Greinar þriðjudaginn 3. desember 2002

Forsíða

3. desember 2002 | Forsíða | 221 orð | 1 mynd

Félag kaupi og leigi út opinberar eignir

HUGMYNDIR eru uppi um stofnun umfangsmikils fasteignafélags sem eignist og annist rekstur fasteigna sem nú eru í eigu sveitarfélaga, fjármálafyrirtækja og jafnvel ríkisins. Meira
3. desember 2002 | Forsíða | 203 orð

Heimild til fjárfestinga skilyrði fyrir fríverzlun

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins telur að stóraukin fjárframlög Íslands og Noregs í þróunarsjóði sambandsins dugi ekki til að fá fram aukna fríverzlun með fisk í ESB. Meira
3. desember 2002 | Forsíða | 183 orð

Lífshættuleg símtöl undir stýri

DAUÐSFÖLLUM í slysum er rakin eru til farsímanotkunar bílstjóra undir stýri virðist vera að fjölga verulega í Bandaríkjunum. Niðurstöður rannsóknar er unnin var við Harvard-háskóla benda til að árlega látist um 2. Meira
3. desember 2002 | Forsíða | 78 orð | 1 mynd

Saddam og vopn hans undir eftirliti

Liðsmenn vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak við mynd af Saddam Hussein forseta í vígahug. Eftirlitsmenn könnuðu í gær Al-Wasiriya-eldflaugaverksmiðjuna í Bagdad. Meira
3. desember 2002 | Forsíða | 197 orð | 1 mynd

Vilja viðræður við N-Kóreu

FORSETAR Kína og Rússlands, Jiang Zemin og Vladímír Pútín, vilja að ágreiningur um gereyðingarvopn Norður-Kóreumanna verði leystur með viðræðum. Meira

Fréttir

3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

70.000 manna þjóðarher boðaður í Afganistan

RÁÐSTEFNA um uppbygginguna í Afganistan hófst í Þýskalandi í gær í skugga átaka milli stríðandi fylkinga í afganska héraðinu Herat. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 196 orð

Athugasemd vegna fréttatilkynningar

Í MORGUNBLAÐINU hinn 1. desember 2002 var grein á blaðsíðu 4 "Fyrsta lyfið sem eykur beinþéttni kannað hér". Aventis á Íslandi og Farmasía ehf. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 486 orð | 1 mynd

Atvinnurekendur telja sveigjanleika æskilegan

Í STARFS- og fjárhagsáætlun Leikskóla Reykjavíkur er gert ráð fyrir að allir leikskólar í Reykjavík verði lokaðir í einn mánuð í sumar. Áætlunin, sem þegar hefur verið samþykkt í borgarráði, verður lögð fyrir borgarstjórn á fimmtudag. Meira
3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Ávaxtaflugan getur étið á sig gat

SÍFELLT koma í ljós fleiri vísbendingar um að ævi margra lífvera lengist verulega ef þær fækka mikið þeim hitaeiningum sem þær innbyrða, en þróunarlíffræðingar gjalda vara við því að í náttúrunni sé ekkert til sem heiti frítt fæði. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Berglind Ásgeirsdóttir kona ársins

BERGLIND Ásgeirsdóttir, aðstoðarforstjóri hjá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD, er kona ársins 2002, að mati tímaritsins Nýs lífs. Berlind var ráðin þar til starfa í sumar, en hún er einn af fjórum aðstoðarforstjórum hjá stofnuninni. Meira
3. desember 2002 | Miðopna | 346 orð | 1 mynd

Betri gæði - fleiri möguleikar

HVER er helsti ávinningurinn af stafrænu sjónvarpi fyrir áhorfendur og sjónvarpsstöðvarnar? Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 171 orð

B-listinn í Norðvesturkjördæmi samþykktur

FRAMSÓKNARFLOKKURINN í Norðvesturkjördæmi samþykkti endanlegan framboðslista flokksins í kjördæminu á kjördæmisþingi um helgina. Meira
3. desember 2002 | Landsbyggðin | 112 orð | 1 mynd

Brunaæfing í Langadal

ÞEIM brá heldur betur í brún sem leið áttu um Langadal í Austur-Húnavatnssýslu síðastliðinn laugardag því eyðibýlið Strjúgsstaðir stóð í björtu báli. Alvaran var þó minni en efni stóðu til því hér var um brunaæfingu hjá slökkviliðsmönnum í A-Hún. að... Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæðagreiðslum verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Breyting á XV. viðauka við EES-samninginn. 2.Breyting á VII. viðauka við EES-samninginn. 3.Samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Singapúr. 4. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Davíð verður efstur í norðurkjördæminu

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningar næsta vor. Geir H. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 323 orð

D-listi í Suðvesturkjördæmi samþykktur

FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins í Valhöll á laugardag. Eftirtaldir skipa listann: 1. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra Hafnarfirði 2.Gunnar I. Birgisson alþingismaður Kópavogi 3. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð

D-listinn í Suðurkjördæmi fullskipaður

FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins í Stapa í Njarðvíkum á laugardag eftir miklar umræður og atkvæðagreiðslur. Þingmenn í kjördæminu verða 10 talsins. Eftirtaldir skipa listann: 1. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 179 orð

Dómgreindarleysi um að kenna

BJÖRGUNARSVEITIN Ársæll hefur viðurkennt dómgreindarleysi liðsmanna sinna er þeir unnu skemmdir á vegaslóðanum upp í Tindfjöll upp af Fljótshlíð um síðustu helgi. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 68 orð

Drengur varð fyrir bifreið

ÞRIGGJA ára drengur varð fyrir bifreið í gærkvöld þegar hann hljóp yfir götu á Sauðárkróki. Slysið varð laust eftir klukkan 19 og lenti drengurinn framan á horni bifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hann fékk skrámu á höfuðið. Meira
3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Drnovsek kjörinn forseti

JANEZ DRNOVSEK, forsætisráðherra Slóveníu, var kjörinn forseti landsins í síðari umferð forsetakosninga á sunnudag. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 893 orð | 1 mynd

EFTA-ríki njóta forréttinda í EES

Percy Westerlund, væntanlegur aðalsamningamaður ESB í viðræðum við Ísland og Noreg, segir í samtali við Ólaf Þ. Stephensen að erfitt sé að sjá fyrir sér samkomulag um betri markaðsaðgang fyrir fisk í ESB án þess að aukið frelsi í fjárfestingum í sjávarútvegi EFTA-ríkjanna komi á móti. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 312 orð | 1 mynd

Engin hæna lengur til heimilis á Húsavík

SÉRHÆFING í landbúnaði hefur orðið til þess að færri og færri hafa heimilishænsni. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð

Enn á gjörgæslu eftir bílslys

14 ÁRA stúlka sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Holtavörðuheiði á föstudagskvöld er á batavegi. Í gærkvöldi var henni þó enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 480 orð | 1 mynd

Erlendir ferðamenn voru staðnir að verki við innbrot

FJÓRIR menn með pólskt ríkisfang, eru grunaðir um innbrot í þjónustumiðstöðina Vegamót á Snæfellsnesi á sunnudagskvöld. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 169 orð

Feðgum tókst að smeygja sér út um rúðu

FEÐGAR, sem voru í lítilli hópflutningabifreið sem hafnaði í skurði nálægt afleggjaranum að Gíslholti í Rangárvallasýslu á Suðurlandsvegi í fyrrinótt, gátu klifrað út um glugga farþegamegin og fengu skjól í bifreið vegfaranda sem varð sjónarvottur að... Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fjárlög verði réttum megin við núllið

TEKJUR ríkissjóðs árið 2003 eru taldar hækka um 7½ milljarð króna frá áætlun fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Útgjöld ríkissjóðs eru hins vegar talin hækka um liðlega 6½ milljarð. Meira
3. desember 2002 | Miðopna | 230 orð | 1 mynd

Forseti Íslands til Þýskalands

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt í gærmorgun áleiðis til Þýskalands þar sem hann tekur þátt í viðamikilli menningardagskrá í tilefni af hálfrar aldar afmæli stjórnmálasambands Íslands og Þýskalands. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 204 orð | 2 myndir

Framkvæmdum við Sundabraut verði hraðað

GUÐMUNDUR Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, gerði fyrirhugaða Sundabraut að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsson, að því hvað liði undirbúningi að lagningu brautarinnar. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 149 orð | 2 myndir

Gagnrýnir framgöngu forseta þingsins

GÍSLI S. Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Halldór Blöndal, forseta Alþingis, á þingfundi í gær fyrir að gefa sér ekki færi á að koma að munnlegri fyrirspurn til ráðherra um Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Meira
3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Grannríki Ástralíu fordæma hótun Howards

GRANNRÍKI Ástralíu fordæmdu í gær yfirlýsingu Johns Howards, forsætisráðherra Ástralíu, sem hótaði árásum á hryðjuverkamenn í öðrum löndum til að koma í veg fyrir árásir á ástralska borgara. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Guðjón Ólafur Jónsson hefur lýst því...

Guðjón Ólafur Jónsson hefur lýst því yfir að hann bjóði sig fram í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Guðjón Ólafur sem er 34 ára gamall lögmaður, er jafnframt formaður kjördæmisráðs flokksins í kjördæminu. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð

Gæsluvarðhald staðfest

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sakborningi, sem handtekinn var 26. nóvember vegna umfangsmikils fíkniefnamáls. Var sakborningurinn úrskurðaður í gæslu til 17. desember. Meira
3. desember 2002 | Miðopna | 1730 orð | 1 mynd

Hagsmunaaðilar deila um dreifileiðir

ÍSLENDINGUM á Bretlandseyjum brá í brún á dögunum er morgunþátturinn Ísland í bítið á Stöð 2 birtist á skjánum hjá þeim auk annars íslensks sjónvarpsefnis. Meira
3. desember 2002 | Landsbyggðin | 76 orð | 1 mynd

Haldið upp á 100 ára afmæli Gilsins

HALDIN var söngskemmtun á félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík sl. sunnudag þar sem fram komu þær Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem lék undir á píanó. Meira
3. desember 2002 | Suðurnes | 71 orð | 1 mynd

Hola 12 komin í 850 metra

BORUN rannsóknarholu á háhitasvæðinu á Reykjanesi gengur samkvæmt áætlun. Er þetta þriðja holan sem Hitaveita Suðurnesja borar í þessum áfanga en er tólfta borholan á svæðinu. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 81 orð

Hægt að senda jólakort á mbl.is

LESENDUM mbl.is er að venju boðið upp á að senda vefjólakort til vina og vandamanna. Geta allir skrifað kveðju og valið ókeypis mynd en boðið er upp á 20 mismunandi myndir. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 31 orð

Í dag S igmund 8 V...

Í dag S igmund 8 V iðhorf 30 V iðskipti 13/14 H estar 37 E rlent 15/17 M inningar 32/35 H öfuðborgin 18 B réf 40/41 A kureyri 19 D agbók 42/43 S uðurnes 20 K vikmyndir 52 L andið 21 F ólk 44/49 U mræðan 25/31 B íó 46/49 L istir 22/24 L jósvakar 50/51 F... Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Í jólaklippingunni

HÚN Embla Eir Kristinsdóttir, eins árs, fór í jólaklippinguna í gær og fylgdist grannt með starfi hárgreiðslukonunnar í speglinum. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Jólakort Barnaheilla

EINS og undanfarin ár gefa Barnaheill, Save the Children á Íslandi, út jólakort til styrktar starfi samtakanna í þágu barna. Markmið samtakanna er að vera málsvari allra barna og hafa frumkvæði að málum er varða réttindi þeirra og velferð. Meira
3. desember 2002 | Suðurnes | 205 orð | 1 mynd

Kannað betur með jarðsjá

FYRIRHUGAÐ er að nota jarðsjártæki til að kanna betur tóttir landnámsskálans í Höfnum og nágrenni hans. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur áhuga á að ráðist verði í frekari uppgröft á svæðinu. Í gær var mokað ofan í rannsóknarholuna sem Bjarni F. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Kaupverðið 455 milljónir fyrir lóðir undir 275 íbúðir

ÁRAKRAR ehf. Meira
3. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 119 orð | 1 mynd

Klippt á borða við Baugshlíð

FORMLEG opnun Baugshlíðar í Mosfellsbæ fór fram í gær þegar Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri, og Stefán Friðfinnsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, klipptu á borða við götuna. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Kosið um 3. sæti Samfylkingar í NV-kjördæmi

GREIDD voru atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi á kjördæmisþingi flokksins á Hólmavík á laugardag. Kosið var á milli alþingismannanna Gísla S. Einarssonar og Karls V. Matthíassonar um þriðja sætið. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 181 orð

Kosið um skipan 2. sætis hjá D-lista í NA-kjördæmi

ATKVÆÐI voru greidd á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi á Akureyri sl. laugardag um hvort Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður skipi annað sæti framboðslista flokksins í kjördæminu. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Kostnaður við dreifikerfi allt að 1,5 milljarðar

STAFRÆNAR sjónvarpsútsendingar hafa víða um heim haslað sér völl enda notkunarmöguleikar mun meiri en fyrirfinnast í hliðrænum útsendingum sem notaðar eru hér á landi í dag. Meira
3. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 429 orð | 1 mynd

Krefjast að undirgöng verði gerð undir Vesturlandsveginn

ÍBÚAR í Helgafellslandinu í Mosfellsbæ krefjast þess að undirgöng verði gerð undir Vesturlandsveginn fyrir gangandi umferð úr hverfinu á skóla- og íþróttasvæði hinum megin við veginn. Meira
3. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 124 orð | 1 mynd

Kveikt á jólaljósum á Ráðhústorgi

FJÖLDI fólks lagði leið sína á Ráðhústorg í veðurblíðunni á laugardag, þar sem kveikt var á jólatrénu sem Randers, vinabær Akureyrar í Danmörku, færði bæjarbúum að gjöf. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 332 orð

Laun hækka um 3% til 3,4% um áramót

LAUN á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum hækka um næstu áramót skv. ákvæðum kjarasamninga, að meðtaldri 0,4% viðbótarhækkunar launa sem samið var um í tengslum við samkomulag aðila vinnumarkaðarins í desember í fyrra. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 138 orð

Listi Samfylkingar samþykktur

FUNDUR kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem haldinn var í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði sl. laugardag samþykkti einróma tillögu valnefndar um framboðslista til alþingiskosninga á vori komanda. Á listanum eru 11 konur og 11 karlar. Meira
3. desember 2002 | Landsbyggðin | 163 orð | 1 mynd

Líf og fjör en hörð keppni

ÞAÐ er nóg um að vera fyrir íbúa á Akranesi sem teljast til eldri borgara bæjarins og nú hefur boccia bæst í fjölbreytta flóru félags eldri borgara á Akranesi, FEBAN. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 237 orð

Lögreglu leyft að hlera síma í fíkniefnamáli

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær tvo úrskurði héraðsdóms vegna símahlerana lögreglu í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem nú er í rannsókn. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 705 orð | 1 mynd

Margt og mikið framundan

Sif Gunnarsdóttir er verkefnisstjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu, var áður aðstoðarframkvæmdastjóri Gerðubergs. Sif hefur BA-próf í dönsku frá Háskóla Íslands 1990 og cand. mag.-próf í menningarfræðum frá Háskólanum í Óðinsvéum 1996. Sif á eina dóttur, Áróru Arnardóttur, en sambýlismaður er Ómar Sigurbergsson innanhússarkitekt. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Milljónatjón í eldsvoða hjá Ingvari Helgasyni

MILLJÓNATJÓN varð hjá bifreiðaumboðinu Ingvari Helgasyni við Sævarhöfða á sunnudag þegar kviknaði í bílaþvottahúsi fyrirtækisins. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang og réð niðurlögum eldsins á um klukkustund. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 276 orð

Morgunverðarfundur Jafnréttisráðs verður haldinn þriðjudaginn 3.

Morgunverðarfundur Jafnréttisráðs verður haldinn þriðjudaginn 3. desember í fundarsalnum Dal, Grand Hótel Reykjavík, kl. 8-10. Morgunverðarhlaðborð er á 990 kr. Elín R. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 990 orð

Mótmælir vinnulagi kjörnefndar

Kristján Pálsson alþingismaður er mjög óánægður með vinnubrögð kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og segir að miðstjórn flokksins verði beðin um að segja álit sitt á þeim. Meira
3. desember 2002 | Suðurnes | 425 orð

Náttúruvernd kærir úrskurð Skipulagsstofnunar

NÁTTÚRUVERND ríkisins hefur kært til umhverfisráðherra úrskurð Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðrar nýtingar Hitaveitu Suðurnesja á jarðhitanum á Reykjanesi. Hitaveitan er að undirbúa svar við kærunni. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 197 orð

Norðurlandameistarar í samkvæmisdansi

Norðurlandameistaramót í samkvæmisdansi var haldið í Stavanger í Noregi laugardaginn 30. nóvember. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 102 orð

Norskt fyrirtæki í stað Skanska AS

LANDSVIRKJUN hefur samþykkt að norska jarðflutningsfyrirtækið AS Gruppen komi inn í verktakahóp Ístaks, Phil & Søn og fleiri aðila í stað sænska fyrirtækisins Skanska AS sem hætti við þátttöku í útboði vegna virkjunarframkvæmda á Austurlandi í byrjun... Meira
3. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 158 orð

Nýr formaður GA kjörinn

ÁSGRÍMUR Hilmisson var kjörinn formaður Golfklúbbs Akureyrar á aðalfundi klúbbsins í síðustu viku. Hann tók við formennsku af Þórhalli Sigtryggssyni, sem setið hefur við stjórnvölinn undanfarin fjögur ár. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 48 orð

Opinber heimsókn forsætisráðherra Rúmeníu

OPINBER heimsókn forsætisráðherra Rúmeníu, hr. Adrian Nastase, hefst í dag þriðjudaginn 3. desember. Í för með honum verða m.a. eiginkona hans, frú Daniela Nastase, og fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Rúmeníu. Í heimsókninni mun forsætisráðherrann m.a. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Peningum stolið úr samskotabauk

FREKAR fámennt var í miðborginni aðfaranótt laugardags og sunnudags, líklega um 400 þegar flest var hvort kvöldið. Fjórar líkamsárásir voru kærðar og jafnmargir fluttir á slysadeild. Meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Meira
3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 1008 orð | 1 mynd

Prófsteinn á stefnu myntbandalagsins

Portúgalar hafa átt erfitt með að uppfylla skilyrði myntbandalags ESB-ríkjanna. Davíð Logi Sigurðsson fjallar um vandamál þeirra. Meira
3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 203 orð

Pútín og Jiang heita hvor öðrum stuðningi

FORSETAR Rússlands og Kína, hvöttu í gær til þess að deilurnar um gereyðingarvopn í Írak og Norður-Kóreu yrðu leystar með friðsamlegum hætti. Meira
3. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 269 orð | 1 mynd

"Hef látið áfengi og tóbak alveg eiga sig"

STEINN Guðni Hólm íbúi á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri varð 101 árs sl. sunnudag. Hann fæddist á Hrúthóli í Ólafsfirði 1. desember 1901. Steinn Guðni hefur dvalið á elliheimilum í rúm 20 ár, í Skjaldarvík, í Kjarnalundi og nú á Hlíð. Meira
3. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 419 orð | 2 myndir

Rannsóknarlögreglumenn finna tóftir á Garðaflötum

FERÐAHÓPUR rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík (FERLIR) fann á dögunum fimm tóftir, sem ekki hefur verið vitað um fyrr á Garðaflötum við Búrfell. Hópurinn telur tóftirnar styðja frásagnir í Gráskinnu hinni meiri. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 132 orð

Rauf skilorð við stuld á fjarstýringu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 27 ára karlmann í sex mánaða fangelsi og til að greiða BYKO rúmlega 400.000 krónur í bætur fyrir að svíkja vörur út úr versluninni. Þá var hann dæmdur fyrir að stela fjarstýringu fyrir DVD-spilara úr verslun Hagkaupa. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 14 orð

Röng slóð Slóð Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz...

Röng slóð Slóð Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz er www.ecml.at. Slóðin var röng í blaðinu á... Meira
3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Saddam Hussein sakaður um pyntingar

STJÓRN Saddams Husseins, forseta Íraks, stundar "skipulagðar pyntingar" á íröskum ríkisborgurum og almenningur í landinu má þola ýmis önnur gróf mannréttindabrot. Meira
3. desember 2002 | Suðurnes | 131 orð

Samkeppni um ljósahús og jólaglugga

REYKJANESBÆR efnir til samkeppni um best skreyttu hús bæjarins, undir heitinu Ljósahús Reykjanesbæjar 2002, og fallegustu gluggaskreytingar í verslunum en sú keppni er haldin undir heitinu Jólaglugginn 2002. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 76 orð

Samtökin Litlir englar , samtök fyrir...

Samtökin Litlir englar , samtök fyrir fólk sem hefur misst börn í móðurkviði, í fæðingu og stuttu eftir fæðingu ætla ásamt Braga Skúlasyni sjúkrahúspresti að standa fyrir minningarathöfn á morgun, miðvikudaginn 4. desember, kl. Meira
3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 281 orð | 2 myndir

Sekt fyrir að mæta ekki í aðgerð?

FORSVARSMENN nokkurra sveitarfélaga í Danmörku hafa farið fram á það við ríkisstjórnina, að hún breyti lögum þannig að hægt verði að sekta sjúklinga sem ekki mæta í sjúkrahússaðgerðir. Meira
3. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Sjálfsbjörg á Akureyri og Þroskahjálp á...

Sjálfsbjörg á Akureyri og Þroskahjálp á Norðurlandi eystra munu í dag, á alþjóðadegi fatlaðra, varpa ljósi á málefni sín og baráttumál. Athöfn verður við Leirutjörn kl. 18.30 þar sem kertum verður fleytt á tjörninni. Meira
3. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 307 orð

Sjómönnum á eftir að fækka enn frekar

KONRÁÐ Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar mun stýra félaginu áfram næstu tvö árin en aðeins einn framboðslisti til kjörs stjórnar og trúnaðarráðs barst fyrir aðalfund sem haldinn verður á milli jóla og nýárs. Framboðsfrestur rann út í... Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 126 orð

Skerðingarhlutfall lækkar

LAGT var fram á Alþingi í gær frumvarp til laga sem miðar að því að lækka hlutfall tekna sem koma til frádráttar tekjutryggingarauka frá Tryggingastofnun ríkisins úr 67% í 45%. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 137 orð

Spurningaspilið Ísland komið út

SPURNINGASPILIÐ Ísland er komið út. Þetta er íslenskt spil þar sem leikmenn ferðast um landið. Í splinu erum 2.100 spurningar, leikir, ferða- og lottóvinningar. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð

Steinsteypufélag Íslands stendur fyrir opinni námstefnu...

Steinsteypufélag Íslands stendur fyrir opinni námstefnu um sprungur í mannvirkjum föstudaginn 6. desember kl. 13-17, í tilefni 30 ára afmælis félagsins. Námstefnan verður haldin á Scandic Hótel Loftleiðum. Á námstefnunni verður m.a. Meira
3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Stærsta piparkökuborgin

ROSTOCK-borg í Þýskalandi hefur öðlast nýtt líf í piparkökum. Marion Decker er hér að leggja síðustu hönd á smíðina en borgin nær yfir um 400 fermetra á landbúnaðarvörumarkaði í Rövershagen skammt frá Rostock. Meira
3. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 126 orð | 1 mynd

Talsverðar reykskemmdir

VEGFARANDI sá reyk koma út um glugga á íbúðarhúsi við Sunnuhlíð á Akureyri laust eftir hádegi í gær og heyrði auk þess í vælandi reykskynjara innan dyra. Hann tilkynnti atburðinn og fór slökkvilið á vettvang. Meira
3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 311 orð

Tóbaksauglýsingabann í ESB

HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins ákváðu í gær bann við tóbaksauglýsingum í fjölmiðlum og kostun viðburða á borð við Formúlu eitt-kappaksturinn. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 159 orð

Vatnsborð Lagarfljóts lækkar lítillega

NOKKUÐ hefur sjatnað í Lagarfljóti eftir að dró úr rigningu á Austurlandi í gær og fyrradag en síðdegis hélt þó áfram að rigna. Vegurinn milli Hallormsstaðar og Egilsstaða er lokaður á nokkur hundruð metra kafla þar sem hann liggur næst fljótinu. Meira
3. desember 2002 | Erlendar fréttir | 113 orð

Vilja samræma skattastefnu ESB

FRAKKAR og Þjóðverjar hafa samþykkt að gera átak til að samræma skattastefnuna í Evrópusambandinu, þrátt fyrir andstöðu Breta, að því er blaðið Financial Times greindi frá í gær. Meira
3. desember 2002 | Miðopna | 541 orð | 1 mynd

Vill Alþingi skólagjöld?

"Háskóli Íslands er ekki að óska eftir heimild til að taka upp skólagjöld..." Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Vinningshafar í Agora-leik

DREGNIR hafa verið út vinningshafar í spurningaleik sem Margmiðlun stóð fyrir í október. Leikurinn fór fram á meðal gesta Agora-fagsýningarinnar, laugardaginn 12. október sl. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 226 orð | 5 myndir

Yfirlit

FÉLAG UM FASTEIGNIR Íslandsbanki hefur haft frumkvæði að viðræðum við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðila um stofnun nýs fasteignafélags um eignir sveitarfélaganna. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON

ÞÓRÐUR Þórðarson, bifreiðastjóri og forstjóri ÞÞÞ á Akranesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 30. nóvember, 72ja ára að aldri. Þórður var einn kunnasti knattspyrnumaður þjóðarinnar á sínum yngri árum. Meira
3. desember 2002 | Innlendar fréttir | 226 orð

Ölvunarakstur kostaði ökumanninn eina milljón

FIMMTUGUR maður sem í júní ákvað að aka bílnum þrátt fyrir að vera allverulega ölvaður var í gær dæmdur til að greiða 130.000 krónur í sekt. Á leiðinni heim til sín frá krá í Hafnarfirði ók maðurinn bíl sínum á umferðarskilti og upp á grjóthnullung. Meira

Ritstjórnargreinar

3. desember 2002 | Leiðarar | 356 orð

Hlýja og umhyggja

Sjúkdómar geta lagt miklar byrðar á fólk, bæði sjúklingana og aðstandendur þeirra. Hrörnunarsjúkdómurinn Alzheimer er sérstaklega erfiður viðureignar. Smátt og smátt missir sjúklingurinn alla færni, getuna til að tala, tjá sig og vinna með höndunum. Meira
3. desember 2002 | Staksteinar | 326 orð | 2 myndir

Stöðnun

GÓÐ framganga þeirra Guðlaugs Þórs, Sigurðar Kára og Birgis Ármannssonar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur dregið athygli að stöðnun innan Samfylkingarinnar, þar sem sitjandi þingmenn mynda einskonar hræðslubandalag gegn öllum nýliðum Þetta segir Björn Bjarnason. Meira
3. desember 2002 | Leiðarar | 582 orð

Varðveisla tónverka

Í Morgunblaðinu sl. sunnudag birtist grein undir fyrirsögninni "Varðveisla tónverka", en þar minnti Bergþóra Jónsdóttir blaðamaður á þann merkilega menningararf sem fólginn er í tónlistarverkum íslenskra tónlistarmanna fyrr og síðar. Meira

Menning

3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 188 orð | 2 myndir

.

... Kevin Smith hefur látið búa til tölvuleik um Jennifer Lopez og Ben Affleck í þakklætisskyni fyrir að hafa leikið í nýjustu myndinni hans, Jersey Girl . Í leiknum Jen Saves Ben reynir persónan Lopez að bjarga Affleck frá mannræningjum. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 168 orð | 2 myndir

.

... Kólumbíska söngkonan Shakira hefur játað að vera skotin í Chris Martin, söngvara Coldplay. "Ég dýrka Coldplay. Ég veit ekki hvort ég ætti að segja þetta því ég á kærasta en söngvarinn er alveg yndislegur," sagð hún. Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 59 orð

Ágóði bókarsölu til styrktar Geðhjálp

NÝLEGA kom út bókin Líf með þunglyndi eftir dr. Robert Buckman og Anne Charlish. Bókin er nú til sölu hjá Geðhjálp, Túngötu 7 og rennur ágóði til félagsins. Meira
3. desember 2002 | Bókmenntir | 636 orð | 1 mynd

Baráttuglaður fræðimaður

eftir Kirsten Rask. Prentuð í Danmörku. Gads Forlag 2002 - 255 síður. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Besta Bond-byrjunin

DIE Another Day, nýjasta James Bond-myndin, sem frumsýnd var á föstudag, lagðist vel í landann og fór betur af stað en nokkur önnur Bond-mynd. Tæplega 13. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 197 orð | 1 mynd

Bítlarnir víkja fyrir Nirvana

LESENDUR breska tónlistarblaðsins Q hafa valið plötuna Nevermind með Nirvana bestu poppplötu allra tíma. Bítlarnir, sem venjulega hafa einokað lista af þessu tagi, láta nú undan síga því plata þeirra, Revolver , lenti í þriðja sæti. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

Bræður munu berjast

Ástralía 2002. Bergvík VHS. (102 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og handrit Scott Roberts. Aðalhlutverk Guy Pierce, Rachel Griffiths og Robert Taylor. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 257 orð | 3 myndir

Enn er djammað í Dúfnahólum 10

Í TILEFNI af því að 10 ár eru liðin síðan reykvíska glæpa- og gleðimyndin Sódóma Reykjavík var frumsýnd hefur hún verið gefin út á mynddiski í fyrsta sinn. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 586 orð | 2 myndir

Geysifalleg rödd

Not Your Type!, breiðskífa Heru Hjartardóttur. Hera semur öll lög og texta á skífunni, syngur og leikur á gítar. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Glys og gaman

Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ hélt rokksveitin Sign útgáfutónleika í Austurbæ vegna nýrrar plötu sinnar sem ber nafnið Fyrir ofan himininn . Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 103 orð

Hrásalur, Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar...

Hrásalur, Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tónlistardeildar skólans verða daglega fram til 17. desember og hefjast kl. 20, nema tónleikarnir 17. desember eru tvískiptir: kl. 18 og kl. 20. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 513 orð | 1 mynd

Hægri hönd meistarans

KVIKMYNDATÓNSKÁLDIÐ Atli Örvarsson hefur unnið sér það til frægðar að semja tónlist fyrir bandarísku sjónvarpsþáttaröðina Law and Order: Criminal Intent . Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 461 orð | 1 mynd

Indriða Waage minnst í Iðnó

SAMTÖK um leikminjasafn stóðu fyrir dagskrá í Iðnó sunnudaginn 1. desember til að minnast þess að þann dag voru 100 ár liðin frá fæðingu Indriða Waage leikstjóra og leikara. Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 794 orð | 1 mynd

Innsýn í skáldskap Jónasar

Með riti sínu um ævi og skáldskap Jónasar Hallgrímssonar leitast Dick Ringler prófessor við að kynna þetta öndvegisskáld Íslendinga á erlendri grund. Ringler flytur fyrirlestur um skáldskap Jónasar í Hátíðarsal Háskólans í dag og ræddi Heiða Jóhannsdóttir við hann af því tilefni. Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 56 orð

Íslenskt fagrit kemur út í Bretlandi

JESSICA Kingsley-útgáfan í London hefur keypt útgáfuréttinn á bókinni Ráðgjöf í skólum eftir Guðrúnu Helgu Sederholm og kom bókin út á dögunum. Bókin kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 1998 en enska útgáfan er mikið aukin. Bókina þýddi Anna Yates á ensku. Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Kraftmikil, grípandi sýning

SÝNING Íslenska dansflokksins, sem sýnt hefur í Þýskalandi að undanförnu, fær lof í dómi Neuß-Grevenbroicher Zeitung . Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Kvöldlokkur á jólaföstu

BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu aðventutónleika undir heitinu Kvöldlokkur á jólaföstu í Kristskirkju í kvöld kl. 20. Komin er yfir 20 ára hefð á þessa tónleika þar sem heyra má blásaraserenöður frá klassíska tímabilinu. Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 503 orð | 1 mynd

Lifandi þjóðararfur

Sigurður Flosason sópranínó-, tenór- og barítonsaxófóna, bassaklarinett, pikkaló- og altflautur og rödd. Pétur Grétarsson loddaratól, tyrkjatrommur, vatnsheld smágjöll, gjallpáku, vatnsfyllta soðnaglagígju, bifhörpu, krótölu, álgjöll, kongatrommur, reiðgjöll, austurlensk vindgjöll, pákur, málmgjöll, dragspil, hljóðgervil, trommur, rafræna hljóðsmölu og rödd. Tjarnarbíó þriðjudagskvöldið 19.11. 2002. Geisladiskur: Ómi Jazz 010 - 2002. Meira
3. desember 2002 | Myndlist | 957 orð | 1 mynd

Líflegur Gullpensill í Reykjanesbæ

Til 8. desember. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-17. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 42 orð | 2 myndir

Orðið gefið laust

ÞAÐ er ekki orðum aukið að húsfyllir hafi verið á Míkrófónkvöldi á Sportkaffi á miðvikudagskvöldið. Þar létu ýmsir uppistandarar, reyndir og óreyndir, verkin tala. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 387 orð | 1 mynd

Ódauðleg ástarbréf

Leikstjóri: Neil LaBute. Handrit: David Henry Hwang o.fl., byggt á skáldsögu A.S. Byatt. Kvikmyndatökustjóri: Jean Yves Escoffier. Tónlist: Gabriel Yared. Aðalleikendur: Gwyneth Paltrow, Aaron Eckhart, Jeremy Northam, Jennifer Ehle, Lena Headey, Holly Aurd. 100 mín. USA Films. Bandaríkin 2002. Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Raf- og umhverfishljóð óma í Iðnó

TVÆR hljómsveitir stíga á svið í Iðnó í kvöld kl. 20. Það eru hljómsveitirnar Jörð Bifast og Call him mr. Kid. Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 136 orð

Skáldsögur í meirihluta

Norðurlandaþjóðirnar hafa nú allar tilnefnt fulltrúa sína til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, árið 2003. Danir tilnefna skáldsöguna Auricula Per Højholt og ljóðabókina Vinci, senere eftir Morten Søndergaard. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 198 orð | 1 mynd

Subbulegir mafíósar

Bandaríkin, 2001. Skífan VHS. 101 mín. Bönnuð innan 12 ára. Leikstjórn: Greg Yaitanes. Aðalhlutverk: Diane Keaton, Paul Sorvino, Maury Chaykin og Burt Young. Meira
3. desember 2002 | Menningarlíf | 10 orð

Sýningu lýkur

Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Sýningu Hildar Ásgeirsdóttur, Landslagsbrot, lýkur á... Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 166 orð | 2 myndir

Sætaskipti risanna

ÞAKKARGJÖRÐARHÁTÍÐIN vestra reyndist stórmyndunum um ævintýri Harry Potters og James Bonds fengsæl, en þá að sjálfsögðu á kostnað nýju myndanna. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 79 orð | 2 myndir

Tilraunatónar Ske

HLJÓMSVEITIN Ske hélt vel heppnaða útgáfutónleika í Austurbæ á laugardagskvöldið. Ske kynnti nýja söngkonu til sögunnar, Ragnheiði Gröndal, sem lét sig ekki muna um að syngja bæði á japönsku og frönsku. Meira
3. desember 2002 | Fólk í fréttum | 397 orð

Vinkona mín...og ég

Leikstjórn og handrit: Nicole Holofcener. Kvikmyndat.: Harlan Bosmajian. Aðalhlutv.: Catherine Keener, Brenda Blethyn, Emily Mortimer, Raven Goodwin, Aunjanue Ellis, Jake Gyllenhaal og Dermot Mulroney. 89 mín. BNA. Good Machine 2001. Meira

Umræðan

3. desember 2002 | Aðsent efni | 480 orð | 1 mynd

Aðgengi er til alls fyrst

"Næsta ár hefur Evrópuráðið tileinkað málefnum fatlaðra og ber þar hæst á góma blöndun, baráttu og fræðslu gegn mismunun og bættum lífskjörum." Meira
3. desember 2002 | Aðsent efni | 730 orð | 2 myndir

Arðsemi orkusölu til Alcoa Inc.

"Landsvirkjun stendur við að Kárahnjúkavirkjun sé mjög arðbært verkefni." Meira
3. desember 2002 | Aðsent efni | 497 orð | 1 mynd

Atlaga að Íslandi

"Hugmyndir ríkisstjórnar Íslands um álver og virkjun bera vott um málefnafátækt og hugmyndaskort." Meira
3. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 164 orð

Ekki er ein báran stök

Í BLAÐINU Skarpi, þingeyskum fréttamiðli, föstudaginn 8. nóv. sl. stendur þessi frétt: "Þingeyjarsveit fékk kr. 33.304.027 sem er tekjujöfnunarframlag úr Jöfnunarsjóði að sögn Jóhanns Guðna Einarssonar sveitarstjóra. Meira
3. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 522 orð

Er svigrúmið loksins komið?

Er svigrúmið loksins komið? EF mig minnir rétt hafa skattar á fyrirtæki lækkað verulega á síðustu misserum. Verulega, skrifa ég, því að lækkun úr 50% í 18% á stuttum tíma tel ég gífurleg viðbrigði. Meira
3. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 584 orð

Fæðubótarefni - rétta leiðin

VEGNA ummæla landlæknisembættisins um fæðubótarefni hinn 26.10. og 2.11. ber mér skylda til að leiðrétta rangmæli þeirra sem hlut eiga að máli. Meira
3. desember 2002 | Aðsent efni | 292 orð | 1 mynd

Glæsilegt prófkjör

"Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík staðfestir að forysta flokksins nýtur einskoraðs trausts." Meira
3. desember 2002 | Aðsent efni | 613 orð | 2 myndir

Ísland án eiturlyfja - samstarf lykilatriði

"Starf að vímuvörnum er snúið að því leyti að árangur af starfinu er stundum erfitt að meta." Meira
3. desember 2002 | Aðsent efni | 412 orð | 1 mynd

Jafn réttur feðra í höfn

"Um næstu áramót mun síðan lokaáfanganum verða náð. Þann dag verður brotið blað í sögu jafnréttismála á Íslandi." Meira
3. desember 2002 | Aðsent efni | 644 orð | 1 mynd

Karlremba að norðan

"Hvaða hvatir liggja þar að baki er mér ekki skiljanlegt en mikið hlýtur að hafa legið við." Meira
3. desember 2002 | Aðsent efni | 260 orð | 1 mynd

Lyfjakostnaður hefur stóraukist

"Ráðamenn virðast ekki gera sér ljóst að hlutfallslega langstærsti neytendahópur lyfja eru elli- og örorkuþegar." Meira
3. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 95 orð

Stress um jólin

MÉR finnst mjög skrýtið hvað fólk er alltaf með mikið stress fyrir jólin! Jólin eru hátíð ljóss og friðar! Burt með allt þetta endalausa stress og vesen! Þó að eitthvað bjáti á, þá finnst mér algjör óþarfi að gera eitthvert mál úr því! Meira
3. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 54 orð

THORSTEN, sem er 34 ára Þjóðverji,...

THORSTEN, sem er 34 ára Þjóðverji, óskar eftir íslenskum pennavini. Hann skrifar á ensku og þýsku. Torsten Behrens, Reiner-Lange-Str. 1, D-21680 Stade, Germany. torstenbehrens1@aol.com HENRYK leitar að íslenskum pennavini. Meira

Minningargreinar

3. desember 2002 | Minningargreinar | 1312 orð | 1 mynd

HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR

Helga Þórarinsdóttir fæddist á Hvoli í Hvolhreppi í Dalasýslu 21. apríl 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 24. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Valdimarsdóttir, f. 7. apríl 1894, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2002 | Minningargreinar | 1852 orð | 1 mynd

KÁRI ÞÓRIR KÁRASON

Kári Þórir Kárason fæddist í Reykjavík 8. október 1971. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Fossvogi 24. nóvember. Foreldrar hans eru Þórunn Káradóttir Hvasshovd, f. 6. desember 1951, og Stein Hvasshovd, f. 20. júlí 1946. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2002 | Minningargreinar | 4253 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ERLA SIGURBJÖRNSDÓTTIR

Sigríður Erla Sigurbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1941. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Sigríðar Erlu voru Sigurbjörn Ásbjörnsson matsveinn, f. 12. ágúst 1903, d. 4. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Breytingar hjá Skýrr

ELVAR Þorkelsson, fyrrverandi forstjóri Teymis hf., verður ekki einn af framkvæmdastjórum Skýrr, eins og gert var ráð fyrir er samruni fyrirtækjanna tveggja var ákveðinn. Frá þessu var grein í tilkynningu sem send var til Kauphallar Íslands á föstudag. Meira
3. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Engar formlegar viðræður um sameiningu SH og SÍF

Fyrirtækin SÍF og SH hafa sent tilkynningu til Kauphallar Íslands, þar sem segir að vegna orðróms um að í gangi séu viðræður um sameiningu fyrirtækjanna sé rétt að taka fram, að forstjórar og stjórnarformenn félaganna hafi af og til átt óformlegt spjall... Meira
3. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 228 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Keila 60 60 60...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Keila 60 60 60 158 9,480 Skarkoli 274 274 274 18 4,932 Tindaskata 10 10 10 58 580 Und. Meira
3. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 54 orð

Fiskmarkaður Íslands hagnast um 51 m.kr.

HAGNAÐUR af rekstri Fiskmarkaðs Íslands hf. var 51,4 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins. Tekjur félagsins voru 329,3 m.kr., en rekstrargjöld 249 m.kr. Á síðustu áramótum var Fiskmarkaður Suðurlands sameinaður Fiskmarkaði Íslands. Meira
3. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 118 orð

Íslenskur banki hugsanlega að kaupa sænskan banka

ÍSLENSKUR banki hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur kaupandi á Trevise, eignarstýringarhluta eins stærsta banka Norðurlanda, sænska bankans Nordea AB. Frá þessu var greint í Markaðsyfirliti greiningardeildar Landsbanka Íslands í gær. Meira
3. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 614 orð | 2 myndir

Meiri hagvöxtur en áður var spáð

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ reiknar með ¼% hagvexti árið 2002 og 1¾% á næsta ári. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá ráðuneytisins sem birt var í gær. Meira
3. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 654 orð | 1 mynd

Miðstýring er óhagkvæm

Dr. Jan Schans Christensen, prófessor í félagarétti við lagadeild Háskólans í Kaupmannahöfn, er staddur hér á landi við fyrirlestrahald. Hann fjallaði um horfur og stöðu félagaréttar í Evrópu á hádegisfundi Lagastofnunar HÍ, Lex-lögmannsstofu, Lögmannafélagsins og Lögfræðingafélagsins í gær. Meira
3. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 538 orð | 1 mynd

Vilji til sameiningar stærstu félaganna

VILJI til sameiningar hjá þremur stærstu aðildarfélögum Farmanna- og fiskimannasambands Íslands kom fram á formannaráðstefnu sambandsins í lok síðustu viku. Um 1.600 félagar eru innan FFSÍ, en þar af eru um 1.000 í félögunum þremur. Meira

Fastir þættir

3. desember 2002 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 3. desember, verður áttræð Mikkalína Finnbjörnsdóttir frá Efri-Miðvík í Aðalvík, til heimilis á Suðurgötu 17, Sandgerði. Mikkalína verður að heiman á... Meira
3. desember 2002 | Fastir þættir | 397 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Glæsilegt afmælismót Bridsfélags Reykjavíkur um sl. helgi Ágæt þátttaka var í 60 ára afmælismóti Bridsfélagsins um sl. helgi. Hátíðin hófst á föstudagskvöld með svokölluðum Stórfiskaleik þar sem þekktir þjóðfélagsþegnar spiluðu við stórmeistara BR. Meira
3. desember 2002 | Fastir þættir | 232 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SVEITIR Guðmundar Hermannssonar og Íslenskra aðalverktaka eru efstar og jafnar í hraðsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur. Tveimur lotum af fjórum er lokið, en þriðja lotan verður spiluð í kvöld í húsnæði BSÍ í Síðumúla. Meira
3. desember 2002 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman í Garðakirkju 10. ágúst sl. af sr. Guðlaugu Helgu Ágústsdóttur þau Fífa Konráðsdóttir og Pétur Þór... Meira
3. desember 2002 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman í hjónaband 10. ágúst sl. Anna Sue Rock og Sigurður Örn Arnarson, flugrekstrarfræðingur. Heimili þeirra er að: 2878 Cory Creek Rd., Butte Valley, California 95965,... Meira
3. desember 2002 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst sl. í Keflavíkurkirkju af sr. Sigfúsi Baldvini Ingvarssyni þau Sigrún Vilhelmsdóttir og Georg H. Georgsson. Heimili þeirra er í Efstaleiti 45,... Meira
3. desember 2002 | Fastir þættir | 427 orð | 2 myndir

Hitaveita minnkar spónanotkun um 30%

UMRÆÐAN um undirlag í stíum og sparnað í spónanotkun með hækkandi spónaverði er mjög fjörleg um þessar mundir og voru viðbrögð við grein þar að lútandi í síðasta hestaþætti mjög mikil. Meira
3. desember 2002 | Dagbók | 855 orð

(Jóh. 15, 17.)

Í dag er þriðjudagur, 3. desember, 337. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. Meira
3. desember 2002 | Viðhorf | 833 orð

Ó, gef mér stundarfrið

Hér er fjallað um leikrit Guðmundar Steinssonar; Stundarfrið, og erindi þess við okkur í dag og alla daga. Meira
3. desember 2002 | Fastir þættir | 88 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 0-0 6. e3 Rbd7 7. Dc2 c5 8. 0-0-0 cxd4 9. Hxd4 Da5 10. cxd5 exd5 11. h4 Rb6 12. Hf4 Bd6 Staðan kom upp á Ólympíuskákmótinu í Bled sem lauk fyrir skömmu. Svíinn Tiger Hillarp Persson (2. Meira
3. desember 2002 | Fastir þættir | 404 orð | 2 myndir

Talsvert um hnjóska í hrossum

TALSVERT hefur borið á hnjóskum í hrossum víða á Suðurlandi og ef til vill víðar þrátt fyrir góða tíð lungann af haustinu. Meira
3. desember 2002 | Dagbók | 33 orð

Undrast öglis landa eik, hví vér...

Undrast öglis landa eik, hví vér erum bleikir. Fár verðr fagr af sárum. Fann eg örva drif, svanni. Mig fló málmr inn dökkvi magni keyrðr í gögnum. Hvasst beit hjarta ið næsta hættlegt járn, er vætta... Meira
3. desember 2002 | Fastir þættir | 480 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI er einn af þeim sem fylgst hafa með hinum stórgóðu þáttum um Soprano-fjölskylduna í New Jersey frá upphafi og vill helst ekki missa af þætti. Það reynist hins vegar stundum erfitt sökum þess hve seint þættirnir eru nú á dagskrá. Meira

Íþróttir

3. desember 2002 | Íþróttir | 34 orð

1.

1. deild karla: ÍS - Hamar 3:0 (25:19, 25:13, 25:14) Þróttur R. - Stjarnan 0:3 (13:25, 22:25, 15:25) Staðan: ÍS 54113:513 Stjarnan 54112:312 HK 4228:78 Þróttur R. 5238:118 Hamar 5050:150 1. deild kvenna: Nato - Þróttur R. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 139 orð

Arnar Þór innsiglaði stórsigur Lokeren

ARNAR Þór Viðarsson skoraði eitt marka Lokeren sem vann stórsigur á Mons, 4:0, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Arnar Þór skoraði síðasta mark leiksins. Lokeren fékk aukaspyrnu utan vítateigs. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 268 orð | 1 mynd

Besti "táningurinn" í Evrópu

"HVER hefði trúað því að lítt þekktur nýliði frá lítilli eyju sem Þjóðverjar kannast aðeins við vegna Geysis og eldfjalla hafi verið valinn leikmaður nóvembermánaðar í þýsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik? Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 690 orð

Bikarkeppni karla Doritos-bikarinn, 32-liða úrslit: ÍR...

Bikarkeppni karla Doritos-bikarinn, 32-liða úrslit: ÍR - KR 86:85 Seljaskóli, sunnudaginn 1. desember 2002. Gangur leiksins: 25:27, 47:49, 72:69, 86:85. Stig ÍR: Eugene Christopher 29, Eiríkur Önundarson 28, Hreggviður Magnússon 12, Ómar Ö. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 96 orð

Dagrún Inga setti met

DAGRÚN Inga Þorsteinsdóttir, úr Ármanni, setti Íslandsmet í hástökki stúlkna 13-14 ára um helgina þegar hún vippaði sér yfir 1,66 metra. Þar með bætti hún 26 ára gamalt met Írisar Jónsdóttur úr UMSK sem hún setti á Akranesi 15. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 103 orð

Ekki slitið hjá Einari

LIÐBÖND í hægri ökkla Einars Hólmgeirssonar, leikmanns ÍR, eru ekki slitin eins og óttast var eftir að hann varð að fara meiddur af leikvelli gegn Val á laugardaginn. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 256 orð

Frakkland Mónakó - París SG 3:1...

Frakkland Mónakó - París SG 3:1 Bastia - Marseille 2:0 Ajaccio - Le Havre 1:2 Nantes - Montpellier 3:1 Rennes - Lille 5:1 Sedan - Nice 3:0 Sochaux - Troyes 1:0 Lyon - Strasbourg 2:1 Lens - Guingamp 1:3 Auxerre - Bordeaux 1:0 Lyon 17 9 4 4 34 :21 31 Nice... Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 314 orð

Fram sneri við blaðinu

Fram vann sætan sigur á Gróttu/KR í 1. deildarkeppni karla í handknattleik á laugardaginn, 24:20. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 1384 orð | 1 mynd

Góður endasprettur dugði Stjörnunni ekki

LÍf og fjör var í Kaplakrika á sunnudagskvöldið þegar FH-ingar fengu nágranna sína úr Stjörnunni í heimsókn. Gestirnir komust ekki almennilega í gang fyrr en langt var liðið á síðari hálfleik en það nægði þeim til að ná öðru stiginu af vonsviknum Hafnfirðingum. Leikurinn endaði 25:25 eftir spennandi lokamínútur og mislukkað aukakast heimamanna eftir að leiktíminn var úti. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 11 orð

HANDKNATTLEIKUR SS-bikar karla, 8 liða úrslit:...

HANDKNATTLEIKUR SS-bikar karla, 8 liða úrslit: Fylkishöll:Fylkir - Valur 20 Smárinn:Breiðablik - Fram... Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 330 orð | 1 mynd

Haukar lögðu Gróttu/KR

HAUKASTÚLKUR fylgja liði Stjörnunnar í Garðabæ eins og skugginn en þessi lið berjast um 2. sæti 1. deildar kvenna í handknattleik. Á laugardag tóku Haukar á móti Gróttu/KR að Ásvöllum og höfðu heimastúlkur betur, 26:23, í hörkuleik. Stjarnan lagði Fylki/ÍR að velli, 26:19, og á sunnudag fögnuðu FH-stúlkur sigri á KA/Þór 22:20, eftir að hafa verið yfir í leikhléi, 13:7. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

* HEIÐMAR Felixson átti mjög góðan...

* HEIÐMAR Felixson átti mjög góðan leik fyrir Bidasoa sem sigraði Galdar , 25:24, í spænsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Heiðmar skoraði 9 mörk og var markahæstur sinna manna. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 45 orð

Heimsbikarkeppnin Aspen, risasvig kvenna: Hilde Gerg,...

Heimsbikarkeppnin Aspen, risasvig kvenna: Hilde Gerg, Þýskaland 1.17,89 Janica Kostelic, Króatíu 1.17,95 Isolde Kostner, Ítalíu 1.18,00 Aspen, svig kvenna: Anja Pärson, Svíþjóð 1.38,65 Janica Kostelic, Króatíu 1.39,06 Marlies Schild, Austurríki 1. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 149 orð

Heimsmeistaramót Shanghai, Kína, 25 metra braut:...

Heimsmeistaramót Shanghai, Kína, 25 metra braut: Karlar 50 m flugsund Raphael De Thuin, Brasilíu 23,93 Igor Martsjenko, Rússland 23,97 James Hickman, Bretland 24,01. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

* HELGI Kolviðsson og félagar hans...

* HELGI Kolviðsson og félagar hans í Kärnten steinlágu fyrir Ried , 5:0, í austurrísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Helgi var í byrjunarliðinu en var skipt útaf á 59. mínútu þegar staðan er 4:0. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 682 orð | 1 mynd

Hlíðarendapiltarnir til alls vísir

UPPGJÖR toppliðanna ÍR og Vals í Austurbergi á laugardaginn varð ekki sú spennuviðureign sem flestir bjuggust við. Valsmenn unnu stórsigur, 31:19, á hinum erfiða heimavelli Breiðhyltinga og juku forskot sitt í 1. deildinni upp í þrjú stig. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 86 orð

IOC ætlar ekki að skera niður

IOC, Alþjóðaólympíunefndin, fundar þessa dagana í Mexíkó og hefur IOC ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu þar sem ákveða átti framtíð slagbolta (softball), hafnabolta og nútímafimmþrautar. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 1038 orð | 7 myndir

ÍR - Valur 19:31 Austurberg, Reykjavík,...

ÍR - Valur 19:31 Austurberg, Reykjavík, 1. deild karla, Essodeild, laugardaginn 30. nóvember 2002. Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 4:4, 5:4, 5:6, 6:8, 7:9, 8:11 , 9:13, 10:15, 12:16, 13:18, 15:19, 17:21, 18:23, 18:29, 19:31 . Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 622 orð

Íslandsmótið innanhúss 2.

Íslandsmótið innanhúss 2. deild karla A-RIÐILL: Barðaströnd - Leiknir R. 3:2 Haukar - Smástund 2:4 Leiknir R. - Smástund 2:1 Barðaströnd - Haukar 3:3 Haukar - Leiknir R. 3:3 Smástund - Barðaströnd 7:2 Lokastaðan: Smástund 320112:66 Leiknir R. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 29 orð

Íslandsmótið SA - Björninn 4:5 Sigurður...

Íslandsmótið SA - Björninn 4:5 Sigurður Sigurðsson 2, Kenny Corp 1, Rúnar Rúnarsson 1 - Jónas Breki Magnússon 1, Sergei Zak 1, Brynjar Þórðarson 1, Trausti Bergmann 1, Snorri G. Sigurðarson... Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 188 orð | 1 mynd

* JÓHANN R.

* JÓHANN R. Benediktsson , knattspyrnumaður úr Keflavík , hefur fengið heimild til að æfa með liði Grindavíkur . Nágrannaliðin á Suðurnesjum ræða þessa dagana um félagaskipti Jóhanns , sem er samningsbundinn Keflavík til ársins 2004. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

* JÚGÓSLAVINN Darko Kovacevic skoraði bæði...

* JÚGÓSLAVINN Darko Kovacevic skoraði bæði mörk Real Sociedad sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Barcelona , 2:1, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 104 orð

Kona vill stjórna í Íran

KONA sem starfað hefur hjá knattspyrnusambandi Írans undanfarna þrjá áratugi, Kadijeh Sepanji, hefur gefið kost á sér sem næsti forseti knattspyrnusambands landsins. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 230 orð

Lárus öflugur í vörn WBA

LÁRUS Orri Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörn WBA í 1:0 sigri liðsins á Middlesbrough. Daniele Dichio tryggði nýliðunum öll stigin með marki 18 mínútum fyrir leikslok og um leið fyrsta sigur WBA í tíu leikjum. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 783 orð | 1 mynd

Martröð hjá pólska markverðinum Dudek

PÓLVERJINN Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, upplifði skelfilega martröð á Anfield í fyrradag í stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Dudek færði Diego Forlan mark á silfurfati þegar hann missti knöttinn á milli fóta sér. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 190 orð

Olga Færseth semur við ÍBV

OLGA Færseth, landsliðskona í knattspyrnu, mun leika með liði ÍBV á næstu leiktíð, en Olga hefur leikið með liði KR frá árinu 1995 og varð m.a. Íslands- og bikarmeistari með liðinu á sl. leiktíð. Heimir Hallgrímsson verður þjálfari Eyjaliðsins og segir hann að Pálína Bragadóttir muni einnig leika með ÍBV á næstu leiktíð, en Pálína er 28 ára varnarmaður og hefur leikið 48 leiki með KR í efstu deild. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 293 orð | 1 mynd

Ólafur fór fyrir Magdeburg

ÓLAFUR Stefánsson fór fyrir liði Magdeburg þegar liðið bar sigurorð af Wisla Plock frá Póllandi, 31:29, á útivelli í Meistaradeild Evrópu í handknattleik um helgina. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 93 orð

Ómar til Selfoss

ÓMAR Valdimarsson knattspyrnumaður, sem leikið með Fylkismönnum undanfarin ár, hefur gert munnlegt samkomulag við sitt gamla félag, Selfoss, um að ganga til liðs við félagið og jafnframt því að leika með liðinu mun hann verða aðstoðarmaður Kristins... Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 349 orð | 1 mynd

"ÍR skortir hefðina sem ríkir hjá Val"

"HEFÐIN er það fyrsta sem kemur upp í hugann er maður ber saman ÍR og Val," segir Frosti Guðlaugsson en hann lék megnið af sínum ferli í liði ÍR en var í herbúðum Vals 1992-1994 og þekkir hornamaðurinn því vel andrúmsloftið sem ríkir hjá Reykjavíkurliðunum. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 1198 orð | 2 myndir

"Mér líður eins og Ofurmanni í Arsenalkeppnistreyjunni"

HEITASTI framherji ensku úrvalsdeildarinnar, Thierry Henry, hélt uppteknum hætti er Arsenal tók á móti Aston Villa á laugardag. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 2212 orð | 2 myndir

Sakna á stundum Sparisjóðsins

Atli Hilmarsson ákvað í vor að söðla um eftir að hafa þjálfað KA í fimm ár. Hann tók tilboði þýska 2. deildar-liðsins TSG Friesenheim í Ludwigshafen um að gerast þjálfari þess. Atli er því mættur í slaginn sem þjálfari fimmtán árum eftir að hann var leikmaður í þýska handknattleiknum. Ívar Benediktsson sló á þráðinn til Atla og forvitnaðist um félagið og hvernig það væri að geta einbeitt sér að þjálfun. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 122 orð

Shearer með mark ársins?

ALAN Shearer, framherji Newcastle, sem á dögunum náði þeim glæsilega áfanga að skora sitt 200. mark í úrvalsdeildinni sagði eftir sigur Newcastle á Everton að markið sem hann skoraði væri í hópi þeirra þriggja bestu sem hann hefur skorað á ferlinum. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 85 orð

Sjálfsmark á Varmá

SIGURÐUR Sigurðarson, markvörður Víkinga, gaf sig allan í leikinn við Aftureldingu. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 251 orð

Sjöunda mark Heiðars

HEIÐAR Helguson skoraði 7. mark sitt á leiktíðinni fyrir Watford sem sigraði Burnley, 2:1, í ensku 1. deildinni. Heiðar skoraði fyrsta markið í leiknum þegar hann skallaði knöttinn í netið á 40. mínútu. Heiðar fór af velli á 80. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 297 orð

Tap hjá Bochum og Herthu Berlín

Íslendingaliðunum í þýsku úvalsdeildinni í knattspyrnu gekk illa í leikjum sínum um helgina. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

Teitur til AIK?

SÆNSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Teitur Þórðarson, þjálfari norska liðsins Brann, væri einn þeirra þjálfara sem AIK frá Stokkhólmi væri með í sigtinu sem næsti þjálfari félagsins en Tékkinn Dusan Uhrin, fyrrum landsliðsþjálfari Tékka, sagði... Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Valsmenn fögnuðu auðveldum sigri á ÍR-ingum...

Valsmenn fögnuðu auðveldum sigri á ÍR-ingum í toppbaráttu 1. deildar í handknattleik í Austurbergi á laugardaginn, 31:19. Myndin hér að ofan var tekin í leik FH og Stjörnunnar í Kaplakrika, þar sem liðin skildu jöfn á sunnudagskvöld, 25:25. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 295 orð | 1 mynd

Valsmenn voru betri að þessu sinni

"ÞETTA var því miður einn af þessum leikjum þar sem allt gengur á afturlöppunum, við gerðum bara allt rangt nær því frá upphafi til enda leiks," sagði Júlíus Jónasson, þjálfari og leikmaður ÍR, ákaflega vonsvikinn eftir viðureignina við Val. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 542 orð

Vildi vinna stóran sigur

Ég merkti margt í leik ÍR-inga sem benti til þess að spennustigið hjá þeim væru heldur of hátt, enda kannski ekki furða, það var mikið í húfi fyrir bæði lið og þeir á heimavelli fyrir framan sína stuðningsmenn," sagði Geir Sveinsson, sem hafði... Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Willum Þór og Valdimar þjálfarar ársins

WILLUM Þór Þórsson, þjálfari KR, og Valdimar Pálsson, þjálfari Þórs/KA/KS, voru útnefndir þjálfarar ársins í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu á aðalfundi Þjálfarafélags Íslands sem haldinn var um helgina. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 258 orð

Þetta var einfaldlega mjög lélegt hjá okkur

ÞAÐ ríkti dauðaþögn í og við búningsklefa ÍR-inga eftir leikinn við Val. Leikmennirnir tíndust inn, með höfðuðið ofan í bringu. Júlíus Jónasson þjálfari lokaði dyrunum, og síðan glumdi stuttur en snarpur reiðilestur hans fram á gang. Meira
3. desember 2002 | Íþróttir | 535 orð

Þýskaland Bayer Leverkusen - Hamburger SV...

Þýskaland Bayer Leverkusen - Hamburger SV 2:3 Hanno Ballitsch 11., Yildiray Basturk 21. - Bernardo Romeo 3., 52., Sergej Barberez 76. - 22.500. Bayern München - Hertha Berlin 2:0 Michael Ballack 40., 71, (víti) - 40.000. Meira

Fasteignablað

3. desember 2002 | Fasteignablað | 634 orð

Allt á floti alls staðar

UNDANFARNIR dagar hafa verið fremur votviðrasamir á suðvesturhorni landsins. Í kjölfar þess hafa Húseigendafélaginu borist fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hver beri ábyrgð á tjóni sem verður vegna samsöfnunar á vatni á svölum í fjöleignarhúsum. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 730 orð | 1 mynd

Áhrif lýsingar á heilsu manna

STÖÐUGT fjölgar þeim tilraununum sem gerðar eru til að kanna áhrif lýsingar á heilsu manna og benda niðurstöður þeirra til þess að lýsing hafi áhrif. Rannsóknir sýna að: * Mannsheilinn þarf ljós sem hefur hærri litarhita en 5.000° K (gráður Kelvin). Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 381 orð | 1 mynd

Álafossvegur 18

Mosfellsbær - Fasteignasala Mosfellsbæjar er nú með í sölu húseignina Álafossvegur 18 í Mosfellsbæ. Um er að ræða einbýlishús, byggt 1920. Húsið er að hluta steypt og að hluta úr timbri. Það er alls 215,4 ferm. og vinnuskáli fylgir sem er 117 ferm. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 264 orð | 1 mynd

Ástandsskýrslur þyrftu að vera lögbundnar

"Ný lög um fasteignakaup tóku gildi 1. júní sl. og þá breyttust ýmis atriði varðandi kaup og sölu fasteigna. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 256 orð | 1 mynd

Bauganes 33

Reykjavík - Fasteignasalan Híbýli er nú með í einkasölu einbýlishúsið Bauganes 33 í Reykjavík. Þetta er timburhús, byggt 1929 og er það 130 ferm. Því fylgir sérstæður bílskúr, sem er 25 ferm. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 24 orð | 1 mynd

Blómakransar

Blómakransar af ýmsu tagi eru vinsælir á hátíðum og þeir lífga líka upp á hversdaginn. Þessar skreytingar eru eftir Helgu Björnsdóttur, blómaskreytingakonu í... Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Blómaskreyting

Einföld blómaskreyting fyrir jólin með málmstjaka fyrir... Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 86 orð | 1 mynd

Carl Ludvig Engel

Árið 1812 ákvað rússneski zarinn, í framhaldi af því að hann náði Finnlandi á sitt vald árið 1808, að höfuðstaður Finnlands skyldi fluttur frá Aabo til Helsinki. Helsti arkitekt hinnar nýju höfuðborgar var hinn þýski Carl Ludvig Engel. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 222 orð | 1 mynd

Gamli bærinn skipulagður

NÝLEGA var haldinn kynningarfundur á deiliskipulagi gamla miðbæjarins og hafnarsvæðisins í Stykkishólmi. Gamli miðbærinn hefur mikla sérstöðu þar sem gömul hús eru áberandi í fallegu bæjarstæði. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Glæsilegur krans

Glæsilegur aðventukrans með hinum vinsælu keilum fyrir sprittkerti, af þeim er minni eldhætta en eldri... Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 88 orð | 1 mynd

Heimsóttu RE/MAX Suðurlandsbraut

EIGENDUR og sölufulltrúar hjá RE/MAX í Noregi komu til Íslands í síðustu viku í tilefni opnunar fasteignasölunnar RE/MAX Suðurlandsbraut. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Hraunteigar við Heklu

Málverkið Hraunteigar við Heklu er eftir Jón Stefánsson sem fæddur var 1881 og dó árið 1962. Verkið er í eigu Listasafns... Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 703 orð | 2 myndir

Hverfisgata 115

Lítið er eftir, sem minnir á Gasstöðina í Reykjavík, nema íbúðarhús gasstöðvarstjórans við Hverfisgötu. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um þetta hús, sem er áberandi á sínum stað enn í dag. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 786 orð | 1 mynd

Kolsvartur reykur úr skorsteini

STÓRFRÉTT vikunnar er eflaust reykurinn sem stóð upp úr turni Borgarspítalans í Fossvogi, sem nú á að vísu að nefna Landspítala á fyrrnefndum stað. Ýmislegt vakti athygli gamalreynds lagnamanns við stórfrétt þessa. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Könglar eru fallegir

Könglar hafa löngum verið vinsælir til skreytinga, einkum jólaskreytinga. Þessi krans er raunar innfluttur, kemur frá... Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Lagleg blómaskreyting

Hér má sjá litla en laglega blómaskreytingu sem auðvelt er að útbúa sjálfur ef efniviður er fyrir... Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 107 orð | 1 mynd

Lýsing og heilsa

NÚ benda flestar upplýsingar til þess að sú breyting að fara úr fullu geislunarrófi sólarljóssins utanhúss í slæma gervilýsingu innanhúss sé skaðleg heilsu okkar. Þetta kemur fram í grein eftir Guðjón L. Sigurðsson, rafmagnsiðnfræðing hér í blaðinu í... Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 179 orð | 1 mynd

Mikil þróun í gluggaframleiðslu

Plastgluggaverksmiðjan er nýtt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í smíði glugga, hurða, sólstofa og garðhúsa úr PVCu. Fyrirtækið hefur aðsetur í Bæjarhrauni 6 í Hafnarfirði og eru eigendur þess þeir Þorsteinn Jóhannesson, Magnús Jóhannesson og Andrew Gosling. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 172 orð | 1 mynd

Neðstaberg 10

Reykjavík - Hjá 101 Reykjavík er nú í sölu einbýlishús að Neðstabergi 10 í Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt 1981 og er það 228,2 ferm. með bílskúr, en hann er 30 ferm. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 26 orð | 1 mynd

Óvenjulegur aðventukrans

Þessi aðventukrans er óvenjulegur af því að hann er að mestu búinn til úr hvítum mosa. Rauðu kertin og slaufurnar fara vel við hinn hvíta... Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 1059 orð | 6 myndir

Sérbýlið einkennir nýjar íbúðir við Berjavelli 2 í Hafnarfirði

Mikil uppbygging er hafin á Völlum, nýju hverfi við Ástjörn í Hafnarfirði. Magnús Sigurðsson kynnti sér eitt af fyrstu fjölbýlishúsunum í hverfinu. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Skemmtileg hurðarskreyting

Skemmtileg hurðarskreyting með jólasveini, einföld, látlaus en... Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 153 orð | 1 mynd

Stararimi 53

Reykjavík - Fasteignasalan Gimli er nú með í sölu einbýlishús að Stararima 53 í Reykjavík. Þetta er stein- og timburhús, byggt 1994 og er það 196 ferm. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 225 orð | 1 mynd

Suðurgata 61

Hafnarfjörður - Fasteignastofan er nú með í einkasölu einbýlishús við Suðurgötu 61 í Hafnarfirði. Þetta er steypt og hlaðið hús, byggt 1961 og er það 203,2 ferm., þar af er bílskúr 22,6 ferm. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 325 orð | 1 mynd

Tengibygging Símans hlaut viðurkenningu

Tengibygging Símans við Múlastöð við Ármúla 25, á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar, hlaut viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir lofsvert lagnaverk árið 2001 fyrir heildarverk í húsi. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 431 orð

Vandræði með reykvísk viðbótarlán?

Íbúðalánasjóði hafa að undanförnu borist kvartanir frá fólki í Reykjavík sem fallið hefur undir skilyrði um viðbótarlán en hafa fengið tímabundna synjun frá Félagsþjónustunni í Reykjavík. Meira
3. desember 2002 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Vegurinn langi

Verk Ásgerðar Búadóttur, Vegurinn langi, er í eigu Listasafns Reykjvíkur. Það var unnið úr ull og hrosshári árið... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.