Greinar miðvikudaginn 30. október 2002

Forsíða

30. október 2002 | Forsíða | 133 orð

Ákærður fyrir raðmorðin

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna lagði í gær fram ákæru á hendur John Allen Muhammad, sem grunaður er um raðmorðin í Washington-borg og nágrenni. Hann á dauðadóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Meira
30. október 2002 | Forsíða | 113 orð | 1 mynd

Jarðskjálftar í grennd við Etnu

GRÁTANDI móðir með barn sitt í fanginu gengur framhjá bílum og húsum sem skemmdust í bænum Santa Venerina á Sikiley í gær þegar jarðskjálftar riðu yfir bæi í grennd við Etnu sem byrjaði að gjósa á laugardag. Meira
30. október 2002 | Forsíða | 289 orð | 1 mynd

Líkur á að stjórnin falli

STJÓRNARKREPPA vofði yfir í Ísrael í gær eftir að Verkamannaflokkurinn sagðist ætla að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi samsteypustjórnar Ariels Sharons forsætisráðherra og slíta stjórnarsamstarfinu. Það gæti orðið til þess að kosningum yrði flýtt. Meira
30. október 2002 | Forsíða | 453 orð | 1 mynd

Tugir manna handteknir vegna gíslatökunnar

LÖGREGLAN í Moskvu hefur handtekið tugi manna sem grunaðir eru um að vera viðriðnir gíslatökuna í vikunni sem leið, að sögn Borís Gryzlovs, innanríkisráðherra Rússlands, í gær. Meira

Fréttir

30. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 222 orð

10-20 manna vinnustaður í framtíðinni

FYRIRTÆKIÐ PharmAarctica ehf. var stofnað formlega á Grenivík í gær en það verður staðsett á Grenivík og mun framleiða þar lyf og snyrtivörur. Meira
30. október 2002 | Erlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

105 ára gamall fangi?

MAÐUR sem kveðst vera 105 ára gamall segir að bandarískir hermenn hafi handtekið hann er hann var hjá lækni sínum í þorpi í Afganistan. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 204 orð

Aðalfundur ungra framsóknarmanna ógildur

LAGANEFND Framsóknarflokksins hefur úrskurðað aðalfund Félags ungra framsóknarmanna ólögmætan og ógildan og þar með allar afgreiðslur og kosningar á fundinum. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Athugasemd frá Tryggingastofnun

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd: "Vegna leiðara Morgunblaðsins, laugardaginn 26. október sl. þykir rétt að fram komi að Tryggingastofnun ríkisins á ekki í samningsdeilum við Barnalæknaþjónustuna ehf. Meira
30. október 2002 | Landsbyggðin | 222 orð | 1 mynd

Atvinnuástandið með besta móti að undanförnu

AÐ undanförnu hefur verið gott atvinnuástand á Húsavík, að sögn Aðalsteins Á. Baldurssonar, formanns Verkalýðsfélags Húsavíkur. Meira
30. október 2002 | Miðopna | 442 orð

Áætlaðar greiðslur um 600 milljónir

HEILDARGREIÐSLUR úr ábyrgðarsjóði launa vegna gjaldþrota fyrirtækja voru rúmlega 354 milljónir króna á árinu 2001. Áætlað er að þessar greiðslur verði um 600 milljónir króna á þessu ári. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Beðið um andsvar

EKKI er allt sem sýnist á Alþingi þessa dagana, í það minnsta ekki á þessari ljósmynd. Engu er líkara en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafi ákveðið að stinga upp í Össur Skarphéðinsson, þingmann Samfylkingarinnar, í bókstaflegri merkingu. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 68 orð

Bílvelta í Skagafirði

ÞRÍR voru fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í gærmorgun eftir bílveltu á Norðurlandsvegi, nálægt bænum Miðhúsum í Akrahreppi í Skagafirði. Ökumaðurinn slasaðist sýnu meira en farþegar hans en var þó ekki talinn alvarlega slasaður. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 216 orð

Brennuvarga eftir tvo stórbruna enn leitað

TVEIR nýlegir stórbrunar í Reykjavík þar sem grunur er um íkveikju sæta rannsókn lögreglunnar í Reykjavík. Annars vegar er það bruninn í Fákafeni 7. ágúst og við Laugaveg 20. október. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Breytingar á starfi norrænna lýðháskóla

RÁÐSTEFNA norrænna lýðháskólastjóra var haldin í Skálholti í síðustu viku. Á ráðstefnunni kom fram að umtalsverðar breytingar hafa orðið í ytri búnaði lýðháskólanna til þess að mæta þörfum og áhugasviði nemenda á nýrri öld. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Byrjað að sekta á föstudaginn

Á FÖSTUDAGINN er eins gott fyrir ökumenn að nota handfrjálsan búnað við farsímann um leið og þeir aka bílnum. Þá verður lögreglu heimilt að sekta fyrir brot gegn lögum sem tóku gildi 1. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Byssusmiðir í læri á Dunhaganum

Á VERKSTÆÐI Jóhanns Vilhjálmssonar byssusmiðs á Dunhaganum eru tveir ungir byssusmiðir í læri, Michael Martinez frá Belgíu og François Bastin frá Frakklandi. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæðagreiðslum verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Hjúkrunarrými í Reykjavík. 2.Lyfjaávísanir lækna. 3.Reglugerð um landlæknisembættið. 4.Daggjöld dvalar- og hjúkrunarheimila. 5. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 308 orð

Dró sér 13,4 milljónir á tveimur árum

HÁLFFERTUG kona var í gær dæmd í 14 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt en brotin framdi hún í starfi sem skrifstofustjóri Læknavaktarinnar og Læknavaktarbílsins. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð

Ekki ákært vegna mannsláts

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að ákæra ekki vegna láts manns í Hamraborg í Kópavogi í mars sl. Maður og kona voru um tíma grunuð um að hafa valdið manninum áverkum sem drógu hann til dauða. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Enn stækkar slökkvistöðin í Reykjavík

STJÓRN Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað á föstudag að bæta við einni hæð ofan á bílageymslu stöðvarinnar en þar með stækkar slökkvistöðin um 460 m². Meira
30. október 2002 | Erlendar fréttir | 546 orð | 1 mynd

ESB verði "Sameinuð Evrópa"

Í DRÖGUM að tilvonandi stjórnarskrá Evrópusambandsins er lagt til að nafni þess verði breytt í "Sameinuð Evrópa" og mælt með því að stofnað verði nýtt embætti kjörins forseta sem fara muni fyrir ráðherraráðinu til nokkurra ára í senn. Meira
30. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 118 orð

Europris íhugar að opna verslun á Akureyri

FORSVARSMENN mat- og sérvöruverslunarinnar Europris hafa verið að skoða möguleika á að opna verslun á Akureyri. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 185 orð

Fjallað um markaðsmál sjávarafurða

AÐALFUNDUR LÍÚ verður haldinn á fimmtudag og föstudag í þessari viku í 63. sinn. Fundurinn verður haldinn á Grandhótel Reykjavík og hefst hann klukkan 14 með ræðu formanns LÍÚ, Kristjáns Ragnarssonar. Að því loknu ávarpar sjávarútvegsráðherra, Árni M. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fjöldi óhappa í hálkunni

VETURINN minnti rækilega á sig í gærdag í Reykjavík og nágrenni með hálku og fjölda umferðaróhappa í kjölfarið. Aðeins minniháttar meiðsl urðu á fólki en eignatjón var töluvert og í einhverjum tilvikum þurfti að draga bíla af slysstað. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 263 orð

Flakið verður híft upp af hafsbotni fyrir jól

FJÖLVEIÐISKIPIÐ Guðrún Gísladóttir KE 15, sem sökk við strendur N-Noregs í sumar, verður híft upp af hafsbotni og flutt til hafnar fyrir jól. Meira
30. október 2002 | Landsbyggðin | 93 orð

Fríar sætaferðir í Bónus

GUÐMUNDUR Tyrfingsson - hópferðabílar hafa í samstarfi við verslun Bónuss á Selfossi hafið samstarf um að Bónus bjóði viðskiptavinum sínum fríar sætaferðir frá Stokkseyri og Eyrarbakka. Sem kunnugt er hefur verslunarrekstri verið hætt á þessum stöðum. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 353 orð

Fræðslufundur í Verzlunarskóla Íslands Verzlunarskóli Íslands...

Fræðslufundur í Verzlunarskóla Íslands Verzlunarskóli Íslands býður til fræðslufundar um forvarnir og vímuefni fimmtudaginn 31. október kl. 20. Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi hjá Marita forvarna- og hjálparstarfi verður aðalgestur fundarins. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð

Fundur um matvöruverð Opinn fundur um...

Fundur um matvöruverð Opinn fundur um matvöruverð, verslun og landbúnað verður haldinn á kosningaskrifstofu stuðningsmanna Stefaníu Óskarsdóttur, Laugarásvegi 1, í kvöld, miðvikudaginn 30. október, klukkan 20. Meira
30. október 2002 | Suðurnes | 86 orð

Garður og Vogar fá 18 milljónir í tekjujöfnun

GERÐAHREPPUR og Vatnsleysustrandarhreppur fá liðlega 18 milljónir kr., hvort sveitarfélag, við úthlutun tekjujöfnunarframlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Hin sveitarfélögin þrjú á Suðurnesjum hafa hærri meðaltekjur og fá ekki framlag. Meira
30. október 2002 | Erlendar fréttir | 411 orð

Getur valdið lömun í öndunarfærum

BANDARÍSK stjórnvöld telja að rússnesk yfirvöld hafi beitt gasi gerðu úr ópíati, virka efninu í ópíumi, til að yfirbuga tsjetsjensku hryðjuverkamennina sem tóku um 800 manns í gíslingu í leikhúsi í Moskvu í síðustu viku. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð

Gæsluvarðhald framlengt yfir bræðrum

GÆSLUVARÐHALD yfir tveimur bræðrum sem sakaðir eru um hrottafengna líkamsárás í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur 2. ágúst sl. hefur verið framlengt til 24. janúar nk. eða þar til dómur fellur. Meira
30. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 337 orð

Handboltavöllur, sundlaug og þreksalur

BÆJARYFIRVÖLD í Garðabæ undirbúa nú útboð fyrir íþróttahús í Hofsstaðamýri en ráðgert er að framkvæmdir hefjist í mars á næsta ári. Fjárhagsáætlun vegna hússins hljóðar upp á rúmar 500 milljónir króna. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 205 orð

Hannes lagði Adams

LIÐ Englands sigraði lið Íslands með minnsta mögulega mun, 2½-1½, í fjórðu umferð Ólympíumótsins í Bled í Slóveníu í gær en þess ber að geta að Englendingar eru með sjötta sterkasta lið mótsins en lið Íslands er í 43. sæti. Hannes Hlífar Stefánsson (2. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 466 orð

Harðar deilur um vinnubrögð við val fulltrúa

ÁTÖK eru meðal framsóknarmanna í Reykjavík vegna gagnrýni og deilna á vinnubrögð við val fulltrúa á kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem halda á í kvöld. Meira
30. október 2002 | Erlendar fréttir | 735 orð | 1 mynd

Hvert einasta þingsæti skiptir máli

Þing- og ríkisstjórakosningar verða haldnar í Bandaríkjunum nk. þriðjudag. Davíð Logi Sigurðsson sótti kosningafund með tveimur áhrifamiklum öldungadeildarþingmönnum, demókrötunum Tom Daschle og Tom Harkin, í Iowa-borg en niðurstaða kosninganna í Iowa-ríki gæti skipt sköpum um það hvaða flokkur ræður ríkjum á Bandaríkjaþingi næstu tvö árin. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Hvítfálki gistir Hrísey

GRÆNLANDSVALUR, öðru nafni hvítfálki, hefur haldið til í Hrísey í haust. Þarna er á ferðinni ársgamall kvenfugl, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglaáhugamanns. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 414 orð

Ísland orðið aðili að samningi um verndun túnfiska

ALÞINGI heimilaði í gær Íslandi að gerast aðili að alþjóðasamningi um verndun túnfiska í Atlantshafi sem gerður var í Ríó de Janeiró 14. maí 1966. Þingsályktunartillaga þessa efnis var samþykkt síðdegis í gær. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 425 orð

Íslandsbanki hagnast um 2,4 milljarða króna

HAGNAÐUR Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var 2.359 milljónir króna eftir skatta og 2.921 milljón króna fyrir skatta. Eftir skatta er þetta aukning um 13% frá sama tímabili í fyrra, en fyrir skatta er aukningin 3%. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Jólakort til styrktar Regnbogabörnum

VERSLANIR Hans Petersen hf. hafa um árabil selt jólakort fyrir ljósmyndir og jafnlengi hefur fyrirtækið látið tiltekna fjárhæð af hverju seldu jólakorti renna til styrktar góðu málefni. Í þetta sinn munu nýstofnuð samtök Regnbogabarna njóta styrksins. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Jöklastúlkunni flogið í fyrsta sinn í 60 ár

FYRSTA flug Lockheed P-38F-orrustuflugvélar í rúmlega 60 ár tókst með ágætum á laugardag. Flugvélinni var bjargað úr iðrum Grænlandsjökuls árið 1992 eftir áratugalanga leit sem nokkrir Íslendingar tóku m.a. þátt í. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 364 orð

Kannað hvort fólk skilur til málamynda

GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt sex öðrum samflokksmönnum sínum lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd er hafi það hlutverk að kanna stöðu hjóna og sambúðarfólks... Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 211 orð

Kanni rétt hjóna til hlutdeildar í lífeyrisrétti

GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra verði falið að skipa nefnd er kanni hvort rétt sé að tryggja með lögum rétt hjóna til hlutdeildar í lífeyrisrétti maka við... Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 329 orð

Keypti hlutabréf fyrir tæpa 4 milljarða króna

NÝTT hlutafélag, Ráeyri ehf., keypti í gær hlutabréf í tveimur útgerðarfyrirtækjum, Þormóði ramma-Sæbergi og Þorbirni-Fiskanesi, fyrir tæpa 4 milljarða króna. Meira
30. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 807 orð | 1 mynd

Koma þarf upp gjaldskrá sem endurspeglar kostnaðinn

VINNUHÓPUR um endurvinnsluiðnað, sem atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar skipaði fyrr á árinu, telur að til að ná árangri í flokkun neysluúrgangs verði að koma upp gjaldskrá sem endurspegli kostnað vegna þessa málaflokks. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 67 orð

Kveikt í rusli við Arnarbakka

KVEIKT var í rusli við verslunarmiðstöð við Arnarbakka í gærkvöldi. Engin meiðsl urðu á fólki en slökkvilið kom á vettvang til að slökkva eldinn. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs og lögreglu var hópur unglinga þar að verki. Í ruslinu voru m.a. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð

Kyrrðarstund Íslandsdeild Amnesty International efnir til...

Kyrrðarstund Íslandsdeild Amnesty International efnir til kyrrðarstundar fyrir framan sendiráð rússneska sambandsríkisins í Garðastræti 33 í Reykjavík í dag, miðvikudag, kl. 17. Meira
30. október 2002 | Landsbyggðin | 22 orð | 1 mynd

Leikið við kuldabola

ÞÓTT frostið sé hart þá finnst börnunum í leikskólanum Reykjahlíð ekki amalegt að leika sér úti á snjóþotum í sólskinsblíðu með Unni... Meira
30. október 2002 | Landsbyggðin | 54 orð | 1 mynd

Lenti uppi á tönninni

VÖRUBIFREIÐ með snjótönn var að hreinsa snjó af veginum milli Þórshafnar og Raufarhafnar við Kollavík. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 199 orð

Lést á sjúkrahúsi stuttu síðar

76 ÁRA karlmaður, sem fannst slasaður í fjörunni við Borgarnes í gærmorgun, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi um hádegisbil í gær. Lögregla telur ljóst að maðurinn hafi hrasað og fallið um fimm metra niður í fjöruna þar sem hann fannst. Meira
30. október 2002 | Suðurnes | 146 orð

Minnast 50 ára afmælis Holtaskóla

HOLTASKÓLI í Keflavík heldur upp á 50 ára afmæli sitt um þessar mundir. Afmælishátíð verður í Íþróttahúsinu við Sunnubraut næstkomandi laugardag. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því Gagnfræðaskólinn í Keflavík var stofnaður fyrir fimmtíu árum. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

Námskeið um ISO 9000 gæðastjórnunarstaðla Staðlaráð...

Námskeið um ISO 9000 gæðastjórnunarstaðla Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði fimmtudaginn 7. nóvember fyrir þá sem vilja læra á nýja útgáfu ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlanna. Meira
30. október 2002 | Erlendar fréttir | 263 orð

Neita að hætta þróun kjarnavopna

NORÐUR-Kóreumenn höfnuðu í gær alþjóðlegum kröfum um að þeir leggi niður kjarnavopnaáætlun sína. Kom þetta fram á fyrri degi fundar þeirra með Japönum, er ætlað er að koma samskiptum ríkjanna í eðlilegt horf, að því er japanskur embættismaður greindi... Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 291 orð

Neitaði að greiða fyrir augnaðgerð

KONA, sem fyrirtækið Laser-sjón ehf. stefndi vegna ógreidds reiknings vegna skurðaðgerðar með leysigeislum, var dæmd til að borga reikninginn ásamt dráttarvöxtum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Ný miðnefnd Samtaka herstöðvarandstæðinga

LANDSRÁÐSTEFNA Samtaka herstöðvarandstæðinga var haldin laugardaginn 26. október síðastliðinn í húsnæði Reykjavíkur-akademíunnar, Hringbraut 121, í Reykjavík. Á fundinum var kosin ný miðnefnd samtakanna. Meira
30. október 2002 | Suðurnes | 118 orð | 1 mynd

Pokémonæði endurtekið

ÞAÐ hefur löngum fylgt manninum að safna hlutum. Í Grindavík eru það pokémonmyndir og það má segja að krakkarnir séu gripnir æði þessa dagana í endurteknu pokémonæði. Börnin eru öllum stundum í klappi, að skipta myndum eða kaupa myndir. Meira
30. október 2002 | Erlendar fréttir | 202 orð

Pyntingar og ill meðferð "nánast venja"

NAUÐGANIR og pyntingar á föngum eru algengar í Rússlandi, að því er fram kemur í skýrslu sem mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í gær. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 938 orð | 2 myndir

"Erum bræðraþjóðir með sömu rætur"

Evrópusambandið, hernaður í Írak og ungt fólk á Norðurlöndunum var meðal þess sem fjallað var um á fyrsta degi 50. þings Norðurlandaráðs sem sett var í Helsinki í gær. Þar eru kóngafólk, forsetar, ráðherrar og þingmenn frá öllum Norðurlöndunum saman komin til að fagna afmæli ráðsins. Meira
30. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 537 orð | 1 mynd

"Fyrsta alvöru myndin"

STUTTMYNDAHÁTÍÐ verður haldin í Háteigsskóla í dag þar sem fjöldinn allur af glænýjum stuttmyndum verður frumsýndur. Myndirnar eru allar unnar í samvinnu norskra og íslenskra skólakrakka sem eiga það sameiginlegt að vera í 10. bekk grunnskóla. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

"Tekið er á málum af réttsýni"

VEL á annan tug stöðumælasekta voru á framrúðu þessa bíls sem lagt var í Þingholtsstræti fyrir skemmstu. Hver stöðumælasekt er 1.500 krónur en hækkar um 50% hafi hún ekki verið greidd innan 14 daga. Meira
30. október 2002 | Suðurnes | 520 orð | 1 mynd

Rabbað við nemendur í Hollandi

HEIÐARSKÓLI í Keflavík gerðist í haust, fyrstur skóla á Íslandi, aðili að samstarfsverkefninu Rainbow, sem er margþætt samskiptaverkefni sem miðar að því að efla færni í enskri tungu. Einu sinni í viku setjast nemendur í 10. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 127 orð

Rangt föðurnafn Í leiðara undir fyrirsögninni...

Rangt föðurnafn Í leiðara undir fyrirsögninni Konur og fátækt í Morgunblaðinu í gær var rangt farið með föðurnafn Ragnhildar Guðmundsdóttur í Mæðrastyrksnefnd. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
30. október 2002 | Miðopna | 1129 orð | 2 myndir

Sex prófkjör verða haldin í nóvember

Þessar vikurnar eru stjórnmálaflokkarnir að taka ákvarðanir um val á frambjóðendum í efstu sæti framboðslista vegna alþingiskosninganna næsta vor. Aðeins tveir þingmenn af þeim sem nú sitja á Alþingi gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu, Svanfríður Jónasdóttir, Samfylkingunni, og Sverrir Hermannsson, Frjálslynda flokknum. Valið er á listana með ýmsum hætti. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð

Sex varaþingmenn á Alþingi

FJÓRIR varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í síðustu viku. Þar með eru sex varaþingmenn á Alþingi. Þeir sem sæti tóku á Alþingi í síðustu viku eru: Adolf H. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 747 orð | 1 mynd

Sérkennilegur og margbrotinn

Ragnhildur Bragadóttir er fædd í Reykjavík 27. júlí 1952. Stúdent frá MR 1972. Lauk BA-prófi í bókmenntum og upplýsingafræðum 1977 og BA-prófi í sagnfræði 2001. Var yfirbókavörður hjá Menningarstofnun BNA í 12 ár. Forstöðumaður myndasafns og síðan yfirþýðandi hjá Íslenska útvarpsfélaginu í nokkur ár og deildarstjóri í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni um árabil. Hefur nú umsjón með einkaskjalasöfnum Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð

Síðasta flug frá New York 11. nóvember

SÍÐASTA flug Flugleiða frá New York að sinni verður 11. nóvember næstkomandi. Flug til New York hefst síðan aftur rúmum fjórum mánuðum síðar eða hinn 14. mars á næsta ári. Flugleiðir fljúga á fjóra staði vestan hafs í vetur, þ.e. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 40 orð

Sjö sækja um stöðu fréttastjóra

SJÖ umsækjendur eru um stöðu fréttastjóra á Sjónvarpinu. Umsóknarfrestur rann út um helgina. Umsækjendur eru Elín Hirst varafréttastjóri, G. Meira
30. október 2002 | Miðopna | 335 orð | 2 myndir

Skáru í rótarhnýði og léku atóm

NEMENDUR í níunda bekk í náttúrufræðivali í Laugalækjarskóla brugðu sér í gervi vísindamanna í kennslustund í fyrradag þegar þau rannsökuðu rót lúpínunnar og fræddust um næringarþörf hennar. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Skipverjar skoða handritin

SKIPSTJÓRI og hluti skipverja af danska varðskipinu Vædderen heimsóttu Þjóðmenningarhúsið og skoðuðu handritadeildina í gær en það var samnefnt skip sem kom með handritin til Íslands árið 1971. Meira
30. október 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 101 orð | 1 mynd

Stjörnubíó minning ein

STJÖRNUBÍÓ er brátt lítið annað en minning ein eins og þessi mynd ber með sér en að undanförnu hefur verið unnið við að rífa það. Meira
30. október 2002 | Landsbyggðin | 126 orð

Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar

SÍÐASTLIÐINN laugardag var opnuð í Safnahúsinu sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím Jónsson sem eru í eigu Listasafns Íslands og stendur hún til 3. nóvember. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Söfnun vegna hungursneyðar í Kenýu

SAMBAND íslenskra kristniboðsfélaga, SÍK, hefur ákveðið að efna til söfnunar vegna hungursneyðar í Pókot-héraði í Kenýu. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 169 orð

Tillaga um uppstillingu samþykkt

SAMÞYKKT var á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi að fela uppstillingarnefnd að stilla upp á lista fyrir alþingiskosningarinar í vor. Þetta er eina kjördæmið þar sem Samfylkingin verður ekki með prófkjör. Meira
30. október 2002 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Tugir manna fórust í eldsvoða

AÐ minnsta kosti 54 menn létu lífið í gær í miklum eldsvoða í stórri skrifstofubyggingu í Ho Chi Minh-borg, áður Saigon, í Víetnam og líklega enn fleiri því að margra var saknað. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Umsvif deCODE verði rannsökuð

SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að Alþingi kjósi níu manna þingnefnd til að rannsaka umsvif fyrirtækisins deCODE Genetics Inc. og aðstoðarmanna þess í íslensku fjármálakerfi. Meira
30. október 2002 | Akureyri og nágrenni | 206 orð | 1 mynd

Vel heppnuð menningarferð

UM 30 nemendur og kennarar við listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ komu í menningarferð til Akureyrar um helgina. "Þetta var mjög vel heppnuð ferð og allir afar ánægðir," sagði Jóhanna M. Tryggvadóttir listgreinakennari. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Vetrarleikir

LEIKIRNIR breytast með breyttum árstíðum og þeir sem stunda ísknattleik og skautahlaup kætast þegar vötnin leggur í fyrstu frostunum. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Vetur í beitilöndum hreindýra

ÞAÐ VETRAÐI frekar snemma í beitilöndum hreindýra á Snæfellsöræfum. Snjóinn hefur þó ekki fest og því hafa hreindýrin væntanlega ekki flutt sig um set. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 386 orð

Vígslubiskupskjöri frestað framyfir áramót

VÍGSLUBISKUPSKJÖR í stækkuðu Hólastifti fer að öllum líkindum ekki fram fyrr en eftir áramót. Á nýafstöðu Kirkjuþingi var samþykkt að stækka stiftið til austurs með því að bæta Múla- og Austfjarðaprófastsdæmum við prófastsdæmin á Norðurlandi. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 222 orð

Vísar á bug að jafnréttislög hafi verið misnotuð

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra vísar því á bug að hann hafi misnotað jafnréttislög til að koma "sínum manni" að þegar hann réð Sigríði Snæbjörnsdóttur sem framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Suðurnesjum, eins og komið hafi fram í... Meira
30. október 2002 | Landsbyggðin | 172 orð | 1 mynd

Ylfa og Etek þóttu bera af

AÐ venju var spennuþrungið andrúmsloft þegar söngvara - og hæfileikakeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram fyrir skemmstu, en viðburður þessi er árviss í félagslífi nemenda. Meira
30. október 2002 | Innlendar fréttir | 542 orð

Ýtir undir "utankvótaþjónustu" hjá læknum

ÞAÐ ER víðar en hjá barnalæknavaktinni sem draga þarf úr þjónustu við sjúklinga vegna þess að einingakvóti ársins er uppurinn eða stefnir í það. Meira
30. október 2002 | Suðurnes | 61 orð

Ölvaður ökumaður ók á

EKIÐ var aftan á kyrrstæða bifreið sem var í stæði við Hafnargötu í Keflavík, á móts við skemmtistaðinn Rána, snemma á sunnudagsmorgun. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur en hann kvaðst hafa dottað undir stýri. Meira

Ritstjórnargreinar

30. október 2002 | Staksteinar | 375 orð | 2 myndir

Atvinna og kynskipting

Ekki nægir að reisa álver - finna þarf vinnu fyrir konurnar líka svo karlarnir fáist til starfa. Þetta segir í Austurglugganum. Meira
30. október 2002 | Leiðarar | 474 orð

Barnavernd

Barnavernd Reykjavíkur barst 1.781 tilkynning vegna barna á grundvelli barnaverndarlaga á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Félagsþjónustunnar í Reykjavík fyrir árið 2001. Meira
30. október 2002 | Leiðarar | 444 orð

Norðurlönd og framtíðin

Í gegnum umfjöllun fjölmiðla fær fólk stundum þá mynd af norrænu samstarfi að það snúist um hátíðarkvöldverði, verðlaunaafhendingar og endalausar umræður stjórnmálamanna, eins og nú eiga sér stað á hálfrar aldar afmælisþingi Norðurlandaráðs í Helsinki. Meira

Menning

30. október 2002 | Fólk í fréttum | 216 orð | 1 mynd

.

... Á næsta ári, nánar tiltekið 28. febrúar, munu Kiss halda eina tónleika í Telstra Dome-höllinni í Melbourne í Ástralíu. Tekur hún tæplega 50.000 áhorfendur. Með glysrokkurunum leikur sinfóníuhljómsveit borgarinnar. Meira
30. október 2002 | Menningarlíf | 229 orð | 1 mynd

Af gamanmálum Vestfirðinga

BÆKUR að vestan er samheiti yfir bækur sem gefnar verða út hjá Vestfirska forlaginu á Hrafnseyri í haust og er lögð áhersla á að blanda saman blíðu og stríðu, gamni og alvöru. En forlagið sérhæfir sig í útgáfu á vestfirsku efni. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 248 orð | 1 mynd

Aldrei of gamall til að rokka!

JETHRO Tull er líklega ein sérkennilegasta rokksveit heims um leið og hún er með þeim allra þrautseigustu. Og merkilegt nokk á hún sér auk þess bæði breiðan og tryggan aðdáendahóp sem dreifist um allar álfur. Meira
30. október 2002 | Myndlist | 1659 orð | 1 mynd

Carnegie-verðlaunin 2002

Opið alla daga frá 11-18. Til 10. nóvember. Aðgangur ókeypis. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 629 orð | 1 mynd

Djúp speki Andrésar Andar

MIKIÐ kemur út af íslensku hiphopi fyrir þessi jól og þar á meðal er fyrsta skífa þeirra Bents & 7bergs, Góða ferð, sem Edda gefur út. Meira
30. október 2002 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd

Draumatónar á kennaratónleikum

DRAUMATÓNAR flautunemandans er yfirskrift fyrstu kennaratónleika Tónlistarskóla Kópavogs og verða þeir í salnum í kvöld kl. 20. Í ár er 40. afmælisár Tónlistarskóla Kópavogs. Þar flytja Guðrún S. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 190 orð | 1 mynd

Drekaskórnir loks á skjáinn

DREKASKÓRNIR ógurlegu fá loksins að öðlast líf á skjánum stóra í kvöld þegar heimildarmyndin Í skóm drekans verður frumsýnd í Háskólabíói. Frumsýningin er fyrir boðsgesti en á morgun verður myndin tekin til almennra sýninga bæði í Reykjavík og á... Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 380 orð | 1 mynd

Ekki svo galin

Leikstjórn: Malcolm D. Lee. Handrit: John Ridley og Michael McCullers. Kvikmyndataka: Tom Priestley Jr. Aðalhlutverk: Eddie Griffin, Chris Kattan, Denise Richards, David Chapelle, Aunjanue Ellis, Neil Patrick Harris, Gary Williams og James Brown. BNA. 86 mín. UIP 2002. Meira
30. október 2002 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Endurminningar

Undraland minninganna er eftir Astrid Lindgren í þýðingu Höllu Kjartansdóttur. Astrid Lindgren segir hér ástarsögu foreldra sinna. Þau sáust fyrst á barnsaldri og liðu hvort öðru aldrei úr minni eftir það. Meira
30. október 2002 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Fyrsta prentun 10.000 eintök

FYRSTA upplag Raddarinnar, sjöttu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, er 10.000 eintök en hún kemur út á morgun hjá Vöku-Helgafelli. Meira
30. október 2002 | Menningarlíf | 237 orð | 1 mynd

Fær umfjöllun í Suður-Ameríku

TVÖ tímarit í Suður-Ameríku hafa nýlega gert skáldskap Jóhanns Hjálmarssonar skil með ítarlegum viðtölum og þýðingum. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 330 orð | 1 mynd

Geimsaga fyrir unglinga

Ender's Shadow eftir Orson Scott Card. Bók fyrir ungmenni. 569 síðna kilja sem Starscape gefur út 2002. Kostar 925 kr. í Máli og menningu. Meira
30. október 2002 | Menningarlíf | 292 orð | 1 mynd

Grýla og jólasveinarnir á svið

LISTRÆNN stjórnandi Drill Hall-listamiðstöðvarinnar í London, Julie Parker, var stödd hér á landi á dögunum í þeim erindum að semja við Felix Bergsson um að semja leikverk byggt á sögunni um Grýlu og jólasveinana. Meira
30. október 2002 | Myndlist | 486 orð | 1 mynd

Haustlitaferð á Eiðistorg

Til 3. nóvember, sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Jarvis flytur til Frakklands

HINN geðþekki söngvari bresku hljómsveitarinnar Pulp, Jarvis Cocker, ætlar að flytja til Frakklands. Hann eyddi síðustu viku í húsnæðisleit í París. Meira
30. október 2002 | Menningarlíf | 167 orð

Jón Reykdal aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands...

Jón Reykdal aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands heldur kynningu á eigin verkum kl. 16.15. Kynningin er á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ og verður í sal 2 í nýbyggingu Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð. Jón mun rekja feril sinn sem myndlistarmaður. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 24 orð

Leiðrétt

ÞAU mistök urðu í síðasta föstudagsblaði að Örlygur Þór Örlygsson, einn aðstandenda Stereolab-tónleikanna, var sagður Eyþórsson. Leiðréttist það hér með og er hlutaðeigandi beðinn... Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 182 orð | 1 mynd

Ljós um heim allan

ZENTROPA Entertainments, kvikmyndasamsteypa Lars von Triers og Peters Albæcks Jensens í Kaupmannahöfn, hefur valið heimildarmyndina Ljós heimsins um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, í heimsdreifingu á sínum vegum. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 298 orð | 1 mynd

Lofsamlegir dómar um Sigur Rós

ERLEND stórblöð fara flest lofsamlegum orðum um nýja plötu Sigur Rósar. Platan ( ) fær fjórar stjörnur af fimm möguleikum hjá Rolling Stone og Los Angeles Times gefur henni þrjár og hálfa af fjórum stjörnum. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 136 orð | 2 myndir

Málaðar fléttur

VERÐLAUN voru afhent í myndlistarmaraþoni Unglistar 2002 á laugardaginn. Þrettán manns tóku þátt í maraþoninu og var þemað "flétta". Meira
30. október 2002 | Tónlist | 397 orð

Með þéttum og góðum samhljómi

Frumflutt voru fjögur nýsamin íslensk sálmalög, Chaconne eftir Pál Ísólfsson og Sónata fyrir klarinett og píanó í f-moll op. 120 nr. 1 eftir Brahms. Laugardagurinn 26. október. Meira
30. október 2002 | Tónlist | 739 orð | 1 mynd

Meistarakennari hylltur

"Söngvasveigur til heiðurs Sigurði Demetz". Söngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir (S), Signý Sæmundsdóttir (S), Sesselja Kristjánsdóttir (MS), Gunnar Guðbjörnsson (T), Jóhann Friðgeir Valdimarsson (T), Bergþór Pálsson (Bar.) og Ólafur Kjartan Sigurðarson (Bar.) Píanóleikur: Jónas Ingimundarson. Kynnir: Þór Jónsson. Sunnudaginn 27. október kl. 17. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Norrænu kvikmyndaverðlaunin til Kaurismäkis

FINNSKA kvikmyndin Mies vailla menneisyyttä eftir Aki Kaurismäki hlýtur norrænu kvikmyndaverðlaunin í ár. Þetta er í fyrsta skipti sem norrænu kvikmyndaverðlaunin eru veitt en verðlaunaafhendingin fór fram í gærkvöldi. Meira
30. október 2002 | Menningarlíf | 393 orð | 1 mynd

Ný sjónarhorn í smáu og stóru

RITIÐ Ísland á 20. öld er komið út hjá Sögufélaginu. Bókin er tæpar 600 síður og er hún fyrsta yfirlitsritið í samfelldu máli um Íslandssögu nýliðinnar aldar. Í bókinni er rakin saga þjóðar og samfélags og sú gjörbreyting sem varð á högum Íslendinga á... Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Parker eignast dreng

SARAH Jessica Parker, aðalleikkonan í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni , hefur alið barn. Þetta er fyrsta barn hennar og eiginmannsins Matthews Brodericks. Drengurinn kom í heiminn á Lenox Hill-sjúkrahúsinu í New York á mánudagsmorgun. Meira
30. október 2002 | Tónlist | 321 orð | 2 myndir

Síðasta lag fyrir fréttir

Davíð Ólafsson og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, við undirleik Clive Pollard, fluttu íslensk sönglög. Pétur Pétursson þulur kynnti lögin og sagði nokkrar gamansögur. Á hádegi, þriðjudaginn 29. október 2002. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 487 orð | 2 myndir

Snotrar stemmur... og ögn meira

Hér er á ferðinni tónlist við kvikmyndina Reykjavík guesthouse - Rent a bike. Höfundur er Daníel Bjarnason. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 358 orð | 1 mynd

Steríó, rokk og ról

Tónleikar bresku sveitarinnar Stereolab á Grand rokk, föstudagskvöldið 25. október 2002. Um upphitun sá Orgelkvartettinn Apparat. Meira
30. október 2002 | Menningarlíf | 296 orð | 1 mynd

Turner-sýningin opnuð

SÝNING á verkum þeirra fjögurra listamanna sem keppa um Turner-verðlaunin, helstu myndlistarverðlaun í Bretlandi, verður opnuð í Tate-safninu í Lundúnum í dag. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Uppátækjasamur orgelkvartett

ORGELKVARTETTINN Apparat hefur vakið mikla athygli að undanförnu en nú síðast lék hann á tónleikum á Grandrokk um helgina ásamt ensk-frönsku hljómsveitinni Stereolab. Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 332 orð | 1 mynd

Uppreisn einyrkjans

TRÚBADORKEPPNI hefst á kránni O'Briens í kvöld. Haraldur Davíðsson trúbador og Birgir Róbertsson, eigandi staðarins, eiga heiðurinn af keppninni, sem gengur undir nafninu "Óþekkti tónlistarmaðurinn". Meira
30. október 2002 | Fólk í fréttum | 193 orð | 2 myndir

Vegurinn á toppinn

SVIPTIVINDAR einkenna vinsældir mynda í íslenskum kvikmyndahúsum um þessar mundir. Mannætan magnaða Hannibal þarf nefnilega að víkja toppsæti fyrir Tom Hanks og félögum í myndinni Road to Perdition eftir aðeins einnar viku veru þar. Meira

Umræðan

30. október 2002 | Aðsent efni | 582 orð | 1 mynd

Af vanstilltum varaþingmanni og fleira fólki

"Það er eðli lýðræðisins að menn takist á um menn og málefni í starfi Framsóknarflokksins." Meira
30. október 2002 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Eðlileg niðurstaða

"Fólk er einfaldlega hrætt við, að hér fari að myndast sérstakir minnihlutahópar." Meira
30. október 2002 | Bréf til blaðsins | 356 orð

Ekki Samfylkingu til framdráttar

BORGARSTJÓRI gerði sér lítið fyrir um daginn og sýndi vinsælasta þingmanni alþýðunnar, Jóhönnu Sigurðardóttur, þá lítilsvirðingu að lýsa yfir stuðningi við félaga sinn úr Kvennalistanum. Meira
30. október 2002 | Bréf til blaðsins | 154 orð

Enskunám Guðbergs Bergssonar

UM daginn þegar ég var að hlusta á Guðberg Bergsson lesa skáldsögu sína Hjartað býr enn í helli sínum, í Ríkisútvarpinu, sögu sem ég vil helst ekki missa af, rifjaðist það allt í einu upp fyrir mér að hann hefði verið nemandi minn í gamla Kennaraskólanum... Meira
30. október 2002 | Aðsent efni | 566 orð | 1 mynd

Forgangsmál Mosfellsbæjar

"Fáir myndu setja aukin útgjöld til utanríkismála í forgang." Meira
30. október 2002 | Bréf til blaðsins | 480 orð

Garðheimar - þakkir ÉG vil endilega...

Garðheimar - þakkir ÉG vil endilega koma þökkum til starfsfólks Garðheima og þá sérstaklega hennar Helgu Hauksdóttur garðyrkjufræðings. Ég hafði keypt hjá þeim fræ í bréfi seinasta vor og reynt að koma þeim upp en tókst ekki betur en svo að upp kom arfi. Meira
30. október 2002 | Aðsent efni | 850 orð | 1 mynd

Hálfkveðnar vísur

"Norðlingaölduveita muni ekki hafa í för með sér breytingar á forsendum fyrir tilvist Þjórsárvera." Meira
30. október 2002 | Aðsent efni | 645 orð | 1 mynd

Hvað felst í aðskilnaði ríkis og kirkju?

"Það sem skiptir máli er að við séum öll jöfn fyrir lögum, að við séum öll jafnréttháir borgarar og að ríkisvald alls almennings fjármagni ekki eina lífsskoðun umfram aðra." Meira
30. október 2002 | Aðsent efni | 509 orð | 1 mynd

Krosstréð

"Þegar og ef Steingrímur Ari segir alla söguna er hætt við að brakið í krosstrénu þegar það brotnar alveg láti óþarflega hátt í eyrum Æðstaráðs." Meira
30. október 2002 | Aðsent efni | 640 orð | 1 mynd

Norðlendingar og Búnaðarbankinn

"Svigrúm til atvinnuuppbyggingar í Skagafirði hlýtur að minnka." Meira
30. október 2002 | Aðsent efni | 602 orð | 1 mynd

Ríkisstjórn og heilbrigðiskerfið

"Ekki hefur þjónustan verið löguð að breyttum þörfum landsmanna og á stundum virðist sem ráðamenn hafi litlar áhyggjur af því hvort þjónustan sé fullnægjandi." Meira
30. október 2002 | Bréf til blaðsins | 357 orð

Stórárás á heilbrigðiskerfið

SVO er að sjá sem brottvikning Jóhanns Einvarðssonar, fyrrverandi bæjarstjóra og alþingismanns, úr starfi sjúkrahúsráðsmanns í Keflavík geti orðið sú sprengja, sem kosið verður um í næstu kosningum, en ekki hugsanleg innganga Íslendinga í... Meira
30. október 2002 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og...

Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.931 kr. til styrktar söfnuninni Göngum til góðs. Þeir heita María Arnarsdóttir og Telma Svanbjörg Gylfadóttir. Á myndina vantar Borghildi... Meira

Minningargreinar

30. október 2002 | Minningargreinar | 1778 orð | 1 mynd

ÁSBJÖRN STEFÁN HELGASON

Ásbjörn Stefán Helgason fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1977. Hann lést 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Birna Björnsdóttir, f. 6. ágúst 1954, og Helgi Ásgeirsson, f. 11. des. 1952. Foreldrar Birnu eru Björn Andersen, f. 15. feb. Meira  Kaupa minningabók
30. október 2002 | Minningargreinar | 222 orð | 1 mynd

VICTORÍA GUÐMUNDSSON

Victoría Guðmundsson í Grand Forks í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum fæddist 30. október 1912. Hún lést 26. september síðastliðinn. Eiginmaður hennar var Þórarinn S. Guðmundsson. Dóttir þeirra, Vicky Nelson, býr í Boulder í Colorado. Bálför Victoríu var gerð í Boulder í Colorado og minningarathöfn var haldin 13. október í Vikurkirkju í Mountain í Norður-Dakóta. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. október 2002 | Viðskiptafréttir | 93 orð

25% umframáskrift í lántöku LÍ

LANDSBANKINN hefur gengið frá 125 milljóna evru lántöku til 2 ára. Umsjón með lántökunni var í höndum Bayerische Landesbank en auk hans voru helstu þátttökubankar Bayerische Hypo- und Vereinsbank AG, Danske Bank, Fortis Bank, KBC Bank N.V. Meira
30. október 2002 | Viðskiptafréttir | 822 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 123 117 122...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 123 117 122 797 97,353 Gellur 670 600 664 55 36,500 Grálúða 100 100 100 126 12,600 Gullkarfi 100 15 71 17,801 1,266,593 Hlýri 174 155 169 651 110,340 Háfur 90 20 70 540 37,670 Keila 770 40 77 6,611 506,834 Kinnfiskur 500 500... Meira
30. október 2002 | Viðskiptafréttir | 431 orð

Hagvöxtur 1,8% á næsta ári

Í NÝRRI þjóðhagsspá greiningardeildar Kaupþings er gert ráð fyrir 1,8% hagvexti án stóriðju en 3,8% með stóriðju. Meira
30. október 2002 | Viðskiptafréttir | 288 orð

HRESK með rúman milljarð í hagnað

ÁRSHLUTAUPPGJÖR Hraðfrystihúss Eskifjarðar (HRESK) leiðir í ljós að hagnaður fyrstu níu mánaða ársins nemur 1.062 milljónum króna, miðað við 22 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur félagsins á tímabilinu nema 3. Meira
30. október 2002 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Kaupþing seldi Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis...

Kaupþing seldi Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis Frjálsa fjárfestingarbankann fyrir 3.844 milljónir króna hinn 30. september síðastliðinn, eins og fram kom í tilkynningu í Kauphöll Íslands. Meira
30. október 2002 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Notendur ekki varir við skiptin

ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki um að vegna þess að GSM-símkerfi Íslandssíma er nýrra en GSM-símkerfi Tals muni viðskiptavinir Tals koma til með að þurfa að skipta um síma, símkort eða jafnvel símanúmer ef kerfi félaganna verða sameinuð í kjölfar samruna... Meira
30. október 2002 | Viðskiptafréttir | 943 orð | 1 mynd

Stjórnir fjármálafyrirtækja hafa ekki sinnt hlutverki sínu

PÁLL Gunnar Pálsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME, sagði á ársfundi eftirlitsins í gær að það væri ótvírætt niðurstaða FME að unnt hefði verið að komast hjá flestum erfiðleikum og misbrestum í starfsemi fjármálafyrirtækja sem upp hafa komið á... Meira
30. október 2002 | Viðskiptafréttir | 400 orð | 1 mynd

Vilja banna loðnuveiðar á Breiðafirði

AÐALFUNDUR Útvegsmannafélags Snæfellsness var haldinn á Hellissandi 21. október sl. Mikil umræða fór fram um þróun sjávarútvegs á Íslandi. Meira

Fastir þættir

30. október 2002 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli .

75 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 30. október, er 75 ára Herdís Karlsdóttir, leikskólakennari, Frostafold 14, Reykjavík. Eignmaður hennar er Gunnar Sigurðsson. Í tilefni þessa taka þau á móti ættingjum og vinum á heimili sínu í dag milli kl. 17 og... Meira
30. október 2002 | Fastir þættir | 110 orð

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 24.

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 24. október sl. lauk keppni í Málarabutlernum 2002. Lokastaða efstu para varð þessi: Þröstur Árnas. - Þórður Sigurðss./Stefán Jóhannss. 132 Guðjón Einarss. - Ólafur Steinas./Vilhjálmur Þ. Pálss. 119 ristján M. Meira
30. október 2002 | Fastir þættir | 131 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Firmakeppni hjá Munin í Sandgerði Fimmtudaginn 24. okt. byrjaði firmakeppni Bridsfélagsins Munins í Sandgerði með þátttöku níu sveita, en spilað var með hraðsveitarfyrirkomulagi, þ.e. allar - mið - allar. Meira
30. október 2002 | Fastir þættir | 324 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

TJALDIÐ er dregið frá og komið er að einræðu suðurs, sem hefur það hlutverk í leikritinu að sigla sex tíglum í örugga höfn. Fúlmennið í austur hefur dúkkað í tvígang, en það er hlutskipti suðurs að sýna fram á að hið góða muni sigra að lokum. Meira
30. október 2002 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 29. júní sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni þau Sigríður Gísladóttir og Bjarni Bogi... Meira
30. október 2002 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júní sl. í Riverside í Kaliforníu þau Laura Kristin Billmaier kennari og Steinn Arnar Jónsson tölvunarfræðingur . Heimili þeirra er: 10974 Rose Ave. Apt. 6, Los Angeles, CA 90034,... Meira
30. október 2002 | Dagbók | 720 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 5209700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Meira
30. október 2002 | Dagbók | 116 orð

ÉG ÞRÁI HVÍLD

Ég þrái hvíld, en hvar er hana að finna, þess hefi ég oft á liðnum árum spurt. Og þetta er svarið vildar vina minna: Þú verður þá að leita eitthvað burt. Svo spyr ég heiminn, hvert á þá að fara, því hefir enginn komið til að svara. Meira
30. október 2002 | Fastir þættir | 654 orð

Íslendingar sigruðu Paragvæ

25. okt. til 10. nóv. 2002 Meira
30. október 2002 | Viðhorf | 940 orð

Listin að lifa einn

"Og þá þvær enginn óvart hvítu nærbuxurnar með rauða bolnum," sagði vinkonan, "eða setur óvart nýju ullarpeysuna á suðu." Meira
30. október 2002 | Dagbók | 904 orð

(Sálm. 66, 9.)

Í dag er miðvikudagur 30. október, 303. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. Meira
30. október 2002 | Fastir þættir | 231 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rc3 e6 3. f4 d5 4. Bb5+ Rc6 5. Bxc6+ bxc6 6. d3 c4 7. e5 cxd3 8. cxd3 Dh4+ 9. g3 Dd8 10. Rf3 Rh6 11. O-O Be7 12. Kg2 O-O 13. Be3 c5 14. d4 Hb8 15. b3 c4 16. h3 cxb3 17. axb3 Db6 18. Hb1 Ba6 19. Hg1 Hfc8 20. Ra4 Db5 21. Rc5 Rf5 22. Bf2 Bxc5... Meira
30. október 2002 | Dagbók | 272 orð | 2 myndir

Tólf sporin - andlegt ferðalag

Kynningarfundur verður í Bústaðakirkju á morgun, fimmtudaginn 31. október, kl. 20. Í vetur verður boðið upp á tólf spora hópastarf í Bústaðakirkju. Fundir verða öll fimmtudagskvöld eða í 30 vikur alls. Meira
30. október 2002 | Fastir þættir | 502 orð

Víkverji skrifar...

UNDANFARIN fjögur sunnudagskvöld hefur ríkissjónvarpið sýnt þætti úr sögu flugs á Íslandi. Hefur þar mátt sjá gamlar og nýjar myndir, kvikmyndir og búta héðan og þaðan. Meira

Íþróttir

30. október 2002 | Íþróttir | 137 orð

Árni og Tryggvi í liði ársins

ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og leikmaður Rosenborg, og Tryggvi Guðmundsson hjá Stabæk eru í liði ársins í norsku úrvalsdeildinni að mati netmiðilsins Nettavisen . Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 69 orð

Benedikt í Stjörnuna

BENEDIKT Egill Árnason, knattspyrnumaður, hefur ákveðið að ganga í raðir 1. deildar liðs Stjörnunnar. Benedikt er 22 ára varnarmaður sem kemur til Stjörnunnar frá FH en lék í sumar 11 leiki með Hafnarfjarðarliðinu í úrvalsdeildinni. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 582 orð | 1 mynd

Bæjarar í sárum

BAYERN MÜNCHEN, sem fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir tveimur árum, er í sárum eftir 2:1 ósigur á móti Deportivo La Couruna á Spáni í gær. Tapið gerði það að verkum að Bæjarar eru úr leik í Meistaradeildinni og þar sem Lens sigraði AC Milan er ljóst að Bayern hafnar í neðsta sæti G-riðilsins sem þýðir að liðið fær ekki sæti í UEFA-keppninni. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 184 orð

Dagur ekki með í Svíþjóð

DAGUR Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, mun ekki leika með á heimsbikarkeppninni í Svíþjóð - er tognaður á nára. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 491 orð | 1 mynd

*GUÐMUNDUR Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Íslands ,...

*GUÐMUNDUR Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Íslands , var á Keflavíkurflugvelli á sama tíma og þeir úr landsliðshópi Íslands , sem tekur þátt í heimsbikarkeppninni í Svíþjóð , voru að halda af landi brott. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 150 orð

Guðmundur leikur lítið með á Ítalíu

GUÐMUNDUR Hrafnkelsson hefur lítið leikið með liði sínu, Pallamano Conversano, á Ítalíu það sem af er vetri. Hann var til dæmis ekki í leikmannahópi liðsins um síðustu helgi. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 114 orð

Guðni úr leik í fimm vikur

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, er meiddur í kálfa og leikur ekki með liðinu næstu fimm vikurnar. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 527 orð

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Rússland 28:39 Borlänge,...

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Rússland 28:39 Borlänge, Heimsbikarkeppnin, World Cup, í Svíþjóð - B-riðill, þriðjudagur 29. október 2002. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 569 orð

Háðugleg útreið gegn Rússum

BYRJUNIN hjá íslenska landsliðinu á heimsbikarmótinu er ekki gæfuleg, ellefu marka tap fyrir Rússum, 28:39, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 15:18. Íslenska liðið lék þokkalega í fyrri hálfleik, en mjög illa í þeim fyrri, vörnin og markvarslan brást lengstum og í sókninni gerðu menn mjög mikið af villum og Rússarnir nýttu sér það þokkalega og gerðu meðal annars 13 mörk úr hraðaupphlaupum. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 98 orð

Helgi áfram með Njarðvíkurliðið

HELGI Bogason hefur verið endurráðinn þjálfari 1. deildarliðs Njarðvíkur í knattspyrnu og gekk á dögunum frá tveggja ára samningi. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 22 orð

Herrakvöld Gróttu/KR verður haldið í í...

Herrakvöld Gróttu/KR verður haldið í í félagsaðstöðu Gróttu/KR íþróttamiðstöðinni við Suðurströnd föstudaginn 1. nóvember kl. 19.30. Veislustjóri er Ásgeir Jónsson, ræðumaður kvöldsins Flosi... Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 84 orð

Kristinn dæmir í Vínarborg

KRISTINN Jakobsson hefur fengið verðugt verkefni sem milliríkjadómari í knattspyrnu en hann mun halda til Vínar í dag þar sem hann dæmir leik Austria Vín gegn Porto frá Portúgal í 2. umferð UEFA-bikarsins, á Ernst Happel-leikvanginum á morgun. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 11 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR 1.

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Ásvellir: Haukar - UMFG 18.30 KR-hús: KR - Keflavík 19. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 131 orð

Magnús þjálfar ÍBV

MAGNÚS Gylfason var seint í gærkvöldi ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs ÍBV í knattspyrnu og er samningur hans til tveggja ára. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 155 orð

Meistararnir sterkir

MEISTARAR síðasta heimsbikarmóts, Þjóðverjar, áttu ekki í nokkrum vandræðum í fyrsta leik sínum á mótinu, lögðu Júgóslava, 31:24, í leik þar sem hraðinn réð ríkjum og frábær markvarsla Danijels Saric í marki Júgóslava kom í veg fyrir stærra tap. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 583 orð | 1 mynd

Offramboð

ÞAÐ hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa fylgst með handknattleik og körfuknattleik, að áhorfendafjöldi á leikjum hefur fallið geysilega í vetur og á mörgum leikjum hafa verið hálftóm hús, allt niður í 20 áhorfendur á leik. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 127 orð

Ólafur H. njósnar um Íslendinga

ÓLAFUR H. Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður með FH-liðinu í knattspyrnu, sem er nú þjálfari hjá danska liðinu AGF, fór með hinum þjálfara liðsins, Poul Hansen, til Belgíu til að fylgjast með Lokeren í leik gegn Antwerpen á mánudagskvöldið, sem fór 2:1. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 395 orð | 1 mynd

Óþarflega stórt tap

Það var algjör óþarfi að tapa svona stórt. Ég var þokkalega sáttur við fyrri hálfleikinn þrátt fyrir að menn gerðu ákveðin mistök þar. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 156 orð

Rússar settu markamet

ÞEIR voru ekki öfundsverðir íslensku markverðirnir, Guðmundur Hrafnkelsson og Birkir Ívar Guðmundsson, þegar þeir vörðu markið gegn Rússum í Borlänge í gærkvöldi. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

* STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson...

* STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leik Dana og Frakka á Heimsbikarmótinu í handknattleik þar sem Frakkar fögnuðu sigri í spennandi leik, 24:22. Meira
30. október 2002 | Íþróttir | 262 orð | 2 myndir

Vorum rassskelltir

"ÞAÐ er orðið langt síðan maður hefur séð svona tölur í landsleik," var það fyrsta sem niðurdreginn fyrirliði íslenska liðsins, Patrekur Jóhannesson, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann eftir tapið gegn Rússum. "Það eina jákvæða sem maður sér er að menn gera sér grein fyrir því að þetta kemur ekki af sjálfu sér, það er ekki nóg að mæta bara. Vonandi náum við að læra eitthvað af þessum skell, það er það eina sem við getum gert," sagði Patrekur. Meira

Annað

30. október 2002 | Prófkjör | 165 orð | 1 mynd

Baráttukonan Jóhanna Sigurðardóttir

JÓHANNA Sigurðardóttir hefur nú í upphafi þings lagt fram allmörg frumvörp og tillögur, þarf ekki annað en að líta yfir listann til að gera sér grein fyrir því hvorum megin þessi kona hefur tekið sér stöðu í baráttunni milli sérhagsmuna og... Meira
30. október 2002 | Prófkjör | 126 orð | 1 mynd

Björgvin er baráttumaður

Í FLOKKSVALI Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi gefst okkur tækifæri á að virkja krafta nýrrar kynslóðar. Björgvin G. Sigurðsson gefur kost á sér í flokksvalinu og skora ég á Samfylkingarfólk í kjördæminu að veita honum brautargengi. Meira
30. október 2002 | Prófkjör | 297 orð | 1 mynd

Húsnæðisvandi ungs fólks

"Uppbygging íbúða fyrir ungt fólk á að vera eitt af forgangsmálum stjórnmálanna á næstu árum." Meira
30. október 2002 | Prófkjör | 303 orð | 1 mynd

Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, vímuvarnir

"Það þarf og verður að veita meira fjármagn til íþrótta- og æskulýðsstarfsemi." Meira
30. október 2002 | Prófkjör | 248 orð | 1 mynd

Jóhanna nær árangri

ÞAÐ er alveg ljóst að sá mælikvarði sem við höfum á gæði þingmanna ef svo má að orði komast hlýtur að vera sá fjöldi mála sem þeir flytja, efnisinnihald málanna og hvernig þeir fylgja málum eftir bæði þegar þeir eru í stjórn og stjórnarandstöðu. Meira
30. október 2002 | Prófkjör | 210 orð | 1 mynd

Ræður minnihlutinn stefnunni?

"Er það þessi fjórðungur sem mun ráða kúrsinum á Evrópusambandssiglingu Samfylkingarinnar, eða verður tillit tekið til hinna?" Meira
30. október 2002 | Prófkjör | 408 orð | 1 mynd

Þegar kvótinn fer

"Ekkert bólar á tillögu um að ákvæði um þjóðareign á auðlindinni verði fest í stjórnarskrá." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.