Greinar sunnudaginn 11. maí 2003

Forsíða

11. maí 2003 | Forsíða | 172 orð | 6 myndir

Góð kjörsókn um allt land

FRAMKVÆMD alþingiskosninganna fór almennt vel af stað og á hádegi í gær var kjörsókn víðast hvar mun betri en fyrir fjórum árum. Talið er að gott veður hafi haft þar áhrif sem og óvenju spennandi kosningar ef mið er tekið af niðurstöðum skoðanakannana. Meira
11. maí 2003 | Forsíða | 134 orð

Gætið ykkar!

STÓRFYRIRTÆKIÐ Statoil í Noregi ætlar að verja um 1,6 milljörðum íslenskra króna í að kenna um 10.000 starfsmönnum sínum að fara varlega, m.a. að halda sér í stigahandrið, að sögn Aftenposten . Statoil rekur fjölda olíu- og gasborpalla. Herferðinni er m. Meira
11. maí 2003 | Forsíða | 174 orð

Sýrland vill friðarviðræður

SÝRLENDINGAR eru reiðubúnir að hefja friðarviðræður við stjórn Ariels Sharons í Ísrael, að sögn stjórnarmálgagnsins Tishrin í Damaskus í gær. "Sýrlendingar krefjast friðar og þeir sem vilja frið þurfa aðeins að berja að dyrum," sagði blaðið. Meira
11. maí 2003 | Forsíða | 113 orð

WHO skortir upplýsingar

ÓFULLNÆGJANDI upplýsingar um þróun og útbreiðslu bráðalungnabólgunnar, HABL, í Peking gera baráttuna gegn sjúkdómnum þar mjög erfiða, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Meira

Fréttir

11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Áform um 90 MW jarðvarmavirkjun í áföngum

LANDSVIRKJUN hefur lagt fram skýrslu til Skipulagsstofnunar sem inniheldur tillögu að matsáætlun fyrir Bjarnarflagsvirkjun í Mývatnssveit í S-Þingeyjarsýslu og Bjarnarflagslínu 1, 132 kV háspennulínu milli Bjarnarflagsstöðvar og Kröfluvirkjunar. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 42 orð

Banaslys á Hellissandi

RÚMLEGA tvítugur maður lést þegar hann féll fram af klettum á Hellissandi skömmu eftir miðnætti á föstudag. Talið er að ungi maðurinn hafi hrapað um 11 metra og látist samstundis. Gerðar voru ráðstafanir til að senda þyrlu vestur, en til þess kom... Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Brandönd í Rifi

ÞESSI brandönd sást sveima yfir Rifi á Snæfellsnesi en um þessar mundir stendur varp hennar yfir. Brandendur teljast til flækingsfugla á Íslandi en hafa á síðustu árum verpt hér á landi. Kjörlendi brandanda eru leirur við strendur landsins. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Breytt tilhögun framkvæmda við Bökugarð

Á DÖGUNUM samþykkti Hafnarnefnd Húsavíkur breytta tilhögun framkvæmda við nýjan viðlegukant við Bökugarð. Samkvæmt fyrri áætlunum var gert ráð fyrir 150 metra löngum viðlegukanti með allt að 10 metra dýpi og verklokum árið 2004. Meira
11. maí 2003 | Erlendar fréttir | 1115 orð | 1 mynd

Bush reynir að forðast pólitísk örlög föður síns

Þrátt fyrir að hafa öðlast miklar vinsældir fyrir Persaflóastríðið náði George H.W. Bush - faðir George W. Bush, núverandi Bandaríkjaforseti - ekki endurkjöri 1992, vegna þess að kjósendur treystu honum ekki til að tryggja efnahagsbata. Bush yngri stendur nú frammi fyrir nákvæmlega sömu prófraun. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Dagblöð í skólum

UM þessar mundir taka fjölmargir 7. bekkir þátt í verkefni sem nefnist Dagblöð í skólum. Krakkarnir vinna með dagblöð í skólanum samkvæmt leiðbeiningum kennara og fara svo í kjölfarið í heimsókn á alvörudagblað til að skoða starfsemina betur. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Dagblöð í skólum

ÞAÐ voru hressir krakkar úr 7.H í Digranesskóla sem litu inn á Morgunblaðið í þeim tilgangi að kynna sér ferlið við vinnslu á dagblöðum. Þegar höfðu þau unnið með dagblöð í tímum og því upplagt að fá kynnisferð um alvörudagblað. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Dagblöð í skólum

NÝLEGA tóku krakkarnir í 7. bekk H.K. í Engidalsskóla þátt í verkefninu Dagblöð í skólum. Að lokinni vinnuviku með dagblöð í skólanum komu þau í heimsókn á Morgunblaðið til að kynna sér nánar hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar dagblað verður til. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Dagblöð í skólum

KRAKKARNIR í 7.ÞB í Langholtsskóla tóku þátt í verkefninu Dagblöð í skólum. Að lokinni verkefnaviku með dagblöð í kennslutímum komu þau í skoðunarferð á Morgunblaðið ásamt kennara til að fá innsýn í hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá Morgunblaðinu. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Dagblöð í skólum

NÝLEGA tóku krakkarnir í 7. bekk A.Ö. í Ölduselsskóla þátt í verkefninu Dagblöð í skólum. Að lokinni vinnuviku með dagblöð í skólanum komu þau í heimsókn á Morgunblaðið til að kynna sér nánar hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar dagblað verður til. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Dagblöð í skólum

NÝLEGA tóku krakkarnir í bekk 72 í Hólabrekkuskóla þátt í verkefninu Dagblöð í skólum. Að lokinni vinnuviku með dagblöð í skólanum komu þau í heimsókn á Morgunblaðið til að kynna sér nánar hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þegar dagblað verður til. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Dagblöð í skólum

ÞAÐ voru hressir krakkar úr 3., 4., 5., 6. og 7. bekk Þykkvabæjarskóla sem litu við á Morgunblaðinu fyrir stuttu í þeim tilgangi að kynna sér ferlið við vinnslu á dagblöðum. Meira
11. maí 2003 | Erlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Einbeiting í Seoul

UM 200 börn, klædd kóreskum þjóðbúningum frá tímum Yi-konungsættarinnar, nota pensla til að teikna skrifttákn í keppni í skrautritun sem fram fór í Seoul í gær. Táknin fremst á myndinni merkja "Fagurt... Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Endurgerðar í upphaflegri mynd

VÖRÐUVINAFÉLAG Íslands sem stofnað var í nóvember sl. hefur hug á að lagfæra allar þær 425 vörður sem standa á Sprengisandsleið, hinni fornu, á Gnúpverjaafrétti. "Það eru 60 komnir í þetta félag. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 238 orð

Erfitt fyrir námsfólk að fá sumarvinnu

EINS og staðan er núna er ekki útlit fyrir að hægt verði að útvega nær 1. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Fékk hvatningarverðlaun Þróunarstofu

GÍSLI Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði, hlýtur hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands árið 2003. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Fimm stungnir með hnífi

FIMM manns voru stungnir með hnífi í íbúð í blokk í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan átta á laugardagsmorguninn. Þeir sem fyrir árásinni urðu voru allir fluttir á sjúkrahús og voru mismikið særðir að sögn lögreglu, enginn þó lífshættulega. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Fjölþætt félagsstarf eldri borgara

ÞAÐ ER líflegt og fjölþætt starf eldri borgara í Árnessýslu. Hópur þeirra kom saman á Flúðum 2. maí á einskonar árshátíð. Sjö félög eldri borgara eru starfandi í Árnessýslu og eru um 900 félagsmenn skráðir. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Fjörugt handknattleiksmót á Húsavík

Á DÖGUNUM fór fram Húsavíkurmótið í handknattleik þar sem kepptu drengir og stúlkur í 5. flokki og að sögn Jóhanns Kristins Gunnarssonar í mótsstjórn tókst mótið vel í flesta staði. Þetta mun vera í 13. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Fólki kennt að lifa með verkjum

FAGFÓLKI í hjúkrun var nýlega boðið að Heilsustofnun til að taka þátt í málþingi um langvarandi verki. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Framleiða leikföng úr íslenskum veruleika

HANDVERKSTÆÐIÐ Ásgarður sem er verndaður vinnustaður fyrir þroskahefta flutti í nýtt húsnæði í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ á föstudag. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 119 orð

Fyrirlestur um sögu rússneskra kvenna í...

Fyrirlestur um sögu rússneskra kvenna í fortíð og nútíð. Þriðjudaginn 13. maí kl. 11:00-12:00 flytur dr. Irina Akimushkina, gestaprófessor við George Washington University, fyrirlestur í stofu 101 í Odda um sögu rússneskra kvenna í fortíð og nútíð. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 29 orð

Föðurnafn misritaðist Elsa E.

Föðurnafn misritaðist Elsa E. Guðjónsson tekur þátt í kirkjulistaviku á Akureyri, eins og greint var frá á Akureyrarsíðu í gær, en föðurnafn hennar misritaðist og er beðist velvirðingar á... Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Gera stafræna kortagrunna

Landmælingar Íslands og Landgræðsla ríkisins hafa gert með sér samning um að hvor stofnunin fái aðgang að gögnum og þjónustu hinnar til að byggja upp stafræna kortagrunna og gera þemakort um náttúru Íslands. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Gestirnir borðuðu volgt spikið með bestu lyst

BÁTURINN Konráð EA 90 var á grásleppuveiðum suðaustur af Grímsey í veðurblíðu þegar skipverjarnir, þeir Alfreð Garðarsson, Bjarni Gylfason og Svafar Gylfason, héldu að þeir væru búnir að festa í botni. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð

Handverk og kaffisala

TÓMSTUNDASTARF aldraðra verður með handverkssýningu og kaffisölu í þjónustumiðstöð aldraðra við Víðilund á Akureyri í dag, sunnudaginn 11. maí, frá kl. 14 til 18. Einnig verður opið á mánudag, 12. maí, frá kl. 10 til 15 og á þriðjudag, 13. maí, frá kl. Meira
11. maí 2003 | Erlendar fréttir | 120 orð

Hvatt til uppreisnar

DAGBLAÐIÐ Al-Qods Al-Arabi við Persaflóa birti í gær sex síðna faxbréf sem því barst á miðvikudag og sagt var vera frá Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra í Írak. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 214 orð

Íslendingar áhugasamir

ÍSLENSK fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að koma að ákveðnum verkþáttum í uppbyggingarstarfinu í Írak sem undirverktakar. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Kapphlaup um bestu stæðin

GRÁSLEPPUVERTÍÐ við innanverðan Breiðafjörð hófst í gær, laugardaginn 10. maí. Fyrstu netin mátti leggja í sjó klukkan 10 um morguninn. Í Stykkishólmi er mikill áhugi fyrir grásleppuveiðum. Reiknað er með að um 15 bátar komi til með að stunda veiðarnar. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Kona festist undir bifreið

KONA varð fyrir bíl er hún var á gangi við Fjörukrána við Strandgötu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Lögreglunni barst tilkynning kl. 01:18 um að kona væri föst undir bíl. Bifreiðinni var lyft upp með handafli og konunni bjargað. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Krakkar úr Austurborg í heimsókn

ÞAÐ voru hressir krakkar úr leiksólanum Austurborg sem heimsóttu Morgunblaðið og kynntu sér starfsemina. Krakkarnir eru allir á 6. aldursári og eru að fara í skóla næsta... Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 262 orð

Leiðbeinendum í skólum fækkar

LEIÐBEINENDUM í skólum hefur farið fækkandi á undanförnum árum, þar sem sífellt fleiri verða sér úti um kennsluréttindi, samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins. Sú skýring er m.a. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 48 orð

Nýir skrifstofustjórar

JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað þau dr. Jón Sæmund Sigurjónsson hagfræðing og Vilborgu Þ. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 216 orð

Óeðlilegt að vatn beri "sykurskatt"

SÚ neyslustýring, sem birtist í skattastefnu stjórnvalda, er mjög óeðlileg þegar kemur að drykkjarvörumarkaðnum, að mati Jóns Diðriks Jónssonar, forstjóra Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, þar sem svokallaður "sykurskattur" er ekki aðeins... Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 325 orð

"Gerbreytir stöðunni"

ÁKVEÐIÐ hefur verið að Byrgið fái húseign Landspítalans á Vífilsstöðum undir starfsemi sína auk Efri-Brúar í Grímsnesi en félagið yfirgefur Rockville 1. júní. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 397 orð

"Þetta er mjög alvarlegt mál"

JENNA Huld Eysteinsdóttir, læknanemi og móðir 11 mánaða stúlku sem lá við köfnun í sandkassa leikskólans Sólgarðs við Eggertsgötu í liðinni viku, segir að málið sé mjög alvarlegt og augljóst sé að eitthvað hafi farið úrskeiðis í sambandi við eftirlit... Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Samið um fleiri verkefni við íslensk fyrirtæki

Verkefnisstjóri verktakafyrirtækisins Impregilo á Íslandi, Roberto Velo, segir að sá mikli áhugi sé ánægjulegur sem Íslendingar hafi sýnt á störfum við Kárahnjúkavirkjun. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Sigur Rós tilnefnd

HLJÓMSVEITIN Sigur Rós, Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson annars vegar og Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson hins vegar eru tilnefnd af hálfu Íslands til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 55 orð

Skiptu á fánum

EINHVERJIR gerðu sér að leik aðfaranótt laugardags að færa framboðsfána á milli kosningaskrifstofa á Akranesi. Þannig hékk m.a. fáni Sjálfstæðisflokksins á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og Samfylkingarfáninn hjá Framsókn á laugardagsmorguninn. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 260 orð | 2 myndir

Stórt skref í þjónustu við aldraða

STÓRT skref var stigið fram á við í þjónustu við aldraða á Þórshöfn þegar undirritaður var samningur um viðbyggingu við hjúkrunar- og dvalarheimilið Naust. Meira
11. maí 2003 | Erlendar fréttir | 203 orð

SÞ samþykki hernám Íraks

FULLTRÚAR Bandaríkjanna og bandamanna þeirra fóru á föstudag formlega fram á það við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að það legði blessun sína yfir hernám Íraks, næmi viðskiptabann úr gildi og heimilaði að tekjur af olíulindum landsins - sem eru þær... Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Tillögur um boranir og vindmyllur í Grímsey

ÞEGAR flugvél iðnaðarráðherra og nefndarmanna úr nefnd sem skipuð var 2001 til að kanna og meta með hvaða hætti unnt væri að koma á sjálfbæru orkusamfélagi í Grímsey lenti, braust fram orkugjafinn mikli - sólin og baðaði menn og eyju geislum sínum. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 117 orð

Umslög með atkvæði rifin upp

UMSLÖG utan um utankjörfundaratkvæði, sem hafði verið sent frá Tékklandi með hraðflutningafyrirtækinu DHL og barst yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður í gærmorgun, höfðu verið rifin upp, bæði hið innra og ytra, og ytra umslagið verið límt aftur með... Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Ungir sem aldnir á kjörstað

FJÖLMARGIR landsmenn tóku daginn snemma og mættu á kjörstað fyrir hádegi í gær. Algengt var að börn kæmu með foreldrum sínum eins og þessi ungi drengur sem mætti á hjólinu sínu í Hagaskóla. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Vignir G. Jónsson hf. var valið fyrirtæki ársins

ATVINNUMÁLANEFND Akraneskaupstaðar tilkynnti nýlegaúrslit í vali á fyrirtæki ársins og sprotafyrirtæki ársins á Akranesi. Var það fyrirtækið Vignir G. Jónsson hf. sem hlaut nafnbótina fyrirtæki ársins að þessu sinni. Meira
11. maí 2003 | Innlendar fréttir | 808 orð | 1 mynd

Það þurfti viðhorfsbreytingu

Bergþóra Valsdóttir er fædd í Reykjavík. Stúdent frá MS 1978. Nam landafræði, þjóðhagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann í Ósló 1982-87. Hefur unnið m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

11. maí 2003 | Leiðarar | 321 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

16. maí 1993 : "Í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að þorskafli í aprílmánuði hefði verið hinn minnsti í 25 ár eða frá því í apríl 1967. Skiljanlegt er, að óhug setji að fólki við slík tíðindi. Meira
11. maí 2003 | Staksteinar | 293 orð

- Hvað kostaði kosningabaráttan?

Í Morgunpósti VG á Netinu er spurt hver sé kostnaður flokkanna við nýafstaðna kosningabaráttu. Þar er gerð að umfjöllunarefni könnun, sem VG gerði og sýndi að Framsóknarflokkurinn hefði eytt mestu fé í auglýsingar, en VG einna minnstu. Meira
11. maí 2003 | Leiðarar | 2221 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Á FYRSTU árum hins unga íslenzka lýðveldis kom fram á sjónarsviðið vösk sveit ungra afreksmanna í frjálsum íþróttum sem varpa ljóma á þessi ár. Þetta var gullöld íslenzkra frjálsíþróttamanna. Meira
11. maí 2003 | Leiðarar | 536 orð

Vettvangur fólksins

Kosningabarátta fyrir bæði þingkosningar og sveitarstjórnakosningar fer nú orðið að verulegu leyti fram í fjölmiðlum. Athyglisvert er að sjá hver þróunin hefur orðið í þeim efnum. Meira

Menning

11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 1173 orð | 2 myndir

Allt er leyfilegt í ástum og stríði

Er í alvörunni svona mikill munur milli kynjanna? Grínast er með hann í nýrri gamanmynd leikstjórans Donalds Petries. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við þennan kóng rómantísku gamanmyndanna, sem hann fullyrðir að séu fyrir bæði kynin. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 52 orð

Barnabækur

Út eru komnar hjá Máli og menningu bækurnar Úti að leika og Í sveitinni - galdramyndabækur fyrir yngstu börnin . Þetta eru litríkar harðspjaldabækur og hverja opnu prýðir nýstárleg víxlmynd sem breytist þegar bókinni er snúið. Meira
11. maí 2003 | Bókmenntir | 827 orð

Bernskuárin blíð

bernskusaga eftir Guðrúnu Friðgeirsdóttur. 153 bls. Útg. höfundur. Prentun: Gutenberg. 2002. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 145 orð

Bræður munu berjast - saman

ÞAÐ er vert að vekja á því athygli að Stöð 2 er að endursýna Bræðrabönd Steven Spielbergs og Tom Hanks - dýrustu sjónvarpsþáttaröð sem framleidd hefur verið. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 954 orð | 3 myndir

Claudio Monteverdi í Tónlistarskóla Kópavogs

Í LOK síðasta mánaðar fluttu ungir tónlistarnemar í Kópavogi óperuna Orfeo eftir Claudio Monteverdi á sviði í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í tilefni af 40 ára afmæli Tónlistarskóla Kópavogs. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Fjallshlíðar í Skaftfelli

GUÐRÚN Kristjánsdóttir hefur opnað myndlistarsýningu í Skaftfelli, menningarmiðstöð Seyðisfjarðar. Guðrún Kristjánsdóttir vinnur með málverk, video og þrívíddarverk. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 195 orð | 1 mynd

Fortíðin bankar upp á

Noregur 2002. Myndform. VHS (100 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Aðalleikendur: Maria Bonnevie, Kim Bodnia, Mikael Persbrandt. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 598 orð | 2 myndir

Gegnumstreymi ljóss til Rússlands

VIGNIR Jóhannsson myndlistarmaður er staddur í borginni Petrozavodsk í Rússlandi þar sem hann setur upp samsýningu norrænna listamanna: "Endurvörp í nýju norrænu ljósi." Sýningin er sett upp í tilefni af 300 ára afmælis St. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 191 orð | 1 mynd

Glæpur eða grín?

Bandaríkin 2002. Skífan. VHS (99 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Martin Burke. Aðalleikendur: Sylvester Stallone, Madeleine Stowe, Anthony Quinn, Raoul Bova. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 46 orð | 1 mynd

Hugleiðingar

Frá kaktusnum til stjarnanna " Du Cactus aux Etoiles" nefnist fimmta bók Benedikts S. Lafleur. Af tilefninu hélt Benedikt málverkasýningu sem hann nefndi Les Véritables Racines du Cactus eða Raunverulegar rætur kaktussins. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 265 orð | 1 mynd

Hver fer í Meistaradeildina?

LEIKURINN, sem Sýn sýnir beint frá úr enska boltanum í dag, er mikilvægari en í fyrstu virðist. Má vera að þetta sé bara lokaleikurinn í deildinni milli tveggja liða sem enga möguleika eiga á að vinna deildarmeistaratitilinn. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 53 orð | 1 mynd

Hörpuleikur í Listasafni Einars

LISTASAFN Einars Jónssonar efnir til tónleika í safninu í dag, sunnudag, kl. 16 til að minnast afmælis Einars Jónssonar myndhöggvara sem fæddur var 11. maí árið 1874. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 88 orð

Ljóð á áttræðisafmæli

LILJA Sólveig Kristjánsdóttir, frá Brautarhóli í Svarfaðardal, verður áttræð í dag, sunnudag. Af því tilefni gefur Skálholtsútgáfan út Liljuljóð, sem er úrval ljóða, sálma og sálmaþýðinga hennar. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 105 orð | 2 myndir

Lokaball fyrir fatlaða í Árseli

ÞAÐ ríkti mikil gleði á lokaballi vetrarins fyrir fatlaða í félagsmiðstöðinni Árseli sem haldið var um síðustu helgi. Hljómsveitin Spútnik með Kristjáni Gíslasyni í fararbroddi lék fyrir dansi og fékk góðar undirtektir viðstaddra sem stigu trylltan dans. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 565 orð | 1 mynd

Markmiðin ekki flókin

Hvað er það sem hinn "venjulegi" Íslendingur vill heyra þegar hann ætlar að gera sér glaðan dag? Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Friðjón Jóhannsson um varðveislu íslenskrar alþýðutónlistar og hina dægilegu dansmúsík. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Óperutónlist í Hafnarfirði

ÓPERUKÓR Hafnarfjarðar, áður Söngsveit Hafnarfjarðar, verður með sína árlegu tónleika í Hafnarborg Hafnarfirði á miðvikudag og föstudag og hefjast tónleikarnir kl. 20.00 bæði kvöldin. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 233 orð | 1 mynd

Óperuveisla á Flúðum

ÞAÐ var sannkölluð söngveisla og fullt hús í Félagsheimilinu á Flúðum þegar Vörðukórinn hélt tónleika á dögunum. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 1044 orð | 1 mynd

"Vil skapa upphafna list"

BANDARÍSKI listamaðurinn Frank Stella sem eitt sinn lét þau orð falla að enginn listamaður þyrfti að verða eldri en fertugur opnaði á fimmtudag sýningu á verkum sínum í Paul Kasmin-galleríinu í New York. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 349 orð | 1 mynd

Seiðmögnuð súkkulaðigerð

HAFLIÐI Ragnarsson, bakari og kökugerðarmeistari úr Mosfellsbakaríi, náði þeim frábæra árangri að hafna í öðru sæti keppninnar International Belgian Chocolate Award sem haldin var dagana 27.-28. apríl í Brussel. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 96 orð | 2 myndir

Sjóstangaveiðimót og dansleikur

SJÓSTANGAFÉLAG Reykjavíkur stóð fyrir opnu stangveiðimóti í Grundarfirði á dögunum. Mótið er með þeim stærstu sem haldin hafa verið í Grundarfirði en þar mættust um 80 keppendur úr 5 stangveiðifélögum víðsvegar að af landinu. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 620 orð | 3 myndir

Sungið, öskrað og emjað

Mikið er látið með rokksveitirnar The Kills og Yeah Yeah Yeahs, en báðar státa sveitirnar af söngkonum. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd

Svik og prettir

ÞAÐ er margsannað mál að margur verður af aurum api. Einnig vitum við að til er fólk sem leggst mjög lágt til að komast yfir peninga. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 174 orð

Sýning á norskum myndabókum

SÝNINGIN sem nú stendur yfir í anddyri Norræna hússins er hluti af farandsýningunni "Det er ikke størrelsen...", sem kynnir úrval af norskum myndabókum sem gefnar voru út á árunum 1995 til 2000. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 1086 orð | 1 mynd

Ted hinn ógurlegi

ELAINE Feinstein hefur skrifað bók um Ted Hughes (Ted Hughes. The Life of a Poet. Phoenix 2001. Kilja 2002 $ 8.99). Ted Hughes (1930-1998) er ekki síst þekktur fyrir að hafa verið eiginmaður Sylviu Plath sem framdi sjálfsmorð 1963 þrítug að aldri. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 372 orð | 2 myndir

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Epic hefur sagt upp samningi...

ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Epic hefur sagt upp samningi sínum við Kelly Osbourne og hætt við útgáfu annarrar hljómplötu hennar en fyrsta plata hennar "Shut-Up" seldist einungis í 150.000 eintökum. Meira
11. maí 2003 | Fólk í fréttum | 558 orð | 1 mynd

Verði ljós

Fyrsta breiðskífa New York sveitarinnar Interpol þótti eitt það allra besta í nýbylgjunni á síðasta ári. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Carlos Dengler, bassa- og hljómborðsleikara sveitarinnar, um sigra síðasta árs og þessa. Meira
11. maí 2003 | Menningarlíf | 359 orð | 2 myndir

Þjóðleg áhersla í Tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs

ÍSLENDINGAR hafa tilnefnt annars vegar Sigur Rós, Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson og hins vegar þá Sigurð Flosason og Pétur Grétarsson til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Meira

Umræðan

11. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 573 orð

Breiðafjarðarferjan óumdeild lífæð ferðaþjónustu á Vestfjörðum

FRAMTÍÐ og þróun ferjusiglinga á Breiðafirði, öruggasta trygging heilsárssamgangna Vestfirðinga, heim og heiman. Aukning og uppbygging ferðaþjónustu á Vestfjörðum byggist á að auðvelda fólki ákvarðanatöku um Vestfirði sem valkost. Meira
11. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 827 orð

Djúpmenn, hvaða menn eru það?

DJÚPMENN, hvað menn eru það? Það eru menn sem fæðst hafa eða búið vestur í Ísafjarðardjúpi, og næsta sunnudag ætla brottfluttir djúpmenn og ættingjar þeirra að hittast og drekka saman kaffi en það er árviss venja þeirra. Meira
11. maí 2003 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Hin ósýnilega hönd Adams Smiths

"Mönnum sem flagga hagfræðikenningum og hugsjónum ber skylda til að vinna í samræmi við þær." Meira
11. maí 2003 | Aðsent efni | 1098 orð | 1 mynd

Hugleiðingar vegna svars borgarstjóra til formanns FÍL

"Ég hvet borgarstjóra til að hraða samningaviðræðum við LR svo að þessari óvissu verði eytt." Meira
11. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 67 orð | 3 myndir

Hver þekkir fólkið?

BJÖRG hafði samband við Velvakanda og hefur hún áhuga á að finna út hverjir eru á þessum myndum. Myndin af börnunum gæti verið úr Dalasýslu eða af fólki af Ormsætt. Meira
11. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 465 orð

Land hinna frjálsu

ÉG hafði lengi velt því fyrir mér hvernig stendur á því að daunillar, fitusprengdar og hættulega ávanabindandi kartöflur geta verið nefndar eftir höfuðsetri menningar og rómantíkur, Frakklandi? Meira
11. maí 2003 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

Menningarminjar á haugunum

"Við skorum á Akureyrarbæ, Sorpsamlag Eyjafjarðar, þingmenn svæðisins og aðra sem málið varðar að sýna meiri framsýni og metnað við lausn sorpmála á Eyjafjarðarsvæðinu." Meira
11. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 324 orð

Morgunútvarpið - Val?

Morgunútvarpið - Val? ÉG er ein af þeim sem kjósa frekar að hlusta á tónlist á morgnana en spjallþátt og vil því taka undir með þeim, sem taka þáttinn hans Vilhelms G. Kristinssonar fram yfir Morgunvaktina. Meira
11. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 263 orð

Ragnheiður og Árni í Laugarneskirkju

NÚ ER vorið komið, blómin elskuleg að stinga upp kollinum og daglega berast boð á tónleika, með söngvurum, hljóðfæraleikurum, karlakórum, kvennakórum og barnakórum. Erfitt að velja úr og ekki hægt að hlusta á þá alla. Meira
11. maí 2003 | Aðsent efni | 557 orð | 1 mynd

Réttur sjávarjarða

"Það er sem sé búið að hirða nærri allan rétt til sjávarins af þeim er á sjávarjörðum búa..." Meira
11. maí 2003 | Aðsent efni | 739 orð | 3 myndir

Samvinna fagstétta, lægri samfélagslegur kostnaður, betri þjónusta

"Tilboð um þjónustu iðjuþjálfa utan sjúkrastofnana þekkist varla og er það grófleg mismunun að okkar mati." Meira
11. maí 2003 | Aðsent efni | 504 orð | 1 mynd

Sendibílstjórar - vökulög og fleira

"Mér finnst réttlát krafa að endurskoða þessi lög með tilliti til sendibílstjóra og það fyrr en seinna." Meira
11. maí 2003 | Aðsent efni | 1524 orð | 1 mynd

Sjálfstæðisstefna í heilbrigðismálum

"Meirihluti heilbrigðisþjónustunnar, sá langdýrasti, þ.e. sjúkrahúsin en einnig heilsugæslan, hefur verið í ánauð ríkisrekinnar miðstýringar í áratugi." Meira
11. maí 2003 | Aðsent efni | 683 orð | 1 mynd

Um samkeppnishæfni þjóða og Ísland

"Samkeppnisforskot Íslands mun því verða til í atvinnugreinaklösum í þekkingariðnaði." Meira

Minningargreinar

11. maí 2003 | Minningargreinar | 78 orð

Anna Sæmundsdóttir

Kæra Anna. Það var svo gaman þegar ég kom með mömmu í vinnuna og þú leyfðir mér alltaf að fara í sund. Ég man líka þegar við fórum niður í þvottahús að setja óhrein föt og taka hrein. Takk fyrir allt hárskrautið sem þú gafst mér. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 790 orð | 1 mynd

ANNA SÆMUNDSDÓTTIR

Anna Sæmundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1942. Hún lést á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut 29. apríl síðastliðinn. Foreldrar Önnu eru hjónin Guðlaug Karlsdóttir, f. 23.6. 1919, og Sæmundur Þórðarson kaupmaður, f. 19.10. 1903, d. 26.1. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 1704 orð | 1 mynd

GRÉTAR ÁRNASON

Grétar Árnason fæddist í Reykjavík 12. nóvember 1926. Hann lést á Landspítalanum á Landakoti 27. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 5. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 1274 orð | 1 mynd

HIMINBJÖRG G. WAAGE

Himinbjörg Guðmundsdóttir Waage, Björg, eða Imma, eins og hún var oftast kölluð, af skyldfólki og vinum, fæddist í Reykjavík 27. mars 1915. Hún lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 29. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 958 orð | 1 mynd

JAKOB J.K. SNÆLAUGSSON

Jakob Jón Kristján Snælaugsson fæddist á Árbakka á Árskógsströnd 3. júlí 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 27. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Innri-Njarðvíkurkirkju 2. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 353 orð | 1 mynd

KRISTÍN LILJA HANNIBALSDÓTTIR

Kristín Lilja Hannibalsdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 17. ágúst 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 24. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 7. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 866 orð | 1 mynd

MATTHILDUR GUÐBRANDSDÓTTIR

Matthildur Guðbrandsdóttir fæddist á Loftsölum í Mýrdal 7. júní 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi 30. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá kirkju Óháða safnaðarins 9. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 962 orð | 1 mynd

ÓLAFUR ÞÓRÐARSON

Ólafur Þórðarson fæddist í Laxárholti á Mýrum 16. mars 1915. Hann andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Ólafsdóttir og Þórður Ingigeir Benediktsson. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 313 orð | 1 mynd

PÉTUR Á. ÞORGEIRSSON

Pétur Ágúst Þorgeirsson múrarameistari fæddist á Akureyri 2. janúar 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 8. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 134 orð | 1 mynd

PÉTUR GUÐLAUGUR JÓNSSON

Pétur Guðlaugur Jónsson fæddist á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 9. október 1912. Hann lést á Dvalarheimilinu Eir 1. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 267 orð | 1 mynd

RANNVEIG HAFBERG

Rannveig G. Hafberg fæddist á Markeyri í Skötufirði við Ísafjarðardjúp 6. desember 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 12. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 23. apríl. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2003 | Minningargreinar | 2065 orð | 1 mynd

STELLA SIGURLEIFSDÓTTIR

Stella Sigurleifsdóttir fæddist á Bíldudal 12. janúar 1928. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 2. maí. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

11. maí 2003 | Ferðalög | 349 orð | 3 myndir

Áttundi bústaðurinn bætist við í sumar

Gljúfurbústaðir heitir ný frístundabyggð sem búið er að reisa að Gljúfri í Ölfusi. Jón Hólm Stefánsson og Rósa Finnsdóttir reistu fyrsta frístundahúsið haustið 2001 og síðan hafa húsin risið koll af kolli og í vor á að reisa áttunda húsið. Meira
11. maí 2003 | Ferðalög | 770 orð | 2 myndir

Berlín - borgin með hjörtun tvö

Berlín er margslungin og magnþrungin. Sagan er áþreifanleg á hverju götuhorni þessarar lifandi borgar, sem heillaði Hildi Loftsdóttur upp úr skónum. Meira
11. maí 2003 | Ferðalög | 332 orð | 1 mynd

Fugl og fiskur úr Breiðafirðinum

Tvö ár eru liðin síðan hjónin Steinunn Helgadóttir og Sæþór Þorbergsson festu kaup á Narfeyrarhúsi í Stykkishólmi sem nú er rekið sem alhliða veitinga- og kaffihús á besta stað í bænum, rétt fyrir ofan höfnina í hjarta bæjarins og beint á móti Fimm... Meira
11. maí 2003 | Ferðalög | 243 orð | 1 mynd

Ísland Á Land-Rover í Namibíu Undanfarin...

Ísland Á Land-Rover í Namibíu Undanfarin ár hefur Eskimos ævintýrasmiðja starfað fyrir Land-Rover og boðið upp á Land-Rover-ferðir um Ísland. Í ár býður Eskimos ævintýrasmiðja Íslendingum að fara í Land-Rover-ferðir í Afríku, nánar tiltekið í Namibíu. Meira
11. maí 2003 | Ferðalög | 135 orð | 1 mynd

Ísland Bændaferð til Slóveníu Á sl.

Ísland Bændaferð til Slóveníu Á sl. ári fóru 4 hópar á vegum Bændaferða til Slóveníu, eða samtals 208 þátttakendur. Það var farið víða um, m.a. til Króatíu, þar sem bændabýli var skoðað og borðaður ekta sveitamatur. Meira
11. maí 2003 | Ferðalög | 142 orð | 1 mynd

Leigubíllinn finnur þig í London

Í stórborg er stundum flókið að verða sér úti um leigubíl. Ef ferðamaðurinn þekkir ekki vel til og umferð er mikil getur biðin orðið löng. Í London er nýstárleg leið til að festa sér leigubíl að verða að veruleika. Meira
11. maí 2003 | Ferðalög | 146 orð | 1 mynd

Lónkot í ítölsku ferðaþjónustusamtökin

Nýlega fjölgaði meðlimum ítölsku ferðaþjónustusamtakanna, Bed & Breakfast Case Piemontesi um einn, er ferðaþjónustan í Lónkoti í Skagafirði var innlimuð í samtökin. Meira
11. maí 2003 | Ferðalög | 108 orð

Matarbakkinn með í flugvélina

Flugfélög, einkum þó lággjaldaflugfélög, hafa skorið niður þjónustu um borð á liðnum árum og sum eru alveg hætt að bjóða mat um borð í vélunum. Meira
11. maí 2003 | Ferðalög | 134 orð | 1 mynd

Sérhæfa sig í golfferðum

GB Ferðir er ferðaskifstofa sem stofnuð var í fyrra síðsumars og sérhæfir sig í golfferðum um allan heim. Að sögn Jóhanns Péturs Guðjónssonar framkvæmdastjóra GB Ferða býður fyrirtækið skipulagðar golfferðir m.a. Meira
11. maí 2003 | Ferðalög | 85 orð | 1 mynd

Stungumý plága í Mið-Evrópu

Ferðalangar til Mið-Evrópu eru varaðir við að stungumý (moskító) sé nú til meiri vandræða en oftast áður. Vegna flóða víða í álfunni er stungumý útbreiddara en í venjulegu árferði. Meira
11. maí 2003 | Ferðalög | 724 orð | 2 myndir

Verið að koma borginni Sofíu í nútímalegt horf

Búlgaría er afar fjölbreytilegt og fallegt land, segir Guðrún Helga Sederholm sem er búsett í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Meira

Fastir þættir

11. maí 2003 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 11. maí, er sextugur Sverrir Frank Kristinsson frá Mosfelli í Mosfellssveit, nú búsettur í Fýlshólum 5,... Meira
11. maí 2003 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 11. maí, er sextug Sigurlín Jóna Margrét Sigurðardóttir, Rjúpufelli 14, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hjörtur Ágúst... Meira
11. maí 2003 | Fastir þættir | 270 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Spilagjöfin er eins og erfðamengi mannsins - hin fasta stærð sem markar örlögin í aðalatriðum. Meira
11. maí 2003 | Fastir þættir | 375 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, mánud. 5. maí 2003. Spilað var á 8 borðum. Meðalskor 168 stig. Árangur N-S: Eysteinn Einarsson - Magnús Oddsson 200 Björn E. Meira
11. maí 2003 | Dagbók | 37 orð

EF ALLT ÞETTA FÓLK

Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist sem gerir sér mat úr að nugga sér utan í Krist, þá hlýtur sú spurning að vakna hvort mikils sé misst ef maður að síðustu lendir í annarri... Meira
11. maí 2003 | Í dag | 185 orð | 1 mynd

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13-15.30 opið hús fyrir fullorðna í safnaðarheimili kirkjunnar. Meira
11. maí 2003 | Fastir þættir | 810 orð | 1 mynd

Loforðin

Þá eru kosningar búnar og íslenskt þjóðlíf tekur senn að færast í eðlilegt horf á ný. Sigurður Ægisson er á mæðradeginum glaður í bragði yfir að þessi orrahríð er nú afstaðin og lítur á fyrirheitin sem gefin voru og munu að sjálfsögðu efnd. Meira
11. maí 2003 | Dagbók | 456 orð

(Rómv. 12, 17.)

Í dag er sunnudagur 11. maí, 131. dagur ársins 2003, Mæðradagurinn, Lokadagur. Orð dagsins: Berið sama hug til allra, hreykið yður ekki, en haldið yður að hinum lítilmótlegu. Ætlið yður ekki hyggna með sjálfum yður. Meira
11. maí 2003 | Fastir þættir | 122 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 c6 4. a4 e5 5. Rf3 Bg4 6. dxe5 Bxf3 7. Dxf3 dxe5 8. Bc4 Rbd7 9. g4 h6 10. h4 g6 11. Bd2 De7 12. 0-0-0 Bg7 13. Kb1 0-0 14. h5 g5 Staðan kom upp á skákviðburði sem haldinn var í litlu þorpi í Baskahéraði Spánar. Meira
11. maí 2003 | Fastir þættir | 397 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI kann mjög vel sig inni í mjólkurkælum íslenskra verslana. Það var þó ekki alltaf svo. Það var ekki fyrr en hann hafði búið í ár í Noregi að hann komst að því að úrval íslenskra mjólkurvara er hreint með ólíkindum. Meira
11. maí 2003 | Fastir þættir | 317 orð

Þegja í hel

Ég hef tvívegis með skömmu millibili séð á prenti skrifað að þaga e-ð í hel. Seinna dæmið var í Fréttablaðinu 25. apríl sl. Þar stóð þetta: "Gallinn við teboðin er að óþægilegu málin sem þau reyna að þaga í hel hverfa ekki. Meira

Sunnudagsblað

11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 555 orð

1 Hrossaþari er algengur neðst í...

1 Hrossaþari er algengur neðst í brimasömum fjörum. Ekki eru það samt aðalheimkynni hans. Innarlega í Breiðafirði vaxa hrossaþaraskógar, á 5 til 15 m dýpi, sem nýttir eru í þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 229 orð | 2 myndir

Chirac leitar sátta

Samband Frakka og Breta hefur verið nokkuð stormasamt upp á síðkastið vegna ólíkrar afstöðu ríkjanna til hernaðaraðgerða í Írak. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 900 orð | 4 myndir

Dansleikhús með gleði

Hugsanir viðutan sirkusstjóra og samspil dansara og sellós eru meðal viðfangsefna danshöfunda Dansleikhússins á sýningu sem frumflutt verður í Borgarleikhúsinu næstkomandi miðvikudag. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér nánar efni sýningarinnar og heyrði af máli Irmu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Dansleikhússins, að það sárvantar tækifæri fyrir frambærilega dansara hérlendis. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 36 orð | 1 mynd

Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati...

Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati á gæðum, upprunaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með... Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 247 orð

Ferðamenn í stað sjóræningja

Grand Bahama er ein af 30 eyjum í Bahama-eyjaklasanum sem eru í byggð. Alls eru eyjarnar undan ströndum Flórída í Bandaríkjunum um 700 talsins. Þær eru sjálfstætt ríki innan breska sambandsríkisins, en Elísabet Bretadrottning er þjóðhöfðingi eyjanna. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 164 orð | 1 mynd

Lítil uppskera á Nýja-Sjálandi

Hvítvínin frá Nýja-Sjálandi verða sífellt vinsælli hér á landi sem annars staðar, ekki síst vín unnin úr þrúgunni Sauvignon Blanc. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 2499 orð

Maltið verður ávallt hjarta fyrirtækisins

Níutíu ár eru liðin frá því að frumkvöðullinn Tómas Tómasson lagði grunn að fyrirtæki sínu Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni með bruggun á malti. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 1262 orð

Mikil aðsókn í réttindanám

BOÐIÐ er upp á nám til kennsluréttinda við fjóra háskóla hér á landi, Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Aðsókn að náminu er mikil. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 364 orð | 6 myndir

Mikil gróska hefur verið í færeysku...

Mikil gróska hefur verið í færeysku tónlistarlífi undanfarið og margir forvitnilegir listamenn þaðan vakið athygli utan landsteinanna, þ.á m. á Íslandi. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 836 orð | 11 myndir

Mót tveggja heima

Fjaran er aðdáunarverð og ætti að njóta óskoraðrar virðingar mannsins, í henni eru bæði líf og sögur, jafnvel Íslendingasögur. Gunnar Hersveinn safnaði fróðleik um íslenskar fjörur og Sigurgeir Jónasson myndaði það sem hann heillaðist af í fjörunni. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 2749 orð | 9 myndir

Munaðarlíf í Hampton Court

Hampton Court er ein af höllum bresku krúnunnar og líkt og fleiri aðsetur konunga einkennist hún af miklum íburði, en allt að 1.200 manns voru til að mynda í fæði í höllinni á dögum Hinriks VIII. Bergljót Leifsdóttir heimsótti Hampton Court. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 147 orð | 1 mynd

Nýtt austurrískt flokkunarkerfi

NÝJAR reglur um flokkun austurrískra vína eru farnar að taka á sig mynd. Til þessa hefur flokkun austurrískra vína byggst á 21 hvítvínsþrúgu, 12 rauðvínsþrúgum og aragrúa gæðaflokka og svæðisbundinna skilgreininga. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 2198 orð | 13 myndir

"Ef fiskurinn væri ferskari..."

Völundur Snær Völundarson ólst upp á bökkum Laxár í Aðaldal. Hann er lærður kokkur og hefur farið víða um heiminn. Ragnhildur Sverrisdóttir hafði uppi á honum á Bahama-eyjum, þar sem hann rekur eigin veitingastað og eldar wahoo og mahi-mahi. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 2686 orð | 1 mynd

Réttindalausir aðeins ráðnir til árs í senn

Nú er runninn upp tími árvissra auglýsinga skóla eftir kennurum. Ef ekki fást til starfa kennarar með réttindi er heimilt að ráða leiðbeinendur. Í grein Ragnhildar Sverrisdóttur kemur fram að leiðbeinendur búa ekki við starfsöryggi en fátt er þar til ráða annað en að þeir afli sér kennsluréttinda þar sem kennarastarfið er lögverndað. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 730 orð | 2 myndir

Sálnaflutningur

Margar sögur eru til tengdar Jóhannesi S. Kjarval listmálara, enda setti hann verulega mark sitt á íslenskt menningar- og listalíf á 20. öldinni. Jónína Vigdís Schram segir hér frá samskiptum sínum við listamanninn og aðdraganda þess að hún eignaðist málverkið "Sálnaflutning" eftir Kjarval. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 243 orð | 1 mynd

Sígilt frá Alsace

L eon Beyer er eitt elsta vínfyrirtæki héraðsins Alsace í Frakklandi og hefur Beyer-fjölskyldan átt vínekrur við bæinn Eguisheim allt frá árinu 1580. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 632 orð | 1 mynd

Sund í sólarlaginu

Í afgreiðslunni grípur stúlkan til Örþrifaráða, bókar úr Rauðu seríunni. Annars er allt með kyrrum kjörum. - Hvað varð um fiskabúrið, spyr blaðamaður mann sem er að hlaupa aftur út í stressið. - Komstu hingað síðast í gagnfræðaskóla? Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 2480 orð | 5 myndir

Tasmanía - Ísland suðurhvelsins

Eyjan Tasmanía á suðurhveli jarðar er full mótsagna líkt og Ísland. Þar eru vínekrur eins og í Mið- og Suður-Evrópu, regnskógar eins og í Ástralíu og Amason, hrikalegar klettastrendur sem fjöldi skipa hefur farist við, falleg fjöll með vötn og dali og ósnortin náttúra líkt og á Íslandi. Guðrún Arnalds sótti Tasmaníu heim og kynntist sögu og lífríki eyjarinnar. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 1119 orð | 1 mynd

Tónlistarbylting í Færeyjum

Í 1.000 manna bænum Götu, sem stendur á Eysturey í Færeyjum, hefur átt sér stað minniháttar tónlistarbylting að undanförnu. Arnar Eggert Thoroddsen tók púlsinn á þessari athafnasemi og ræddi við forsprakka tónlistarsamtakanna Grót. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 461 orð | 2 myndir

Vorflugurnar í laxinn

LAXVEIÐI hefst í Norðurá sunnudaginn 1. júní, sem sé eftir nokkra daga og telja kunnáttumenn í fræðunum að kuldakastið um mánaðamótin muni ekki koma í veg fyrir að laxinn gangi óvenjusnemma á þessum hlýja vetri og almennt góða vori. Meira
11. maí 2003 | Sunnudagsblað | 580 orð | 1 mynd

Vörður á heiði lífsins

Þegar þessi orð birtast á prenti eru kosningaúrslit og viðbrögð við þeim upp um alla dálka ef að líkum lætur og kjósendur ýmist að kætast yfir að hafa veðjað á réttan hest, eða að reyna að sætta sig við hið gagnstæða. Meira

Barnablað

11. maí 2003 | Barnablað | 503 orð | 5 myndir

Elsku mamma!

Í dag er mæðradagurinn og þá eiga allir að vera rosalega góðir við mömmu sína. Hvað ætlar þú að gera fyrir mömmu þína - sérstaklega í ljósi þess að þú ert svo heppin/n að eiga bestu mömmu í heimi? Meira
11. maí 2003 | Barnablað | 49 orð | 1 mynd

Frumskógarvinir

Á þessari flottu mynd sjáum við Sjantí og Móglí, þar sem Móglí hjálpar henni að bera vatn úr ánni. En eru þau orðin fullorðin? kannski það, Móglí er kominn með skegg! Meira
11. maí 2003 | Barnablað | 105 orð | 2 myndir

Góð og vond hljóð

Í Írak heyrast ekki falleg hljóðin, byssuskot og sprengjuhvellir heyrast allan daginn. Ég hugsa að núna, hrædd sé mest öll þjóðin, Bush þau hræðir, við það er hann laginn. Á Íslandi heyrast mörg mjög falleg hljóð fuglasöngur hljómar, í takt við krakkaóp. Meira
11. maí 2003 | Barnablað | 90 orð | 1 mynd

Í garði málarans

Í dag verður sýnd sænsk barnamynd fyrir 6 ára og eldri í Norræna húsinu kl. 14 og það er ókeypis aðgangur. Meira
11. maí 2003 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

Litið listavel

Alls konar mömmur má sjá alls staðar í veröldinni. Hér er ein sæhestamamma með ungann sinn í... Meira
11. maí 2003 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

Maríuhænumamma

Þessi litla maríuhænumamma er búin að týna ungunum sínum. Hverning væri að þú hjálpaðir þeim að ná... Meira
11. maí 2003 | Barnablað | 74 orð | 2 myndir

Mömmukrossgáta

Þessi krossgáta er öðruvísi en við höfum hingað til leyst. Nú færðu lista af orðum og þarft að finna út í hvaða reiti þau passa. Byrjaðu á gulu reitunum sex. Einungis eitt orð passar í þá. Í rauðu reitina passa tvö orð. Meira
11. maí 2003 | Barnablað | 93 orð | 2 myndir

Pennavinir

Hæ, ég heiti Margrét Eir. Ég er 9 ára gömul og er að leita að pennavinum á aldrinum 9-11 ára. Áhugamál mín eru að veiða, fara í sund, passa börn, gæludýr og að vera úti í náttúrunni. Frábært ef mynd getur fylgt fyrsta bréfi. Ég svara öllum bréfum strax. Meira
11. maí 2003 | Barnablað | 48 orð | 1 mynd

Rétta konfektið

Óli Jó ætlar að kaupa konfekt handa mömmu sinni á mæðradaginn hjá Halla á horninu. Og Óli veit sko alveg hvað mamma vill. Uppáhaldskonfektið hennar er í dós sem er með bleikum og svörtum hringjum, og hvítum þríhyrningum. Getur þú ratað á réttu dósina? Meira
11. maí 2003 | Barnablað | 31 orð | 1 mynd

Sokkatínsla

Hvað eru þessir sokkar að gera út um öll gólf? Vertu nú góð/ur við mömmu og vertu búin/n að tína upp alla sokkana áður en hún kemur inn í herbergið... Meira
11. maí 2003 | Barnablað | 116 orð | 1 mynd

Þekkist þið mamma vel?

Hér kemur prófið sem allir ættu að leggja fyrir sig og mömmu sína, til að komast að hversu vel þið í raun þekkist. Hér kemur spurningalisti sem þið svarið, bæði fyrir ykkur sjálf og svo því sem þið haldið að mamma muni svara. Meira

Ýmis aukablöð

11. maí 2003 | Kvikmyndablað | 713 orð | 1 mynd

Sumarliði er fullur

"Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt og augu þín verða himinblá, ójá," söng Bubbi Morthens og gerir eflaust enn. "Ahhh, sumarið! Þessi klístraði, sveitti tími árs þegar allar bíómyndir virðast snúast um sprengingar, ofurhetjur og/eða tölustafi í lok titilsins," söng amerískur kvikmyndagagnrýnandi og gerir eflaust enn. Ójá. Meira
11. maí 2003 | Kvikmyndablað | 2599 orð | 11 myndir

Sumarmyndir eru stærri en aðrar

Sumarmyndir eru ólíkar öðrum myndum. Sumarmyndir eru bjartari. Sumarmyndir eru dýrari. Sumarmyndir eru hraðari. Sumarmyndir eru sætari. Sumarmyndir eru styttri. Sumarmyndir eru stærri en aðrar. Skarphéðinn Guðmundsson hefur gaman af sumarmyndum rétt eins og öðrum myndum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.