Greinar föstudaginn 4. apríl 2003

Forsíða

4. apríl 2003 | Forsíða | 273 orð | 1 mynd

Atvinnulausum fækkar

ATVINNULAUSUM fækkaði um 81 í marsmánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er í fyrsta skipti síðan í ágúst í fyrra sem atvinnulausu fólki fækkar milli mánaða. Um síðustu mánaðamót var 6.131 á atvinnuleysisskrá en í upphafi mánaðarins voru 6. Meira
4. apríl 2003 | Forsíða | 116 orð | 1 mynd

Bandaríkin gerðu "mikil mistök"

FRANSKI forsætisráðherrann, Jean-Pierre Raffarin, sagði í gær að Bandaríkin hefðu gert "mikil mistök" með því að efna til hernaðar gegn Írak. Raffarin sagði að mistökin væru í fyrsta lagi siðferðilegs eðlis. Meira
4. apríl 2003 | Forsíða | 390 orð | 1 mynd

Hluti Saddam-flugvallar á valdi Bandaríkjamanna

BANDARÍSKAR hersveitir gerðu í gærkvöld áhlaup að Saddam Hussein-alþjóðaflugvellinum í útjaðri Bagdad. Vitni sögðu að gerð hefði verið stórskotaliðsárás á hersveitir Íraka á alþjóðaflugvellinum og að margir menn væru fallnir eða særðir. Meira
4. apríl 2003 | Forsíða | 75 orð

Skutu óbreytta borgara til bana

BANDARÍSKIR hermenn skutu þrjá óbreytta, íraska borgara til bana skammt suður af Bagdad í gær. Meira
4. apríl 2003 | Forsíða | 109 orð | 1 mynd

Stjórnin einangruð?

RICHARD Myers, forseti bandaríska herráðsins, gaf í skyn í gær að þess yrði freistað að einangra stjórnina í Bagdad um leið og herlið héldi inn í hverfi shíta í borginni og treysti tök sín annars staðar í landinu. Meira

Fréttir

4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 179 orð

15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í dag 15 mánaða fangelsisdóm yfir manni sem braust inn á heimili konu og hafði samræði við hana en hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga. Dómurinn lækkaði á hinn bóginn skaðabætur úr 700.000 í 500.000 krónur. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 174 orð

16 gráða hiti en ekki stuttbuxnaveður

SANNKALLAÐ sumarveður var á Austfjörðum í gær og mældist hitinn mestur á Teigarhorni í Berufirði og á Dalatanga, hvorki meira né minna en 16°C. Rok kom þó í veg fyrir að íbúarnir gætu notið hitans til fullnustu. Meira
4. apríl 2003 | Akureyri og nágrenni | 67 orð

Aðalfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi verður...

Aðalfundur Félags skógarbænda á Norðurlandi verður haldinn í Ljósvetningabúð, Köldukinn, laugardaginn 5. apríl kl. 13.30. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 825 orð | 1 mynd

Að móta samfélag fyrir alla

Berglind Ásgeirsdóttir er fædd 15. janúar 1955. Lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1978 og MA prófi í alþjóðasamskiptum frá Boston-háskóla 1985. Starfaði við utanríkisráðuneytið í tæp 10 ár, m.a. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

ALBERT KARL SANDERS

ALBERT Karl Sanders, fyrrverandi bæjarstjóri Njarðvíkur, er látinn, 74 ára að aldri. Albert Karl fæddist á Ísafirði 20. mars 1929. Foreldrar hans voru Karl Sanders, stýrimaður í Noregi, og Jónína Albertsdóttir á Ísafirði. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 763 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á fjölskylduna og velferð hennar

FRAMSÓKNARFLOKKURINN leggur áherslu á fjölskylduna og velferð hennar vegna komandi alþingiskosninga undir kjörorðunum vinna, vöxtur, velferð. Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 87 orð

Áréttar eftirlitshlutverk

ALÞJÓÐA kjarnorkumálastofnunin IAEA sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem yfirmaður hennar, Mohamed ElBaradei, áréttaði að það væri hennar hlutverk að ganga úr skugga um hvort kjarnorkuvopn væri að finna í Írak, ekki Bandaríkjamanna. Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 163 orð

Áróður Breta gagnrýndur

FJÖLMIÐLAHERFERÐIN sem bresk stjórnvöld hafa staðið fyrir í tengslum við herför bandamanna í Írak hefur beðið mikinn hnekki og grafið undan forræði ríkisstjórnar Tonys Blairs forsætisráðherra, að mati Tims Crooks, sérfræðings í beitingu áróðurs. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Ásýnd ungra karla að breytast

KARLAR virðast vera nýjustu sóknarfæri auglýsenda og ímyndarhönnuða á Vesturlöndum. Ásýnd ungra íslenskra karla er líka að breytast og þeir eru vaxandi viðskiptavinahópur snyrtivöruverslana. Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

BBC-maður fórst í sprengingu

KAVEH Golestan, lausráðinn myndatökumaður hjá BBC , breska ríkisútvarpinu, lét lífið í fyrradag þegar hann steig á jarðsprengju er hann fór út úr bíl sínum við bæinn Kifri í Írak. Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 144 orð

Beðnir um að biðja fyrir forsetanum

ÞÚSUNDIR bandarískra hermanna, sem nú eru í Persaflóanum, fengu í hendur dreifibréf, sem ber heitið "Skylda hins kristna manns á stríðstímum" og er þar mælst til þess að þeir biðji fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 241 orð

Breyta ekki sýningartíma

"VIÐ erum búin að sýna alla Jackass-þætti sem framleiddir hafa verið og Heimsmetabókar Guinness-þáttunum er líka að ljúka svo við förum ekki að gera breytingar héðan af," segir Helgi Hermannsson, dagskrárstjóri hjá Skjá 1, þegar hann er spurður... Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 310 orð | 3 myndir

Delors gagnrýnir afstöðu Chiracs

JACQUES Delors, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur varað aðildarríki þess við því að taka afstöðu gegn Bandaríkjunum og sagt að Jacques Chirac Frakklandsforseti sé að leiða landið á blindgötu í deilunni um stríðið í Írak. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 430 orð

Enginn grundvöllur fyrir viðvörun

ÍSLENSKU menntasamtökin hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna málefna leikskólans Tjarnaráss í Hafnarfirði: "Enginn hefur skýrt frá því hvaða sérstöku vandamál hafa skyndilega komið fram sem verðskulda fjölmiðlaumræðu á þessum... Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð

Enn deilt um heimahjúkrun

EKKI náðist að leysa ágreining milli starfsmanna Heimahjúkrunar og stjórnenda Heilsugæslunnar á fundi þeirra í gær og að öllu óbreyttu munu 55 starfsmenn Heimahjúkrunar láta af störfum um næstu mánaðamót. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 392 orð

Félag heyrnarlausra mun mótmæla breytingum

FRAMKVÆMDASTJÓRI Félags heyrnarlausra, Hafdís Gísladóttir, segist óánægð með nýja reglugerð um hlutdeild ríkisins í kostnaði við heyrnartæki, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur kynnt. Hún segir að félagið muni mótmæla breytingunum. Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 134 orð

Fimm Palestínumenn drepnir

ÍSRAELAR hafa aukið hernaðaraðgerðir sínar á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna og drápu í gær sex menn á Gaza og Vesturbakkanum. Meira
4. apríl 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 103 orð | 1 mynd

Fjölskylduhátíð í Gróttu

SKÓLASKRIFSTOFA Seltjarnarness stendur fyrir fjölskyldudegi í Gróttu á morgun þar sem hægt er að komast fótgangandi út í eyju á fjörunni kl. 13-16. Fjörurnar sunnan við Gróttu, Seltjörn og Bakkavík, eru auðugar af lífi sem bjóða upp á mikla... Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Friðarsamningi fagnað

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær "endanlegu" friðarsamkomulagi sem fulltrúar stríðandi fylkinga, sem borizt hafa á banaspjót í borgarastríði í Lýðveldinu Kongó undanfarin fjögur ár, undirrituðu á miðvikudag. Meira
4. apríl 2003 | Landsbyggðin | 206 orð | 1 mynd

Fyrirtæki ársins í Borgarbyggð

KAUPFÉLAG Borgfirðinga var valið fyrirtæki ársins 2002 í Borgarbyggð auk þess sem Þór Oddsson apótekari og Katrín Magnúsdóttir, frumkvöðull í ferðaþjónustu, fengu viðurkenningar fyrir að hafa lagt drjúgan skerf að uppbyggingu og velmegun atvinnulífs í... Meira
4. apríl 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 504 orð | 1 mynd

Fyrningarleiðin er aðför að landsbyggðinni

"Með þessu mun stöðugt verða grafið undan stöndugum fyrirtækjum og þeim gert annað tveggja, að tapa hluta af kvóta sínum ár frá ári eða greiða sífellt hærra verð fyrir hann." Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð

Geðlæknir viðurkennir að hafa gert mistök

GEÐLÆKNIR hefur í skýringum sínum til umboðsmanns Alþingis viðurkennt mistök þegar hann brást ekki við beiðni gæsluvarðhaldsfanga sem settur var í einangrun á Litla-Hrauni. Kvartaði fanginn til umboðsmanns yfir framkvæmd vistunar sinnar og m.a. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Glæðir áhuga á stærðfræði

TÆPLEGA eitt þúsund íslenskir níundu bekkingar taka þátt í KappAbel-stærðfræðikeppninni sem lýkur með lokakeppni í Háskólabíói í dag milli kl. 10.30 og 12. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 100 orð

Guðmundur kjörinn formaður samtakanna

DRÖG að stefnuskrá stjórnmálasamtakanna Nýs afls voru samþykkt án breytinga á stofnfundi samtakanna í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Gert er ráð fyrir að framboðslistar í Reykjavíkurkjördæmunum liggi fyrir um miðja næstu viku. Guðmundur G. Meira
4. apríl 2003 | Akureyri og nágrenni | 415 orð | 1 mynd

Hefur keppt á um 50 mótum í 8 löndum síðustu mánuði

DAGNÝ Linda Kristjándsóttir skíðakona kom heim til Akureyrar í vikunni eftir að hafa verið við æfingar og keppni víða í Evrópu undanfarna þrjá mánuði. Meira
4. apríl 2003 | Landsbyggðin | 131 orð | 1 mynd

Héraðssamböndin reka þjónustumiðstöðvar fyrir UMFÍ

SKRIFAÐ hefur verið undir samning á milli Ungmennafélags Íslands og fimm héraðssambanda um áframhaldandi rekstur þjónustumiðstöðva UMFÍ á landsbyggðinni. Meira
4. apríl 2003 | Landsbyggðin | 53 orð | 1 mynd

Hreimur fagnar vori í Ýdölum

KARLAKÓRINN Hreimur verður með vorfagnað í Ýdölum annað kvöld. Þar verða meðal annarra gesta: Elma Atladóttir og Katrín Sigurðardóttir sópransöngkonur, einnig Ásgeir Hermann Steingrímsson trompetleikari. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð

Hús Einars skálds frá 1932

SKÁLDIÐ Einar Benediktsson eignaðist Herdísarvík árið 1908 og fluttist á jörðina með sambýliskonu sinni Hlín Johnson árið 1932. Reisti hann þar íbúðarhús sem þar stendur enn. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 229 orð

Hætta ekki við Kínaferð

KÍNAKLÚBBUR Unnar mun ekki hætta við fyrirhugaða ferð til Kína í maí vegna lungnabólgufaraldursins sem þar hefur geisað, að sögn Unnar Guðjónsdóttur. Í Morgunblaðinu á miðvikudag kom fram að Úrval-Útsýn hefði hætt við fyrirhugaða hópferð til Peking. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Höfuðbiskupar Norðurlanda í Reykjavík

HÖFUÐBISKUPAR Norðurlandanna áttu samráðsfund í Reykjavík í gær. Eru slíkir fundir haldnir árlega og fjallað um mál sem lúta að störfum lútersku kirknanna á Norðurlöndum. Karl Sigurbjörnsson biskup segir fundina bæði til upplýsingar og samráðs, m.a. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð

ÍAV fá byggingarrétt fyrir 100 húsum

ÍSLENSKIR aðalverktakar munu sjá um smíði á nýrri herbergjaálmu með 28 rúmum fyrir Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði samkvæmt samningi sem undirritaður var í gær. Verkinu á að ljúka 31. nóvember nk. Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 259 orð

Írakar amast við Al-Jazeera

ARABÍSKA sjónvarpsstöðin Al-Jazeera tilkynnti í gær, að írösk yfirvöld hefðu rekið einn fréttamanna hennar frá Bagdad og bannað öðrum fréttaflutning. Var engin ástæða gefin fyrir aðgerðunum, sem stöðin kallaði "fyrirvara- og ástæðulausar". Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 285 orð

Í samræmi við spár

AFKOMA deCODE Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á árinu 2002 kemur ekki á óvart og var í samræmi við spár bandaríska fjármálafyrirtækisins Morgan Stanley. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 324 orð

Íslensk ættleiðing heldur málþing í tilefni...

Íslensk ættleiðing heldur málþing í tilefni af 25 ára afmæli félagsins laugardaginn 5. apríl kl. 13-17, í safnaðarsal Hallgrímskirkju. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 210 orð

Jón Karl Ólafsson kjörinn formaður

JÓN Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var kjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi samtakanna sem lauk í gær. Fráfarandi formaður, Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, gaf ekki kost á sér. Meira
4. apríl 2003 | Suðurnes | 183 orð

Karlakórinn með tvenna tónleika

ÞEGAR vorfuglarnir byrja að kvaka fer Karlakór Keflavíkur á kreik. Kórinn mun kveða við raust um helgina á tónleikum í Grindavík og Reykjanesbæ og fleiri tónleikar fylgja í kjölfarið. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 532 orð | 1 mynd

Konur ívið betri stjórnendur en karlar

KONUR í stjórnunarstöðum standa sig almennt ívið betur en karlar. Þær sækjast hins vegars síður eftir því að komast í stjórnunarstöður. Konur eru samviskusamari er karlar, ívið metnaðarfyllri og liprari í samskiptum. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 139 orð

Krefjast lengra gæsluvarðhalds

SÝSLUMAÐURINN á Keflavíkurflugvelli hefur krafist þess að gæsluvarðhald yfir bandarískum ríkisborgara sem grunaður er um mansal verði framlengt en það átti að renna út í gær. Héraðsdómur Reykjaness mun væntanlega kveða upp úrskurð sinn í dag. Jóhann R. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð

Krefjast lækkunar bifreiðatrygginga

NEYTENDASAMTÖKIN krefjast á heimasíðu sinni tafarlausrar lækkunar á ábyrgðartryggingum bifreiða í ljósi frétta af hagnaði tryggingafélaganna af slíkum tryggingum, eða 1,2 milljörðum króna samanlagt á síðasta ári. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 248 orð

Lýsa furðu sinni á dómi um verðmerkingar

SAMTÖK verslunarinnar lýsa furðu sinni á nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um verðmerkingar í verslunum. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 709 orð

Lýst eftir ábyrgri hagstjórn á þenslutímum

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna voru á fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga fengnir til að lýsa því hvernig viðhalda beri efnahagsstöðugleikanum á næsta kjörtímabili. Auðunn Arnórsson hlýddi á. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Lýst eftir þeim sem telja sig eiga tilkall til jarðarinnar

HÁSKÓLI Íslands hefur höfðað mál fyrir héraðsdómi Suðurlands til viðurkenningar á eignarrétti HÍ á jörðinni Herdísarvík í Ölfushreppi. Einar skáld Benediktsson bjó þar síðustu æviár sín en hann gaf HÍ jörðina ásamt húsi, gögnum og gæðum árið 1935. Meira
4. apríl 2003 | Miðopna | 783 orð | 1 mynd

Markvissa menntasókn

"Menntakerfi framtíðarinnar verður að bjóða upp á sífellda menntun, opinn skóla, þar sem einstaklingurinn á kost á að þjálfa upp nýja hæfni til að verða gjaldgengur á vinnumarkaði." Meira
4. apríl 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 468 orð | 1 mynd

Menntamál á oddinn

"Sjálfstæði framhaldsskólanna er stefnt í hættu og með samræmdum prófum er verið að staðla það nám sem skólarnir bjóða upp á í stað þess að ýta enn frekar undir fjölbreytni í námi og starfi. " Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Mikið vopnabúr

BRESKIR hermenn virða fyrir sér rúmlega tvö hundruð sprengjuvörpuhleðslur sem fundust í Abu Al Khasib í Suður-Írak í gær. Hleðslunum var síðan eytt með... Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd

Mótmæla beitingu klasasprengna

BRESK samtök fordæmdu í gær beitingu klasasprengna í stríðinu í Írak, og sögðu þær myrða og limlesta ótölulegan fjölda óbreyttra borgara. Meira
4. apríl 2003 | Suðurnes | 387 orð | 1 mynd

Mörg tækifæri sem hægt er að nýta strax

FJÖLMARGAR hugmyndir eru settar fram í niðurstöðum áhugahóps um atvinnu- og búsetuuppbyggingu á Suðurnesjum sem kynntar voru í gær. Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 423 orð

Neita því að innrásarliðið sé nálægt Bagdad

STJÓRN Íraks neitaði því í gær að innrásarlið bandamanna væri nálægt Bagdad og aðalflugvelli borgarinnar og sagði að íraskir hermenn veittu enn harða mótspyrnu í öðrum borgum landsins. Meira
4. apríl 2003 | Suðurnes | 205 orð

Nemendur stofna markaðsfyrirtæki

NEMENDUR í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þróuðu í vetur viðskiptahugmynd og stofnuðu um hana fyrirtæki. Fyrirtækið varð Local - markaðsfyrirtækið þitt, og gaf það út Local afsláttarkort sem gilda í sextán verslunum og þjónustufyrirtækjum á Suðurnesjum. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 1245 orð | 1 mynd

Núverandi kerfi hentar illa þeim sem eru tekjulægstir

Alþýðusamband Íslands hefur kynnt nýjar tillögur í velferðarmálum. Hér rýnir Arna Schram í tillögur ASÍ um húsnæðismál. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 246 orð | 2 myndir

Óvenjustórir vorbirtingar

Athygli hefur vakið hversu stórir stærstu sjóbirtingar þessara fyrstu veiðidaga hafa verið. Að minnsta kosti þrír um og rúmlega 90 sentímetra langir birtingar hafa veiðst, einn í Tungulæk og tveir í Tungufljóti. Öllum var sleppt lifandi. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

"Mikið gert úr þessu í fjölmiðlum"

ANNAÐ kvöld frumsýnir hinn kunni dansflokkur Jochens Ulrichs, Tanz Forum, nýtt verk eftir Katrínu Hall, listdansstjóra Íslenska dansflokksins, í Innsbruck í Austurríki. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 563 orð | 1 mynd

"Myndi ekki falla fyrir honum"

"ÞETTA eru asnalegir þættir en maður horfir samt á þetta," segja þau Ari Freyr Oddsson, Sandra Björg Helgadóttir, Jón Arnar Tómasson og Elísabet Helga Erlendsdóttir, 7. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

"Skemmtilegt að borða með sjávarútvegsráðherra"

ÞAU Oddur Jarl Haraldsson, Nikola Óskar Kojic og Elena Arngrímsdóttir, sem öll eru nemendur í Melaskóla, tóku hraustlega til matar síns í hádeginu í gær enda ekki á hverjum degi sem þau hafa Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra sem borðherra. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 373 orð | 1 mynd

"Viljum hafa fast land undir fótum"

Á NOKKRUM dögum í marsmánuði, um það leyti sem Íraksstríðið braust út, lækkaði hráolía á heimsmarkaði um nærri 30% og hefur frá því um 20. mars verið að sveiflast milli 25 og 27 dollara á tunnu. Bensínverð hefur verið óbreytt hér frá miðjum febrúar sl. Meira
4. apríl 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 755 orð | 1 mynd

Rangfærslur ráðherrans

"Með afstöðu sinni hefur ríkisstjórnin bakað sér bæði siðferðilega og pólitíska ábyrgð gagnvart fórnarlömbum stríðsins, en ábyrgðin hvílir einnig á herðum okkar allra." Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 459 orð

Refsing milduð vegna gáleysisdráps á barni

HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær verulega refsinguna yfir Sigurði Guðmundssyni sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa með hristingi eða öðrum hætti valdið dauða níu mánaða gamals drengs sem hann hafði í daggæslu í Kópavogi. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 178 orð

Samtök náttúrustofa efla umhverfisvitund

AÐALFUNDUR Samtaka náttúrustofa (SNS) var haldinn föstudaginn 28. mars síðastliðinn. Aðilar að samtökunum eru starfandi náttúrustofur á landinu, þ.e. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 194 orð

Segir Hæstarétt ganga gegn fordæmi

"ALLAR leiðir verða kannaðar til að fá þessum dómi hnekkt," segir Sveinn Andri Sveinsson hrl., verjandi Sigurðar Guðmundssonar sem Hæstiréttur dæmdi fyrir að hafa orðið níu mánaða gömlum dreng að bana fyrir gáleysi. Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Segir SÞ fá hlutverk við endurreisnina

UTANRÍKISRÁÐHERRA Bandaríkjanna, Colin Powell, sagði í Brussel í gær að Sameinuðu þjóðirnar hlytu að hafa hlutverki að gegna í uppbyggingu Íraks eftir stríðið og falli Saddams Husseins en ekki væri enn fyllilega ljóst hvert það yrði, að sögn AFP... Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 67 orð

Sex farast í sprengingu í Tétsníu

SEX manns létu lífið og margir særðust er sprenging tætti í sundur rútubíl í Grosní, höfuðborg Tétsníu, í gær, eftir því sem Interfax -fréttastofan rússneska greindi frá. Ekki lágu fyrir neinar nánari upplýsingar um hvað hefði valdið sprengingunni. Meira
4. apríl 2003 | Akureyri og nágrenni | 27 orð

Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosningaskrifstofu sína í Kaupangi...

Sjálfstæðisflokkurinn opnar kosningaskrifstofu sína í Kaupangi við Mýrarveg í dag, föstudaginn 4. apríl, og verður opið frá kl. 17 til 19. Boðið verður upp á léttar... Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Skattamál til umræðu á kosningafundi Framsóknar

FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur sett sér það markmið að lækka skatta á næsta kjörtímabili en vill jafnframt stíga varlegar til jarðar en Sjálfstæðisflokkur hefur gert í stefnuskrá sinni. Meira
4. apríl 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 815 orð | 1 mynd

Skógrækt á tímamótum

"Aldrei hefur Alþingi samþykkt framkvæmdir í skógræktarmálum til jafn langs tíma og aldrei hefur verið samþykkt jafn mikið fjármagn til þessa málaflokks." Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð

Stígamót gangast fyrir opnum fundi með...

Stígamót gangast fyrir opnum fundi með frambjóðendum flokkanna í Hlaðvarpanum í dag, föstudaginn 4. apríl, kl.12. Á dagskrá verða málefni kynjanna með sérstakri áherslu á kynferðisofbeldi. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 61 orð

Styrkir til náms í Ungverjalandi

Menntamálaráðuneyti hafa borist upplýsingar um nám í ungverskri tungu, sögu Ungverjalands og menningu fyrir erlenda námsmenn við Balassi Bálint Institute í Búdapest. Um er að ræða 10 mánaða nám skólaárið 2003-2004. Meira
4. apríl 2003 | Suðurnes | 44 orð

Sveitarfélögin sameinuð

Vinna greiningu á hagkvæmni þess að sameina sveitarfélögin á Suðurnesjum. Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 423 orð

Taldir undirbúa blóðugt lokauppgjör

BANDARÍSKAR hersveitir eru nú nálægt Bagdad en sérfræðingar í hermálum telja að framrásin geti verið merki um að liðsmenn Lýðveldisvarðarins, úrvalssveita Írakshers, hafi hörfað inn í höfuðborgina til að búa sig undir lokaorrustuna og "móður alls... Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 146 orð

Tekjuskattur einstaklinga lækki í 35,20%

STEFNUSKRÁ Framsóknarflokksins vegna komandi kosninga var kynnt í gær og í henni eru skattamál eitt af forgangsmálunum. Vill flokkurinn að tekjuskattur einstaklinga lækki úr 38,55% í 35,20%. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 204 orð

Tillögur ASÍ

STARFSHÓPUR Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um húsnæðismál telur nauðsynlegt að farið verði í eftirfarandi aðgerðir til að bæta stöðuna í húsnæðismálum. Meira
4. apríl 2003 | Landsbyggðin | 330 orð

Tíðarfarið dregur úr sölu vatns

LÍKLEGT er að Hitaveita Egilsstaða og Fella (HEF) taki bæði vatnsveitu og fráveitu Austur-Héraðs og Fellahrepps inn í rekstur sinn. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 71 orð

T-listi Óháðra opnar kosningaskrifstofu T-listi Óháðra...

T-listi Óháðra opnar kosningaskrifstofu T-listi Óháðra í Suðurkjördæmi opnar kosningaskrifstofu sína í dag, föstudaginn 4. apríl, milli kl. 17 og 19 að Hafnargötu 35, Reykjanesbæ. Söngatriði og léttar veitingar. Allir velkomnir. Meira
4. apríl 2003 | Akureyri og nágrenni | 330 orð

Um 10-18% aukning farþega

UM 10% fleiri farþegar hafa ferðast með Flugfélagi Íslands á flugleiðinni Akureyri-Reykjavík á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 225 orð

Um 400 ættleidd börn hér á landi

HEILSUFAR barna við ættleiðingu og aðlögun og skólaganga kjörbarna verða á meðal viðfangsefna málþings sem Íslensk ættleiðing stendur fyrir á laugardag í safnaðarheimili Hallgrímskirkju kl. 13-17. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 313 orð

Umdeildar vitnaleiðslur

HARÐAR deilur risu í dómsal í gær milli verjanda og ákæruvaldsins í hinu svokallaða stóra málverkafölsunarmáli, þegar vitnaleiðslur stóðu sem hæst. Meira
4. apríl 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 391 orð | 2 myndir

Um eitt þúsund í hverri kjördeild

SKRIFSTOFA borgarstjórnar hefur skipt kjósendum í Reykjavík í kjördeildir fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara 10. maí. Miðað er við að um eitt þúsund kjósendur verði að jafnaði í hverri kjördeild, sem er nokkur aukning frá því sem áður var. Meira
4. apríl 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 126 orð | 1 mynd

Upplýsingaskáli Reykjavíkur opnaður

ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri hefur opnað Upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Upplýsingaskálanum er ætlað að veita viðskiptavinum þjónustu varðandi byggingar- og skipulagsmál í borginni. Meira
4. apríl 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 194 orð | 1 mynd

Útboðsfrestur lengdur að ósk verktaka

VEGAGERÐIN hefur framlengt skilafrest tilboða í útboð á nýjum kafla Reykjanesbrautar, á milli Lækjargötu og Ásbrautar í Hafnarfirði, til 28. apríl næstkomandi. Er það gert að ósk verktaka. Meira
4. apríl 2003 | Landsbyggðin | 204 orð | 1 mynd

Úttekt á merkingum í Snæfellsbæ

FYRIR skömmu afhenti starfshópur, undir stjórn Guðlaugs Bergmann, verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 í Snæfellsbæ, Kristni Jónassyni bæjarstjóra skýrslu með úttekt á merkingum í bæjarfélaginu. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 49 orð

Við nám á Bifröst en ekki...

Við nám á Bifröst en ekki í Reykjavík Í frétt um framlag ungs fólks á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem birtist sl. laugardag, var ranglega sagt að Birgir Stefánsson stundaði nám við Háskólann í Reykjavík. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 560 orð

Viðræður enn í járnum

SAMNINGAFUNDI EFTA-ríkjanna þriggja, Íslands, Noregs og Liechtenstein, og Evrópusambandsins sem vera átti í dag hefur verið frestað fram til fimmtudagsins 10. apríl. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 100 orð

Viðurkenndi að hafa stundað vændi

KONA á þrítugsaldri, búsett í Hafnarfirði, hefur viðurkennt að hafa stundað vændi. Meira
4. apríl 2003 | Suðurnes | 34 orð

Vilja kaupa ÍAV

Fjármálastofnanir og sveitarfélög kaupa hlut ríkisins í ÍAV [Íslenskum aðalverktökum hf.]. Ráðandi hlutur verður seldur á næstu dögum. Kanna þyrfti hvort þessum eignarhluta væri betur varið í eigu aðila á Suðurnesjum. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Vorboðar í Húsdýragarðinum

FYRSTU vorboðar þessa árs hafa litið dagsins ljós í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, en þar fæddust tveir kiðlingar í fyrradag. Hestarnir voru afar forvitnir að kíkja á þessa nýju íbúa garðsins sem kúrðu djúpt í fangi Berglindar Ágústsdóttir dýrahirðis. Meira
4. apríl 2003 | Erlendar fréttir | 218 orð

Woolsey segir að "fjórða heimsstyrjöldin" sé hafin

JAMES Woolsey, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sagði í fyrradag, að Bandaríkjamenn ættu nú í fjórðu heimsstyrjöldinni, sem staðið gæti í langan tíma. Meira
4. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Yrði stærsta bygging í Reykjavík

REYKJAVÍKURBORG stefnir að því að veita þremur fyrirtækjum, BYKO, Rúmfatalagernum og Mötu, vilyrði fyrir 10 hektara lóð í Úlfarsárdal, rétt neðan Vesturlandsvegar. Meira

Ritstjórnargreinar

4. apríl 2003 | Leiðarar | 513 orð

Áætlun um vísindaveiðar

Íslenzk stjórnvöld hafa ákveðið að leggja áætlun um vísindaveiðar á hvölum fyrir vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins á ársfundi þess í vor. Meira
4. apríl 2003 | Staksteinar | 337 orð

- Eru einkavæddar vatnsveitur vondar?

Páll H. Hannesson, starfsmaður BSRB, skrifaði grein hér í blaðið 11. marz sl. undir fyrirsögninni "Kranavatnið í boði kóka-kóla?" Þar segir m.a. Meira
4. apríl 2003 | Leiðarar | 493 orð

Jafnrétti og starfsmannastjórn

Samtök atvinnulífsins létu í mars sl. framkvæma könnun meðal aðildarfyrirtækja sinna á ólíkum kostum og göllum kvenna og karla sem stjórnenda. Þar kemur m.a. Meira

Menning

4. apríl 2003 | Tónlist | 510 orð | 2 myndir

Af eldmóði og ástúð

R. Strauss: Makbeð. Brahms: Fiðlukonsert. Beethoven: Sinfónía nr. 5 í c-moll. Joshua Bell, fiðla; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtudaginn 3. apríl kl. 19:30. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 304 orð | 1 mynd

Allt í góðu gabbi

Leikstjórn og handrit: Haukur m.. Kvikmyndatökustjóri: Júlía Embla, o.fl. Tónlist: Dóri Ida. Aðalleikendur: Davíð Örn, Júlíus Freyr, Arnbjörg Hlíf, Snævar Darri, Haukur m, Linda Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Borgar, Ívar Örn Sverrisson, Bryndís Ásmundsdóttir, Hilmir Steinþórsson. 80 mín. Haukur m. Í samstarfi við Íslensku kvikmyndasamsteypuna ehf. Ísland 2003. Meira
4. apríl 2003 | Menningarlíf | 640 orð | 1 mynd

Á óhefðbundinni ferð og flugi

GÖNGUGRIND fyrir fullorðna er meðal þeirra farartækja sem Ilmur Stefánsdóttir hefur skapað fyrir sýninguna Mobiler sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, og hún rennir sér fram og aftur í henni um ganginn eða miðrýmið í safninu þegar ljósmyndarinn... Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

...Árna súra

ÞAÐ er vert að minna á rokkþátt Árna Þórs Jónssonar á Rás 2, Sýrðan rjóma. Árni hefur í meira en áratug kynnt það helsta sem í boði er í neðanjarðarrokki samtímans. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Banderas í sveiflu

KVIKMYNDIN Mambókóngarnir naut talsverðra vinsælda er hún kom út árið 1992 en það má segja að Antonio Banderas hafi innsiglað sjálfan sig sem kyntákn með stimamjúkum hreyfingum sínum í myndinni. Meira
4. apríl 2003 | Menningarlíf | 31 orð | 1 mynd

Dansað við Þvottahússögur

KLASSÍSKI Listdansskólinn sýnir afrakstur vetrarins í Íslensku óperunni á morgun, laugardag, kl. 14. Þema sýningarinnar er Þvottahússögur. Jákvæð hvatning og uppbygging nemenda í minni námshópum er stór þáttur í starfi... Meira
4. apríl 2003 | Menningarlíf | 100 orð

Dansnemar í Borgarleikhúsinu

NEMENDASÝNINGAR Jassballettskóla Báru verða fimm að þessu sinni, kl. 13 og 15, næstu tvo laugardaga og 14. apríl kl. 20. Sýningarnar verða á Stóra sviði Borgarleikhússins og taka um 700 nemendur þátt. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Dion er dáð!

Söngfuglinn forkunnarfagri Celine Dion, sem á ættir að rekja til frönskumælandi Kanada, flýgur hátt inn á Tónlistann og tyllir sér á efstu grein. Platan sem er í farteskinu heitir One Heart og fylgir plötunni frá í fyrra, A New Day Has Come , eftir. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Draugagangur!

FJÓRÐA plata nútíma glysrokkaranna í Placebo slær auðsjáanlega í takt við íslensk rokkhjörtu. Ekki amaleg innkoma hjá þeim Brian, Steve og Stefan. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 673 orð | 6 myndir

Fínasta Ameríkureisa

ROKKSVEITIN Singapore Sling - sem átti eina af bestu og mest umtöluðu rokkplötum síðasta árs, The Curse of Singapore Sling - er komin heim úr ágætri ferð til Bandaríkjanna. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Fjallaleiðsögumenn æfa á Sólheimajökli

ÞAÐ var fremur óvenjuleg sjón sem blasti við á Sólheimajökli, sem er skriðjökull suður úr Mýrdalsjökli, nýlega, en uppi á jöklinum var stór hópur af fólki á gangi. Meira
4. apríl 2003 | Menningarlíf | 770 orð | 1 mynd

Gáttin að guðdóminum

YURI Bobrov, prófessor í íkonafræðum við Listaakademíuna í St. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 203 orð | 1 mynd

Hetjusaga úr eyðimörkinni

Regnboginn fumsýnir kvikmyndina Fjórar fjaðrir (Four Feathers). Leikstjórn: Shekhar Kapur. Aðalhlutverk: Heath Ledger, Wes Bentley, Kate Hudson, Djimon Hounsou og Michael Sheen. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 710 orð | 1 mynd

Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal (Lord of...

Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal (Lord of the Rings: The Twin Towers) Millikafli stórvirkis Tolkiens og Jacksons gnæfir yfir aðrar myndir ársins, mikilfengleg sagnagáfa þeirra skapar eitt magnaðasta ævintýri kvikmyndasögunnar. (S.V.) **** Smárabíó. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 209 orð | 1 mynd

Inn að miðju jarðar

Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka og Akureyri frumsýna kvikmyndina Kjarnann (The Core). Leikstjórn: Jon Amiel. Aðalhlutverk: Aaron Eckhart, Hilary Swank, Stanley Tucci, Delroy Lindo, Tchéky Karyo og Richard Jenkins. Meira
4. apríl 2003 | Menningarlíf | 574 orð | 1 mynd

Konur í brotnum spegli

C HAMPS-Elysées og nærliggjandi umhverfi er ein þekktasta paradís ferðamannsins í París. Á þeim ódáinsvelli er mikill og samþjappaður glæsileiki, og þar er flest að hafa sem hægt er að festa kaup á. Meira
4. apríl 2003 | Menningarlíf | 61 orð

Lát hjartað ráða för af fjölunum

SÍÐASTA sýning á dansverkinu Lát hjartað ráða för, sem Íslenski dansflokkurinn sýnir á Stóra sviði Borgarleikhússins, verður í kvöld, föstudagskvöld. Verkin eru þrjú: Stingray eftir Katrínu Hall, samið fyrir 7 dansara flokksins. Black Wrap eftir Ed... Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 85 orð | 1 mynd

Liv Tyler giftir sig

BANDARÍSKA kvikmyndaleikkonan Liv Tyler hefur gifst breska poppsöngvaranum Royston Langdon en þau hafa verið saman í þrjú ár. Talsmaður Tyler segir að ungu hjónin hafi gift sig 25. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 214 orð | 1 mynd

Línudans í Lundúnum

Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó á Akureyri frumsýna kvikmyndina Shanghai-riddararnir (Shanghai Knights). Leikstjórn: David Dobkin. Aðalhlutverk: Jackie Chan og Owen Wilson. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 172 orð | 1 mynd

Margföld frumsýning

KVIKMYNDIN 1. apríll eftir Hauk M. Hrafnsson var frumsýnd í 12 kvikmyndahúsum um allt land þriðjudaginn 1. apríl. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Megasukk á Grandrokk

"VIÐ höfum leikið saman alla tíð, alveg frá "Big Bang"," segir Megas, öðru nafni Magnús Þór Jónsson. Tilefnið er að hann og dúettinn Súkkat ætla að troða upp á Grand Rokk í kvöld Saman kalla þeir sig Megasukk. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

"Fíla" það!

HANNIBAL notaði fílana til að fara yfir Alpana en "systkinin" í White Stripes, þau Meg og Jack White, láta sér nægja að ríða á einu stykki inn á Tónlistann okkar. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 218 orð | 1 mynd

"Kiljan kemur 12. maí"

RÉTTIR útgáfudagar á Halldóri Laxness , þriðju plötu Mínuss, hafa skolast eitthvað til og því rétt að koma þeim málum á hreint. Smekkleysa mun gefa plötuna út í Evrópu og á Íslandi 12. maí . Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Sá besti?

ÞEIR eru margir sem sverja og sárt við leggja að George Best sé allra besti knattspyrnumaður sem fram hafi komið - fyrr og síðar. Á sjöunda áratugnum gerði hann garðinn frægan með Manchester United, jafnt innan vallar sem utan. Meira
4. apríl 2003 | Menningarlíf | 91 orð

Skátakórinn sýnir Kardemommubæinn

SKÁTAKÓRINN sýnir Kardemommubæinn eftir Thorbjørn Egner í Félagsheimili Seltjarnarness í dag, föstudag, kl. 18. Meira
4. apríl 2003 | Menningarlíf | 11 orð

Sýningum lýkur

Nýlistasafnið Sýningum á verkum Dags Sigurðarsonar og Serge Comte lýkur á... Meira
4. apríl 2003 | Menningarlíf | 133 orð

Verksmiðjan, Skólavörðustíg 4 kl.

Verksmiðjan, Skólavörðustíg 4 kl. 16 Sjö íslenskrir hönnuðir, í samvinnu við bókaútgáfuna Sölku, opna Verksmiðjuna en þar er á boðstólum íslensk hönnun, m.a. fatnaður, skartgripir, húsgögn, lampar, myndlist og bækur. Meira
4. apríl 2003 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Vígahnettir!

Ó JÁ! Loksins, loksins kunna einhverjir að segja. Eitt stærsta rokkband í heimi um þessar mundir, Linkin Park, er loksins komið með sína aðra breiðskífu og kallast hún Meteora . Meira

Umræðan

4. apríl 2003 | Bréf til blaðsins | 155 orð

Athugasemd vegna greinaskrifa Fréttablaðsins

VEGNA greinaskrifa í Fréttablaðinu dagana 25. og 26. mars sl. þar sem m.a. var vitnað til ummæla minna vil ég taka fram að grein sú er birtist í Fréttablaðinu þann 26. mars sl. var birt án vilja og vitundar minnar og gefur þar m.a. Meira
4. apríl 2003 | Aðsent efni | 610 orð | 1 mynd

Á 25 ára afmæli Samtakanna '78 - staða samkynhneigðra

"Megi hreyfing samkynhneigðra hér á landi njóta gæfu og gengis í öllum sínum störfum." Meira
4. apríl 2003 | Aðsent efni | 622 orð | 1 mynd

Betra Ísland - frelsi - jafnrétti - bræðralag

"Þéttbýlisbúinn styrkir sig í klúbbnum sínum á meðan sá aðflutti leitar sáluhjálpar í átthagafélaginu." Meira
4. apríl 2003 | Bréf til blaðsins | 435 orð

Góðir fræðsluþættir

ÞAKKA ber góða fræðsluþætti sem hafa verið í sjónvarpinu það sem af er vetri, en hvernig væri nú að við fengjum að sjá aftur þáttinn "Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" eftir Baldur Hermannsson, það væri góð viðbót við þáttinn "20. Meira
4. apríl 2003 | Bréf til blaðsins | 227 orð

Írak

NÚ um nokkurt skeið hafa Bandaríkjamenn haldið uppi miklum áróðri þess efnis að Írakar réðu yfir einhverjum vopnum sem þeim væri ekki hollt að eiga. Eftirlitsmenn hafa ekkert fundið og Bandaríkjamenn hafa ekkert lagt fram annað en eigin heilaspuna. Meira
4. apríl 2003 | Bréf til blaðsins | 433 orð

Ísrael og Palestína - nóg komið

MIG langaði að koma á framfæri skoðun minni á því ástandi sem nú er, og hefur allt of lengi verið, í samskiptum Ísraela og Palestínumanna. Meira
4. apríl 2003 | Aðsent efni | 702 orð | 1 mynd

Kaupmáttur hverra hefur aukist?

"Versti óvinur lýðræðisins er engar eða villandi upplýsingar stjórnvalda í eigin þágu eða þeirra flokka sem sitja í ríkisstjórn." Meira
4. apríl 2003 | Aðsent efni | 832 orð | 1 mynd

Náin samvinna við íbúa um nýjan skóla

"Nú geta foreldrar í Garðabæ í fyrsta sinn haft áhrif á allra fyrstu stigum starfsins ..." Meira
4. apríl 2003 | Aðsent efni | 787 orð | 1 mynd

Opið bréf til forseta ASÍ

"Í tillögum ASÍ um útfærslu kerfisins tekur fyrst steininn úr. Þar er viðurkennt að heilsugæslan ráði ekki við aukin verkefni." Meira
4. apríl 2003 | Bréf til blaðsins | 268 orð

Rétti tíminn til að byggja tónlistarhús

HVERNIG stendur á því að það er ekki byrjað að skipuleggja Geirssvæðið við Reykjavíkurhöfn og aðra undirbúningsvinnu fyrir tónleika- og ráðstefnumiðstöð? Meira
4. apríl 2003 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Snautleg rökræða

"Skömm er að snautlegum málflutningi þeirra sem níða og úthrópa heilu samfélagshópana til þess að þurfa ekki að ræða vitsmunalega við þá." Meira
4. apríl 2003 | Aðsent efni | 384 orð | 1 mynd

Stórstígar framfarir í ferðaþjónustu

"Með Ferðatorginu er kominn mikilvægur vettvangur sem ferðaþjónustan getur nýtt sér." Meira
4. apríl 2003 | Aðsent efni | 698 orð | 1 mynd

Tími breytinga

"Það er óþarfi að móðga þjóðina með því að halda að menn kaupi hræðsluáróður í eins vel upplýstu samfélagi og við lifum í." Meira
4. apríl 2003 | Aðsent efni | 797 orð | 1 mynd

Þroskaferðalag í skóla

"Þroski og mannlegar dyggðir nást varla fram án þess að hafa heildarmyndina í huga." Meira

Minningargreinar

4. apríl 2003 | Minningargreinar | 1958 orð | 1 mynd

FRIÐBJÖRG ÓLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR

Friðbjörg Ólína Kristjánsdóttir fæddist í Einarslóni í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi 8. júní 1928. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi að morgni sunnudags 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson og Jóney Margrét Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
4. apríl 2003 | Minningargreinar | 29 orð

FRIÐBJÖRG ÓLÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR

Elskuleg Lína. Skapari himins og jarðar, hinn eini Guð verndi þig og blessi. Nhan. Kæra frænka. Innileg ósk kærleika, ástar og umhyggju til þín, Lína mín. Inga Sif, Kristján Freyr og Eva... Meira  Kaupa minningabók
4. apríl 2003 | Minningargreinar | 44 orð

Maggý Helga Jóhannsdóttir

Elsku amma ég sakna þín svo mikið. Ég var alltaf að vona að þér myndi batna. Ég bað til guðs á hverju kvöldi en það dugði ekki. En svona er lífið. Ég veit að nú líður þér miklu betur, þarna uppi hjá guði. Hera... Meira  Kaupa minningabók
4. apríl 2003 | Minningargreinar | 1935 orð | 1 mynd

MAGGÝ HELGA JÓHANNSDÓTTIR

Maggý Helga Jóhannsdóttir fæddist á Siglufirði 26. apríl 1924. Hún lést á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir, f. í Hofssókn í Skagafirði 31. desember 1882, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
4. apríl 2003 | Minningargreinar | 5028 orð | 1 mynd

MARKÚSÍNA GUÐNADÓTTIR

Markúsína Guðnadóttir fæddist í Reykjavík 18. júlí 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lovísa Svava Jónsdóttir, f. 18. október 1896, d. 1. janúar 1933, og Guðni Jóhannesson sjómaður, f.... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 216 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 220 220 220...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 220 220 220 40 8,800 Blálanga 69 52 68 1,027 69,333 Grálúða 175 175 175 87 15,225 Grásleppa 80 80 80 11 880 Gullkarfi 85 10 71 16,287 1,152,265 Hlýri 161 50 125 12,497 1,557,079 Keila 112 30 86 13,474 1,155,875 Keilubland 35 35... Meira
4. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 207 orð | 1 mynd

Henda hálfum fiskinum

NORSK yfirvöld eru nú að rannsaka brottkast frá frystitogara, sem talinn er hafa kastað 264 tonnum af ufsa og þorski í sjóinn. Norska strandgæzlan stóð togarann að verki, en brottkastið fólst í því að aðeins hluti fisksins var nýttur, hitt fór í sjóinn. Meira
4. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 728 orð | 1 mynd

Kominn tími til að breyta til

Sindri Sindrason hættir störfum sem annar forstjóri Pharmaco á miðju þessu ári. Hann segir að kominn sé tími til að breyta til og hægja örlítið á eftir mikinn eril undanfarin þrjú til fjögur ár. Meira
4. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 309 orð | 1 mynd

Stöðugleiki ríki á gjaldeyrismarkaði

FINNBOGI Jónsson, formaður stjórnar Samherja, sagði á aðalfundi félagsins í gær það eitt brýnasta verkefni stjórnvalda í efnahagsmálum að sjá til þess að fjármögnun þeirra virkjanaframkvæmda sem fram undan væru á Austurlandi yrði með þeim hætti að... Meira
4. apríl 2003 | Viðskiptafréttir | 446 orð

Yfirlýsing frá Eglu hf.

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Eglu hf. Meira

Fastir þættir

4. apríl 2003 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 5. apríl, er sextug Ólöf Pálsdóttir, tónlistarkennari og söngstjóri, Bessastöðum í Húnaþingi. Karlakórinn Lóuþrælar og Sönghópurinn Sandlóur halda henni veislu í Félagsheimili Hvammstanga á laugardagskvöld. Meira
4. apríl 2003 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Sjötug verður hinn 6. apríl Aðalborg Guttormsdóttir, Skeljagranda 3, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 5. apríl milli kl.... Meira
4. apríl 2003 | Dagbók | 115 orð

Bjargið alda

Bjargið alda, borgin mín, byrg þú mig í skjóli þín. Heilsubrunnur öld og ár er þitt dýra hjartasár. Þvo mig hreinan, líknarlind, lauga mig af hverri synd. Heilög boðin, Herra, þín hefur brotið syndin mín. Engin bót og engin tár orka mín að græða sár. Meira
4. apríl 2003 | Fastir þættir | 240 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Talað er um tvöfalda kastþröng þegar báðir andstæðingarnir lenda í vandræðum með afköst. Hvor um sig þarf þá að valda einn lit sérstaklega og báðir þriðja litinn sameiginlega. Meira
4. apríl 2003 | Fastir þættir | 565 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þegar spilaðar hafa verið 13 umferðir af 19 í Butlertvímenningi er röð efstu para eftirfarandi: Jón V. Jónmundss. - Torfi Ásgeirsson 96 Hjálmar S. Pálsson - Árni Már Björnss. Meira
4. apríl 2003 | Í dag | 286 orð | 1 mynd

Föstudagssamvera með harmonikkuballi

Í DAG, föstudaginn 4. apríl, kl. 14-17 dansa eldri borgarar enn á ný í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Garðasóknar, undir dillandi harmonikkuleik. Að þessu sinni leikur Ólafur B. Ólafsson fyrir dansi á dragspil sitt. Auk þess að dansa mun Ingibjörg A. Meira
4. apríl 2003 | Í dag | 270 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Lestur Passíusálma kl. 12.15. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Kl. 12. Meira
4. apríl 2003 | Dagbók | 496 orð

(Jóh. 15, 17.)

Í dag er föstudagur 4. apríl, 94. dagur ársins 2003, Ambrósíusmessa. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. Meira
4. apríl 2003 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. c3 Bg7 12. exf5 Bxf5 13. Rc2 O-O 14. Rce3 Be6 15. Bd3 f5 16. Dh5 e4 17. Bc2 Re7 18. Bb3 f4 19. Rxe7+ Dxe7 20. Rf5 Df6 21. g4 Kh8 22. Meira
4. apríl 2003 | Viðhorf | 794 orð

Við eldumst

Æskan er þó meira spennandi í minningunni, en þegar við upplifum hana. Fæstir hafa vit á að njóta æskunnar á meðan hún er, drekka í sig upplifunina og fagna lífinu. Meira
4. apríl 2003 | Fastir þættir | 334 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

MARGT breytist í henni veröld. Nú les Víkverji að Staðarskáli og Brúarskáli í Hrútafirði hafi sameinazt, undir merkjum Staðarskála. Meira

Íþróttir

4. apríl 2003 | Íþróttir | 382 orð | 1 mynd

* ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðsfyrirliði kvenna í...

* ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðsfyrirliði kvenna í knattspyrnu, hafnaði á dögunum tilboði frá norsku meisturunum Kolbotn , sem Katrín Jónsdóttir hefur leikið með um árabil. Ásthildur verður því að öllu óbreyttu áfram í röðum KR í sumar. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 267 orð | 1 mynd

Bjarki tekur sér frí frá þjálfun

BJARKI Sigurðsson verður ekki þjálfari handknattleiksliðs Aftureldingar á næstu leiktíð. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

Broddi ver ekki meistaratitilinn

BRODDI Kristjánsson, landsliðsþjálfari í badminton, mun ekki fagna 15. Íslandsmeistaratitli sínum í einliðaleik karla um helgina, en þá verður Íslandsmótið haldið í TBR-húsinu. Ástæðan er einföld; Broddi verður ekki með í einliðaleiknum. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 5 orð

í kvöld

BLAK Bikarkeppni kvenna Undanúrslit: Kársnesskóli: HK - ÍK... Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 166 orð

Kristján mætir þjóðhetju Taílands

KRISTJÁN Helgason er á meðal þátttakenda í úrslitakeppni Regal Scottish atvinnumótsins í snóker sem hefst í Edinborg á morgun. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 356 orð | 1 mynd

* MARCEL Desailly, fyrirliði Chelsea, segist...

* MARCEL Desailly, fyrirliði Chelsea, segist vel geta hugsað sér að spila með Chelsea á næstu leiktíð fyrir lítinn sem engan pening til að hjálpa félaginu í þeim fjárhagsvanda sem það á við að glíma. Desailly þiggur í laun á viku 40. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 2500 orð | 2 myndir

Okkur vantar leiðtoga á miðjuna

Ísland stendur höllum fæti í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu eftir annan ósigur sinn gegn Skotum og er með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 473 orð | 1 mynd

"Ungir leikmenn í skugga meðalmennskunnar"

FJÓRÐI hver leikmaður í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er útlendingur og segir landsliðsþjálfari Norðmanna Nils Johan Semb að þessi þróun hafi slæm áhrif á unga og efnilega norska leikmenn. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 177 orð

Rooney lét sér fátt um finnast

WAYNE Rooney lét sér fátt um finnast þegar Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, tilkynnti honum einni klukkustund fyrir leik Englendinga og Tyrkja að hann yrði í byrjunarliði. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Sigurður Bjarnason næsti þjálfari Stjörnunnar

Sigurður Bjarnason verður næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik í stað Sigurðar Gunnarssonar sem þjálfað hefur Garðabæjarliðið undanfarin tvö ár. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 143 orð

Staðan og möguleikarnir

ÞAÐ má með sanni segja að sigur Litháa á Skotum hafi opnað ákveðnar dyr fyrir Íslendinga í baráttunni um að ná öðru af tveimur fyrstu sætunum í 5. riðli undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 216 orð

Stoecklin í stað Ólafs?

FRANSKI handknattleiksmaðurinn Stephane Stoecklin er um þessar mundir sterklega orðaður sem arftaki Ólafs Stefánssonar hjá Magdeburg þegar Ólafur heldur til liðs við Ciudad Real á Spáni í sumar. Meira
4. apríl 2003 | Íþróttir | 90 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni kvenna EFRI DEILD: KR - Stjarnan 5:2 Ásthildur Helgadóttir 3, Sólveig Þórarinsdóttir 2 - Björk Gunnarsdóttir 2. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 419 orð | 2 myndir

Barist við ímyndaðan andstæðing

BARDAGAÍÞRÓTTIR hafa notið nokkurra vinsælda hér á landi undanfarið, nýlega voru ólympískir hnefaleikar leyfðir og tískan ber þess merki þar sem boxaraskór og hermannabuxur hafa átt mjög upp á pallborðið. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 61 orð | 1 mynd

Dáðadrengir sigruðu í Músík-tilraunum

HLJÓMSVEITIN Dáðadrengir vann Músík-tilraunir sem haldnar voru síðasta föstudag. Í Músík-tilraunum keppa margar hljómsveitir um hver sé best og eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Dáðadrengir spila rapp og líka rokk. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1453 orð | 11 myndir

Fínir piltar

Ungir menn fara í húðhreinsun, handsnyrtingu og hárlitun án þess að blikna og líta m.a. til Davids Beckhams sem fyrirmyndar. Steingerður Ólafsdóttir komst að því að heilbrigður lífsstíll og hégómi eru í tísku. Auglýsendur hafa uppgötvað unga karla sem stækkandi markhóp og halda í samræmi við það ákveðnum ímyndum að þeim. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 789 orð | 1 mynd

Gaman að vera vel til hafður

Böðvar Sigurbjörnsson tvítugur nemi í Borgarholtsskóla HANN æfir körfubolta með Haukum, er upphaflega frá Ísafirði, en fer líklega til Bandaríkjanna á íþróttastyrk í haust. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 338 orð | 1 mynd

Hljómgæðin skipta miklu máli

Ég er alæta á tónlist," sagði Jón Þorsteinsson sem hefur komið sér upp góðu safni af hljómplötum, bæði vinyl og geisladiskum. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 169 orð

Krakkar í hættulegum leikjum

BÖRN í grunnskólum á Íslandi eru farin að herma eftir hættulegum atriðum í þáttum sem sýndir eru í sjónvarpi hér á landi. Þetta eru þættir eins og Jackass, Fear Factor og 70 mínútur. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 41 orð | 1 mynd

MA sigraði

MENNTASKÓLINN á Akureyri vann söngkeppni framhalds-skólanna sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi. Anna Katrín Guðbrandsdóttir , keppandi MA, söng þjóðlagið Vísur Vatnsenda-Rósu. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 470 orð | 5 myndir

Mesta sköpunargleðin í rokkinu

Þörfin fyrir gott útlit hefur lítið breyst í tónheimum þótt umfangið hafi minnkað með tilkomu CD disksins og þar með myndflötur upp á 31 sinnum 31 sentimetri, sem LP-platan státaði af á velmektarárum sínum og bauð upp á óendanlega möguleika í... Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 59 orð | 1 mynd

MR vann í Gettu betur

MENNTASKÓLINN í Reykjavík (MR) vann spurninga-keppni framhalds-skólanna í 11. skiptið í röð. Kepnnin heitir Gettu betur en MR vann MS, með35 stig um gegn 22. Í liði MR eru Snæbjörn Guðmundsson , Oddur Ástráðsson og Atli Freyr Steinþórsson . Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 323 orð | 1 mynd

Sérhæfður í sjöunda áratugnum

MITT plötusafn samanstendur nær eingöngu af vinylplötum sem gefnar voru út á sjöunda áratugnum eða með þeim tónlistarmönnum sem komu fram á sjónarsviðið á þeim tíma, sem ég hef þá gjarnan fylgt eftir fram á okkar dag. Sem dæmi get ég nefnt Eric Clapton. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 938 orð | 10 myndir

Tilgangur ofar fegurð og fullkomnun

Á fyrstu sýningu í tilefni hönnunarárs í Barcelona sýna 39 hönnuðir hluti, sem eru táknrænir fyrir ný og mannlegri viðhorf til hönnunar, en eru ekki bara prjál og skraut. Auður Gná Ingvarsdóttir velti fyrir sér raunverulegum tilgangi hlutanna. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 157 orð | 1 mynd

Töpuðu fyrir Skotum

ÍSLAND tapaði fyrir Skotlandi, 2:1, í undan-keppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu sem fór fram í Glasgow á laugardag. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði mark Íslands. Hann jafnaði 1:1 í byrjun síðari hálfleiks. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 144 orð | 1 mynd

Varnir Íraka við Bagdad að rofna

HERSVEITIR Bandaríkjamanna sækja hratt að Bagdad. Þær hafa átt í hörðum átökum við Lýðveldis-vörðinn, úrvalssveitir Íraks-hers, sem ver helstu leiðir til borgarinnar. Bandaríkjamenn segjast hafa rofið stór skörð í Lýðveldis-vörðinn með áköfum loftárásum. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1562 orð | 4 myndir

Vinir hljóðs og vínyls

Þótt geisladiskar hafi náð yfirhöndinni á markaðstorgi hljómplötuútgáfunnar lifir gamli vínylinn þó enn góðu lífi. Áhugamenn um vínylplötur og hljómgæði sögðu Sveini Guðjónssyni að vínylinn væri í sókn og hljómflutningstækin aldrei betri en nú. Meira
4. apríl 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 443 orð | 2 myndir

Þjálfari á faraldsfæti

ÞETTA er góð leið til að koma sér í form á skemmtilegan hátt," segir Unnur Pálmarsdóttir og tekur vafningana af höndunum á sér eftir Body combat-tímann en vafningarnir eru hluti af útlitinu og ímyndinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.