Greinar laugardaginn 4. maí 2002

Forsíða

4. maí 2002 | Forsíða | 57 orð

60 féllu í Kólombíu

AÐ minnsta kosti sextíu manns er leituðu skjóls í kirkju í Norðaustur-Kólombíu eru fallnir og um 100 aðrir særðir í kjölfar átaka vinstrisinnaðra uppreisnarmanna og hægrisinnaðra byssumanna, að því er embættismenn stjórnvalda greindu frá í gær. Meira
4. maí 2002 | Forsíða | 383 orð | 1 mynd

Arafat kveðst reiðubúinn að mæta á friðarráðstefnu

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sagði í gær að hann væri reiðubúinn til að taka þátt í alþjóðlegri friðarráðstefnu um Miðausturlönd, á vegum Bandaríkjamanna, Rússa, Evrópusambandsins (ESB) og Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Meira
4. maí 2002 | Forsíða | 129 orð

Bar Milosevic þungum sökum

Í BRÝNU sló milli Ibrahims Rugova, leiðtoga Kosovo-Albana, og Slobodans Milosevics, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í gær þegar Rugova bar vitni gegn Milosevic í réttarhöldunum sem nú fara fram í Haag í Hollandi. Meira
4. maí 2002 | Forsíða | 117 orð

Eitt gen ræður úrslitum

EITT einasta gen kann að vera orsök þess að sumt fólk leitar í áfengi þegar það finnur til streitu, en annað fólk ekki, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC . Meira
4. maí 2002 | Forsíða | 233 orð | 1 mynd

Minningarathöfn í Erfurt

UM 100.000 manns tóku í gær þátt í minningarathöfn undir berum himni við dómkirkjuna í Erfurt í Þýskalandi vegna fjöldamorðsins í Gutenberg-framhaldsskólanum í liðinni viku. Meira

Fréttir

4. maí 2002 | Erlendar fréttir | 96 orð

140 maóistar felldir í Nepal

AÐ minnsta kosti 140 skæruliðar maóista féllu er nepalski stjórnarherinn réðst á tvennar búðir þeirra í fjöllunum. Kom þetta fram hjá nepölskum embættismönnum í gær. Sagt er, að skæruliðar hafi veitt hermönnum fyrirsát í héraðinu Rolpa sl. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

5,6 milljónir söfnuðust til nýbyggingar

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur undirritað samstarfssamning til fjögurrra ára við handverkstæðið Ásgarð í Kópavogi. Auk ráðuneytisins standa að samningnum svæðisskrifstofur fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi. Meira
4. maí 2002 | Miðopna | 691 orð | 1 mynd

9,5% veiðigjald á aflaverðmæti

Auðlindagjald í sjávarútvegi kemur til framkvæmda frá og með 1. september árið 2004 og hækkar í áföngum til ársins 2009 eftir að Alþingi samþykkti í gær breytingu á lögunum um stjórn fiskveiða. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Adrenalín gegn rasisma

UM 30 unglingar, nýbúar og "síbúar", eins og stóð í tilkynningu frá hópnum, lögðu af stað í adrenalínferð gegn rasisma frá Austurbæjarskóla í gær. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 30 orð

Aðalfundur Laufs í dag

LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, halda aðalfund þriðjudaginn 7. maí kl. 20 í húsakynnum Öryrkjabandalagsins, Hátúni 10b, kaffistofu á jarðhæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð

Aðalfundur Vinafélags Blindrabókasafns

AÐALFUNDUR Vinafélags Blindrabókasafns Íslands verður haldinn mánudaginn 6. maí kl. 20 að Litlu-Brekku við Bankastræti. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins. Meira
4. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 311 orð

Atvinnurekendum sem reyna að hlunnfara fólk hefur fjölgað

BJÖRN Snæbjörnsson var endurkjörinn formaður Einingar-Iðju á aðalfundi félagsins í vikunni. Fram kom á fundinum að rekstrarhagnaður félagsins var 13 milljónir króna á liðnu ári, en var ein milljón árið á undan, þannig að afkoman hefur batnað til muna. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 38 orð

Álits leitað á samþykkt frumvarps

Alþingi samþykkti í gær frumvarp sjávarútvegsráðherra, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að veiðigjald verði lagt á aflaheimildir. Morgunblaðið leitaði af því tilefni til nokkurra aðila, sem hafa verið framarlega í umræðunni um þessi mál á undanförnum árum. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Átta metra hátt listaverk

SENN líður að Listahátíð í Reykjavík en í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi er verið að undirbúa viðamestu myndlistarsýningu hátíðarinnar, Mynd, íslensk samtímalist, sem verður opnuð sunnudaginn 12. maí. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 308 orð

Bankaþjónusta miðast við að fólki sé treyst

GUÐJÓN Rúnarsson, framkvæmdastjóri Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, hefur óskað eftir að koma á framfæri athugasemdum vegna gagnrýni sem fram kom á banka á blaðmannafundi Vímulausrar æsku og fleiri aðila, þar sem fram koma að fíklar geti... Meira
4. maí 2002 | Erlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Barbara Castle látin

BARBARA Castle, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn breska Verkamannaflokksins, lést í gær 91 árs að aldri. Frá þessu var greint á fréttasíðu BBC . Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 341 orð

Beint fjárhagslegt tjón 3,3 milljarðar

ÁÆTLAÐ er að beint fjárhagslegt tjón þjóðarinnar af völdum snjóflóða á síðustu 26 árum sé um 3,3 milljarðar króna. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 215 orð

Blindrabókasafnið 20 ára

ÞRIÐJUDAGINN 7. maí eru liðin tuttugu ár frá því Blindrabókasafn Íslands var stofnað með lögum frá Alþingi. Starfsemin hefur eflst ár frá ári og má áætla að safnið þjóni nú hátt á þriðja þúsund manns um allt land. Meira
4. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 405 orð | 1 mynd

Brettafélagið húsnæðislaust á ný

BRETTAFÉLAG Reykjavíkur er nú aftur á vergangi með starfsemi sína eftir að eigandi gömlu Sindrastálsskemmunnar í Borgartúni sagði upp leigusamningi við það og reif húsið en félagið var með hjólabrettaaðstöðu þar. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Brunaæfing á Hótel Sögu

BRUNAÆFING var haldin á Radisson SAS - Hótel Sögu í Reykjavík í gær og þótti takast vel að sögn Hrannar Greipsdóttur, framkvæmdastjóra Radisson SAS. Æfingin var tvískipt og hófst fyrri hluti hennar kl. 13. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 825 orð | 1 mynd

Brúa svokallað kynslóðabil

Sigurbjörg Björgvinsdóttir fæddist í Fljótum í Skagafirði 1. nóvember 1941. Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum 1959 og varð stúdent frá öldungadeild MH 1989. Meira
4. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 219 orð | 1 mynd

Brúin orðin 82 ára gömul

BRÚIN yfir Tjörnina var upprunalega úr tré. Síðar var hún steypt en nú standa yfir steypuviðgerðir á brúnni. Ríflega 80 ár eru síðan Skothúsvegur var lagður á þessari brú yfir Tjörnina en það var gert árið 1920. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 444 orð | 1 mynd

Doktor í guðfræði

*SIGURJÓN Árni Eyjólfsson héraðsprestur varði rit sitt; Guðfræði Marteins Lúthers í ljósi túlkunar hans á Jóhannesarguðspjalli 1535-1540 16. mars sl. Var þetta fjórða doktorsvörnin frá upphafi sem fór fram við guðfræðideild Háskóla Íslands. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 1026 orð | 1 mynd

Eðlileg skilyrði verði sett áður en ábyrgðin verður veitt

FRUMVARP til laga um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, að ábyrgjast útgáfu skuldabréfa vegna fjármögnunar nýrrar starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar ehf. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Eftir er að þjarka svolítið um verðið

ÞORVALDUR Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að samkvæmt lögunum sé veiðigjaldið of lágt og komi of seint. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 226 orð

Ekki tekið tillit til vinnuálags

STJÓRN Félags ungra lækna mótmælir harðlega nýjum kjarasamningi sem sjúkrahúslæknar og fulltrúar ríkisins undirrituðu í fyrradag. Fulltrúi ungra lækna í samninganefnd sjúkrahúslækna hefur sagt sig úr nefndinni og neitað að skrifa undir drög samningsins. Meira
4. maí 2002 | Erlendar fréttir | 178 orð

FBI var varað við arabískum flugnemum

TVEIMUR mánuðum fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjunum vakti starfsmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í Arizona athygli höfuðstöðvanna í Washington á því, að allmargir menn frá Miðausturlöndum væru við flugnám í bandarískum flugskólum. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Fékk 75 milljóna rannsóknastyrk

VERKEFNI undir stjórn dr. Lilju Mósesdóttur dósents við Háskólann í Reykjavík hefur fengið styrk úr fimmtu rammaáætlun ESB. Heildarupphæð verkefnisins er 900 þúsund evrur eða 75 milljónir kr., þar af koma 58 milljónir frá ESB. Meira
4. maí 2002 | Erlendar fréttir | 140 orð

Fjórir fórust í bílslysi

FJÖGUR norsk ungmenni létu lífið í gær er bíll þeirra fór út af vegi og varð alelda á samri stundu. Var fólkið að koma frá því að fagna stúdentsprófi, að sögn Aftenposten . Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fjórir sjálfboðaliðar til Austur-Jerúsalem

FJÓRIR sjálfboðaliðar héldu utan í vikunni á vegum Félagsins Ísland-Palestína og eru í Austur-Jerúsalem, þar sem þeir dvelja á gistiheimili Lúterska heimssambandsins hjá Augusta Victoria sjúkrahúsinu á Ólífufjalli. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 148 orð

Fjölskyldudagur á Eiríksstöðum

TILGÁTUHÚSIÐ á Eiríksstöðum í Haukadal verður opið á morgun, sunnudaginn 5. maí, kl. 13-16 til að fagna sumri og hækkandi sól. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 38 orð

Flóamarkaður F-lista í Kolaportinu

F-LISTI frjálslyndra og óháðra verður með bás í Kolaportinu næstu helgar. Ætlunin er að selja notaðan og nýjan varning gegn mjög vægu verði til styrktar framboðinu. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Flórgoðadagur við Ástjörn

ÁRLEGUR flórgoðadagur Fuglaverndarfélagsins og umhverfisnefndar Hafnarfjarðar verður við Ástjörn við Hafnarfjörð sunnudaginn 5. maí kl. 13.30-15. Haldið hefur verið upp á dag flórgoðans við Ástjörn síðan 1993. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð

Forsenda ferðaþjónustu og atvinnulífs

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir Reykjavíkurflugvöll lykilinn að viðskiptum og velgengni fyrirtækja á Vestfjörðum sem sækja á stærsta markað landsins, á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sagði hann við opnun sýningarinnar Perlan Vestfirðir í gær. Meira
4. maí 2002 | Suðurnes | 173 orð | 1 mynd

Frá krókum upp í stærstu troll

"ÞAÐ er tilhlökkun í okkur að takast á við komandi verkefni. Við erum hér með alhliða þjónustu þar sem tekið verður á öllum þáttum frá krókum upp í stærstu troll. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Frumvarpið skilar of litlu

ÞÓRÓLFUR G. Matthíasson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segist almennt vera hlynntur þeirri leið að taka gjald af þeim sem nota sameiginlegar auðlindir landsmanna eins og fiskinn í sjónum. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 199 orð

Furðar sig á háu verði nýrra íbúða við Suðurhlíðar

GUÐRÚN Pétursdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði byggingu fjölbýlishúss í Suðurhlíðum í Reykjavík að umtalsefni á borgarstjórnarfundi á fimmtudag. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Gaf páfanum íslenska biblíu

JÓN Pálsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags, afhenti nýlega Jóhannesi Páli páfa II viðhafnarútgáfu af íslensku biblíunni. Jón var staddur í Róm á fundi Sameinuðu biblíufélaganna og var fundarmönnum boðið til áheyrnar hjá páfanum í... Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 888 orð | 1 mynd

Gagnrýni á misskilningi byggð

ÁKVÖRÐUN Alþingis um að samþykkja að heimila fjármálaráðherra að veita Íslenskri erfðagreiningu ríkisábyrgð á allt að 200 milljóna Bandaríkjadala láni er mjög ánægjuleg, að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins. Meira
4. maí 2002 | Suðurnes | 106 orð | 1 mynd

Gallery Hringlist opnað á nýjum stað

GALLERY Hringlist hefur verið opnað á nýjum stað við Hafnargötuna í Keflavík, Hafnargötu 16. Þar verður opnuð í dag sýning á verkum eftir Hafdísi Björgu Hilmarsdóttur. Meira
4. maí 2002 | Landsbyggðin | 59 orð | 1 mynd

Gaman á barnfóstrunámskeiði

BARNFÓSTRUNÁMSKEIÐIN á vegum Þórshafnardeildar Rauða krossins eru jafnan vinsæl og að þessu sinni voru átta stúlkur á námskeiðinu. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 0 orð | 1 mynd

garðurinn

{{/myndatexti}} Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð

Gengið um Skipastíg

FERÐAFÉLAG Íslands verður með göngu um Skipastíg í Grindavík sunnudaginn 5. maí. Gangan er um 5 - 6 klst., 14 - 16 km. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð

Gengi krónunnar ekki hærra í rúmt ár

GENGI krónunnar hækkaði um 0,68% í viðskiptum með gjaldeyri á millibankamarkaði í gær og er gengisvísitalan 128,55 stig. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Gjaldið hvorki fugl né fiskur

SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir sambandið ítrekað hafa lýst andstöðu sinni við frumvarp sjávarútvegsráðherra, það hafni alfarið auðlindagjaldi. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 509 orð | 2 myndir

Grágæsirnar á Blönduósi gera víðreist

MARGIR fuglar leita suður á bóginn þegar hausta tekur og leita síðan aftur á varpstöðvarnar þegar vorar og kallast farfuglar en aðrir þrauka á landinu bláa allt árið og kallast því staðfuglar. Meira
4. maí 2002 | Suðurnes | 349 orð

Greiðslur frá Hitaveitu setja mark á reikninga

ÁRSREIKNINGUR Gerðahrepps fyrir árið 2001, sem samþykktur hefur verið af hreppsnefnd, einkennist mjög af arðgreiðslu Hitaveitu Suðurnesja sem greidd var á árinu, að því er fram kemur í skýrslu endurskoðenda hreppsins, PricewaterhouseCoopers. Meira
4. maí 2002 | Landsbyggðin | 100 orð | 1 mynd

Hlaupa til Reykjavíkur

STÚLKUR úr þriðja flokki kvenna í knattspyrnu munu hlaupa boðhlaup frá Selfossi til Reykjavíkur í dag 4. maí. Tilgangur hlaupsins er að afla fjár vegna utanlandsferðar hópsins til þátttöku í knattspyrnumóti í Danmörku í júlí. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 415 orð

Hlutur kvenna vex í forystu þingsins

FUNDUM Alþingis var frestað síðdegis í gær fram til septemberloka. Þar með er 127. löggjafarþingi lokið. Áður afgreiddið þingið frá sér ellefu lagafrumvörp og níu þingsályktunartillögur. Meira
4. maí 2002 | Erlendar fréttir | 241 orð

Hægriöfgamenn fengu þrjá fulltrúa

BRESKA þjóðarflokknum, flokki hægriöfgamanna, tókst að vinna þrjú sæti í sveitarstjórnarkosningunum í Bretlandi á fimmtudag. Er það ekki mikill árangur en hefur samt vakið verulega athygli og hneykslan margra. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 245 orð

Hæstiréttur staðfestir réttmæti húsleitar Samkeppnisstofnunar

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna beri kröfu tveggja olíufélaga um að Samkeppnisstofnun verði gert skylt að eyða öllum afritum skjala á rafrænu formi sem hald var lagt á við húsleit hjá olíufélögunum í desember 2001. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 69 orð

Íslenskt brúðkaupsveftímarit

ÍSLENSKA brúðkaupsveftímaritið Brúðkaupsvefur.com verður formlega opnað í dag, laugardaginn 4. maí, kl. 15. Brúðkaupsvefur.com var settur upp fyrst í tilraunaútgáfu 21. janúar síðastliðinn. Vefstjóri er Dóra Ósk Bragadóttir. Meira
4. maí 2002 | Erlendar fréttir | 280 orð

Ísraelsher hafnar niðurstöðunum

MARY Robinson, framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, hvatti stjórnvöld í Ísrael í gær til að skoða gaumgæfilega skýrslu sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch sendu frá sér í fyrradag en þar komast samtökin að þeirri niðurstöðu... Meira
4. maí 2002 | Landsbyggðin | 130 orð | 1 mynd

Kammerkór Skagafjarðar syngur í vorið

MEÐAL margra tónlistarviðburða tengdra Sæluviku er vert að nefna konset ungs kórs, Kammerkórs Skagafjarðar, sem haldinn var í hátíðarsal Fjölbrautaskólans við upphaf gleðiviku Skagfirðinga. Meira
4. maí 2002 | Landsbyggðin | 136 orð | 1 mynd

Karen Ýr íþróttamaður Þórs

Á AÐALFUNDI Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn var Karen Ýr Sæmundsdóttir valin íþróttamaður ársins 2001. Karen hefur stundað badminton í mörg ár og náð góðum árangri. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð

Kramdist undir vörubíl

ALVARLEGT vinnuslys varð við Vesturvör í Kópavogi í gærkvöld þegar maður kramdist undir vörubíl sem hann var að vinna við. Hann missti meðvitund en vinnufélagi hans hljóp til og tókst að lyfta bílnum ofan af hinum slasaða með gaffallyftara. Meira
4. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 78 orð | 1 mynd

Krókur kynntur

KYNNINGARFUNDUR var haldinn í vikunni um býlið Krók á Garðaholti og umhverfi hans. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923 og var búið í honum allt til ársins 1985. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Kærkominn vorboði

FRÁ fornu fari hefur verið litið á lóuna sem elskaðasta fugl landsins og stafar það af því að hún boðar komu vorsins í huga okkar Íslendinga. Lóan er, eins og flestir vita, farfugl og bústaðir hennar á veturna eru í norðvestanverðri Evrópu. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 87 orð

Landsliðið gegn Norðmönnum valið

ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, valdi í gær landsliðshópinn sem mætir Norðmönnum í vináttulandsleik í Bodö í Noregi 22. maí. Hópurinn lítur þannig út, landsleikir í sviga: Birkir Kristinsson, ÍBV (71) Árni G. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð

Leiðrétt

Orkubú Vestfjarða og sveitarfélögin Vegna umfjöllunar um orkufyrirtækin í miðopnu blaðsins á fimmtudag skal það áréttað að ríkið keypti Orkubú Vestfjarða af sveitarfélögunum aðallega vegna rekstrarerfiðleika þeirra sjálfra en ekki orkubúsins, eins og... Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð

Leikskólamál rædd á opnum fundi

STJÓRN Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara boðar til fundar um leikskólamál mánudaginn 6. maí kl. 17 - 18.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Leikskólar í Grafarvogi með opið hús

SEX leikskólar í Grafarvogi verða með opið hús í dag, laugardaginn 4. maí, frá kl. 10-12. Leikskólarnir starfa allir samkvæmt lögum um leikskóla, hver og einn hefur sínar áherslur. Þennan dag er því kjörið að kynna sér leiðir hvers og eins leikskóla. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Lífeyrissjóður Norðurlands

LÍFEYRISSJÓÐUR Norðurlands (LSN) hefur ásamt fjárfestingarfélaginu Nordica S.A. í Lúxemborg höfðað mál gegn iDigi Communications í Flórída í Bandaríkjunum. Meira
4. maí 2002 | Suðurnes | 58 orð

Málmblásarar með tónleika í Garðabæ

MÁLMBLÁSARAHÓPUR frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verður með tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar sunnudaginn 5. maí kl. 16. Meira
4. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 85 orð | 1 mynd

Mánabrekka fær umhverfisverðlaun

ELLEFU umhverfis- og náttúruverndarsamtök veittu leikskólanum Mánabrekku á Seltjarnarnesi viðurkenningu fyrir störf að verndun umhverfis og náttúruvernd á degi umhverfisins þann 26. apríl síðastliðinn. Meira
4. maí 2002 | Suðurnes | 44 orð

Námskeið á vegum Cranio

CRANIO-Sacral-skólinn heldur kynningarnámskeið í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð í húsnæði Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja að Víkurbraut 13 í Keflavík, á morgun, sunnudag, klukkan 9.30 til 17. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Nýr bíll til björgunarsveitarinnar

NÚ Á vordögum keypti Björgunarsveitin Vopni-Örn nýjan bíl af gerðinni Toyota Hilux, árgerð 1999 fullbreyttur fyrir 38 tommu dekk. Bíllinn kemur í staðinn fyrir bíl sem keyptur var frá Austur-Þýskalandi og seldur. Meira
4. maí 2002 | Árborgarsvæðið | 222 orð | 1 mynd

Nýtt þjónustuhús Byggðasafns í notkun

NÝTT þjónustuhús Byggðasafns Árnesinga var afhent fullbúið hinn 19. apríl sl. Fyrstu skóflustunguna tók Helgi Ívarsson í Hólum 5. október 2001, svo sjá má að byggingartíminn er fremur skammur. Meira
4. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Opið hús á Bakka

OPIÐ hús verður í hátæknifjósinu á Bakka í Öxnadal um helgina, eða frá kl. 13 til 17 bæði á laugardag og sunnudag. Á Bakka er nýlegur mjaltaþjónn, sá fyrsti á Norðurlandi, og sér hann algerlega um mjaltirnar, en mannshöndin kemur hvergi nærri. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 54 orð

Opið hús hjá Sjálfstæðisflokknum

OPIÐ hús verður á löngum laugardegi í kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins á Laugavegi 70 í dag, laugardaginn 4. maí, kl. 14-16. Allir eru velkomnir. Dagskráin hefst kl. Meira
4. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 34 orð

Opið í Hlíðarfjalli

SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli verður opið um helgina en þar er enn nægur og góður skíðasnjór og færið með besta móti. Veðurspáin er einnig nokkuð hagstæð og því tilvalið fyrir skíðaáhugamenn að skella sér á... Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð

Opinn fundur á Akranesi

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN á Akranesi heldur opinn fund í dag, laugardag kl. 11 í kosningaskrifstofu flokksins að Stillholti 18. Frambjóðendur munu kynna stefnuskrá flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 684 orð

Orkuvinnsla og náttúruvernd fara aldrei saman

ÓLÖF Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, segir að orkuvinnsla og náttúruvernd fari aldrei saman og gagnrýnir matsskýrslu Landsvirkjunar varðandi umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu. Meira
4. maí 2002 | Erlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

"Apaköttur, apaspil"

ÞAÐ, sem kom mest á óvart í kosningunum á Englandi á fimmtudag, var úrslitin í borgarstjórakosningunum í Hartlepool. Þar sigraði "apinn H'Angus", lukkutröllið hjá Hartlepool-knattspyrnuliðinu. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 205 orð

Raforkulögum frestað

ALÞINGI samþykkti í gær ellefu frumvörp og níu þingsályktunartillögur, þar á meðal tillögu til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002-2005. Meira
4. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 43 orð

Reiðhjólahjálmar afhentir

KIWNISKLÚBBARNIR Embla og Kaldbakur afhenda sjö ára börnum á Akureyri og nágrenni reiðhjólahjálma á Vordögum í Sunnuhlíð í dag, laugardag, frá kl. 12 til 15. Meira
4. maí 2002 | Erlendar fréttir | 1205 orð | 2 myndir

Sameiningartáknið Chirac í vanda

Flestir gera ráð fyrir að Jacques Chirac forseti sigri Jean-Marie Le Pen í forsetakosningunum í Frakklandi. En fái hinn síðarnefndi verulegan stuðning umfram flokksfylgið í síðari umferðinni gæti staða Þjóðfylkingar hans orðið mun sterkari en ella í þingkosningunum í júní. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Sáttatilraun sem hefur mistekist

RAGNAR Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að helstu rökin fyrir því að leggja á veiðigjald hafi verið þau að skapa sátt um sjávarútvegsstefnuna, og auðvelda fyrirtækjunum þar með sinn rekstur. Meira
4. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Sembaltónleikar í Laugaborg

SÍÐUSTU tónleikar Tónlistarfélagsins á Akureyri starfsárið 2001-2002 verða haldnir nk. sunnudag, 5. maí, í Félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Sigur Morgunblaðsins og ósigur okkar hinna

HANNES Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að Morgunblaðið geti þakkað sér það að auðlindagjald hafi verið tekið upp. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð

Sinueldar á höfuðborgarsvæðinu

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var um tvo tíma að slökkva sinueld í Fossvogsdalnum í fyrrinótt. Kargaþýfi gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir en þeir notuðu vatn til að ráða niðurlögum eldsins. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 493 orð

Skipulagði smyglið meðan hann beið dóms

GUÐMUNDUR Ingi Þóroddsson, refsifangi á Litla-Hrauni, játaði í gær sinn þátt í fíkniefnasmygli sem hann skipulagði ásamt öðrum meðan hann var innan fangelsismúranna. Með aðstoð samfanga sinna og manna utan fangelsins flutti hann inn tæplega 1. Meira
4. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Skoðunarferð um Gásir og Möðruvelli

MINJASAFNIÐ á Akureyri efnir til skoðunarferðar um Gásir og Möðruvelli í Hörgárdal á sunnudag, 5. maí. Gásir eru einn elsti verslunarstaður sem þekktur er á landinu. Minjarnar þar eru friðlýstar, ná yfir 14.000 fermetra svæði og eru einstakar í sinni... Meira
4. maí 2002 | Landsbyggðin | 116 orð | 1 mynd

Snjór með mesta móti

UNDANFARNA daga hefur snjóað mikið í Siglufirði og er snjórinn sennilega heldur meiri núna en mest varð í vetur. Það er því ekki margt sem minnir á þá staðreynd að það er komið sumar. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Sorgardagur fyrir sjávarútveginn

Alþingi samþykkti í gær frumvarp sjávarútvsgráðherra, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að veiðigjald verði lagt á aflaheimildir. Morgunblaðið leitaði af því tilefni til nokkurra aðila, sem hafa verið framarlega í umræðunni um þessi mál á undanförnum árum. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Sóttur á haf út vegna veikinda

FÆREYSKUR skipstjóri af togaranum Enniberg var sóttur á haf út vegna veikinda og fluttur með þyrlu varnarliðsins á Landspítalann í gærkvöld. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Spáir góðum heyfeng og gróðurfari í sumar

PÁLL Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, telur að miðað við meðalhita á landinu á liðnum vetri megi búast við góðum heyfeng og góðu gróðurfari í sumar. Þá segir hann einnig að ekki þurfi að búast við hafís í ár. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Stjórnarandstæðingar segja enga sátt í frumvarpinu

FRUMVARP sjávarútvegsráðherra, Árna M. Mathiesen, um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær en í þeim er m.a. kveðið á um að lagt verði 9,5% veiðigjald á handhafa aflaheimilda. Meira
4. maí 2002 | Erlendar fréttir | 535 orð | 1 mynd

Stór fjöldagröf í Norður-Afganistan

HUNDRUÐ manna, líklega talibanar, sem Norðurbandalagið hafði tekið til fanga, eru grafin í fjöldagröf í Norður-Afganistan. Er það haft eftir samtökum lækna, sem berjast fyrir mannréttindum og aðsetur hafa í Boston í Bandaríkjunum. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð

Sumarbúðirnar Ævintýraland á Netinu

SUMARBÚÐIRNAR Ævintýraland hafa opnað heimasíðu, veffangið er www.sumarbudir.is. Þar er hægt að skoða bækling sumarsins 2002 og fleira. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 406 orð

Telur þátttöku Reykjavíkurborgar óverjandi

ÓLAFUR F. Magnússon, óháður borgarfulltrúi, lagði fram á borgarstjórnarfundi á fimmtudag tillögu um að borgarstjórn lýsti andstöðu sinni við þátttöku Reykjavíkur í fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun. Tillögunni var vísað frá með 12 atkvæðum gegn þremur. Meira
4. maí 2002 | Miðopna | 1179 orð | 1 mynd

Trillukarlinn sem treður upp með Sigur Rós

Lítill drengur sat hann oft á læri afa, sem reri með hann og kvað rímur. Nú er drengurinn orðinn miðaldra og Steindór Andersen rær sjálfur, þó einungis yfir sumarið; er á handfærum á eigin trillu frá Súgandafirði. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 584 orð | 2 myndir

Umfangsmesta áfanga nýs fráveitukerfis lokið

NÝ HREINSISTÖÐ og aðalútræsi við Klettagarða voru formlega tekin í notkun í gær. Um er að ræða langstærsta og umfangsmesta áfanga nýs fráveitukerfis fimm sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira
4. maí 2002 | Árborgarsvæðið | 278 orð | 1 mynd

Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar afhent

UMHVERFISVERÐLAUN Hveragerðisbæjar voru afhent í þriðja sinn á degi umhverfisins 25. apríl sl. Verðlaunin eru kirsuberjatré. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Undirbúningur lyfjaþróunar hafinn

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að nú þegar sé farið að vinna að því hjá fyrirtækinu að setja saman efnasambönd til að þróa lyf við sjúkdómum, s.s. geðklofa, heilablóðfalli og æðakölkun. Meira
4. maí 2002 | Árborgarsvæðið | 343 orð

Ungt fólk af Suðurlandi í nám og starfsþjálfun erlendis

FYRIR rúmu ári fékk Svæðisvinnumiðlun Suðurlands á Selfossi úthlutað styrk úr Leonardo Da Vinci námssjóði Evrópusambandsins. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd

Veiðigjald á aflaheimildir samþykkt á Alþingi

ALÞINGI samþykkti í gær frumvarp Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Í frumvarpinu er m.a. kveðið á um að lagt verði 9,5% aflagjald á handhafa aflaheimilda. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð

Vélhjólasýning í Merkúr

YAMAHA vélhjólasýning verður haldin helgina 4. - 5. maí í Merkúr í Skútuvogi 12a, sýningin er opin laugardag kl. 10 - 17 og sunnudag kl. 13 - 17. Sýndar verða nýjustu gerðir af Yamaha vélhjólum, m.a. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 632 orð | 3 myndir

Viðamesta kynning Vestfjarða til þessa

ILMVATN fyrir víkinga ættað frá Vestfjörðum og galdrastafir frá Ströndum er meðal þess sem gefur að líta á sýningunni Perlan Vestfirðir sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnaði í Perlunni síðdegis í gær að viðstöddu fjölmenni. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Vinnuvélasýning hjá Krafti

KRAFTUR hf. við Vagnhöfða í Reykjavík kynnir í dag vinnuvélar frá Fiat-Hitachi. Fer hún fram í húsnæði fyrirtækisins og stendur milli kl. 14 og 17.Á sýninguna er boðið félögum í Félagi vinnuvélaeigenda og Verktakasambandi Íslands. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

VISA býður í bíó

Í TILEFNI sumarsins hefur VISA Ísland ákveðið að bjóða korthöfum sínum að sjá myndina Bubble Boy fyrir aðeins kr. 150 á mann í Sambíóunum í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Vorfagnaður Sandara

ÁTTHAGAFÉLAG Sandara heldur árshátíð í dag, laugardaginn, 4. maí, í Lionssalnum í Kópavogi, Auðbrekku 25.-27. Húsið verður opnað kl. 19.30. Heiðursgestir verða hjónin Kristján Þorkelsson frá Laufási og kona hans Sigríður Markúsdóttir. Meira
4. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 29 orð

Vorlínan kynnt

NÝJA vorlínan frá Broste Copenhagen verður kynnt í Býflugunni og blóminu um helgina. Umboðsmaður frá fyrirtækinu verður í versluninni til skrafs og ráðagerða, frá kl. 12 til 18 á... Meira
4. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Vortónleik-ar í Akur-eyrarkirkju

VORTÓNLEIKAR Kórs Akureyrarkirkju verða haldnir í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 5. maí kl. 17. Meira
4. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 112 orð | 1 mynd

Yfir 300 keppendur á Hængsmóti

ÁRLEGT Hængsmót, sem Lionsklúbburinn Hængur stendur að, hófst í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær en mótið er nú haldið í 20. sinn. Þetta er jafnframt Íslandsmót í sveitakeppni í boccia. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 174 orð

Yfirlýsing frá starfsfólki X-18

EFTIRFARANDI yfirlýsing, undirrituð af sextán starfsmönnum fyrirtækisins X-18, hefur borist Morgunblaðinu: "Að gefnu tilefni vill starfsfólk X-18 The Fashion Group koma eftirfarandi á framfæri. Meira
4. maí 2002 | Miðopna | 978 orð | 1 mynd

Þjóðarskúta á réttum kóss

Í FORYSTUGREIN Morgunblaðsins hinn 3. Meira
4. maí 2002 | Suðurnes | 35 orð

Ættfræðingar hittast

FÉLAGAR á Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar nk. mánudagskvöld, 6. maí, kl. 20. Þetta verður síðasti fundur vetrarins og allir áhugasamir um ættfræði eru velkomnir, segir í fréttatilkynningu frá bókasafninu. Meira
4. maí 2002 | Innlendar fréttir | 142 orð

Ökuleyfissvipting framlengd

NÍTJÁN ára piltur var í gær dæmdur til að greiða 218.000 krónur í sekt og var sviptur ökurétti í eitt ár. Á gamlársdegi 1999 var hann sviptur ökuréttindum í eitt ár og aftur til þriggja ára með dómi í júlí 2000. Meira

Ritstjórnargreinar

4. maí 2002 | Leiðarar | 771 orð

Í þágu þjóðarinnar

Auðlindagjald í sjávarútvegi er orðið að lögum. Samþykkt Alþingis í gær markar mikilvæg þáttaskil í baráttu fyrir því, að íslenzka þjóðin njóti sanngjarns afraksturs af auðlindum, sem lögum samkvæmt eru sameign þjóðarinnar. Sl. Meira
4. maí 2002 | Staksteinar | 375 orð | 2 myndir

Það er tungunni tamast ...

BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði, fjallar um forseta Íslands og spyr hvort þjóðin sé tilbúin til þess að ætla honum að segja skoðanir sínar á "kjörtímabundnum" aðstæðum eins og það hvort Íslendingar eigi að ganga í ESB eða ekki. Meira

Menning

4. maí 2002 | Menningarlíf | 646 orð | 1 mynd

Að horfa á málverk eða hafa það sem bakgrunn

ÞAÐ VAR líf og fjör í galleríi Skugga á Hverfisgötunni þegar blaðamaður leit inn á sýningu þeirra Kristins Pálmasonar og Gulleiks Lövskars á föstudaginn. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 481 orð | 1 mynd

Að taka af skarið

Vaskur hópur útskriftarnema úr leiklistardeild Listaháskólans stígur á svið Borgarleikhússins í kvöld og flytur gestum kraftmikið leikrit eftir Maxím Gorkí sem á að þeirra mati lifandi erindi við samtímann. Heiða Jóhannsdóttir leit inn á æfingu. Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 254 orð | 1 mynd

Allt er falt

Þýskaland 2001. Skífan VHS/DVD. (109 mín.) Ekki við hæfi ungra barna. Leikstjórn Lars Kraume. Aðalhlutverk Alexander Scheer, Götz George og Maria Shrader. Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 238 orð | 1 mynd

ARSENALKLÚBBURINN Í tilefni af bikarúrslitaleiknum enska...

ARSENALKLÚBBURINN Í tilefni af bikarúrslitaleiknum enska milli Arsenal og Chelsea ætla félagar í Arsenalklúbbnum að koma saman á öldurhúsum um land allt; í Ölveri Reykjavík, Pakkhúsinu Selfossi, Kristjáni X Hellu, Hótel Höfn, á Pizza 67 Vestmannaeyjum,... Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 241 orð

Áhorfendum í 35 löndum boðin þátttaka í listaverki

MYNDLISTARSÝNING Hanne Godtfeldt og Steinunnar Helgu Sigurðardóttur verður opnuð í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði í dag. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 79 orð

Barnakóramót Hafnarfjarðar

BARNAKÓRAMÓT Hafnarfjarðar verður haldið í sjöunda sinn í Víðistaðakirkju í dag og hefst kl. 17. Þar koma fram átta kórar en hver þeirra mun syngja tvö lög auk þess sem allir kórarnir syngja saman nokkur lög. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

Ekki hægt að sá á Svaðastöðum

DAVID Gislason, bóndi á Svaðastöðum skammt frá Árborg í Manitoba, var kominn með sáðvélina út á hlað og ætlaði að fara að sá 1. maí, en Kári tók heldur betur í taumana. Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 165 orð | 1 mynd

Er Eminem Osama Bin Laden?

BANDARÍSKI rapparinn Eminem klæðir sig í gervi hryðjuverkamannsins Osama Bin Ladens í nýju myndbandi við lag sitt "Without Me". Sést Eminem sitja í helli með gerviskegg og vefjarhött veifandi hvítu flaggi, tákni uppgjafar. Meira
4. maí 2002 | Myndlist | 224 orð | 1 mynd

Falleg verk

Til 4. maí. Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 11-18, en laugardaga frá kl. 11-16. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 192 orð | 1 mynd

Formleg samskipti í 20 ár

FORMLEG samskipti Háskóla Íslands og Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum hafa staðið yfir í 20 ár og af því tilefni var sérstök athöfn í Minnesotaháskóla í Minneapolis í tengslum við ársþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, sem fór fram í... Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 205 orð | 1 mynd

Helgi Þorgils sýnir í Kambi

SÝNING á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar verður opnuð í Gallerí Kambi, Rangárvallasýslu, í dag, laugardag. Á sýningunni eru teikningar og landslagsmyndir og nefnist hún Hugsólir. Um verkin á sýningunni segir listamaðurinn m.a. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 62 orð

Kvennakórar í Háteigskirkju

KVÖLDVÖKUKÓRINN og Glæður, kór Kvenfélags Bústaðasóknar, halda tónleika á morgun kl. 17 í Háteigskirkju. Stjórnandi Kvöldvökukórsins er Jóna Kristín Bjarnadóttir og undirleikari Douglas A. Brotchie. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 458 orð | 1 mynd

Langholtskirkja Vortónleikar Lögreglukórs Reykjavíkur hefjast kl.

Langholtskirkja Vortónleikar Lögreglukórs Reykjavíkur hefjast kl. 16. Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór syngur einsöng með kórnum. Á efnisskránni verður blanda af nýjum og gömlum lögum. Miðaverð 1.500 krónur. Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 536 orð | 3 myndir

Laxness að hætti söngvaskálds

Hörður Torfason flytur eigin lög við kvæði Halldórs Laxness. Hljóðfæraleikarar auk Harðar eru Einar Valur Scheving og Vilhjálmur Guðjónsson. Vilhjálmur stjórnaði upptökum í eigin hljóðveri á tímabilinu 15. desember 2001 til 6. mars 2002. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 179 orð

Legsteinn Guðmundar "dúllara" endurreistur

MESSA verður að Hlíðarenda í Fljótshlíð á morgun, sunnudag, kl. 14.00. Meira
4. maí 2002 | Myndlist | 671 orð | 1 mynd

Lífrænn glerungur

Opið alla daga frá kl. 11-17. Lokað þriðjudaga. Til 6. maí. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Loksins!

ÞRIÐJA plata írska ofur-strákakvintettsins Westlife, World of Our Own , kom út fyrir margt löngu eða seint á síðasta ári. Það er hins vegar ekki fyrr en fyrst núna sem henni skolar upp á Íslandsstrendur, tæplega hálfu ári síðar. Svona er að búa á eyju! Meira
4. maí 2002 | Tónlist | 441 orð

Meiri gleði, meira líf

Kvennakór Reykjavíkur söng íslensk og erlend lög: einsöngvari var Soffía Stefánsdóttir mezzósópran, píanóleikari Þóra Fríða Sæmundsdóttir og stjórnandi Sigrún Þorgeirsdóttir. Sunnudag kl. 17.00. Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 229 orð | 1 mynd

Náttúrulítið

Önnur platan frá bleiknefjanum með svörtustu rödd í heimi. Segist hafa verið skipað að grenna sig til að verða fræg. Það virkaði. Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Nennti ekki fram úr

SPÆNSKI töffarinn Enrique Iglesias var púaður niður af þúsundum áhangenda í austurríska skíðastaðnum Ischgl þegar hann mætti klukkutíma of seint á tónleika og hermdi síðan eftir lögum sínum sem leikin voru af bandi. Og hvers vegna kom hann of seint? Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Ný málverk í Englaborg

SIGTRYGGUR Bjarni Baldvinsson opnar í dag sýningu á þrettán nýjum málverkum í Englaborg, Flókagötu 17. Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd

Safn fyrir sálina!

OG POTTÞÉTT röðin er óstöðvandi. Nú eru það sígilda sálartónlistin og gömlu R&B lögin sem safnað hefur verið saman á tvo stútfulla diska. Þar er að finna heila 42 slagara hvern öðrum frægari. Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Sparkað í (eigin)rassa!

"ÍSLENSK tónlist er ekki bara listræn Björk og loftkennd Sigur Rós. Frá Reykjavík kemur líka beina leið kvartett sem minnir á Rage Against the Machine og Cypress Hill." Þetta eru ummæli gagnrýnanda The LA Times um Quarashi og plötuna Jinx. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Stefnt að sérstökum fundi á Íslandi

ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslendinga í Vesturheimi stefnir að því að halda sérstakan fund á Íslandi á næsta ári eða 2004 og er málið í athugun. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 136 orð | 1 mynd

Sumarfagnaður í Selkirk

HÁTT í tvö hundruð manns sóttu sumarfagnað Brúarinnar í Selkirk í Kanada á sumardaginn fyrsta en þetta var í 108. skipti sem þessi deild Þjóðræknisfélagsins í Manitoba gengst fyrir skemmtun af þessu tilefni. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 256 orð

Sumarferð Þjóðræknisfélagsins til Vesturheims

MIKILL áhugi er á sumarferð Þjóðræknisfélagsins til Vesturheims og segir Jónas Þór fararstjóri að nær uppselt sé í þessa 12 daga ferð. Ferðin hefst með flugi til Minneapolis 14. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 49 orð

Sumargestir eftir Maxím Gorkí

Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Brynja Valdís Gísladótttir, Gísli Pétur Hinriksson, Ívar Örn Sverrisson, Ólafur Egill Egilsson, Tinna Hrafnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert Ingimundarson, Ólafur... Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Syngjandi engill!

HÚN Eva er komin til himna en aldrei fyrr hefur meira líf verið í tónlist hennar og túlkun. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 9 orð | 1 mynd

Sýningu lýkur

i8, Klapparstíg 33 Sýningu á límbandsverkum Harðar Ágústssonar lýkur á... Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 83 orð | 4 myndir

Talíbanar á Laugaveginum

DIMISSJÓN er löngu orðin góð og gild hefð meðal útskriftarnema framhaldsskólanna. Þá gera nemendur sér dagamun áður en tekist er á við stúdentsprófin, klæða sig upp í furðuföt, og fara askvaðandi um bæ og borg, sér og vonandi öðrum til skemmtunar. Meira
4. maí 2002 | Fólk í fréttum | 60 orð | 1 mynd

Tíu þúsund manns í líkfylgdinni

ÞÚSUNDIR fylgdu Lisu "Left Eye" Lopes, söngkonu R og B-tríósins TLC, til grafar á fimmtudag en hún lést síðasta laugardag í bílslysi í Hondúras. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 331 orð

Víkingasýningin í Kanada í fyrsta sinn

VÍKINGASÝNING Smithsonian-stofnunarinnar í Bandaríkjunum verður opnuð í Ottawa, höfuðborg Kanada, á þriðjudag. Hún hefur verið víða um Bandaríkin undanfarin tvö ár en flyst nú í fyrsta og eina sinn til Kanada. Meira
4. maí 2002 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Vortónleikar Fóstbræðra

KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur vortónleika sína í Salnum í Kópavogi í dag, laugardag, kl. 16. Einsöngvarar með kórnum að þessu sinni eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, og Þorsteinn Guðnason, tenór. Meira
4. maí 2002 | Tónlist | 640 orð | 1 mynd

Þýsk síðrómantík og enskir gamansöngvar

Signý Sæmundsdóttir, sópran, Gerrit Schuil, píanó. Sunnudaginn 28. apríl kl. 16.00. Meira

Umræðan

4. maí 2002 | Aðsent efni | 869 orð | 2 myndir

Bókhaldskúnstir R-listans

Ef ekki hefði komið til þessara bókhaldskúnsta, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, væri hrein skuld Orkuveitunnar engin. Meira
4. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 683 orð | 1 mynd

Er fjármálastaða Reykjavíkurborgar virkilega svona góð?

FULLYRÐINGAR frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar, um óeðlilega mikla skuldasöfnun Reykjavíkurborgar í stjórnartíð R-listans, hefur vakið athygli mína og ég hef hef ekki heyrt þeim andmælt. Meira
4. maí 2002 | Aðsent efni | 210 orð | 1 mynd

Fallegasta víkin

Ég tel það skyldu mína, segir Guðrún Pétursdóttir, að vekja athygli borgarbúa á þessari staðreynd. Meira
4. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 420 orð

Fátækt fólk FÁTÆKT fólk er mikið...

Fátækt fólk FÁTÆKT fólk er mikið í umræðunni um þessar mundir. Það fólk sem er raunverulega fátækt eru þeir (ættingjar og vinir) sem óprúttnir aðilar hafa fengið til að ganga í ábyrgð fyrir sig. Meira
4. maí 2002 | Aðsent efni | 744 orð | 2 myndir

Góður árangur af leysiaugnaðgerðum

Við í Sjónlagi, segir Jóhannes Kári Kristinsson, höfum verið himinlifandi yfir viðtökum Íslendinga á þessum nýja valkosti við gleraugu og snertilinsur. Meira
4. maí 2002 | Aðsent efni | 514 orð | 1 mynd

Ráðdeild í ráðhúsi?

Þegar litið er til útgjalda vegna æðstu stjórnar borgarinnar í valdatíð R-listans, segir Birgir Ármannsson, virðist ekki hafa verið gætt neinnar sérstakrar sparsemi. Meira
4. maí 2002 | Aðsent efni | 387 orð | 1 mynd

Samningar í stað styrkja

Við viljum breyta fyrirkomulagi greiðslna til íþrótta- og tómstundafélaga í Kópavogi á þann hátt, segir Sigrún Jónsdóttir, að tilteknar greiðslur á ári komi í stað starfsstyrkja og sérstyrkja. Meira
4. maí 2002 | Aðsent efni | 345 orð | 1 mynd

Skuldir í nesti

Áætlanagerð og fjármálastjórn R-listans er í molum, segir Björn Bjarnason, skuldirnar í nestið hækka óðfluga. Meira
4. maí 2002 | Aðsent efni | 533 orð | 1 mynd

Úr einu víginu í annað

Vond hefur fjármálastjórnin verið undir Sólrúnu, segir Jakob F. Ásgeirsson, en taka mun í hnúkana ef þessir þrír fá lyklavöld í Ráðhúsinu. Meira
4. maí 2002 | Aðsent efni | 669 orð | 1 mynd

Verndun og uppbygging við Laugaveg

Það eru mikil verðmæti fyrir Reykvíkinga, segir Árni Þór Sigurðsson, að eiga götu eins og Laugaveg. Meira
4. maí 2002 | Aðsent efni | 342 orð | 1 mynd

Vestfirðingar í borginni

Vestfirðingar kynna sjálfa sig og sitt landsvæði í Perlunni helgina 3.-5. maí, segir Sigurður Jónsson, og bjóða velkomna gesti, viðskiptaaðila og vini. Meira
4. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 95 orð

Öðru vísi mér áður brá

R-LISTINN fer fram á að fólk komi með ábendingar, en ég veit að það þýðir ekki neitt, samanber kvörtun í sambandi við strætisvagnaskýli við Laugaveg 176. Skýlið heldur hvorki vatni né vindi og fólk verður að hlaupa á bak við það þegar rignir. Meira

Minningargreinar

4. maí 2002 | Minningargreinar | 312 orð | 1 mynd

Guðmundur Einar Sölvason

Guðmundur Einar Sölvason fæddist á Séttu í Séttuhreppi 9. desember 1918. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 12. apríl síðastliðinn. Útför Guðmundar fór fram frá Seltjarnarneskirkju 19. apríl sl. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2002 | Minningargreinar | 3701 orð | 1 mynd

GUÐRÚN ÁSGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR

Guðrún Ásgerður Halldórsdóttir fæddist á Búrfelli í Grímsnesi 9. desember 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi sunnudaginn 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar Guðrúnar voru hjónin Kristín Guðjónsdóttir frá Ásgarði (f. 23. sept. 1910, d. 2.... Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2002 | Minningargreinar | 409 orð | 1 mynd

Haraldur Árnason

Móðurbróðir minn og vinur, Haraldur Árnason á Siglufirði, er áttræður í dag. Það er erfitt að trúa þessu því ekki ber hann það með sér - en svona er það nú samt. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2002 | Minningargreinar | 384 orð | 1 mynd

JÓN MÚLI ÁRNASON

Jón Múli Árnason, þulur og tónskáld, fæddist á Kirkjubóli á Kolbeinstanga á Vopnafirði 31. mars 1921. Hann lést á gamla Landspítalanum við Hringbraut á öðrum degi páska, 1. apríl síðastliðinn, og var hann kvaddur í Salnum í Kópavogi og Listasafni Kópavogs 20. apríl. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2002 | Minningargreinar | 480 orð | 1 mynd

KRISTINN ERLENDUR ÞORSTEINSSON

Kristinn Erlendur Þorsteinsson frá Siglufirði fæddist 6. ágúst 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn Z. Aðalbjörnsson, d. 18. janúar 1982, og Guðbjörg Valdadóttir á Garðvangi í Garði. Meira  Kaupa minningabók
4. maí 2002 | Minningargreinar | 1600 orð | 1 mynd

ÞURÍÐUR HARALDSDÓTTIR

Þuríður Haraldsdóttir fæddist á Svalbarðseyri 6. desember 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Haraldur Gunnlaugsson síldareftirlitsmaður og verkstjóri, f. á Stóru-Borg í Vestur-Húnavatnssýslu 4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 493 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 55 55 55...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 55 55 55 7 385 Gullkarfi 85 30 61 11,963 728,102 Hlýri 176 113 123 78 9,588 Keila 136 56 74 7,518 559,995 Langa 170 50 142 15,145 2,145,277 Langlúra 104 50 99 1,432 142,036 Sandkoli 60 60 60 656 39,360 Skarkoli 189 100 159... Meira
4. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 131 orð

Femin.is ber ekki ábyrgð á skuldum fyrri eiganda

EINS og fram hefur komið hefur Femin.is keypt Vísi.is. Í framhaldi af kaupunum hefur komið fram að Viðskiptavefurinn, sem rekið hefur viðskiptahlutann á Vísi. Meira
4. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 278 orð

Flugleiðir leiguflug og Atlanta semja við dóminískt flugfélag

FLUGLEIÐIR leiguflug hf. og Flugfélagið Atlanta hf. hafa gert hvort sinn samning til 18 mánaða við dóminíska flugfélagið Aeromar Airlines, sem kveður á um að hvort félag leggi dóminíska flugfélaginu til eina flugvél á samningstímanum. Meira
4. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 404 orð

Hagnaður 846 milljónir króna

Hagnaður Búnaðarbanka Íslands hf. á fyrsta ársfjórðungi 2002 var 1.036 m.kr. fyrir skatta en 846 m.kr. að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Arðsemi eiginfjár var 36,0% fyrir skatta en 28,8% eftir skatta. Meira
4. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Landsbankinn lækkar vexti af óverðtryggðum lánum

LANDSBANKI Íslands hf. hefur ákveðið að lækka vexti af óverðtryggðum inn- og útlánum í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti. Landsbankinn telur brýnt að almennur sparnaður aukist og hefur því ákveðið að bjóða bestu mögulegu... Meira
4. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 360 orð

Mun betri afkoma hjá Tanga

HAGNAÐUR Tanga hf. á Vopnafirði nam 221,3 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 38,5 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum frá Tanga er þetta besta afkoma félagsins á sambærilegu tímabili í sögu þess. Meira
4. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 485 orð | 2 myndir

Opið rými vel nýtt með léttum skrifstofuhúsgögnum

FLÉTTA plús heitir nýjasta lína skrifstofuhúsgagna sem Valdimar Harðarson arkitekt hefur hannað. Valdimar hefur fengist við hönnun húsgagna undanfarin tuttugu ár og hannaði m.a. verðlaunastólinn Sóley á sínum tíma. Meira
4. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 506 orð

Óvíst hve miklir fjármunir gætu tapast

LÍFEYRISSJÓÐUR Norðurlands (LSN) hefur ásamt fjárfestingarfélaginu Nordica S.A. í Lúxemborg höfðað mál gegn iDigi Communications í Flórída í Bandaríkjunum. Meira
4. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 427 orð | 1 mynd

Sjávarútvegurinn þarf að vera sýnilegri

SJÁVARÚTVEGURINN þarf að vera sýnilegri í alþjóðlegri umræðu um sjávarútvegsmál, til að hafa áhrif á þróun umræðunnar og reyna að koma sjónarmiðum eðlilegrar nýtiningarstefnu auðlinda hafsins á framfæri. Meira

Daglegt líf

4. maí 2002 | Neytendur | 571 orð | 1 mynd

Fregnir af akrylamíði í mat valda fólki heilabrotum

FRÉTTIR bárust af því í vikunni að sænskir vísindamenn hefðu uppgötvað að ýmis sterkjuríkur unninn matur á borð við kartöfluflögur, franskar kartöflur, kex og brauð innihéldi efnasambandið akrylamíð, sem talið er geta valdið krabbameini í mönnum. Meira
4. maí 2002 | Neytendur | 124 orð | 1 mynd

Háreyðingarvax hitað með kranavatni

HEILDSALAN Eggert Kristjánsson hf. kynnir nýjar háreyðingarvörur frá Veet, Aquasystem-háreyðingarvax og tvenns konar hár eyðingar krem fyrir ólíkar húðgerðir. Meira

Fastir þættir

4. maí 2002 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 4. maí, er áttræður Haraldur Árnason, Laugarvegi 33, Siglufirði . Eiginkona hans er Karólína Hallgrímsdóttir . Afmælisbarnið verður að heiman í... Meira
4. maí 2002 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. 2. maí sl. varð áttræð Þóra Karólína Þórormsdóttir, húsmóðir og fyrrverandi iðnverkakona. Karólína tekur á móti gestum í Félagsheimili Hreyfils við Grensásveg sunnudaginn 5. maí kl.... Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 332 orð | 1 mynd

Að skoða eigin fordóma

Ég veit það og þú veizt það, og ég veit að þú veizt að ég veit að þú veizt það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 308 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"PUNKTAR! Það er eitthvað sem maður setur á eftir setningum, en kemur brids ósköp lítið við." Þetta er skemmtilega sagt, en hvert er sannleiksgildið? Austur gefur; NS á hættu. Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 676 orð | 1 mynd

Eru öll fæðubótarefni hættulaus?

Spurning: Sonur minn stundar íþróttir og notar mikið af alls kyns fæðubótarefnum. Sumar vinkonur mínar nota líka fæðubótarefni til að bæta heilsuna. Meira
4. maí 2002 | Í dag | 261 orð | 1 mynd

Ferming í Hveragerðiskirkju 5.

Ferming í Hveragerðiskirkju 5. maí kl. 10:30. Prestur sr. Jón Ragnarsson. Fermd verða: Aníta Líf Aradóttir, Iðjumörk 1. Bjarni Dagur Dagbjartsson, Heiðarbrún 43. Gunnar Már Steinarsson, Lyngheiði 1. Helgi Guðnason, Þelamörk 43. Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 848 orð

Íslenskt mál

Mörgum verður tíðrætt um svokallað umspil um þessar mundir. Skýringin er eðlilega sú að Íslendingaliðin Stoke og Brentford leika nú til úrslita um laust sæti í fyrstu deildinni í ensku knattspyrnunni. Og það er mergurinn málsins, þau leika til úrslita . Meira
4. maí 2002 | Í dag | 1843 orð | 1 mynd

(Jóh. 16.).

Guðspjall dagsins: Biðjið í Jesú nafni. Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 1191 orð | 4 myndir

Kasparov úr leik - Karpov og Anand í úrslitum

28. apríl - 5. maí 2002 Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 154 orð

Mataræði hefur áhrif á fjölda sæðisfrumna

MÖNNUM með litla framleiðslu á sæðisfrumum hefur tekist að bæta hana verulega með því að neyta blöndu af sínki og fólínsýru, að því er rannsókn, sem gerð var í Hollandi, hefur leitt í ljós. Meira
4. maí 2002 | Viðhorf | 750 orð

Nekt og næðingur

Þeir eru enn til sem halda því fram að ekkert samband sé á milli súlustaða og vændis. Þessir fáu tala á þann hátt að það séu sjálfsögð mannréttindi að eiga og reka súlustað, sjálfsögð mannréttindi að "vilja" framfleyta sér á þann hátt að dansa nakin fyrir einn eða fleiri karlmenn og það megi ekki hefta atvinnufrelsið eða eitthvað álíka. Meira
4. maí 2002 | Dagbók | 829 orð

(Orðskv. 16, 17.)

Í dag er laugardagur 4. maí 124. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sá sem breiðir yfir bresti, eflir kærleika, en sá sem ýfir upp sök, veldur vinaskilnaði. Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 102 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 a6 6. Bb3 Ba7 7. Rbd2 d6 8. h3 O-O 9. Rf1 d5 10. De2 dxe4 11. dxe4 Rh5 12. g3 Rf6 13. g4 Rd7 14. Re3 Rc5 15. Bc2 a5 16. O-O b6 17. Hd1 Ba6 18. De1 Df6 19. Kg2 Re7 20. g5 De6 21. b4 axb4 22. cxb4 Rb7 23. Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 595 orð | 3 myndir

Snæklukka

ÁGÆTI lesandi, áður en ég byrja á blómi vikunnar langar mig að biðjast afsökunar á myndinni sem fylgdi síðustu grein um voríris. Meira
4. maí 2002 | Dagbók | 64 orð

VERTU Í TUNGUNNI TRÚR

Vertu í tungunni trúr, tryggur og hreinn í lund. Hugsaðu um það, hýr sveinn, á hverja stund. Í góðu þó að þú gildi sért, geri eg þér það að inna bert mjúkur í ræðu og mildur vert við menn og sprund. Hugsaðu um það, hýr sveinn, á hverja stund. Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 506 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI veit fátt skemmtilegra en að bregða sér í bíó, maula heil ósköp af poppi, sötra kók og berja augum góða kvikmynd. Meira
4. maí 2002 | Í dag | 1278 orð | 1 mynd

Vorhátíð í Dómkirkjunni

VORHÁTÍÐ barnanna í Dómkirkjunni verður haldin sunnudaginn 5. maí. Hátíðin hefst kl. 11 í kirkjunni þar sem Barnakórinn syngur, við heyrum sögu, syngjum saman og fáum frábæra trúða í heimsókn. Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 615 orð | 2 myndir

Öruggur sigur Agnars Snorra

Hólanemar héldu skeifudaginn hátíðlegan 1. maí þar sem fram fóru úrslit í fjórgangi og hluti nemenda sýndi munsturreið á glæstum gæðingum. Valdimar Kristinsson brá sér norður í nepjuna en öllum á óvart rofaði til rétt áður en dagskráin hófst og hélst hið besta veður á meðan hún stóð yfir. Meira
4. maí 2002 | Fastir þættir | 144 orð | 1 mynd

Örvaði kynhvöt og vakti kynóra

NÝ rannsókn gefur til kynna að nýfædd börn og konur með börn á brjósti gefi frá sér lykt, sem hafi áhrif á kynferðislegar langanir kvenna. Meira

Íþróttir

4. maí 2002 | Íþróttir | 13 orð

Arsenal

Líkleg byrjunarlið hjá Arsenal: David Seaman Lauren Tony Adams Sol Campbell Ashley Cole Ray Parlour Patrick Vieira Fredrik Ljungberg Sylvain Wiltord Dennis Bergkamp Thierry... Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 167 orð

Bikarlið eru frá þremur borgum

ARSENAL og Chelsea hafa aldrei áður glímt í bikarúrslitaleik. Liðin eru bæði frá London, en síðast þegar Lundúnalið léku til úrslita fagnaði Tottenham sigri á QPR 1982. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 132 orð

BIKARPUNKTAR

* Í bikarúrslitaleik síðasta árs var hlutskipti markahróka Arsenal og Liverpool misjafnt. Thierry Henry átti fimm markskot og skoraði ekkert mark en Michael Owen hjá Liverpool skaut tvisvar sinnum á markið og skoraði í bæði skiptin. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 355 orð

BIKARPUNKTAR

* ARSENAL og Chelsea hafa leikið samtals 110 leiki á þessari leiktíð, þar af hafa leikmenn Arsenal spilað 57 leiki og Chelsea 53. * CHELSEA og Arsenal hafa tekið þátt í fjórum af síðustu fimm bikarúrslitaleikjum. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 17 orð

Chelsea

Líklegt byrjunarlið hjá Chelsea: Carlo Cudicini Mario Melchiot John Terry Marcel Desailly William Gallas Graeme Le Saux Frank Lampard Emmanuel Petit Jesper Gronkjær Eiður Smári Guðjohnsen Jimmy Floyd... Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 20 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla: Laugardagur: KA-heimili:KA -...

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla: Laugardagur: KA-heimili:KA - Valur 16 Mánudagur: Hlíðarendi:Valur - KA 20.15 KNATTSPYRNA Sunnudagur: Deildabikarkeppni Neðri deild B: Sauðárk.:KS - Tindastóll 16 Reykjavíkurmót kvenna: Laugardal:ÍR - Þróttur R. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 378 orð | 1 mynd

Hraðinn mun ráða ríkjum

VESTANHAFS er viðureign Dallas Mavericks og Sacramento Kings í undanúrslitun vesturdeildarinnar talin vera skemmtilegasta rimman í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Liðin mætast í fyrsta sinn aðfaranótt sunnudags í Sacramento en leikstíll liðanna þykir áþekkur þar sem hraðinn ræður ríkjum og engin lið skora fleiri stig að meðaltali en þessi tvö. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 380 orð

Inter stendur best að vígi á Ítalíu

INTER frá Mílanó stendur best að vígi í baráttu þriggja liða um meistaratignina í ítölsku knattspyrnunni, en lokaumferðin fer fram á sunnudag. Inter er sem stendur efst með 69 stig, Juventus er þar næst í röðinni með 68 stig og Róma er með 67 stig. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 15 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-úrslitakeppni Austurdeild: New Jersey -...

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-úrslitakeppni Austurdeild: New Jersey - Indiana 120:109 *Eftir framlengdan leik. *New Jersey komst áfram 3:2 Detroit - Toronto 85:82 *Detroit er komið áfram... Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 85 orð

Mæta Svíum í Gautaborg

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Svíum í vináttulandsleik á gamla Ullevi-leikvanginum í Gautaborg í dag en leikurinn er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir átökin í undankeppni HM. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 479 orð | 1 mynd

* OLIVER Kahn markvörður Bayern München...

* OLIVER Kahn markvörður Bayern München og þýska landsliðsins segir möguleika Þjóðverja á að hampa heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu mjög litla eftir að ljóst var að varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny , fyrirliði Leverkusen , getur ekki verið með... Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Ragnar til Spánar?

RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik, gæti hugsanlega verið á leið til Spánar fyrir næsta tímabil en spænskt 1. deildar lið hefur sýnt áhuga á að fá hann í sínar raðir. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 503 orð

Ranieri í fótspor Viallis?

ÍTALINN Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Chelsea á sér þann draum að feta í fótspor landa síns, Gianluca Vialli, og leiða Chelsea til sigurs í bikarkeppninni líkt og Vialli afrekaði 2000. Vialli var fagnað sem hetju af stuðningsmönnum Chelsea, en eftir fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni um haustið þar sem hvorki gekk né rak hjá liði Chelsea var Vialli sparkað úr starfi og Ranieri ráðinn í hans stað. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 488 orð | 1 mynd

Svanasöngur Adams?

TONY Adams, fyrirliði Arsenal, mun í dag leiða lið sitt inn á Þúsaldarleikvanginn í Cardiff - þarv sem Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þessi leikur gæti hugsanlega orðið síðasti stórleikurinn sem þessi sigursælasti fyrirliði Arsenal fram til þessa leikur fyrir liðið Lundúnaliðið, en á litríkum knattspyrnuferli Adams hafa skipst á skin og skúrir. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 363 orð

Teitur stendur í ströngu

RAYMOND Kvisvik, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Brann, segir að Teitur Þórðarson, þjálfari liðsins, gangi of langt í gagnrýni sinni á leikmenn eftir slakt gengi í upphafi keppnistímabilsins. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 30 orð

TONY Adams er sigursælasti fyrirliði Arsenal...

TONY Adams er sigursælasti fyrirliði Arsenal - hefur unnið 12 titla með liðinu. *Enska meistaratitilinn 1989, 1991 og 1998. *Enska bikarmeistaratitilinn 1993 og 1998. *Deildarbikarinn 1987 og 1993. *Evrópukeppni bikarhafa 1994. Meira
4. maí 2002 | Íþróttir | 729 orð | 2 myndir

Við erum með betra lið en fyrir fjórum árum

ARSENE Wenger stýrði Arsenal til sigur í ensku úrvalsdeildinni og í bikarkeppninni fyrir fjórum árum. Nú á þessi franski hagfræðingur í stétt knattspyrnustjóra á Englandi möguleika á að endurtaka leikinn. Eins og vant er þá er hóflega bjartsýnn, a.m.k. út á við. "Ég tel lið mitt vera betra nú en fyrir fjórum árum, en við eigum eftir að færa sönnur á það," segir Wenger þegar hann er spurður hvort hann sé með betra lið í höndunum en það sem vann tvöfalt fyrir fjórum árum. Meira

Lesbók

4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 2714 orð | 1 mynd

Að kenna ritlist

Í neðangreindum tveimur tilvitnunum kemur skýrt fram, að það er ekki einfalt mál að ná valdi á galdri ritlistarinnar. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 266 orð | 1 mynd

Allt of mörg mál í gangi

Nú eru þeir dagar þegar stjórnarandstaðan kemst einna næst því að hafa eitthvað að segja á Alþingi - þegar þeir tefja fyrir þinglokum. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 416 orð | 1 mynd

Ástin í skrifum bell hooks

BANDARÍSKA fræðikonan og rithöfundurinn bell hooks setti mark sitt á femíníska fræðiumræðu á lokaáratugum nýliðinnar aldar, og tók þátt í að auka breidd hennar í tengslum við minnihlutahópa. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 581 orð | 1 mynd

Áströlsk Jörundarsaga

Jorgen Jorgenson and his turbulent life in Iceland and Van Diemen's Land 1780-1841 eftir Dan Sprod. Blubber Head Press, Hobart 2001. 718 bls., myndir. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1051 orð

Barnabækur, lærdómslistir og samræmd próf

Fyrir rúmu ári mætti ég á foreldrafund í Grundaskóla á Akranesi. Umræðuefnið var samræmd próf í tíunda bekk. Auðheyrt var á sumum foreldranna að þeir kviðu þessum prófum og óttuðust að börnum sínum vegnaði ekki nógu vel. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 462 orð | 1 mynd

Brot úr Dætrum hússins

Eftirfarandi brot er úr sögunni Daughters of the House, eða Dætur hússins, eftir Michèle Roberts, en fyrir þá bók var hún tilnefnd til Bookerverðlaunanna árið 1992, auk þess sem hún vann W.H. Smith bókmenntaverðlaunin fyrir verkið árið 1993. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1902 orð | 1 mynd

Chaplin í krosshliðinu

Ég hitti aldrei Halldór Laxness. Ég heyrði bara af honum. Þar með er ég þess fullviss að hann hafi aldrei verið til, og þá meina ég í þeirri mynd sem sögurnar lýstu honum. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 425 orð | 1 mynd

Draumsýnir veruleikans

Í ASTRUP Fearnley safninu í Osló verður opnuð í dag sumarsýningin Realitetsfantasier, sem útleggja má sem draumsýnir veruleikans. Um er að ræða póstmódernísk verk sem safnið hefur keypt á síðast liðnum árum, en m.a. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

Fátækt

Þú berð ekki endilega fátækt utaná þér en ef þú gerir það láttu þá ekki bugast segðu sögu þína og dragðu ekkert undan ekki heldur gleðina í lífi þínu. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1888 orð | 7 myndir

Hollendingurinn fljúgandi eða Draugaskipið

Óperan Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner, sem sýnd verður á Listahátíð í Reykjavík í maí, er verk sem ætti að höfða sterkt til okkar Íslendinga. Fyrir því eru margar og mismunandi ástæður sem hér verða raktar. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1642 orð | 1 mynd

Hvetjandi fremur en letjandi

Fyrir nokkrum árum þekkti ég strák sem lagði stund á bókmenntafræði í Háskólanum. Eitt sinn kom hann í heimsókn þegar ég var að lesa Heimsljós - og átti bágt með að trúa að ég hefði lesið hana nokkrum sinnum, og alltaf tárast á endasprettinum. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 799 orð | 1 mynd

Lengsta tónverk í heimi

Hvernig eru lyklaborðin á tölvum í Kína, Japan og þeim löndum sem hafa aðra leturgerð en við, hvað er saga og sagnfræði, hvað átti Karl Marx við þegar hann talaði um firringu, er til flokkunarkerfi yfir hveri og hvað er vitað um hið útdauða tungumál etrúsku á Ítalíu eru á meðal fjölmargra spurninga sem hefur verið svarað á Vísindavef Háskóla Íslands að undanförnu. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1926 orð | 1 mynd

Lengstur skuggi í kvöldsól

Þar sem Laxness ber við loft varpar hann ekki yfir okkur skugga samtímahöfundar, hann er ekki lengur jarðneskur heldur hefur hann safnast til forfeðranna í sínu bókmenntalega framhaldslífi og þar ríkir fegurðin ein. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 5021 orð | 1 mynd

MATUR, KYNLÍF OG GUÐ

Michèle Roberts segist skrifa mest um mat, kynlíf og guð, en hún hefur reynt að endurskilgreina hugtakið "kona" í verkum þar sem markvisst er unnið með kvenlega fagurfræði og stílbrögð. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR ræddi við hana um hlutverk sagnaþularins og leiðir til að skapa skáldverk úr efniviði sem ekki hefur áður verið komið á framfæri. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 849 orð | 1 mynd

MÁLAÐ Á MIÐUNUM

Málverkið er eins og fiskiskipið, sígilt og framsækið. Og þótt aflabrögð séu misjöfn láta menn ekki deigan síga. ORRI PÁLL ORMARSSON var á eyrinni þegar skipað var út í Hús málaranna RE. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 497 orð

NEÐANMÁLS -

I Yngsta kynslóð rithöfunda stendur ekki lengur í skugga Halldórs Laxness. Þetta er ljóst af erindum þeirra þriggja höfunda sem töluðu á málstofu ungskálda á Laxnessþingi sem haldið var dagana 20.-21. apríl sl. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 371 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handrit. Til 15.5. Galleri@hlemmur.is: Björk Guðnadóttir. Til 26.5. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Olivur við Neyst og Anker Mortensen. Rauða stofan: Vigdís Kristjánsdóttir. Til 20.5. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 111 orð | 1 mynd

Perlu-sumar í Iðnó

LEIKHÓPURINN Perlan í Reykjavík fagnar sumri með dans- og leiksýningu í Iðnó á morgun, sunnudag og hefst sýningin kl. 15. Í Perlunni eru 13 manns og koma allir fram í Perlu-sumri. Perlu-sumar samanstendur af 6 atriðum þ.e. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 1577 orð | 6 myndir

"ÉG TRÚI Á FEGURÐINA"

Yfirlitssýning á verkum þýska listmálarans Gerhards Richters stendur nú yfir í Museum of Modern Art, MoMA, í New York. Er þetta fyrsta stóra safnasýning Richters í Bandaríkjunum og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. HULDA STEFÁNSDÓTTIR segir frá ferli þessa þversagnakennda málara, - bölsýna rómantíkernum sem gerði stefnuleysi að sínum stíl. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 187 orð | 1 mynd

Roni Horn

LAUGAR, VESTFIRÐIR, 1991: Frá upphafi þriðja áratugarins. Hér höfum við heita pottinn við danssalinn sem ég lýsti í síðustu grein þessa flokks.* Hann stendur fyrir notalegt augnablik sem er engu öðru líkt í sögu íslenskrar byggingarlistar. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 314 orð

Thor Vilhjálmsson

Ísland er allt undir drifhvítu líni. Sorgin er hvít í austrinu einsog blómin á kirsuberjatrjánum eystra, þau blóm er kærust þeim er þar búa. Snjórinn er hreinn, hvítur og tær einsog harmur með líkn. Halldór Laxness býr með okkur meðan við endumst. Meira
4. maí 2002 | Menningarblað/Lesbók | 547 orð

Það bjargast ekkert

SUMAR breytingar gerast svo löturhægt að við merkjum ekki hvernig við breytumst með. Aðrar skilja okkur eftir ringluð og úr takti við tímann sem við lifum í. Meira

Ýmis aukablöð

4. maí 2002 | Blaðaukar | 1138 orð | 5 myndir

Antikrósir og allt mögulegt annað

Senn fara sumarblómin að láta að sér kveða. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ragnheiði Guðmundsdóttur í gróðrarstöðinni Borg í Hveragerði. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 370 orð | 1 mynd

Bergfléttan - sígrænn klifurrunni

B ergflétta er skemmtileg planta og prýðir margan vegginn hér á landi, ber þar fyrst frægan að telja vegg húss á móti Umferðarmiðstöðinni. Þar er bergfléttan svo stór og vöxtuleg að hún hefur þakið vegginn alveg. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 639 orð | 1 mynd

Blómstrandi runnar og listaverk

Skipulag garða er eitt af því sem fólk er farið að huga að í æ ríkari mæli. Björn Jóhannsson landslagsarktekt segir Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá því sem hæst ber í þeim efnum nú um stundir. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 154 orð | 1 mynd

Eitthvað hefur farið úrskeiðis

"Það er engu líkara en þú hafir farið með öfugan fót fram úr í vor - að minnsta kosti þegar þú vaknaðir til laukanna," segir Ólafur B. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 351 orð | 1 mynd

Garðtæki sem gera vinnuna auðveldari

A llt miðast nú að því að gera vinnu garðeigenda léttari," sagði Svavar Björgvinsson hjá Garðheimum, er hann varð spurður um nýjungar í tækjum og tólum fyrir garðeigendur. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 115 orð

Garðyrkja vorið 1885

VORIÐ 1885 komu nokkrir menn í Reykjavík sér saman um að stofna félag til þess að efla garðyrkju á Íslandi. Þessi ákvörðun var í góðu samhengi við það sem var að gerast á Norðurlöndum um svipað leyti. Sama ár var t.d. stofnað garðyrkjufélag í Noregi. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 309 orð | 2 myndir

Glæsilegar grjóthleðslur

Þ eir sem aka um Kópavog komast ekki hjá því að veita athygli glæsilegum grjóthleðslum, einkum þar sem hæðarmunur er. Þessa hleðslur setja mikinn svip t.d. á Suðurhlíðar Kópavogs og víðar. Grjótveggirnir eru bæði í landi bæjarins og einnig í einkagörðum. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 197 orð

Grjótgarðar og blóm

"Steinhæðir og hraunbeð eru orðin allalgeng í görðum og geta verið mjög til prýði," segir Ingólfur Davíðsson í Garðyrkjuritinu 1978. "Það er í rauninni mikill vandi að gera hentugan "blómavegg" eða gerði úr grjóti. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 299 orð

Gróðurhús Huldu Garbor

G róðurhús eru mikil undirstaða ræktunar á Íslandi. Í þeim er hægt að rækta jurtir sem ella myndu alls ekki þrífast hér. Gróðurhúsaræktun hefur farið stigvaxandi á undanförnum áratugum. Hún á sér þó furðulega langa sögu þegar að er gáð. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 619 orð | 1 mynd

Gullauga og Helgu í heimilisgarðinn

K artöflur hafa verið ræktaðar á Íslandi frá sumri 1758, þær fyrstu setti niður Friedrik Hastfer barón á Bessastöðum. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal setti niður sínar útsæðiskartöflur litlu síðar, eða 1759. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 585 orð | 1 mynd

Hið græna gras

Óskiljanlegt er grasið: maður treður það undir fótum sér en það reisir sig jafnhraðan við aftur. Óskiljanlegt er grasið: skepnurnar bíta það og renna því niður og skila aftur hinu ómeltanlega en viti menn: á því nærist svo nýtt gras. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 37 orð | 1 mynd

Hið æðsta form

MÉR hefur alltaf fundist sem það mundi vera æðsta form mannlegrar starfsemi að ráðast á eyðimörk með pál og reku, sprengja grjót, ryðja þyrnikjarr, breyta auðninni í frjóan reit, - aldingarð með fágæt tré og runna. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 236 orð | 1 mynd

Hin umhverfisvæna molta

M olta er jarðefni sem orðið er til með því að steypa saman úrgangi úr garði og ýmsum öðrum úrgangi. Þetta er að verða æ vinsælla áburðarefni í garða. Garðamold, dótturfyrirtæki Gámaþjónustunnar hefur verið framarlega í flokki þeirra sem framleiða moltu. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 239 orð | 1 mynd

Hita vel í vari

G ashitarar hafa verið að ryðja sér til rúms á veitingahúsum erlendis en fremur á einkaheimilum hér á landi. Hitarar af þessu tagi eru seldir m.a. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 607 orð | 3 myndir

Íslenskar jurtir í garðinum

Íslenskar jurtir í garði sem ekki er sleginn er einkenni á garðinum í Þverási 21. Sigrún Helgadóttir líffræðingur býr þar og segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá þessum sérkennilega garði sem með réttu má kalla blómengi. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 2473 orð | 6 myndir

Jörðin ilmar

Sumir áhugamenn um garðyrkju eru öðrum slyngari í plönturæktun og líka hugmyndaríkari. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Ólaf B. Guðmundsson lyfjafræðing sem var lengi ritstjóri Garðyrkjuritsins og kann ráð við æði mörgu sem snertir garðyrkju - hefur enda komið á legg miklum fjölda erlendra plantna. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 613 orð | 1 mynd

Kryddjurtir í garðinn

R æktun á kryddjurtum hefur farið vaxandi á síðari árum í görðum landsmanna, þótt mest af kryddjurtunum sem fólk notar komi raunar frá framleiðendum. Margir garðeigendur hafa þó hug á að koma sér upp kryddjurtahorni í garðinum sínum. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 663 orð | 2 myndir

Nýjungar í garðrækt

N ýjungar í garðrækt eru alltaf nokkrar. Baldur Gunnlaugsson er garðyrkjustjóri útisvæða Garðyrkjuskóla ríkisins og hefur sem slíkur umsjón með öllum útisvæðum skólans og gróðurskála. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 203 orð | 1 mynd

"Eyjólfur hressist"

Í gömlu bréfi til Garðyrkjuritsins segir armæddur garðræktandi: "Ég setti niður fjölda af páskaliljulaukum sl. haust. Þeir voru teknir úr beði hjá konu, sem var að grisja páskaliljurnar sínar. Þetta kom upp hjá mér í vor og óx upp í 5-6 cm hæð. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 561 orð | 2 myndir

Ryðsveppirnir ógnvænlegu

N ú eru víðir og ösp sem óðast að vakna til lífsins. En það er ýmis teikn á lofti um að það verði heldur ömurleg tilvist hjá þessu trjátegundum á næstunni. Það gerir ryðsveppurinn ógnvænlegi sem svo mikið var fjallað um í fréttum í fyrra. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 638 orð | 2 myndir

Sitthvað um ræktun fjölærra plantna

Fjölærar plöntur eru vinsælar í görðum. Í Skrúðgarðabókinni og fleiri slíkum ritum eru góð ráð gefin um ræktun slíkra plantna. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 145 orð | 3 myndir

Skjólgirðingar í einingum

S kjólgirðingar eru eitt af því sem flestir garðeigendur spá í að fá sér fyrr eða seinna. Húsasmiðjan er með mikið úrval af slíkum girðingum "Þær eru hannaðar af Stanislas Bohic garðhönnuði," sagði Einar Sveinsson hjá Húsasmiðjunni. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 307 orð | 2 myndir

Tvær nýjar steintegundir frá Bretlandi

Þ róunin hefur orðið sú að steinlögn af ýmsu tagi á verandir, í garða, á stéttir og í innkeyrslum verður æ algengari. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 639 orð | 1 mynd

Úrvalsefni í skógrækt og trjárækt

Á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá, Kjalarnesi fara fram tilraunir með nýjar trjátegundir og athuganir á þeim eldri. "Þær tilraunir lúta að því m.a. Meira
4. maí 2002 | Blaðaukar | 616 orð | 1 mynd

Útiofninn notalegur

Á svölum dögum og kvöldum hins íslenska sumars er ekki amalegt að hlýja sér við útiofn. Gunnhildur Úlfarsdóttir flugfreyja á einn slíkan og segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá kynnum sínum af þessum notalega ofni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.