Greinar laugardaginn 24. maí 2003

Forsíða

24. maí 2003 | Forsíða | 114 orð | 1 mynd

Beðið eftir lífeyri í Bagdad

HERNÁMSSTJÓRN Bandaríkjamanna í Bagdad, höfuðborg Íraks, er nú tekin að greiða út lífeyri til aldraðra íbúa og öryrkja í borginni. Upphæðin nemur 40 Bandaríkjadölum, andvirði 2.900 króna, á mánuði. Meira
24. maí 2003 | Forsíða | 84 orð

Bendlar Turkmenbashi við hryðjuverk

ATKVÆÐAMIKILL þingmaður í Rússlandi sakaði í gær stjórn Saparmurats Niyazovs, "eilífðarforseta" Túrkmenistans, um að styðja hryðjuverkamenn og eiturlyfjasmyglara. Meira
24. maí 2003 | Forsíða | 232 orð

Grunur um allt að 150 milljóna króna fjárdrátt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði þrjá menn í gæsluvarðhald í gær vegna lögreglurannsóknar á meintum auðgunarbrotum þeirra gegn Landssíma Íslands, sem grunur leikur á að gætu numið á bilinu 130-150 milljónum króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
24. maí 2003 | Forsíða | 195 orð | 1 mynd

Sharon styður Vegvísinn

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kvaðst í gær vera "tilbúinn að samþykkja" svokallaðan Vegvísi að friði í Mið-Austurlöndum. Meira
24. maí 2003 | Forsíða | 151 orð | 1 mynd

Uday sagður íhuga að gefa sig fram

UDAY Hussein, eldri sonur Saddams Husseins, var í gær sagður íhuga að gefa sig fram við hernámsliðið í Írak en vera hikandi vegna þess að hann væri ekki sáttur við svör bandarískra embættismanna í samningaviðræðum við fulltrúa hans. Meira

Baksíða

24. maí 2003 | Baksíða | 292 orð

Dæmdur í eins árs fangelsi og 48,5 milljóna króna sekt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi atvinnurekanda á sviði múrverks og flísalagna í eins árs fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna, og 48,5 milljóna króna sekt fyrir skattsvik og bókhaldsbrot á árunum 1999 og 2000. Meira
24. maí 2003 | Baksíða | 116 orð

Eftirvænting á Húsavík

SJALDAN hefur verið jafnmikil eftirvænting á Húsavík fyrir Evróvisjón og í ár. Ástæðan er einföld, Birgitta Haukdal, og munu bæjarbúar almennt vera bjartsýnir á gengi hennar í keppninni. Meira
24. maí 2003 | Baksíða | 248 orð

Gæti orðið nauðsynlegur fyrir útflutning til Bandaríkjanna

BANDARÍKJAMENN hafa hert eftirlit með innflutningi til landsins og hugsanlegt er að þeir muni innan tíðar gera kröfu um að varningur sé eingöngu fluttur þangað um hafnir sem standast ákveðnar öryggiskröfur. Meira
24. maí 2003 | Baksíða | 107 orð | 1 mynd

Hlýjan mun endast

HEIÐSKÍRT var yfir öllu landinu samtímis í gær eins og sést á þessari gervitunglamynd sem tekin var í gær en samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er það fremur sjaldgæft. Meira
24. maí 2003 | Baksíða | 33 orð | 1 mynd

Kjörin ungfrú Ísland

RAGNHILDUR Steinunn Jónsdóttir, 22 ára fegurðardrottning Suðurnesja, var kjörin ungfrú Ísland 2003 við hátíðlega athöfn á Hótel Íslandi í gærkvöldi. Í öðru sæti varð Tinna Alavis og Regína Diljá Jónsdóttir í því... Meira
24. maí 2003 | Baksíða | 89 orð | 1 mynd

Ný ríkisstjórn tekin við völdum

NÝ ríkisstjórn tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær, fjórða ríkisstjórnin undir forsæti Davíðs Oddssonar. Meira
24. maí 2003 | Baksíða | 61 orð

Yfirlit yfir Cremaster-hringinn

BANDARÍSKI listamaðurinn Matthew Barney opnar sýningu í Nýlistasafninu í dag en þar hefur hann sett upp nýtt verk sem er yfirlit yfir Cremaster-hringinn, frægasta verk hans, sem samanstendur af fimm íburðarmiklum kvikmyndum sem sýndar verða á sýningunni... Meira

Fréttir

24. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 443 orð | 1 mynd

Afhentu mótmæli 500 íbúa

ÍBÚAR í Rimahverfi í Grafarvogi afhentu fulltrúum skipulagsyfirvalda í Reykjavík í gær undirskriftir 500 manna sem mótmæla fyrirhuguðu deiliskipulagi nyrsta hluta Landsímalóðarinnar sem svo er kölluð. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 202 orð

Atlanta höfðar mál gegn Nigeria Airways

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur höfðað mál gegn ríkisflugfélaginu Nigeria Airways við dómstól í Lundúnum vegna skuldar þess við Atlanta. Atlanta flaug leiguflug fyrir Nigeria Airways frá því seint á árinu 2001 fram til janúar á þessu ári. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Austurbakki styrkir Mæðrastyrksnefnd

EIGENDUR Austurbakka færðu Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur mikið magn af Hipp-barnamauki í krukkum, Hipp-barnamjöli auk þess sem nefndinni var fært Estee-súkkulaði og kex fyrir sykursjúka. Meira
24. maí 2003 | Erlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Á batavegi í Bagdad

MENGAÐ drykkjarvatn hefur skapað mikinn heilbrigðisvanda í Írak. Alþjóða Rauði krossinn leggur nú ríka áherslu á að bæta ástandið og tryggja almenningi ómengað drykkjarvatn. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Brotlending á Evrópustefnu Framsóknarflokksins

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ýmislegt sé ágætt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en annað valdi vonbrigðum. Hún sé að mörgu leyti óljós og fátt sé tímasett. Meira
24. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 86 orð | 1 mynd

Burtfararprófstónleikar

ARI J. Sigurðsson tenór heldur burtfararprófstónleika í Laugarborg á morgun, sunndaginn 25. maí, kl. 16. Hann er fæddur á Sauðárkróki árið 1963 og tók virkan þátt í sönglífi í Skagafirði frá unga aldri. Meira
24. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 267 orð | 3 myndir

Byggir stærstu einkavirkjun landsins við Djúpadalsá

ÞAÐ er víðar en á hálendinu sem menn eru í virkjunarframkvæmdum. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 141 orð

BYKO opnar leigumarkað með tæki

ÁHALDALEIGA BYKO sem hét áður Hörkutól hefur fengið nýtt nafn og mun heita Leigumarkaður BYKO með höfuðstöðvar í Breiddinni í Kópavogi, þar sem áður var byggingavöruverslun BYKO, auk útstöðva í öllum verslunum BYKO um land allt. Meira
24. maí 2003 | Erlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Börnum bjargað eftir 34 tíma í rústum í Alsír

ÁTJÁN mánaða gömlu barni var bjargað úr húsarústum í borginni Boumerdes í Alsír í gær að því er fram kom í ríkisútvarpi landsins. Þá var tólf ára gamalli stúlku bjargað úr rústum íbúðarhúss í Bordj El Kiffan. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 161 orð

Davíð Á. Gunnarsson kosinn í stjórn

DAVÍÐ Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri var í dag formlega kosinn fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á 56. þingi samtakanna sem nú stendur yfir í Genf. Meira
24. maí 2003 | Suðurnes | 143 orð

Drasl úr einni fjöru í 30 ker

UNNIÐ er að miklu hreinsunarátaki í Grindavík þessa dagana. Bærinn aðstoðar fólk og fyrirtæki við að losa sig við ruslið. Hreinsunarátakið stendur fram á sunnudag. Meira
24. maí 2003 | Árborgarsvæðið | 237 orð | 2 myndir

Evrópumeistari í blómaskreytingum

NÝKRÝNDUR Evrópumeistari í blómaskreytingum, Gitte Hüttel Rasmussen er stödd hér á landi þessa vikuna, á vegum Garðyrkjuskólans, Reykjum í Ölfusi. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 1068 orð | 1 mynd

Ég vil praktískar lausnir, ekki töfralausnir

Árni Magnússon, sem í gær tók við emb- ætti félagsmálaráðherra, er fulltrúi nýrrar kynslóðar í Framsóknarflokknum. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við hann um þær breytingar sem eiga sér nú stað í flokknum. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 83 orð

Fangelsi fyrir innbrot og þjófnað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 17 ára gamlan pilt í 4 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, svo sem innbrot, þjófnað og hylmingu en brotin voru framin á tímabilinu frá desember 2001 til febrúar 2003. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Feministar mótmæla staðalmynd kvenna

KONUR í Feministafélagi Íslands tóku sér stöðu fyrir utan skemmtistaðinn Broadway í gærkvöld og dreifðu bæklingum meðal gesta á Fegurðarsamkeppni Íslands sem þar fór fram. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fílasýning í Norræna húsinu

STÓRA norræna fílasýningin verður opnuð Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 14. Á sýningunni má sjá verk eftir dönsku listamennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pernelle Maegaard og Victoria Winding hefur séð um gerð fræðslutexta. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 787 orð | 1 mynd

Fjórða ráðuneyti Davíðs Oddssonar tekur til starfa

FJÓRÐA ríkisstjórnin undir forsæti Davíðs Oddssonar tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum eftir hádegi í gær. Tveir nýir ráðherrar undirrituðu þá eiðstaf, þeir Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, og Árni Magnússon, Framsóknarflokki. Meira
24. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Fjórir deildarstjórar ráðnir

STJÓRNSÝSLUNEFND hefur samþykkt tillögur Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra varðandi ráðningu fjögurra deildarstjóra við nýtt stjórnsýslusvið Akureyrarbæjar. Þá var Dagný Magnea Harðardóttir ráðin skrifstofustjóri ráðhússins. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 132 orð

Fuglaskoðunarferð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður á morgun,...

Fuglaskoðunarferð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar verður á morgun, sunnudaginn 25. maí kl. 10. Lagt verður af stað frá Selinu í gróðrarstöð félagsins við Kaldárselsveg. Gengið verður um Höfðaskóg og nágrenni Hvaleyrarvatns. Meira
24. maí 2003 | Erlendar fréttir | 324 orð | 2 myndir

Fundu 2.000 gullstangir

BANDARÍSKIR hermenn hafa lagt hald á 2.000 gullstangir að andvirði allt að 500 milljóna dollara, um 36 milljarða ísl. króna, sem fundust í flutningabíl nálægt landamærunum að Sýrlandi, að sögn Bandaríkjahers í gær. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð

Gengi deCODE yfir 3 dali

GENGI hlutabréfa í deCODE genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um tæp 11% á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum í New York í gær og endaði það í 3,21 Bandaríkjadal á hlut. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Glímt við grjótið

KLIFRARAR eru þegar byrjaðir að æfa handtökin undir beru lofti eftir veturlangt inniklifur í þar til gerðum íþróttahúsum. Grjótglíma nefnist nýstárlegt afbrigði klettaklifurs og er hægt að iðka slíka glímu í Öskjuhlíð og víðar. Meira
24. maí 2003 | Erlendar fréttir | 189 orð

Gögn um Írak endurskoðuð

BANDARÍKJAMENN telja að gereyðingarvopn eða búnaður til að hanna slík vopn hafi verið á um 600 stöðum í Írak en hafa aðeins náð að rannsaka um 120 staði, að sögn Douglas Feith, aðstoðarráðherra varnarmála í Bandaríkjunum. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Hamingjuóskir með ráðherradóm

ÁRNI Magnússon tók við lyklavöldum í félagsmálaráðuneytinu í gær af Páli Péturssyni. Árni var kjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í nýliðnum alþingiskosningum. Páll Pétursson var ekki í framboði í nýliðnum þingkosningum og hverfur því af þingi. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð

Heilsulind opnuð á Nordica hotel

NÝ heilsulind, NordicaSpa, á Nordica hotel var formlega opnuð að viðstöddum fjölmörgum gestum hinn 15. maí sl. Lögð verður áhersla á að bjóða góða þjónustu á öllum sviðum heilsuræktar. Meira
24. maí 2003 | Erlendar fréttir | 361 orð

Herafli Íraks og öryggiskerfi leyst upp

HERNÁMSSTJÓRN bandamanna í Írak tilkynnti í gær að íraski herinn, öryggismálaráðuneytið og aðrar öryggisstofnanir Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, yrðu leystar upp og að nýjum stjórnarher Íraka yrði komið á fót í þeirra stað. Meira
24. maí 2003 | Erlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Hillary í hjólastól við komuna til Nepals

SIR Edmund Hillary, Nýsjálendingurinn sem fyrstur manna steig á tind Everestfjalls ásamt Sherpanum Tenzing Norgay, kom til Nepals í gær, réttri hálfri öld eftir afrekið. Meira
24. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 103 orð | 1 mynd

Hlutu verðlaun UNESCO fyrir teiknisögu

LEIKSKÓLINN Hlíðarendi vann á dögunum til verðlauna í teiknisögusamkeppni á vegum UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu er greint á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Húsgögn, matur og sportvörur

HÚSGAGNAHÖLLIN var opnuð í gær að nýju eftir gagngerar breytingar á versluninni að Bíldshöfða í Reykjavík. Á jarðhæð hússins hefur Krónan opnað matvöruverslun, þá stærstu sinnar tegundar. Meira
24. maí 2003 | Erlendar fréttir | 494 orð | 1 mynd

Íraksstríðið ofarlega í hugum margra

KOSIÐ er til bæjar- og sveitarstjórna á Spáni á morgun, sunnudag, auk þess sem kosið er til þinga í þrettán af sautján sjálfstjórnarhéruðum landsins. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Íslenskt mál hefur göngu sína á ný

ÞÁTTURINN Íslenskt mál hefur göngu sína á ný í Morgunblaðinu í dag eftir nokkurra mánaða hlé. Nýr umsjónarmaður þáttarins er Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Meira
24. maí 2003 | Landsbyggðin | 37 orð | 1 mynd

Kirkjukór Húsavíkur heimsækir Mývetninga

KÓR Húsavíkurkirkju söng fyrir Mývetninga í kvöldblíðu fyrir skömmu við góðar undirtektir. Söngstjóri þeirra er Judit György, orgelleik annaðist Aladár Rácz, en einsöngvari var Baldur Baldvinsson. Meira
24. maí 2003 | Landsbyggðin | 272 orð | 2 myndir

Krambúðarloftið og Landsmenn í linsunni

TVÆR sýningar verða opnaðar í Pakkhúsinu í Ólafsvík í dag klukkan 14. Í risi hússins verður opnuð ný fastasýning sem nefnist Krambúðarloftið og á jarðhæðinni sýning á verðlaunamyndum úr ljósmyndasamkeppni fréttaritara Morgunblaðsins. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 438 orð | 2 myndir

Kristinn Björnsson hættir sem forstjóri Skeljungs

KRISTINN Björnsson mun láta af starfi forstjóra hjá Skeljungi hf. hinn 1. september næstkomandi að eigin ósk. Kristinn hefur verið í forsvari félagsins frá því í júlí 1990, eða í tæp 13 ár. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Kristján Davíðsson og Þór Vigfússon sýna fyrstir

KRISTJÁN Davíðsson og Þór Vigfússon verða fyrstir til að sýna í nýjum húsakynnum Listasafns Árnesinga en það er nú að flytja í Listaskálann í Hveragerði sem Einar Hákonarson listmálari reisti og rak um nokkurt skeið með sérstakri áherslu á... Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 136 orð

Kvarta til ESA vegna Kárahnjúkavirkjunar

SJÖ íslensk umhverfissamtök, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og 23 íslenskir ríkisborgarar hafa sent kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Brussel vegna meintra brota íslenskra stjórnvalda á löggjöf EES-svæðisins við umhverfismat á... Meira
24. maí 2003 | Erlendar fréttir | 457 orð

Læknar kenna Saddam nú um barnadauða

ALLAN þann tíma sem viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna á Írak voru í gildi héldu læknar í landinu því staðfastlega fram að þær væru eina skýringin á því hversu mjög ungbarnadauði færðist í aukana á þessu tímabili. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 743 orð | 1 mynd

Margt á dagskrá ljósmæðra

Ólöf Ásta Ólafsdóttir fæddist á Akureyri 1955. Stúdent frá MA 1975 og lauk prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1978. BS-próf í hjúkrunarfræði frá HÍ 1985 og M.Sc. frá Háskólanum í Cardiff 1992. Stundar nú doktorsnám í Thames Valley-háskólanum í Lundúnum. Forstöðumaður ljósmóðurnámsins innan hjúkrunarfræðideildar HÍ frá árinu 1996. Um árabil ljósmóðir á kvennadeild LSH og hjúkrunarframkvæmdastjóri 1993-95. Er gift Ásgeiri Böðvarssyni yfirlækni og eiga þau Hildi, Óla og Ásgerði. Meira
24. maí 2003 | Árborgarsvæðið | 130 orð | 1 mynd

Með heitt á könnunni

EIN þeirra fjölmörgu listamanna Árborgar sem opnar vinnustofu sína gestum og gangandi á menningarhátíðinni um helgina er listakonan Sjöfn Har. Meira
24. maí 2003 | Erlendar fréttir | 525 orð | 1 mynd

Merki um efnahagsbata í Argentínu

TROÐFULL veitingahús og aukin sala í verslanamiðstöðvum eru greinileg merki um að efnahagur Argentínu sé farinn að rétta úr kútnum eftir mestu kreppu í sögu landsins. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 154 orð

Mokkakaffi 45 ára

MOKKAkaffi við Skólavörðustíg verður 45 ára í dag, laugardaginn 24. maí. Segja má að Espresso-kaffihúsamenningin á Íslandi hafi hafist þegar Mokka var opnað 1958, því þar lærðu Íslendingar að drekka öðruvísi kaffi en könnukaffi. Meira
24. maí 2003 | Suðurnes | 33 orð

Myndlistarmenn funda

AÐALFUNDUR Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ verður haldinn þriðjudaginn 27. maí nk. kl. 20 í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Keflavík. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rætt um sumarstarfið framundan, segir í fréttatilkynningu frá... Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Nóatún styrkir Ungmennafélagið Fjölni

NÓATÚNS-verslunin í Hverafold og Ungmennafélagið Fjölnir undirrituðu í gær samstarfssamning til þriggja ára en með honum verður verslunin einn af þremur aðalstyrktaraðilum félagsins. Fyrir eru Olís og Landsbankinn. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 442 orð | 1 mynd

Óbreytt stjórnarstefna

"ÞAÐ er ýmislegt sem veldur áhyggjum og vekur mann til umhugsunar um hvað framundan er," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, um stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Óskað velfarnaðar í starfi

BJÖRN Bjarnason tók í gær við lyklavöldum í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu af Sólveigu Pétursdóttur. Sólveig verður 2. varaforseti Alþingis fram til haustsins 2005 en þá verður hún forseti Alþingis í stað Halldórs Blöndal. Meira
24. maí 2003 | Árborgarsvæðið | 463 orð | 2 myndir

"Álögin láta ekkert snúa á sig"

ÁTJÁN álagablettir er heiti ljósmyndasýningar Bjarna Harðarsonar blaðamanns sem opnuð hefur verið í þjónustumiðstöðinni Gesthúsum á Selfossi um helgina, í tilefni menningarhátíðarinnar Vors í Árborg. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 832 orð | 1 mynd

"Góð flóra af mannlífi" á Sólheimum

Málefni Sólheima í Grímsnesi hafa verið í umræðunni að undanförnu. Morgunblaðið kynnti sér þá starfsemi sem þar fer fram með því að spjalla við trúnaðarmann, lækni og ættingja íbúa Sólheima en öll hafa þau komið að starfseminni í tugi ára, hvert úr sinni áttinni. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 52 orð

Rangt graf Mistök urðu við birtingu...

Rangt graf Mistök urðu við birtingu grafs er fylgdi grein um ársfund Háskóla Íslands í blaðinu á fimmtudag. Af fyrirsögn grafsins mátti skilja að um fjölda nemenda í menntakerfinu væri að ræða. Meira
24. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Samskip sjá um flugfrakt

SAMSKIP hafa gert samning við Flugflutninga ehf. sem sjá um flugfrakt í Kaupmannahafnarflugi Grænlandsflugs frá Akureyri. Samningurinn tók gildi 1. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Sautján manna sveit á vettvang í dag

SAUTJÁN manna alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hélt síðdegis í gær áleiðis til Alsír en sendiráð landsins í Stokkhólmi óskaði í gærmorgun eftir liðveislu Íslendinga vegna jarðskjálftanna í Alsír síðdegis sl. miðvikudag. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 189 orð

Sigurður Pálsson tekur við formennsku í Yrkju

MATTHÍAS Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, lét af störfum sem stjórnarformaður Yrkjusjóðsins að eigin ósk á fundi stjórnar sjóðsins 2. maí sl. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð

Skipting ráðuneyta

SAMKVÆMT úrskurði forseta Íslands, að fenginni tillögu frá Davíð Oddssyni, er skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn eftirfarandi: Davíð Oddsson fer með forsætisráðuneytið og Hagstofu Íslands. Halldór Ásgrímsson fer með utanríkisráðu- neytið. Meira
24. maí 2003 | Árborgarsvæðið | 202 orð | 1 mynd

Spáir í gægjuþörf fólks

GLUGGI Alvörubúðarinnar á Selfossi hefur verið klæddur krossviði en þar má þó sjá tvö gægjugöt ef vel er að gáð. Glugginn er verk listakonunnar Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur en hún hefur útbúið myndbandsverk sem er sérhannað fyrir glugga búðarinnar. Meira
24. maí 2003 | Miðopna | 1155 orð

Söguleg tíðindi við stjórnarmyndun

Söguleg tíðindi gerðust í vikunni, þegar Davíð Oddsson sagðist mundu víkja sem forsætisráðherra 15. september árið 2004 fyrir Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins. Meira
24. maí 2003 | Akureyri og nágrenni | 250 orð | 1 mynd

Tilboð ÍAV hljóðaði upp á 1,5 milljarða

ÍSLENSKIR Aðalverktakar og samstarfsaðilar hlutu hæstu heildareinkunn í útboði Ríkiskaupa fyrir hönd menntamálaráðuneytisins um byggingu og rekstur rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 281 orð

Tombóla í Kringlunni til styrktar börnum...

Tombóla í Kringlunni til styrktar börnum í Írak verður í dag, laugardag og hefst kl. 13. Fleiri en fimmtíu tombólubörn Rauða krossins ætla að halda súpertombólu í Kringlunni og safna með því fé til hjálpar stríðshrjáðum börnum í Írak. Meira
24. maí 2003 | Miðopna | 861 orð

Tækifæri framtíðar

NÝRRI ríkisstjórn, sem tók formlega til starfa á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær, fylgja ferskir vindar, enda þótt meginstoðir hennar byggist á reynslu forystumanna og farsælu samstarfi sl. átta ár. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Upptalning án útfærslu

GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að hægt sé að taka undir margt í sáttmála ríkisstjórnarinnar og vonandi eflist velferð og hagur fólks í landinu, en fyrst og fremst sé um upptalningu að ræða og útfærsluna vanti. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 161 orð

Útflytjendur geta varist tapi með ábyrgðum

ÚTFLYTJENDUR þurfa ekki alltaf að standa straum af kostnaði vegna vanefnda erlendra aðila á samningum. Í slíkum tilfellum geta útflytjendur leitað til Tryggingadeildar útflutnings (TRÚ) sem veitir ábyrgðir m.a. Meira
24. maí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 339 orð

Verði með tvo löglega keppnisvelli í handbolta

ÚTLIT er fyrir að nýtt íþróttahús í Hofsstaðamýri í Garðabæ verði stærra en áætlanir gerðu ráð fyrir og innihaldi tvo löglega keppnisvelli í handbolta. Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 373 orð

Vilhjálmur gefur kost á sér

SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn Reykjavíkur munu næstu daga fjalla um skipan oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn þar sem Björn Bjarnason, nýskipaður dómsmálaráðherra, hefur lýst því yfir að það fari ekki saman hjá sér að fara fyrir flokknum í... Meira
24. maí 2003 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Víðfeðmasti samningur sem Íslendingar hafa gert

VIÐRÆÐUM íslenskra og færeyskra stjórnvalda um útvíkkun fríverslunarsamnings á milli ríkjanna lauk í gær með áritun af hálfu aðalsamningamanna landanna. Meira
24. maí 2003 | Suðurnes | 328 orð | 1 mynd

Þurfum að vera stoltari af svæðinu

STARFSFÓLK í ferðaþjónustu á Suðurnesjum er um þessar mundir að kynna sér það sem Suðurnesin hafa upp á að bjóða fyrir ferðamenn. Meira
24. maí 2003 | Miðopna | 686 orð | 1 mynd

Þverstæður góðs árangurs

HVAÐ má segja um þjóðfélag þar sem verðbólga er minni en að var stefnt og verður undir því markmiði sem stjórnvöld og Seðlabankinn settu sér? Ennfremur að hagvöxtur sé að aukast og verði umtalsvert meiri á næsta ári og því þar næsta. Meira

Ritstjórnargreinar

24. maí 2003 | Staksteinar | 389 orð

- Deilt á Hriflu

Á Hriflu.is, vef framsóknarmanna í Reykjavík, birti Jóhann M. Hauksson, er skipaði sjötta sætið á öðrum framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík, grein í vikunni, þar sem hann tilkynnti að hann væri ekki lengur framsóknarmaður. Meira
24. maí 2003 | Leiðarar | 536 orð

Hin gleymdu stríð

Undanfarna mánuði og ár hefur heimsbyggðin fylgst náið með stríðsátökum í Írak, Afganistan og Júgóslavíu fyrrverandi. Meira
24. maí 2003 | Leiðarar | 463 orð

Viðhorfsbreyting í samstarfi atvinnulífs og lista

Reykjavíkurborg og Flugleiðir, ásamt Samtökum tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEFS) og Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) kynntu í vikunni stofnun sjóðsins "Reykjavík Loftbrú", en hlutverk hans er að auðvelda framsæknu... Meira

Menning

24. maí 2003 | Fólk í fréttum | 975 orð | 2 myndir

Borgin breytist í Evróvisjónborg

Evróvisjón fer fram í Ríga í kvöld. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við tvo fyrrverandi keppendur og spáði í spilin. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Burtfararpróf í Norræna húsinu

BYLGJA Dís Gunnarsdóttir sópran og Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari halda einsöngstónleika í Norræna húsinu kl. 16 í dag. Tónleikarnir eru liður í burtfararprófi í einsöng frá Söngskólanum í Reykjavík. Á efnisskránni eru m.a. Meira
24. maí 2003 | Fólk í fréttum | 669 orð | 1 mynd

Clint kann vel við Cannes

"LEIKARARNIR sem ég var svo lánsamur að fá voru svo góðir að mitt verk gekk eiginlega út á að klúðra ekki neinu," sagði hæverskur Clint Eastwood við blaðamenn í Cannes, að lokinni fyrstu sýningu á nýjustu mynd hans Dulá ( Mystic River ) sem er... Meira
24. maí 2003 | Fólk í fréttum | 200 orð | 1 mynd

Didda er drifkrafturinn

"DRIFKRAFTURINN er örugg frammistaða aðalleikkvennanna, Elodie Bouchez og íslenska skáldsins Diddu Jónsdóttur (í hennar fyrstu mynd)," segir gagnrýnandi Variety, Scott Foundas, í umsögn sinni um Stormviðri Sólveigar Anspach. Meira
24. maí 2003 | Fólk í fréttum | 181 orð | 2 myndir

Dólgurinn hann Steve-O var handtekinn í...

Dólgurinn hann Steve-O var handtekinn í Svíþjóð á dögunum fyrir að hafa í vörslu sinni fíkniefni. Meira
24. maí 2003 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

... Evróvisjón í beinni!

NÚ ER komið að því! Helsta partíkvöld ársins á Íslandi, vinsælla er sjálft gamlárskvöld. En stemmningin verður að engu ef ekki er horft á Evróvisjón-keppnina í beinni. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 170 orð

Ferðadagbækur Claire Xuan

Í LJÓSMYNDASAFNI Reykjavíkur í Grófarhúsi verður opnuð sýningin Frumefnin fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan, kl. 16 í dag, laugardag. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 721 orð | 1 mynd

Gallerí Hlemmur að hætta?

FREGNIR af rekstrarvanda þeim er Gallerí Hlemmur stendur frammi fyrir hafa borist manna á meðal með tölvupósti frá því fyrr í maímánuði. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Grafarþögn tilnefnd til Glerlykilsins

GRAFARÞÖGN eftir Arnald Indriðason er tilnefnd af Íslands hálfu til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna, en úrslit verða kunn nk. föstudag, 30. maí. Í fyrra hreppti glæpasaga Arnaldar Mýrin verðlaunin. Meira
24. maí 2003 | Fólk í fréttum | 143 orð | 1 mynd

Jan Jelinek - LA NOUVELLE PAUVRETE

Jan Jelinek er einn forvitnilegasti raftónlistarmaður Þýskalands nú um stundir og þá ekki bara fyrir það sem hann hefur gert undir eigin nafni heldur fyrir snilldarplötur sem hann hefur gefið út annars vegar sem Farben ( Textstar var ein af bestu plötum... Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 101 orð

Mexíkóskar bókmenntir í Alþjóðahúsinu

MENNINGARFÉLAGIÐ Hispánica og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gangast fyrir dagskrá um bókmenntir og bókmenntasögu Mexíkó í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu kl. 16 í dag. Flutt verða þrjú stutt erindi: Dr. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 55 orð | 1 mynd

Perlan á leið til Noregs

LEIKHÓPURINN Perlan efnir til styrktarsamkomu í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 16-18, en hópurinn hyggur á Noregsferð í júlí og sýnir ævintýrið Hringilhyrning á Regine-dögum. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 38 orð

Pétur Valgarð Pétursson gítarleikari lýkur síðari...

Pétur Valgarð Pétursson gítarleikari lýkur síðari hluta einleikaraprófs með tónleikum í Gerðubergi kl. 16. Pétur hóf nám í klassískum gítarleik haustið 1994, hjá Þórarni Sigurbergssyni í Nýja tónlistarskólanum. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 54 orð

Píkusögur í 120. sinn

PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler verða sýndar í 120. sinn í Borgarleikhúsinu á sunnudag. Sýningin var frumsýnd vorið 2001 og er nú komin í hóp vinsælustu leiksýninga Leikfélags Reykjavíkur frá upphafi. Meira
24. maí 2003 | Fólk í fréttum | 172 orð | 1 mynd

Skrímslin slást

Framleiðandi SCEA Meira
24. maí 2003 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Spennandi spilafíkn

ERFIÐ spil, auðveld spil, úthverfaspil, miðborgarspil, heiðarleg spil, óheiðarleg spil ... eru heimur þeirra sem vinna fyrir sér með því að spila póker. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 55 orð

Styrktartónleikar í Kristskirkju

STRENGJASVEIT Tónlistarskóla Ísafjarðar heldur tónleika í Kristskirkju kl. 15.30 í dag og er það liður í fjáröflun sveitarinnar en hún hyggur á för til Tékklands og Póllands í byrjun júní. Áætlaðir eru tónleikar í Prag og í Krakáw. Á tónleikunum verða m. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 436 orð | 1 mynd

Tengir nútíð við fortíð

SUMARSÝNING Listasafns Íslands verður opnuð í dag og verður sýnt úrval 20. aldar verka í eigu safnsins. "Í byrjun 20. aldar og fram á fimmta áratug hennar var náttúra landsins aðalviðfangsefni íslenskra málara. Meira
24. maí 2003 | Fólk í fréttum | 306 orð | 2 myndir

Úr smiðju unga fólksins

LITIÐ hefur dagsins ljós útgáfa af lögum þeirra hljómsveita sem kepptu til úrslita í Músíktilraunum Tónabæjar 2003. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 76 orð

Útilistaverk afhjúpað

NÝTT útilistaverk verður afhjúpað við Borgarholtsskóla í Grafarvogi, í dag kl. 15.30. Verkið nefnist Dýrmæti og er eftir Gjörningaklúbbinn. Skólinn stóð fyrir opinni hugmyndasamkeppni síðastliðið vor og kaus dómnefnd verk Gjörningaklúbbsins. Meira
24. maí 2003 | Menningarlíf | 12 orð

Vorhátíð LHÍ, Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi...

Vorhátíð LHÍ, Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 15-16 Leiðsögn um sýninguna... Meira
24. maí 2003 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Það sem ekki má...

ÞAÐ ER vandlifað í henni veröld, eins og hægt er kynnast í Augasteininum mínum . Öll sækjumst við eftir ást en sumir vilja ekki láta elska sig, en þá sem má elska má bara elska hinsegin en ekki svona. Meira

Umræðan

24. maí 2003 | Aðsent efni | 774 orð | 2 myndir

Bókmenntakynningarsjóður á krossgötum

MORGUNBLAÐIÐ hefur á liðnum vikum gert málefni Bókmenntakynningarsjóðs að umfjöllunarefni, fyrst í ýtarlegu viðtali við Jónínu Mikaelsdóttur, formann sjóðsins, og síðan í Reykjavíkurbréfi hinn 18. maí síðastliðinn. Meira
24. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 714 orð

Hrun fiskistofna

Hr. ritstjóri, Ég vil þakka blaðinu fyrir birtingu bréfs míns um fiskhrun 21. maí sl. svo og athugasemdir ritstjóra. Bréfið skrifaði ég af því tilefni, að frétt Morgunblaðsins 17. maí með fyrirsögninni: "Megnið af stórfiskunum horfið? Meira
24. maí 2003 | Aðsent efni | 419 orð | 1 mynd

Kórvilla

ÞAÐ er líklegt að fleiri en sá sem hér heldur á penna hafi ekki trúað sínum eigin eyrum þegar fréttir bárust um síðustu ráðstafanir formanns Sjálfstæðisflokksins í stjórnmálum. Meira
24. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 171 orð

Niðrandi ummæli

SÍÐDEGIS þriðjudaginn 20. maí hlustaði ég á rás tvö þar sem Hulda Sif Hermannsdóttir tók tali unga stúlku sem var í atvinnuleit. Hún hafði mikið reynt að fá vinnu og skoðaði atvinnuauglýsingar oft á dag. Meira
24. maí 2003 | Aðsent efni | 1264 orð | 1 mynd

Orku- og landnýting í Bandaríkjunum og á Íslandi

FRÁ því að ég hóf afskipti af orkumálum hef ég haft áhuga á hvernig orkuframleiðslan geti sem best unnið með öðrum þáttum þjóð- og atvinnulífsins. Meira
24. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 337 orð | 1 mynd

Samviskuspurning EIN samviskuspurning til þeirra sem...

Samviskuspurning EIN samviskuspurning til þeirra sem hafa fengið miklar kauphækkanir: "Vilduð þið lifa á hundrað þúsund krónum á mánuði?" Þið eruð ekkert verðmeiri en aðrir í þjóðfélaginu. Virðingarfyllst. Reið kona. Meira
24. maí 2003 | Aðsent efni | 689 orð | 1 mynd

Úrskurður Kjaradóms

AÐ UNDANFÖRNU hefur komið fram hörð gagnrýni á nýlegan úrskurð Kjaradóms um kjör æðstu manna þjóðarinnar. Ég er einn þeirra manna sem á liðnum árum hafa alloft gagnrýnt Kjaradóm, þótt á öðrum forsendum sé. Meira
24. maí 2003 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

Þessir brosmildu piltar héldu á dögunum...

Þessir brosmildu piltar héldu á dögunum hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. 2.260. Þeir heita Viktor Daði Sigurðarson og Hávar... Meira

Minningargreinar

24. maí 2003 | Minningargreinar | 1818 orð | 1 mynd

ÁSDÍS JÓNASDÓTTIR

Ásdís Jónasdóttir fæddist í Efri-Kvíhólma í V-Eyjafjallasveit 30. október 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð laugardaginn 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Sveinsson, bóndi í Efri- Kvíhólma, f. 4. nóv. 1875, d. 29. nóv. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2003 | Minningargreinar | 1694 orð | 1 mynd

BÓEL KRISTJÁNSDÓTTIR

Bóel Kristjánsdóttir fæddist á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum 14. september 1910. Hún lést á hjúkrunardeild Grundar í Reykjavík 14. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2003 | Minningargreinar | 2707 orð | 1 mynd

ESTER HJÁLMARSDÓTTIR HANSEN

Ester Hjálmarsdóttir Hansen var fædd á Bjargi við Bakkafjörð hinn 19. júní 1922. Hún lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja að kveldi dags 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigurðardóttir, f. 21. september 1896 að Hólmum við Reyðarfjörð, d.... Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2003 | Minningargreinar | 1059 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON

Guðmundur Sigurðsson fæddist í Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi 26. júní 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands hinn 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Halldór Ormsson bóndi, f. 23. apríl 1899, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2003 | Minningargreinar | 2500 orð | 1 mynd

HANNES KRISTJÁNSSON

Hannes Kristjánsson fæddist í Holtaseli á Mýrum í Hornafirði 25. janúar 1917. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Benediktsson, bóndi og hreppstjóri, og Jóhanna Steinunn Sigurðardóttir húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2003 | Minningargreinar | 525 orð | 1 mynd

HEBA OTTÓSDÓTTIR HERTERVIG

Heba Ottósdóttir Hertervig fæddist í Reykjavík 24. maí 1933. Hún lést á líknardeild Landsspítalans 16. desember 2002 og var útför hennar gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2003 | Minningargreinar | 181 orð | 1 mynd

KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR

Kristín Benediktsdóttir fæddist í Nefsholti í Holtahreppi í Rangárvallasýslu 12. apríl 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 20. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfosskirkju 25. apríl. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2003 | Minningargreinar | 1340 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR

Sigríður Árnadóttir fæddist á Atlastöðum í Svarfaðardal 22. maí 1917. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki að kvöldi 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Árnason, f. 18.6. 1892 á Atlastöðum í Svarfaðardal, d. 4.12. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2003 | Minningargreinar | 1217 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR FRÍMANNSDÓTTIR

Sigríður Frímannsdóttir fæddist á Siglufirði 23. maí 1967. Hún lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum að kvöldi 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigrún Friðriksdóttir, f. 11. júlí 1947, og Frímann Ingimundarson, f. 12. júní 1941. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2003 | Minningargreinar | 1160 orð | 1 mynd

STEFÁN JÓHANN ÞORBJÖRNSSON

Stefán Jóhann Þorbjörnsson skipstjóri fæddist á Grund í Stöðvarfirði 30. ágúst 1914. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 10. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 16. maí. Meira  Kaupa minningabók
24. maí 2003 | Minningargreinar | 2764 orð | 1 mynd

THEODÓR LAXDAL

Theodór Laxdal var fæddur á Akureyri 10. maí 1967. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu að Túnsbergi föstudaginn 16. maí.sl. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 251 orð

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Ýsa 119 119 119 10...

AUSTFJARÐAMARKAÐURINN Ýsa 119 119 119 10 1,190 Þorskur 140 40 120 231 27,640 Samtals 120 241 28,830 FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Djúpkarfi 52 41 43 1,594 68,277 Keila 45 45 45 23 1,035 Lúða 155 155 155 19 2,945 Skarkoli 126 80 94 118 11,050 Steinbítur 65 65... Meira
24. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 445 orð | 1 mynd

Háskólinn í Reykjavík og Melabúðin fyrirtæki ársins

HÁSKÓLINN í Reykjavík og Melabúðin voru valin fyrirtæki ársins 2003 í könnun sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur, VR, stóð fyrir en tilkynnt var um niðurstöðurnar í gær. Meira
24. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Meiður kaupir 8,88% í Búnaðarbankanum

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Meiður ehf. keypti í gær hlutabréf í Búnaðabanka Íslands hf. að nafnverði kr. 481.383.859. Kaupverð bréfanna, sé miðað við lokagengi á bréfum Búnaðarbankans í Kauphöllinni í gær, eru rúmir 2,5 milljarðar. Meira
24. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Mikil viðskipti á millibankamarkaði

Krónan styrktist um 0,3% í tæplega 11 milljarða króna viðskiptum í gær, samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka. Gengisvísitala krónunnar var 118,55 stig í upphafi dags og 118,20 stig í lok dags. Meira
24. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Samskip kaupa flutningafyrirtæki í Belgíu

SAMSKIP hafa keypt belgíska félagið Belgo-Ruys NV í Antwerpen sem undanfarin ár hefur verið umboðsaðili Samskipa í Benelúxlöndunum. Félagið hefur fyrst og fremst sinnt umboðsþjónustu og flutningsmiðlun. Samningurinn tekur gildi 1. Meira
24. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Tap af rekstri Mothercare

BRESKA verslunarfyrirtækið Mothercare, sem rekur verslanir með barnaföt og fatnað fyrir barnshafandi konur, tapaði nær 25 milljónum punda á sl. rekstrarári þess sem lauk 29. mars. Meira
24. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 578 orð | 1 mynd

TRÚ veitir ábyrgðir vegna útflutnings

TRÚ er skammstöfun fyrir Tryggingardeild útflutnings sem starfrækt er innan Nýsköpunarsjóðs og er ætlað að veita ábyrgðir til að efla útflutning. Meira
24. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Vaxtalækkun í Danmörku

SEÐLABANKI Danmerkur lækkaði í gær vexti úr 2,70% í 2,65% og er ástæðan sögð vera hátt gengi dönsku krónunnar. Markmið Seðlabanka Danmerkur er að halda gengi dönsku krónunnar föstu gagnvart evrunni. Meira

Daglegt líf

24. maí 2003 | Neytendur | 243 orð | 2 myndir

Aðaluppskerutími íslensks grænmetis núna

AÐALUPPSKERUTÍMI íslensks grænmetis stendur nú yfir og íslensk jarðarber að koma á markað. Meira
24. maí 2003 | Neytendur | 336 orð | 1 mynd

Meira um speltmjöl og hveiti

FORSVARSMENN verslunarinnar Yggdrasils hafa sent frá sér athugasemd vegna svars Laufeyjar Steingrímsdóttur, forstöðumanns Manneldisráðs, við fyrirspurn brauðunnanda um speltbrauð. Fyrirspurnin var gerð á heimasíðu Neytendasamtakanna (ns. Meira
24. maí 2003 | Neytendur | 81 orð

Uppskrift frá Sæmundi Kristjánssyni, matreiðslumanni á...

Uppskrift frá Sæmundi Kristjánssyni, matreiðslumanni á veitingastaðnum Á næstu grösum. Jarðarber með froðusósu 800 g jarðarber 1 msk. sítrónusafi 6 msk. hlynsíróp 4 stk. eggjarauður 8 msk. portvín Jarðarberin skoluð og skorin. Meira

Fastir þættir

24. maí 2003 | Fastir þættir | 707 orð | 2 myndir

4NCL

Nóv. 2002 - maí 2003 Meira
24. maí 2003 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Óli Bjarni Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, verður fimmtugur sunnudaginn 8. júní. Af því tilefni býður hann til veislu í félagsheimilinu Múla laugardaginn 7. Meira
24. maí 2003 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 24. maí, er sjötug Anna Þóra Ólafsdóttir, Æsufelli 6. Anna Þóra tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Hvassaleiti 6, í dag laugardaginn 24. maí milli kl. 15 og... Meira
24. maí 2003 | Fastir þættir | 91 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Kjördæmamótið á Selfossi Kjördæmamótið verður nú haldið í 10. sinn, að þessu sinni eru það Sunnlendingar sem eru gestgjar og verður spilað í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Meira
24. maí 2003 | Fastir þættir | 229 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

SETJUM okkur í spor Larry Cohens, sem þurfti að glíma við erfiða sagnþraut á háu nótunum í tvímenningi Cavendish-keppninnar. Cohen var gjafari með þessi fallegu spil í norður: Norður &spade;KD93 &heart;Á ⋄Á10 &klubs;KD8752 NS eru á hættu en AV utan. Meira
24. maí 2003 | Í dag | 117 orð

FERMINGAR

Ferming í Neskirkju sunnudaginn 25. maí kl. 11. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Fermdur verður: Arnmundur Ernst Björnsson, Skerplugötu 5. Ferming í Digraneskirkju sunnudaginn 25. maí kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Meira
24. maí 2003 | Viðhorf | 846 orð

Hlustið ekki á okkur!

Enn er ekki búið að grafa jarðgöngin milli Vestmannaeyja og stóru hjáleigunnar, enn er ekki búið að reisa menningarhús í Grunnavík, hvenær fæst fjárveiting fyrir langþráðum vindkljúfi handa Reykjanesbæ? Meira
24. maí 2003 | Fastir þættir | 412 orð | 1 mynd

Hvað er Sjögrens-heilkenni?

Spurning : Mig langar að biðja um upplýsingar um Sjögrens-heilkenni. Hvers eðlis er þessi sjúkdómur og getur hann verið banvænn? Meira
24. maí 2003 | Dagbók | 78 orð

ÍSLAND

Ó! fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð, og leikur hjörð í haga; en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga, og glitrar flötur, glóir tún, og gyllir sunna voga. Meira
24. maí 2003 | Fastir þættir | 1246 orð

Íslenskt mál

Ritstjórn Morgunblaðsins hefur farið þess á leit við mig að ég annist þáttinn Íslenskt mál . Mér er ljóst að þetta er vandasamt verk en af ýmsum ástæðum þykir mér rétt að bregðast vel við þessari beiðni. Meira
24. maí 2003 | Í dag | 1658 orð | 1 mynd

(Jóh. 16)

Guðspjall dagsins: Sending heilags anda Meira
24. maí 2003 | Dagbók | 457 orð

(Matt. 6,17.)

Í dag er laugardagur 24. maí, 144. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En nær þú fastar, þá smyr höfuð þitt og þvo andlit þitt. Meira
24. maí 2003 | Fastir þættir | 365 orð | 1 mynd

Mikilvægi góðrar sjálfsmyndar

Sjálfsmynd okkar tengist því hver við erum og hvers virði við erum í samskiptum við aðra. Við gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir því hvernig hún er og hvaða áhrif hún hefur á líf okkar. Meira
24. maí 2003 | Í dag | 1298 orð | 1 mynd

Minningarguðsþjónusta

EINS og undanfarin ár munu Alnæmissamtökin á Íslandi halda minningarguðsþjónustu vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi hér á landi. Meira
24. maí 2003 | Fastir þættir | 753 orð

Norðmenn og Svíar Norðurlandameistarar í brids

Norðurlandamótið í brids var haldið dagana 19.-23. maí. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins, www.bridge.fo. Meira
24. maí 2003 | Fastir þættir | 212 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. Rc3 Rf6 5. d3 a6 6. Be3 d6 7. h3 Bxe3 8. fxe3 Ra5 9. Bb3 O-O 10. O-O Rxb3 11. axb3 d5 12. Rxe5 dxe4 13. d4 Rd5 Staðan kom upp í bresku deildakeppninni sem lauk fyrir skömmu. Meira
24. maí 2003 | Fastir þættir | 425 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI er ekki mikill Evróvisjónmaður en hið sama er ekki hægt að segja um 5 ára gamlan son hans um þessar mundir. Meira

Íþróttir

24. maí 2003 | Íþróttir | 91 orð

Annika úr leik

ANNIKA Sörenstam er úr leik á PGA golfmótinu í Texas. Hún lék á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari á öðrum leikdegi og samtals á fimm höggum yfir pari eftir 2 keppnisdaga. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 114 orð

Björgvin aðeins einu höggi frá efsta sæti

BJÖGVIN Sigurbergsson, kylfingur úr Keili, stóð sig vel á Peugeot golfmótinu í Englandi, en mótið er liður í Europro mótaröðinni. Björgvin lék hringina þrjá á 209 höggum, fjórum höggum undir pari vallarins og höggi á eftir efsta manni. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 267 orð

Danir koma með B-landslið

DANIR mæta ekki með sitt sterkasta lið til Íslands í lok næstu viku þegar þeir leika tvo vináttulandsleiki í handknattleik við íslenska landsliðið. Torben Winterher, landsliðsþjálfari Dana, hefur kallað saman hóp þrjátíu leikmanna til þess að æfa fyrir Íslandsferðina og kemur hann saman til æfinga í Farum á þriðjudaginn. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 163 orð

Ívar Bjarklind ekkert með KA

EKKERT verður af því að Ívar Bjarklind leiki með KA-mönnum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar. Ívar kom til liðs við sitt gamla félag í vor og tók þátt í lokasprettinum á undirbúningstímabilinu. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

* KJARTAN Steinback verður eftirlitsmaður á...

* KJARTAN Steinback verður eftirlitsmaður á leik Þýskalands og Búlgaríu í undankeppni HM kvenna í handknattleik. Leikurinn fer fram í Trier 1. júní. * HELGA Magnúsdóttir verður eftirlitsmaður á leik Svía og Austurríkismanna í Stokkhólmi í dag. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 123 orð

KNATTSPYRNA 1.

KNATTSPYRNA 1. deild karla Víkingur - Haukar 3:0 Bjarni Hall 45., Daníel Hjaltason 59., 82. Breiðablik - Keflavík 0:2 - Magnús S. Þorsteinsson 51., 87. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 267 orð | 1 mynd

* LEE Bowyer, 26 ára miðvallarleikmaður...

* LEE Bowyer, 26 ára miðvallarleikmaður West Ham, sem liðið fékk frá Leeds sl. keppnistímabil, skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Newcastle. Þar hittir hann fyrir fyrrverandi félaga sinn hjá Leeds, Jonathan Woodgate. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 212 orð

Norðmenn lagðir tvívegis í körfuknattleik í Keflavík

ÍSLENSKIR körfuknattleiksmenn lögðu Norðmenn tvívegis í landsleik í Keflavík í gærkvöldi, fyrst kvennalandsliðið 67:53 og síðan karlarnir 86:78. Konurnar náðu strax forystu og héldu henni til loka. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 204 orð

Ólafur og Patrekur ekki með í "stjörnuliðinu"

ÓLAFUR Stefánsson, Patrekur Jóhannesson og Guðjón Valur Sigurðsson geta ekki tekið þátt í stjörnuleik þýska handknattleiksins á miðvikudaginn þrátt fyrir að báðir hafi þeir fengið flest atkvæði í sínar stöður í árlegu kjöri sem fram fór á Netinu. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

* ÓLÖF María Jónsdóttir , kylfingur...

* ÓLÖF María Jónsdóttir , kylfingur úr Keili í Hafnarfirði , tekur þessa dagana þátt í móti í Bandaríkjunum sem er liður í Future mótaröðinni. Fyrsta daginn lék hún á 79 höggum, sjö höggum yfir pari og var þá í 93.-109. sæti af 144 keppendum. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 144 orð

Óttast leikjaálagið

RIO Ferdinand, leikmaður Englandsmeistara Manchester United, líst ekkert á það leikjaálag sem allt stefnir í á næsta keppnistímabili. Að loknu erfiðu tímabili í Englandi komu þrír landsleikir - sá síðasti við Slóvakíu í Evrópukeppninni 11. júní. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

"Forráðamenn Villa vilja halda mér"

JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, telur líkurnar á að Aston Villa kaupi hann af Real Betis á Spáni séu mjög góðar, þrátt fyrir að félagið sé komið með nýjan knattspyrnustjóra. Graham Taylor fékk Jóhannes á leigu frá spænska félaginu í vetur og hafði ítrekað gefið til kynna að hann vildi fá hann endanlega í sínar raðir. Nú er hins vegar Taylor hættur og David O'Leary, fyrrum knattspyrnustjóri Leeds, er tekinn við völdum á Villa Park. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 127 orð

Rasmussen var endurráðinn

ERIK Veje Rasmussen stýrir handknattleiksliði Flensburg í síðasta leik liðsins í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag, en þá mætir Flensburg Patreki Jóhannessyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og samherjum í Essen. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 451 orð | 1 mynd

Sannfærandi Keflvíkingar

FLESTIR spá Keflvíkingum öruggum sigri í 1. deild karla í sumar eftir sannfærandi frammistöðu þeirra í vetur og vor. Miðað við leik þeirra gegn Breiðabliki á Kópavogsvellinum í gærkvöld eru þær spár á rökum reistar. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Sigurinn blasir við New Jersey

LEIKMENN New Jersey Nets lögðu Detroit Pistons að velli í þriðja leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar, sem fram fór í fyrrinótt, 97:85. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 142 orð

Stefán velur landsliðshóp

STEFÁN Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í gær 20 manna landsliðshópi sem mun æfa fram að ferð liðsins til Danmerkur um miðjan næsta mánuð. Markverðir eru Helga Torfadóttir úr Víkingi og Berglind Íris Hansdóttir úr Val. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Tryggvi, Guðni og Helgi aftur í hópinn

GUÐNI Bergsson, Helgi Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson voru í gær valdir í fyrsta landsliðshóp Ásgeirs Sigurvinssonar. Þeir eru í 18 manna hópi sem hann tilkynnti fyrir Evrópuleikina gegn Færeyjum og Litháen 7. og 11. júní en þremenningarnir voru ekki með í síðasta leik, gegn Finnum í Vantaa. Eyjólfur Sverrisson er hins vegar ekki í hópnum, hann meiddist á æfingu með Herthu Berlín í vikunni og þar með varð ekkert af því að hann gæfi kost á sér á ný. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 360 orð

Tvísýnt með lykilmenn KR

FJÓRIR af fimm leikjum í 2. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu verða leiknir í dag og á morgun. Umferðinni lýkur með viðureign Fylkis og Grindavíkur á mánudagskvöld. Í dag taka Valsmenn á móti ÍBV á Hlíðarenda, KA mætir FH á grasvelli sínum á Akureyri og ÍA fær Þrótt í heimsókn á Skipaskaga. Annað kvöld mætast síðan Reykjavíkurveldin Fram og KR á Laugardalsvellinum. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 180 orð

um helgina

KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla Landsbankadeildin: Akranes: ÍA - Þróttur R. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 76 orð

Þorlákur yfirþjálfari hjá Val

STJÓRN Knattspyrnudeildar Vals hefur ráðið Þorlák Árnason, þjálfara meistaraflokks Vals, sem yfirþjálfara allra yngri flokka í knattspyrnu hjá félaginu. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 268 orð | 1 mynd

Þórey Edda mætir Dragilu í Eugene

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, hefur keppnistímabilið utanhúss þegar hún tekur þátt í Stigamóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, Prefontaine Classic á Hayward-vellinum í Eugene Oregon í Bandaríkjunum í dag. Meira
24. maí 2003 | Íþróttir | 234 orð

Öruggur sigur Víkinga

VÍKINGAR sigruðu Hauka 3:0 á Víkingsvelli í 1. deild karla í gærkvöldi. Sigur Víkinga var sanngjarn og heimamenn hefðu getað bætt við enn fleiri mörkum. Meira

Lesbók

24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 978 orð | 3 myndir

AÐ ENDINGU VERÐUR ALLT EINFALT

Kristján Davíðsson og Þór Vigfússon halda sýningu á verkum sínum í Listasafni Árnesinga í Hveragerði en það hefur nú fengið nýtt húsnæði þar sem Listaskálinn í Hveragerði var áður. Sýningin verður opnuð á uppstigningardag en á henni verða ný verk eftir Kristján og Þór. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi við þá um sýninguna, breytingar á list Kristjáns, hugmyndafræðilegar samræður og ýmislegt fleira. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 161 orð | 1 mynd

Afmælistónverk

TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs er 40 ára á þessu ári og er afmælisins minnst með ýmsum hætti. Hátíðatónleikar verða í Salnum kl. 14 í dag þar sem nemendur skólans frumflytja verk eftir Erik J. Mogensen. Verkið heitir Tónleikur-Hljóðleikur-Hringleikur. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 406 orð | 1 mynd

Da Vincidulmálið

FJÓRÐA bók Dan Brown The Da Vinci Code , eða Da Vinci-dulmálið eins og útleggja mætti heiti hennar á íslensku, er að mati gagnrýnanda The New York Times gátum hlaðin upplífgandi og gáfuleg spennusaga. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2375 orð | 1 mynd

ERU KÚRDAR ÞJÓÐ?

Kúrdar virðast sundurlaus hópur fólks. Þeir tala ólík tungumál, aðhyllast mismunandi trú og búa við mismunandi félagslegt skipulag í nokkrum löndum. En eru þeir samt þjóð? Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 466 orð | 1 mynd

Hádramatísk framvinda

Einn af hápunktum Kirkjulistahátíðar, sem hefst í næstu viku, verður flutningur Mótettukórs Hallgrímskirkju á Elía eftir Mendelssohn. HÖRÐUR ÁSKELSSON, sem stjórnar flutningi, fjallar hér um tónlistina. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 3881 orð | 1 mynd

HEIMSPEKINGURINN PÁLL S. ÁRDAL

"Í vissum skilningi ætti heimspeki ekki að vera sérstakt fag, heldur miklu fremur viðhorf, eða gagnrýnið sjónarhorn til veruleikans, þar sem menn reyni að mynda sér skynsamlega skoðun á stöðu sinni í veruleikanum." Þessi orð eru höfð eftir Páli S. Árdal heimspekingi en hér er sagt frá ævi hans og verkum. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 787 orð | 2 myndir

HVERS VEGNA ERU KIRKJUDYR Á VESTURVEGG?

Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi, hvað er kafaraveiki og hvernig læknast maður af henni, hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar, hvernig lifir kakkalakki af kjarnorkusprengingu og hvað heitir gjaldmiðill Armeníu? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1133 orð | 5 myndir

Í leit að fegurð

Til 26. maí. Sýningar í Hafnarborg eru opnar frá kl. 13-17 alla daga nema þriðjudaga. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 412 orð | 1 mynd

Karlakór og matskeiðar

MARGIR kórar leggja leið sína á höfuðborgarsvæðið á vorin og halda tónleika og er það oft lokahnykkurinn á vetrarstarfinu. Karlakór Dalvíkur er einn þeirra og heldur hann tónleika í Langholtskirkju kl. 17, með 29 karla innanborðs. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 315 orð | 2 myndir

Koons í Hamborg

BANDARÍSKI listamaðurinn Jeff Koons hefur uppi áform um að reisa listaverk í Reeperbahn, hinu svokallaða rauða hverfi í Hamborg. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð

KÖTTURINN Í GÁMINUM

Hann fór inn í gám í grandaleysi, greyið litla, á Selfossi. Og eigi slapp hann úr þeim meisi, sem örskjótt var lokað með slagbrandi. Hann hélt í langferð, sá litli kisi; og lítið fannst honum um þá gjörð. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 548 orð | 8 myndir

Laugardagur Listasafn Íslands kl.

Laugardagur Listasafn Íslands kl. 11 Sumarsýning - Úrval verka í eigu safnsins. Norræna húsið kl. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 238 orð

LISTASAFN ÁRNESINGA

SÝNING Kristjáns Davíðssonar og Þórs Vigfússonar er sú fyrsta í nýju húsnæði Listasafns Árnesinga sem er nú til húsa þar sem Listaskálinn í Hveragerði var áður. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2745 orð | 2 myndir

LÍKAMINN ER MITT TÆKI

Gagnrýnendur hafa sagt hann mikilvægasta bandaríska listamann sinnar kynslóðar. Matthew Barney hefur nýlokið við stórvirki sem tók hann átta ár að gera; Cremaster-hringinn, sem þessa dagana er efni yfirlitssýningar í Guggenheim-safninu í New York. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 919 orð

MINNISVARÐAR

Í SAMFÉLAGI nútímans er áberandi hversu mikið er fjallað um fólk, kallað á viðmælendur í spjallþætti allra fjölmiðla og birtar myndir af nýjustu samböndunum, óléttunum eða sambandsslitunum. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 322 orð

Myndlist Galleri@hlemmur.

Myndlist Galleri@hlemmur.is: Steingrímur Eyfjörð. Til 25.5. Gallerí Kambur, Rangárvallasýslu: Teikningar eftir listamennina Anne Bennike frá Danmörku og William Anthony frá Bandaríkjunum. Til 1.6. Gallerí Skuggi: Joe Addison, Hatty Lee og Lucy Newman. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 407 orð

NEÐANMÁLS -

I Það þarf enginn að vera hissa þótt fólk lýsi undrun sinni á list Matthews Barneys. Hvað í ósköpunum er maðurinn að fara? Hver er hin raunverulega merking alls þess sem hann hefur borið á borð fyrir aumingja listunnandann? Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2384 orð | 1 mynd

NEISTI SEM HEILLAR

John Culver er sendiherra Breta á Íslandi og hefur vakið athygli fyrir óbilandi áhuga á menningarsamskiptum þjóðanna. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR heimsótti hann í húsnæði hennar hátignar við Laufásveginn. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

OG TÁRIN ÞÍN

Rúmið stendur á miðju gólfi lakið sópar kaldar flísar ég veit að þú hugsar hingað daga og nætur þess vegna ligg ég grafkyrr undir hvítu lofti sem blómstrar bráðum því þú ert að deyja frá mér nætur og daga ég lofaði að liggja á eyjunni miðri í dalnum... Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1236 orð

OPIÐ BRÉF TIL VLADIMIRS ASHKENAZYS

ÁRIÐ 1962, nálægt jólum, fór ég á tónleika í Þjóðleikhúsinu og man þá enn eins og gerst hafi í gær. Að sönnu var efnisskráin falleg: Mozartsónatan í D-dúr KV 311, Sónatan nr. 6 eftir Prokofieff og allar Etýðurnar tólf opus 25 eftir Fr. Chopin. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð | 1 mynd

"Erum sinfóníuhljómsveit hryngeirans"

Ó, BORG, mín borg og önnur Reykjavíkurlög hljóma á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í Ráðhúsinu í dag kl. 15. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1116 orð | 1 mynd

RAUÐVÍN Í VATNSGLASI

Þær já... jú ég held að. Nei. Í mörg ár hafði ég setið á þessu kaffihúsi, bara setið meðal gamalla Fransmanna, karla og kvenna, sem drukku rauðvín úr vatnsglösum. Ég var hér í auvirðilegum bæ í ómerkilegu héraði. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 153 orð | 1 mynd

Siðferðileg breytni

BRESKI heimspekingurinn Simon Critchley heldur fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands kl. 17 á þriðjudag í Odda, stofu 101. Fyrirlesturinn nefnist: Ethics... Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 412 orð | 1 mynd

SÖGUÞÆTTIR AF SÆBORG

DAGLEGT líf mitt er þegar umvafið nýjustu tækni og vísindum. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 576 orð

TÚNFÍFLAR OG FLEIRA SKYLT

SUMARIÐ tók daginn snemma í ár og nú er hver túnbleðill fullur af heiðgulum fíflum. Margir hafa ama af þessari harðgeru jurt og berjast gegn vexti hennar með öllum ráðum. Meira
24. maí 2003 | Menningarblað/Lesbók | 569 orð

VIÐMIÐ FYRIR LIST Á NÝRRI ÖLD

UMFJÖLLUN fjölmiðla um yfirlitssýningu Matthews Barneys, Cremaster-hringinn, sem stendur nú yfir í Guggenheim-safninu, hefur verið afar lofsamleg. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.