Greinar miðvikudaginn 12. mars 2003

Forsíða

12. mars 2003 | Forsíða | 69 orð

Ísland hæst í Evrópu

EINN af hverjum tíu Íslendingum telst virkur í frumkvöðlastarfsemi eða 11,3%, sem er hæsta hlutfall í Evrópu samkvæmt nýrri alþjóðlegri rannsókn sem Háskólinn í Reykjavík framkvæmdi hér á landi með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, Nýsköpunarsjóðs... Meira
12. mars 2003 | Forsíða | 162 orð | 1 mynd

Óttast hrun flugfélaga komi til stríðs í Írak

KOMI til stríðs í Írak gæti tap bandarískra flugfélaga aukist um fjóra milljarða dollara, andvirði 300 milljarða króna, að sögn samtaka bandarískra flugfélaga, ATA, í gær. Meira
12. mars 2003 | Forsíða | 190 orð | 3 myndir

Sigurður stjórnarformaður - Hreiðar Már forstjóri

Á AÐALFUNDI Kaupþings banka hf., sem haldinn verður síðdegis í dag, og í kjölfar hans má gera ráð fyrir, að umtalsverðar breytingar verði gerðar á yfirstjórn bankans. Meira
12. mars 2003 | Forsíða | 378 orð | 1 mynd

Stjórn Bush tilbúin að hefja stríð án Breta

DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að stjórn George W. Bush forseta væri tilbúin að hefja stríð í Írak án Breta ef þörf krefði. Meira

Fréttir

12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 210 orð

Aðgerðir ráðherra lofa góðu um framhaldið

"ÞAÐ virðist vera skilningur hjá yfirvöldum á nauðsyn þess að bæta verulega þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir og þessar fyrstu aðgerðir lofa góðu um framhaldið," segir Ólafur Ó. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Aðstoðarvegamálastjóri

GUNNAR Gunnarsson hrl. hefur verið ráðinn í embætti aðstoðarvegamálastjóra. Gunnar var valinn úr hópi níu umsækjenda. Gunnar Gunnarsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1966 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1972. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 298 orð

Allir í sjómann!

SKÓLASTJÓRI sænsks gagnfræðaskóla vill að nemendur útkjái deilumál sín með því að fara í sjómann í stað þess að slást á göngum skólans. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 155 orð

Allt að helmingur til sprotafyrirtækja

SAMÞYKKT var á ríkisstjórnarfundi í gær að byggja á byggðaáætlun 2002-2005 við ráðstöfun 700 milljóna fjárveitingar til atvinnuþróunarverkefna á næstu 18 mánuðum. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 115 orð

Andstaða við hernaðaraðgerðir í Írak

AÐALFUNDUR Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar samþykkti ályktun þar sem lýst er yfir eindreginni andstöðu við hernaðaraðgerðir gegn Írak. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Áform um sameiningu Kýpur fara út um þúfur

TALSMENN Evrópusambandsins (ESB) hörmuðu í gær að viðræður um endursameiningu Kýpur, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa haft milligöngu um, skyldu hafa farið út um þúfur, en það þýðir að aðeins hinn gríski hluti eyjarinnar fær aðild að ESB á næsta ári - og... Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 829 orð | 1 mynd

Átök ólíkleg milli þjóða ESB

Brendan O'Leary er fæddur á Norður-Írlandi árið 1958. Hann er forstöðumaður Solomon Asch Center for the Study of Ethnopolitical Conflict og prófessor í stjórnmálafræði við Pennsylvaniu-háskóla í Bandaríkjunum. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 73 orð

Bráður skortur í Norður-Kóreu

UM 15 milljónir barna og kvenna í Norður-Kóreu þurfa á tafarlausri hjálp að halda til að tryggja afkomu sína, þrátt fyrir merki um batnandi hlutskipti fólks í landinu, sagði Mher Khan, svæðisstjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), í gær. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð | 2 myndir

Dagblöð í skólum

HINN 11. desember heimsóttu Morgunblaðið hinir hressu krakkar í 7.E í Álftanesskóla. Þau höfðu þá þegar tekið þátt í skólaverkefninu Dagblöð í skólum og komu til að forvitnast frekar um þá vinnu sem liggur að baki útgáfu dagblaða. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 145 orð

Davíð segir nóg komið af persónulegum árásum

"ÞAÐ er komið nóg af persónulegum árásum í aðdraganda kosninga og ég ætla því ekki að láta eftir mér að fjalla um þetta með þessum hætti," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra þegar Morgunblaðið hafði samband við hann til að leita viðbragða... Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 204 orð

Dulkóðun uppfyllir tæknileg skilyrði

ÍSLENSKA ríkið hefur verið sýknað af kröfu móður sem krafðist þess fyrir hönd ófjárráða dóttur sinnar að felld yrði úr gildi synjun landlæknisembættisins við því að upplýsingar úr sjúkraskrám um látinn föður hennar yrðu fluttar í gagnagrunn á... Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð

Eldhúsdagsumræður í kvöld

ALLT stefnir í að það takist að ljúka störfum Alþingis á þessu kjörtímabili á föstudag að sögn Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis. Þá verða um átta vikur til alþingiskosninga en kjördagur er 10. maí. Meira
12. mars 2003 | Miðopna | 586 orð | 1 mynd

Er ekki nóg komið, Ingibjörg Sólrún?

"Hitt er svo annað mál að framganga Ingibjargar Sólrúnar og fylgismanna hennar er farin að draga stjórnmálaumræðuna í aðdraganda kosninganna niður á áður óþekkt stig." Meira
12. mars 2003 | Miðopna | 740 orð | 1 mynd

Evrópa, Ísland og byggðamálin

"Og margir sem vel þekkja til telja að það væru hin nýju vinnubrögð í byggðamálunum sem mest munaði um ef Ísland gerðist aðili að ESB." Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Eykur völd leyniþjónustunnar

VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, jók í gær verulega völd rússnesku leyniþjónustunnar, FSB, sem er arftaki hinnar alræmdu stofnunar, KGB. Meira
12. mars 2003 | Miðopna | 711 orð | 1 mynd

Fjárreiður flokkanna

"...alls ekki nægjanlegt að flokkar taki það upp hjá sjálfum sér að opna bókhald sitt. Eitt verður yfir alla að ganga til að taka af vafa um óeðlileg fjárhagsleg tengsl flokka og fyrirtækja." Meira
12. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 100 orð | 1 mynd

Flotkvíarnar lagaðar

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa er með sjö flotkvíar í sjó í Eyjafirði, í tengslum við fiskeldi félagsins en aðeins er þó fiskur í þremur kvíum. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 334 orð

Flýtir breytingum milli kjötgreina

STEINÞÓR Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að ef ekki verði leitast við að jafna framboð á kjötmarkaði geti svo farið að markaðurinn breytist úr gífurlegu offramboði og miklu verðfalli yfir í skort á kjöti. Meira
12. mars 2003 | Landsbyggðin | 243 orð | 1 mynd

Foreldrar vilja löng helgarleyfi

FORELDRAR barna í grunnskólum Reykjanesbæjar kjósa frekar að börnin fái löng helgarleyfi en vikuleyfi yfir vetrartímann. Þetta er ein helsta niðurstaða skoðanakönnunar sem foreldrarnir tóku þátt í. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 113 orð

Framsókn og VG vinna á

FRAMSÓKNARFLOKKURINN og Vinstrihreyfingin-grænt framboð bæta við sig fylgi á kostnað Samfylkingarinnar í nýjustu könnun IBM sem gerð var fyrir Stöð tvö. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 169 orð

Frumvarpið lagt fram í áttunda sinn

JÓHANNA Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur í áttunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda í kosningum. Það hefur verið flutt á sjö síðustu þingum en ekki hlotið afgreiðslu. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 389 orð

Fræðslufundur Keldna verður á morgun, fimmtudag...

Fræðslufundur Keldna verður á morgun, fimmtudag 13. mars, kl. 12:20, í bókasafni Keldna, inngangur á norðanverðu húsi 2. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fundur um framtíð heilabilaðra

FIMMTUDAGINN 13. mars verður haldinn fundur kl. 13.30 á Hótel Loftleiðum með yfirskriftinni: "Framtíð einstaklinga með heilabilun". Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð

Fylgst verði með þróun samfélagsins á Austurlandi

ALÞINGI samþykkti í gær ályktun þess efnis að Byggðarannsóknastofnun Íslands, í samvinnu við Þróunarstofu Austurlands, verði falið að fylgjast með samfélagsbreytingum og þróun byggðar og atvinnulífs á því landsvæði þar sem áhrifa álvers- og... Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Fyrstu vetnisstöðinni var skipað í land í gær

FYRSTA vetnisstöðin kom til landsins í gær með Dettifossi og var skipað í land á Sundabakka. Vetnisstöðin er framleidd af Norsk Hydro í Noregi og verður útbúin til framleiðslu og afgreiðslu vetnis í gasformi til ökutækja. Meira
12. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 83 orð | 1 mynd

Glerjað milli Geysishúsa

VERIÐ er að glerja tengibyggingu milli Geysishúsanna í miðbæ Reykjavíkur. Í glerhýsinu verður ýmislegt að finna, s.s. sýningarsal fyrir Höfuðborgarstofu sem flyst inn í Geysishúsið við Aðalstræti á næstu vikum. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Grafið gegnt ríkisstjórninni

MALBIKIÐ virtist ekki ýkja mikil fyrirstaða þessari skóflugröfu í Bankastrætinu. Áhrifa framkvæmdanna gætir víða og ríkisstjórnin hefur væntanlega ekki farið varhluta af bramlinu þar sem hún sat og fundaði steinsnar í burtu í Stjórnarráðinu í gærmorgun. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 208 orð

Greiðir helming styrksins

LISTASAFN Reykjavíkur og Íslandssími hafa gert með sér nýtt samkomulag vegna loka á samstarfssamningi sem verið hefur í gildi milli aðilanna tveggja frá desemberlokum 2000. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð

Grunur um átök við Glaumbar

KARLMAÐUR sem fannst meðvitundarlaus með höfuðáverka við veitingahúsið Glaumbar aðfaranótt sunnudags er á batavegi á Landspítalanum og kominn af gjörgæsludeild. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 95 orð

Gæsluvarðhald framlengt

GÆSLUVARÐHALD yfir karlmanni, sem var handtekinn fyrir áramót í Hollandi og framseldur hingað til lands, hefur verið framlengt til 16. apríl. Fyrri gæsluvarðhaldsúrskurður rann út föstudaginn 7. mars. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Hámarksrefsing hækkar

ALÞINGI samþykkti í fyrradag frumvarp dómsmálaráðherra, Sólveigar Pétursdóttur, sem kveður m.a. á um hækkun hámarksrefsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Var frumvarpið samþykkt með 44 samhljóða atkvæðum. Meira
12. mars 2003 | Landsbyggðin | 284 orð | 1 mynd

Heilsudagur í Mývatnssveit

HEILBRIGÐISSTOFNUN Þingeyinga og Skútustaðahreppur buðu nýlega íbúum sveitarinnar til heilsudags í Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð

Heimsferðir fjölga ferðum

HEIMSFERÐIR hafa ákveðið að bæta við ferðum til Alicante á Spáni í mánuðina júní-ágúst í sumar vegna mikillar eftirspurnar. Að því er fram kemur í frétt frá félaginu er gripið til þessarar fjölgunar vegna þess að nú þegar er uppselt í mörg flug í sumar. Meira
12. mars 2003 | Landsbyggðin | 315 orð

Hjálparsveitin gengur til Reykjavíkur

HJÁLPARSVEIT Skáta í Hveragerði er um þessar mundir að kaupa nýja björgunarbifreið. Í dag á sveitin tvær bifreiðar en önnur er orðin óhæf til björgunarstarfa og því aðkallandi að fá nýja í hennar stað. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 461 orð

Hugsanlegur hagsmunaárekstur vegna undirskriftar

GÍSLI Baldur Garðarsson hæstaréttarlögmaður hefur tilkynnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra geti hann ekki flutt málsvörn áfram fyrir hans hönd í máli sem Dalsmynni ehf. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 95 orð

IMF óttast langt stríð

ALÞJÓÐA gjaldeyrissjóðurinn (IMF) áætlar að langvinn hernaðarátök í Írak gætu dregið úr hagvexti í heiminum um allt að tvö prósent, að því er þýska viðskiptablaðið Handelsblatt greindi frá í gær. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Ingvar leikur þrátt fyrir tábrot

INGVAR E. Sigurðsson leikari tábrotnaði á æfingu í Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld þar sem verið var að æfa áhættuatriði í sirkusstíl í Rómeó og Júlíu. Var hann settur í gifs, en ætlar engu að síður að leika tábrotinn á 28. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 175 orð

Ísland verður heiðursþjóð í hlaupinu

ÍSLAND hefur verið tilnefnd heiðursþjóð í alþjóðlegu maraþoni sem fram fer árlega í Washington-borg. Í ár fer hlaupið fram 23. mars nk. Auðunn Atlason, sendiráðunautur í Washington, segir mótið hafa alþjóðlegan blæ. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 1052 orð | 1 mynd

Íslendingar taki aukinn þátt í vörnum landsins

TIL að tryggja varnir Íslands á 21. öld verður áfram að byggja á varnarsamstarfinu við Bandaríkjamenn en Íslendingar verða jafnframt að taka aukna ábyrgð og frumkvæði í vörnum landsins. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 134 orð

Kálfur heimtist eftir vetrarútigöngu

ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem kálfar heimtast eftir vetrarútigöngu. Slíkt gerðist þó á Stað í Reykhólasveit á sunnudag. Í haust sluppu fjórir kálfar úr rekstri þegar verið var að reka þá frá bænum Hlíð í Þorskafirði að Stað og Árbæ á Reykjanesi. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 185 orð

Kirkjukenningar réttlæti morð á Saddam

SÆNSKUR klerkur segir að betra væri að drepa Saddam Hussein, forseta Íraks, heldur en varpa sprengjum á írösku þjóðina. Telur hann að þetta geti verið réttlætanlegt út frá kenningum kirkjunnar. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð

Kópavogshöfn verði aðaltollhöfn

FRUMVARPI fjármálaráðherra, Geirs H. Haarde, um að Kópavogshöfn verði aðaltollhöfn var vísað til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í gær. Meira
12. mars 2003 | Miðopna | 459 orð | 1 mynd

Kvenfrelsi - Réttlæti

"Síðustu tólf ár hafa verið ár einkavæðingar, tólf feit ár atvinnurekenda en tólf mögur ár launamanna." Meira
12. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 313 orð

Leitarbúnaður settur upp í flugstöðinni

UNNIÐ er að því að setja upp gegnumlýsingatæki í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli, í samræmi við hertar öryggisreglur í millilandaflugi sem tóku gildi um síðustu áramót. Meira
12. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 155 orð

Mikil eftirspurn eftir sumarvinnu

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samþykkt að undirbúa aðgerðir, sem miða eiga að því að tryggja ungu fólki atvinnu næstkomandi sumar. Er stefnt að því að tillögur þess efnis verði lagðar fyrir bæjarráð. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 93 orð

Ofurbakteríur breiðast út

NÝ afbrigði af ofurbakteríu, sem lengi hefur verið vandamál á sjúkrahúsum, breiðist nú út meðal fólks utan þeirra, að því er BBC greinir frá. Meira
12. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 103 orð

Opið hús hjá Svartfugli

OPIÐ hús verður hjá Svartfugli í Listagilinu á Akureyri á laugardagi 15. mars frá kl. 14 til 17. Þær breytingar hafa átt sér stað í rekstrinum að nú er þar vinnustaður fjögurra listakvenna. Meira
12. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Perlur úr óperum

LEIKHÚSKÓRINN efnir til tónleika í Samkomuhúsinu á Akureyri á fimmtudagskvöld, 13. mars og hefjast þeir kl. 20. Á tónleikunum syngur kórinn perlur úr óperum, óperettum og söngleikjum, m.a. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 475 orð | 1 mynd

"Nyet, No, Non"

FRAKKAR og Rússar hafa lýst yfir, að þeir muni beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna verði lögð fyrir það tillaga, sem heimilar hernað gegn Írak. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 496 orð

"Sálarfrumurnar" fundnar

FRANCIS Crick, annar mannanna sem uppgötvuðu DNA-hringstigann, hefur nú birt rannsóknarniðurstöður sem útskýra sálina og tengja mannssálina við tilteknar taugafrumur í heilanum. Frá þessu greinir breska blaðið The Sunday Times sl. sunnudag. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 138 orð

"Skógar í umhverfinu" Landvernd og Skógræktarfélag...

"Skógar í umhverfinu" Landvernd og Skógræktarfélag Íslands halda ráðstefnu föstudaginn 14. mars kl. 13-18, í Mörkinni 6 í Reykjavík. Erindi halda m.a. Meira
12. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 297 orð

"Viljum halda því sem við höfum haft"

BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ leggjast eindregið gegn sameiningu Heilsugæslu Mosfellsumdæmis við heilsugæsluna í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi bæjarráðs í síðustu viku að tillögu bæjarstjóra. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 140 orð

Réttarstaða samkynhneigðra verði könnuð

ALÞINGI samþykkti í gær ályktun þess efnis að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd til þess að gera úttekt á réttarstöðu samkynhneigðs fólks á Íslandi. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 133 orð

Ríkið geri ekki kröfur í þinglýstar eignir

KRISTJÁN Pálsson, þingmaður utan flokka, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að Alþingi álykti að skora á fjármálaráðherra að draga nú þegar til baka kröfulýsingu sína um þjóðlendur þar sem kröfurnar nái yfir þinglýst eignarlönd bænda... Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 274 orð

Ríkisábyrgðir orðnar 454 milljarðar

LÁNASÝSLA ríkisins hefur endurunnið og uppfært tölur um stöðu ríkisábyrgða árin 1997-2002. Skráðar ríkisábyrgðir hafa vaxið verulega á tímabilinu eða úr 199 milljörðum árið 1997 í liðlega 454,6 milljarða í lok árs 2002. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 904 orð | 1 mynd

Ræðan vakti undrun og hryggð

SÉRA Jón Helgi Þórarinsson, formaður Prestafélags Íslands, segir að ræða séra Hjartar Magna Jóhannssonar, prests Fríkirkjusafnaðarins, sl. sunnudag hafi ekki aðeins vakið undrun sína heldur einnig hryggð. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 850 orð | 1 mynd

Segir reynt að skrá utanþjóðkirkjufólk vegna trúfélagsgjalda

SÉRA Hjörtur Magni Jóhannsson, sóknarprestur Fríkirkjunnar, gagnrýndi formann Prestafélags Íslands í útvarpspredikun sl. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 356 orð | 2 myndir

Segja skattbyrðina hafa aukist

ÓLAFUR Ólafsson, formaður Félags eldri borgara, segir að skattbyrði einstaklinga hafi hækkað síðan núverandi skattkerfi var tekið upp árið 1988. Orsökin sé sú að skattleysismörk hafi í gegnum tíðina dregist verulega aftur úr launaþróun. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 144 orð

Segja upp vegna Íraksmálanna

HÁTTSETTUR fulltrúi í áströlsku leyniþjónustunni sagði í gær af sér í mótmælaskyni vegna þeirrar hörðu afstöðu sem áströlsk stjórnvöld hafa tekið í Íraksmálinu. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 119 orð

Skákskóli Hróksins og Eddu

SKÁKSKÓLI Hróksins og Eddu tekur til starfa í Rimaskóla í Grafarvogi og Melaskóla í Vesturbænum um næstu helgi. Skólinn er ókeypis og opinn öllum börnum á grunnskólaaldri, sem lært hafa mannganginn. Skákskólinn mun starfa næstu tólf vikur. Meira
12. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

Skíðanámskeið fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli

VETRARÍÞRÓTTIR fatlaðra verða teknar fyrir á þremur námskeiðum í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar á næstunni, sem ætluð eru bæði iðkendum og leiðbeinendum. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Skjálftamælar settir niður á Mýrdalsjökli

ÞRÍR jarðvísindamenn voru í gær á Mýrdalsjökli að koma fyrir skjálftamælum á Austmannsbungu og Entukollum. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Sóru eiða sem dómarar við sakamáladómstólinn

ÁTJÁN dómarar við Alþjóðasakamáladómstólinn voru í gær svarnir í embætti en um er að ræða fyrsta varanlega dómstólinn, þar sem hægt verður að sækja menn til saka fyrir stríðsglæpi. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 305 orð

Spáð verðlækkun til sauðfjárbænda í haust

STJÓRNENDUR tveggja stærstu afurðasölufyrirtækja landsins telja flest benda til þess að skilaverð til sauðfjárbænda muni lækka í haust. Þetta sé afleiðing mikils offramboðs á kjötmarkaði. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Stefnt að 7% fjölgun ferðamanna

VERULEGUR árangur hefur náðst í að fjölga ferðamönnum til Íslands að undanförnu og stefna Flugleiðir að því að ferðamönnum hingað fjölgi um 7% á ári, að sögn Harðar Sigurgestssonar, stjórnarformanns Flugleiða, á aðalfundi félagsins í gær. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 110 orð

Stjórnvöld fullgildi samþykkt um uppsagnir

FÉLAGSFUNDUR í Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld eru minnt á að hjá þeim hefur í mörg ár legið til afgreiðslu erindi frá Alþjóðavinnumálastofnuninni. Um er að ræða samþykkt nr. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð

Styttist í niðurstöðu

RÍKISSTJÓRNIN ræddi hugmyndir að fyrirkomulagi um rekstrarstyrk til meðferðarheimilisins Byrgisins í gær. Byrgið hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum. Að sögn Birkis J. Meira
12. mars 2003 | Landsbyggðin | 133 orð

Suðurfréttir koma út

SUÐURFRÉTTIR, nýtt blað sem dreift verður með pósti vikulega til allra íbúa á Suðurlandi og Suðurnesjum, kemur út í fyrsta skipti í dag. Blaðinu er einnig dreift í öll stærri fyrirtæki og stofnanir í kjördæminu. Meira
12. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Sælir eru syrgjendur

SAMVERUSTUND verður í Glerárkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 12. mars og hefst hún kl. 20.30. Leikin verður tónlist og flutt hugleiðing. Yfirskrif samverustundarinnar er: "Sælir eru syrgjendur því þeir munu huggaðir verða". Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 153 orð

Tillögur verði gerðar um tekjuöflun Flugmálastjórnar

MEIRIHLUTI samgöngunefndar Alþingis mælist til þess að samgönguráðherra vinni nýjar tillögur um tekjuöflun og rekstur Flugmálastjórnar Íslands og að þær verði kynntar á Alþingi næsta haust í tengslum við gerð fjárlaga fyrir árið 2004. Meira
12. mars 2003 | Landsbyggðin | 219 orð

Tveimur hafnarstarfsmönnum sagt upp

TVEIMUR af fimm starfsmönnum Sandgerðishafnar verður sagt upp. Taka uppsagnirnar gildi 1. apríl næstkomandi. Starfsmenn hafnarinnar munu taka að sér afgreiðslu fyrir Ísverksmiðjuna í kjölfar endurskipulagningar hafnarinnar. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 236 orð

Tæknin og fiskveiðarnar Ráðstefna á vegum...

Tæknin og fiskveiðarnar Ráðstefna á vegum Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands, sem ber yfirskriftina Tæknin og fiskveiðarnar, verður haldin í dag, miðvikudaginn 12. mars kl. 13, að Engjateigi 9. Meira
12. mars 2003 | Miðopna | 614 orð | 1 mynd

Tökum umbúðirnar utan af "umræðustjórnmálunum"

"Ekki má lengur ræða orð, gjörðir og loforð sem fylkingarfólk sameinaðist um. Það er víst ekki nógu smart fyrir nýja töfraorðið, og kannski ekki nógu heppilegt heldur." Meira
12. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 256 orð | 1 mynd

Umferð í Smáralind til vandræða á Arnarnesvegi

UMFERÐ um Arnarnesveginn hefur margfaldast frá því sem áður var áætlað síðan verslunarmiðstöðin Smáralind kom til sögunnar. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 280 orð | 2 myndir

Umskurður verði bannaður í íslenskum lögum

ÞRÍR þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um bann við umskurði á kynfærum kvenna. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 359 orð

Undirskriftir gegn lögleiðingu eiturlyfja

SAMTÖKIN Vímulaus æska hafa hrundið af stað þjóðarátaki gegn lögleiðingu ólöglegra eiturlyfja. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð

Unnið verði að tillögum í loðdýrarækt

FJÓRIR þingmenn út þingflokkum stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að landbúnaðarráðherra verði falið að skipa fimm manna starfshóp sem hafi það hlutverk að koma með tillögur til úrbóta fyrir loðdýrarækt í landinu. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 349 orð

Úrræði vantar fyrir 3% grunnskólabarna

FINNBOGI Sigurðsson formaður Félags grunnskólakennara segir að 3% allra grunnskólabarna eigi við verulegar hegðunar- og tilfinningaraskanir að stríða og viðeigandi meðferðarúrræði vanti fyrir þennan hóp. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð

Vann ein sesar-verðlaun Kvikmynd Sólveigar Anspach,...

Vann ein sesar-verðlaun Kvikmynd Sólveigar Anspach, Hertu upp hugann!, vann til sesar- verðlauna fyrir besta leik í aðalkvenhlutverki haustið 2000 og var tilnefnd fyrir bestu frumraun, besta leik í kvenhlutverki og besta unga leikarann. Meira
12. mars 2003 | Landsbyggðin | 66 orð | 1 mynd

Veghefill aðstoðar dráttarbíl í Gatnabrún

TÖLUVERÐ hálka hefur verið í Mýrdalnum eftir að það gerði snjógráða um síðustu helgi. Kalla varð út veghefil frá Vík til aðstoða dráttarbíl með stóra gröfu sem hafði lent útaf í Gatnabrún í Mýrdal og dró hann dráttarbílinn upp brúnina. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 84 orð

VG á Suðurnesjum funda um atvinnu-,...

VG á Suðurnesjum funda um atvinnu-, sjávarútvegs- og Evrópumál á morgun, fimmtudginn 13. mars kl. 20, í kosningamiðstöð Vinstri grænna á Suðurnesjum, Hafnargötu 54 í Keflavík. Frummælendur verða: Steingrímur J. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Vilja fá að vita hverjir njósnuðu

UM þrjú þúsund Rúmenar komu saman í miðborg Búkarest í gær til að krefjast þess að gerðar verði opinberar upplýsingar um það hverjir njósnuðu á sínum tíma um samborgara sína fyrir rúmensku leynilögregluna, Securitate. Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 155 orð

Vill vitkun með genastýringu

BANDARÍSKI vísindamaðurinn James Watson, sem ásamt Bretanum Francis Crick uppgötvaði DNA-hringstigann fyrir um hálfri öld, olli nokkurri úlfúð í síðasta mánuði þegar hann lét í ljósi þá skoðun sína að ekkert væri athugavert við að gáfur fólks væru auknar... Meira
12. mars 2003 | Erlendar fréttir | 339 orð | 2 myndir

Þingforseti fellur frá

IVAR Hansen, forseti danska þjóðþingsins, er látinn, 64 ára að aldri. Banamein hans var ekki nefnt er greint var frá andláti hans í Kaupmannahöfn í gær. Hansen, sem var þingmaður Venstre, hafði gegnt þingforsetaembættinu frá því árið 1998. Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag en þá verða fyrirspurnir til ráðherra. Um hádegi verður gert hlé fram til kl. 19.50 en þá hefjast svokallaðar eldhúsdagsumræður eða almennar... Meira
12. mars 2003 | Innlendar fréttir | 363 orð

Þjónusta efld við börn og ungmenni með geðraskanir

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögur Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra um aukna þjónustu við börn og ungmenni sem stríða við geðraskanir. Meira

Ritstjórnargreinar

12. mars 2003 | Leiðarar | 505 orð

Deilur um trúfélagsaðild

Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, gagnrýndi í prédikun sl. sunnudag tölvubréf, sem Jón Helgi Þórarinsson, formaður Prestafélags Íslands, sendi á póstlista presta 27. febrúar síðastliðinn. Í tölvubréfinu segir m.a. Meira
12. mars 2003 | Staksteinar | 360 orð

- Fjármál stjórnmálaflokkanna

Tillögur um að skylda stjórnmálaflokka til að opna bókhald sitt, eins og víða tíðkast, hafa ekki sízt komið frá Samfylkingunni, en Jóhanna Sigurðardóttir hefur t.d. margflutt frumvarp þess efnis ásamt fleiri þingmönnum. Meira
12. mars 2003 | Leiðarar | 512 orð

Ljós í myrkrinu?

Deilur Ísraela og Palestínumanna hafa um nokkurt skeið verið í slíkri sjálfheldu að fátt hefur gefið tilefni til bjartsýni. Meira

Menning

12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 239 orð | 1 mynd

Að fanga...

SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld kl. 22.35 nýja sex þátta röð sem kallast Hamingjuleit eða Happiness . Um er að ræða breska gamanþætti og hér segir af Danny nokkrum Spencer, höfundi vinsællar hetju í barnaþáttum bjarnar sem ber nafnið Dexter. Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 167 orð | 5 myndir

Bara föt eða tíska?

OFT hefur verið sagt að í París sé tískan sköpuð en hönnuðir í Mílanó og New York búi aðeins til föt. Þetta virðist allavega vera satt í sýningum hins þekkta, breska hönnuðar Johns Gallianos. Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 302 orð | 1 mynd

BRESKA sveitin The Cure hefur undirritað...

BRESKA sveitin The Cure hefur undirritað þriggja platna samning við fyrirtæki upptökustjórans Ross Robinsons , Artist Direct. Eru Cure á mála hjá undirmerki þess sem kallast I Am Recordings. Meira
12. mars 2003 | Menningarlíf | 77 orð | 1 mynd

Fiðla og harpa á Háskólatónleikum

FIÐLAN og harpan verða í aðalhlutverkum á Háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Þessi sérstæða hljóðfærasamsetning verður í höndum þeirra Laufeyjar Sigurðardóttur fiðluleikara og Elísabetar Waage hörpuleikara. Meira
12. mars 2003 | Menningarlíf | 274 orð | 1 mynd

Fjölbreytt fágæti

EYDÍS Franzdóttir óbóleikari, Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari og Guðrún Edda Gunnarsdóttir mezzósópran flytja verk eftir Caplet, Head, Elínu Gunnlaugsdóttur, Ibert, Albéniz, Fauré, Rubbra og Musto á tónleikum kennara Tónlistarskóla Kópavogs sem... Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 301 orð | 2 myndir

FORSVARSMENN Óskarsverðlaunahátíðarinnar lýstu því yfir í...

FORSVARSMENN Óskarsverðlaunahátíðarinnar lýstu því yfir í gær að hátíðinni yrði ekki frestað vegna hugsanlegs hernaðar Bandaríkjanna gegn Írak en Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles 23. mars. Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Hringavitleysa

SERBNESKA sjónvarpsstöðin Enigma í Belgrad hefur lyft sjóræningjamennsku hvað listrænar afurðir varðar upp á nýtt og skuggalegra plan. Meira
12. mars 2003 | Menningarlíf | 1622 orð | 3 myndir

Hús er hús er hús

ÉG hafði fengið tölvupóst þar sem mér var tjáð að Færeyingar óskuðu eftir að tveir Íslendingar tækju þátt í gerð steinþrykkja til upphengingar í klefa nýju Norrænu, jafnframt að æskilegt að þau yrðu gerð hér á landi. Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Hættuástand í líkhúsinu

LEIKKONAN Jill Hennesy leikur Dr. Jordan Cavanaugh í þáttaröðinni Réttarlæknirinn ( Crossing Jordan ) sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Cavanaugh læknir er þekkt fyrir að gegna kalli skyldunnar og meira til og leggur mikið á sig til að leysa glæpamál. Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 275 orð | 1 mynd

Kynlífsverkfall gegn stríði

LEIKFÉLAG Kvennaskólans, Fúría, frumsýnir leikritið Lýsiströtu í leikstjórn Stefáns Jónssonar í Austurbæ í kvöld. Eins og margir vita er Lýsistrata grískur gamanleikur eftir Aristófanes. Meira
12. mars 2003 | Bókmenntir | 739 orð

Listin í þágu lostans

Eftir Philip Roth. Rúnar Helgi Vignisson þýddi. Bjartur 2003, 143. bls. Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Ljóð og söngvar á árshátíð Hvolsskóla

NEMENDUR í 1.-7. bekk Hvolsskóla héldu árshátíð sína með söngvagleði mikilli. Kölluðu þau hátíðina menningarvöku og buðu gestum og gangandi að fylgjast með dagskrá sem einkenndist af ljóðum og söngvum, bæði innlendum og erlendum. Meira
12. mars 2003 | Menningarlíf | 505 orð | 1 mynd

Með Pacifica er Carter ljúfur í eyra

PACIFICA strengjakvartettinn sem skipaður er Sigurbirni Bernharðssyni fiðluleikara og þremur bandarískum félögum hans er enn í fréttum bandarískra dagblaða fyrir frábæra túlkun á strengjakvartettum Elliots Carters. Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 139 orð | 2 myndir

Merkur viðburður á myndlistarsviðinu

SÝNING á verkum listmálarans Helga Þorgils var opnuð á Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum um helgina. Í tilkynningu frá safninu segir að þetta sé án efa "einn af merkari viðburðum ársins á myndlistarsviðinu". Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 174 orð | 9 myndir

Munúð og dulúð

MUNÚÐARFULL föt voru lykilatriði í sýningu Tom Ford fyrir Yves Saint Laurent Rive Gauche á tískuvikunni í París. Hönnuðir sýna tískuna fyrir næsta vetur og samkvæmt Ford verður nóg um kvenleg klæði eins og silki, blúndur, pífur og pelsa. Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 94 orð | 2 myndir

Nói nartar í Ofurhugann

OFURHUGINN Ben Affleck heldur stöðu sinni eftir helgina en fast á hæla hans kemur albínói Dags Kára, hann Nói. Annars kíkir allnokkur fjöldi nýrra mynda inn á listann þessa vikuna. Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 66 orð | 1 mynd

Síðasta æfingin

ÞESSI mynd var tekin í júní árið 1994 og kom fyrst fyrir sjónir manna í gær. Meira
12. mars 2003 | Menningarlíf | 105 orð | 2 myndir

Súfistinn, Laugavegi 18 kl.

Súfistinn, Laugavegi 18 kl. 20.30 Í tilefni af útgáfu bókarinnar Hin feiga skepna eftir Philip Roth í íslenskri þýðingu Rúnars Helga Vignissonar efnir Bjartur til útgáfuhátíðar undir yfirskriftinni "Karldýr í útrýmingarhættu? Meira
12. mars 2003 | Fólk í fréttum | 45 orð | 1 mynd

Vaknað í frumskógi

SVOKALLAÐIR Vakningardagar fóru fram í Flensborgarskóla í Hafnarfirði í síðustu viku. Á dagskrá voru skemmtiatriði, fyrirlestrar og ýmiss konar afþreying fyrir nemendur skólans. Einnig var haldin vel heppnuð árshátíð. Meira

Umræðan

12. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 16 orð | 1 mynd

Ég hef það á tilfinningunni að...

Ég hef það á tilfinningunni að við eigum eftir að fá á okkur kæru vegna... Meira
12. mars 2003 | Aðsent efni | 620 orð | 1 mynd

Fölsk dýrkun á firnindum?

,,Guðni, Sif og Halldór höfnuðu því að þar færi fram umhverfismat." Meira
12. mars 2003 | Aðsent efni | 692 orð | 1 mynd

Haukarnir og heilbrigð skynsemi

"Stefna engilsaxnesku haukanna í Íraksmálinu er feigðarflan sem stríðir berlega gegn markmiðum öryggis- og friðargæslu í heiminum." Meira
12. mars 2003 | Aðsent efni | 656 orð | 1 mynd

Hvar er fjaran mín?

"Hvar er fjaran? Hver er ábyrgð ykkar á þeim breytingum sem hafa orðið á fjörunni við Blönduós?" Meira
12. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 346 orð

Hver skaut sig í fótinn?

Í Mbl. 9. mars sl. spyr Ragnar Eiríksson á Sauðárkróki hvort ég hafi ekki skotið mig í fótinn með því að segja að "minnihlutahópur um öfgafulla friðun hálendisins eigi að fara að sýna þann þroska að kunna að tapa". Meira
12. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 257 orð

Lagastuldur eða ekki lagastuldur

Í MORGUNBLAÐINU fimmtudaginn 6. mars var grein þess efnis að lag okkar Íslendinga gæti verið stolið. Fræðimenn Samtaka lagahöfunda telja afar hæpið að senda lagið til þátttöku erlendis vegna tengsla þess við þekkt erlent dægurlag. Meira
12. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 421 orð

Leiður siður MIKIÐ ættu nú Íslendingar,...

Leiður siður MIKIÐ ættu nú Íslendingar, margir hverjir, að venja sig af þessu handapati sem þeir viðhafa í viðtalsþáttum og telja sig vera að leggja áherslu á orð sín eða spurningar, sveiflandi höndunum út í loftið eins og vængbrotnir fuglar eða... Meira
12. mars 2003 | Aðsent efni | 695 orð | 3 myndir

Óskhyggja um góðan árangur eða blekking

"Það gengur ekki að haga seglum eftir vindi og birta samanburð við aðra aðila ef saman-burðurinn er ekki vandaður." Meira
12. mars 2003 | Aðsent efni | 576 orð | 1 mynd

Púðurtunnan fyrir botni Miðjarðarhafs

"Hvar er nú rödd Norðurlanda um frið og mannúð í heiminum?" Meira
12. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 172 orð

Samfés-ballið

SAMFÉS heldur ár hvert ball þar sem koma saman krakkar úr 8., 9. og 10. bekk um allt land. Ballið var haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Í ár voru miðarnir uppseldir mjög fljótt vegna skorts á plássi, því komust ekki allir sem vildu á ballið. Meira
12. mars 2003 | Aðsent efni | 582 orð | 2 myndir

Tryggingastofnun fær nýtt hlutverk

"Hinn almenni launþegi mun hins vegar ekki geta greitt fyrir slíka persónuvernd..." Meira
12. mars 2003 | Aðsent efni | 781 orð | 1 mynd

Viljum við lifa á loftinu?

"Ingibjörg Sólrún mun ekki ríða feitum hesti frá þessu upphlaupi." Meira
12. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 161 orð

Það vakti undrun mína

ÞAÐ vakti undrun mína - og þó - þegar ég hringdi í Háskóla Íslands í símanúmer Guðmundar Ólafssonar lektors að þá var svarað á ensku. Þetta sýnir að Háskóli Íslands tekur enska tungu í vaxandi mæli sér til trausts og halds en snýr baki við þjóðtungunni. Meira

Minningargreinar

12. mars 2003 | Minningargreinar | 1719 orð | 1 mynd

JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR

Jóhanna Björnsdóttir fæddist á Búðum á Fáskrúðsfirði 12. september 1912. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Benediktsson, útgerðarmaður frá Búðum, f. 22.3. 1884, d. 5.4. Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2003 | Minningargreinar | 331 orð | 1 mynd

JÓN JÓHANN MAGNÚSSON

Jón Jóhann Magnússon fæddist í Innri-Fagradal í Saurbæjarhreppi 16. nóvember 1912. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 10. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 18. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2003 | Minningargreinar | 2047 orð | 1 mynd

KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON

Kristinn Gísli Sigurjón Magnússon fæddist í Reykjavík, 2. júní 1922. Hann lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti hinn 28. febrúar síðastliðinn. Móðir hans var Kristín Elín Matthildur Friðriksdóttir, f. 23. október 1903, d. 14. júní 1922. Meira  Kaupa minningabók
12. mars 2003 | Minningargreinar | 1424 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR

Ragnheiður Jónsdóttir fæddist 9. maí 1931. Hún lést 2. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Halldóru Guðmundsdóttur og Jóns Þorvarðarsonar kaupmanns í Verðanda. Systkini Ragnheiðar eru Guðmundur, f. 1920, Þorvarður, f. 1921, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 249 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 360 290 324...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 360 290 324 46 15,026 Flök/steinbítur 240 240 240 600 144,000 Gellur 350 340 348 116 40,320 Grálúða 223 90 219 13,413 2,930,962 Grásleppa 50 50 50 11 550 Grásleppuhrogn 70 70 70 4 280 Gullkarfi 100 5 79 4,095 322,478 Hlýri 120... Meira
12. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 134 orð | 1 mynd

Bostonsýningin hafin

ALÞJÓÐLEGA sjávarútvegssýningin í Boston er hafin. Fjöldi íslenskra fyrirtækja tekur sem fyrr þátt í sýningunni. Útflutningsráð Íslands skipulegur þátttöku íslensku fyrirtækjanna á sýningunni, sem haldin er árlega. Meira
12. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 580 orð | 1 mynd

Helmingur landsmanna telur sig geta stofnað fyrirtæki

TÆPLEGA helmingur íslensku þjóðarinnar telur sig hafa hæfileikana, kunnáttuna og reynsluna til þess að stofna fyrirtæki samkvæmt nýrri skýrslu um frumkvöðlastarfsemi á Íslandi sem Háskólinn í Reykjavík framkvæmdi með stuðningi Samtaka atvinnulífsins,... Meira
12. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 347 orð

Krefjast þarf arðsemi af rekstri

VERULEGUR árangur hefur náðst í að fjölga ferðamönnum til Íslands að undanförnu og stefna Flugleiðir að því að ferðamönnum hingað fjölgi um 7% á ári, að sögn Harðar Sigurgestssonar. Meira
12. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Laun forstjóra 18,7 milljónir

FÖST laun forstjóra Flugleiða, Sigurðar Helgasonar, með bílahlunnindum eru nú um 18,7 milljónir króna á ári og hafa ekki breyst í tvö ár. Meira
12. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Metið á 40 milljónir króna

ACO Tæknival hf. (ATV) hefur gengið frá yfirlýsingu um kaup á rúmlega 90% hlutafjár í Svari hf. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka er Svar metið í viðskiptunum á 40 milljónir króna. Meira
12. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 604 orð | 1 mynd

Miklar sviptingar í vændum í flugrekstri

UM þessar mundir eiga öll þýðingarmikil flugfélög í Norður-Ameríku utan eitt í mjög alvarlegum rekstrarörðugleikum. Í Evrópu er mikið umrót eftir tiltölulega nýfengið frelsi og mikil samkeppni hefur skapast frá nýjum flugfélögum. Meira
12. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 98 orð | 1 mynd

Sjálfkjörið í stjórn

SJÁLFKJÖRIÐ var í stjórn Flugleiða á aðalfundi félagsins í gær. Í stjórn Flugleiða voru kjörnir Hörður Sigurgestsson, Grétar Br. Meira

Fastir þættir

12. mars 2003 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 12. mars, er sextug Ragnheiður Skúladóttir, píanóleikari, Suðurgötu 9, Keflavík. Eiginmaður hennar er Sævar Helgason . Þau eru að heiman í... Meira
12. mars 2003 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, miðvikudaginn 12. mars, er sjötug Erna Eden Marinós, Frostafold 49 . Eiginmaður hennar er Ingimundur Ólafsson . Þau eru stödd á... Meira
12. mars 2003 | Fastir þættir | 220 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Síðasta lota úrslitaleiks Englendinga og Pólverja um NEC-bikarinn fór hægt af stað og engin sérstök teikn voru á lofti um stórfengleg umskipti. Pólverjar höfðu gott forskot og tími Englendinga virtist á þrotum. Hér er spil nr. Meira
12. mars 2003 | Fastir þættir | 216 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Íslandsmót í paratvímenningi Íslandsmót í paratvímenningi verður spilað helgina 22.-23. mars í Siðumúla 37. Spilaður verður barómeter, allir við alla en fjöldi spila fer eftir þátttöku. Keppnisstjóri verður Björgvin Már Kristinsson. Skráning í s. Meira
12. mars 2003 | Í dag | 879 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13-16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gestur Ásgerður Ingimarsdóttir, sem fer með gamanmál. Bílaþjónusta í símum 5538500, 5530448 og 8641448. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Meira
12. mars 2003 | Dagbók | 496 orð

(Fil. 2, 3.)

Í dag er miðvikudagur 12. mars, 71. dagur ársins 2003. Gregoríusmessa. Orð dagsins: Gjörið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. Meira
12. mars 2003 | Í dag | 147 orð

Föstuguðsþjónusta í Neskirkju

Í KVÖLD, miðvikudaginn 12. mars, verður föstuguðsþjónusta kl. 20.00 í umsjá sr. Franks M. Halldórssonar. Kór Neskirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti verður Reynir Jónasson. Meira
12. mars 2003 | Dagbók | 95 orð

KOM MILDA NÓTT

Kom milda nótt er mýkir dagsins sár, kom morgunstund er færir ljós og yl, ég bíð þess eins að brátt ég liggi nár, ég beiddist aldrei þess að verða til. Kom þunga starf og þreyt hinn aldna mann er þekkti vel hve lítil var hans dáð. Meira
12. mars 2003 | Fastir þættir | 460 orð | 1 mynd

Rimaskóli Íslandsmeistari barnaskólasveita

7.-9. mars 2003 Meira
12. mars 2003 | Fastir þættir | 101 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. e4 d6 5. g3 g6 6. Bg2 Bg7 7. d4 O-O 8. d5 Rd4 9. Be3 Rxf3+ 10. Bxf3 Bh3 11. g4 Re8 12. Hg1 f5 13. gxf5 gxf5 14. Hg3 fxe4 15. Bxe4 Bf5 16. Dh5 Dd7 17. O-O-O Df7 18. Dh4 Kh8 19. Meira
12. mars 2003 | Viðhorf | 799 orð

Vinátta í bréfum

Þannig er kærkomið að fá svör við bréfum sem maður sendir út í buskann. Er til nokkurs að tala ef enginn heyrir? Meira
12. mars 2003 | Fastir þættir | 307 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

JÓN Benediktsson, Auðnum í Laxárdal, horfði á fréttirnar í síðustu viku rétt áður en hann fór á Búnaðarþingið. Meira

Íþróttir

12. mars 2003 | Íþróttir | 117 orð

Árni Gautur með gegn Skotum?

EKKI er loku fyrir það skotið að Árni Gautur Arason geti varið mark Íslendinga í leiknum við Skota í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram fer á Hampden Park í Glasgow þann 29. mars. Árni Gautur gekkst undir aðgerð á olnboga í byrjun síðustu viku. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 418 orð | 1 mynd

Árni hafnaði lokatilboði Rosenborgar

FRAMTÍÐ Árna Gauts Arasonar landsliðsmarkvarðar í knattspyrnu er óljós eftir að hann hafnaði nýju tilboði frá norska meistaraliðinu Rosenborg. Árni hefur leikið með Rosenborg undanfarin fimm ár og hefur orðið meistari í öll skiptin en samningur hans við félagið rennur út í haust. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 281 orð

Bjartsýnir á gott gengi

ÚRSLITAKEPPNIN í körfuknattleiknum hefst annað kvöld með tveimur leikjum. Stúlkurnar hefja hins vegar ekki leik fyrr en á þriðjudaginn í næstu viku en úrslitin í 1. deild karla verða á föstudaginn. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 72 orð

Blikar og Stoke semja

BREIÐABLIK og Stoke hafa gert samstarfssamning um að veita ungum og efnilegum leikmönnum félaganna tækifæri til að kynnast knattspyrnu hjá hvoru félagi um sig. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 119 orð

Danir græddu á EM kvenna

DANSKA handknattleikssambandið hagnaðist um a.m.k. 40 milljónir króna á því að halda Evrópumeistaramótið í handknattleik kvenna undir lok síðasta árs en verið er að ljúka uppgjöri vegna mótsins um þessar mundir. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 453 orð | 1 mynd

Engin breyting

ENGIN breyting varð á stöðunni í B-riðli Meistaradeildarinnar í gærkvöldi þar sem báðum leikjunum lyktaði með 1:1 jafntefli. Arsenal gerði jafntefli á heimavelli við Roma þrátt fyrir að leika manni fleiri frá 22. mínútu. Í Amsterdam gerðu Ajax og Valencia einnig jafntefli. Það eina sem breyttist var að liðin bættu við sig stigi. Öll fjögur liðin geta enn komist áfram. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 120 orð

Eva ekki meira með í vetur

EVA Stefánsdóttir, leikmaður Njarðvíkur í körfuknattleik, leikur ekki með í úrslitakeppni, en hún fór úr axlarlið fyrir nokkru og missti fyrir vikið alveg af síðustu tveimur leikjum liðsins. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 13 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeild: Ásgarður: Stjarnan - Grótta/KR 20 1. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

Hilmar lánaður í 2. deildina

HILMAR Þórlindsson, sem er á mála hjá Cangas í efstu deildinni í handknattleik á Spáni, verður væntanlega lánaður til Arrate, félags í næstu deild fyrir neðan það sem eftir er tímabilsins. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

* HLYNUR Jóhannesson og félagar í...

* HLYNUR Jóhannesson og félagar í Stord eru komnir í úrslitakeppnina um norska meistaratitilinn í handknattleik eftir sigur á Kragerö , 30:22. Stord er í fimmta sæti úrvalsdeildar og er öruggt með að verða í hópi sex efstu þegar tvær umferðir eru eftir. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 91 orð

Hlynur Morthens úr leik?

HLYNUR Morthens markvörður Gróttu/KR meiddist á úlnlið í leiknum við Sävehof á sunnudagskvöldið og er óttast að hann sé brotinn. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 112 orð

Íslenskt lið getur komist í meistaradeildina

VERÐANDI Íslandsmeistarar í handknattleik karla fá tækifæri til að komast í hina nýju meistaradeild Evrópu sem hleypt verður af stokkunum næsta vetur. Í deildinni verða 32 lið og þar af fara 24 beint í deildina. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 110 orð

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Inter Mílanó...

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Inter Mílanó - Newcastle 2:2 Christian Vieri 46., Ivan Cordoba 60. - Alan Shearer 42., 49. - 53.459. Barcelona - Leverkusen 2:0 Javier Saviola 16., Thomas Kleine 49. (sjálfsm.) - 62.228. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 355 orð | 1 mynd

* MICK McCarthy, fyrrverandi landsliðsþjálfari Írlands,...

* MICK McCarthy, fyrrverandi landsliðsþjálfari Írlands, er nú sterklega orðaður við Sunderland, sem lét Howard Wilkinson knattspyrnustjóra fara á mánudagskvöldið og einnig aðstoðarmann hans, Steve Cotterill. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Óskar Bjarni velur 21 árs hópinn

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari ungmennalandsliðsins í handknattleik, skipuðu leikmönnum undir 21 árs aldri, hefur valið 20 manna æfingahóp til undirbúnings fyrir undankeppni HM sem liðið tekur leikur á í Búlgaríu 18.-20 apríl. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 531 orð | 1 mynd

"Verst að þetta skyldi ekki duga"

"MAÐUR verður víst að taka því að vinna engan titil þetta árið," sagði Ólafur Stefánsson við Morgunblaðið en lið hans, Magdeburg, var slegið út af Portland San Antonio í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Pamplona á Spáni um helgina. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 131 orð

Rúnar og félagar til Slóveníu

RÚNAR Sigtryggsson og samherjar hans hjá spánska liðinu Ciudad Real drógust í gær gegn Celje Pivovarna Lasko frá Slóveníu í undanúrslitum Evrópukeppni bikarmeistara í handknattleik. Fyrri leikurinn verður á Spáni 29. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 563 orð | 1 mynd

Sigur númer 200 og Barcelona áfram

BARCELONA tryggði sér í gærkvöld sigur í A-riðli meistaradeildar Evrópu og sæti í átta liða úrslitum keppninnar með því að sigra Bayer Leverkusen, 2:0, á heimavelli sínum, Nou Camp. Á meðan skildu Inter og Newcastle jöfn, 2:2, í bráðfjörugum leik í Mílanó og það ræðst því ekki fyrr en í lokaumferð riðlakeppninnar í næstu viku hvort þeirra fylgir Barcelona áfram. Inter stendur betur að vígi, er stigi á undan, og mætir Leverkusen á útivelli en Newcastle fær Barcelona í heimsókn. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 133 orð

Sjö ensk félög vilja UEFAúrslitaleiki

SJÖ félög í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa boðið fram velli sína undir úrslitaleiki í UEFA keppninni vorið 2004 og 2005, eftir því sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greinir frá. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

*SÆNSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Henrik Larsson...

*SÆNSKI landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Henrik Larsson mun leika með Celtic gegn Liverpool í UEFA-leik á morgun í Glasgow. Larson hefur verið frá keppni í sex vikur eftir að hann kjálkabrotnaði. Hann hefur skorað 34 mörk fyrir Celtic í vetur. Meira
12. mars 2003 | Íþróttir | 168 orð

Útilokað að Hermann verði með í Glasgow

SJÚKRAÞJÁLFARI enska knattspyrnufélagsins Ipswich Town segir að útilokað sé að Hermann Hreiðarsson geti byrjað að spila knattspyrnu á ný fyrr en eftir sex vikur. Meira

Bílablað

12. mars 2003 | Bílablað | 404 orð | 5 myndir

Amerískir vinnujálkar og sportlegir pallbílar

IB ehf. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 165 orð | 4 myndir

Á jeppum á Skjaldbreið

Ferðaklúbburinn 4x4 efndi síðastliðinn laugardag til jeppaferðar en tilefnið var 20 ára afmæli klúbbsins. Um þrjár leiðir var að velja, Skjaldbreið, Hellisheiði og Reykjanes. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 363 orð | 2 myndir

Ford ennþá á fullri ferð eftir 100 ár

FORD minnist þess í sumar að 16. júní verða liðin 100 ár frá stofnun fyrirtækisins. Framleiðslan hófst í Bandaríkjunum en á stofnárinu komu fyrstu Ford-bílarnir til Bretlands og í dag framleiðir Ford bíla í 42 löndum Evrópu. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 178 orð | 1 mynd

Fótahlíf neðan stuðarans

HUGMYNDIR um hvernig best sé að vernda líf og limi vegfarenda streyma fram í kjölfar aukinna krafna frá umferðaryfirvöldum jafnt í Bandaríkjunum og Evrópu. Ford hefur nú tekið forystuna á þessu sviði. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 125 orð | 1 mynd

Gegn dotti undir stýri

BÚIST er við að búnaður sem dregur úr hættunni á því að ökumenn dotti undir stýri verði kominn í flesta bíla innan þriggja ára. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 358 orð

Gerðum Avensis að evrópskum bíl

"Fyrst leggjum við niður fyrir okkur forgangsatriðin sem byggð eru á greiningu á kaupendahópnum. Þarna skipta miklu máli þættir eins og kostnaður þess að eiga og reka bílinn, öryggi og einnig ánægja kaupandans. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 317 orð | 2 myndir

Glæsilegur Impreza hugmyndabíll

ÞÓTT nýlega sé komin á markað Subaru Impreza eftir andlitslyftingu og lítilsháttar breytingar hefur fyrirtækið þegar hafið undirbúning að kynslóðaskiptum þessa mikla akstursbíls og margfalda heimsmeistara í ralli. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 179 orð

Lána milljón kr. vaxtalaust í 4 ár

BÍLALAND, notaðir bílar hjá B&L, bjóða lán til kaupa á notuðum bílum vaxtalaus í allt að fjögur ár. Tilboðið gildir frá og með deginum í dag fram til 15. mars. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 226 orð | 3 myndir

Lexus RX300 orðinn lengri og breiðari

Alþjóðlega bílasýningin í Genf stendur til sunnudags. Hér drepur Jóhannes Tómasson á eitt og annað sem þar bar fyrir augu við upphaf sýningarinnar. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 146 orð | 1 mynd

Nissan Micra hreppti hönnunarverðlaunin í Genf

Ný Nissan Micra hreppti hönnunarverðlaunin 2003 á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Þessi verðlaun, sem hafa verið veitt frá árinu 1996, eru veitt af hönnuðum í bílaiðnaðinum, samtals um 600 manns frá 30 löndum. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 765 orð | 5 myndir

Nýtt útlit og undirvagn Avensis

MIKLAR breytingar eru á nýrri gerð Toyota Avensis sem kemur á markað hérlendis upp úr miðjum apríl. Bíllinn, sem er arftaki Avensis sem var frumkynntur 1997, var kynntur fyrir blaðamönnum í Barcelona nýlega. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 53 orð

Opel Meriva

Lengd: 4.042 mm. Breidd: 1.694 mm. Hæð: 1.624 mm. Hjólhaf: 2.630 mm. Flutningsrými: 350-1.410 lítrar. Eigin þyngd: 1.350 kg. Hleðslugeta: 455 kg. 1,6 Ecotec: 100 hestöfl, 150 Nm við 3.600 sn./mín. Hröðun: 13,3 sekúndur. Hámarkshraði: 175 km/klst. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 1102 orð | 5 myndir

Opel Meriva með nýstárlegar lausnir

OPEL bauð til kynningar á nýjasta bíl sínum, Meriva, á sumarleyfiseyjunni Mallorca í síðustu viku. Meriva var frumsýndur á bílasýningunni í París 2002 sem hugmyndabíll og kemur á markað hérlendis síðsumars en í vor á meginlandi Evrópu. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 242 orð | 2 myndir

Porsche Carrera GT

TÖLURNAR um Carrea GT segja nánast allt sem segja þarf um getu bílsins: Það tekur hann 9,9 sekúndur að ná 200 - ekki 100 - heldur 200 km hraða. Og fulltrúar Porsche á bílasýningunni í Genf sögðu svona nokkuð einkenna allt sem viðkemur þessum snögga bíl. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 76 orð

Toyota Avensis

Lengd: 4.630 mm. Breidd: 1.760 mm. Hæð: 1.480 mm. Eigin þyngd: 1.320-1.465 kg. 1,8 VVT-i: 129 hestöfl, 170 Nm við 4.200 sn./ mín. 2,0 VVT-i: 147 hestöfl, 196 Nm við 4.000 sn./ mín. Meira
12. mars 2003 | Bílablað | 298 orð | 4 myndir

Urðu hrifnir en dálítið kvíðnir

VEÐURGUÐIRNIR brostu ekki til ferðalanganna sem ætluðu sér á Grímsfjall um síðustu helgi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.