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir, fiðla. Sunnudaginn 10. marz kl. 16. Meira
15. mars 2002 | Kvikmyndir | 450 orð

Betri hliðin á Eldborg?

Kvikmyndataka: Ágúst Jakobsen, Gunnar Páll Ólafsson og Bjarni Grímsson. Spyrlar: Jón Atli Jónasson, Freyr Eyjólfsson og Arna Borgþórsdóttir. Framleitt af: Okey ehf. 2002. Meira
15. mars 2002 | Menningarlíf | 184 orð | 1 mynd

Boðið að sýna í Malmö

LEIKHÓPNUM Á senunni hefur verið boðið að taka þátt í nýrri leiklistarhátíð í Malmö í Svíþjóð. Hátíðin ber heitið Konkret Teaterfestival og fer fram dagana 2. til 5. maí næstkomandi. Framlag hópsins er leikritið Hinn fullkomni jafningi. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 224 orð

* BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Dj Finnur Jónsson.

* BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Dj Finnur Jónsson. * CATALINA, Hamraborg: Gammel Dansk. * CELTIC CROSS: Spilafíklarnir. * DUBLINER: Penta. * GAUKUR Á STÖNG: Dj Páll Óskar heldur opið partí frá miðnætti.1000 kr inn. Meira
15. mars 2002 | Skólar/Menntun | 160 orð

Dagur allra íslenskra háskóla

Háskóladagurinn I/ Nemendum í íslenskum háskólum hefur fjölgað meira en spáð var. Námsleiðum hefur að sama skapi fjölgað mikið. Íslenskir háskólar og stofnanir sem tengjast háskólum og stúdentum kynna starfsemi sína á sunnudaginn í Aðalbyggingu HÍ kl. 11-17. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 315 orð | 1 mynd

Eldsnemma á fætur, seint að sofa

MORGUNBLAÐIÐ hefur undanfarið staðið fyrir svokölluðu Blaðberakapphlaupi, en það gengur út á að blaðberar höfuðborgarsvæðisins keppast við að safna stigum. Þeir fá ákveðin stig við upphaf og lok blaðburðarins og ef þeir ljúka burði fyrir kl. Meira
15. mars 2002 | Kvikmyndir | 282 orð | 1 mynd

Eltingaleikur við drauga

Smárabíó og Regnboginn frumsýna 13 Ghosts með Tony Shalhoub, Embeth Davidtz, Matthew Lillard, Shannon Elizabeth, Rah Digga og F. Murray Abraham. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Fangi á flótta

Bandaríkin, 2001. Skífan VHS (90 mín.). Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Scott Ziehl. Aðalhlutverk: Rob Lowe, Kelly Rowan og James Coburn. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Franskir bíódagar í fullum gangi

NÚ FER hver að verða síðastur til að kynna sér það sem í boði er á athyglisverðri kvikmyndahátíð í Regnboganum sem ber yfirskriftina Franskir bíódagar. Eins og nafnið gefur til kynna er þar boðið upp á franskar myndir og eru þær fimm talsins. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Fær ekki inngöngu í Bandaríkin

HJÓNIN Angelina Jolie og Billy Bob Thornton urðu alsæl á dögunum þegar þau ættleiddu 7 mánaða gamlan drenghnokka. Gleðin stóð hins vegar skammt því nú hafa yfirvöld í Bandaríkjunum meinað þeim að koma með soninn inn í landið - að svo stöddu. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 130 orð | 3 myndir

Glæsilegasta skemmtun ársins

Í TÆPA sex áratugi hefur verið haldið svokallað hjónaball á Flúðum sem er ætlað húsráðendum sem og burtfluttum sveitungum í Hrunamannahreppi. Þetta er glæsilegasta skemmtun ársins hér í sveitinni enda aðsókn mikil sem hefur orðið að takmarka í seinni... Meira
15. mars 2002 | Skólar/Menntun | 483 orð | 1 mynd

Háskólinn á Akureyri er framsækinn háskóli...

Háskólinn á Akureyri er framsækinn háskóli með persónulegt svipmót, þar sem áhersla er lögð á rannsóknir nemenda og kennara, samvinnuverkefni og einstaklingsbundna leiðsögn. Meira
15. mars 2002 | Kvikmyndir | 338 orð | 1 mynd

Í hringnum með Ali

Sambíóin og Háskólabíó frumsýna Ali með Will Smith, Jon Voight, Jamie Foxx, Mario Van Peebles, Ron Silver og Jeffrey Wright. Meira
15. mars 2002 | Skólar/Menntun | 488 orð | 1 mynd

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur að undanförnu...

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur að undanförnu aukið við starfssvið sitt og býður upp á nám í hefðbundnum búvísindum og einnig á sviði náttúruvísinda og umhverfismála. *Ein námsbrautin er umhverfisskipulag, þar sem reynir m.a. Meira
15. mars 2002 | Menningarlíf | 19 orð

Langholtskirkja Nemendatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar verða kl.

Langholtskirkja Nemendatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar verða kl. 12. Þar koma fram nemendur í orgelleik og flytja fjölbreytta efnisskrá, einkum frá... Meira
15. mars 2002 | Leiklist | 527 orð

Leiklist sem námsefni

Söngleikur eftir Bernt Kværndrup. Leikstjóri og þýðandi: Flosi Ólafsson. Tónlistarstjórn: Ólafur Flosason. Þriðjudagur 12. mars. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 51 orð | 1 mynd

Letterman verður kyrr

DAVID Letterman hefur ákveðið að halda tryggð við CBS-sjónvarpsstöðina og fara hvergi. Meira
15. mars 2002 | Skólar/Menntun | 539 orð | 1 mynd

Listaháskóli Íslands sækist eftir hæfileikamiklum og...

Listaháskóli Íslands sækist eftir hæfileikamiklum og hugmyndaríkum nemendum með góða almenna undirstöðumenntun og grunnþekkingu á viðkomandi sviði. Almenn inntökuskilyrði eru að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 720 orð | 1 mynd

Lord of the Rings: The Fellowship...

Lord of the Rings: The Fellowship of the Rings /Hringadróttinssaga Bandarísk 2001. Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen, Christopher Lee, Cate Blanchett. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 273 orð | 1 mynd

Mælir fyrir munn samkynhneigðra foreldra

LEIKKONAN, þáttastjórnandinn og grínistinn Rosie O'Donnell hefur nú opinberað samkynhneigð sína og gagnrýnir forseta sinn, George Bush, og yfirvöld í Flórídaríki fyrir neikvæða afstöðu til þess að samkynhneigðir ættleiði börn. Meira
15. mars 2002 | Menningarlíf | 224 orð | 1 mynd

Robin Nolan-tríóið á Kaffi Reykjavík

ROBIN Nolan-tríó, RNT, er komið hingað til lands á nýjan leik og heldur tónleika á Kaffi Reykjavík annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 21.30. Tríóið er skipað bræðrunum Robin og Kevin Nolan og Poul Meader. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Saklaus?

UPPTÖKUR öryggismyndavélar í versluninni Saks í Beverly Hills þar sem Winona Ryder var gómuð fyrir meintan þjófnað gefa til kynna að hún sé alsaklaus, að sögn lögfræðinga hennar. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 346 orð | 1 mynd

Sjálfsörugg og sátt

Þriðja "alvöru" platan frá þessari 28 ára gömlu kanadísku söngkonu sem var næstum búin að klúðra glæstum og lofandi ferli með síðustu plötu. Meira
15. mars 2002 | Skólar/Menntun | 529 orð | 1 mynd

Tækniskóli Íslands, sem oft er nefndur...

Tækniskóli Íslands, sem oft er nefndur háskóli atvinnulífins, er fagháskóli á sviði tækni, reksturs og heilbrigðisgreina og hóf starfsemi árið 1964. Aðdragandann að stofnun hans má rekja allt aftur til ársins 1960, er Gylfi Þ. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 509 orð | 1 mynd

Upp með hendur!

Tónleikar kanadísku sveitarinnar Godspeed you black emperor! í Íslensku óperunni, 13. mars, 2002. Upphitun var í höndum Stafræns Hákons. Meira
15. mars 2002 | Menningarlíf | 63 orð

Wagnerópera í Norræna húsinu

RICHARD Wagner félagið á Íslandi sýnir af myndbandi í Norræna húsinu óperu Wagners, Meistarasöngvararnir frá Nürnberg, á morgun, laugardag, kl. 13. Á undan sýningunni mun Sveinn Einarsson leikstjóri og rithöfundur flytja inngangsorð. Meira
15. mars 2002 | Fólk í fréttum | 71 orð | 1 mynd

Þorrablót í Vesturheimi

ÞAÐ er lítil þurrð á blótum er þorrinn gengur í garð, svo mikið er víst. Íslendingar og Íslandsvinir út um allan heim ganga óhikað að bökkunum og er Ameríka þar í engu undanskilin. Meira

Umræðan

15. mars 2002 | Aðsent efni | 789 orð | 1 mynd

Að máta Brussel-kjólinn

Evrópusambandið tekur einfaldlega ekki við öðru, segir Steingrímur J. Sigfússon, en alvöru- umsóknum þar sem hugur fylgir máli. Meira
15. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 106 orð

Brá í brún

MÖRGUM brá í brún þegar birt var hótunarbréf Össurar Skarphéðinssonar til Baugsmanna og menn höfðu á orði að slíkar hótanir væru fátíðar. Fyrir mér rifjaðist upp skýrsla Samkeppnisstofnunar frá síðasta vori um fákeppni á matvörumarkaði, en þar segir m.a. Meira
15. mars 2002 | Aðsent efni | 885 orð | 1 mynd

Hið kalda kæruleysi

Má ég biðja um samkennd, segir Helgi Seljan, í stað hins kalda kæruleysis gagnvart náunganum. Meira
15. mars 2002 | Aðsent efni | 512 orð | 1 mynd

Látum hjartað púla!

Stundaðu hreyfingu, segir Ástrós Sverrisdóttir, og þú hefur gaman af. Meira
15. mars 2002 | Aðsent efni | 609 orð | 1 mynd

Lætur vinna verkefni í fjarvinnslu

Ég legg áherslu á, segir Halldór Blöndal, að undirbúning verður að vanda vel. Meira
15. mars 2002 | Aðsent efni | 345 orð | 1 mynd

Metnaðarfull dagskrá í Vídalínskirkju

Í boði verður metnaðarfull dagskrá, segir Matthías Guðm. Pétursson, fyrir alla fjölskylduna. Meira
15. mars 2002 | Aðsent efni | 634 orð | 1 mynd

Nýskipan náms í guðfræðideild

Guðfræðinámið, segir Gunnlaugur A. Jónsson, er mjög fjölbreytilegt. Meira
15. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 468 orð | 1 mynd

Reyklausir veitingastaðir ÉG kom inn á...

Reyklausir veitingastaðir ÉG kom inn á veitingastað fyrir nokkrum mánuðum. Þar var mikið reykt, loftið var þungt og engin merkt reyklaus borð. Þegar ég kvartaði við þann sem sá um afgreiðslu var hreytt í mig að ég gæti farið annað. Meira
15. mars 2002 | Aðsent efni | 384 orð | 1 mynd

Siðlaus Sýn

Þetta, segir Ögmundur Jónasson, er siðlaus auglýsingamennska. Meira
15. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 763 orð

Um "málleti" og aðra leti

SEINT verður það sagt um Íslendinga að þeir séu latir. Ég hugsa að fáar þjóðir í Evrópu vinni eins mikið og séu eins duglegar og við (og þetta er ekki einhver þjóðernishroki). Meira

Minningargreinar

15. mars 2002 | Minningargreinar | 905 orð | 1 mynd

BALDUR KRISTJÓNSSON

Baldur Kristjónsson fæddist í Útey í Laugardal 29. desember 1909. Hann lést á Landakotsspítala 9. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2002 | Minningargreinar | 1734 orð | 1 mynd

Birna Guðný Björnsdóttir

Birna Guðný Björnsdóttir fæddist 9. maí 1922 á Kirkjulandi í Vestmannaeyjum. Hún lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 5. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2002 | Minningargreinar | 2778 orð | 1 mynd

ELÍNBORG ÁGÚSTSDÓTTIR

Elínborg Ágústsdóttir fæddist í Mávahlíð í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 17. september 1922. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Þorsteinsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2002 | Minningargreinar | 2284 orð | 1 mynd

GUÐFINNA SIGURÐARDÓTTIR

Guðfinna Svanborg Sigurðardóttir fæddist á Akureyri 8. janúar 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónasdóttir, f. 18.5. 1873, d. 26.1. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2002 | Minningargreinar | 1195 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR

Hólmfríður Einarsdóttir fæddist í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 19. maí 1925. Hún lést á Sóltúni 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Sigurðsson bóndi í Varmahlíð, f. 4. apríl 1894, d. 19. júlí 1981 og Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2002 | Minningargreinar | 2572 orð | 1 mynd

KARL LILLIENDAHL

Karl Lilliendahl hljóðfæraleikari fæddist á Akureyri 16. júlí 1933. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 10. mars síðastliðinn. Foreldrar Karls voru Guðný Hulda Káradóttir Lilliendahl húsmóðir, f. 25.7. 1907, d. 7.8. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2002 | Minningargreinar | 583 orð | 1 mynd

LEÓ SIGURÐSSON

Leó Sigurðsson fæddist á Akureyri 7. júlí 1911. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Seli laugardaginn 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Jósepsdóttir og Sigurður Bjarnason. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2002 | Minningargreinar | 3147 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR

Sigríður Magnúsdóttir fæddist 29. júní 1953. Hún lést á líknardeild Landsspítalans 5. mars síðastliðinn. Foreldrar Sigríðar eru Magnús Ingjaldsson, f. 13. október 1915, og Júlíana Árnadóttir, f. 27. ágúst 1924. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2002 | Minningargreinar | 1175 orð | 1 mynd

SIGURRÓS RÓSA EINARSDÓTTIR

Sigurrós Rósa Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1918. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eiri að morgni 6. mars síðastliðins. Hún var einkabarn foreldra sinna, Önnu Katrínar Sigurðardóttur, f. 2.12. 1900, d. 30.6. 1991, og Einars Jónssonar, f. 27.5. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2002 | Minningargreinar | 601 orð | 1 mynd

SVANHILDUR SIGURÐARDÓTTIR

Svanhildur Sigurðardóttir fæddist á Seyðisfirði 28. apríl 1929. Hún lést í Vestmanneyjum 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Rannveig Bjarnadóttir, f. 13. júlí 1906, d. 14. apríl 1995, og Sigurður Halldórsson, f. 28. maí 1898, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2002 | Minningargreinar | 2627 orð | 1 mynd

Þórir Jensson

Þórir Jensson fæddist í Reykjavík 29. mars 1920. Hann lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 4. mars síðastliðinn. Eiginkona Þóris er Jenný Ingimundardóttir, f. 4. janúar 1925. Börn þeirra eru: 1) Birna, f. 2. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 694 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 30 30 30...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 30 30 30 2 60 Djúpkarfi 89 88 89 13,640 1,211,560 Grálúða 120 120 120 4 480 Gullkarfi 95 8 81 13,171 1,069,487 Hlýri 104 80 94 1,171 110,240 Hrogn Ýmis 350 350 350 104 36,400 Keila 97 72 76 4,859 368,205 Langa 151 50 127... Meira
15. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Hagnaður Omega Farma tvöfaldast milli ára

HAGNAÐUR Omega Farma ehf. nam 229 milljónum króna á árinu 2001, sem er ríflega tvöfalt meiri hagnaður en árið áður er hagnaðurinn var 106 milljónir. Velta fyrirtækisins var einnig yfir tvöfalt meiri í fyrra, eða 1.089 milljónir en 497 milljónir árið... Meira
15. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 418 orð | 2 myndir

Sjávarútvegur verður ein af þremur stoðum

"EIMSKIP er ekki einvörðungu flutningafyrirtæki," sagði Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, á aðalfundi félagsins í gær og vísaði til þess að félagið byggðist í vaxandi mæli á tveimur stoðum, annars vegar... Meira
15. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 455 orð | 1 mynd

Stofnfiskur hf. hlýtur Nýsköpunarverðlaun 2002

STOFNFISKUR hf. hlaut í gær Nýsköpunarverðlaun ársins 2002. Það eru Rannsóknarráð Íslands og Útflutningsráð Íslands sem standa fyrir verðlaununum. Meira
15. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 267 orð | 1 mynd

Tap Íslandssíma tæpur milljarður króna

TAP Íslandssíma á síðasta ári nam 990,3 milljónum króna. Tapið árið 2000 var 492,5 milljónir. Tapið er í takt við endurskoðaðar áætlanir félagsins, eins og fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands. Rekstrartekjur Íslandssíma námu 1. Meira
15. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 252 orð

Tekjumarkmið hafa náðst

TEKJUR deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á þessu ári eru áætlaðar á bilinu 50-70 milljónir Bandaríkjadala sem jafngilda um 5-7 milljörðum íslenskra króna. Meira
15. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 413 orð

Veiking krónunnar setti strik í reikninginn

HAGNAÐUR Íslenskra aðalverktaka hf. (ÍAV) og dótturfélaga þess á árinu 2001 nam 182 milljónum króna eftir skatta og lækkaði um 11% milli ára. Hagnaðurinn árið áður var 203 milljónir. Meira

Fastir þættir

15. mars 2002 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 15. mars, er fimmtugur Halldór Steinar Benjamínsson, umsjónarmaður Gámaþjónustunnar Laugarvatni, Flókalundi, Laugarvatni. Eiginkona hans er Sigríður Jóna Mikaelsdóttir . Meira
15. mars 2002 | Fastir þættir | 256 orð | 10 myndir

Brandararokk og pönk

Þriðja undanúrslitakvöld Músíktilrauna er í kvöld. Árni Matthíasson segir frá hljómsveitunum tíu sem glíma um sæti í úrslitum. Meira
15. mars 2002 | Fastir þættir | 300 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Í ÞRIÐJU umferð Íslandsmótsins í Borgarnesi kom upp eftirfarandi slemmuspil, sem reyndist erfitt að leysa í sögnum: Austur gefur; NS á hættu. Meira
15. mars 2002 | Fastir þættir | 923 orð | 1 mynd

Dregið úr eftirliti sé aðbúnaður og fóðrun í góðu lagi

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um búfjárhald, forðagæslu og fleira. Eins og gefur að skilja er margt í þessu frumvarpi sem snertir alla þá sem hafa umsjón með hestum. Ásdís Haraldsdóttir gluggaði í frumvarpið og ræddi við Sigríði Björnsdóttur dýralækni hrossasjúkdóma. Meira
15. mars 2002 | Viðhorf | 853 orð

Generalprufa í borginni

Ég yrði ekki hissa þó að forsvarsmenn R- og D-lista myndu tefla þeim Gísla og Degi mjög fram í komandi baráttu, svona þegar Ingibjörg og Björn eru fjarri góðu gamni. Meira
15. mars 2002 | Dagbók | 190 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar, þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna. Meira
15. mars 2002 | Dagbók | 289 orð | 1 mynd

Opnir kirkjudagar í Vídalínskirkju

"KIRKJAN réttir hendur sínar út til samfélagsins til samtals og samvinnu." Opnir kirkjudagar verða í Vídalínskirkju helgina 16. til 17. mars. Meira
15. mars 2002 | Dagbók | 864 orð

(Orðskv. 10, 24.)

Í dag er föstudagur, 15. mars, 74. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Það sem hinn óguðlegi óttast, kemur yfir hann, en réttlátum gefst það, er þeir girnast. Meira
15. mars 2002 | Fastir þættir | 143 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. c4 f5 2. Rc3 c6 3. Rf3 d6 4. d4 Rf6 5. g3 Da5 6. Bg2 e5 7. dxe5 dxe5 8. Bd2 Dc7 9. e4 Be7 10. O-O fxe4 11. Rg5 O-O 12. Rcxe4 Rxe4 13. Rxe4 Bf5 14. De2 Rd7 15. Bc3 Hae8 16. Hae1 Kh8 17. b3 Bxe4 18. Bxe4 Bc5 19. Meira
15. mars 2002 | Fastir þættir | 934 orð | 3 myndir

Stefán Kristjánsson nær lokaáfanga að alþjóðlegum titli

7.-15. mars 2002 Meira
15. mars 2002 | Dagbók | 22 orð

STÖKUR

Á sjávarbotni sitja tveir seggir í andarslitrum, aldrei komast aftur þeir upp úr hrognakytrum. Sjávarbylgjur belja oft, bragnar niðri hljóða, aldrei sjá þeir efra loft ellegar ljósið... Meira
15. mars 2002 | Fastir þættir | 691 orð

Undirbúningur fyrir Landsmót 2002 gengur samkvæmt áætlun

Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum í Skagafirði er í fullum gangi. Meira
15. mars 2002 | Fastir þættir | 445 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI leyfir sér að taka undir með þeim, sem hafa gagnrýnt auglýsingu sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar þar sem fólk var hvatt til að nýta sér veikindadagana sína til að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Meira

Íþróttir

15. mars 2002 | Íþróttir | 411 orð | 1 mynd

* ARNAR Snær Kárason var eini...

* ARNAR Snær Kárason var eini leikmaður KR sem kom ekkert við sögu í leiknum við Hamar í gærkvöldi. Hann meiddist lítillega á dögunum og gat því ekki leikið í gærkvöldi þó svo hann hefði örugglega látið sig hafa það ef í harðbakkann hefði slegið. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 404 orð | 1 mynd

Augusta þolir ekki frekari breytingar

FORSVARSMENN PGA atvinnumótaraðarinnar í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum veigrað sér við að setja ákveðna staðla á útbúnað kylfinga þ.e. kylfur og golfbolta, þar sem framleiðendur á slíkum vörum hafa sagt að slíkar reglur myndu leiða af sér endalausa röð af kærum, lögsóknum og dómsmálum. Nú hefur formaður Augusta-vallarins í Bandaríkjunum, Hootie Johnson, sagt að það komi sterklega til greina að setja slíkar reglur þegar keppt verður á vellinum í framtíðinni. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 160 orð | 1 mynd

* AZER Karadas, norski knattspyrnumaðurinn sem...

* AZER Karadas, norski knattspyrnumaðurinn sem Rosenborg keypti frá Brann í vikunni, fékk morðhótun frá stuðningsmönnum Brann í gær. Hótunin var skrifuð með tómatsósu í snjóinn fyrir utan heimili hans í Bergen . Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 245 orð

Bandarískur háskóli vill fá Óðin Björn

ÞJÁLFARI frá Clemson-háskólanum í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum kemur til landsins um helgina til þess að hitta Óðin Björn Þorsteinsson, kringlukastara úr FH, og þjálfara hans, Eggert Bogason. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 99 orð

Blaklandsliðið til Írlands

ÍSLAND og Írland mætast í tveimur landsleikjum í blaki karla um helgina og fara þeir báðir fram í Dublin, á laugardag og sunnudag. Annað kvöld leikur íslenska liðið gegn úrvalsliði erlendra leikmanna sem spila með írskum liðum. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 67 orð

Dagný Linda önnur í Noregi

DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðakona frá Akureyri, keppti í gær í stórsvigi á norska meistaramótinu og varð í öðru sæti. Hún brunaði niður brekkuna á 2,60 sekúndum lakari tíma en Ingeborg Helena Marken frá Noregi sem sigraði. Landa hennar, Anna M. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 203 orð

Erfitt kvöld Mílanóliða

Bæði Mílanóliðin urðu fyrir áfalli í átta liða úrslitum UEFA-bikarsins í knattspyrnu í gærkvöld. AC Milan tapaði óvænt fyrir ísraelska liðinu Hapoel Tel-Aviv á Kýpur, 1:0, og Inter varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn Valencia á Spáni, 1:1. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 313 orð

Grindvíkingar í góðri stöðu

GRINDVÍKINGAR gerðu góða ferð til Sauðárkróks í gærkvöld þegar þeir léku þar við Tindastól í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Grindavík vann sannfærandi sigur, 92:82, og stendur því mjög vel að vígi. Takist Grindvíkingum að sigra á heimavelli sínum þegar liðin mætast þar á sunnudagskvöldið komast þeir í undanúrslitin en Sauðkrækingar verða að sigra til að fá þriðja leikinn á heimavelli sínum næsta þriðjudag. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

* GUÐLAUGUR Andri Axelsson , einn...

* GUÐLAUGUR Andri Axelsson , einn lykilmanna 2. deildar liðs Skallagríms í knattspyrnu í fyrra, er genginn til liðs við Hauka , nýliðana í 1. deild. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 108 orð

Hjálmar byrjar vel með IFK

HJÁLMAR Jónsson, landsliðsbakvörður í knattspyrnu, sem gekk til liðs við sænska liðið IFK Gautaborg á dögunum frá Keflavík, byrjar vel með liðinu, sem er við æfingar á Kýpur. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 76 orð

Kári ekki meira með ÍR í vetur

KÁRI Marís Guðmundsson, fyrirliði ÍR í handknattleik, leikur ekki meira með félögum sínum í vetur. Kári meiddist í leik ÍR og HK á þriðjudaginn. Í lækinsskoðu kom í ljós að krossband er slitið í hné auk þess sem liðþófi er líklegast rifinn. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 701 orð

KR-ingar betri en mörðu sigur

KR-INGAR sigruðu Hamar 91:87 í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla. Vesturbæingar verða þó að leika mun betur ætli þeir sér að sigra 2-0 í rimmunni en Hvergerðingar eru erfiðir heim að sækja og ætla sér örugglega að mæta KR á ný í vesturbænum. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 433 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Hamar 91:87 KR-húsið,...

KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Hamar 91:87 KR-húsið, átta liða úrslit úrvalsdeildar karla, Epson-deildar, fimmtudaginn 14. mars 2002. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 26 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, 8-liða úrslit: Keflavík:Keflavík...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, 8-liða úrslit: Keflavík:Keflavík - Haukar 19 1. deild karla, úrslitakeppni: Stykkishólmur:Snæfell - KFÍ 20 Hlíðarendi:Valur - ÍS 20 HANDKNATTLEIKUR 1. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 130 orð

Lag til heiðurs Ívari

ENSKA popphljómsveitin The Bluetones gaf B-hliðinni á nýútkomnum smádiski nafnið "Ingimarsson", til heiðurs Ívari Ingimarssyni, leikmanni með enska knattspyrnufélaginu Brentford. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 155 orð

Magdeburg á HM félagsliða í Qatar

ÞÝSKA handknattleiksliðið Magdeburg, sem Alfreð Gíslason þjálfar og Ólafur Stefánsson leikur með, tekur þátt í heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Doha í Qatar 3. til 9. júní sumar. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 284 orð

Overstreet breytir miklu hjá Stúdínum

ÚRSLITAKEPPNI í 1. deild kvenna í körfuknattleik fór fyrst fram árið 1993 þar sem Keflavík hafði betur gegn KR í þremur leikjum. Þessi lið hafa einokað úrslitarimmurnar um Íslandsmeistaratitilinn síðan þá en Breiðablik og Grindavík blönduðu sér í hópinn árið 1995 og 1997. Breiðablik varð Íslandsmeistari árið 1995 en liðið lagði Keflavík í úrslitum og Grindavík lék sama leikinn árið 1997 gegn KR. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 352 orð | 1 mynd

Ragnar fór á kostum með Njarðvík

ÍSLANDSMEISTARAR Njarðvíkur komust yfir fyrstu hindrun sína í úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þeir unnu Breiðablik, 100:82, í Njarðvík. Þetta var fyrsti leikur Kópavogsliðsins í úrslitakeppni frá upphafi en þrátt fyrir góða baráttu allan tímann voru Njarðvíkingar einfaldlega of sterkir. Liðin mætast aftur í Smáranum í Kópavogi á sunnudagskvöldið og þar má búast við því að Íslandsmeistararnir fái enn meiri mótspyrnu. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 108 orð

Stig í súginn með vítakasti Ólafs

Ólafur Stefánsson náði ekki að skora úr vítakasti þremur sekúndum fyrir leikslok og þar með varð Magdeburg að sætta sig við jafntefli, 26:26, gegn Gummersbach í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Meira
15. mars 2002 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

UEFA vill rannsaka slagsmálin í Róm

TIL handalögmála kom á Ólympíuleikvanginum í Róm eftir leik ítalska liðsins Róma gegn Galatasary frá Tyrklandi í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið en leiknum lauk með jafntefli 1:1. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 492 orð | 5 myndir

Fífur og naglar og fiskroð og ull

FIMM íslenskir hönnuðir héldu í vikunni sýningu á verkum sínum í tengslum við Tískuvikuna í París. Viðbrögð sýningarinnar voru að sögn aðstandenda góð, en hún fór fram í Aigret-galleríinu í frönsku höfuðborginni. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 113 orð | 1 mynd

Gunnar Örn með fimm Íslandsmet

OPNA danska meistaramótið í sundi fatlaðra fór fram um helgina. Þátttakendur komu víða að úr heiminum og voru Íslendingar sigursælir á mótinu. Gunnar Örn Ólafsson úr Ösp setti fimm Íslandsmet í sínum flokki. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 86 orð | 1 mynd

Lék með stórri hljómsveit

ÍSLENSKUR selló-leikari Sæunn Þorsteinsdóttir kom um helgina fram með Des Moines-sinfóníunni í Bandaríkjunum. Sæunn, sem er búsett í Bandaríkjunum, fékk að leika með sinfóníunni eftir að hún vann keppni fyrir unga tónlistarmenn. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 414 orð | 3 myndir

Líf í tuskunum

ÞEIR sem vilja taka til í fataskápnum hjá sér en finnst óhugsandi að sjá á eftir gömlu fötunum ofan í ruslatunnu eiga ýmissa kosta völ. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1333 orð | 1 mynd

Málfærni að hætti hússins

MÉR hefur farið fram." "Mér líður betur í vinnunni." "Mér gengur betur að skilja hvað ég á að gera í vinnunni." "...samskiptin við hina starfsmennina og börnin hafa batnað." ... Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 46 orð

Netfang: auefni@mbl.is

Karlmaður um sextugt fannst látinn í íbúð sinni í Kópavogi á aðfaranótt sunnudags. Er talið að hann hafi látist vegna innvortis áverka. Lögregla yfirheyrir nú mann og konu vegna málsins. Þau voru gestir í íbúð hins látna og tilkynntu um lát hans. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 130 orð | 1 mynd

Nokkur allstór snjó-flóð féllu úr Reynisfjalli...

Nokkur allstór snjó-flóð féllu úr Reynisfjalli við Vík á sunnudag. Snjó-flóðin, sem voru bæði stór og lítil, féllu líka víðar í Mýrdalnum. Rýma þurfti fimm bæi vegna snjóflóða-hættu. Enginn slasaðist þó í snjó-flóðunum. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 929 orð | 5 myndir

Notaðar flíkur sem nýtast vel

NOTUÐ föt geta litið út sem ný og engin ástæða til að henda þeim þótt maður sé kannski orðinn dálítið leiður á þeim. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1463 orð | 5 myndir

Silkiormar í grasagarði

SNJÓR og vetrarkuldi koma ekki í veg fyrir að Tai Chi-hópurinn stundi sín fræði undir berum himni í Grasagarðinum í Laugardal. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 891 orð | 3 myndir

Skín þú, fáni, eynni yfir

ÞJÓÐFÁNAR blakta ekki lengur einungis við hún á vísum stöðum, þeir hafa numið ný svæði. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 393 orð | 2 myndir

Ta Chi

SAGA : Tai Chi á rætur í Kína og hefur verið þekkt þar í nokkrar aldir. Kerfið er byggt á gamalli bardagalist og hafa þróast nokkur mismunandi afbrigði. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 70 orð

Umdeildur sigur

FORSETA-kosningar fóru fram í Afríkuríkinu Zimbabve um helgina. Robert Mugabe , núverandi forseti landsins, fór með sigur af hólmi í kosningunum. Hann hefur verið forseti landsins frá því það fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1974. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 351 orð | 1 mynd

Útlendingarnir fái notið sín

SKÓLI, skóli, skóli í dag," berst í gegnum kliðinn innan úr kaffistofunni í Toppfiski. Eftirvæntingin liggur í loftinu enda er kennarinn mættur og kennslustund í starfstengdri íslensku fyrir byrjendur að hefjast í innri hluta kaffistofunnar. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 743 orð | 4 myndir

Við viljum læra íslensku

VIÐ VILJUM læra íslensku af því að við búum á Íslandi og viljum taka þátt í íslensku samfélagi eins og aðrir. Meira
15. mars 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 158 orð | 1 mynd

Öryggisráðið hvetur til friðar

MIKIL átök hafa verið milli Ísraela og Palestínu-manna undanfarna daga. Um 150 manns létust í átökum þjóðanna í síðustu viku. Er það mesta mannfall sem orðið hefur í langan tíma. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.