Greinar miðvikudaginn 3. apríl 2002

Forsíða

3. apríl 2002 | Forsíða | 244 orð

Aðgerðastjóri bin Ladens handtekinn

FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar staðfestu í gær að Abu Zubaydah, einn nánasti samstarfsmaður sádí-arabíska hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens, hefði verið handsamaður í Faisalabad í Pakistan sl. fimmtudag. Meira
3. apríl 2002 | Forsíða | 326 orð | 1 mynd

Arafat ekki á leiðinni í útlegð

ÍSRAELSHER hélt í mestallan gærdag uppi látlausum árásum gegn bækistöðvum Jibrils Rajoub, yfirmanns öryggismála palestínsku heimastjórnarinnar, í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Meira
3. apríl 2002 | Forsíða | 301 orð

Bush gagnrýndur heimafyrir

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sætir nú æ meira ámæli heimafyrir vegna stefnu sinnar í málefnum Mið-Austurlanda og kröfur um að Bandaríkjastjórn beiti sér að fullu fyrir því að bundinn verði endi á ofbeldið hafa aukist til muna. Meira
3. apríl 2002 | Forsíða | 48 orð | 1 mynd

Bæjarfulltrúar kvaddir

ÞÚSUNDIR manna voru viðstaddar minningarathöfn í Nanterre, einu úthverfa Parísar, í gær um átta bæjarfulltrúa, sem létu lífið í síðustu viku í einhverjum mestu fjöldamorðum í Frakklandi á síðari tímum. Meira

Fréttir

3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

18,7 milljónir í sekt og fangelsi fyrir skattsvik

FYRRVERANDI framkvæmdastjóri blikksmiðju hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 18,7 milljóna króna í sekt fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda árið 1998. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 442 orð | 3 myndir

Aðstoðarvarðstjóri stýrir 450 manna lögreglusveit

ÍSLENSKUR lögreglumaður, Ásgeir Þór Ásgeirsson, var nýlega skipaður yfirmaður séraðgerðadeildar alþjóðalögreglunnar í Kosovo en deildin sér um alla "óhefðbundna" löggæslu í héraðinu. Verkefnin felast m.a. Meira
3. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Ásókn í styrki til menningarmála

MENNINGARMÁLANEFND Akureyrarbæjar fór yfir og afgreiddi styrkbeiðnir á fundi sínum nýlega. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 133 orð

DV höfðar mál gegn Fréttablaðinu

ÚTGÁFUFÉLAG DV höfðaði í gær mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til staðfestingar á lögbanni sem sýslumaðurinn í Reykjavík setti á birtingu smáauglýsinga í Fréttablaðinu, eins og þær höfðu birst undir heitinu "flokkaðar auglýsingar". Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð

Dæmdir fyrir innbrot í skóla

ÞRÍR 19 ára piltar hafa í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdir í þriggja til fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir innbrot og þjófnað í Árbæjarskóla í september í fyrra þar sem þeir stálu 5 ferðatölvum að verðmæti 800 þúsund krónur. Meira
3. apríl 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 60 orð

Ellefu tillögur bárust

ELLEFU tillögur bárust í hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjar Garðabæjar, en frestur til að skila tillögum rann út í síðustu viku. Dómnefnd fær nú tillögurnar til skoðunar. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 144 orð

Endurhæfingarráðgjöf fyrir fólk með krabbamein

ENDURHÆFINGARRÁÐGJÖF fyrir fólk með krabbamein og stuðningsaðila þess er nú í boði á Hellnum á Snæfellsnesi. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Farfugl á fyrsta farrými

ÞRÖSTUR settist að um borð í Ólafi Magnússyni HU þar sem hann var á rækjuveiðum á Skagafjarðardýpi. Þrösturinn lét sér vel líka vistina um borð þar til haldið var til lands. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð

Ferðakynning hjá Úrvali-Útsýn

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Útsýn heldur ferðakynningu í Ársal Hótels Sögu fimmtudaginn 4. apríl kl. 20. Stefán Ágúst Guðmundsson fararstjóri kynnir Kúbuferð, sem áætluð er 11. nóvember. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 223 orð

Fékk hlut í lífeyri eiginmanns við skilnað

KONU hefur verið dæmdur hlutur í lífeyrisrétti manns sem hann ávann sér meðan þau voru í hjónabandi. Meira
3. apríl 2002 | Landsbyggðin | 92 orð | 1 mynd

Fimm prestar þjónustuðu í Landakirkju

FIMM prestar þjónuðu fyrir altari í messu í Landakirkju fyrir skömmu. Þar voru prestar Grafarvogskirkju ásamt prestunum úr Vestmannaeyjum. Þetta voru sr. Meira
3. apríl 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 76 orð

Fjölbýlishús komi við Sólvallagötu

UMSÓKN um byggingu nýs fjölbýlishúss við Sólvallagötu 80-84 hefur fengið jákvæð viðbrögð skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Húsið yrði fjögurra og að hluta til fimm hæða hátt. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Flestir spá um 0,2% verðbólgu

NÝJAR spár fjármálafyrirtækja um verðbólgu milli mars og apríl gera flestar ráð fyrir að verðbólga verði um 0,2%. Gangi þær eftir má hækkun milli apríl og maí ekki vera meiri en 0,1% eigi rauða strikið að halda í maí. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Fossberg 75 ára

STARFSFÓLK og viðskiptavinir Fossbergs, Suðurlandsbraut 14, héldu upp á 75 ára afmæli verslunarinnar 27. mars sl. Verslunin var stofnuð af Gunnlaugi Jónssyni, sem tók sér ættarnafnið Fossberg. Meira
3. apríl 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 100 orð | 1 mynd

Framkvæmdir í fjöruborðinu

Þó að veður og árstíðin bjóði ekki upp á sjóböð þessa dagana er nóg hægt að bjástra í góðri fjöru, að maður tali nú ekki um þar sem jafn prýðileg aðstaða er til sandmoksturs og í Nauthólsvíkinni. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fundur um krabbamein í blöðruhálskirtli

RABBFUNDUR stuðningshóps um krabbamein í blöðruhálskirtli verður í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 3. apríl, kl. 17. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð

Fundur um samskipti Íslands og Kanada

Á VEGUM Vináttufélags Íslands og Kanada verður almennt rabb um samskipti landanna tveggja í dag, miðvikudaginn 3. apríl, kl. 20, í Lögbergi, Háskóla Íslands, stofu 102. Erindi heldur Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada. Meira
3. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 141 orð

Fælir brott hákarla

ÁSTRALIR kynntu í gær fyrstu "hákarlafæluna" sem framleidd hefur verið en fælan, sem er vart fyrirferðarmeiri en lítill farsími, er sögð geta hrakið frá sér jafnvel allra hættulegustu hvítháfa. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 808 orð

Fær hluta af lífeyrisrétti fyrrverandi eiginmanns

KONA hefur fyrir dómi fengið í sinn hlut skerf af uppsöfnuðum lífeyrisréttindum fyrrverandi eiginmanns síns sem er flugstjóri. Meira
3. apríl 2002 | Suðurnes | 314 orð | 2 myndir

Gerð sjóvarnargarða við höfnina vel á veg komin

UNNIÐ er að gerð tveggja sjóvarnargarða í Grindavíkurhöfn um þessar mundir, en framkvæmdir við garðanna hófust síðastliðið haust. Garðarnir, sem eru hvor sínu megin við innsiglinguna, verða fullgerðir annars um 250 m að lengd og hinn 315 m. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Góð byrjun eftir atvikum

SILUNGSVEIÐI hófst í nokkrum verstöðvum mánudaginn 1. apríl og þótt veiðin þennan fyrsta dag hafi vart staðið undir aprílgabbi var þokkalega líflegt víða þrátt fyrir óstöðugt og yfirleitt leiðinlegt veður á veiðislóðunum. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð

Hafa ekki hætt við þátttöku

NORSK Hydro hefur ekki lagt í lóg áform um að taka þátt í byggingu álvers á Reyðarfirði, segir í grein norska blaðsins Aftenposten . Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Hefur skilað aukinni veltu

NOKKUR söluaukning hefur orðið í kjölfar þess að vöruverð í versluninni PFAFF í Reykjavík var lækkað um 10% á dögunum, að sögn Margrétar Kristmannsdóttur, framkvæmdastjóra verslunarinnar, sem áætlar að söluaukningin nemi um 10-15%. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 223 orð

Heilsárshringvegur um Vestfirði skoðaður

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir að skoða verði möguleika sem Vestfirðingar hafa lagt til um að komið verði á heilsárshringvegi um Vestfirði í samgönguáætlun sem lögð verður fram í haust en Sturla bendir jafnframt á að ólokið sé gríðarlega miklum... Meira
3. apríl 2002 | Landsbyggðin | 195 orð | 1 mynd

Hilmar Þór íþróttamaður Borgarbyggðar

ÍÞRÓTTAMAÐUR Borgarbyggðar árið 2001 var valinn Hilmar Þór Hákonarson, knattspyrnumaður úr Skallagrími, á íþróttadegi í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Hlaupið um í Heiðmörk

TÍKIN Drápa naut útiverunnar með fríðu föruneyti í Heiðmörk á laugardag enda sérlega gott veður til að viðra sig. Má ætla að besti vinur mannsins og þörfustu þjónarnir hafi kunnað vel að meta útivistina þótt mannskepnan hafi sjálfsagt ráðið för. Meira
3. apríl 2002 | Suðurnes | 123 orð

Innbrot í Fjölbrautaskólann

BROTIST var inn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja aðfaranótt 26. mars sl. og þaðan stolið níu fistölvum. Aðfaranótt laugardagsins 30. mars sl. var aftur brotist inn í skólann og höfðu þjófarnir þá peninga með sér á brott. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 691 orð | 1 mynd

Jákvæð ákvörðun í fyrsta lagi tekin í árslok 2003

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra tilkynnti á fundi um nýja stöðu í virkjunar- og stóriðjumálum á Austurlandi um skipun nefndar sem ætlað er að fara í könnunarviðræður við nýja fjárfesta í álveri og er ætlað að ljúka vinnu sinni sem fyrst. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

JÓN MÚLI ÁRNASON

JÓN Múli Árnason, útvarpsmaður og tónskáld, lést annan í páskum, 81 árs að aldri. Jón Múli var fæddur 31. mars árið 1921 á Vopnafirði og voru foreldrar hans Ragnheiður Jónasdóttir húsmóðir og Árni Jónsson, ritstjóri og alþingismaður. Meira
3. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 223 orð

Júgóslavía verður af fjárhagsaðstoð

ZORAN Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, sagði í gær að þess mætti vænta innan tíðar að meintir stríðsglæpamenn yrðu handteknir og framseldir til alþjóðastríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Krókusarnir að koma upp

ÞAÐ er greinilegt á gróðrinum að vorið er í vændum. Fyrstu krókusarnir eru farnir að stinga upp kollinum. Þessi mynd náðist í vikunni þegar hlýnaði... Meira
3. apríl 2002 | Landsbyggðin | 113 orð | 1 mynd

Kvenfélagið Baugur í Grímsey 45 ára

KVENFÉLAGIÐ Baugur hélt upp á 45 ára afmæli sitt á dögunum. Þetta síunga félag er eitt af máttarstólpunum í félagslífi Grímseyinga og dýrmætt sem slíkt. Meira
3. apríl 2002 | Landsbyggðin | 113 orð | 1 mynd

Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir

KÖTTURINN Dúlla á Skeiðflöt í Mýrdal er enginn venjulegur köttur, hún notar vaskinn á baðinu sem rúm og að sögn Sæunnar Sigurlaugsdóttur eiganda hennar finnst Dúllu afar gaman að liggja í vaskinum og láta vatn renna á hálsinn á sér um leið og hún fær sér... Meira
3. apríl 2002 | Miðopna | 1004 orð | 2 myndir

Leitað að olíu og gasi fyrir Norðurlandi

Rannsóknir á íslenska landgrunninu verða fyrirferðarmiklar í starfi Orkustofnunar á næstu árum. Annars vegar er um að ræða öflun gagna sem styðja kröfur Íslendinga um ytri mörk landgrunnsins. Hins vegar er það leitin að olíu eða gasi undir hafsbotninum kringum landið. Rannsóknir á íslenska landgrunninu voru kynntar á ársfundi Orkustofnunar nýverið. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Litið á fugla og flugvélar

ÞEGAR gengið er við Nauthólsvík og flugvallasvæðið í Reykjavík er ekki nema sjálfsagt að líta til fugla himins og sjá hvernig flugið gengur. Meira
3. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Lík drottningarmóður til London

KISTA með líki Elísabetar drottningarmóður var flutt til London í gær frá Windsor-kastala í útjaðri borgarinnar en drottningarmóðirin verður jarðsungin í Westminster 9. apríl nk. Elísabet, sem var 101 árs gömul, lést sl. laugardag. Meira
3. apríl 2002 | Suðurnes | 85 orð

Lýsa yfir andstöðu við kvótakerfið

MEIRIHLUTI hreppsnefndar Gerðahrepps lýsir yfir andstöðu við núverandi kvótakerfi og leggur til að það verði afnumið. Hreppsnefndin fékk til umsagnar stjórnarfrumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða sem til umfjöllunar er á Alþingi. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á kyrrstæða bifreið á bifreiðastæði við slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Er talið að það hafi átt sér stað frá kl. 22 hinn 30. mars til kl. 9 að morgni 31. mars. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 802 orð | 1 mynd

Málaferli í Frakklandi tækju mörg ár

CAROLINE Lefort sem nam tveggja og hálfs árs gamla dóttur sína á brott úr höndum barnsföður síns fyrir rúmlega viku segir engar líkur á að frönsk yfirvöld aðhafist nokkuð í málinu enda hafi hún haft fullan rétt til þess að sækja dóttur sína til... Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 385 orð

Meginreglan að kjarasamningar falli ekki undir samkeppnisrétt

NÝLEGA féll í EFTA-dómstólnum dómur sem snertir íslenskt launafólk og lífeyrismál verulegu máli. Málið er rekið fyrir dómstólum í Noregi og var EFTA-dómstóllinn beðinn um álit en bæði ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafa fylgst náið með málinu. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 63 orð

Messuskrúða skilað til prestsins

MESSUSKRÚÐI sóknarprestsins í Bústaðakirkju sem stolið var úr bifreið prestsins fyrir utan kirkjuna í janúar er kominn í leitirnar og hefur honum verið komið til skila. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Miðasala Listahátíðar fór vel af stað

STRAX í gærmorgun hafði myndast nokkur röð fyrir utan miðasölu Listahátíðar sem var opnuð kl. 11 í Bankastræti 2. Meira
3. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Mikil óvissa um stjórnarmyndun í landinu

NIÐURSTAÐA kosninganna í Úkraínu á sunnudag er mikill ósigur fyrir Leoníd Kútsjma, forseta landsins, en að sama skapi sigur fyrir umbótasinnann Víktor Júshtsjenko og stuðningsmenn hans. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð

Minningarbók um Elísabetu drottningarmóður

Í BRESKA sendiráðinu á Laufásvegi 31 í Reykjavík liggur frammi minningarbók vegna andláts Elísabetar drottningar, móður Elísabetar annarrar Englandsdrottningar. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Mjólkuriðnaðurinn gaf Beinvernd beinþéttnimælitæki

BEINVERND, landssamtök áhugafólks um beinþynningu, átti fimm ára afmæli 12. mars sl. en samtökin voru stofnuð 1997. Aðalhvatamaðurinn að stofnun samtakanna var Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, og var hann jafnframt fyrsti formaður þeirra. Meira
3. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Nauðungarflutningum mótmælt

YFIRVÖLD í Hong Kong bjuggu sig í gær undir að hefja nauðungarflutninga á þúsundum Kínverja, sem synjað var um leyfi til að dvelja í bresku nýlendunni fyrrverandi og skipað hefur verið að snúa aftur til meginlands Kína. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ heldur námskeið í almennri skyndihjálp fimmtudaginn 4., mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. apríl, kl. 19-23. Kennt verður m.a. blástursaðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna og blæðingum úr sárum. Meira
3. apríl 2002 | Miðopna | 652 orð | 4 myndir

Nýr barnaspítali tilbúinn í haust

Betri aðstaða á nýjum Barnaspítala Hringsins fyrir sjúklinga sem starfsfólk þýðir meiri afköst og betri þjónustu. Jóhannes Tómasson gekk um nýbygginguna nýverið en þar er nú unnið af krafti við frágang innan stokks. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Nýr skáli rís í Vindáshlíð

NÝLEGA var síðasta sperran reist í nýjum dvalarskála í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vindáshlíð sem verið er að byggja. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 54 orð

Nýskráningar ekki færri í átta ár

NÝSKRÁNINGAR bifreiða það sem af er þessu ári hafa ekki verið færri frá árinu 1994. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Skráningarstofunni voru 540 bifreiðir nýskráðar í nýliðnum marsmánuði, samanborið við 854 bifreiðir í sama mánuði í fyrra. Meira
3. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 182 orð

Nýtt sænskt lággjaldaflugfélag

GOODJET, nýtt sænskt lággjaldaflugfélag, hefur rekstur síðar í þessum mánuði. Að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC , er gert ráð fyrir því að félagið skili hagnaði á fyrsta rekstrarári og stefnt er að því að fara með það á hlutabréfamarkað. Meira
3. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 126 orð

Ók ölvaður og á slitnum sumarhjólbörðum

KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlandi eystra verið dæmdur til að greiða 140 þúsund króna sekt vegna umferðarlagabrota. Þá var hann sviptur ökurétti í tvö ár og gert að greiða sakarkostnað. Meira
3. apríl 2002 | Suðurnes | 105 orð | 1 mynd

Páskareið Mána undir gullinni sól

SÓL skein í heiði yfir höfðum 100 knapa og jafnmargra hrossa er hleyptu á skeið á freðinni jörð síðastliðinn laugardag. Knapar þessir voru að taka þátt í árlegri páskareið Hestamannafélagsins Mána á Suðurnesjum sem fram fór síðastliðinn laugardag. Meira
3. apríl 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 523 orð | 1 mynd

"Hef tröllatrú á miðborginni"

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vísar á bug þeirri gagnrýni kaupmanna við Laugaveg að ummæli hennar um miðborg Reykjavíkur á aðalfundi Þróunarfélags miðborgarinnar hafi lýst skammsýni og séu ekki til þess fallin að hvetja kaupmenn né aðra... Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

"Mjög vandasamt og viðkvæmt mál"

FUNDUR Alþjóðaþingmannasambandsins, IPU, hefur samþykkt samhljóða ályktun varðandi Mið-Austurlönd en Einar K. Guðfinnsson, formaður Íslandsdeildar IPU, stýrði starfi vinnunefndar sem samdi ályktunina. Meira
3. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 660 orð | 3 myndir

Ráðist á öryggismiðstöð Palestínumanna

ÍSRAELAR beittu aðfaranótt þriðjudags og í gærmorgun skriðdrekum og þungvopnuðum þyrlum til árása á höfuðstöðvar yfirmanns öryggismála palestínsku heimastjórnarinnar í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð

Ráðstefna um íbúalýðræði

RÁÐSTEFNA Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi verður haldin í Hveragerði 6. apríl kl. 13 í húsi leikfélagsins við hliðina á Eden. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Sendifulltrúi RKÍ til Afganistans

RAUÐI kross Íslands svaraði í liðinni viku beiðni Alþjóða Rauða krossins um að útvega sendifulltrúa til hjálparstarfa í Afganistan í kjölfar hinna mannskæðu jarðskjálfta þar. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 220 orð

Skipulagði fíkniefnasmyglið innan fangelsismúranna

FIMM karlmenn voru í gær ákærðir fyrir hlutdeild í fíkniefnasmygli en tveir þeirra eru refsifangar á Litla-Hrauni og voru í afplánun þegar brotin voru framin. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 133 orð

Skotið af riffli á skíðalyftuna í Tindastóli

SKOTHYLKI úr 22. kalíbera riffli fannst nýlega á skíðasvæðinu í Tindastóli við Sauðárkrók og skotför á skíðalyftu og skilti við hana. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

SKÚLI JENSSON

LÁTINN er í Reykjavík á 83. aldursári, Skúli Jensson, lögfræðingur og þýðandi á Vífilsstöðum. Skúli var fæddur í Bolungarvík 13. janúar árið 1920, sonur Jens E. Níelssonar, kennara í Bolungarvík og síðar í Reykjavík, og Elínar Guðmundsdóttur húsfreyju. Meira
3. apríl 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 517 orð

Stofnsamþykkt fyrir Laxnesssetur í vinnslu

BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar hefur falið Laxnessnefnd að útbúa stofnsamþykkt fyrir Laxnesssetur sem afgreidd verður á næsta fundi bæjarstjórnar. Tveir staðir eru nú til skoðunar fyrir setrið. Meira
3. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 164 orð

Sæplast selur ker og bretti til Mexíkó

SÆPLAST hefur gert samning um sölu á kerjum og brettum til Bachoco S.A. í Mexíkó, en það er fyrirtæki í framleiðslu og sölu á kjúklingum. Andvirði samningsins er um 620 þúsund Bandaríkjadalir eða um 60 milljónir íslenskra króna. Meira
3. apríl 2002 | Erlendar fréttir | 545 orð | 1 mynd

Tengir Íran, Írak og Sýrland við hryðjuverk

DONALD H. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sakað Írana, Íraka og Sýrlendinga um að hafa stuðlað að hryðjuverkum gegn Ísraelum með því að styðja "pólitísk morð og sjálfsmorðsárásir" Palestínumanna. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 268 orð

Tilraun með þrjár vindmyllur

FYRIRHUGAÐ er að reisa þrjár vindmyllur í tilraunaskyni hér á landi í sumar og haust. Verða vindmyllurnar reistar á þremur stöðum á Suðurlandi, en um er að ræða nýja tækni í gerð vindmyllna ættaða frá Bandaríkjunum. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 157 orð

Tollfrjáls varningur í vistarverum starfsmanna

TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflugvelli lagði um páskana hald á talsvert magn af tollfrjálsum varningi sem talið er að starfsmenn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi keypt í verslunum í flugstöðinni en þeim er það óheimilt nema þeir fari um flugstöðina sem... Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð

Tónskáldið heitir Úlfar Ingi Í frétt...

Tónskáldið heitir Úlfar Ingi Í frétt í blaðinu í gær af opnun miðasölu Listahátíðar var rangt farið með nafn tónskáldsins sem semur tónlistina við ballettinn Sölku Völku. Hann heitir Úlfar Ingi Haraldsson. Er beðist velvirðingar á þessum... Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð

Tvö íslensk verkefni tilnefnd

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur tilnefnt tvö íslensk verkefni til norrænna lýðheilsuverðlauna sem veitt eru árlega. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 265 orð

Tæplega hálfnaður upp í grunnbúðir Everest

HARALDUR Örn Ólafsson sjötindafari hringdi fyrsta símtalið sitt til bakvarðasveitar sinnar í Útilífi í Smáralind í gær, en Haraldur nálgast nú grunnbúðir Everest og er staddur í Namche Bazar, höfuðstað hinna víðfrægu Sérpa. Meira
3. apríl 2002 | Landsbyggðin | 130 orð | 1 mynd

Tölt eftir Lagarfljóti

HESTAMANNAFÉLAGIÐ Freyfaxi á Fljótsdalshéraði stóð fyrir ístöltkeppni á Lagarfljóti fyrir nokkrum dögum. Þegar keppnin fór fram var rigning og þíðviðri, en ísinn þó um 40-50 cm þykkur víðast hvar. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 262 orð

Um 85% félagsmanna telja fræðslu skila betri kjörum

UM 85% félagsmanna Flóabandalagsins, þ.e. Eflingar - stéttarfélags, Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur telur að fræðsla og starfsmenntun skili sér í betri kjörum. Þá telja 65% fræðslu vera forsendu þess að þróast í starfi. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 899 orð | 1 mynd

Umræðuefnin eru fjölmörg

Ágúst H. Bjarnason er fæddur 30. desember 1945 í Reykjavík. Lauk fil. cand-prófi í náttúrufræðum 1969 við Háskólann í Uppsölum og varð doktor í grasafræði frá sama skóla 1991. Meira
3. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 254 orð | 1 mynd

Útflutningur á bæklunarskóm fyrirhugaður

LOKAFUNDUR Evrópuverkefnis sem Stoðtækni - Gísli Ferdinandsson hefur tekið þátt í og verið verkefnastjóri í síðustu tvö ár var haldinn í Ólafsfirði nú nýlega. Verkefnið gekk út á að þróa nýja aðferð við gerð á bæklunarskóm. Meira
3. apríl 2002 | Landsbyggðin | 90 orð | 1 mynd

Útigöngukindur úr Aðaldalshrauni

TVÆR kindur, ær og lambhrútur, fundust nýlega nálægt þjóðveginum í Aðaldalshrauni og höfðu gengið úti í allan vetur. Ekki er vanalegt að kindur finnist svo seint í hrauninu enda farast þær oft í gjótum þegar fer að snjóa. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 205 orð

Útilokar ekki auðlindagjald í framtíðinni

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir nýlegan úrskurð óbyggðanefndar, þess efnis að vatnsréttindi í afréttum Árneshrepps séu ekki í eigu Landsvirkjunar heldur ríkisins, ekki fela í sér stórkostleg tíðindi, en fagnar því að... Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð

Varðhald framlengt

GÆSLUVARÐHALD yfir manninum sem hefur játað að hafa orðið manni að bana á Víðimel í Reykjavík í febrúar var í gær framlengt um sex vikur að kröfu lögreglunnar í Reykjavík. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð

Vegarkafli sunnan Hvalfjarðarganga breikkaður

BREIKKA á þjóðveginn uppúr Hvalfjarðargöngunum sunnanmegin að afleggjaranum að gamla hringveginum inn í Hvalfjörðinn og voru tilboð í verkið opnuð í síðustu viku. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Vel viðrar í skreiðinni

ÞEGAR vel viðrar er ekki nema sjálfsagt að nýta tækifærið og huga að skreiðarhjöllunum. Þar er ýmis verk að vinna sem samhentur hópur fer létt með. Margur hefur sannreynt að þegar margir hjálpast að verður vinnan leikur einn. Meira
3. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 498 orð

Virði eignarhlutanna þarf fyrst að liggja skýrt fyrir

ODDVITAR Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar, sem samanlagt eiga helming í Landsvirkjun á móti ríkinu, eru sammála um að áður en farið verður að ræða gjaldtöku af Landsvirkjun, þurfi að liggja skýrt fyrir hvernig eignaraðild að fyrirtækinu verði háttað... Meira
3. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 93 orð | 1 mynd

Vorhugur í unga fólkinu

ÞAÐ er ekki laust við að kominn sé vorhugur í unga fólkið á Akureyri, enda sól farin að hækka á lofti og hitastigið farið að nálgast 10 gráður í plús. Skíðavertíðin er langt komin en þó alls ekki búin. Meira

Ritstjórnargreinar

3. apríl 2002 | Leiðarar | 750 orð

Austfirðingar upplýstir

Í gærkvöldi var haldinn fjölmennur borgarafundur á Reyðarfirði, þar sem Austfirðingar voru upplýstir um þá nýju stöðu, sem upp er komin í viðræðum íslenzkra stjórnvalda og Norsk Hydro um þátttöku norska fyrirtækisins í byggingu álvers á Reyðarfirði. Meira
3. apríl 2002 | Staksteinar | 313 orð | 2 myndir

Drottningarviðtöl

EGILL Helgason sjónvarpsmaður, sem heldur úti "Silfri Egils", bæði á Skjá einum og skrifar pistla á Striki.is, gerir sérkenni stjórnmálaforingja að umræðuefni í pistli, sem birtist nú rétt fyrir páskahátíðina. Pistillinn ber fyrirsögnina "Drottningaviðtöl". Meira

Menning

3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

300 milljónir

ÞAÐ er búið að taka Kaliforníusveitina Korn þrjú ár og 300 milljónir íslenskra króna að búa til nýja plötu. Þetta er því ekki bara þungarokk heldur þungakostnaður líka! Platan, sem mun heita Untouchables , verður stærsta þungarokksplata ársins, skv. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 509 orð | 1 mynd

Alvöru bílskúrsrokk

Búdrýgindi vann Músíktilraunir Tónabæjar með glæsibrag fyrir stuttu. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við strákana. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 375 orð | 1 mynd

Bretti um allan bæ

NÆSTU helgi verður Ak-Extreme-mótið haldið á Akureyri. Mun þetta vera stærsta snjóbrettamót sem haldið hefur verið hérlendis til þessa. Margt verður í gangi og í boði þessa helgi. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 106 orð | 2 myndir

Enn ísöld

KVIKMYNDAMENNING Íslands er enn á forsögulegu stigi um þessar mundir, þ.e. ísaldarstiginu. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 62 orð | 1 mynd

Gaukur á Stöng Hljómsveitin Cynic Guru...

Gaukur á Stöng Hljómsveitin Cynic Guru heldur sína fyrstu hljómleika í kvöld. Sveitin er skipuð þeim Roland Hartwell (raffiðla og söngur), Ólafi Hólm (trommur), Einari Þór Jóhannssyni (rafgítar) og Rikki Korn (bassagítar) og spilar hún nýbylgjurokk. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Hæ, hó, jibbíjei!

DAGSETNING er komin á næstu plötu Íslandsvinanna í Coldplay. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 404 orð | 1 mynd

Í hryllingshúsinu

Aftermath, glæpasaga eftir Peter Robinson. Macmillan gefur út 2001. 438 síðna kilja í stóru broti sem kostar 2.195 kr. í Máli og menningu. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Lyle Lovett á sjúkrahús

BANDARÍSKI sveitasöngvarinn Lyle Lovett, sem hér á landi er þekktastur fyrir að hafa verið kvæntur leikkonunni Juliu Roberts, er nú á sjúkrahúsi í Houston í Texas eftir að hafa fótbrotnað illa í átökum við naut. Meira
3. apríl 2002 | Myndlist | 239 orð | 1 mynd

Mórar

Opið alla daga frá 13-18. Lokað laugardaga. Aðgangur ókeypis. Til 7. apríl. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 87 orð | 2 myndir

Myndbönd

Í ÞESSARI viku koma ekki út nema tvær myndir, enda myndbandageirinn líkast til að snúa sér hægt en örugglega aftur í gang eftir páskaleyfið. Meira
3. apríl 2002 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Óperueinþáttungur á nemendatónleikum

SÖNGNEMENDUR Tónlistarskóla Kópavogs flytja óperueinþáttunginn Símann eftir Giancarlo Menotti og nokkur atriði úr söngleiknum West Side Story eftir Leonard Bernstein í Salnum í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Meira
3. apríl 2002 | Menningarlíf | 2245 orð | 2 myndir

"Tónlistin skapar einingu"

Arthur Rubinstein bað um að fá að kenna henni. Sautján ára var hún orðin stjarna. Ann Schein er mikils háttar píanisti eins og Bergþóra Jónsdóttir komst að í spjalli við hana og nemanda hennar Víking Heiðar Ólafsson. Og enn er hún komin hingað til að spila og kenna. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 945 orð | 4 myndir

Saga reggítónlistar í máli og myndum

Tónlist frá Jamaica hefur haft gríðarleg áhrif á rokk- og poppsöguna. Árni Matthíasson fletti bók um reggítónlist. Meira
3. apríl 2002 | Menningarlíf | 699 orð | 1 mynd

Samhliða hugsanir

Á annarri hæð á Vatnsstíg 3 hefur verið opnuð fyrsta myndlistarsýningin í nýjum húsakynnum Nýlistasafnsins. Heiða Jóhannsdóttir leit þar inn og ræddi við sýnendur. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 410 orð | 1 mynd

Svarti dauði og sagan

In the Wake of the Plague: The Black Death & the World It Made eftir Norman F. Cantor. 245 síðna kilja með myndum, registri og heimildaskrá. Kostar 2.460 í Pennanum Eymundsson. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 238 orð | 2 myndir

Titringur á toppnum

ÞAÐ er taugatritringur á toppi bandaríska bíóaðsóknarlistans þessa vikuna, og þá í fleiri en einum skilningi. Fyrir það fyrsta koma fjórar stórar myndir nýjar inn á listann og bitust þær hart um hylli bíógesta vestra um síðustu helgina. Meira
3. apríl 2002 | Menningarlíf | 179 orð | 1 mynd

Tímarit

Jóni á Bægisá er kominn út og er þetta sjötta hefti tímarits þýðenda. Um helmingur þessa tölublaðs er helgaður Georgíu í Kákasus. Irma Matsjavariani og Sigurður A. Meira
3. apríl 2002 | Fólk í fréttum | 52 orð | 3 myndir

Um loftin blá

KVIKMYNDAKLÚBBURINN Filmundur frumsýndi hasarmyndina Arne í Ameríku miðvikudaginn fyrir páska. Meira

Umræðan

3. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 279 orð

Að vera sinn eiginn guð

HAUKUR Dór Bragason birtir svar við bréfi mínu frá 13. mars sl. Ég hef lítið við efni svarbréfsins að athuga enda virðist mér að höfundur þess sé vel meinandi ungur maður. Meira
3. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 307 orð

Áltál

ENN eru virkjunar- og álverssinnar við sama heygarðshornið þegar þeir eru með blekkingum að reyna að sannfæra þjóðina um mikilvægi Kárahnjúkavirkjunar og Reyðaráls fyrir uppbyggingu atvinnulífs á Austurlandi. Sbr. Meira
3. apríl 2002 | Aðsent efni | 404 orð | 1 mynd

Drepa málum á dreif

R-listinn hefur átt í erfiðleikum á undanförnu kjörtímabili, segir Jón Hákon Halldórsson, og loforð sem borgarbúum voru gefin hafa verið svikin. Meira
3. apríl 2002 | Aðsent efni | 983 orð | 1 mynd

Evrópa og kostir Íslendinga

Leiðin sem við eigum að fara að mínu mati, segir Össur Skarphéðinsson, og ég hef komist að eftir mikla yfirlegu yfir kostum aðildar og göllum, er að skilgreina samningsmarkmiðin og sækja um á grundvelli þeirra. Meira
3. apríl 2002 | Aðsent efni | 395 orð | 1 mynd

Hvernig kynslóð erum við að ala upp?

Það er býsna alvarlegt, segir Ísólfur Gylfi Pálmason, þegar í ljós kemur að fjölmargt ungt fólk verður gjaldþrota á aldrinum 20 til 30 ára vegna einkaneyslu sinnar. Meira
3. apríl 2002 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Jarðgöng í Vesturbyggð

Jarðgöng á landsbyggðinni, segir Guðmundur Karl Jónsson, eiga að vera tvíbreið. Meira
3. apríl 2002 | Aðsent efni | 672 orð | 1 mynd

Lyfjamisnotkun og forysta ÍSÍ

Til að tryggja heilbrigði íslenskra íþróttamanna og endurvekja traust alþjóðahreyfingarinnar, almennings og styrktaraðila, segir Birgir Guðjónsson, verður að velja þá til forystu ÍSÍ sem fylgja ólympíuhugsjóninni. Meira
3. apríl 2002 | Aðsent efni | 845 orð | 1 mynd

Miðborgin lifir

Miðborg Reykjavíkur, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur fjölþættu hlutverki að gegna. Meira
3. apríl 2002 | Aðsent efni | 347 orð | 1 mynd

Rétturinn til heilbrigðs kynlífs

Kynsjúkdómar, fóstureyðingar og ótímabærar þunganir, segir Stefán Bogi Sveinsson, eru stærsta heilbrigðisvandamál ungs fólks. Meira
3. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 255 orð

Svar til Örvars Í VELVAKANDA sunnudaginn...

Svar til Örvars Í VELVAKANDA sunnudaginn 31. mars sl. birtist grein eftir Örvar Gröndal. Þar leggur hann til að Gettu betur verði breytt. Vill hann meina liði Menntaskólans í Reykjavík þátttöku á þeirri forsendu að liðið hefur unnið tíu ár í röð. Meira
3. apríl 2002 | Aðsent efni | 666 orð | 1 mynd

Vandi Greiningarstöðvar

Mennska hvers samfélags, segir Ingibjörg Auðunsdóttir, mælist í lífsgæðum þeirra þjóðfélagsþegna sem minna mega sín. Meira
3. apríl 2002 | Bréf til blaðsins | 529 orð

Vinnutími rútubílstjóra

NÚ FER ferðamannatíminn brátt í hönd og ferðamennirnir ferðast með rútunum víðs vegar um landið. Sumar ferðir eru upp í átján daga en aðrar eru styttri, hálfur dagur og allt þar á milli, samkvæmt minni reynslu sem rútubílstjóri. Meira

Minningargreinar

3. apríl 2002 | Minningargreinar | 1627 orð | 1 mynd

BJARNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR

Bjarnveig Þorsteinsdóttir var fædd í Hafnarfirði 31. október 1914. Hún lést á heimili sínu, Sólvangsvegi 1 í Hafnarfirði, 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eyrún Jakobsdóttir, f. 19.8. 1885, d. 25.7. Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2002 | Minningargreinar | 1596 orð | 1 mynd

ERNA RÓS HAFSTEINSDÓTTIR

Erna Rós Hafsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 10. október 1966. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hafsteinn Már Guðmundsson, f. 26.7. 1947, og Arnþrúður Margrét Kristjánsdóttir, f. 6.2. Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2002 | Minningargreinar | 313 orð | 1 mynd

GUÐJÓN GUÐMUNDSSON

Guðjón Guðmundsson fæddist í Steinskoti á Eyrarbakka 5. ágúst 1926. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheiður Sigurðardóttir og Guðmundur Jónsson. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Guðmunda Guðmundsdóttir. Útför Guðjóns fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2002 | Minningargreinar | 1320 orð | 1 mynd

GUÐNÝ INDRIÐADÓTTIR

Guðný Indriðadóttir fæddist í Ásatúni í Hrunamannahreppi 23.2. 1912. Hún lést á öldrunardeild Borgarspítalans 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Indriði Grímsson frá Ásakoti í Biskupstungum, síðar bóndi í Ásatúni, f. 17. maí 1873, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2002 | Minningargreinar | 967 orð | 1 mynd

HAFDÍS KRISTINSDÓTTIR

Kristín Hafdís Kristinsdóttir fæddist á Kambi í Ólafsfirði 11. september 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Eiríkur Stefánsson, f. 19.7. 1918, á Hóli í Ólafsfirði, d. 3.1. Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2002 | Minningargreinar | 720 orð | 1 mynd

KRISTÍN EINARSDÓTTIR

Kristín Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 3. apríl 1955. Hún lést 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 4. mars. Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2002 | Minningargreinar | 1487 orð | 1 mynd

MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR

Margrét Sigurðardóttir fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 29. janúar 1914. Hún andaðist í Reykjavík 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórólfsson, skólastjóri á Hvítárbakka, og kona hans Ásdís M. Þorgrímsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
3. apríl 2002 | Minningargreinar | 938 orð | 1 mynd

SIGURÐUR HRAFN GUÐMUNDSSON

Sigurður Hrafn Guðmundsson fæddist 13. apríl 1963 á Sauðárkróki. Hann lést á heimili sínu 23. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðmundur Bergsteinn Jóhannsson, læknir á Selfossi, f. 4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 619 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 50 50 50...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 50 50 50 12 600 Flök/steinbítur 270 270 270 1,480 399,597 Gellur 680 500 548 34 18,620 Grásleppa 75 5 74 696 51,290 Grásleppuhrogn 120 120 120 13 1,560 Gullkarfi 116 56 80 12,407 990,353 Hlýri 117 100 104 92 9,601 Hrogn ýmis... Meira
3. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 444 orð | 1 mynd

Án aðgerða væri bensínlítrinn 5-6 krónum dýrari

AÐGERÐIR ríkisstjórnarinnar til að lækka tímabundið vörugjald á bensíni og ákvarðanir olíufélaganna um að hækka ekki verð á bensíni í samræmi við hækkun á heimsmarkaðsverði hafði í för með sér að bensín hélst óbreytt hér á landi nú um mánaðamótin í stað... Meira
3. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 412 orð

Farum segir upp samningi við Columbus

DANSKA bæjarfélagið Farum við Kaupmannahöfn hefur sagt upp samstarfssamningi við danska hugbúnaðarfyrirtækið Columbus IT Partner A/S. Ákvörðun þessa efnis var samþykkt í bæjarráði bæjarfélagsins í síðustu viku. Meira
3. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 477 orð | 1 mynd

Tap af rekstri Stáltaks 238 milljónir króna

TAP af starfsemi samstæðu Stáltaks hf. árið 2001 nam samtals 238,3 milljónum króna, en velta samstæðunnar á árinu var 1.414 milljónir króna. Fastafjármunir nema í árslok 373 milljónum króna og veltufjármunir 401 milljón króna. Meira
3. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Tap Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 272 milljónir

FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hf. var rekin með 272 milljón króna tapi á síðasta ári. Þar sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. tók til starfa 1. október 2000 eru ekki til samanburðartölur fyrir það ár. Rekstrartekjur Flugstöðvarinnar námu á síðasta ári 4. Meira
3. apríl 2002 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Öllum starfsmönnum J.S. Helgasonar sagt upp

ÖLLUM starfsmönnum innflutningsfyrirtækisins J.S. Helgasonar var sagt upp nú um mánaðamótin. Starfsmenn J.S. Helgasonar eru sex talsins og er unnið að því að finna ný störf fyrir þá hjá Lyfjaverslun Íslands en J.S. Meira

Fastir þættir

3. apríl 2002 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 3. apríl, er sjötug Guðbjörg Sigríður Thorstensen, Ásvöllum 3, Grindavík. Hún og fjölskylda hennar taka á móti gestum í Verkalýðshúsi Grindavíkur föstudaginn 5. apríl frá kl.... Meira
3. apríl 2002 | Fastir þættir | 301 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"ÞAÐ er búið að skamma mig svo mikið fyrir að opna á veikum tveimur með svona spil að ég ákvað að opna bara á einum spaða. Meira
3. apríl 2002 | Dagbók | 824 orð | 1 mynd

Eldri borgarar í Laugarneskirkju fara á bæjaflakk

Í stað hefðbundins fundar fimmtudaginn 4. apríl, verður farin ferð að Blikastöðum í Mosfellsbæ að heimsækja Björgvin Tómasson orgelsmið, sem um þessar mundir vinnur að smíði nýs orgels fyrir Laugarneskirkju. Meira
3. apríl 2002 | Viðhorf | 873 orð

Ég skammast mín!

"Auðvitað eru kjör einstæðra mæðra misjöfn og sjálfsagt eru til einstæðir feður sem ekki hafa úr miklu að moða. Því ber þó ekki að neita að meirihluti einstæðra foreldra er konur." Meira
3. apríl 2002 | Dagbók | 894 orð

(Sálm. 25, 11.)

Í dag er miðvikudagur 3. mars, 93. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sakir nafns þíns, Drottinn, fyrirgef mér sekt mína, því að hún er mikil. Meira
3. apríl 2002 | Fastir þættir | 223 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. e4 d6 4. Rc3 c5 5. d5 Bxc3+ 6. bxc3 f5 7. exf5 Bxf5 8. Re2 Da5 9. Db3 Rd7 10. Rg3 e6 11. Bf4 e5 12. Bd2 0-0-0 13. Rxf5 gxf5 14. g3 Re7 15. Hb1 Dc7 16. Bg5 Hde8 17. Bh3 Hhf8 18. 0-0 h6 19. Bd2 Hf6 20. Kh1 Kb8 21. f4 e4 22. g4 fxg4... Meira
3. apríl 2002 | Dagbók | 85 orð

ÚR MÁLSHÁTTAKVÆÐI

... Varla sýnisk allt sem er ýtum þeim, er bægir drer; eigi at eins er í fögru fengr, fundit mun þat, er reynt er lengr. Meira
3. apríl 2002 | Fastir þættir | 471 orð

Víkverji skrifar...

FRÉTTIR bárust af því um hátíðarnar að fjárhagslegur bakhjarl Keikós í Bandaríkjunum hefði ákveðið að hætta stuðningi við dýrið. Meira

Íþróttir

3. apríl 2002 | Íþróttir | 866 orð | 1 mynd

Afturelding komin í þriðja sæti

AFTURELDING skaust í þriðja sætið í deildinni með 28:27 sigri á Selfyssingum í gærkvöldi. Páll Þórólfsson gerði sigurmarkið á síðustu sekúndu, náði frákastinu eftir að Gísli Guðmundsson hafði varið vítakast frá honum. Lokamínútur leiksins voru spennandi en ekki að sama skapi vel leiknar því leikmenn gerðu sig seka um aragrúa af byrjendamistökum enda var ekkert skorað síðustu fjórar mínúturnar ef sigurmarkið er frátalið. Selfyssingar eiga litla möguleika á að ná í úrslitakeppnina. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 518 orð | 1 mynd

* AMANDA Pietila, 22 ára gömul...

* AMANDA Pietila, 22 ára gömul knattspyrnukona frá Bandaríkjunum, gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur . Þar er fyrir önnur bandarísk stúlka, Andrea Rowe, sem spilaði með Grindavík í fyrra og verður áfram með liðinu í ár. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 283 orð

Atli til Friesenheim

ATLI Hilmarsson hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiksliðsins Friesenheim og tekur til starfa þar 1. júlí í sumar. Framkvæmdastjóri Friesenheim dvaldi á Akureyri um páskana og handsalaði tveggja ára samning við Atla í fyrrakvöld. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 91 orð

DAGSKRÁ

Skíðamóts Íslands Dalvík - Ólafsfirði 2002 Á alþjóðlegu ári fjallanna. Fimmtudagur 4. apríl 17.00 Sprettganga 20.00 Mótssetning í Dalvíkurkirkju Föstudagur 5. apríl Keppni í svigi og stórsvigi - einnig alþjóðleg mót (FIS-mót). 09. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 527 orð | 1 mynd

* GUÐLAUG Jónsdóttir og stöllur hennar...

* GUÐLAUG Jónsdóttir og stöllur hennar í Bröndby unnu toppliðið Fortuna , 2:1, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á mánudag. Guðlaug náði ekki að skora en hún átti stangarskot í leiknum. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 83 orð

Guðni með gegn Tottenham?

GUÐNI Bergsson, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Bolton Wanderers, er talinn eiga góðar líkur á að geta leikið með liði sínu þegar það mætir Tottenham í úrvalsdeildinni 20. apríl. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 144 orð

Gylfi handleggsbrotnaði í gær

GYLFI Einarsson, knattspyrnumaður hjá Lilleström, handleggsbrotnaði í gær og missir af fyrstu leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni. Þetta gerðist í leik gegn Moss á La Manga á Spáni, og var Gylfi fluttur beint á sjúkrahús. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 7 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 83 orð

Kjartan enn hjá Lilleström

KJARTAN Sturluson, markvörður knattspyrnuliðs Fylkis, er enn við æfingar hjá norska liðinu Lilleström, sem bráðvantar markvörð fyrir tímabilið sem hefst eftir tíu daga. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 833 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR ÍS - KR 86:82 Íþróttahús...

KÖRFUKNATTLEIKUR ÍS - KR 86:82 Íþróttahús Kennaraháskólans, úrslit Íslandsmóts kvenna, fyrsti leikur, þriðjudaginn 2. apríl 2002. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 290 orð

Naumur sigur Þórs á ÍR

ÞÓRSARAR halda áfram að bíta frá sér gegn sterkari liðunum í deildinni. Í síðasta heimaleik lögðu þeir Hauka með eins marks mun og endurtóku leikinn á móti ÍR í gærkvöld. Lokastaðan í þeim leik varð 31:30 og skoraði Aigars Lazdins sigurmark Þórs á síðustu sekúndu leiksins. Þórsarar klóruðu sig upp í 8. sætið með sigrinum en sæti í úrslitakeppninni hangir enn á bláþræði. Tapið felldi ÍR niður í fjórða sætið. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 142 orð

Nicklaus ekki á Masters

JACK Nicklaus hefur ákveðið að taka ekki þátt í Masters-golfmótinu sem hefst á Augusta-vellinum í Bandaríkjunum á mánudaginn kemur. Hann hefur átt við þrálát meiðsli í baki að stríða og getur því ekki keppt en hann hefur sex sinnum klæðst græna jakkanum. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 151 orð

"Ekki hægt að fylla skarð Ólafs"

STEFAN Kretzschmar, leikmaður Magdeburg, óttast mjög eftirköstin ef lið hans verður Evrópumeistari í handknattleik. Þá telur hann að aukist til muna líkurnar á því að Ólafur Stefánsson fari til Ciudad Real strax í vor. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 423 orð | 1 mynd

Sprettganga verður í miðbæ Ólafsfjarðar

SKÍÐALANDSMÓT Íslands, sem um leið er alþjóðlegt mót fer fram á Dalvík og Ólafsfirði dagana 4.-7. apríl, svo fremi að veðurguðirnir setji ekki frekari strik í reikninginn, en undanfarna daga hafa hlýindi raskað nokkuð upphaflegum áformum. Þannig hefur keppni í risasvigi verið felld niður af öryggisástæðum, og í staðinn verður keppt í samhliða svigi. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 342 orð

Stúdínur stóðust áhlaup

ÍS hefur tekið forystu í einvígi sínu við KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna, en fyrsti leikur liðanna í rimmunni fór fram í Íþróttahúsi Kennaraháskólans í gærkvöldi. Stúdínur náðu að knýja fram sigur í framlengingu eftir að KR-konur jöfnuðu með þriggja stiga "flautukörfu" í lok hefðbundins leiktíma. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 231 orð

Sætt og súrt í La Coruna

MANCHESTER United er með mjög vænlega stöðu eftir sigur á Deportivo La Coruna, 2:0, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum meistaradeildar Evrópu á Spáni í gærkvöld. Ensku meistararnir urðu þó fyrir talsverðum skakkaföllum í La Coruna; Roy Keane var borinn af velli, illa tognaður, rétt fyrir hlé, Paul Scholes fékk sitt annað gula spjald og verður í banni í síðari viðureign liðanna, og á síðustu mínútunni meiddist David Beckham á ökkla þegar Diego Tristan braut gróflega á honum. Meira
3. apríl 2002 | Íþróttir | 289 orð

Yfirleitt betra að byrja úti

"ÉG er að sjálfsögðu ánægður með að fá síðari leikinn á heimavelli," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Magdeburg, í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá var búið að draga um hvort Magdeburg eða ungverska liðið Veszprém fengi heimaleikinn fyrst. Liðin mætast í úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu síðar í mánuðinum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.