Greinar þriðjudaginn 24. september 2002

Forsíða

24. september 2002 | Forsíða | 140 orð | ókeypis

Arafat hafnar skilmálum Ísraela

YASSER Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, hafnaði í gær skilyrðum Ísraela fyrir því að hætta umsátri um höfuðstöðvar Arafats í Ramallah. Höfðu Ísraelar farið fram á að Arafat gæfi upp nöfn þeirra, sem hafast við í höfuðstöðvunum með honum. Meira
24. september 2002 | Forsíða | 347 orð | 1 mynd | ókeypis

Drög að ályktun senn lögð fyrir öryggisráð SÞ

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að stöðva þyrfti Saddam Hussein, forseta Íraks, enda léki enginn vafi á því að hann væri nú í óðaönn að koma sér upp gereyðingarvopnum. Meira
24. september 2002 | Forsíða | 313 orð | 1 mynd | ókeypis

Hefur engin heillaóskaskeyti fengið frá Bush

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins (SPD), kvaðst í gær fagna því mjög að fá tækifæri til að stýra landinu áfram en ríkisstjórn SPD og græningja hélt naumlega velli í þingkosningum sem haldnar voru á sunnudag. Meira
24. september 2002 | Forsíða | 64 orð | 1 mynd | ókeypis

Innflytjendur stöðvaðir

SPÁNSKUR lögreglumaður stendur vörð yfir hópi ólöglegra innflytjenda frá Norður-Afríku en þeir voru stöðvaðir í hafnarborginni Tarifa á Suður-Spáni snemma í gær. Meira
24. september 2002 | Forsíða | 131 orð | ókeypis

Verðfall á mörkuðum

MIKIÐ verðfall varð á mörkuðum víða um heim í gær vegna vaxandi áhyggna af efnahagslífinu og ótta við stríðsátök í Írak. Á Wall Street lækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 113,94 punkta eða 1,43%, og er nú 7872 punktar. Meira

Fréttir

24. september 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd | ókeypis

31 lauk prófi frá viðskiptadeild skólans

ÞRJÁTÍU og einn nemandi útskrifaðist á laugardag frá Háskólanum í Reykjavík með alþjóðlega MBA-gráðu frá viðskiptadeild skólans og var þetta í fyrsta skipti sem skólinn útskrifar MBA-nema. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 322 orð | ókeypis

96 manns með 11 milljarða í fjármagnstekjur

ALLS voru 4.500 einstaklingar og fjölskyldur með rúmlega 21 milljarð króna í fjármagnstekjur að meðtöldum söluhagnaði af hlutabréfum, skv. skattframtölum ársins 2002. Meira
24. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 34 orð | ókeypis

Aðalfundur

AÐALFUNDUR Minningarsjóðs Jóns Júlíusar Þorsteinssonar kennara sem stofnaður var 28. september 1982 verður haldinn í dag, þriðjudaginn 24. september, í Furulundi 6-r á Akureyri og hefst hann kl. 15.30. Stofnfélagar eru boðnir velkomnir á... Meira
24. september 2002 | Landsbyggðin | 259 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðsókn að Safnahúsinu var góð í sumar

SJÓMINJASAFNIÐ, sem var formlega opnað í nýbyggingu við Safnahúsið í vor, hefur fengið góðar viðtökur hjá þeim gestum sem þangað hafa komið í sumar að sögn Guðna Halldórssonar forstöðumanns Safnahúss Þingeyinga. Meira
24. september 2002 | Erlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd | ókeypis

Allt að 140 fórust í N-Ossetíu

BJÖRGUNARMENN í Kákasus-lýðveldinu Norður-Ossetíu í Rússlandi fundu í gær einn mann á lífi en mikil aurskriða féll úr skriðjökli í afskekktu fjallahéraði þar á laugardag. Meira
24. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 982 orð | 1 mynd | ókeypis

Alvarlegum slysum fækki um 50 prósent á 15 árum

STEFNT er að því að fækka alvarlegum slysum og dauðaslysum í umferðinni í borginni um 50 prósent á 15 ára tímabili frá árinu 1992 til ársins 2007 samkvæmt drögum að umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur 2002-2007. Meira
24. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 104 orð | ókeypis

Andlegt ferðalag í Glerárkirkju

GLERÁRKIRKJA býður upp á þá nýbreytni í starfi í vetur að efna til námskeiðsins "12 sporin - andlegt ferðalag". Kynning á 12 spora starfinu verður í kirkjunni í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 317 orð | ókeypis

Athugasemd frá Deloitte & Touche

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Deloitte & Touche hf. "Í Morgunblaðinu 21. september sl. er birt bréf sem lögmaður Baugs Group hf. Meira
24. september 2002 | Suðurnes | 623 orð | 1 mynd | ókeypis

Ábyrgð á uppeldinu er alltaf hjá foreldrunum

Þótt margvíslegar kenningar hafi verið reifaðar og ræddar á málþingi foreldrafélaga grunnskólanna á Suðurnesjum telur Svanhildur Eiríksdóttir, sem sat þingið, að niðurstaða þess hafi verið sú að ábyrgðin á uppeldi barnanna sé alltaf hjá foreldrunum. Meira
24. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 278 orð | ókeypis

Álits borgarlögmanns óskað

ÓSKAÐ verður eftir því að borgarlögmaður fari yfir þá stöðu sem komin er upp varðandi byggingu fjölbýlishúss í Suðurhlíð 38, en húsið er ofar í lóðinni og nokkuð hærra en íbúum hverfisins var kynnt. Meira
24. september 2002 | Erlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd | ókeypis

Átján fangar látnir lausir

STJÓRN herforingjanna í Burma, öðru nafni Myanmar, leysti í gær úr haldi 18 pólitíska fanga, þar á meðal tíu manns í Þjóðarfylkingunni fyrir lýðræði (NLD) sem er flokkur Aung San Suu Kyi, helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga. Meira
24. september 2002 | Erlendar fréttir | 420 orð | ókeypis

Borgin Sinuiju gerð að sérstöku efnahagssvæði

STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa ákveðið að gera borgina Sinuiju, sem er rétt við kínversku landamærin í norðvesturhluta landsins, að sérstöku efnahags- og stjórnunarsvæði. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

Brotist inn í bíla á meðan eigendur eru í bíói

UNDANFARIÐ hefur borið talsvert á bílainnbrotum, sérstaklega innbrotum í bíla á bílastæðum kvikmyndahúsa. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 677 orð | 1 mynd | ókeypis

Búr ehf. flytur inn grænmeti og ávexti

Fyrr á árinu ákvað stjórn Búrs ehf. að félagið tæki að sér innkaup og dreifingu á ávöxtum og grænmeti. Húsnæði á Bæjarflöt 2 í Grafarvogi var keypt og er verið að innrétta það með tilheyrandi tækjabúnaði með það fyrir augum að starfsemin fari í gang í byrjun október. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd | ókeypis

Constellation-vél á leið á flugminjasafn

GÖMUL fjögurra hreyfla flugvél með þreföldu stéli, Lockheed Super Constellation, kom við á Keflavíkurflugvelli í gær á leið sinni frá Ameríku til Evrópu. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Cunningham vill tónlist Sigur Rósar

DANSHÖFUNDURINN Merce Cunningham, sem staddur er hér á landi og samnefndur dansflokkur flytur tvö verk eftir í Borgarleikhúsinu í kvöld, vonast til að íslenska hljómsveitin Sigur Rós muni semja tónlist við eitt verka sinna á næstunni. Meira
24. september 2002 | Miðopna | 1590 orð | 1 mynd | ókeypis

Eftir tvísýnar kosningar bíða erfið verkefni

Gríðarleg spenna ríkti í kosningunum í Þýskalandi á sunnudag og nú bíða stjórnar Gerhards Schröders kanslara erfiðir tímar með nauman meirihluta. Karl Blöndal skrifar frá Berlín um úrslit kosninganna og erfiðleikana, sem eru framundan fyrir sósíaldemókrata og græningja. Meira
24. september 2002 | Erlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Engin sönnun fyrir skaðsemi farsíma

ENGAR áreiðanlegar vísbendingar eru um, að farsímanotkun hafi skaðleg áhrif á fólk. Hafa Geislavarnir sænska ríkisins komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa látið kanna og fara yfir margar rannsóknir á hugsanlegum áhrifum hennar. Meira
24. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 87 orð | ókeypis

Equus - K. Jensen í nýtt húsnæði

NÚ nýlega opnaði hestavöruverslunin Equus - K. Jensen nýja og glæsilega verslun í Viðjulundi 1 á Akureyri. Í versluninni bjóðast mun fleiri möguleikar en í því húsnæði sem hún áður var í. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd | ókeypis

Finnur Ingólfsson verður forstjóri VÍS

FINNUR Ingólfsson seðlabankastjóri verður næsti forstjóri VÍS samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en tilkynnt verður um ráðninguna í dag. Boðað hefur verið til starfsmannafundar hjá VÍS í dag kl. Meira
24. september 2002 | Landsbyggðin | 84 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjórar nýjar veðurstöðvar

AÐ undanförnu hafa verið settar upp fjórar sjálfvirkar veðurstöðvar á og við Húsavík. Ein þeirra er á vegum Húsavíkurkaupstaðar og er við Búðará sem rennur í gegnum bæinn miðjan og er ætluð til frambúðar. Meira
24. september 2002 | Landsbyggðin | 221 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjölmenni í veðurblíðunni í Skrapatungurétt

FJÖLMENNI stóð að smölun hrossa á Laxárdal í A-Húnavatnssýslu á laugardaginn í hreint út sagt frábæru veðri. Fegurð og friðsæld fjalla og dals virkjaði þá vitund að tíminn getur staðið kyrr og aldeilis ástæðulaust að flýta sér. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

Fór út af við Illukeldu

ÖKUMAÐUR slapp lítið meiddur þegar bíll hans fór út af veginum við Hólma í Reyðarfirði, skammt frá Illukeldu, upp úr hádegi í gær. Bíllinn fór niður bratta vegaröxl og staðnæmdist loks í mýri um 100 metrum frá veginum. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 425 orð | 3 myndir | ókeypis

Glæðist loks á Iðu

Aðeins hefur verið að rofa til á Iðu að undanförnu, þannig veiddust 14 laxar þar á einum degi um miðja síðustu viku. Síðan hefur verið þokkalega líflegt. Laxinn er þó að mestu smár, 5 til 6 punda, en 10 til 12 punda fiskar á stangli. Meira
24. september 2002 | Suðurnes | 63 orð | ókeypis

Grein um Jamestown á heimasíðu

Í frásögn hér á síðunni síðastliðinn laugardag af köfun eftir stóru ankeri og fleiri munum úr ameríska kaupfarinu Jamestown sem fórst við Hafnir fyrir 120 árum misritaðist ein heimildin. Tilvitnuð grein Leós M. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlaupið í Skaftá er að fjara hægt út

HLAUPIÐ í Skaftá rýrnar nú dag frá degi og rennsli ánnar verður brátt með eðlilegum hætti. Þetta virðist vera minnsta hlaup sem komið hefur úr svonefndum eystri katli frá því mælingar hófust. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 268 orð | ókeypis

Hægt að fá skip fyrir um milljarð

SVEINN Ingi Þórarinsson skipamiðlari segir að hægt sé að fá heppilega Vestmannaeyjaferju fyrir um milljarð króna og um sé að ræða skip sem hann kynnti á fjölmennum borgarafundi í Vestmannaeyjum fyrir helgi. Meira
24. september 2002 | Erlendar fréttir | 166 orð | ókeypis

IRA bindi enda á allt ofbeldi

KAÞÓLSKIR stjórnmálamenn á Norður-Írlandi hafa fordæmt ályktun sem samþykkt var á miðstjórnarfundi stærsta flokks sambandssinna (UUP) um helgina en hún felur í sér að fulltrúar UUP hætti þátttöku í samstjórn kaþólskra og mótmælenda ef Írski... Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 660 orð | ókeypis

Ísland sæki um undanþágu frá tilskipun ESB

BJÖRN Bjarnason, alþingismaður og fulltrúi sjálfstæðismanna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir að Evrópusambandstilskipun sú sem frumvarp til nýrra raforkulaga, byggist m.a. á, sé sniðin að allt öðrum kringumstæðum en hér á landi. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólagarður á stultum

FRAMKVÆMDIR standa yfir í Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit, en þar ætla eigendur að reisa viðbyggingu. Meira
24. september 2002 | Erlendar fréttir | 565 orð | 1 mynd | ókeypis

Kanslari sem jók sjálfsöryggi Þýskalands

GERHARD Schröder, sem var endurkjörinn kanslari Þýskalands á sunnudaginn, leiddi þjóðina í gegnum fjögurra ára stórfelldar breytingar; þingið var flutt aftur til Berlínar og Schröder varð fyrsti kanslarinn síðan í seinni heimsstyrjöld sem sendi þýska... Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 314 orð | ókeypis

Laxá á Ásum leigð Lax-á ehf. í þrjú ár

STANGVEIÐIFÉLAGIÐ Lax-á ehf., veiðifélag í eigu Árna Baldurssonar, hefur tekið Laxá á Ásum á leigu til þriggja ára. Meirihluti landeigenda í Veiðifélagi Laxár á Ásum samþykkti samkomulagið við Lax-á ehf. á fundi sl. sunnudag. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 171 orð | ókeypis

Leggur til sameiginlegt prófkjör

STJÓRN fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík leggur til við fulltrúaráð flokksins að við val á framboðslista fyrir kosningar til Alþingis næsta vor verði haldið sameiginlegt prófkjör í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Reykjavík norður og suður. Meira
24. september 2002 | Erlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Líklegt að Dzurinda myndi nýja stjórn

FJÓRIR hófsamir stjórnmálaflokkar í Slóvakíu ákváðu í gær að mynda nýja ríkisstjórn og hunsa um leið þjóðernissinnann Vladimir Meciar en flokkur hans hlaut mest fylgi, 19,5%, í þingkosningunum á föstudag og laugardag. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 258 orð | ókeypis

Loft lak úr uppblásinni rennibraut í Smáralind

BETUR fór en á horfðist þegar loft lak úr uppblásinni rennibraut í Vetrargarðinum í verslunarmiðstöðinni Smáralind síðdegis á sunnudag. Um 10 börn voru í rennibrautinni þegar atburðurinn átti sér stað. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 220 orð | ókeypis

Margir telja sig vera hörkutól

MIKILL áhugi er á nýrri íslenskri keppni sem kölluð er Hörkutól, en hún er í anda sjónvarpsþáttarins Fear Factor sem hefur verið sýndur á Stöð 2. Í gærkvöldi höfðu um 150 manns skráð sig í keppnina, en sex þátttakendur verða valdir úr hópnum. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 459 orð | ókeypis

Náðist slasaður á flótta undan leitarmönnum

HRÚTURINN þrjóski, sem sneri á leitarmenn á Gnúpverjaafrétti á dögunum og synti yfir Þjórsá, er nú allur en leitarmenn á Holtamannaafrétti náðu hrútnum á laugardag þegar þeir leituðu Búðarháls. Sagt var frá hrútnum í Morgunblaðinu í síðustu viku. Meira
24. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 148 orð | ókeypis

Námskeið um hálendi Íslands

GUÐMUNDUR Páll Ólafsson náttúrufræðingur heldur námskeið hjá Símenntun Háskólans á Akureyri í lok októbermánaðar. Guðmundur helgar sig vísindastörfum í vetur og því hefur hann að eigin sögn neitað öllum öðrum um fyrirlestrahald. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd | ókeypis

Neyðarnótin Hjálp Kristján Magnússon, Kjarrvegi 13...

Neyðarnótin Hjálp Kristján Magnússon, Kjarrvegi 13 í Reykjavík, hringdi vegna myndatexta með greininni Æfingar auka öryggi , sem birtist á bls. 20 í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð | ókeypis

Norrænt höfuðborgamót í vikulokin

NORRÆNT höfuðborgamót fer fram í Reykjavík dagana 26. til 29. september en höfuðborgirnar á Norðurlöndum eiga með sér vinabæjasamskipti. Meira
24. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 131 orð | ókeypis

Nýr vegur að Skíðastöðum

UNNIÐ hefur verið að endurbótum á veginum upp að Skíðastöðum í Hlíðarfjalli nú í sumar. Vegurinn hefur verið lagaður að öllu leyti, breikkaður og lagður bundnu slitlagi. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 233 orð | ókeypis

Orðalag spurningar ákveðið

FRAMKVÆMDASTJÓRN Samfylkingarinnar hefur samþykkt orðalag spurningar, sem lögð verður fyrir félaga í Samfylkingunni í póstkosningu um Evrópumál í lok október næstkomandi. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 765 orð | ókeypis

Osta- og smjörsalan einn stærsti innflytjandi osta

INNFLUTNINGUR á landbúnaðarafurðum dróst verulega saman á milli áranna 2000 og 2001. Þannig nam innflutningur á nautakjöti, kjúklingum, svínakjöti, ostum og jógúrt 666 tonnum í hitteðfyrra en aðeins 366 tonnum í fyrra. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Ókunnugur maður sat á rúmstokknum

KONA í Hafnarfirði vaknaði við það aðfaranótt sunnudags að ókunnugur maður, sem hafði brotist inn í húsið með því að spenna upp glugga, sat á rúmstokknum á hjónarúminu og strauk hendi eftir fótlegg hennar. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd | ókeypis

Ósamið við landeigendur vestan megin árinnar

LANDSVIRKJUN á í viðræðum við eigendur jarðarinnar Laugavalla á Norður-Héraði, sem eiga land vestan megin Jökulsár á Brú ofan Kárahnjúka þar sem smíða þarf brú vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Meira
24. september 2002 | Miðopna | 1267 orð | 1 mynd | ókeypis

"Eitthvað verður að taka til bragðs"

Dr. Dlamini Zuma, utanríkisráðherra SuðurAfríku, segir vestrænar þjóðir oft hafa tilhneigingu til að reyna að þröngva eigin lausnum upp á fátækar þjóðir, án tillits til aðstæðna. Kristján Jónsson ræddi við ráðherrann. Meira
24. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 502 orð | 2 myndir | ókeypis

"Forréttindi að fá að læra og starfa í listaverki"

FORMLEG opnun fyrsta áfanga Lækjarskóla í Hafnarfirði var síðastliðinn föstudag. Óhætt er að segja að skólinn byggi á gömlum grunni því í ár er 125. starfsár hans. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

Rabbfundur Rannsóknastofu í kvennafræðum

NÆSTKOMANDI fimmtudag, 26. september, verður rabbfundur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum. Herdís Friðriksdóttir skógræktarráðunautur flytur erindið "Staða kvenna innan skógræktarnefnda í Nepal". Rabbið fer fram í stofu 101 í Lögbergi kl. Meira
24. september 2002 | Erlendar fréttir | 366 orð | 1 mynd | ókeypis

Raunsær herra Bean

ÞAÐ voru græningjar sem björguðu samsteypustjórn Gerhards Schröders í kosningunum á sunnudaginn, og þeir gerðu það með því að leggja alla áherslu á sinn stærsta kost - Joschka Fischer, vinsælasta stjórnmálamann í Þýskalandi. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Ráðstefna um verkefnastjórnun í Reykjavík

VSF Verkefnastjórnunarfélag Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um verkefnastjórnun á Hótel Loftleiðum dagana 26.-27. september nk. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Reyndi að brjótast inn hjá Fangelsismálastofnun

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í fyrrinótt karlmann sem er grunaður um að hafa reynt að brjótast inn í skrifstofur Fangelsismálastofnunar við Borgartún. Hann hafði sig á brott þegar þjófavarnarkerfi fór í gang. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Rætt verður um búsetu, lífsgæði og lýðræði

SAUTJÁNDA landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið á Akureyri dagana 25. til 27. september næstkomandi. Vilhjálmur Þ. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 885 orð | 1 mynd | ókeypis

Sagan að baki þjóðminjunum

Neil Fazakerley er 28 ára Breti og starfar hjá Vísindasafninu, Science Museum, í London. Hann er frá Liverpool, en nam lífefnafræði við háskólann í Oxford. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 214 orð | ókeypis

Samkomulag um rekstur Áslandsskóla

ÍSLENSKU menntasamtökin, ÍMS, og Hafnarfjarðarbær hafa náð samkomulagi um rekstur Áslandsskóla. Bærinn mun taka við rekstri grunnskólans en samtökin reka áfram leikskólann í Áslandi. Meira
24. september 2002 | Erlendar fréttir | 546 orð | 2 myndir | ókeypis

Samsteypustjórn Schröders hélt naumlega velli

JAFNAÐARMENN, undir forystu Gerhards Schröders kanslara, héldu velli í kosningunum í Þýskalandi á sunnudaginn, hinum tvísýnustu síðan á árum seinni heimsstyrjaldar, en kanslarinn stendur nú frammi fyrir harðari stjórnarandstöðu heima fyrir og á fyrir... Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd | ókeypis

Segjast hafa ætlað að sigla í kringum landið

HVORUGUR mannanna um borð í Katrínu GK, sem ákaft var leitað á laugardaginn, hefur getað sýnt fram að þeir séu með skipstjórnarréttindi og þeir kunnu ekki á talstöðina í bátnum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Meira
24. september 2002 | Landsbyggðin | 156 orð | ókeypis

Síðasta siglingin

NÝLEGA var Týr SK 33 fluttur frá Sauðárkróki til Siglufjarðar með MS Mánafossi, en báturinn var gjöf Sauðárkróksbæjar til síldarminjasafnsins á Siglufirði. Eimskipafélagið gaf flutning bátsins. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð | ókeypis

Skartgripaþjófnaður og fíkniefnasala

LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók um helgina 17 ára pilt vegna innbrots í úra- og skartgripaverslun við Strandgötu í Hafnarfirði. Honum hafði verið veitt eftirför inn í Kópavog þar sem bifreið hans var stöðvuð. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Slasaðist í skipaheimsókn

ERLEND kona var flutt á slysadeild eftir slys um borð í skipinu Atlas í Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Ekki var hún þó talin vera alvarlega slösuð. Í fyrstu var talið að ráðist hefði verið á hana um borð í skipinu og var karlmaður handtekinn vegna málsins. Meira
24. september 2002 | Suðurnes | 64 orð | 1 mynd | ókeypis

Smalamennsku og réttum seinkaði vegna þoku

FJÖLMENNI var að vanda í Þórkötlustaðaréttum sem fram fóru í fyrradag, og fleira fólk en fé. Gangnamenn smöluðu beitilöndin á laugardag en smalamennskunni seinkaði vegna þoku. Meira
24. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 141 orð | 1 mynd | ókeypis

Spennandi biðtími framundan

BORUN rannsóknarholu á háhitasvæðinu á Þeistareykjum er lokið. Þess er nú beðið að mögulegt verði að setja þar upp búnað svo hægt verði að opna fyrir holuna og fá þannig upplýsingar um endanlegt hitastig hennar og orkumagn. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 793 orð | 1 mynd | ókeypis

Stefnt er að fjölgun meistara- og doktorsnema

STEFNT er að því að fjölga þverfaglegum námsleiðum innan Háskóla Íslands á næstu árum, fjölga nemendum í meistara- og doktorsnámi og námskeiðum og námsleiðum á ensku. Meira
24. september 2002 | Suðurnes | 146 orð | ókeypis

Stjórn DS samþykkir framkvæmdir

STJÓRN Dvalarheimila Suðurnesjum (DS) hefur samþykkt fyrir sitt leyti að Gerðahreppur fái að byggja tíu íbúðir fyrir aldraða á eignarlóð hjúkrunarheimilisins Garðvangs í Garði. Meira
24. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 145 orð | 1 mynd | ókeypis

Tíunda starfsárið hafið

FYRSTU tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands voru haldnir í Glerárkirkju sl. sunnudag undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Meira
24. september 2002 | Landsbyggðin | 386 orð | 1 mynd | ókeypis

Viðgerð á 200-300 ára legsteinum á Ingjaldshóli

AÐ undanförnu hafa staðið yfir miklar lagfæringar á umhverfi kirkjunnar á Ingjaldshóli undir Jökli. Búið er að skipta um jarðveg á breiðu svæði umhverfis kirkjuna og á því svæði hefur verið gerð akstursrein og stæði fyrir bíla. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd | ókeypis

Vindblásin eyðimerkurblóm í Ódáðahrauni

EINSTAKT náttúrufyrirbrigði blasti við Gísla Rafni Jónssyni við Drekagil á dögunum. Í óveðrinu sem geisaði á landinu fyrir um þremur vikum hafði allt að 40 cm þykkt vikurlag límst áveðurs á steina í landslaginu, á um 10 km breiðu svæði. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 732 orð | 1 mynd | ókeypis

Þurftu að styðja ölvaðan ökumann út úr bílnum

ALLS voru 37 ökumenn teknir fyrir hraðakstur um helgina. Fjórir voru grunaðir um ölvun og tveir voru stöðvaðir fyrir að aka yfir á rauðu ljósi. Meira
24. september 2002 | Innlendar fréttir | 471 orð | 1 mynd | ókeypis

Þynntist um 37 cm á ári

VATNAJÖKULL þynntist að meðaltali um 37 cm á því jökulári sem nú er að ljúka, eða frá síðasta hausti, sem er besta afkoma jökulsins frá árinu 1996. Jökullinn hefur verið að þynnast samfellt frá árinu 1995, á því tímabili hefur jökullinn alls rýrnað um... Meira

Ritstjórnargreinar

24. september 2002 | Staksteinar | 382 orð | 2 myndir | ókeypis

Leysum frá skjóðunni

BÆJARINS besta, sem gefið er út á Ísafirði, fjallar um afsögn Steingríms Ara Arasonar, fulltrúa fjármálaráðherra, úr einkavæðingarnefnd og hefur talsvert við hana að athuga. Meira
24. september 2002 | Leiðarar | 225 orð | ókeypis

Óvirðing við börn og umboðsmann þeirra

Í frásögn af ársskýrslu umboðsmanns barna í sunnudagsblaði Morgunblaðsins kemur fram að enn sé algengt að ganga þurfi eftir svörum frá ráðuneytum og stofnunum við erindum embættisins. Meira
24. september 2002 | Leiðarar | 588 orð | ókeypis

Schröder heldur velli

Sjaldan hafa úrslit kosninga í Þýskalandi einkennst af jafnmikilli spennu og óvissu og nú. Dagana fyrir kosningar var ljóst að lítill sem enginn munur var á fylgi stóru flokkanna tveggja, Jafnaðarmannaflokksins (SPD) og Kristilegra demókrata (CDU/CSU). Meira

Menning

24. september 2002 | Leiklist | 772 orð | 1 mynd | ókeypis

Andríki þýðandans

Höfundar: George Stiles og Anthony Drewe. Íslensk þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Leikarar: Edda Heiðrún Backman, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Felix Bergsson, Guðmundur Ólafsson, Jóhann G. Meira
24. september 2002 | Menningarlíf | 164 orð | 1 mynd | ókeypis

Angistarleikur í Vesturporti

LEIKFÉLAGIÐ Á senunni og Vesturport æfa nú leikritið Kvetch eftir Steven Berkoff. Leikritið er gamanleikur með alvarlegum undirtóni og fjallar um fimm einmana manneskjur í firrtum heimi og stöðugan kvíðann sem nagar þau. Meira
24. september 2002 | Menningarlíf | 51 orð | ókeypis

Áslaug Hallgríms sýnir í Eden

Í EDEN, Hveragerði, stendur nú yfir sýning á vatnslitamyndum eftir listakonuna Áslaugu Hallgríms. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Áslaug stundaði nám í MHÍ 1962-'63 og aftur 1980-'83 og í Myndlistarskóla Reykjavíkur árið 2000. Meira
24. september 2002 | Menningarlíf | 1716 orð | 1 mynd | ókeypis

Áttum saman hugmyndir og fátækt

Merce Cunningham-dansflokkurinn sýnir tvö verk í kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins. Stofnandi og danshöfundur flokksins, Merce Cunningham, er með í för en hann er einn áhrifamesti núlifandi danshöfundur heims. Ragna Sara Jónsdóttir ræddi við hinn 83 ára Cunningham um ferilinn og fortíðina, tölvur og dans, og Sigur Rós og Bláa lónið. Meira
24. september 2002 | Menningarlíf | 12 orð | ókeypis

Blómaverkstæði Betu, Hafnarfirði María Strange opnar...

Blómaverkstæði Betu, Hafnarfirði María Strange opnar málverkasýningu sem standa mun til 25.... Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 288 orð | 2 myndir | ókeypis

Blúsað í hádeginu

Nemendum þessa lands er ýmislegt til lista lagt, eins og fram kom á dögunum þegar þeir sömdu blústexta sem fluttir voru af þekktum blústónlistarmönnum sem heimsóttu FÁ á dögunum. Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 350 orð | 2 myndir | ókeypis

Cedrick og félagar raka inn seðlum

RAKARASTOFAN heldur nokkuð óvænt velli á toppi listans yfir tekjuhæstu bíómyndir vestanhafs. Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 145 orð | 2 myndir | ókeypis

Churchill: Maðurinn og goðsögnin

FYRIR stuttu kom sjónvarpsmyndin The Gathering Storm út á myndbandi, en hún fjallar um Winston Churchill, einn litríkasta og vinsælasta stjórnmálamann Bretlands frá upphafi, sem líkast til er frægastur fyrir að hafa leitt þjóð sína áfram af dug og þori í... Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 199 orð | ókeypis

Djúpa laugin / The Deep End...

Djúpa laugin / The Deep End *** Saga af átökum móður og fjárkúgara, þar sem flókin sálfræðileg glíma er útfærð á trúverðugan hátt. Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 171 orð | 2 myndir | ókeypis

Ekta þrjúbíó-stemning

SAMBÍÓIN og Háskólabíó stóðu fyrir skemmtilegri nýbreytni nú um helgina. Hægt var að sjá valdar fjölskyldumyndir eins og Fríða og Dýrið , Scooby Doo og Jimmy Neutron á litlar 200 kr. Meira
24. september 2002 | Menningarlíf | 565 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjallkonan og Fjölnir orðin stafræn

VESTNORD - Vestnorræna bókasafnið var opnað formlega í Landsbókasafninu í gær. Vestnorræna bókasafnið er netbókasafn, - þ.e. Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 566 orð | 2 myndir | ókeypis

Flogaveiki og fylgikvillar

Myndasaga vikunnar er Epileptic 1 eftir David B. L'Association gefur út 2002. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nexus og einnig er hægt að nálgast hana á stærri bókasöfnum. Meira
24. september 2002 | Menningarlíf | 635 orð | 1 mynd | ókeypis

Hið ófullkomna form

Yfirlýsing fimm manna dómnefndar sem fór yfir tillögur í samkeppni vegna listskreytingar fyrir Landsbókasafn Íslands hefur vakið athygli á síðustu dögum. Hafnaði nefndin einróma öllum 58 innsendum tillögum um staðbundið listaverk við byggingu Þjóðarbókhlöðunnar. Jón B.K. Ransu fjallar um málið. Meira
24. september 2002 | Tónlist | 874 orð | ókeypis

Hjartalausir höfuðtónar

Simon Steen-Andersen: Praesens. Lars Petter Hagen: Voices to Voices - Lip to Lip. Mattias Svensson: Things you see are yet to come. Knut Olaf Sunde: Verewigter Duft ist Paradox. Steingrímur Rohloff: Saxófónkonsert. Mattias Johansson túba, Rolf-Erik Nystrøm altsaxófónn og CAPUT-kammersveitin. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson. Þriðjudaginn 3. september kl. 20:30. Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd | ókeypis

Hljómleikaplata frá Clapton

MAÐURINN sem var eitt sinn kallaður "Guð", Eric Clapton, mun gefa út nýja plötu í nóvember. One More Car, One More Rider er tvöfaldur hljómleikadiskur, auk þess sem gefinn verður út samnefndur DVD-mynddiskur. Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 46 orð | 3 myndir | ókeypis

Honk! honk!

SÖNGLEIKURINN HONK! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Var þetta fyrsta frumsýning vetrarins. Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 7 orð | 1 mynd | ókeypis

HÓTEL HÚSAVÍK Bubbi Morthens og Hera...

HÓTEL HÚSAVÍK Bubbi Morthens og Hera kl.... Meira
24. september 2002 | Myndlist | 628 orð | 1 mynd | ókeypis

Í viðjum ástarinnar

Til 26. september, sýningin er opin á verslunartíma. Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 541 orð | 5 myndir | ókeypis

Loksins sigruðu Vinir

EFTIR átta mögur verðlaunaár vann gamanþátturinn Friends loksins til helstu verðlauna á Emmy-hátíðinni þar sem frambærilegasta sjónvarpsefni hverju sinni er verðlaunað. Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd | ókeypis

Mild martröð

Mild og svöl raftónlist. Því miður það mild og áreynslulaus að hún koðnar niður. Meira
24. september 2002 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd | ókeypis

Organisti Hjallakirkju á Selfossi

ÞRIÐJU tónleikar hinna árlegu Septembertónleika Selfosskirkju verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Þá mun Jón Ólafur Sigurðsson organisti í Hjallakirkju leika verk eftir m.a. Buxtehude, Brahms, Jón Þórarinsson og Jón Ásgeirsson. Meira
24. september 2002 | Kvikmyndir | 260 orð | ókeypis

Perry í vanda

Leikstjóri: Reginald Hudlin. Aðalhlutverk: Matthew Perry, Elizabeth Hurely, Vincent Pastore. 98 mín. Bandaríkin. Paramount Pictures, 2002. Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd | ókeypis

"Hún rís úr sumarsænum"

FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 4. október mun Átthagafélag Vestmannaeyinga heiðra minningu tónskáldsins Oddgeirs Kristjánssonar með fjölþættri dagskrá undir heitinu Hún rís úr sumarsænum . Meira
24. september 2002 | Fólk í fréttum | 286 orð | 1 mynd | ókeypis

Skemmtilegur drungi

Undir feilnótum með raftónlistardúóinu Einóma sem samanstendur af Steindóri og Bjarna. Vertical Form gefur út, 12 tónar dreifa. Meira
24. september 2002 | Menningarlíf | 265 orð | 1 mynd | ókeypis

Vann til verðlauna í London

GUÐRÚN Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hreppti á sunnudag þriðju verðlaun í opinni keppni fyrir unga söngvara á aldrinum 20-32 ára sem haldin er árlega í Lundúnum á vegum The Madeline Finden Memorial Trust. Meira

Umræðan

24. september 2002 | Aðsent efni | 464 orð | ókeypis

Er valkostur að skrökva?

HANN gerði sér skrítið erindi í Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag sá mæti maður Einar Kárason rithöfundur. Þar sýndist mér hann halda því fram, að sú meginregla í mannheimi, að siðferðilega sé rangt að skrökva, eigi ekki við stjórnmálamenn. Meira
24. september 2002 | Aðsent efni | 956 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrir hvern er almannatryggingakerfið?

Sjálfstæður rekstur sérfræðinga utan stofnana, segir Ágúst Kárason, er og hefur verið einn af aðalhornsteinum heilbrigðiskerfisins. Meira
24. september 2002 | Aðsent efni | 494 orð | 1 mynd | ókeypis

Heilbrigðismál í brennidepli

Samskipti Íslands og Svíþjóðar, segir Hjörtur Hjartar, eiga sér langa sögu á heilbrigðissviðinu. Meira
24. september 2002 | Bréf til blaðsins | 466 orð | 1 mynd | ókeypis

Hugleiðingar - afbrot og varnir

ÉG hitti einn af mínum gömlu veraldarvönu vinum um daginn. Meira
24. september 2002 | Aðsent efni | 326 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvenær opnar Haraldur póstinn?

Eru rannsóknarmenn á vegum yfirvalda, segir Hreinn Loftsson, undanþegnir reglum um innherjaviðskipti? Meira
24. september 2002 | Aðsent efni | 492 orð | 1 mynd | ókeypis

Menntastefna meðalmennskunnar

Ekki hefur verið tekist á við þær áskoranir, segir Björgvin G. Sigurðsson, sem nýir tímar bera með sér. Meira
24. september 2002 | Bréf til blaðsins | 276 orð | ókeypis

Ráðherra veit það ekki

UNDARLEGT er hvað ráðherrar virðast hafa litla þekkingu á því hvað það kostar að lifa í þjóðfélaginu. Fyrir stuttu birti félagsmálaráðherra lista yfir það hvað kosti að leigja íbúð. Meira
24. september 2002 | Aðsent efni | 407 orð | 1 mynd | ókeypis

Ráðstjórn

Allar reglur hins frjálsa markaðar og hinnar frjálsu samkeppni, segir Sverrir Hermannsson, hafa verið þverbrotnar af ráðstjórn síðustu 11 ára. Meira
24. september 2002 | Aðsent efni | 702 orð | 1 mynd | ókeypis

Skotið áður en spurt er

Hið opinbera hefur með skattlagningu reynt eins og hægt er, segir Árni Tómas Ragnarsson, að stýra veiku fólki frá sérfræðingum til heilsugæslulækna. Meira
24. september 2002 | Bréf til blaðsins | 473 orð | ókeypis

Smáskilaboð til náttúru Íslands frá Japan

VIÐ sjáum og heyrum oft orðið "fjölbreytni" um þessar mundir. Íslenskt þjóðfélag getur ekki forðast að mæta fjölbreyttum menningarstraumum hér á landi. Fjölbreytni skaðar ekki einstakleika. Meira
24. september 2002 | Aðsent efni | 954 orð | 1 mynd | ókeypis

Til varnar listmenntum

Þeirra eigin list stenst ekki rannsókn, segir Guðmundur Oddur. Hún er í besta falli laglegt punt. Meira
24. september 2002 | Aðsent efni | 560 orð | 1 mynd | ókeypis

Tímamót í Jóhannesarborg

Ég tel þessa ráðstefnu þá merkilegustu sem haldin hefur verið, segir Kristján Pálsson, þar sem framtíð mannkyns og jörðin öll er undir. Meira
24. september 2002 | Aðsent efni | 883 orð | 1 mynd | ókeypis

Tröllaukinn misskilningur?

Niðurstaða mín er að Falun Gong-hreyfingin sé heilnæm í besta lagi, segir Stan M. Goldin, og finn ég engin rök fyrir því að hún gæti talist trúarregla. Meira
24. september 2002 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd | ókeypis

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 3.101 til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, sem slasaðist í bílslysi. Þær heita Telma Björk og Ásdís... Meira

Minningar- og afmælisgreinar

24. september 2002 | Minningargreinar | 473 orð | ókeypis

ANNIE WINTHERHALTER SCHWEITZ HELGASON

Annie Wintherhalter Schweitz Helgason fæddist í Kaupmannahöfn 13. janúar 1929. Hún andaðist á Landspítalanum 1. september síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hennar. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2002 | Minningargreinar | 1280 orð | 1 mynd | ókeypis

EUFEMIA (EFFA) GEORGSDÓTTIR

Eufemia (Effa) Georgsdóttir fæddist í Reykjavík 8. júlí 1916. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Augusta Weiss Ólafsson, d. 1970, og Georg Ólafsson bankastjóri, d. 1941. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2002 | Minningargreinar | 1564 orð | 1 mynd | ókeypis

STEINGRÍMUR ÞÓRISSON

Steingrímur Þórisson fæddist í Álftagerði í Mývatnssveit 15. júlí 1923. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð hinn 16. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þuríður Friðbjarnardóttir, f. á Grímsstöðum í Skútustaðahreppi 18.9. 1900, d. 11. 2. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2002 | Minningargreinar | 2329 orð | 1 mynd | ókeypis

SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON

Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor fæddist á Sigríðarstöðum í Hálshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu 19. apríl árið 1930. Hann lést á Landspítalanum - Borgarspítala 7. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 23. september. Meira  Kaupa minningabók
24. september 2002 | Minningargreinar | 3063 orð | 1 mynd | ókeypis

ÞÓRHILDUR S. STEINGRÍMSDÓTTIR

Þórhildur Sigurbjörg Steingrímsdóttir fæddist á Végeirsstöðum í Fnjóskadal 31. mars 1908. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri hinn 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Steingrímur Þorsteinsson, f. 30.12. 1881, d. 27.11. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. september 2002 | Viðskiptafréttir | 852 orð | ókeypis

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 109 60 83...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 109 60 83 2,543 212,225 Gellur 700 595 613 128 78,440 Grálúða 150 150 150 117 17,550 Gullkarfi 85 8 71 21,061 1,486,874 Hlýri 125 66 104 5,967 621,318 Humar 2,040 1,820 1,991 200 398,200 Háfur 10 5 9 50 430 Keila 96 22 78... Meira
24. september 2002 | Viðskiptafréttir | 525 orð | ókeypis

Erfitt að spá um áhuga á yfirtökutilboði

SÉRFRÆÐINGAR á fjármálamarkaði telja erfitt að spá fyrir um hvort erlend fyrirtæki eða fjársterkir aðilar hafi áhuga á að gera yfirtökutilboð í hlutabréf deCODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, en gengi hlutabréfa félagsins hefur fallið mikið að... Meira
24. september 2002 | Viðskiptafréttir | 841 orð | 1 mynd | ókeypis

Evrufárið að fjara út

UPPTAKA evrunnar stappar nærri því að vera fár á mörkuðum fyrir sjávarafurðir og hefur mjög sett mark sitt á starf dótturfélaga Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á meginlandi Evrópu. Meira
24. september 2002 | Viðskiptafréttir | 188 orð | ókeypis

Fyrrverandi forstjóri Debenhams sagður vilja kaupa Top Shop

TERRY Green, fyrrverandi forstjóri verslananna Bhs og Debenhams, er sagður hafa mikinn áhuga á að semja við kaupsýslumanninn Philip Green um kaup á hluta af vörumerkjum Arcadia samstæðunnar, en Philip Green festi nýlega kaup á Arcadia fyrir 850 milljónir... Meira
24. september 2002 | Viðskiptafréttir | 82 orð | ókeypis

Jón Ásgeir segir sig úr bankaráði Íslandsbanka

JÓN Ásgeir Jóhannesson hefur sagt af sér sem bankaráðsmaður í Íslandsbanka hf. Áður höfðu Gunnar Jónsson og Þorsteinn Már Baldvinsson sagt sig úr bankaráðinu og sömuleiðis hefur Einar Örn Jónsson varamaður í ráðinu sagt sig úr því. Meira
24. september 2002 | Viðskiptafréttir | 75 orð | ókeypis

Kaupþing eykur hlut sinn í Baugi

KAUPÞING banki hf. keypti 19. september sl. hlutabréf í Baugi Group hf. að nafnverði 14.370.000 kr. Eignarhlutur Kaupþings banka hf. í Baugi Group hf. er nú 10,6% eða 253.875.000 kr. að nafnvirði en var áður 9,9% eða að nafnvirði 239.375.000 kr. Meira
24. september 2002 | Viðskiptafréttir | 621 orð | 1 mynd | ókeypis

Kvótakerfi er eini kosturinn í Chile

EITT mikilvægasta verkefnið sem framundan er í sjávarútvegi Chile er að koma kvótakerfi á í fiskveiðum fyrir fullt og fast. Þetta segir Felipe Sandoval, sjávarútvegsráðherra Chile, en hann var staddur hér á landi fyrir skömmu í boði Árna M. Meira
24. september 2002 | Viðskiptafréttir | 232 orð | 1 mynd | ókeypis

Tryggingamiðstöðin stofnar líftryggingafélag

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf., TM, hefur stofnað Líftryggingamiðstöðina hf., líftryggingafélag sem er að 99,92% í eigu TM. TM átti 15% hlut í Sameinaða líftryggingafélaginu hf. Meira
24. september 2002 | Viðskiptafréttir | 128 orð | ókeypis

Upplýsingar um strætó á Netinu

Í lok ársins munu farþegar strætisvagna Strætós bs. geta fengið nákvæmustu upplýsingar sem völ er á um ferðir vagnanna og hvaða leið heppilegast sé að fara til þess að ná á áfangastað á sem skemmstum tíma, að því er segir í fréttatilkynningu. Meira
24. september 2002 | Viðskiptafréttir | 341 orð | ókeypis

Virk stýring viðskiptakrafna gefur góða raun

VIÐ endurskipulagningu á rekstri fyrirtækja er allt of oft litið framhjá því hvað virk stýring viðskiptakrafna getur skilað miklum árangri, að sögn Hans Lindqvist, sem situr í stjórn Intrum á Íslandi fyrir hönd Intrum Justitia AB í Svíþjóð. Meira

Daglegt líf

24. september 2002 | Neytendur | 181 orð | 1 mynd | ókeypis

Afurðir klónaðra dýra á næsta leiti

ÞVÍ er spáð að mjólk úr klónuðum kúm og kjöt grísa og kálfa klónaðra foreldra verði að finna í hillum bandarískra matvöruverslana innan tíðar, samkvæmt netútgáfu Washington Post . Meira
24. september 2002 | Neytendur | 286 orð | 1 mynd | ókeypis

Dekkstu sólgleraugun ekki ætluð ökumönnum

SÓLGLERAUGU eru til í miklu úrvali og afar mikilvægt að velja gleraugu sem fara vel. "Hins vegar eru aðrir þættir sem skipta jafnvel meira máli við val á sólgleraugum. Meira
24. september 2002 | Neytendur | 95 orð | 1 mynd | ókeypis

Kjúklingar hreint engir hænuhausar

GRÍSIR og hænsn eru snjallari en áður var talið, segir á vefsíðu norska dagblaðsins Aftenposten . Meira
24. september 2002 | Neytendur | 170 orð | ókeypis

Viðvörun vegna Datu Puti-sojasósu

HOLLUSTUVERND ríkisins hefur borist viðvörun um Datu Puti sojasósu frá Filippseyjum í 750 ml flöskum. Í sósunni hefur greinst mikið af efninu 3-MCPD, sem talið er krabbameinsvaldandi. Meira

Fastir þættir

24. september 2002 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd | ókeypis

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 24. september, er fimmtugur Daníel Gunnarsson, skólastjóri Ölduselsskóla. Hann er að heiman á afmælisdaginn. Meira
24. september 2002 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd | ókeypis

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 24. september, er níræður Sigurfinnur Ólafsson húsgagnasmíðameistari . Af því tilefni tekur hann tekur á móti ættingjum og vinum á heimili sínu á Skjólbraut 1a í Kópavogi milli kl. 15 og... Meira
24. september 2002 | Dagbók | 552 orð | 1 mynd | ókeypis

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrjað á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laugardalinn eða upplestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Meira
24. september 2002 | Fastir þættir | 87 orð | ókeypis

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Vetrarstarfið...

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Vetrarstarfið hófst með eins kvölds tvímenningi 16. sept. sl. Meðalskor 165 stig. Röð efstu para: Guðlaugur Sv. - Hermann Friðrikss. 211 Jón Stefánss. - Magnús Sverriss. 191 Stefanía Sigurbj. Meira
24. september 2002 | Fastir þættir | 102 orð | ókeypis

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 19.

Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 19. september var spilað annað kvöldið af þremur í 11-11-tvímenningnum þar sem verslanir 11-11 gefa vegleg verðlaun í formi vöruúttektar. Besta skori kvöldsins náðu N/S. Meðalskor 216: Vilhjálmur Sig. - Steingrímur... Meira
24. september 2002 | Fastir þættir | 130 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ mánud. 16. sept. 2002. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S : Sæmundur Björnss. - Olíver Kristófss. 272 Björn E. Péturss. Meira
24. september 2002 | Fastir þættir | 242 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

BRIDSFÉLÖGIN eru nú óðum að taka til starfa eftir sumarhlé og hófst spilamennska hjá Bridsfélagi Reykjavíkur í síðustu viku með þriggja kvölda tvímenningi. Meira
24. september 2002 | Fastir þættir | 39 orð | ókeypis

Framhaldsaðalfundi BR frestað Framhaldsaðalfundi Bridgefélags Reykjavíkur,...

Framhaldsaðalfundi BR frestað Framhaldsaðalfundi Bridgefélags Reykjavíkur, sem áformað var að halda þriðjudaginn 24. september, hefur verið frestað um viku, til þriðjudagsins 1. október. Meira
24. september 2002 | Fastir þættir | 60 orð | ókeypis

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á...

Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á tíu borðum fimmtudaginn 19. september sl. Meðalskor 168. Beztum árangri náðu í N/S: NS Karl Gunnarss. - Kristinn Guðmundss. 210 Páll Guðmundsson - Filip Höskuldsson 195 Sigurður Björnss. - Auðunn Bergsv. Meira
24. september 2002 | Dagbók | 105 orð | ókeypis

JESÚS KRISTUR OG ÉG

Hér sit ég einn, með sjálfstraustið mitt veika, á svörtum kletti, er aldan leikur við. Á milli skýja tifar tunglið bleika, og trillubátar róa fram á mið. Af synd og fleiru sál mín virðist brunnin. Meira
24. september 2002 | Viðhorf | 685 orð | ókeypis

Listaskáld lausavísunnar

Hér segir af blautu dægurskáldi með svo leiftrandi skáldgáfu að lausavísur hans hlaupa ennþá hratt um harðar grundir. Meira
24. september 2002 | Dagbók | 868 orð | ókeypis

(Mark. 4, 24.)

Í dag er þriðjudagur 24. september, 267. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: "Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt. Meira
24. september 2002 | Fastir þættir | 200 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 d6 7. Be3 Rf6 8. 0-0 Be7 9. f4 Bd7 10. Bf3 0-0 11. Rb3 b5 12. g4 h6 13. a4 bxa4 14. Rxa4 Hb8 15. Rc3 a5 16. Hf2 Hb4 17. Hd2 Dc7 18. h4 h5 19. g5 Rg4 20. Bxg4 hxg4 21. Dxg4 a4 22. Rc1 Hxb2 23. Meira
24. september 2002 | Fastir þættir | 465 orð | ókeypis

Víkverji skrifar...

ÞAÐ leynir sér ekki að það er kosningavetur framundan. Aukin harka virðist vera að færast í hina pólitísku umræðu og flokkarnir undirbúa nú uppstillingar á lista og prófkjör. Meira

Íþróttir

24. september 2002 | Íþróttir | 212 orð | ókeypis

Arnar Þór á skotskónum

Arnar Þór Viðarsson skoraði eitt af mörkum Lokeren sem vann mjög öruggan sigur á Westerlo, 4:0, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöldið. Hann var jafnframt valinn í lið vikunnar af dagblaðinu Het Nieuwsblad. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 344 orð | ókeypis

Belgía Club Brugge - Gent 1:0...

Belgía Club Brugge - Gent 1:0 Germinal Beerschot - Beveren 2:1 Charleroi - Genk 0:0 Lierse - Standard Liege 2:0 Sint Truiden - Mechelen 5:1 Mons - Antwerpen 3:0 Lommel - La Louviere 0:1 Lokeren - Westerlo 4:0 Anderlecht - Moeskroen 6:3 Brugge 6 6 0 0 14... Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 340 orð | 1 mynd | ókeypis

Biðin var erfið

ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði KR, hóf Íslandsbikarinn á loft í þriðja sinn á fjórum árum, en þessi eitilharði varnarmaður ákvað skömmu fyrir Íslandsmót að leika með liðinu í sumar og sér eflaust ekki eftir því. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd | ókeypis

Chelsea heppið að ná í stig

Fulham og Chelsea, sem bæði eru í vesturhluta Lundúna, gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 692 orð | 2 myndir | ókeypis

Draumurinn úti er þyrlan hófst á loft

ÞAÐ voru niðurlútir leikmenn Fylkis sem stóðu á knattspyrnuvellinum á Akranesi, þegar dómarinn Garðar Örn Hinriksson blés í flautu sína - þeir horfðu á leikmenn Skagamanna fagna sigri, en stuttu áður höfðu þeir heyrt í þyrlu og séð hana taka á loft og... Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 506 orð | 1 mynd | ókeypis

England - Ísland 1:0 St.

England - Ísland 1:0 St. Andrews í Birmingham, Englandi. Undankeppni HM kvenna, síðari undanúrslitaleikur um sæti í lokakeppninni, sunnudaginn 22. september 2002. Mark Englands: Amanda Barr 88. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 802 orð | ókeypis

England Úrvalsdeild: Arsenal - Bolton 2:1...

England Úrvalsdeild: Arsenal - Bolton 2:1 Thierry Henry 26., Nwankwo Kanu 90. - Gareth Farrelly 47. Rautt spjald : Ivan Campo (Bolton) 80. - 37.974. Liverpool - WBA 2:0 Milan Baros 56, John Arne Riise 90. Rautt spjald : Russell Hoult (WBA) 35. - 43.830. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 457 orð | 1 mynd | ókeypis

FH tryggði sæti sitt

LEIKUR FH og ÍBV í lokaumferð efstu deildar karla í Hafnarfirði hafði ekki mikla þýðingu fyrir Eyjamenn, tölfræðilegar líkur á að þeir myndu falla voru hverfandi. En heimamenn voru í verri stöðu, þeir gætu fallið ef leikurinn tapaðist. Þeir lögðu því allt kapp á að vinna leikinn og það tókst nokkuð örugglega, því þeir komu miklu ákveðnari til leiks og uppskáru samkvæmt því. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 606 orð | 2 myndir | ókeypis

Framarar stóðust prófið

FRAM hélt sæti sínu í efstu deild með því að sigra KA á Akureyri með þremur mörkum gegn engu. Þessi mörk voru dýrmæt því aðeins munaði tveimur mörkum á Fram og Keflavík í lokin, Keflvíkingum í óhag, og urðu þeir síðarnefndu að sætta sig við fall. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 61 orð | ókeypis

Fram eða KA í Evrópukeppni

ÞAÐ ræðst í bikarúrslitaleik Fram og Fylkis um næstu helgi hvort Fram eða KA verður fjórði fulltrúi Íslands í Evrópumótum félagsliða næsta sumar. Nú liggur fyrir að KR fer í forkeppni meistaradeildar Evrópu og Fylkir í UEFA-bikarinn. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 652 orð | 1 mynd | ókeypis

Geta borið höfuðið hátt

ÞRÁTT fyrir 1:0 tap fyrir enska kvennalandsliðinu í Birmingham á sunnudaginn geta leikmenn íslenska liðsins í knattspyrnu borið höfuðið hátt. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 142 orð | ókeypis

Gífurlega sárt

"ÞAÐ er gífurlega sárt að falla en við vissum að við vorum komnir í erfiða stöðu fyrir leikinn og þyrftum líklega að treysta á aðra. Við komum mjög vel stemmdir til leiks í dag og betur stemmdir en oft áður í sumar. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 469 orð | 1 mynd | ókeypis

Góður sigur Keflvíkinga dugði skammt

KEFLAVÍK leikur í 1. deild að ári. Það kom í ljós á laugardaginn þegar Keflvíkingar sigruðu Grindavík, 1:4 á útivelli. Fyrir lokaumferðina hefðu flestir veðjað á að svona stór sigur myndi duga Keflvíkingum en því miður fyrir þá dugði þetta ekki. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 102 orð | ókeypis

Grétar fær gullskóinn

GRÉTAR Ólafur Hjartarson, sóknarmaður Grindvíkinga, hlýtur gullskó Adidas í ár sem markakóngur úrvalsdeildar karla. Grétar skoraði sitt 13. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 301 orð | 1 mynd | ókeypis

GSÍ stigamót unglinga Korpúlfsstaðir, par 71...

GSÍ stigamót unglinga Korpúlfsstaðir, par 71 Drengir 14-15 ára Ólafur B. Loftsson, NK 151 Þórður Rafn Gissurarson, GR 155 Sigurður Pétur Oddsson, GR 156 Piltar 16-18 ára Magnús Lárusson, GKj. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 178 orð | ókeypis

Guðmundur og Adolf á förum til Danmerkur

GUÐMUNDUR Steinarsson og Adolf Sveinsson, knattspyrnumennirnir, sem leikið hafa með Keflvíkingum, halda utan til Danmerkur á næstunni þar sem þeir ætla að búa í vetur. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd | ókeypis

Hanna Guðrún Stefánsson átti mjög góðan...

Hanna Guðrún Stefánsson átti mjög góðan leik þegar Haukar lögðu Val að velli í 1. deildarkeppni kvenna í handknattleik á Hlíðar enda, 28:21. Hér skorar hún eitt af tíu mörkum sínum í leiknum. Úrslit helgarinnar og staðan í 1. deild kvenna er á... Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 1159 orð | 1 mynd | ókeypis

Haukarnir mjög öflugir

BIKARMEISTARAR Hauka eru meistarar meistaranna í handknattleik karla. Hafnfirðingar léku gegn Íslandsmeisturum KA á laugardag og gjörsigruðu þá 37:27. Í leikslok fór bikar á loft en mikilvægari voru stigin tvö sem þeir fengu enda var leikurinn deildarleikur í ofánálag. Haukarnir voru mun sterkari allan leikinn og fóru þeir Aron Kristjánsson og Birkir Ívar Guðmundsson á kostum í liði þeirra. Átta mörk skildu í hálfleik en Haukar náðu mest þrettán marka forystu sem segir mikið um yfirburði þeirra. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 343 orð | ókeypis

Heiðar Helguson bjargaði Watford

HEIÐAR Helguson skoraði á laugardaginn sitt fyrsta mark fyrir Watford á leiktíðinni í 1. deild ensku knattspyrnunnar, og sitt fyrsta síðan á nýársdag. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd | ókeypis

* HENNING Jónasson úr KR og...

* HENNING Jónasson úr KR og Helgi Jones úr Þór léku báðir sinn fyrsta leik í efstu deild þegar lið þeirra mættust á laugardaginn. Henning, 19 ára gamall Stokkseyringur, lék síðustu fjórar mín. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd | ókeypis

* HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 7 mörk...

* HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði 7 mörk fyrir Tvis Holstebro sem tapaði fyrir Slagelse , 32:18, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Tvis Holstebro er án stiga eftir þrjár umferðir. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd | ókeypis

Hugarfarsbreyting

Kristján Finnbogason stóð í marki KR í síðustu tveimur leikjum liðsins og kom það mörgum á óvart. Hann hafði nefnilega meiðst um miðjan ágústmánuð og var þá talið að hann hefði leikið sinn síðasta leik á tímabilinu, en hinn ungi Valþór Halldórsson leysti hann af í þremur leikjum. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 879 orð | 1 mynd | ókeypis

ÍBV - Valur 15:33 Vestmannaeyjar, 1.

ÍBV - Valur 15:33 Vestmannaeyjar, 1. deild karla, Esso-deild, laugardaginn 21. september 2002. Gangur leiksins: 0:1, 0:5, 1:6, 2:9, 3:12, 3:18 , 5:19, 7:21, 9:23, 11:27, 12:28, 13:31, 15:33 . Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslandsmót karla Björninn - SR 10:13...

Íslandsmót karla Björninn - SR 10:13 Fyrsti leikur Íslandsmótsins, Skautahöllin í Laugardal, laugardagur 21. september. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 777 orð | ókeypis

Ítalía AC Milan - Perugia 3:0...

Ítalía AC Milan - Perugia 3:0 Paolo Maldini 40., Filippo Inzaghi 50., Clarence Seedorf 66. - 60.000. Empoli - Juventus 0:2 Alessandro Del Piero 5. (víti), 73. - 18.700. Atalanta - Bologna 2:2 Cristiano Doni 18. (víti) 51.- Thomas Locatelli 13. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 116 orð | ókeypis

Jón Arnar fjórði í Talence

JÓN Arnar Magnússon úr Breiðabliki varð fjórði á tugþrautarmóti sem fram fór í Talence í Frakklandi um helgina. Jón Arnar fékk 8.128 stig sem er þriðji besti árangur hans á keppnistímabilinu. Bandaríkjamaðurinn Tom Pappas sigraði á mótinu með 8.525 stig. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 527 orð | 1 mynd | ókeypis

Kanu með sigurmark Arsenal

ARSENAL er algjörlega óstöðvandi þessa dagana og eftir 2:1-sigur á Bolton eru Englandsmeistararnir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og virðast ekki ætla að fara af honum í bráð. Arsenal gerði meira en að sigra því liðið jafnaði 72 ára gamalt met Chesterfield með því að skora í 46. deildarleiknum í röð. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 153 orð | ókeypis

Kjartan hættur með Keflavík

KJARTAN Másson, þjálfari Keflvíkinga, kvaddi leikmenn sína eftir leikinn við Grindvíkinga og tilkynnti þeim að hann væri hættur þjálfun liðsins. "Það lá alveg ljóst fyrir að Kjartan myndi hætta með liðið hvernig sem þetta færi hjá okkur. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 1088 orð | 2 myndir | ókeypis

KR-ingar loksins meistarar á eigin heimavelli

KR-INGAR eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu árið 2002 eftir auðveldan sigur á föllnum Þórsurum, 5:0, á KR-vellinum á laugardaginn. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill KR á fjórum árum og sá 23. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd | ókeypis

* KRISTINN Jakobsson knattspyrnudómari mun dæma...

* KRISTINN Jakobsson knattspyrnudómari mun dæma leik pólska liðsins Wisla Kraká og Primorje frá Slóveníu í Kraká 3. október. Leikurinn er síðari leikur liðanna í annarri umferð UEFA -bikarsins. Með honum fara Gunnar Gylfason, Guðmundur H. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 148 orð | ókeypis

Kristján til ÍR-inga

KRISTJÁN Guðmundsson verður næsti þjálfari ÍR-inga en Breiðhyltingar féllu sem kunnugt er í 2. deild ásamt Sindramönnum. Kristján er ekki alveg ókunnugur ÍR-liðinu. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 876 orð | 1 mynd | ókeypis

Lærðum mikið af þessum leikjum

"FYRST þegar leikurinn var flautaður af voru mikil vonbrigði, og eru enn, en þegar maður hugsar betur um það tel ég að við getum borið höfuðið hátt því við höfum komist vel frá þessum viðureignum og vitum að við vorum að spila við sterkt lið," sagði Olga Færseth eftir leikinn. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 114 orð | ókeypis

Næstmesta aðsóknin

AÐ meðaltali mættu 996 áhorfendur á hvern leik í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í ár. Það er nokkur fækkun frá árinu 2001, en þó næstmesta aðsóknin frá upphafi þar sem leikirnir í fyrra slógu öll aðsóknarmet. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 100 orð | ókeypis

"Ánægjulegt að sjá þyrluna fara með bikarinn"

ÞEGAR Haraldur Sturlaugsson, fyrrverandi fyrirliði Skagamanna, var að yfirgefa knattspyrnuvöllinn á Jaðarsbökkum á Akranesi, eftir sigur Skagamanna á Fylki, sneru tveir vonsviknir og góðglaðir Fylkismenn sér að honum og lýstu yfir vonbrigðum sínum með... Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 335 orð | 1 mynd | ókeypis

"Legg ekki árar í bát"

BJÖRGVIN Sigurbergsson, atvinnukylfingur úr GK, komst ekki í gegnum fyrsta stigið af þremur á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina, en hann og Ólafur Már Sigurðsson einnig úr GK, léku báðir holurnar 72 á þremur undir pari Five-Lake vallarins á Englandi. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 1187 orð | 2 myndir | ókeypis

"Léttleikinn var fyrir hendi"

WILLUM Þór Þórsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs KR, þekkir það vel að stýra skútum þeim, sem hann hefur tekið að sér, á leiðarenda. Sem þjálfari hefur Willum unnið sigra í öllum deildum íslenskrar knattspyrnu, sem þjálfari Hauka og Þróttar úr Reykjavík og nú síðast sem "kallinn í brúnni" hjá Íslandsmeistaraliði KR - á sínu fyrsta ári sem þjálfari Vesturbæjarliðsins. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 217 orð | ókeypis

"Vildum ekki treysta á aðra"

JÓNAS Grani Garðarsson, leikmaður FH, var kampakátur að leik loknum og sagði að FH-ingar hefðu gert sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins. "Við ætluðum okkur auðvitað að vinna leikinn og klára þetta. Ekki treysta á aðra. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 122 orð | ókeypis

Sigursteinn meistari í 8. skipti

SIGURSTEINN Gíslason varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í áttunda skipti á laugardaginn. Sigursteinn spilaði með Skagamönnum þegar þeir urðu meistarar fimm ár í röð, frá 1992 til 1996, og síðan með KR árin 1999, 2000 og 2002. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 477 orð | ókeypis

Sterk liðsheild og góður stuðningur

SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson varð markahæstur KR-inga í sumar og skoraði 11 mörk í deildinni, þar af eitt á móti Þór. Hann varð þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Gunnari Heiðari Þorvaldssyni úr ÍBV en þar sem Sigurður spilaði einum leik færra hlýtur hann bronsskó Adidas. Sigurður hafði því ríka ástæðu til að gleðjast á laugardag. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 638 orð | ókeypis

Stoltur og vonsvikinn

"ÉG ER bæði stoltur og vonsvikinn," sagði Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Englandi í Birmingham á sunnudaginn. "Vonsvikinn eftir á að hyggja vegna þess að leikurinn heima skyldi ekki fara betur því það var vendipunktur, það er dýrt að fá á sig tvö mörk á heimavelli. Síðan er ég einstaklega ánægður með framgöngu liðsins í dag, sérstaklega síðari hálfleikinn." Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 568 orð | ókeypis

Stóðust ekki pressuna

ÓLAFUR Þórðarson þjálfari fráfarandi Íslandsmeistara Skagamanna gekk til Fylkismanna og hughreysti þá eftir ófarirnar á móti hans mönnum. Ólafur fann greinilega til með sínum gömlu lærisveinum sem hann þjálfaði í tvö ár, 1997 og 1998. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd | ókeypis

* STUÐNINGSMENN Fylkis fjölmenntu upp á...

* STUÐNINGSMENN Fylkis fjölmenntu upp á Akranes en sjö rútubifreiðar frá Norðurleið fluttu Árbæinga upp á Skaga. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 296 orð | ókeypis

Stutt gaman hjá Þórði og Eyjólfi

ÞÓRÐUR Guðjónsson og Eyjólfur Sverrisson voru báðir í byrjunarliði félaga sinna í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu um helgina en hvorugur þeirra náði að spila annan hálfleikinn. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 83 orð | ókeypis

Sævar Þór missti af gullskónum

SÆVAR Þór Gíslason, framherji Fylkis, missti af gullskónum í hendur Grétars Hjartarsonar í Grindavík. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 163 orð | ókeypis

Tíu marka sigur hjá Magdeburg á Essen

LEMGO er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Lemgo sigraði meistara Kiel á útivelli, 29:27, og hafa meistararnir enn ekki unnið leik. Liðið hefur gert tvö jafntefli og tapað tveimur og er í 13. sæti. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 366 orð | 1 mynd | ókeypis

* TRYGGVI Guðmundsson og Marel Baldvinsson...

* TRYGGVI Guðmundsson og Marel Baldvinsson léku báðir allan leikinn fyrir Stabæk sem tapaði á heimavelli fyrir Odd Grenland , 2:0, í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 645 orð | 5 myndir | ókeypis

Við réðum hreinlega ekki við spennufallið

AÐALSTEINN, þjálfari Fylkis, var í skrýtnu hlutverki á sínum gamla heimavelli á Akranesi. Hann tók út leikbann og varð að fylgjast með leik sinna manna úr grasbrekkunni - umkringdur fjölmennum stuðningsmönnum Árbæjarliðsins. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd | ókeypis

Vogts á undir högg að sækja

Tveir knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni, Glenn Roeder hjá West Ham og David Moyes hjá Everton, gagnrýna mjög ummæli Berti Vogts landsliðsþjálfara Skota sem hann viðhafði eftir jafntefli Skota við Færeyinga í undankeppni EM á dögunum. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 73 orð | ókeypis

Willum meistari í öllum deildum

WILLUM Þór Þórsson hefur náð þeim einstæða árangri á skömmum þjálfaraferli að stýra liðum til sigurs í öllum fjórum deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu. Fyrsti titill Willums kom árið 1997 þegar Þróttarar sigruðu í 1. deild undir hans stjórn. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 267 orð | ókeypis

Ætlum að enda þetta með stæl

"ÉG er ánægður með þennan leik. KA-menn eru erfiðir en við spiluðum taktískt vel að þessu sinni og sigurinn var góður. Við náðum að skora þau mörk sem við þurftum," sagði Kristinn R. Meira
24. september 2002 | Íþróttir | 169 orð | ókeypis

Örlög Þórs ráðast í dag

ÖRLÖG körfuknattleiksliðs Þórs frá Akureyri ráðast í dag þegar aðalstjórn félagsins tekur fyrir yfirlýsingu stjórnar körfuknattleiksdeildarinnar frá því í gærkvöldi. Meira

Fasteignablað

24. september 2002 | Fasteignablað | 65 orð | 1 mynd | ókeypis

Blásið gler

Louisa og Henrik Moeslund eru glerlistamenn sem sóttu menntun sína til Bretlands en hafa hannað glervörur fyrir Söholm í Danmörku. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 586 orð | 1 mynd | ókeypis

Er áhugi á iðnnámi að aukast?

NÝLEGA mættu menn til samkomu til að fagna ungum mönnum sem voru að taka við sveinsbréfum í pípulögnum, eftir að hafa þreytt sveinspróf með tilheyrandi kvíða, stressi og vel útilátnum svita. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 248 orð | 1 mynd | ókeypis

Esjugrund 24

Reykjavík - Fasteignamiðlunin Berg er nú með í sölu steinhús á Esjugrund 24 í Reykjavík. Húsið er 262 fermetrar og er það með aukaíbúð. Það var reist árið 1986. "Um er að ræða glæsilegt hús sem hentar vel fyrir stóra fjölskyldu. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 167 orð | 1 mynd | ókeypis

Fallegt til skreytinga

Reyniviður er fallegt tré og ber þess og lauf eru falleg til skreytinga. Reyniviður er íslenskt tré og mörg örnefni hér á landi bera þess vott. Reyniviður á sér djúpar rætur í íslenskri þjóðtrú. Hann var helgaður Ása-Þór til forna. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 392 orð | 1 mynd | ókeypis

Fasteignasala í stórmarkaði

ÞAÐ er nokkurt nýnæmi hér á landi að reka fasteignasölu inni í stórmarkaði, enda þótt það sé ef til vill ekki einsdæmi. Fasteignasalan Smárinn hefur aðsetur á 2. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 249 orð | 1 mynd | ókeypis

Fellsás 12a

Mosfellsbær - Hjá fasteignasölunni Gimli er nú í sölu fallegt og glæsilega hannað parhús á tveimur hæðum á góðum útsýnisstað í Mosfellsbæ. Húsið er 184 ferm. með innbyggðum 52 ferm. bílskúr með mikilli lofthæð. Ásett verð er 18,7 millj. kr. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 341 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlíðarhjalli 27

Kópavogur - Húsakaup eru nú með í einkasölu einbýlishúsið Hlíðarhjalla 27 í Kópavogi. Þetta er steinhús, byggt 1987 og er það 212,8 fermetrar, þar af er innbyggður bílskúr 28,9 fermetrar. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 78 orð | 1 mynd | ókeypis

Hljómskálinn

Hljómskálinn er ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur. Þar hefur löngum verið æfingastaður lúðrasveita og þótt þetta sé ekki stór bygging er hún borgarbúum hjartfólgin. Hljómskálinn var byggður 1923 og er hann 5,5 x 7,3 x 7,5 metrar að stærð. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 875 orð | 1 mynd | ókeypis

Húsaleiga í Reykjavík

UMMÆLI félagsmálaráðherra um húsaleigumál í Reykjavík hafa að undanförnu valdið hörðum viðbrögðum margra þeirra aðila sem með einum eða öðrum hætti tengjast húsaleigumarkaðnum í Reykjavík og er ráðherra talinn fara með allt of lágar tölur um leiguverð í... Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 522 orð | 1 mynd | ókeypis

Húsaleigusamningar

MJÖG algengt er að upp komi vandkvæði við útleigu á húsnæði vegna óvandaðs frágangs á húsaleigusamningum. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 100 orð | 1 mynd | ókeypis

Laufrimi 31

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Valhöll er nú í einkasölu parhús í Laufrima 31 í Reykjavík. Þetta er svokallað kubbahús, hlaðið úr steyptum einangrunarkubbum. Það var reist árið 1996 og er samtals 160 ferm. á einni hæð, þar af er bílskúr 30 ferm. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 67 orð | ókeypis

Leiðrétting

Í grein um fjármögnunarmöguleika við íbúðarkaup, sem birtist í fasteignablaði Morgunblaðsins 3. september sl., var rangt farið með tvö atriði, sem þarf að leiðrétta. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 735 orð | 4 myndir | ókeypis

Mikið og hrífandi útsýni einkennir nýtt byggingarsvæði við Vatnsenda í Kópavogi

Gera má ráð fyrir mikilli ásókn í norðursvæði Vatnsenda í Kópavogi, en fyrstu lóðirnar þar hafa nú verið auglýstar til umsóknar. Elliðavatn, Heiðmörk og fjallahringurinn blasa við. Magnús Sigurðsson kynnti sér svæðið. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 164 orð | 1 mynd | ókeypis

Mjölnisholt 4

Reykjavík - Eignamiðlunin er nú með í einkasölu tvær íbúðir í Mjölnisholti 4 í Reykjavík. Íbúðirnar eru 63,9 og 71,3 fermetrar að stærð. Þær eru í steinhúsi sem byggt var 1927. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 164 orð | 1 mynd | ókeypis

Ofurlítil barokkhöll

"Ofurlitla barokkhöll" kallar Hörður Ágústsson húsið Þingholtsstræti 29B sem Einar Erlendsson teiknaði og vitnar þar í glæsilegan stiga sem allir þeir kannast við sem á árunum áður sóttu sér bækur í Borgarbókasafnið, en hús þetta var... Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 223 orð | 1 mynd | ókeypis

Reykjavíkurvegur 3

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Ás er nú með í einkasölu húseignina Reykjavíkurvegur 3, sem er steinhús, byggt árið 1912. Það er 149,8 ferm. og því fylgir atvinnuhúsnæði sem er úr timbri og steini og er það 173,2 ferm. og líka byggt 1912. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 877 orð | 4 myndir | ókeypis

Sérhannað leiguhúsnæði fyrir 60 ára og eldri rís í Hafnarfirði

Á vegum Sjómannadagsráðs standa yfir miklar byggingarframkvæmdir við Hrafnistu í Hafnarfirði. Byggð verða tvö fjölbýlishús með 64 íbúðum. Þær fyrstu eru þegar tilbúnar. Magnús Sigurðsson kynnti sér íbúðirnar og ræddi við Ásgeir Ingvason, framkvæmdastjóra ráðsins. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 143 orð | 1 mynd | ókeypis

Skúlagata 4

Í þessu húsi hefur verið tekið á þjóðarpúlsinum í ýmsum skilningi. Þetta er Skúlagata 4, hús Fiskifélags Íslands og þar var lengi til húsa Ríkisútvarpið, meðan það var eina útvarpsstöð landsmanna. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 172 orð | 1 mynd | ókeypis

Sóleyjargata 1 - Staðastaður

Sóleyjargata 1 hýsir nú skrifstofur forseta Íslands. Hús þetta reisti Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra árið 1912. Björn stofnaði 1874 vikublaðið Ísafold í Reykjavík og varð ráðherra 1909. Björn var einn helsti baráttumaður fyrir vínbanni á Íslandi. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 45 orð | 1 mynd | ókeypis

Stóll nr 501

Stóll nr. 501 er frægt húsgagn. Í Íslensku alfræðiorðabókinni segir um höfund stóls nr. 501: "Hans J. Wegner fæddist 1914. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 194 orð | 1 mynd | ókeypis

Súlu-nes 20

Garðabær - Hjá fasteignasölunni Smáranum er nú til sölu glæsilegt 156,6 ferm. einbýlishús ásamt 43,5 ferm. sambyggðum bílskúr á einni hæð á góðum stað við Súlunes 20 á Arnarnesi. Húsið stendur á um 1.500 ferm. eignarlóð. Ásett verð er 27,9 millj. kr. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 190 orð | 1 mynd | ókeypis

Torfbæir bannaðir í Reykjavík

FYRIR nær réttum 160 árum, í október, var kveðinn upp úrskurður sem leiddi af sér að torfbæir hurfu úr miðbæ Reykjavíkur. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 434 orð | 1 mynd | ókeypis

Umsóknarfrestur um lán vegna leiguíbúða rennur út 1. október

LÁN til leiguíbúða eru mjög mikilvægur þáttur í starfsemi Íbúðalánasjóðs, enda er tilgangur laga um húsnæðismál "... Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 401 orð | ókeypis

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
24. september 2002 | Fasteignablað | 61 orð | 1 mynd | ókeypis

Vel hannaður kertastjaki

Þessi vel hannaði kertastjaki er framleiddur hjá Söholm, en það er danskt fyrirtæki sem stofnað var á Borgundarhólmi 1835. Það hve gamalt fyrirtækið er setur svip á framleiðslu þess þótt í áranna rás hafi hún verið bæði bætt og fáguð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.