Greinar föstudaginn 10. maí 2002

Forsíða

10. maí 2002 | Forsíða | 281 orð

Íslamskir öfgamenn grunaðir um ódæðið

AÐ MINNSTA kosti 34 menn létust og um 130 særðust í sprengjutilræði í bænum Kaspíísk í héraðinu Dagestan í Suður-Rússlandi í gær. Meðal hinna látnu eru 12 börn. Meira
10. maí 2002 | Forsíða | 358 orð | 1 mynd

Ísraelar draga saman lið við Gaza-spilduna

SAMKOMULAG var sagt hafa náðst í gær um að nokkur Evrópuríki og Kanada tækju við 13 palestínskum vígamönnum sem ísraelski herinn hefur setið um í Fæðingarkirkjunni í Betlehem í rúman mánuð. Þar er einnig fjöldi annarra Palestínumanna. Meira
10. maí 2002 | Forsíða | 239 orð

Rangt að hlífa bakinu um of

ÁRUM saman hefur það verið stefnan, að fólk eigi að hlífa bakinu eða hryggnum sem mest við áreynslu, hvort heldur það situr við vinnu sína eða þarf að lyfta þungum hlutum. Þrátt fyrir það hefur bakmeinunum ekkert fækkað. Meira
10. maí 2002 | Forsíða | 107 orð

Sjakalablóðið eykur þefnæmi

RÚSSAR eru nú farnir að nota afkvæmi sleðahunda og sjakala við leit að sprengiefni og eiturlyfjum. Er árangurinn mjög góður enda sameinast í þeim hið ofurnæma lyktarskyn sjakalanna og gæflyndi sleðahundanna, að sögn BBC . Meira

Fréttir

10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

13 ára drengur bjargaði bróður sínum úr sjónum

BETUR fór en á horfðist þegar ellefu ára drengur, Ágúst Páll Kristjánsson, féll í sjóinn af klettum við Árskógsströnd í gær, en þrettán ára bróðir hans, Þórólfur Sveinbjörn, náði honum upp. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

4 mánaða skilorðsbundið fangelsi

HÆSTIRÉTTUR Íslands hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms um fjögurra mánaða skilorðsbundna fangavist yfir manni sem átti aðild að innflutningi á tæplega 2.000 grömmum af hassi. Málinu var vísað til Hæstaréttar um miðjan janúar sl. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Atkvæðagreiðsla glæðist þegar nær dregur kosningum

ÞÆR ERU brosmildar starfsstúlkur Sýslumannsins í Reykjavík sem aðstoða fólk við að koma atkvæðum sínum til skila í Ármúlaskóla, en þar fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. fram. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 740 orð | 1 mynd

Ágætt en ekki fullkomið

Rósbjörg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1968. Stúdent frá MR 1988, BA í þýsku frá HÍ 1993, markaðs- og útflutningsfræði frá EHÍ febrúar 2000. Er að ljúka MBA frá HÍ nú í júní. Frá 1988 hefur hún starfað að mestu við ferðaþjónustu, m.a. hjá Hótel Holti, Island Tours í Þýskalandi og Sviss, Samvinnuferðum-Landsýn, síðast forstöðumaður einstaklingssviðs innanlandsdeildar. Frá febrúar 2000 hefur hún verið starfsmaður Ferðamálaráðs Íslands sem verkefnisstjóri Ráðstefnuskrifstofu Íslands. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 312 orð | 2 myndir

Ársmeðalrennsli skerðist um 34 m³/sek. við Norðlingaöldu

ÁRSMEÐALRENNSLI um farveg Þjórsár neðan Norðlingaöldu minnkar alls um 34 m³/sek. vegna stíflu sem Landsvirkjun fyrirhugar að reisa á svæðinu. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Ávöxtunarkrafa húsbréfa á niðurleið

ÁVÖXTUNARKRAFA og afföll húsbréfa hafa stöðugt verið að lækka að undanförnu, og er það í samræmi við spár sérfræðinga Íbúðalánasjóðs, að sögn Halls Magnússonar hjá Íbúðalánasjóði. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Bankastræti opnað á ný

VERKTAKAR sem unnið hafa að framkvæmdum í Bankastræti í Reykjavík ljúka sínu verki í dag og verður gatan þá aftur opnuð fyrir umferð bíla. Eftir er að ljúka frágangi en unnið verður að því næstu vikur. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Björgunarvesti prófað að beiðni sjóslysanefndar

BJÖRGUNARVESTI, sem maður sem féll í sjóinn við Elliðaey hinn 24. apríl síðastliðinn var í, var kannað í sundlauginni í Vestmannaeyjum í gær, að beiðni Rannsóknarnefndar sjóslysa. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

B-listi framsóknarmanna í Mýrdalshreppi

FRAMBOÐSLISTI framsóknarmanna í Mýrdalshreppi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí hefur verið kynntur. Listann skipa: Elín Einarsdóttir, Sólheimahjálegu, 2. Karl Pálmason, Kerlingadal, 3. Ólafur Steinar Björnsson, Reyni, 4. Gísli Sigurðsson, Vík,... Meira
10. maí 2002 | Erlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Boða vopnahlé í Nepal

UPPREISNARMENN samtaka maóista í Nepal lýstu í gær einhliða yfir vopnahléi í mánuð í baráttunni gegn stjórnarhernum og tekur það gildi nk. miðvikudag. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Brautskráning á Hólum

LAUGARDAGINN 11. maí brautskráir Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal, hestafræðinga og leiðbeinendur. Athöfnin fer fram í Hóladómkirkju og hefst kl. 14.00. Þar mun landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, ávarpa nemendur og gesti. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 275 orð

Bölvanlegt ástand sem finna verður lausn á

STJÓRNARFORMAÐUR Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Hallgrímur Bogason í Grindavík, segir að uppsagnir allra heilsugæslulækna við stofnunina séu slæm tíðindi. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 50 orð

Félagsdeild VG í Skagafirði

ÞANN 1. maí s.l. var stofnfundur félagsdeildar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Sveitarfélginu Skagafirði. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir félagsdeildina og kosin stjórn. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 603 orð

Fjöldi ákæruatriða kemur á óvart

VERJANDI Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns, segir að sér hafi komið á óvart hversu mörg brot ríkissaksóknari hafi ákært Árna fyrir. Í Morgunblaðinu í gær var ákæran gegn Árna og fjórum öðrum birt í heild. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fuglaskoðun og frumsýning myndbands

SUNNUDAGINN 12. maí kl. 15:00 verður frumsýnt myndband um fuglalíf og lífríki Seltjarnarness í Valhúsaskóla. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fundur með foreldrum vegna NATO-fundar

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ og Lögreglan í Reykjavík munu efna til samráðsfundar með foreldrum barna úr Haga- og Melaskóla á næstu dögum, en foreldrarnir hafa lýst yfir áhyggjum af öryggi barna sinna meðan á fundi utanríksiráðherra NATO stendur hér á landi,... Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fyrirlestur um upplýst samþykki

FÉLAG íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna stendur fyrir almennum fræðslufundi föstudaginn 10. maí kl. 15 þar sem dr. Frank Chervenak heldur fyrirlestur um upplýst samþykki fyrir fósturrannsóknum, svo sem ómskoðunum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fyrrverandi starfsmenn Tæknivals hittast

FYRRVERANDI starfsmenn Tæknivals hf. og makar þeirra ætla að hittast á Players í Kópavogi í kvöld, föstudagskvöldið 10. maí kl. 20.30. Tilboðsverð verður á mat og drykk, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsinar hjá: bjorkk@kpmg, gudruno@atv. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Færðu Blindrabókasafninu gjöf

AÐALFUNDUR Vinafélags Blindrabókasafns Íslands var haldinn mánudaginn 6. maí í Litlu Brekku við Bankastræti. Að loknum aðalfundarstörfum kynnti Björg Einarsdóttir rit sitt um sögu Hringsins í Reykjavík í 90 ár. Blindrabókasafni Íslands voru færðar 400. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fötluðum boðið í reiðtúr

FATLAÐIR geta nú notið þess að fara á hestbak á tveimur sérhönnuðum hnökkum sem Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hefur gefið reiðskólanum Þyrli. Erlendur Sigurðsson söðlasmiður gerði hnakkana. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð

Gengið um Laugardal

GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 11. maí kl. 11 og verður gengið frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir fremur þægilegri klukkutíma göngu sem ætti að henta flestum. Meira
10. maí 2002 | Miðopna | 818 orð | 2 myndir

Góð vertíð í Breiðafirði en afleit sunnanlands

Aflabrögð á vetrarvertíð hafa verið ærið misjöfn eftir landshlutum. Lítið fékkst í netin sunnanlands en betur gekk fyrir vestan. Ótíð í vetur gerði mörgum erfitt fyrir en með hækkandi sól eykst jafnan sókn og afli. Helgi Mar Árnason og Steinþór Guðbjartsson öfluðu frétta úr verinu. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Gróðurskemmdir á Miklatúni

TALSVERÐAR gróðurskemmdir urðu á Miklatúni í fyrradag þegar grafa festi sig í blautum jarðvegi en náðist upp um síðir. Starfsmenn borgarinnar voru að koma listaverki fyrir á túninu þegar óhappið varð og verður fljótlega hafist handa við að laga... Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Gulir hjálmar á öll sjö ára börn

ÖLL börn í 1. bekk Nesjaskóla fengu nýlega reiðhjólahjálma að gjöf frá Kiwanismönnum á Höfn. Þetta er sjötta árið sem Kiwanisklúbburinn Ós gefur sjö ára börnum hjólahjálma en 43 börn fengu hjálm að þessu sinni. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 652 orð | 1 mynd

Gæði humars skipta öllu en ekki magnið

GÓÐ humarveiði hefur verið hjá bátunum frá Höfn í Hornafirði á síðustu dögum og eru um 120 tonn af heilum humri komin í land frá áramótum eða sem samsvarar um 40 tonnum af hölum, en mest hefur verið landað að undanförnu. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 166 orð

Hald lagt á 16 þúsund geisladiska

HÆSTIRÉTTUR Íslands hefur fellt þann dóm að tollstjóraembættinu í Reykjavík hafi verið heimilt að leggja hald á 16.032 geisladiska sem fyrirtæki flutti til landsins. Í innflutningsskýrslu var aðeins gerð grein fyrir óverulegum hluta geisladiskanna. Meira
10. maí 2002 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Hálfur milljarður kr. fyrir vasa

POSTULÍNSVASI frá dögum Qing-keisaraættarinnar í Kína var seldur í gær á uppboði hjá Sotheby's í Hong Kong fyrir rúmlega 473 millj. ísl. króna. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Hefur ekki séð nýja útreikninga

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segist ekki hafa séð nýrri útreikninga um kostnað af hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu en þá sem áður hafi verið greint frá. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 353 orð

Hefur skilning á erfiðum aðstæðum leiðbeinenda

ELNU Katrínu Jónsdóttur, formanni Félags framhaldsskólakennara, kemur ekki á óvart að óánægja ríki meðal leiðbeinenda í framhaldsskólum vegna réttindamála þeirra. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 151 orð

Hjóladagur í Grafarvogi

ÁRLEGUR hjóladagur í Grafarvogi verður haldinn laugardaginn 11. maí nk. Á hjóladaginn er lögð áhersla á að öll fjölskyldan sé með og njóti um leið hollrar útiveru og skemmtunar. Hjóladagurinn hefst kl. 10:30 á bílastæðinu við íþróttamiðstöðina við... Meira
10. maí 2002 | Erlendar fréttir | 178 orð

Hundruð öfgamanna handtekin

YFIRVÖLD í Pakistan hafa látið handtaka um 300 íslamska öfgatrúarmenn en talið er líklegt, að menn úr þeirra hópi og þá hugsanlega al-Qaeda hafi staðið fyrir hryðjuverkinu í Karachi á miðvikudag. Það varð 11 Frökkum og þremur Pakistönum að bana. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 130 orð

Í klukkustund á kili

TVEIMUR mönnum var bjargað eftir að gúmmíbát þeirra hvolfdi fyrir utan Breiðina á Akranesi í gær. Mönnunum tókst að komast upp á kjölinn og höfðust þar við í um klukkustund áður en þeim var bjargað um borð í bát Björgunarfélags Akraness. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Kastsvæðið í Laugardal endurnýjað

BORGARRÁÐ samþykkti á þriðjudag tillögu um endurnýjun kastsvæðisins í Laugardal. Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður um 10 milljónir króna. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Kerfið eitt hið fullkomnasta í heimi

NÝTT fluggagnakerfi var formlega tekið í notkun á miðvikudag í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík og eldra kerfi þarmeð lagt af. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Krökkt af svartfugli á Faxaflóa

ÞEIR veiddu vel af svartfugli þessir vinir sem fóru saman á skyttirí út á Faxaflóa í gær. Alls komu þeir að landi með um 400 fugla sem þeir veiddu um 10 sjómílur norðvestur af Reykjavík, eða út af Syðra-Hrauni. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Kynning á Nordjobb

UNGMENNADEILD Norræna félagsins, Nordklúbbur, stendur fyrir kynningarkvöldi á verkefninnu Nordjobb laugardaginn 11. maí klukkan 20 í Norræna húsinu. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Leiðangri yfir Grænlandsjökul sækist vel

ÞRIGGJA manna leiðangri Íslenskra fjallaleiðsögumanna yfir Grænlandsjökul, sem hófst 25. apríl, sækist vel og voru leiðangursmenn komnir á hábungu jökulsins á mánudag. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 37 orð

LEIÐRÉTT

Föðurnafn misritaðist Einn þeirra fjögurra sem eru ákærðir í málum tengdum Árna Johnsen var rangfeðraður í frétt á baksíðu blaðsins í gær. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 276 orð

Mat á Sultartangalínu hafið

ATHUGUN Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum vegna 400 kV Sultartangalínu 3, Sultartanga að Brennimel, er hafin. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 373 orð

Meðferð fyrir aðstandendur eiturlyfjafíkla

BYRGIÐ og kristilega útvarpsstöðin KFM á FM 107 standa fyrir átaki undir slagorðinu "Gegn eitri í æð" og ætla sér að vekja almenning til umhugsunar um þá vá sem áfengis- og eiturlyfjaneysla er og hvað hægt er að gera til að losna undan henni. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð

Messa og kirkjukaffi Ísfirðingafélagsins

HIN árlega messa og kirkjukaffi Ísfirðingafélagsins fer fram sunnudaginn 12. maí kl. 14 í Áskirkju við Vesturbrún í Reykjavík. Allir Ísfirðingar eru velkomnir. Sveinbjörn Bjarnason prestur á Þórshöfn á Langanesi messar. Kór brottfluttra Ísfirðinga... Meira
10. maí 2002 | Erlendar fréttir | 128 orð

Miltisbrandur í pósti?

SKÝRT var frá því í gær að greinst hefði við könnun miltisbrandur í um 20 póstsendingum til seðlabanka Bandaríkjanna. Sagt var, að kanna þyrfti málið nánar áður en hægt væri að fullyrða að um eiginlega miltisbrandsmengun væri að ræða. Meira
10. maí 2002 | Miðopna | 973 orð | 1 mynd

Mislæg gatnamót rædd í tæp 40 ár

Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands ræddu hugmyndir um mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar á morgunverðarfundi í húsakynnum félaganna á miðvikudag. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð

Námskeið í sjálfstrausti og sjálfsöryggi

ÞEKKINGARMIÐLUN ehf. stendur fyrir námskeiði í sjálfstrausti og sjálfsöryggi 16. maí nk. í Ásbyrgi á Hótel Íslandi frá kl. 9-17. Námskeiðið er sérstaklega ætlað konum sem vilja öðlast aukið sjálfstraust og betra sjálfsálit. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Nælt í aukabita

FLEST lömb eru varla nema sólarhringsgömul þegar þau fara að éta hey með mæðrum sínum. Það er sérstaklega spennandi ef hægt er að stelast til að ná sér í smátuggu einhvers staðar annars staðar en úr garðanum. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 386 orð

Óttast að markaðir geti lokast

EMBÆTTI yfirdýralæknis óttast að sú staða geti komið upp að markaðir lokist fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir vegna þess að framleiðendur uppfylli ekki þær lágmarkskröfur sem móttökulönd afurðanna setja. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 179 orð

Póstganga Íslandspósts

HIN árvissa póstganga Íslandspósts verður farin laugardaginn 11. maí. Í póstgöngum Íslandspósts hefur verið reynt að feta í fótspor fyrri alda landpósta og varð leiðin frá Hellisheiði til Hveragerðis fyrir valinu í þetta sinn. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð

Rarik gefur rafmagnsdeild TÍ fistölvu

RAFMAGNSVEITUR ríkisins færðu nýverið námsbraut í rafiðnfræði við rafmagnsdeild Tækniskóla Íslands öfluga fistölvu að gjöf með viðeigandi hugbúnaði. Meira
10. maí 2002 | Miðopna | 237 orð | 1 mynd

Rótarafli alla vertíðina

"VERTÍÐIN hefur verið góð, það er ekkert yfir henni að kvarta," sagði Ragnar Konráðsson, skipstjóri á netabátnum Örvari SH frá Rifi, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á miðvikudag. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Sendiráð í Evrópu verði styrkt og þeim fjölgað

STYRKJA þarf sendiráð Íslands í Evrópu og fjölga þannig að í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag, að Lúxemborg undanskildu, verði sendiráð til staðar. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð

Skemmtiferð um Kópavog

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð býður í ókeypis rútuferð um Kársnes og Vatnsenda. Allir eru velkomnir. Farið verður af stað kl. 10 á laugardagsmorguninn (11. maí) frá kosningaskrifstofu vinstrigrænna í Hamraborg 11. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 240 orð

Ströng skilyrði fyrir stofnun reikninga erlendis

EINSTAKLINGUM og fyrirtækjum hér á landi eru sett frekar ströng skilyrði fyrir því að stofna reikning í erlendum banka. Með auknu peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi hafa þessi skilyrði verið hert, að sögn Halldórs J. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Ungir listamenn halda sýningu

LISTUNNENDUR geta þessa dagana barið listaverk eftir leikskólabörn í Bakkahverfi í Breiðholti augum, en nú stendur yfir sýning á verkum þeirra í göngugötunni í Mjódd. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 102 orð

Útivist með ferðir á Esju

ÚTIVIST hefur í ferðaáætlun 2002 ferðir á Esju frá öllum áttum. Samtals eru þetta níu mismunandi leiðir á Esjuna og verður sú fyrsta farin um næstu helgi, sunnudaginn 12. maí, samkvæmt því sem kemur fram í fréttatilkynningu. Hinn 12. Meira
10. maí 2002 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Vilja fá púltið góða aftur

RÁÐAMENN Arkansas-framhaldsskólans í þorpinu Arkansas City stinga saman nefjum ásamt dúxinum á árinu, Kirbi Fletcher, yfir látlausu ræðupúlti sem nú hefur komist í fréttirnar. Púltið var áður í eigu Barksdale-flugstöðvarinnar í Louisiana og George W. Meira
10. maí 2002 | Erlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Vilja viðræður eftir grimmileg fjöldamorð

MESTU fjöldamorð í 40 ára sögu óaldarinnar í Kólombíu hafa orðið til þess, að FARC, Kólombísku byltingarsveitirnar, hafa farið fram á nýjar friðarviðræður. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Von fólgin í genalækningum

ASTMA- og ofnæmisfélagið stendur fyrir málþingi um orskir og nýjungar í meðferð ónæmisgalla á morgun, laugardag. Þingið verður haldið í Múlalundi, Hátúni 10 c, og stendur milli kl. 10 og 12. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Vorhátíð Háteigsskóla

VORHÁTÍÐ Háteigsskóla verður haldin í ellefta sinn næstkomandi laugardag, 11. maí, kl. 12:00. Foreldrafélag skólans sér um undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar með aðstoð nemendanna. Dagskráin hefst með skrúðgöngu kl. 12:15 og þeir sem vilja fá blöðrur. Meira
10. maí 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð

Vorsýning í Gjábakka og Gullsmára

NÚ um helgina, 11. og 12. maí, bjóða eldri Kópavogsbúar fólki að skoða þá fjölbreyttu vinnu sem unnin hefur verið í vetur í félagsheimilunum Gjábakka, Fannborg 8, og Gullsmára, Gullsmára 13. Sýningarnar verða opnar frá kl. Meira
10. maí 2002 | Miðopna | 244 orð

Værð yfir úthafskarfanum

"TÍÐARFARIÐ hefur verið leiðinlegt undanfarna 10 daga og á meðan hefur verið dálítil værð yfir fiskiríinu," sagði Þórður Magnússon, skipstjóri á frystitogaranum Þerney RE, en skipið er nú á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg. Meira

Ritstjórnargreinar

10. maí 2002 | Leiðarar | 763 orð

Frumkvæði útgerðarmanna

Íslenzk útgerðarfyrirtæki hafa unnið mikilvægt uppbyggingarstarf við þróun úthafsveiða, ekki sízt á síðasta rúmum áratug. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær birtist athyglisverð úttekt á þróun þessara veiða. Meira

Menning

10. maí 2002 | Kvikmyndir | 291 orð | 1 mynd

Banvænn vírus gengur laus

Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri frumsýna Resident Evil með Milla Jovovich, Michelle Rodriguez, Eric Mabius og James Purefoy. Meira
10. maí 2002 | Fólk í fréttum | 518 orð

Bíóin í borginni

Mulholland Dr. Þessi draumlógíska og seiðandi noir-saga skipast tvímælalaust í flokk bestu mynda David Lynch. Óræð en býr yfir leyndu merkingarsamhengi. (H.J. Meira
10. maí 2002 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Fidel leikur á SPOT-hátíðinni í Danmörku

HINN 10. og 11. maí fer fram tónlistarhátíðin SPOT í Danmörku, nánar tiltekið í Árósum. Um er að ræða hátíð þar sem ungar, upprennandi og ósamningsbundnar sveitir spreyta sig. Meira
10. maí 2002 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Heimildamyndir í Eden

Í EDEN í Hveragerði stendur nú yfir sýning Bjarna Jónssonar listmálara og gefur þar að líta margar heimildamyndir um líf og störf forfeðra okkar ásamt "fantasíum". Meira
10. maí 2002 | Menningarlíf | 285 orð | 1 mynd

Leikið með klisjur

NÝR einleikur, Skáld leitar harms, eftir Guðmund Inga Þorvaldsson verður frumsýndur í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld kl. 21 Það er höfundurinn sjálfur sem fer með hlutverk skáldsins Einis, en þetta er fyrsta leikverk Guðmundar Inga. Meira
10. maí 2002 | Menningarlíf | 140 orð

Léttsveitin á leið utan

VORTÓNLEIKAR Léttsveitar Reykjavíkur verða að þessu sinni haldnir í Ými. Fyrstu tónleikarnir voru í gærkvöldi en tvennir verða á morgun, laugardag, kl. 15 og kl. 17. Meira
10. maí 2002 | Menningarlíf | 182 orð

Listasafn Íslands Í tengslum við sýningu...

Listasafn Íslands Í tengslum við sýningu um rússneska myndlist, sem stendur yfir í safninu, flytur Ksenia Ólafsson innanhússarkitekt fyrirlestur kl. 12.30 um rússneska hönnun 1890-1930. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Meira
10. maí 2002 | Menningarlíf | 302 orð

Ljósmynd er mjög arðbær fjárfesting

SÆNSKI ljósmyndarinn Hasse Persson mun halda fyrirlestur á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur í kvöld, föstudagskvöld. Fyrirlesturinn verður haldinn í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi við Tryggvagötu og hefst kl. 20. Meira
10. maí 2002 | Fólk í fréttum | 165 orð | 1 mynd

Martröð ferðamannsins

Bandaríkin, 2000. Góðar stundir VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn og handrit: Richard Shepard. Aðalhlutverk: Stacy Edwards, Jorge Robles og Robert Patrick. Meira
10. maí 2002 | Menningarlíf | 135 orð

Málþing um Biblíumálfar og jafnrétti

MÁLÞING um Biblíumálfar og jafnrétti verður í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar - Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni á morgun, laugardag, kl. 13.30. Meira
10. maí 2002 | Fólk í fréttum | 288 orð | 1 mynd

Nýi Sellers?

Bretland 2001. Sam-myndbönd. (93 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn John Duigan. Aðalhlutverk Steve Coogan, Emma Headey. Meira
10. maí 2002 | Kvikmyndir | 312 orð | 1 mynd

Rithöfundur missir minnið

Sambíóin á Snorrabraut og í Álfabakka frumsýna The Majestic með Jim Carrey, Martin Landau, Laurie Holden, Allen Garfield, Amanda Detmer og Bob Balaban. Meira
10. maí 2002 | Fólk í fréttum | 165 orð | 1 mynd

Skemmdir á hæli

Bandaríkin 2001. Skífan VHS. (100 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og handrit Brad Anderson. Aðahlutverk Petter Mullan, David Caruso. Meira
10. maí 2002 | Menningarlíf | 540 orð | 1 mynd

Starfað í anda Dieters

ÞRIÐJA ráðstefna Dieter Roth-akademíunnar verður haldin hér á landi dagana 10. til 15. maí. Af því tilefni verður opnuð sýning með þátttöku kennara og nemenda akademíunnar, alls á fimmta tug manna, í kvöld kl. 20. Verður hún í húsakynnum Íshamars ehf. Meira
10. maí 2002 | Menningarlíf | 127 orð

Tímarit

ÓPERUBLAÐIÐ 1. tbl. 15. árgangs er komið út. Útgefandi er Vinafélag Íslensku óperunnar. Meginþema Óperublaðsins að þessu sinni er Hollendingurinn fljúgandi, sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu á morgun. Meira
10. maí 2002 | Fólk í fréttum | 299 orð | 1 mynd

Tuttugu mínútna lófatak

NJÁLUSÖNGHÓPURINN lauk fyrir stuttu fræknu ferðalagi um Þýskaland, þar sem hann flutti söngleikinn Gunnar á Hlíðarenda . Hópnum var hvarvetna tekið opnum örmum og var jafnan húsfyllir er hann skemmti. Meira

Umræðan

10. maí 2002 | Aðsent efni | 563 orð | 2 myndir

3.000 ný heilsdagsrými í leikskólum

Þeir sem sjá ekki að bylting hefur orðið í þessum málaflokki á síðustu 8 árum, segir Árni Þór Sigurðsson, neita einfaldlega að horfast í augu við staðreyndir. Meira
10. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 103 orð

Afsláttur gilti ekki

ÉG fór í Sambíó við Álfabakka sl. laugardag og finnst ég hálfsvikin. Auglýst er að þar sé tekið við fríkortspunktum sem greiðslu og að þeir sem séu yfir 63 ára aldri fái afslátt. Ég ætlaði á myndina Iris kl. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 374 orð | 1 mynd

Áfram Ingibjörg Sólrún

Ingibjörg Sólrún er afskaplega réttsýn og sanngjörn manneskja, segir Margrét Sæmundsdóttir, sem gott er að leita til og alveg laus við valdhroka. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 701 orð | 1 mynd

Bankakerfið og bankastarfsmenn

Starfsemi öflugra fjármálafyrirtækja, segir Friðbert Traustason, er einn af hornsteinum þjóðfélagsins. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 884 orð | 1 mynd

Blikur á lofti í varnar- og öryggismálum?

Varnar- og öryggishagsmunir íslensku þjóðarinnar, segir Gunnar Alexander Ólafsson, eru grafalvarlegt mál. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 312 orð | 1 mynd

Ert þú framúrskarandi einstaklingur?

Flest námskeið tengd ræðumennsku, segir Örn Sigurðsson, eru sprottin undan merkjum Junior Chamber-hreyfingarinnar. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 377 orð | 1 mynd

Erum við að stíga réttu skrefin í átt að breyttum lífsstíl?

Bættur lífsstíll, segir Ásgerður Guðmundsdóttir, felst í skilningi á mikilvægi mataræðis, atferlis- og líkamsþjálfunar. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Eyðimerkurganga Ísraelsmanna

Ísraelsmenn haga sér æ meir, segir Ingólfur Steinsson, í ætt við kvalara sína hér í eina tíð. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 450 orð | 1 mynd

Garðabær til forystu

Garðabæjarlistinn, segir Steinþór Einarsson, setur málefni fjölskyldunnar í öndvegi. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 200 orð | 1 mynd

Hinn umdeildi Lánasjóður

Grunnurinn sem notaður er hjá LÍN, segir Jónína Brynjólfsdóttir, hefur nú verið leiðréttur og er því réttur. Meira
10. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 573 orð

Hryðjuverk

JÁ, hvað skyldi nú þetta orð hryðjuverk raunverulega þýða. Er það hryðjuverk þegar innrásarher gyðinga fer um eyðileggjandi mannvirki, myrðandi varnarlaust fólk Palestínu? Nei, segja vinir gyðinganna. Meira
10. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 492 orð

Leiðarljós - Ríkissjónvarpið NÚ hefur þessi...

Leiðarljós - Ríkissjónvarpið NÚ hefur þessi stofnun leyft sér að slökkva á Leiðarljósi gegn vilja margra. Þetta er yfirgangur sem ekki líðst. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Lofa betrun eftir áratuga aðgerðarleysi

Stefna sjálfstæðismanna í húsnæðismálum, segir Sigurlaug Garðarsdóttir Viborg, hefur nánast verið eldri borgurum fjandsamleg. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 611 orð | 1 mynd

Miðbærinn á Akureyri

Allir eru sammála um að miðbærinn þurfi mikilla endurbóta við, en Ragnar Sverrisson segist ekki hafa heyrt frambjóðendur tjá sig mikið um það hvað þeir leggi til í þeim efnum. Meira
10. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 255 orð

Nokkur orð um hugarfar

Í Brekkukotsannál segir: Það sem aðrir halda að maður sé, það er maður. Ef einhver heldur þetta sé rétt, þyrfti ég að biðja blaðið fyrir smáathugasemd. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 268 orð | 1 mynd

Óláns-Dagur

Sú staðreynd að Orkuveita Reykjavíkur safnar meiri skuldum en borgarsjóður Reykjavíkur, segir Snorri Stefánsson, er að sögn Dags gleðileg. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 659 orð | 1 mynd

Skólarnir eru límið í samfélaginu

Skólinn þarf að kalla eftir fullorðnu fólki, segir Kristín Sigfúsdóttir, til þátttöku í umhverfis- og grenndarfræðslu. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 312 orð | 1 mynd

Staðardagskrá 21 og íbúaþing í Kópavogi

Markmiðið með íbúaþinginu, segir Ásdís Ólafsdóttir, er að ná fram sjónarmiðum íbúa bæjarins. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 3269 orð | 1 mynd

STAÐREYNDIR SEM ENGINN HEFUR SPURT UM

Í ákæru ríkissaksóknara á hendur mér eftir ótrúlega langan tíma úttektar, segir Árni Johnsen, eru 11 atriði af 27 rétt, 8 beinlínis röng, 2 rangtúlkuð, 5 sem eru bæði rétt og röng og eitt sem kemur málinu ekkert við. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Stöndum vörð um Garðabæ

Garðabæjarlistinn er samsettur af fylkingu Garðbæinga, segir Björn Rúnar Lúðvíksson, með skýra framtíðarsýn. Meira
10. maí 2002 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Um hvaða miðborg er fólkið að tala?

Nektarstaðirnir eru afsprengi klámbyltingar, segir Páll Biering, sem á síðustu árum hefur riðið yfir Ísland og aðrar Vesturlandaþjóðir. Meira
10. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 18 orð | 1 mynd

Þessi duglegi strákur, Axel Máni Gíslason...

Þessi duglegi strákur, Axel Máni Gíslason í Borgarfirði, safnaði dósum að andvirði 4.000 kr. til styrktar Rauða krossi... Meira
10. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir, Helgi Andrésson (til...

Þessir duglegu drengir, Helgi Andrésson (til vinstri) og Stefán Darri Þórssosn (til hægri), söfnuðu kr. 1.673 til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna... Meira

Minningargreinar

10. maí 2002 | Minningargreinar | 3427 orð | 1 mynd

AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR

Aðalheiður Jónsdóttir var fædd á Vestra-Skagnesi í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu 21. júní 1913. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. apríl síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 426 orð | 1 mynd

BENEDIKT SIGURJÓNSSON

Benedikt Sigurjónsson fæddist á Steinavöllum í Fljótum hinn 17. september 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni í Siglufirði hinn 15. apríl síðastliðinn og var hann jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju 27. apríl. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 2827 orð | 1 mynd

GUÐBRANDUR ÁGÚST ÞORKELSSON

Guðbrandur Ágúst Þorkelsson fæddist á Furubrekku í Staðarsveit á Snæfellsnesi 13. janúar 1916. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorkell Guðbrandsson, sjómaður og síðar verkamaður, f. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 317 orð | 1 mynd

GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR

Guðríður Guðmundsdóttir var fædd í Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi í Árnessýslu 8. apríl 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Glerárkirkju 6. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 540 orð | 1 mynd

GUÐVEIG HINRIKSDÓTTIR

Guðveig Hinriksdóttir var fædd í Neðri-Miðvík í Aðalvík 13. maí 1909. Hún lést á Elliheimilinu Grund 11. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 26. apríl. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 532 orð | 1 mynd

JAKOBÍNA ÞORMÓÐSDÓTTIR

Jakobína Þormóðsdóttir fæddist á Þórseyri við Kópasker 17. júní 1962. Hún lést á heimili sínu 30. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 8. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 283 orð | 1 mynd

JÓN EINAR HJALTESTED

Jón Einar Hjaltested fæddist á Öxnalæk í Ölfusi 27. ágúst 1925. Hann lést á hjarta- og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut 22. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 30. apríl. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 1130 orð | 1 mynd

ÓLAFUR GUÐBRANDSSON

Ólafur Guðbrandsson fæddist á Stokkseyri 9. september 1923. Hann lést á E-deild Sjúkrahúss Akraness 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbrandur Þorsteinsson og Valborg Bjarnadóttir. Systkini Ólafs eru Guðríður, Þorsteinn, Bjarni, Ágúst og... Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 1734 orð | 1 mynd

RÍKHARÐUR AXEL SIGURÐSSON

Ríkharður Axel Sigurðsson var fæddur á Siglufirði 11. nóvember 1933. Hann andaðist á Landspítala við Hringbraut 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Kristjánsson bókhaldari, f. á Birningsstöðum í Hálshreppi 26. jan. 1885, d. í Reykjavík 25. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 2513 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR REYNISDÓTTIR

Sigríður Reynisdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1976. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Þóra Sigurðardóttir og Reynir H. Sæmundsson. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 1152 orð | 1 mynd

SIGURÐUR GISSURARSON

Sigurður Gissurarson fæddist í Litlu-Hildisey í Austur-Landeyjum 11. maí 1916. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gissur Gíslason, bóndi í Litlu-Hildisey, f. 30. júlí 1888, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 229 orð | 1 mynd

SIGURÐUR ÞORKELL TÓMASSON

Sigurður Þorkell Tómasson fæddist á Miðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði 16. júlí 1910. Hann lést 26. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 7. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2002 | Minningargreinar | 313 orð | 1 mynd

ÞURÍÐUR HARALDSDÓTTIR

Þuríður Haraldsdóttir fæddist á Svalbarðseyri 6. desember 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 22. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Siglufjarðarkirkju 4. maí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 352 orð | 1 mynd

Bretum mikilvægt að laða að erlendar fjárfestingar

BRETLAND er eftirsóknarvert fyrir erlenda aðila til fjárfestinga fyrir margra hluta sakir, m.a. er þar að finna afar hagstætt skattaumhverfi, stöðugt efnahagsumhverfi, tvísköttunarsamninga og launakostnað, sem ku vera með því lægsta sem gerist í Evrópu. Meira
10. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Endurskipulagning hjá fjármálaráðuneytinu

FYRIRHUGAÐAR breytingar á verkaskiptingu Þjóðhagsstofnunar, Hagstofu og efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins fela í sér grundvallarbreytingar á starfsemi efnahagsskrifstofunnar og kalla í reynd á endurskipulagningu frá grunni, að því er fram kemur í... Meira
10. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 240 orð

Gunnvör með 205 milljónir í hagnað

HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Gunnvör hf. var rekið með 205 milljóna króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002, samanborið við 17 milljón króna tap á í sama tímabili 2001. Meira
10. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 287 orð

Hagnaður SH dregst saman

HAGNAÐUR SH á fyrsta ársfjórðungi nam 118 milljónum króna. Árið áður nam hagnaður sama tímabils 167 milljónum. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 428 milljónum króna á móti 536 milljónum árið áður. Meira
10. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 107 orð | 1 mynd

Þorsteinn Víglundsson ráðinn framkvæmdastjóri hjá BM Vallá

Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá BM Vallá ehf., frá 1. maí sl. Þorsteinn útskrifaðist sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands 1995. Meira

Fastir þættir

10. maí 2002 | Fastir þættir | 44 orð

Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 6.

Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 6. maí lauk 5 kvölda tvímenningi (síðasta keppni vetrarins). Spilað var á 12 borðum. Í efstu sætum urðu eftirtaldir: NS: Kristján Albertss. - Halldór Aðalst. Meira
10. maí 2002 | Fastir þættir | 56 orð

Bridsfélag Suðurnesja Úrslit í aðaltvímenningi 2002:...

Bridsfélag Suðurnesja Úrslit í aðaltvímenningi 2002: Karl G. Meira
10. maí 2002 | Fastir þættir | 85 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sumarbrids hefst nk. þriðjudag Sumarspilamennskan hjá Bridssambandi Íslands, hefst nk. þriðjudagskvöld kl 19:00. Í boði verður eins kvölds keppni og verður spilað fimm daga vikunnar, mán.-fös., en frí laugardaga og sunnudaga. Meira
10. maí 2002 | Fastir þættir | 329 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

BRÆÐURNIR Oddur og Hrólfur Hjaltasynir unnu aðaltvímenningskeppni Bridsfélags Reykjavíkur sem lauk á þriðjudagskvöldið. Keppnin stóð yfir í fimm kvöld með þátttöku 40 para. Meira
10. maí 2002 | Dagbók | 45 orð

GRÁTITTLINGURINN

Ungur var ég, og ungir austan um land á hausti laufvindar blésu ljúfir, lék ég mér þá að stráum. En hretið kom að hvetja harða menn í bylsennu. Þá sat ég ennþá inni alldapur á kvenpalli. Meira
10. maí 2002 | Í dag | 203 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 13 í umsjón Þórdísar þjónustufulltrúa. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05 alla virka daga nema mánudaga. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur djákna. Meira
10. maí 2002 | Dagbók | 902 orð

(Rómv. 8, 6.)

Í dag er föstudagur 10. maí, 130. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður. Meira
10. maí 2002 | Fastir þættir | 152 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. f4 c5 2. b3 Rf6 3. Bb2 g6 4. e4 Bg7 5. Bc4 d6 6. e5 dxe5 7. fxe5 Rd5 8. Df3 e6 9. Dg3 Rc6 10. Rf3 a6 11. Rc3 b5 12. Bd3 Rcb4 13. Re4 0-0 14. Rxc5 Dc7 15. Df2 Rxd3+ 16. cxd3 a5 17. 0-0 b4 18. Hac1 Dd8 19. Dg3 h6 20. Rd4 Db6 21. Meira
10. maí 2002 | Fastir þættir | 439 orð

Víkverji skrifar...

NETIÐ er ný boðskiptaleið, sem ætti að geta auðveldað þingmönnum að halda tíðu og nánu sambandi við umbjóðendur sína. Víkverji skoðaði á dögunum vef Alþingis og komst að því að a.m.k. 15 þingmenn, úr öllum flokkum, halda úti eigin heimasíðu. Meira
10. maí 2002 | Í dag | 184 orð | 1 mynd

Vormessa í Krýsuvík

HIN árlega vormessa í Krýsuvíkurkirkju fer fram nk. sunnudag 12. maí og hefst hún kl. 14. Sr. Gunnþór Þ. Ingason sóknarprestur messar. Meira

Íþróttir

10. maí 2002 | Íþróttir | 326 orð | 1 mynd

Afslappað andrúmsloft

"Ég á ekki von á því að liðin muni verjast og taki litla áhættu, þvert á móti held ég að leikurinn verði mjög hraður og fjörugur," sagði Arnar Gunnlaugsson, leikmaður Stoke City, í samtali við Morgunblaðið. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 238 orð

Brann á uppleið á ný

BRANN, undir stjórn Teits Þórðarsonar, rétti verulega hlut sinn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið vann Stabæk, 4:1, og komst með því úr fallsæti. Brann hefur byrjað tímabilið illa en sigurinn í gær lofar betri tíð. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 329 orð

Eriksson kallaði á Martin Keown

Það var fátt sem kom á óvart þegar Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hvaða leikmenn færu með landsliðinu á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Japan og Suður-Kóreu. Þrátt fyrir að hópurinn sé hæfileg blanda af ungum og gamalreyndum leikmönnum hélt Eriksson sig að mestu leyti við þá sem hafa tekið þátt í flestum undirbúningsleikjum liðsins fyrir mótið síðustu mánuði. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 99 orð

FH-ingar byrja á frjálsíþróttavellinum

FH-ingar koma til með að leika fyrstu fjóra heimaleiki sína sem eru gegn Fylki, KR, KA og Grindavík á frjálsíþróttavelli félagsins. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 125 orð

Fullbókað í 110 rútur frá Stoke

MIKILL áhugi er fyrir leik Stoke City og Brentford í Stoke-on-Trent og hafa nú þegar um 35 þúsund miðar verið seldir til stuðningsmanna Stoke. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 9 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, oddaleikur: Hlíðarendi:Valur -...

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, oddaleikur: Hlíðarendi:Valur - KA 20.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla, úrslit: Laugardalur:Þróttur R. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 370 orð | 1 mynd

* HARALDUR Ingólfsson skoraði mark Raufoss...

* HARALDUR Ingólfsson skoraði mark Raufoss sem tapaði, 2:1, fyrir Oslo Öst í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Raufoss er með 4 stig eftir 5 umferðir og er í fjórða neðsta sætinu. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 772 orð | 1 mynd

Jón Ragnarsson hefur dregið sig í hlé

Í kvöld hefst Íslandsmótið í rallakstri og verða eknar 16 sérleiðir um Suðurnesin í þessari fyrstu keppni af sex. Ökumenn hafa síðustu daga verið að leggja lokahönd á ökutæki sín þar sem veturinn hefur verið notaður til að yfirfara og breyta því sem betur mátti fara. Stór breyting hefur verið gerð hjá núverandi Íslandsmeisturum þar sem Jón Ragnarsson hefur ákveðið að draga sig í hlé frá keppni og mun Baldur Jónsson aðstoða Rúnar bróður sinn við aksturinn í sumar. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 202 orð

KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla Neðri deild, undanúrslit:...

KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla Neðri deild, undanúrslit: Afturelding - Njarðvík 6:1 Baldvin Hallgrímsson 2, Þorvaldur Már Guðmundsson, Andri Jóhannsson, Nikulás Árni Sigfússon, Geir Rúnar Birgisson - Snorri Már Jónsson (víti). Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 689 orð | 1 mynd

Langar að kveðja með titlinum

ATLI Hilmarsson, þjálfari KA-manna, kveður sína menn eftir úrslitaleikinn við Val á Hlíðarenda í kvöld en leikurinn verður hans síðasti sem þjálfari KA. Atli hefur þjálfað KA-liðið undanfarin fimm ár en kaflaskil verða nú hjá honum því hann hefur sem kunnugt er gert samning við þýska 2. deildarliðið Friesenheim. Atli segir að mikil spenna sé í herbúðum sinna manna fyrir leikinn við Val í kvöld og hann býst við spennuleik. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 583 orð

Mætum með trúna að vopni

GEIR Sveinsson, þjálfari Vals, segir að sínir menn séu langt frá því að vera af baki dottnir þrátt fyrir tvo ósigra í röð á móti KA og hann segist sannfærður um að titillinn fari í hendur sinna manna eftir leikinn við KA á Hlíðarenda í kvöld. Ólíkt kollega sínum hjá KA hefur Geir tekið þátt í leikjunum við norðanmenn innan vallar og gamli landsliðsfyrirliðinn hefur sýnt og sannað að hann er sínu liði ómetanlegur. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 496 orð | 1 mynd

* PATRICK Vieira , miðjumaðurinn öflugi...

* PATRICK Vieira , miðjumaðurinn öflugi hjá Arsenal , segist ætla að vera um kyrrt í herbúðum Arsenal á næsta tímabili en þrálátur orðrómur hefur verið í gangi að hann gangi til liðs við Real Madrid . Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 106 orð

Purdue leikur með KR-ingum

NICHOLAS Purdue, ástralski knattspyrnumaðurinn sem hefur æft með KR-ingum að undanförnu, leikur með Vesturbæjarfélaginu í sumar. Meira
10. maí 2002 | Íþróttir | 415 orð

Ætla að njóta dagsins

"AUÐVITAÐ hefði verið gaman að leika á Wembley en er völlurinn í Cardiff ekki glæsilegur? Mér er í raun alveg sama hvar þessi leikur fer fram og ég hlakka til að takast á við Stoke," sagði Ívar Ingimarsson, leikmaður 2. deildarliðsins Brentford, sem leikur gegn Stoke City á morgun í hreinum úrslitaleik um laust sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

10. maí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 523 orð | 2 myndir

Aldrei upplifað annað eins

ÉG HEF stundum leikið í auglýsingum en aldrei upplifað annað eins. Ókunnugt fólk glápir á mig úti á götu. Vinir mínir í briddsinu spyrja mig reglulega að því hvort ég sé ekki enn á hjólinu! Meira
10. maí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1707 orð | 2 myndir

Hugarfóstur á meðgöngunni

BORÐIÐ er fínt, verra með stólinn, verð að fara að athuga hvað ég get gert fyrir hann..." Íhugull í bragði dregur Ingólfur V. Meira
10. maí 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 641 orð | 7 myndir

Úr fréttum gærdagsins

SJÁÐU, hér er efni sem alls staðar er verið að henda, dagblöð, pappír og tímarit. Allt þetta má hins vegar nýta og við höfum að undanförnu verið að fara í gegnum helstu aðferðir við það. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.