Greinar þriðjudaginn 26. mars 2002

Forsíða

26. mars 2002 | Forsíða | 340 orð

Bush vill að Sharon aflétti ferðabanni

RÁÐHERRAR utanríkismála í arabaríkjunum "vísa á bug öllum árásum eða hótunum um árásir gegn nokkru arabaríki", að sögn Mahmouds Hammouds, utanríkisráðherra Líbanons, í gær. Meira
26. mars 2002 | Forsíða | 108 orð | 1 mynd

Fyrsti skóladagurinn í Kabúl

STÚLKUR í grunnskóla í Kabúl með nýjar námsbækur sínar í gær. Talibanar komu að mestu í veg fyrir að stúlkur fengju að sækja skóla. Meira
26. mars 2002 | Forsíða | 116 orð | 1 mynd

Verður ekki grýtt

Íslamskur áfrýjunarréttur í norðurhluta Nígeríu sýknaði í gær 35 ára konu, Safiya Husaini, sem dæmd hafði verið til dauða fyrir hórdóm. Husaini, sem hér sést gefa dótturinni Adömu brjóst, hafði verið dæmd til dauða fyrir að fæða barn utan hjónabands. Meira
26. mars 2002 | Forsíða | 198 orð

Verkamenn mótmæla í Kína

KÍNVERSKA lögreglan var með mikinn viðbúnað í borginni Daqing í norðausturhluta Kína í gær þegar verkamenn, sem misst hafa atvinnuna, efndu til mótmæla. Verkamenn í nálægri iðnaðarborg, Liaoyang, héldu einnig áfram mótmælum sem hófust fyrr í mánuðinum. Meira
26. mars 2002 | Forsíða | 162 orð

Þumalputtakynslóðin

UNGT fólk notar þumalfingurinn mikið þegar það sendir smáskilaboð (SMS) eða fæst við ýmsa tölvuleiki og þumallinn er að taka yfir hlutverk vísifingursins, segir í breska blaðinu The Observer. Meira

Fréttir

26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 518 orð | 1 mynd

150 metra breið aurskriða lokaði veginum

UM 60-80 metra há og um 150 metra breið aurskriða féll á veginn milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar aðfaranótt sunnudags og lokaði honum kirfilega. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 189 orð

726 ófrjósemisaðgerðir á 38 árum

ALLS voru framkvæmdar 726 ófrjósemisaðgerðir hér á landi á 38 árum á árabilinu frá 1938 til 1975, að því er fram kemur í skýrslu heilbrigðisráðherra til Alþingis vegna beiðni frá Þórunni Sveinbjarnardóttur alþingismanni en lög nr. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

75 hestar í hættu vegna elds í geymslu

STÚLKA sem var að kemba hesti sínum varð vör við reykjarlykt frá spónargeymslu í hesthúsi í Víðidal á laugardagskvöld. Meira
26. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 699 orð | 1 mynd

Að sættast við sjóinn

Deiliskipulagstillaga að strandhverfi með 560 íbúðum auk 200 íbúða fyrir aldraða við Arnarnesvog í Garðabæ er nú í kynningu. Hönnuður tillögunnar er Björn Ólafs arkitekt sem einnig hannaði bryggjuhverfið í Reykjavík og það sem fyrirhugað er í Kópavogi. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 631 orð | 1 mynd

Aftursætisbílstjórar valda vandræðum

UM helgina voru 42 ökumenn grunaðir um of hraðan akstur en sjö um ölvun við akstur. Harður árekstur varð á Kjalarnesi síðdegis á föstudag. Ökumenn beggja bifreiða voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 298 orð

Alvarlegt að ekki skuli farið að settum reglum

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær að taka þyrfti "harkalega í hnakkadrambið" á þeim útflytjendum lambakjöts sem ekki hefðu farið að reglum sem gilda m.a. um merkingar á kjöti. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð

Annar handtekinn vegna smygls á 30 kg af hassi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað annan karlmann í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á smygli á um 30 kílóum af hassi til landsins. Fyrir situr 37 ára karlmaður í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Atvinnuvegasýning í Stykkishólmi árið 2003

EFLING Stykkishólms er að hefja sitt áttunda starfsár. Tilgangur félagsins er að vinna að framfaramálum í menningar- og atvinnulífi Stykkishólms. Á aðalfundi félagsins fyrir skömmu kom fram að félagið tók þátt í mörgum verkefnum á síðasta ári. Meira
26. mars 2002 | Erlendar fréttir | 392 orð

Auknar ævilíkur fólks með Downs-heilkenni

ÆVILÍKUR þeirra, sem fæddir eru með svokallað Downs-heilkenni, hafa tvöfaldast á síðustu tveimur áratugum. Kemur það fram í bandarískum dánarvottorðum og úr þeim má líka lesa, að miklu minna er um krabbamein í þessu fólki en öðru. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Austurland í upplestrarkeppninni í fyrsta sinn

AUSTURLAND tók nú í fyrsta sinn þátt í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk grunnskóla, en keppnin hefur verið haldin til nokkurra ára víða um land. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 200 orð

Á 100 km hraða í mikilli hálku

ELDRI hjón sluppu með minniháttar meiðsli þegar bifreið þeirra fór tvær veltur fyrir utan veg á Holtavörðuheiði í gær. Mikil hálka var á veginum og missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þessum afleiðingum. Meira
26. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Áfram verði farþegaflug til Reykjavíkur

AÐALFUNDUR Félags byggingamanna Eyjafirði, sem haldinn var í síðustu viku, samþykkti ályktun, þar sem lýst er áhyggjum vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð

Árleg meðgjöf Strætó 1,2 milljarðar

ÁRLEG meðgjöf með almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu er 1,2 milljarðar króna. Þetta kom fram í pallborðsumræðum sem fram fóru í lok málþingsins í gær. Það var Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó bs., sem upplýsti þetta. Meira
26. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 408 orð | 1 mynd

Bankinn með um 50 störf í bankaþjónustu í bænum

LANDSBANKINN á Akureyri stóð fyrir opnum morgunverðarfundi á Hótel KEA fyrir helgi þar sem fjallað var um horfur á fjármálamörkuðum árið 2002, auk þess sem starfsemi bankans á Akureyri var kynnt. Landsbankinn opnaði útibú á Akureyri 18. Meira
26. mars 2002 | Erlendar fréttir | 160 orð

Boða "öfluga" stækkun NATO

LEIÐTOGAR tíu Mið- og Austur-Evrópuríkja sem vonast til að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO) hófu í gær tveggja daga fund í Búkarest í Rúmeníu og vilja koma þeim skilaboðum til bandalagsins, að þeir geti lagt sitt af mörkum til að auka öryggi í... Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 466 orð

Bókhaldslegur aðskilnaður vinnslu og dreifingar

EKKI er lengur gert ráð fyrir fyrirtækjaaðskilnaði milli vinnslu og sölu annars vegar og dreifingar og flutnings raforku hins vegar heldur dugir að gerður sé bókhaldslegur aðskilnaður innan orkufyrirtækja sem bæði eru í vinnslu og dreifingu, samkvæmt... Meira
26. mars 2002 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Bush leggur áherslu á fríverslunarsamninga

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sneri aftur til Washington á sunnudagskvöld eftir fjögurra daga ferð til Mexíkó, Perú og El Salvadors þar sem hann lagði áherslu á frjáls viðskipti og nánara samstarf í baráttunni gegn eiturlyfjasmygli og hryðjuverkum. Meira
26. mars 2002 | Erlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Búast má við að enn fleiri íshellur brotni

BÚAST má við því að fleiri risastórar íshellur við suðurskautið brotni upp eftir því sem hægir á ísflæði þar eða það jafnvel stöðvast alveg og hitastig í heiminum hækkar, segir reyndur umhverfisvísindamaður á Nýja-Sjálandi, Tim Naish, sem vinnur við... Meira
26. mars 2002 | Suðurnes | 849 orð | 1 mynd

Byggjum undir sparisjóðinn til framtíðar

SAMÞYKKT aðalfundar Sparisjóðsins í Keflavík um að ljúka undirbúningi og gerð tillagna um að breyta sjóðnum í hlutafélag er fyrsta skrefið af mörgum sem stigið er í átt að formbreytingu á rekstri fyrirtækisins. Meira
26. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 178 orð | 2 myndir

Eggja leitað á Ægissíðu

MEÐ RANNSAKANDI augum röltu börn um fjöruna við Ægissíðu á laugardaginn í þeirri von að koma auga á egg. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 661 orð

Ekki flókið mál að uppfylla reglurnar

TALSMENN þeirra sláturhúsa sem hafa leyfi til þess að flytja út lambakjöt segja að enda þótt reglur Evrópusambandsins um merkingar séu strangar sé það í sjálfu sér ekki flókið mál að uppfylla þær og þessum málum hafi verið kippt í lag. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Endurbætur gerðar á sundlauginni

VIÐGERÐIR og endurbætur standa nú yfir á tæplega sextíu ára gamalli sundlaug Neskaupstaðar. Bygging sundlaugarinnar var á sínum tíma mikið og framsýnt verkefni. Laugin var byggð á stríðsárunum og tekin í notkun í ágúst 1943. Meira
26. mars 2002 | Miðopna | 886 orð | 3 myndir

Er bæði spurning um útlit og tilfinningar

Nokkrir möguleikar eru færir til að skapa konum ný brjóst. Árlega fara fram milli 10 og 30 slíkar aðgerðir hérlendis. Jóhannes Tómasson ræddi við lýtalæknana Sigurð Þorvaldsson og Rafn Ragnarsson um brjóstaaðgerðir. Meira
26. mars 2002 | Suðurnes | 59 orð

Fallið frá aðkomu um Heiðargarð

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta við að gera ráð fyrir nýrri aðkomu að leikskólanum Garðaseli í Keflavík um Heiðargarð. Aðkoman verður um Hólmgarð eins og verið hefur. Meira
26. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Fjölbreytt skíðadagskrá

FJÖLBREYTT dagskrá verður á skíðasvæði Ólafsfirðinga í Tindaöxl um páskana, en það verður opið daglega frá kl. 11 til 17 og göngubrautir verða opnar allan sólarhringinn. Sr. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 142 orð

Frá Svíþjóð í gæsluvarðhald

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær mann sem talinn er vera frá Kamerún í gæsluvarðhald til 19. apríl nk. en hann er grunaður um stórfelld fjársvik og skjalafals hér á landi. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Fræðslufundur um sjálfsmat skóla

SKÓLASTJÓRNENDUR og kennarar grunnskólanna á Hólmavík, Broddanesi og Drangsnesi héldu nýlega fræðslufund um sjálfsmat skóla. Meira
26. mars 2002 | Landsbyggðin | 125 orð | 1 mynd

Fundu 40° heitt vatn á Höfðabrekku

Á HÖFÐABREKKU í Mýrdal hefur staðið yfir borun eftir heitu vatni síðastliðnar 7 vikur. Það var bor frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða sem sá um verkið. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Fyrstu lömbin í A-Húnavatnssýslu

FYRSTU lömb ársins litu dagsins ljós í Austur-Húnavatnssýslu í fyrrinótt þegar gemlingurinn Marsibil á Sölvabakka bar tveimur lömbum, gimbur og hrút. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 644 orð

Gagnrýnir skrif Morgunblaðsins um álver

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra gagnrýnir leiðaraskrif Morgunblaðsins á laugardag og Reykjavíkurbréf blaðsins sl. sunnudag í pistli á heimasíðu sinni. Meira
26. mars 2002 | Erlendar fréttir | 782 orð | 1 mynd

Handsöluðu samning í Moskvu í fyrra

FULLTRÚAR heimastjórnar Palestínumanna bera til baka fregnir þess efnis að Palestínumenn hafi efnt til samstarfs við stjórnvöld í Íran sem feli í sér að Íranir leggi róttækum hreyfingum Palestínumanna til umtalsverða fjármuni og þungavopn gegn... Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 32 orð

Heimahlynning með opið hús

HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Sigurbjörg Björnsdóttir bókasafnsfræðingur segir frá lesefni fyrir syrgjendur. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Húrrað niður á fullri ferð

KRAKKAR á öllum aldri höfðu ástæðu til að gleðjast í gær því þá voru teknar í notkun tvær nýjar rennibrautir í Breiðholtslaug. Er önnur brautin 32 metrar að lengd en hin 25 metrar. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 299 orð | 2 myndir

Hvalveiðar hefjist sem fyrst að nýju

FJÓRIR þingmenn úr fjórum þingflokkum á Alþingi hafa lagt fram frumvarp til laga, um breytingu á lögum um hvalveiðar, sem miðar að því að hvalveiðir hefjist sem fyrst að nýju. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Guðjón A. Meira
26. mars 2002 | Suðurnes | 170 orð | 2 myndir

Hvíta liðið sigraði í starfshlaupi

HVÍTA liðið sigraði í árlegu starfshlaupi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfshlaupið er boðhlaup milli liða og er keppt í flestum þeim greinum sem kenndar eru við skólann auk þess sem ýmiss konar þrautir eru lagðar fyrir þátttakendur. Meira
26. mars 2002 | Erlendar fréttir | 87 orð

Írland minnkar

ÍRLAND minnkar ár frá ári. Kom þetta fram á ráðstefnu, sem haldin var í bænum Templepatrick á Norður-Írlandi og fjallaði um landbrot og ágang sjávar um allan heim. Meira
26. mars 2002 | Landsbyggðin | 242 orð | 2 myndir

Íþróttahúsið fokhelt

ÍÞRÓTTAHÚS er risið á Hvammstanga og er það vegleg bygging, um 880 fermetrar að flatarmáli. Húsið er stálgrindarhús á steyptum sökklum og stendur sambyggt við þjónustuhús sundlaugarinnar. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 43 orð

Í öndunarvél eftir skíðaslys

DRENGURINN sem slasaðist við skíðastökk á skíðasvæðinu í Tungudal við Ísafjörð á þriðjudag í síðustu viku liggur enn sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

JÓHANNA Á. STEINGRÍMSDÓTTIR

JÓHANNA Álfheiður Steingrímsdóttir frá Árnesi lést aðfaranótt mánudagsins 25. mars á heimili dóttur sinnar í Reykjavík. Jóhanna Álfheiður fæddist 20. ágúst árið 1920. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 214 orð

Kenneth Peterson með meirihluta í Halló-Frjálsum fjarskiptum

KENNETH Peterson, eigandi Columbia Ventures Corporation, móðurfyrirtækis Norðuráls á Grundartanga, hefur eignast meirihluta í símafyrirtækinu Halló-Frjálsum fjarskiptum. Hann segist af þeim sökum hafa áhuga á fjarskiptamarkaðinum á Íslandi. Meira
26. mars 2002 | Suðurnes | 109 orð | 1 mynd

Kjörin fegurðardrottning Suðurnesja

BERGLIND Óskarsdóttir, 18 ára stúlka úr Keflavík, er fegurðardrottning Suðurnesja 2002. Hún var kjörin úr hópi átján stúlkna við athöfn sem fram fór við Bláa lónið á laugardagskvöld. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 828 orð | 1 mynd

Konur gefast aldrei upp

Jónína Benediktsdóttir er fædd á Akureyri 26. mars 1957. Ólst upp á Húsavík. Íþróttafræðingur frá McGill-háskólanum í Montreal 1981. Hún er framkvæmdastjóri Planet pulse-keðjunnar auk þess sem hún heldur fyrirlestra víða um heim. Jónína á þrjú börn með Stefáni Einari Matthíassyni æðaskurðlækni, börnin eru Jóhanna Klara, Matthías og Tómas Helgi. Meira
26. mars 2002 | Suðurnes | 38 orð

Kristján formaður

KRISTJÁN Gunnarsson var kosinn formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ á aðalfundi félagsins sem haldinn var á dögunum. Með honum í stjórn eru Andrea Gunnarsdóttir, Brynjar Harðarson, Sigurður H. Ólafsson og Vilhjálmur Skarphéðinsson. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 211 orð

Kvikmyndaskoðun ríkisins verði lögð niður

MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Tómas Ingi Olrich, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðast að því að ríkið hætti að skoða og meta kvikmyndir fyrir frumsýningu þeirra hér á landi og að skyldan færist til þeirra sem framleiða, leigja, sýna eða dreifa á... Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Landsmót UMFÍ 2004 á Sauðárkróki

Á STJÓRNARFUNDI Ungmennafélags Íslands fyrir helgi var ákveðið hvar 24. landsmót Ungmennafélags Íslands árið 2004 verður haldið. Fimm sambönd sóttu um að halda landsmótið að þessu sinni, þ.e. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Látinn eftir hnífstungu

KARLMAÐUR um fimmtugt, sem hlaut alvarlega áverka við hnífstunguárás í íbúð á Grettisgötu 6. mars sl., lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á sunnudagsmorgun. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Lést af slysförum

SIGURÐUR Hrafn Guðmundsson lést af slysförum á Njálsgötu 110 í Reykjavík laugardaginn 23. mars sl. Sigurður var 38 ára gamall, fæddur 13. apríl 1963. Hann var einhleypur og barnlaus. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 151 orð

Listi sjálfstæðismanna í Árborg

FRAMBOÐSLISTI sjálfstæðismanna í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur á félagsfundi sjálfstæðisfélaganna á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi á fimmtudagskvöld. Listann skipa: 1. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Líklega kviknaði í út frá eldavél

SVO virðist sem kviknað hafi í út frá eldavél í húsi í Krummahólum í Breiðholti á sunnudagskvöld. Miklar skemmdir urðu á innbúi af völdum reyks og hita en húsið var mannlaust þegar eldurinn kviknaði. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð

Lækkuðu verð um 3%

FIMM sérvöruverslanir með gleraugu, úr og skartgripi í Smáralind lækkuðu verð á öllum vörum um 3% á laugardag. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 72 orð

Lögreglan lýsir eftir ökumanni og vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að því þegar bifreið var ekið á járngrindverk á miðeyju við gatnamót Hringbrautar og Bræðraborgarstígs. Atvikið átti sér stað 22. mars, kl. 13.43. Grindverkið skemmdist mikið og kubbaðist í sundur á kafla. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 817 orð | 1 mynd

Mikil samkeppni um athygli og tíma fólks

STÖÐUGT meiri samkeppni ríkir um tíma fólks og samkeppnin um athygli er mikil og þetta hefur m.a. leitt til þess að mikilvægi leiðtoga stjórnmálaflokka hefur vaxið og öll kosningabarátta verður að koma saman í framkomu leiðtogans gagnvart almenningi. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Milljón tonn veidd

LOÐNUAFLINN á vertíðinni er nú orðinn 1.030.000 tonn. Þar af hefur 881.000 tonn borizt á land frá áramótum af íslenzkum skipum og 32.000 tonn af erlendum skipum. Því hefur alls verið landað 913. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 100 orð

Námskeið um sögu og menningu Tékklands

NÁMSKEIÐ verður á vegum Endurmenntunar er nefnist: Prag - Hjarta Evrópu - Saga, menning og tunga. Markmiðið er að blanda saman tékknesku og fræðslu um menningu og sögu Tékklands með sérstakri áherslu á höfuðborgina Prag. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð

Námskeið um vefsíðugerð

BANDARÍSKI viðmótshönnuðurinn Kelly Goto og höfundur bókarinnar "Web - Redesign and Workflow that works" heldur námskeið hjá Endurmenntun HÍ dagana 15. og 16. apríl kl. 9-16. Kelly hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir vefsíðuhönnun. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

Niðurstaða eftir hálfan mánuð

NÝGERÐUR samningur sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins var kynntur á félagsfundi hjá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum í gærkvöldi. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 346 orð | 2 myndir

Norðuráli sinnt vel í ráðuneytinu

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær að mikil vinna hefði farið fram í iðnaðarráðuneytinu til að sinna fyrirtækinu Norðuráli á Grundartanga allt frá árinu 2000. Meira
26. mars 2002 | Akureyri og nágrenni | 211 orð | 1 mynd

Nýtt fólk til liðs við Jakob

FRAMBOÐSLISTI Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningar á Akureyri í vor var samþykktur á fundi á laugardag. Jakob Björnsson bæjarfulltrúi er í 1. sæti, Gerður Jónsdóttir leiðbeinandi í 2. sæti, Jóhannes Gunnar Bjarnason íþróttakennari í 3. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Ný önn í Grunnskólanum hófst með þemadögum

NÝ önn hófst á yngsta stigi í Grunnskóla Borgarness með þemadögum í þrjá daga um heimabyggðina. Nemendum, sem eru 129 talsins, var skipt í 7 hópa. Í hverjum hópi voru 17-18 börn á blönduðum aldri. Meira
26. mars 2002 | Landsbyggðin | 112 orð

Passíusálmarnir lesnir í Meðallandi

Í LANGHOLTSKIRKJU í Meðallandi verða Passíusálmarnir lesnir á föstudaginn langa nk. Hefst lesturinn kl. 11 og lýkur um kl. 16. Grétar Einarsson les og vill þar með minnast föður síns, Einars Einarssonar djákna. Hann fæddist hér á Syðri-Fljótum 5. Meira
26. mars 2002 | Erlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Prestar ræða hneykslismál

KAÞÓLSKIR prestar í Bandaríkjunum ræddu sl. sunnudag þau hneykslismál sem skekið hafa kirkjuna undanfarið og flekkað suma af helstu leiðtogum hennar vegna fregna af kynferðislegu ofbeldi. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Presturinn vann fimm milljónir

SVEINN Valgeirsson, sóknarprestur á Tálknafirði, varð fyrstur manna til að vinna fimm milljónir króna í þættinum Viltu vinna milljón? á Stöð 2 en í fyrrakvöld náði hann að svara fimmtándu og síðustu spurningunni í þættinum rétt. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Sautján innbrot í rannsókn

INNBROT í tvo sumarbústaði í Svarfhólsskógi í Svínadal uppgötvuðust síðastliðinn föstudag þegar eigendur komu í bústaði sína. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Sálumessa í Háteigskirkju

KÓR Háteigskirkju og kammersveit undir stjórn Douglas Brotchie organista flytja sálumessu eftir enska tónskáldið John Rutter í Háteigskirkju annaðkvöld, miðvikudagskvöld. Athöfnin hefst kl. 20.30 en fyrir tónlistarflutninginn flytur sr. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 271 orð

Sjómönnum var ekki heimilt að efna til verkfalls

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Alþýðusambands Íslands um að sjómönnum sé heimilt að efna til verkfalls og að ákvörðun gerðardóms ráði ekki kjörum þeirra. Meira
26. mars 2002 | Miðopna | 1264 orð | 2 myndir

Skilvirkari stjórnsýsla og sterkari einingar

Félagsþjónusta hefur víða aukist með sameiningu sveitarfélaga en íbúar jaðarsvæða upplifa lýðræðislega stöðu sína veikari en áður, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar dr. Grétars Þórs Eyþórssonar á áhrif- um sameiningar sveitarfélaga. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 223 orð

Starfatorg - vefur um laus störf hjá ríkinu

OPNAÐUR var sérstakur vefur með auglýsingum á lausum störfum, sem eru til umsóknar hverju sinni á vegum ríkisins, 15. mars sl. Vefurinn kallast Starfatorg.is. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 493 orð

Tap í innanlandsflugi 1,7 milljarðar á síðustu fjórum árum

FLUGFÉLÖG í innanlandsflugi hafa tapað 1,7 milljörðum króna á síðustu fjórum árum. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð

Tækniskólinn verði Tækniháskóli Íslands

LAGT hefur verið fram á Alþingi, frumvarp til laga um Tækniháskóla Íslands en með frumvarpinu er verið að samræma lög um Tækniskóla Íslands lögum um háskóla, nr. Meira
26. mars 2002 | Erlendar fréttir | 158 orð

Uppsagnir hjá breska póstinum

BRESKA póstþónustan eða Consignia eins og fyrirtækið heitir nú ætlar að segja upp 15.000 manns og alls 40.000 á næstu þremur árum. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 182 orð | 2 myndir

Vatnið gróf helli undir hringveginn

STEFNT var að því að ljúka bráðabirgðaviðgerð á hringveginum á Mýrdalssandi í gær en vegurinn skemmdist talvert í vatnavöxtum um helgina. Svo heppilega vildi til að hægt var að beina umferð um vetrarveg og var hringvegurinn því fær eftir sem áður. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 460 orð | 1 mynd

Vaxtatekjur banka um 25 milljarðar

VIÐSKIPTABANKARNIR hafa tilkynnt um vaxtalækkun á bilinu 0,25-0,40% af hluta út- og innlána þeirra. Vextir óverðtryggðra skuldabréfalána bankanna hækkuðu hins vegar um 2,0% umfram hækkun stýrivaxta Seðlabankans á árunum 1999 til 2001. Meira
26. mars 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 152 orð

Verið að hanna nýja sundlaug

NÚ STENDUR yfir vinna við hönnun nýrrar sundlaugar í Mosfellsbæ útfrá forsögn sem samþykkt var í íþrótta- og tómstundanefnd í janúar. Í forsögninni er gert ráð fyrir nýrri sundlaug 26 m x 12,5 m með hreyfanlegu skilrúmi. Meira
26. mars 2002 | Erlendar fréttir | 162 orð

Viðræður milli Kóreuríkjanna

HÁTTSETTUR suður-kóreskur sendimaður mun fara til fundar við stjórnvöld í Norður-Kóreu í næsta mánuði. Eru bundnar miklar vonir við fundinn en þar verður rætt um leiðir til að draga úr spennu á milli ríkjanna. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð

Vilja hálendisþjóðgarð

NÍU þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um hálendisþjóðgarð. Fyrsti flutningsmaður hennar er Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira
26. mars 2002 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Vorflóð í Ungverjalandi

Það er farið að vora í Mið-Evrópu og lækir, ár og fljót hafa víða flætt yfir bakka sína. Miklir vatnavextir eru til dæmis í Dóná, einkum í Ungverjalandi þar sem stór svæði eru undir vatni. Meira
26. mars 2002 | Landsbyggðin | 214 orð | 1 mynd

Yfir 400 söngraddir hljómuðu

HELGINA 15.-17. mars var haldið 13. landsmót barnakóra í Stykkishólmi. Á mótið mættu 18 kórar víða að af landinu, en flestir kórarnir voru af höfuðborgarsvæðinu. Frá Stykkishólmi voru tveir kórar með 40 félögum. Meira
26. mars 2002 | Innlendar fréttir | 188 orð

Þingmenn snúist gegn virkjun

SEX náttúruverndarsamtök hafa skorað á alþingismenn að snúast gegn frumvarpi iðnaðarráðherra um virkjun Kárahnjúka og Kröflu. Meira

Ritstjórnargreinar

26. mars 2002 | Staksteinar | 411 orð | 2 myndir

Breyttar áherslur í stjórn?

BRYNJÓLFUR Ægir Sævarsson skrifar í pistli á vefritinu Deiglunni um stjórnarsetu í hlutafélögum og segir margt áhugavert. Meira
26. mars 2002 | Leiðarar | 827 orð

Svör Valgerðar

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, svarar á heimasíðu sinni í gær athugasemdum sem fram komu í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag um málsmeðferð hennar vegna breyttrar afstöðu Norsk Hydro til byggingar álvers á Reyðarfirði. Meira

Menning

26. mars 2002 | Tónlist | 413 orð | 1 mynd

Að syngja og lifa textann

Alina Dubik og Gerrit Schuil. Fluttu söngverk eftir Brahms og Rakhmanínov og íslensk sönglög. Sunnudagurinn 24. mars, 2002. Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 997 orð | 7 myndir

Áfangasigur fyrir svarta kvikmyndaleikara

A Beautiful Mind var sigurmynd Óskarsverðlaunahátíðarinnar sem fór fram á sunnudagskvöldið í nýjum heimkynnum í Hollywood. Hátíðarinnar í ár verður þó fyrst og fremst minnst fyrir söguleg úrslit í flokki bestu aðalleikara karla og kvenna. Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Árshátíð Barnaskólans

ÁRSHÁTÍÐ Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri var haldin fimmtudaginn 14. mars. Árshátíðin hófst með kaffisölu sem 10. bekkur skólans sá um. Að henni lokinni hófust skemmtiatriði sem hver bekkur fyrir sig hafði skipulagt. Leiklistarval 8. - 10. Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Árshátíð yngstu nemendanna

HIN árlega árshátíð hjá yngstu nemendum skólans var haldin um miðjan mars. Þema hátíðarinnar var hafið. Salurinn var skreyttur með myndum eftir nemendur og tengdust myndirnar allar hafinu. Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 179 orð | 2 myndir

Beint á toppinn fer Blade

ÞAÐ er engum blöðum um það að fletta, Wesley Snipes og hasarmyndin Blade II á víst fylgi hjá bandarískum bíógestum. Myndin, sem er framhald Blade frá 1998, halaði inn ríflega 3 milljarða íslenskra króna fyrstu sýningarhelgina. Meira
26. mars 2002 | Menningarlíf | 254 orð | 1 mynd

Blíðfinni vel tekið í Þýskalandi

BARNABÓK Þorvaldar Þorsteinssonar, Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó, var gefin út á þýsku í febrúarmánuði sl. af forlaginu Bertelsman-Random House. Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 48 orð | 1 mynd

Eva Karlotta sigraði

EVA Karlotta Einarsdóttir og The Sheep River Hooks úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna, sem haldin var á laugardagskvöldið í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Meira
26. mars 2002 | Tónlist | 342 orð

Firnagóðir tónleikar

Kammerhópur Salarins lék Strengjakvartett ópus 12 í Es-dúr eftir Felix Mendelssohn og Píanókvintett ópus 44 í Es-dúr eftir Róbert Schumann. Á undan tónleikum talaði Karólína Eiríksdóttir um tónskáldin og verk þeirra. Sunnudag 17. mars kl. 16.30. Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 26 orð | 1 mynd

Gaukur á Stöng Hljómsveitirnar geðþekku Maus,...

Gaukur á Stöng Hljómsveitirnar geðþekku Maus, Botnleðja og Fídel leika. Húsið opnað kl. 20.00 og er aðgangseyrir 500 kr. Vídalín Trúbadorinn Bjarni Tryggva með hið eina og sanna... Meira
26. mars 2002 | Myndlist | 559 orð | 1 mynd

Í hvað fóru aurarnir?

Opið alla daga 11-18, fimmtudaga 11-19. Til 5. maí 2002. Meira
26. mars 2002 | Menningarlíf | 67 orð | 1 mynd

Íslensk skyndilist í pylsuvagni

F.ART sýndi á vorsýningu í Charlottenborgs Slot íslenskan pylsuvagn. Í vagninum var seld íslensk skyndilist í stað þess að selja pylsur og einnig útvarpað af Rás 1. F.art samanstendur af Hildi Margrétardóttur og Lónu Dögg Christensen. Meira
26. mars 2002 | Leiklist | 369 orð

Kynlegur fénaður

Höfundur: Richard O'Brien. Þýðing: Veturliði Guðnason o.fl. Tónlistarstjóri: Baldvin Árnason. Lýsing: Benedikt Axelsson. Leikstjóri: Guðmundur Karl Sigurdórsson. Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 357 orð | 3 myndir

Ljóslifandi Lína, Emil og félagar

EINS og sjónvarpsáhorfendur sem muna tímana tvenna vita hafa frændur okkar Svíar fært barnabækur ástsælasta rithöfundar síns, hennar Astrid Lindgren heitinnar, samviskusamlega í kvikmyndabúning í gegnum tíðina. Meira
26. mars 2002 | Menningarlíf | 59 orð

Miðasala á Listahátíð að hefjast

MIÐASALA Listahátíðar í Reykjavík hefst þriðjudaginn 2. apríl kl. 11 í Bankastræti 2. Heildardagskrá listahátíðar er komin út. Þar er að finna allar upplýsingar um viðburði, jafnt innlenda og erlenda, staðsetningar, dagsetningar og verð. Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 155 orð

Opnaðu augun/Abre los ojos ***½ Sú...

Opnaðu augun/Abre los ojos ***½ Sú áleitna og snjalla saga sem sögð er í þessari kvikmynd spænska leikstjórans Alejandro Amenábar hefur líklega ratað til fleiri kvikmyndahúsagesta í formi bandarísku endurgerðarinnar Vanilla Sky. Meira
26. mars 2002 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd

Smásögur

Hlálegar ástir eftir Milan Kundera er smásagnasafn í þýðingu Friðriks Rafnssonar . Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 66 orð | 2 myndir

Sólveig Zophoníasdóttir kjörin ungfrú Ísland.is

HIN 22 ára gamla Sólveig Zophoníasdóttir var á laugardagskvöldið kjörin ungfrú Ísland.is á skemmtistaðnum Nasa í Reykjavík. Tvær stúlkur urðu jafnar í þriðja sæti, Áslaug Þórisdóttir og Brynhildur Guðlaugsdóttir, og í öðru sæti varð Signý Kristinsdóttir. Meira
26. mars 2002 | Tónlist | 505 orð | 1 mynd

Stórbrotinn söngur

Viðar Gunnarsson og Jónas Ingimundarson fluttu íslensk og erlend söngverk. Föstudagurinn 22. mars, 2002. Meira
26. mars 2002 | Tónlist | 425 orð | 2 myndir

Söngvar án orða

Stefán Höskuldsson flautuleikari. Flutt voru verk eftir Carl Reinecke, Samuel Barber, Lowell Lieberman, Magnús Blöndal Jóhannsson og Franz Schubert. Undirleikari á píanó var Elizaveta Kopelman. Laugardagur 16. mars. Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 211 orð | 1 mynd

Sönn saga um endurholdgun

Bandaríkin 2000. Bergvík VHS. Ekki við hæfi ungra barna. (92 mín.) Leikstjórn Marcus Cole. Aðalhlutverk Jane Seymore, Clancy Brown. Meira
26. mars 2002 | Fólk í fréttum | 104 orð | 1 mynd

Tom Green fékk fimm verðlaun

BANDARÍSKI grínleikarinn Tom Green sópaði til sín verðlaunum á Golden Raspberry-kvikmyndahátíðinni í nótt, sem hefur það að markmiði að velja það versta í kvikmyndaiðnaðinum í Bandaríkjunum ár hvert. Meira
26. mars 2002 | Kvikmyndir | 285 orð

Útkulnaður elddjöfull

Leikstjóri: Marcus Adams. Handrit: Eitan Amusi, ofl, Kvikmyndatökustjóri: Nic Morris. Tónlist: Don Davis. Aðalleikendur: Joe Absolom, Tom Bell, Lara Belmont, Melanie Gutteridge, Lucas Haas. Sýningartími 94 mín. Bretland 2001. Meira
26. mars 2002 | Tónlist | 725 orð

Vitar brenna við Eyjafjörð

Flytjendur: Karlakór Akureyrar Geysir, stjórnandi: Erla Þórólfsdóttir, Karlakór Dalvíkur, stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson, og Karlakór Eyjafjarðar, stjórnandi: Björn Leifsson. Helga Bryndís Magnúsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir léku á píanó. Á efnisskrá voru 21 karlakórslag, þar af 9 íslensk. laugardaginn 17. mars kl. 16. Meira
26. mars 2002 | Menningarlíf | 42 orð | 1 mynd

Wagner hjá Endurmenntun

HJÁ Endurmenntunarstofnun hefst námskeið um óperuna Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner 23. apríl. Kennari er Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitarstjóri. Óperan verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík 11. maí næstkomandi. Meira
26. mars 2002 | Menningarlíf | 218 orð

Þjóðlífsþættir

Ljóðmál. Fornir þjóðlífsþættir er ritgerðarsafn eftir Jón Samsonarson mag. art. sem um langt árabil starfaði við Stofnun Árna Magnússonar. Meira
26. mars 2002 | Leiklist | 471 orð

Ævi og ástir pípulagningamanns

Höfundur: Efraim Kishon. Þýðandi: Árni Bergmann. Leikstjóri: Linda María Ásgeirsdóttir. Leikendur: Bogi Kristjánsson, Hanna Björnsdóttir, Páll Þorvaldsson, Sigurður Hlöðversson, Soffía Arnardóttir og Sólveig Halla Kjartansdóttir. 22. mars 2002. Meira

Umræðan

26. mars 2002 | Aðsent efni | 500 orð | 1 mynd

Afkoma bankanna

Brýnt verkefni, segir Guðjón Rúnarsson, hefur verið að bæta arðsemi bankanna. Meira
26. mars 2002 | Aðsent efni | 655 orð | 1 mynd

Athugasemdir vegna álits umboðsmanns um gírógjaldtöku RÚV

Álit umboðsmanns, segir Þorsteinn Þorsteinsson, brýtur í bága við það sem telst viðtekin venja um innheimtu í gírókerfinu. Meira
26. mars 2002 | Aðsent efni | 572 orð | 1 mynd

Borgarstjóri sem hlustar

Björn vill stjórna borginni, segir Jakob F. Ásgeirsson, með því að taka tillit til ábendinga og óska borgarbúa. Meira
26. mars 2002 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Fjarvinnsla og formleg svör

Það eru fleiri atkvæði við Eyjafjörð, segir Björgvin Valur Guðmundsson, en á suðurfjörðum Austfjarða. Meira
26. mars 2002 | Aðsent efni | 319 orð | 1 mynd

Fjármál

Þessi háa meðaleinkunn hjá Reykjavíkurborg helgast af því, segir Stefán Jón Hafstein, að borgin fær 10 í einkunn í öllum málaflokkum nema einum. Meira
26. mars 2002 | Aðsent efni | 676 orð | 1 mynd

Gættu tungu þinnar

Á síðustu misserum hefur ágætum orðum verið breytt, segir Þorsteinn Pétursson, og úr hafa orðið hin verstu skrímsli sem þjóðin hefur tekið upp á arma sína. Meira
26. mars 2002 | Aðsent efni | 341 orð | 1 mynd

Lágar álögur í Garðabæ

Álögur í Garðabæ, segir Laufey Jóhannsdóttir, eru með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Meira
26. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 403 orð

Loftbólur NÚ þegar kosningabaráttan er að...

Loftbólur NÚ þegar kosningabaráttan er að hefjast og flokkarnir eru í óða önn að kynna framboð sín fer fólk að velta vöngum yfir því hvaða framboð séu nú best. Hér í Reykjavíkurborg eru margir sem ætla að vera heima á kjördag. Meira
26. mars 2002 | Aðsent efni | 796 orð | 1 mynd

Nær Hæstiréttur vopnum sínum?

Dómur Öryrkjabandalagsins vekur vonir um, segir Tómas Gunnarsson, að Hæstiréttur nái sjálfstæði í störfum gagnvart æðstu valdhöfum. Meira
26. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 200 orð

Skrítin forvarnarnefnd

ÉG GET ekki annað en vakið athygli á einni nefnd sem starfar hér á vegum Akureyrarbæjar. Nefndin heitir Áfengis- og vímuvarnarnefnd og þar sitja fulltrúar þeirra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Meira
26. mars 2002 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Stjórnun viðskiptatengsla (CRM)

Viðskiptavinir gera auknar kröfur í framtíðinni, segir Sólveig Hjaltadóttir, um að geta haft samskipti við fyrirtæki þegar þeim hentar. Meira
26. mars 2002 | Aðsent efni | 257 orð | 1 mynd

Talnaglögg Ingibjörg Sólrún!

Ef tölur Ingibjargar Sólrúnar eru réttar, segir Haukur Örn Birgisson, þá er það ofmat á eignum borgarinnar upp á tæpa 3,3 milljarða á hverju ári. Meira
26. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 699 orð

Um Miðausturlönd

Í GREIN sem birtist hér í Morgunblaðinu þann 14. mars sl. Meira
26. mars 2002 | Bréf til blaðsins | 122 orð

Um staðsetningu flugvalla

ÉG þakka einum áhugasömum fyrir jákvæð viðbrögð við grein minni um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, sem birtist í Morgunblaðinu 2. mars sl., þar sem einkum var rætt um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og samgöngur. Meira
26. mars 2002 | Aðsent efni | 681 orð | 1 mynd

Vín í matvörubúðir - fyrir hvern?

Aðeins 43,9% svarenda í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, segir Þorgerður Ragnarsdóttir, voru hlynnt sölu á léttvíni í matvörubúðum. Meira

Minningargreinar

26. mars 2002 | Minningargreinar | 436 orð | 1 mynd

ÁRNÝ SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR

Árný Sigríður Stefánsdóttir fæddist í Litla-Hvammi í Mýrdal 5. maí 1905. Hún lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík 19. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skeiðflatarkirkju 23. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2002 | Minningargreinar | 518 orð | 1 mynd

ÁSGEIR V. BJÖRNSSON

Ásgeir Valdimar Björnsson fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1914. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 1. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2002 | Minningargreinar | 693 orð | 1 mynd

ÁSLAUG ÁSGEIRSDÓTTIR

Áslaug Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 24. júní 1910. Hún lést á Reykjalundi 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Torfason frá Ólafsdal, efnafræðingur í Reykjavík, f. 8.5. 1871, og Anna Louise Ásmundsdóttir, kvenhattari og kaupkona, f.... Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2002 | Minningargreinar | 950 orð | 1 mynd

EINAR BREIÐFJÖRÐ MAGNÚSSON

Einar Breiðfjörð Magnússon fæddist 27. nóvember 1967. Hann lést 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna Bryndís Árnadóttir og Magnús Einarsson. Bróðir Einars er Guðmundur Árni Þorvaldsson. Útförin Einars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2002 | Minningargreinar | 634 orð | 1 mynd

ERNA HELGA MATTHÍASDÓTTIR

Erna Helga Matthíasdóttir fæddist á Patreksfirði 27. júní 1930. Hún lést 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 1. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2002 | Minningargreinar | 2250 orð | 1 mynd

GUÐBJÖRN LÝÐSSON

Guðbjörn Lýðsson fæddist í Víganesi í Árneshreppi 29. september 1921. Hann lést 14. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jensínu Guðrúnar Jensdóttur og Lýðs Lýðssonar, sem bjuggu allan sinn búskap á Víganesi. Hann var yngstur sex bræðra, sem voru, talið í aldursröð: Eiríkur, Lýður Einar, Ágúst Óskar, Gunnar Jens, Vilhelm Páll og yngstur Guðbjörn. Guðbjörn var ókvæntur og barnlaus og bjó alla tíð á Víganesi. Útför Guðbjörns fer fram frá Árneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2002 | Minningargreinar | 773 orð | 1 mynd

KRISTJÁN VALGEIRSSON

Kristján Valgeirsson blikksmiður fæddist 29. ágúst 1928 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valgeir Kristjánsson klæðskeri, f. 7. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2002 | Minningargreinar | 1306 orð | 1 mynd

MARÍANNA HARALDSDÓTTIR

Maríanna Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1950. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 12. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 21. mars. Meira  Kaupa minningabók
26. mars 2002 | Minningargreinar | 1336 orð | 1 mynd

RÓSBJÖRG ANNA HJARTARDÓTTIR

Rósbjörg Anna Hjartardóttir fæddist 9. september 1916 á Mýrum í Eyrarsveit. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi sunnudaginn 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Sveinbjörnsdóttir, f. 7.9. 1887, d. 14.6. 1970, og Hjörtur Jónsson,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 817 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 98 98 98...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 98 98 98 459 44,982 Djúpkarfi 44 44 44 336 14,784 Flök/steinbítur 230 230 230 3,575 822,250 Gellur 640 570 591 36 21,290 Grálúða 100 100 100 2 200 Grásleppa 74 10 66 1,393 91,978 Gullkarfi 49 30 36 82,278 2,947,509 Hlýri 109... Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 325 orð

Aukinn hagnaður Fiskmarkaðs Suðurnesja

HAGNAÐUR Fiskmarkaðs Suðurnesja á síðasta ári nam 32,2 milljónum króna miðað við 7,2 milljónir árið 2000. Rekstrartekjur jukust úr 277,6 milljónum í 403,6 milljónir eða um 45% og rekstrargjöld úr 270,6 milljónum í 331,3 milljónir eða um 22%. Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Áhrif af sölu Steinullarverksmiðjunnar verði könnuð

STJÓRNARFUNDUR Samtaka verslunarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna samkomulags sem Ríkissjóður, ásamt fleirum, hafa gert við Byko, Húsasmiðjuna og Kaupfélag Skagfirðinga um kaup á hlutabréfum í Steinullarverksmiðjunni hf. Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 334 orð

Fyrirtækin verða að styrkjast enn frekar

MIÐAÐ við núverandi forsendur er líklegt að veiðigjald Haraldar Böðvarssonar hf. verði um 90 milljónir króna þegar fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem nú eru til umræðu á Alþingi, verða komnar til framkvæmda. Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 153 orð | 1 mynd

Hafnarröst fljótandi frystihús

FRYSTISKIPIÐ Hafnarröst ÁR 250 hefur verið leigt til danskra aðila á Grænlandi til sjö mánaða frá og með miðjum apríl. Skipið verður við Holsteinsborg sem fljótandi frystihús. Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 252 orð | 1 mynd

Hagnaður samstæðu SR-mjöls 31 milljón króna

REKSTRARHAGNAÐUR samstæðu SR-mjöls hf. á síðasta ári nam tæpri 31 milljón króna eftir skatta. Árið 2000 var tap móðurfélagsins 799 milljónir króna, en í uppgjörinu var ekki tekið tillit til dótturfélaga og hlutdeildarfélaga. Í tilkynningu frá SR-mjöli... Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Hlutafjáraukning undirbúin hjá Eddu - miðlun og útgáfu

VERIÐ er að undirbúa hlutafjáraukingu hjá útgáfufélaginu Eddu - miðlun og útgáfu, að sögn Ólafs Ragnarssonar, formanns stjórnar félagsins. Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 152 orð | 1 mynd

Meiru landað á Grundarfirði

ÁRIÐ 2001 var landað alls 16.200 tonnum í Grundarfjarðarhöfn. Árið áður var landað 15.511 tonnum, árið 1999 voru tonnin 15.380 og 11.981 tonn komu á land í Grundarfjarðarhöfn 1998. Frá 1998 nemur aukningin því 35%. Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 59 orð

OZ flytur til Kanada

Höfuðstöðvar OZ verða fluttar til Montreal í Kanada, en allir helstu samstarfsaðilar og viðskiptavinir fyrirtækisins eru í Norður-Ameríku, að sögn Skúla Mogensen. Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 235 orð | 1 mynd

Plastprent hf. með 76 milljóna tap

TAP Plastprents hf. árið 2001 nam 76 milljónum króna en var 115 milljónir á fyrra ári. Tap tímabilsins af reglulegri starfsemi á árinu 2001 nam 85 milljónum króna samanborið við 51 milljónar króna tap árið áður. Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 175 orð

Telia og Sonera staðfesta viðræður

SÆNSKA símafélagið Telia hefur staðfest að viðræður standi yfir um hugsanlegan samruna Telia og finnska fjarskiptafélagsins Sonera, en sterkur orðrómur um slíkan samruna hefur verið á kreiki síðastliðið ár. Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Til rækjuveiða við Grænland

GUÐMUNDUR Runólfsson hf. á Grundarfirði hefur leigt skip sitt Ingimund SH til veiða á rækju við Grænland. Meira
26. mars 2002 | Viðskiptafréttir | 288 orð

Vextir Seðlabankans stýra ekki markaðsvöxtum

GREININGARDEILD Búnaðarbankans - Verðbréfa telur að skilyrði séu nú að skapast til vaxtalækkana og því þurfi að auðvelda aðgang að lánsfé hjá Seðlabanka Íslands. Meira

Daglegt líf

26. mars 2002 | Neytendur | 750 orð | 2 myndir

Breyting á niðurgreiðslu lyfja sögð lenda á sjúklingum

BREYTINGAR urðu á reglugerð um greiðslur almannatrygginga á lyfjakostnaði um síðustu áramót og hefur greiðsluhlutfall sjúklinga að meðaltali hækkað um 10%, segir í nýrri könnun ASÍ á þróun lyfjaverðs sem nær frá nóvember 2001 til mars 2002. Meira

Fastir þættir

26. mars 2002 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. , verður fimmtugur 29. mars nk. Af því tilefni mun Höskuldur, og fjölskylda hans, taka á móti gestum í Stjörnuheimilinu við Ásgarð í Garðabæ, miðvikudaginn 27. Meira
26. mars 2002 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 26. mars, er sjötugur Þórsteinn Sigurgeirsson, bóndi, Gautlöndum, Mývatnssveit. Hann tekur á móti gestum í Sel-Hótel Mývatn fimmtudaginn 28. mars, skírdag, frá kl.... Meira
26. mars 2002 | Dagbók | 67 orð

ÁSTARSÆLA

Eg lék við þinn gull-lokkinn bjarta Og leit inn í augu þín blá; Þar inni með hugföngnu hjarta Minn himnanna himin eg sá. Eg kom við þinn kafrjóða vangann, Oss kossinn á vörunum brann, Svo rósblíða ununar angan Eg aldrei í heiminum fann. Meira
26. mars 2002 | Fastir þættir | 339 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ALSLEMMA í laufi lítur vel út í NS og fékk sá samningur hæstu einkunn í sagnæfingakeppni bridstímarits. Meira
26. mars 2002 | Fastir þættir | 1301 orð | 2 myndir

Glæsihryssur unnu sér sæti í Ístöltinu

Mót framhaldsskólanna í Reiðhöllinni í Víðidal og Barkamótið í reiðhöll Gusts voru þau mót sem hæst bar um helgina. Til mikils var að vinna á báðum stöðum og þar á meðal keppnisréttur í Ístöltinu í Skautahöllinni eftir páska. Valdimar Kristinsson brá sér í Víðidalinn og horfði á glæsilega töltara hjá krökkunum. Meira
26. mars 2002 | Fastir þættir | 895 orð

Ítalir Evrópumeistarar í parasveitakeppni

Evrópumót í parasveitakeppni og paratvímenningi var haldið í Ostende í Belgíu um miðjan mars. Keppt var í sveitakeppni og tvímenningi. Meira
26. mars 2002 | Dagbók | 920 orð

(Mark. 10, 16.)

Í dag er þriðjudagur 26. mars, 85. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús mælti við þá: "Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki." Meira
26. mars 2002 | Fastir þættir | 119 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 O-O 5. Rge2 c5 6. d5 e6 7. Rg3 exd5 8. exd5 d6 9. Be2 He8 10. O-O Ra6 11. Bf4 Rc7 12. a4 b6 13. h3 a6 14. Dd2 Bb7 15. Bf3 He7 16. Rce4 Rxe4 17. Rxe4 Hd7 18. Hae1 b5 19. b3 Df8 20. Da5 Hc8 21. axb5 axb5 22. Db6 Re8 23. Meira
26. mars 2002 | Viðhorf | 864 orð

Veiðar á þurru landi

Við getum fagnað þessu eða harmað það en veiðistofnarnir hvorki minnka né stækka við það, við þurfum önnur mið og þau eru ekki úti á sjó. Meira
26. mars 2002 | Fastir þættir | 494 orð

Víkverji skrifar...

ÞAÐ er með miklum ólíkindum hve illa hefur tekist til í gegnum tíðina með útflutning á íslensku lambakjöti. Meira

Íþróttir

26. mars 2002 | Íþróttir | 48 orð

1.

1. deild karla Ásgarður, úrslitakeppni, 1. leikur, laugardaginn 23. mars: Stjarnan - Þróttur R. b 3:1 (22:25, 25:17, 25:7, 25:20) Hagaskóli, 2. leikur, mánudaginn 25. mars: Þróttur R. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 11 orð

AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Víkings verður haldinn í...

AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Víkings verður haldinn í Víkinni í kvöld, þriðjudagskvöld, kl.... Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 82 orð

Arnar kom Lokeren á bragðið

Íslendingaliðið Lokeren sigraði Westerlo, 2:0, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 121 orð

Bandaríska mótaröðin Players-meistaramótið: Craig Perks, N-Sj.

Bandaríska mótaröðin Players-meistaramótið: Craig Perks, N-Sj.. 280 71-68-69-72 Stephen Ames, Bandar. 282 74-69-72-67 Rocco Mediate, Bandar. 283 71-70-69-73 Sergio Garcia,Spá. 284 70-72-71-71 Scott Hoch, Bandar. 284 67-77-68-72 Billy Andrade,Bandar. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 283 orð

Bergkamp í banastuði

ARSENAL var ekki nema 10 mínútur að afgreiða Newcastle og tryggja sér farseðilinn í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið mætir Middlesbrough. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 84 orð

Bikarkeppni Bikarkeppni Dominos og SKÍ í...

Bikarkeppni Bikarkeppni Dominos og SKÍ í alpagreinum í Hlíðarfjalli: Svig kvenna Brynja Þorsteinsdóttir, Ak. 1.26,19 mín. 40,34 / 45,85 Hrefna Dagbjartsdóttir Ak. 1.27,37 40,82 / 46,55 Helga Björk Árnadóttir, Árm. 1. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 134 orð

Brynjar Björn úr leik - fótbrotinn?

BRYNJAR Björn Gunnarsson leikmaður Stoke City leikur líklega ekki meira með liðinu á þessari leiktíð en hann meiddist á fæti í leiknum við Chesterfield á laugardaginn - á sama stað og hann fótbrotnaði í september síðastliðnum. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 133 orð

Danmörk Esbjerg - AGF 2:0 OB...

Danmörk Esbjerg - AGF 2:0 OB - Viborg 0:1 Lyngby - AaB 0:7 FC København - AB 0:0 Vejle - FC Midtjylland 0:0 Silkeborg - Brøndby 1:2 Brøndby 23 15 5 3 54 :19 50 AaB 23 13 4 6 40 :29 43 København 23 11 8 4 38 :18 41 Esbjerg 23 11 4 8 36 :33 37 OB 23 9 8 6... Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 349 orð

Deildabikarkeppni KSÍ Efri deild karla, A-riðill:...

Deildabikarkeppni KSÍ Efri deild karla, A-riðill: Fylkir - Víkingur R. 7:2 Björn Viðar Ásbjörnsson 2, Sævar Þór Gíslason 2, Kristinn Tómasson 2, Sverrir Sverrisson - Sumarliði Árnason, Daníel Hjaltason. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 110 orð

Dæmdu þrisvar á þremur dögum

ÞEIR Guðjón L. Sigurðssn og Ólafur Haraldsson áttu annríkt um helgina því þeir dæmdu þrjá af sjö leikjum 22. umferðar 1. deildar karla í handknattleik. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 458 orð | 2 myndir

Edda og Ísak og vörðu titla sína

KARATEFÓLKIÐ í Þórshamri var sigursælt á Íslandsmótinu í kata, sem fram fór í Hagaskóla á laugardaginn, og fékk öll gull í einstaklingskeppni og hópæfingum, sem skilar þeim líka Íslandsmeistaratitli félaga í kata. Þar á meðal vann Edda Lúvísa Blöndal í 7. sinn og Ísak Ásmundur Jónsson í annað sinn auk þess að bæði voru í sigurliðum félaga. Alls voru keppendur 52 frá 6 félögum en keppt var eftir nýjum útsláttarreglum svo að ekkert mátti útaf bregða. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 162 orð

Einn albesti leikur okkar

"STRÁKARNIR léku mjög vel og ég held að ég geti sagt að þetta sé einn albesti leikur liðsins á tímabilinu. Vörnin var virkilega góð sem og Gaudin í markinu - Óli átti sannkallaðan stórleik. Danirnir komust hreinlega ekkert áleiðis á móti okkur. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 132 orð

Elber sló markametið

BRASILÍUMAÐURINN Giovane Elber skráði nafn sitt í sögu þýsku Bundesligunnar í knattspyrnu um helgina. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 724 orð

England Úrvalsdeild: Charlton - Bolton 1:2...

England Úrvalsdeild: Charlton - Bolton 1:2 Jonatan Johansson 52. - Youri Djorkaeff 15., 39. - 26.350. Derby - Everton 3:4 Branko Strupar 58., 81., Lee Morris 76. - David Unsworth 38., Alan Stubbs 50., Niclas Alexandersson 54., Duncan Ferguson 71. - 33. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 1867 orð

Eyjamenn réðu ekkert við Hlyn

EF einhvern tíma er hægt að fullyrða að markvörður vinni leik fyrir sitt lið, þá gerðist það á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Hlynur Morthens, markvörður Gróttu/KR, tryggði sínum mönnum sigur á ÍBV, 23:22, með stórbrotinni markvörslu. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 116 orð

FIFA neytt til aukaþings

ALÞJÓÐAKNATTSPYRNUSAMBANDIÐ, FIFA, hefur neyðst til að boða til aukaþings í Seoul 28. maí í vor, degi áður en forsetakjör sambandsins verður haldið á sama stað. Á aukaþinginu verður aðeins eitt mál á dagskrá; fjármál FIFA. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 675 orð | 1 mynd

Flestir veðja á Arsenal

ÞAÐ er langt síðan meistarabaráttan í Englandi hefur verið eins spennandi, en þrjú lið eiga möguleika á að hljóta Englandsmeistaratitlinn - Arsenal, Manchester United og Liverpool. Möguleikar Arsenal eru mestir, þar sem liðið á tvo leiki til góða og gæti með sigri í þeim náð fjögurra stiga forskoti. Spurningin er hvort þátttaka Man. Utd. og Liverpool í Meistaradeild Evrópu eigi eftir að koma niður á leik liðanna í baráttunni um Englandsmeistaratitlinn. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 634 orð

Frábær leikur í Njarðvík

NJARÐVÍKINGAR höfðu eins stigs sigur þegar þeir tóku á móti KR-ingum í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lokatölur í frábærum leik urðu 91:90 eftir að KR-ingar höfðu verið heldur á undan lengst af. Liðin mætast öðru sinni í KR-húsinu í kvöld en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum kemst í úrslit og mætir þar Keflavík eða Grindavík. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

* GARÐAR Newman, sem hefur leikið...

* GARÐAR Newman, sem hefur leikið með Keflavík, ÍR og Skallagrími í efstu deild í knattspyrnu, er kominn í raðir Víðismanna úr Garði og leikur með þeim í 2. deildinni í sumar. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Glæsimark hjá Arnari

Arnar Gunnlaugsson var hetja Stoke annan leikinn í röð, en Arnar skoraði eina mark leiksins þegar Stoke lagði Chesterfield á Britannia-leikvanginum, 1:0. Þetta var fimmti sigurleikur Stoke í síðustu sex leikjum og þriðja mark Arnars í þeim sjö leikjum sem hann hefur spilað fyrr félagið síðan hann gekk í raðir þess frá Leicester. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 191 orð

Gordon Banks vill leggja allar deilur til hliðar

GORDON Banks, fyrrverandi landsliðsmarkvörður enska landsliðsins og þekktasti og virtasti leikmaður enska knattspyrnuliðsins Stoke City, skorar á stuðningsmenn liðsins að leggja allar innbyrðis deilur til hliðar það sem eftir lifir keppnistímabilsins. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 1242 orð

Grótta/KR - ÍBV 23:22 Íþróttamiðstöðin Seltjarnarnesi,...

Grótta/KR - ÍBV 23:22 Íþróttamiðstöðin Seltjarnarnesi, 1. deild karla, Esso-deildin, laugardaginn 23. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 474 orð

Grótta/KR til Eyja

HANDKNATTLEIKSKONUR luku deildarkeppni á laugardaginn. Haukastúlkur voru þegar búnar að tryggja sér deildarmeistaratitil og mesta spennan lá í hvernig myndi raðast í úrslitakeppninni. Eyjastúlkum tókst með 21:20 sigri á Val á Hlíðarenda að halda 2. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 422 orð | 1 mynd

Haukar verða enn að bíða

HAUKAR sneru heim frá Akureyri sl. laugardag án bikars en deildarmeistarabikarinn beið þeirra glóðvolgur. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og lögðu efsta liðið í miklum spennuleik sem fór nánast úr böndunum í lokin. Úrslitin urðu 32:31 fyrir Þór og misnotuðu Haukar tvö vítaköst síðustu hálfa mínútu leiksins. Þeir verða þó enn að teljast öruggir deildarmeistarar en Þórsarar sýndu að þeir ætla að berjast af krafti fyrir sæti í úrslitakeppninni og þeir urðu annað liðið í vetur til að sigra Hauka. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 515 orð | 1 mynd

* HERMANN Hreiðarsson lék allan leikinn...

* HERMANN Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Ipswich sem varð að láta sér lynda markalaust jafntefli á móti Aston Villa . Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 485 orð | 1 mynd

* HLYNUR Jóhannsson hefur handsalað samning...

* HLYNUR Jóhannsson hefur handsalað samning um að þjálfa áfram kvennalið KA/Þórs í handknattleik. Hlynur hafði áður lýst því yfir að hann myndi hætta með liðið en KA/Þór vann þrjá af síðustu sex leikjum sínum í 1. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 95 orð

Hörður Flóki til aganefndar

HÖRÐUR Flóki Ólafsson, markvörður ÍBV, fór á skýrslu dómara eftir leik liðsins við Gróttu/KR í 1. deild karla í handknattleik á laugardaginn. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 24 orð

Íslandsmót, 18.

Íslandsmót, 18. mars 2002. Skammbyssa, frjáls aðferð Hannes Tómasson, SR 524 Björn K. Sigurðsson, SFK 518 Gunnar Sigurðsson, SFK 485 Liðakeppni A-lið SR 1389 A-lið SFK 1365 B-lið SFK 918 Riffill, liggjandi, 50 metra færi Carl J. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 106 orð

Íslandsmótið í kata ÍSLANDSMÓTIÐ í kata,...

Íslandsmótið í kata ÍSLANDSMÓTIÐ í kata, haldið í Hagaskóla laugardaginn 23. mars 2002. Kata kvenna 1. Edda Lúvísa Blöndal, Þórshamri 2. Sólveig Krista Einarsdóttir, Þórshamri 3. Sólveig Sigurðardóttir, Þórshamri 4. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 38 orð

Íslandsmót í hópfimleikum ÍSLANDSMÓTIÐ í hópfimleikum...

Íslandsmót í hópfimleikum ÍSLANDSMÓTIÐ í hópfimleikum fór fram í íþróttahúsinu í Garðabæ föstudaginn 22. og laugardaginn 23. mars 2002. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 142 orð

Ítalir lögðu Spánverja

ÍTALÍA lagði Spán á sunnudag - en þá mættust liðin í fjórðu umferð 3. riðils undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna í borginni Pozablanco á Spáni, 1:0. Íslenska kvennalandsliðið er einnig í þessum riðli ásamt Rússum. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 178 orð

Jakob bætti eigið Íslandsmet

JAKOB Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi, bætti Íslandsmetið í 100 metra bringusundi í 50 m laug á móti í Dordrecht í Hollandi. Jakob synti á 1.04,32 mín. og varð í öðru sæti. Jakob Jóhann átti sjálfur fyrra Íslandsmetið, 1.04,41 mínútur en það setti hann á HM í Fukuoka í fyrrasumar. Þrír aðrir sundmenn komust á pall á mótinu í Hollandi á sunnudag. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 412 orð | 1 mynd

Jónas stóð vaktina í marki FH

JÓNAS Stefánsson, markvörður FH, lagði sitt á vogarskálarnar þegar hann fékk KA í heimsókn á laugardaginn því 25 varin skot hjá honum gerðu gæfumuninn í 25:25 jafntefli. Leiksins verður ekki minnst fyrir mikil gæði en spennan þrjár síðustu mínúturnar var góð sárabót fyrir áhorfendur. Liðin eru eftir sem áður í kringum 5. sæti deildarinnar. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 594 orð

Keflavík - Grindavík 102:86 Íþróttahúsið í...

Keflavík - Grindavík 102:86 Íþróttahúsið í Keflavík, úrslitakeppni úrvalsdeildar karla, 1. leikur, laugardaginn 23. mars 2002. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 25 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, annar leikur KR-hús:KR...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, annar leikur KR-hús:KR - Njarðvík 20 Grindavík:UMFG - Keflavík 20 HANDKNATTLEIKUR 1. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 131 orð

Landsliðshópur Englands

SVEN-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, hefur valið 27 leikmenn í landsliðshóp sinn fyrir leik gegn Ítalíu á Elland Road í Leeds á morgun. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

* LEVERKUSEN og Dortmund unnu bæði...

* LEVERKUSEN og Dortmund unnu bæði örugga sigra í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðin tróna í tveimur efstu sætum deildarinnar. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 395 orð

Létt hjá Stúdínum

ÞAÐ var aldrei spurning á laugardaginn um það hvort liðið ætlaði sér áfram í úrslitaleikinn er ÍS stúlkur heimsóttu Grindavíkurstúlkur. Grindavíkurstúlkur virtust ekki trúa því að þær gætu komist alla leið og það nýttu gestirnir sér og sigruðu, skoruðu 77 stig gegn 69 stigum Grindvíkinga. Stúdínur mæta KR eða Keflavík í úrslitarimmu, en Keflvíkingar náðu að tryggja sér oddaleik gegn KR með sigri í Keflavík, 51:43. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

Ólafur átti stórleik gegn Kolding

MAGDEBURG er komið með annan fótinn í úrslit Meistaradeildarinnar í handknattleik eftir 10 marka sigur, 29:19, á móti danska liðinu Kolding í fyrri undanúrslitaleik liðanna um helgina. Líklegt má telja að Magdeburg og ungverska liðið Fotex Vesprém mætist í úrslitum en Vesprém lagði Evrópumeistara Portland San Antonio á heimavelli sínum með átta marka mun, 27:19. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd

* PATREKUR Jóhannesson og Guðjón Valur...

* PATREKUR Jóhannesson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu sitt hvort markið fyrir Essen sem sigraði Göppingen, 32:25, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik á sunnudaginn. Essen komst með sigrinum upp að hlið Kiel í þriðja sæti. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 104 orð | 1 mynd

Páll V. stóð í ströngu

PÁLL V. Gíslson, handbolta- og knattspyrnukappi hjá Akureyrarliðinu Þór, stóð í ströngu um helgina. Hann kom til landsins frá Spáni klukkan 3 aðfaranótt laugardags eftir einnar viku æfingaferð með knattspyrnuliði Þórsara. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

* SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga ,...

* SIGURÐUR Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga , reyndi að sannfæra annan dómarann um að honum væri óhætt að flauta brot á mótherjana í hvert sinn sem Damon Johnson fengi boltann. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Sigur Stjörnunnar með minnsta mun

MUNURINN mátti ekki vera minni þegar síðari hluti Íslandsmótsins í hópfimleikum lauk í Garðabæ á laugardaginn því aðeins 0,1 stig skildi Stjörnuna og Björk að. Stjarnan fékk 50,65 í heildarstig eftir að hafa verið 0,1 stigi á eftir Björk þegar keppni lauk á föstudagskvöldið. Alls tóku 7 félög þátt í mótinu, sem þótti hið líflegasta enda létu fjölmargir áhorfendur duglega í sér heyra og fagnaðarlætin voru mjög mikil þegar úrslit voru lesin upp. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 633 orð | 1 mynd

Smicer hetja Liverpoolmanna

LIVERPOOL færði sér ósigur meistara Manchester United á móti Middlesbrough á laugardaginn sér í nyt með því að sigra Chelsea á sunnudaginn og skjótast þar með í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Arsenal stendur hins vegar best að vígi. Liðið er tveimur stigum á eftir Liverpool en á tvo leiki til góða svo barátta þessara þriggja risa í ensku knattspyrnunni kemur til með að verða hörð á lokasprettinum. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 685 orð

Spánn Malaga - Rayo Vallecano 0:0...

Spánn Malaga - Rayo Vallecano 0:0 20.000. Real Betis - Sevilla 0:0 45.000. Las Palmas - Villarreal 3:2 Jorge Larena 32., (víti), Vinnie Samways 34., Pablo Lago 75. - Victor Fernandez 3., (víti), Unai Vergara 38. - 15.000. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 4 orð

STAÐA LIÐANNA

Liverpool 32198553:26+2765 Man. Utd. 32204878:41+3764 Arsenal 30189361:32+2963 Lokastaðan í fyrra Man. Utd. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 806 orð | 1 mynd

Svæðisvörn Keflvíkinga gekk upp

KEFLAVÍKINGAR lögðu Grindvíkinga, 102:86, í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í úrvalsdeildinni í köfuknattleik á laugardaginn. Munurinn á liðunum var ekki eins mikill og lokatölurnar bera með sér og því má búast við miklum baráttuleik þegar liðin mætast öðru sinni í kvöld, nú í Grindavík. Meira
26. mars 2002 | Íþróttir | 87 orð

Valur meistari í 1. deild

VALUR sigraði Snæfell, 92:88, í úrslitaleik 1. deildar karla í körfuknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram að Hlíðarenda en bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni. Meira

Fasteignablað

26. mars 2002 | Fasteignablað | 731 orð | 1 mynd

Afföll húsbréfa og húsnæðisbréfa

Ávöxtunarkrafa hús bréfa, og þar af leiðandi afföll húsbréfa, hefur hækkað verulega á undanförnum mánuðum. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Á náttborðið!

BLO-lampinn hentar vel t.d. á náttborðið. Hægt er að kveikja og slökkva á honum með því að blása á hann. Hönnun: Marcel Wanders, til í bláu, silfurgráu og dökkgráu, kostar 11.500 í... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Dúnmjúkur ungi

Páskaskreyting með dúnmjúkum unga, fiðrildi og gulum nellikum, svo og Syprus papyrus, fæst í Blómálfinum við... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 177 orð | 1 mynd

Fjóluhvammur 10

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Hraunhamar var að fá í einkasölu einbýlishús í Fjóluhvammi 10. Þetta er tvílyft steinhús, byggt 1980 og 267 ferm að stærð, þar af er bílskúrinn 43 ferm, en hann er innbyggður. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Góð kerra

Þessa skemmtilegu og væntanlega notadrjúgu hjólakerru er hægt að fá hjá Artform á Skólavörðustíg. Garcon nefnist... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 210 orð | 1 mynd

Grettisgata 27

Reykjavík - Hjá fasteignasölunum Fold og Eignavali er í sölu einbýlishús á Grettisgötu 27 í Reykjavík. Þetta er timburhús, byggt 1898 og er það 153 ferm. að stærð. Húsið hefur verið mikið endurnýjað. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 40 orð

Heimsóknir á fasteignavef mbl.is

Framvegis verður stefnt að því að birtar verði í fasteignablaði Morgunblaðsins heimsóknir á fasteignavef mbl.is fyrir eina viku í senn. Í síðustu viku heimsóttu 13.667 gestir vefinn, innlit voru 41.819 og flettingar voru 333.426. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 59 orð | 1 mynd

Hundurinn

Sagt er að hundurinn sé besti vinur mannsins og jafnframt hans helsta vörn. Hundar eru bráðgáfuð dýr, það er í það minnsta niðurstaða Markku Salo, sem hannað hefur línuna Dogs. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 261 orð | 1 mynd

Íslenskir háskólar

ÍSLENSKIR háskólar eru viðfangsefni nýjasta tölublaðs tímaritsins avs, arkitektúr, verktækni og skipulag, sem nú er nýkomið út. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 192 orð | 1 mynd

Leirutangi 8

Mosfellsbær - Fasteignasalan Berg er með í sölu um þessar mundir Leirutanga 8, sem er 168,7 fm einbýlishús ásamt 31,8 fm bílskúr. "Þetta er falleg eign í rólegu og grónu hverfi," segir Hannes Sampsted hjá Bergi. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Ljósakróna sem má hækka og lækka

Hér má sjá Moling-ljósakrónuna, hún kostar 3.900 kr. í Ikea og hefur þann höfuðkost að það má bæði hækka hana og lækka. Hún er úr silfurlituðu og lökkuðu... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 1207 orð | 2 myndir

Meiri hreyfing á betri sumarbústöðum

Verð hefur verið að hækka og framboð mætti vera meira, bæði á nýjum og notuðum bústöðum. Enginn skortur er aftur á móti á lóðum undir sumarhús á skipulögðum svæðum. Magnús Sigurðsson kynnti sér sumarbústaðamarkaðinn, sem er nú óðum að taka við sér. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 180 orð | 1 mynd

Mikil sumarhúsasmíði á Selfossi

ÓVÍÐA er meira byggt af sumarhúsum en á Selfossi og bærinn sennilega miðstöð sumarhúsasmíðinnar í landinu. Ástæðan er vafalítið nálægðin við sumarbústaðasvæðin í uppsveitum Árnessýslu. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 343 orð | 1 mynd

Minnkandi afföll af húsbréfum blása lífi í markaðinn

MEIRI bjartsýni ríkir nú á fasteignamarkaði á ný, eftir að vextir tóku að lækka. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkaði um leið og vextir, en hún var í gær um 6,1% af nýjasta flokki húsbréfa til 25 ára, en komst í 6,17% fyrr í þessum mánuði. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 33 orð | 1 mynd

Moppupáskaungar

Helga Thorberg í Blómálfinum kallar þessa hollensku páskaunga moppuunga. "Það var mikið fyrir því haft að ná í þá," sagði Helga, svona ungar hafa ekki sést á Íslandi fyrr en nú fyrir þessa... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Nýtískuleg páskaskreyting

Hér er nýtískuleg páskaskreyting með gulum túlípönum í glærum glervasa svo sjá má í laukana. Fæst í Blómálfinum við... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Páskaskreyting

Páskaskreyting með eggjum, sólblómum og bláum nellikum. Fæst í Blómálfinum á Vesturgötu og kostar 2.750... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 174 orð | 1 mynd

Salavegur 2

Kópavogur - Fasteignasalan Lyngvík er nú með í sölu atvinnuhúsnæði á Salavegi 2 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 2001 og er húsnæðið sem er til sölu 312 ferm. Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Skálar og staukar

Rennur - staukar fyrir salt og pipar -hönnun Guðnýjar Hafsteinsdóttur, fæst í Meistara Jakobi. Að sögn listamannsins fékk hún hugmyndina að þessum formum þegar hún skipti um þakrennur á húsinu... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 37 orð | 1 mynd

Teak-stólar

TEAK-húsgögn voru mjög vinsæl um 1950 og fram undir 1970. Þessi stólar bera svipmót þessarar tísku glögglega, þeir kosta 3.800 kr. stykkið. Teak-húsgögn eru að ná aftur vinsældum, ekki síst hjá ungu fólki. Stólarnir fást hjá Fríðu... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Vaxrós

Þetta er vaxrós í potti með lituðum Sisal-þráðum. "Krúttlegt borðskraut," segir Helga Thorberg, eigandi Blómálfsins við Vesturgötu, þar sem vaxrósin... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 187 orð | 1 mynd

Vesturgata 2

Reykjavík - Eignamiðlunin er nú með í sölu atvinnuhúsnæði á Vesturgötu 2. Þetta er steinhús, byggt 1990 og er eignin 488,9 ferm. að stærð. Ásett verð er 118 millj. kr." "Þetta er glæsileg eign við Vesturgötu 2 (Tryggvagötu megin). Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Þykkblöðungur í potti

Þessi þykkblöðungur í skrautlegum potti með fínlegu skrauti eins og þessum blómaperslum er skemmtilegt hýbýlaskraut, nota má aðrar grófar plöntur. Fæst í Blómálfinum við... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Þægilegur þriggja sæta sófi

Strömstad þriggja sæta sófinn kostar 59.900 í Ikea. Lagbo-áklæðið má taka af og þvo, til eru einnig í þessari línu tveggja sæta sófar og hornsófi. Hönnun: Niels... Meira
26. mars 2002 | Fasteignablað | 462 orð | 1 mynd

Öryggismálin í fyrirrúmi hjá Landssambandi sumarhúsaeigenda

Sumarhúsaeigendur hafa með sér samtök, Landssamband sumarhúsaeigenda og eru aðildarfélög þess nú að nálgast hátt í sextíu með um 4.300 félagsmönnum. Landssambandinu er ætlað að veita víðtæka þjónustu og standa vörð um réttindi sumarhúsaeigenda. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.