Greinar fimmtudaginn 28. nóvember 2002

Forsíða

28. nóvember 2002 | Forsíða | 67 orð

Atvinnuleysið stóreykst

ATVINNULEYSIÐ meðal háskólagenginna Dana hefur aukist um tæp 40% á einu ári, að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Blaðið segir að nær 10. Meira
28. nóvember 2002 | Forsíða | 191 orð

Fá að gera árásir á Írak frá Þýskalandi

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hét því í gær að Bandaríkjaher fengi að nota herstöðvar í Þýskalandi og bandarískar flugvélar fengju að fljúga í lofthelgi landsins kæmi til stríðs í Írak. Meira
28. nóvember 2002 | Forsíða | 43 orð | 1 mynd

Hagaskóli sigraði í Skrekk

HAGASKÓLI sigraði í Skrekk, hæfileikakeppni Grunnskóla Reykjavíkur, sem fram fór í gær í Borgarleikhúsinu. Hlíðaskóli hafnaði í öðru sæti en Réttarholtsskóli í því þriðja. Meira
28. nóvember 2002 | Forsíða | 95 orð | 1 mynd

Heilmikill vilji til lausnar

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagðist fyrir fund Félags heimilislækna telja að það væri heilmikill vilji til þess að setja þessar deilur niður af beggja hálfu. Meira
28. nóvember 2002 | Forsíða | 42 orð | 1 mynd

Kissinger rannsakar hryðjuverkin

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti undirritaði í gær lög um að skipuð yrði óháð nefnd til að rannsaka hryðjuverkin 11. september í fyrra og tilnefndi Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem formann hennar. Meira
28. nóvember 2002 | Forsíða | 176 orð

Skriður á læknadeilu

STJÓRN Félags heimilislækna fundaði í allt gærkvöld vegna yfirlýsingar ráðherra og var niðurstaðan sú að með henni væri kominn grundvöllur að frekari samningum við heilbrigðisyfirvöld. Hyggst stjórn Félags heilsugæslulækna bera það undir félagsmenn sína hvort þeir séu reiðubúnir að samþykkja að fara undan kjaranefnd. Læknar á Suðurnesjum og í Hafnarfirði sem sagt hafa upp störfum og sátu fundinn tóku jákvætt í tilboð heilbrigðisráðherra. Meira
28. nóvember 2002 | Forsíða | 146 orð | 1 mynd

Suðurlandsskjálfti kostaði 2,4 milljarða

VIÐLAGATRYGGING Íslands hafði í ágúst greitt 2,4 milljarða í tjónabætur vegna Suðurlandsskjálftanna í júní árið 2000. Ekki var talið hægt að gera við 47 íbúðarhús sem skemmdust í hamförunum. Meira

Fréttir

28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

21 punds boltar að koma upp úr kvíunum

LAXASLÁTRUN er hafin hjá fiskeldisstöðinni Sæsilfri í Mjóafirði og hefur um 70 tonnum af fiski verið slátrað frá því í byrjun þessa mánaðar. Meðalþyngd laxins er um 5 kg og hann aðallega seldur á Bandaríkjamarkað eftir vinnslu á Norðfirði. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 121 orð

62 hafa rétt á að kjósa Hólabiskup

KJÖRSTJÓRN vegna vígslubiskupskjörs í Hólastifti hefur komið saman og verður kjörskrá lögð fram um helgina, samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu. Á kjörskránni eru nöfn 62 manna sem rétt hafa á að kjósa sér vígslubiskup. Meira
28. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 213 orð

Aðventudagur verður í Listagili, Kaupvangsstræti, á...

Aðventudagur verður í Listagili, Kaupvangsstræti, á morgun, laugardaginn 30.nóvember. Vinnustofur í Gilinu verða opnar og gestum boðið að skapa sína eigin list. Gospeltónleikar verða í Deiglunni kl. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 435 orð

Air Greenland íhugar samkeppni við Flugleiðir

AIR GREENLAND íhugar nú að halda uppi áætlunarflugi á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar með Boeing 757 vél sinni. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Almaviva greifi flýgur landshorna á milli

ÞORBJÖRN Rúnarsson, tenórsöngvari og menntaskólakennari á Egilsstöðum, hefur undanfarið sungið í uppfærslu Íslensku óperunnar á Rakaranum í Sevilla eftir G. Rossini. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 337 orð

Ariel Sharon spáð stórsigri í leiðtogakjöri

LEIÐTOGAKJÖR verður í dag í Likud-flokki Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels og keppir hann við Benjamin Netanyahau, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðherra. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð

Athugasemd

EIMSKIPAFÉLAG Íslands hf. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 304 orð

Bandalagið virðist gefa meira svigrúm til samninga

"ÞESSAR kröfur eru ennþá mjög miklar. Við teljum hins vegar að við höfum náð ákveðnum árangri að því leyti að Evrópusambandið virðist gefa meira svigrúm til samninga við EES/EFTA-ríkin en áður," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 366 orð | 1 mynd

Bandarískir hægrimenn tortryggja Blix

BANDARÍSKIR íhaldsmenn fylgjast grannt með Svíanum Hans Blix, yfirmanni vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, en þeir telja hættu á því að hann taki ekki nógu hart á Írökum. Meira
28. nóvember 2002 | Suðurnes | 306 orð | 1 mynd

Bjóða gestum bæjarins endurgjaldslausa gistingu

HÓTEL Keflavík mun bjóða gestum sem sækja Reykjanesbæ heim endurgjaldslausa gistingu fyrir jólin, eins og á síðasta ári, gegn því að fólk kaupi vörur eða þjónustu fyrir tiltekna upphæð. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 176 orð

Blaðakonan sögð flúin úr landi

NÍGERÍSKA blaðakonan Isioma Daniel er sögð vera farin úr landi eftir að þess hafði verið krafist að hún yrði myrt fyrir að móðga Múhameð spámann. Meira
28. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 431 orð | 1 mynd

Bókasafn sem byggir á sögu

HAUSTIÐ 1896 byrjuðu Jósefssystur að kenna börnum í gömlu timburhúsi við Túngötuna eftir að hafa byggt ofan á það af þessu tilefni. Þær voru þá nýkomnar til landsins og nemendurnir voru ekki ýkja margir til að byrja með, aðeins fimm talsins. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 29 orð

Bókaútsala Björns Jónssonar

BÓKAÚTSALA Björns Jónssonar á Hjarðarhaga 26 heldur áfram um óákveðinn tíma. Til sölu er mikið úrval bóka sem Björn hefur safnað á liðnum árum. Opið er kl. 14-16.30 virka... Meira
28. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 100 orð | 1 mynd

Bygging nýrrar Þjórsárbrúar hafin

FYRSTA skóflustungan að nýrri Þjórsárbrú var tekin laugardaginn 16. nóvember af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og markar upphaf framkvæmda við sjálfa brúna. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 118 orð

Bæði fötluð og ófötluð börn Í...

Bæði fötluð og ófötluð börn Í frétt í Morgunblaðinu sunnudaginn 24. nóvember var rangt farið með í frétt frá Svölunum að leikskólinn Múlaborg væri með sérdeild fyrir fötluð börn. Meira
28. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Daníel gefur kost á sér í 3. sæti

DANÍEL Árnason, framkvæmdastjóri Kexsmiðjunnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi til alþingiskosninganna næsta vor. Daníel skipaði 2. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 428 orð

Dánarbú eiga ekki lögheimili

PÓSTSENDINGAR frá hinu opinbera til dánarbúa skila sér ekki alltaf í hendur erfingja þar sem slíkar sendingar eru stílaðar á síðasta skráða heimilisfang hins látna, en ekki til þeirra sem hafa umsjón með dánarbúinu. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Efasemdir um sameininguna við ALVÍB

MIKLAR umræður urðu á aukaársfundi Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga (LAT) um fyrirhugaða sameiningu sjóðsins við Almennan lífeyrissjóð Íslandsbanka (ALVÍB). Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 138 orð

Ekkert fararsnið á storkinum

STORKURINN í Breiðdal er ennþá á lífi og virðist ekkert fararsnið á honum. Hefur hann nú þraukað hér í tvo mánuði, eða allt frá því hann hraktist af leið til vetrarstöðvanna, líklega í Afríku. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 593 orð | 1 mynd

Enginn fyrirvari gerður um verðmæti

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Haf ehf., sem er í eigu Ágústs Einarssonar prófessors og fyrrv. alþingismanns, til að greiða rúmlega 42 milljónir króna vegna kaupa á 5% hlut í Frjálsri fjölmiðlun í apríl árið 2001. Meira
28. nóvember 2002 | Miðopna | 1430 orð | 2 myndir

Erum ánægðir með rekstur Alcan á Íslandi

Travis Engen tók við starfi aðalforstjóra Alcan í fyrravor. Arnór Gísli Ólafsson hitti Engen í gær og ræddi við hann um reksturinn í Straumsvík, möguleika á stækkun álversins og umhverfismál. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Eyðimerkurdögun söluhæst

EYÐIMERKURDÖGUN eftir Waris Dirie er söluhæsta bókin á Íslandi dagana 19. til 25. nóvember, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Röddin, skáldsaga Arnalds Indriðasonar, er í öðru sæti og Útkall - Geysir er horfinn eftir Óttar Sveinsson í því þriðja. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 120 orð

Fallist á sameiningu heilsugæslustöðva

BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á þriðjudag tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um að heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi verði sameinaðar. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 148 orð

Fannst meðvitundarlaus í gufubaði

RÚMLEGA fimmtugur karlmaður fannst meðvitundarlaus á sunnudag í náttúrugufubaði Baðfélags Mývetninga í Bjarnarflagi. Hann var einn í gufubaðinu og er talið að hann hafi legið þar meðvitundarlaus í um tvær klukkustundir áður en uppgötvaðist um málið. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fasteignamat hækkar um 60% á sex árum

FASTEIGNAMAT alls íbúðarhúsnæðis landsmanna samkv. fasteignamatsskrá 1. desember 1994 nam 559,1 milljarði króna. Fasteignamat alls íbúðarhúsnæðis landsmanna 1. desember árið 2000 nam 896,5 milljörðum króna. Er þetta aukning um 60% á tímabilinu. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Fastheldinn maður að upplagi

INGIMAR Einarsson leigubílstjóri er fastheldinn maður að upplagi og í 55 ár hefur hann ekið leigubíl hjá BSR. Sextánda desember nk. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 148 orð

Flugræningi handtekinn

ANDLEGA vanheill maður, sem kvaðst vera félagi í al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum, rændi í gær ítalskri farþegaþotu með meira en 60 manns um borð. Var hún á leið frá Bologna á Ítalíu til Parísar en lenti þess í stað í Lyon. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 698 orð | 1 mynd

Fræðileg úttekt í nýju umhverfi

Sölvína Konráðs er fædd á Hornafirði 1948. Hún lauk doktorsprófi í ráðgefandi sálfræði frá Háskólanum í Minnesota í Bandaríkjunum árið 1987. Hefur unnið við kennslu, ráðgjöf og rannsóknir heima og erlendis allar götur síðan. Sölvína er gift Garðari Garðarssyni hrl. og eiga þau tvær dætur, Ástu Hrafnhildi og Rögnu Benediktu og tvo dóttursyni. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 634 orð | 1 mynd

Frægasti sonurinn hundsaður

SEXTÍU ár voru í gær liðin frá fæðingu Jimi Hendrix, líklega eins mesta listamanns, sem Seattle-borg hefur alið af sér. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Fullyrt að einræktað barn muni fæðast í janúar

ÍTALSKI kvensjúkdómalæknirinn Severino Antinori segir að kona, sem ber einræktað barn undir belti, ætti að verða léttari í byrjun janúar. Meira
28. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 241 orð | 1 mynd

Fyrstu húsin tengd um mánaðamót

FYRSTU húsin í Kaupvangssveit munu nú um komandi mánaðamót tengjast nýrri vatnsveitu en vinna við hana hófst fyrr í haust. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Gengið yfir vatni

ÍBÚAR Mílanóborgar á Norður-Ítalíu ganga eftir tréplönkum sem lagðir hafa verið til að fólk komist leiðar sinnar eftir götu sem er á kafi í flóðvatni. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 132 orð

Gjaldið hækkar um 614 krónur

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Felur frumvarpið í sér að gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra hækkar um 614 krónur og verður það 5.440 kr. en var 4.826 kr. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 308 orð

Guðfræðistofnun Háskóla Íslands heldur málþing undir...

Guðfræðistofnun Háskóla Íslands heldur málþing undir yfirskriftinni: Túlkun og minnihlutahópar, laugardaginn 30. nóvember í Hátíðasal Háskóla Íslands kl. 10-15 og er öllum opið. Fundarstjóri er Einar Sigurbjörnsson prófessor. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð

Götusmiðjan selur verndarengil

GÖTUSMIÐJAN mun í byrjun desember hefja sölu á verndarengli til styrktar meðferðarheimilinu á Árvöllum. Salan er forvarnarstaf í samvinnu við íþróttafélög landsins og valdar verslanir. Meira
28. nóvember 2002 | Miðopna | 466 orð | 2 myndir

Hefur aldrei áður flutt annan eins farm

ÁTTA tankar sem verða notaðir til að lyfta Guðrúnu Gísladóttur KE 15 af hafsbotni, sem sökk við Lófóten í N-Noregi í sumar, voru hífðir um borð í norskt flutningaskip í Helguvík í gær. Skipið leggur af stað áleiðis til Noregs í dag. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Hús rýmd á ný vegna skriðuhættu

ALMANNAVARNANEFND Seyðisfjarðar skipaði svo fyrir í gær, að fimm íbúðarhús í bænum skyldu rýmd vegna hættu af aurskriðum. Hús við Austurveg, Fossgötu og Baugsveg voru rýmd eftir fund almannavarnanefndar síðdegis í gær. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 57 orð

Í dag S igmund 8 V...

Í dag S igmund 8 V iðhorf 40 E rlent 14/23 U mræðan 44 N eytendur 26/27 K irkjustarf 49 H öfuðborgin 30 M inningar 49 A kureyri 31 B réf 60 S uðurnes 32 D agbók 62/63 L andið 33 F ólk 64/69 M enntun 34 B íó 66/69 L istir 35&40/43 L jósvakamiðlar 70 F... Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 263 orð | 2 myndir

Íslendingar duglegir að sækja söfn og leikhús

ÍSLENDINGAR skera sig frá öðrum Norðurlöndum í mikilli aðsókn að leikhúsum og söfnum. Á seinasta ári fóru 97 af hverjum 100 Íslendingum í leikhús hér á landi. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 288 orð

Íslendingar gera athugasemdir við mótmæli Svía

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ gerir athugasemdir við mótmæli Svía vegna fyrirvara Íslands við hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins og þá ályktun sem þeir draga varðandi það réttarsamband sem þeir telja að ríki milli Íslands og Svíþjóðar, að sögn Tómasar H. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 264 orð

Íslendingar svindla minnst

NORSKA blaðið Aftenposten greinir frá því að á meðan aðrir Evrópubúar geta fengið ný og öruggari Visa-kort með örgjörvum en ekki segulrönd innan fárra mánaða þurfa Norðmenn að bíða í þrjú ár eftir slíkum kortum. Ástæðan? Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð

Jólakort Fuglaverndarfélagsins

FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands hefur gefið út tvö ný jóla- og tækifæriskort með ljósmyndum af auðnutittlingi eftir Daníel Bergmann og snjótittlingum eftir Jóhann Óla Hilmarsson og eru þeir félagar í Fuglaverndarfélaginu. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 304 orð | 2 myndir

Kallað á 80% niðurskurð

FRANZ Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), beindi í gær eindregnum viðvörunarorðum til ríkisstjórna aðildarríkjanna um að fara að ráðum vísindamanna og ákveða að draga úr veiðum úr nokkrum helztu... Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 242 orð

Kínastjórn ritskoðar Netið

ALÞJÓÐLEGU mannréttindasamtökin Amnesty International hafa krafist þess að kínversk stjórnvöld láti lausa úr fangelsi alla þá sem hafa verið handteknir fyrir að tjá skoðanir sínar á Netinu, að sögn BBC . Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 52 orð

Kjörskrá lögð fram í Borgarbyggð

KJÖRSKRÁ vegna fyrirhugaðra sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 7. desember hefur verið lögð fram, en kjörskrá skal liggja frammi í að minnsta kosti tíu daga fyrir kjördag. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 140 orð

Komust í 24 danspara úrslit

FULLTRÚAR Íslands í dansi, atvinnumennirnir Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve, sem jafnframt eru félagsmenn í ÍR, kepptu í Heimsmeistarakeppninni í standard-dönsum sem fram fór í Blackpool í Englandi á sunnudag. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 351 orð

Kortatímabil ræður hrynjandinni

NÝTT kortatímabil hefst 7. desember og er búist við að jólaverslun taki kipp í kjölfarið. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist hafa heyrt af því að jólaverslunin hafi ekki verið ýkja fjörug hingað til. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 287 orð

Kostnaður áætlaður 92 milljónir kr.

GERÐ er tillaga um 23,6 milljóna kr. viðbótarframlag á fjáraukalögum yfirstandandi árs til að standa undir kostnaði við flutning fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar í nýja stjórnstöð í Skógarhlíð, skv. Meira
28. nóvember 2002 | Suðurnes | 288 orð | 1 mynd

Krefjast öruggs þingsætis fyrir Kristján

BORGARAFUNDUR sem stuðningsmenn Kristjáns Pálssonar alþingismanns héldu í gærkvöldi skoraði á uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að stilla Kristjáni upp í öruggt sæti á listanum. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 94 orð

Kynning hjá Úrvali-Útsýn á 16.

Kynning hjá Úrvali-Útsýn á 16. daga ævintýraferð til Kenýa og Tansaníu verður í dag, fimmtudaginn 28 nóvember kl. 20, í sal aðalskrifstofu Úrvals-Útsýnar í Lágmúla 4. Þar verður m.a. gengið á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaró. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð

Launakröfur væntanlega greiddar úr þrotabúi Frjálsrar fjölmiðlunar

SKIPTAFUNDUR í þrotabúi Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. fór fram í gær. Þar ákvað skiptastjóri að fresta fundi fram í febrúar næstkomandi þannig að frekara ráðrúm fengist til að taka afstöðu til krafna, sem alls eru 189 og nema rúmum 2,1 milljarði króna. Meira
28. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 187 orð

Lágkúruleg vinnubrögð

SAMÞYKKT var á borgarstjórnarfundi í sumar að koma á fót nefnd um heildarstefnu Reykjavíkurborgar í orkumálum. Meira
28. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 93 orð | 1 mynd

Leikhúsferð fyrir tölvukennslu

RÚMLEGA sextíu krökkum, sem í vetur kenndu eldri borgurum á tölvur endurgjaldslaust, var á sunnudag boðið á leiksýninguna "Með fulla vasa af grjóti" í viðurkenningarskyni. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 145 orð

Lýst eftir vitnum

23. nóvember sl. um kl. 15.05 varð árekstur á gatnamótum Suðurlandsbrautar-Grensásvegar og Engjavegar. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Mannvirkin 800 metra inni í Teigsbjargi

STÖÐVARHÚS Kárahnjúkavirkjunar og mannvirki tengd því verða um 800 metra inni í fjallinu Teigsbjargi sem gnæfir yfir Valþjófsstað í Fljótsdal, 600 metra hátt. Meira
28. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 398 orð | 1 mynd

Markaðsráð Húsavíkur og nágrennis stofnað

Á DÖGUNUM var stofnað á Húsavík nýtt félag undir heitinu Markaðsráð Húsavíkur og nágrennis (MarkHús). Meginmarkmið félagsins er "að gera Húsavík og nágrenni eftirsóknarverðan valkost í atvinnu- og byggðarlegu tilliti". Meira
28. nóvember 2002 | Akureyri og nágrenni | 247 orð | 1 mynd

Miðað að því að styrkja uppbyggingu sjúkrahúsanna

FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri, FSA og Landspítali - háskólasjúkrahús hafa gert með sér samstarfssamning sem miðast að því að styrkja uppbyggingu beggja sjúkrahúsanna í heilbrigðisþjónustu, kennslu og rannsóknum. Meira
28. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 99 orð | 1 mynd

Miðbæjarreitur vaknar af dvala

ÞAÐ hefur lítið gerst á miðbæjarreit Akurnesinga sem skipulagður var fyrir um tveimur áratugum og aðeins matvöruverslunin Skagaver hefur prýtt nýja miðbæjarreitinn á þessum tíma. Meira
28. nóvember 2002 | Suðurnes | 239 orð

Missir stórhátíðarálag

FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar hefur sagt upp vakt starfsmanna fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli á jóladag. Við það missir starfsfólkið 90% stórhátíðarálag á laun sín þennan dag. Fyrir liggur að lítið verður að gera í fríhöfninni á jóladag. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð

Náttúrubúðin - ný verslun í Hveragerði

NÝVERIÐ hóf Edda Björg Hákonardóttir rekstur nýrrar verslunar. Verslunin heitir Náttúrubúðin og eins og nafnið bendið til er þar til sölu ýmislegt náttúruvænt auk þess sem búðin er í húsnæði Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 1131 orð | 2 myndir

Óvissa ríkir um forsendur fjárlagafrumvarps

ÓLAFUR Örn Haraldsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagði á Alþingi í gær að mikil óvissa ríkti um margar veigamiklar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2003. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Sala á rauðvíni eykst um 18%

SALA rauðvíns hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins jókst um rúm 18% í lítrum talið á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Hvítvínssalan jókst á sama tíma um 10% mælt í lítrum. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 382 orð

Salan á Vísi.is til ríkislögreglustjóra

SKIPTASTJÓRI þrotabús Frjálsrar fjölmiðlunar, Sigurður Gizurarson hæstaréttarlögmaður, hefur vísað sölu félagsins á eigum þess í netmiðlinum Vísi.is til meðferðar efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð

Skjár einn íhugar áskriftarsjónvarp

SKJÁR einn hefur nú til athugunar að hefja rekstur stafræns áskriftarsjónvarps. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, segir að verið sé að leita að tækifærum til að styrkja félagið. Meira
28. nóvember 2002 | Suðurnes | 131 orð

Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar og Málbjörg standa í...

Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar og Málbjörg standa í dag fyrir upplýsinga- og umræðufundi um stam . Fundað verður í Kjarna, 2. hæð, og hefst fundur kl. 20. Frummælendur verða Björn Tryggvason, formaður Málbjargar, og Kristinn Hilmarsson talmeinafræðingur. Meira
28. nóvember 2002 | Miðopna | 408 orð | 1 mynd

Skuldir borgarsjóðs hækka um tæpa tvo milljarða

SKULDIR borgarsjóðs Reykjavíkur hækka um tæpa tvo milljarða króna, samkvæmt nýrri spá ársins, skatttekjur verða um 238 milljónir kr. undir áætlun og rekstrargjöld um 899 millj. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 380 orð

Spurning hvort dregið verði úr þjónustu

VIÐ höfum frestað því að endurnýja fjarskiptakerfið, uppfæra veðurratsjána og endurnýja jarðskjálfta- og veðurstöðvar svo eitthvað sé nefnt," segir Magnús Jónsson, veðurstofustjóri. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Starfsmenn heimaþjónustu verðlaunaðir

LÁRA Björnsdóttir félagsmálastjóri kynnti tilnefningar og val á heimaþjónustustarfsmanni ársins 2002 í lok málþings um félagslega heimaþjónustu sem haldið var á Grand hótel mánudaginn 18. nóvember sl. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 321 orð

Sterkur grunur um íkveikju í tveimur fjölbýlishúsum

KVEIKT var í tveimur fjölbýlishúsum í Reykjavík, að því er talið er, með skömmu millibili í fyrrinótt, án þess að teljandi skemmdir hlytust þó af. Eldsupptökin eru ekki staðfest, en lögreglan telur flest benda til íkveikju á báðum stöðum. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 281 orð

Styðja kjör Sturlu Böðvarssonar

MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun aðalfundar Félags ungra sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ: "Félag ungra sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ lýsir yfir fullum stuðningi við kjör Sturlu Böðvarssonar í 1. sæti lista sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 953 orð | 1 mynd

Suma er leyfilegt að drepa en hverja?

HVERSU margir hafa fallið í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu tvö árin og hverjir þeirra voru óbreyttir borgarar en ekki hermenn? Meira
28. nóvember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 498 orð | 2 myndir

Sundabraut og sundlaugar í deiglunni

SAMGÖNGUMÁL, umferðaröryggi, útivist og menningarmiðstöð var meðal þess sem brann á Grafarvogsbúum á íbúaþingi sem haldið var í október síðastliðnum en niðurstöður þingsins voru kynntar á þriðjudag. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Svölurnar styrkja

SVÖLURNAR, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, hefur styrkt Foreldrasamtökin vímulaus æska með tölvu og ljósritunarvél. Svölurnar fjármagna styrki sína með sölu jólakorta og rennur allur ágóði óskiptur til líknarmála. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Talsmaður Chretiens segir starfi sínu lausu

TALSMAÐUR kanadíska forsætisráðherrans, Jeans Chretiens, hefur sagt starfi sínu lausu en hún komst í fréttirnar í síðustu viku þegar greint var frá því að hún hefði kallað George W. Bush Bandaríkjaforseta "hálfvita". Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Tilkynnt var um tjón á rúmlega 2.300 stöðum

TILKYNNT hefur verið um tjón á 2.319 stöðum vegna Suðurlandsskjálftanna í júní 2000 að því er fram kemur í nýrri skýrslu nefndar sem iðnaðarráðherra skipaði til þess að fara yfir framkvæmd tjónsuppgjöra vegna jarðskjálftanna. Meira
28. nóvember 2002 | Landsbyggðin | 660 orð | 1 mynd

Truntubakkar teknir undir íbúðarbyggð

NÝTT athafnasvæði hestamanna sem gert var ráð fyrir samkvæmt aðalskipulagi Austur-Héraðs mun að öllum líkindum víkja að stórum hluta eða í heild, þar sem ákveðið hefur verið að hefja undirbúning að skipulagi nýs íbúðarhverfis á svæðinu. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 240 orð

Tvö íslensk verkefni unnu til verðlauna

TVÖ íslensk verkefni hlutu verðlaun Evrópska skólanetsins um bestu notkun á upplýsingatækni í skólastarfi. Hátt í 800 verkefni bárust í keppnina og komust 16 þeirra í úrslit. Annað verkefnið er eftir Salvöru Gissurardóttur. Meira
28. nóvember 2002 | Suðurnes | 297 orð

Útspil verði svæðisútvarp

HAFNAR eru útsendingar hjá Útvarpi Útspili 97,2. Aðstandendur þess stefna að því að gera stöðina að svæðisútvarpi. "Það er kominn tími til þess að starfrækja alvöru svæðisútvarp á Suðurnesjum. Meira
28. nóvember 2002 | Suðurnes | 126 orð

Var nótt á heilsugæslunni

HELGA Valdimarsdóttir, íbúi í Njarðvík, sat á heilsugæslustöðinni í Keflavík í fyrrinótt til að vekja athygli á læknaleysinu á Suðurnesjum. Hún sagðist ekki hafa heilsu til að vera þar í nótt enda vonaðist hún til að málið færi að leysast. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Vetrarljós VÍS sent öllum 10 ára börnum

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands sendir öllum börnum sem fædd eru árið 1992 Vetrarljós VÍS, sem börnunum er ætlað að nota til viðbótar við endurskinsmerki. Dreifingin er ekki tengd viðskiptum við tryggingafélagið. Alls fá 4.568 börn ljósin send. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Viltu nammi, væni?

ANNIR voru á Alþingi í gær þegar þingmenn sátu maraþonfund um fjárlögin. Í miðjum umræðum henti Gísli S. Einarsson tyggjóplötu til Geirs H. Haarde fjármálaráðherra sem ráðherrann greip fimlega. Meira
28. nóvember 2002 | Erlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Vopnaeftirlit SÞ fer vel af stað í Írak

VOPNAEFTIRLITSMENN Sameinuðu þjóðanna skoðuðu í gær tvo staði í Írak þar sem talið var hugsanlegt að geymd væru gereyðingarvopn. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 210 orð | 4 myndir

Yfirlit

GRUNNUR AÐ SAMNINGI Stjórn Félags heimilislækna komst að þeirri niðurstöðu í gærkvöldi að kominn væri grundvöllur að frekari samningum við heilbrigðisyfirvöld eftir að heilbrigðisráðherra lagði fram yfirlýsingu til lausnar deilunni við heimilislækna. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 301 orð

Yfirlýsing vegna gjaldþrots FF

VEGNA fjölmiðlaumræðu um málefni Frjálsrar fjölmiðlunar efh. hafa stjórnarmenn félagsins beðið mig að taka eftirfarandi fram: 1. Yfirlýst stefna Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. undanfarin tvö ár var að selja eignir til að létta á skuldum félagsins. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Það þarf ekki að flýta sér

FRAKKASTÍGURINN er ekki ýkja langur og það er algjör óþarfi að flýta sér þegar hann er genginn. Ágætt getur verið að kíkja í búðarglugga og ef til vill velta fyrir sér hvað eigi að gefa í jólagjafir eða hvað maður vilji sjálfur fá í pakka. Meira
28. nóvember 2002 | Innlendar fréttir | 20 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá eru fyrirspurnir til ráðherra. Að því loknu munu þingmenn mæla fyrir þingmálum... Meira

Ritstjórnargreinar

28. nóvember 2002 | Leiðarar | 566 orð

Burt með tolla

Tillaga Bandaríkjastjórnar um að afnema alla tolla á framleiðsluvöru er allrar athygli verð. Meira
28. nóvember 2002 | Leiðarar | 292 orð

Frjálsari viðskipti á norðurslóðum

Samskipti Færeyinga og Íslendinga hafa í aldanna rás einkennst af samhug í orði og verki. Meira
28. nóvember 2002 | Staksteinar | 337 orð | 2 myndir

Verðbréf á markaði

Það er verst, að siðgæði í viðskiptum fer sífellt hrakandi. Þetta segir í Vísbendingu. Meira

Menning

28. nóvember 2002 | Tónlist | 666 orð | 1 mynd

Að axla þjóðlega ábyrgð

Jón Ásgeirsson: Píanókvintett (1975), Blásararakvintett nr. 2, Strengjakvartett nr. 3, Sjöstrengjaljóð og Oktett fyrir blásara. Kammersveit Reykjvíkur. Þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 204 orð | 1 mynd

Annálar

Ísland í aldanna rás 1976-2000 er þriðja og síðasta bindi í bókaflokknum um sögu Íslendinga á 20. öld. Aðalhöfundur er Illugi Jökulsson. Í bókinni er greint frá stórviðburðum og merkistíðindum, veðurfari, náttúruhamförum, skipssköðum og sakamálum. Meira
28. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 522 orð | 1 mynd

* ARI Í ÖGRI: Hljómsveitin Valíum...

* ARI Í ÖGRI: Hljómsveitin Valíum föstudagskvöld. * ASTRÓ: Útgáfutónleikar með Gus Gus á Súper (efri hæð Astró) föstudagskvöld. Tónleikarnir hefjast á miðnætti og munu Alfons X og Margeir sjá um upphitun. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 110 orð

Á morgun

Málþing um ævi, hugmyndir og verk Bjargar C. Þorláksson , verður haldið kl. 14-17 á morgun, föstudag, í Hátíðarsal Háskóla Íslands á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum. Meira
28. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Bann við Bush-háði

AUGLÝSING fyrir teiknimyndagrínþáttinn breska 2DTV hefur verið bönnuð af Breska útsendingaeftirlitinu (BACC) á þeim grundvelli að hún sé móðgandi við Bush Bandaríkjaforseta. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 68 orð

Brot úr sálumessum í Kristskirkju

KAMMERKÓR Suðurlands, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, heldur tónleika í Kristskirkju kl. 20.30 í kvöld. Organisti á tónleikunum verður Steingrímur Þórhallsson og einsöngvari Loftur Erlingsson. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 67 orð

Býðst vinnustofa

HAFNFIRSKUM listamönnum gefst kostur á að dvelja í gistivinnustofu í Künstlerhaus Cuxhaven í 1-3 mánuði árin 2003 og 2004, á tímabilinu mars-maí og er dvölin í tengslum við vinabæjasamskipti Hafnarfjarðar og Cuxhaven. Meira
28. nóvember 2002 | Leiklist | 476 orð

Ekki meira sjoppuhangs

Höfundur og leikstjóri: Júlíus Júlíusson, 16. nóvember 2002. Meira
28. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 666 orð | 1 mynd

Eru þau sjálf

Írafár er ein vinsælasta popphljómsveit landsins. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Birgittu Haukdal söngkonu og Andra Guðmundsson hljómborðsleikara um nýju plötuna og samstarfið. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 137 orð

Forsala á tónleika

Aðventutónleikar í Neskirkju Forsala á aðventutónleika sem Íslandsdeild Amnesty International efnir til í Neskirkju 10. desember, á alþjóðlegum mannréttindadeginum er hafin. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 377 orð | 1 mynd

Gerir athugasemd við bóksölukannanir

JÓHANN Páll Valdimarsson útgáfustjóri JPV-útgáfu hefur gert athugasemd við framkvæmd bóksölukannanna sem Félagsvísindastofnun stendur að fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda og Morgunblaðið. Athugasemdin byggist á því að í lista yfir bóksölu dagana... Meira
28. nóvember 2002 | Tónlist | 695 orð | 1 mynd

Græna hattinum lyft

Djasslög og léttsveifla í anda Finns Eydal og Helenu Eyjólfsdóttur. Flytjendur: Helena Eyjólfsdóttir, söngur, Inga D. Eydal, söngur, Jörg Svare, klarinetta, Björn Thoroddsen, gítar, Snorri Guðvarðarson, gítar, Gunnar Gunnarsson, píanó, Árni Ketill Friðriksson, trommur, Ingvi Rafn Ingvason, trommur, og Jón Rafnsson á kontrabassa. Laugardaginn 16. nóvember kl. 23.30. Meira
28. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 347 orð | 4 myndir

Hamagangur og húrrahróp

ÚRSLITAKVÖLD Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, var haldin í tólfta skipti í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Sex skólar kepptu til úrslita; Réttarholtsskóli, Hagaskóli, Ölduselsskóli, Hlíðaskóli, Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 349 orð | 1 mynd

Í dag

Álafosskórinn heldur tónleika í Ými við Skógarhlíð kl. 20.30. Um er að ræða útgáfutónleika en kórinn gaf nýlega út geisladiskinn Ég bið að heilsa öllum sem ég unni, þar sem sungin eru lög við ljóð Halldórs Laxness. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Kvennakór Reykjavíkur syngur jólalög

TÓNLEIKAR Kvennakórs Reykjavíkur verða þrennir í vikunni; í Langholtskirkju kl. 20 í kvöld og á laugardag kl. 14 og kl. 17. Einsöngvari með kórnum er Páll Rósinkranz, píanóleikari Óskar Einarsson og slagverksleikari Ásgeir Óskarsson. Meira
28. nóvember 2002 | Leiklist | 605 orð

Lostalína

Höfundur: Þorsteinn Guðmundsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Hljóðvinnsla: Georg Magnússon. Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Var áður á dagskrá 1999. Endurflutt sunnudag 24. nóvember; endurtekið að kvöldi fimmtudags 28. nóvember. Meira
28. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 470 orð | 1 mynd

Meira rokk og meira hár

HLJÓMSVEITIN Sign vakti talsverða athygli á síðasta ári, vann til verðlauna á Músíktilraunum Tónabæjar, að vísu undir aðeins öðru nafni, og sendi frá sér breiðskífuna Vindar og breytingar fyrir jólin. Meira
28. nóvember 2002 | Tónlist | 361 orð

Meistaraverk grafið úr gleymsku

Mahler: Þáttur f. píanókvartett. Hummel: Píanókvintett í Es Op. 87. Schubert: Silungskvintettinn. Anna Áslaug Ragnarsdóttir, píanó, Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Þórun Ósk Marínósdóttir, víóla, Richard Talkowsky, selló, Hávarður Tryggvason, kontrabassi. Sunnudaginn 24. nóvember kl. 20. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Myndband

Veiðiklær hefur að geyma það helsta sem Ísland hefur upp á að bjóða sem veiðiland, matreiðslu á villibráð og almennur fróðleikur er veittur um þær tegundir sem veiddar eru. Þær eru önd, gæs, rjúpa, hreindýr, svartfugl, skarfur og lundi. Meira
28. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 449 orð | 2 myndir

NICOLAS Cage hefur sótt um skilnað...

NICOLAS Cage hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni Lisu Marie Presley , eftir tæplega fjögurra mánaða hjónaband. Ber hann við ósættanlegum ágreiningi. Meira
28. nóvember 2002 | Skólar/Menntun | 328 orð

Nokkrar niðurstöður

*Könnuð var staða, starf og stefna útskrifaðra náms- og starfsráðgjafa frá Háskóla Íslands árin 1990-2001, samtals 110 manns skv. nemendaskrá HÍ. Alls 84 þátttakendur svöruðu könnuninni sem er tæplega 79% svörun, þar af voru 79 konur og 5 karlar. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 344 orð | 1 mynd

Píanókonsert og hljómsveitarsvíta á sviði Háskólabíós

FRANSKI píanóleikarinn og stjórnandinn Philippe Entremont leikur einleik og stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum í kvöld kl. 19.30 í Háskólabíói. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 61 orð

Píkusögur á nýjan leik

LEIKRIT Eve Ensler, Píkusögur, kemur á fjalirnar í Borgarleikhúsinu á nýjan leik í kvöld, þriðja leikárið í röð. Sýningar eru komnar á annað hundrað. Meira
28. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 356 orð | 1 mynd

Pönkbítlar

BANDARÍSKA popppönksveitin White Flag er stödd hér á landi og leikur á tónleikum á Grandrokk í kvöld. Meira
28. nóvember 2002 | Skólar/Menntun | 436 orð | 1 mynd

Ráðgjöf vegna símenntunar

GILDI náms- og starfsráðgjafar kom sterklega fram í erindi sem Hrafnhildur Tómasdóttir flutti á Degi símenntunar í september sl. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 224 orð

Samkeppni um dansleikverk

LEIKFÉLAG Reykjavíkur og Íslenski dansflokkurinn efna til samkeppni um frumsamið dansleikverk eða verk er flokkast gæti undir dansleikhús. Meira
28. nóvember 2002 | Myndlist | 425 orð | 1 mynd

Skordýr í Skugga

Rósa Sigrún Jónsdóttir og Stella Sigurgeirsdóttir. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-17 nema mánudaga. Henni lýkur. 1. desember. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 824 orð | 3 myndir

Söngvar þögullar þjóðar

ÞAÐ eru sennilega ekki margir íslenskir tónlistarunnendur sem þekkja mikið til finnskrar tónlistar. Nafn Síbelíusar trónir þar ofar öllu og hefur vafalítið skyggt á nöfn fjölda annarra og ágætra tónskálda. Meira
28. nóvember 2002 | Skólar/Menntun | 878 orð | 1 mynd

Talsmenn nemenda og foreldra

Námsráðgjöf/ Vert er að velta því fyrir sér hvers vegna það eru ekki fleiri sem sinna námsráðgjöf af þeim sem útskrifast hafa frá HÍ. Ástæða þess getur tengst því að of fá stöðugildi eru í skólum og of margir nemendur eru að baki hverjum ráðgjafa. Gunnar Hersveinn ræddi við nemendur sem gerðu rannsókn á stöðu, starfi og stefnu útskrifaðra náms- og starfsráðgjafa frá HÍ. Meira
28. nóvember 2002 | Fólk í fréttum | 510 orð | 1 mynd

Tónlist eins falleg og þögn

ÓSKAR Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari eru tónlistarmenn, sem kunna að meta þögnina. Eftir þögn heitir nýr geisladiskur þeirra og frumflytja þeir efni af honum á útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í kvöld. Meira
28. nóvember 2002 | Tónlist | 278 orð

Tær og hófstilltur leikur

Simon Marlow flutti verk eftir Scarlatti, Haydn, Schubert, Debussy og Ravel. Meira
28. nóvember 2002 | Menningarlíf | 117 orð

Þjóðfræði

Jólasveinarnir þrettán eftir Elsu E. Guðjónsson , textíl- og búningafræðing er komin út í fjórða sinn, aukin og endurbætt. Bætt hefur verið við aðaltextann vísum og myndum. Bókin er öll litprentuð, skreytt sérhönnuðum útsaumuðum myndum eftir höfund. Meira

Umræðan

28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 599 orð | 1 mynd

Afríku þyrstir

"Setjum okkur í spor hinna þyrstu í Afríku á aðventunni!" Meira
28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 8 orð | 1 mynd

Á netinu

Björn Jónsson, hagfræðingur, svarar bréfi til blaðsins um... Meira
28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 534 orð | 1 mynd

Barnalæknaþjónustan í Domus Medica

"Við teljum það rétt foreldra að geta ákveðið hvert þeir leita með börn sín, samanber ákvæði í nýsamþykktri heilbrigðisáætlun." Meira
28. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 571 orð | 1 mynd

Dalaþing, hvað er nú það?

LAUGARDAGINN 30. nóvember verður haldið Dalaþing hið fyrra að Laugum í Sælingsdal. Meira
28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 726 orð | 1 mynd

Eru háskólar kennslustofnanir eða rannsóknastofnanir?

",Hin mikla fjölgun þeirra sem sækja nám á háskólastigi leiðir til þess að sumir skólar á háskólastigi fái það hlutverk að vera kennslustofnanir en aðrir að vera rannsóknarstofnanir." Meira
28. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 434 orð

ESB eða frelsið

ÞINGMENN Samfylkingarinnar ásamt flestum framsóknarþingmönnunum róa nú lífróður við að þræla okkur inní ESB. Það tók okkur hundruð ára að frelsa landið úr klóm Dana. Meira
28. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 316 orð | 1 mynd

Fjölskyldu leitað ÉG, Dóra Kristín, missti...

Fjölskyldu leitað ÉG, Dóra Kristín, missti fjölskyldu mína þegar ég var barn og finnast nöfn foreldra minna ekki í kerfinu. Ég þarf nauðsynlega að fá upplýsingar um fjölskyldu mína. Meira
28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 569 orð | 1 mynd

F-listinn vill efla félagsstarf aldraðra

"Niðurskurður á félagsstarfi aldraðra er í beinni andstöðu við stefnuskrá F-listans." Meira
28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Heilsugæslan á Suðurnesjum - ráðvillt stjórnvöld?

"Frumheilsugæslan verður að vera virk." Meira
28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 653 orð | 2 myndir

Íslendingar eyða 5,5 milljörðum króna í sígarettukaup á ári!

"Sannað þykir að byrji ungt fólk að reykja sé það margfalt líklegra til að verða eiturlyfjum að bráð síðar en ef það léti tóbakið vera." Meira
28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 742 orð | 2 myndir

Reyklaust líf á Reykjalundi

"Reykleysismeðferð Reykjalundar er hluti af endurhæfingarmeðferð sjúklingsins." Meira
28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Réttlætiskennd gamals blaðamanns

"Forseti löggjafarvaldsins er sem sagt farinn að þræta við dómstóla í landinu." Meira
28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 880 orð

Sex daga stríðið

Eftirfarandi birtist einungis í Gagnasafni Morgunblaðsins á Netinu: BRÉF Hermanns Þorsteinssonar til Mbl. 23. nóv. sl. Meira
28. nóvember 2002 | Aðsent efni | 712 orð | 1 mynd

Stefnumótun í áfengis- og vímuefnamálum

"Ríki og sveitarfélög eiga að einbeita sér að því að gera fjölskyldum og öðrum félagsmótunaraðilum kleift að sinna þörfum barna og ungmenna." Meira
28. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 455 orð

Til Steingríms J. Sigfússonar

VELFERÐARSTJÓRN og vinstrimenn. Þannig hefst grein Steingríms J. Sigfússonar í Morgunblaðinu 20. nóv. Viðbrögð við leiðara eins og hann kallar greinina. Meira
28. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 362 orð

Vantar verkalýðsflokk á Íslandi?

MÉR er orðið nokkurt undrunarefni hve illa bæði stjórnmálamenn sem verkalýðsforkólfar virðast eygja sýn núorðið á kjör almennra launþega þessa lands, þar sem svokallaður kaupmáttur launa í formi hækkana hefur jafnan verið etinn fyrirfram með verðhækkunum... Meira
28. nóvember 2002 | Bréf til blaðsins | 183 orð

Þarf einhver hjálp við jólasteikina?

LOKS er hann kominn, aðstoðarmaðurinn sem mig vantaði fyrir 40 árum. Þetta er margmiðlunardiskur, sem ég rakst á núna á dögunum, hann er einfaldur í notkun og leiðir eldabuskur í gegnum frumskóga matargerðarinnar, skref fyrir skref. Meira

Minningargreinar

28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1008 orð | 1 mynd

ANDRÉS H. VALBERG

Andrés H. Valberg fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. október 1919. Hann lést á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi 1. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 12. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 3895 orð | 1 mynd

ARINBJÖRN KOLBEINSSON

Arinbjörn Kolbeinsson fæddist á Úlfljótsvatni í Grafningshreppi í Árnessýslu 29. apríl 1915. Hann lést í Reykjavík 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kolbeinn Guðmundsson, bóndi, hreppstjóri og sýslunefndarmaður í Hlíð og á Úlfljótsvatni, f. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 709 orð | 1 mynd

BRAGI GUÐNASON

Bragi Guðnason fæddist á Selfossi 7. júlí 1946. Hann lést á heimili sínu 27. október síðastliðinn. Bragi ólst upp fyrstu árin sín á Selfossi, síðan í Sandgerði. Foreldrar hans voru Guðni Ágúst Guðjónsson, f. 19. ágúst 1915, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 364 orð | 1 mynd

EGILL GUÐMUNDSSON

Egill Guðmundsson fæddist 9. febrúar 1971. Hann lést á heimili foreldra sinna, Garðatorgi 17 í Garðabæ, 15. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju 27. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 88 orð

Elsku Kristján, við undirrituð, fyrrum tengdafjölskylda...

Elsku Kristján, við undirrituð, fyrrum tengdafjölskylda þín, þökkum hjartanlega samfylgdina á árum áður. Við minnumst þín af miklum hlýhug og væntumþykju sem varði alla tíð. Þú munt ætíð skipa veglegan sess í lífi okkar. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 715 orð | 1 mynd

GUÐLAUG ELIMUNDARDÓTTIR

Guðlaug Elimundardóttir fæddist 13. apríl 1915. Hún lést 10. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elimundur Þorvarðarson, f. 28. des. 1877, d. 4. febr. 1959, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 30. des. 1872, d. 25. nóv. 1947. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 686 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR KR. HERMANNSSON

Guðmundur Kr. Hermannsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 30. ágúst 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 21. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 27. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 475 orð | 1 mynd

GUNNAR A. AÐALSTEINSSON

Gunnar Aðils Aðalsteinsson fæddist í Brautarholti í Dölum hinn 3. september 1926. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Akraness hinn 16. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Borgarneskirkju 23. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 832 orð | 1 mynd

GUNNAR ÁRNASON

Gunnar Árnason fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 15. júní 1901. Hann lést á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi 17. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 27. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1032 orð | 1 mynd

HAUKUR GUÐMUNDSSON

Haukur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 29. desember 1921. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 21. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Grímsdóttur, f. 17. apr. 1892, d. 2. sept. 1973, og Guðmundar Ólafssonar hæstaréttarlögmanns, f. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 286 orð | 1 mynd

HRAFN RAGNARSSON

Hrafn Ragnarsson var fæddur á Skagaströnd 25. nóv. 1938. Hann varð bráðkvaddur á Kanaríeyjum 11. nóv. síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ólafsfjarðarkirkju 23. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1315 orð | 1 mynd

JÓHANNES EGGERTSSON

Jóhannes Eggertsson fæddist í Reykjavík 31. maí 1915. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 20. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Eggert Kr. Jóhannesson járnsmiður og hljómlistarmaður og kona hans Halldóra Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 398 orð | 1 mynd

KRISTJANA MOONEY

Kristjana Benediktsdóttir Mooney, kennari, fæddist í Vöglum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 2. janúar 1917. Hún lést 28. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benedikt Ingvar Jónasson, bóndi í Vöglum, f. 28. júlí 1890, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 2033 orð | 1 mynd

KRISTJÁN JÓHANN AGNARSSON

Kristján Jóhann Agnarsson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1946. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 27. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 1246 orð | 1 mynd

PÁLL ÓLAFSSON

Páll Ólafsson fæddist í Keflavík hinn 27. september 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 27. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 110 orð

PÁLL ÓLAFSSON

Nú kveðjum við yndislegan mann og góðan vin. Meira  Kaupa minningabók
28. nóvember 2002 | Minningargreinar | 360 orð | 1 mynd

SIGURÐUR L. TÓMASSON

Sigurður Loftur Tómasson fæddist að Bolafæti, nú Bjargi, í Hrunamannahreppi 16. september 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 21. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hrunakirkju 2. nóvember. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. nóvember 2002 | Viðskiptafréttir | 771 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 105 104 104...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 105 104 104 1,483 154,509 Djúpkarfi 78 78 78 1,578 123,084 Gellur 600 565 574 40 22,950 Grálúða 170 170 170 113 19,210 Gullkarfi 99 30 91 10,331 944,512 Hlýri 177 109 152 5,104 774,238 Háfur 40 10 13 176 2,300 Keila 96 52 87... Meira

Daglegt líf

28. nóvember 2002 | Neytendur | 94 orð

30% afsláttur af konfekti í Nóatúni

VERSLANIR Nóatúns bjóða 30% afslátt af konfekti frá deginum í dag til sunnudags. Afslátturinn nær til alls konfekts í versluninni segir Sigurður Gunnar Markússon rekstrarstjóri. Sem dæmi um verðbreytingar má nefna að eitt kíló af Nóa konfekti fer úr 2. Meira
28. nóvember 2002 | Neytendur | 676 orð | 1 mynd

Eru jólaljósin í góðu lagi?

RAFMAGN er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans. Á hverju ári verða margir eldsvoðar sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Meira
28. nóvember 2002 | Neytendur | 55 orð | 1 mynd

Freemans flytur

FREEMANS-verslun og skrifstofa hefur flutt sig um set og er nýja aðsetrið í Hjallahrauni 8 í Hafnarfirði. Verslunin er opin frá 10-18 og verður opið á laugardögum til jóla. Meira
28. nóvember 2002 | Neytendur | 200 orð | 1 mynd

Hársnyrtistofur 6% dýrari í ár en í fyrra

ÞJÓNUSTA hársnyrtistofa er að meðaltali 6% dýrari í ár en í fyrra, samkvæmt nýrri verðkönnun Samkeppnisstofnunar. Kannað var verð á 15 þjónustuliðum hjá 203 hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu. Launavísitala hefur hækkað um 6% á sama tíma. Meira
28. nóvember 2002 | Neytendur | 897 orð

Kalkúnn á tilboðsverði, afsláttur af nautakjöti

BÓNUS Gildir 28. nóv.-1. des. nú kr. áður kr. mælie.verð Frosinn kalkúnn 485 Nýtt 485 kr. kg Jólasíld, 600 ml 399 449 665 kr. ltr Jólasmjör, 500 g 158 212 316 kr. kg Jólajógúrt, 165 g 65 Nýtt 394 kr. ltr Óðals beikon 599 Nýtt 599 kr. Meira
28. nóvember 2002 | Neytendur | 33 orð

Kosmeta, ekki Kometa

SAGT var frá nýjum hársnyrtivörum frá göt2b á neytendasíðu á þriðjudag og innflytjandinn því miður sagður heita Kometa. Hið rétta er að fyrirtækið nefnist Kosmeta. Einnig skal áréttað að göt2b-línan samanstendur af 13... Meira
28. nóvember 2002 | Neytendur | 66 orð

Lífrænt lambakjöt

NOKKRIR íslenskir bændur framleiða lambakjöt eftir alþjóðlegum lífrænum gæðastöðlum, þar sem framleiðslan er vottuð af Vottunarstofunni Túni. Sex býli markaðssetja og selja kjötið á tveimur stöðum á landinu. Meira
28. nóvember 2002 | Neytendur | 82 orð | 1 mynd

Matreiðslukennsla á diski

KENNSLUDISKUR í matreiðslu, Einfalt og gott, með Ragnari Ómarssyni, matreiðslumanni ársins 2002, er kominn út. Á diskinum kennir Ragnar skilmerkilega hvernig á að búa til góðan mat á einfaldan hátt, að því er fram kemur í tilkynningu. Meira

Fastir þættir

28. nóvember 2002 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 28. nóvember, er fimmtug Margrét Bóasdóttir söngkona, Snorrabraut 71, Reykjavík . Af því tilefni verður hún með opið hús á morgun, föstudaginn 29. nóvember, frá kl. 20 í sal FÍH, Rauðagerði 27,... Meira
28. nóvember 2002 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 28. nóvember, er sextug Elísabet Jónsdóttir, Háagerði 16, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Guðmundur Ingi Guðmundsson húsasmiður. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu laugardaginn 30. nóvember kl.... Meira
28. nóvember 2002 | Í dag | 693 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa á fimmtudögum milli kl. 14-17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Fræðslusamvera í safnaðarheimilinu kl. 20. Fjallað í máli og myndum um þjóðir, sem mótuðu sögu og menningu Ísraels til forna. Bústaðakirkja. Meira
28. nóvember 2002 | Fastir þættir | 209 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Siglfirðingar unnu parasveitakeppnina Hörkukeppni var um efsta sætið í Íslandsmótinu í parasveitakeppninni sem spiluð var um helgina. Meira
28. nóvember 2002 | Fastir þættir | 278 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

VESTUR lætur ófriðlega í sögnum. Fyrst teflir hann fram tveimur litum til sóknar, en þegar það vekur enga lukku hjá makker, doblar hann geimsögn mótherjanna. Lesandinn er í suður og fær tækifæri til að láta hart mæta hörðu: Suður gefur; AV á hættu. Meira
28. nóvember 2002 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. 27. apríl sl. voru gefin saman í Háteigskirkju af séra Bjarna Karlssyni, Sigrún Snædal Logadóttir og Þorsteinn Waagfjörð. Með þeim á myndinni er dóttirin Logey Rós. Heimili þeirra er í... Meira
28. nóvember 2002 | Viðhorf | 866 orð

Ísland úr NATO?

Er þá orðið tímabært að Ísland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu, nú þegar sú staða er komin upp að við þurfum að fara að borga fyrir okkur? Væri það ekki hámark hræsninnar? Meira
28. nóvember 2002 | Dagbók | 935 orð

(Matt. 4,4).

Í dag er fimmtudagur 28. nóvember, 332. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús svaraði: Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni. Meira
28. nóvember 2002 | Í dag | 357 orð | 1 mynd

Orgelvígsla á Möðruvöllum í Hörgárdal

NÝTT orgel verður vígt í Möðruvallakirkju í Hörgárdal á aðventukvöldi fyrsta sunnudag í aðventu. Hefst athöfnin kl. 20.30 með vígslu orgelsins. Orgelið er sex radda pípuorgel, smíðað að Björgvin Tómassyni orgelsmið. Meira
28. nóvember 2002 | Fastir þættir | 150 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 d6 5. c3 g6 6. Rbd2 Bg7 7. Rf1 O-O 8. Rg3 a6 9. Bxc6 bxc6 10. O-O h6 11. h3 Be6 12. He1 c5 13. Be3 Rd7 14. d4 exd4 15. cxd4 Rb6 16. b3 cxd4 17. Bxd4 a5 18. Bxg7 Kxg7 19. Dc2 a4 20. b4 a3 21. Had1 Kh7 22. Hd4 Rd7 23. Meira
28. nóvember 2002 | Fastir þættir | 455 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI ræddi umferðarmál eigi alls fyrir löngu og langar til að halda aðeins áfram á þeirri braut. Meira
28. nóvember 2002 | Dagbók | 25 orð

Það er órétt ef orpið hefr...

Það er órétt ef orpið hefr á máskeið mörgu gagni, rammriðin Rökkva stóði, vellvönuðr því er veitti mér. Var eg árvakr, bar eg orð saman með málþjóns morgunverkum, hlóð eg lofköst þann er lengi stendr óbrotgjarn í bragar... Meira

Íþróttir

28. nóvember 2002 | Íþróttir | 28 orð

Aðalfundur KÞÍ Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarasambands Íslands verður...

Aðalfundur KÞÍ Aðalfundur Knattspyrnuþjálfarasambands Íslands verður haldinn í félagsaðstöðu Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi annað kvöld, föstudagskvöldið 29. nóvember, og hefst kl. 20. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða þjálfarar ársins... Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 95 orð

Ásgeir einn sá besti, segir Haan

ARIE Haan, hollenski knattspyrnuþjálfarinn, sem er að taka við kínverska landsliðinu, sagði í samtali við belgíska blaðið Het Laaste Nieuws í gær að Ásgeir Sigurvinsson væri í hópi bestu leikmannanna sem hann hefði þjálfað á ferlinum. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 169 orð

Cotterill í sigtinu strax í janúar

GUÐJÓN Þórðarson, fyrrum knattspyrnustjóri Stoke City, sagði í samtali við staðarblaðið The Sentinel í gær að stjórn félagsins hefði verið komin með eftirmann sinn, Steve Cotterill, í sigtið strax í janúar. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 67 orð

Enn tapar GWD Minden

ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk og Sigfús Sigurðsson þrjú þegar Magdeburg vann öruggan sigur á Willstätt/Schutterwald, 38:30, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 251 orð

Fundu ekki markið

ÞRJÚ mörk Valsstúlkna eftir hlé dugðu skammt gegn Stjörnunni að Hlíðarenda í gærkvöldi því Garðbæingar sneru taflinu við með 9 mörkum og unnu 21:16, sem skilar þeim í undanúrslit SS-bikarkeppninnar. Í Hafnarfirði vann FH ágætan 26:18 sigur á Fram og Íslandsmeistarar Hauka brugðu sér norður og unnu KA/Þór 28:21. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 543 orð | 1 mynd

* GUNNAR Heiðar Þorvaldsson skoraði eitt...

* GUNNAR Heiðar Þorvaldsson skoraði eitt mark fyrir varalið Moeskroen í leik gegn varaliði Club Brugge í fyrrakvöld, 3:2. Gunnar meiddist í leiknum, fékk spark í annan kálfann. Hann lék þó til enda en fer í aðgerð í dag. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 193 orð

Hafa staðið sig vel hjá Lokeren

Roger Lambrecht, forseti belgíska knattspyrnufélagsins Lokeren, sagði í samtali við blaðið Het Laaste Nieuws að hann hefði rætt við alla íslensku leikmennina hjá félaginu um að spila þar áfram. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 501 orð

HANDKNATTLEIKUR Fram - Haukar 26:32 Framhúsið,...

HANDKNATTLEIKUR Fram - Haukar 26:32 Framhúsið, Reykjavík, 1. deild karla, Essodeild, miðvikudaginn 27. nóvember 2002. Gangur leiksins : 2:0, 2:3, 5:6, 7:7, 7:8, 8:13, 11:16, 12:16, 14:20, 16:22, 20:28, 26:32 . Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 421 orð | 1 mynd

Haukar höfðu öll tromp á hendi

HAUKAR komu, sáu og sigruðu í heimsókn sinni í íþróttahús Fram í gærkvöldi. Snemma leiks tóku þeir öll völd í leiknum og unnu örugglega, 32:26, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11. Góð vörn og agaður sóknarleikur lagði grunninn að sigri Hafnfirðinga sem styrkist svo sannarlega með hverjum leik eftir að hafa átt misjöfnu gengi að fagna framan af leiktíð. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 25 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild Ásvellir: Haukar...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeild Ásvellir: Haukar - Tindastóll 19.15 Hlíðarendi: Valur - ÍR 19.15 GLÍMA Reykjavíkurmótið í glímu fer fram í Melaskólanum kl. 19. Keppt verður í tveimur flokkum karla. Skráning á... Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 73 orð

Óttast stuðningsmenn Stoke

LÖGREGLAN í Vestur-Yorkshire á Englandi hefur ákveðið að færa heimaleik Bradford gegn Stoke City, sem á að fara fram annan í jólum, um tvær klukkustundir - til klukkan eitt. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

"Henry er engum líkur"

FRANSKI landsliðsmaðurinn Thierry Henry var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er hann skoraði þrennu í 3:1 sigri Arsenal gegn Róma á Ítalíu. Spænska liðið Barcelona hefur enn lotið í gras í keppninni og vann sjöunda leik sinn í röð nú 2:1 gegn þýska silfurliðinu Leverkusen. Inter vann stóran sigur á Newcastle á Englandi, 4:1, í viðburðaríkum leik og á Spáni skoruðu Valencia og hollenska liðið Ajax eitt mark hvort um sig undir lok leiks. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 128 orð

Róbert frá í fjórar vikur

RÓBERT Gunnarsson, línumaður hjá danska handknattleiksfélaginu Århus GF, verður frá keppni vegna meiðsla í fjórar vikur. Þar með missir hann af mikilvægum leikjum í dönsku úrvalsdeildinni en þar er lið hans og Þorvarðar Tjörva Ólafssonar í miðjum hópi. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 485 orð | 1 mynd

* SIGRÍÐUR Ása Friðriksdóttir , knattspyrnukona...

* SIGRÍÐUR Ása Friðriksdóttir , knattspyrnukona úr ÍBV , verður í vetur í herbúðum Doncaster Belles í ensku úrvalsdeildinni. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 356 orð

Stefnum hátt á EM

STEINDÓR Gunnarsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í sundi, segir að framtíðin sé björt í sundinu, mikið af ungum og efnilegum krökkum sé að koma fram og mikið starf sé unnið í félögunum. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 142 orð

Tryggvi hættir hjá KR

TRYGGVI Bjarnason, varnarmaður hjá KR, tilkynnti félaginu í gær að hann hygðist leika með öðru liði næsta tímabil. Tryggvi, sem verður tvítugur í janúar, meiddist í fyrravetur og var ekki klár í slaginn fyrr en um mitt sumar. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 98 orð

Tveir Færeyingar til Grindavíkur?

KNATTSPYRNUDEILD Grindavíkur hefur rætt við stjórnarmenn færeyska félagsins B36 um að fá til liðs við sig tvo landsliðsmenn frá Þórshafnarliðinu. Það eru sóknarmaðurinn Jákup á Borg og miðjumaðurinn Julian Johnsson. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 620 orð

Uppeldisbætur taka gildi

ÍSLENSK félagslið í knattspyrnu sem og önnur lið frá Evrópu vinna nú eftir reglum sem tóku gildi 1. september árið 2001 um uppeldisbætur fyrir leikmenn sem eru samningslausir en halda að þeim tíma loknum í atvinnumennskuna. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 335 orð | 1 mynd

Veislan stendur enn hjá Barcelona

BARCELONA gengur betur í Meistaradeildinni en í spænsku deildinni þar sem liðið er í níunda sæti og í gær hélt sigurganga liðsins áfram er Hollendingurinn Marc Overmars tryggði þeim 2:1 sigur gegn þýska liðinu Bayer Leverkusen í. Þetta er níundi sigurleikur Barcelona í röð í Meistaradeildinni, tveir í forkeppni, sex í riðlakeppni og nú í 16 liða úrslitum. Ekkert annað lið í Meistaradeildinni getur státað af slíkum árangri. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 79 orð

Vlado Stenzel er kominn til Wetzlar

VLADO Stenzel, einn frægasti handknattleiksþjálfari heims, er kominn til starfa hjá Wetzlar, liði Sigurðar Bjarnasonar og Róberts Sighvatssonar í Þýskalandi. Meira
28. nóvember 2002 | Íþróttir | 90 orð

Þjálfarar fara til Kanaríeyja

KNATTSPYRNUÞJÁLFARAFÉLAG Íslands heldur þjálfararáðstefnu á Kanaríeyjum um miðjan janúar. Ráðstefnan er ætluð meistaraflokksþjálfurum og þeim þjálfurum sem lokið hafa D-stigi KSÍ. Meira

Viðskiptablað

28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 837 orð | 2 myndir

Áform um uppsagnir og hagræðingu

NIÐURSTÖÐUR nýrrar könnunar IMG Gallups á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi sem fyrirtækið gerði fyrir fjármálaráðuneytið og Seðlabankann, er í takt við spá Seðlabankans á horfum í efnahagslífinu á næstu misserum, að sögn Más... Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 421 orð

Áhrif þorskveiðibanns

Slæm staða þorskstofnsins í Norðursjó og væntanlegur verulegur niðurskurður aflaheimilda eða jafnvel veiðibann brennur mjög á Bretum og öðrum þjóðum, sem koma við þá sögu. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 361 orð

Bátar

Nafn Stærð Afli Veiðarfæri Uppist. afla Sjóf. Löndunarst. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 246 orð | 1 mynd

Búast má við 6-10% gengisflökti

ÍSLENSK fyrirtæki þurfa að vega og meta hvort vaxtahagræði réttlæti áhættu við erlend lán. Hægt er að nota fjármálaleg tæki á borð við valrétti og framvirka samninga til að minnka áhættuna. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 22 orð

Erlend skip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 78 orð | 1 mynd

Fengu höfrung á línuna

Þennan myndarlega höfrung komu þeir Egill Jónsson skipstjóri og Ágúst Hrólfsson á m.b. Guðmundi Einarssyni ÍS með að landi fyrir stuttu. Skepnan, sem vó um 300 kg, kom upp með línunni sem þeir félagar lögðu úti á Kvíamiðum. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 108 orð | 1 mynd

Framlegð eykst hjá Jarðborunum

JARÐBORANIR hf. skiluðu 110 milljóna króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 63 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur jukust um 12% og voru 905 milljónir, en rekstrargjöld jukust um tæp 4%, upp í 766 milljónir. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 32 orð

Frystiskip

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 87 orð | 1 mynd

Fulltrúar atvinnulífsins í heimsókn í HÍ

FJÖLDI fólks heimsótti viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í síðustu viku en þar kynntu nemendur og kennarar starfsemi deildarinnar. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 397 orð

Fundu loðnu fyrir norðan

NÓTASKIPIN Kap VE og Siku, sem er grænlenskt skip, urðu vör við loðnu á 50 faðma dýpi á Kolbeinseyjarsvæðinu fyrr í vikunni. Skipverjar á Kap köstuðu á torfuna sem virtist ekki mjög þétt, en fengu ekki mikið út úr kastinu. Það litla sem náðist var þó stór og falleg loðna. Upp úr þessu brældi og héldu skipin því til hafnar. Talsvert hvalalíf var á svæðinu og því leiða menn líkum að því að þarna gæti verið eitthvert magn af loðnu á ferðinni. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 210 orð | 1 mynd

Glóðarsteiktur fiskur með osti

BÆÐI smálúða og skarkoli, og reyndar flestir eða allir flatfiskar, eru herramannsmatur og eftirsóttir á veizluborðið víða um heim. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 460 orð | 2 myndir

Hagnaður Sjóvár-Almennra undir væntingum

HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra á fyrstu níu mánuðum ársins var 320 milljónir króna, samanborið við 424 milljónir á sama tímabili í fyrra. Guðmundur J. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 201 orð | 2 myndir

Hannes í stjórn Kers

HANNES Þór Smárason, aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var kjörinn í aðalstjórn Kers á hluthafafundi félagsins í gær. Hannes tekur sæti í aðalstjórn sem fulltrúi Norvikur, móðurfélags BYKO. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 7 orð

Humarbátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 202 orð | 1 mynd

Ísgata kaupir Atlas

ÍSGATA hf. Lónsbraut 2, Hafnarfirði, hefur keypt véladeild Atlas hf. Borgartúni 24, Reykjavík, og mun taka við rekstrinum undir nafni Atlas ehf. frá og með 1. desember 2002. Ísgata hf. var stofnað 1988 af sjö útgerðarfyrirtækjum, Bergi Huginn sf. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 2373 orð | 2 myndir

Mikilvægi fjárfestingastefna fyrir lífeyrissjóði

Með fjárfestingastefnu lífeyrissjóðs er tekin ákvörðun um hvernig eignasamsetning lífeyrissjóðs eigi að vera og ákveðið er hve mikið hlutfall eigi að jafnaði að vera í einstökum eignarflokkum, t.d. erlendum hlutabréfum, skuldabréfum og innlendum hlutabréfum, skrifar Sigurður Kristinn Egilsson. Mismunandi áhætta felst í mismunandi fjárfestingakostum og ræður fjárfestingastefna lífeyrissjóða því mestu um áhættu sjóðsins. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 415 orð | 1 mynd

Miklar endurbætur á fiskimjölsverksmiðju VSV

Allt þetta ár hafa staðið yfir miklar endurbætur hjá fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 77 orð | 1 mynd

Norðmenn lækka áfengisskatt

NORÐMENN hafa ákveðið að lækka skatt á áfengi um 11%, til að sporna við því að almenningur ferðist til Svíþjóðar til áfengiskaupa. Gert er ráð fyrir þessari lækkun í fjárlagafrumvarpinu, sem nú er verið að leggja lokahönd á. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 308 orð | 1 mynd

Ný frystigeymsla Samskipa

SAMSKIP hf. og Keflavíkurverktakar hf. hafa undirritað samning um byggingu frystigeymslu fyrir Samskip sem staðsett verður við hliðina á núverandi frystigeymslu Samskipa, Ísheimum. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 687 orð | 13 myndir

Nýir starfsmenn hjá Prentmeti ehf.

Atli Jóhann Leósson hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður í prentsal og bókbandi í Prentmeti. Atli vann hjá Íslensku prentsmiðjunni frá árinu 2000 og sá um frágangsmál og hóf störf í apríl sl. hjá Prentmeti eftir að Prentmet keypti Íslensku prentsmiðjuna. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 85 orð

Ný stjórn FLE

NÝ stjórn Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) var kosin á aðalfundi félagsins nýverið. Formaður félagsins er Guðmundur Snorrason endurskoðandi, varaformaður er Sigurður B. Arnþórsson og gjaldkeri er Helga Harðardóttir. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 87 orð

Nýtt í ráðgjöf

NÝTT ráðgjafarfyrirtæki hefur hafið starfsemi undir nafninu Orbit. Fyrirtækið sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að koma stefnu sinni í framkvæmd. Meðal annars er stuðst við aðferðafræði Balanced Scorecard en einnig önnur verkfæri. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 185 orð | 1 mynd

Nýtt svið og starfsmaður hjá Innn

RÁÐGJAFAR- og hugbúnaðarhúsið Innn hf. hefur opnað nýtt rekstrarsvið. Aðaláhersla deildarinnar er á ráðgjöf í upplýsingaarkitektúr og notendamiðaðri hönnun. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 92 orð

Rækjubátar

Nafn Stærð Afli Fiskur Sjóf. Löndunarst. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 570 orð | 1 mynd

Samræmdar kröfur til samheitalyfja

EVRÓPUSAMBANDIÐ stefnir að því að samræma kröfur til samheitalyfja í framtíðinni. Ætlunin er að samræma þann tíma sem líða þarf áður en samheitalyfjaframleiðendur geta sótt um skráningu á lyfjum sínum, frá því frumlyf kom á markað. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 71 orð

Samtök birtinga-húsa stofnuð

STOFNUÐ hafa verið Samtök birtingahúsa - SAB. Aðild að samtökum birtingahúsa geta átt hver þau fyrirtæki sem hafa að meginstarfsemi að sérhæfa sig í gerð birtingaáætlana fyrir auglýsendur og nota til þess gögn úr viðurkenndum fjölmiðlarannsóknum. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 76 orð

Síldarbátar

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 1452 orð | 1 mynd

Skarpari mynd á Skjánum

Skjár einn hefur gengið í gegnum mikinn hreinsunareld síðasta ár. Ívar Páll Jónsson ræddi við Kristin Þór Geirsson, manninn sem hefur að sögn gert reksturinn lífvænlegan. Hann segist sjá fjölmörg tækifæri í sjónvarpsrekstrinum, meðal annars í stafrænu áskriftarsjónvarpi. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 57 orð

SKELFISKBÁTAR

Nafn Stærð Afli Sjóf. Löndunarst. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 48 orð

Skráning Kaupþings tefst

EINS OG kom fram í Morgunblaðinu dregst skráning Kaupþings á kauphöllinni í Stokkhólmi og yfirtaka félagsins á JP Nordiska fram í byrjun desember, þar sem ekki er komið samþykki fjármálaeftirlitsins í Svíþjóð. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 260 orð | 1 mynd

Stærstu birtingahúsin ganga í SÍA

INNGANGA þriggja nýrra félaga í Samband íslenskra auglýsingastofa var samþykkt á síðasta félagsfundi sambandsins. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 154 orð

Tapi snúið í hagnað

HAGNAÐUR samstæðu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) fyrstu níu mánuði ársins nam 445 milljónum króna, eða 30% af tekjum. Hagnaður eftir skatta var 332 m.kr., en á sama tímabili í fyrra nam tapið 51 milljón. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 126 orð

Togarar

Nafn Stærð Afli Uppist. afla Löndunarst. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 285 orð

Tuttugu ný störf á Skagann

"ÞAÐ er ljóst að við verðum að vinna hratt, enda rennur starfsleyfi verksmiðjunnar í Innri-Njarðvíkum út í lok janúar," segir Lúðvík Haraldsson, framkvæmdastjóri Laugafisks, í samtali við heimasíðu Útgerðarfélags Akureyringa. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 147 orð | 2 myndir

Tveir lögfræðingar til starfa hjá Landslögum

Hjá Landslögum - lögfræðistofu hafa hafið störf lögfræðingarnir Eiríkur Jónsson og Grímur Sigurðsson. *Eiríkur er fæddur þann 12. febrúar 1977 og útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands í október 2002. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 841 orð | 2 myndir

Um 73% fiskmetis fara til manneldis

Töluverðar sviptingar hafa verið á helztu mörkuðum heims fyrir sjávarafurðir á þessu ári. Verð á laxi og makríl lækkaði mikið á síðasta ári og er enn lágt. Hryðjuverkaárásin á Tvíburaturnana 11. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 436 orð

Vald hluthafa

GlaxoSmithKline, stærsta lyfjafyrirtæki Evrópu, hefur ákveðið að fara að kröfu hluthafa og hætt við launahækkun forstjóra félagsins. Meira
28. nóvember 2002 | Viðskiptablað | 481 orð | 1 mynd

Verðmætunum kastað á glæ

VINNUFUNDUR vísindamanna á vegum Norðurlandaráðs hefur lagt til átta leiðir til að draga úr brottkasti á fiskiflota aðildarríkjanna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.