Greinar þriðjudaginn 28. maí 2002

Forsíða

28. maí 2002 | Forsíða | 135 orð | 1 mynd

Bush fagnað í Normandí

GEORGE W. Meira
28. maí 2002 | Forsíða | 294 orð | 1 mynd

Segir Pakistan ekki ætla að hefja styrjöld

PERVEZ Musharraf, forseti Pakistans, sagði í gær að Pakistanar myndu ekki hefja stríð við Indverja en kvaðst ætla að halda áfram að styðja "frelsisbaráttu" múslíma í indverska hluta Kasmír. Meira
28. maí 2002 | Forsíða | 305 orð

Sjómönnum fækkar um allt að 28.000

BÚIST er við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birti í dag tillögur sínar um breytingar á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB og hún áætlar að allt að 11% sjómanna í aðildarríkjunum, eða 28.000, missi atvinnuna á árunum 2003-2006. Meira
28. maí 2002 | Forsíða | 87 orð | 1 mynd

Tilræði kostar tvo Ísraela lífið

TVEIR Ísraelar, eins og hálfs árs barn og 38 ára kona, biðu bana í sjálfsmorðsárás Palestínumanns í verslanamiðstöð í bænum Petah Tiqvah, nálægt Tel Aviv, í gær. Meira en 20 aðrir særðust, nokkrir alvarlega. Meira

Fréttir

28. maí 2002 | Erlendar fréttir | 144 orð

192 dóu í lestarslysi í Mósambik

MIKIL sorg ríkir í Afríkuríkinu Mósambik en næstum tvö hundruð manns létust í lestarslysi sem átti sér þar stað snemma á laugardag. Meira
28. maí 2002 | Landsbyggðin | 180 orð | 1 mynd

20 metra listaverk vígt

FYRIR skömmu vígði Valur Valsson bankastjóri Íslandsbanka nýtt myndlistarverk í Hvalasafninu á Húsavík. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Atkvæðanna gætt

Í NÓGU var að snúast á kosninganótt í Ráðhúsinu. Hér er verið að fara með kjörkassa frá kjördeildinni í Árbæjarskóla til talningar í Ráðhúsinu. Vel er fylgst með öllu eins og lög gera ráð... Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Á brattann að sækja

"ÚRSLITIN eru í samræmi við það sem við bjuggumst við," segir Sigurður V. Viggósson, oddviti S-lista Samstöðu í Vesturbyggð, sem fékk 43,9% atkvæða og þrjá menn kjörna. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 170 orð

Ákvörðun um viðræður tekin á félagsfundi

DRAGA þurfti seðil úr kassa með tveimur seðlum í til að skera úr um hvort annar maður á T-lista eða fyrsti maður á Þ-lista kæmist inn í bæjarstjórn á Seyðisfirði. T-listinn varð hlutskarpari og létti Cecil Haraldssyni, oddvita listans, talsvert við það. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Ánægð með að fá skýrt umboð

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segist að vonum afar ánægð með niðurstöðu borgarstjórnarkosninganna en Reykjavíkurlistinn hlaut 53% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Ingibjörg skipaði áttunda sætið. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 753 orð | 1 mynd

Ánægður með árangur flokksins á landsvísu

,,SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN kemur ágætlega út úr kosningunum á landsvísu," segir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 202 orð

Ánægjulegt að að ná saman andstæðingum D-listans

"FYRST og fremst tel ég það ánægjulega við kosningarnar vera það að það tókst að ná þarna saman öllum andstæðingum Sjálfstæðisfélagsins í hreppnum. Meira
28. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 59 orð

Ársskýrsla á hvert heimili

ÁRSKÝRSLA Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2001 er nú komin út og er hún borin út á hvert heimili í bænum og til allra fyrirtækja. Meira
28. maí 2002 | Erlendar fréttir | 615 orð | 1 mynd

Bannhelgi rofin með hjálparbeiðni í N-Kóreu

SJÚKRAHÚSIÐ í Pyoksong í Norður-Kóreu er aðeins sjúkrahús að nafninu til, því það getur ekki talist stofnun þar sem sjúkir menn fá læknismeðferð og hjúkrun. Á skurðstofunni eru engin tæki til skurðaðgerða og rafmagnslaust getur orðið hvenær sem er. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 177 orð

Bláskógabyggð og Húsavíkurbær í hópi tillagna

ALLS fóru fram atkvæðagreiðslur í fimm sveitarfélögum um tillögur að nöfnum á sameinuðum sveitarfélögum samhliða sveitarstjórnakosningum á laugardag. Meðal nafna sem hlutu náð fyrir augum íbúa voru Bláskógabyggð, Skagabyggð og Þingeyjarsveit. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 70 orð

Bæjarbúar vilja breytingar

"ÉG er mjög sátt, þetta var alveg frábært," segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir oddviti D-lista sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd

Bæjarstjóraskipti á Seltjarnarnesi

SJÖFN Þórðardóttir á kosningaskrifstofu sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi leysti þá út með blómum á kosningavökunni, þá Sigurgeir Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóra, og Jónmund Guðmarsson sem leiddi lista flokksins og tekur nú við af Sigurgeiri eftir... Meira
28. maí 2002 | Landsbyggðin | 59 orð | 1 mynd

Börnin skoðuðu fiskmarkaðinn

NEMENDUR 1. bekkjar grunnskóla Ólafsvíkur brugðu undir sig betri fætinum og fóru í kynningarferð á fiskmarkað Breiðafjarðar í Ólafsvík ásamt kennara sínum, Rán Kristinsdóttur. Nemendur voru yfir sig hrifnir að sjá alla fiskana sem þar voru á boðstólum. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 266 orð

Deilur sjálfstæðismanna veiktu framboðið

ALDÍS Hafsteinsdóttir, oddviti D-listans í Hveragerði, segist ekki efast um að deilur innan Sjálfstæðisfélagsins í bænum hafi veikt framboð þess en meirihluti sjálfstæðismanna féll í kosningunum á laugardag. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 508 orð

D-listi með sama fylgi og í síðustu þingkosningum

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fékk 40,7% greiddra atkvæða í þeim sveitarfélögum á landsvísu sem hann bauð einn fram lista í kosningunum um helgina, eða nákvæmlega sama hlutfall og hann var með í síðustu kosningum til Alþingis árið 1999. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 141 orð

Dregið um sæti á Seyðisfirði

DRAGA þurfti seðil úr kassa með tveimur seðlum í til að skera úr um hvort annar maður á T-lista eða fyrsti maður á Þ-lista kæmist inn í bæjarstjórn á Seyðisfirði og lék heppnin við T-listann. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 274 orð

Drógu til baka umsókn um pólitískt hæli hér

SAUTJÁN manna hópur frá Rúmeníu, sem sótti um pólitískt hæli hérlendis eftir komuna til landsins með Norrænu fyrir helgi, dró umsókn sína til baka í gær. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 185 orð

Efast ekki um að samstarfið verði gott

BERGUR B. Karlsson, oddviti K-lista, Bæjarmálafélags Bolungarvíkur, segist mjög ánægður með árangur listans. "Við byggjum Bæjarmálafélagið upp á þremur mánuðum og náum þessu fylgi á þeim tíma sem hlýtur að teljast mjög gott," segir Bergur. Meira
28. maí 2002 | Suðurnes | 299 orð | 1 mynd

Eftirminnileg kveðjuræða nýstúdents

RÆÐA fulltrúa nýstúdenta við skólaslit Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðastliðinn laugardag vakti mikla kátínu við athöfnina, ekki einungis meðal samnemenda hennar, heldur allra viðstaddra og verður eflaust lengi í minnum höfð. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 148 orð

Eignast tæp 42% í SR-mjöli

SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaupstað og Samherji hf. á Akureyri eignuðust í gær samtals tæplega 42% hlut í SR-mjöli í umfangsmiklum viðskiptum. Ætla má að alls hafi orðið viðskipti með hlutabréf í SR-mjöli fyrir um 2 milljarða króna í gær. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 782 orð | 1 mynd

Eldsvoðar, innbrot og líkamsárásir

UM helgina sáu lögreglumenn 39 ökumenn sem enn óku á nagladekkjum þrátt fyrir sumarveðrið og mega þeir búast við sektum. Þá voru 18 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur um helgina, 29 um of hraðan akstur og 20 um að hafa ekki virt stöðvunarskyldu. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð

Enn í lífshættu eftir eldsvoða

LÍÐAN miðaldra manns, sem brenndist alvarlega í eldsvoða í risíbúð við Laugaveg um helgina, er óbreytt. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild er maðurinn enn talinn í lífshættu og er í öndunarvél. Hann hlaut 2. og 3. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 493 orð | 1 mynd

Erfitt að segja til um skýringar

SÍÐUSTU skoðanakannanir sem framkvæmdar voru fyrir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn sýndu kerfisbundið lægra fylgi F-lista og hærra fylgi D-lista en raunin varð í kosningum. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Er nokkuð sáttur við útkomu Framsóknarflokksins

"ÞEGAR litið er á heildina er ég mjög sáttur við niðurstöðuna. Við vinnum víða á og bætum okkar stöðu. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 569 orð | 1 mynd

Erum að byggja upp nýjan flokk frá grunni

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist telja að úrslit sveitarstjórnarkosninganna væru á nokkrum stöðum viss vonbrigði fyrir flokkinn. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Fjórburaferming í Viðey

ÞAÐ var sannkölluð hátíðarstemmning í Viðey á laugardaginn en þá fermdust fjórburasysturnar Diljá (lengst til vinstri), Alexandra, Brynhildur og Elín Guðjónsdætur. Það var séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, sem fermdi. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fólk vildi breytingu

ÓSKAR Gunnarsson, efsti maður lista Óháðra borgara og Samfylkingar í Sandgerðisbæ, segist ekki kunna neina skýringu á fylgistapi K-lista. Vilji bæjarbúa hafi einfaldlega verið annar. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Framsóknarmenn fagna

FRAMSÓKNARMENN í Kópavogi voru kampakátir með úrslitin, enda bætti flokkurinn nokkuð við sig fylgi og bætti við sig manni. Framsóknarflokkurinn hefur því þrjá menn í nýrri bæjarstjórn. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð

Framsókn sigurvegari

GUÐJÓN Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Eyjum, sagði það auðvitað mikil vonbrigði að sjálfstæðismenn skyldu tapa meirihlutanum í Vestmannaeyjum. Meira
28. maí 2002 | Landsbyggðin | 336 orð

Franskra Íslandssjómanna verður minnst

HÓPUR Frakka frá Bretagne er kominn til landsins undir forustu Jean Paul Dumont. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 234 orð

Fulltrúar í sjálfkjörnum sveitarstjórnum

SJÁLFKJÖRIÐ var í sjö sveitarfélögum um helgina þar sem aðeins einn framboðslisti kom fram. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð

Fylgi umfram væntingar

ÁSBJÖRN Óttarsson, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Snæfellsbæ, þakkar sterkri stöðu og öflugum lista góðan árangur í kosningunum. Sjálfstæðisflokkur hélt hreinum meirihluta, 4 bæjarfulltrúum, og bætir töluvert við sig í fylgi. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fyrirlestur til meistaraprófs við verkfræðideild

ÓLAFUR Ragnar Helgason heldur fyrirlestur um meistaraprófsverkefni sitt við tölvunarfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands í dag, þriðjudaginn 28. maí, kl. 16.15 í stofu 158 í VR-II, húsi verkfræði- og raunvísindadeilda við Hjarðarhaga 4. Meira
28. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 363 orð

Gjald tekið í nokkur tæki í Fjölskyldugarðinum

GJALD er nú tekið í þrjú tæki í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum samkvæmt ákvörðun rekstrarstjórnar garðsins. Að sögn forstöðumanns er þetta gert til að standa straum af kostnaði við nýjungar í garðinum. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 266 orð

Gæfan með sjálfstæðismönnum

SJÁLFSTÆÐISMENN eru áfram með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Bolungarvíkur. Varpa þurfti hlutkesti til að úrskurða hvort D-listi sjálfstæðismanna eða K-listi Bæjarmálafélags Bolungarvíkur fengi meirihluta en framboðin hlutu bæði 296 atkvæði. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 293 orð

Gætu komið að raforkuöflun álveranna

VIÐRÆÐUR standa yfir milli Landsvirkjunnar, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um að koma að orkuöflun ef verður af stækkun álvera Norðuráls á Grundartanga. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 523 orð | 1 mynd

Hefði viljað sjá aðra niðurstöðu

BJÖRN Bjarnason, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að hann hefði vissulega viljað sjá aðra niðurstöðu í borgarstjórnarkosningunum. D-listi sjálfstæðismanna hlaut rúm 40% atkvæða og sex borgarfulltrúa. Meira
28. maí 2002 | Miðopna | 195 orð | 2 myndir

Heimsmethafa vel fagnað

HARALDI Erni Ólafssyni, fjallgöngukappa og pólfara, var geysivel fagnað í Vetrargarðinum í Smáralind á sunnudag, skömmu eftir heimkomu hans frá Nepal. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 152 orð

Hélt að heiðarleg kosningabarátta skilaði meiru

"ÉG er auðvitað ekki ánægður og reyndar svolítið hissa. Ég hélt að kosningabarátta sem væri málefnaleg og byggð á heiðarleika og sanngirni skilaði meiru," segir Sigurður Björgvinsson, oddviti Garðabæjarlistans. Meira
28. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 73 orð | 1 mynd

Hljóðfærasmiðir og tónlistarmenn

TÓNAR og taktur var í fyrirrúmi á tónlistarhátíð leikskólanna Foldakots og Foldaborgar á föstudag en leikskólarnir eru báðir í Grafarvogi. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Hlutur kvenna jókst um 4 prósentustig

KONUR juku hlut sinn í kosningum til bæjar- og sveitarstjórna um helgina, miðað við kosningarnar fyrir fjórum árum. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Hlutu styrk frá Fulbright-stofnuninni

ÁRLEG móttaka Fulbright-stofnunarinnar var haldin í Iðnó 17. maí sl. Hún var til heiðurs þeim íslensku styrkþegum er hlutu Fulbright-styrk í ár til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Alls voru veittir 16 styrkir. Meira
28. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 156 orð | 1 mynd

Hreiðar Valtýsson

HREIÐAR Valtýsson, útgerðarmaður á Akureyri, lést síðastliðinn laugardag, 25. maí. Hann varð bráðkvaddur. Hreiðar fæddist 14. mars árið 1925 á Rauðuvík á Árskógsströnd. Foreldrar hans voru Valtýr Þorsteinsson og Dýrleif Ólafsdóttir sem bjuggu á Rauðuvík. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Hreinn meirihluti í áttunda sinn

RÚNAR Gíslason, oddviti D-lista segist mjög ánægður með úrslitin enda ekki annað hægt. "Þetta er í áttunda sinn í röð sem við höldum hreinum meirihluta. Það þökkum við samheldni og hversu vel var staðið að kosningabaráttunni hér. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 661 orð | 1 mynd

Hrærður og þakklátur fyrir stuðninginn

ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, segist hrærður og þakklátur þeim stuðningi sem F-listinn hafi fengið í borgarstjórnarkosningunum en listinn hlaut 6,1% atkvæða og einn mann kjörinn í borgarstjórn. Meira
28. maí 2002 | Erlendar fréttir | 581 orð | 1 mynd

Hyggst beita uppreisnarmenn hörðu

EFTIR að hafa unnið sannfærandi sigur í forsetakosningunum í Kólombíu sl. sunnudag lofaði Alvaro Uribe því, að allir landsmenn myndu njóta góðs af herför sinni fyrir lögum og reglu í einhverju óstöðugasta og óöruggasta landi Suður-Ameríku. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 121 orð

Höfum fundið fyrir miklum meðbyr

HELGA Halldórsdóttir, sem skipar fyrsta sæti á lista Sjáfstæðisflokks í Borgarbyggð, segir árangur flokksins mun betri en fólk hafi gert sér vonir um. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Höfum unnið á réttum nótum

REINHARD Reynisson, bæjarstjóri í Húsavíkurbæ og efsti maður á Húsavíkurlistanum, segir niðurstöðu kosninganna skilaboð um að Húsavíkurlistinn hafi verið að vinna á réttum nótum. "Við erum mjög kát með úrslitin. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Innbyrðis átök gerðu útslagið

ÞORSTEINN Njálsson, oddviti Framsóknarflokks í Hafnarfirði, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöður kosninganna þar í bæ, en framsóknarmenn komu ekki að manni. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 712 orð | 1 mynd

Innýn í stöðu sagnfræðinnar

Guðmundur Jónsson er fæddur í Reykjavík 1955. Cand. mag í sagnfræði við Háskóla Íslands 1983 og doktorspróf í hagsögu við London School of Economics and Political Science 1992. Kennari við MS og MR 1978-87, v/rannsóknir og útgáfustörf hjá Hagstofunni 1992-95 og rannsóknir og kennslu við HÍ 1995-98. Lektor í sagnfræði 1998 og dósent árið 2000. Forstöðumaður Sagnfræðistofnunar HÍ og ritstjóri Sögu, tímarits Sögufélags frá 1995. Maki er Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir og eiga þau tvö börn. Meira
28. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 178 orð | 2 myndir

Íbúarnir aðstoðaðir við að yfirgefa bygginguna

ELDUR kom upp í sjónvarpstæki í herbergi á þriðju hæð í dvalarheimilinu Kjarnalundi við Akureyri laust fyrir kl. 6 í gærmorgun. Maður sem í herberginu bjó komst út sjálfur. Alls eru 23 íbúðarherbergi á hæðinni, þar af eitt mannlaust. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 230 orð

Íhuga mína pólitísku stöðu

ÚRSLIT kosninganna á Ísafirði eru mikið áfall fyrir S-lista Samfylkingarinnar að mati Lárusar G. Valdimarssonar, oddviti listans. Hann segist þurfa að íhuga vandlega sína pólitísku stöðu í framhaldinu og áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð

Í samræmi við það sem stefnt var að

"VIÐ getum ekki verið annað en sátt. Við ætluðum alltaf að ná þremur mönnum inn og við náðum þremur. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Í sigurvímu í Mosfellsbæ

Mikill fögnuður braust út í herbúðum sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ þegar kosningasigur þeirra varð ljós og hreinn meirihluti tryggður. Hér eru efstu frambjóðendur listans blómum skrýddir og skælbrosandi yfir árangrinum, f.v. Meira
28. maí 2002 | Erlendar fréttir | 300 orð

Ísraelsher aftur inn í Betlehem

ÍSRAELSHER réðst á ný inn í Betlehem í gærmorgun og handtók tugi manna sem grunaðir eru um að hafa tengsl við hryðjuverkahópa. Þetta var í annað skipti á sólarhring sem Ísraelsher fór inn í Betlehem. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Kampakát í Snæfellsbæ

Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ voru kampakátir yfir að hafa haldið meirihluta sínum í bæjarstjórn, fjórum fulltrúum af sjö, þrátt fyrir að hafa misst einn fulltrúa frá síðustu kosningum. Þá buðu þrír listar fram en tveir nú. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð

Kemur á óvart að útkoman er ekki betri

"VIÐ héldum okkar því sem næst, reyndar slaknaði aðeins á fylginu en við erum ennþá með tvo bæjarfulltrúa. Meira
28. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 291 orð

Kemur sameiningarmönnum í opna skjöldu

FORMLEGAR viðræður fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um myndun meirihluta í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar hófust í gærkvöld, en fulltrúarnir hittust á óformlegum könnunarfundi á sunnudagskvöld. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Klukkur stilltar fyrir talningu

Þeir stilltu saman klukkur sínar þeir Pétur Sveinsson lögregluvarðstjóri og Eiríkur Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, upp á það hvenær talningarmenn í Ráðhúsinu skyldu lokaðir inni. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Klæddu sig í kjól og hvítt

MENN hafa mismikið við þegar þeir fara að kjósa. Sumir klæða sig í sitt fínasta púss en aðrir mæta bara í vinnugallanum. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Kosið á Ísafirði

SEX listar voru í kjöri á Ísafirði við sveitarstjórnarkosningarnar á laugardag. Þau Jónas Pétursson og Elín Valgeirsdóttir mættu snemma á kjörstað og voru meðal þeirra fyrstu til að greiða atkvæði að þessu... Meira
28. maí 2002 | Erlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Kreppa í Argentínu

EKKERT lát er á efnahagskreppunni í Argentínu eins og lýsir sér í því að atvinnuleysið í landinu er 25%, verðbólgan 21% og verð á brýnustu lífsnauðsynjum hefur hækkað um 35%. Hefur kaupmáttur launa ekki verið minni í 50 ár. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Leiðréttingum komið á framfæri

LÖGMAÐUR Margrétar Óskar Steindórsdóttur, sem kólumbískur hershöfðingi bendlaði við Írska lýðveldisherinn (IRA) er hann kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings fyrir um mánuði, segir að nú sé unnið að því að koma með formlegum hætti á framfæri við bandarísk... Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Leitað á talningarmönnum

Lögregluþjónar leituðu á öllum talningarmönnum í Ráðhúsinu í Reykjavík með málmleitartæki áður en þeir gengu inn í salinn þar sem atkvæðin voru talin. Þá voru m.a. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð | 2 myndir

Létust í bílslysi í Bandaríkjunum

ÍSLENSK feðgin létust í bílslysi í Bandaríkjunum aðfaranótt föstudags. Þau voru í fólksbíl sem skall framan á öðrum bíl skammt frá þjóðgarðinum í Miklagljúfri og létust þau samstundis. Hin látnu hétu Elín Rut Kristinsdóttir og Kristinn Þór Hansson. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð

Líkamsárás á Akranesi

19 ÁRA piltur réðst að tilefnislausu á karlmann á fimmtugsaldri á Akranesi aðfaranótt laugardags. Sló hann manninn í andlit og sparkaði í hann og lá maðurinn meðvitundarlaus eftir. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 142 orð

Margt sem lagðist á eitt

ÁRNI Magnússon, oddviti Framsóknarflokksins segir ekki hægt að útskýra fylgisaukningu listans með einföldum hætti. "Það er margt sem leggst á eitt. Okkur tókst vel til við uppstillingu á lista og höfðum mikið af ungu fólki með okkur. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 246 orð

Markmiðið náðist um forystu áfram

"ÉG er mjög ánægð með niðurstöðu þessarar kosningar. Sjálfstæðismenn halda öruggum meirihluta í Garðabæ. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Markmiðum náð

SAMFYLKINGIN fékk 39,7% atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa kjörna á Seltjarnarnesi. "Markmið okkar var að ná inn þremur mönnum og við náðum því svo við erum sátt," segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir, oddviti lista Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 174 orð

Máluð dökk mynd af fjárhagsstöðunni

"ÉG hefði gjarnan viljað fá fleiri atkvæði eins og flestir en ég er sáttur við niðurstöðuna. Við héldum meirihlutanum, töpuðum að vísu manni en Sjálfstæðisflokkurinn sótti á okkur með mjög harðri fjármálaumræðu. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 106 orð

Málþing um dauða og sorg í lífi barna

MÁLÞING Samtaka um líknandi meðferð á Íslandi, Nýrrar dögunar og Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, í Reykjavík, "Dauði og sorg í lífi barna". Hvernig getum við leiðbeint þeim? verður haldið í Bústaðakirkju 30. maí kl. 16 - 18. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 238 orð

Meirihlutaviðræður að komast á fullan skrið

VIÐRÆÐUR um myndun meirihluta í sveitarstjórnum eru hafnar um allt land í kjölfar kosninganna sem fram fóru á laugardag. Meira
28. maí 2002 | Akureyri og nágrenni | 564 orð | 2 myndir

Meirihluti B- og D-lista í burðarliðnum

VIÐRÆÐUR fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta á Akureyri ganga vel og er gert ráð fyrir að skrifað verði undir samning þar að lútandi síðar í vikunni. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 236 orð

Mikill munur kemur á óvart

"NIÐURSTÖÐUR kosninganna eru mjög mikil vonbrigði," segir Haukur Ómarsson, oddviti Sjálfstæðisflokks á Siglufirði. Flokkurinn fékk þrjá menn kjörna en hafði fjóra í síðustu kosningum og myndaði meirihluta í samstarfi með Framsóknarflokki. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Mikil vonbrigði

MAGNÚS Gunnarsson, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sagði það mikil vonbrigði að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks væri fallinn, en Samfylkingin fékk sex bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn fimm. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Miklar skemmdir unnar á neyðarskýli

MIKLAR skemmdir voru unnar á neyðarskýlinu á Hellisheiði um helgina. Á laugardag fékk lögreglan á Selfossi upplýsingar um að búið væri að brjóta þar rúður og skemma flest það sem hægt var að skemma. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 223 orð

Misstu fylgi unga fólksins

ÁSGEIR Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri Ólafsfjarðar og efsti maður á K-lista, framboði Sjálfstæðismanna og annarra framfarasinna í Ólafsfirði, segir ástæðu þess að listinn tapaði einum manni og þar með meirihlutanum yfir til Ó-lista margþætta. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 125 orð

Munurinn lítill en úrslitin vonbrigði

ADÓLF Guðmundsson, fyrsti maður á D-lista á Seyðisfirði, segir vissulega vonbrigði að hafa tapað fjórða manni af listanum yfir til Framsóknar og þar með meirihlutanum í bæjarstjórn. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð

Nafn féll niður Síðastliðinn laugardag 25.

Nafn féll niður Síðastliðinn laugardag 25. maí var ferming í Óháða söfnuðinum og fermdust þar fjórburar. Í tilkynningu í blaðinu féll niður eitt nafnið og er beðist velvirðingar á því. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 201 orð

Náð góðum árangri í rekstri

LISTI Sjálfstæðisflokksins og óháðra náði 56,1% atkvæða í kosningunum í Vesturbyggð og fékk fjóra menn kjörna. Þeir höfðu einnig fjóra menn á síðasta kjörtímabili, en nú hefur bæjarfulltrúum verið fækkað úr níu í sjö. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 110 orð

Niðurstaðan sár vonbrigði

FRIÐFINNUR Hermannsson, sem skipaði fyrsta sætið á lista Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Húsavíkurbæ, segir niðurstöðu kosninganna sár vonbrigði. "Við gerðum það sem við gátum. Ég er mjög ánægður með það starf sem við höfum unnið. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 216 orð

Níu atkvæði dæmd ógild

FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Borgarbyggð hyggst í dag eða á næstu dögum kæra úrslit sveitarstjórnarkosninganna á laugardag til sýslumanns. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Níu ára stúlka féll fram af klettum

NÍU ára stúlka féll fram af klettum og niður í fjöru við Krosshamra í Grafarvogi síðdegis á sunnudag. Alls var fallið um 10-12 metrar, þar af frjálst fall um 3-4 metrar, og hlaut stúlkan áverka á höfði, baki og vinstri handlegg. Skv. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 610 orð

Notkun geðlyfja ekki meiri en umfang vandans

SIGURÐUR Páll Pálsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, telur að heildarmagn geðdeyfðarlyfja sem notuð eru hér á landi sé ekki meira en umfang vandamálsins. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 87 orð

Nýtt fólk í öllum efstu sætum

FINNBOGI Rögnvaldsson, efsti maður á Borgarbyggðarlistanum - lista óháðra kjósenda, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir fylgistap L-lista ráðast meðal annars af því að allir menn séu nýir á lista. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 186 orð

Nýtt framboð hefur mikil áhrif

"NIÐURSTAÐAN er viðunandi fyrir okkur, þó að við hefðum kosið að fá meira fylgi," segir Þorbergur Níels Hauksson, efsti maður á lista Framsóknarfélags Fjarðabyggðar sem fékk tvo menn kjörna. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Óánægðir til Vinstri grænna

GÍSLI Gunnarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks í Skagafirði, segist þokkalega sáttur við niðurstöðu kosninganna þrátt fyrir verulegt fylgistap. Einungs níu atkvæði vantaði upp á að Sjálfstæðisflokkur kæmi inn fjórða manni. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 109 orð

Óánægjuáróður Samfylkingarinnar

INGUNN Guðmundsdóttir, oddviti D-lista Sjálfstæðismanna í Árborg, skýrir fylgistap listans þannig að Samfylkingin hafi verið með mikinn óánægjuáróður í garð sjálfstæðismanna, sem setið hafa í meirihluta með fulltrúum Framsóknar. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð

Óformlegar viðræður um meirihluta

FYLGI Framsóknarflokksins í Sveitarfélaginu Ölfusi er í sögulegu hámarki, a.m.k. í seinni tíð, segir Baldur Kristjánsson, oddviti B-listans. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Ótrúlegur sigur í Reykjavík

"ÞETTA er hreint ótrúlegur sigur. Þegar tvær stórar fylkingar takast á er mikil hætta á að aðrir klemmist á milli," sagði Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, um úrslitin í Reykjavík. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 186 orð

Óútskýranlegar niðurstöður

"VIÐ BJUGGUMST alls ekki við að missa meirihlutann," segir Skarphéðinn Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokks á Siglufirði sem hélt einum manni, en var í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokk á síðasta kjörtímabili. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 184 orð

Óvenju skarpar línur

"VIÐBRÖGÐIN eru eðlilega mjög góð. Mér skilst að það hafi verið um það bil 13% munur á milli D og Á," segir Guðmundur G. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 185 orð

Persónulegur sigur Ragnheiðar

"VIÐ erum ekki sátt við úrslit kosninganna. Við lækkuðum um eitt prósentustig frá síðustu kosningum og misstum þannig einn mann," segir Jónas Sigurðsson, oddviti G-lista Samfylkingar og vinstri grænna. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Pípuhlið lagað

HJÁ Vegagerðinni er mikið að gera þessa dagana því lagfæra þarf það sem aflaga hefur farið í snjómokstri vetrarins Þegar fréttaritari var á ferðinni fyrir ofan Víkurþorp var Jón Hjálmarsson starfsmaður hjá Vegagerðinni að sjóða saman pípuhlið sem í voru... Meira
28. maí 2002 | Erlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Prammi olli mannskæðu slysi

BJÖRGUNARSTÖRF hófust í gær að nýju í Arkansas-fljótinu í austurhluta Oklahoma í Bandaríkjunum en óttast er að 15-20 manns hafi farist þegar brú yfir fljótið brotnaði í tvennt og nokkur fjöldi bifreiða hrapaði í ána. Meira
28. maí 2002 | Miðopna | 1139 orð | 4 myndir

"Mjög tilfinningaþrungin stund"

Rifbeinsbrotinn fagnaði Haraldur Örn Ólafsson nýju heimsmeti á tindi Everest hinn 16. maí. Hann segist í samtali við Örlyg Stein Sigurjónsson hafa verið gjörsamlega þrotinn að kröftum er hann kom aftur niður í Suðurskarð og átti þar svefnlausa nótt í stormi og súrefnisskorti. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð

Renndum nokkuð blint í sjóinn

VIÐ erum sæmilega sáttir enda renndum við nokkuð blint í sjóinn með sameininguna," segir Davíð Sveinsson, oddviti L-lista. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Reyndi að aka yfir Hornafjarðarhöfn

GUNNAR Pálmi Pétursson torfæruökumaður gerði í gær tilraun til að aka á bíl sínum yfir höfnina í Hornafirði. Tilraunin mistókst og bíll Gunnars sökk þegar hann hafði ekið um helming leiðarinnar. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 151 orð

Réðust að lögreglu með grjótkasti og spörkum

AÐFARANÓTT laugardagsins 25. maí var gerður aðsúgur að tveimur lögreglumönnum sem voru við störf fyrir utan veitingastaðinn Búðarklett í Borgarnesi. Voru lögreglumennirnir grýttir en þeir vörðust með táragasi og kölluðu út liðsauka. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Rogast með atkvæðin

MIKILVÆGT er að öll atkvæði skili sér til talningarfólksins og þarf því að gæta þeirra vel. Hér ber lögreglumaður kjörkassa fulla af atkvæðaseðlum inn í Ráðhúsið í Reykjavík á... Meira
28. maí 2002 | Suðurnes | 41 orð

Rými með útgáfutónleika

HLJÓMSVEITIN Rými úr Keflavík mun halda útgáfutónleika á Gauki á Stöng í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 21. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 202 orð

Sameiginlegt átak gegn verslun með konur

Á FUNDI ráðherra jafnréttismála frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsþjóðunum hinn 15. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 250 orð

Sameining sveitarfélaga vanþakklátt verk

Í FJARÐABYGGÐ féll meirihluti Fjarðalistans. Fjarðalistinn missti 15,5% af fylgi sínu, fékk nú rúm 37% og fjóra menn kjörna en hafði sjö áður. Þess ber þó að geta að bæjarfulltrúum í Fjarðabyggð var fækkað úr 11 í 9 í þessum kosningum. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 179 orð

Samfylkingin getur vel við unað

"ÞETTA er þokkalegur árangur hjá Samfylkingunni í Kópavogi," sagði Flosi Eiríksson, fyrsti maður á lista Samfylkingingarinnar sem fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna. "Auðvitað hefðum við viljað að þetta gengi betur. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 1608 orð | 2 myndir

Samfylking styrkist en vonbrigði hjá vinstri grænum

Þegar kosningaúrslitin á landsvísu eru skoðuð kemur í ljós að stjórnarflokkarnir héldu sínu, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Samfylkingin styrkist heldur en úrslitin hljóta að vera vinstri grænum vonbrigði. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 176 orð

Samheldni flokksins skipti sköpum

FRAMSÓKNARMENN í Kópavogi eru mjög ánægðir með úrslit kosninganna að sögn Ómars Stefánssonar, þriðja manns á lista, en flokkurinn bætti við sig manni frá síðustu kosningum og fékk þrjá menn kjörna nú. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð

Samið um rekstur Hótel Valhallar

RÍKIÐ hefur samið við Elías V. Einarsson veitingamann um rekstur Hótel Valhallar á Þingvöllum í sumar. Samið var við Elías á grundvelli útboðs. Hótelið verður opnað 7. júní og rekið fram í september. Ríkið eignaðist Valhöll fyrr á þessu ári. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð

Samkvæmt markmiðum

HÖSKULDUR Heiðar Ásgeirsson, 1. sæti á lista Framsóknarflokks í Sandgerðisbæ, segist ánægður með úrslit kosninganna. Hann segir þau í samræmi við þau markmið sem B-listi hafi sett fyrir kosningabaráttuna. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Samvinna á kjörstað

AÐSTOÐ unga fólksins er iðulega vel þegin á kjörstað. Þau feðgin Sveinbjörn Steinþórsson og Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir hjálpuðust að við að koma atkvæðaseðlinum í kjörkassann og virtust bæði jafn áhugasöm. Meira
28. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 218 orð | 2 myndir

Sandkastalar og sjávarföll

ÞAÐ vantaði ekki byggingarefni né ímyndunarafl á Ylströndinni í Nauthólsvík á laugardag þar sem keppt var í sandkastalagerð. Öttu þar kappi sjö hópar sem voru hver öðrum frumlegri í vinnu sinni. Meira
28. maí 2002 | Erlendar fréttir | 370 orð

Segir FBI hafa hindrað hryðjuverkarannsókn

EMBÆTTISMENN í höfuðstöðvum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hindruðu rannsókn starfsmanna hennar í Minneapolis á máli Zacaris Moussaoui í ágúst þegar hann var í varðhaldi vegna meintra tengsla við hryðjuverkamenn, að sögn Coleen Rowley,... Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 291 orð

Segist hafa skilað öllum peningunum

EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar meintan fjárdrátt fyrrverandi endurskoðanda Tryggingarsjóðs lækna. Málið barst lögreglu að frumkvæði endurskoðandans sjálfs. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Sex bæjarfulltrúar óraunhæft markmið

"VIÐ héldum fimm bæjarfulltrúum," segir Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. "En það sem við erum óhress með er að við héldum að við fengjum meira fylgi í prósentum," segir hann en flokkurinn fékk 37,7% fylgi. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 289 orð

Sigur að fella meirihlutann

HELGI Seljan, oddviti Biðlistans í Fjarðabyggð, segir mikla ánægju innan flokksins með niðurstöður kosninganna, en Biðlistinn fékk einn mann kjörinn. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Sigurgeir fer á frívaktina

SIGURGEIR Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarneskaupstaðar, lætur senn af störfum hjá sveitarfélaginu, en hann hefur verið bæjarstjóri á Seltjarnarnesi í rúmlega 37 ár og í hreppsnefnd í rúmlega 40 ár. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 190 orð

Sigur vinstrimanna

Á SIGLUFIRÐI féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Siglufjarðarlistinn fékk 5 fulltrúa af 9, eða 46,8% atkvæða. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hálf-ókleifur múr

"ÉG get ekki verið annað en sáttur fyrir hönd B-listans í Garðabæ. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 165 orð

Sjálfstæðismönnum treyst til að fara með völd

"VIÐ sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi erum afskaplega ánægðir með þessa niðurstöðu," segir Jónmundur Guðmarsson, oddviti og bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 90 orð

Sjómaður fékk högg á andlitið

TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti á laugardagskvöld slasaðan sjómann um borð í Hólmaborg SU-11, sem var stödd um 65 sjómílur austur af Hornafirði. Maðurinn slasaðist í andliti og var færður á sjúkrahús í Reykjavík. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 228 orð

Skilaboð frá bæjarfélaginu til okkar

KRISTÍN G. Gestsdóttir, oddviti H-lista Kríunnar, samtaka óháðra og félagshyggjufólks, segist ósátt við niðurstöður kosninganna enda hafi fylgi listans minnkað til muna í þessum kosningum. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 120 orð

Skiptast á skin og skúrir

ÞAÐ skiptast á skin og skúrir í pólitík," segir Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti D-lista í sveitarfélaginu Ölfusi en hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í kosningunum á laugardag. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 242 orð

Skipulagsstofnun fellst á stækkun Norðuráls

SKIPULAGSSTOFNUN hefur fallist á fyrirhugaða stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga. Í úrskurði stofnunarinnar segir að með framleiðsluaukningu Norðuráls í allt að 300.000 tonn á ári, þurrhreinsun og vothreinsun á útblástur frá álverinu og förgun um 5. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Skipulögð og öflug kosningabarátta

ÁSMUNDUR Sverrir Pálsson, oddviti S-lista Samfylkingarinnar í Árborg, segist mjög sáttur við úrslit kosninganna, enda bæti Samfylkingin við sig einum manni, þrátt fyrir að vinstri menn hafi farið fram í tvennu lagi. Meira
28. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 275 orð

Skólahandbók á fjórum tungumálum

HLUTI af skólahandbók Fellaskóla hefur nú verið gefinn út á erlendum tungumálum; ensku, taílensku, serbó-króatísku og filippseysku. Handbókin er hluti af skólanámskrá Fellaskóla og þar er að finna almennar upplýsingar um skólastarfið og áherslur skólans. Meira
28. maí 2002 | Landsbyggðin | 66 orð | 1 mynd

Skólaslit Verkmenntaskóla Austurlands

VERKMENNTASKÓLA Austurlands í Neskaupstað var slitið við hátíðlega athöfn í Egilsbúð föstudaginn 24. maí. Meira
28. maí 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 150 orð

Skólastjóri og rekstrarstjóri ráðnir til Áslandsskóla

ÁSLANDSSKÓLI í Hafnarfirði hefur ráðið Skarphéðin Gunnarsson sem skólastjóra skólans og Árna Steinsson sem rekstrarstjóra. Meira
28. maí 2002 | Landsbyggðin | 371 orð

Skuldir á hvern íbúa nema 111 þúsund kr.

ÁRSREIKNINGUR Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2001 var samþykktur á fundi bæjarstjórnar nýverið. Á samstæðureikningi kemur fram að skatttekjur Árborgar námu 1.288 milljónum króna á árinu og aðrar tekjur stofnana 798 milljónum, samtals voru tekjur 2. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 179 orð

Slæmt að rödd umhverfissinna heyrist ekki

ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi, segir hræðsluáróður Samfylkingar og Framsóknarflokks hafa orðið til þess að lausafylgi fór til þessara tveggja flokka frekar en U-lista. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 160 orð

Snerist í baráttu tveggja flokka

"AUÐVITAÐ eru úrslitin vonbrigði fyrir okkur, en sigurinn er sá að það tókst að fella meirihlutann sem var stefnt að," segir Sigurbergur Árnason, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Hafnarfirði. "Þar lögðum við hönd á... Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Soroptimistar gefa fræðslumöppur

SOROPTIMISTAHREYFINGIN á Íslandi er hluti af alþjóðasamtökum kvenna í stjórnunar- og starfsgreinastéttum sem hafa að leiðarljósi hjálpar og þjónustustörf til að efla mannréttindi og stöðu kvenna. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 266 orð

Sparisjóður tekur 190 krónur en Íslandsbanki ekkert

VIÐSKIPTAVINIR Sparisjóðs Kópavogs þurfa að reiða fram 190 krónur til að fá afgreiðslu utan hefðbundins afgreiðslutíma. Í Landsbankanum er gjaldið 150 krónur og í Búnaðarbanka 120 kr. Meira
28. maí 2002 | Erlendar fréttir | 314 orð

Spádómar um verðhækkanir að rætast?

ÝMISLEGT bendir til að spádómar, um að upptaka evrunnar í tólf löndum Evrópusambandsins myndi valda verðhækkunum, hafi ræst. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 134 orð

Spjótum beint að Framsókn

EYÞÓR Elíasson, efsti maður á lista Framsóknarflokks í Austur Héraði, segir fylgistap B-lista að hluta til skýrast af því að minnihlutinn hefði kosið að beina gagnrýni sinni að Framsóknarflokki en ekki D-lista, samstarfsaðila í meirihluta. Meira
28. maí 2002 | Suðurnes | 190 orð

Starfrækja myndlistarsmiðju fyrir börn

FÉLAG myndlistarmanna í Reykjanesbæ leggur áherslu á að gera listina sýnilega í bæjarfélaginu. Í sumar er sumargallerí starfrækt, haldin námskeið fyrir börn og félagið hyggst taka virkan þátt í Ljósanótt í haust. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 157 orð

Stuðningsyfirlýsing við meirihlutann

HALLDÓR Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti D-lista, segir að úrslit kosninganna séu stuðningsyfirlýsing við núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hafi styrkt sig í sessi. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 152 orð

Stuðningur við verkefni sem listinn hefur unnið að

"VIÐ erum náttúrlega mjög ánægð með niðurstöðuna. Við aukum við fylgið, vorum með rétt rúm 30% í síðustu kosningum og erum nú með 38,2%," segir Halldóra Bergljót Jónsdóttir, oddviti D-lista sjálfstæðismanna í sveitarfélaginu Hornafirði. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 277 orð

Tilbúinn að verða bæjarstjóri

LÚÐVÍK Geirsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, segist vera stoltur af því að hafa fengið að leiða framboðslistann en Samfylkingin fékk 50,2% atkvæða og meirihluta í bæjarstjórninni. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 66 orð

Tími til kominn að hlustað verði á fólkið

"ÉG er mjög lukkulegur og þakklátur fyrir þessi úrslit," segir Gunnar Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna á Akranesi. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 608 orð | 1 mynd

Trúverðugt afl í augum kjósenda

"ÞETTA er stórkostlegur sigur í Reykjavík, en jafnframt hefur Samfylkingin fest rætur sínar tryggilega. Hún kemur fram sem þroskaður stjórnmálaflokkur sem er bersýnilega mjög trúverðugur í augum kjósenda. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 179 orð

Tveir menn játa líkamsárás í Hafnarstræti

TVEIR karlmenn, 20 og 23 ára gamlir, hafa játað að hafa ráðist á mann í Hafnarstræti í Reykjavík snemma á laugardagsmorgun. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 4. júní nk. Maðurinn sem ráðist var á er 22 ára, búsettur á landsbyggðinni. Skv. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 270 orð

Tölur F-listans voru óeðlilega lágar

EIRÍKUR Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að bilun í talningarvél hafi orsakað að F-listi var hlutfallslega lágur samkvæmt uppgefnum tölum fyrri hluta talningar, en sótti svo í sig veðrið svo um munaði seinni partinn. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð

Úrslitin kærð

"Við erum í þeirri sérkennilegu stöðu að vita ekki hver úrslitin eru. Það munar einu atkvæði og vafamál um túlkun á því hvort utankjörfundaratkvæði hafa verið gild. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð

Úrslitin stórsigur

LÚÐVÍK Bergvinsson, alþingismaður og efsti maður á Vestmannaeyjalistanum, segir aðspurður um niðurstöður kosninganna í Vestmannaeyjum að þær séu vitaskuld stórsigur, þar sem meirihluti sjálfstæðismanna til tólf ára hafi verið felldur. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 1353 orð

Úrslit í kosningum til hreppsnefnda

BRODDANESHREPPUR Aðalmenn: Sigurður Jónsson, Stóra Fjarðarhorni, Sigrún Magnúsdóttir, Þambárvöllum, Jón Stefánsson, Broddanesi, Unnur Þorgrímsdóttir, Broddadalsá, Gunnhildur Halldórsdóttir, Snartartungu. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð

Verðum að taka á fjármálunum

JÓNA Vilhelmína Héðinsdóttir, oddviti Ólafsfjarðarlistans, óháðs framboðs, var að vonum ánægð með sigurinn en Ó-listinn hlaut 56,3% atkvæða og fær því fjóra bæjarfulltrúa af sjö. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 817 orð

Viðræður hafnar víða um myndun meirihluta

MEIRIHLUTAVIÐRÆÐUR eða þreifingar um samstarf eru hafnar á milli flokka og framboðslista í fjölda sveitarfélaga um allt land í kjölfar sveitarstjórnakosninganna á laugardag. Í Kópavogi eru hafnar viðræður um myndun næsta meirihluta. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Viðskipta- og hagfræðideild HÍ fær bókagjöf

EINAR Benediktsson, fyrrum sendiherra, afhenti Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands bókagjöf fyrir skömmu. Meira
28. maí 2002 | Suðurnes | 742 orð | 1 mynd

Vill aukið samstarf bæjarfulltrúa

ÁRNI Sigfússon, sem verður næsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar eftir að Sjálfstæðisflokkurinn vann hreinan meirihluta í kosningunum um helgina vill virkja alla bæjarfulltrúa til vinnu fyrir íbúana. Því fagnar Jóhann Geirdal, efsti maður Samfylkingarinnar. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Vill stjórn minnihluta flokkanna

"VIÐ sjálfstæðismenn erum þokkalega sáttir við þessa niðurstöðu," segir Magni Kristjánsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð sem fékk 23,2% atkvæða og tvo menn kjörna. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 175 orð

Vinstrisveifla sýnir vilja til breytinga

ÞAÐ var svo mikið líf á skrifstofunni okkar á kjördag og okkur fannst sem allt gæti gerst," sagði Þorsteinn G. Hjartarson, oddviti S-lista, í samtali við Morgunblaðið. Síðast buðu vinstrimenn fram H-listann í Hveragerði og fengu þá 15,3% atkvæða. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð

Vissum að það yrði á brattann að sækja

SNORRI Styrkársson, efsti maður á Skagafjarðarlistanum, sem býður fram í Skagafirði, segir ljóst að erfið verkefni hafi blasað við listanum þegar hann kom inn í samstarf við Framsóknarflokk á miðju síðasta ári. Meira
28. maí 2002 | Erlendar fréttir | 390 orð | 2 myndir

Vísbending um sprengingu um borð

STERKIR hafstraumar torvelduðu í gær leitina að flugritum Boeing 747-200 þotu China Airlines sem fórst úti fyrir strönd Taívans á laugardaginn með 225 manns. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 182 orð

Vonbrigði að fá ekki meira fylgi

ODDVITI Framsóknarflokksins á Seyðisfirði, Jóhann P. Hansson, segir það vera vonbrigði að flokkurinn hafi ekki bætt við sig nema 12 atkvæðum frá síðustu kosningum en þá hrundi fylgið af flokknum. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 248 orð

Þing norrænna taugalækna og hjúkrunarfræðinga

33. ÞING norrænna taugalækna og 2. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 329 orð

Þrjátíu prósent nemendaaukning í HÍ frá 1997

ÁRSFUNDUR Háskóla Íslands fyrir árið 2001 var haldinn í Hátíðarsal Háskólans 21. maí síðastliðinn. Yfir hundrað gestir sátu fundinn og meðal þeirra var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra. Meira
28. maí 2002 | Innlendar fréttir | 74 orð

Þýðingarmikil og söguleg stund

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hélt til Ítalíu í gær á fund 19 þjóðarleiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og forseta Rússlands sem haldinn verður í Róm dag. Á fundinum verður undirritað samkomulag um nýtt samstarfsráð Rússlands og NATO. Meira

Ritstjórnargreinar

28. maí 2002 | Staksteinar | 369 orð | 2 myndir

Að loknum kosningum

Eftir því sem ég fæ séð, segir Björn Bjarnason, hefur aldrei fyrr komið til klofnings Sjálfstæðisflokksins vegna bæjar- eða borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Meira
28. maí 2002 | Leiðarar | 685 orð

Úrslit kosninganna

Úrslit bæjar- og sveitarstjórnakosninganna á laugardag eru að mörgu leyti athyglisverð, þótt ekki gefi þau til kynna sérstaka sveiflu í íslenskum stjórnmálum. Meira

Menning

28. maí 2002 | Leiklist | 697 orð

Borgarlíf

Höfundar: Benóný Ægisson og Bryndís Erla Hjálmarsdóttir. Leikstjóri: Harpa Arnardóttir. Hljóðstjórn: Hjörtur Svavarsson. Tæknimaður: Georg Magnússon. Leikarar: Björgvin Franz Gíslason, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Steinunn Knútsdóttir. Fimmtudagur 23. maí. Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Claudia Schiffer gifti sig

ÞÝSKA fyrirsætan Claudia Schiffer og enski kvikmyndaframleiðandinn Matthew Vaughn gengu í hjónaband síðastliðinn laugardag í miðaldakirkju nálægt sveitasetri brúðarinnar í Suffolk í Englandi. Meira
28. maí 2002 | Menningarlíf | 147 orð

Dagskráin í dag

Þriðjudagur 28. maí Kl. 20 - Borgarleikhúsið Recent Kronos-kvartettinn. Efnisskrá: Aleksandra Vrebalov / Pannonia Boundless; Rahul Dev Burman (úts. Osvaldo Golijov) / Aaj Ki Raat; Aníbal Troilo (úts. Meira
28. maí 2002 | Menningarlíf | 79 orð

Dönsk bókaveisla

Í TILEFNI af 130 ára afmæli Eymundsson verður opnuð í Pennanum-Eymundsson í Austurstræti "dönsk bókaveisla" í dag kl. 17. Þar verður m.a. Meira
28. maí 2002 | Menningarlíf | 69 orð

Fígúratífar myndir á Egilsstöðum

Á CAFÉ Nilsen á Egilsstöðum stendur yfir sýning Sigurrósar Stefánsdóttur myndlistarkonu. Á sýningunni eru myndir sem unnar eru með blandaðri tækni og einnig olíupastelmyndir. Myndirnar vísa til fólksins í landinu og eru fígúratífar með abstraktu ívafi. Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd

Fjögurra ára bið á enda

NÝJASTA hljómplata Lauryn Hill, MTV Unplugged 2.0 hefur selst vel og hlotið lof gagnrýnenda. Aðdáendur Hill hafa beðið plötunnar með óþreyju enda liðin fjögur ár frá því síðasta sólóplatan hennar, The Miseducation of Laryn Hill , kom út. Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 9 orð

* GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin Rými...

* GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin Rými frá Keflavík þriðjudagskvöld kl.... Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 1175 orð | 3 myndir

Gullpálminn í greipar Polanskis og Píanistans

"ÞETTA er mikill heiður fyrir mig en þó ekki aðeins mig heldur einnig pólsku þjóðina sem á stóran hluta í myndinni," sagði hinn pólski Roman Polanski, leikstjóri myndarinnar Píanistinn , sem á sunnudagskvöld var veittur Gullpálminn, æðstu... Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 175 orð | 2 myndir

Hetjur hryllingsmyndanna

Í DAG er væntanlegt sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar um bandaríska brjálæðinginn Patrick Bateman. Í American Psycho 2: All American Girl er Bateman þó kominn undir græna torfu, en það þýðir þó ekki að eitthvert lát verði á ofbeldisverkunum. Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Hlykkjuð heimstónlist

Nýjasta afurð þessa kærkomnu Listahátíðargesta. Meira
28. maí 2002 | Myndlist | 498 orð | 1 mynd

Kaldhæðið raunsæi og vel tenntir klónar

Sýningin er opin daglega frá kl. 10-17, miðvikudaga 10-19. Sýningin stendur til 2. júní. Meira
28. maí 2002 | Menningarlíf | 42 orð

Kirkjuleg sveifla

KÓRAR Bústaðakirkju og Laugarneskirkju halda tónleika í Bústaðakirkju kl. 20.30 í kvöld, þriðjudagskvöld. Flutt verður kirkjulega tónlist undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, ásamt hljómsveit og ýmsum einsöngvurum úr kórunum. Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Leigði gervihnattadisk til að horfa á Lakers

BANDARÍSKI kvikmyndaleikarinn Jack Nicholson, sem var í síðustu viku á kvikmyndahátíðinni í Cannes, eyddi jafnvirði 6,5 milljóna til að leigja sér gervihnattadisk svo hann gæti horft á leik L.A. Lakers og Sacramento Kings í úrslitakeppni NBA... Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Lettar hlutskarpastir

ÞAÐ VAR mikið um dýrðir í Tallinn í Eistlandi síðastliðið laugardagskvöld þegar árleg söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin með pomp og prakt. Meira
28. maí 2002 | Menningarlíf | 13 orð

Listasafn Íslands Harpa Þórsdóttir verður með...

Listasafn Íslands Harpa Þórsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Hin nýja sýn, kl.... Meira
28. maí 2002 | Leiklist | 283 orð

Ljúfur sápukúlusirkus

Pep Bou og Luis Beviá. Laugardagur 25. maí 2002. Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Maradona meinað að fara til Japans

DIEGO Maradona, sem eitt sinn var álitinn besti knattspyrnumaður heims, fékk ekki vegabréfsáritun til Japans þar sem hann ætlaði að fylgjast með úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Ástæðan er sú að hann hefur fengið dóma vegna fíkniefnamisferlis. Meira
28. maí 2002 | Menningarlíf | 243 orð | 1 mynd

Nýr vefur og samstarfssamningur

AFMÆLISDAGS Gunnars Gunnarssonar var minnst með viðhöfn í Skriðuklaustri hinn 18. maí, er hann átti 113 ára fæðingarafmæli. Börn Helga Gíslasonar og Gróu Björnsdóttur á Helgafelli gáfu Gunnarsstofnun bókasafn föður síns sem lést árið 2000. Meira
28. maí 2002 | Menningarlíf | 112 orð

Sinfóníetta Bjarkar

NÝLEGA er komin út á Spáni bókin Sinfóníetta Bjarkar (Sinfonietta Björk, útg. Libros del Innombrable í Zaragoza) eftir Raúl Herrero og er þetta önnur bókin í flokki eftir hann sem nefnist Ciclo del 9, en ætlunin er að bækurnar verði níu. Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Síðasti söngurinn í skóginum

Í DAG verða síðustu sýningar á söngleiknum Söngurinn í skóginum í flutningi barnakórsins Heimsljósin í Tjarnarbíói. Söngleikurinn var frumsýndur fyrir helgi og er hann byggður á ævintýri frá Víetnam. Meira
28. maí 2002 | Menningarlíf | 1209 orð | 1 mynd

Sígaunarnir frá Clejani

SÍGAUNASVEITIN Taraf de Haidouks hefur svo sannarlega slegið í gegn hér á landi líkt og annars staðar í Vestur-Evrópu og víða um heim reyndar. Meira
28. maí 2002 | Tónlist | 240 orð | 1 mynd

Snilld

Maxim Vengerov lék verk eftir J.S. Bach, Shchedrin og Ysaye. Mánudagurinn 27. maí 2002. Meira
28. maí 2002 | Menningarlíf | 39 orð

Sýning á útskriftarverkum

NÚ stendur yfir vorsýning á verkum útskriftarnemenda Iðnskólans í Hafnarfirði. Plast, gler, málmur og tré eru meðal þess efniviðar sem nemendur nota við listsköpunina. Sýningin er opin v.d. frá kl. 10-17, um helgar kl. 13-18 og stendur til 3.... Meira
28. maí 2002 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Þarf ekkert að skammast sín

BANDARÍSKA söngkonan Madonna fer þessa dagana með aðalhlutverkið í leikritinu Up For Grabs eftir Ástralann David Williamson á West End í Lundúnum. Meira

Umræðan

28. maí 2002 | Aðsent efni | 616 orð | 3 myndir

Binding koldíoxíðs með landgræðslu á árunum 1990-2000

Binding kolefnis fylgir sjálfkrafa, segir Andrés Arnalds, öllu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Meira
28. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 221 orð

Blaðburðarbörnum sýnt óréttlæti

ÞANNIG er mál með vexti að blaðburðarbörn sem bera út Fréttablaðið eiga mjög erfitt með að fá greidd laun og þannig hefur það verið núna í vetur. Sonur minn hefur borið út Fréttablaðið í vetur og hafa launagreiðslur gengið á afturfótum hjá blaðinu. Meira
28. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 378 orð

Eiga heiður skilinn HINIR svokölluðu sértrúarsöfnuðir...

Eiga heiður skilinn HINIR svokölluðu sértrúarsöfnuðir eiga heiður skilinn fyrir að leiða margan villuráfandi sauðinn á rétta braut. Og þar á ég við óreglu- og afbrotafólk sem snúið hefur við blaðinu fyrir þeirra tilstuðlan. Meira
28. maí 2002 | Aðsent efni | 659 orð | 1 mynd

Ekki fréttir Morgunblaðsins

Fréttaflutningur allur er með þvílíkum ólíkindum, segir Björn Leifsson, að ekki er hægt að láta því ósvarað. Meira
28. maí 2002 | Aðsent efni | 922 orð | 1 mynd

Gyðingar Gyðinganna

Það er hörmulegt, segir Ólafur Mixa, að þurfa að horfa á þessa afkáralegu afmyndun réttlætis. Meira
28. maí 2002 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Íslenskukennsla erlendis

Á annað þúsund stúdentar, segir Úlfar Bragason, nema íslensku við erlenda háskóla árlega. Meira
28. maí 2002 | Aðsent efni | 736 orð | 1 mynd

Jákvæð og neikvæð trú og trúleysi

Til eru rök, segir Carlos Ferrer, sem hjartað eða sálin greinir. Meira
28. maí 2002 | Aðsent efni | 699 orð | 1 mynd

Karlmenn í Kennaraháskólann

Engin rök eru í raun fyrir öðru, segir Ingvar Sigurgeirsson, en að störf kennara og þroskaþjálfa eigi að höfða jafnt til karla og kvenna. Meira
28. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 564 orð

Meira um Ungfrú Ísland.is

HINN 17. maí sl. birtist bréf frá Jóni Ómari Árnasyni vegna skrifa minna í Morgunblaðið hinn 20. apríl sl. Mig langar til þess að leiðrétta þann misskilning hjá Jóni að ég haldi því fram að mín skoðun á fegurð sé "hið almenna fegurðarskyn". Meira
28. maí 2002 | Aðsent efni | 556 orð | 1 mynd

Munnheilsa

Endurgreiðsla sjúkratrygginga vegna tannlækninga barna og unglinga er með þeim hætti, segir Þórarinn J. Sigurðsson, að efnaminni fjölskyldur hafa vart ráð á því að börnin þeirra fái viðunandi tannlæknisþjónustu. Meira
28. maí 2002 | Bréf til blaðsins | 295 orð

Pólarnir

Á STALÍNSTÍMANUM varð til sá siður að kenna ýmis mannvirki við fallnar hetjur. Okkur Reykvíkingum birtist þetta með þeim hætti að togarar bæjarútgerðarinnar hétu nöfnum genginna borgarstjóra. Meira
28. maí 2002 | Aðsent efni | 953 orð | 1 mynd

"Gættu þín - þú talar of mikið"

Amnesty International hefur um margra ára skeið, segir Delphine Roch, stutt talsmenn mannréttinda og réttmætt starf þeirra með ýmsum hætti. Meira
28. maí 2002 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Sjón er sögu ríkari

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá fyrirtækinu LaserSjón, sem rituð er í nafni allra starfsmanna fyrirtækisins. Starfsmennirnir eru: Þórður Sverrisson augnlæknir, Eiríkur Þorgeirsson augnlæknir, Dan Öhman sérfræðingur í augnsjúkdómum, Kristján Þórðarson augnlæknir, Örn Sveinsson augnlæknir, Eva María Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, Gunnur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, Auður Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og Sif Knudsen sjúkraliði. Meira
28. maí 2002 | Aðsent efni | 245 orð | 1 mynd

Sögulegur kosningasigur

Góður árangur Samfylkingarinnar, segir Björgvin G. Sigurðsson, gefur tóninn fyrir kosningarnar á næsta ári. Meira

Minningargreinar

28. maí 2002 | Minningargreinar | 2601 orð | 1 mynd

GUÐRÚN LILJA GÍSLADÓTTIR

Guðrún Lilja Gísladóttir var fædd á Hellissandi á Snæfellsnesi 23. júlí 1909. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjánsína Bjarnadóttir verkakona og Gísli Árnason skútusjómaður. Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2002 | Minningargreinar | 1175 orð | 1 mynd

HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR

Hulda Guðmundsdóttir fæddist á Svalbarðseyri við Eyjafjörð 27. mars 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 18. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2002 | Minningargreinar | 4423 orð | 1 mynd

ÓSKAR G. JÓNSSON

Óskar Georg Jónsson fæddist í Reykjavík 2. janúar 1951. Hann lést af slysförum 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jón Sigurður Ólafsson skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, f. 7. okt. 1919, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2002 | Minningargreinar | 5934 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR

Ragnheiður Þórðardóttir fæddist á Akranesi 22. ágúst 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Emilía Þorsteinsdóttir og Þórður Ásmundsson útgerðarmaður, Grund, Akranesi. Meira  Kaupa minningabók
28. maí 2002 | Minningargreinar | 786 orð | 1 mynd

SÓLVEIG MAGNEA GUÐJÓNSDÓTTIR

Sólveig Magnea Guðjónsdóttir fæddist á Þúfu í Vestur-Landeyjum 18. ágúst 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi sunnudaginn 19. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 530 orð | 1 mynd

1.553 milljóna tap af reglulegri starfsemi Flugleiða

AFKOMA af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga fyrir skatta batnaði um 745 milljónir króna á fyrsta ársfjórðingi 2002 frá sama tímabili árið áður. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 728 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 50 30 36...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 50 30 36 904 32,980 Grálúða 170 100 153 1,422 218,045 Gullkarfi 99 30 66 24,980 1,642,719 Hlýri 200 80 120 2,083 250,182 Keila 76 46 59 5,299 310,156 Langa 170 20 123 14,028 1,723,694 Langlúra 105 60 92 5,772 532,067 Lifur 20... Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 153 orð

Aukinn hagnaður

HAGNAÐUR af rekstri Fiskmarkaðs Íslands hf. fyrstu þrjá mánuði ársins var 34,8 milljónir króna á tímabilinu en var 23,7 milljónir fyrir sama tímabil árið á undan. Velta félagsins var 149,2 milljónir króna. Hinn 31. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Dreifing ehf. lækkar verð

Dreifing ehf. er að lækka nánast allar vörur sínar um 3-7%. Lækkanirnar munu taka gildi jafnóðum og nýjar vörusendingar koma til landsins á hagstæðara gengi. Þessar lækkanir eru þegar byrjaðar að skila sér til viðskiptavina. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 290 orð

Farþegum Flugleiða fækkaði um 23,7% í apríl

HÆRRA hlutfall farþega á leið til Íslands og frá Íslandi og minnkandi umsvif á Norður-Atlantshafsmarkaðnum einkenndi millilandaflug Flugleiða í aprílmánuði og á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2002. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 374 orð

Hagnaður Granda 575 milljónir króna

HAGNAÐUR Granda hf. og dótturfyrirtækis þess, Faxamjöls hf., á fyrstu 3 mánuðum ársins 2002 nam 575 milljónum króna, en á sama tíma árið 2001 var hagnaðurinn 68 milljónir króna. Rekstrartekjur samstæðunnar á tímabilinu námu 1. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 162 orð

Landsafl með hagnað

REKSTRARTEKJUR Landsafls á fyrsta fjórðungi ársins námu samtals 174 millj.kr og hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld nam 92 millj.kr. Að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts er hagnaður tímabilsins 101 millj.kr. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Landsvirkjun og Origo undirrita samstarfssamning

Landsvirkjun og Origo ehf., dótturfyrirtæki TölvuMynda hf., hafa undirritað samstarfssamning um þróun og uppsetningu á nýju vefsvæði Landsvirkjunar og vefumsjónarkerfinu WebMaster. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Námstefna um verkefnastjórnun í fjármálafyrirtækjum

Verkefnastjórnunarfélag Íslands heldur námstefnu miðvikudaginn 29. maí á Hótel Loftleiðum undir yfirskriftinni Verkefnastjórnun í fjármálafyrirtækjum. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 299 orð

Norski markaðurinn tengist SAXESS

KAUPHÖLLIN í Ósló hefur tengst SAXESS-viðskiptakerfinu sem er notað af Verðbréfaþingi Íslands auk kauphallanna í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi en allar kauphallirnar eru aðilar að NOREX-samstarfinu. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Nýtt símanúmer Íslandsbanka

ÍSLANDSBANKI hefur fengið nýtt aðalnúmer, 440 4000. Nýja símanúmerið veitir aðgang að þjónustuveri bankans og skiptiborði. Í einu númeri má því sækja alla bankaþjónustu og ná sambandi við hvaða starfsmann bankans sem er. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 494 orð | 1 mynd

Síldarvinnslan eignast 29% hlut í SR-mjöli

SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaupstað keypti í gær hlutabréf í SR-mjöli hf. að nafnverði tæplega 298 milljónir króna. Er eignarhlutur Síldarvinnslunnar í SR-mjöli nú 29% eða 358 milljónir króna að nafnvirði. Eignarhlutur Síldarvinnslunnar í SR-mjöli hf. Meira
28. maí 2002 | Viðskiptafréttir | 247 orð

SR-mjöl hagnast um hálfan milljarð á fyrsta ársfjórðungi

HAGNAÐUR af rekstri samstæðu SR-mjöls hf. nam 500 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2002. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og áhrif hlutdeildarfélaga nam 587 milljónum króna. Meira

Daglegt líf

28. maí 2002 | Neytendur | 165 orð | 1 mynd

15% kynningarafsláttur af Moltu

VEITTUR verður 15% kynningarafsláttur af Moltu og Pottamoltu fram til 10. júní hjá endurvinnslustöðvum Sorpu, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Pokinn af Moltu kostar 900 krónur með afslætti og pokinn af Pottamoltu 1.000 krónur. Meira
28. maí 2002 | Neytendur | 838 orð | 1 mynd

Alvarleg vanræksla sögð á börnum í bílum

ALVARLEG vanræksla er á börnum í bílum á Íslandi, segir Herdís Storgaard framkvæmdastjóri Árvekni, en nýleg könnun á öryggi barna í bílum leiðir í ljós að 10,3% barna eru laus í bílnum og 13% einungis í bílbeltum, þótt þau eigi að vera í annars konar... Meira

Fastir þættir

28. maí 2002 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. maí, er fimmtugur Gunnar Jóakimsson, Unnarbraut 30, Seltjarnarnesi . Af því tilefni taka Gunnar og Sólveig Þórhallsdóttir, eiginkona hans, á móti ættingjum og vinum á heimili sínu milli kl 17 og 19 í... Meira
28. maí 2002 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 28. maí, verður sjötug Þórunn K. Jónsdóttir. Þórunn og fjölskylda hennar taka á móti gestum í Félagsheimili KR við Frostaskjól, laugardaginn 1. júní nk. á milli kl. 18 og... Meira
28. maí 2002 | Dagbók | 25 orð

ALÞINGISRÍMUR

Söng í ránum, rumdi grimm Rán á óðum mari; löng í trjánum dundi dimm duna' á góðu fari. Þvoði úðinn öldujó, eimvél rámri knúin gnoðin prúð um svalan sjó sveimaði' und ámum... Meira
28. maí 2002 | Dagbók | 394 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir djákni. Meira
28. maí 2002 | Fastir þættir | 67 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Dregið á ný í Bikarkeppni BSÍ 2002 Af ýmsum óviðráðanlegum ástæðum varð að draga að nýju í bikarkeppninni og er taflan endanleg á þessa leið: Kristinn Þórisson - Skeljungur Stefán Sveinbjörns.- Þröstur Árnas. Guðm. Meira
28. maí 2002 | Fastir þættir | 447 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

STÓRSVEIT Norðurlands eystra vann Kjördæmamót BSÍ, sem fram fór á Egilsstöðum fyrir rúmri viku. Hvert kjördæmi tefldi fram fjórum liðum og voru spilaðar sjö umfeðir af 16 spila leikjum. Norðurland eystra hlaut 471 stig, eða 16,82 stig að jafnaði úr leik. Meira
28. maí 2002 | Fastir þættir | 82 orð

Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri...

Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning í Hraunseli í Flatahrauni 3 tvisvar í viku á þriðjudögum og föstudögum. Mæting kl. 13:30 Spilað var 21.maí, urðu úrslit þessi: Þórarinn Árnas. - Sigtryggur Ellertss. Meira
28. maí 2002 | Fastir þættir | 103 orð

Félag eldri borgara í Kópavogi Mjög...

Félag eldri borgara í Kópavogi Mjög góð þátttaka er hjá eldri borgurum í Kópavogi. Þriðjudaginn 21. maí mættu 26 pör og spilaður var Michell. Lokastaða efstu para í N/S: Eysteinn Einarss. - Guðlaugur Sveinsson 364 Anna Jónsdóttir - Sigurrós Sigurðard. Meira
28. maí 2002 | Fastir þættir | 470 orð

Gæðingamót Fáks haldið á Víðivöllum Gígja...

Gæðingamót Fáks haldið á Víðivöllum Gígja frá Auðsholtshjáleigu, kn.: Atli Guðmundsson, 8,81/8,95 Víkar frá Torfastöðum, kn.: Tómas Ragnarsson, 8,53/8,61 Bylur frá Skáney, kn.: Sigurbjörn Bárðarson, 8,50/8,61 Stjarni frá Dalsmynni, kn. Meira
28. maí 2002 | Dagbók | 897 orð

(Hebr. 3, 13.)

Í dag er þriðjudagur 28. maí, 148. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Enginn skapaður hlutur er honum hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum vér reikningsskil að gjöra. Meira
28. maí 2002 | Dagbók | 49 orð | 1 mynd

Kirkjuleg sveifla í Bústaðakirkju

KIRKJULEG sveifla að sumri 2002 verður í Bústaðakirkju í kvöld, 28. maí, kl. 20:30. Kórar Bústaðakirkju og Laugarneskirkju flytja létta kirkjulega tónlist undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, ásamt hljómsveit og ýmsum einsöngvurum úr kórunum. Meira
28. maí 2002 | Viðhorf | 842 orð

Neitendasamtökin

Þó svo útkoman væri ekki fyllilega í samræmi við væntingar okkar neita ég því að kjósendur hafi hafnað okkur. Við erum þvert á móti hinir raunverulegu sigurvegarar þessara kosninga... Meira
28. maí 2002 | Fastir þættir | 751 orð | 5 myndir

O-feðgarnir allsráðandi hjá Fáki

Með sanni má segja að andi þeirra feðga Orra frá Þúfu og föður hans, Oturs frá Sauðárkróki, hafi svifið yfir vötnum á hestamóti Fáks um helgina. Niðjar þeirra voru aðsópsmiklir í spennandi baráttu um efstu sætin þar sem Valdimar Kristinsson skemmti sér vel ásamt fjölda annarra hestamanna. Meira
28. maí 2002 | Fastir þættir | 188 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. Rf3 Bg7 5. 0-0 0-0 6. c4 d6 7. Rc3 Ra6 8. d5 Bd7 9. Be3 c6 10. Hc1 Rg4 11. Bd2 e5 12. dxe6 Bxe6 13. b3 h6 14. Ra4 De7 15. Bc3 Re5 16. He1 Had8 17. Dc2 Df7 18. Rb2 Rc5 19. Rxe5 Bxe5 20. b4 Bxc3 21. Dxc3 Re4 22. De3 g5 23. Meira
28. maí 2002 | Fastir þættir | 125 orð

Sumarbrids 20 pör spiluðu Mitchell og...

Sumarbrids 20 pör spiluðu Mitchell og var svo spiluð sveitakeppni á eftir eins og venjulega, mikið fjör og allir í stuði. Úrslit í tvímenningnum: Meðalskor 216 NS Óskar Sigurðss. - Sigurður Steingrímss. 263 Villi jr - Hermann Lárusson 259 Eggert Bergss. Meira
28. maí 2002 | Fastir þættir | 430 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hafði ánægju af flutningi á tónverkinu Hrafnagaldri Óðins í Laugardalshöll síðastliðinn föstudag. Þetta nýstárlega en áheyrilega verk er tvímælalaust rós í hnappagat Listahátíðar í Reykjavík, sem hvatti til sköpunarinnar. Meira

Íþróttir

28. maí 2002 | Íþróttir | 575 orð

Ánægður með stig á útivelli

"ÉG er ánægður með að við sýndum styrk annan leikinn í röð og komum okkur inn í leikinn eftir að hafa lent undir," sagði Framarinn Þorbjörn Atli Sveinsson eftir leikinn. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 483 orð | 2 myndir

Átta mörk á Akureyri

ÞAÐ var kalt og blautt á Akureyrarvelli þegar Þórsarar tóku á móti FH á kjördag en leikmenn brugðust vel við og yljuðu áhorfendum með fallegum mörkum. Sennilega verður erfitt að finna sambærilegan fyrri hálfleik á spjöldum sögunnar því skoruð voru sjö mörk og mörg þeirra gullfalleg. Staðan í leikhléi var 3:4 en Þórsarar jöfnuðu í seinni hálfleik og úrslitin 4:4. Með þessu stigi tókst Þór að halda sér meðal toppliðanna. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 407 orð | 1 mynd

* BJÖRGVIN Sigurbergsson hafnaði í 40.

* BJÖRGVIN Sigurbergsson hafnaði í 40.-44. sæti á atvinnumannamóti í golfi sem fram fór í Portúgal . Björgvin lék samtals á 8 höggum yfir pari og var einn af 50 kylfingum sem komust áfram eftir tvo hringi af þremur. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 618 orð | 1 mynd

Boston og Lakers í sögubækurnar

BOSTON Celtics og Los Angeles Lakers, tvö mestu stórveldin í sögu NBA-deildarinnar, skráðu enn síður í sögubækurnar með ótrúlegum endasprettum í heimaleikjum sínum um helgina. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 116 orð

Calum ekki með ÍA?

STUÐNINGSMENN ÍA verða að bíða enn um sinn eftir því að Calum Þór Bett, leiki með Íslandsmeistaraliðinu, og verður hann ekki með liðinu gegn Grindavík á morgun. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Coca-Cola mót FH Haldið í Kaplakrika...

Coca-Cola mót FH Haldið í Kaplakrika laugardaginn 25. maí. Sleggjukast drengja: Bergur I. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 175 orð

Cotterill til Stoke

STEVE Cotterill var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Íslendingafélagsins Stoke City, í stað Guðjóns Þórðarsonar, til þriggja ára. Hann tók til starfa strax í gær og hóf undirbúning fyrir komandi keppnistímabil þar sem Stoke leikur á ný í 1. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 991 orð | 1 mynd

Coulthard hafði betur í götubardaganum

DAVID Coulthard vann fyrsta sigur McLaren-liðsins á árinu með einstaklega yfirveguðum og góðum akstri í 60. Mónakókappakstrinum. Hafði betur í miklum "götubardaga" við Michael Schumacher hjá Ferrari og Juan Pablo Montoya hjá BMW.Williams. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 233 orð

Eftirminnilegur fyrri hálfleikur

Sigurður Jónsson, þjálfari FH, var sáttur við það hvernig lið hans brást við í stöðunni 3:1 en hann var hins vegar svekktur yfir því að hafa ekki farið heim með öll stigin. "Þetta var mjög fjörugur leikur. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 484 orð

Ekki góð tilfinning að vinna í Eyjum

KJARTAN Másson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með stigin þrjú í leiknum en sagði það ekki góða tilfinningu að vinna í Eyjum, enda er Kjartan Eyjamaður sjálfur og þjálfaði lið ÍBV á árum áður. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

EM *SÆNSKA félagið Borås, þar sem...

EM *SÆNSKA félagið Borås, þar sem Íslendingar skipa veglegan sess, lagði franska liðið Maison Alfort í Evrópukeppni félagsliða í júdó um helgina og er komið áfram í keppninni. Sænska lið vann 9-5 eftir að hafa verið 5-2 yfir eftir fyrri umferðina. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Evrópukeppnin, C-deild, í Lúxemborg: Lúxemborg -...

Evrópukeppnin, C-deild, í Lúxemborg: Lúxemborg - Ísland 1:3 20:25, 21:25, 25:21, 16:25 Ísland - Malta 3:0 25:14, 25:14, 25:13 *Lúxemborg sigraði Kýpur í gær og varð því í þriðja sæti á betra hrinuhlutfalli en Ísland. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 649 orð

Framarar sóttu aftur stig á Suðurnesin

GRINDVÍKINGAR gengu súrir af leikvelli eftir 1:1 jafntefli á móti Frömurum í Grindavík á laugardaginn í tilþrifalitlum og vægast sagt leiðinlegum leik. Grindvíkingar, sem spáð var Íslandsmeistaratitlinum á kaffifundi fyrir mótið, náðu sér aldrei á flug og hafa langt í frá verið sannfærandi í fyrstu tveimur umferðunum en Framarar geta vel við unað. Þeir hafa uppskorið tvö stig í heimsóknum sínum suður með sjó sem ættu að geta orðið gott veganesti fyrir komandi leiki. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 199 orð

Frábær árangur hjá Cotterill

STEVE Cotterill, sem í gær var ráðinn knattspyrnustjóri Stoke City, er aðeins 37 ára gamall en hefur þó þegar talsverða reynslu af þjálfun. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 96 orð

Grindavík í UEFAkeppnina?

GRINDVÍKINGAR eiga möguleika á að komast í undankeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu á grundvelli háttvísi en Grindavík er ásamt 16 öðrum liðum í potti sem dregið verður úr í dag um tvö sæti í keppninni. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 154 orð

Guðbjörg frá í 6-8 vikur

GUÐBJÖRG Gunnarsdóttir, markvörður kvennaliðs FH í knattspyrnu, meiddist illa á öxl í leik liðsins við KR í úrvalsdeildinni á laugardaginn. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 49 orð | 1 mynd

Götuhjólreiðar Sunnudagsmorguninn 25.

Götuhjólreiðar Sunnudagsmorguninn 25. maí var haldin tímakeppni í götuhjólreiðum á Krísuvíkurvegi sunnan Hafnarfjarðar á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

Hefðum getað stolið stigunum

"MEÐ allri virðingu fyrir Fylkismönnum þá hefðum við getað stolið öllum þremur stigunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, eftir leikinn. Hann var þó þokkalega ánægður með eitt stig. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Helgi Dan með vallarmet í Eyjum

HELGI Dan Steinsson, Golfklúbbi Suðurnesja, var kampakátur eftir að hann hafði sett vallarmet í Vestmannaeyjum, var sigurvegari í fyrsta stigamóti sumarsins. Helgi lék á 201 höggi, sem er níu högg undir pari. Síðasta hringinn lék hann á 63 höggum, sem er einnig vallarmet - sjö undir pari. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Héðinn til liðs við Fram

HÉÐINN Gilsson handknattleiksmaður er genginn til liðs við Fram frá FH-ingum og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Safamýrarliðið. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

Íslenska mótaröðin Golfkortsmótið Golfvöllurinn í Eyjum,...

Íslenska mótaröðin Golfkortsmótið Golfvöllurinn í Eyjum, par 70. Helgi Dan Steinsson, GS 201 (-9) 67-71-63 Sigurpáll Geir Sveinsson, GA 210 Ómar Halldórsson, GA 213 Heiðar Davíð Bragason, GKj 215 Kristinn Árnason, GR 215 Guðmundur R. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

* JÓHANN Þórhallsson varð fyrsti leikmaður...

* JÓHANN Þórhallsson varð fyrsti leikmaður Þórs til að skora þrennu í efstu deild karla í knattspyrnu í 17 ár, eða síðan Halldór Áskelsson skoraði 5 mörk í 6:1 sigri Þórsara á FH þann 14. september 1985. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 11 orð

KNATTSPYRNA Símadeild karla: Laugardalsvöllur:Fram - ÍBV...

KNATTSPYRNA Símadeild karla: Laugardalsvöllur:Fram - ÍBV 19.15 1. deild kvenna A: Þróttarvöllur:Þróttur R. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 142 orð

Kolbotn vann toppslaginn

KOLBOTN, lið Katrínar Jónsdóttur, vann Asker, 4:1, í toppslag norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 47 orð

Leikið við Frakka

ÍSLENSKA 21-árs landsliðið í knattspyrnu karla mætir Frökkum í vináttulandsleik í Frakklandi og verður leikið 20. eða 21. ágúst. Þetta verður undirbúningsleikur beggja þjóða fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 167 orð

Leikur kvöldsins

Fram - ÍBV Laugardalsvelli 28. maí kl. 19.15. *Fram og ÍBV hafa mæst 58 sinnum á Íslandsmótinu frá upphafi, frá því Fram vann fyrsta leik liðanna árið 1926 á Melavellinum, 2:1. Þá léku Eyjamenn reyndar undir nafninu KV. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 324 orð

Lítil skemmtun í Kópavogi

Leikur Breiðabliks og ÍR í 1. deildinni fór þokkalega af stað, en síðan fjaraði undan og liðin skildu jöfn án þess að þeim tækist að skora. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 785 orð | 1 mynd

María varði vítaspyrnu

MARÍA B. Ágústsdóttir markvörður Stjörnunnar sá til þess að Valsstúlkur kæmust ekki úr Garðabænum nema með eitt stig á sunnudaginn, 1:1. Gestirnir frá Hlíðarenda voru mun meira með knöttinn, en þeir áttu í erfiðleikum með að koma honum fram hjá Maríu, sem varði m.a. vítaspyrnu í leiknum. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 520 orð | 1 mynd

* NEIL McGowan , skoski knattspyrnumaðurinn...

* NEIL McGowan , skoski knattspyrnumaðurinn sem er genginn til liðs við KA , var ekki í leikmannahópnum þegar liðið mætti Fylki á laugardaginn. Leikheimild fyrir hann barst á síðustu stundu á föstudeginum. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 138 orð

ÓL-umsóknin kostar 50 milljónir

BORGIR sem hyggjast sækja um að halda Ólympíuleika munu frá og með umsóknum fyrir vetrarleikana 2010 þurfa að greiða sem nemur um 50 milljónum króna til Alþjóðaólympíunefndarinnar. Frá þessu var skýrt um helgina á fundi í Malasíu. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Óvænt í Eyjum

EYJASTÚLKUR tóku á móti stöllum sínum frá Grindavík í annarri umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu í Eyjum á sunnudag. Óhætt er að segja að óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós því gestirnir úr Grindavík sigruðu baráttusnauðar Eyjastúlkur, 0:1. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 277 orð | 2 myndir

"Náðum okkar helstu markmiðum í Belgíu"

"ÞETTA var mjög vel heppnað mót, frá mínum bæjardyrum séð. Við verðum að þora að spila æfingaleiki þótt við séum ekki með fullskipað lið. Það sem skiptir mestu máli er að vita hvert skuli stefna og mikilvægast er að vinna þá leiki sem skipta mestu máli," sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, við Morgunblaðið í gær. Íslenska landsliðið sigraði Svía en tapaði fyrir Dönum og Júgóslövum á alþjóðlegu móti í Belgíu um helgina. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 278 orð

"Þurfum að spila meira til að eiga möguleika"

KVENNALANDSLIÐ Íslands í handknattleik hafnaði í neðsta sæti á alþjóðlega mótinu sem lauk á Kanaríeyjum. Eftir skell gegn Spáni í fyrsta leiknum á föstudag töpuðu íslensku stúlkurnar fyrir Svíum í mun betri leik á laugardaginn, 31:26, og síðan fyrir Portúgal, 26:23, á sunnudaginn. Spánverjar unnu alla sína leiki og urðu í efsta sæti mótsins. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 526 orð | 1 mynd

* ROBBIE Fowler tryggði Englandi jafntefli,...

* ROBBIE Fowler tryggði Englandi jafntefli, 2:2, gegn Kamerún í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Kobe í Japan á sunnudag. Fowler jafnaði með skalla á síðustu mínútu leiksins. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 385 orð | 1 mynd

Sanngjarn sigur Keflvíkinga

Eyjamenn tóku á móti Keflavík í annarri umferð Íslandsmótsins í Eyjum á laugardag. Fyrir leikinn höfðu bæði lið eitt stig í farteskinu og upphafsmínútur leiksins gáfu til kynna að bæði lið ætluðu sér að fara með sigur af hólmi í viðureigninni. En áhugi Keflvíkinga á stigunum þremur var meiri í leiknum og uppskáru þeir eins og þeir sáðu og unnu Eyjamenn verðskuldað, 1:2. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 447 orð

Setjum stefnuna á úrvalsdeildina

GUNNAR Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke City, flutti eftirfarandi ávarp á blaðamannafundinum á Britannia Stadium í gær og það birtist um leið á heimasíðu félagsins: "Ég vil bjóða Steve Cotterill velkominn til Stoke City. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 457 orð | 1 mynd

Símadeild karla Fylkir - KA 1:1...

Símadeild karla Fylkir - KA 1:1 Þór - FH 4:4 Grindavík - Fram 1:1 ÍBV - Keflavík 1:2 Staðan: Fylkir 21104:14 KR 21105:34 Þór 21105:44 Keflavík 21103:24 Grindavík 20203:32 Fram 20202:22 KA 20202:22 ÍBV 20112:31 FH 20114:71 ÍA 20021:40 Markahæstir: Jóhann... Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 225 orð

Strákarnir gátu sigrað en urðu neðstir í Belgíu

NEÐSTA sæti varð hlutskipti íslenska piltalandsliðsins í handknattleik í undanriðli Evrópumóts 20 ára liða sem fram fór í Belgíu um helgina. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 267 orð

Tap fyrir Dönum og Júgóslövum

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Svíum á föstudagskvöldið og tapaði tveimur seinni leikjum sínum á alþjóðlega mótinu í Belgíu. Fyrir Dönum á laugardaginn, 32:26, og fyrir Júgóslövum á sunnudaginn, 29:25. Með þetta veganesti fór liðið til Grikklands í gærkvöld en þar spilar það tvívegis við heimamenn, æfingaleik í kvöld og fullgildan landsleik annað kvöld, og nú hafa landsliðsmennirnir fimm sem spila í Þýskalandi bæst í hópinn. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 552 orð

Tilþrifalaust í Árbænum

FYLKISMENN tylltu sér á topp Símadeildar karla í knattspyrnu á laugardag með því að gera jafntefli, 1:1, við KA á í Árbænum í afskaplega bragðdaufum leik þar sem áhorfendur nutu lítils annars en veðurblíðunnar. Árbæingar náðu því ekki að fylgja eftir góðri byrjun á Íslandsmótinu og áttu í stökustu vandræðum með að brjóta KA-menn á bak aftur sem virtust vera komnir í bæinn til þess að spila upp á jafntefli. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 116 orð

Tíu mörk Ólafs sem varð í 5.-6. sæti

ÓLAFUR Stefánsson, leikmaður Magdeburg, varð í 5.-6. sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, sem lauk á laugardaginn. Ólafur skoraði þá 10 mörk þegar Magdeburg gerði jafntefli við Solingen, 30:30, á útivelli. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 546 orð | 1 mynd

Tryggvi skellti Lyn

TRYGGVI Guðmundsson og félagar hans í Stabæk kjöldrógu efsta lið deildarinnar, Lyn, á heimavelli sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld og skoraði Eyjamaðurinn eitt af fimm mörkum liðsins. Lyn heldur samt sem áður efsta sætinu, með 21 stig að loknum 9 umferðum. Molde er í öðru sæti með 17 stig en lítið skilur á milli í næstu lið, Odd-Grenland, Stabæk og Viking. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 317 orð

Tvö mörk Sumarliða

VÍKINGAR sluppu með skrekkinn á sunnudaginn þegar Stjörnumenn sóttu þá heim í Fossvoginn. Gestirnir úr Garðabænum fengu fleiri færi en markahrókurinn Sumarliði Árnason gaf lítið fyrir það og skoraði bæði mörk Víkinga í 2:1 sigri, sem skilar þeim í efsta sæti deildarinnar. Um 700 áhorfendur mættu í Fossvoginn og komu sér þægilega fyrir í nýrri stúku Víkinga. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 231 orð

Wislander kvaddi með 10. titli Kiel

KIEL tryggði sér þýska meistaratitilinn í handknattleik í 10. skipti á laugardaginn með útisigri á Flensburg, 26:24, í æsispennandi leik. Kiel varð að sigra til að verða meistari, annars hefði titillinn hafnað hjá Nordhorn á markatölu. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 91 orð

Zidane meiddur

FRANSKI landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane mun ekki taka þátt í fyrstu tveimur leikjum franska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu þar sem hann meiddist í undirbúningsleik gegn Suður-Kóreu á sunnudag. Zidane var skipt út af á 39. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 419 orð

Þjálfari Fylkis ekki ánægður

Ég er engan veginn ánægður með eitt stig úr þessum leik. Þeir fá eitt færi í leiknum og skora úr því. Það er mjög sárt að tapa svoleiðis," sagði Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis, eftir jafnteflið við KA. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 234 orð

Þorvaldur Már sá um Sindra

NÝLIÐARNIR í 1. deild karla í knattspyrnu áttust við á Hornafirði í gærkvöld og þar náðu leikmenn Aftureldingar úr Mosfellsbæ að landa fyrsta sigri sínum á leiktíðinni, með minnsta mun, 1:0. Afturelding er því enn ósigruð á leiktíðinni en liðið gerði jafntefli við Val í fyrstu umferði á heimavelli sínum. Sindramenn hafa hinsvegar tapað báðum viðureignum sínum það sem af er með minnsta mun og liðinu hefur ekki enn tekist að skora mark. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 416 orð | 1 mynd

Þýskaland 1.

Þýskaland 1. deild - lokaumferð: Flensburg - Kiel 24:26 Göppingen - Eisenach 25:25 Essen - Wetzlar 27:28 Wallau/Massenheim - Willst. Meira
28. maí 2002 | Íþróttir | 344 orð

Öruggt hjá Þrótti

ÞRÓTTUR vann öruggan 2:0 sigur á nýliðum Hauka í 1. deildinni á sunnudaginn. Bæði mörkin gerðu Þróttarar í fyrri hálfleik, sem var bráðfjörugur, en hvorugu liðinu tókst að skora eftir hlé. Meira

Fasteignablað

28. maí 2002 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Áklæði

Áklæði gera mikið fyrir húsgögnin okkar. Áklæðið á þessum stól er frá Borås og má panta það hjá... Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Danskur eikarskápur

Þetta er danskur turnbuffetskápur úr eik, hann er frá því um 1918 og kostar 194 þúsund krónur hjá Antik... Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 870 orð | 1 mynd

Dælurnar frá Grundfos höfum við þekkt lengi

ER það virkilega svo að það sé þjóðum fjötur um fót að eiga ríkuleg verðmæti í jörðu, svo sem málma, þó gull sé eða silfur? Þetta kemur upp í hugann þegar ekið er eftir stórvirki Dana, Stórabeltisbrúnni. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Falleg efni

Þessi fallegu efni eru frá Borås og eru fáanleg hjá... Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 368 orð | 1 mynd

Félagslegu eignaríbúðirnar koma hreyfingu á markaðinn

ALÞINGI samþykkti nýlega breytingar á húsnæðisslöggjöfinni, sem gera ráð fyrir, að eigendur félagslegra eignaríbúða geti selt þær á frjálsum markaði. Að mati fasteignasala má gera ráð fyrir, að álitlegur fjöldi þessara íbúða komi af þessum sökum í sölu. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 1622 orð | 4 myndir

Fríkirkjuvegur 3

Húsið er stílhreint og fallegt, segir Freyja Jónsdóttir. Skrautlisti er á öllum hliðum hússins og miklir skrautlistar eru í loftum á stofunni. Rósettur eru víða í herbergjunum. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Gamlar dýrmætar dúkkur

Ýmsir safna gömlum og dýrmætum dúkkum. Antik Kuriosa er með dúkkur frá liðnum tíma, bæði þýskar og franskar, sumar eru orðnar 100 ára. Þær kosta á bilinu frá 7.900 kr. og upp í 98... Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 47 orð | 1 mynd

Glæsilegt sófasett

Þetta glæsilega sófasett er úr gegnheilu mahóní og er frá því um 1910. Það er klætt með silkidamaski og þykir alveg einstakt í sinni röð. Það kostar 595 þúsund krónur í Antik Kuriosa. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Handmálað postulín og kristalsdropar

Þessi fallega ljósakróna er handmáluð og með kristalsdropum. Hún kostar 220 þúsund krónur hjá Antik... Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 158 orð | 2 myndir

Hverfisgata 45

Reykjavík - Húseign Söngskólans í Reykjavík við Hverfisgötu 45 er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðnum og Eignamiðluninni. Húsið er 448 ferm. alls, byggt 1914, en er í mjög góðu ástandi. Ásett verð er 50 millj. kr. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 646 orð | 1 mynd

Hver nýtur vaxta fasteignaveðbréfa frá fyrsta vaxtadegi?

SÁ algengi misskilningur ríkir að Íbúðalánasjóður njóti þeirra vaxta sem falla á fasteignaveðbréf frá fyrsta vaxtadegi þar til þeim er skipt út fyrir húsbréf. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 226 orð | 1 mynd

Íbúðar- og frístundabyggð á suðurenda Hríseyjar

HJÁ Hríseyjarhreppi eru nú til úthlutunar lóðir samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir íbúðar- og frístundabyggð á suðurenda Hríseyjar. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 121 orð | 2 myndir

Kínverskt teppi

KÍNA á sér merka listasögu sem birtist í teppum eins og öðrum handmunum þaðan. Kínversk teppi hafa allt öðruvísi stíl en önnur austurlensk teppi. Kínversk teppi eru öll gerð á vefnaðarvinnustöðvum og ákveðin mynstur eru gerð í öllum stærðum og litum. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 1034 orð | 5 myndir

Klaustrið átti að vera mun stærra

Við Ölduslóð í Hafnarfirði stendur klausturbygging Karmelreglunnar sem vekur sérstaka athygli þar sem hún er mjög frábrugðin hinum hefðbundnu íbúðarhúsum í götunni. Perla Torfadóttir ræðir við móður Agnesi, príorinnu reglunnar, um sögu byggingarinnar og upphaf reglunnar á Íslandi. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 684 orð | 1 mynd

Lízt afar vel á svæðið

FYRSTA einbýlishúsið er þegar risið í hinu nýja byggingahverfi í austurhluta Grafarholts og stendur það við Gvendargeisla 34. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 203 orð | 1 mynd

Ný verslun með ljós og lýsingarbúnað

Studiolux, ný verslun með ljós og lýsingarbúnað, var opnuð fyrir skömmu að Laugavegi 176. Eigendur eru þau Gunnar Viggósson og Elsa K. Elísdóttir. Þau leggja áherslu á heildarlausnir jafnt innanhúss sem utan fyrir heimili, verslanir og skrifstofur. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Prestamynd Karólínu

Prestamynd þessi eftir Karólínu Lárusdóttur kostar 325 þúsund krónur hjá Antik... Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 1075 orð | 5 myndir

Sérbýlið einkennir nýjar íbúðir við Gvendargeisla

Mikil uppbygging er hafin í austurhluta Grafarholts. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúðir, sem Ágúst Friðgeirsson byggingameistari byggir við Gvendargeisla. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Skjaldbökur

Handgerðar skjaldbökur frá Mexíkó, þær fást hjá Gafa Gallery og kostar frá 5.600... Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 971 orð | 2 myndir

Skjólmyndun í görðum

Hér á landi er mikið rætt um veður og er það ekki að ástæðulausu því samkvæmt mælingum er Ísland eitt vindasamasta land heims. Logn er því veður sem varir stutt og öll sólbaðsiðkun háð því að finna eða skapa skjólgóða staði. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 271 orð | 2 myndir

Suðurhlíð 38

Reykjavík - Fasteignasalan Kjöreign hefur fengið í einkasölu íbúðir er Gígant ehf. hefur hafið byggingu á í Suðurhlíðum Reykjavíkur. Um er að ræða tvö aðskilin hús og verða íbúðirnar alls 45 af misjöfnum stærðum. Í kjallara verða lokuð stæði og geymslur. Meira
28. maí 2002 | Fasteignablað | 632 orð | 2 myndir

Vaxandi áhugi á fasteignum á Spáni

MARGIR Íslendingar sækjast eftir fasteignum á Spáni. Að sögn Ólafs B. Blöndal hjá fasteign.is fer þess áhugi nú vaxandi og fær hann í hverjum mánuði margar fyrirspurnir frá fólki, sem dreymir um að eignast hús eða íbúð á góðum stað í sólarlandinu Spáni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.