Greinar sunnudaginn 7. júlí 2002

Forsíða

7. júlí 2002 | Forsíða | 44 orð | 1 mynd

Flóð í Manila

FILIPPEYSKUR drengur situr á brunahana á fjölfarinni götu í Manila þar sem nokkrar götur lokuðust í gær vegna flóða eftir nokkurra daga úrhelli. Meira
7. júlí 2002 | Forsíða | 125 orð

Mannfall meðal þorpsbúa viðurkennt

HER Bandaríkjanna viðurkenndi í fyrsta sinn í gær að mannfall hefði orðið meðal óbreyttra borgara í árás bandarískra flugvéla á þorp í Uruzgan-héraði í Afganistan á sunnudag. Meira
7. júlí 2002 | Forsíða | 307 orð | 1 mynd

Varaforseti Afganistans myrtur í Kabúl

TVEIR menn, vopnaðir Kalashnikov-rifflum, myrtu Haji Abdul Qadir, varaforseta og ráðherra í stjórn Afganistans, í bíl nálægt skrifstofu hans í Kabúl í gærmorgun. Bílstjóri varaforsetans beið einnig bana en árásarmennirnir komust undan. Meira
7. júlí 2002 | Forsíða | 205 orð

Vilja senda menn til Mars

EMBÆTTISMENN í Rússlandi hafa kynnt metnaðarfull áform um að senda geimfara til Mars í samstarfi við önnur ríki fyrir árið 2015. Meira

Fréttir

7. júlí 2002 | Landsbyggðin | 207 orð | 1 mynd

300 manns á opnunardegi

"SAUÐFÉ í sögu þjóðar" er heiti á sýningu sem opnuð hefur verið í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð. Á sýningunni getur að líta muni og minjar frá sauðfjárbúskap á Ströndum fyrr og nú. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 190 orð

375 skráðu sig úr þjóðkirkjunni

BREYTINGAR á trúfélagsskráningu í þjóðskrá voru 664 fyrstu sex mánuði ársins, en þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þessar breytingar svara til þess að 0,2 prósent landsmanna hafi skipt um trúfélag. Meira
7. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 167 orð

* AFGANSKIR embættismenn segja að um...

* AFGANSKIR embættismenn segja að um 48 manns hafi beðið bana og yfir hundrað særst í sprengjuárás bandarískra herflugvéla á afganskt þorp á sunnudag. Að sögn Afgana voru gestir í trúlofunarveislu á meðal þeirra sem urðu fyrir árásinni. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 235 orð

Auglýsingar um fellihýsi brutu gegn samkeppnislögum

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur bannað Seglagerðinni Ægi að birta auglýsingar með ýmsum fullyrðingum um fellihýsi og tjaldvagna sem taldar eru ósannaðar og villandi og brjóta því gegn ákvæðum samkeppnislaga. Fyrirtækið notaði m.a. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 199 orð

Árni Johnsen dæmdur í 15 mánaða...

Árni Johnsen dæmdur í 15 mánaða fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í vikunni Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismann, í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðssvik. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 165 orð

*ÁÆTLAÐ er að um 1.

*ÁÆTLAÐ er að um 1.700 Íslendingar muni greinast árlega með krabbamein árið 2020 en í dag greinast að meðaltali um 1.000 manns. Tilfelli meðal karla aukast hraðar eða um 82% en meðal kvenna er spáð 62% aukningu. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 308 orð

Bóluefni fyrir 18 mánaða börn uppurið

BÓLUEFNIÐ MMR, sem öll 18 mánaða börn eru bólusett með, er uppurið í landinu en efnið ver börn gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Búið að veiða ríflega þriðjung karfakvótans

ÚTHAFSKARFAVEIÐI hefur gengið ágætlega en samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu í gærmorgun var búið að veiða rúmlega 14.000 tonn innan svæðis. Höfrungur III var með mestan afla eða rúm 1.600 tonn. Heildarkvótinn innan svæðis er tæplega 35 þúsund tonn. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Bæta tengingu úr Grafarholti og Grafarvogi

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri opnuðu formlega á föstudag ný mislæg gatnamót Hringvegar og Víkurvegar. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 173 orð

Einn hlaupinn uppi en annar króaður af

TVEIR ökumenn reyndu að komast undan lögreglu í fyrrinótt en voru báðir gómaðir. Að öðru leyti var næturvaktin hjá lögreglunni í Reykjavík tíðindalaus að mestu. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 73 orð

Enn haldið sofandi í öndunarvél

ÁTTA ára íslenskri stúlku, sem slasaðist í umferðarslysi í Danmörku á föstudag, er enn haldið sofandi í öndunarvél. Í gær fengust þær upplýsingar hjá sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn að læknar ætluðu að reyna að vekja hana á mánudag. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ferðaþjónustan Reykjanesi við Ísafjarðardjúp opnuð

FERÐAÞJÓNUSTAN á Reykjanesinu við Ísafjarðadjúp hefur verið opnuð. Þar verður boðið upp á fjölbreyttan gistimáta, þ.e. uppábúið rúm, svefnpoka, flatsæng, íbúðarleigu og tjaldstæði. Veitingar verða fjölbreyttar, t.d. Meira
7. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 259 orð

Flugslys yfir Þýskalandi kostaði 71 lífið...

Flugslys yfir Þýskalandi kostaði 71 lífið SJÖTÍU og einn maður fórst þegar tvær stórar þotur skullu saman á flugi yfir Suður-Þýskalandi á mánudagskvöld. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 845 orð | 1 mynd

Franskan sameinar okkur

Stéphane Aubergy er fæddur árið 1973 í Búrgundí í Frakklandi. Hann lauk stúdentsprófi árið 1992 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur árið 1996 frá viðskiptaskóla í Chalon-sur-Saône. Hann vann í viðskiptadeild Franska sendiráðsins vorið 1995. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

Greitt upp á allra næstu dögum

LANDSPÍTALI - háskólasjúkrahús er byrjaður að greiða það sem hann skuldar birgjum innan Samtaka verslunarinnar - FÍS. Nema skuldirnar a.m.k. 520 milljónum króna án dráttarvaxta. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 79 orð

Gönguferðir við Öskju

HINN 10. júlí eru liðin 95 ár frá hvarfi Walter Von Knebel og Max Rudloff við Öskjuvatn. Slysfarirnar í Öskju vöktu mikla athygli jafnt innan lands sem utan og komu fram ýmsar getgátur um hvarf þeirra félaga. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 662 orð

Hafa ekki forgang á Fokker 50-vélum

FÉLAGSDÓMUR hefur sýknað Samtök atvinnulífsins vegna Flugleiða hf. og Flugfélags Íslands hf. og flugmenn Flugfélags Íslands hf. af kröfu hóps yngstu flugmanna Flugleiða hf. sem sagt var upp haustið 2001 um að flugmenn Flugleiða hf. Meira
7. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 1230 orð | 2 myndir

Hong Kong berst við hnignun og framtíðin ótrygg

Lífskjör hafa versnað í Hong Kong og svartsýni ríkir um framtíðina, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Ekki bætir úr skák að fulltrúar kommúnista í Peking virðast ekki ætla að standa við loforð um að koma á lýðræðislega kjörinni borgarstjórn. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 327 orð

Íhuga að kæra brot á EES-samningnum

VIÐRÆÐUR unglækna við ríkið liggja niðri í bili, en fundur félagsins með Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, á dögunum skilaði litlu, að sögn Odds Steinarssonar, formanns félags unglækna. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

JÓN GUÐMUNDSSON

JÓN Guðmundsson útgerðarmaður lést á heimili sínu 1. júlí sl., 73 ára að aldri. Hann fæddist 15. maí árið 1929 að Hvammi í Landssveit. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson bóndi og Steinunn Gissurardóttir. Jón ólst upp að Hvammi. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Katrín Hall skipuð listdansstjóri

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Katrínu Hall í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins til fimm ára frá 1. ágúst 2002 að telja. Með nýjum reglum um starfsemi Íslenska dansflokksins nr. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 201 orð

Keppt í ökuleikni á bílum og hjólum

Í TENGSLUM við umferðarátak Sjóvár-Almennra og Bindindisfélags ökumanna eru þessir aðilar með hjólreiðakeppni fyrir 9 ára krakka og eldri, Go-kart leikni fyrir 12 ára og eldri og fyrir þá sem eru komnir með ökuleyfi mun verða boðið upp á Ökuleikni, þar... Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Landsmóti hestamanna lýkur í dag

LANDSMÓTI hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði lýkur í dag. Fyrirfram var reiknað með þátttöku um þúsund hrossa á mótinu en fjöldi gesta á svæðinu var um 7.500 manns aðfaranótt laugardags, að sögn mótshaldara. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Lenti í vandræðum á sama staðnum

Bandaríkjamaðurinn Bruce Lindbloom hefur tvisvar hjólað hringinn á Íslandi á tveimur árum, sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema að hann hefur lent í vandræðum í bæði skiptin á nákvæmlega sama stað. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Lífsfögnuður í Viðeyjarkirkju

LÍFSFÖGNUÐUR er þema messunnar sem fer fram í Viðeyjarkirkju í dag og hefst kl. 14, en sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson predikar. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 43 orð

Margir á faraldsfæti

FJÖLMARGIR hafa verið á faraldsfæti um helgina. Á hádegi í gær hafði umferðin gengið stórslysalaust fyrir sig. Hátíðarhöldin fóru víðast hvar vel fram. Mikil stemning var á Ísafirði þar sem harmonikkuunnendur koma saman. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 78 orð

Meistarafyrirlestur í eðlisfræði þéttefnis

ÞRIÐJUDAGINN 9. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Mótmæla lengingu skólaársins

ÞEIR Einar Aðalsteinsson og Grétar Karl Arason, nemendur í Hlíðaskóla í Reykjavík, afhentu í gær menntamálaráðherra, Tómasi Inga Olrich, mótmælaskjal með um 1200 undirskriftum þar sem því er mótmælt að skólaárið verði lengt enn frekar í grunnskólum... Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð

Mótmælir gjaldskrárhækkunum Íslandspósts

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands mótmælir harðlega nýlegum gjaldskrárhækkunum Íslandspósts, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Nokkur þúsund manns á svæðinu

MIKILL fjöldi manns er samankominn á Færeyskum dögum sem haldnir eru í Ólafsvík um helgina. Að sögn lögreglunnar á Ólafsvík voru á að giska 4 þúsund manns á svæðinu í gærmorgun. Meira
7. júlí 2002 | Landsbyggðin | 94 orð

Nýr bæjarstjóri Árborgar til starfa

GENGIÐ hefur verið frá ráðningarsamningi við Einar Njálsson, bæjarstjóra í Árborg, og kemur hann til starfa 22. júlí. Samningurinn var samþykktur í bæjarráði Árborgar 4. júlí og verður síðan staðfestur á aukabæjarstjórnarfundi 17. júlí. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Nýr ritstjóri Stúdentablaðsins

STJÓRN Stúdentaráðs Háskóla Íslands tók fyrir skemmstu einróma ákvörðun um að ráða Eggert Þór Aðalsteinsson ritstjóra Stúdentablaðsins starfsárið 2002-2003. Eggert er 26 ára sagnfræðinemi og hefur mikla reynslu af útgáfumálum. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 131 orð

Nýr sendir Norðurljósa í Eyjum

NORÐURLJÓS hafa látið koma fyrir nýjum sendi í Vestmannaeyjum sem mun stórauka gæði útsendinga Stöðvar 2. Sendirinn var notaður í tilraunaskyni fyrir Sýn á meðan HM í knattspyrnu stóð yfir og þykir hafa tekist vel til. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 158 orð

Óbirt æskukvæði Stephans G. í nýrri ævisögu

ÁÐUR óbirt æskukvæði eftir Stephan G. Stephansson skáld verða meðal efnis í fyrra bindi ævisögu skáldsins sem Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur vinnur að og kemur út hjá Bjarti í haust. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð

Rangt nafn Rangt var farið með...

Rangt nafn Rangt var farið með nafn lögreglukonunnar sem var á mynd á baksíðu Morgunblaðsins í gær. Hún heitir Dubravka Laufey Miljevic. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 239 orð

Saga Film og Flugleiðir sýknuð af kröfum leikara

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Saga Film hf. og Flugleiðir af bótakröfu Rúriks Haraldssonar leikara vegna lesturs þess síðastnefnda í auglýsingu sem Saga Film gerði fyrir Flugleiðir. Verulegur ágreiningur var um málsatvik. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 228 orð

Sjúkrabíll í hörðum árekstri

SJÚKRABÍLL, sem ekið var með forgangsljósum, og pallbíll skullu harkalega saman norður af Borgarnesi um klukkan níu í gærmorgun. Pallbíllinn valt og hlaut ökumaður hans höfuðhögg en þeir sem voru í sjúkrabílnum slösuðust ekki við áreksturinn. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 799 orð | 1 mynd

Skapa ný tækifæri í sjálfsþurftarbúskap

NÝAFSTAÐIÐ er á Egilsstöðum málþing um smávirkjanir. Það var haldið að tilstuðlan Landssambands raforkubænda og Félags áhugamanna um litlar vatnsaflsvirkjanir á Austurlandi. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Skot í Laxá á Ásum

Laxveiði glæddist töluvert í Laxá á Ásum í lok vikunnar, en veiði hafði verið afskaplega slök í þessari dýrustu og frægustu laxveiðiá landsins frá því að veiði hófst um miðjan júní. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 399 orð

Staðfestir úrskurð um að fella byggingarleyfi úr gildi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 14. desember sl. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 77 orð

Styður starfsemi sparisjóða á Íslandi

Á FUNDI Evrópusambands sparisjóða, sem haldinn var í Reykjavík á föstudag, var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir óskoruðum stuðningi við starfsemi sparisjóðanna á Íslandi og því mikilvæga hlutverki sem þeir hafa fyrir land og þjóð, eins og segir í... Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sýningarnar í Þjóðmenningarhúsinu vel sóttar

Þrjár sýningar eru nú í gangi í Þjóðmenningarhúsinu. Fyrst ber að nefna sýningu Þjóðminjasafns á ljósmyndum úr svonefndum Fox-leiðangri sem eru með elstu myndum sem teknar voru á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 176 orð

Tekur sæti í verðlagsnefnd búvara á ný

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur tilkynnt þátttöku í störfum verðlagsnefndar búvara en ASÍ tók þá ákvörðun árið 1996 að hætta þátttöku í starfi nefndarinnar. Að sögn Halldórs G. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 468 orð

Tekur tillit til ábendinga umboðsmanns

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur farið yfir álit umboðsmanns Alþingis og mun taka tillit til ábendinga, sem fram koma í áliti hans, en í því segir að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hafi verið vanhæfur til að staðfesta, að beiðni vegamálastjóra, áform... Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 451 orð

Tölvupóstur innihélt ekki trúnaðarupplýsingar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fyrirtæki í Reykjavík til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum tæplega 800.000 krónur vegna launa sem starfsmaðurinn átti inni vegna vangoldinna launa í uppsagnarfresti. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 472 orð

Útsöluverð lækkar um 8,4%

FLESTAR bókaverslanir hafa nú lækkað útsöluverð á innfluttum bókum um 8,4% en Alþingi samþykkti á vorþingi lækkun á virðisaukaskattinum úr 24,5% í 14% í kjölfar ráðgefandi álits frá EFTA-dómstólnum á mismunandi skattlagningu á bókum hér á landi. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 258 orð

VG vill lausn á fjárhagsvanda sveitarfélaga

FLOKKSRÁÐ Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sendi nýverið frá sér ályktun um fjárhagsvanda sveitarstjórnanna í landinu. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 491 orð

Vilja breytta skipan á prófastsdæmum

HÉRAÐSFUNDUR Reykjavíkurprófastsdæmis eystra var haldinn í Breiðholtskirkju fyrir skömmu. Á fundinum var m.a. fjallað um tillögur biskupafundar um breytingar á prófastsdæmaskipan á höfuðborgarsvæðinu. Meira
7. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

Þríþraut Norðurmjólkur á Húsavík

LAUGARDAGINN 13. júlí nk. verður haldin þríþraut á Húsavík í fyrsta sinn í tengslum við Mærudaga, en þeir verða haldnir 11. til 14. júlí n.k Einn af hápunktum hátíðarinnar er þríþrautin. Í boði er heil eða hálf þríþraut. Meira

Ritstjórnargreinar

7. júlí 2002 | Leiðarar | 275 orð

7.

7. Meira
7. júlí 2002 | Leiðarar | 3358 orð | 1 mynd

Reykjavíkurbréf

Í nýjasta tölublaði bandaríska viðskiptatímaritsins Bus inessWeek , sem er eitt virtasta tímarit, sem gefið er út þar í landi um viðskiptamál, ásamt Fortune og Forbes , birtist athyglisverð forystugrein um eignarhald á fjölmiðlum í Bandaríkjunum. Meira
7. júlí 2002 | Leiðarar | 474 orð

Umferðin og banaslys

Þær upplýsingar, sem fram koma í nýrri skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarmála, eru afar athyglisverðar. Meira

Menning

7. júlí 2002 | Myndlist | 422 orð | 1 mynd

Augnablik í mynd og uppstillt portrett

Sýningin stendur til 27. júlí og er opin á verslunartíma. Meira
7. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 22 orð

ÁSGARÐUR, Glæsibæ Dansleikur kl.

ÁSGARÐUR, Glæsibæ Dansleikur kl. 20 til 23.30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. GAUKUR Á STÖNG Alþýðusöngkonan Julie Murphy heldur tónleika mánudagskvöld. VÍDALÍN Blússveitin... Meira
7. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 604 orð | 1 mynd

Blokkflautur og bjór

Múm eru stödd í heljarmiklu tónleikaferðalagi um þessar mundir og var hátíðin í Hróarskeldu á meðal áfangastaða. Arnar Eggert Thoroddsen var á staðnum og spjallaði við sveitina að loknum tónleikum. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 69 orð

Danskur kór í söngför

HINN danski Polyfoni-kór er á söngferðalagi hér á landi og heldur þrenna tónleika á næstu dögum:í Selfosskirkju annað kvöld, mánudagskvöld, 8. júlí, í Akraneskirkju á fimmtudag og í Seltjarnarneskirkju á laugardag, og hefjast allir kl. 20. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 212 orð | 1 mynd

Djass

GUÐMUNDARVAKA hefur að geyma bestu lögin sem leikin voru á tónleikum hollenska píanistans Hans Kwakkernaats og félaga á Jazzhátíð Reykjavíkur í fyrra. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 450 orð | 1 mynd

Fingur finnst í kirkjuorgeli

SÓKN í vörn heitir nýtt útvarpsleikrit eftir Hávar Sigurjónsson, unnið fyrir Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 153 orð

Fyrirlestur um bronssteyputækni

RUNGWE Kingdon, forstjóri breska bronssteypufyrirtækisins Pangolin Editions í Englandi, heldur fyrirlestur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á morgun, mánudag, kl. 20.30 um bronssteyputækni. Meira
7. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 198 orð | 1 mynd

Gróðavon.is

Bandaríkin, 2001. Háskólabíó VHS. (96 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Alan Lazar. Aðalhlutverk: John Light, Jeffrey Donovan, Paul Reiser og Mia Farrow. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 108 orð

Íslandsleikhúsinu ýtt úr vör

ÍSLANDSLEIKHÚSI 2002 verður formlega ýtt úr vör á leikskólanum á Marbakka við Marbakkabraut í Kópavogi á morgun, mánudag, kl. 10.40. Leikhópurinn er skipaður átta ungmennum en auk þess eru með í för leikstjórinn Margrét Eir og fararstjóri. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 89 orð

Kortabækur

KORTADEILD Máls og Menningar gefur út Fuglakort Íslands sem, samkvæmt fréttatilkynningu, lýsir öllum íslenskum fuglum á skýran og aðgengilegan hátt. Sýndir eru 70 varpfuglar og 37 fargestir, vetrargestir og flækingsfuglar. Meira
7. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 1170 orð | 2 myndir

Lirfan sem á endanum varð að fiðrildi

Í lok sumars stendur til að frumsýna teiknimynd um Litlu lirfuna ljótu, en þar er á ferð fyrsta íslenska tölvugerða teiknimyndin. Birta Björnsdóttir kynnti sér æviferil lirfunnar og framtíð hennar. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 695 orð | 2 myndir

Listasumar í Þýskalandi

Þýski myndlistarheimurinn iðar af lífi. Jón B.K. Ransu myndlistargagnrýnandi var þar á ferð á dögunum og hermir af því sem fyrir augu bar, meðal annars Documenta-sýningunni og sýningu Matthews Barney, unnusta Bjarkar, í Ludwig-safninu í Köln. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 58 orð

Ljóðabók

LÚPÍNUBLÁMI nefnist fyrsta ljóðabók Bjarna Gunnarssonar og hefur að geyma ljóð ort á árunum 1995-2002. Titillinn vísar í þá huglægu uppgræðslu sem falist getur í ljóðlistinni þegar vel tekst til, segir í fréttatilkynningu. Meira
7. júlí 2002 | Bókmenntir | 411 orð

Ljóðrænn lífróður

eftir Rose-Marie Huuva. Einar Bragi þýddi. Ljóðbylgja. 2002 - 64 bls. Meira
7. júlí 2002 | Tónlist | 385 orð

Mannsröddin, fegursta hljóðfærið

Schola cantorum, undir stjórn Harðar Áskelssonar, flutti íslensk og erlend kórverk. Miðvikudagurinn 3. júlí 2002. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Mannvirki

VERKI á vegi þínum er ætlað að sýna fjölbreytta og metnaðarfulla notkun steinsteypu á Íslandi á síðustu öld í máli og myndum. Myndirnar eru allar í lit og fylgir ýmis fróðleikur um hverja byggingu fyrir sig, s.s. staðsetning, hönnun og byggingarár. Meira
7. júlí 2002 | Kvikmyndir | 341 orð

Máttlausir groddabrandarar

Leikstjóri: Walt Becker. Handrit: Brent Goldberg og David T. Wagner. Aðalhlutverk: Ryan Reynolds og Tara Reid. Sýningartími: 93 mín. Bandaríkin. Artisan, 2002. Meira
7. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 884 orð | 2 myndir

Ótroðnar slóðir

Mikið er á seyði í hiphopi vestan hafs að vanda, en hiphopsveitin Anti-Pop Consortium virðist helst ná eyrum Evrópubúa sem eru ekki eins íhaldssamir í áhuga á hiphopi. Meira
7. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 643 orð | 1 mynd

"Við strákarnir"

ÞAU eru orðin tvö árin og meira að segja sex mánuðum betur síðan Árbæjarrokksveitin Maus sendi síðast frá sér breiðskífu. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 63 orð

Ritgerð

Saving the Child. Regional, cultural and social aspects of the infant mortality decline in Iceland, 1770-1920 nefnist doktorsritgerð Ólafar Garðarsdóttur sagnfræðings sem hún varði við Umeå háskólann. Meira
7. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 262 orð | 2 myndir

Segir sér ekkert illa við Kana

GEORGE Michael hefur vart undan að verjast hörðum viðbrögðum sem myndbandið umdeilda við nýja lagið hans "Shoot The Dog" hefur vakið. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 97 orð

Sjálfsrækt

NÝR bókaklúbbur hefur hafið göngu sína hjá bókaútgáfunni Sölku. Klúbburinn nefnist Hugur, líkami og sál og fá félagar gjöf og sjálfsræktarbók ársfjórðungslega. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 205 orð | 1 mynd

Sólarkaffi, Laugavegi 85 Fríða Kristín Gísladóttir...

Sólarkaffi, Laugavegi 85 Fríða Kristín Gísladóttir opnar sýningu á níu nýlegum olíuverkum kl. 15. Fríða stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er þetta hennar fyrsta einkasýning. Um sýningu sína segir hún m.a. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 1334 orð | 1 mynd

(Stráka)hefðinni hafnað

Á UNDANFÖRNUM áratugum hefur mikið verið rætt um kvenleg stíleinkenni innan bókmenntafræða sem leitt hefur til þess að margir lesendur eru nú mun meðvitaðri um ólíkar leiðir til nálgunar á viðfangsefnum bókmenntanna. Meira
7. júlí 2002 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Teddi sýnir í Perlunni

MYNDHÖGGVARINN Magnús Th. Magnússon, Teddi, opnar sýningu í Perlunni í dag, sunnudag, kl. 17 og er sýningin sú fimmta í Perlunni, en alls hefur hann haldið fimmtán einkasýningar, hér heima og erlendis, auk þess að taka þátt í samsýningum. Meira
7. júlí 2002 | Bókmenntir | 391 orð | 1 mynd

Tær spegill

eftir Þórarin Guðmundsson. Höfundur gefur út. 2002 - 58 bls. Meira
7. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 546 orð | 2 myndir

Vegleysur til Vopnafjarðar

Myndasaga vikunnar er Road to Perdition eftir Max Allan Collins og Richard Piers Rayner. Paradox Press gefur út 2002. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nexus. Meira
7. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 1119 orð | 2 myndir

Við Hróarskeldulok

Hróarskelduhátíðin fór farsællega fram þetta árið og einkenndist af öryggi, ljúflegheitum og stuði. Arnar Eggert Thoroddsen tekur hér saman það markverðasta á hátíðinni. Meira
7. júlí 2002 | Tónlist | 662 orð

Vinnuvettlingatök

Verk eftir Borup-Jørgensen, Fundal, Rosing-Schow, Áskel Másson, Trónd Bogason og Sunleif Rasmussen. DuoDenum (Jeanette Balland, saxofónar; Christian Utke, slagverk). Sunnudaginn 30. júní kl. 17. Meira

Umræðan

7. júlí 2002 | Aðsent efni | 1128 orð | 1 mynd

BLAÐAÐ Í MANNKYNSSÖGU LÍÐANDI STUNDAR

Það er yfirlýst stefna Ariel Sharon, segir Ásgerður Jónsdóttir, að hrekja Palestínumenn úr landi þeirra. Meira
7. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 431 orð

Er hægt að kaupa góða ímynd SPRON?

Í FRÉTTAFLUTNINGI af yfirtökutilboði fimm stofnfjáraðila SPRON fyrir hönd Búnaðarbanka Íslands hf. Meira
7. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 210 orð

Heilbrigð uppreisn

MIÐVIKUDAGINN 3. júlí horfði ég á tvo unga drengi gera heilbrigða uppreisn gegn kerfinu í morgunsjónvarpi á Stöð 2. Baráttumál þeirra var afturköllun á lengingu skólaársins. Drengirnir færðu góð rök fyrir máli sínu og komu vel fyrir. Meira
7. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 649 orð

Jón Baldvin II

EINS og kunnugt er tók Halldór Ásgrímsson við embætti utanríkisráðherra á eftir Jóni Baldvini. Nýlega birtist í Dagblaðinu grein eða viðtal við Jón í tilefni af 10 ára afmæli EES-samningsins. Meira
7. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 336 orð

Klaufaleg íslenska Í Miðvikudagsblaði DV, 3.

Klaufaleg íslenska Í Miðvikudagsblaði DV, 3. júlí 2002, hófst forsíðufréttin sem hér segir: "Árni Johnsen var dæmdur í 15 mánaða fangelsi óskilorðsbundið fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og mútuþægni í morgun. Meira

Minningargreinar

7. júlí 2002 | Minningargreinar | 1074 orð | 1 mynd

AGNAR RAFN VILHJÁLMSSON

Agnar Rafn Vilhjálmsson fæddist á Akureyri 9. maí 1966. Hann lést af slysförum 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Vilhjálmur Rafn Agnarsson stálsmiður og Margrét Guðmundsdóttir afgreiðslukona. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2002 | Minningargreinar | 2068 orð | 1 mynd

GERÐA BJÖRG SANDHOLT

Gerða Björg Sandholt fæddist í Reykjavík 8. júlí 1975. Hún lést 6. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 14. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2002 | Minningargreinar | 453 orð | 1 mynd

GÍSLI JÓNSSON

Gísli Jónsson fæddist á Hofi í Svarfaðardal 14. september 1925. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 7. desember. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2002 | Minningargreinar | 1915 orð | 1 mynd

GUNNAR H. STEINGRÍMSSON

Gunnar Halldór Steingrímsson fæddist á Flateyri 23. desember 1922. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steingrímur Árnason, útgerðarmaður á Flateyri og í Keflavík, f. 31.5. 1889, d. 29.11. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2002 | Minningargreinar | 939 orð | 1 mynd

HREINN PÁLSSON

Hreinn Pálsson fæddist í Reykjavík 12. desember 1957. Hann lést 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Anna Soffía Hákonardóttir og Páll Sigurðsson. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2002 | Minningargreinar | 4424 orð | 1 mynd

MAGNÚS KJÆRNESTED

Magnús Kjærnested fæddist í Reykjavík 29. janúar 1947. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lárus Lúðvík Kjærnested verkstjóri, f. 20. mars 1920, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2002 | Minningargreinar | 4718 orð | 1 mynd

ÓLAFUR JÓHANNES ÞORMÓÐSSON

Ólafur Jóhannes Þormóðsson fæddist á Akranesi 11. nóvember 1968. Hann lést í Danmörku sunnudaginn 23. júní síðastliðinn. Foreldrar eru Ólöf Ólafsdóttir, f. 13. maí 1947, d. 1. ágúst 1982, og Þormóður Theodór Sveinsson, f. 5. ágúst 1946. Meira  Kaupa minningabók
7. júlí 2002 | Minningargreinar | 537 orð | 1 mynd

ÖGMUNDUR INGVAR ÞORSTEINSSON

Ögmundur Ingvar Þorsteinsson fæddist í Gíslholti í Holtum í Rangárvallasýslu 29. desember 1919. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala sunnudaginn 12. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fella- og Hólakirkju 17. maí. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

7. júlí 2002 | Bílar | 715 orð | 6 myndir

1,8 túrbó og steptronic = VW Passat

VW Passat í núverandi mynd kom á markað síðla árs 1996 sem 1997-árgerð og síðla árs 2000 fékk bíllinn andlitslyftingu án þess að breytast að ráði í útliti. Bíllinn er því orðinn sex ára gamall sem telst nokkuð hár aldur í samanburði við keppinautana. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 473 orð | 2 myndir

Átakanlegt að koma til Hírósíma

Síðastliðið haust fór Ingigerður Einarsdóttir í námsferð til Japans í boði utanríkisráðuneytis Japans. Meira
7. júlí 2002 | Bílar | 340 orð | 2 myndir

Carens og Magentis á leiðinni

ENN kemur fram nýr bíll hjá Kia. Fyrir skemmstu var sagt frá Sorento-jeppanum sem kemur á markað hérlendis í júlí og nú er komið að endurnýjun Carens-fjölnotabílsins. Mörgum þótti fyrri gerðin ögn lummuleg í útliti en nú hefur verið gerð bragarbót. Meira
7. júlí 2002 | Bílar | 702 orð | 3 myndir

Chrysler Windsor Ludvigs Storr

UNDIRRITAÐUR hefur átt marga góða bíla um dagana, en enginn þeirra hafði þessar mjúku svífandi hreyfingar, bæði á möl og malbiki, sem Chrysler af þessari árgerð hefur. Bíllinn er sannkallaður lúxusbíll. Þarna er komin hálfsjálfvirk gírskipting. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 261 orð | 1 mynd

Ferðirnar mótast af áhugasviði gesta

VÍÐA í stórborgum heims er hægt að fá sérhæfða leiðsögn og þá fer dagskráin eftir áhugasviði eins og sagnfræði, tónlist, mat og víni, garðyrkju, myndlist og svo framvegis. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 425 orð | 1 mynd

Fossaganga FOSSAGANGA með Þjórsá er heiti...

Fossaganga FOSSAGANGA með Þjórsá er heiti á gönguferð sem nú er boðið uppá í fyrsta skipti á vegum Ferðafélags Íslands. Sigþrúður Jónsdóttir sem býr á Tröð í Gnúpverjahreppi er annar leiðsögumannanna. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 60 orð | 1 mynd

Gist í víntunnu

VIÐ höfnina í Stavoren í Hollandi geta gestir hótelsins De Vrouwe van Stavoren gist í sérstökum herbergjum svo ekki sé meira sagt. Fjórar gamlar geysisórar svissneskar víntunnur sem gátu geymt um 15. Meira
7. júlí 2002 | Bílar | 120 orð | 1 mynd

GM stefnir að 3% hlut Daewoo í V-Evrópu

GENERAL Motors, nýr eigandi kóresku Daewoo-verksmiðjanna, hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að ná 3% markaðshlutdeild með Daewoo í Vestur-Evrópu á fimm árum. Til þess að þetta markmið náist verður að koma til mikil aukning á starfsemi Daewoo. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 124 orð | 1 mynd

Hátíð fyrir aðdáendur Jane Austen

DAGANA 21.-29. september næstkomandi verður haldin hátíð í bresku borginni Bath sem ætluð er aðdáendum rithöfundarins Jane Austen. Hún bjó í Bath um nokkurra ára skeið og heimsótti borgina oft eftir að hún flutti þaðan. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 116 orð | 1 mynd

Kiljur á ýmsum tungumálum

FERÐAMENN sem ætla að ferðast um eða dvelja á Suðurlandi á næstunni ættu endilega að koma við á Upplýsingamiðstöð Árborgar á Selfossi og hafa með sér kiljur sem þeir eru búnir að lesa og ætla ekki að halda uppá. Meira
7. júlí 2002 | Bílar | 106 orð | 1 mynd

Kínabíll til Evrópu?

HAFEI HF Lobo heitir þessi smábíll og var frumsýndur á bílasýningunni í Peking í júní. Ekki er loku fyrir það skotið að bíllinn verði fluttur út til Evrópu. Bíllinn er hannaður af Pininfarina á Ítalíu og sala á honum hefst í Kína í nóvember. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 122 orð | 1 mynd

Mógrafir og myndlist

Í SUMAR verður boðið upp á menningargöngu um Mosfellsdal. Gengið verður á fimmtudagskvöldum. Lagt verður af stað frá Gljúfrasteini kl. 19.30, gengið framhjá bernskuheimili Halldórs Laxness og að Guddulaug. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 179 orð | 1 mynd

Nýtt safn sem slær öll aðsóknarmet

BARCELONA Caixaforum er nýtt safn í Barcelona fyrir áhugamenn um menningu og listir. Það hefur þegar slegið öll aðsóknarmet og er því eitt vinsælasta safn borgarinnar. Meira
7. júlí 2002 | Bílar | 178 orð | 1 mynd

Opel Vectra GTS prófuð á heimavelli

OPEL Vectra GTS er hraðskreiðasti Opel sem hefur verið settur í fjöldaframleiðslu. Þetta er sportlegri útfærsla af nýjum Vectra, sem kynntur verður hérlendis á haustmánuðum, en tækifæri gafst til að reynsluaka GTS í Þýskalandi á dögunum. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 666 orð | 2 myndir

Siglt á vatnsfalli í Biskupstungum

Vinsældir flúðasiglinga fara vaxandi hér á landi. Gísli Þorsteinsson sigldi á kanó um Hvítá. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 104 orð | 1 mynd

Umhverfisvænn leigubíll

Í BERLÍN hefur ferðamönnum undanfarin sex ár boðist að taka umhverfisvæna leigubíla sem eru fótknúnir. Í sumar verða einnig teknir í noktun slíkir fararskjótar í Danmörku, Japan og Austurríki. Meira
7. júlí 2002 | Bílar | 265 orð | 4 myndir

Veik staða dollars ógnar evrópskum lúxusbílaframleiðendum

VEIK staða dollars gagnvart evru hefur dregið úr hagnaði evrópskra bílaframleiðenda sem hafa sótt gull í greipar bandaríska lúxusbílamarkaðarins undanfarin ár. Þar hafa framleiðendur eins og BMW og Porsche hagnast mikið. Meira
7. júlí 2002 | Bílar | 60 orð

VW Passat 1.8

Vél: Fjórir strokkar, 1.781 rúmsentimetri, 20 ventl ar, forþjappa. Afl: 150 hestöfl við 5.700 sn./mín. Tog: 210 Nm við 1.750 sn./mín. Hröðun: 9,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 221 km/klst. Eyðsla: 8,2 lítrar í blönduðum akstri. Meira
7. júlí 2002 | Ferðalög | 959 orð | 2 myndir

Væri yndislegt að eiga þarna lítið sumarhús

FERÐALÖG eru svo sannarlega á áhugamálalistanum hjá hjónunum Dagnýju Hængsdóttur og Pálma Sigmarssyni, enda segjast þau vera dugleg við að svala ævintýraþorstanum. Meira

Fastir þættir

7. júlí 2002 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli .

40 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 7. júlí, er fertugur Páll Kristinn Hólm Helgason, viðskiptafræðingur og tónlistarfrömuður, Dalhúsum 47, Reykjavík. Vegna annríkis í dag mun Páll taka á móti vinum og fjölskyldu á heimili sínu nk. laugardag kl.... Meira
7. júlí 2002 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 7. júlí, er sextugur Leif Halldórsson, útgerðarmaður, Hjöllum 11, Patreksfirði . Hann og eiginkona hans, Ída Bergmann, eru stödd í þýsku Ölpunum á... Meira
7. júlí 2002 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 7. júlí, er áttræður Bjarni Jónsson húsasmíðameistari, Aðalgötu 1, Keflavík . Hann og eiginkona hans, Ásta Árnadóttir , verða að heiman á... Meira
7. júlí 2002 | Fastir þættir | 282 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Ágæt þátttaka í sumarbrids í Síðumúlanum Sumarbrids rúllar áfram með jafnri og yfirleitt góðri þátttöku fólks sem hefur það að markmiði að skemmta sér við spilaborðið. Létt andrúmsloft og góð stemning hefur skapast undanfarið. Meira
7. júlí 2002 | Fastir þættir | 418 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÍSLENSKA liðið í opna flokknum fór vel af stað á EM í Salsomaggiore, vann fyrsta leikinn gegn Belgum 25-2 og þann næsta gegn Lettum 23-7. Þriðji leikurinn var gegn Austurríkismönnum. Þá kom þetta spil upp: Norður gefur; allir á hættu. Meira
7. júlí 2002 | Dagbók | 23 orð

Erfiljóð

Hér blundar mey í móðurskauti, svarðarmeni sveipuð; hennar við leiði laukar grænir sínum aldri una. - - - Þar hún dvelst, unz þýðrar sunnu geislar gylla leiði og sætrómaðir svanna boða fuglar fagurt... Meira
7. júlí 2002 | Dagbók | 244 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Tónleikar kl. 20. Jurate Bundzaite frá Litháen leikur. Fríkirkjan í Reykjavík . Messa kl. 11. Fermdur verður Davíð Sigurðsson, búsettur í Danmörku. Meira
7. júlí 2002 | Dagbók | 835 orð

(Matt. 10,32.)

Í dag er sunnudagur 7. júlí, 188. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. Meira
7. júlí 2002 | Fastir þættir | 837 orð | 1 mynd

Séra Bjarni

Kristið fólk getur borið Guði vitni á ýmsan hátt, ekki bara með tilbeiðslu innan veggja kirkju. Sigurður Ægisson rifjar hér upp sögu Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds, en árleg Þjóðlagahátíð á Siglufirði er til heiðurs þeim manni. Meira
7. júlí 2002 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8. Be3 Be6 9. Rd5 Rbd7 10. Dd3 Bxd5 11. exd5 O-O 12. g4 Re8 13. O-O-O Bg5 14. h4 Bxe3+ 15. fxe3 a5 16. a4 Rc7 17. Kb1 Ra6 18. Df5 Rac5 19. Rxc5 Rxc5 20. Bb5 e4 21. Hdf1 f6 22. Meira
7. júlí 2002 | Fastir þættir | 333 orð

Tyrfa - þökuleggja

MÉR virðist svo af ýmsu, sem ég hef bæði heyrt menn segja og skrifa, að so. að tyrfa sé að hverfa úr máli margra - einkum yngra fólks - og so. að þökuleggja að koma í hennar stað. Meira
7. júlí 2002 | Fastir þættir | 494 orð

Víkverji skrifar...

Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari skrifar þarfan pistil í mótsblað Essómóts KA í 5. aldursflokki í knattspyrnu sem lauk á Akureyri í gær. Meira

Sunnudagsblað

7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 692 orð | 1 mynd

Allt annað líf að fá upplýsingar á pólsku

BARBARA Gunnlaugsson er pólsk og kom til Ísafjarðar á afmælisdaginn sinn 27. september árið 1994 til að vinna í fiski í eitt ár. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1838 orð | 2 myndir

Auður fjölmenningar nýtist samfélaginu

Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum þjónar ekki aðeins fólki af erlendum uppruna á Vestfjörðum heldur landinu öllu. Anna G. Ólafsdóttir brá sér vestur til að kynnast því hvers konar grettistaki hefur verið lyft í málaflokknum undir styrkri stjórn framkvæmdastjórans, Elsu Arnardóttur. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 581 orð | 1 mynd

Eitt símtal getur skipt sköpum

DRAGANA Zastavnikovic er frá borginni Rijeka í Króatíu og kom með hópi flóttamanna frá Belgrad til Ísafjarðar árið 1996. "Ég er Króati og maðurinn minn Serbi. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1336 orð | 1 mynd

Ekkert nema öxi, reka og 75 sent í vasanum

Bækur. Þær hefur mig sífellt skort. Svo skrifaði skáldið Stephan G. Stephansson í Drög til ævisögu sem birt er í fjórða bindi Bréfa og ritgerða. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1821 orð | 4 myndir

Eru Hrafn og Orri að sporðreisa íslenska hrossarækt?

Landsmót hestamanna, sem lýkur í dag, er ítarúttekt á stöðu íslenskrar hrossaræktar. Tveir jöfrar íslenskrar hrossaræktar, þeir Orri frá Þúfu og Hrafn frá Holtsmúla, eiga drjúgan þátt í því sem getur að líta á Vindheimamelum. Valdimar Kristinsson veltir því fyrir sér hvort þessir yfirburðahestar séu að sporðreisa íslenska hrossarækt. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 38 orð | 1 mynd

Grillið seint gefið eftir

Þótt eflaust finnist konur sem bregða fyrir sig útigrillinu við matargerð heimilisins þá er það opinbert að útigrillið er mikið og grimmilega varið vígi karlmannsins. Guðmundur Guðjónsson ræddi við ýmsa aðila um þetta fyrirbæri og hina ýmsu vinkla þess. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1265 orð | 4 myndir

Grillið seint gefið eftir

Þótt eflaust finnist konur sem bregða fyrir sig útigrillinu við matargerð heimilisins þá er það opinbert að útigrillið er mikið og grimmilega varið vígi karlmannsins. Guðmundur Guðjónsson ræddi við ýmsa aðila um þetta fyrirbæri og hina ýmsu vinkla þess. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 844 orð | 8 myndir

Gullni hringurinn

Stór hluti þeirra ferðamanna sem sækja Ísland heim eyðir degi í að fara Gullna hringinn, að Gullfossi og Geysi. Einar Falur Ingólfsson slóst í för með ærið fjölþjóðlegum hópi og smellti af myndum um leið og allir hinir. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1232 orð | 4 myndir

Hvað er hægfæði?

SLOW Food, eða hægfæði, er alþjóðleg hreyfing sem stofnuð var árið 1989 í París. Aðalbækistöðvar samtakanna eru í Bra í Piemontehéraði á N- Ítalíu. Slow Food er einnig með bækistöðvar í Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 72 orð

Hægur matur fyrir frjóa hugsun Þeir...

Hægur matur fyrir frjóa hugsun Þeir sem leggja leið sína til Brussel ættu að gefa sér tíma fyrir smá hádegisheimspeki í heimspekiskólanum, The School of Philsophy á rue Gachard 43, 1050 Brussel. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1543 orð | 4 myndir

Mikil auðlegð í frændfólkinu vestra

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra heimsótti Íslendingabyggðir í Manitoba í Kanada á dögunum og heillaðist af landi og þjóð. Steinþór Guðbjartsson settist niður með ráðherranum og fékk að heyra hvaða áhrif heimsóknin hafði. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1791 orð | 2 myndir

"Fátækt er tilkomin vegna brotalama í velferðarkerfinu"

40 þúsund krónur vantar mánaðarlega upp á fullan lífeyri frá Tryggingastofnun til þess að bótaþegar sem hafa ekki aðrar tekjur en frá ríkinu geti framfleytt sér miðað við lágmarks framfærsluviðmið. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Hörpu Njáls félagsfræðings. Ragna Sara Jónsdóttir fræddist nánar um þessar niðurstöður hjá Hörpu. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1927 orð | 1 mynd

Sérstök æruvernd þjóðhöfðingja talin brot á Mannréttindasáttmálanum

Í mörgum málum sem komið hafa til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu hefur reynt á það hvert sé svigrúm manna til að halda uppi gagnrýni á ríkisvaldið. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1168 orð | 2 myndir

Sköpuðu sér eigin heim á karllegum forsendum

Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og kynfræðingur og Sigurður J. Grétarsson prófessor í sálfræði tjáðu sig um karlinn við grillið, en Hallgerður Gísladóttir hjá Þjóðminjasafni sagði karla alltaf verið fljóta að tileinka sér það sem fékk sess manna í millum. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 774 orð | 2 myndir

Snúður er fastur

Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum liðið, Tóta, Kristinn, Sigrún og Sámur. Fólk skiptist í tvennt þegar kemur að gæludýrum. Annars vegar er það gæludýrafólk og hins vegar er það ekki-gæludýrafólk. Meira
7. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 224 orð | 3 myndir

Vín vikunnar

VÍN vikunnar að þessu sinni eru öll frá suðurhluta Evrópu, Ítalíu og Spáni, og eiga það jafnframt sameiginlegt að vera nýlega komin í reynslusölu í verslunum ÁTVR. Fyrsta vínið er rautt frá héraðinu Rioja á Spáni. Meira

Barnablað

7. júlí 2002 | Barnablað | 218 orð | 1 mynd

Björgunarleikur

Þennan leik má leika bæði í vatni og á landi. Tvö lið geta keppt eða eitt lið keppir við tímann. Meira
7. júlí 2002 | Barnablað | 238 orð | 11 myndir

Ertu að fara á sjóinn?

Þá er fyrst af öllu best að kunna að synda - og auðvitað sigla bátnum! Auk þess verður allur öryggisbúnaður að vera í lagi. Þetta skaltu alltaf hafa með þér: Björgunarvesti þurfa allir í bátnum að vera í - allan tímann! Flauta sem virkar þótt hún blotni. Meira
7. júlí 2002 | Barnablað | 0 orð | 1 mynd

Farðu á: www.boatsafe.com/kids/flagnames.htm

barn@mbl. Meira
7. júlí 2002 | Barnablað | 288 orð | 4 myndir

Hafið bláa hafið...

Allt sumarið er brjálað fjör í Nauthólsvíkinni þar sem krakkar læra að sigla alls konar bátum, sumir eru á ævintýranámskeiði og aðrir á fjallahjólanámskeiði. Og það besta er að það kostar alls ekki mikið. Meira
7. júlí 2002 | Barnablað | 72 orð | 3 myndir

Pennavinir

Ég heiti Katrín, er 9 ára og óska eftir pennavinkonu á aldrinum 8-9 ára. Áhugamál mín eru tónlist, sund, dýr, íþróttir og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Meira
7. júlí 2002 | Barnablað | 141 orð | 4 myndir

Velheppnað óvissupartí!

Hvorki meira né minna en 38 krakkar þáðu boð Barnablaðs Moggans, Borgarbókasafnsins og Ævintýralands Kringlunnar um að koma í smá óvissupartí sl. miðvikudag. Það voru miklu fleiri en skipuleggjendur bjuggust við svo krökkunum var skipt í tvo hópa. Meira
7. júlí 2002 | Barnablað | 27 orð | 2 myndir

Yfir sjó og land

Nú reynir á að vita sitthvað um lífið á þurru landi og á úfnum sjó, því þú átt að tengja eftirfarandi orð við réttan stað: sjó eða land. Meira

Ýmis aukablöð

7. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 98 orð | 1 mynd

Dularfull tákn

Leikstjórinn og handritshöfundurinn M. Night Shyamalan vakti heimsathygli með frumraun sinni, spennuhrollinum Sjötta skilningarvitið - The 6th Sense. Meira
7. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 528 orð | 1 mynd

Erfðaprinsinn ?

Á tímabili var talað um hjartaknúsara táningsstúlkna, Freddie Prinze Jr., sem verðandi stórstjörnu. Síðan hófst hnignunartímabil sem e.t.v. er lokið með velgengni Scooby Doo, en sýningar fjölskyldumyndarinnar hefjast um helgina. Meira
7. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 994 orð | 1 mynd

Fariði víst á Scooby-Doo!

Í vikunni sá ég sjónvarpsrýnana frægu Ebert og Roeper fara hamförum í spjallþætti Jays Lenos . Að venju voru þeir með þumla sína á lofti, skófu ekkert utan af hlutunum og sögðu umbúðarlausar skoðanir sínar á nýjustu myndunum. Meira
7. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 36 orð

Freddie Prinze Jr .

Freddie Prinze Jr . er einn af gulldrengjum Hollywood. Eftir gott gengi í nokkrum unglingahrollumvarð það afar óstöðugt um sinn. Bjargvætturinn varð teiknimyndafígúra; hundstíkin Scooby Doo. Meira
7. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 55 orð

Gömul kynni gleymast ei

Tvær miðaldra Hollywood-stjörnur, Goldie Hawn og Susan Sarandon, fara með aðalhlutverkin í gamandramanu The Banger Sisters, sem frumsýnt verður með haustinu. Leika gamlar vinkonur sem hafa ekki hist síðan þær voru óðfúsar og örlátar fylgismeyjar (e. Meira
7. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 60 orð | 1 mynd

Sviti og blóð

Í NÆSTA mánuði verður frumsýnd spennumyndin Blood Works, nýjasta verk Clints Eastwoods. Hann leikstýrir og fer með aðalhlutverkið en hefur fengið Óskarsverðlaunapennann Brian Helgeland (L.A. Confidential) til að skrifa handritið. Meira
7. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 630 orð | 1 mynd

Verður 2002 metaðsóknarár?

ÞEIR BJARTSÝNUSTU spá hærri aðsóknartölum í ár en áður hafa þekkst í kvikmyndaiðnaðinum. Sumarið, sem er besti tími ársins hvað aðsóknina snertir, er hálfnað og enn ósýndur fjöldi mynda sem spáð er mikilli velgengni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.