Greinar þriðjudaginn 1. júlí 2003

Forsíða

1. júlí 2003 | Forsíða | 198 orð | 1 mynd

Al-Aqsa-samtökin lýsa yfir vopnahléi

Al-AQSA-SAMTÖKIN, hin vopnuðu undirsamtök Fatah-hreyfingarinnar, lýstu yfir í gær að þau myndu virða þriggja mánaða vopnahlé eins og önnur samtök Palestínumanna hafa sagst ætla að gera. Meira
1. júlí 2003 | Forsíða | 106 orð

Mesti hiti í Reykjavík í rúm 60 ár

JÚNÍMÁNUÐUR var með eindæmum hlýr um allt land og lítið um úrkomu. Í Reykjavík hefur meðalhitinn til að mynda ekki mælst hærri í rúm 60 ár eða síðan árið 1941, að sögn Þórönnu Pálsdóttur veðurfræðings. Meira
1. júlí 2003 | Forsíða | 176 orð

Sakar yfirvöld um að stuðla að vændi

KIRKJAN í Grikklandi sakar borgaryfirvöld í Aþenu um að stuðla að eflingu kynlífsferðamennsku í kringum Ólympíuleikana 2004, vegna tillögu sem þau hafa lagt fram um að rýmka löggjöf um vændi fyrir leikana. Meira
1. júlí 2003 | Forsíða | 347 orð | 1 mynd

Shell selur hlut sinn í Skeljungi á genginu 12

SHELL Petroleum Company seldi allan hlut sinn í Skeljungi hf. í gær til Burðaráss hf. og Sjóvár-Almennra trygginga hf. á genginu 12 krónur á hlut. Lokagengi félagsins í Kauphöll Íslands á föstudag var hins vegar 15,70 krónur. Meira
1. júlí 2003 | Forsíða | 243 orð | 1 mynd

Telur tugi Íraka hafa látið lífið

TALIÐ er að tugir Íraka hafi látist í sprengingu í vopnabúri í bænum Hadithah um 250 km norðvestur af Bagdad, á laugardag. Ekki var ljóst í gær hvað olli sprengingunni en engir hermenn bandamanna fórust. Meira

Baksíða

1. júlí 2003 | Baksíða | 411 orð

130 milljónir í gegnum fyrirtæki á Íslandi

ÍSLENSKT fyrirtæki og nokkrir íslenskir ríkisborgarar eru grunaðir um aðild að stórfelldu skattsvikamáli í Svíþjóð. Svikin tengjast greiðslum til bílstjóra í vöruflutningaakstri til og frá Svíþjóð. Meira
1. júlí 2003 | Baksíða | 129 orð

Bensínlítrinn hækkar um 2,30 kr.

OLÍUFÉLÖGIN þrjú, Olíufélagið-Esso, Skeljungur og Olís, hækka öll bensínlítrann í dag um 2 krónur og 30 aura. Lítrinn af dísilolíu hækkar um 1,50 kr., flotaolía um 1,30 kr. og svartolía um 1 kr. og 50 aura. Meira
1. júlí 2003 | Baksíða | 95 orð | 1 mynd

Fallegar kvöldsögur til sölu

ÝMISLEGT skemmtilegt má finna á gangstéttinni á nýuppgerðri Hafnargötunni í Keflavík þar sem vinkonurnar María Kjartansdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir halda götusölur til styrktar Rauða krossinum ásamt Axeli, bróður Guðbjargar. Þar má m.a. Meira
1. júlí 2003 | Baksíða | 181 orð | 1 mynd

Getur borað þrjú göt í einu

SINDRI í Reykjavík afhenti Ístaki nýjan Atlas Copco-borvagn í gær. Verður hann notaður til að bora 5,9 km jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Í gærmorgun var búið að bora 127 m inn í bergstálið Reyðarfjarðarmegin. Meira
1. júlí 2003 | Baksíða | 130 orð | 1 mynd

Jóni Arnóri boðið til Dallas

JÓNI Arnóri Stefánssyni körfuknattleiksmanni hefur verið boðið að leika með NBA-liði Dallas Mavericks um miðjan þennan mánuð en þá hefst í Boston sumardeildin svonefnda. Meira
1. júlí 2003 | Baksíða | 43 orð | 1 mynd

Litið á ljósmyndir á Austurvelli

Á AUSTURVELLI er nú stór ljósmyndasýning sem vekur athygli allra sem þangað sækja. Myndirnar eru margar forvitnilegar og ekki alltaf ljóst við fyrstu sýn hvað á þeim er. Meira
1. júlí 2003 | Baksíða | 209 orð

Mývargur hrellir sumarbústaðaeigendur

MIKIÐ hefur borið á mývargi í Grímsnesi að undanförnu, allt frá Írafossi og niður með Soginu. Meira

Fréttir

1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 148 orð

Athugasemd frá ÍSÍ

VEGNA fréttar í Morgunblaðinu sunnudaginn 29. júní s.l. Meira
1. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 190 orð

Aukin kostnaðarvitund lækna í Danmörku

DANSKIR læknar eru farnir að hugsa meira um að skrifa upp á ódýr samheitalyf og hugsa um kostnað í heilbrigðiskerfinu þegar þeir vísa sjúklingum sínum á lyf, að því er danski Jyllands-Posten greinir frá í gær. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 237 orð

Ákærðir fyrir ólöglegar handtökur

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært tvo lögregluþjóna í Reykjavík fyrir meintar ólöglegar handtökur tvær nætur í miðborginni í mars sl. Jafnframt er þeim gefin að sök röng skýrslugerð í tengslum við handtökurnar og brot í opinberu starfi. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 469 orð | 1 mynd

Árverkni kom í veg fyrir að stórslys yrði

KOMIÐ var í veg fyrir stórslys á Djúpavogi í síðustu viku, þegar 136 kg TNT sprengjuhleðslu úr bresku seguldufli var naumlega forðað undan brotajárnspressun. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Báturinn spúlaður

AÐ MÖRGU þarf að hyggja þegar sjómennskan er annars vegar. Þessi maður spúlaði bátinn sinn enda er aldrei verra að hafa hreint og fínt þegar haldið er til móts við undur hafsins. Meira
1. júlí 2003 | Landsbyggðin | 77 orð | 1 mynd

Bændagisting í Efsta-dal

ÞRÁTT fyrir að Laugarvatn hafi verið mikill ferðamannastaður í gegnum tíðina hefur ekki verið bændagisting í Laugardalnum fram til þessa. Nú hafa hjónin Björg Ingvarsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson í Efsta-dal bætt úr þessu. Meira
1. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Dauðadóms krafist

SAKSÓKNARAR í Indónesíu fóru í gær fram á dauðadóm yfir Amrozi, sem grunaður er um aðild að sprengjutilræðinu á Balí í október á síðasta ári, en það kostaði 202 lífið. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Doktor í iðnaðarverkfræði

*JAKOB Már Ásmundsson varði doktorsritgerð sína 13. desember sl, í iðnaðarverkfræði á sviði aðgerðarannsókna og framleiðslustjórnunar, við Purdue-háskóla í Bandaríkjunum. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Dugar ekki að nota 100 ára gamlar mælingar

YFIR 100 ár eru síðan áhöfn skonnortunnar Díönu mældi dýpi Reyðarfjarðar en vegna framkvæmda á Austfjörðum þykir nauðsynlegt að sjókort byggist á ítarlegri mælingum en hingað til hefur verið treyst á. Meira
1. júlí 2003 | Landsbyggðin | 103 orð | 1 mynd

Efnalaug Sauðárkróks flytur í nýtt húsnæði

NÝVERIÐ flutti Efnalaug Sauðárkróks í nýtt húsnæði að Borgarflöt 1. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 361 orð | 2 myndir

Ekki fallist á beiðni forstjóra um ársleyfi

LÝÐHEILSUSTÖÐ tekur til starfa í dag. Guðjón Magnússon læknir, sem skipaður var forstjóri Lýðheilsustöðvar til fimm ára frá 1. Meira
1. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 435 orð

Engin húrrahróp í tilefni dagsins

SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, tekur við forystu innan Evrópusambandsins, ESB, í dag og mun hann gegna því embætti næsta misserið. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð

Ferðum haldið áfram að Kárahnjúkum

FLUGFÉLAG ÍSLANDS, í samstarfi við Ferðaþjónustu Tanna á Eskifirði, hefur ákveðið að halda áfram að selja í dagsferðir að Kárahnjúkavirkjun í sumar. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð

Féll þrjá metra af svölum

MAÐUR féll 3 metra af svölum nýbyggingar í Árbæjarhverfi í Reykjavík um miðjan dag á sunnudag en maðurinn var að vinna við klæðningu á þakskyggni er hann féll niður. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Fluttu inn hass í niðursuðudósum

ÞJÓÐVERJI og Breti voru dæmdir í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir innflutning á þremur kílóum af hassi til landsins í þremur ferðum, síðast 1. júní sl. Meira
1. júlí 2003 | Landsbyggðin | 248 orð | 1 mynd

Frábær þátttaka á Húsavík

UM 100 börn og unglingar af báðum kynjum sóttu námskeið í knattspyrnu á Húsavík á dögunum; það hófst á föstudagsmorgni og stóð fram á sunnudag. Knattspyrnuskóli Arnórs Guðjohnsen stóð fyrir námskeiðinu. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 90 orð

Fréttir af Austurlandi á einni síðu

Í MORGUNBLAÐINU í dag birtist fyrsta síðan með svæðisbundnum fréttum frá Austurlandi. Munu slíkar síður birtast reglulega í blaðinu framvegis. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 305 orð | 2 myndir

Fylgdu ekki fyrirmælum

RANNSÓKN er hafin á ástæðum þess að litháensk flugvél flaug lágt yfir byggðina í Þingholti á áttunda tímanum á sunnudagskvöld. Meira
1. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 489 orð | 1 mynd

Grafið á stærra svæði en áður

FORNLEIFAUPPGRÖFTUR á Gásum, í Hörgárbyggð í Eyjafirði, hefst í dag og er það í sambandi við Gásaverkefnið. Þetta er þriðja árið í röð sem grafið er í búðunum og stendur uppgröfturinn að þessu sinni í átta vikur eða fram í ágústlok. Meira
1. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 141 orð

Grafir hunda Bismarcks fundnar

GRAFIR tveggja hunda Ottos von Bismarcks, mannsins sem mestan þátt átti í að sameina Þýzkaland í eitt ríki á 19. öld, eru fundnar, þar sem á sínum tíma var sumarbústaður kanzlarans í Pommern-héraði en nú er pólskur barnaskóli. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 166 orð

Grunaður um ofbeldi gegn nemendum sínum

FYRRUM grunnskólakennari í skóla á landsbyggðinni sætir nú lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa beitt nemendur sína ofbeldi í vetur með því að hafa límt fyrir munn þeirra með límbandi, sérstaklega eins þeirra. Meira
1. júlí 2003 | Austurland | 916 orð | 1 mynd

Gönguleiðir á Austurlandi metnaðarfullt framtak í ferðaþjónustu

MARKAÐSSTOFA Austurlands hefur í fjögur ár unnið að eflingu ferðaþjónustu í fjórðungnum. Framkvæmdastjóri hennar, Jóhanna Gísladóttir, lætur nú af störfum og við tekur Gunnar Hermannsson markaðsfræðingur. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 106 orð

Háskólanemar á Skógum fyrstu helgina í...

Háskólanemar á Skógum fyrstu helgina í júlí Félag verkfræðinema skipuleggur ferð fyrir háskólanema helgina 4.-6. júlí á Skógum. Farið verður í fjallgöngu, keppt í ýmsum íþróttagreinum á Skógaleikum 2003, m.a. í reipitogi, stígvélakasti og tvífarakeppni. Meira
1. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 63 orð | 1 mynd

Heldur kaldara nyrðra

HELDUR var kaldara í veðri norðanlands í gær en verið hefur síðustu daga, en þá nutu heimamenn og gestir þeirra einstakrar veðurblíðu. Þrátt fyrir það halda menn sínu striki, enda þýðir lítið annað en njóta sumardaganna þótt veðrið sé misjafnt. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð | 2 myndir

Hinn 19 ára Luke McShane tryggði sér sigur í 8. umferð

ENGLENDINGURINN ungi Luke McShane bar sigur úr býtum á Alþjóðlega atskákmótinu, Greenland Open 2003, með 8½ vinning. Mótinu lauk í gær þegar níunda umferðin var tefld en McShane hafði tryggt sér sigur í 8. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 203 orð

Hjartavélin ekki í gangi um helgar

FRÁ 1. júlí verða engar helgarvaktir hjá þremur starfsmönnum skurðlækningasviðs er stýra hjarta- og lungnavél. Vélin er einkum notuð við opnar hjartaaðgerðir, auk annarra tilfella vegna aðgerða eða slysa. Meira
1. júlí 2003 | Austurland | 95 orð | 1 mynd

Hreindýr og álftin Hreiðar

Í KLAUSTURSELI á Jökuldal rekur Aðalsteinn Jónsson dýragarð samhliða búi sínu. Þar má finna tvær hreindýrskýr, refi, fashana, álftina Hreiðar, hænsnfugla og endur, gæsir, kindur, kanínur og íslenska smalahunda. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 82 orð

Hætta fylgir öllu flugi

SAMGÖNGURÁÐHERRA segir mikið hafa verið lagt í öryggisþætti við endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar. "Það er auðvitað hætta sem fylgir öllu flugi. Meira
1. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 33 orð

Í kvöld verður söngvaka í Minjasafnskirkjunni...

Í kvöld verður söngvaka í Minjasafnskirkjunni á Akureyri kl. 20.30. Flutt verða sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu frá dróttkvæðum til veraldlegra söngva nítjándu og tuttugustu aldar. Flytjendur verða Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur... Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

JÓHANNES GEIR JÓNSSON

JÓHANNES Geir Jónsson listmálari lést aðfaranótt 29. júní á Landspítalanum eftir stutta sjúkdómslegu. Jóhannes fæddist á Sauðárkróki 24. júní 1927, sjöundi í röð tíu systkina, barna þeirra hjóna Jóns Þ. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 194 orð

Kröfu Móa ehf. mótmælt

FYRIRTÆKIN Hamar ehf., Mjólkurfélag Reykjavíkur svf. og Reykjagarður hf. mótmæltu í gær, í Héraðsdómi Reykjavíkur kröfu fuglabúsins Móa ehf. um staðfestingu nauðasamnings frá 2. júní 2003. Meira
1. júlí 2003 | Suðurnes | 394 orð | 1 mynd

Kvöldsaga til sölu

"Við erum oft með svona götusölu. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Laust embætti við Hæstarétt

HARALDUR Henrysson, dómari við Hæstarétt Íslands, mun láta afstörfum við réttinn þann 1. september næstkomandi, og hefur embættið verið auglýst laust til umsóknar. Haraldur hefur verið dómari við Hæstarétti í 15 ár, eða frá 1. september 1988. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 57 orð

Listræn Viðeyjarganga Í kvöld mun Kristinn...

Listræn Viðeyjarganga Í kvöld mun Kristinn E. Hrafnsson listamaður stýra gönguferð um listaverk bandaríska myndhöggvarans Richard Serra. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Lífinu tekið með ró

Á SUMRIN gefst krökkum góður tími til að leika sér og þurfa ekki að hanga inni yfir skólabókunum. Þessir strákar sem búa á Þórshöfn tóku lífinu með ró og voru að hanga úti, í bókstaflegri merkingu, þegar ljósmyndari smellti af þeim... Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 530 orð | 1 mynd

Lúnir en hæstánægðir göngugarpar á Skógum

AÐSTAÐA fyrir ferðamenn á tjaldstæðinu á Skógum undir Eyjafjöllum hefur gjörbreyst með tilkomu þjónustuhúss, sem reist var á tjaldstæðinu fyrir þremur árum. Meira
1. júlí 2003 | Miðopna | 862 orð | 1 mynd

Lyfjaverðið bólgnar ekki

Björn Ingi Hrafnsson ritaði laugardaginn 28. júní sl. harðorða en afar ónákvæma og grunnhyggna grein um lyfjamál í Morgunblaðið. Meira
1. júlí 2003 | Suðurnes | 292 orð | 1 mynd

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli í stærra húsnæði

LÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli flutti á dögunum inn í nokkuð nýstárlega viðbyggingu, sem ætlað er að leysa til skamms tíma þann húsnæðisvanda sem hefur sniðið laganna vörðum nokkuð þröngan stakk. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Margrét Kr. Sigurðardóttir til starfa á ritstjórn

MARGRÉT Kr. Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, sem verið hefur markaðsstjóri Morgunblaðsins frá því síðla árs 1992, hefur verið ráðin til starfa á ritstjórn blaðsins. Hún mun vinna að nýjum verkefnum tengdum helgarútgáfu Morgunblaðsins. Meira
1. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 886 orð | 4 myndir

Markmiðið að sem flestir geti notið staðarins

Í NÝJUM tillögum um nýtingu lands Lundar í Kópavogi, sem skipulagsnefnd Kópavogs samþykkti á fundi sínum 23. júní síðastliðinn og bæjarráð 26. júní, hefur íbúðabyggð komið í staðinn fyrir fyrri hugmyndir um þekkingarmiðstöð. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 160 orð

Ná víst ekki til tunglsins

ÚTSENDIR reikningar Símans ná ekki til tunglsins og til baka, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins sl. föstudag, 27. júní. Meira
1. júlí 2003 | Miðopna | 1939 orð | 2 myndir

Nýskipan orkumála

Hinn 1. júlí koma fern ný lög á sviði orkumála til framkvæmda, en það eru raforkulög, lög um Orkustofnun, lög um nýja stofnun, Íslenskar orkurannsóknir, og í fjórða lagi lög sem lúta að tengdum breytingum á ýmsum lögum á orkusviði. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 170 orð

Ólympíuleikar verði ekki skálkaskjól fyrir vændi

FRAMKVÆMDASTJÓRN Íþrótta- og ólympíusambands Íslands mun skýra Alþjóðaólympíunefndinni og ólympíunefnd Grikklands frá þeim upplýsingum og fullyrðingum sem ýmis samtök hafa komið á framfæri um áform borgaryfirvalda í Aþenu um að fjölga vændishúsum og... Meira
1. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 762 orð | 1 mynd

Óskarsverðlaunahafinn Katharine Hepburn látin

BANDARÍSKA leikkonan Katharine Hepburn lést á heimili sínu í Connecticut-ríki á sunnudag, 96 ára að aldri. Heilsu leikkonunnar hafði hrakað nokkuð undanfarin ár en að sögn vinkonu hennar var dánarorsökin elli. Meira
1. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 419 orð

Palestínskum föngum haldið í leynilegu fangelsi

ÍSRAELSKA öryggisstofnunin Shin Bet hefur haldið palestínskum föngum í einangrun vikum saman í leynilegu fangelsi. Palestínumenn, sem hafa setið í fangelsinu, segja að bundið hafi verið fyrir augu fanganna og þeim haldið í svörtum og gluggalausum klefum. Meira
1. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 206 orð

Peningalykt vegna veðurs

SÍÐUSTU daga hefur peningalykt sem stundum er kölluð svo, megn "Krossanesfýla", gert íbúum Akureyrar og ferðamönnum lífið leitt. Einn starfsmanna verksmiðjunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri verið að bræða glænýtt hráefni. Meira
1. júlí 2003 | Suðurnes | 272 orð | 1 mynd

"Amma fær kartöflurnar"

ÞAÐ ER líf og fjör í skólagörðunum í Reykjanesbæ um þessar mundir. Börnin hafa nýlokið við að gróðursetja og eru búin að koma dúkum yfir garðana sína svo kálflugurnar komist ekki í þá. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

"Loftárásir" á Miðnesheiði

Á MIÐNESHEIÐI er að finna her, sem ólíkt bandaríska varnarliðinu sem þar er einnig að finna, gerir stöðugar árásir á landann. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 179 orð

"Vélin allt annars staðar en maður er vanur að sjá"

SJÓNARVOTTUR sem Morgunblaðið hafði samband við, var staddur á bíl nálægt Hljómskálagarðinum þegar flugatvikið átti sér stað á sunnudag. "Við höfðum verið þarna fyrr um daginn og þá var Fokkervél að koma inn til lendingar á norður-suður brautinni. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð

Rangt nafn Rangt var farið með...

Rangt nafn Rangt var farið með nafn Jóhanns Péturssonar, fornbókasala, rithöfundar og vitavarðar, í skissu á síðu 6 á sunnudag. Beðist er velvirðingar á því. Færeyskir dagar Færeyskir dagar verða haldnir í Ólafsvík 4. til 6. Meira
1. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Róleg helgi hjá lögreglunni

LÖGREGLAN á Akureyri átti rólega helgi. Þó var talsverð umferð en hún gekk stórslysalaust fyrir sig. Fimmtán ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og níu ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með bílbelti við aksturinn. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 709 orð | 1 mynd

Sígild tónlist fyrir alla hópa

Ása Helga Hjörleifsdóttir er fædd árið 1984 í Reykjavík. Hún útskrifaðist af málabraut Menntaskólans í Hamrahlíð um síðustu áramót. Ása Helga hefur frá átta ára aldri lært á þverflautu. Í MH söng hún í skólakórnum auk þess að taka þátt í starfsemi leikfélagsins, hún hefur einnig æft dans. Í haust mun Ása halda til Manitoba í Kanada þar sem hún mun nema leiklist, bókmenntir og heimspeki í Háskólanum í Manitoba ásamt því að halda áfram þverflautunáminu. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Símar rauðglóandi

STARFSMENN Veðurstofu Íslands segja að sími Veðurstofunnar hafi ekki stoppað alla helgina en þangað hringdi fjöldi fólks til að lýsa óánægju sinni með hversu illa rættist úr veðurspánni. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Spjallað við gæsir

HÚSDÝRAGARÐURINN er fullur af skemmtilegum dýrum, jafnt húsdýrum sem ýmsum fuglum. Á sumrin flykkjast börn sem fullorðnir í garðinn góða og eyða þar lunganum úr deginum. Börn á leikjanámskeiðum ÍTR eru þar fremst í flokki. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Stálu dínamíti í Hafnarfirði

NÍU þjófnaðarmál voru tilkynnt til lögreglunnar í Hafnarfirði um helgina. Meðal annars var brotist inn í verkstæðisbyggingu í Hellnahrauni í Hafnarfirði og þaðan stolið 8 túpum af dínamíti. Meira
1. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Straw segir Írana geta orðið af viðskiptum við Evrópusambandið

JACK Straw, utanríkisráðherra Bretlands, varaði í gær Írana við því að vonir þeirra um aukin viðskipti við lönd Evrópusambandsins yrðu að engu ef þeir heimiluðu ekki aukið eftirlit Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, IAEA, í Íran. Meira
1. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Stærsta háhýsi Norðurlanda

SÆNSKUR maður virðir fyrir sér fyrstu hæðirnar á háhýsi í Málmey sem kemur til með að verða 54 hæða og 190 m skýjakljúfur. Háhýsið er hönnun spænska arkitektsins Santiago Calatrava og kallar hann verkið Bolvinduna (Turning Torso). Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 144 orð | 2 myndir

Sumargleði CP-félagsins í Reykholti í Biskupstungum

SUMARHÁTÍÐ CP-félagsins var haldin um sl. helgi í annað sinn. Mikið var um gleði og skemmtun. Farið var í Friðheima, þar fóru börnin á hestbak, í sund í sundlauginni á Geysi og dýragarðinn í Slakka, Laugarási. Meira
1. júlí 2003 | Austurland | 227 orð | 1 mynd

Sýning opnuð um Kárahnjúkavirkjun

LANDSVIRKJUN opnaði um helgina sýningu í Végarði í Fljótsdal um Kárahnjúkavirkjun, aðdraganda hennar, undirbúning, framkvæmdir og áhrif þeirra. Meira
1. júlí 2003 | Suðurnes | 180 orð

Sönglagakeppni í tilefni Ljósanætur

REYKJANESBÆR efnir til sönglagasamkeppni í tilefni Ljósanætur 2003. Leitað er eftir lagi og texta sem getur orðið einkennislag fyrir menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, Ljósanótt. Það er þó ekki skilyrði að yrkisefnið verði Ljósanóttin sjálf. Meira
1. júlí 2003 | Austurland | 52 orð | 1 mynd

Tínur bróderaðar með birkirót

Á MINJASAFNI Austurlands eru fimmtudagar þjóðháttadagar, þar sem hæfileikafólk sýnir handverk og forna hætti með sýnikennslu. Hér er Hlynur Halldórsson á Miðhúsum að kynna gestum safnsins undirstöðuatriði tínugerðar. Meira
1. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Tólf fórust í flugslysi í Alsír

Björgunarmenn á slysstað í Boufarik, um 35 km vestur af Algeirsborg í Alsír í gær, þar sem að minnsta kosti tólf manns fórust þegar Hercules-herflutningaflugvél hrapaði á íbúðahverfi skömmu eftir flugtak. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Trillaði út með stólinn í innkaupakörfu

ÞRJÁR konur sáu til manns á miðjum aldri í Kringlunni sl. fimmtudag fara út með sýningarstól Péturs B. Lútherssonar húsgagnahönnuðar í innkaupakörfu. Þær létu Pétur vita eftir að hafa lesið frétt Morgunblaðsins sl. Meira
1. júlí 2003 | Austurland | 89 orð

Umhverfisráðherra skoðar 39 svæði

UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, ferðast nú um Austurland og skoðar svæði sem tilgreind eru í drögum að náttúruverndaráætlun, sem lögð verður fyrir Alþingi í haust. Meira
1. júlí 2003 | Landsbyggðin | 123 orð | 1 mynd

Upplýsingamiðstöð opnuð á Hvolsvelli

OPNUÐ hefur verið upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Hvolsvelli. Miðstöðin er til húsa við þjóðveg númer 1, eða Austurveg, þar sem verslunin 11-11 er einnig til húsa. Meira
1. júlí 2003 | Miðopna | 612 orð | 1 mynd

Varnarmálin: Einhliða áform verða að engu

VERULEGAR umræður hafa verið um, að Bandaríkjastjórn hafi tilkynnt hinni íslensku skömmu fyrir alþingiskosningarnar hinn 10. maí síðastliðinn, að bandarískar herþotur og björgunarþyrlur yrðu horfnar af landi brott í byrjun júní 2003. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 1086 orð

Vilja að trúnaði á bréfum verði aflétt

FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd og þingflokkur Vinstri grænna telja að aflétta eigi leynd yfir bréfaskriftum Bandaríkjaforseta og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra vegna viðræðna um framtíð bandarísks varnarliðs á Íslandi. Meira
1. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 245 orð

Þremur sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot

ÞREMUR starfsmönnum var sagt upp starfi hjá KFUM og KFUK á árunum 1988-1992 vegna gruns og ásakana um kynferðisbrot gegn börnum, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Meira
1. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 346 orð

Ökumaður sýknaður af manndrápi af gáleysi

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann af ákæru sem lögreglustjórinn á Húsavík höfðaði gegn honum fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var samkvæmt ákæru gefið að sök að hafa föstudaginn 11. Meira

Ritstjórnargreinar

1. júlí 2003 | Staksteinar | 341 orð

- Er foreldrum treystandi við val á nöfnum barna?

Pistilhöfundur á frelsi.is, málgagni Heimdallar, er ekki hrifinn af löggjöf um mannanöfn. Hann er þeirrar skoðunar að foreldrar eigi að njóta meira frelsis við nafngiftir barna sinna en lögin leyfi. Gefum höfundi orðið: "Í lögum um mannanöfn, nr. Meira
1. júlí 2003 | Leiðarar | 361 orð

Heimsókn forseta Þýskalands

Johannes Rau, forseti Þýskalands, hefur þriggja daga opinbera heimsókn sína til Íslands í dag. Heimsókn þessi er enn ein staðfestingin á innilegu og traustu sambandi Íslands og Þýskalands. Meira
1. júlí 2003 | Leiðarar | 459 orð

Tækifærin í Vatnsmýrinni

Þórólfur Árnason borgarstjóri lýsti í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag sjónarmiðum sínum um framtíð Vatnsmýrarinnar í Reykjavík og segir m.a.: "Vatnsmýrin er augljóslega tækifæri innan borgarmarkanna. Meira

Menning

1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

Aulahúmor

Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD. Bönnuð innan 16 ára. (101 mín.) Leikstjórn: Jay Chandrasekha. Aðalhlutverk: Broken Lizard-grínflokkurinn, Brian Cox. Meira
1. júlí 2003 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Cantabile tríó í Bláu kirkjunni

TRÍÓ Cantabile leikur létta tónlist í tónleikaröðinni Bláu kirkjunni á Seyðisfirði annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 82 orð | 2 myndir

ELLEFU Hálfopinberir og með öllu óformlegir...

ELLEFU Hálfopinberir og með öllu óformlegir tónleikar með hljómsveitinni Leaves. Fyrir dyrunum stendur tónleikaferð til Bandaríkjanna til að fylgja eftir útkomu fyrstu plötu sveitarinnar Breathe þar í landi. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 262 orð | 2 myndir

Englarnir í hæstu hæðum

ÖNNUR myndin um hina þokkafullu Engla Kalla flaug beint á topp bandaríska bíólistans, eins og búist hafði verið við. Þrátt fyrir yfirlýsingar í titlinum um að gefið yrði í botn skaust myndin þó ekki eins hratt á toppinn og vonir stóðu til. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 317 orð | 2 myndir

Glæparapp, grúppíur og geðtruflun

SEX myndir koma út á myndbandi í þessari viku og eru allar athyglisverðar, hver á sinn hátt. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 448 orð | 1 mynd

Hrein og bein verðlaunuð á hátíð í San Francisco

HEIMILDARMYNDIN Hrein og Bein eða " Straight Out -Stories From Iceland " eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Þorvald Kristinsson hlaut "Stu and Daves Excellent Documentary Award" sem eru verðlaun veitt bestu heimildarmyndinni á... Meira
1. júlí 2003 | Menningarlíf | 142 orð

Listasafn ASÍ sýnir verk úr eigin safni

LISTASAFN ASÍ opnar sýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Kristjáns Davíðssonar og Svavars Guðnasonar. Sýnd verða verk frá 5. og 6. áratug síðustu aldar sem öll eru í eigu safnsins. Um er að ræða verk sem safnið hefur hlotið að gjöf frá velunnurum sínum. Meira
1. júlí 2003 | Menningarlíf | 119 orð

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl.

Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsi kl. 12 Kvikmyndin SSL 25, eftir Óskar Jónasson í fjölnotasal hússins. Myndin er í tengslum við sýninguna Humar eða frægð - Smekkleysa í 16 ár. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 192 orð | 1 mynd

Morð eða slys?

GRACE Hazlett er sálfræðingur að mennt og flytur niðurbrotin heim til móður sinnar með son sinn eftir að hafa komist að framhjáhaldi eiginmanns síns. Þá fær hún í hendur rannsóknarverkefni við erfitt morðmál. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 568 orð | 1 mynd

Samdi á íslensku án þess að ætla sér það

HERA Hjartardóttir hefur látið lítið fyrir sér fara síðasta hálfa árið en í febrúar vann hún verðlaun sem söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum, heiður sem einungis Björk og Emilíönu Torrini hafði áskotnast áður. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 316 orð | 2 myndir

SIR SEAN Connery hefur verið veittur...

SIR SEAN Connery hefur verið veittur sá vafasami heiður að verða valinn sá sem leikið hafi með lélegasta hreim sem heyrst hefur í kvikmyndasögunni. Þetta er niðurstaða úttektar Empire kvikmyndaritsins. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 99 orð | 1 mynd

Skotin í stjúpu

Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Bönnuð innan 12 ára. (90 mín.) Leikstjórn og saga: Gary Winick. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver, Aaron Stanford, John Ritten. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 479 orð | 1 mynd

Sumarið er ekki tíminn

Á SUMRIN lifnar flestallt við nema sjónvarpsdagskráin, hún drabbast niður, visnar og verður að engu. Með örfáum undantekningum er vitatilgangslaust að kveikja á kassanum yfir hásumarið. Fínt, segja heilbrigðar sálir í hraustum líkama. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 143 orð | 2 myndir

Tónlistarhátíðin Við Djúpið

Á DÖGUNUM fór fram vegleg tónlistarhátíð á Ísafirði. Hátíðin bar yfirskriftina Við Djúpið en það voru Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Pétur Jónasson gítarleikari sem höfðu veg og vanda af henni. Auk þeirra tóku m.a. Meira
1. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 410 orð | 1 mynd

Uppi festur upp á þráð

Leikstjóri: Joel Schumacher. Handrit: Larry Cohen. Kvikmyndatökustjóri: Matthew Libatique. Tónlist: Harry Gregson. Aðalleikendur: Colin Farrell, Kiefer Sutherland, Forest Whitaker, Radha Mitchell, Katie Holmes, Paula Jai Parker. 81 mínúta. 20th Century Fox. Bandaríkin 2003. Meira
1. júlí 2003 | Menningarlíf | 1132 orð | 2 myndir

Þjóðverjar sjá sér pólitískan hag í að kynna menningu sína

Guðni Emilsson er aðalstjórnandi Kammersveitarinnar í Tübingen í Þýskalandi. Guðni hefur ferðast víða með Kammersveitinni, meðal annars til Afríku. Bergþóra Jónsdóttir talaði við Guðna, en á fimmtudagskvöld stjórnar hann sveitinni á tónleikum í Salnum. Meira

Umræðan

1. júlí 2003 | Aðsent efni | 481 orð | 1 mynd

Er ríkisútvarp-sjónvarp trúverðug stofnun?

Á TÍMUM gæðakrafna varðandi starfsemi fyrirtækja, í nánast öllum rekstri, innra eftirliti, aðild ýmissa staðla ásamt metnaði starfsmanna, rennur manni til rifja misjöfn meðferð sumra þáttagerðarmanna RÚV á formönnum stjórnmálaflokkanna í þættinum Á... Meira
1. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 267 orð | 1 mynd

Glórulaus ákvörðun

MIKIL og þörf umræða hefur skapast um þá ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs að byggja ofan í Fossvogsdalnum. Meira
1. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 408 orð | 2 myndir

Leiðrétting HÖRÐUR J.

Leiðrétting HÖRÐUR J. Oddfríðarson hafði samband og bað um leiðréttingu á ummælum sínum í Velvakanda, sem tekin hefðu verið niður í gegnum síma. Birtust ummælin í blaðinu laugardaginn 28. júní sl. Meira
1. júlí 2003 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Með kaffi á samviskunni

KAFFI er ómissandi drykkur í lífi margra Íslendinga og sjálf get ég varla hugsað mér að nokkur dagur líði án þess að ég fái mér kaffisopa. Meira
1. júlí 2003 | Aðsent efni | 504 orð | 1 mynd

Sérþarfalánin og vaxtamálin

ÁRIÐ 1976 voru samþykkt lög frá Alþingi sem gjörðu Húsnæðismála-stofnun ríkisins kleift að lána á beztu kjörum þeim öryrkjum sem þurftu vegna aðstæðna sinna að breyta eða endurbæta húsnæði hjá sér, sem sagt aðgengislán vegna hreyfihömlunar fyrst og... Meira
1. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 415 orð

Varnamál og vanefndir: Bardagamennirnir sendir heim

ENGA umræðu hef ég heyrt eða séð um þá staðreynd að Ameríkaninn er búinn að senda landgönguliðana, U.S. Marines, heim. Meira

Minningargreinar

1. júlí 2003 | Minningargreinar | 449 orð | 1 mynd

BRAGI HÓLM KRISTJÁNSSON

Bragi Hólm Kristjánsson fæddist á Ísafirði 1. júlí 1939. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi að morgni laugardagsins 7. júní. Bragi Hólm var elsti sonur hjónanna Helgu Magnúsdóttur og Kristjáns Hólm Jónassonar. Meira  Kaupa minningabók
1. júlí 2003 | Minningargreinar | 2718 orð | 1 mynd

HJÁLMAR STEINÞÓR BJÖRNSSON

Hjálmar Steinþór Björnsson fæddist á Mosvöllum í Önundarfirði, 14. október 1959. Hann lést af slysförum í fjallgöngu í Skutulsfirði 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Petólína Sigmundsdóttir, f. í Hælavík í Sléttuhreppi, 16. Meira  Kaupa minningabók
1. júlí 2003 | Minningargreinar | 1375 orð | 1 mynd

INGUNN BERNBURG

Ingunn Elísabet Karlsdóttir Bernburg fæddist 22. september 1916. Hún lést 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karl Friðriksson, brúarsmiður og vegavinnustjóri, og Guðrún Sigurðardóttir. Þau bjuggu á Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Meira  Kaupa minningabók
1. júlí 2003 | Minningargreinar | 496 orð | 1 mynd

KRISTÍN SIGRÍÐUR SIGURPÁLSDÓTTIR

Kristín Sigríður Sigurpálsdóttir fæddist á Rein í Hegranesi í Skagafirði 25. mars 1922. Hún lést á Landspítalanum 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurpáll Sigurðsson og Ingibjörg Jónsdóttir, sem bjuggu á Steindyrum í Svarfaðardal. Meira  Kaupa minningabók
1. júlí 2003 | Minningargreinar | 734 orð | 1 mynd

VIGDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR

Vigdís Guðjónsdóttir fæddist í Vetleifsholtsparti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 23. apríl 1911. Hún lést á Droplaugarstöðum að kvöldi 21. júní síðastliðins. Foreldrar hennar voru Þórunn Ólafsdóttir, f. 1889, d.1978, og Guðjón Guðmundsson, f. 1889, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Kaupþing jók hlut sinn jafnt og þétt

KAUPÞING Búnaðarbanki, áður Kaupþing banki, var fyrir viðskiptin í gær stærsti hluthafinn í Skeljungi, með 27,6% hlutafjár. Félagið byrjaði að auka hlut sinn í Skeljungi fyrir um einu og hálfu ári, en 7. Meira
1. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 324 orð | 1 mynd

Shell gaf tóninn

BENEDIKT Jóhannesson, stjórnarformaður Burðaráss, Skeljungs og Haukþings, segir aðspurður af hverju bæði Shell og Haukþing hafi selt hluti sína í Skeljungi á genginu 12 sem er 20% undir núverandi markaðsgengi sem er 15, að líklega hefði Shell viljað... Meira
1. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 611 orð

Shell selur allan hlut sinn í Skeljungi

BURÐARÁS hf., fjárfestingarfélag Eimskips hf., og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. keyptu í gær 20,69% hlut Shell Petroleum Company Ltd. í Skeljungi hf. Meira
1. júlí 2003 | Viðskiptafréttir | 319 orð

Stuðningur við tilboð Baugs dreginn til baka

ÓHÁÐIR stjórnendur hjá Hamleys, bresku leikfangaversluninni sem Baugur hefur gert yfirtökutilboð í, hafa dregið til baka stuðning sinn við tilboð Baugs. Meira

Daglegt líf

1. júlí 2003 | Neytendur | 139 orð | 1 mynd

Ánægð með viðtökur á lífrænni jógúrt

VIÐTÖKUR á jógúrt úr lífrænni mjólk hafa verið góðar og forsvarsmenn ánægðir með undirtektir neytenda. "Viðbrögð hafa verið framar vonum. Við nýtum nú hátt í 50% framleiðslugetunnar en lágmarksvæntingar okkar voru 25% fyrsta árið. Meira
1. júlí 2003 | Neytendur | 293 orð | 1 mynd

Fólk á að geta fengið leigubíl með barnastól

FARÞEGAR eiga að geta fengið leigubíl með barnabílstól, segir Sigurður Helgason, sviðsstjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu, í nýjasta tölublaði Taxa, tímarits leigubílstjóra. Meira
1. júlí 2003 | Neytendur | 144 orð | 1 mynd

Jarðarberjatímanum að ljúka í bili

FYRRI uppskeru á íslenskum jarðarberjum er nú að ljúka og segir Eiríkur Ágústsson garðyrkjubóndi í Silfurtúni á Flúðum að framboðið sé að "detta niður" því þrjár stærstu uppskeruvikurnar séu að baki. Meira
1. júlí 2003 | Neytendur | 179 orð | 1 mynd

Vistvernd í verki - ráð vikunnar

Jarðgerð Langstærstur hluti heimilissorps er lífrænn úrgangur eða um 30-50% af þyngd þess. Að frátöldum eiturefnum eru lífrænar leifar sá úrgangur sem mengar umhverfið mest við urðun og brennslu. Meira

Fastir þættir

1. júlí 2003 | Árnað heilla | 78 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 2. júlí, er sextugur Gylfi Gunnarsson, endurskoðandi, Breiðvangi 69, Hafnarfirði. Meira
1. júlí 2003 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli .

75 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 1. júlí, eiga 75 ára afmæli hjónin Ásthildur Guðmundsdóttir og Sigvaldi Jónsson . Þau eiga einnig brúðkaupsafmæli í dag. Meira
1. júlí 2003 | Árnað heilla | 21 orð

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 1. júlí, er áttræð Sigurlín Ágústsdóttir, Hringbraut 15, Hafnarfirði. Hún er að heiman í... Meira
1. júlí 2003 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, þriðjudaginn 1. júlí, er áttræður Óskar Ingibersson, skipstjóri, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Eiginkona hans er Hrönn Torfadóttir. Þau hjónin taka á móti gestum laugardaginn 5. júlí milli kl. 16-19 í Selinu við Vallarbraut 6,... Meira
1. júlí 2003 | Dagbók | 172 orð | 1 mynd

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs hópa kl. 10-14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrir bænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Samvera foreldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Meira
1. júlí 2003 | Fastir þættir | 272 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Sveitakeppni opna flokksins í Menton var flókin smíð sem fram fór í mörgum lotum. Fyrst var liðunum 137 skipt í 8 sveita riðla og komust þrjár efstu sveitir hvers riðils áfram í 54 liða hóp. Í næstu lotu var sá hópur skorinn niður um helming í 27... Meira
1. júlí 2003 | Fastir þættir | 96 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sumarspilamennska í Gjábakka Þokkaleg mæting er í Gjábakkanum á föstudögum og er spilað á 7-9 borðum. Það mættu 14 pör 20. júní og þá urðu úrslitin þessi í N/S: Hörður Davíðss. - Einar Einarss. 189 Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 180 Rafn Kristjánss. Meira
1. júlí 2003 | Dagbók | 37 orð

LJÓÐABROT -

Stúlkurnar ganga sunnan með sjá með línsvuntur langar og léreftin smá. Það mun vera stúlkan mín sem á eftir ríður, hún ber gull og festi, spennsli ofan á belti, laufaprjóna ber hún þrjá, fögur er hún framan á, með gullspöng um enni, og það sómir... Meira
1. júlí 2003 | Dagbók | 506 orð

(Matt. 24, 31.)

Í dag er þriðjudagur 1. júlí, 182. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hann mun senda út engla sína með hvellum lúðri, og þeir munu safna hans útvöldu úr áttunum fjórum, himinskauta milli. Meira
1. júlí 2003 | Fastir þættir | 103 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5. 0-0 Rc6 6. c3 g6 7. d4 cxd4 8. cxd4 Bg7 9. Rc3 Hd8 10. Da4 a6 11. Be3 Ha8 12. Hac1 Rf6 13. e5 dxe5 14. dxe5 Rg4 15. Hfd1 Df5 16. Rd5 0-0 Staðan kom upp á Skákþingi Hafnarfjarðar sem lauk fyrir skömmu. Meira
1. júlí 2003 | Fastir þættir | 800 orð | 3 myndir

Spenna og dramatíkin allsráðandi

Viðburðaríku Íslandsmóti sem haldið var á Selfossi lauk á sunnudag þar sem spennan og dramatíkin réðu ríkjum. Valdimar Kristinsson brá sér austur fyrir fjall og barði augum þá glæstu gæðinga sem börðust ásamt knöpum sínum í úrslitum. Meira
1. júlí 2003 | Fastir þættir | 60 orð

Suðurnesjamenn harðir í bikarnum Sveit sem...

Suðurnesjamenn harðir í bikarnum Sveit sem kallar sig Suðurnesjamenn fékk sveit Baldurs Bjartmarssonar í heimsókn sl. föstudag og var spilað í félagsheimili bridsspilara við Sandgerðisveg hinn gamla. Meira
1. júlí 2003 | Viðhorf | 790 orð

Tortryggjum hervald

Flestir geta fallist á að það sé hlutverk ríkisins að verja rétt borgaranna; annars vegar fyrir hver öðrum, með lögregluvaldi, og hins vegar fyrir borgurum annarra ríkja, með hervaldi. Meira
1. júlí 2003 | Dagbók | 107 orð

Tónleikar drengjakórs frá Minnesota í Bandaríkjunum

TÓNLEIKAR bandarísks drengjakórs (Land of Lakes Choirboys - Minnesota's Singing Boys) frá Minnesota í Bandaríkjunum verða haldnir í Grafarvogskirkju þriðjudagskvöldið 1. júlí nk. kl. 20. Meira
1. júlí 2003 | Fastir þættir | 538 orð

Úrslit

Íslandsmót eldri flokka haldið á Selfossi Meistaraflokkur/tölt 1. Haukur Tryggvason, Létti, Dáð frá Halldórsstöðum, 8,00/8,72 2. Sveinn Ragnarsson, Fáki, Hringur frá Húsey, 7,33/8,55 3. Hans Kjerúlf, Freyfaxa, Hjörtur frá Úlfsstöðum, 7,83/7,88 4. Meira
1. júlí 2003 | Fastir þættir | 374 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

UMRÆÐUR um veður eru vinsælar á Íslandi rétt eins og annars staðar þar sem umskipti í veðri eru mikil. Þá eru veðurfregnir fyrirferðarmiklar í fjölmiðlum. Meira

Íþróttir

1. júlí 2003 | Íþróttir | 186 orð

Beckham í vandræðum

ENSKA knattspyrnusambandið, FA, hefur krafið David Beckham fyrirliða landsliðsins skýringa á því hvers vegna hann notaði enska landsliðsbúninginn í auglýsingaferð sinni til Japans á dögunum. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

* DRENGUR sem kom í heiminn...

* DRENGUR sem kom í heiminn hinn 28. júní sl. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 401 orð | 1 mynd

Fetar James í fótspor Duncans eða Smiths?

Á ÁRUM áður var það mál manna sem fylgdust náið með NBA-deildinni að forráðamenn "slökustu" liðanna kepptust við að láta liðið ná slökum árangri með það sem markmið að krækja í fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar, í þeirri von að ná í "gimstein" sem gæti snúið við blaðinu hjá sökkvandi skipi. Leikmann í sama gæðaflokki og Larry Bird, Magic Johnson eða Michael Jordan. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 83 orð

Fimm sjálfsmörk í fjórtán leikjum

ÞAÐ hefur blásið hressilega á móti leikmanni norska 1. deildarliðsins Ørn-Horten, Joar Harøy, það sem af er leiktíðinni en hann hefur skorað fimm sinnum í eigið mark það sem af er leiktíðinni í 14 leikjum. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Golding sló í gegn í París

ENGLENDINGURINN Philip Golding tryggði sér sigur með eins höggs mun á Opna franska mótinu í golfi með því að ná fugli á síðustu holunni og endaði hann á 15 höggum undir pari. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 537 orð | 1 mynd

Guðjón Þórðarson stjórnar Barnsley

"ÞAÐ verður mjög gaman að takast á við þetta verkefni og ég hlakka til að byrja að þjálfa aftur," sagði Guðjón Þórðarson í samtali við Morgunblaðið í gær en hann hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Barnsley sem leikur í ensku 2. deildinni. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Haukar og Keflvíkingar áfram

Í KVÖLD hefjast 16-liða úrslit í bikarkeppni karla. Þór fær Víking í heimsókn, FH mætir Þrótti í Hafnarfirði, Skagamenn taka á móti toppliði 1. deildar, Keflavík. Haukar fara á Laugardalsvöllinn og etja kappi við Framara og Grindvíkingar fara til Eyja og leika við ÍBV. 16-liða úrslitum lýkur á morgun með þremur leikjum. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

* HELGI Sigurðsson lék allan tímann...

* HELGI Sigurðsson lék allan tímann í fremstu víglínu Lyn þegar liðið gerði jafntefli við Vålerenga , 1:1, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Helgi fékk tvö góð marktækifæri en honum lánaðist ekki að skora. * JÓHANN B. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 110 orð

Hughes vill fara á Old Trafford

MARK Hughes segir við BBC að það sé vissulega ögrandi verkefni að gera aðstoðarmaður Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United en hinsvegar hafi hann ekki áhuga á starfinu. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 442 orð | 1 mynd

* Í GÆR voru verðlaunaðir þeir...

* Í GÆR voru verðlaunaðir þeir knattspyrnumenn og -konur sem skarað hafa fram úr í fyrstu umferðum Landsbankadeildanna. Hjá körlunum var kosið lið 1.-6. umferðar , besti leikmaður 1.-6. umferðar, besti þjálfari 1.-6. umferðar og dómari 1.-6. umferðar. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 39 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 16-liða úrslit: Akureyrarvöllur: Þór - Víkingur R 19.15 Kaplakrikavöllur: FH - Þróttur R 19.15 Akranesvöllur: ÍA - Keflavík 19.15 Laugardalsvöllur: Fram - Haukar 19.15 Hásteinsvöllur: ÍBV - Grindavík 19.15... Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 410 orð

Jóni Arnóri boðið að leika með Dallas Mavericks í sumardeildinni

JÓNI Arnóri Stefánssyni körfuknattleiksmanni hefur verið boðið að leika með NBA-liði Dallas Mavericks í sumardeildinni svokölluðu, en hún hefst í Boston 15. júlí. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 27 orð

KNATTSPYRNA Svíþjóð Djurgarden - Hammarby 3:0...

KNATTSPYRNA Svíþjóð Djurgarden - Hammarby 3:0 Enköping - IFK Göteborg 0:1 Malmö FF - Helsingborg 5:0 Staðan: Djurgården 1281329:1025 Hammarby 1264217:1422 Malmö 1263322:1221 AIK 1162320:1320 Örebro 1161419:1819 Helsingborg 1253414:1918 Halmstad... Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 103 orð

Magdeburg til landsins

ÞÝSKA handknattleiksfélagið Magdeburg, sem Alfreð Gíslason þjálfar og Sigfús Sigurðsson leikur með, verður meðal liða á Opna Reykjavíkurmótinu í handknattleik sem fram fer í lok ágúst. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 148 orð

Magnús Lárusson stendur í ströngu

ÖRN Sölvi Halldórsson og Steinunn Eggertsdóttir hafa valið kylfinga sem skipa unglingalandslið Íslands í pilta- og stúlknaflokki í næstu verkefnum golflandsliðanna. Piltalandsliðið tekur þátt í Evrópumóti landsliða í Tékklandi dagana 8.-12. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 192 orð

Meistaramót þeirra eldri

MEISTARAMÓT eldri leikmanna í handknattleik verður haldið í fyrsta sinn í sumar. Mótið er fyrir 35 ára og eldri og fer fram í Vínarborg 21. til 24. ágúst. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 174 orð

Sonur Gaddafis til Perugia

SONUR Gaddafis, einvalds Líbýu undanfarna áratugi, Saadi Gaddafi, hefur samið við ítalska knattspyrnuliðið Perugia til eins árs en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Tryggvi og Indriði í "Bosman" -úrvalsliði

TRYGGVI Guðmundsson, Stabæk, og Indriði Sigurðsson, Lilleström, eru í úrvalsliði væntanlegra "Bosman"-leikmanna sem norska dagblaðið Verdens Gang hefur valið, en alls eru 83 leikmenn í norsku úrvalsdeildinni sem geta samið við önnur félög í dag, 1. júlí. Meira
1. júlí 2003 | Íþróttir | 141 orð

Viktor semur við TOP Oss í Hollandi

VIKTOR Bjarki Arnarsson, leikmaður með 21-árs landsliðinu í knattspyrnu, hefur komist að samkomulagi við hollenska 1. deildarfélagið TOP Oss um eins árs samning. Meira

Úr verinu

1. júlí 2003 | Úr verinu | 243 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Hlýri 72 70 71...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Hlýri 72 70 71 2,231 158,631 Lúða 149 123 126 55 6,919 Skarkoli 146 139 140 415 58,294 Skata 167 167 167 11 1,837 Skrápflúra 45 45 45 222 9,990 Steinbítur 82 66 75 525 39,167 Ufsi 27 24 26 20,796 534,529 Und. Meira
1. júlí 2003 | Úr verinu | 182 orð

New York Times segir Íslendinga enn stunda hvalveiðar

ÞAÐ er vitað að Íslendingar eru á meðal þeirra þjóða sem enn veiða hvali þrátt fyrir hvalveiðibann Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1986. Svo segir a.m.k. í leiðara bandaríska dagblaðsins New York Times á laugardag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.