Greinar miðvikudaginn 11. september 2002

Forsíða

11. september 2002 | Forsíða | 130 orð

27 látnir og margra saknað

AÐ minnsta kosti 27 manns hafa farist í miklum flóðum í Suður-Frakklandi en 12 manna er enn saknað. Heldur var farið að draga úr þeim í gær og veður að batna. Meira
11. september 2002 | Forsíða | 303 orð | 1 mynd

Óábyrgt að stöðva ekki Íraka

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, varaði í gær við því að til "aðgerða" yrði gripið ef Saddam Hussein, forseti Íraks, neitaði að hlíta ályktunum Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlit. Meira
11. september 2002 | Forsíða | 119 orð

Talið að jafnaðarmenn haldi velli

GÖRAN Persson og Jafnaðarmannaflokkur hans virðast öruggir með að halda velli í þingkosningunum er fram fara í Svíþjóð á sunnudaginn, þrátt fyrir að bandalag stjórnarandstöðuflokkanna hafi á allra síðustu dögum styrkt stöðu sína. Meira

Fréttir

11. september 2002 | Erlendar fréttir | 16 orð

11. september á Netinu

Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, fjallar einnig í máli og myndum um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september í... Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 41 orð

Afmælissýning í Gullsmára

GUÐRÚN Jóhannesdóttir hefur opnað myndlistarsýningu í félagsheimilinu Gullsmára við Gullsmára 13 í Kópavogi í tilefni af áttræðisafmæli sínu. Sýningin er opin á sama tíma og félagsheimilið, kl. 9 til 17 alla virka daga. Meira
11. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Akureyrarhlaup

AKUREYRARHLAUP (Akureyrarmaraþon) verður þreytt laugardaginn 14. september og hefst það kl. 12. Hlaupið er þrískipt, 3 km skemmtiskokk, 10 km hlaup og hálfmaraþon (21,1km). Meira
11. september 2002 | Erlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Allir flugræningjarnir nafngreindir

ARABÍSKA gervihnattasjónvarpsstöðin Al-Jazeera sendi út í gær langa útdrætti úr myndbandi, þar sem heyra má rödd manns sem sögð er vera Osama bin Laden nefna alla mennina nítján sem frömdu flugránin í Bandaríkjunum hinn 11. september í fyrra. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Átta sækja um starf framkvæmdastjóra

ÁTTA sóttu um starf framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Suðurnesjum sem auglýst var laust til umsóknar í ágúst. Eftirtaldir sóttu um starfið: Aðalsteinn J. Magnússon, rekstrarhagfræðingur, Jónína A. Sanders, viðskiptafræðingur MBA, Óskar J. Meira
11. september 2002 | Erlendar fréttir | 1128 orð | 2 myndir

Átti fund með bin Laden í Afganistan

HAUSTIÐ 1999 var Egyptinn Mohammed Atta 31 árs gamall nemi í húsagerðarlist í Þýskalandi, óþekktur maður en þegar staðráðinn í að ráðast með eftirminnilegum hætti á þá sem hann taldi óvini sína, segir í grein í The New York Times . Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð

Bílvelta á Jökuldal

TVEIR erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir úr bílveltu síðdegis í gær. Ferðalangarnir voru á bílaleigubíl og valt hann eina veltu niður brattan vegkant á Jökuldal og hafnaði á hjólunum. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er jeppinn talinn... Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 1057 orð | 3 myndir

Búnaður fyrir björgunarbáta markaðssettur í Noregi

Þorbjörn Á. Friðriksson, uppfinningamaður og efnafræðingur, hefur hannað útskotsbúnað fyrir björgunarbáta og annað honum tengt og fengið einkaleyfi á búnaðinum í grundvallaratriðum. Í spjalli við Steinþór Guðbjartsson kemur meðal annars fram að þessi búnaður er sá eini sem norska vottunarfyrirtækið Norsk Veritas viðurkennir og að framundan er markaðsátak í Noregi. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 615 orð

Dreifð eignaraðild ætti að vera forsenda sölu

ÞRÓUN MÁLA í viðræðum einkavæðingarnefndar um sölu á ráðandi hlut í Landsbanka Íslands kemur formönnum stjórnarandstöðuflokkanna ekki á óvart. Ekki heldur hitt að strax eigi að ráðast í sölu á umtalsverðum hluta í Búnaðarbankanum. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 100 orð

Drög að lokaskýrslu send málsaðilum

DRÖG að lokaskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi um flugatvikið á Gardermoen flugvelli í janúar sl. verða send málsaðilum til umsagnar í vikunni. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 47 orð

Eftirgrennslan þar sem boð skiluðu sér ekki

KONUR sem farið var að svipast um eftir í gærmorgun á hálendinu milli Landmannalauga og Hólaskjóls komu fram um hádegisbilið í gær á tjaldstæðinu í Vík í Mýrdal. Meira
11. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 508 orð

Einungis heimild fyrir fjórum dagvistarrýmum

BÆJARSTJÓRI Mosfellsbæjar og formaður félagsmálanefndar hafa óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra þar sem ítreka á beiðni um styrk til byggingar á hjúkrunarheimili og að heimild verði veitt til reksturs á fleiri dagvistarrýmum í bænum. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ferðir milli Reykjavíkur, Bakka og Eyja byrja á föstudag

FLUGFÉLAG Vestmannaeyja og ferðaþjónustufyrirtækið Viking Tours hefja áætlanaferðir milli Reykjavíkur og Eyja á föstudag þar sem Herjólfur fer í slipp á mánudag. Er búist við að Herjólfur verði frá í nokkrar vikur. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 145 orð

Fjórtánda starfsár Söngseturs Esterar Helgu

SÖNGSETUR Estherar Helgu fagnar fjórtánda starfsári sínu og opnar veturinn í nýju húsnæði að Auðbrekku 2, Kópavogi. Starfsemi skólans verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Fjögurra tonna hrefna í nót fiskibáts

HREFNA kom í nót dragnótarbátsins Benjamíns Guðmundssonar SH í gær þegar hann var á veiðum á Breiðafirði. Hvalurinn var dasaður þegar skipverjar uppgötvuðu hann í nótinni en tókst að losa sig úr pokanum. Meira
11. september 2002 | Erlendar fréttir | 747 orð

Fórnarlamba minnst með ýmsum hætti

ÁRÁSIN á Bandaríkin fyrir nákvæmlega ári mun óhjákvæmilega setja svip sinn á líf fólks þar vestra í dag, 11. september. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 785 orð

Framtíð ferjusiglinga til umræðu

NEFND um framtíð ferjusiglinga um Breiðafjörð ræddi við heimafólk í Skáleyjum og Flatey í gær varðandi samgöngur yfir Breiðafjörð og önnur nefnd starfar í sambandi við samgöngur til Vestmannaeyja en þær eiga báðar að skila af sér fyrir áramót. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 122 orð

Frekari virkjanaframkvæmdum verði hafnað

HALDINN var félagsfundur í kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi 7. september 2002. Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins fjallaði um stjórnmál líðandi stundar. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fyrirlestur um félagslega endurhæfingu og refsingar

DR. KERSTIN Svensson, lektor við Háskólann í Lundi, verður gestur Félagsráðgjafar við Háskóla Íslands dagana 11.-14. september nk. Sérsvið dr. Svenson innan félagsráðgjafar er félagsleg endurhæfing í fangelsum og réttarkerfi. Rannsóknir hennar hafa m.a. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Fyrsta síldin á land á Hornafirði

NÓTASKIPIÐ Steinunn SF kom með fyrstu síldina á vertíðinni til Hornafjarðar í gærmorgun. Sama skip kom með fyrstu síldina á síðustu vertíð; þá nefndist skipið Arney KE. Þetta var þremur dögum fyrr en nú en síldin veiddist á sömu slóðum í... Meira
11. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Fyrstu námskeið vetrarins að hefjast

VETRARSTARF Símenntunar Háskólans á Akureyri er að hefjast um þessar mundir og verður námskrá kynnt á næstu dögum. Fyrsta námskeið verarins verður 17. september næstkomandi, en það er "Talnalykill - Staðal- og markbundið próf í stærðfræði. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 93 orð

Gefur kost á sér í Norðvesturkjördæmi

MAGNÚS Stefánsson alþingismaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Magnús hefur setið tæp tvö kjörtímabil á Alþingi sem þingmaður í Vesturlandskjördæmi. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Góð kornuppskera í Mýrdal

KORNSLÁTTUR er að hefjast á bænum Skammadal í Mýrdal og voru bræðurnir Guðgeir og Árni Sigurðarsynir að láta slá kornakurinn sinn þegar fréttaritara bar að garði. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð

Hafa ekki fengið upplýsingar um manninn

LÖGREGLUNNI á Keflavíkurflugvelli hafa ekki borist upplýsingar um mann sem stöðvaður var á flugvellinum á laugardag með falsað vegabréf. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 419 orð

Hagstæðasta lausnin verði fundin

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir að sér hafi ekki verið kynnt hugsanleg kaup Columbia Ventures á tvöfalda sæstrengnum Hibernia, sem liggur á milli Bretlands, Írlands, Kanada og Bandaríkjanna, og hugmyndir fyrirtækisins um að mögulegt sé að tengja... Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 150 orð

Harlem Globetrotters væntanlegir

HARLEM Globetrotters koma hingað til lands í nóvember á vegum Körfuknattleikssambands Íslands og leika hér sex leiki víðs vegar um landið. Liðið kom hingað síðast fyrir níu árum eða haustið 1993. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Hálffullar vélar til Bandaríkjanna

FLIUGLEIÐIR fljúga með hálffullar vélar til Bandaríkjanna í dag, 11. september, þegar rétt ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 156 orð

Hefur mikinn kostnað í för með sér

STJÓRN Sorpu hefur í umsögn sinni um frumvarp umhverfisráðherra um meðhöndlun úrgangs, sem lagt var fram á Alþingi á síðasta löggjafarþingi, bent á að frumvarpið, verði það samþykkt, geti haft í för með sér mikla aukningu útgjalda fyrir sveitarfélögin. Meira
11. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 60 orð

Hjólreiðadagur nk. miðvikudag

UMFERÐARVIKA í Hafnarfirði 2002 verður haldin dagana 16.-22. september nk. en Umhverfisstofnun Evrópusambandsins hefur útnefnt sömu viku sem evrópska umferðarviku. Mánudagurinn 16. verður tileinkaður almenningssamgöngum og miðvikudagurinn 18. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 103 orð

Hópþjálfun Gigtarfélagsins

HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags Íslands er byrjuð aftur eftir sumarfrí og er mismunandi þjálfun í boði. Má þar nefna létta leikfimi, vefjagigtarhópa, bakleikfimi fyrir karlmenn og vatnsleikfimi. Meira
11. september 2002 | Erlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Hugsanlega um hryðjuverk að ræða

AÐ minnsta kosti 80 manns týndu lífi í gær á Indlandi og 180 slösuðust er hraðlest fór út af sporinu er hún var að fara yfir brú. Lenti einn lestarvagnanna úti í ánni en aðrir tveir héngu út af henni. Meira
11. september 2002 | Erlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Huntley látinn sæta frekari geðrannsókn

IAN Huntley kom fyrir rétt í Bretlandi í gær en hann er ákærður fyrir að hafa myrt stúlkurnar Holly Wells og Jessicu Chapman í síðasta mánuði. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 156 orð

Húsleit gerð hjá hlutdeildarfélagi Baugs í Færeyjum

STARFSMENN efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra gerðu húsleit í gær í höfuðstöðvum verslunarkeðjunnar SMS í Færeyjum, sem Baugur Group er helmingshluthafi í. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 850 orð | 1 mynd

Hvaða þýðingu hefur fullveldi?

Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fæddist 27. júní 1958 á Akureyri. Lauk stúdentsprófi frá MA 1978 og embættisprófi í lögfræði árið 1985. Meira
11. september 2002 | Erlendar fréttir | 560 orð | 1 mynd

Hvers konar menn og hvers vegna?

ÁRI eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum er enn margt á huldu um flugræningjana 19. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 39 orð

Hægt að kjósa í sænska sendiráðinu

ÞINGKOSNINGAR verða í Svíþjóð 15. september n.k. Svíum, sem eru á kjörskrá í Svíþjóð, er velkomið að greiða atkvæði í Sendiráði Svíþjóðar í Lágmúla 7 alla virka daga til og með 12. september kl. 9-12, segir í frétt frá... Meira
11. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 69 orð | 1 mynd

Í sólskinsskapi

ÞÆR voru í sólskinsskapi vinkonurnar Hafdís og Elva Katrín þar sem þær gerðu stuttan stans á Ráðhústorgi til að njóta veðurblíðunnar á leið heim út skólanum í gær. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Jafnréttisbarátta í skákheiminum

HARPA Ingólfsdóttir var ein fjögurra skákmanna í liði Menntaskólans í Hamrahlíð sem sigruðu á Norðurlandamóti framhaldsskóla með miklum yfirburðum í Svíþjóð um síðustu helgi. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð

Keikó lasinn og fær "mömmu" til sín

HÚN er nefnd mamma Keikós í Adressavisen í Þrándheimi, hún Þorbjörg Kristjánsdóttir, sem þjálfaði háhyrninginn Keikó um hálfs árs skeið á Íslandi fyrr á árum. Hún hefur nú verið kölluð til Noregs til að annast Keikó með Colin Baird, þjálfara hans. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kynningarfundur um jógakennslu

HELGINA 20.-22. september hefst jógakennaraþjálfun á vegum Yoga Studio. Þjálfun hefur verið haldin síðan 1997 og er orðinn fastur liður í starfsemi jógastöðvarinnar. Kennari er sem fyrr Ásmundur Gunnlaugsson. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 308 orð

Kynntu sér leitarstarfið

FORELDRAR Ítalans Davides Paitas, sem saknað hefur verið síðan 10. ágúst, halda aftur til Ítalíu í dag. Þau hafa dvalið hér á landi undanfarna daga og kynnt sér hvernig leitarstarfi vegna hvarfs sonar þeirra var háttað. Meira
11. september 2002 | Suðurnes | 725 orð | 3 myndir

Landnámsþorp lífvætt með fólki að störfum

Í FRUMDRÖGUM að landnámsþorpi við Fitjar í Njarðvík er gert ráð fyrir að svæðið verði afmarkað frá umhverfi sínu með háum görðum. Inni á svæðinu verði síðan aðstaða til að fræða gesti og skemmta, auk aðstöðu fyrir víkingaskipið Íslending. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð

Langholtsskóli heldur upp á 50 ára afmæli

LANGHOLTSSKÓLI í Reykjavík fagnar 50 ára afmæli á þessu hausti. Laugardaginn 28. september verður haldin afmælishátíð í skólanum með tilheyrandi sýningu á verkefnavinnu nemenda í gegnum árin. Einnig verður gefið út 50 ára afmælisblað Langholtsskóla. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á bílastæði við Gerðuberg 6. ágúst sl., einhvern tíma á milli klukkan 12:50 og 16:00. Ekið var á vinstra framhorn blárrar Volkswagen Golf-bifreiðar. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Magnús Magnússon heiðursrektor

MAGNÚS Magnússon, sjónvarpsmaðurinn kunni á Bretlandseyjum og rithöfundur, hefur verið skipaður heiðursrektor Caledonian-háskólans í Glasgow í Skotlandi og tekur hann formlega við embættinu 10. október næstkomandi. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Markmiðið að auka ferðalög og koma á samstarfi skóla

STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra, og Bjarni Djurholm, atvinnumálaráðherra Færeyja, undirrituðu í gær samstarfssamning um ferðamál milli landanna tveggja. Samningurinn tekur gildi 1. janúar næstkomandi og gildir í þrjú ár. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Málþing um tungutækni og notkun tölva

DAGANA 12.-14. september gengst Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands fyrir málþingi um tungutækni og notkun tölva við tungumálarannsóknir, þýðingar og tungumálakennslu. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 232 orð

McDonald's lokað í miðbænum

KFUM og KFUK eru nú að athuga með sölu eða leigu á Hressingarskálanum, eða Hressó, í Austurstræti en þar er nú McDonald's-veitingastaður til húsa. Kjartan Örn Kjartansson, eigandi Lystar ehf. Meira
11. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 187 orð | 1 mynd

Meiri áhersla lögð á einkarými

NÝTT sambýli fyrir fimm fatlaða einstaklinga hefur verið tekið í notkun á Sólheimum 21b í Reykjavík. Meira
11. september 2002 | Landsbyggðin | 790 orð | 2 myndir

Merkt menningarsetur með nema hvaðanæva af landinu

AÐ viðstöddu fjölmenni var síðastliðinn laugardag haldinn hátíðarfundur í Hóladómkirkju til að minnast hundrað og tuttugu ára afmælis skólans, að aflokinni brautskráningu nemenda liðins skólaárs, en þar var um að ræða sjö tamningamenn, fimm... Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Mikil úrkoma

"Mér finnst rigningin góð," gæti litla hnátan hún Embla Eir Kristinsdóttir verið að hugsa þar sem hún situr á bekk í Seljugerði í Reykjavík. Óvenju mikil rigning var í Reykjavík í gær. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

Námskeið gegn reykingum

Í HEILSUSTOFNUN NLFÍ, Hveragerði, er til boða vikudvöl með námskeiði gegn reykingum. "Mörg námskeið hafa verið haldin á liðnum árum með góðum árangri. Meira
11. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Námskeið í ensku kynnt á bókasafni

SÍMENNTUN Háskólans á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri kynna þau enskunámskeið sem í boði verða í vetur á Amtsbókasafninu laugardaginn 14. september frá kl. 10 til 14. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Námskeið í gerð viðskiptaáætlana

PÁLL Kr. Pálsson kennir hvernig gera á góða viðskiptaáætlun á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ sem hefst þriðjudaginn 24. sept. kl. 16:00. Þetta er ítarlegt námskeið sem lýkur í nóvember og verður fjallað er um öll atriði við gerð viðskiptaáætlana s.s. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Niðurgrafinn í farveg Krossár

JEPPI, sem hefur setið fastur í farvegi Krossár frá verslunarmannahelgi, kom í ljós þegar áin færði sig um set í miklum rigningum fyrir rúmri viku. Jeppinn hafði þá grafist djúpt niður í farveg árinnar og er fullur af sandi og grjóti. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 162 orð

Nítján tilboð í Þórsmerkurveg

NÍTJÁN tilboð bárust í uppbyggingu Þórsmerkurvegar frá varnargarði og út fyrir Nauthúsagil, en tilboð voru opnuð á mánudag. Þrír aðilar buðu mjög svipaða upphæð í verkið. Meira
11. september 2002 | Miðopna | 1887 orð | 4 myndir

Norðlingaölduveita - Þróun og staða

Því miður hefur umræðan í fjölmiðlum um Norðlingaölduveitu oft byggst á misskilningi og margir gera sér ekki ljóst að heimild fyrir miðlunarlóni var, með tilteknum skilyrðum, hluti af friðlýsingunni, segir Jóhann Már Maríusson. Um þetta varð samkomulag milli Landsvirkjunar og náttúruverndarráðs. Meira
11. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Nýir eigendur taka við Stíl

TVEIR ungir Akureyringar, þeir Steingrímur Pétursson viðskiptafræðingur og Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafnar, hafa keypt Stíl ehf. á Akureyri. Gunnar Kr. Jónasson hefur átt og rekið Stíl frá árinu 1983. Meira
11. september 2002 | Erlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Orrustuvélar á lofti yfir helstu borgum

GRIPIÐ hefur verið til mikilla öryggisráðstafana í Bandaríkjunum af ótta við, að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða nú þegar ár er liðið frá hryðjuverkunum í New York og Washington. Meira
11. september 2002 | Erlendar fréttir | 107 orð

"Heimurinn" með forystu

JAFNRÆÐI var með Rússum og "heiminum" í sjöttu og sjöundu umferð skákmótsins í Moskvu í gær. Að þeim loknum stóðu leikar þannig, að heimurinn hafði fengið 35,5 vinninga en Rússar 34,5. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 1164 orð | 1 mynd

"Hvaða val er verið að tala um?"

Talið er að nokkur þúsund konur séu seldar mansali frá Eystrasaltsríkjunum til Norðurlandanna á hverju ári. Stjórnvöld í löndunum eru nú í herferð gegn mansali og henni stýrir Gunnilla Ekberg, sænskur lögfræðingur og félagsráðgjafi. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

"Þetta er mér enn ofarlega í huga"

Í GÆR voru 60 ár liðin frá því að skotið var með vélbyssu úr þýskri herflugvél á íbúðarhúsið Hamar á Breiðdalsvík. Af því tilefni afhjúpaði Birgir Einarsson, sem bjó í húsinu þegar árásin var gerð, minningarskjöld sem hann lét gera um atburðinn. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 237 orð

Sameiginleg heimasíða gegn verslun með konur

HEIMASÍÐU, átak Norðurlanda og Eystrasaltsríkja gegn verslun með konur, hefur verið hleypt af stokkunum. Á heimasíðunni má finna allar upplýsingar um sameiginlega mismunandi tengiliði. Slóðin er: http://www.nordicbalticcampaign.org. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 169 orð

Samningastjórnun í heilbrigðisþjónustu

INGVAR Karlberg prófessor hjá Norræna heilbrigðisháskólanum í Gautaborg heldur námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk og embættismenn hjá Endurmenntun HÍ föstudaginn 13. sept. kl. 14-18. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Samningur um norræna lögreglusamvinnu endurskoðaður

NORRÆNI lögreglusamvinnusamningurinn sem Ísland gerðist aðili að árið1972, var undirritaður í endurskoðaðri mynd í Åbo í Finnlandi á fundi ríkislögreglustjóra Norðurlandanna 2. til 3. september sl. Tekur hinn endurskoðaði samningur gildi 1. janúar 2003. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 1208 orð | 1 mynd

Segir að ekkert knýi á um að hún söðli um

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun, þar sem fram kom að hún hygðist ekki bjóða sig fram til Alþingis í vor. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 406 orð

Skoðanamunur vegna sölu LÍ

STEINGRÍMUR Ari Arason, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna og fyrrum aðstoðarmaður fjármálaráðherra, hefur sagt sig úr framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Tilkynnti hann þetta í bréfi í gær til forsætisráðherra. Geir H. Meira
11. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Starfsþróun í eyfirskum fyrirtækjum

"STARFSÞRÓUN í eyfirskum fyrirtækjum" er yfirskrift ráðstefnu sem haldinn verður í dag, miðvikudaginn 11. september, frá kl. 13 til 16.30 í Kvosinni, sal MA. Meira
11. september 2002 | Erlendar fréttir | 721 orð | 1 mynd

Stríð - en ólíkt öðrum

"BANDARÍKIN eiga í stríði," endurtekur George W. Bush Bandaríkjaforseti. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 127 orð

Styrktartónleikar í Hafnarfirði

FIMMTUDAGSKVÖLD 12. september verða haldnir tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju og mun allur ágóði af miðasölu renna óskiptur til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur og fjölskyldu hennar, en Kristín Inga lenti í alvarlegu slysi um miðjan ágústmánuð. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Tilbúin í lok september á næsta ári

VEGAGERÐIN hefur auglýst útboð vegna byggingar nýrrar brúar yfir Þjórsá og á byggingunni að vera að fullu lokið í lok september á næsta ári. Tilboðum skal skilað inn fyrir 30. september nk. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 138 orð

Tveir Búlgarar óska eftir hæli

TVEIR Búlgarar, kona um fimmtugt og þrítugur sonur hennar, gáfu sig fram við starfsfólk Rauða krossins í Reykjavík í gær og sögðust óska eftir hæli sem pólitískir flóttamenn á Íslandi. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð

Um 100 nemendur í Garðyrkjuskólanum

AÐSÓKNIN að Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi hefur sjaldan eða aldrei verið jafn góð því nú stunda um 100 nemendur nám við skólann. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð

Verkkvíði og frestunarárátta

SÁLFRÆÐINGARNIR Þórkatla Aðalsteinsdóttir og Einar Gylfi Jónsson kenna fólki ýmsar lausnir við verkkvíða og frestunaráráttu á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ 26. september og 3. október kl. 9:00-12:00. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 309 orð

Vill endurreisn flugs milli Íslands og S-Grænlands

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra lagði fram tillögu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun um að þriggja ára samningur verði gerður við grænlensku landsstjórnina um flug á milli Íslands og Narsarsuaq á Suður-Grænlandi. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 83 orð

Víðtækt rafmagnsleysi í Reykjanesbæ

MJÖG víðtækt rafmagnsleysi varð í Reykjanesbæ vegna óhapps við girðingarvinnu í Helguvík um klukkan 19 í gærkvöldi. Rafmagn fór af Leifsstöð og helmingi Keflavíkur, öllu Sandgerði og sömuleiðis Garði. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Vísur Vatnsenda-Rósu valda deilum

JÓN Ásgeirsson tónskáld hefur sagt sig úr STEFi, Samtökum tónskálda og eigenda flutningsréttar. Ástæðuna segir Jón vera þá að STEF hafi ekki verið reiðubúið að aðstoða hann við að ná fram rétti sínum, þegar höfundarréttur hans hefur verið vanvirtur. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 610 orð

Yfirlýsingar vegna umræðu um heilsugæslulækna

Í KJÖLFAR umræðu um heilsugæslulækna sem fram fór í útvarpi nýverið hefur Morgunblaðinu borist athugasemd frá stjórn Félags íslenskra heimilislækna auk fréttatilkynningar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og fara þær hér á eftir. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 311 orð | 2 myndir

Þeir stóru gefa sig

ALLMARGIR stórlaxar hafa verið dregnir á þurrt að undanförnu eins og ævinlega á haustdögum. Hefur og komið á daginn að víða eru þeir í ánum þrátt fyrir að þeirra hafi orðið lítið vart framan af og menn óttast að þeir væru að hverfa. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 239 orð

Þjóðahátíð Austfirðinga undirbúin

NÚ stendur yfir undirbúningur fyrir Þjóðahátíð Austfirðinga sem fram fer á Seyðisfirði 28. september nk. Þar munu Austfirðingar af erlendu bergi brotnir koma að með menningarviðburðum af ýmsu tagi. Meira
11. september 2002 | Innlendar fréttir | 1416 orð | 1 mynd

Þurfum að lögfesta hámarksbið sjúklinga

Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sótti á dögunum norræna ráðstefnu um heilbrigðiskerfið. Hún segir m.a. í samtali við Morgunblaðið að á ráðstefnunni hafi komið fram mikilvægi þess að samhæfa betur heilsugæsluna, sérfræðilæknisþjónustuna og sjúkrahúsþjónustuna. Meira
11. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 302 orð

Ætlað að auka félags- og tilfinningaþroska barna

HJÁ Reyni-ráðgjafastofu á Akureyri er komið út þjálfunarefnið Stig af stigi, sem ætlað er að auka félags- og tilfinningaþroska barna. Meira

Ritstjórnargreinar

11. september 2002 | Staksteinar | 361 orð | 2 myndir

Árviss vandi

Útgjöldin til heilbrigðismála hafa vaxið ár frá ári um langt skeið og heilbrigðismálin taka sífellt til sín stærri hlut ríkisútgjalda. Sú þróun getur ekki haldið endalaust áfram. Þetta segir Viðskiptablaðið. Meira
11. september 2002 | Leiðarar | 573 orð

Ellefti september

Ár er í dag liðið frá því að eitthvert skelfilegasta hryðjuverk sögunnar var framið, árásin á Tvíburaturnana í New York og bandaríska varnarmálaráðuneytið í Washington. Myndirnar af breiðþotunum er skullu á turnunum munu seint falla úr minni. Meira
11. september 2002 | Leiðarar | 391 orð

Svar borgarstjóra

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gaf í gær endanlegt og afdráttarlaust svar þeim, sem að undanförnu hafa skorað á hana að bjóða sig fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna á næsta ári. Meira

Menning

11. september 2002 | Fólk í fréttum | 202 orð | 1 mynd

Betamax gefur upp öndina

MYNDBANDAKERFIÐ Betamax virðist loksins vera að syngja sitt síðasta eftir að hafa háð tveggja áratuga vonlausa baráttu við VHS-kerfið um völd á myndbandstækjamarkaði. Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Biður Mette-Marit að bjarga Keikó

FRANSKA kvikmyndaleikkonan Brigitte Bardot, sem er mikill dýravinur og harður baráttumaður fyrir réttindum dýra, hefur sent Mette-Marit, krónprinsessu Noregs, opið bréf og biður hana um að aðstoða við að bjarga háhyrningnum Keikó svo hann verði ekki... Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 193 orð | 1 mynd

Féllst á dómsátt

HEATHER Mills, eiginkona Pauls McCartneys, hefur fallist á dómsátt í meiðyrðamáli sem hún höfðaði gegn breska blaðinu Sunday Mirror en blaðið hélt því fram að verið væri að rannsaka meint fjármálamisferli Mills í tengslum við söfnun sem hún stóð fyrir... Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 385 orð | 2 myndir

Fjarðarminni

Lög eftir Ingólf Steinsson sem syngur og leikur á gítar og munnhörpu. Textar einnig eftir Ingólf fyrir utan þrjú kvæði og eina þjóðvísu. Með Ingólfi spila Ásgeir Óskarsson og Steingrímur Guðmundsson á trommur, Haraldur Þorsteinsson og Richard Corn á bassa, Lárus H. Grímsson á hljómborð og flautu og Þórir Úlfarsson á hljómborð, o.fl. Flestar upptökurnar eru frá síðustu fjórum árum en þrjár frá árinu 1987. Meira
11. september 2002 | Kvikmyndir | 607 orð | 1 mynd

Í stríði við sjálfa sig

Leikstjórn: Kathryn Bigelow. Handrit: Louis Nowra og Christopher Kyle. Kvikmyndataka: Jeff Cronenweth. Tónlist: Klaus Badelt. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Liam Neeson, Peter Skarsgaard og Ingvar E. Sigurðsson. Bandar./Bretl./Þýs. 138 mín. Paramount Pictures 2002. Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Kemur ekki fram á væntanlegri plötu

FRAMTÍÐ bresku sveitarinnar Blur er í uppnámi um þessar mundir en upptökustjóri nýjustu plötu hennar, Fatboy Slim, staðhæfir að gítaristinn Graham Coxon sé hættur í bandinu. Meira
11. september 2002 | Menningarlíf | 63 orð

Kórinn Vox academica að hefja nýtt starfsár

KAMMERKÓRINN Vox academica er að hefja sjöunda starfsár sitt en kórinn var stofnaður árið 1996 af stjórnandanum Hákoni Leifssyni. Auk hinna árvissu aðventutónleika verður á dagskrá kórsins flutningur á Gloriu eftir Vivaldi í samstarfi við Háskólakórinn. Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Kraftur fjöldans

EIN fremsta hipp-hoppsveit samtímans er án efa Jurassic 5 sem gaf fyrir tveimur árum út hina frábæru skífu Quality Control , sem jafnframt var frumburður sveitarinnar. Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Leikur í mynd sonar síns

ÍTALSKA leikkonan Sophia Loren var viðstödd opnunarhátíð kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum sem lauk fyrir stuttu. Er þetta í fyrsta skipti sem Loren, sem er 67 ára, kemur á þessa hátíð. Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 159 orð | 1 mynd

Lirfan ljóta á alþjóðlega barnamyndahátíð

TÖLVUGERÐA teiknimyndin Litla lirfan ljóta hefur verið valin til sýningar á Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Chicago sem stendur frá 24. október til 3. nóvember. Yfir 4. Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 153 orð

MH - Norðurkjallari Peace-core.

MH - Norðurkjallari Peace-core. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20 og þeim lýkur rétt fyrir miðnætti. Líkur eru og á því að fjöllistahópurinn Ljótur hundur verði með "opinn hljóðnema". Aðgangur er 500 kr. Meira
11. september 2002 | Menningarlíf | 143 orð | 3 myndir

Námskeið um Grettissögu

FÉLAG háskólakvenna stendur fyrir námskeiði um Grettissögu í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið í september og fram í október. Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 1772 orð | 2 myndir

New York - Tókýó - Reykjavík

Quarashi halda heimkomutónleika í Höllinni á morgun. Gítarleikari sveitarinnar, Smári "Tarfur" Jósepsson, segir hér frá heimsreisu sveitarinnar ásamt eigin tónleikahátíðarflandri. Meira
11. september 2002 | Menningarlíf | 313 orð | 1 mynd

"Get einbeitt mér að því að æfa mig"

LÁRA Bryndís Eggertsdóttir organisti hlaut í gær styrk úr minningarsjóði Jean Pierre Jacquillats, sem var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1978-86. Meira
11. september 2002 | Menningarlíf | 823 orð | 1 mynd

Samspil sagna og samfélaga

Sagnaarfur Íslendinga var tekinn til þverfaglegrar fræðilegrar skoðunar í Borgarnesi um helgina. Heiða Jóhannsdóttir segir frá ráðstefnunni Sögur og samfélög. Meira
11. september 2002 | Leiklist | 795 orð | 1 mynd

Skökk á sálinni

Höfundur: Arnaldur Indriðason. Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson. Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson. Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 107 orð | 2 myndir

Smári hættir hjá Quarashi...

...og gengur til liðs við bandarísku harðkjarnasveitina Buried Alive! Meira
11. september 2002 | Fólk í fréttum | 94 orð | 2 myndir

Teikn í undirdjúpunum

ÞAÐ er andfætlingurinn Mel Gibson og félagar í Signs sem halda toppsætinu aðra vikuna í röð á lista yfir vinsælustu kvikmyndir helgarinnar. Fast á hæla hennar kemur svo kafbátamyndin K-19: The Widowmaker , "Íslendingamyndin" sem m.a. Meira
11. september 2002 | Menningarlíf | 1783 orð | 3 myndir

Telur STEF ekki hafa stutt sig í að fá höfundarrétt sinn virtan

Á SUNNUDAGSKVÖLD sýndi Sjónvarpið þátt um Jón Ásgeirsson tónskáld. Í þættinum sagði Jón frá því að hann hefði sagt sig úr STEFi, Samtökum tónskálda og eigenda flutningsréttar, Tónskáldafélagi Íslands og Íslenskri tónverkamiðstöð. Meira

Umræðan

11. september 2002 | Bréf til blaðsins | 421 orð | 1 mynd

Ástand rjúpnastofnsins Ástand rjúpnastofnsins hefur verið...

Ástand rjúpnastofnsins Ástand rjúpnastofnsins hefur verið til umræðu að undanförnu. Fram hafa komið tillögur um leiðir til að vernda stofninn sem í sjálfu sér er góðra gjalda vert. Meira
11. september 2002 | Aðsent efni | 895 orð | 2 myndir

Eru vatnsaflsvirkjanir sjálfbærar?

Margir eru undrandi og reiðir, segja Magnús Jóhannsson og Rannveig Magnúsdóttir, yfir því að farið hafi verið bakdyramegin við lögin og Kárahnjúkavirkjun rekin í gegn. Meira
11. september 2002 | Aðsent efni | 598 orð | 1 mynd

ESSO-skólinn

Vel upplýstur mannauður er gulls ígildi, segir Guðlaug Ólafsdóttir, því raunin er sú að fyrirtæki er ekkert annað en fólkið sem þar starfar. Meira
11. september 2002 | Aðsent efni | 680 orð | 1 mynd

Naprir vindar

Látum andaverur vonskunnar í himingeimnum ekki ná tökum á okkur, segir Sigurbjörn Þorkelsson. Stöndum saman í bæn. Meira
11. september 2002 | Bréf til blaðsins | 119 orð

Ruslafötur og sóðar

MIG langar að taka undir með þeim sem skrifaði pistilinn "Sóðar" í Mbl. fyrir stuttu síðan. Ástæðan var allt ruslið eftir menningarnóttina. Það er greinilegt að það eru allt of margir sem ekki vita til hvers ruslafötur eru. Meira
11. september 2002 | Aðsent efni | 499 orð | 1 mynd

Skattalækkun á eldri borgara felld

Vítahringur málefna eldri borgara í Reykjavík yrði rofinn, segir Björn Bjarnason, með framkvæmd þríhliða áætlunar okkar sjálfstæðismanna. Meira
11. september 2002 | Bréf til blaðsins | 299 orð

Um þjóðlendur og stjórnsýslu

MÖRG orð hafa fallið um virkjanir og fallvötn landsins og um fegurð öræfa sem óbyggða. Öll þau orð eiga sér hljómgrunn hjá öllum þeim, sem hálendið hafa gist. Meira
11. september 2002 | Bréf til blaðsins | 21 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.671 til styrktar Rauða kross Íslands. Þær heita Karitas Mjöll, Elísabet og Thelma... Meira
11. september 2002 | Bréf til blaðsins | 383 orð | 1 mynd

Þjóðin verður að koma með í slaginn

ÞINGMENN hófu hefðbundið þingmannaþras í morgun og nú um hjúkrunarheimilin. "Reykjavíkurborg hefur ekki haft frumkvæði að þeirri viljayfirlýsingu sem borgarstjóri og heilbrigðisráðherra skrifuðu undir í vor. Meira

Minningargreinar

11. september 2002 | Minningargreinar | 230 orð | 1 mynd

BRAGI GUÐMUNDSSON

Bragi Guðmundsson fæddist í Stykkishólmi 25. apríl 1942. Hann andaðist á heimili sínu 28. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju 5. september. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2002 | Minningargreinar | 543 orð | 1 mynd

DAGMAR FANNDAL

Dagmar Fanndal fæddist á Akureyri 24. september 1915. Hún lést laugardaginn 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður J.S. Fanndal og Soffía Gísladóttir Fanndal. Dagmar var næstyngst fjögurra barna þeirra. Systkini hennar voru Gestur, f. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2002 | Minningargreinar | 1151 orð | 1 mynd

GRETTIR GUNNLAUGSSON

Grettir Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík 24. júlí 1945. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 28. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 9. september. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2002 | Minningargreinar | 682 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR GÍSLASON

Guðmundur Gíslason fæddist í Vilborgarhúsi í Ólafsvík 15. júlí 1908 en ólst upp Flateyjarhúsi. Hann lést á dvalarheimili aldraðra, Garðvangi í Garði, hinn 3. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2002 | Minningargreinar | 825 orð | 1 mynd

GUÐRÚN BERGÞÓRA ÞORBJARNARDÓTTIR

Guðrún Bergþóra Þorbjarnardóttir fæddist í Flatey á Breiðafirði 5. júní 1913. Hún lést 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmundsdóttir, f. 9. september 1877, d. 4. maí 1937, og Þorbjörn Magnússon, f. 28. maí 1878, d. 5. júlí 1920. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2002 | Minningargreinar | 1137 orð | 1 mynd

HALLDÓR STEINGRÍMSSON

Halldór Steingrímsson fæddist í Reykjavík 28. desember 1944. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Guðmunda Sigurðardóttir húsmóðir, f. 15. júní 1910, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2002 | Minningargreinar | 3305 orð | 1 mynd

HANNES GUNNAR THORARENSEN

Hannes Gunnar Thorarensen fæddist 6. febrúar 1944. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 2. september síðastliðinn. Foreldrar Hannesar eru hjónin Ásta Bryndís Guðbjartsdóttir og Gunnar Thorarensen, sem nú er látinn. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2002 | Minningargreinar | 3417 orð | 1 mynd

KETILL AXELSSON

Ketill Axelsson fæddist í Reykjavík 20. apríl 1930. Hann lést á Landspítalanum 29. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 9. september. Meira  Kaupa minningabók
11. september 2002 | Minningargreinar | 2324 orð | 1 mynd

KRISTÍN BJARNADÓTTIR

Kristín Bjarnadóttir fæddist á Fjósum í Svartárdal 3. febrúar 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 3. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ríkey Gestsdóttir, f. 11. sept. 1890, d. 29. ágúst 1983, og Bjarni Jónsson, f. 10. júlí 1890, d. 23. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. september 2002 | Viðskiptafréttir | 806 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 129 101 111...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 129 101 111 976 107.962 Grálúða 150 150 150 187 28.050 Gullkarfi 96 35 84 5.552 464.123 Hlýri 179 100 160 2.629 420.403 Háfur 60 5 56 174 9.710 Keila 105 56 77 2.166 166.944 Kinnar 215 215 215 96 20.640 Langa 150 50 139 2. Meira
11. september 2002 | Viðskiptafréttir | 224 orð | 1 mynd

Green treystir ráðgjöfum nú betur

VÆNTANLEGUR samningur Philips Green og Arcadia markar ákveðin tímamót í samskiptum Greens og bankamanna í City-fjármálahverfinu í London, en samskipti Green og bankamanna hafa hingað til ekki verið mjög hlýleg, eins og fram kemur á viðskiptavefnum... Meira
11. september 2002 | Viðskiptafréttir | 355 orð | 1 mynd

Kaupþing með yfir 50% stuðning

FJÓRÐA stærsta tryggingafélag Svía, Länsförsäkringar, keypti í gær 11,5% hlut Ikea í sænska bankanum JP Nordiska og gaf jafnframt út yfirlýsingu um að það hefði áhuga á að auka við hlut sinn í Kaupþingi. Meira
11. september 2002 | Viðskiptafréttir | 95 orð | 1 mynd

Kristín hættir hjá Granda

KRISTÍN Guðmundsdóttir, fjármálastjóri hjá Granda hf. hefur sagt upp starfi sínu hjá Granda og mun láta af störfum innan tíðar. Nú hafa bæði forstjóri og fjármálastjóri fyrirtækisins sagt upp störfum á skömmum tíma. Meira
11. september 2002 | Viðskiptafréttir | 168 orð | 1 mynd

Mikil lækkun erfðafyrirtækja

VERÐ hlutabréfa í þeim 20 líftæknifyrirtækjum sem flokkast á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum til fyrirtækja sem stunda erfðarannsóknir (e. genomics) lækkaði að meðaltali um 66,6% frá áramótum til loka viðskipta síðastliðinn mánudag. Meira
11. september 2002 | Viðskiptafréttir | 145 orð

Orkuveitan hagnast um 2,07 milljarða

ORKUVEITA Reykjavíkur hagnaðist um 2,07 milljarða á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði var 358 milljónir og EBITDA hagnaður nam 1.816 milljónum. Meira
11. september 2002 | Viðskiptafréttir | 746 orð

Samson vill einnig kaupa kjölfestuhlut í Búnaðarbankanum

SAMSON eignarhaldsfélag ehf. hefur lýst yfir áhuga á að kaupa kjölfestuhlut í Búnaðarbanka Íslands. Í tilkynningu frá Samson kemur fram að félagið hafi komið þessum áhuga á framfæri við framkvæmdanefnd um einkavæðingu í júlí sl. Meira

Fastir þættir

11. september 2002 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

95 ÁRA afmæli.

95 ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 11. september, er 95 ára Guðmundur M. Ásgrímsson, fyrrverandi verslunarmaður, Hjallaseli 55, áður Hólmgarði 27,... Meira
11. september 2002 | Fastir þættir | 384 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Fátt er eins niðurdrepandi við spilaborðið og að fara einn niður í fimm í hálit eftir slemmuleit. "Ég hata að spila fimm," segir Ásmundur Pálsson iðulega, en það verður að gera fleira en gott þykir: Vestur gefur; NS á hættu. Meira
11. september 2002 | Í dag | 366 orð

Dómkirkjan.

Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. Meira
11. september 2002 | Dagbók | 45 orð

HEIMÞRÁ

Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Meira
11. september 2002 | Dagbók | 896 orð

(Róm. 6, 22.)

Í dag er miðvikudagur 11. september, 254. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En nú, með því að þér eruð leystir frá syndinni, en eruð orðnir þjónar Guðs, þá hafið þér ávöxt yðar til helgunar og eilíft líf að lokum. Meira
11. september 2002 | Fastir þættir | 181 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Be7 6. Bf4 O-O 7. Dd2 Rc6 8. O-O-O Rxd4 9. Dxd4 Be6 10. f3 Rd7 11. De3 Bf6 12. g4 a6 13. g5 Be5 14. h4 De7 15. Bh2 Bxh2 16. Hxh2 Re5 17. Be2 f5 18. f4 Rc6 19. h5 fxe4 20. h6 g6 21. Rxe4 d5 22. Rc5 Hae8 23. Meira
11. september 2002 | Viðhorf | 884 orð

Stríðsógn

"Nú er komið á daginn að stuðningur Bandaríkjamanna við herforingjana í Chile var hrein hneisa og sá sem þeir komu til valda, liðsforinginn Augusto Pinochet, hreint og klárt ótæti með hundruð mannslífa á samviskunni." Meira
11. september 2002 | Í dag | 616 orð

Vetrarstarf með fullorðnum í Fella- og Hólakirkju

VETRARSTARFSEMI fyrir fullorðna í Fella- og Hólakirkju, í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna, er að fara í gang. Mánudaginn 16. september er fyrsta "opna húsið" í safnaðarheimili kirkjunnar í vetur og verður það áfram á mánudögum kl. Meira
11. september 2002 | Fastir þættir | 513 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI telur sig vera á hálum ís með því að gera 11. september í fyrra að umræðuefni. Er hann þar að bera í algjörlega bakkafullan lækinn. En samt - bara stutt - af því að í dag er 11. september. Meira

Íþróttir

11. september 2002 | Íþróttir | 126 orð

Arsenal jafnaði met Man. City

ARSENAL tók forystuna í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld með því að sigra Manchester City, 2:1, á heimavelli sínum, Highbury, í London. Um leið jafnaði Arsenal met Manchester City í ensku knattspyrnunni með því að skora í 44 leikjum í röð í efstu deild. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 167 orð

Bochum áfram á toppnum

NÝLIÐAR Bochum og stórlið Bayern München eru hnífjöfn og efst á toppi þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 82 orð

Brynjar fékk rautt í tapleik

STOKE City var slegið út af 3. deildarliðinu Bury í 1. umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld. Bury sigraði, 1:0, á heimavelli sínum. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 267 orð

Dómstóll KSÍ hafnaði kröfu Reynis

DÓMSTÓLL Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu Reynis úr Sandgerði um að úrslitum í leikjum liðsins gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði í 8-liða úrslitum 3. deildar karla verði breytt í 3:0, Reyni í hag. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 306 orð

Duranona leikur með Eyjamönnum í vetur

RÓBERT Julian Duranona mun að öllu forfallalausu leika með Eyjamönnum í 1. deildinni í handknattleik í vetur. Hann er væntanlegur til landsins í dag og standist hann læknisskoðun verður formlega gengið frá samningi sem þegar liggur tilbúinn á borðinu. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

Framarar fögnuðu vel og lengi í...

Framarar fögnuðu vel og lengi í gærkvöldi þegar þeir tryggðu sér sæti í úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Þorbjörn Atli Sveinsson og Kristján Brooks gerðu mörkin er lið þeirra vann ÍBV, 2:1, og Framarar mæta Fylki eða KA í... Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 771 orð | 1 mynd

Framarar í úrslitin

FRAMARAR tryggðu sér í gær sæti í úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu með því að leggja ÍBV 2:1 á Laugardalsvelli. Eyjamenn komust yfir snemma í síðari hálfleik en hvítklæddir Framarar gáfust ekki upp og skoruðu tvívegis á sjö mínútna kafla og fögnuðu vel í leikslok. Þetta er í fimmtánda sinn sem Fram kemst í úrslit bikarkeppninnar, hefur sjö sinnum orðið meistari og jafnoft tapað úrslitaleik. Jafnframt er þetta í fyrsta sinn í sjö ár sem félagið nær svona langt í bikarnum. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 200 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIR Bikarkeppni FRÍ, 16 ára og...

FRJÁLSÍÞRÓTTIR Bikarkeppni FRÍ, 16 ára og yngri: 100 metra grindahlaup sveina: Sigurjón Ö. Böðvarsson, Breiðabl.A 15,28 Óli Tómas Freysson, FH 15,58 Úlfur Thoroddsen, Fjölnir 15,63 100 metra hlaup sveina: Magnús V. Gíslason, Breiðabl. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 288 orð

Góð byrjun hjá Sigfúsi

Ég var ánægður með mína frammistöðu í leiknum en það er ekki það sem skiptir máli. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 280 orð

Haraldur skorar enn og aftur

Það gengur vel hjá liði Haraldar Ingólfssonar, Raufoss, í norsku 1. deildinni í knattspyrnu en liðið sigraði Örn/Horten á útivelli um helgina, 3:0, og skoraði Haraldur eitt marka liðsins úr vítaspyrnu. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 145 orð

Hætt við Guðjón á síðustu stundu

Breska blaðið The Sentinel telur sig hafa heimildir fyrir því að hætt hafi verið við á síðustu stundu að ráða Guðjón Þórðarson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Stoke City og núverandi þjálfara Start, í starf knattspyrnustjóra enska 2. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 471 orð | 1 mynd

* JOHAN Mjällby varnarmaður sænska landsliðsins...

* JOHAN Mjällby varnarmaður sænska landsliðsins í knattspyrnu og Celtic í Skotlandi þarf að gangast undir aðgerð á hné í vikunni og er talið að hann verði frá næstu fjórar vikurnar. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 544 orð | 1 mynd

KA hyggur á hefndir

FYLKIR og KA, liðin sem léku til úrslita í bikarkeppni karla í knattspyrnu í fyrra, eigast við í undanúrslitunum á Laugardalsvellinum í kvöld. Fylkismenn eru staðráðnir í að verja titilinn en KA-menn hyggja á hefndir eftir tap í vítaspyrnukeppni fyrir Árbæingum í úrslitaleiknum í fyrra. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 15 orð

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ Coca Cola-bikar karla,...

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ Coca Cola-bikar karla, undanúrslit: Laugardalsvöllur: KA - Fylkir 19.30 HANDKNATTLEIKUR Meistarakeppni HSÍ, kvennaflokkur: Ásvellir: Haukar - ÍBV 19. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 475 orð

KNATTSPYRNA ÍBV - Fram 1:2 Bikarkeppni...

KNATTSPYRNA ÍBV - Fram 1:2 Bikarkeppni karla, Coca-Cola-bikarinn, undanúrslit, Laugardalsvelli, þriðjudaginn 10. september 2002. Mörk ÍBV : Páll Hjarðar 48. Mörk Fram : Þorbjörn Atli Sveinsson 71., Kristján Brooks 78. Markskot: ÍBV 10 (6) - Fram 18 (8). Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

* KRISTJÁN Brooks er eini leikmaður...

* KRISTJÁN Brooks er eini leikmaður Fram sem hefur gert tvö mörk í bikarkeppninni í ár, en sjö leikmenn liðsins hafa gert þau átta mörk sem liðið hefur skorað í fjórum leikjum bikarsins. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 126 orð

Óánægður yfir máttleysi okkar

Tómas Ingi Tómasson, framherji ÍBV, var mjög vonsvikinn þegar hann gekk af velli eftir tapið gegn Fram í undanúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 211 orð

"Ég smellhitti boltann"

KRISTJÁN Brooks var hetja Framara í leiknum við Eyjamenn en þessi eldfljóti framherji Safamýrarliðsins skaut Frömurum í bikarúrslitaleikinn með marki með skalla tólf mínútum fyrir leikslok. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 83 orð

Skagfirðingar settu met

KARLASVEIT Ungmennasambands Skagafjarðar setti um liðna helgi Íslandsmet í 4x800 m boðhlaupi karla á Kópavogsvelli þegar hún hljóp á 7.45,38 mínútum. Gamla metið, sem sveit FH átti, var sett fyrir níu árum og var 7.51,00. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 129 orð

Stórsigur Örgryte

Atli Sveinn Þórarinsson og félagar í Örgryte eru komnir að hlið Malmö FF á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur, 5:2, á Gautaborg í miklum grannaslag í gærkvöld. Meira
11. september 2002 | Íþróttir | 223 orð

Vona að sigurinn veki okkur

"ÞAÐ er rosalega gaman að vera kominn í úrslitaleikinn. Ég þekki það af eigin raun að spila slíka leiki og ég er strax farinn að hlakka til. Leikurinn sem slíkur var bara barátta út í gegn. Eyjamennirnir voru sterkari lengi vel en jöfnunarmarkið kveikti mjög í okkur og ég var sannfærður um að við myndum bæta öðru marki við," sagði Ágúst Gylfason, fyrirliði Framara. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.