Greinar þriðjudaginn 10. desember 2002

Forsíða

10. desember 2002 | Forsíða | 155 orð | 2 myndir

Konnara-kvartett tekur lagið

Kristján Jóhannsson óperusöngvari, bræður hans, Jóhann Már og Svavar Hákon, skemmtu vistmönnum á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri í gærkvöldi með söng ásamt systursyni sínum, Erni Viðari Birgissyni. Meira
10. desember 2002 | Forsíða | 170 orð | 1 mynd

Mannaskipti skýrast

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði í gær John Snow, forstjóra bandaríska járnbrauta- og flutningafyrirtækisins CSX, í embætti fjármálaráðherra Bandaríkjanna í stað Paul O'Neill sem sagði af sér að beiðni forsetans fyrir helgi. Meira
10. desember 2002 | Forsíða | 173 orð

Neita að skila dýr-gripum

FORSTJÓRAR nokkurra stærstu safna heims hafa sameinast um að lýsa því yfir að þeir muni ekki senda umdeilda fornmuni aftur til upprunalandanna, að sögn BBC . Meira
10. desember 2002 | Forsíða | 110 orð

"Gleymdu stríði" lýkur

STJÓRNVÖLD í Indónesíu og fulltrúar aðskilnaðarsinnaðra uppreisnarmanna frá Aceh-héraði náðu í gær miklum áfanga að því að binda enda á vopnuð átök sem staðið hafa svo til óslitið í 26 ár, með því að undirrita friðarsamning sem felur í sér að héraðið... Meira
10. desember 2002 | Forsíða | 273 orð | 1 mynd

Samanlagður kvóti um 42.000 þorskígildistonn

KÆMI til sameiningar Granda og Þorbjarnar-Fiskaness, í kjölfar kaupa Granda á 24% hlut í ÞF, yrði það annað stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með veiðiheimildir sem svarar til ígilda um 42.000 tonna af þorski eða um 9,5% heildarinnar. Meira

Fréttir

10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 142 orð

100 sóttu um störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

RÚMLEGA 100 karlar og konur sóttu um störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, SHS, í kjölfar atvinnuauglýsinga í nóvember, fleiri en nokkru sinni fyrr. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 146 orð

42 einstaklingar látnir vegna slysa á árinu

42 EINSTAKLINGAR hafa látist af slysförum hér á landi það sem af er árinu, samkvæmt samantekt Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þar af hafa 29 manns látist í umferðarslysum, fjórtán karlar, tíu konur og fimm börn. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 487 orð | 2 myndir

Aðeins sótsvört skelin stendur enn uppi

GÍFURLEGT tjón varð í gamla bænum í Edinborg er eldur kom þar upp snemma síðastliðið laugardagskvöld. Eyðilögðust að minnsta kosti 13 byggingar, steinhús, sem sum voru frá 14. og 15. öld, og standa nú bara útveggirnir uppi. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Aðeins tveir grunaðir um ölvun við akstur

ALLS var tilkynnt um 21 innbrot í Reykjavík um helgina, í flestum tilvikum í bifreiðar. Tilkynntir voru 11 þjófnaðir og 23 skemmdarverk. Nokkrar líkamsárásir voru tilkynntar í miðborginni um helgina en ekki hlutust af þeim alvarleg meiðsli. Meira
10. desember 2002 | Landsbyggðin | 230 orð | 1 mynd

Almannavarnir á Snæfellsnesi sameinaðar

Á SNÆFELLSNESI hafa starfað þrjár almannavarnir í stærstu bæjarfélögunum. Nú hefur orðið breyting á. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 53 orð

Á batavegi eftir slys við Hólmsá

KONAN sem ók bifreið sem hafnaði úti í Hólmsá á Suðurlandsvegi í lok nóvember er komin úr öndunarvél og er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Meira
10. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Breytingar hjá IMG á Akureyri

SIGRÍÐUR Margrét Oddsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns IMG á Akureyri af Jóni Birgi Guðmundssyni sem hóf störf sem verkefnastjóri bæjarráðs Akureyrarbæjar um síðustu mánaðamót. Sigríður Margrét hefur B.Sc. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 362 orð

Breytingar ræddar í þingflokkum í dag

FORYSTUMENN stjórnarflokkanna hafa náð samkomulagi um nýja útgáfu af frumvarpi til raforkulaga. Frumvarpið verður tekið fyrir á aukafundum í stjórnarþingflokkunum í dag en málið var kynnt í ríkisstjórn í gær. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 181 orð

Bush-dúkkan rýkur út

ALLIR sannir Bandaríkjamenn, svo ekki sé nú talað um þá, sem lifa og hrærast í pólitíkinni, vita nú hvað þeir vilja í jólagjöf. Það er Bush-dúkkan, sem getur talað og jafnvel orðið fótaskortur á tungunni. Rýkur hún út eins og heitar lummur. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 324 orð

Börn leiðandi uppalenda neyta sjaldnar vímuefna

FORELDRAR þurfa meiri stuðning í uppeldishlutverkinu og efla þarf fræðslu- og forvarnarstarf, m.a. með því að bjóða upp á ráðgjöf varðandi uppeldi strax við ungbarnavernd á heilsugæslustöðvunum. Þetta voru á meðal hugmynda sem fram komu í erindi dr. Meira
10. desember 2002 | Suðurnes | 80 orð

Börnum boðið á jólastund í Duus-húsum

JÓLASTUND fyrir fimm til átta ára börn í Reykjanesbæ verður haldin í Duus-húsum dagana 10. til 13. desember. Dagskráin hefst klukkan 9.30 í dag og hina tvö dagana og stendur í um það bil klukkustund. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 139 orð

Drógu sér fé úr sjóðvélum Bónuss

FJÓRIR fyrrverandi starfsmenn Bónuss á Ísafirði, á aldrinum 18-22 ára, hafa í Héraðsdómi Vestfjarða verið fundnir sekir um að hafa dregið sér fé úr sjóðvélum verslunarinnar á nokkurra mánaða tímabili. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð

Dæmi um 34% hækkun á húsaleigu

DÆMI eru um 34% hækkun leigu á íbúðum í eigu Félagsbústaða vegna jöfnunar leigu 1. desember sl. og 12% hækkunar vegna vaxtahækkana Íbúðalánasjóðs 1. mars 2003. Jöfnun leigu hafði það í för með sér að sumar íbúðir hækkuðu umtalsvert og aðrar lækkuðu. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Eikarbátnum bjargað

GAMLI eikarbáturinn sem sökk í Fossvogi 7. október sl. náðist á flot á laugardag. Kópavogshöfn samþykkti björgunartilboð frá Sjóverki ehf. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 213 orð

Engin kvöð á Símanum að tryggja GSM-samband

GSM-kerfið hefur aldrei verið skilgreint sem öryggiskerfi, enda víða gloppur í því, og auk þess ber Landssímanum engin skylda umfram önnur fjarskiptafyrirtæki að tryggja GSM-samband, hvort heldur í Reykhólahreppi eða annars staðar. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 991 orð | 1 mynd

Fjandsamleg yfirtaka

Í BÓKINNI Fjandsamleg yfirtaka, sem er nýkomin út, sakar Bogi Þór Siguroddsson, fyrrverandi forstjóri Húsasmiðjunnar, Árna Hauksson og Hallbjörn Karlsson, kaupendur meirihluta hlutabréfa í Húsasmiðjunni í sumar, um fjandsamlega yfirtöku og óheiðarleg... Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Fjarri raunveruleikanum

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Árna Haukssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar, og Hallbirni Karlssyni, framkvæmdastjóra sölusviðs Húsasmiðjunnar. Meira
10. desember 2002 | Suðurnes | 68 orð | 1 mynd

Fjóla sýnir í Hringlist

FJÓLA Jóns hefur opnað sýningu á verkum sínum í Gallerí Hringlist, Hafnargötu 16 í Keflavík. Sýningin stendur út mánuðinn. Á sýningunni eru verk sem Fjóla hefur unnið að undanfarið ár. Meira
10. desember 2002 | Landsbyggðin | 183 orð | 1 mynd

Fjölmenni við jólatré

KVEIKT var á jólatrjám í Snæfellsbæ laugardaginn 30. nóvember. Byrjað var á Hellissandi, en jólatréð þar var staðsett á horni Snæfellsáss og Höskuldarbrautar. Í Ólafsvík var kveikt á jólatré sem staðsett er við Pakkhúsið. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 124 orð

Framboðslisti samþykktur

FAMBOÐSLISTI Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi var samþykktur samhljóða á aðalfundi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, sem haldinn var í Festi í Grindavík á laugardag. Eftirtaldir skipa listann: 1.Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Árborg. 2. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 190 orð

Friðarsamtök heims standa saman

SAMTÖKIN Friður 2000 hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir m.a. að "þær hótanir undir rós um málsókn á hendur friðarsamtökum sem forráðamenn Atlanta," hafi látið hafa eftir sér "eru vægast sagt mjög óviðeigandi. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 128 orð

Gaf sig fram og er kominn í fangelsi

KARLMAÐUR sem var dæmdur í 5½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni hefur gefið sig fram við lögreglu og hóf hann afplánun í fyrradag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 438 orð

Gera ráð fyrir afgangi af rekstri á næsta ári

GERT er gert ráð fyrir 215 milljóna króna tekjuafgangi fyrir fjármagnsliði í stað 11 milljóna króna halla í fjárhagsáætlun meirihluta sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ, sem lögð var fram í seinustu viku. Meira
10. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Halldór bikarmeistari

Halldór Brynjar Halldórsson bar sigur úr býtum á Bikarmóti Akureyrar í skák um sl. helgi eftir æsispennandi baráttu við Þór Valtýsson. Voru þeir Þór jafnir lengi vel en loks sló Halldór Þór út og vann þar með mótið. Í þriðja sæti varð Smári... Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 174 orð

Hert gæsla í Bangladesh

FÓRNARLÖMB fjögurra sprengjutilræða í kvikmyndahúsum í Bangladesh voru syrgð í gær og öryggisgæsla hvarvetna í landinu var hert eftir að sprengja er fannst í öðru kvikmyndahúsi hafði verið gerð óvirk. Meira
10. desember 2002 | Suðurnes | 453 orð

Hættu við að hefja störf um helgina

HEIMILISLÆKNARNIR á Suðurnesjum virðast almennt hafa horfið frá því að ráða sig aftur til starfa á heilsugæslustöðvunum þar. Þeir tveir sem búið var að fá til starfa og áttu að byrja á föstudag og í gær hættu við. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Í Betlehem um jólin?

YASSER Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, ræðir við fréttamenn í bækistöðvum sínum í Ramallah á Vesturbakkanum á sunnudaginn. Hann sagði m.a. að kosningar, sem Palestínumenn hafa boðað 20. janúar nk. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 32 orð

Í dag S igmund 8 V...

Í dag S igmund 8 V iðhorf 34 V iðskipti 18/19 H estar 38 E rlent 20/22 M inningar 39/43 H öfuðborgin 23 B réf 48 A kureyri 24 D agbók 50/51 S uðurnes 25 K vikmyndir 52 L andið 26 F ólk 54/57 N eytendur 27 B íó 54/57 L istir 28/29 L jósvakar 58 F... Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 741 orð | 1 mynd

Ísland hafði veruleg áhrif

Tómas H. Heiðar er þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu og forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, stundakennari í þjóðarrétti og hafrétti við lagadeild HÍ og fyrirlesari Ródos-akademíunnar í hafrétti. Fæddur í Reykjavík í ágúst 1962. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 577 orð

Íslandsferðir ákveðnar með skömmum fyrirvara

ÚTLIT er fyrir að erlendum gestum til Íslands hafi fækkað um 4-7% á milli ára en ekki er talið að hefðbundnum ferðum til landsins hafi fækkað heldur fyrst og fremst gestum í tengiflugi. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð

Jólakveðjur til Íslendinga í SuðurSvíþjóð

ÚTVARP Íslendingafélagsins í Malmö er með útsendingar alla laugardaga kl. 12-14 á FM 89,2. Verða sendingar nú um jól og áramót 21. desember og 28. desember. Meira
10. desember 2002 | Suðurnes | 105 orð | 1 mynd

Jólaljós um allan bæ

ALLTAF er hátíðarstund þegar kveikt er á jólatrénu frá Hirtshals, vinabæ Grindavíkur í Danmörku. Um helgina var einnig kveikt á jólatrénu á Tjarnargötutorgi í Keflavík en það er gjöf frá Kristiansand, norskum vinabæ Reykjanesbæjar. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 192 orð

Jón Bjarnason og Árni Steinar í efstu sætum

ALÞINGISMENNIRNIR Jón Bjarnason og Árni Steinar Jóhannsson skipa tvö efstu sætin á framboðslista Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs (VG) í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 640 orð | 1 mynd

Karlar hjá hinu opinbera með 39% hærri laun en konur

LAUNAMUNUR karla og kvenna hér á landi er með þeim mesta sem þekkist í sex aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. Austurríki, Bretlandi, Danmörku og Grikklandi, auk Noregs og Íslands. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var á vegum ESB. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Kosningar í Borgarbyggð

ÚRSLIT sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð á laugardag urðu þannig að B-listi Framsóknarflokks hlaut 562 atkvæði eða tæp 41%, D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 518 atkvæði eða tæp 38% og L-listi Borgarbyggðarlistans hlaut 294 atkvæði eða 21%. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 75 orð

Kynningarfundur í Norræna húsinu Heildstæð sýn...

Kynningarfundur í Norræna húsinu Heildstæð sýn á náttúrufar á hálendi Íslands verður miðvikudaginn 11. desember kl. 16.30-18. Á fundinum í Norræna húsinu verður greint frá framvindu verkefnisins og stöðu rannsókna. Meira
10. desember 2002 | Miðopna | 1230 orð | 1 mynd

Landsvirkjun verði breytt í hlutafélag

Borgaryfirvöld vilja selja eignarhlut Reykjavíkur í Landsvirkjun en oddviti Sjálfstæðisflokksins segir eignarhlutinn traustustu eign borgarinar, sem auki lánshæfi borgarinnar. Vilji menn laga Landsvirkjun að breyttum aðstæðum eigi þeir frekar að gera fyrirtækið að hlutafélagi. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 184 orð

Langur ferill í viðskiptum

JOHN Snow, nýskipaður fjármálaráðherra Bandaríkjanna, er nú forstjóri járnbrautarisans CSX, og fyrrverandi embættismaður í samgönguráðuneytinu. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Launamunur kynjanna meiri hér en erlendis

LAUNAMUNUR karla og kvenna hér á landi er með þeim mesta sem þekkist í sex aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. Austurríki, Bretlandi, Danmörku, Grikklandi, Noregi og Íslandi. Launamunurinn í tilteknum starfsstéttum er 39% í opinberum störfum á Íslandi en 6-14% í samanburðarlöndunum. Þegar kemur að almennum vinnumarkaði er munurinn 27% hér en 16-27% annars staðar. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 119 orð

Lára Stefánsdóttir í þriðja sæti

GENGIÐ var frá framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor á fundi kjördæmisráðs sl. laugardag. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 271 orð

Leikskólakennarar styðja sumarlokun

STJÓRN Félags leikskólakennara hefur sent frá sér ályktun þar sem er fagnað þeirri stefnubreytingu hjá Reykjavíkurborg að ætla að loka leikskólum borgarinnar í sumarleyfum. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Lengsta skip íslenska fiskiskipaflotans

BALDVIN Þorsteinsson EA 10 - hið nýja fjölveiðiskip Samherja hf. kemur til heimahafnar á Akureyri nk. laugardag. Skipið hélt frá Riga í Lettlandi á sunnudagskvöld, þar sem staðið hafa yfir umfangsmiklar breytingar á skipinu. Það var m.a. Meira
10. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 201 orð | 4 myndir

Ljósadýrð loftin gyllir

LJÓSIN voru tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli við hátíðlega athöfn á sunnudag. Börn og fullorðnir fjölmenntu á Austurvöllinn enda veðrið einstaklega milt miðað við árstíma. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 184 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að þessum umferðaróhöppum en í öllum tilvikum fóru þeir sem ollu tjóninu af vettvangi: Á tímabilinu frá kl. 16 föstudaginn 6. desember til kl. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 107 orð

Læknadeilan á Suðurnesjum enn í hnút

TVEIR heimilislæknar, sem voru búnir að ráða sig aftur til starfa á heilsugæslustöðvum á Suðurnesjum og áttu að byrja á föstudaginn var og í gær, hættu við að mæta. Meira
10. desember 2002 | Suðurnes | 92 orð

Með gleðiraust og helgum hljóm

MEÐ gleðiraust og helgum hljóm er yfirskrift aðventutónleika Kvennakórs Suðurnesja og Söngsveitarinnar Víkinga sem haldnir verða næstu daga. Meira
10. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 143 orð | 1 mynd

Mikið um að perum sé stolið af jólatrjám

TÖLUVERT hefur verið um stuld á ljósaperum af jólatrjám sem sett hafa verið upp víða á Akureyri. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 147 orð

Mótmæla orðum stjórnarformanns Landsvirkjunar

EFTIRFARANDI ályktun hefur borist Morgunblaðinu frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora: "Stjórnir Félags háskólakennara og Félags prófessora fordæma ummæli stjórnarformanns Landsvirkjunar um þrjá nafngreinda prófessora í sjónvarpsviðtölum... Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 94 orð

Mælir með samþykkt skattafrumvarps

MEIRIHLUTI efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis mælir með samþykkt frumvarps fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, sem leggur það m.a. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Nick Cave í Broadway

FYRRI tónleikar Ástralans Nick Cave fóru fram í Broadway í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi. Húsið var opnað kl. 20 og féll það í hlut söngkonunnar Heru Hjartardóttur, sem vakið hefur talsverða athygli hér á landi að undanförnu, að hita upp fyrir kappann. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Nýjar kartöflur fyrir jólin

CAINA Ek, sem er starfsmaður á Hótel Höfðabrekku í Mýrdal, notaði veðurblíðuna til þess að taka upp kartöflur. Þetta eru kartöflur sem voru settar niður á hefðbundnum tíma í vor, en vegna anna náðist ekki að ljúka við að taka þær upp í haust. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 722 orð | 1 mynd

Óbætanlegt tjón í brunanum í Þrándheimi

STÓRTJÓN varð í eldsvoða í miðborg Þrándheims á laugardag og brunnu meðal annars fjögur fornfræg timburhús frá 19. öld við Thomas Angells göngugötuna í miðborginni og við Nordre-götu til ösku. Mörg önnur hús skemmdust einnig verulega. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 272 orð

"Fjölmargar rangfærslur"

GUÐMUNDUR Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Búnaðarbanka Íslands, segir að fjölmargar rangfærslur séu í bókinni, sérstaklega þau atriði er lúta að meðferð trúnaðarupplýsinga. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

"Mikil mildi að ekki fór verr"

"ÓHÆTT er að segja, að það var mikil mildi, að ekki fór verr. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Ræðir við lagahöfunda Britney og Jennifer Lopez

SÖNGSTJARNAN unga Jóhanna Guðrún stefnir að því að gefa út plötu fyrir alþjóðlegan markað á næsta ári. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 248 orð

Sama kjörsókn og jafnmörg utankjörstaðaatkvæði

SAMTALS neyttu 1.400 kjósendur atkvæðisréttar síns í sveitarstjórnarkosningunum í Borgarbyggð sl. laugardag eða 78% þeirra sem voru á kjörskrá. Þetta er hlutfallslega sama kosningaþátttaka og í kosningunum í maí sl. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 217 orð

Saxaði á meirihlutann

DEMÓKRATINN Mary Landrieu bar sigur úr býtum í tvísýnum kosningum til bandarísku öldungadeildarinnar í Louisiana-ríki um helgina og minnkar því meirihluti Repúblíkanaflokksins í deildinni. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 58 orð

Sniffa gasið af útigrillum

NOKKUÐ hefur borið á því á Akureyri að undanförnu að gaskútum hafi verið stolið af útigrillum. Lögreglan segir að svo virðist sem nokkur ásókn sé í að sniffa gasið. Segir lögregla það stórhættulegt og ástæðu til að vera á verði vegna þess. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 188 orð

Sprengt við Kárahnjúka í dag

STARFSMENN Íslenskra aðalverktaka og norsk-sænska fyrirtækisins NCC hefja í dag að sprengja fyrir aðkomugöngum við Fremri-Kárahnjúk. Aðkomugöngin liggja frá munna á vesturbakka Jökulsár á Dal, neðan við væntanlega stíflu í Hafrahvammagljúfrum. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 484 orð

Stefnt er að áritun samninganna á föstudag

VON ER á samningamönnum frá Alcoa til landsins í dag eða í fyrramálið en samningafundur verður haldinn á morgun, miðvikudag, ef ekkert óvænt kemur upp á. Meira
10. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 279 orð | 1 mynd

Stóð sig ótrúlega vel undir álagi

NÍNA Arnarsdóttir, 12 ára nemandi við Brekkuskóla á Akureyri, kom heldur betur færandi hendi á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gærmorgun, en þá afhenti hún deildinni 550 þúsund krónur að gjöf. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 213 orð | 2 myndir

Stuðningur við barnaskóla

Á degi heilags Nikulásar, 6. desember, þegar börn í kaþólskum löndum fengu gjafir frá sínum jólasveini, komu íslenskir jólasveinar færandi hendi inn í lítil þorp og borgir í Suður-Bæheimi. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 136 orð

Sækja viðgerðir til Svíþjóðar

HELDUR lítið er um að vera á bílaverkstæðunum í Ósló og nærsveitum um þessar mundir en handan landamæranna í Svíþjóð er allt að þriggja mánaða bið eftir plássi. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð

Tilkynning hafði borist frá Landspítala Í...

Tilkynning hafði borist frá Landspítala Í frétt af kæru vegna meintra mistaka við fæðingaeftirlit á Landspítalanum, sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 6. desember sl. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 418 orð

Tjónið ekki aðeins talið í peningum

ÍBÚAR í Þrándheimi í Noregi eru afar slegnir yfir afleiðingum eldsvoðans, sem varð í miðbæ borgarinnar á laugardag, en þá brunnu til grunna nokkur gömul hús, sem mjög hafa sett svip á ásjónu miðbæjarins. Meira
10. desember 2002 | Landsbyggðin | 256 orð | 1 mynd

Tónleikar að Heimalandi

FJÓRIR kórar í Rangárvallasýslu héldu nýlega sína árvissu jólatónleika í upphafi aðventunnar. Tónleikarnir voru í Heimalandi og vorufyrir fullu húsi áheyrenda. Í kórunum voru um 90 manns sem hlýtur að teljast hátt hlutfall syngjandi fólks í um 3. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Tré ársins á Stóru-Giljá

TRÉ ársins 2002 voru útnefnd við athöfn við bæinn Stóru-Giljá í Austur-Húnavatnssýslu um helgina. Tré ársins eru tvö samstæð grenitré sem standa á hörðum bala í garðinum sunnan við íbúðarhúsið á Stóru-Giljá. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 262 orð

Tyrkir slaka á kröfum

Á SAMA tíma og svartsýni fer vaxandi í Tyrklandi á aðildarhorfur að Evrópusambandinu sagði tyrkneski utanríkisráðherrann Yasar Yakis í gær að Tyrkir gætu fallizt á hálfs árs frest á því að ESB ákvæði hvenær teknar skyldu upp aðildarviðræður við þá. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 342 orð

Um Íslenska sjónvarpsfélagið og uppruna þess

EFTTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Hólmgeir Baldurssyni, stofnanda Íslenska sjónvarpsfélagsins ehf., f.h. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Viðurkenning vegna Landskrár fasteigna

DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Sólveig Pétursdóttir, veitti í gær Þorleifi Pálssyni, sýslumanni í Kópavogi, og Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni á Selfossi, viðurkenningu fyrir brautryðjendastarf embættanna við þróun Landskrár fasteigna. Meira
10. desember 2002 | Erlendar fréttir | 323 orð | 2 myndir

Vilja nánari samvinnu

VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseti hvatti Atlantshafsbandalagið (NATO) til þess í gær að auka samstarf sitt við Rússa og lagði áherslu á að stækkun bandalagsins að landamærum Rússlands mætti ekki grafa undan gagnkvæmu trausti. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 373 orð

Vill reglur um tölvuleiki

TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra telur að aðgangur barna að ofbeldisfullum tölvuleikjum og kvikmyndum, auk vafasams efnis á Netinu, sé orðinn að vandamáli sem brýnt sé að taka föstum tökum. Óhjákvæmilegt sé því að setja reglur um skoðun tölvuforrita. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 238 orð | 5 myndir

Yfirlit

Nýr útvegsrisi? Kæmi til sameiningar Granda og Þorbjarnar-Fiskaness, í kjölfar kaupa Granda á 24% hlut í ÞF, yrði það annað stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með veiðiheimildir sem svarar til ígilda um 42.000 tonna af þorski eða um 9,5%... Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 279 orð

Yfirlýsing frá embætti forseta Íslands

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá embætti forseta Íslands. Tilefnið er frétt í DV í gær þar sem fjallað er um kostnað við forsetaembættið. Meira
10. desember 2002 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

Yfirmannsstöður auglýstar

AKUREYARBÆR hefur auglýst lausar til umsóknar stöður slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Akureyrar og rennur umsóknarfrestur út á Þorláksmessu. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 96 orð

Þingið og þjóðin kveða á kvæðaþingi

"ÞETTA horfir mjög vel enda munu þarna takast á þingið og þjóðin," sagði Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi Kvæðaþingsins á Selfossi, sem fram fer í kvöld á Hótel Selfossi klukkan 20.30. Meira
10. desember 2002 | Miðopna | 1342 orð | 1 mynd

Þrýst á stjórn Bush um að afsanna yfirlýsingu Íraka

Írakar tóku áhættu með því að árétta í nýrri skýrslu um vopnabúr sín að þeir réðu ekki yfir gereyðingarvopnum. Í Bandaríkjunum er fast lagt að stjórn landsins að leggja fram sannanir fyrir því að Írakar eigi slík vopn og hafi brotið gegn ályktunum öryggisráðs SÞ. Meira
10. desember 2002 | Innlendar fréttir | 197 orð

Öllu fé á Njálsstöðum fargað vegna riðu

ÖLLU fé á bænum Njálsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu hefur verið fargað eftir að riða greindist þar. Þetta er eina tilfellið af riðu sem hefur greinst á landinu í haust. Meira
10. desember 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 360 orð

Öryrkjar og aldraðir fá afslátt af fasteignaskatti

ELDRI borgarar og öryrkjar fá afslátt af fasteignaskatti í Garðabæ á næsta ári. Jafnframt verður tryggt að þeir tekjulægstu greiði engan fasteignaskatt. Meira

Ritstjórnargreinar

10. desember 2002 | Leiðarar | 409 orð

Lýðræði og lífeyrissjóðir

Á fulltrúaráðsfundi Landssamtaka lífeyrissjóða, er haldinn var í síðustu viku, var kynnt stefnumótun stjórnar Landssamtakanna til næstu ára. Það er margt athyglisvert sem kemur fram í þeirri framtíðarsýn. Meira
10. desember 2002 | Leiðarar | 435 orð

Samkeppni og einokun

Það hefur alltaf verið erfitt að tryggja raunverulega samkeppni á Íslandi. Því veldur fámenni þjóðarinnar og smæð markaðarins. Reynslan er sú í hverri atvinnugreininni á fætur annarri að ekki er pláss nema fyrir 2-3 fyrirtæki í hverri grein. Meira
10. desember 2002 | Staksteinar | 334 orð | 2 myndir

Útgerð og útlendingar

"Er það sérstakt réttlæti, að við megum eiga útgerðarfyrirtæki um heim allan en þeir ekki einn sporð hjá okkur?" spyr Vísbending. Meira

Menning

10. desember 2002 | Menningarlíf | 120 orð | 2 myndir

Aðventutónleikar á mannréttindadegi

ALÞJÓÐLEGI mannréttindadagurinn er í dag, 10. desember, og efnir Íslandsdeild Amnesty International til aðventutónleika í Neskirkju við Hagatorg kl. 20. Meira
10. desember 2002 | Menningarlíf | 250 orð | 1 mynd

Afrískar svipmyndir og fleira leikið í Salnum

TÓNLEIKAR í tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Meira
10. desember 2002 | Tónlist | 809 orð | 1 mynd

Bach meðal Íslendinga

Guðný Guðmundsdóttir leikur Prelúdíu og tvöfalda fúgu yfir nafnið B-A-C-H eftir Þórarin Jónsson, Sónötu nr. 1 í g-moll BWV 1001 eftir Jóhann Sebastian Bach, Sónötu eftir Hallgrím Helgason og Offerto: Í minningu Karls Kvaran listmálara, eftir Hafliða Hallgrímsson. Polarfonia Classics 2002. Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 347 orð | 3 myndir

Framtíðin í hljóði og mynd

MINORITY Report , framtíðartryllir gerður eftir smásögu Philip K. Dick með Tom Cruise í aðalhlutverki, er almennt talinn með betri myndum gullkálfsins Stevens Spielbergs og verður eflaust ofarlega á listum yfir frambærilegustu myndir ársins. Meira
10. desember 2002 | Menningarlíf | 128 orð | 1 mynd

Frásögn

Úr verbúð í víking - vestan hafs og austan 1. bindi nefnist bók Ólafs Guðmundssonar frá Breiðavík. Þar lýsir hann ævi sinni "upp á vestfirskan máta, þar sem hreinskilni og glettni er aðalsmerki frásagnarinnar". Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 333 orð | 2 myndir

Fyrst Potter, svo Bond, svo Potter, svo Bond

ÞÆR eru skemmtilegar sveiflurnar í bíóaðsókninni vestanhafs þessa dagana. Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 66 orð | 1 mynd

Hafið á Sundance

HAFIÐ eftir Baltasar Kormák verður sýnt á Sundance kvikmyndahátíðinni nafntoguðu sem fram fer í Salt Lake City í Bandaríkjunum dagana 16.-26. janúar næstkomandi. Meira
10. desember 2002 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Handknattleikur

Áfram Ísland er eftir Jón Kristján Sigurðsson. Hér er fjallað um íslenska karlalandsliðið í handknattleik og árangur þess á síðasta Evrópumóti. Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 253 orð | 1 mynd

Hó! hó! hó!

Leikstjóri: Michael Lembeck. Handrit: Don Rhymer o.fl. Kvikmyndatökustjóri: Adam Greenberg og Craig Haagensen. Tónlist: George S. Clinton. Aðalleikendur: Tim Allen, Elizabeth Mitchell, David Krumholtz, Eric Lloyd, Judge Reinhold, Wendy Crewson, Art LeFleur. 100 mín. Buena Vista. Bandaríkin 2002. Meira
10. desember 2002 | Menningarlíf | 35 orð

Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar...

Hrásalur, Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tónlistardeildar verða kl. 20. Steinunn Soffía Skjenstad sópran, Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðla, Sigrún Erla Egilsdóttir, selló, og Guðrún Rútsdóttir, básúnu. Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 268 orð | 2 myndir

Í biðröð yfir nótt

HÖRÐUSTU aðdáendur J.R.R. Tolkiens og Hringadróttinssögu létu sig hafa það að bíða yfir nótt til að næla sér í miða á sérstaka forsýningu á Turnana tvo . Salan fór fram í Nexus við Hverfisgötu, sem stendur fyrir sýningunni, og voru um 400 miðar í boði. Meira
10. desember 2002 | Menningarlíf | 69 orð

Kammer- og kirkjukór syngja í Vinaminni

KAMMERKÓR Reykjavíkur og Kirkjukór Akraness halda tónleika í Vinaminni á Akranesi í kvöld kl. 20. Meðal laga sem flutt verða er nýtt lag eftir Sigurð Bragason, stjórnanda Kammerkórs Reykjavíkur. Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 262 orð | 2 myndir

Meint ástarsamband kvikmyndastjörnunnar Gwyneth Paltrow og...

Meint ástarsamband kvikmyndastjörnunnar Gwyneth Paltrow og Chris Martin söngvara Coldplay er runnið út í sandinn - ef marka má nýjustu fregnir. Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 599 orð | 2 myndir

Mikil framför

Þú skuldar, breiðskífa XXX Rottweilerhunda. Meira
10. desember 2002 | Menningarlíf | 332 orð | 1 mynd

"Engin vanþörf á að dreifa bjartsýni um heiminn"

"JÚ, ég er bjartsýnn maður, og hef aldrei miklað fyrir mér það sem ég hef tekið mér fyrir hendur, " sagði Andri Snær Magnason eftir að hafa tekið við Íslensku bjartsýnisverðlaununum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, við athöfn... Meira
10. desember 2002 | Bókmenntir | 510 orð

Rétt notkun auðsins

eftir Klemens frá Alexandríu í þýðingu Clarence E. Glad sem einnig skrifar inngang, skýringar og viðauka. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag. 322 bls. Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Stórsöngvarar á skemmtun

SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar bauð til tónleika á sunnudag í tilefni þess að 100 ár verða liðin frá stofnun bankans þann 22. desember næstkomandi. Tónleikarnir voru haldnir í Kaplakrika fyrir fullu húsi. Meira
10. desember 2002 | Menningarlíf | 12 orð

Sýning framlengd

Myndlistarsýning B. Thor á markaðstorgi Eddufelli 8 er framlengd til 23.... Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 270 orð | 1 mynd

Sömu lagahöfundar og hjá Britney og J-Lo

UNNIÐ er að því að næsta plata Jóhönnu Guðrúnar verði gerð fyrir alþjóðlegan markað. Stefnt er að útgáfu næsta haust, að sögn Maríu Bjarkar Sverrisdóttur, útgefanda og umboðsmanns söngkonunnar ungu. Vinna við plötuna hefst strax í byrjun næsta árs. Meira
10. desember 2002 | Menningarlíf | 476 orð

Undratónar

Sigurður Flosason, sópranínó-, sópran-, altó-, tenór- og barrýtonsaxófóna; Gunnar Gunnarsson orgel. Sunnudaginn 8. desember. Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 473 orð | 1 mynd

Úr gullkistu sögunnar

Leikstjórn: Jean Renoir. Handrit: Jean Renoir og Charles Spaak. Kvikmyndataka: Christian Matras. Tónlist: Joseph Kosma. Aðalhlutverk: Jean Gabin, Pierre Fresnay, Eric Von Stroheim, Marcel Dalio, Dita Parlo. Sýningartími: 114 mín. Frakkland, 1937. Meira
10. desember 2002 | Fólk í fréttum | 234 orð | 1 mynd

Yfirburðir Almodovars

SPÆNSKI leikstjórinn Pedro Almodovar var ótvíræður sigurvegari Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2002 sem afhent voru við athöfn í Róm á laugardag. Meira

Umræðan

10. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 340 orð | 1 mynd

Alþjóðadagur Soroptimista 10. desember

MANNRÉTTINDADAGUR Sameinuðu þjóðanna er 10. desember. Síðan 1956 hefur Alþjóðasamband Soroptimista valið þennan sama dag sem alþjóðadag Soroptimista. Meira
10. desember 2002 | Aðsent efni | 145 orð | 1 mynd

Ábyrgð

"Hækkun leigu bitnar hvað verst á atvinnulausum og öryrkjum." Meira
10. desember 2002 | Aðsent efni | 268 orð | 1 mynd

Blekking borgarstjórans

"Tilgangurinn var augljóslega sá að fegra stöðu borgarsjóðs." Meira
10. desember 2002 | Aðsent efni | 659 orð | 1 mynd

Einkavæðum Þjóðkirkjuna

"Meðlimir þjóðkirkjunnar eru auðvitað allsendis vanhæfir til að semja um aðskilnað ríkis og kirkju við sjálfa sig vegna hagsmunaárekstra." Meira
10. desember 2002 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Heimsvæðing og mannréttindi

"Tengsl milli fátæktar og mannréttindabrota um heim allan verða æ ljósari." Meira
10. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 361 orð

Róið á röng mið

JAKOB Frímann Magnússon, tónlistarmaður og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík á dögunum, ritar grein í Morgunblaðið 7. desember um Reykjavíkurbréf blaðsins 17. nóvember. Meira
10. desember 2002 | Aðsent efni | 609 orð | 1 mynd

Slysahætta í Vestfjarðagöngunum

"Markmiðið með jarðgangagerð undir Breiðadals- og Botnsheiði var að allt svæðið milli Þingeyrar og Ísafjarðar yrði eitt atvinnu- og þjónustusvæði." Meira
10. desember 2002 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

Sturlungaöld hin nýja!

"Það sem við þurfum er réttlæti." Meira
10. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 432 orð | 1 mynd

Sumarlokun leikskólanna

LEIKSKÓLI barns á að vera staður þar sem barnið finnur sig öruggt og á heimavelli. Við sem þar störfum með börnunum teljum mikilvægt að börnin tengist okkur og félögunum í barnahópnum. Meira
10. desember 2002 | Aðsent efni | 751 orð | 1 mynd

Tilraunahagfræði

"Tilraunahagfræði hefur bæði skotið sterkari stoðum undir margar viðteknar hagfræðikenningar, en á sama tíma dregið verulega úr trúverðugleika annarra." Meira
10. desember 2002 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Um hvað er deilt?

"Efnahagsleg velmegun á Íslandi stendur og fellur með því að okkur auðnist að skilja lífríkið í hafinu." Meira
10. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 19 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur, Lilja Einarsdóttir og...

Þessar duglegu stúlkur, Lilja Einarsdóttir og Tara Matthíasdóttir, héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.775 til styrktar Rauða krossi... Meira
10. desember 2002 | Bréf til blaðsins | 37 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur, Sunnefa Gunnarsdóttir og...

Þessar duglegu stúlkur, Sunnefa Gunnarsdóttir og Marta María Árnadóttir, voru þátttakendur í tveimur tombólum og söfnuðu kr. 5.453 og 2.328 til styrktar Rauða krossi Íslands. Á myndina með þeim vantar Árna Frey Gunnarsson og Ástu Lilju... Meira

Minningargreinar

10. desember 2002 | Minningargreinar | 1516 orð | 1 mynd

ANDRI ÖRN CLAUSEN

Andri Örn Clausen sálfræðingur fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1954. Hann lést í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík hinn 3. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Hans Arreboe Clausen, málarameistari og leiðsögumaður í Kópavogi, f. 10.8. Meira  Kaupa minningabók
10. desember 2002 | Minningargreinar | 715 orð | 1 mynd

BRAGI ÁSGEIRSSON AUSTFJÖRÐ

Bragi Ásgeirsson Austfjörð fæddist á Akureyri 6. desember 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss föstudaginn 29. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 9. desember. Meira  Kaupa minningabók
10. desember 2002 | Minningargreinar | 799 orð | 1 mynd

GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON

Guðlaugur Guðmundsson fæddist 21. júlí 1914 í Sunnuhlíð í Vatnsdal. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 25. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 9. desember. Meira  Kaupa minningabók
10. desember 2002 | Minningargreinar | 1561 orð | 1 mynd

GUÐRÚN HLÍF GUÐJÓNSDÓTTIR

Guðrún Hlíf Guðjónsdóttir fæddist í Ási í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 9. desember 1914. Hún andaðist á Landspítala 9. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 18. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
10. desember 2002 | Minningargreinar | 1447 orð | 1 mynd

MAGDALENA S. BRYNJÚLFSDÓTTIR

Magdalena S. Brynjúlfsdóttir fæddist á Hvalgröfum á Skarðsströnd 17. nóvember 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Brynjúlfur Haraldsson, kennari og bóndi á Hvalgröfum, f. 12.10. Meira  Kaupa minningabók
10. desember 2002 | Minningargreinar | 1342 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR GYÐA SIGURÐARDÓTTIR

Sigríður Gyða Sigurðardóttir fæddist 13. desember 1934. Hún andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans - háskólasjúkrahúss við Hringbraut að kvöldi 29. nóvember síðastliðins. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson kaupmaður, f. 17. júní 1891, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
10. desember 2002 | Minningargreinar | 1324 orð | 1 mynd

SÍMON ÁSGEIR GRÉTARSSON

Símon Ásgeir Grétarsson fæddist á Selfossi 15. janúar 1950. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Grétar Símonarson fyrrv. mjólkurbústjóri, f. 18.2. 1920, og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir frá Akranesi, f.... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 260 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Und.

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Und.Ýsa 70 70 70 33 2,310 Und. Meira
10. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 292 orð | 1 mynd

Gert með von um gott samstarf

"GRANDI hefur lagt á það áherzlu á undanförnum árum að eiga hlutdeild í öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Meira
10. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 388 orð | 1 mynd

Grandi kaupir fjórðung í Þorbirni-Fiskanesi

GRANDI hf. hefur keypt hlutabréf í Þorbirni-Fiskanesi hf. að nafnverði 267 milljónir króna. Eignarhlutur Granda hf. er nú 24%, en var enginn áður. Kaupverð er ekki gefið upp í tilkynningi hjá Kauphöllinni en áætla má að það sé um 1,4 milljarðar króna. Meira
10. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 296 orð

Íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. verður Atorka hf.

BREYTING hefur verið gerð á nafni og fjárfestingarstefnu Íslenska hlutabréfasjóðsins hf. Nafn félagsins er nú Fjárfestingarfélagið Atorka hf. og megináhersla verður nú lögð á áhrifafjárfestingar. Meira
10. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 104 orð | 1 mynd

Marel semur um sótthreinsikerfi

MAREL hf. og Dis ehf. hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að Marel mun markaðssetja og dreifa Dis sótthreinsunarkerfinu á aðalmörkuðum sínum út um allan heim. Meira
10. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 117 orð | 1 mynd

Skýrr tengir skólana saman

MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Tómas Ingi Olrich, og forstjóri Skýrr hf., Hreinn Jakobsson, hafa undirritað samning um svonefnt FS-net. Um er að ræða háhraðanet sem tengir saman alla framhaldsskóla og símenntunarmiðstöðvar í landinu, samtals yfir 60 staði. Meira
10. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 111 orð

SR-mjöl kaupir í EGC

SR-mjöl hf. hefur gengið frá kaupum á 25% eignarhlut í grænlenska félaginu East Greenland Codfish A/S (EGC). EGC hefur með höndum útgerð grænlenska nótaveiðiskipsins SIKU GR 18-1 sem hefur til umráða um 30% af grænlenska loðnukvótanum. Meira
10. desember 2002 | Viðskiptafréttir | 211 orð | 1 mynd

United Airlines óskar gjaldþrotameðferðar

UNITED Airlines, annað stærsta flugfélag heims, hefur óskað eftir gjaldþrotameðferð og er stærsta flugfélag Bandaríkjanna sem óskað hefur eftir slíkri meðferð. Meira

Daglegt líf

10. desember 2002 | Neytendur | 202 orð | 2 myndir

Innan við helmingur verslana með verðmerkingar í lagi

Þegar Samkeppnisstofnun kannaði verðmerkingar í sýningargluggum 345 verslana á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desember kom í ljós að 59% verslana í Smáralind og 50% verslana í Kringlunni voru með óaðfinnanlegar verðmerkingar. Meira
10. desember 2002 | Neytendur | 741 orð | 1 mynd

Ódýrt í jólapakkann

Hægt er að fá "öðruvísi" jólagjafir í Góða hirðinum, sem er nytjamarkaður Sorpu. Ágóðinn fer til góðra málefna. Meira

Fastir þættir

10. desember 2002 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. desember, verður sjötug Ingibjörg Jónsdóttir, Kjarnholtum II í Biskupstungum. Hún er nú í óvissuferð með fjölskyldu sinni og verður því að heiman í... Meira
10. desember 2002 | Dagbók | 563 orð | 1 mynd

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Byrjað á kaffisopa og kl. 10.30 er boðið upp á skemmtigöngu um Laugardalinn eða upplestur úr góðum bókum fyrir þá sem ekki treysta sér í gönguna. Meira
10. desember 2002 | Fastir þættir | 323 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

Þrisvar á ári halda Bandaríkjamenn tíu daga bridsveislu, þar sem boðið er upp á spilamennsku frá morgni til kvölds í öllum flokkum. Þetta eru opin landsmót (Nationals) og kennd við árstíðirnar vor, sumar og haust. Meira
10. desember 2002 | Fastir þættir | 720 orð | 4 myndir

Fimmta reiðhöllin á Norðurlandi vestra vígð

Glæsileg 1.500 fermetra reiðhöll var vígð á Hólum í Hjaltadal á laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni og þar á meðal var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem opnaði formlega þessa langþráðu aðstöðu. Einnig var þar Valdimar Kristinsson sem hreifst mjög af þessari aðstöðubót á Hólaskóla. Meira
10. desember 2002 | Fastir þættir | 617 orð | 1 mynd

Guðlaug Þorsteinsdóttir Íslandsmeistari kvenna

29. nóv. - 8. des. 2002 Meira
10. desember 2002 | Dagbók | 879 orð

(II Sam. 4, 1.-2.)

Í dag er þriðjudagur 10. desember, 344. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Er Ísbóset sonur Sáls frétti, að Abner væri dauður í Hebron, féllust honum hendur, og allur Ísrael varð óttasleginn. Meira
10. desember 2002 | Dagbók | 30 orð

JÓLAVÍSA

Nei, hér er þá dálítil hjörð á beit og hjarðsveinn á aldri vænum. - Í hverri einustu Íslands sveit og afkima fram með sænum nú stendur hún jólastundin há með stjörnuna yfir... Meira
10. desember 2002 | Dagbók | 283 orð

Samvera syrgjenda í Grensáskirkju

SAMVERA á aðventu fyrir syrgjendur verður í Grensáskirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 20. Samveran er sérstaklega ætluð þeim sem hafa misst ástvin og vilja staldra við á aðventunni. Hún er fyrir alla fjölskylduna og öllum opin. Meira
10. desember 2002 | Fastir þættir | 160 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Ra6 8. He1 c6 9. Bf1 Bg4 10. d5 Rb4 11. Be2 a5 12. Bg5 Ra6 13. h3 Bd7 14. Rd2 Kh8 15. a3 Db6 16. Be3 c5 17. Rb5 Rg8 18. f4 Bh6 19. Hf1 Hae8 20. Db3 exf4 21. Bxf4 Bxf4 22. Hxf4 Rc7 23. Meira
10. desember 2002 | Viðhorf | 837 orð

Venjulegi maðurinn og sá góði

En þegar Hallgrímur Helgason fer að tala um sig sem venjulegan mann hér uppi á Fróni þá verður allt vitlaust, eins og þar með hafi illu orði verið komið á þennan þjóðfélagshóp. Meira
10. desember 2002 | Fastir þættir | 470 orð

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hefur fylgst með áformum enska knattspyrnufélagsins Arsenal um að byggja sér nýjan leikvang í Lundúnum. Meira

Íþróttir

10. desember 2002 | Íþróttir | 30 orð | 1 mynd

1.

1. deild karla ÍS - HK 0:3 (19:25, 19:25, 12:25) Stjarnan - Hamar 3:0 () Staðan: Stjarnan 65115:315 ÍS 64213:813 HK 53211:711 Þróttur R. 5238:118 Hamar 6060:180 1. deild kvenna Nato - Þróttur Nes. 0:3 (19:25, 11:25, 21:25) Staðan: Þróttur N. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 301 orð | 1 mynd

Ánægður en vildi stærri sigur

"ÉG átti ekki von á að ná strax svona miklu forskoti, langt í frá, en mínir menn voru vel stemmdir og tilbúnir," sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Gróttu/KR eftir leikinn. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Árni Gautur hefur aukið forskotið

ÅGE Hareide, nýráðinn þjálfari norsku meistaranna í knattspyrnu, Rosenborg, segir á heimasíðu félagsins að ekki sé enn öll nótt úti fyrir Espen Johnsen, varamarkvörð liðsins. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 438 orð

Átta stiga forysta Bæjara

BÆJARAR láta engan bilbug á sér finna í þýsku deildinni þó svo ekkert hafi gengið hjá félaginu í Evrópukeppninni. Liðið er með átta stiga forystu eftir góðan sigur á útivelli gegn Stuttgart og Dortmund skaust í annað sætið á meðan Bremen gerði jafntefli. Það er ljóst að Bæjarar geta haldið jólin hátíðleg og í góðu skapi því það er aðeins ein umferð eftir fyrir jól og ljóst að liðið verður með góða forystu yfir áramótin. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 126 orð

Damon strax gjaldgengur

Fái Damon Johnson íslenskan ríkisborgararétt fyrir jól eins og allt bendir til og við sögðum frá á laugardaginn, getur hann leikið með íslenska landsliðinu strax. Fyrir nokkru var reglum breytt varðandi þessi mál. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 453 orð

Danir lágu í því

DANIR frá Álaborg HSH lágu í því á Seltjarnarnesi á laugardaginn þegar þeir mættu sigurvissir til leiks við Gróttu/KR í Áskorendakeppni Evrópu því með gríðarlegri hörku tókst heimamönnum að brjóta sigurvissuna á bak aftur og sigra, 23:20. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 1020 orð | 2 myndir

Enginn hlær lengur að Everton

SÚ var tíðin að margir töldu að heimsbyggðinni stæði mest ógn af Kínverjum. Að því kæmi að þessi fjölmennasta þjóð heims sprengdi utan af sér sín eigin landamæri og þá væri voðinn vís. Slíkar vangaveltur heyra sögunni til. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 372 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild: Aston Villa - Newcastle...

England Úrvalsdeild: Aston Villa - Newcastle 0:1 Alan Shearer 82. - 33.446. Bolton - Blackburn 1:1 Jay-Jay Okocha 8. - Craig Short 90. - 24.556. Charlton - Liverpool 2:0 Jason Euell 36., Paul Konchesky 78. - 26.694. Everton - Chelsea 1:3 Gary Naysmith... Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 116 orð

Erla Dögg setti tvö telpnamet

ERLA Dögg Haraldsdóttir, ÍRB, setti tvö telpnamet á Norðurlandamóti unglinga í sundi um helgina, bætti met Írisar Eddu Heimisdóttur í 50 og 200 metra bringusundi. Erla Dögg synti 200 metrana á 2. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Gerg úr leik?

ÞÝSKA skíðakonan Hilde Gerg tekur líklega ekki frekari þátt í heimsbikarkeppninni á skíðum, en hún meiddist í brunkeppni um helgina. Gerg hafði sigrað á tveimur heimsbikarmótum í vetur og ætlaði sér sigur á því þriðja, en af því varð ekki. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 1094 orð | 1 mynd

Grótta/KR - Aalborg HSH 23:20 Íþróttahúsið...

Grótta/KR - Aalborg HSH 23:20 Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik karla. 16-liða úrslit - fyrri leikur, laugardaginn 7. desember 2002. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 40 orð

Guðmundur stóð sig vel

GUÐMUNDUR E. Stephensen, Íslandsmeistari undafarinna ára í borðtennis, stóð sig vel á Opna finnska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Hann lenti í 3.-4. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Guðni með Bolton á ný

GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, lék á ný með liði sínu eftir sex leikja fjarveru vegna meiðsla þegar það mætti nágrönnum sínum frá Blackburn á laugardaginn. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 822 orð | 1 mynd

Harkan fór illa í Danina

"ÞAÐ er einkennileg tilfinning eftir leikinn - ég er ánægður með hann, við gáfum okkur alla í hann og þetta danska lið er gott en mér fannst við eiga skilið að fá meira út úr leiknum," sagði Páll Þórólfsson úr Gróttu/KR eftir Evrópuleikinn við... Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Heimsbikarinn Beaver Creek, Colorado, Bandaríkjunum: Risasvig...

Heimsbikarinn Beaver Creek, Colorado, Bandaríkjunum: Risasvig karla: Didier Cuche, Sviss 1.18,83 Marco Büchel, Liechtenstein 1.18,91 Hannes Trinkl, Austurríki 1.18,93 Didier Defago, Sviss 1.19,02 Ambrosi Hoffmann, Sviss 1.19,11 Bode Miller, Bandar. 1. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 105 orð

Holland Heerenveen - Feyenoord 3:1 De...

Holland Heerenveen - Feyenoord 3:1 De Graafschap - Ajax 1:1 Willem II - Alkmaar 3:1 Utrecht - PSV Eindhoven 1:3 Twente - Groningen 0:0 Nijmegen - Vitesse 2:0 Waalwijk - Roda 3:1 Staðan: Ajax 15 11 4 0 40 :14 37 PSV 15 11 3 1 37 :8 36 Feyenoord 15 9 2 4... Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 182 orð | 1 mynd

* ÍRINN Padraig Harrington sigraði á...

* ÍRINN Padraig Harrington sigraði á golfmóti sem lauk í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag og er þetta þriðja mótið sem Harrington vinnur á sl. tveimur mánuðum. Fyrir sigurinn fékk Harrington rétt tæplega 90 milljónir ísl.kr. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 459 orð | 1 mynd

* ÍTALSKA knattspyrnufélagið Roma hefur óskað...

* ÍTALSKA knattspyrnufélagið Roma hefur óskað eftir því að dómarinn heimsfrægi, Pierluigi Collina , dæmi ekki framar leiki félagsins. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 374 orð | 1 mynd

* JAMES Beattie , sóknarmaður Southampton...

* JAMES Beattie , sóknarmaður Southampton , er orðinn markahæsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 261 orð | 1 mynd

* JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki...

* JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Real Betis sem vann Espanyol , 4:2, á útivelli í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 51 orð | 1 mynd

Keflavíkurstúlkur eru óstöðvandi í 1.

Keflavíkurstúlkur eru óstöðvandi í 1. deild í körfuknattleik. Þær unnu sinn níunda leik í röð á laugardaginn þegar þær lögðu Hauka að velli. Marín Rós Karlsdóttir sækir hér að körfu Hauka þar sem þær Ösp Jóhannsdóttir og Pálína M. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 390 orð | 1 mynd

* KEVIN Ratcliffe, fyrirliði Everton á...

* KEVIN Ratcliffe, fyrirliði Everton á síðasta blómaskeiði félagsins, á níunda áratugnum, er alsæll með dráttinn til 3. umferðar ensku bikarkeppninnar. Hann er nú knattspyrnustjóri Shrewsbury , sem fékk heimaleik gegn Everton . Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 45 orð

Kínverjarnir í Englandi

Li Tie Everton Miðjumaður. 25 ára. Fyrra félag: Liaoning Bodao. Hefur verið í byrjunarliði Everton í öllum leikjum á tímabilinu. Li Wei Feng Everton Varnarmaður. 24 ára. Fyrra félag: Shenzhen Pingan. Hefur leikið einn leik með Everton í úrvalsdeildinni. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

Magdeburg í miklu basli

MAGDEBURG tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu á sunnudaginn með naumum sigri á Panellinios frá Grikklandi, 30:29, á heimavelli sínum. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 304 orð | 1 mynd

* MAGNÚS Sigurðsson skytta var á...

* MAGNÚS Sigurðsson skytta var á leikskýrslu hjá FH gegn HK á sunnudaginn en kom þó ekkert inná. Hann er enn að jafna sig eftir meiðsli og óvíst hvenær hann kemst í gang. * VILHELM GAUTI Bergsveinsson var á leikskýrslu hjá HK á sunnudaginn. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 208 orð

Markverðirnir með völdin

MARIT Breivik landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik og hinn íslenski aðstoðarmaður hennar, Þórir Hergeirsson, fara ótroðnar slóðir er kemur að því að velja á milli þriggja markvarða liðsins í Evrópukeppninni sem fram fer í Danmörku... Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 517 orð | 2 myndir

Of stórt tap hjá Haukum á Spáni

"ÞETTA var of stórt tap, miðað við gang leiksins hefði fimm marka munur gefið betri mynd af leiknum," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, eftir að hans menn töpuðu fyrri leiknum við Ademar Leon, 29:21, í Leon á Spáni á sunnudaginn. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 255 orð | 1 mynd

"Er ekki hættur"

"NEI, ég er ekki búin að pakka atvinnumennskunni niður í kassa og setja þann draum til hliðar," sagði Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur er hann var inntur eftir því hvort hann væri hættur að reyna að komast inná evrópsku mótaröðina í golfi. Birgir Leifur vinnur þessa dagana hjá málarameistara og segir að töluverðar breytingar séu á döfinni fyrir keppnistímabilið sem hefst næsta vor. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 820 orð | 1 mynd

"Leikmenn voru hálfgerð vélmenni"

KEFLAVÍK átti ekki í teljandi vandræðum með hið unga lið Hauka úr Hafnarfirði þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardag. Keflavík sigraði 43:78 og tryggði stöðu sína á toppi deildarinnar enn betur en liðið hefur sex stiga forskot á Grindavík sem er í öðru sæti. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 273 orð | 1 mynd

"Tapið gegn City kveikti neistann "

ALEX Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að lið sitt sé komið af fullum krafti í baráttuna um enska meistaratitilinn eftir sigurinn á Arsenal, 2:0, á laugardaginn. Þar með munar aðeins þremur stigum á liðunum og Manchester United varð fyrsta liðið til að koma í veg fyrir að Arsenal skoraði í deildaleik síðan 15. maí árið 2001. Ensku meistararnir höfðu frá þeim tíma skorað í 55 leikjum í röð. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 211 orð | 1 mynd

"Vinnum leiki sem við hefðum tapað í fyrra"

CHELSEA er komið í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir annan sigur sinn á Everton á fjórum dögum. Chelsea vann leik liðanna á heimavelli í deildabikarnum síðasta miðvikudag, 4:1, og fylgdi því eftir með því að sigra, 3:1, á Goodison Park í Liverpool á laugardaginn. Eiður Smári Guðjohnsen var áfram á varamannabekk Chelsea en kom inn á fyrir Jimmy Floyd Hasselbaink sex mínútum fyrir leikslok. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 72 orð

Samið um Jóhann í Grindavík

JÓHANN R. Benediktsson, knattspyrnumaður frá Eskifirði, gekk um helgina til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

* SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Jónmundur...

* SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi heilsuðu uppá leikmenn í fylgd Kristjáns Guðlaugssonar, formanns handknattleiksdeildar Gróttu/KR. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 428 orð | 1 mynd

Skallagrímur - Haukar 76:104 Íþróttamiðstöðin Borgarnesi,...

Skallagrímur - Haukar 76:104 Íþróttamiðstöðin Borgarnesi, úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, sunnudaginn 8. desember 2002. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Slæmi kaflinn Dudek að kenna

GERARD Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, kennir pólska markverðinum Jerzy Dudek um ófarir liðsins síðustu vikurnar. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 51 orð | 1 mynd

SR - SA 2:7 Mörk/stoðsendingar SR:...

SR - SA 2:7 Mörk/stoðsendingar SR: Guðmundur Rúnarsson 1/0, Elvar Jónsteinsson 1/0, Árni Valdi Bernhöft 0/1, Guðmundur Björgvinsson 0/1. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 132 orð

Stuðningsmenn Stoke segja nei við Port Vale

STUÐNINGSMENN Stoke hafna því alfarið að nágrannaliðið Port Vale fái leyfi til þess að leika heimaleiki sína í framtíðinni á Britannia eins og hugmyndir hafa verið upp um og Gunnar Gíslason, stjórnarformaður Stoke, hefur gefið í skyn. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 155 orð

Ungverjaland líklegt á EM

RIÐLAKEPPNI Evrópukeppni kvennalandsliða í handknattleik lauk um helgina en leikið er í Danmörku. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 1232 orð | 1 mynd

Varnarleikur í molum

FÁTT var um varnir í Digranesi á sunnudaginn þegar FH sótti HK heim og skoraði úr meira en tveimur af hverjum þremur sóknum. Lengi var mjótt á munum en þegar HK vörnin skellti í lás og Ólafur Víðir Ólafsson lék listir sínar í sókninni skildu leiðir og HK vann 34:31. Stórleikur Loga Geirssonar með rúmlega helming marka FH dugði ekki til. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 239 orð

Verður kallað í Elvar Guðmundsson?

GREINT er frá því á heimasíðu danska handknattleiksliðsins Ajax/Farums í gær að markmaður liðsins Elvar Guðmundsson hafi verið valinn í íslenska landsliðið sem tekur þátt í HM í Portúgal. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 239 orð

Yfirburðir hjá Haukum

Leik Skallagríms og Hauka lauk með yfirburðarsigri Hauka 76:104. Fyrstu 15 mínútur þessa leiks bentu til þess að í aðsigi væri spennandi og skemmtileg viðureign þar sem fámennt lið Skallagríms hafði í fullu tré við sigurstranglegra lið Hauka. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Þekkti ekki reglurnar

"ÉG átti ekki von á svona leik enda voru bæði lið í vandræðum með tvo sérstaka dómara," sagði Lars Friis Hansen þjálfari Álaborgarliðsins eftir leikinn. Hann var ekki sáttur við dómarana framan af og lét það óspart í ljós. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 233 orð

Þjálfari Ademar óttast Halldór

MANOLO Cadenas Montañés, þjálfari Ademar Leon, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Haukum og sagði að úrslitin gæfu ekki rétta mynd af þeim mun sem væri á liðunum. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 229 orð

Þjálfarinn stal senunni

ÞÓR sigraði Selfoss 39:26 í hröðum leik á Akureyri sl. laugardag og stökk þar með upp í þriðja sæti deildarinnar en Selfyssingar eru enn án stiga á botninum. Miðað við stöðu liðanna var aðeins formsatriði hjá Þórsurum að sigra en gestirnir bitu frá sér fyrstu 10 mínúturnar og héldu jöfnu. Eftir það skiptu Þórsarar um gír og staðan í leikhléi var 21:14, sem þykja ekki ósennilegar lokatölur þegar áhersla er lögð á varnarleik. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 290 orð | 1 mynd

Þrettán spjöld og Brynjar fékk rautt

TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, og Gary McAllister, starfsbróðir hans hjá Coventry, sameinuðust í gagnrýni sinni á dómara leiks liðanna í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 446 orð

Þýskaland 1860 München - Leverkusen 0:3...

Þýskaland 1860 München - Leverkusen 0:3 Daniel Bierofka 10., Dimitar Berbatov 51., Oliver Neuville 89. - 20.000. Armenia Bielefeld - Hansa Rostock 3:0 Artur Wichniarek 45., 55., Bastian Reinhardt 81. Rautt spjald: Anders Jakobsson (Rostock) 59. - 19.109. Meira
10. desember 2002 | Íþróttir | 127 orð

Æfingamót í Lúxemborg

ÍSLENSKU landsliðin í körfuknattleik, bæði karla og kvenna, halda til Lúxemborgar á milli hátíðanna og taka þar þátt í æfingamóti. Karlaliðið mætir Englendingum, Lúxemborgurum og Kýpurbúum en kvennaliðið Englendingum, Lúxemborgurum og Svíum. Meira

Fasteignablað

10. desember 2002 | Fasteignablað | 82 orð | 1 mynd

Aðventuljósin

Þau voru æðimörg jólin sem Íslendingar þreyðu í myrkri skammdegisins, aðeins með grútartíru og kertaljós sér til lýsingar og hugarhægðar í svartasta skammdeginu. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 139 orð | 1 mynd

Afhentu Lagnakerfamiðstöðinni loftræstisamstæðu

Hátækni ehf. ásamt sænska stórfyrirtækinu FläktWoods afhentu fyrir skömmu Lagnakerfamiðstöð Íslands að Keldnaholti mjög fullkomna loftræstisamstæðu sem nota á til kennslu. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Á kaffihúsi í ljósadýrð

Margir fá sér kaffisopa í bæjarsnattinu. Á Café París situr fólk baðað ljósum við kaffisopann á... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 159 orð | 1 mynd

Básbryggja 7

Reykjavík - Fasteignasalan eign.is er nú með í sölu 4ra herbergja íbúð að Básbryggju 7 í Reykjavík. Íbúðin, sem er 105,3 fermetrar, er á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2000 og er steinsteypt. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 194 orð | 1 mynd

Birkigrund 65

Kópavogur - Fasteignasalan Borgir er nú með í sölu steinsteypt íbúðarhús við Birkigrund 65 í Kópavogi. Húsið var byggt 1974 og er 300 fm, þar af er tvöfaldur bílskúr 55 fm. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 939 orð | 3 myndir

Bryggjuhverfið fær heillegra yfirbragð

Fjölbýlishúsið hefur þrjár burstir, en hver burst myndar í raun sjálfstæða einingu, sem gefur húsinu sérstætt og fallegt yfirbragð. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúðir Þ.G. verktaka við Naustabryggju. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 698 orð | 1 mynd

Börn sjá ljósið - náttúrulega

EFTIR að greinin um áhrif lýsingar á heilsu manna birtist í Morgunblaðinu, hefur fjöldi einstaklinga haft samband og óskað eftir upplýsingum hvar hægt er að fá keyptar perur og lampa sem uppfylla þau skilyrði sem þar voru sett fram. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 114 orð | 1 mynd

Eyrarbakkakirkja

Eyrarbakkakirkja var vígð 14. desember 1890 af Hallgrími Sveinssyni biskup. Þá var engin brú á Ölfusá, hún kom ári seinna, svo að biskup fór með föruneyti ríðandi að ánni og með bát yfir. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 419 orð | 1 mynd

Flókagata 19

Reykjavík - Hjá fasteign.is er nú til sölu stórt og fallegt hús við Flókagötu 19. Húsið stendur neðarlega við Flókagötuna og er með opið útsýni yfir Miklatún og til suðurs. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 384 orð | 1 mynd

Fyrrum höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur til leigu

Orkuveita Reykjavíkur flytur með starfsemi sína í nýbyggingu sína við Réttarháls um áramótin og þá losnar allt húsnæði hennar við Suðurlandsbraut og Ármúla. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Gamaldags jólatré

Þessi jólatré við Hátún í Reykjavík eru skreytt "gamaldags" jólaseríum, með stórum ljósaperum eins og algengt var þegar jólaseríur í trjám utanhúss fóru að tíðkast á... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Gluggaseríur

SEríur í glugga eru mjög jólalegar, ekki síst í gömlum og vinalegum timburhúsum, t.d. í Vesturbæ... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 1141 orð | 4 myndir

Gott útsýni einkennir fjölbýlishús í byggingu við Lómasali

Sú hraða uppbygging, sem einkennir Salahverfið, fer ekki framhjá neinum, sem ekur þar um. Magnús Sigurðsson kynnti sér tvö fjölbýlishús við Lómasali. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 295 orð | 1 mynd

Hafnarstræti 18

Reykjavík - Eignamiðlunin er nú með í sölu húseignina Hafnarstræti 18 í Reykjavík. Þetta er timburhús, byggt 1905 og er stærð eignarinnar alls 680 ferm. með viðbyggingu en undir er 80 ferm. lagnakjallari. Húsið stendur á eignarlóð. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 674 orð | 4 myndir

Hús í Lège í Bordeaux eftir Anne Lacaton og Jean Philippe Vassal

SYSTKINI, sem áttu land í Frakklandi við strönd Atlantshafsins, báðu arkitektana Anne Lacaton og Jean Philippe Vassal að hanna þar hús, þar sem þau gætu eytt frístundum sínum. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 91 orð | 1 mynd

Hveragerðiskirkja

Bygging Hveragerðiskirkju hófst í júlí 1967. Kirkjan er teiknuð á teiknistofu Húsameistara ríkisins af Jörundi Pálssyni arkitekt. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Í fánalitum

Í gluggum Hótels Borgar hanga nú grenisveigar skreyttir jólaljósum í íslensku fánalitunum - vel viðeigandi þegar þess er gætt hverju hlutverki þetta gamla og virðulega hótel hefur gegnt í íslensku samfélagi í 72... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Jólabjallan

Jólabjallan sú arna hangir í gamla miðbæ Reykjavíkur og blasir við þegar gengið er niður... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Jólaljós

Jafnvel ljósastaurar bregða yfir sig jólalegum svip með hjálp starfsmanna Reykjavíkurborgar. Svona ljós skreyta miðbæinn í ár og eru til mikillar prýði í veðurblíðunni sem ríkt hefur... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Jólaljós

Jólaljósin í Hafnarstræti koma fólki í rétta... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Jólastjarnan mín...

Jólastjörnuna þekkja allir og hún er mörgum hugleikin á þessum tíma, enda er mikið um hana sungið og talað og hún er algeng sem götuskreyting, á jólatréstoppa, í seríum og svo... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 119 orð | 1 mynd

Klettahraun 11

Hafnarfjörður - Hjá fasteignasölunni Hraunhamri er nú til sölu einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr, samtals 183 ferm. Húsið stendur á rólegum og grónum stað við Klettahraun 11. Ásett verð er 20,9 millj. kr. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 148 orð | 1 mynd

Kotstrandarkirkja

Kotstrandarkirkja var vígð 1909 og kom þá ný kirkja í stað tveggja kirkna sem lagðar voru niður, þ.e. kirkjunnar í Arnarbæli og kirkjunnar að Reykjum. Þetta er járnvarin timburkirkja, en yfirsmiður við bygginguna var Samúel Jónsson. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 992 orð | 2 myndir

Lagnaefni framtíðar og örnasetur hertogans

ÞAÐ eru enn að gerast stórmerk tíðindi í lagnaheimi. Flestir héldu að það væri liðin tíð, plastbyltingin fyrir þrjátíu árum væri gengin yfir og ró á vettvangi. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 429 orð | 1 mynd

Laugavegur 35

Reykjavík - Fasteignasalan Tröð er nú með í sölu húseignina Laugaveg 35 í Reykjavík. Þetta er stein- og timburhús, byggt 1898 og er það 275 m 2 að stærð. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 40 orð | 1 mynd

Litla jólatréð

Þetta litla hvíta jólatré gleður auga þeirra sem leið eiga um Austurstræti og líta í glugga hins gamla Reykjavíkurapóteks. Þar er nú veitingahús þar sem margir tylla sér niður í jólaamstrinu til að fá sér kaffisopa og kannski eitthvað... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 38 orð | 1 mynd

Ljós í gluggum

Það eru svo sannarlega víða ljós í gluggum núna, seríur af öllu tagi eru að verða æ vinsælla jólaskraut og þær eru sumar þannig að vel má nota þær allt árið. Æ algengara er að það sé... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 22 orð | 1 mynd

Ljós í skammdeginu

Ljós eru vel þegin í skammdeginu sem er óvenjulega mikið þegar enginn er snjórinn. Margir verslunareigendur skreyta glugga sína veglega í... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 32 orð | 1 mynd

Ljós í trjám

Á Austurvelli hafa verið settar fjölmargar hvítar ljósaseríur í trjágróðurinn á miðjum Austurvelli og lýsa þær upp skammdegið öllum til gleði í kapp við nýja, stóra og ljósum skreytta jólatréð frá... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Ljósum skreyttar þakrennur

Svona ljós skreyta margar þakrennur á Íslandi nútímans, þetta eru falleg og vel viðeigandi jólaljós, minna helst á logandi... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Lýsandi jólasveigur

Þessi lýsandi jólasveigur fangaði athyglina - gerði umhverfið, snjólaust og dimmt, eitthvað svo... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 176 orð | 1 mynd

Ný krá í 106 ára gömlu húsi

Á DÖGUNUM var opnuð ný krá í kjallara gamla pakkhúss Kaupfélags Þingeyinga og heitir hún Pakkhúskjallarinn. Þar með er komin í gang starfsemi í öllum gömlu kaupfélagshúsunum. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 50 orð | 1 mynd

Uppstilling með flösku

Það er eitthvað heimilislegt við þetta listaverk Louisu Matthíasdóttur sem ber nafnið: Uppstilling með flösku. Það er í eigu Listasafns Reykjavíkur og er frá 1984. Louisa Matthíasdóttir fæddist 1917 og stundaði listnám í Kaupmannahöfn, París og New York. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 402 orð

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 867 orð | 1 mynd

Velferð, húsnæði og stjórnmál

UPP er komin athyglisverð skammdegisþræta um það hvort feður íslenska velferðarkerfisins hafi verið að finna innan raða vinstri flokkanna eða hvort landsfeður Sjálfstæðisflokksins - frá Ólafi Thors til Davíðs Oddssonar - hafi átt þar drýgstan hlut að... Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 988 orð | 7 myndir

Verkinu loksins lokið

Árið 1992 fluttust hjónin Guðlaugur Ágústsson og Sigríður Pálmadóttir í níutíu og fimm fermetra efri hæð í Hólmgarði 42. Ætlun þeirra var sú að byggja ofan á hæðina eins og þegar hafði verið gert á nokkrum húsum við Hólmgarðinn. Nú tíu árum síðar er verkinu loks lokið. Perla Torfadóttir ræddi við hjónin. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 1610 orð | 5 myndir

Þingholtsstræti 13

Ekki hafði verið búið í húsinu í meira en hálfan áratug, en utangarðsfólk hafði hreiðrað um sig þar. Freyja Jónsdóttir fjallar hér um merkilegt hús, sem tókst að bjarga og hvernig það verk var unnið. Það er næstum einsdæmi, hve vel hefur tekist til. Meira
10. desember 2002 | Fasteignablað | 239 orð | 1 mynd

Öldugata 42

Reykjavík - Eignalistinn er nú með í sölu fjögurra herbergja íbúð, 99 ferm. að stærð, á fyrstu hæð í þriggja íbúða húsi á Öldugötu 42 í Reykjavík. Um er að ræða steinhús sem reist var árið 1930. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.