Greinar laugardaginn 10. maí 2003

Forsíða

10. maí 2003 | Forsíða | 142 orð

Bush leggur til fríverzlun við Mið-Austurlönd

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti kynnti í gær tillögu um að stofnað yrði til sameiginlegs fríverzlunarsvæðis Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda á næstu tíu árum. Meira
10. maí 2003 | Forsíða | 442 orð

Gagnkvæmur vilji til nýrra síldarsamninga

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu reiðubúin að taka eigin ákvarðanir varðandi síldveiðar við Svalbarða, séu þau beitt órétti af Norðmönnum. Meira
10. maí 2003 | Forsíða | 114 orð | 1 mynd

Lokasenna leiðtoganna við Austurvöll

Kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í dag lauk formlega í gærkvöldi með sjónvarpskappræðum flokksleiðtoganna í Alþingishúsinu við Austurvöll. Í dag eiga rúmlega 211 þúsund kjósendur rétt á að kjósa nýtt Alþingi. Meira
10. maí 2003 | Forsíða | 45 orð | 1 mynd

Verndarsvæðið

Verndarsvæðið svonefnda við Svalbarða heyrir í raun ekki undir norska lögsögu og norsk lög gilda ekki innan 200 mílna lögsögu Svalbarða. Meira
10. maí 2003 | Forsíða | 114 orð

Yfir hundrað manns sagðir hafa sogazt út

AFTURHLERI á flutningaflugvél, sem var á flugi með stóran hóp lögreglu- og hermanna og fjölskyldur þeirra yfir Lýðveldinu Kongó í fyrrakvöld, rifnaði upp með þeim afleiðingum að 129 manns soguðust út og fórust, að því er flugvallarstarfsmenn greindu frá. Meira

Fréttir

10. maí 2003 | Árborgarsvæðið | 172 orð

150 ára saga barnaskóla gefin út

LANGT er komið að skrifa sögu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og í ráði er að hún verði gefin út í sumar. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

211 þúsund á kjörskrá

ÞAÐ var glatt á hjalla í Ráðhúsinu í gær þegar yfirkjörstjórnin í Reykjavík norður var að leggja lokahönd á undirbúning kosninganna. Í bláu pokunum eru gögn fyrir kjördeildir. Um 17.200 einstaklingar geta kosið fyrsta sinn í dag. Alls eru rúmlega 211. Meira
10. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 102 orð | 1 mynd

Aðgengi við Snoppu bætt

FRAMKVÆMDIR eru langt komnar við að bæta aðgengi að Snoppu á Seltjarnarnesi en svo nefnist oddinn þar sem eyjan Grótta tengist landi. Framkvæmdirnar felast í endurbótum og stækkun bílastæða auk þess sem sjóvarnargarður á svæðinu hefur verið endurbyggður. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 124 orð

Afstaða ASÍ vekur furðu

YFIRLÖGFRÆÐINGUR Samtaka atvinnulífsins, Hrafnhildur Stefánsdóttir, segir í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi að verkalýðshreyfingin hafi barist fyrir setningu löggjafar um rétt starfsfólks til upplýsinga um líklega þróun í rekstri fyrirtækja. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 138 orð

Allir flokkar eru jákvæðir

ALLIR flokkar styðja eða taka jákvætt í stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls sem taki til alls vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum að því er kemur fram í svörum stjórnmálaflokkanna við spurningum Náttúruverndarsamtaka Íslands um umhverfis- og... Meira
10. maí 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 269 orð | 1 mynd

Atkvæði allra skipta máli

"Ég vil að allir landsmenn njóti ávaxtanna af því sem byggt hefur verið upp. Horfurnar eru góðar en við megum ekki tefla stöðugleikanum í tvísýnu." Meira
10. maí 2003 | Suðurnes | 72 orð

Áhugi á að koma fyrir fuglaskilti

FERÐA- og menningarmálanefnd Gerðahrepps er með í athugun að láta útbúa skilti með upplýsingum um fugla á Garðskaga og koma þar fyrir. Verið er að huga að málinu í samráði við fagmann. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 87 orð

Árlegur kappróður Kayakklúbbsins fer fram í...

Árlegur kappróður Kayakklúbbsins fer fram í dag, laugardaginn 10. maí. Kappróðurinn sem undanfarin fimm ár hefur verið kenndur við Bessastaði, er nú nefndur Reykjavíkurbikar. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 316 orð

Bandaríkin voru Baugi "dýrt námskeið"

STÓRFELLT tap varð af rekstri dótturfélags Baugs USA á síðastliðnu rekstrarári, að því er fram kemur í uppgjöri Baugs Group fyrir rekstrarárið 2002 til 2003. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Barnaspítali Hringsins styrktur

STJÓRN Sjóðs Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna, hefur afhent Barnaspítala Hringsins gjafir sem kosta eina milljón króna. Um er að ræða stóla sem nýtast við krabbameinsmeðferð hjá börnum svo og annan sérstakan búnað. Meira
10. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 63 orð | 1 mynd

Burtfararprófstónleikar Gísla Jóhanns

Gísli Jóhann Grétarsson gítarleikari heldur burtfararprófstónleika í Akureyrarkirkju í dag, laugardag, kl. 15.30. Gísli hefur stundað nám við Tónlistarskólann á Akureyri undir leiðsögn Kristjáns Þ. Bjarnasonar. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 165 orð

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtudag 27 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi þar af 15 mánuði skilorðsbundið fyrir kynferðisbrot gegn tveimur barnungum stúlkum á árunum 1992 til 1996. Yngri stúlkan var sjö ára þegar ofbeldið hófst og stóð það yfir í nokkra mánuði. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 238 orð

Eins árs barni lá við köfnun í sandkassa

ÓSKAÐ hefur verið eftir úttekt á leiksvæði leikskólans Sólgarðs við Eggertsgötu eftir atvik sem varð sl. mánudag þegar eins árs gömlu barni lá við köfnun í sandkassa á leiksvæði skólans. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð

Ekið á dreng á reiðhjóli

EKIÐ var á sex ára dreng á reiðhjóli í Hafnarfirði um áttaleytið í gærkvöldi. Atvikið átti sér stað á Hverfisgötu við Mjósund og að sögn lögreglunnar er talið að drengurinn hafi hjólað í veg fyrir fólksbifreið sem þarna var á ferð. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 374 orð

Endanleg afstaða bankans liggur ekki fyrir

ENDANLEG afstaða Búnaðarbankans til nauðasamninga Móa mun ekki liggja fyrir fyrr en 2. júní þegar kröfuhafar greiða atkvæði um nauðasamninga segir Sólon Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 93 orð

Fangelsisrefsing staðfest í hassmáli

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þriggja ára fangelsisrefsingu yfir Sigurði Hilmari Ólasyni fyrir þátt hans í innflutningi á 30 kílóum af hassi til landsins. Hassið fannst í vörugámi og er þetta mesta magn af hassi sem lögregla hefur lagt hald á í einu lagi. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fánum hnuplað

AÐ MINNSTA kosti sjö fánum var hnuplað af fánastöngum á Ísafirði í fyrrinótt og þóttu það nokkur tíðindi. Flestir ef ekki allir komust til skila. Meira
10. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 60 orð

Fá styrk fyrir menningarhús

FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að veita 500 þúsund krónur til gerðar viðskiptaáætlunar um byggingu menningarhúss í Bessastaðahreppi. Þetta kemur til viðbótar þeirri hálfu milljón sem sveitarstjórn hreppsins hefur ákveðið að veita til verkefnisins. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Félagsstarf aldraðra í Kópavogi 10 ára.

Félagsstarf aldraðra í Kópavogi 10 ára. Á morgun, sunnudaginn 11. maí, eru liðin tíu ár frá því að félagsstarf aldraðra í Kópavogi hóf starfsemi í Félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 204 orð

Félagsþjónustan vísar á hjálparstofnanir

SIGRÚN Reynisdóttir, formaður Samtaka gegn fátækt, segir að Björk Vilhelmsdóttir, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar, fari með rangt mál, þegar hún segi að Félagsþjónustan vísi fólki ekki til góðgerðarstofnana. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 200 orð

Fimm af sex tilboðum undir kostnaðaráætlun

FIMM af sex tilboðum sem bárust í snjóflóðavarnargarða á Ísafirði reyndust vera undir kostnaðaráætlun en tilboð voru opnuð í gær. Meira
10. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 39 orð

Fimm umsækjendur

FIMM umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Giljaskóla á Akureyri en stefnt er að því að ráða í stöðuna fljótlega. Meira
10. maí 2003 | Suðurnes | 121 orð | 1 mynd

Fjölbreytt handverk á sýningu

SÝNINGIN Handverk og list verður opnuð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík klukkan 12 í dag. Hún verður opin í dag og á morgun frá klukkan 12 til 18. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 187 orð

Fjöldagrafir fundust í Basra

FUNDIST hafa nokkrar fjöldagrafir með líkamsleifum íraskra borgara í Basra-héraði í suðurhluta Íraks. Fulltrúar mannréttindasamtakanna Amnesty International skýrðu frá þessu í gær. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 122 orð

Frakkar ávíttir fyrir fjárlagahalla

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur gefið út áskorun til frönsku ríkisstjórnarinnar um að grípa tafarlaust til ráðstafana til að koma böndum á fjárlagahalla franska ríkissjóðsins. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Fyrrverandi FBI-maður ákærður í njósnamáli

FYRRVERANDI alríkislögreglumaður í Bandaríkjunum, sem hafði umsjón með gagnnjósnum Bandaríkjamanna í Kína, var í gær ákærður í njósnamáli sem tengist 20 ára ástarsambandi hans við kínversk-bandaríska kaupsýslukonu er njósnaði fyrir Bandaríkin og einnig... Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 188 orð

Gengu ekki of hart fram við handtöku

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ríkið og þrjá lögreglumennn af skaðabótakröfu manns sem handleggsbrotnaði í átökum inni í lögreglubíl í október 1998. Þar með sneri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði dæmt manninum um 5,7 milljónir í bætur. Meira
10. maí 2003 | Landsbyggðin | 105 orð | 1 mynd

Handverkssýning eldri borgara í Hvolnum

ELDRI borgarar í Rangárþingi héldu nýlega veglega sýningu á munum sem þeir hafa unnið í vetur. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 780 orð | 1 mynd

Hangir þarna á bláþræði

Ólafur Torfason er verkstjóri skipaafgreiðslu Eimskipa í Hafnarfjarðarhöfn og hefur verið "bryggjukarl" alla ævi eins og hann kemst að orði. Hann er giftur Helenu Högnadóttur verslunarmanni og eiga þau fjögur börn, Högna, Torfa, Þórdísi og Patrek Ísak, en þau eru 23, 21, 15 og 11 ára í sömu röð. Ólafur er alinn upp á Hvaleyrarholtinu og er fuglaáhugamaður eftir að hafa nánast alist upp á bökkum Ástjarnar. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 512 orð

Hækka má auðlindagjald ef útgerðin þolir það

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sjónvarpskappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna, að hann teldi koma til greina að hækka auðlindagjaldið ef fyrir lægi að sjávarútvegurinn bæri slíka hækkun. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð

Innbrotsþjófurinn þáði bjór og fór

HÚSRÁÐANDI í íbúð við Bárugötu sem vaknaði upp við að innbrotsþjófur var kominn inn í íbúðina í gærmorgun, bað hann vinsamlegast að hafa sig á brott og bauð honum bjór í nesti. Það þáði innbrotsþjófurinn með þökkum og hafði sig á brott. Meira
10. maí 2003 | Árborgarsvæðið | 254 orð

Í nýtt húsnæði að ári?

HINN 2. maí síðastliðinn samþykkti bæjarráð Hveragerðis að heimila Orra Hlöðverssyni bæjarstjóra að ganga til samninga við SS verktaka. Bærinn mun þá taka á leigu allt að 800 fermetra skrifstofuhúsnæði í fyrirhugaðri byggingu á lóðinni Sunnumörk 2. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð

Ísland í 8. sæti af 18 þjóðum

ÍSLAND og Belgía eru í 8. sæti af 18 ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins varðandi innleiðingu tilskipana í landsrétt sinn. Meira
10. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 175 orð | 1 mynd

Jón Már næsti skólameistari MA

JÓN Már Héðinsson hefur verið skipaður næsti skólameistari við Menntaskólann á Akureyri en menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, tilkynnti um það á Sal skólans í gærmorgun. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 87 orð

Kosningahandbókin á mbl.is

KOSNINGAHANDBÓK Morgunblaðsins, sem fylgdi blaðinu í gær, er jafnframt aðgengileg á fréttavef blaðsins, mbl.is. Handbókina er að finna í hægri dálki vefjarins, undir hausnum "upplýsingar". Meira
10. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 161 orð

Kór MA á Króknum

KÓR Menntaskólans á Akureyri fer í söngferð til Sauðárkróks og heldur þar tónleika á kosningadaginn. Þeir verða í Sauðárkrókskirkju og hefjast kl. 13. Tónleikarnir eru hluti af vorferð kórsins um Skagafjörð. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Leita eftir sáttum Evrópuríkjanna

PÓLSK stjórnvöld leituðu eftir sáttum við Frakka og Þjóðverja, sem höfðu gagnrýnt Pólverja fyrir að taka þátt í hernaðinum í Írak, á leiðtogafundi þjóðanna í gær. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 287 orð

Lengingu sumarlokunar mótmælt

TILVERA, samtök gegn ófrjósemi, mótmæla harðlega fyrirhugaðri sumarlokun á glasafrjóvgunardeild sem verður í ár lengri en verið hefur eða frá 23. júní til 11. ágúst í stað júlímánaðar og fram yfir verslunarmannahelgi. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ljúka náminu í öðrum snyrtiskóla

NEMENDUR hins gjaldþrota Snyrtiskóla Íslands hafa fengið inni í Snyrtiskólanum ehf. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð

Maður datt úr stiga

KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hlaut bak- og fótmeiðsl er hann datt úr stiga á hafnarsvæðinu á Húsavík í gær. Var hann fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík til aðhlynningar. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Markaðsátak fyrir íslenskar ullarvörur í útlöndum

UNNIÐ verður að því að efla markaðsstarf erlendis fyrir íslenskar ullarafurðir, en skrifað var undir samkomulag um stuðning við markaðsátakið í Gamla bænum í Laufási við Eyjafjörð. Meira
10. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 259 orð

Metnaðarfull dagskrá

KIRKJULISTAVIKA hefst í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 11. maí, en þetta er í áttunda sinn sem efnt er til slíkrar viku í kirkjunni að sögn Björns Steinars Sólbergssonar formanns Listvinafélags Akureyrarkirkju. Meira
10. maí 2003 | Árborgarsvæðið | 177 orð | 1 mynd

Mikil fjölgun í háskólanámi

HÁSKÓLINN á Akureyri kynnti nýlega á Selfossi fjarnám við skólann sem boðið verður upp á næsta haust. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 613 orð

Mikilvægt að ná samningum við Norðmenn

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, leggja mikið upp úr því að ná samningum við Norðmenn um síldveiðar við Svalbarða. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 314 orð

Misfórst að tilkynna um töf á úrskurði

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands gagnrýna að umhverfisráðherra skuli ekki hafa kveðið upp úrskurð vegna kæru samtakanna á útgefið starfsleyfi Umhverfisstofnunar vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði. Telja samtökin að ráðherra sé þar með að brjóta eigin... Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Moli á spítala

KÖTTURINN Moli, sem fannst í fyrradag eftir að hafa hrakist matarlaus á Holtavörðuheiði vikum saman, dvelur nú á Dýraspítalanum í Víðidal þar sem Ólöf Loftsdóttir dýralæknir hlúir að honum. Meira
10. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 377 orð | 1 mynd

Munurinn allt að 424 þúsund með hverju barni

FORELDRAR barna í einkareknum leikskólum í borginni komu saman utan við fundarstað Leikskólaráðs Reykjavíkur við Tryggvagötu í gær til að mótmæla því að niðurgreiðslur til barna í einkareknum leikskólum eru lægri en niðurgreiðslur til barna í leikskólum... Meira
10. maí 2003 | Landsbyggðin | 127 orð | 1 mynd

Mynduðu vodka fyrir grískan markað

ÞAÐ mætti ætla að jólin væru að nálgast í Stykkishólmi samkvæmt þessum myndum. Svo er ekki, þær eru teknar í sumarbyrjun á fallegu vorkvöldi. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 739 orð | 1 mynd

Norðmenn vilja ræða nýjan síldarsamning

NORSKIR fjölmiðlar telja síldarstríð í uppsiglingu milli Íslands og Noregs í kjölfar yfirlýsinga Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, og Árna M. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 173 orð

Ný kenning um myndun eldfjalla

ELDFJÖLL sem ekki eru á mörkum meginlandsflekanna svonefndu hafa oft valdið jarðfræðingum heilabrotum. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Nýr fjölumdæmisstjóri Lions

Á LIONSÞINGI, sem haldið var í Hafnarfirði dagana 25. til 26. apríl, var kjörinn nýr fjölumdæmisstjóri og tveir umdæmisstjórar. Fjölumdæmisstjóri er Hörður Sigurjónsson, Lionsklúbbnum Nirði í Reykjavík. Hörður Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 31. Meira
10. maí 2003 | Landsbyggðin | 191 orð | 1 mynd

Ný sýn í framhaldsskólamálum á Snæfellsnesi

HRÖNN Pétursdóttir, sem stýrir undirbúningi að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga, var með kynningarfundi meðal íbúa Snæfellsness síðustu daga aprílmánaðar. Auk þess hitti Hrönn grunnskólanema til að kynna þeim hvað þeir ættu í vændum. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Nýtt húsnæði Ístaks tekið í notkun

HIÐ nýja skrifstofuhúsnæði Ístaks aðEngjateigi 7 í Reykjavík var tekið formlega í notkun s.l. fimmtudag. Húsið er um 2.800 fermetrar að flatarmáli og skiptist í þrjár byggingarálmur. Arkís ehf. Meira
10. maí 2003 | Miðopna | 1073 orð

Nýtum tækifærið! Betri framtíð!

Gunnar Eyjólfsson leikari sagði á dögunum í sjónvarpssamtali við Gísla Martein Baldursson, að mestu skipti að nýta nú-ið. Við gætum hvort sem er ekki breytt fortíðinni og vissum því síður, hvað framtíðin bæri í skauti sér. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Olíuflutningabíll valt á Kjalarnesi

Olíuflutningabíll valt í beygju á Brautarholtsvegi á Kjalarnesi síðdegis í gær. Um 3.500 lítrar af gasolíu voru í tankinum og lak olían ekki út þrátt fyrir óhappið. Ökumann bílsins sakaði ekki. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð

Otaði hnífi að afgreiðslustúlkum

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar nú að manni sem rændi peningum og frelsis-símakortum úr Bónusvídeói við Kleppsveg síðdegis í gær. Ræninginn var með svarta lambhúshettu og otaði hníf að tveimur afgreiðslukonum. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Óðinn gerður haffær fyrir sumarið

VARÐSKIPIÐ Óðinn var á dögunum tekinn í slipp við Mýrargötu í Reykjavík. Unnið er að því að gera varðskipið haffært en það hefur ekki verið í notkun frá því sl. haust. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 470 orð | 2 myndir

"Ákvörðun sem þarf að taka á sekúndubroti"

"ÞETTA var eina áttin sem ég gat stefnt í án þess að lenda á öðrum bílum. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

"Bjóst við hinu versta"

"ÞAÐ var ótrúlegt að maðurinn skyldi lifa slysið af, miðað við hvernig bíllinn var farinn," segir Óli Örn Jónsson, 21 árs vegfarandi sem kom fyrstur að slysinu á Reykjanesbraut. Meira
10. maí 2003 | Árborgarsvæðið | 541 orð | 1 mynd

"Það gat ekki verið að ég væri sá eini sem vildi læra"

NÝI tölvu- og viðskiptaskólinn á Suðurlandi hefur starfað á Selfossi frá árinu 1997 og óhætt er að segja að starfsemin hafi blómstrað. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Rímnasmiðja í Central Park

HLJÓMSVEITIRNAR Singapore Sling, Orgelkvartettinn Apparat og Trabant leika á tónleikum í Central Park laugardaginn 28. júní. Verður Steindór Andersen jafnframt með rímnasmiðju í garðinum en Bandaríkjamenn hafa áhuga á að kynnast íslenskri rímnahefð. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Rússneskar orrustuþotur í Keflavík

SJÖ MIG-29 orrustuþotur af rússneskum uppruna lentu á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Allnokkrir varnarliðsmenn hringdu í flugturninn og spurðu hvernig á því stæði að þar rigndi niður rússneskum herflugvélum. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 1066 orð | 2 myndir

Ræða heimspeki á bak við lás og slá

BETSY Mueller lætur sjaldan í sér heyra í heimspekitímum í Salisburyháskóla. En einn er sá staður þar sem hún lifnar við - umkringd dæmdum glæpamönnum í ríkisfangelsinu í Maryland í Bandaríkjunum. "Fyrir utan hef ég ekkert að segja. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Röng mynd Röng mynd birtist með...

Röng mynd Röng mynd birtist með grein Hjartar Hjartarsonar kynningarstjóra, "Passar ekki í embættið", sem birtist í blaðinu í gær. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 116 orð

Sagði af sér vegna Íslandsferðar

GUNNAR Schön, aðstoðarforstjóri stofnunar almenningssamgangna á Stokkhólmssvæðinu, SL, hefur sagt af sér. Hann hefur viðurkennt að hafa á kostnað stofnunarinnar tekið eiginkonuna með sér í ferð á vegum embættisins til Íslands. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

SAMAN-hópurinn kynnir táknmerki

UNDANFARIN ár hefur SAMAN-hópurinn unnið að forvörnum sem stuðla að velferð barna og unglinga. Fjölmargir aðilar standa að hópnum og nú hefur verið gert táknmerki fyrir hann sem birtast mun með öllum auglýsingum og verkefnum þeirra hér eftir. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð

Samgöngur á nýrri öld

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur sent frá sér ritið Samgöngur á nýrri öld þar sem farið er yfir þróun málaflokka ráðuneytisins síðustu tíu ár og litið til næstu tíu ára. Bókin er alls 124 síður, prýdd fjölda mynda. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 584 orð

Samningsupphæð 620 þúsund án vsk.

KJARTAN Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, beið í um sex mánuði eftir svari við spurningum sínum í tengslum við ráðningu tilsjónarmanns í Alþjóðahúsinu ehf. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 145 orð

Samráð verði betra í framtíðinni

GUNNAR Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, segist hafa átt ágætt og vinsamlegt samtal við Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi, vegna flugs tveggja rússneskra herflugvéla innan íslenska loftvarnarsvæðisins í lok apríl... Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 425 orð

Sharon vill ræða frið við Sýrlendinga

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er reiðubúinn að hefja aftur friðarviðræður við Sýrlendinga án nokkurra fyrirfram skilyrða ef þeir gera slíkt hið sama. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

SKÚLI MAGNÚSSON

SKÚLI Magnússon, húsasmiður og fashanabóndi á Tókastöðum á Austur-Héraði og formaður Félags hreindýraleiðsögumanna, lést á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 8. maí, á 59. aldursári, eftir skamma sjúkdómslegu. Banamein hans var krabbamein. Meira
10. maí 2003 | Landsbyggðin | 238 orð | 1 mynd

Sparisjóður Bolungarvíkur úthlutar styrkjum

FYRSTU úthlutanir úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Bolungarvíkur fóru fram fyrir stuttu. Úthlutað var 2.100.000 krónum til þrettán aðila og félagasamtaka. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Stefnir á að ná tindinum á þriðjudag

"EF ALLT gengur samkvæmt áætlun næ ég á tindinn á þriðjudag," sagði Anna Svavarsdóttir fjallgöngukona er Morgunblaðið ræddi við hana í gervihnattasíma úr grunnbúðum fjallsins Cho Oyo í 5.600 metra hæð. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 636 orð

Stjórnarandstaðan styður aðgerðir stjórnvalda

FORMENN stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi segjast styðja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ef í hart fari gagnvart Norðmönnum vegna síldveiða við Svalbarða. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 641 orð | 1 mynd

Stjórnarflokkarnir mælast með meirihluta

SKOÐANAKANNANIR fyrir kosningarnar 1999 sýndu bæði Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna með meira fylgi en flokkarnir fengu síðan í kosningunum. Friðrik H. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 197 orð

Strætisvagnastjóri olli árekstri með gáleysi

STRÆTISVAGNASTJÓRI var í Hæstarétti sakfelldur fyrir hegningar- og umferðarlagabrot með því að aka strætisvagni gegn rauðu ljósi en á gatnamótunum lenti hann í hörðum árekstri við fólksbíl. Meira
10. maí 2003 | Landsbyggðin | 144 orð | 1 mynd

Sunnudagaskólabörn frá Hvolsvelli á ferð

BÖRN úr sunnudagaskólanum í Breiðabólstaðarprestakalli, foreldrar og umsjónarmenn fóru í árlega óvissuferð í lok skólaárs. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Telja HABL í rénun í Peking

KÍNVERSKIR embættismenn sögðu í gær að svo virtist sem bráðalungnabólgufaraldurinn HABL væri í rénun í Peking. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, sagði þó að enn væri of snemmt að draga þá ályktun að faraldurinn hefði náð hámarki. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 583 orð | 1 mynd

Tókst að útrýma barnavinnu í Bangladesh en ekki neyðinni

FYRIR þremur árum vann Salama, sem nú er 14 ára gömul, í spunaverksmiðju í Dhaka, höfuðborg Bangladesh og fékk níu dollara á mánuði, innan við sjö hundruð krónur. Nú er hún í skóla, er að læra að lesa, skrifa og reikna. Meira
10. maí 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 310 orð | 1 mynd

Tækifærið er núna!

"Klakaböndin gætu verið að bresta og sögulegt vor í vændum." Meira
10. maí 2003 | Landsbyggðin | 143 orð | 1 mynd

Töfruðu fram söngleik á tíu dögum

SÝNDUR var í Bragganum á Hólmavík söngleikurinn Litli forvitni fíllinn. Það voru nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskólans í samstarfi við Leikfélag Hólmavíkur sem settu söngleikinn upp á tíu dögum undir leikstjórn Þórhildar Örvarsdóttur söngkonu. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 1080 orð | 1 mynd

Um 17.200 eru að kjósa í fyrsta sinn

Rúmlega 211 þúsund kjósendur eru á kjörskrá í alþingiskosningunum sem fram fara í dag. Fyrstu atkvæðatalna í öllum kjördæmunum sex er að vænta strax eftir að kjörstöðum verður lokað upp úr kl. 22. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Um 7.000 Írakar hafa verið leystir úr haldi

BANDARÍSKAR og breskar hersveitir hafa sleppt alls um 7.000 Írökum sem teknir voru til fanga í stríðinu í Írak, að sögn bandarískra embættismanna í fyrradag. Meira
10. maí 2003 | Suðurnes | 122 orð

Upplýsingamiðstöð opnuð

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ Reykjaness verður opnuð formlega í dag, laugardag, klukkan 10.05. Er þetta hefðbundin upplýsingastöð fyrir ferðamenn, svokölluð landshlutamiðstöð, og er hún í húsnæði Bókasafns Reykjanesbæjar í Kjarna að Hafnargötu 57 í Keflavík. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 61 orð

Úrslit á myndrænu formi

Á FRÉTTAVEF Morgunblaðsins mbl.is verður kosningavakt starfandi alla kosninganóttina sem mun fylgjast með talningu atkvæða og birta tölur jafnskjótt og þær berast. Meira
10. maí 2003 | Árborgarsvæðið | 145 orð | 1 mynd

Vel heppnaður útidagur

NEMENDUM Grunnskólans í Hveragerði var fyrir skömmu boðið að inn í Gufudal, þar sem félagar úr Skógræktarfélagi Hveragerðis voru mættir. Krakkarnir fengu skóflur, skít og plöntur og plöntuðu skógartrjám. Allir bekkir skólans nema 10. Meira
10. maí 2003 | Miðopna | 223 orð | 1 mynd

Verklok - vel unnið dagsverk

"Barátta Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur verið uppbyggileg og málefnaleg og einkennst af lífsgleði og kæti." Meira
10. maí 2003 | Árborgarsvæðið | 123 orð | 1 mynd

Viðurkenningar á degi umhverfis

Á DEGI umhverfisins veitti Umhverfisnefnd Ölfuss þeim Svani Kristjánssyni og Árna V. Þorsteinssyni viðurkenningar fyrir að huga vel að umhverfi sínu meðal annars með því að nota ekki bíl heldur ganga og hjóla til vinnu á hverjum degi. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 229 orð

Vilji stjórnvalda þarf að liggja skýr fyrir

REKTOR Háskólans á Akureyri, Þorsteinn Gunnarsson, tekur jákvætt í hugmyndir um að stofna aðra læknadeild og slík deild geti vel starfað í skólanum í samstarfi við fleiri aðila. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 201 orð

Vingjarnlegir en börnin illa upp alin

FÆREYSKUM menntaskólanemum þykja Íslendingar vingjarnlegir en íslensk börn illa upp alin, þeim finnst verslunareigendur hér hugsa mikið um peninga eins og Íslendingar almennt, landið sé dýrt og íslenska krónan sé ómerkilegur gjaldmiðill, úrvalið sé hins... Meira
10. maí 2003 | Suðurnes | 308 orð | 1 mynd

Víkingasýning tengd Smithsonian

SMITHSONIAN-stofnunin í Bandaríkjunum hefur boðist til að gefa efni og búnað frá víkingasýningu sinni til sýningar sem áhugi er á að setja upp í Nausti víkingaskipsins Íslendings í Njarðvík. Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 358 orð

Vornámskeið Greiningarstöðvar .

Vornámskeið Greiningarstöðvar . Árlegt vornámskeið Greiningarstöðvar, ætlað fagfólki sem vinnur með börnum með þroskafrávik og fatlanir, verður haldið í Háskólabíói 15. og 16 maí. Að þessu sinni er efnið samvinna og samskipti. Meira
10. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 203 orð | 1 mynd

YRKI arkitektar hlutu 1. verðlaun

TILLAGA YRKI arkitekta sf. fékk 1. verðlaun í boðskeppni um skipulag og hönnun þjónustubygginga fyrir aldraða sem Markarholt hyggst reisa í Mörkinni. Höfundar tillögunnar eru Ásdís Helga Ágústsdóttir og Sólveig Berg Björnsdóttir arkitektar en Hönnun hf. Meira
10. maí 2003 | Miðopna | 376 orð | 1 mynd

Það gerist í dag!

"Undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar myndi leiðin inn í nýja öld verða trygg og örugg." Meira
10. maí 2003 | Stjórnmál á miðopnu | 777 orð | 1 mynd

Það verður kosið um heilbrigðismál

"Ef kjósendur grípa ekki í taumana gagnvart Sjálfstæðisflokknum munum við þurfa að heyja mjög erfiða varnarbaráttu á næstu fjórum árum." Meira
10. maí 2003 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Þrjú sjúkraflug á einni viku

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF fór þrjú sjúkraflug á Reykjaneshrygg á einni viku, í íslenskan, þýskan og norskan togara sem þar voru á úthafskarfaveiðum. Á fimmtudagskvöld var skipverji sem hafði slasast alvarlega á hendi sóttur um borð í Þerney RE. Meira
10. maí 2003 | Erlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Ætlar ekki að hætta útivistarferðum

BANDARÍSKUR fjallgöngumaður, sem í síðustu viku komst í hann krappan í fjallgöngu í Utah-ríki, segist einfaldlega hafa gert það sem hann þurfti að gera til að bjarga lífi sínu. Meira

Ritstjórnargreinar

10. maí 2003 | Leiðarar | 793 orð

Á kjördegi

Kosningabaráttunni vegna alþingiskosninganna, sem fram fara í dag, lauk með viðræðum leiðtoga og talsmanna flokka og framboða í sameiginlegri útsendingu Ríkissjónvarps og Stöðvar 2 í gærkvöld. Meira
10. maí 2003 | Staksteinar | 310 orð

- Þjóðin veit vel hvað er málefnaleg barátta

Það sér fyrir endann á spennandi kosningabaráttu. Á kjósendum hafa dunið auglýsingar og áróður af ýmsu tagi, en það er svo sem ekkert nýtt. Á sýningu í Borgarskjalasafninu gefur að líta kosningaáróður úr liðnum þingkosningum. Meira

Menning

10. maí 2003 | Menningarlíf | 136 orð

Alþingiskosningasýning í Slunkaríki

FIMMTA alþingiskosningasýning Kristjáns Guðmundssonar verður í Slunkaríki á Ísafirði dagana 10.-25. maí. Opnun fer fram kl. 16 í dag. Meira
10. maí 2003 | Menningarlíf | 147 orð | 2 myndir

Burtfarartónleikar

HILDIGUNNUR Rúnarsdóttir heldur burtfararprófstónleika í söng frá Tónlistarskólanum í Hafnarfirði á morgun, sunnudag, kl. 16. Tónleikarnir verða haldnir í Hásölum. Á þeim mun Hildigunnur syngja fjölbreytta efnisskrá. Meira
10. maí 2003 | Fólk í fréttum | 79 orð | 3 myndir

Dans fyrir þig í 30 ár

UM þessar mundir fagnar Íslenski dansflokkurinn því að 30 ár eru liðin frá stofnun hans, en það var 1. maí 1973. Meira
10. maí 2003 | Fólk í fréttum | 253 orð | 1 mynd

Einmana hjörtu

Einmana hjörtu! Einmana karlmaður á góðum aldri óskar eftir að kynnast skilningsríkri konu, sem vill byrja lífið á ný . Í byrjun ársins 1915 streymdu svörin við þessari saklausu auglýsingu til herra Henri Desire Landru. Meira
10. maí 2003 | Tónlist | 406 orð

Ég hlusta á þær glóa

Kvennakór Reykjavíkur hélt upp á 10 ára söngafmæli með tónleikum í Langholtskirkju undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur við samleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Fimmtudagurinn 8. maí. Meira
10. maí 2003 | Tónlist | 547 orð | 1 mynd

Friðarhvöt

Britten: Stríðssálumessa. Einsöngvarar: Marina Shaguch sópran, Peter Auty tenór og Markus Brück barýtónn. Kór Íslenzku óperunnar og Unglingakór Söngsskólans í Reykjavík (kórstj. Garðar Cortes) ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Föstudaginn 9. maí kl. 19:30. Meira
10. maí 2003 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík heldur áfram

HEIMILDA- og stuttmyndahátíð í Reykjavík (Reykjavik Shorts & Docs) hefur verið framlengd. Vegna fjölmargra fyrirspurna og áskorana hefur verið ákveðið að sýna nokkrar af myndum hátíðarinnar áfram í Háskólabíói. Meira
10. maí 2003 | Menningarlíf | 221 orð | 1 mynd

Heimsbókmenntir

Mál og menning hefur gefið út Kantaraborgarsögur eftir Geoffrey Chaucer í íslenskri þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Kantaraborgarsögur eru eitt af höfuðritum heimsbókmenntanna og langfrægasta verk Chaucers, þjóðskálds Englendinga. Meira
10. maí 2003 | Menningarlíf | 895 orð | 2 myndir

Horfst í augu við sjálfan sig

Borðspil um hljómsveit og súla með víðtækari skírskotun eru meðal lokaverkefna sem gefur að líta á útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunardeildar Listaháskóla Íslands, sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag. Inga María Leifsdóttir kynnti sér verk tveggja nemenda deildanna. Meira
10. maí 2003 | Fólk í fréttum | 362 orð | 2 myndir

Hugmyndaauðgi og metnaður hjá grunnskólanemum

STUTTMYNDAHÁTÍÐ grunnskóla í Reykjavík var haldin í Austurbæjarskóla 30. apríl sl. og þá í 22. skipti. ÍTR veitti verðlaun í tveimur aldursflokkum, 10-12 ára og 13-16 ára. Meira
10. maí 2003 | Skólar/Menntun | 768 orð | 1 mynd

Hugurinn til umhverfismála

Í umfangsmikilli könnun um afstöðu Íslendinga til umhverfis- og þróunarmála koma tengsl lýðræðis og umhverfismála við sögu. Hugmyndir landsmanna um þjóðerni og þróunaraðstoð koma einnig fram í viðhorfum til náttúrunnar. Könnunin er þáttur í rannsókn sem spinnur saman félagsvísindi og hugvísindi, eins og heimspeki og sagnfræði. Meira
10. maí 2003 | Fólk í fréttum | 387 orð | 1 mynd

Ísland í Miðgarði

ÞRJÁR íslenskar hljómsveitir koma fram á tónleikum í Central Park í New York í sumar. Meira
10. maí 2003 | Skólar/Menntun | 64 orð

Landbúnaðarháskólinn

*BS-90 í búvísindum. *BS-90 í landnýtingu (landgræðsla og skógrækt). *BS-90 í umhverfisskipulagi (landslagsarkitektúr). Meira
10. maí 2003 | Skólar/Menntun | 651 orð | 1 mynd

Landið sem auðlind

Hvanneyri/Landbúnaður er búskapur þar sem landið er nýtt sem auðlind og hann er varðveisla og verndun landkosta. Háskólanám í landgræðslu og skógrækt er stundað í LBH. Gunnar Hersveinn spurði um stefnuna og áherslur. Meira
10. maí 2003 | Fólk í fréttum | 527 orð | 1 mynd

Lífleg kosningavaka

BÆÐI Ríkissjónvarpið og Stöð 2 verða með kosningavökur í kvöld, er hefjast er líða fer að lokun kjörklefa og -kassa. Búist er við að fyrstu tölur berist upp úr kl. 22. en lokatölur liggi fyrir um 3 að næturlagi. Meira
10. maí 2003 | Fólk í fréttum | 814 orð | 1 mynd

Lúðrablástur Lárusdætra

Hjördís Elín (Dísella), Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur leika og syngja ýmis lög við undirleik Friðriks Sturlusonar (bassi), Jóhanns Hjörleifssonar (trommur), Jóns Ólafssonar (hljómborð) og Guðmundar Péturssonar (gítar). Sunnudagur 4. maí. Meira
10. maí 2003 | Menningarlíf | 30 orð

Málverk á Vesturgötu

SIGURÐUR Þórir Sigurðsson myndlistarmaður er með málverkasýningu í félags- og þjónustumiðstöðinni Vesturgötu 7. Sýningin er opin á afgreiðslutíma þjónustumiðstöðvarinnar frá kl. 9-16:30 alla virka daga. Sýningin stendur til föstudagsins 30.... Meira
10. maí 2003 | Menningarlíf | 53 orð

Málverk í Valhúsaskóla

Myndlistarklúbburinn Málun og teiknun heldur málverkasýningu í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi í dag og á morgun frá kl. 14 til 19 báða dagana. Meira
10. maí 2003 | Menningarlíf | 154 orð | 1 mynd

Myndir úr útnorðrinu á Akureyri

SÝNINGIN Inn og út um gluggann: Ísland, Grænland og Færeyjar skoða hvert annað verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 15. Á sama tíma verður einnig opnuð ljósmyndasýningin Úr útnorðrinu eftir Ragnar Th. Sigurðsson. Meira
10. maí 2003 | Fólk í fréttum | 220 orð | 1 mynd

Sean Penn ætlar að fara í...

Sean Penn ætlar að fara í mál við framleiðandann Steve Bing (barnsföður Liz Hurley ) fyrir að hafa rekið sig vegna afstöðu sinnar til stríðsins í Írak. Meira
10. maí 2003 | Menningarlíf | 818 orð | 1 mynd

Stórar og miklar laglínur

Á AFMÆLI Kópavogs á morgun verður mikið um dýrðir í tónleikasal bæjarins, Salnum. Kl. 16.00 verður efnt til sérstakrar hátíðardagskrár en um kvöldið, kl. 20.00, verða söngtónleikar í Salnum. Meira
10. maí 2003 | Fólk í fréttum | 201 orð | 1 mynd

Tankurinn er tómur

Jæja. Þetta er orðið gott... Meira
10. maí 2003 | Menningarlíf | 118 orð | 2 myndir

Valið besta verkið á evrópskum jólatónleikum

Á gagnagrunninum composers-classical-music.com er Jólaóratorían Barn er oss fætt eftir John Speight valin besta verkið sem útvarpað var á Jólatónleikum Evrópusambands útvarpsstöðva 22. desember sl. Meira
10. maí 2003 | Menningarlíf | 698 orð | 1 mynd

X við Íslenska dansflokkinn

30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins. FROSTI - Svanavatnið (lokakafli) eftir Láru Stefánsdóttur og brot úr verkum Íslenska dansflokksins sl. 30 ár. Fimmtudagur 8. maí 2003. Meira

Umræðan

10. maí 2003 | Aðsent efni | 562 orð | 1 mynd

Af sköttum og réttlæti

ÞAÐ hefur verið athyglisvert að fylgjast með umræðunni um skattamál í aðdraganda kosninganna. Stjórnarflokkarnir riðu á vaðið með hugmyndir sínar að skattalækkunum og flestir aðrir flokkar hafa fylgt í kjölfarið á einn eða annan hátt. Meira
10. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 345 orð

Afstaða Alþýðuflokksins

Í LEIÐARA Mbl. 25. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 311 orð | 1 mynd

Athugasemd frá Félagsbústöðum hf. vegna greinar Ástu Möller

Að gefnu tilefni vegna blaðagreinar Ástu Möller frá 9. maí 2003 um leigu hjá Félagsbústöðum hf. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 268 orð | 1 mynd

Auðlindina aftur til þjóðarinnar

NÚVERANDI fiskveiðistjórnunarkerfi er eitt allra mesta óréttlæti nútímans. Íslendingar búa við lénsherrakerfi þar sem fáir útvaldir hafa einkaaðgang að sameiginlegri auðlind okkar allra. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 258 orð | 1 mynd

Á að kjósa eftir kynferði?

STEINUNN Jóhannesdóttir rithöfundur ritaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hún mótmælti grein minni, þar sem ég hélt því fram að hvatning um að kjósa konu vegna kynferðis hennar væri móðgun við konur. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 393 orð | 1 mynd

Árangur í jafnréttismálum

FULL ástæða er til að vekja athygli á hinum veigamiklu umbótum sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur beitt sér fyrir til að jafna stöðu kynjanna, en um síðustu áramót var stigið lokaskrefið til að jafna rétt mæðra og feðra til fæðingarorlofs þannig að... Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 379 orð | 1 mynd

Besta útvarpið!

MÁLEFNI Ríkisútvarpsins eru því miður alltof sjaldan til umræðu á jákvæðum nótum í fjölmiðlum og meðal almennings. Þess í stað er horft á kostnað við reksturinn og tuðað um nauðsyn einkavæðingar eða umbreytingu stofnunarinnar í hlutafélag. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 384 orð | 1 mynd

Blekkingartalið um þjóðarsáttina

ÞAÐ er mikill misskilningur að vinstriflokkarnir hafi lagt grunninn að þjóðarsáttinni í byrjun árs 1990, þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar þeirra þar um. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 862 orð | 1 mynd

Brotalamir í heilbrigðiskerfinu

MIKIL umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum undanfarið um heilbrigðiskerfið. Vítaverðir síendurteknir niðurskurðir fjárframlaga hafa komið niður á allflestum sviðum og haft alvarlegar afleiðingar. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 478 orð | 1 mynd

Ein óákveðin

ÉG er ein þessara rúmlega 5% kjósenda sem eru í pólitískri tilvistarkreppu, þ.e. hafa ekki tekið afstöðu. Hvaða flokk á ég að kjósa á laugardaginn? Meira
10. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 343 orð

Ég er hræddur

EINS og svo margir hafa upplifað á sjálfum sér, hefur ofurvald forsætisráðherrans gert það að verkum að þeir veigra sér við að opna munninn af ótta við að verða fyrir ofsóknum af hans hendi eða Sjálfstæðisflokksins í heild. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 545 orð | 1 mynd

Ég treysti

ÉG ætla að kjósa Samfylkinguna í dag. Ekki vegna vanans, eða fjölskylduhefðarinnar, né heldur áróðursins. Ég ætla að kjósa S vegna þess að ég vil búa í samfélagi þar sem allir sitja við sama borð. Meira
10. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 646 orð

Ég ætla ekki að kjósa ÉG...

Ég ætla ekki að kjósa ÉG er miðaldra öryrki, bý í einu herbergi í verksmiðjuhúsnæði í verksmiðjuhverfi. Ég er með um 70.000 kr. á mánuði. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 330 orð | 1 mynd

Farsæld til framtíðar

Í GREIN í Fréttablaðinu í gær setur ritstjórinn, Gunnar Smári Egilsson, fram þá skoðun sína að fýluköst manna eins og Sverris Hermannssonar, Ellerts frænda míns í fjórða lið Schram og Matthíasar Bjarnasonar séu tákn um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi í... Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 730 orð | 1 mynd

Fjármál flokkanna og fullveldi þjóðarinnar

EINN dag á fjögurra ára fresti ert þú, ég og öll hin sem náð höfum tilskildum aldri spurð um það hverjir skuli sitja Alþingi Íslendinga - við erum spurð aðeins þennan eina dag. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 371 orð | 1 mynd

Fjögurra flokka vinstri stjórn?

ENGUM þarf að koma á óvart að í lok kosningabaráttunnar reyni sumir talsmenn vinstri flokkanna að halda því fram að vinstri stjórnir hafi ekki reynst illa. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 385 orð | 1 mynd

Fjölskyldustefna í verki

STAÐREYND er að margt hefur áunnist í málefnum fjölskyldunnar í tíð síðustu ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill styrkja stoðir hennar enn frekar svo sem með breytingum á skattalögum í hennar þágu, þ.m.t. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 532 orð | 1 mynd

Flokkur sem framkvæmir

NÚ styttist það. Það eru ekki margir dagar í kostningar. Við þurfum að fara að gera upp hug okkar og vita hvar við munum merkja okkar X. Það er margt í boði en misjafnt þó. Lesa þarf milli línanna og skoða þarf árangur. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 113 orð | 1 mynd

Framsóknarmaður kemur í bæinn

Í UPPHAFI árs horfðu Reykvíkingar dálítið langleitir á formann Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, bola Ingibjörgu Sólrúnu úr embætti borgarstjóra, aðeins örfáum mánuðum eftir að þeir höfðu kosið hana til að gegna því sama embætti. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 277 orð | 1 mynd

Framsókn í húsnæðismálum ungs fólks!

UNGT fólk í þúsundatali hefur á undanförnum fjórum árum eignast eigið húsnæði fyrir tilstuðlan viðbótarlánakerfisins sem Framsóknarflokkurinn hafði forgöngu um að koma á fót. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 248 orð | 1 mynd

Geta stjórnarandstöðuflokkarnir unnið saman?

ÞVÍ hefur verið haldið fram af stuðningsmönnum núverandi ríkisstjórnar að þriggja flokka "vinstristjórn" eins og sú sem stjórnarandstæðingar bjóða nú upp á, geti ekki orðið farsæl stjórn. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 122 orð | 1 mynd

Halldór og Jónínu á þing

ÉG hvet kjósendur í Reykjavík til að fjölmenna á kjörstað og tryggja Halldóri Ásgrímssyni og Jónínu Bjartmarz örugga kosningu sem þingmenn Reykvíkinga á næsta kjörtímabili. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 250 orð | 1 mynd

Halldór og Jónínu á þing

FRAMSÓKNARFLOKKURINN sækir stöðugt í sig veðrið, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það er ljóst að betur má ef duga skal í þessari kosningabaráttu. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 826 orð | 1 mynd

Háskólanám á Íslandi

ÉG er ákafur stuðningsmaður menntunar - menntun er einn helsti máttarstólpi þessa lands og að tryggja öllum góða og hagnýta menntun ætti að vera mikið forgangsverkefni. Það er íslensku þjóðinni til framdráttar að sem flestir stundi háskólanám. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 203 orð | 1 mynd

Hefurðu heyrt söguna?

EINU sinni bjuggu höfðingjar á eyju norður í höfum. Þeir þóttust ráða yfir henni og að eyjan réði ekkert yfir þeim svo þess vegna heyrðu þeir aldrei í eyjunni. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 798 orð | 1 mynd

Hrói höttur afturábak

SAGAN um Hróa hött í þýðingu Gísla Ásmundssonar (Reykjavík 1968) byrjar svona: "Hrói höttur gerist skógarmaður: "Mamma segðu mér frá Gæ frá Koventrý og söguna af því þegar hann drap villigöltinn. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 558 orð | 1 mynd

Hvað varð af hinni vönduðu og fordómalausu umræðu?

ÞORSTEINN Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur skrifað greinar um fiskveiðistjórnun í Fréttablaðið og Morgunblaðið að undanförnu. Í þeirri síðari sem birtist í Morgunblaðinu sakar hann mig m.a. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Hvað vilt þú?

RÍKISSTJÓRNIR Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafa skapað meiri stöðugleika í efnahagsmálum en við höfum áður upplifað, lengra tímabil vaxandi kaupmáttar ráðstöfunartekna en áður hefur þekkst, lækkað ríkisskuldir um tugi milljarða og að... Meira
10. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 311 orð

Ingibjörg Sólrún, miklu meir!

ÞAÐ SEM stendur upp úr í kosningabaráttunni eru hápólitískar ræður Ingibjargar Sólrúnar í Borgarnesi. Þá síðari hélt hún 15. apríl síðastliðinn og olli hún miklu fjaðrafoki innan herbúða Sjálfstæðisflokksins. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 370 orð | 1 mynd

Ísland í samfélagi þjóðanna!

KOSNINGAR snúast sem betur fer aðallega um málefni og í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítil áhersla verið lögð á alþjóðamál. Kunningi minn benti á að það væri vegna þess að flestir væru í raun sammála um málaflokkinn, þ.e. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 561 orð | 1 mynd

Kjósum breytingar

ÞEGAR kemur að Evrópu segja vinstri-grænir og sjálfstæðismenn að hagsmunir okkar séu svo ólíkir hagsmunum Evrópubúa að þar geti aldrei um sameiningu orðið að ræða. Hvaða hagsmuni eru þeir að tala um? Eru lífshættir okkar svona gjörólíkir? Nei. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 85 orð | 1 mynd

Komum í veg fyrir pólitískt stórslys

ÉG skora á kjósendur í Reykjvík að fjölmenna á kjörstað í dag og tryggja að Halldór Ásgrímsson og Jónína Bjartmarz hljóti örugga kosningu sem þingmenn Reykvíkinga. Meira
10. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 145 orð

Margrét "Hauksdóttir"

EYJÓLFUR Ingvi Bjarnason skrifaði grein í blaðið í dag, 8. maí, þar sem hann upplýsti mig um hvaða flokk ég ætti að kjósa. Þakka ég honum kærlega fyrir það. Þar græddi Samfylkingin mitt atkvæði. Ég var í svo miklum vafa. Góðar svona atkvæðaveiðar. 1. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 515 orð | 1 mynd

Menntamál eru kosningamál

MENNTAMÁLIN eru kosningamál, sem betur fer, enda leggjum við sjálfstæðismenn stoltir fram afrek okkar í skólamálum síðustu tvö kjörtímabil. Á það við um öll skólastigin en ég geri þó grunnskólann að sérstöku umfjöllunarefni. Meira
10. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 334 orð

Menntum fyrst fleiri hjúkrunarfræðinga

ÉG GET ekki orða bundist yfir nýrri auglýsingu ungra sjálfstæðismanna þar sem þeir halda því fram að hægt hefði verið að byggja þrjá spítala og sex háskóla eða að 5.000-kallastaflinn næði næstum 6 km upp í loftið! Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Niðurskurðarhugmyndir Ingibjargar í menntamálum

HINN 29. apríl síðastliðinn var fundur í Háskólanum í Reykjavík með frambjóðendum flokkanna. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 146 orð | 1 mynd

Nú vantar herslumuninn!

ÞÓTT nýjustu skoðanakannanir gefi framsóknarmönnum tilefni til að vonast eftir viðunandi útkomu flokksins í alþingiskosningunum í kosningunum í dag er það enn svo að bæði Halldór Ásgrímsson og Jónína Bjartmarz eru mjög tæp inni sem þingmenn okkar í... Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd

Okurvextir á Íslandi

VIÐ getum spurt okkur þeirrar spurningar hvort við séum sátt við stöðu fjölskyldunnar í dag? Viljum við lifa í þjóðfélagi sem getur ekki séð ungu barnafólki fyrir mannsæmandi lísfskjörum? Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 296 orð | 1 mynd

Samfylkingin hafnar krötum

ÞEGAR Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og Alþýðuflokkurinn hættu starfsemi og Samfylkingin var stofnuð, þá var það gert á þeim forsendum að þar myndi fólk úr öllum flokkunum starfa saman á jafnréttisgrundvelli. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 234 orð | 1 mynd

Samfylking nýrra tíma

TÆKIFÆRIÐ er núna til að tryggja Samfylkingunni forystu í landsstjórninni. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 891 orð | 1 mynd

Sannleikurinn um sóknarmarkið

ÉG GET ekki orða bundist í aðdraganda kosninganna sem nú fara í hönd. Sjávarútvegsmál hafa orðið að kosningamáli sem kemur á óvart. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 705 orð | 1 mynd

Síðasti séns?

ÁRIÐ 1971 hafði Viðreisnarstjórnin setið í 12 ár. Hvorugur þáverandi stjórnarflokka hafði á stefnuskrá sinni að beita sér fyrir frekari útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 567 orð | 1 mynd

Sjálfboðastarf

NEFND menntamálaráðherra um félags- og tómstundastarf skilaði nýlega skýrslu um störf sín. Þar koma fram tillögur um hvernig megi efla þátttöku barna og ungmenna í slíku starfi. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 212 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisflokkurinn - rökréttur kostur jafnaðarmanna

EVRÓPUFRÆÐI kallast nám það sem ég hef lagt stund á í Lundi í Svíþjóð. Þar hef ég sérstaklega skoðað fjármálamarkaði. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 373 orð | 1 mynd

Sjálfsvirðing forsætisráðherra

FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson telur að hann sé hundeltur af pólitískum andstæðingum sínum með ómálefnalegum málflutningi. Þessi þrautarganga ráðherrans á rætur að rekja til hans eigin umræðna um menn og málefni í samfélaginu. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 803 orð | 1 mynd

Skagamenn, okkar er valið!

Á LAUGARDAGINN veður kosið til alþingis. Í mínum huga er valið einfalt. Valið stendur milli núverandi ríkisstjórnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórnar vinstriflokkanna. En um hvað snýst þetta val? Ég vil skoða þetta út frá okkar... Meira
10. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 567 orð

Skattar á Íslendinga

ÞEIR sem fjalla um skatta hér á landi gera það oftar en ekki litaðir af flokkslínum.Þetta á reyndar við um svo margt í okkar samfélagi. Skattbreytingar sl. áratug: 1. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 346 orð | 1 mynd

Slysagildran á Kringlumýrarbraut

ÁRIÐ 1995 voru mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar tekin út úr aðalskipulagi Reykjavíkur. Borgarfulltrúar R-listans sögðu að þetta væri gert til að minnka umferð í Reykjavík. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 72 orð

Stöðugleiki

VERKSTJÓRI efnahagsmála okkar, Davíð Oddsson, boðar stöðugleika í fjármálum. Þess njóta helst þeir sem eiga undir högg að sækja, aldrað fólk og öryrkjar. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 569 orð | 1 mynd

Stöndum vörð um stöðugleikann

SNARPRI kosningabaráttu er að ljúka. Komið er að því að fólk gangi að kjörborðinu og velji fulltrúa sína á Alþingi Íslendinga næsta kjörtímabilið. Kosningabaráttan hefur náð hámarki og framboðin vinna að því að kynna stefnu sína og frambjóðendur. 10. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 259 orð | 1 mynd

Sægreifar sigli sinn sjó

ATVINNUVEGIR Íslendinga hafa áður gengið um svipugöng nýrra hátta og breyttra siða. Við inngöngu þjóðarinnar í EFTA varð umrót í iðnaði og sumar greinar hans blómstruðu en aðrar brotnuðu. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Tálsýnir?

16. JANÚAR síðastliðinn sagði Elísabet Jökulsdóttir í Morgunblaðinu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði framið "svik á svik ofan" og bætti svo við: "Hjarta mitt blæðir af sorg og reiði. Meira
10. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 520 orð | 1 mynd

Tollur af barnafatnaði

MIKIL umræða hefur verið í kosningabaráttunni um nauðsyn þess að hækka barnabætur og draga úr tekjutenginu þeirra. Það er ljóst að foreldrar með ung börn þurfa að standa straum af miklum útgjöldum. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 86 orð | 1 mynd

Tryggjum Halldóri og Jónínu öruggt þingsæti

SAMKVÆMT skoðanakönnunum er enn ekki öruggt að Halldór Ásgrímsson og Jónína Bjartmarz hljóti örugga kosningu sem kjördæmakjörnir þingmenn Reykvíkinga. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 137 orð

Tækifærið er núna!

MÁLSTAÐUR er ekkert án leiðtoga. Því ástandi má líkja við velbúið skip, albúið til sjósóknar, en skipstjórinn við stjórnvöllin er hvergi. Hversu mörg skip sækja sjóinn eingöngu með liðsheild en stjórnandann í brúna vantar? Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd

Um ákjósanlega og ókjósanlega stjórnmálamenn

AF prívatástæðum hef ég fylgzt með stjórnmálaferli núverandi forsætisráðherra í meira en tvo áratugi. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 631 orð | 1 mynd

Um orðheldni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur

Í MÍNU ungdæmi þekktu allir hugtakið orðheldni og enginn sem ég veit um var í nokkrum vafa um hvað það þýddi. Menn vissu gjörla að það sem felst í orðinu eru grundvallareiginleikar í samskiptum siðaðra manna. Þetta þurfti ekki neinar frekari skýringar. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 244 orð | 1 mynd

Um verðleika kennarastarfsins og aukna áherslu á verkmenntun

UPPELDI, menntun og gott skólakerfi þarf á góðum kennurum að halda. Kennarastarfið er eitt mikilvægasta starf þjóðfélagsins en því miður hafa kennarar ekki notið þess sannmælis sem þeim ber. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 461 orð | 1 mynd

Velferð í stað amerískrar ölmusu

STEFÁN Ólafsson prófessor hefur bent á að íslenskt velferðarkerfi hefur tekið miklum breytingum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þær breytingar sem gerðar hafa verið minna frekar á bandarískt ölmusukerfi en norrænt velferðarkerfi. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 248 orð | 1 mynd

VG fyrir velferð

Í DAG höfum við möguleika á því að fella sitjandi ríkisstjórn sem er orðin þreytt og hugmyndalaus og þá eigum við kost á því að mynda hér velferðarstjórn. Þetta verður aðeins gert með því að Vinstrihreyfingin - grænt framboð fái góða kosningu. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 152 orð | 1 mynd

Við þurfum á Halldóri að halda

ÞAÐ má ekki verða niðurstaða alþingiskosninganna að Halldór Ásgrímsson og Jónína Bjartmarz nái ekki öruggri kosningu sem þingmenn Reykvíkinga á Alþingi. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 280 orð | 1 mynd

Vitum hvað við höfum

KOSNINGAR til Alþingis eru í dag. Mikill undirbúningur er viðhafður hjá stjórnmálaflokkunum og gert út á ágæti flokkanna hvað varðar stefnu eða persónur. Meira
10. maí 2003 | Aðsent efni | 508 orð | 1 mynd

Það skiptir máli!

Framsóknarflokkurinn kom inn í ríkisstjórn árið 1995. Þá var í landinu mikið atvinnuleysi. Þá var í landinu mikið ósætti vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum. Meira
10. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir héldu tombólu og...

Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 1.300 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir eru Alex Gíslason og Bjarni Þór Sívertsen. Á myndina vantar Þorra... Meira

Minningargreinar

10. maí 2003 | Minningargreinar | 276 orð | 1 mynd

ANNA EINARSDÓTTIR

Anna Einarsdóttir fæddist á Sellátranesi í Rauðasandshreppi 2. september 1927. Hún lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 25. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 2. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2003 | Minningargreinar | 1118 orð | 1 mynd

ANNA TÓMASDÓTTIR

Anna Tómasdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 28. apríl 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánudaginn 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Tómas Sveinsson frá Selkoti undir Eyjafjöllum, f. 14. ágúst 1903, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2003 | Minningargreinar | 371 orð | 1 mynd

BJÖRN JÓHANNSSON

Björn Jóhannsson fæddist í Hafnarfirði hinn 20. apríl 1935. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði að morgni miðvikudagsins 23. apríl síðastliðins og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 2. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2003 | Minningargreinar | 474 orð | 1 mynd

ELÍN JÓNSDÓTTIR

Elín Jónsdóttir fæddist á Bala í Gnúpverjahreppi 12. september 1909. Hún lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 25. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju 5. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2003 | Minningargreinar | 587 orð | 1 mynd

HAFSTEINN TÓMASSON

Hafsteinn Tómasson fæddist í Hafsteini á Stokkseyri 1. nóvember 1960. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 3. maí síðastliðinn. Foreldrar Hafsteins eru Bjarnfríður Símonardóttir húsmóðir, f. 26. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2003 | Minningargreinar | 177 orð | 1 mynd

KJARTAN FRIÐBJARNARSON

Kjartan Friðbjarnarson fæddist í Siglufirði 23. nóvember 1919. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 29. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 8. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2003 | Minningargreinar | 318 orð | 1 mynd

ÓLAFUR BJARNASON

Ólafur Bjarnason fæddist á Patreksfirði 29. september 1963. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 3. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Patreksfjarðarkirkju 9. maí. Meira  Kaupa minningabók
10. maí 2003 | Minningargreinar | 613 orð | 1 mynd

PÁLÍNA PÁLSDÓTTIR

Pálína Pálsdóttir fæddist á Seljalandi í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu 1. nóvember 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Málfríður Þórarinsdóttir, f. 1877, d. 1946, og Páll Bjarnason, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 188 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 20 20 20...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 20 20 20 17 340 Flök/Steinbítur 180 175 177 942 166,420 Gullkarfi 76 20 52 10,976 569,833 Hlýri 132 50 101 1,143 115,182 Keila 50 20 31 1,931 60,106 Langa 119 10 90 6,989 626,483 Langlúra 30 30 30 104 3,120 Sandkoli 30 30 30... Meira
10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 174 orð

Ekkert hvalkjöt til Japans

NORÐMENN hafa enn ekkert hvalkjöt selt til Japans, hrefnuveiðar hafa þeir stundað í tvö og hálft ár. Stjórnvöld í Noregi segja ástæðuna þá að Japanir setji stöðugt ný og ný skilyrði um gæði og merkingar á hvalkjötinu. Meira
10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 426 orð

Farþegum Icelandair fækkar um 11%

FARÞEGAR Icelandair, dótturfélags Flugleiða, voru 18,1% færri í mars en í sama mánuði 2002. Fyrstu þrjá mánuði ársins fækkaði farþegum Icelandair um tæp 11%. Meira
10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 353 orð | 1 mynd

Fá minna fyrir meira af fiski

NORÐMENN fluttu út sjávarafurðir fyrir ríflega 68 milljarða íslenzkra króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er um 10 milljörðum króna minna en á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli tímabilanna er því 13%. Meira
10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 116 orð

Fjölgun farþega hjá Iceland Express

FERÐAMÖNNUM, sem fóru um Leifsstöð í aprílmánuði, fjölgaði um 35% frá því í apríl í fyrra og segir í tilkynningu frá Iceland Express að greinilegt sé að áhrif félagsins í ferðaþjónustu sé nú farin að koma fram. Iceland Express flutti um 12. Meira
10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 876 orð | 2 myndir

Framlegð lækkaði á Íslandi vegna aukinnar samkeppni

FRAMLEGÐ Baugs Íslands af vörusölu lækkaði um 0,3% á milli ára og er lækkunin m.a. rakin til aukinnar samkeppni við Baugsverslanir á innlendum markaði. Meira
10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 170 orð | 1 mynd

Góður grálúðutúr hjá Örvari HU

ÖRVAR HU kom með um 323 tonn af mjög góðri grálúðu til hafnar á Skagaströnd í gær, föstudag, eftir veiðar á Hampiðjutorginu út af Víkurálnum. Aflaverðmæti er áætlað um 74 milljónir króna. Meira
10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 409 orð

Hagnaður Kaupþings 813 milljónir á fyrsta ársfjórðungi

HAGNAÐUR Kaupþings banka eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 813 milljónum króna en var 321 milljón á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta var 1.103 milljónir en 399 milljónir árið áður. Meira
10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Verðlaun til höfuðs veiðiþjófum

SAMTÖK gegn veiðiþjófnaði á tannfiski, COLTO, heita nú ríflegum verðlaunum hverjum þeim er getur veitt upplýsingar er leiða til þess að takist að koma lögum yfir veiðiþjófa. Verðlaunin nema 100.000 dollurum eða 7,3 milljónum króna. Meira
10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 305 orð

VÍS með 656 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR Vátryggingafélags Íslands, VÍS, nam 656 milljónum króna eftir skatta fyrstu 3 mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 257 milljónum króna. Hagnaður VÍS fyrir tekju- og eignarskatt nam 799 milljónum króna. Meira
10. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 450 orð | 1 mynd

WTO segir stáltolla Bandaríkjamanna ólöglega

KÆRUNEFND heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, hefur fellt endanlegan úrskurð um verndartolla sem bandarísk yfirvöld lögðu á ýmsar innfluttar vörur úr stáli í mars á síðasta ári, en tollunum var ætlað að vernda bandaríska stálframleiðslu fyrir innfluttu... Meira

Daglegt líf

10. maí 2003 | Neytendur | 284 orð | 1 mynd

Gæludýr fá að safna vildarpunktum

GÆLUDÝR með vegabréf munu geta safnað vildarpunktum innan tíðar, að því er fram kemur á vefsíðu BBC. Greint er frá því að Virgin Atlantic-flugfélagið hafi ákveðið að leyfa gæludýr í vélum á lengri áætlunarleiðum félagsins. Meira
10. maí 2003 | Neytendur | 186 orð | 2 myndir

Lífrænar súpur, sósur og kraftur

NÝKOMIÐ er í Heilsuhúsið úrval af lífrænum súpum, sósum, grænmetiskrafti, kjúklingakrafti og nautakrafti, sem og gerlaus súpukraftur frá þýska fyrirtækinu Natur-Compagnie. Í tilkynningu frá Heilsu ehf. Meira
10. maí 2003 | Neytendur | 153 orð | 1 mynd

Óska athugunar á miklum hækkunum

NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent Samkeppnisstofnun bréf þar sem óskað er eftir athugun á "miklum hækkunum á bílaviðgerðum, bifreiðaskoðun og þjónustu smurstöðva". Bréfið er stílað á Georg Ólafsson, forstjóra Samkeppnisstofnunar. Meira
10. maí 2003 | Neytendur | 152 orð | 1 mynd

Spænsk hráskinka á markaði

KARL K. Karlsson hefur fengið leyfi til innflutnings á spænskri hráskinku, Pata Negra-skinku, sem nú er í fyrsta sinn fáanleg á Íslandi. Meira
10. maí 2003 | Neytendur | 354 orð | 1 mynd

Verið flytur eftir fjóra áratugi við Njálsgötu

SÆNGURFATAVERSLUNIN Verið er flutt í Glæsibæ í Álfheimum eftir fjögurra áratuga veru við Njálsgötuna. Fyrirtækið hefur framleitt sængurföt frá upphafi og alla tíð verið í eigu kvenna. Núverandi eigendur eru mæðgurnar Erna Kristinsdóttir og Elín Kolbeins. Meira
10. maí 2003 | Neytendur | 253 orð | 1 mynd

Vistvernd í verki - ráð vikunnar

ALLT líf er háð vatni. Vatn er mikilvægasta auðlindin og ekkert fær þrifist án þess. Hér á Íslandi erum við svo lánsöm að vatnsskortur er enginn og drykkjarvatn á flestum stöðum mjög hreint. Meira

Fastir þættir

10. maí 2003 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 10. maí, er fimmtugur Jóhannes Þór Guðbjartsson, húsasmíðameistari, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar . Jóhannes Þór og Hafdís Harðardóttir taka á móti ættingjum og vinum í Brúarási 5 milli 18 og... Meira
10. maí 2003 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Mánudaginn 12. maí verður áttræð Guðmunda E. Bergsveinsdóttir, Rauðalæk 3. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili dótturdóttur sinnar í Árlandi 6 á sunnudaginn kl.... Meira
10. maí 2003 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 11. maí verður áttræð Lilja Sólveig Kristjánsdóttir frá Brautarhóli í Svarfaðardal. Þann dag gefur Skálholtsútgáfan út Liljuljóð og sönghópurinn Schola Cantorum syngur sálma eftir Lilju í Hallgrímskirkju kl. 16. Meira
10. maí 2003 | Fastir þættir | 333 orð | 1 mynd

Alþjóðlegur dagur hreyfingar 10. maí

ÞAÐ vill svo heppilega til að alþingiskosningarnar í ár ber upp á 10. maí, sama dag og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur valið sem alþjóðlegan dag hreyfingar. Kjörorð dagsins er: "Hreyfðu þig - heilsunnar vegna. Meira
10. maí 2003 | Fastir þættir | 222 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

ÞAÐ er á skjön við eðlilega bridshugsun að spila frá kóng beint upp í ginið á ÁDG. En stundum er það hið eina rétta: Austur gefur; enginn á hættu. Meira
10. maí 2003 | Fastir þættir | 548 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Þríþraut hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Ísak Örn Sigurðsson og Ómar Olgeirsson hafa forystu eftir 2 keppnir af 3 í nýrri keppni, Þríþraut BR. Fyrsta kvöldið var spilaður Monrad Butler með þátttöku 21 pars. Meira
10. maí 2003 | Viðhorf | 766 orð

Dýrmætur kosningaréttur

Árið 1908 er merkilegt ár í sögu þjóðarinnar. Það ár fóru fyrstu leynilegu kosningarnar fram á Íslandi. Þetta voru spennandi kosningar sem skiptu miklu fyrir framtíð þjóðarinnar. Meira
10. maí 2003 | Í dag | 79 orð | 1 mynd

Ferming í Súðavíkurkirkju sunnudaginn 11.

Ferming í Súðavíkurkirkju sunnudaginn 11. maí kl. 14. Prestur sr. Valdimar Hreiðarsson. Fermd verður: Rut Ásgeirsdóttir, Arnarflöt 9. Ferming Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 11. maí kl. 11:00. Prestur: sr. Elínborg Gísladóttir. Meira
10. maí 2003 | Fastir þættir | 650 orð | 1 mynd

Geðklofi

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
10. maí 2003 | Dagbók | 487 orð

(Hebr. 12, 2.)

Í dag er laugardagur 10. maí, 130. dagur ársins 2003, Eldaskildagur. Orð dagsins: Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Vegna gleði þeirrar, er beið hans, leið hann þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis og hefur nú sest til hægri handar hásæti Guðs. Meira
10. maí 2003 | Fastir þættir | 178 orð | 1 mynd

Hætta á ótímabæru heyrnarleysi

MEIRIHLUTI ungs fólks sem sækir hávaðasama skemmtistaði eða tónleika að staðaldri á við einhvers konar heyrnarleysisvandamál að glíma, að því er segir í frétt á netútgáfu BBC . Meira
10. maí 2003 | Fastir þættir | 641 orð | 3 myndir

Í sumarbyrjun

ÁGÆTI lesandi. Gleðilegt sumar og bestu þakkir fyrir samskiptin á liðnum árum og nýir lesendur eru einkar velkomnir í hópinn. Meira
10. maí 2003 | Í dag | 2180 orð | 1 mynd

(Jóh. 16.)

Guðspjall dagsins: Ég mun sjá yður aftur. Meira
10. maí 2003 | Fastir þættir | 201 orð

Kvef vinnur á heilaæxli

AFBRIGÐI af algengum kvefvírus, adeino-veiran, getur hugsanlega unnið á banvænu krabbameini í heila, að því er segir í nýrri grein í tímaritinu Journal of the National Cancer Institute . Tilraunir voru gerðar á músum með illvígt afbrigði af heilaæxli. Meira
10. maí 2003 | Í dag | 1685 orð | 1 mynd

Messuferð í Krýsuvíkurkirkju

SKÖMMU fyrir andlát sitt gaf Sveinn Björnsson listmálari Krýsuvíkurkirkju altaristöflu, sem hann hafði sérstaklega málað handa kirkjunni. Altaristaflan var hengd upp yfir altari kirkjunnar á útfarardegi Sveins. Meira
10. maí 2003 | Fastir þættir | 161 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. cxd5 exd5 5. Rc3 Rc6 6. Bf4 Rf6 7. e3 Be7 8. Be2 0-0 9. 0-0 Re4 10. dxc5 Rxc3 11. bxc3 Bxc5 12. Da4 Be6 13. Hab1 Dd7 14. Hfd1 Hfd8 15. Bb5 Dc8 16. Rd4 Rxd4 17. cxd4 a6 18. Bd3 Bd6 19. Hdc1 Db8 20. Bxd6 Hxd6 21. Dc2 g6 22. Meira
10. maí 2003 | Dagbók | 38 orð

SUMARVÍSUR

Sumarið þegar setur blítt sólar undir faldi, eftir á með sitt eðlið strítt andar veturinn kaldi. Felur húm hið fagra ljós, frostið hitann erfir, væn að dufti verður rós, vindur logni hverfir. Meira
10. maí 2003 | Fastir þættir | 427 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJA hefur borist eftirfarandi bréf frá Gunnari Kristjánssyni, kartöflubónda úr Elliðaárdal: "Hvað er skemmtilegra en að hafa dálítinn léttleika og húmor í lífinu? Allavega að hafa það sem pínulítið krydd í tilveruna. Meira

Íþróttir

10. maí 2003 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Aldrei hægt að bóka sigur gegn ÍR

HAUKAR og ÍR mætast á morgun í þriðja úrslitaleik sínum um Íslandsmeistaratitil karla í handknattleik. Eftir öruggan sigur Hauka í fyrsta leiknum hleyptu ÍR-ingar spennu í einvígið með góðum sigri á sínum heimavelli í fyrrakvöld og staðan er jöfn, 1:1. Heimir Ríkharðsson, þjálfari Fram, á von á því að Haukar verði sterkari á heimavelli á morgun og nái forystunni á nýjan leik. Meira
10. maí 2003 | Íþróttir | 76 orð

Breiðablik sendir lið

BREIÐABLIK sendir lið í 1. deildarkeppni karla í handknattleik næsta vetur en það var ákveðið á fundi hjá félaginu í gærkvöld. Meira
10. maí 2003 | Íþróttir | 148 orð

Félagaskipti Helga Vals eru í biðstöðu

HUGSANLEG vistaskipti varnarmannsins Helga Vals Daníelssonar eru í biðstöðu að sögn Ámunda Halldórssonar, formanns knattspyrnudeildar Fylkis. Meira
10. maí 2003 | Íþróttir | 131 orð

Guðmundur velur Smáþjóðaleikaliðið

GUÐMUNDUR Karlsson, landsliðsþjálfari frjálsíþrótta, tilkynnir væntanlega á morgun um val á landsliðinu sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum á Möltu um næstu mánaðamót. Búist er við að um 20 frjálsíþróttamenn taki þátt í leikunum. Meira
10. maí 2003 | Íþróttir | 389 orð | 1 mynd

* HELGA Magnúsdóttir verður eftirlitsmaður Handknattleikssambands...

* HELGA Magnúsdóttir verður eftirlitsmaður Handknattleikssambands Evrópu á fyrri leik Svíþjóðar og Austurríkis í undankeppni Evrópumóts kvenna, en leikurinn fer fram í Stokkhólmi 25. maí. Meira
10. maí 2003 | Íþróttir | 118 orð

"Mér og Eiði að kenna"

JIMMY Floyd Hasselbaink, sóknarmaður Chelsea, segir að það sé sér og Eiði Smára Guðjohnsen að kenna að Chelsea skuli ekki vera búið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Chelsea og Liverpool heyja hreinan úrslitaleik um 4. Meira
10. maí 2003 | Íþróttir | 652 orð | 1 mynd

"Umræðan snerist of mikið um mig og mína persónu"

ATLI Eðvaldsson hætti í gær störfum sem landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu eftir að hafa stýrt landsliðinu frá árslokum 1999. Meira
10. maí 2003 | Íþróttir | 127 orð

Randers hefur áhuga á Pétri

DANSKA knattspyrnufélagið Randers, sem leikur í 1. deild, hefur sýnt áhuga á að fá Pétur Kristjánsson úr Þór á Akureyri í sínar raðir. Pétur hefur undanfarnar vikur spilað með Vorup í dönsku 3. Meira
10. maí 2003 | Íþróttir | 118 orð

UM HELGINA

HANDKNATTLEIKUR Sunnudagur: Úrslit karla, þriðji leikur: Ásvellir: Haukar - ÍR 16.15 *Staðan er 1:1. *Fjórði leikur verður í Austurbergi á þriðjudaginn kl. 20. KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildabikarkeppni kvenna, úrslit: Kópavogur: Breiðablik - Valur 16. Meira
10. maí 2003 | Íþróttir | 95 orð

ÚRSLIT

KNATTSPYRNA Deildabikar kvenna Neðri deild: Þróttur/Haukar - Fjölnir 3:1 Staðan: Þróttur/Haukar 431014:610 FH 430122:99 HK/Víkingur 42118:87 RKV 42027:106 Fjölnir 41039:153 Tindastóll 40047:190 Deildabikar karla Efri deild, úrslitaleikur: ÍA - Keflavík... Meira
10. maí 2003 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Þórður varði þrjár vítaspyrnur Keflvíkinga

ÞÓRÐUR Þórðarson, markvörður, fagnaði endurkomu sinni í heimabæinn, Akranes, með því að færa Skagamönnum deildabikarinn í gærkvöld. Meira

Lesbók

10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 220 orð | 1 mynd

Allt önnur aðstaða

RUT Ingólfsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari halda tónleika í Scandinavia House í New York á þriðjudag. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 597 orð

BECKHAM Í BÚÐARFERÐ

Í FRÉTTUM er þetta helst... fótboltahetjan David Beckham vermdi varamannabekkinn í úrslitaleik Manchester United og Real Madrid. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 34 orð | 1 mynd

Biurf í Næsta galleríi

BIRGIR Rafn Friðriksson-Biurf opnar einkasýningu í Næsta galleríi, Næsta bar, Ingólfsstræti 1a, kl. 16 í dag. Sýningin heitir Portret x og stendur til 7. júní. Sýningin er opin á sama tíma og Næsti... Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1862 orð | 2 myndir

BRÉF TIL ÓFÆDDS BARNS

ÉG ferðaðist um Norðvestur-Atlantshafssvæðið í ágúst og september 2002 ásamt góðum vini mínum, Knud Josefsen eða Aqqaluk, sem er ljósmyndari. Markmiðið var að kynna íbúa Færeyja, Íslands og Grænlands betur innbyrðis. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1068 orð | 1 mynd

ER ATÓMSTÖÐIN SINFÓNÍA?

Í þessari grein er því varpað fram hvort Atómstöðin eftir Halldór Laxness sé í byggingu eins og sinfónía. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 100 orð | 1 mynd

Garðar sýnir í Lóuhreiðri

NÚ stendur yfir sýning á 8 olíumálverkum Garðars Bjarnars í Lóuhreiðri. Verkin eru unnin á síðustu tveim árum og þemað er konan í náttúru Íslands. Garðar Bjarnar fæddist í Reykjavík 1954 og er búsettur þar. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 329 orð | 1 mynd

GÆÐALEYSISSTIMPLAR

Í GREIN Jóns Yngva Jóhannssonar bókmenntafræðings í nýjasta tölublaði TMM um síðasta jólabókaflóð nefnir hann bók Elísabetar og heldur því fram að með útgáfu hennar sé Forlagið að bregðast við þeirri kröfu markaðarins að bækur verði að vera fréttnæmar... Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2718 orð | 2 myndir

GÖMUL BÓMULLARHÚFA EÐA SKÍTUG NÁTTHÚFA

"Það hlýtur að teljast varasöm þróun ef sala og áhugi á þýðingum dragast svo saman að bækur eftir klassíkera á borð við Tsjekhov og Proust ná varla þrjú hundruð eintökum," segir í þessari grein þar sem fjallað er um hlutverk, vanda og mikilvægi þýðinga á Íslandi. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2356 orð | 1 mynd

HVAÐ EF HITLER HEFÐI UNNIÐ?

Ef Al Gore hefði orðið forseti Bandarí.kjanna, hefði þá verið gerð innrás í Írak? Hvernig hefði farið ef Bretar hefðu samið frið við Hitler? Og hvernig hefði sagan orðið ef Jesús hefði notið verndar Rómarveldis? Við slíkar spurningar fæst sýndarsagnfræðin sem fjallað er um hér. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 741 orð | 2 myndir

HVAÐ ER VIÐMIÐ?

Á meðal spurninga sem hefur verið svarað á Vísindavefnum að undanförnu má nefna: Hvað er útópía, hvað veldur vindgangi, hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar og af hverju fær maður blöðrubólgu? Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 556 orð

Í leit að samhljómi tilverunnar

eftir Vilhelm Moberg. Magnús Ásmundsson íslenskaði. Fjölvi 2002 - 299 bls. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1255 orð | 4 myndir

Landslagsmálverk í tjástíl

Opið alla daga nema mánudaga frá 15-18. Sýningu lýkur 18. maí. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 570 orð | 9 myndir

Laugardagur Gerðuberg kl.

Laugardagur Gerðuberg kl. 14 Íslenska bútasaumsfélagið stendur fyrir sýningu á nýjum teppum sem eru unnin með búta- eða ásaumstækni. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 358 orð | 2 myndir

List fyrstu borganna

SÝNING Metropolitan Museum of Art á list og fornmunum frá Miðausturlöndum og Mesópótamíu þykir sérlega vel tímasett í ljósi gripdeildanna á söfnum Bagdadborgar í Íraksstríðinu. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1927 orð | 1 mynd

MENNINGARHÚS Á SAUÐÁRKRÓKI

Fyrsta opinbera sýning nýstofnaðs Leikminjasafns Íslands var opnuð á Sauðárkróki á dögunum. Hér er fjallað um leikminjar og leiksögu í Skagafirði. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 191 orð | 1 mynd

MENNING HREFNING HYNDING

Það er eitthvað milli hunda og hrafna úr hyldýpi alda sem tókst ekki að jafna ágreiningur, öndvert geð og ef til vill sitthvað fleira með. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 221 orð

Myndlist Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Pia Rakel...

Myndlist Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Pia Rakel Sverrisdóttir. Til 11.5. Gallerí Kambur: Anne Bennike, William Anthony. Gallerí Skuggi: Guðrún H. Ragnarsdóttir, Pétur Magnússon til 18.5. Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir - 75 ára - Yfirlitssýning. Til 17.6. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 495 orð

NEÐANMÁLS

I Halldór Laxness þýddi eftirfarandi rit: Fjallkirkjuna (1941-43), Vikivaka og Frá Blindhúsum eftir Gunnar Gunnarsson, Vopnin kvödd (1941) og Veislu í farángrinum eftir Hemingway, og síðast en ekki síst Birtíng eftir Voltaire (1942). Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 951 orð | 1 mynd

NÆTURLJÓÐ LJÓSHEIMSINS

Bandaríski myndlistarmaðurinn Richard Vaux opnar sýningu á verkum unnum með kolefnisdufti í Hafnarborg, menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, í dag. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við hann um heim ljóssins sem hann skapar úr þessu myrka efni. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1084 orð

SNORRI OG MACHIAVELLI

UM miðja fyrstu öld fyrir Krists burð leið rómverska lýðveldið undir lok og keisaradæmi tók við. Í sagnfræðiritum eftir rómverska höfunda á borð við Sallústíus (d. 35 f.Kr.), Livíus (d. 17 e.Kr.) og Lucanus (d. 65 e.Kr. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 663 orð | 3 myndir

SNÚIÐ UPPÁ RAUNVERULEIKANN

Mér er sama þótt menn segi þetta fávitaleg verk, segir bandaríski myndlistarmaðurinn William Anthony og brosir; bætir síðan við að verkin séu umfram allt satírísk. Sýning á teikningum hans og verkum dönsku listakonunnar Anne Bennike verður opnuð í Galleríi Kambi, heimagalleríi Gunnars Arnar myndlistarmanns, í Holtum í dag. EINAR FALUR INGÓLFSSON hitti Anthony að máli. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2234 orð | 1 mynd

Spámaður snýr sér að samtíðinni

"Vísindaskáldskapur fjallar aldrei um framtíðina," sagði William Gibson er nýjasta skáldsagan hans, Pattern Recognition, kom út en Gibson er nú einn af fremstu höfundum vísindaskáldsögunnar. Í þessari grein er fjallað um nýju bókina þar sem Gibson skrifar um samtíðina. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1163 orð | 2 myndir

STACCATO

Hvaða mynd hafa Færeyingar og Grænlendingar af Íslandi og íslenskri þjóð? Og hvaða hugmyndir gerum við okkur um þessar þjóðir? Þetta er viðfangsefni sýningarinnar Inn og út um gluggann sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri í dag. Á þessari opnu birtast textar og ljósmyndir af sýningunni eftir færeyska og grænlenska listamenn um Ísland og Íslendinga. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 204 orð | 1 mynd

Sýna í Hafnarborg

AÐALHEIÐUR Ólöf Skarphéðinsdóttir opnar sýningu á akrýlverkum og grafík í Sverrissal Hafnarborgar, menningarstofnunar Hafnarfjarðar, í dag kl. 15. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 68 orð

TÝNDUR Í TVÍFUNDNALANDI

í hægra auganu speglast ólæsilegt rúnaletur en brotinn himinn í því vinstra hann sást síðast í sófanum heima hjá sér með ljóðabók í kjöltunni opna á bls 34 - 35 og inn í aðra vídd klæddur í flauelsbuxur og straujaða skyrtu með rauðbirkið hár og kringlótt... Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 406 orð | 2 myndir

Unglingsár í Íran

MYNDSKREYTT skáldsaga hinnar írönsku Marjene Satrapi nýtur mikilla vinsælda í Frakklandi um þessar mundir. Bókin nefnist Pseudopolis eða Sýndarborgin eins og útleggja mætti heiti hennar á íslensku og byggir höfundurinn hana á eigin unglingsárum í Íran. Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 23 orð

VAK

Þræddu stíginn milli trjánna í skóginum. Heyrðu þögnina minnast við nóttina. Heyrðu þögnina, heyrðu nóttina. Vaktu, vaktu því sá hér sefur má ei rísa af þögn og nótt í sól og... Meira
10. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 638 orð

Þættir úr merkri sögu

- Erindi á vegum áhugahóps um samvinnusögu og Sögufélags. 123 bls. Sögufélag, Reykjavík 2003. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.