Greinar sunnudaginn 28. júlí 2002

Forsíða

28. júlí 2002 | Forsíða | 146 orð

65 fórust þegar bát hvolfdi á Indlandi

AÐ MINNSTA kosti sextíu og fimm manns fórust þegar bát hvolfdi í ríkinu Kerala á Indlandi eldsnemma í gærmorgun að indverskum tíma. Meira
28. júlí 2002 | Forsíða | 221 orð | 1 mynd

Clark áfram forsætisráðherra

HELEN Clark verður væntanlega áfram forsætisráðherra á Nýja-Sjálandi en þingkosningar fóru fram í landinu í gær. Verkamannaflokknum tókst þó ekki að tryggja sér hreinan meirihluta á þingi, en að því hafði Clark stefnt. Meira
28. júlí 2002 | Forsíða | 306 orð | 1 mynd

Herþota brotlenti í áhorfendahópnum

AÐ minnsta kosti 66 manns fórust og fimmtíu til viðbótar slösuðust þegar herþota brotlenti inni í miðjum hópi fólks sem komið hafði til að fylgjast með flugsýningu í Vestur-Úkraínu í gær. Meira

Fréttir

28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 851 orð | 1 mynd

Að læknast með dáleiðslu

Ingólfur S. Sveinsson fæddist á Barðsnesi við Norðfjörð árið 1939. Lauk stúdentsprófi frá MA 1959, kandidatsprófi í læknisfræði frá HÍ 1966. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Allt hreint og fínt

Skemmtiferðaskip þurfa að vera hrein og í góðu standi. Á skemmtiferðaskipinu Astoria leggja menn ekki aðeins áherslu á að skúra það að innan heldur er það líka skúrað að utan. Myndin var tekin í Reykjavíkurhöfn í vikunni þegar skipið var þvegið. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 143 orð

*AUKINNAR bjartsýni gætir á Austurlandi eftir...

*AUKINNAR bjartsýni gætir á Austurlandi eftir að viljayfirlýsing Alcoa, ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar um byggingu álvers á Reyðarfirði var undirrituð. Meira
28. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 232 orð

Árás Ísraela fordæmd

SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, sagði á miðvikudag að Ísraelsher hefðu orðið á mistök með því að varpa sprengju á byggingu í Gazaborg sl. mánudag en fimmtán féllu í árásinni, þ.m.t. níu börn. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Breytingar gerðar á gamla Þór

GAMLA varðskipið Þór, sem lengi þjónaði Landhelgisgæslunni, hefur heldur betur tekið stakkaskiptum. Verið er að breyta skipinu en það er á leið til Bretlands þar sem það mun m.a. gegna hlutverki skemmtistaðar. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Bryggjudagur í Eyjum

BRYGGJUDAGUR, sem handknattleiksdeild kvenna ÍBV hefur séð um, var haldinn á plani Eimskips við Binnakant um síðustu helgi. Góð aðsókn var að bryggjudeginum þrátt fyrir votviðrið sem verið hefur í Eyjum undanfarna daga. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 305 orð

Eðlilegra að úrskurða um vanhæfi í hverju máli

ÚRSKURÐARNEFND um viðskipti við fjármálafyrirtæki mun taka fyrir bréf lögfræðideildar Búnaðarbanka Íslands í vikunni og ákvarða með hvaða hætti því verður svarað. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Eins árs skilorðsbundið fangelsi

BÆRINGUR Guðvarðsson hefur hlotið eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm á Spáni en sambýliskona hans féll til bana af svölum á hóteli á Kanaríeyjum í janúar síðastliðnum. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 814 orð | 1 mynd

Ekki tilefni til funda þegar grunnsjónarmið fara ekki saman

Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir að við endurskipulagningu og fjármögnun fyrirtækja sé óraunhæft og ósanngjarnt að leggja meginþunga aðgerðanna á fjármálafyrirtækin. Tilraunir til að knýja fram óraunhæfar fyrirætlanir spilli fyrir rekstri og skapi starfsfólki, birgjum og lánardrottnum óöryggi og óvissu. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 525 orð

Engin eða óveruleg breyting verður á byggingarkostnaði

Í YFIRLÝSINGU frá Byggingarstaðlaráði (BSTR) vegna umræðu í fjölmiðlum um nýja þolhönnunarstaðla sem tóku gildi 1. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 407 orð

Erlendir fjárfestar með nýtt hlutafé í Bonus Stores

EIGENDUR Bonus Stores Inc. hafa samþykkt að stefna að því að auka hlutafé félagsins um sjö milljónir dala, jafnvirði 597 milljóna íslenskra króna. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Framleiðir skinn fyrir stærstu tískuhús í heimi

FYRIRTÆKIÐ Sjávarleður hf. á Sauðárkróki sútar fiskroð úr laxi, hlýra og nílarkarfa, sem er fluttur inn alla leið frá Afríku, og býr til leður sem fremstu tískuhús heims hafa notað í hönnun sína. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fulbright-stofnuninni ekki lokað

FULBRIGHT-stofnunin vill taka fram vegna misvísandi frétta að stofnuninni verður ekki lokað. Einungis er verið að hætta rekstri prófamiðstöðvarinnar sem stofnunin hefur séð um. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 188 orð

Heildarskuldir Norðurljósa um 7,6 milljarðar ÍSLANDSBANKI...

Heildarskuldir Norðurljósa um 7,6 milljarðar ÍSLANDSBANKI hefur fallið frá því að höfða mál á hendur Norðurljósum vegna 60 milljóna króna gjaldfallins víxils. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Innbrot og ölvunarakstur á Ísafirði

17 ÁRA ölvaður ökumaður var handtekinn í Hnífsdal um fjögurleytið í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði sinnti maðurinn ekki stöðvunarskyldu lögreglu og ók í burtu. Lögreglan veitti honum eftirför og ók utan í bíl mannsins til þess að stöðva hann. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð

Íkveikja í bakaríi í Hveragerði

SLÖKKVILIÐ Hveragerðis var kallað að Hverabakaríi á föstudag vegna elds við bílskúr og geymslu. Talið er að kveikt hafi verið í timbri sem lá utan við húsið og leiddi það til brunans. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 573 orð | 2 myndir

Kaupmáttur ellilauna hefur dregist aftur úr frá 1994

KAUPMÁTTUR almennings hefur aukist um 24,9% frá 1994-2000 en á sama tíma hefur kaupmáttur ellilauna, sem ellilífeyrir, tekjutrygging og eingreiðslur mynda, aukist um 12,5%. Þetta má lesa út úr tölum sem Félag eldri borgara hefur aflað sér. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 220 orð

Mjólkurkvóti seldur fyrir um milljarð

ÚT frá upplýsingum um selt greiðslumark, eða mjólkurkvóta, er talið að kúabændur hafi á nýliðnu framleiðsluári keypt greiðslumark fyrir um 900 til 1.100 milljónir króna. Þetta kemur m.a. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 387 orð

Náttúruverndarsamtök í ófrægingarherferð

FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir m.a. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 162 orð

Númerin ekki inni á kerfi Neyðarlínunnar

BORIÐ hefur á kvörtunum frá sumarbústaðaeigendum sem hafa látið staðsetja bústaði sína með GPS-mælingum svo að Neyðarlínan geti flett upp og fundið staðsetningu þeirra ef eitthvað kemur upp á. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Prentsmiðja frá 18. öld komin í ljós á Hólum

HÚSARÚSTIR sem sennilega eru frá tímum síðustu prentsmiðjunnar á Hólum, sem lögð var niður í kringum 1780, hafa fundist á Hólum í Hjaltadal þar sem fornleifafræðingar hafa unnið við uppgröft í sumar. Meira
28. júlí 2002 | Erlendar fréttir | 147 orð

*TILKYNNT var í vikunni að Brasilíumaðurinn...

*TILKYNNT var í vikunni að Brasilíumaðurinn Sergio Vieira de Mello myndi taka við af Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, sem framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 191 orð

Tímarit á ensku um Ísland

"ÚT ER komið Icelandic Geographic, sem er glæsilegt rit á ensku um Ísland. Áherslan er lögð á náttúru landsins með vandaðri og áhugaverðri framsetningu efnis ásamt framúrskarandi ljósmyndum. Icelandic Geographic er m.a. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Tvö fíkniefnamál í Hafnarfirði

TVÖ fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Hafnarfirði í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var í öðru tilvikinu bíll stöðvaður í hefðbundnu eftirliti lögreglu og í honum fannst lítilræði af hassi. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 307 orð | 2 myndir

Tæpur mánuður í vígslu Sporthússins

SPORTHÚSIÐ, alhliða heilsuræktarstöð í Kópavogi, verður opnað 24. ágúst næstkomandi. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri Sporthússins, segir að undirbúningur sé á áætlun. Fimmtíu iðnaðarmenn vinni hörðum höndum við að innrétta bygginguna og laga umhverfið. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 294 orð

Vantrauststillagan rædd í stjórn SPRON á mánudag

JÓN G. Tómasson, formaður stjórnar Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, segist vænta þess að stjórn SPRON komi saman til fundar á mánudag þar sem tillaga Sveins Valfells, stofnfjáreiganda í SPRON, um vantraust á stjórn verður rædd. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Varnargarðar við Siglufjörð

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið athugun á mati á umhverfisáhrifum snjóflóðavarna á Siglufirði. Línuhönnun hf. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 343 orð

Vel heppnað Meistaramót

VEL heppnað Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 12-14 ára var haldið á Dalvík um síðustu helgi. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og voru m.a. sett tvö Íslandsmet. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Vel heppnuð Bryggjuhátíð á Drangsnesi

DRANGSNESINGAR héldu um síðustu helgi Bryggjuhátíð í sjöunda sinn. Bryggjuhátíðin stóð aðeins í einn dag en dagurinn var vel nýttur. Þar réð gleðin ríkjum. Bryggjuhátíðin er haldin árlega og dagskráin breytist ekki mikið milli ára. Meira
28. júlí 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð

Þrír nýir bílar hjá Guðmundi Tyrfingssyni ehf

FYRR í sumar bættust þrír nýir hópferðabílar við flotann hjá Guðmundi Tyrfingssyni ehf., tveir 20 farþega bílar og einn 62 farþega sem jafnframt er nýtt flaggskip hjá fyrirtækinu. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júlí 2002 | Leiðarar | 517 orð

Alþjóðlegt hneyksli

Bráðabirgðaskýrsla, sem svonefnd Þróunarstofnun Bandaríkjanna hefur látið gera, hefur leitt í ljós, að mun fleiri palestínsk börn þjást af vannæringu en áður. Meira
28. júlí 2002 | Leiðarar | 2242 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Það er óneitanlega athyglisvert að fylgjast með því, hversu snöggir Bandaríkjamenn eru að bregðast við vandamálum, sem upp koma. Meira
28. júlí 2002 | Leiðarar | 244 orð

Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins

28. júlí 1992 : "Í umræðum um málefni sjávarútvegsins undanfarna daga og vikur hafa raddir komið fram um, að óhjákvæmilegt væri að lækka gengi íslenzku krónunnar til þess að greiða úr rekstrarvandamálum sjávarútvegsins. Meira

Menning

28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 559 orð | 1 mynd

.

...breska táningasveitin S Club 7 hefur hug á því að leika í bíómynd. Viðræður standa nú yfir við Nigel Dick tónlistarmyndbandaleikstjóra um að gera myndina Seeing Double sem mun skarta krökkunum úr S Club 7 í aðalhlutverkum. Meira
28. júlí 2002 | Menningarlíf | 2909 orð | 6 myndir

750 ár í Stokkhólmi

Í sumar fagna Stokkhólmsbúar því að árið 1252 tók Birgir Jarl sér penna í hönd og skrifaði bréf. Og hvað með það? Jú, í bréfinu var nafn borgarinnar fyrst nefnt á nafn, og við það ártal miðar höfuðborg Svíaríkis aldur sinn. Bergþóra Jónsdóttir heimsótti 750 ára Stokkhólm og heilsaði upp á liðnar aldir í húsum jafnt sem farartækjum, fékk líka að sjá jörðina frá himni eins og Ída í Kattholti, á leið sinni á áfangastað: Djasshátíð Stokkhólms á Skeppshólmi. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 1080 orð | 2 myndir

Argasta popp

HLJÓMSVEITARINNAR Flaming Lips er iðulega helst minnst fyrir lagið She Don't Use Jelly, sem sló í gegn fyrir átta árum. Vinsældir þess lags voru þó eins konar slys, því leiðtogi hljómsveitarinnar er þekktur fyrir flest annað en löngun í vinsældir. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 53 orð

* ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur öll sunnudagskvöld...

* ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur öll sunnudagskvöld kl. 20:00 til 23:30. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. * CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila fyrir gesti. * GAUKUR Á STÖNG: Gísli Jóhannsson kántrýtónlistarmaður, og hljómsveitin Big City. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 496 orð | 1 mynd

Bland í poka í boði mömmu

BIRGITTA Haukdal var kjörin söngdrottning sumarsins í óformlegri könnun sem mbl.is stóð fyrir á dögunum. Það kemur trúlega fáum á óvart þar sem Birgitta hefur verið fremst í flokki söngvara sveitaballahljómsveita sumarsins með sveit sinni Írafári. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 188 orð | 1 mynd

Byggir sér grafhýsi í verslun sinni

AUÐKÝFINGURINN Mohamed Al-Fayed, eigandi bresku lúxusverslunarinnar Harrods, ætlar ekki að láta fyrirtækið af hendi, jafnvel eftir dauða sinn. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 1199 orð | 2 myndir

Folans frelsisþrá

Jeffrey Katzenberg og félagar hans hjá Dreamworks tóku áhættuna og afréðu að fylgja velgengni Shrek eftir með óvenju sígildu og saklausu ævintýri um villta stóðhestinn Spirit. Skarphéðinn Guðmundsson hlýddi á Katzenberg gera grein fyrir myndinni í Cannes ásamt öðrum aðstandendum hennar. Meira
28. júlí 2002 | Menningarlíf | 615 orð | 1 mynd

Hvetjandi að hitta jafnaldra sem fást við listir af alvöru

KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur heldur ellefu tónleika á Alþjóðlegu ungmennalistahátíðinni í Aberdeen sem haldin er í 30. sinn á næstunni. Kórinn heldur utan á þriðjudag, en komið verður heim 10. ágúst. Meira
28. júlí 2002 | Menningarlíf | 98 orð

Í dag

Kaffi list, Laugavegi 20a. Sól Bragason (Sigurður Óskar Lárus Bragason) opnar myndlistarsýningu á Kaffi list. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 209 orð | 1 mynd

Kókaínið banamein

JOHN Entwistle, bassaleikari hinnar þekktu rokksveitar The Who, lést eftir að "umtalsvert magn af kókaíni" leiddi til þess að hann fékk hjartaáfall. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 288 orð | 4 myndir

Kvenleikinn einkennandi

INDVERSKI fatahönnuðurinn Anand Jon hélt á dögunum heljarinnar tískusýningu á Hótel Borg í boði Allied Domecq, en sýningin var hluti af árlegri Midnight Sun tískusýningu. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Kæra dagbók...

FORSPRAKKI hinnar sálugu sveitar Nirvana, Kurt heitinn Cobain, hélt ítarlega dagbók frá unga aldri og fram á dauðadag. Alls fylla minningar og hugsanir Cobains 23 bækur og um 800 blaðsíður. Meira
28. júlí 2002 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Málverk á Grandakaffi

Á GRANDAKAFFI, Grandagarði 101, stendur nú yfir málverkasýning Valdimars Bjarnfreðssonar sem gengur undir listamannsnafninu Vapen. Valdimar hefur haldið málverkasýningar, m.a. í Listasafni ASÍ, í Hafnarborg, á Sóloni Íslandusi og í Hlaðvarpanum. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 545 orð | 2 myndir

Með litprentuðum glans

Myndasaga vikunnar er Out There eftir Brian Augustyn og Humberto Ramos. Cliffhanger! gefur út, 2002. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nexus. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Mega syngja um Barbie

ALRÍKISDÓMARI í Bandaríkjunum hafnaði í vikunni kröfu Mattel fyrirtækisins um endurupptöku málaferla fyrirtækisins vegna lagsins "Barbie Girl" en fyrirtækið segir lagið brjóta á rétti sínum sem einkaleyfishafa Barbie-dúkkunnar. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Myers eignast stjörnu

GAMANLEIKARINN Mike Myers varð þess heiðurs aðnjótandi í vikunni að fá að raða sér á Frægðargötu Hollywoodborgar er stjarna með nafni hans var steypt í götuna frægu. Meira
28. júlí 2002 | Menningarlíf | 234 orð

Sjö Íslendingar fara utan í hönnunarvinnu

MINJASAFN Austurlands tekur nú fimmta árið í röð þátt í Evrópusambandsverkefni sem í ár ber heitið Camsiad (Costumes and Masks Stimulating Innovative Art and Design). Meira
28. júlí 2002 | Bókmenntir | 668 orð | 1 mynd

Tapas og vínglas

eftir Dag Gunnarsson (texti og ljósmyndir). Umbrot: Edda hf. Prentuð í Danmörku. Mál og menning 2002 - 247 síður. Meira
28. júlí 2002 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Tímarit

ÍSLENSKT mál og almenn málfræði, 23. árgangur tímaritsins er kominn út. Í því er m.a. Meira
28. júlí 2002 | Menningarlíf | 1338 orð | 1 mynd

Tónlist fyrir alveg alla

ÁRIÐ 1963 stofnaði sænska ríkið stofnun sem hlaut nafnið Rikskonserter. Aðalmarkmið frá upphafi hefur verið að gera góða tónlist aðgengilega fyrir Svía, hvar í landinu sem þeir búa. Meira
28. júlí 2002 | Menningarlíf | 203 orð

Vestnorræn handverkssýning í Laugardalshöll

EFNT verður til fjölþjóðlegrar handverkssýningar í Laugardalshöll dagana 20.-24. nóvember næstkomandi. Um er að ræða stærstu handverkssýningu sem haldin hefur verið hér á landi en sýndir verða munir frá handverksfólki í 11 þjóðlöndum. Meira
28. júlí 2002 | Fólk í fréttum | 164 orð | 1 mynd

Öryggið uppmálað

Firnagóð plata frá heitustu piparsveinum Kaliforníu sem er meistaralega vel af hendi leyst. Bústið, sextán laga verk, þar sem vart er snöggan blett að finna. Meira

Umræðan

28. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 648 orð | 1 mynd

Áfengi í matvöruverslanir

HÖSKULDUR Jónsson, forstjóri ÁTVR, fer villur vegar í árás sinni gegn Samtökum verslunar og þjónustu í fjölmiðlum nýverið og það er ljóst á orðum hans að hann lokar augunum gagnvart því sem eðlilegt er í nútíma viðskiptaháttum. Meira
28. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 702 orð | 1 mynd

Dulin fötlun og sýnileg

KÆRI öryrki. Ég vænti þess að það sé nú ekki oft, sem þú ert ávarpaður á hlýlegan hátt sem þennan, þar sem því miður eru fordómar gagnvart þessari "nafnbót" okkar. Meira
28. júlí 2002 | Aðsent efni | 1497 orð | 1 mynd

EINSETNING GRUNNSKÓLA HAFNARFJARÐAR

Það er því blekking sem nýr meirihluti heldur fram, segir Steinunn Guðnadóttir, að slegið hafi verið af gæðakröfum þó að nota þurfi lausar kennslustofur um tíma þar til varanlegri uppbyggingu grunnskólanna er lokið. Meira
28. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 754 orð | 1 mynd

Jazz in memoriam

ÞEGAR undirritaður var um 10 ára aldur veiktist ég af ólæknandi sjúkdómi, sem læknisfræðin hafði engin ráð til að lækna. Engin lyf voru til við þessum ósköpum, þannig að enn þann dag í dag hef ég öll þau einkenni sem þessum sjúkdómi fylgja. Meira
28. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 266 orð | 2 myndir

Útsölu ábótavant ÉG fór á útsölu...

Útsölu ábótavant ÉG fór á útsölu í stórverslun um daginn þar sem auglýstur var 40% afsláttur af öllum vörum. Ég hugðist kaupa tvær vörur en var síðan rukkuð um fullt verð þegar ég kom að afgreiðslukassanum. Meira
28. júlí 2002 | Bréf til blaðsins | 58 orð | 1 mynd

Þekkirðu fólkið?

ÞESSI mynd er líklega af nemendum á hússtjórnarnámskeiði í Reykjavík, sennilega haustið 1928 eða vorið 1929. Meira

Minningargreinar

28. júlí 2002 | Minningargreinar | 5983 orð | 1 mynd

BENEDIKT ARNKELSSON

Benedikt Ingimundur Arnkelsson, guðfræðingur, fæddist á Grímsstaðaholtinu í Reykjavík hinn 7. febrúar 1926. Hann lést á Landspítalanum 20. júlí síðastliðinn. Benedikt var ókvæntur og barnlaus. Meira  Kaupa minningabók
28. júlí 2002 | Minningargreinar | 1458 orð | 1 mynd

Danlína Hulda Kristinsdóttir

Danlína Hulda Kristinsdóttir var fædd á Kálfavöllum í Staðarsveit 7. september 1927. Hún lést á heimili sínu 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Kristinn Guðjónsson, f. 21. 2. 1898 í Vatnagörðum í Landsveit, d. 16.2. Meira  Kaupa minningabók
28. júlí 2002 | Minningargreinar | 862 orð | 1 mynd

HELGA SVEINSDÓTTIR

Helga Sveinsdóttir fæddist að Giljum í Vesturdal í Skagafirði 3. júní 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 12. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Sigurðsson bóndi á Giljum og víðar í Skagafirði, f. 6.5. 1873, d. 25.10. Meira  Kaupa minningabók
28. júlí 2002 | Minningargreinar | 582 orð | 1 mynd

HJÖRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR

Hjördís Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 14. desember 1945. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi sunnudaginn 14. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 22. júlí. Meira  Kaupa minningabók
28. júlí 2002 | Minningargreinar | 2386 orð | 1 mynd

JENSÍNA GUÐLAUGSDÓTTIR

Jensína Guðlaugsdóttir fæddist á bænum Steinstúni í Norðurfirði í Árneshreppi 1. mars 1908. Hún lést á elliheimilinu Grund 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Jónsson bóndi, fæddur í Norðurfirði 2. desember 1865, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
28. júlí 2002 | Minningargreinar | 1211 orð | 1 mynd

Kristín Sigríður Jónsdóttir

Kristín Sigríður Jónsdóttir var fædd í Árgerði við Dalvík 6. nóvember 1919. Hún lést á Dalbæ á Dalvík að morgni þriðjudagins 16. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
28. júlí 2002 | Minningargreinar | 1771 orð | 1 mynd

Olgeir Jóhann Sveinsson

Olgeir Jóhann Sveinsson fæddist í Reykjavík 29. október 1921 og var elstur systkina sinna. Hann lést á heimili sínu 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Sigurjón Sigurðsson f. 8. desember 1890, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
28. júlí 2002 | Minningargreinar | 664 orð | 1 mynd

ÓLAFUR HALLDÓRSSON BACHMANN

Ólafur Halldórsson Bachmann fæddist í Reykjavík 28. september 1920. Hann lést 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Narfadóttir og Halldór Jónsson Bachmann. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

28. júlí 2002 | Bílar | 229 orð | 1 mynd

Árekstrarskynjarar

BÍLAR sem nema með skynjurum hvenær stefnir í árekstur gætu komið á markað í mjög náinni framtíð. Toyota hefur komið slíkum skynjarabúnaði í sumar gerðir sínar og er hann nú í prófun. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 121 orð | 1 mynd

Bjóða netþjónustu í flugi

NETÞJÓNUSTA verður í boði á viðskiptafarrými breska flugfélagsins British Airways innan skamms. Farþegar munu geta vafrað á Netinu og sent tölvupóst. Meira
28. júlí 2002 | Bílar | 806 orð | 4 myndir

Drjúgur Getz-smábíll frá Hyundai

Kóreski bílaframleiðandinn Hyundai hefur kynnt smábílinn Getz fyrir fjölmiðlum. Honum er ætlað að blanda sér í smábílaslaginn í Evrópu sem þykir eftirsóknarverður. Jóhannes Tómasson ók Getz nokkur hundruð km í Danmörku og var aðallega sáttur. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 357 orð | 4 myndir

Ekkert sem toppar Las Vegas

Í vor fór Ólafur Hilmarsson ásamt tveimur félögum til Bandaríkjanna og hann segir að Las Vegas sé eftirminnilegasti staðurinn sem hann heimsótti. Meira
28. júlí 2002 | Bílar | 128 orð | 1 mynd

Fjölmörg farartæki á samgöngusafni

FÓLKSBÍLAR, vörubílar, jeppar, rúta, slökkvibílar, vegheflar, vélar og tæki eru nú til sýnis í hinu nýja sýningarhúsi í Skógum undir Eyjafjöllum. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 231 orð | 1 mynd

Gengið með leiðsögn um Gásir

Fram til 9. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 182 orð | 2 myndir

Gist í baðstofu í Möðrudal

Vilhjálmur Vernharðsson rekur ferðaþjónustuna Fjalladýrð efra fjalli í Möðrudal. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 54 orð | 1 mynd

Hótel fyrir konur

Konur sem eru á leið til Berlínar og vilja bara vera meðal kvenna ættu kannski að prófa að gista á hótelinu Intermezzo für Frauen. Hótelið hýsir eingöngu kvenfólk með einni undantekningu, drengir upp að 12 ára aldri eru velkomnir. Meira
28. júlí 2002 | Bílar | 256 orð

Hönnunartími bíla styttist

BÍLAFRAMLEIÐENDUR reyna að hraða hönnun og markaðssetningu nýrra bíla sem mest. Brýnt er að stytta þennan tíma sem mest þar sem áherslur og óskir neytenda geta breyst á skömmum tíma. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 731 orð | 3 myndir

Iðandi mannlíf við ströndina

ÍSLENDINGAR sem heimsækja Holland fara líklega oftast til Amsterdam en Rebekka Magnúsdóttir, sem búsett er í Haag þar í landi, segir að sú borg og næsta nágrenni hafi upp á ýmislegt að bjóða, sérstaklega yfir sumartímann. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 996 orð

Iðandi mannlíf við ströndina

ÍSLENDINGAR sem heimsækja Holland fara líklega oftast til Amsterdam en Rebekka Magnúsdóttir, sem búsett er í Haag þar í landi, segir að sú borg og næsta nágrenni hafi upp á ýmislegt að bjóða, sérstaklega yfir sumartímann. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 64 orð

Í skoðunarferð um Lissabon

FYRIRTÆKIÐ Cityline í Lissabon í Portúgal býður nú gestum borgarinnar að koma í skoðunarferð með strætisvögnum sínum og fara um borð í þá og frá borði þegar hentar. Farið er á hálftíma fresti frá aðalstöð þeirra í Marqués de Pombal. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 460 orð | 2 myndir

Ísland Hornstrandir Hornstrandir ehf.

Ísland Hornstrandir Hornstrandir ehf. er fyrirtæki á Ísafirði sem er á sumrin með áætlunarsiglingar í Aðalvík, Hornvík, Hesteyri og á fleiri staði á þessum slóðum. Fyrirtækið býður líka upp á ýmsar skipulagðar ferðir. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 392 orð | 2 myndir

Kýrnar viku fyrir blikkbeljum

Á SAMGÖNGUMINJASAFNINU á Ystafelli geta gestir nú virt fyrir sér gamla og sjaldséða farkosti í skemmu sem sérstaklega var byggð yfir safnið. Það má segja að blikkbeljurnar hafi tekið völdin því kúabúskapur hefur verið lagður niður á býlinu. Meira
28. júlí 2002 | Bílar | 275 orð

Leigja bílaleigum notaða bíla

BÍLAUMBOÐIN Bílheimar og Ingvar Helgason hafa í sumar leigt nokkrum bílaleigum allmarga tugi notaðra bíla. Meira
28. júlí 2002 | Bílar | 135 orð | 1 mynd

Peugeot og Toyota undirbúa 007

BRESKA bílablaðið Auto Express greinir frá því nýlega að Peugeot hafi hannað smábíl í samvinnu við Toyota sem komi líklega á markað eftir þrjú ár. Þar sem allt sé ennþá á leyndarmálastigi varðandi bílinn er hann nefndur 007. Meira
28. júlí 2002 | Bílar | 614 orð | 4 myndir

Samgöngusafn byggt upp á tveimur árum

BYGGÐASAFNIÐ í Skógum hefur komið upp nýju sýningarhúsi sem hefur að geyma sýningu sem nefnd er Samgöngur á Íslandi . Þar getur að líta tækniminjar og samgöngutæki og er sýnd þróunin frá hestafli til vélarafls. Meira
28. júlí 2002 | Ferðalög | 134 orð | 1 mynd

Útreiðatúrar á tveggja tíma fresti

Sportferðir ehf. eru á sumrin með hestaleigu á Kaupangi innan við Akureyri. Þar er á tveggja tíma fresti boðið upp á skipulagðar ferðir inn Eyjafjarðarbakka og geta ferðamenn bara komið á staðinn þegar hentar eða pantað fyrirfram. Meira

Fastir þættir

28. júlí 2002 | Dagbók | 814 orð

(1. Kor. 12.8.)

Í dag er sunnudagur 28. ágúst, 209. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda. Meira
28. júlí 2002 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 29. júlí, er sextugur Pétur Sigurðsson, skipstjóri, Marklandi 8, Reykjavík. Eiginkona hans Sigríður Jónsdóttir lést 1993. Pétur er staddur á afmælisdaginn hjá sonum sínum og fjölskyldum í... Meira
28. júlí 2002 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Nk. mánudag, 29. júlí, er sjötugur Sigurður Axelsson, fyrrverandi forstjóri, Hvannalundi 8, Garðabæ. Eiginkona hans er Hrafnhildur Kristinsdóttir . Meira
28. júlí 2002 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Á morgun, mánudaginn 29. júlí, er níræð Margrét Scheving, Hringbraut 45, Reykjavík. Margrét er að heiman á... Meira
28. júlí 2002 | Fastir þættir | 790 orð | 1 mynd

Á rauðu ljósi

Mesta ferðahelgi ársins er eftir viku. Á slíkum tímamótum er nauðsynlegt að líta á þær reglur, sem okkur ber að fara eftir í samskiptum hvert við annað. Sigurður Ægisson rifjar hér upp af því tilefni skráð og óskráð lög Guðs og manna. Meira
28. júlí 2002 | Fastir þættir | 379 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SÍÐASTLIÐINN áratug hafa þrjár þjóðir haft nokkra yfirburði í kvennaflokki - Hollendingar, Þjóðverjar og Englendingar. Það kom því engum á óvart að þessar þjóðir skyldu skipa sér í efstu sætin á EM í Salsomaggiore. Meira
28. júlí 2002 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Hvammstangakirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni þau Guðrún Helga Marteinsdóttir og Hörður Gylfason . Þau eru búsett í... Meira
28. júlí 2002 | Dagbók | 137 orð | 1 mynd

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Tónleikar kl. 20. Aivars Kalejs frá Lettlandi leikur. Neskirkja. Leikjanámskeið Neskirkju 29. júlí til 2. ágúst frá kl. 13-17. Skráning í síma 511-1560. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bænahópur kl. 20. Meira
28. júlí 2002 | Dagbók | 58 orð

LOGNSÆR

Kvika, mjúka bylgjubrjóst, bældu þína sorg og gleði. Hvíldu þig svo létt og ljóst við lognsins frið og breyttu ei geði. Loftsins straumar líða hægt, lyfta þér svo blítt og vægt, stíga hljótt hjá risabarnsins beði. Meira
28. júlí 2002 | Fastir þættir | 253 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 e6 2. Rf3 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 d5 5. c4 c6 6. O-O Bd6 7. b3 De7 8. Bb2 O-O 9. Dc1 Rbd7 10. Ba3 Re4 11. Bxd6 Dxd6 12. Rbd2 b6 13. Db2 Bb7 14. Hac1 Hac8 15. Hfd1 Hfd8 16. e3 De7 17. Re1 Ba8 18. Rd3 Dd6 19. b4 De7 20. a3 Bb7 21. c5 Ba6 22. Rf3 Bxd3 23. Meira
28. júlí 2002 | Fastir þættir | 466 orð

Víkverji skrifar...

Breska hljómsveitin Pink Floyd hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá Víkverja. Meistaraverkin Dark Side of the Moon, Wish You Were Here og The Wall hljóma oft úr hátölurum Víkverja, svo einhverjar plötur sveitarinnar séu nefndar. Meira

Sunnudagsblað

28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 819 orð | 2 myndir

Á ekki að fara að koma með eitt lítið?

Hvað segirðu; hvernig ganga strákamálin? Ertu eitthvað að slá þér upp? Ertu komin með gæja? Hvernig er það; á ekki að fara að koma með eitt lítið? Eruð þið farin að spá í annað? En frábært, ertu ólétt: Var þetta planað? Eða var þetta kannski ...slys? Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1684 orð | 2 myndir

Byggingar um alla borg

"Mér hefur samið við alla menn," segir Sveinbjörn Sigurðsson byggingameistari þegar hann lítur yfir farinn veg. Bjarni Benedikt Björnsson ræddi við Sveinbjörn, sem er stofnandi elsta starfandi byggingafyrirtækis landsins. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 568 orð | 2 myndir

Byggjum á farsælli reynslu

ALLS eiga Sveinbjörn Sigurðsson og kona hans, Helga Kristinsdóttir, fimm börn. Anna María er gullsmiður, Kristinn er byggingafræðingur, og Árni, Sigurður og Sveinbjörn eru allir byggingameistarar og eigendur fjölskyldufyrirtækisins ásamt föður sínum. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1933 orð | 5 myndir

Dagurinn myrkur sem nótt

Á Svalbarða ríkir heimskautsnóttin frá miðjum nóvember til janúarloka. Myrkrið kom Hrafnhildi Hannesdóttur ekki á óvart, en hún eins og aðrir eyjaskeggjar fagnaði komu sólar um miðjan febrúar, en nú ríkir nóttlaus voraldar veröld. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 3612 orð | 1 mynd

Framtíðin er björt því efniviðurinn er nægur

Þær hafa vakið athygli að undanförnu fyrir söng sinn og einnig fyrir að vera í hópi fyrstu söngvaranna sem fastráðnir eru við Íslensku óperuna. Þótt leiðir þeirra í söngnum séu ólíkar sjá þær nú fram á sameiginlegan starfsvettvang um tíma. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 718 orð | 1 mynd

Gamla, slitna teppið!

"Það eyðist sem af er tekið," segir gamalt máltæki. Líklega á þetta við um flest nema þá kannski ástina - hún er sögð eins og móðurmjólkin sem eykst víst því meira sem barnið sýgur. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1595 orð | 3 myndir

Hótel á hjara veraldar

Hótel Norðurljós á Raufarhöfn er dálítið eins og Melrakkasléttan sjálf. Til að sjá fegurð og gæði þarf að skoða nánar. Þetta sérstæða hótel á sér óvenjulega sögu, eins og Guðmundur Guðjónsson fékk að heyra er hann hitti Erling Thoroddsen hótelstjóra í slagviðri á Sléttu á dögunum. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 2129 orð | 6 myndir

Íslensk ljósmóðir í Hong Kong

Verða börn hörundsdökk ef móðirin drekkur mikið kók eða sérlega gáfuð ef hún borðar mikið af gulrótum á meðgöngutímanum? Hafa spámenn áhrif á velgengni þeirra og lán? Hulda Þórey Garðarsdóttir, ljósmóðir í Hong Kong, segir Kristínu Gunnarsdóttur frá ólíkum viðhorfum til meðgöngu og barnsfæðinga í fjölþjóðlegum menningarheimi. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 205 orð

Kaffismælki

* Kaffi er mikils metinn drykkur víðast hvar í heiminum og á eftir vatni er kaffi sá drykkur sem kemur oftast inn fyrir varir jarðarbúa. Það vekur athygli að Norðurlandabúar innbyrða mest af kaffi á hvern íbúa. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 1185 orð | 1 mynd

Landsbókasafnið gegnir fjölþættu hlutverki

Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir hefur tekið við starfi landsbókavarðar. Hér segir hún Kristínu Gunnarsdóttur frá safninu, framtíðarstefnu og draumum en hún vill opna safnið meira og meðal annars bjóða almenningi upp á fróðlega og skemmtilega dagskrá. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 745 orð | 1 mynd

Langur eða stuttur kaffibolli

ÍTÖLSKUM þemamánuði lýkur í dag hér á Sælkerasíðunni með umfjöllun um hina miklu list að búa til gott kaffi. Ítalía kemur fljótt upp í hugann þegar kaffi berst í tal, enda eru þeir miklir meistarar í espresso-kaffi gerð. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 3550 orð | 3 myndir

Merkar rannsóknir íslenskra vísindamanna

Saga íslenskra vísindarannsókna á faraldsfræði og erfðum vara- og gómskarða nær nú orðið yfir meira en þrjá áratugi. Hér á landi er að finna stærstu kynbundnu holgómaætt í heimi. Björgvin Hilmarsson kynnti sér þessa merku sögu. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 3359 orð | 3 myndir

Við þurfum að nýta auðlindirnar

Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir minnihlutahóp meðal umhverfisverndarsinna standa fyrir ófrægingarherferð gegn Kárahnjúkavirkjun þar sem íslenskir hagsmunir séu ekki hafðir í fyrirrúmi. Björn Jóhann Björnsson ræddi við Friðrik um umhverfisþátt virkjunarinnar og fjárhagshlið framkvæmdarinnar sem byrjað verður á nú í sumar og haust. Meira
28. júlí 2002 | Sunnudagsblað | 335 orð | 2 myndir

Vín vikunnar

Á ÍTALÍU eru flest vínfyrirtæki fjölskyldufyrirtæki og eitt stærsta fjölskyldufyrirtækið á þessu sviði í landinu er Pasqua. Það hefur aðsetur í Verona og koma flestar víntegundir fyrirtækisins frá Veneto-svæðinu þar í kring. Meira

Barnablað

28. júlí 2002 | Barnablað | 273 orð | 1 mynd

Allskonar sniðugt

Loksins er komið út almennilegt Íslandskort fyrir börn, sem sýnir teiknaða mynd af öllu Íslandi. Inn á kortið eru merktir helstu staðir þar sem eitthvað merkilegt gerðist í sögu Íslands, líka hvað er gaman að skoða og sjá. Meira
28. júlí 2002 | Barnablað | 664 orð | 6 myndir

Brunandi bílaleikir

Það eru margir sem fara í ferðalag um næstu helgi með mömmu og pabba. Og allir krakkar vita hvað það getur verið óþolandi leiðinlegt að sitja í bílnum í marga klukkutíma og hafa ekkert að gera. Meira
28. júlí 2002 | Barnablað | 422 orð | 3 myndir

Og gettu nú!

Það er fátt sem er betra fyrir heilabúið en að reyna vel á það, alveg einsog vöðvana í líkamanum. Notaðu því tímann á meðan þú situr kyrr í bílnum og farðu í smáheilaleikfimi með því að reyna að svara þessum gátum. Sumar eru vel strembnar. Meira
28. júlí 2002 | Barnablað | 57 orð | 2 myndir

Pennavinkonur

Ég heiti Björk, er 8 ára og óska eftir pennavinkonum á aldrinum 8-10 ára. Áhugamál mín eru ferðalög, sund, píanóleikur og margt fleira. Björk Úlfarsdóttir, Skógarhíð 3 220 Hafnarfirði. Ég óska eftir pennavinkonu á aldrinum 9-11 ára. Ég er sjálf 9 ára. Meira
28. júlí 2002 | Barnablað | 222 orð | 3 myndir

Skemmtið ferðafélögunum

Nonni og Gunni voru á puttaferðalagi í skógi þar sem þeir sáu tilsýndar brjálaðan björn. Nonni tók af sér bakpokann og henti honum á jörðina. Gunni: Hvað ertu að gera? Þú munt aldrei geta hlaupið undan birninum. Nonni: Skiptir ekki máli. Meira

Ýmis aukablöð

28. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 517 orð | 1 mynd

Fjölhæfur Farina

Þrátt fyrir ótvíræða hæfileika og reffilegt og aðlaðandi fas hefur Dennis Farina aldrei tekist að festa sig í sessi sem aðalleikari í kvikmyndaborginni. Hann stingur markvisst upp kollinum en oftast í áberandi aukahlutverkum sem hann leysir jafnan með prýði. Farina er fæddur leikari og lætur jafn vel að leika illmenni sem gamanhlutverk og flest þar á milli. Meira
28. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 455 orð | 2 myndir

Malbik og menning

Á örskömmum tíma í kvikmyndasögu landsins er tveimur fornfrægum musterum bíómenningar í borginni lokað fyrir fullt og allt: Bíóborginni, eða Austurbæjarbíói eins og það hét lengst af, og Stjörnubíói. Þar er skarð fyrir skildi. Meira
28. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 1680 orð | 3 myndir

Vitlaus, vitlausari ...

ÖLL höfum við gaman af að hlæja að óförum annarra, ekki verra að þær séu dálítið ýktar. Aulafyndnin lifir - það blasir við þegar skoðað er úrvalið í kvikmyndahúsunum. Sæbjörn Valdimarson leit yfir feril yngri karlpeningsins í hópi aðalleikara þessa ómissandi kvikmyndageira, mældi stöðu þeirra og spáði í framtíðina. Um helgina er heimsfrumsýning Austin Powers in Goldmember, þeirrar nýjustu, sumir spá þeirrar stærstu. Meira
28. júlí 2002 | Kvikmyndablað | 321 orð | 1 mynd

Önnur kvikmynda-hátíðin í Gimli

KVIKMYNDAHÁTÍÐARNEFNDIN í vestur-íslenska bænum Gimli lætur ekki deigan síga og heldur sína aðra hátíð dagana 31. júlí-5. ágúst nk. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.