Greinar miðvikudaginn 19. mars 2003

Forsíða

19. mars 2003 | Forsíða | 87 orð | 1 mynd

Átökin vofa yfir

Þúsundir manna mótmæltu á götum Bagdad í gær stefnu Bandaríkjamanna og yfirvofandi árás þeirra á Írak. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar hvöttu fólk til að láta í ljósi stuðning við leiðtoga sinn. Meira
19. mars 2003 | Forsíða | 304 orð | 1 mynd

Breska þingið lýsir stuðningi við Blair

NEÐRI deild breska þingsins samþykkti í gærkvöldi tillögu Tonys Blair forsætisráðherra um að heimila ríkisstjórninni að "beita öllum nauðsynlegum aðferðum" til að afvopna Saddam Hussein Íraksforseta. Meira
19. mars 2003 | Forsíða | 175 orð | 1 mynd

Frakkar gætu kúvent

FRAKKAR gætu kúvent í afstöðu sinni til Íraksdeilunnar ef Saddam Hussein Íraksforseti fyrirskipaði beitingu efna- eða lífefnavopna gegn bandarískum hermönnum, sagði Jean-Daniel Levitte, sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum, í gær. Meira
19. mars 2003 | Forsíða | 239 orð | 1 mynd

Ísland tekur þátt í uppbyggingu í Írak að stríði loknu

ÍSLAND er meðal þeirra þrjátíu landa sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna lýsti yfir í gær að vildu opinberlega taka þátt í tafarlausri afvopnun Íraka. Fimmtán þjóðir til viðbótar styðja aðgerðirnar en vilja ekki að það komi fram. Meira
19. mars 2003 | Forsíða | 152 orð

Óttast farsóttir

YFIRVOFANDI stríð í Írak kann að leiða til "mikilla hörmunga," sagði Ramiro da Silva, yfirmaður neyðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Írak, í gær, eftir að hann hafði yfirgefið landið. Meira

Fréttir

19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

38 milljarða framkvæmdir hefjast í apríl

LANDSVIRKJUN og ítalska verktakafyrirtækið Impregilo SpA undirrituðu í gær samninga um byggingu Kárahnjúkastíflu og aðrennslisganga virkjunarinnar. Samningarnir hljóða samtals upp á um 38 milljarða króna auk virðisaukaskatts. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 162 orð

ALVÍB og Kaupþing munu senda yfirlit í vikunni

ÞEIR sem eiga lífeyrissparnað hjá Kaupþingi banka og ALVÍB munu fá yfirlit yfir eign sína og ávöxtun á næstu dögum. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 310 orð

Athugasemd frá Seltjarnarnesbæ

BÆJARSTJÓRI Seltjarnarnesbæjar, Jónmundur Guðmarsson, hefur sent frá sér athugasemd vegna fréttar um íbúðakaup einstaklinga í Vogum. Í frétt Fréttablaðsins, mánudaginn 17. Meira
19. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 172 orð | 1 mynd

Aukið samstarf um Græna trefilinn

SKÓGRÆKTARFÉLÖG á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið höndum saman um að auka og efla samstarf sín á milli um Græna trefilinn. Fulltrúar félaganna undirrituðu yfirlýsingu þar að lútandi á laugardag. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ákærður fyrir að sviðsetja umferðarslys

TÆPLEGA þrítugur karlmaður, sem ákærður er fyrir tilraun til tryggingasvika með því að setja á svið umferðarslys í Vattarnesskriðum í ágúst í fyrra, neitaði sök þegar málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í gær. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 302 orð | 2 myndir

Árangursrík ferð í viðskiptalegu tilliti

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir opinbera heimsókn til Ungverjalands, sem lauk í gærkvöldi, hafa verið árangursríkari í viðskiptalegu tilliti en hann hafi búist við. Meira
19. mars 2003 | Suðurnes | 365 orð | 1 mynd

Áskorun á áskorun ofan

"ÞÚ ERT að hlusta á Útvarp Tilveru fm 97,2. Það er komið að áskorendakeppninni, verið endilega dugleg að hringja," sagði Halldór Þorsteinsson í beinni útsendingu á öðrum degi útvarpsútsendingar í félagsmiðstöðinni Trufluð tilvera í Garði. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 338 orð

ESB hefur lækkað kröfur á hendur EFTA-ríkjunum

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að Evrópusambandið hafi lækkað kröfur sínar á hendur EFTA-ríkjunum um framlög í uppbyggingar- og þróunarsjóði vegna aðlögunar samningsins um Evrópska efnahagssvæðið að stækkun ESB til austurs. Meira
19. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 361 orð | 1 mynd

Fatahönnun og flugdrekar

NÆSTU fjóra daga mun Garðabær iða af lífi og list því á morgun hefjast Listadagar barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Allir grunnskólar og leikskólar bæjarins, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ auk Tónlistarskólans og annarra stofnana taka þátt í hátíðinni. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fékk stóra netadræsu í skrúfuna

"ÞEIR voru það fljótir á vettvang á litla bátnum frá Sandgerði að það var engin hætta á ferðum," sagði Sigurbjörn Berg, skipstjóri á Gunnhildi ST 29, sem fékk gríðarstóra netadræsu í skrúfuna í gærmorgun fyrir utan Hafnir á Suðurnesjum. Meira
19. mars 2003 | Suðurnes | 491 orð | 3 myndir

Fimm milljónum varið í átak gegn atvinnuleysi

BÆJARSTJÓRN Sandgerðisbæjar hefur ákveðið að verja fimm milljónum króna í átak til að draga úr atvinnuleysi í bæjarfélaginu. Um 40 manns eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir og telur bæjarstjórinn að efri mörkunum sé nú náð. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 300 orð

Fjarvistir aldrei verið meiri

FJARVISTIR vegna veikinda í Hagaskóla hafa aldrei verið meiri en einmitt um þessar mundir, en 175 nemendur af 550 voru lagstir í flensu á mánudag, eða um 30%. Segist Einar Magnússon skólastjóri ekki kannast við aðrar eins veikindafjarvistir í skólanum. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 421 orð

Fjölgun sjóðfélaga og aukin verkefni

MIKIL fjölgun sjóðfélaga og lífeyrisþega í lífeyrissjóðum, auk fjölgunar verkefna á undanförnum árum samkvæmt lögum og auknum kröfum um sérhæfingu og sérþekkingu eru meðal ástæðna fyrir auknum rekstrarkostnaði lífeyrissjóðanna á undanförnum árum,... Meira
19. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 954 orð | 1 mynd

Fórnarlambinu að kenna

"...við erum hluti af innrásaröflunum, eins konar vopnlaus púki sem hvetur stríðsmanninn..." Meira
19. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Framhaldið óljóst

ÓLAFUR Rúnar Ólafsson, skiptastjóri í þrotabúi Íslandsfugls í Dalvíkurbyggð, hitti starfsfólk fyrirtækisins að máli í fyrradag og fór yfir stöðu mála. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 31 orð

Fundaherferð Samfylkingarinnar, "Vorið framundan" , verður...

Fundaherferð Samfylkingarinnar, "Vorið framundan" , verður með fund í Hlégarði Mosfellsbæ á morgun, fimmtudaginn 20. mars kl. 20. Ávörp flytja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Rannveig Guðmundsdóttir. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Fyrirhuguðu stríði gegn Írak mótmælt

ALLT að 300 andstæðingar stríðs gegn Írak tóku þátt í mótmælum við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu í gærmorgun þegar ríkisstjórnarfundur fór þar fram innandyra. Á fundinum ræddu ráðherrar ríkisstjórnarinnar m.a. um ófriðarhorfur í Mið-Austurlöndum. Meira
19. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 682 orð | 1 mynd

Fyrir hverja er réttlætið?

"Útgerðarmenn geta ekki bæði sett skilyrði eins og þeir séu eigendur auðlindarinnar og heimtað frið og stöðugleika." Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 241 orð

Færri vinna vegna lengingar skólaárs

LENGING skólaársins hefur leitt til þess að þátttaka skólafólks í sumarafleysingastörfum hjá fyrirtækjum hefur minni þýðingu en áður var, samkvæmt upplýsingum Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Meira
19. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Föstuvaka verður í Akureyrarkirkju í kvöld,...

Föstuvaka verður í Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 19. mars kl. 20.30. Beðið verður fyrir friði og lesnir textar sem bregða upp myndum af tilgangsleysi og hörmungum stríðs. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Gefa kvennadeild Landspítalans aðgerðastól

LÍF hf., áður Lyfjaverslun Íslands, hefur í gegnum árin stutt við ýmis góð málefni sem tengjast heilbrigðisþjónustu. Líf er fyrirtæki sem þjónar heilbrigðisgeiranum með vörum, þjónustu og þekkingu. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Guðmundur Árnason skipaður ráðuneytisstjóri

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Guðmund Árnason í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins frá og með 16. mars. Með auglýsingu, dags. 25. febrúar sl., var embætti ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu auglýst laust til umsóknar. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 53 orð

Hrísateig-ur 7 ekki til sölu

Í fasteignablaði Morgunblaðsins í gær var grein eftir Freyju Jónsdóttur um húsið Hrísateig 7 í Reykjavík. Sá misskilningur virðist hafa komist á kreik að húsið væri til sölu og hafði fjöldi fólks samband við eigendurna í gær og vildu fá að skoða húsið. Meira
19. mars 2003 | Erlendar fréttir | 485 orð | 1 mynd

Hvað gerir Saddam?

EKKI er víst, að Saddam Hussein Íraksforseti beygi sig fyrir úrslitakostunum, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti setti honum í fyrrinótt, að hann skyldi koma sér burt frá Írak á næstu tveimur sólarhringum. Meira
19. mars 2003 | Erlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Hörð sprengjuhríð í upphafi

BANDARÍKJAMENN og Bretar hyggjast lama Íraksher með óskaplegri sprengjuhríð strax í upphafi hernaðaríhlutunarinnar þar í landi. Markmiðið er að eyðileggja samskiptatæki íraska hersins þannig að ringulreið ríki í þeim herbúðum. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 482 orð

Íslendingar geta farið utan með stuttum fyrirvara

FJÓRIR Íslendingar geta farið með stuttum fyrirvara til hjálparstarfa á vegum Rauða kross Íslands á hugsanlegu átakasvæði í Írak, komi til stríðs og er einn sendifulltrúi, Þorkell Þorkelsson ljósmyndari, þegar kominn til Amman í Jórdaníu á vegum Rauða... Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 137 orð

Íslendingum ráðlagt að yfir-gefa Írak

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ ræður fólki frá ferðum til Írak, Kúveit, Gaza-svæðisins og Vesturbakkans eins og sakir standa í kjölfar þess óvissuástands sem skapast hefur á tilteknum svæðum í Mið-Austurlöndum. Meira
19. mars 2003 | Landsbyggðin | 99 orð

Kertaljós um allan heim

FYRIR nokkru var hrundið af stað friðarverkefni á Nýja-Sjálandi, sem nýtur stuðnings nóbelsverðlaunahafans Desmonds Tutu. Verkefnið miðaðist við það að fá einstaklinga um allan heim til að koma saman og kveikja á kerti sunnudagskvöldið 16. Meira
19. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 243 orð | 1 mynd

Kímniskáldið Káinn

FREYVANGSLEIKHÚSIÐ frumsýnir annað kvöld, fimmtudagskvöld, 20. mars nýtt íslenskt leikrit um kímniskáldið Káin, eftir séra Hannes Örn Blandon, prófast Eyfirðinga. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 725 orð | 1 mynd

Láti lítil þjóð undan þrýstingi gefur hún eftir fullveldið

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir það gefa augaleið að ef lítil þjóð láti undan þeim þrýstingi sem Evrópusambandið hefði beitt þar sem krafist hefur verið allt að 38-faldra framlaga af Íslandi, hefði hún í raun gefið eftir fullveldi sitt,... Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð

Leiðrétting vegna málþings hagfræðinga

Í GREINARGÓÐRI frásögn Eyrúnar Magnúsdóttur af málþingi hagfræðinga og sagnfræðinga um haftatímabilið í Morgunblaðinu 17. þ.m. er að finna mishermi sem ég tel mér skylt að leiðrétta. Meira
19. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 272 orð

Leitað verði ráðgjafar jafnréttisfulltrúa við ráðningar

NIÐURSTAÐA kærunefndar jafnréttismála í máli Soffíu Gísladóttur var til umræðu á síðasta fundi jafnréttis- og fjölskyldunefndar. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 745 orð | 1 mynd

Lenda á ránni og fá klórningu

Svanfríður Jónasdóttir er kennari frá KHÍ og kenndi með hléum 1974-1995 við Dalvíkurskóla. Sat í bæjarstjórn Dalvíkur 1982-90 og 1994-98. Varaþingmaður 1983-91 og þingmaður frá 1995. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra 1988-91. Hefur setið í ýmsum stjórnum og nefndum, m.a. í fyrstu stjórn Menningarsjóðs Svarfdæla. Hefur skrifað fjölda blaðagreina sem hún geymir á http://jafnadarmenn.is/svanfridur/. Er gift Jóhanni Antonssyni viðskiptafræðingi og eiga þau þrjá uppkomna syni. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 116 orð

LÍ einn af aðalviðskiptabönkum Bakkavarar

LANDSBANKI Íslands hf. og Bakkavör Group hf. hafa gert með sér lánasamning um rekstrarfjármögnun til tveggja ára. Meira
19. mars 2003 | Akureyri og nágrenni | 229 orð | 2 myndir

Mikill sinueldur í Lækjargili

SLÖKKVILIÐ Akureyrar barðist við sinueld í Lækjargili í Innbænum á Akureyri um miðjan dag í gær. Meira
19. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 81 orð

Mosfellsbakarí fær hvatningarverðlaun

ATVINNU- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum árleg hvatningarverðlaun bæjarins. Fjórtán fyrirtæki voru tilnefnd til þessara verðlauna en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Hlégarði. Meira
19. mars 2003 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Mótmæli á Gaza

MEÐLIMIR í alþjóðlegum samstöðusamtökum með málstað Palestínumanna hlaupa undan jarðýtu Ísraelshers í Rafah-flóttamannabúðunum á Gazasvæðinu í gær. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Mun sigla fulllestað úr kvínni

UNNIÐ er að viðgerð á mjölflutningaskipinu Trinket í þurrkví Orms og Víglundar í Hafnarfjarðarhöfn en það var nærri strandað þegar það missti stýri á siglingu frá Grindavík fyrir um mánuði síðan. Meira
19. mars 2003 | Erlendar fréttir | 1017 orð | 1 mynd

NATO-þjóðir verða að snúa bökum saman

Eric Povel, upplýsingafulltrúi í höfuðstöðvum NATO, segir að þær deilur sem blossað hafi upp milli bandalagsþjóða báðum megin Atlantshafsins beri að nýta sem tækifæri til að efla samstarfið á ný. Í samtali við Auðun Arnórsson segir hann allar Evrópuþjóðir þurfa að leggja meira af mörkum til að tryggja eigið öryggi. Meira
19. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 100 orð

Nítján tilboð bárust í Krakkakot

NÍTJÁN tilboð bárust í stækkun leikskólans Krakkakots í Bessastaðahreppi en tilboðin voru opnuð í síðustu viku. Það var fyrirtækið Eiríkur og Einar Valur ehf. sem átti lægsta tilboðið. Meira
19. mars 2003 | Erlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Numinn á brott eða á flótta?

SONUR Nizars al- Khazraji, fyrrverandi yfirmanns íraska hersins, sem hvarf úr stofufangelsi í Danmörku, hélt því í gær fram að faðir sinn hefði verið numinn á brott af útsendurum Íraksstjórnar. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 56 orð | 2 myndir

NÝLEGA tóku krakkarnir í 7.

NÝLEGA tóku krakkarnir í 7. bekk SB í Vogaskóla þátt í verkefninu Dagblöð í skólum. Að lokinni vinnuviku með dagblöð í skólanum komu þau í heimsókn á Morgunblaðið til að kynna sér nánar hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar dagblað verður til. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 421 orð

Óvissa um framtíð meirihlutans í Eyjum

MEIRIHLUTASAMSTARF Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Vestmannaeyja er í óvissu eftir að formaður bæjarráðs, Andrés Sigmundsson frá Framsóknarflokki og óháðum, og fulltrúi Vestmannaeyjalistans sameinuðust um það í bæjarráði sl. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

Páll Magnússon , aðstoðarmaður iðnaðar- og...

Páll Magnússon , aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur opnað nýja heimasíðu á www.palli.is. Á heimasíðunni verða m.a. Meira
19. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 660 orð | 1 mynd

"Skattaskandall"

"Rétta verður hlut verkafólks, eldri borgara og barnafjölskyldna með hækkun skattleysismarka í eignarskatti og tekjuskatti." Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 170 orð

Raunávöxtun jákvæð um hálft prósentustig

HREIN raunávöxtun eigna Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda var jákvæð um 0,5% á árinu 2002. Eignir sjóðsins námu tæpum 24 milljörðum króna í árslok 2002 og var heildarskuldbinding sjóðsins umfram eignir rúmir tveir og hálfur milljarður kr. eða 5,9%. Meira
19. mars 2003 | Erlendar fréttir | 439 orð

Reynt verði til þrautar að afstýra stríði

LEIÐTOGAR margra ríkja, sem hafa lagst gegn hernaði í Írak, höfnuðu í gær þeim úrslitakostum, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti setti Saddam Hussein í ræðu sinni í fyrrinótt. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ríkisútvarpið opnar kosningavef

OPNAÐUR hefur verið kosningavefur á heimasíðu Ríkisútvarpsins. Á vefnum er að finna kosningareikni þar sem reikna má út fjölda þingmanna. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 137 orð

Ræða úrræði við ráðherra

FORELDRAFÉLAG geðsjúkra barna vill koma á fót hvíldarheimili á höfuðborgarsvæðinu fyrir börn með alvarlegar geðraskanir. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð

Ræningi þekkist vel á mynd

LÖGREGLAN hefur lýst eftir manni vegna ránsins í Lyfju við Lágmúla á sunnudagsmorgun. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, þekkist maðurinn ágætlega á mynd sem tekin var af öryggismyndavél. Meira
19. mars 2003 | Landsbyggðin | 256 orð | 1 mynd

Samgangur fagnar útboði jarðganga

Í TILEFNI þess að útboðsgögn vegna jarðgangagerðar um Héðinsfjörð voru send til framkvæmdaaðila nú á miðvikudag, boðaði Samgangur sem er félag áhugamanna um bættar samgöngur á Tröllaskaga, til samkomu í Skútudal í Siglufirði undir yfirskriftinni... Meira
19. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 401 orð | 2 myndir

Samgönguáætlun markar tímamót

"Með þessum auknu framlögum til vegamála munu verða stórstígar framfarir á vegakerfi landsins." Meira
19. mars 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 694 orð | 1 mynd

Samstarf með Sjálfstæðisflokki eða Framsókn

"Orkan fer ekki í að ræða um hvað væntanlegt ríkisstjórnarsamstarf eigi að snúast heldur með hverjum." Meira
19. mars 2003 | Erlendar fréttir | 485 orð | 1 mynd

Segir meiri áhættu fylgja aðgerðaleysi

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu, sem hann flutti í fyrrinótt, að yrði stjórn Saddams Husseins Íraksforseta ekki afvopnuð þegar í stað myndi það hafa meiri áhættu í för með sér en stríð í Írak. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd

Segja börnum með geðraskanir mismunað

FORSVARSMENN Foreldrafélags geðsjúkra barna hafa óskað eftir fundi með Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra, til að ræða úrræði fyrir börn með alvarlegar geðraskanir. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 194 orð

Segja félagsmenn búa við gróft misrétti

FORMENN og trúnaðarmenn verkalýðsfélaga innan ASÍ með félagsmenn sem starfs hjá ríkinu samþykktu ályktun á fundi í gær þar sem mótmælt er harðlega að ríkið beiti starfsmenn sína misrétti í lífeyris-, veikinda- og orlofsrétti eftir því í hvaða... Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 330 orð

Sjálfstyrkingarnámskeið hefst á morgun, fimmtudaginn 20.

Sjálfstyrkingarnámskeið hefst á morgun, fimmtudaginn 20. mars, á vegum Sálfræðistöðvarinnar, Þórsgötu 24. Námskeiðið er haldið á Hótel Loftleiðum og er kl. 20-22.30 á fimmtudags og föstudagskvöld, á laugardaginn er það kl. 9-16. Meira
19. mars 2003 | Erlendar fréttir | 169 orð

Skipan forsætisráðherra samþykkt

ÞING Palestínumanna samþykkti í gær frumvarp þar sem kveðið er á um hlutverk væntanlegs forsætisráðherra og hafnaði um leið tilraunum Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, til að takmarka valdsvið þessa nýja embættis. Meira
19. mars 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 83 orð

Staðardagskrárverðlaun 2003 fyrir vönduð vinnubrögð

HAFNARFJARÐARBÆR hefur fengið úthlutað Staðardagskrárverðlaunum 2003 frá umhverfisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fyrir þrautseigju og vönduð vinnubrögð í Staðardagskrárstarfi 1998-2003. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 175 orð

Stafar íslenskunni hætta af SMS?

TÆPLEGA 4 af hverjum 10 telja að íslenska ritmálinu stafi hætta af SMS-skeytastílnum, sem notaður er þegar smáskilaboð eru skrifuð í GSM-símum. Þetta kemur fram á heimasíðu Aco Tæknivals. Meira
19. mars 2003 | Landsbyggðin | 198 orð | 2 myndir

Sterkir litir settu svip á fjölþjóðadag

FJÖLÞJÓÐADAGUR var haldinn í Ólafsvík sl. laugardag á vegum Ólafsvíkurkirkju og er þetta í fyrsta sinn sem hann er haldinn. Að sögn Óskars H. Óskarssonar, sóknarprests í Ólafsvík, tókst hátíðin, sem svo má kalla, mjög vel í alla staði. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Stærsti fermingarhópurinn fyrr og síðar

Um 300 börn munu fermast í Grafarvogskirkju á komandi vikum en það er stærsti hópurinn sem vitað er til að fermst hafi í einni sókn. Fyrsti hópurinn fermist nk. sunnudag og sá síðasti 27. apríl. Séra Vigfús Þór Árnason, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og... Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 303 orð

Synjun gjafsóknar ekki lögum samkvæmt

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í nýju áliti að synjun dómsmálaráðuneytisins á gjafsókn til handa konu vegna skaðabótamáls fyrir héraðsdómi hafi í þrígang ekki verið reist á réttum lagagrundvelli. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Tilraunahola í Eskifirði lofar góðu

ÁKVARÐANIR verða teknar um næstu mánaðamót um hvort ráðist verði í frekari framkvæmdir í tengslum við hitaveitu í Fjarðabyggð. Beðið er fullnægjandi upplýsinga af dælingu í tilraunaskyni úr borholu í Eskifirði. Byrjað var að dæla úr holunni 15. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 223 orð

Tíu starfsmenn Atlanta í Sádi-Arabíu fram á föstudag

UM sextíu starfsmenn, þar af 30 Íslendingar, voru enn á vegum Air Atlanta Icelandic í Sádi-Arabíu í gær. Meira
19. mars 2003 | Erlendar fréttir | 602 orð | 1 mynd

Tony Blair ver stefnuna í Íraksmálinu

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, varði í gær þá ákvörðun sína að halda áfram undirbúningi hernaðar í Írak þótt öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði ekki samþykkt nýja ályktun sem heimilaði sjálfkrafa að hervaldi yrði beitt. Meira
19. mars 2003 | Erlendar fréttir | 960 orð

Tólf ára langur aðdragandi

AÐDRAGANDI væntanlegrar hernaðaríhlutunar Bandaríkjastjórnar í Írak nær í reynd allt aftur til ársins 1991; að minnsta kosti eru ráðamenn í Washington á þeirri skoðun, enda líta þeir svo á að Saddam Hussein, forseti Íraks, hafi haft tólf ár til að verða... Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 157 orð

Tvær kærur gegn lögreglumanni

LÖGREGLUMAÐUR í Reykjavík var í gær leystur undan vinnuskyldu meðan tvær kærur á hendur honum vegna brota í starfi eru til rannsóknar. Lögreglustjórinn í Reykjavík fór jafnframt fram á að ríkislögreglustjóri vísaði honum tímabundið frá störfum. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Ullin er vinsæl

ÍSLENSKIR hönnuðir gerðu góða ferð á sölusýningu í tengslum við tískuviku í París sem lauk á sunnudag. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð

Útvarpsþáttur talinn fela í sér barnaklám

ÚTVARPSLEIKÞÁTTUR eftir Jón Gnarr, sem fluttur var nýlega á útvarpsstöðinni Múzik 88,5, hefur sært blygðunarkennd útvarpshlustanda vegna meints barnakláms og hefur hann vakið athygli yfirvalda á málinu. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Vaknaði við hljóðið í þyrlunum

"ÉG vaknaði í morgun við hljóðið í þyrlunum en það var fullt af þeim sveimandi yfir borginni," sagði Bergþóra Laxdal sem er búsett í New York-borg í Bandaríkjunum. Hún sagði ástandið í borginni undarlegt vegna yfirvofandi stríðs við Írak. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 66 orð | 2 myndir

Veisla í fjörunni

HANN lét ekkert trufla sig, þessi selur sem hafði komist í feitt í fjöruborðinu við Pollinn á Akureyri í gærdag. Nokkur fjöldi áhorfenda fylgdist með atgangi hans við hádegisverðinn og sýndi hann engin merki þess að hann væri smeykur við þá. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Verða allra karla elstir

MEÐALÆVILENGD karla á Íslandi er hin mesta í heiminum samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands um meðalævilengd hér á landi á árinu 2002. Íslenskar konur eru hins vegar í níunda sæti, en miðað er við ævilíkur í öðrum löndum á árinu 2000. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 233 orð

Vorverkin á Suðurlandi mánuði fyrr á ferðinni

HLÝINDIN þennan vetur, sem eru með þeim mestu frá því að veðurmælingar hófust, hafa orðið til þess að bændur á nokkrum bæjum á Suðurlandi, aðallega undir Eyjafjöllum, eru komnir í vorverkin. Að sögn Jóhannesar Hr. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð | 2 myndir

ÞAÐ voru hressir krakkar úr Rimaskóla...

ÞAÐ voru hressir krakkar úr Rimaskóla sem litu við á Morgunblaðinu fyrir stuttu í þeim tilgangi að kynna sér ferlið við vinnslu á dagblöðum. Þegar höfðu þau unnið með dagblöð í tímum og því upplagt að fá kynnisferð um alvöru dagblað. Meira
19. mars 2003 | Landsbyggðin | 630 orð | 1 mynd

Þegar áhugi og færni fara saman

"VIÐ tókum við ágætum stofni af föður mínum og höfum reynt að halda honum við," segir Klemenz Halldórsson, bóndi á Dýrastöðum í Norðurárdal, en búið á Dýrastöðum hefur í áraraðir verið með afurðahæstu kúabúum landsins. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 414 orð

Þjónustan Ráðgjöf í reykbindindi fari á fjárlög

TVÍSÝNT er hversu lengi verður hægt að reka símaþjónustuna Ráðgjöf í reykbindindi sem Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hefur rekið með tapi frá árinu 2000, ef starfsemin verður ekki sett á föst fjárlög frá ríkinu. Meira
19. mars 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð

Þrjú fíkniefnamál á Suðurnesjum

ÞRJÚ fíkniefnamál komu upp á Suðurnesjum á mánudag þar sem lagt var hald á kannabis og amfetamín. Gerð var húsleit í tveimur húsum vegna gruns um fíkniefnamisferli og voru fimm menn handteknir og yfirheyrðir. Meira

Ritstjórnargreinar

19. mars 2003 | Leiðarar | 394 orð

Afdrif dóttur Veru Hertzsch

Mikið hefur verið fjallað um afdrif Veru Hertzsch og Erlu Sólveigar, dóttur hennar og Benjamíns H.J. Eiríkssonar. Þegar er komið í ljós að Vera lést í fangabúðum í Karaganda í Kazakhstan árið 1943. Meira
19. mars 2003 | Staksteinar | 351 orð

- Draumaráðningar, bananar og virkjanir

Á heimasíðu Ögmundar Jónassonar, alþingismanns og verkalýðsleiðtoga, kennir ýmissa grasa. M.a. geta lesendur lagt spurningar fyrir þingmanninn og lætur hann sig ekki muna um að ráða drauma þeirra. Meira
19. mars 2003 | Leiðarar | 688 orð

Eldraun Blairs

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flutti í gærdag ástríðufulla ræðu í breska þinginu þar sem hann færði rök að því að hrekja þyrfti Saddam Hussein, forseta Íraks, frá völdum. Meira

Menning

19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

Allt í plati!

HREKKJABRÚÐURNAR, sem eru á dagskrá PoppTíví í kvöld, eru mestu ólíkindatól. Þættirnir, sem á frummálinu kallast Crank Yankers , eru þannig upp byggðir að leikarar hringja í blásaklaust fólk úti í bæ og gera í því at. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 176 orð | 1 mynd

Alveg milljón

EIN vinsælasta leikkona samtímans, Renée Zellweger, leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Piparsveinninn ( The Bachelor ) sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Mótleikari hennar í þessari rómantísku gamanmynd er hjartaknúsarinn Chris O'Donnell. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Ágæt hljómsveit

"MÉR finnst Nirvana ágæt hljómsveit. Á sínum tíma, þegar Nevermind kom út þá seldist hún mikið, það var dálítið tvíeggjað. En það er bara fínt að þessi músík komi upp á yfirborðið og allir hálfvitarnir byrji að fíla þetta. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 207 orð

Á MÓTI * "Með þessari grein...

Á MÓTI * "Með þessari grein var botninum náð í íslenskri tónlistarblaðamennsku. Ég skil ekki hvað vakir fyrir Arnari." * "Ég verð nú að segja það að Arnar Eggert Thoroddsen hefur greinilega ekki mikið vit á Nirvana eða tónlist almennt. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Bannað að tjá sig um stríð

YFIRMENN Óskarsverðlaunahátíðarinnar hafa meinað stjörnunum að tjá sig nokkuð um hugsanlegt stríð gegn Írak í þakkarræðum. Skipuleggjendur hátíðarinnar, sem fram fer í Los Angeles 23. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Ekki ofmetin en leiðinleg áhrif

"ARNAR Eggert er bara rugludallur. Eitthvað hlýtur það að vera sem veldur því að annað hvert Músíktilraunaband er að spila einhverskonar Nirvana-rokk. Nirvana hafði áhrif og þetta var flott band. Það er engin spurning. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 128 orð | 6 myndir

Fágun og glæsileiki

Á MEÐAN Alexander McQueen gerir prakkarastrik og John Galliano fer yfir strikið þá halda hönnuðirnir Valentino og Michael Kors fyrir Celine sig á strikinu. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 360 orð | 5 myndir

Góð sala og ullin tók kipp

ÍSLENSKIR hönnuðir tóku þátt í sölusýningu í tengslum við tískuviku í París í fjórða sinn í síðustu viku. Meira
19. mars 2003 | Menningarlíf | 304 orð | 1 mynd

Grafarvogsskáldin á Netið

RITHÖFUNDAR úr Grafarvogi, Grafarvogsskáldin svokölluðu, eru í forgrunni í nýjasta tölublaði veftímaritsins Transcript . Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 263 orð | 1 mynd

Hart barist um Nirvana

ROKKSVEITIN Nirvana vekur sterkar tilfinningar með aðdáendum sínum þótt nokkuð sé liðið síðan hún leystist upp í kjölfar þess að leiðtogi hennar, Curt Kobain, fyrirfór sér. Meira
19. mars 2003 | Menningarlíf | 301 orð | 1 mynd

Hin hliðin á harmóníkunni

HARMÓNÍKAN hefur löngum verið eitt ástsælasta hljóðfærið hér á landi og skipað veigamikinn sess í skemmtana- og tónlistarlífi hérlendis. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 319 orð

Hrokafullar, varnarlausar

Leikstjórn og handrit: Katrin Ottarsdóttir. Kvikmyndataka: Jörgen Johansson. Aðalhlutverk: Hildigunn Eyðfinsdóttir, Sigri Mitra Gaini, Johan Dalsgaard, Elin K. Mouritsen, Birita Mohr. 97 mín. Dan/Fær. Den Danske Film Institut 1999. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 216 orð | 1 mynd

Hundalífið er lotterí

Bandaríkin 2003. Sammyndbönd VHS/DVD. Öllum leyfð (73 mín.) Leikstjórn Jim Kammured, Brian Smith. Leikraddir Laddi, Felix Bergsson o.fl. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 318 orð | 1 mynd

Hvar eru börnin?

The Babes in the Wood, skáldsaga eftir bresku skáldkonuna Ruth Rendell. Hutchinson gefur út 2002. 323 síðna kilja í stóru broti. Kostar 2.395 í Pennanum-Eymundsson. Meira
19. mars 2003 | Menningarlíf | 104 orð

Hæfnispróf fyrir dansara

HÆFNISPRÓF fyrir dansara fer fram í Iðnó á laugardag kl.14.30 á vegum Ferðaleikhússins sem sýna mun Light Nights í Iðnó í sumar. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 83 orð | 3 myndir

Hönnun, dans og tónlist

LISTAHÁTÍÐ ungs fólks í Vestmannaeyjum var haldin í annað sinn um helgina. Hátíðin fór fram í Höllinni og var boðið upp á fatahönnunarsýningu, margvísleg dans- og tónlistaratriði auk sýningar ýmiss konar listaverka. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 496 orð | 1 mynd

Komið að skuldadögum

Leikstjóri: Spike Lee. Handrit: David Benioff. Kvikmyndatökustjóri: Rodrigo Prieto. Tónlist: Terence Blanchard. Aðalleikendur: Edward Norton, Philip Seymour Hoffman, Barry Pepper, Rosario Dawson, Anna Paquin, Brian Cox, Tony Siragusa. 130 mín. Touchstone. Bandaríkin 2002. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 99 orð | 3 myndir

Lengi lifi McQueen

BRETINN Alexander McQueen virðist alltaf fær um að kenna París, háborg tískunnar, sitthvað um sitt fag. Sýning hans á tískuvikunni í París fyrir næsta haust og vetur var leikræn og prýddi gervisnjór sýningarpallana. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 633 orð | 1 mynd

Lifað á Kókópöppsi

Rokksveitin Ókind gaf út fyrsta hljómdisk sinn á dögunum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þessa frísku og fjörugu sjálfsþurftarsveit. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Litla lirfan tilnefnd í Noregi

ÍSLENSKA tölvuteiknimyndin Litla lirfan ljóta hefur verið tilnefnd til verðlauna í flokki barnamynda á norsku kvikmyndahátíðinni Fredrikstad Animation Festival, sem fram fer 6.-11. maí næstkomandi. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 57 orð | 1 mynd

Líf og fjör

Á LAUGARDAGINN kl. 14.00 opnaði myndlistarmaðurinn Gunnar Örn sýningu í Listasafni ASÍ. Sýningin stendur til 30. mars og er eins konar framhald á sýningu Gunnars frá 2000, sem bar nafnið Sálir . Meira
19. mars 2003 | Menningarlíf | 187 orð | 1 mynd

Myndskreytir bar Norrænu

BIRGIR Andrésson myndlistarmaður er að vinna að því verkefni þessa dagana að búa til myndverk fyrir ferjuna Norrænu. Verkinu er ætlað að prýða bar ferjunnar. Meira
19. mars 2003 | Menningarlíf | 51 orð

Rómeó og Júlíu frestað

FYRIRHUGUÐ sýning á Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöldið fellur niður. Nína Dögg Filippusdóttir tognaði illa á handlegg þegar hún féll niður af sviðinu á sýningu sl. laugardagskvöld. Næsta sýning verður skv. áætlun miðvikudaginn 26. mars. Meira
19. mars 2003 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Sjónhverfingar eftir Hermann Stefánsson er fyrsta bókin í Svörtu línunni frá Bjarti. "Eitthvað birtist og virðist svo gufa upp; ef að er gáð kemur í ljós að það hefur aldrei verið til. Meira
19. mars 2003 | Menningarlíf | 1169 orð | 8 myndir

Skyndisýn af Færeyjum

ÞAÐ var engan veginn ásetningur minn að skrifa um Færeyjar né færeyska list þegar utan var haldið því mín beið mikið verk, en það litla sem ég sá og upplifði ýtti harkalega við mér. Meira
19. mars 2003 | Menningarlíf | 78 orð

Súfistinn, Laugavegi kl.

Súfistinn, Laugavegi kl. 20.30 Sjónhverfingakvöld verður í tilefni af útkomu bókar Hermanns Stefánssonar, Sjónhverfingar. Meira
19. mars 2003 | Menningarlíf | 243 orð | 1 mynd

Sænskur dans, lestur og fiðluleikur

SÆNSKIR listamenn frá borginni Umeå bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá í Norræna húsinu í dag kl. 17-19 og á Akureyri á morgun. Það eru danshópurinn Nomo Daco, skáldkonan Katarina Mazetti og tónlistarmaðurinn Torbjörn Näsbom. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

...Trabant á tónleikum

Í VIKULEGUM tónleikaþætti Rásar 2 verður flutt upptaka frá tónleikum íslensku tilraunapoppsveitarinnar Trabant á Airwaves-hátíðinni 2002. Trabant er með athyglisverðustu fyrirbærum sem fram á íslenska tónlistarsviðið hefur komið undanfarin ár. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 311 orð | 1 mynd

Þáttur Davids Lettermans verður keyrður á...

Þáttur Davids Lettermans verður keyrður á gestastjórnendum þessa vikuna en Letterman er að jafna sig á bráðum ofnæmissjúkdómi. Á meðal stjórnenda er Brad Garrett úr Allir elska Raymond, grínistinn Tom Dreesen og Bonnie Hunt úr Lífið með Bonnie- þáttunum. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd

Þríleikur í náttúrunni

SÝNING norska listamannsins Patrick Huse, Penetration , var opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu um helgina. Sýningin er lokaþáttur þríleiks sem Huse hefur unnið að á níu ára tímabili. Meira
19. mars 2003 | Fólk í fréttum | 305 orð | 2 myndir

Öskubuska og albínói

ÖSKUBUSKUÆVINTÝRI Jennifer Lopez var vinsælasta kvikmynd helgarinnar í íslenskum kvikmyndahúsum. Meira

Umræðan

19. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 461 orð

15. mars

Til hamingju með daginn, Fjarðabyggð og Austfirðingar og baráttukveðjur til allra dreifbýlisstaða. Já, það er gríðalegum stórum áfanga náð fyrir Austurland. Meira
19. mars 2003 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Að verja hið óverjanlega

"...byggingu á borð við Náttúrufræðihúsið sé hæglega unnt að hanna og reisa á jafnvel skemmri tíma en ég gerði ráð fyrir." Meira
19. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 157 orð

Á blaðburðarfólk að standa undir rekstri?

DÓTTIR mín hefur borið út Fréttablaðið í 1 1/2 ár og þegar hinir nýju eigendur (hverjir sem þeir nú eru) tóku við útgáfu blaðsins skrifaði hún undir ráðningarsamning sem ég taldi hið besta mál. Í þessum ráðningarsamningi segir m.a. Meira
19. mars 2003 | Aðsent efni | 48 orð

Barnabætur 1995-2003 Upphæðir: Milljónir kr.

Barnabætur 1995-2003 Upphæðir: Milljónir kr. Verðgildisumreikningur er greinarhöfundar. Heimildir: Staðtölur skatta á vef ríkisskattstjóra og fjárlög 2003. 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003* B.bætur, verðl. Meira
19. mars 2003 | Aðsent efni | 517 orð | 1 mynd

Hafa þær hækkað eða lækkað?

"...verða barnabætur á kosningaárinu 2003 einum milljarði eða 18% lægri en þær voru þegar núverandi ríkisstjórn tók við fyrir 8 árum?" Meira
19. mars 2003 | Aðsent efni | 568 orð | 1 mynd

Málflutningur menntamanna

"Það ber ekki að blanda fjármálum skóla og almennum hæfnisreglum inn í umræðu sem snýr eingöngu að almennum og stjórnarskrárbundnum mannréttindum." Meira
19. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 365 orð

McDonalds ÉG vil koma á framfæri...

McDonalds ÉG vil koma á framfæri ánægju minni með þjónustuna á McDonalds í Skeifunni en óánægju með þjónustuna á McDonalds í Kópavogi. Í Kópavogi var ég látin bíða í hálftíma eftir matnum og var ekki beðin afsökunar á biðinni. Meira
19. mars 2003 | Aðsent efni | 347 orð | 1 mynd

Nemendafjöldi í háskólanámi

"Mér finnst liggja í augum uppi að Íslendingar geta ekki rekið marga fullbúna háskóla." Meira
19. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 342 orð

Ólympískir hnefaleikar

Í ALLRI þeirri umræðu sem farið hefur fram um sýningu á óhefðbundnum bardagaíþróttum undanfarna daga get ég ekki orða bundist. Meira
19. mars 2003 | Bréf til blaðsins | 137 orð

PENNAVINIR -

HRAFNKATLA, sem er 10 ára og býr í Edinborg, óskar eftir íslenskri pennavinkonu á Íslandi með svipuð áhugamál. Hún hefur gaman af fótbolta, dansi, tónlist og tölvuleikjum. Hrafnkatla Arnarsdóttir, 25 Polwarth Cressent 2F3, Edinburgh EH11 1HR, Scotland. Meira
19. mars 2003 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Sameiginleg hagsmunasamtök gegn sjóðfélögum

"Punktakerfi lífeyrissjóðanna hefur þann tilgang að slá ryki í augu fólks." Meira
19. mars 2003 | Aðsent efni | 801 orð | 3 myndir

Skattar hafa hækkað á lægri tekjur

"Skatthlutfall staðgreiðslu eitt og sér segir lítið sem ekkert um skattbyrði." Meira
19. mars 2003 | Aðsent efni | 270 orð | 1 mynd

Um nám eða ekki nám í sifjarétti

"Fjölskylduréttur, þ.m.t. sifjaréttur, er valgrein í grunnnámi við lagadeild HR." Meira

Minningargreinar

19. mars 2003 | Minningargreinar | 307 orð | 1 mynd

EYGLÓ ÁSTVALDSDÓTTIR

Eygló Ástvaldsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. ágúst 1958. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 15. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 26. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2003 | Minningargreinar | 2558 orð | 1 mynd

JÓNAS EINARSSON WALDORFF

Jónas Einarsson Waldorff fæddist í Reykjavík 1. apríl 1989. Hann lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut 9. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 18. mars. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2003 | Minningargreinar | 683 orð | 1 mynd

KRISTJÁN MARINÓ FALSSON

Kristján Marinó Falsson fæddist á Akureyri 15. júlí 1956. Hann lést á heimili sínu 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Falur Friðjónsson húsasmiður á Akureyri, f. 1. des. 1926, frá Sílalæk í Aðaldal og Guðrún Lovísa Marinósdóttir, f. 20. sept. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2003 | Minningargreinar | 782 orð | 1 mynd

MARGRÉT ÞORBJÖRG THORS

Margrét Þorbjörg Thors fæddist 16. janúar 1929 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 18. mars. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2003 | Minningargreinar | 2156 orð | 1 mynd

PÉTUR MAGNÚSSON

Pétur Magnússon fæddist í Reykjavík 10. október 1915. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Pétursdóttir húsfrú, f. á Patreksfirði 25. september 1890, d. í Reykjavík 19. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2003 | Minningargreinar | 1284 orð | 1 mynd

SIGURÐUR SIGGEIRSSON

Sigurður Siggeirsson fæddist á Baugsstöðum í Gaulverjabæjarhreppi 10. mars 1918. Hann lést á Kanaríeyjum 5. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 18. mars. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2003 | Minningargreinar | 879 orð | 1 mynd

SVEINBJÖRN ÞÓR KRISTMUNDSSON

Sveinbjörn Þór Kristmundsson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1951. Hann lést 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sveinbjörg Guðmundsdóttir, f. 1931, frá Ísafirði og Kristmundur Sverrir Kristmundsson, f. 1928, d. 1971. Þau slitu samvistum. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 210 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Hlýri 94 94 94 31...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Hlýri 94 94 94 31 2,914 Keila 15 15 15 63 945 Steinbítur 90 82 88 5,762 508,100 Ýsa 100 100 100 15 1,500 Þorskur 243 136 160 756 120,685 Samtals 96 6,627 634,144 FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Skrápflúra 65 65 65 359 23,335 Und. Meira
19. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 130 orð

Listin og lyfjaframleiðslan

KYNNINGARFUNDUR Pharmaco í gær með fjárfestum vegna uppgjörs félagsins fyrir árið 2002 var haldinn í Listasafni Íslands. Meira
19. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 175 orð | 1 mynd

Meiri upplýsingar og fagmennska

Í GÆR skrifaði samstarfshópur um fjölmiðlarannsóknir, skipaður fulltrúum helstu fjölmiðla, Samtaka auglýsenda, SAU, og Samtaka íslenskra auglýsingastofa, SÍA, undir nýjan fimm ára samning við Gallup um framkvæmd fjölmiðlarannsókna á Íslandi. Meira
19. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 407 orð | 1 mynd

Pharmaco hagnast um rúma 3 milljarða

HAGNAÐUR Pharmaco hf. á árinu 2002 nam 3.166 milljónum króna eftir skatta. Hagnaðurinn tvöfaldaðist milli ára því á árinu 2001 var hann 1.562 milljónir. Meira
19. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 271 orð

Tillaga að nýju bankaráði BÍ

FULLTRÚAR S-hópsins skiluðu í gær til Búnaðarbankans tillögu að nýju bankaráði. Ólafur Ólafsson, talsmaður kaupendanna og stjórnarformaður Eglu hf. Meira
19. mars 2003 | Viðskiptafréttir | 207 orð | 5 myndir

Þrír nýir í bankaráði Búnaðarbankans

TILLAGA S-hópsins gerir ráð fyrir þremur nýjum bankaráðsmönnum í stað fulltrúa ríkisins. Finnur Ingólfsson kemur nýr inn. Hann er fæddur 8. ágúst 1954. Meira

Fastir þættir

19. mars 2003 | Fastir þættir | 231 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Suður spilar tvo spaða í tvímenningi eftir opnun vesturs á 15-17 punkta grandi: Vestur gefur; enginn á hættu. Meira
19. mars 2003 | Fastir þættir | 453 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Íslandsmót í paratvímenningi Íslandsmót í paratvímenningi verður spilað helgina 22.-23. mars í Síðumúla 37. Spilaður verður barómeter, allir við alla, en fjöldi spila fer eftir þátttöku. Spilamennska hefst kl. 11 báða dagana. Meira
19. mars 2003 | Í dag | 854 orð

Bústaðakirkja.

Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13-16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gestir Ingibjörg og Sigríður Hannesdætur. Bílaþjónusta í símum 5538500, 5530448 og 8641448. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Meira
19. mars 2003 | Dagbók | 474 orð

(Fil. 4, 4.)

Í dag er miðvikudagur 19. mars, 78. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Meira
19. mars 2003 | Fastir þættir | 187 orð

Fjárhagsstaða Fáks komin í gott jafnvægi

Aðalfundur Fáks var haldinn í gærkvöldi og þar bar það til tíðinda í fyrsta skipti í fjölda ára að félagið skilaði hagnaði af rekstri án þess að gengið væri á eignir þess. Er þar um að ræða hagnað upp á rétt tæpar tvær milljónir króna. Meira
19. mars 2003 | Viðhorf | 854 orð

Gæti misst völdin í hendur karls

"Þegar á heildina er litið finnst mér jafnrétti ekki vera náð fyrr en fjallað sé um konur af sömu virðingu og karla." Meira
19. mars 2003 | Fastir þættir | 1324 orð | 2 myndir

Mývatnsævintýrið gekk upp eins og best varð á kosið

Það var líf og fjör í mótahaldi um helgina þar sem hæst bar mót sem ber nafnið Mývatn open og haldið er á ís á Mývatni. Valdimar Kristinsson fer hér í gegnum mótin og úrslit þeirra. Meira
19. mars 2003 | Fastir þættir | 140 orð

Sigur stendur undir nafni

Hestsnafn vikunnar hefur að þessu sinni verið valið Sigur, það er Sigur frá Húsavík sem Vignir Sigurólason dýralæknir á Húsavík reið til sigurs á Mývatni. Meira
19. mars 2003 | Fastir þættir | 95 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Bf4 Rh5 4. Bg5 h6 5. Bh4 g5 6. Bg3 f5 7. e3 Rf6 8. h4 Bg7 9. hxg5 hxg5 10. Hxh8+ Bxh8 11. Rc3 g4 12. Bd3 Rh5 13. Rge2 e5 14. Dd2 Dg5 15. dxe5 dxe5 16. 0-0-0 Be6 17. Hh1 c6 18. Meira
19. mars 2003 | Í dag | 337 orð | 1 mynd

Skáld á föstu í Neskirkju

LJÓÐSKÁLDIN Elísabet Jökulsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þorsteinn frá Hamri lesa úr verkum sínum í Neskirkju á föstunni. Meira
19. mars 2003 | Dagbók | 131 orð

VETUR

Hvar eru fuglar þeir á sumri sungu? Þeir suður flugu brimótt yfir höf. Hvar eru blómin sæl frá sumri ungu? Und snjónum hvíla þau í vetrar gröf. Hvað er nú söngva? vindgnýr hærri og hærri um fölnað land, en þung með drunuhljóð. Meira
19. mars 2003 | Fastir þættir | 392 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI er áhugamaður um gönguferðir og finnst fátt ánægjulegra en að spássera úti með einhverjum skemmtilegum vini sínum. Það er ekki nóg með að gangan sé líkamlega holl heldur er hún líka góð fyrir sálina. Meira

Íþróttir

19. mars 2003 | Íþróttir | 410 orð | 1 mynd

* ATLI Sveinn Þórarinsson lagði upp...

* ATLI Sveinn Þórarinsson lagði upp mark sænska liðsins Örgryte sem gerði jafntefli við Ventspils frá Lettlandi , 1:1, í æfingaleik í Hollandi á mánudag. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 108 orð

Áminning vegna eiginkonu

AGANEFND KKÍ veitti í gær ÍR áminningu vegna atviks í heimaleik liðsins við Keflavík í úrslitakeppni Íslandsmóts karla á sunnudag. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

Enginn enskur í byrjunarliði Bolton

Á LAUGARDAGINN var brotið blað í 125 ára sögu enska knattspyrnufélagsins Bolton Wanderers. Þegar gengið var til leiks gegn Sunderland í úrvalsdeildinni var enginn enskur leikmaður í byrjunarliði félagsins. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 138 orð

Ferguson vonar að Arsenal komist áfram í Evrópukeppninni

SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, vonast til að Arsenal komist áfram í Meistaradeildinni. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 106 orð

Gunnar tekur við Víkingum

GUNNAR Magnússon mun þjálfa meistaraflokk karla í handknattleik hjá Víkingi næsta vetur og tekur hann við af Birgi Sigurðssyni sem hefur þjálfað liðið í vetur. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 34 orð

HANDKNATTLEIKUR 1.

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Essodeild: Kaplakriki: FH - UMFA 20 Selfoss: Selfoss - Grótta/KR 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna, undanúrslit, fyrsti leikur: Keflavík: Keflavík - Njarðvík 19.15 Úrslitakeppni 1. deildar karla - 3. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 366 orð | 1 mynd

* HANNES Jón Jónsson , handknattleiksmaður...

* HANNES Jón Jónsson , handknattleiksmaður hjá Naranco á Spáni , gerði þrjú mörk fyrir lið sitt þegar það tapaði 27:20 á heimavelli fyrir Anaitasuna . Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 594 orð | 1 mynd

Haukar réðu ekki við Kristin og Cook

Rimmur Hauka og Tindastóls í vetur hafa verið með ólíkindum jafnar og varð engin breyting þar á þegar liðin áttust við í oddaleik í átta liða úrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í gærkvöld í Hafnarfirði. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 179 orð

Hilmar á heimleið frá Spáni

HILMAR Þórlindsson, handknattleiksmaður hjá Cangas á Spáni hefur gert starfslokasamning við félagið og væntir þess að koma heim fljótlega eftir helgina. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 100 orð

Íslandsför Sharpes vekur athygli

ÍSLANDSÆVINTÝRI enska knattspyrnumannsins Lees Sharpes hefur vakið mikla athygli í heimalandi hans og víðar. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 603 orð

Keflvíkingar kafsigldu ÍR

TÓLF mínútna skrautsýning Keflvíkinga gerði allar vonir ÍR-inga um að komast áfram í úrslitakeppnina að engu þegar liðin mættust syðra í gærkvöldi. Þá skoruðu heimamenn 51 stig á móti 8 en glæsilegar troðslur ásamt kröftugri baráttu um fráköst slógu síðan öll vopn úr höndum gestanna enda munaði 42 stigum í leikhléi. Síðari leikurinn var því sem næst formsatriði en gestunum tókst samt að minnka skaðann til að bjarga afganginum af heiðrinum og Keflavík vann 115:84. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 270 orð | 1 mynd

KR-sigur í spennuleik

KR-stúlkur sigruðu Grindavík, 71:55, í fyrsta leik liðanna í fjögurra liða úrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik, en liðin mættust í KR-húsinu í gærkvöldi. Þrátt fyrir þennan mikla mun á lokatölum var jafnræði með liðunum lengst af leiks og var leikurinn mjög spennandi allt fram á síðustu stundu. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 488 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Tindastóll 85:89 Ásvellir,...

KÖRFUKNATTLEIKUR Haukar - Tindastóll 85:89 Ásvellir, Hafnarfirði, Íslandsmót karla, 8-liða úrslit, þriðji leikur, þriðjudaginn 18. mars 2003. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 181 orð

Með beiskt bragð í munni

Það var þungt yfir leikmönnum Hauka eftir tapleikinn gegn Tindastól enda liðið farið í "sumarfrí" eftir að hafa endað í þriðja sæti deildarinnar. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 210 orð

Nýtt gras á Hampden

BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, andar léttar þessa dagana. Hann hafði miklar áhyggjur af því að Hampden Park, þjóðarleikvangur Skota, yrði í slæmu ásigkomulagi þegar Íslendingar kæmu þar í heimsókn í undankeppni EM hinn 29. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 402 orð | 1 mynd

* PAUL Dickov, sóknarmaður Leicester City...

* PAUL Dickov, sóknarmaður Leicester City , verður ekki með skoska landsliðinu gegn því íslenska á Hampden Park 29. mars. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 478 orð | 1 mynd

Real Madrid skreið áfram

REAL Madrid og Juventus bættust í gærkvöldi í hóp AC Milan, Manchester United og Barcelona sem tryggt hafa sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Lokaumferðin í C- og D-riðlum var leikin í gær en í kvöld klárast A- og B-riðlarnir og þá fæst úr því skorið hvaða þrjú lið til viðbótar komast áfram í keppninni. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 80 orð

Undanúrslitin hefjast um næstu helgi

UNDANÚRSLITIN í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefjast um næstu helgi en þar mætast annars vegar Grindavík og Tindastóll og hins vegar Keflavík og Njarðvík. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Zola skákar Eiði Smára og Hasselbaink

HINN 36 ára gamli Gianfranco Zola hefur skákað bæði Jimmy Floyd Hasselbaink og Eiði Smára Guðjohnsen þegar tölfræði sóknarmanna Chelsea í ensku úrvalseildinni eru skoðaðar og bornar saman við síðasta keppnistímabil. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 131 orð

Þjóðerni skiptir ekki máli

GUÐNI Bergsson sagði í samtali við Bolton Evening News að það væri vissulega sérstakt að enginn enskur leikmaður var í byrjunarliði Bolton en þjóðerni leikmanna skipti ekki máli. "Ég held að hugarfarið sé rétt í liðinu. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 112 orð

Þjóðverjar hita upp fyrir Íslandsorrustu í Alsace

HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, teflir fram nokkrum ungum leikmönnum í vináttuleik gegn Íslendingum í Berlín á laugardaginn. Þjóðverjar hita upp fyrirt leikinn gegn Íslandi með leik gegn Frökkum í Mulhouse í Alsace í kvöld. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 189 orð | 1 mynd

Þriðja markalausa jafnteflið í röð hjá Stoke

STOKE gerði markalaust jafntefli í þriðja leiknum í röð þegar liðið sótti Úlfana heim á Molinaux. Meira
19. mars 2003 | Íþróttir | 273 orð

Ætlaði að brjóta á Stevie

"SÁ "gamli" á bekknum sagði mér að brjóta á Stevie Johnson áður en hann færi í þriggja stiga skotið - ég ætlaði að brjóta á honum en tókst að ná af honum boltanum áður en hann fór í skotið," sagði hinn tvítugi Axel Kárason leikmaður... Meira

Bílablað

19. mars 2003 | Bílablað | 117 orð

10,2 milljarðar kr. til ríkis

BENSÍNSALAN á síðasta ári nam rúmlega 192 milljónum lítra sem var 0,9% meiri sala en á árinu 2001. Ríkið fékk í sinn hlut af bensínsölunni í formi bensíngjalds 5.493 milljónir kr. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 230 orð | 4 myndir

75 ára og á 56 ára Ford

KRISTINN Bjarnason fagnaði nýlega 75 ára afmæli sínu en hann hefur alla sína starfsævi verið bílstjóri. Hann byrjaði tvítugur að keyra strætisvagna og sinnti þeim starfa í 50 ár. Frá sjötíu ára aldri hefur hann keyrt leigubíl og má keyra út þetta ár. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 128 orð | 2 myndir

Alfa 156 Coupé

BERTONE á Ítalíu hefur hannað GT Coupé út frá Alfa Romeo 156 og var bíllinn sýndur í framleiðslugerð sinni á bílasýningunni í Genf. Alfa 156 er góður útgangspunktur fyrir kúpubak því stærð bílsins og aksturseiginleikar henta vel. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 152 orð | 1 mynd

BAR prófar nýja talstöð

BAR-liðið hefur prófað nýjan talstöðvarbúnað í framhaldi af kappakstrinum í Melbourne til að tryggja að Jacques Villeneuve heyri örugglega skipanir af stjórnborði, ólíkt því sem átti sér stað í Ástralíu. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 1132 orð | 2 myndir

Bíllinn sem tölva

Tækninni fleygir fram og það er liðin tíð að bifvélavirkjar séu allir með sorgarrendur á nöglum. Guðjón Guðmundsson kynnti sér tölvutæknina í bilanagreiningu og ræddi við Atla Vilhjálmsson, þjónustustjóra B&L, og Bjarka Jónsson bifvélavirkja um hvað framtíðin ber í skauti sér hvað tæknina varðar. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 386 orð

Damon Hill spáir jafnari keppni í Malasíu

Damon Hill, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu-1, telur Ferrariliðið ekki lengur njóta yfirburða eins og í fyrra og telur að kappaksturinn í Sepang í Malasíu um komandi helgi geti orðið enn tvísýnni en Ástralíukappaksturinn fyrir 10 dögum. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 262 orð | 1 mynd

Dennis telur McLaren geta snuðað Ferrari í Malasíu

McLaren-stjórinn Ron Dennis segir lið sitt vera í stakk búið til að vinna Ferrari í Malasíu-kappakstrinum um komandi helgi, öðru móti ársins í Formúlu-1, en liðið vann óvænt sigur í fyrsta mótinu, í Melbourne fyrir 10 dögum, og átti þriðja mann á mark... Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 63 orð

Ford Galaxy

Vél: 1.998 rúmsentímetrar, fjórir strokkar, 16 ventlar. Afl: 115 hestöfl við 5.500 snúninga á mínútu. Tog: 170 Nm við 2.300 snúninga á mínútu. Lengd: 4.641 mm. Breidd: 1.810 mm. Hæð: 2.142 mm. Hjólhaf: 2.835 mm. Eigin þyngd: 1.650 kg. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 500 orð | 4 myndir

Gerir við sætaáklæði og leðurklæðir bíla

FYRSTI staðurinn til að gefa sig í sætaáklæðinu er yfirleitt hliðin á sætisbakinu; sem ökumaður nuddar nokkrum sinnum á hverjum degi þegar hann sest inn og fer út úr bílnum. Svo var einnig komið fyrir bíl undirritaðs. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 387 orð

Hyundai í toppslaginn

Hyundai var ásamt Honda með næstlægstu tíðni bilana í könnun Consumer Reports , tímariti bandarísku neytendasamtakanna, á 25 mismunandi bílategundum. Toyota var í efsta sæti. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 479 orð | 2 myndir

Ítalinn kyndir undir akstursgleðinni

FLESTIR þekkja Einar Thoroddsen af því að krukka í eyrun á börnum með eyrnabólgur eða af því að kynna leyndardóma léttvínanna. Einar leynir á sér og er mikill bílaáhugamaður. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 770 orð | 6 myndir

Kjörinn sjö manna fjölskyldubíll

BRIMBORG hefur hafið sölu á Ford Galaxy, fimm til sjö manna fjölnotabíl með sniðugum sætalausnum. Galaxy er reyndar búinn að vera á markaði í Evrópu allt síðan 1996 og hefur í raun lítið breyst á þeim tíma. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 392 orð | 1 mynd

Meistaranám í bifreiðaviðgerðum

BÍLGREINASAMBANDIÐ hefur lagt fram drög að breyttu grunnnámi í bifreiðaviðgerðum hjá Fræðslumiðstöð bílgreina og drög að meistaranámi í greininni sem er til viðbótar við grunnnámið. Drögin liggja nú hjá menntamálaráðuneytinu. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 166 orð | 1 mynd

Milligír (skriðgír)

Milligírar eru aðallega settir í jeppa til þess að hægt sé að láta hjólin snúast nógu hægt þegar ekið er í snjó. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 144 orð | 1 mynd

Mosley þakkar nýjum reglum fjörið

MAX Mosley, forseti Alþjóðaakstursíþróttasambandsins (FIA), segir að róttækum breytingum á tækni- og keppnisreglum sé að þakka hversu fjörlegur ástralski kappaksturinn var en fjórir ökuþórar skiptust á forystunni sex sinnum í spennandi sigurslag. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 133 orð | 1 mynd

Mun færri bílar í notkun en á skrá

MEÐALALDUR íslenska fólksbílaflotans hefur hækkað og er nú 9,5 ár en var 8,8 ár í árslok 2000. Meðalaldur fólksbíla í Evrópu er nálægt 7,5 ár. Fjöldi bíla á skrá 13. mars síðastliðinn var 186.238 bílar, þar af 164. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 90 orð | 1 mynd

Nýir bílar og samanburður

EINN af skemmtilegri bílavefjum er hinn danski biltorvet.dk. Á síðunni er fjallað um nýja og notaða bíla og þarna er líka viðmiðunarverðskrá sem nýtist okkur lítið hér á Íslandi þar sem bílverð er allt annað og skaplegra. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 383 orð | 3 myndir

Spennandi framtíðarsýn Volvo

VOLVO er þekkt fyrir að setja þá fáu hugmyndabíla sem fyrirtækið smíðar í framleiðslu og þess vegna getur VCC hugmyndabíllinn, sem sýndur er á bílasýningunni í Genf, veitt okkur mikla innsýn í framtíðina hjá Volvo. Meira
19. mars 2003 | Bílablað | 85 orð | 1 mynd

Stríðshætta ógnar ekki keppninni í Malasíu

YFIRVOFANDI hætta á stríðsátökum í Írak ógnar ekki kappakstrinum í Sepang í Malasíu um helgina, að sögn Alþjóðaakstursíþróttasambandsins (FIA). Kappaksturinn í Sepang verður haldinn um helgina þótt hernaðarátök hafi brotist út í Írak. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.