Greinar sunnudaginn 8. desember 2002

Forsíða

8. desember 2002 | Forsíða | 78 orð | ókeypis

Birting gæti talist barnaklám

MYNDIR eins og birst hafa á Netinu af fá- eða óklæddum unglingsstúlkum gætu fallið undir skilgreiningu á barnaklámi, enda teljast allir yngri en 18 ára börn í skilningi laga. "210. Meira
8. desember 2002 | Forsíða | 286 orð | ókeypis

Írak afhendir skýrslu um vopnaeign sína

ÍRAKAR gáfu erlendu fjölmiðlafólki í gær tækifæri til að skoða skýrslu sem þeir hafa tekið saman um vopnabúr sín. Í kjölfarið var gert ráð fyrir að skýrslan yrði afhent erindrekum Sameinuðu þjóðanna. Meira
8. desember 2002 | Forsíða | 214 orð | 1 mynd | ókeypis

Óslóartréð fært í jólabúning

JÓLASVEINAR, silfurguttar, ljótur andarungi og varasamur kisi eru meðal þeirra sem verða á kreiki á Austurvelli í dag þegar ljósin verða tendruð á Óslóartrénu klukkan 16:00. Þetta er í 51. Meira
8. desember 2002 | Forsíða | 90 orð | ókeypis

Sprengjur fella fjölda manns

AÐ minnsta kosti fimmtán biðu bana og tvö hundruð særðust þegar sprengjur sprungu á fjórum stöðum í Bangladesh í gær. ´Talið var líklegt að tala látinna myndi hækka. Meira
8. desember 2002 | Forsíða | 63 orð | 1 mynd | ókeypis

Van Gogh-verkum stolið

BÍRÆFNUM þjófum tókst að stela tveimur málverkum eftir Hollendinginn Vincent Van Gogh af safni sem kennt er við listmálarann fræga í Amsterdam í gærmorgun. Meira

Fréttir

8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd | ókeypis

1.400 ökumenn stöðvaðir

MJÖG umfangsmikið umferðareftirlit lögreglunnar í Reykjavík stendur nú sem hæst og verður því haldið áfram út desembermánuð. Á föstudagskvöld voru tíu lögreglumenn við eftirlit á Kringlumýrarbraut og stöðuðu um 1.400 ökumenn á bílum sínum. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

157 viðtöl á þessu ári

MÁLUM sem borist hafa Barnahúsi hefur fjölgað nokkuð frá því í fyrra. Það sem af er þessu ári hafa 157 viðtöl verið tekin við meinta þolendur kynferðisofbeldis og 11 börn til viðbótar bíða eftir viðtali meðan mál þeirra eru könnuð. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd | ókeypis

Árni Þór hættir sem sjónvarpsstjóri

ÁRNI Þór Vigfússon, annar stofnenda Íslenska sjónvarpsfélagsins, mun láta af störfum sem sjónvarpsstjóri Skjás eins um næstu áramót og snúa sér að nýjum verkefnum m.a. á erlendum vettvangi. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð | ókeypis

Átak gegn barnaklámi fær eina milljón kr.

ÁTAK samtakanna Barnaheilla, sem ber yfirskriftina Stöðvum barnaklám á Netinu, hefur fengið einnar milljónar kr. styrk frá ríkisstjórninni að tillögu Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 370 orð | ókeypis

Fleiri á ferðinni að versla en á sama tíma í fyrra

ÓVENJUMIKIL umferð fólks hefur verið til Akureyrar upp á síðkastið en veður og færð hafa verið með besta móti. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 141 orð | ókeypis

Fleiri hreindýr skotin á næsta ári

Á NÆSTA ári er heimilt að veiða 800 hreindýr, auk hreindýrskálfa sem fylgja kúm sem eru felldar. Þetta er talsverð aukning því á þessu ári mátti veiða 574 hreindýr. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð | ókeypis

Flóamarkaður í Kaffileikhúsinu

Í dag verður haldinn flóamarkaður til styrktar þeim Ástu, Lindu og Guðrúnu sem misstu aleiguna í húsbrunanum á Laugavegi í okt. sl. Það eru vinir þeirra og velunnarar sem standa að þessu framtaki. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 98 orð | ókeypis

Frumvarp um bætur vegna slysa í umferð

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 450 orð | ókeypis

Fyrirtækið sveigjanlegra og ákvarðanataka fljótvirkari

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á föstudag að tillögu iðnaðarráðherra, að lagt verði fram á Alþingi frumvarp til laga um heimild til að stofna hlutafélag um Norðurorku. Samkvæmt frumvarpinu tekur Norðurorka hf. til starfa 1. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd | ókeypis

Gjöf til kaupa á nætursjónaukum

BRÆÐURNIR Leifur Jónsson, Jón, Ríkharður og Ólafur Magnússynir hafa gefið eina milljón og tvö hundruð og fimmtán þúsund krónur í söfnun Landhelgisgæslunnar fyrir nætursjónaukum. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 556 orð | 1 mynd | ókeypis

Helgar tilgangurinn meðalið?

Trausti Óskarsson og Flóki Guðmundsson, nemar í læknisfræði og heimspeki við HÍ, rannsökuðu viðhorf þriggja stétta til notkunar á stofnfrumum úr fósturvísum í baráttunni við sjúkdóma. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd | ókeypis

Horfur eru á góðri kjörsókn

KOSNINGAR til sveitarstjórnar í Borgarbyggð fóru fram í gær en um var að ræða endurtekna kosningu þar sem Hæstiréttur dæmdi fyrir nokkru að kosningarnar sem fram fóru í maí sl. væru ógildar. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 471 orð | ókeypis

Hærri iðgjöld og færri sjóðir

LANDSSAMTÖK lífeyrissjóða, LL, sjá fyrir sér að á næstu 20 árum fækki lífeyrissjóðum verulega með samruna þeirra, vegna aukinna krafna um áhættudreifingu og stærðarhagkvæmni. Með auknum lífslíkum þjóðarinnar munu lífeyrisiðgjöld væntanlega hækka. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd | ókeypis

Hæsti styrkurinn vegna fornleifarannsókna á Hólum

KRISTNIHÁTÍÐARSJÓÐUR úthlutaði um síðustu helgi 94 milljónum króna til 55 verkefna sem tengjast menningar- og trúararfi þjóðarinnar og fornleifarannsóknum við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 36 orð | ókeypis

Í dag S igmund 8 H...

Í dag S igmund 8 H ugvekja 47 H ugsað upphátt 27 M yndasögur 48 L istir 28/31 B réf 48/49 A f listum 28 D agbók 50/51 B irna Anna 28 K rossgáta 53 F orystugrein 32 L eikhús 54 R eykjavíkurbréf 32 F ólk 54/61 S koðun 34/35 B íó 58/61 M inningar 39/45 S... Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð | ókeypis

Íhuga sameiningu við Grindavík

ÁRNI Magnússon, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar, segist gæla við þá hugmynd hvort ekki gæti verið skynsamlegt að sameina Hveragerði, Ölfus og Grindavík. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólamerki UMSB

JÓLAMERKI UMSB er komið út og er það Leirárkirkja sem prýðir merkið. Þetta er 16. merkið af 22 sem Guðmundur Sigurðsson hefur teiknað fyrir Ungmennasamband Borgarfjarðar. Jólamerkin fást á skrifstofu UMSB, Borgarbraut 61. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 330 orð | ókeypis

Kostnaður ríkissjóðs tvöfaldast milli ára

KOSTNAÐUR ríkissjóðs af mótframlögum vegna viðbótarlífeyrissparnaðar ríkisstarfsmanna hefur tvöfaldast milli áranna 2001 og 2002 og nemur um 800 milljónum króna í ár. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Landssamband framsóknarkvenna heldur ráðstefnu sem ber...

Landssamband framsóknarkvenna heldur ráðstefnu sem ber yfirskriftina: Forðum börnunum okkar frá eiturlyfjum - við getum haft áhrif. Ráðstefnan er haldin í Norræna húsinu á morgun, mánudaginn 9. desember, kl. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 276 orð | ókeypis

Líklega var dyrum ekki nægilega lokað

RANNSÓKNARNEFND sjóslysa telur líklegustu skýringuna á því að Ófeigur II sökk á örskömmum tíma undan Vík í Mýrdal aðfaranótt 5. desember 2001 vera þá að dyr í stigahúsi hafi ekki verið tryggilega lokaðar. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

Mótmæla sumarlokunum leikskóla

VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem er mótmælt áformum Leikskóla Reykjavíkur að loka öllum leikskólum borgarinnar í fjórar vikur yfir sumartímann. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 191 orð | ókeypis

NCC er að vinna við Kárahnjúka

UMHVERFISVERND var einn af þeim þáttum sem höfðu áhrif á ákvörðun, er haft eftir Giselu Lindstrand, upplýsingastjóra verktakafyrirtækisins NCC International AS, sem hætti við að gera tilboð í gerð stíflu og aðrennslisganga við Kárahnjúkavirkjun. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný bækistöð Kyndils

BJÖRGUNARSVEITIN Kyndill í Mosfellsbæ vígði nýja bækistöð sveitarinnar að Völuteig 23 í Mosfellsbæ sl. laugardag. Helgi Kjartansson formaður sveitarinnar flutti ávarp og vígslu annaðist Jón Þorsteinsson sóknarprestur. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 395 orð | ókeypis

Rangar forsendur í umræðu um Landsvirkjun

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Ragnari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls. Tilefnið er grein sem Sveinn Aðalsteinsson viðskiptafræðingur skrifaði og birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 6. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd | ókeypis

Rætt um að EFTA komi á fót sveitarstjórnarráði

FYRIR liggur tillaga hjá EFTA um að komið verði á fót sveitarstjórnarráði hjá samtökunum sem myndi verða í nánum tengslum við sveitarstjórnarráð ESB (Committee of the Regions). Meira
8. desember 2002 | Erlendar fréttir | 1000 orð | 2 myndir | ókeypis

Schröder í mótbyr

Fylgi við ríkisstjórn Gerhards Schröders, sem naumlega hélt velli í kosningum í lok september, hefur hrunið. Að sögn Auðuns Arnórssonar eru það einkum skattahækkanir sem hafa rúið þýzka kanzlarann vinsældum. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd | ókeypis

Skipuð formaður hafnaráðs

SIGRÍÐUR Finsen hagfræðingur hefur verið skipuð formaður hafnaráðs og er það í fyrsta skipti sem kona er skipuð formaður ráðsins. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd | ókeypis

Slys í hálkunni

ÓVENJUMARGIR bílar ultu í gærmorgun á landinu. Flestar urðu velturnar í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi eða þrjár. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 129 orð | ókeypis

Slæmt fjarskiptasamband í Reykhólahreppi

FJARSKIPTASAMBAND í Reykhólahreppi á Króksfjarðarnesi er mjög slæmt og segir Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri að um mikið vandamál sé að ræða, NMT-sambandið fari versnandi og GSM-sambandið sé mjög slitrótt. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 142 orð | ókeypis

SUS gagnrýnir vöxt ríkisútgjalda

STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna samþykkti á síðasta fundi meðfylgjandi ályktun um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2003: "Samband ungra sjálfstæðismanna gagnrýnir þann mikla vöxt sem orðið hefur á ríkisútgjöldum síðastliðin ár. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd | ókeypis

Systir Emelía kvödd

SYSTIR Emelía Van Goethem var kvödd í safnaðarheimili St. Jósefskirkju á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði sunnudaginn 2. desember sl. Systir Emelía er fædd í Belgíu 1924 og er úr bændafjölskyldu. Hún vann lokaheit sitt sem Fransiskussystir árið 1950. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð | ókeypis

Söfnuðu fé til hjálparstarfs Rauða krossins

TOMBÓLUBÖRN Rauða krossins hafa safnað rúmlega hálfri milljón króna til hjálparstarfs það sem af er árinu, en það er talsvert meira en safnaðist á árinu 2001. Féð rennur allt til að aðstoða munaðarlaus og fötluð börn í Dar es Salaam í Tansaníu. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð | ókeypis

Tónleikar Kvennakórsins Kyrjurnar

Í dag sunnudaginn 8. desember, kl. 17 mun Kvennakórinn Kyrjurnar halda sína árlegu jólatónleika í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskrá eru bæði innlendir og erlendir jóla- og kirkjusöngvar. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 804 orð | 1 mynd | ókeypis

Uppeldið skiptir miklu máli

Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Fædd á Hvammstanga 1949. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd | ókeypis

Úrkomumet í nóvember

ÓVENJU úrkomusamt var alla daga nóvembermánaðar á Austfjörðum, Austurlandi og Suðausturlandi í nóvember nema dagana 15.-17. nóvember þegar snarpt kuldakast gerði um allt land. Mánaðarúrkoman á nokkrum veðurstöðvum var langtum meiri en áður hefur mælst,... Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 94 orð | 3 myndir | ókeypis

Úrvalsfólk fagnar

HAUSTFAGNAÐUR Úrvalsfólks var haldinn með pompi og prakt í Súlnasal Hótels Sögu á dögunum. Alls mættu um 360 manns á staðinn til að gleðjast saman yfir mat og skemmtiatriðum. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 296 orð | ókeypis

Vilja styrkja nám í hjúkrun

STJÓRN Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér ályktun vegna fjöldatakmarkana í hjúkrunarfræðinámi. Þar er vísað til yfirlýsingar hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands frá 21. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 173 orð | 5 myndir | ókeypis

Yfirlit

Írak skilar skýrslu Írakar sýndu fjölmiðlafólki í Bagdad í gær tólf hundruð blaðsíðna skýrslu þar sem þeir gera grein fyrir vopnaeign sinni en gert var ráð fyrir því að síðar um daginn myndu þeir afhenda erindrekum Sameinuðu þjóðanna skýrsluna. Meira
8. desember 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð | ókeypis

Þak þjónustuskála Alþingis lekur

Í SLAGVIÐRUM síðustu viku hefur þakgluggi á nýja þjónustuskála Alþingis lekið og hafa vatnsdroparnir fallið á afgreiðsluborð í matsal. Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fjármálastjóri Alþingis, segir að þar á bæ hafi menn litlar áhyggjur af lekanum. Meira

Ritstjórnargreinar

8. desember 2002 | Leiðarar | 2502 orð | 2 myndir | ókeypis

7. desember

H VAÐ á að gefa Nonna litla í jólagjöf? Þessarar spurningar spyr t.d. amma hans Nonna. Meira
8. desember 2002 | Leiðarar | 342 orð | ókeypis

8.

8. desember 1945: "Lýðræðið hefir verið allmikið rætt hjer í Morgunblaðinu að undanförnu. Meira
8. desember 2002 | Leiðarar | 453 orð | ókeypis

Ítalska tilboðið

Á þessari stundu er ekki tímabært að kveða upp úr með að Landsvirkjun hafi fast land undir fótum vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun en þó eru verulegar líkur á að svo sé. Meira

Menning

8. desember 2002 | Fólk í fréttum | 1494 orð | 1 mynd | ókeypis

Galdurinn er að vera skítsama

Fáar hljómsveitir hafa vakið annað eins umtal og deilur síðustu ár og XXX Rottweilerhundar. Árni Matthíasson ræddi við tvo Rottweilerhunda. Meira
8. desember 2002 | Menningarlíf | 43 orð | ókeypis

Heimildamynd verðlaunuð

UNIVISJON, kvikmyndaframleiðsludeild fjölmiðlamiðstöðvar háskólans í Bergen, hefur hlotið verðlaun fyrir heimildamynd sem gerð var um Íslenska erfðagreiningu. Meira
8. desember 2002 | Fólk í fréttum | 189 orð | 1 mynd | ókeypis

Heimsmet í blokkflautuleik

HUNDUR í óskilum er í raun ekki hundur heldur hljómsveit skipuð norðanmönnnunum Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni. Meira
8. desember 2002 | Fólk í fréttum | 420 orð | 1 mynd | ókeypis

Hringlaga glerborgir

Þeir Einóma-liðar, Steindór Kristinsson og Bjarni Þór Gunnarsson, segja Arnari Eggert Thoroddsen frá plötunni sinni nýju. Meira
8. desember 2002 | Menningarlíf | 889 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvað fær maður fyrir snúðinn?

Þegar flett er nýjustu Bókatíðindum (Bókatíðindi 2002) kemur í ljós að bókaútgáfa er mikil á Íslandi og um marga kosti að velja fyrir lesendur og gefendur bóka. Það vekur athygli að ungir höfundar sækja fram og ekki síst að sakamálasögum fjölgar. Meira
8. desember 2002 | Menningarlíf | 44 orð | ókeypis

I8 breytir opnunartíma sínum

OPNUNARTÍMA i8, Klapparstíg 33, hefur verið breytt. Galleríið er opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 13-17 eða eftir samkomulagi. Núna stendur yfir sýning á verkum eftir ýmsa af listamönnum gallerís i8. Meira
8. desember 2002 | Menningarlíf | 160 orð | 1 mynd | ókeypis

Lagasafn

Lögin hans Jóns nefnist nýr geisladiskur sem hefur að geyma úrval laga eftir Jón Björnsson tónskáld, kórstjóra og bónda frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Afkomendur Jóns gefa diskinn út í aldarminningu hans, en 23. febrúar nk. Meira
8. desember 2002 | Menningarlíf | 395 orð | 2 myndir | ókeypis

Listasafn Íslands Gunnar J.

Listasafn Íslands Gunnar J. Árnason listheimspekingur verður með leiðsögn um sýninguna Myndlist 1980-2000 kl. 15-16. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Guðbjörg Kristjánsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Kyrr birta kl. 15. Meira
8. desember 2002 | Fólk í fréttum | 260 orð | 1 mynd | ókeypis

Og þá hló Ómar...

ÓMAR Ragnarsson tók hressileg bakföll þegar lesið var fyrir hann uppúr nýútkominni bók , Í fréttum er þetta helst. Gamansögur af íslenskum fjölmiðlamönnum . Meira
8. desember 2002 | Fólk í fréttum | 1140 orð | 1 mynd | ókeypis

Stelpur eru frá Mars og strákar frá Venus

BLAÐAMAÐUR var ekki í félagsskap margra er hann sá Ash leika í Laugardalshöllinni fyrir sjö árum. Innan við þúsund manns sáu þá þessa kornungu sveit skipaða þremur 17 ára pjökkum leika lögin 10 sem hún kunni. Meira
8. desember 2002 | Myndlist | 668 orð | 2 myndir | ókeypis

Straumar og stefnur í íslenskri samtímalist

Yfirlitsýning úr safnaeign síðastliðinna 20 ára. 53 samtímalistamenn. Safnið er opin alla daga frá kl. 11-17. Sýningunni lýkur 12. janúar 2003. Meira
8. desember 2002 | Fólk í fréttum | 651 orð | 1 mynd | ókeypis

Svart og hvítt - gamalt nýtt

Svarta platan - Higher Ground inniheldur fjórtán erlenda sálarslagara í flutningi söngvaranna Páls Rósinkranz, Stefáns Hilmarssonar, Margrétar Eirar Hjartardóttur, Regínu Óskar Óskarsdóttur, Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, Jóhanns G. Meira
8. desember 2002 | Menningarlíf | 380 orð | 1 mynd | ókeypis

Til að koma fólki í jólastemmningu

AÐVENTUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands verða að þessu sinni í íþróttahúsi Glerárskóla og hefjst kl. 16 í dag, sunnudag. Meira
8. desember 2002 | Menningarlíf | 93 orð | ókeypis

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Jólatónleikar skólans hefjast kl.

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Jólatónleikar skólans hefjast kl. 18 á morgun og verða tónleikar alla daga fram á fimmtudag. Á öllum tónleikunum verður fjölbreytt efnisskrá með einleik, samspili og söng. Meira

Umræðan

8. desember 2002 | Aðsent efni | 1037 orð | 1 mynd | ókeypis

Alþjóðavæðing er nauðsynleg

"Sagan kennir okkur að vöxtur og velferð verða mest í opnum hagkerfum." Meira
8. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 151 orð | ókeypis

Eddu-verðlaunin

Án þess ég vilji beinlínis fetta fingur út í verðlaunaveitingar kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, þá finnst mér að einn af mætustu listamönnum þjóðarinnar, jafnt á sviði leiklistar sem sönglistar, Jón Sigurbjörnsson, hafi þar verið sniðgenginn. Meira
8. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 400 orð | ókeypis

Miðbærinn í Reykjavík

ÉG furða mig oft á hvað uppbyggingin er hröð í Reykjavík. En það er ekki hægt að segja að það sé uppgangur í miðbænum. Fyrir borgarbúa og utanaðkomandi skiptir það miklu máli að borgir hafi miðbæ sem er iðandi af lífi frá morgni til kvölds. Meira
8. desember 2002 | Aðsent efni | 1915 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýsköpun í atvinnumálum - hlutverk lítilla og meðalstórra fyrirtækja

"Íslensk stjórnvöld og íslenska stjórnmálamenn má ekki daga uppi í trú á stórar og einhæfar og oftast miðstýrðar lausnir í atvinnumálum." Meira
8. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 427 orð | ókeypis

Uppsagnir í Tækniháskólanum

ÉG sem nemandi í nú Tækniháskóla Íslands vil koma á framfæri vonbrigðum vegna nýlegra uppsagna allra deildarstjóra í skólanum. Þar á meðal er deildarstjóri geislafræðinnar þar sem ég stunda nám. Meira
8. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 498 orð | ókeypis

Við mótmælum öll HÉR á Dalbraut...

Við mótmælum öll HÉR á Dalbraut 27 höfum við unað okkur vel við handavinnu af öllu tagi og er varla hægt að telja allt upp sem hér er framleitt. Við erum í góðum félagsskap og hér gerum við allt saman, höfum jafnvel sameiginlegt borðhald. Meira

Minningargreinar

8. desember 2002 | Minningargreinar | 1698 orð | 1 mynd | ókeypis

BRAGI ÁSGEIRSSON AUSTFJÖRÐ

Bragi Ásgeirsson Austfjörð fæddist á Akureyri 6. desember 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss föstudaginn 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ásgeir Vilhelm Austfjörð Jónsson múrarameistari, f. 15.11. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2002 | Minningargreinar | 1931 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON

Guðlaugur Guðmundsson fæddist 21. júlí 1914 í Sunnuhlíð í Vatnsdal. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 25. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Guðlaugs voru Guðmundur Magnússon bóndi, f. 21.7. 1874, d. 20.9. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2002 | Minningargreinar | 1326 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐRÚN GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR

Guðrún Guðlaug Pétursdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 7. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum mánudaginn 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafía Árnadóttir, f. 6. október 1882 á Melhól í Meðallandi, húsmóðir, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2002 | Minningargreinar | 1389 orð | 1 mynd | ókeypis

MAGNÚSÍNA (MAGGA) GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR

Magnúsína (Magga) Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1922. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Stefánsdóttir, f. 1890, d. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2002 | Minningargreinar | 343 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGURRÓS MAGNÚSDÓTTIR

Sigurrós Magnúsdóttir fæddist á Orustustöðum á Brunasandi í Vestur-Skaftafellssýslu 23. september 1929. Hún lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi við Fossvog 25. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 4. desember. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2002 | Minningargreinar | 1024 orð | 1 mynd | ókeypis

SVANHILDUR EGGERTSDÓTTIR

Svanhildur Eggertsdóttir fæddist í Holtseli 8. september 1911. Hún lést 23. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Leósdóttir, f. 30.10. 1881, d. 3.8. 1961, og Eggert Jónsson, f. 10.4. 1881, d. 8.11. 1949. Svanhildur giftist 3.2. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2002 | Minningargreinar | 1769 orð | 1 mynd | ókeypis

SVAVAR GUÐLAUGSSON

Svavar Guðlaugsson fæddist í Vík í Mýrdal 27. apríl 1935. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 28. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, f. 1892, d. 1938, og Guðlaugur Gunnar Jónsson, f. 1894, d. 1984. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2002 | Minningargreinar | 859 orð | 1 mynd | ókeypis

VALTÝR ÞÓR VALTÝSSON

Valtýr Þór Valtýsson fæddist í Hergilsey í Vestmannaeyjum 25. maí 1955. Hann lést í Vestmannaeyjum 1. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 7. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
8. desember 2002 | Minningargreinar | 3388 orð | 1 mynd | ókeypis

ÖRN TRAUSTASON

Örn Traustason fæddist í Hafnarfirði 21. september 1954. Hann lést á sjúkrahúsi í Tema í Ghana 23. nóvember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Trausta Pálssonar, f. 28.10. 1915, d. 8.10. 1982, og Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, f. 1.12. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

8. desember 2002 | Ferðalög | 837 orð | 4 myndir | ókeypis

Á slóðum Inkanna

Harpa Rut Hilmarsdóttir og Adam Johan Elíasen, fóru í þriggja mánaða ferðalag til Suður-Ameríku síðastliðið sumar. Hildur Einarsdóttir hlustaði á ferðasöguna sem var ævintýraleg á köflum. Meira
8. desember 2002 | Ferðalög | 424 orð | 1 mynd | ókeypis

Frídagur í baðkarinu

Þá er ramadan lokið og þriggja daga eins konar jól að ganga í garð þar sem menn rækta fjölskylduböndin enn rækilegar en að öðru jöfnu skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir og allir fá einhverjar gjafir. Ramadan er því kjörinn tími til að opna nýjar verslanir og þá er líf í tuskunum. Meira
8. desember 2002 | Ferðalög | 179 orð | 1 mynd | ókeypis

Glæsilegt á góðu verði í Róm

Hotell Villa Pamphili í Róm er í 8 kílómetra fjarlægð frá Vatíkaninu. Hótelið er nýuppgert og eru herbergin rúmgóð. Á hótelinu eru veitingastaður, líkamsræktarstöð, útisundlaug og tennisvellir. Meira
8. desember 2002 | Ferðalög | 259 orð | 1 mynd | ókeypis

Ísland á vinsældalista Breta

Breska sjónvarpsstöðin BBC gekkst nýverið fyrir viðamikilli skoðanakönnu meðal Breta þar sem fólk var spurt hvert það vildi helst ferðast, hvaða staði það vildi skoða. Meira
8. desember 2002 | Ferðalög | 171 orð | 1 mynd | ókeypis

Ísland Hópferðaakstur í jólatrésferðir Á síðustu...

Ísland Hópferðaakstur í jólatrésferðir Á síðustu árum hafa ýmis félög og fyrirtæki lífgað upp á jólamánuðinn með því að efna til skógarferða þar sem fólki gefst færi á að sækja sitt eigið jólatré. Meira
8. desember 2002 | Ferðalög | 173 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólalegt í Europa park

Í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Frankfurt er stærsti skemmtigarður Þýskalands, Europa park. Frá 30. nóvember og fram til 6. Meira
8. desember 2002 | Ferðalög | 322 orð | 3 myndir | ókeypis

Jólalegur tími í Kaupmannahöfn

Borgin hefur tekið á sig jólalegan svip og þegar fer að rökkva er ævintýri líkast að heimsækja Tívolí. Rannveig Þórisdóttir fór í mæðgnaferð til Kaupmannahafnar. Meira
8. desember 2002 | Ferðalög | 116 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólin okkar á Eiríksstöðum

Á Eiríksstöðum verður sérstök jóladagskrá haldin dagana 4., 12. og 19. desember. Bærinn verður upplýstur með kertaljósum og til sýnis verða gamlir munir sem tengjast jólum. Lesnar verða gamlar jólasögur og sagðar sögur frá jólahaldi fyrr á tímum. Meira
8. desember 2002 | Ferðalög | 195 orð | 1 mynd | ókeypis

Vikulegt flug til Vínarborgar

NÆSTA sumar mun þýska flugfélagið Aero Lloyd fljúga tvisvar í viku frá Berlín til Keflavíkur. Einnig verður flogið vikulega til Íslands frá Vínarborg, Frankfurt og München. Meira

Fastir þættir

8. desember 2002 | Dagbók | 26 orð | ókeypis

Á nóttu

Hver eru ljósin logaskæru, er ég lít um ljóra? munu það blikandi, blíðmálugar, heimasætur himins? Eigi er það; - en annað fegra svífur mér að sjónum: það eru augu unnustu minnar, þau í svartnætti... Meira
8. desember 2002 | Fastir þættir | 249 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ mánud. 2. des. 2002. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Margrét Margeirsd. Meira
8. desember 2002 | Fastir þættir | 156 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson.

"Takk fyrir útspilið, makker," syngur í huga austurs þegar lauftían kemur út gegn fjórum hjörtum suðurs: Suður gefur; allir á hættu. Meira
8. desember 2002 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. september sl. í Grafarvogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni þau Hermína Stefánsdóttir og Guðmundur L. Gunnarsson . Heimili þeirra er í Frostafold 10,... Meira
8. desember 2002 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni þau Anna Kristrún Gunnarsdóttir og Styrmir... Meira
8. desember 2002 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. september sl. í Dómkirkjunni af sr. Pálma Matthíassyni þau Guðríður Anna Kristjánsdóttir og Ómar Björn... Meira
8. desember 2002 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. september sl. í Kópavogskirkju af sr. Jóni Helga Þórarinssyni þau Nína Björk Ásbjörnsdóttir og Björn Ágústsson. Heimili þeirra er í Ljósheimum... Meira
8. desember 2002 | Fastir þættir | 956 orð | 1 mynd | ókeypis

Ég fékk blóm

Aðventan og jólin eru hjá flestum dagar yls og gleði, ástar og væntumþykju. En ekki öllum. Sigurður Ægisson fjallar um þann vágest sem heimilisofbeldið er, og sem ekki tekur sér frí þótt einn helgasti og bjartasti tími kristinna manna sé framundan. Meira
8. desember 2002 | Dagbók | 164 orð | ókeypis

Fundur hjá Geisla

FUNDUR verður haldinn hjá Geisla nk. þriðjudagskvöld, 10. des., kl. 20 í Safnaðarheimili Selfosskirkju, efri hæð. Gestur fundarins verður sr. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hveragerði. Meira
8. desember 2002 | Dagbók | 414 orð | 1 mynd | ókeypis

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20 í kórkjallara. Langholtskirkja . Mánudagur: Kl. 15-16.30 Ævintýraklúbburinn. Starf fyrir 7-9 ára krakka sem eru allir velkomnir. Laugarneskirkja . Opnir fundir mánudag kl. 18 og kl. 19. Meira
8. desember 2002 | Dagbók | 857 orð | ókeypis

(Róm. 13, 11.)

Í dag er sunnudagur 8. desember, 342. dagur ársins 2002. Maríumessa. Orð dagsins: Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálpræðið nær en þá er vér tókum trú. Meira
8. desember 2002 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Rge2 d5 6. a3 Be7 7. cxd5 exd5 8. b4 c6 9. Rg3 b5 10. Bd3 a5 11. Hb1 axb4 12. axb4 Ra6 13. Ra2 Rc5 14. dxc5 Hxa2 15. Bb2 Be6 16. Re2 Re4 17. Rd4 Staðan kom upp á þýska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu . Meira
8. desember 2002 | Fastir þættir | 473 orð | ókeypis

Víkverji skrifar...

Á NETINU má finna hafsjó af skemmtilegum fróðleik og alls konar vitleysu. Ein af þeim heimasíðum sem Víkverji heimsækir reglulega er www.baggalutur.is, þar sem lesa má vægast sagt óvenjulegar og nýstárlegar "fréttir". Meira

Sunnudagsblað

8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 1997 orð | 7 myndir | ókeypis

Að líkna veikum börnum er eins og að rækta fagurt blóm

Hringurinn hefur unnið mikið starf fyrir sjúk börn á Íslandi og fyrrum fyrir berklasjúklinga. Björg Einarsdóttir hefur ritað starfssögu Hringsins. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Björgu um rit hennar og sögu Hringsins, sem nú er hartnær 100 ára gamalt félag. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 2589 orð | 4 myndir | ókeypis

Björgunar beðið á Vatnajökli

Bókarkafli Skelfing grípur um sig hjá þjóðinni þegar glæsilegasta flugvél Íslendinga, Geysir, skilar sér ekki til Reykjavíkur. Hún var á leið frá Lúxemborg með sex manna áhöfn, 18 hunda og sex tonn af lúxusvörum. Óttar Sveinsson segir frá brotlendingu Geysis í um 1.800 metra hæð á Bárðarbungu Vatnajökuls í september árið 1950. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 443 orð | 2 myndir | ókeypis

Búið að semja um Hvítárnetin

Tekist hefur að afstýra því að netaveiðar hefjist aftur í Hvítá í Borgarfirði á næstu vertíð, en lengi vel í sumar og haust hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum hagsmunaaðila eftir að Þverármenn sögðu upp samningi sem kveður á um fjárhagslegan hlut... Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 205 orð | ókeypis

Cassoeula fyrir sex

500 g svínarif 100 g svínshúð 1 svínslöpp 250 g luganega (lombardísk svína pylsa, mætti prófa gömlu góðu medisterp ylsuna í staðinn) 1 kg blöðrukál 1 laukur 3 gulrætur 1 sellerístilkur 20 g smjör 1 msk ólífuolía kjötsoð eins og þarf salt Mýkið laukinn í... Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 73 orð | 1 mynd | ókeypis

Dýrmætustu gjafirnar verður að rækta

Sigurbjörn Einarsson biskup situr ekki auðum höndum þótt kominn sé á tíræðisaldur. Hann heldur heimili með konu sinni á sama ári í tveggja hæða raðhúsi í Kópavoginum, ekur á rauðri Toyotu út um borg og bý í ýmsum erindagjörðum og skrifar lærðar greinar með aðstoð nýjustu tölvutækni. Anna G. Ólafsdóttir fékk hann til að hliðra aðeins til í dagskránni til að svara nokkrum áleitnum spurningum um lífshlaupið og nýútkomna greinasafnið Sókn og vörn. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 1775 orð | 1 mynd | ókeypis

Ekki einföldustu leiðina

Í haust hélt Eyjólfur Kristjánsson fádæma umfangsmikla tónleika og gaf út á diski fyrir stuttu. Hann sagði Árna Matthíassyni að hann hefði ekki haft áhyggjur af kostnaðinum; hann seldi bara jeppann. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 2268 orð | 1 mynd | ókeypis

Finn til þakklætis hvern dag

Bókarkafli Þrír einstaklingar sem ánetjuðust áfengi og fíkniefnum og aðstandandi eins þeirra segja frá nöturlegum fíkniefnaheimi Íslands. Þremenningarnir losnuðu úr viðjum fíknarinnar með hjálp trúarinnar og fjallar einn kafli bókarinnar um meðferð í trú. Hér birtast brot úr sögu Gunnars Sigurjónssonar sem var útigangsmaður í meira en áratug en náði sigri með hjálp trúarinnar. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 782 orð | 1 mynd | ókeypis

Heimildir um fornt stórveldi

Hákarlaveiðar jafnt sem frystiskipaútgerð er meðal viðfangsefna Björns Ingólfssonar í nýrri bók hans um sjósókn í Grýtubakkahreppi, en bókin var rúman áratug í vinnslu. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 276 orð | ókeypis

Hver á síðuna?

ÍSLENSKIR vefir eru skráðir hjá Internet á Íslandi hf. á www.isnic.is. Efst á heimasíðunni er boðið upp á leitarglugga, þar sem sett er inn heiti á léni og birtast þá upplýsingar um tengiliði. Sem dæmi má taka vef Morgunblaðsins, mbl.is. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 3065 orð | 4 myndir | ókeypis

Hvernig planar maður morð?

Það verður að teljast óvenjulegt að tveir íslenskir höfundar gefi saman út skáldsögu. Og harla merkilegt að þeim finnist það svo skemmtilegt að til greina komi að halda áfram. Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson hafa sent frá sér söguna Í upphafi var morðið. Í samtali við þá komst Pétur Blöndal að því að þeir kynntust í blaðamennsku, þreifuðu báðir fyrir sér í poppi og kvikmyndum, og sömdu svo flókna sögu að hún ruglaði oft þá sjálfa í ríminu. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 4649 orð | 5 myndir | ókeypis

Í biðsal lífsins - eða dauðans

"Þetta er mynd um fólk sem ég kynntist, lærði að meta og þykir mjög vænt um. Lífið hefur leikið marga ansi grátt, en það gerir þá ekki að verri manneskjum," segir Ólafur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður um Hlemm, nýja heimildamynd sem frumsýnd verður í vikulokin. Hann segir Árna Þórarinssyni frá heimi biðstöðvarinnar, í senn fábreyttum og fjölskrúðugum, þar sem sumir bíða nýrra tækifæra í lífinu en aðrir bíða dauðans. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 677 orð | 3 myndir | ókeypis

Íslensku konurnar eru lykillinn að þessu öllu saman...

Laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn var haldið dömukvöld íslenskra kvenna í Frakklandi á veitingastaðnum Procope í París. Hátíðin sem haldin var í þriðja sinn gekk vonum framar og mættu hátt í 40 konur. Sendiherra Íslands í París, frú Sigríður Snævarr, var á meðal gesta og ákvað Halldóra Sigurðardóttir að taka hana tali ásamt öðrum gestum. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 815 orð | 1 mynd | ókeypis

Í sólskini í opnum bíl að selja merki Barnaspítalasjóðs

Í glaðasólskini hinn 14. júní 1942 bar skemmtilega sjón fyrir augu Reykvíkinga. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 54 orð | 7 myndir | ókeypis

Jólagóðgæti

Flest veitingahús landsins bjóða upp á jólahlaðborð þessa dagana og virðast þau njóta jafnmikilla vinsælda og undanfarin ár. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 2984 orð | 2 myndir | ókeypis

Jólin gefa kyrrð, rósemi og frið

Sigurbjörn Einarsson biskup situr ekki auðum höndum þótt kominn sé á tíræðisaldur. Hann heldur heimili með konu sinni á sama ári í tveggja hæða raðhúsi í Kópavoginum, ekur á rauðri Toyotu út um borg og bý í ýmsum erindagjörðum og skrifar lærðar greinar með aðstoð nýjustu tölvutækni. Anna G. Ólafsdóttir fékk hann til að hliðra aðeins til í dagskránni til að svara nokkrum áleitnum spurningum um lífshlaupið og nýútkomna greinasafnið Sókn og vörn. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 146 orð | 1 mynd | ókeypis

Lombardísk Cassoela

Í Lombardíu-héraði á Ítalíu eru haldnar mikla svínakjötskássuveislur í nóvember. Þar er á boðstólum svokölluð Cassoela, sem áður fyrr var fátækramatur og mikið snædd af fólki sem minna hafði handa á milli. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 1741 orð | 1 mynd | ókeypis

Lög hunsuð á Netinu

Sömu lög og reglur gilda um birtingu efnis á Netinu og í öðrum fjölmiðlum. Í grein Ragnhildar Sverrisdóttur kemur þó fram að fólk kærir ekki birtingu ærumeiðandi efnis á Netinu til lögreglu. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 61 orð | ókeypis

matur@mbl.is

Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 326 orð | 1 mynd | ókeypis

Matur og hugmyndaflug

Bókin Hristist fyrir notkun er ný og frumleg matreiðslubók sem nýkomin er út. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 1192 orð | 1 mynd | ókeypis

Myrkrahöfðinginn

Fáir samtímadægurtónlistarmenn eru sveipaðir viðlíka dulúð og Ástralinn Nick Cave. Arnar Eggert Thoroddsen lítur yfir feril þessa einstæða listamanns sem heldur tvenna tónleika hérlendis á morgun og hinn. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 1294 orð | 1 mynd | ókeypis

Ókunni maðurinn í ísskápnum

Bókarkafli Eftirfarandi saga Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, er frá miðjum áttunda áratugnum, þegar sírenurnar á "Svörtu Maríu" voru handstýrðar, forgangsljósin voru rauð og lífið ekki eins flókið og það er nú eða hvað? Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 150 orð | ókeypis

Polenta

salt 250 g maísmjöl Sjóðið 1½ l af vatni og örlítið af maísmjöli. Bætið í örlitlum skömmtum smám saman öllu maísmjölinu út í sjóðandi vatnið, án þess að hætta nokkurn tímann að hræra í (mjög mikilvægt!). Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 2960 orð | 2 myndir | ókeypis

"Hér eru miklir möguleikar"

Þær hugmyndir eru aldeilis ekki nýjar af nálinni að Hveragerðisbær verði byggður upp sem heilsubær. Ásýnd bæjarins hefur þó hingað til ekki þótt í þeim anda enda þurfa bæir að uppfylla fjölmörg skilyrði til að geta talist til heilsubæja. Í samtali við Jóhönnu Ingvarsdóttur sagði Árni Magnússon, formaður bæjarráðs, að fítonskraftur væri í nýjum meirihluta og allt kapp yrði nú lagt á að gera Hveragerðisbæ að fjölskylduvænum heilsubæ. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 830 orð | 2 myndir | ókeypis

Römm er sú taug

HVAR verður þú/þið um jólin? Þessi spurning gengur sem eldur í sinu milli fólks á mínum aldri (milli tvítugs og þrítugs) þessa dagana. Fólks sem er flutt að heiman (og oft löngu flutt) en er samt ekki alltaf alveg búið að slíta naflastrenginn. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 1498 orð | 1 mynd | ókeypis

Sögur úr veröld leigubílstjórans

Bókarkafli Leigubílstjórar verða vitni að ólíklegustu uppákomum á ferðum sínum; inni í bílnum eiga sér stað atvik sem sýna og sanna að margbreytileiki mannlífsins er næsta óendanlegur. Ævar Örn Jósepsson hefur safnað saman sögum leigubílstjóra og hér á eftir fara nokkrar þeirra. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 1799 orð | 1 mynd | ókeypis

Útgangspunktur alls að skemmta fólki

Árni Þór Vigfússon stofnaði sjónvarpsstöð þar sem skemmtigildið er í fyrirrúmi en lætur um næstu áramót af starfi sjónvarpsstjóra til að einbeita sér að skemmtimenningunni í víðara samhengi í fyrirtækinu Þrjár sögur. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við manninn sem fylgdist með áhorfendum Hellisbúans á a.m.k. níutíu sýningum. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 417 orð | ókeypis

Út úr heiminum á Íslandi

NICK Cave heimsótti Ísland í fyrsta sinn í október 1986 og hélt hér hljómleika í Roxy (Casablanca, Safari). Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 1490 orð | ókeypis

Villta vestrið

Netið er stórkostlegt tæki til að viða að sér fróðleik, koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri og taka þátt virkan þátt í lýðræðisþjóðfélaginu - um það efast enginn. En það á sér einnig sínar skuggahliðar. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 577 orð | 5 myndir | ókeypis

Vín vikunnar

Baron'Arques 1998 Suðurhluti Frakklands hefur allt sem þarf til að framleiða frábær vín. Einstakt loftslag og langa hefð. Til skamms tíma var hins vegar megnið af framleiðslunni vín í lægstu verðflokkum þar sem meira var lagt upp úr magni en gæðum. Meira
8. desember 2002 | Sunnudagsblað | 62 orð | ókeypis

Vínþjónar í vínbúðum

Verslanir ÁTVR hafa margar hverjar tekið stakkaskiptum upp á síðkastið og er greinilegt að fyrirtækið leggur nú mikla áherslu á að bæta þjónustu við viðskiptavini. Vefsíðan www.atvr.is hefur þannig fengið á sig nýja mynd frá mánaðamótum. Meira

Barnablað

8. desember 2002 | Barnablað | 17 orð | ókeypis

D T S S T M...

D T S S T M U B J A L L A I K T F F H U Á Ó Í I O Æ R N N L Ð S I A A G A R Ð U R M U Ó I R H L A L T L I U D Ð Ó Ö D R T R K L L I M E U U E F U G L A... Meira
8. desember 2002 | Barnablað | 202 orð | 4 myndir | ókeypis

Eignast þú dáleiðslubók?

Út er komin bókin Molly Moon og dáleiðslubókin eftir breska höfundinn Georgiu Byng. Þar segir frá munaðarlausri stúlku í Englandi sem finnur forna dáleiðslubók á bókasafni. Meira
8. desember 2002 | Barnablað | 181 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyndnar persónur

Nú er komið að því að láta klára krakka segja hvað þeim finnst um mynddiskinn og bókina um Litlu lirfuna ljótu . Meira
8. desember 2002 | Barnablað | 35 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrsta jólamyndin

Hann Nökkvi Fjalar Orrason 8 ára, Esjugrund 29, Kjalarnesi, er kominn í jólaskap eins og þið vonandi flest. Hér hefur hann teiknað sjálfan sig á aðfangadag við tréð sjálft og auðvitað risastóran pakka. Gleðileg... Meira
8. desember 2002 | Barnablað | 126 orð | ókeypis

Lárétt 1) Molly Moon fann ____...

Lárétt 1) Molly Moon fann ____ -bók. 2) Ef þú átt ekki pendúl, hengdu þá hlut í ____ . 3) Molly flutti sig í annað ____ til að öðlast frama. 4) Dáleiddir tala oft eintómt____. 5) Molly öðlaðist frama í New ____ . Meira
8. desember 2002 | Barnablað | 554 orð | 3 myndir | ókeypis

Lýsi er gott fyrir augun

Kikka heitir kona sem hefur skrifað tvær barnabækur sem út koma um þessi jól, Ávaxtakörfuna og Diddu og dauða köttinn. Meira
8. desember 2002 | Barnablað | 29 orð | 1 mynd | ókeypis

Skrýtinn jólaskuggi?

"Ég á lítinn skrýtinn skugga, skömmin er svo líkur mér" gæti einn af þessum litlu sveinkum verið að segja. En hver þeirra er það sem á þennan skugga? Lausn... Meira
8. desember 2002 | Barnablað | 34 orð | 1 mynd | ókeypis

Stuðboltastelpurnar

Það eru sko margar stelpur sem halda upp á stuðboltastelpurnar þrjár, enda rosalega klárar og skemmtilegar. Hér er Sylvía Dröfn Jónsdóttir 8 ára, Ærlæk 2, 671 Kópaskeri búin að teikna flotta mynd af þessum... Meira
8. desember 2002 | Barnablað | 127 orð | 1 mynd | ókeypis

Vinningshafar

MARGA krakka langaði til að eignast Stóru barnplötuna 3, enda tvöfaldur diskur með fullt af skemmtilegum lögum. Meira
8. desember 2002 | Barnablað | 222 orð | 3 myndir | ókeypis

Þrautirnar þrjár

"Einu sinni, fyrir ekki svo löngu, gerðist lítið ævintýri á agnarlitlu laufblaði á ósköp smáu tré. Á laufblaðinu var ofurlítil lirfa en einmitt þennan dag var hún að opna augun í allra fyrsta sinn. Meira

Ýmis aukablöð

8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 184 orð | ókeypis

Danir styrkja kvikmyndagerð sína um yfir 20 milljarða næstu fjögur árin

NÝTT samkomulag hefur verið gert í Danmörku um ríkisstyrki til kvikmyndagerðar næstu fjögur árin og felur það í sér aukningu um rúmlega 2,5 milljarða íslenskra króna. Alls verður rúmlega 20 milljörðum ísl. Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 111 orð | 1 mynd | ókeypis

De Niro á þönum

NÓG er að gera hjá Robert De Niro um þessar mundir. Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 93 orð | 1 mynd | ókeypis

Disney aftur til fortíðar

BANDARÍSKA Disney-félagið hyggst nú snúa aftur til gullaldar sinnar í teiknimyndagerð og hefja á ný framleiðslu nokkurra mynda þar sem Andrés Önd, Mikki Mús og Guffi eru í aðalhlutverkum. Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 92 orð | 1 mynd | ókeypis

Einræðisherra Chaplins er meðal jólamyndanna í ár

SÍGILT meistaraverk Charlies Chaplins The Great Dictator eða Einræðisherrann verður meðal jólamyndanna hérlendis. Hún verður frumsýnd í Háskólabíói á annan í jólum í nýrri útgáfu með endurbættu hljóði og auknum myndgæðum. Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 79 orð | 1 mynd | ókeypis

Freeman og Li til Evrópu

FYRIRTÆKI franska leikstjórans Luc Besson er orðið umsvifamikið í framleiðslu kvikmynda og eftir áramótin hefjast tökur í Bretlandi og Frakklandi á nýjum spennutrylli sem Besson skrifar jafnframt handrit að ásamt samverkamanni sínum Robert Mark Kamen (... Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 120 orð | 1 mynd | ókeypis

Hrakfarir mafíósa

NOKKRAR upprennandi stjörnur fara með aðalhlutverkin í gamanmyndinni Knockaround Guys , sem frumsýnd verður á næstunni og er sögð í anda Soprano-þáttanna vinsælu. Myndin segir af hrakförum fjórmenninga, sem allir eru synir landsþekktra glæpamanna. Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 77 orð | 1 mynd | ókeypis

Keanu Reeves úr hasar í húmor

EFTIR að hafa leikið í tveimur framhaldsmyndum vísindaskáldskaparsmellsins The Matrix í einum rykk fær Keanu Reeves nú aldeilis tilbreytingu því hann hefur tekið að sér hlutverk í tveimur grínmyndum í röð. Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 629 orð | 2 myndir | ókeypis

Óttinn nagar bresku þjóðarsálina

"Drápseðli hans var hreinasta guðsgjöf," sagði sonur Drakúla greifa, ekki í minningargrein, heldur ávarpi á 500 ára afmæli föður síns. Ótti okkar við dauðann, hið óttalega drápseðli, óttinn við hið óttalega óþekkta, eða kannski einfaldlega ótti okkar við hinn óttalega ótta hefur haldið lífi í kvikmyndagerð dauðans, hrollvekjunni, allt til þessa dags. Og nú fer lífvænlegur fiðringur um hrollvekjuna í hennar gamla heimalandi, Bretlandi. Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 91 orð | 1 mynd | ókeypis

Sá svarti og sá hvíti í rokkskólanum

TÖKUR eru hafnar á nýjustu mynd leikstjórans Richards Linklater ( Slacker, Dazed and Confused ). Hún er gamanmynd og heitir School of Rock , en þar leikur Jack Black ( Shallow Hal, Orange County ) rokkhund sem illa er komið á fyrir. Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 78 orð | 1 mynd | ókeypis

Súperstjarna á töfraskóm

BARNA- og unglingamyndin Like Mike , sem frumsýnd verður um miðjan desember, fjallar um fjórtán ára munaðarlausan strákgutta, sem verður súperstjarna í NBA-körfuboltadeildinni eftir að hafa fundið strigaskósræksni með upphafsstöfum Michaels Jordans (MJ). Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 798 orð | ókeypis

Svínið sem varð jólasveinn

"Karlmenn eru svín. Synd að við skulum eiga allt," er lykilsetning í gríni Tims Allens . Þessi glaðbeitta hversdagstýpa varð ein helsta stjarna bandarísks sjónvarps á 10. Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 47 orð | 1 mynd | ókeypis

Tim Allen

sagði skilið við sjónvarpssyrpu sína Home Improvement árið 1999. Nokkrum árum áður hóf hann hins vegar eigin hönnun á alls kyns borvélum og öðrum búnaði sem þættirnir um handlagna heimilisföðurinn höfðu fjallað um. Meira
8. desember 2002 | Kvikmyndablað | 166 orð | 1 mynd | ókeypis

Þungur róður á Sundance

ALDREI hefur verið jafnerfitt að koma saman dagskrá helstu óháðu kvikmyndahátíðar heims, Sundancehátíðarinnar, og nú, að því er stjórnandi hennar Geoffrey Gilmore segir. Hann segir jafnframt að illa ári fyrir sjálfstæða kvikmyndagerð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.