Greinar fimmtudaginn 17. júlí 2003

Forsíða

17. júlí 2003 | Forsíða | 191 orð | 1 mynd

Áfram spáð góðu veðri um allt land

TALIÐ er að samtals rúmlega sex þúsund manns hafi notið sólarinnar á ylströndinni í Nauthólsvík í gær, að sögn Ómars Skarphéðinssonar, forstöðumanns ylstrandarinnar. Hann segir að á venjulegum góðum degi séu um 2.000 til 2.500 manns á ylströndinni. Meira
17. júlí 2003 | Forsíða | 46 orð | 1 mynd

Fjölmenni í Nauthólsvík og miðborginni

ALDREI hafa fleiri komið á ylströndina í Nauthólsvík en í gær og þegar mest var um að vera minnti Nauthólsvíkin helst á suðræna sólarströnd. Meira
17. júlí 2003 | Forsíða | 84 orð | 1 mynd

Herinn tekur völdin

HERINN í vestur-afríska eyríkinu Sao Tomé og Principe hrifsaði stjórn landsins í sínar hendur í gær. Var forseti landsins, Fradique Bandeira de Menezes, þá í embættiserindum í Nígeríu. Meira
17. júlí 2003 | Forsíða | 199 orð

SÞ kalli eftir gæzluliði

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sögðu í gær að til umræðu væri að öryggisráð SÞ tæki til athugunar að samþykkja nýja ályktun þar sem kallað væri eftir því að aðildarríkin legðu fram... Meira
17. júlí 2003 | Forsíða | 116 orð | 1 mynd

Tugþúsundir fermetra standa auðar

MÖRG HUNDRUÐ eignir sem ætlaðar eru atvinnurekstri standa auðar í höfuðborginni. Ekki er óvarlegt að reikna með að þar sé um að ræða tugþúsundir fermetra atvinnuhúsnæðis. Á Fasteignavef Morgunblaðsins finnast 1. Meira

Baksíða

17. júlí 2003 | Baksíða | 125 orð | 1 mynd

Breskt krikketlið á leið til landsins

BRESKT áhugamannalið í krikket kemur til landsins á föstudag og leikur þrjá leiki hér á landi, á föstudag verður miðnæturleikur við Kylfuna á grasvellinum á Seltjarnarnesi, á laugardag verður leikið á Valbjarnarvellinum klukkan 14 og á sunnudag verður... Meira
17. júlí 2003 | Baksíða | 46 orð | 1 mynd

Hundur á sundi í góða veðrinu

ÞAÐ var ekki bara mannfólkið sem brá sér á leik í góða veðrinu í gær. Þessi hundur gerði sér lítið fyrir og synti eftir spýtum og öðru dóti í sjónum fyrir neðan Korpúlfsstaði. Meira
17. júlí 2003 | Baksíða | 100 orð

Leikstýrir auglýsingum fyrir McDonalds

ÞÓRHALLUR Sævarsson verður einn af sex leikstjórum sem leikstýra auglýsingum í heimsherferð McDonalds skyndibitakeðjunnar. Auglýsingarnar, sem eru sjónvarpsauglýsingar, verða teknar upp í ágúst og sýndar í 118 löndum síðar á árinu. Meira
17. júlí 2003 | Baksíða | 341 orð

Lægstu fargjöld til flestra áfangastaða

ICELANDAIR, dótturfélag Flugleiða, hefur brugðist við úrskurði samkeppnisráðs frá því í fyrradag með því að lækka lægstu Netsmelli til allra heilsársáfangastaða í Evrópu, nema til Kaupmannahafnar, en þar hækkar lægsti Netsmellurinn úr 19.800 í 20.900. Meira
17. júlí 2003 | Baksíða | 210 orð | 1 mynd

SÍF hf. selur ferskfiskvinnslu og húsnæði í Frakklandi

SIF FRANCE, dótturfélag SÍF-samstæðunnar, hefur selt rekstur sinn, húsnæði ferskfiskvinnslu í Boulogne-sur-Mer og aðrar eignir í Frakklandi fyrir 3.190.000 evrur eða um 280 milljónir íslenskra króna. Meira
17. júlí 2003 | Baksíða | 288 orð | 1 mynd

Sólarorkuknúinn sælgætissjálfsali

HONUM er ekki fisjað saman, honum Kristni Kristmundssyni, þegar kemur að því að fá nýstárlegar hugmyndir. Meira

Fréttir

17. júlí 2003 | Austurland | 83 orð

20 tonn verða að 60 tonnum

HREPPSNEFND Vopnafjarðarhrepps hefur samþykkt að úthlutaður byggðakvóti sem sveitarfélagið hefur fengið frá sjávarútvegsráðuneytinu, alls 20 tonn, verði úthlutað til Brettings NS-50, sem er í eigu Tanga hf. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 846 orð

Að skrökva til um veður

Það er ekki alltaf gott veður á Akureyri. Bara stundum. Svo er það líka stundum vont. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Afla gagna úr 10 þúsund ára jarðsögu

VEGFARENDUR sem leið hafa átt um Haukadal í Dölum, hafa furðað sig á framkvæmdum við Haukadalsvatn. Þar getur að líta ýmis tól og tæki s.s. stóran pramma, gröfur og báta. Þarna er á ferðinni hópur frá Raunvísindastofnun Íslands að rannsaka stöðuvatnaset. Meira
17. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 219 orð | 1 mynd

Andvígur niðurrifi Austurbæjarbíós

ÓLAFUR F. Magnússon borgarfulltrúi lýsir sig andvígan fyrirhuguðu niðurrifi Austurbæjarbíós, nú Austurbæjar, og samþykkt borgarráðs þess efnis, án vandaðrar og faglegar umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Á eikarbátum í hvalaskoðun

GÓÐUR gangur hefur verið í hvalaskoðunarferðunum frá Húsavík síðustu daga. Að sögn Heimis Harðarsonar hjá Norður-Siglingu hafa allt að 450 farþegar farið með bátum fyrirtækisins á dag þegar mest hefur verið. Meira
17. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 615 orð | 1 mynd

Árin á Íslandi hápunktur ferilsins

Dr. Hendrik Dane er nú að kveðja Ísland eftir að hafa gegnt stöðu sendiherra Þýzkalands í tvö ár. Í samtali við Auðun Arnórsson segir Dane sendiherratíðina hér hafa verið hápunkt ferils síns. Meira
17. júlí 2003 | Austurland | 222 orð | 1 mynd

Bolfiskur í sumarfrí en kolmunnaveiðar á fullu stími

FISKVINNSLA Eskju hf. er komin í sumarfrí enda er bolfiskkvóti fyrirtækisins búinn. Vinnslan hefst aftur þegar nýtt kvótaár hefst 1. september nk. Meira
17. júlí 2003 | Austurland | 111 orð

Byggingavörudeild KHB í samkeppni við BYKO

KAUPFÉLAG Héraðsbúa mun innan skamms hefja framkvæmdir við nýja byggingavöruverslun á Reyðarfirði. Verður hún í þúsund fermetra skemmu sem KHB á við Hafnargötu og verður endurbyggð að miklu leyti. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 267 orð | 2 myndir

Býst fastlega við hertri gæslu varnarliðsmannsins

GUNNAR Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri býst fastlega við að gæsla varnarliðsmannsins verði hert að kröfu íslenskra stjórnvalda þótt það gæti tekið sinn tíma. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 159 orð

Deiliskipulag við Kárahnjúka

TILLAGA að deiliskipulagi fyrir vinnubúðasvæðið við Kárahnjúka hefur verið auglýst. Tillagan er unnin að beiðni Landsvirkjunar fyrir sveitarfélagið Norður-Hérað. Nær deiliskipulagið yfir um tvöhundruð hektara svæði á flatlendi sunnan Lambafellstagls. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 189 orð

Deilt um gjald vegna raforkuflutnings

HITAVEITA Suðurnesja (HS) þarf að greiða á annað hundrað milljónir króna á ári í 20 ár til Landsvirkjunar fyrir raforkuflutning ef af stækkun Norðuráls verður og fái Landsvirkjun sitt fram, að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra HS. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 236 orð

Efasemdir um að ábyrgðin standist alþjóðasamninga

RÍKISÁBYRGÐ vegna láns til Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) til uppbyggingar á lyfjaþróunarfyrirtæki verður tekin til efnislegrar athugunar hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnuninn opnaði rannsóknina formlega í gær. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 48 orð

Eftirlýstur maður handtekinn

MAÐUR, sem var eftirlýstur af lögreglunni í Keflavík fyrir nauðgun, var handtekinn í Norðfirði í fyrrinótt og fluttur til Keflavíkur en leit að manninum hafði staðið yfir. Meira
17. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 165 orð

Ferðafélag Akureyrar stendur fyrir tveimur gönguferðum...

Ferðafélag Akureyrar stendur fyrir tveimur gönguferðum um næstu helgi. Laugardaginn 19. júlí kl. 9 verður gönguferð um Glerárdal, sem kallast Tröllin á Glerárdal og telst ferðin vera miðlungsþung. Sunnudaginn 20. júlí kl. 8 verður farið í Héðinsfjörð. Meira
17. júlí 2003 | Miðopna | 1130 orð | 3 myndir

Ferðamenn sjálfstæðari og sparsamari

Ferðaþjónustan er í sókn og fjölgaði gistinóttum á fyrstu 5 mánuðum ársins m.v. við sama tíma í fyrra. Erlendir ferðamenn voru um 5% fleiri í júní en á sama tíma í fyrra. Þeir ferðast þó meira á eigin vegum, bóka ferðir á Netinu og virðast lifa sparlegar en áður. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fimmtudagskvöldganga þjóðgarðsins Næsta fimmtudagsganga þjóðgarðsins á...

Fimmtudagskvöldganga þjóðgarðsins Næsta fimmtudagsganga þjóðgarðsins á Þingvöllum, 17. júlí nefnist Listasprang á Þingvöllum. Gylfi Gíslason myndlistarmaður mun fjalla um Þingvelli og áhrif þeirra á myndlist. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Fimm ættliðir samankomnir

FIMM ættliðir í kvenlegg eru eflaust ekki algengir í öllum fjölskyldum og þá sérstaklega ekki þegar langalangamman er aðeins 74 ára. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 58 orð

Full björgunargeta ekki til staðar

HAFSTEINN Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, vill árétta vegna fréttar blaðsins í gær af flutningi þriggja varnarliðsþyrlna úr landi, að full björgunargeta sé ekki til staðar. Meira
17. júlí 2003 | Suðurnes | 131 orð | 1 mynd

Gengið í Sólbrekkum og við Háabjalla

ÁHUGAFÓLK um gönguferðir er boðið velkomið í sjöundu sumargöngu skógræktarfélaganna í kvöld klukkan átta. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 970 orð | 4 myndir

Gjaldeyrisyfirfærsla tók langan tíma

Viðskipti sem urðu með bréf í Skeljungi hf. hinn 30. júní sl. eru nú til athugunar hjá Fjármálaeftirlitinu, eins og fram kom í Morgunblaðinu þriðja þessa mánaðar. Þóroddur Bjarnason ræddi við Benedikt Jóhannesson, stjórnarformann Skeljungs, um tímasetningar tilkynninga til Kauphallar Íslands, yfirtökuskyldu og fleira. Meira
17. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Gripið til refsiaðgerða gegn Búrma

FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings hefur samþykkt að beita viðskiptaþvingunum gegn Búrma vegna nýlegrar handtöku Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og herferðar herforingjastjórnar landsins gegn flokki hennar. Meira
17. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 426 orð

Gögnin komu líklega frá Ítölum

FORMAÐUR leyniþjónustunefndar ítalska þingsins, Enzo Bianco, viðurkenndi í gær að hugsanlega hefði það verið ítalska leyniþjónustan sem kom þeim upplýsingum á framfæri við bresk og bandarísk stjórnvöld að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefði... Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 149 orð

Gönguferðir í þjóðgarðinum Skaftafelli Helgina 19.

Gönguferðir í þjóðgarðinum Skaftafelli Helgina 19.-20. júlí, býður þjóðgarðurinn í Skaftafelli upp á gönguferðir að gamla býlinu Seli kl. 15 báða dagana. Þar má skyggnast inn í fortíðina og kynnast því hvernig alþýða fólks bjó hér áður fyrr. Meira
17. júlí 2003 | Landsbyggðin | 434 orð | 1 mynd

Hefur verið oddviti í 32 ár

"ÉG HELD að ég sé búinn að sprengja öll takmörk en ég hef alltaf verið kosinn til fjögurra ára í senn og meðan fólkið treystir mér hef ég ekki skorast undan ábyrgð," segir Gunnsteinn Gíslason, oddviti í Árneshreppi, sem verið hefur hvað lengst... Meira
17. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Heitur fimmtudagur.

Heitur fimmtudagur. Í kvöld kl. 21.30 spilar hljómsveitin Karneval í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri. Hana skipa þeir Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari, Ómar Guðjónsson gítar, Þorgrímur Jónsson kontrabassi og Helgi Svavar Helgason trommur. Meira
17. júlí 2003 | Landsbyggðin | 52 orð | 1 mynd

Hljómsveitin Stormar og pylsupartí á torginu

HLJÓMSVEITIN Stormar frá Siglufirði heldur sína árlegu uppákomu á torginu á Siglufirði á morgun föstudag. Þá mun Sparisjóður Siglufjarðar við sama tækifæri bjóða gestum og gangandi uppá grillaðar pylsur. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 128 orð

Hús við Hverfisgötu Í grein Freyju...

Hús við Hverfisgötu Í grein Freyju Jónsdóttur um Hverfisgötu 12 í síðasta Fasteignablaði Morgunblaðsins láðist að geta þess að Ávöxtun sf. keypti þetta hús 23. nóvember 1987 og ætlaði að hafa það sem höfuðstöðvar fyrir starfsemina. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 97 orð

ÍAV vilja byggja íbúð-arhverfi á Egilsstöðum

UMHVERFISRÁÐ Austur-Héraðs fjallaði á fundi sínum 9. júlí sl. um erindi Íslenskra aðalverktaka varðandi byggingarlóðir í Votahvammi á Egilsstöðum. Meira
17. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 404 orð

Íhuga að taka á móti flóttafólki frá N-Kóreu

BANDARÍSK stjórnvöld íhuga nú að hleypa þúsundum norður-kóreskra flóttamanna til Bandaríkjanna til að auka þrýstinginn á kommúnistastjórnina í Pyongyang vegna deilunnar um kjarnavopnaáætlun hennar, að sögn The Washington Post í gær. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 144 orð

Íslenska ríkið gaf eftir lögsögu í 75 málum

FRÁ því snemma á fimmta áratugnum hefur varnarliðið á Keflavíkurflugvelli 86 sinnum farið fram á það við íslensk stjórnvöld að fá lögsögu í sakamálum gegn bandarískum ríkisborgurum að því er kemur fram í svari varnarliðsins vegna fyrirspurnar sem... Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð

Jafnaðarmenn boða til fundar

UNGIR jafnaðarmenn boða til fundar á kaffi Viktor í kvöld, fimmtudagskvöldið 17. júlí kl. 20. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Lífið er líka leikur

KRAKKARNIR í Vinnuskólanum fengu það skemmtilega verkefni einn daginn að búa sér til flugdreka. Skreytingar drekanna voru margvíslegar og sögðu oft á tíðum heilmikið um eigendur sína. Daginn eftir var flugdrekunum komið á loft. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Ljúffengri matarýsu mokað upp

MIKIL ýsuveiði hefur verið innst í Eskifirði, þar sem menn eru að veiða á stöng þessa líka fínu matarýsu. Menn muna ekki eftir þvílíkri ýsugengd svo innarlega í firðinum og hreinlega ausa fiskinum upp. Hér má sjá Pál Leifsson landa einni í minni... Meira
17. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Mannskaðaveður í Frakklandi

FJÓRIR létu lífið og 70 slösuðust í ofsaveðri sem gekk yfir Suður- og Suðvestur-Frakkland í fyrrinótt. Fertugur Hollendingur og 11 ára þýsk stúlka létust þegar tré féll á þau á tjaldstæði í bænum Biscarrosse á suðvestanverðri Atlantshafsströndinni. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð

Menntasamtökin veita verðlaun

ÍSLENSKU menntasamtökin munu afhenda verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði menntamála þann 8. ágúst næstkomandi en verðlaunin verða afhent samhliða ráðstefnu sem samtökin standa fyrir 7.-12. Meira
17. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 127 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á menningarnótt

UNDIRBÚNINGUR fyrir menningarnótt er nú í fullum gangi en hún verður haldin 16. ágúst næstkomandi. Að sögn Kristínar A. Árnadóttur, formanns verkefnisstjórnar menningarnætur, gengur undirbúningsvinnan mjög vel. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð

Missögn í frétt Ranglega var sagt...

Missögn í frétt Ranglega var sagt í blaðinu í gær að maðurinn sem lést í kjölfar líkamsárásar sem hann varð fyrir á skemmtistaðnum Vegas 13. maí 1997 hafi látist nokkrum dögum eftir árásina. Hið rétta er að hann lést tæpum sólarhring eftir atburðinn. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Myndum bregðast harkalega við skerðingu réttinda

BHM finnst óeðlilegt að ræða skerðingu réttinda til fæðingarorlofs í tengslum við stöðu Fæðingarorlofssjóðs þar sem þau séu bundin í lög. Félagið myndi bregðast mjög harkalega við því ef aftur ætti að reyna að skerða þau. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ný sérkort frá Máli og menningu

KORTADEILD Máls og menningar hefur gefið út nýtt sérkort af einu vinsælasta ferða- og útivistarsvæði landsins, sem nær frá Arnarvatnsheiði í vestri, yfir Kaldadal, Langjökul, Kjalveg, Hveravelli og yfir í Kerlingarfjöll. Meira
17. júlí 2003 | Landsbyggðin | 41 orð | 1 mynd

Nýtt gistihús opnað í Tunguholti á Fáskrúðsfirði

GISTIHÚSIÐ Tunguholt er í innanverðum firðinum við bæinn Tungu. Eigandur eru Friðmar Gunnarsson og fjölskylda. Húsið er nýendurbyggt og gistirými er fyrir 12 manns í sjö herbergjum. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Nýtt kort af Esju með 40 gönguleiðum

STEINN á fjalli heitir útgefandi nýs útivistarkorts yfir Esjuna. Þar er að finna leiðarlýsingar á 40 gönguleiðum á og um Esju þar sem tilgreindur er göngutími, hækkun, vegalengd og hversu erfið hver leið er. Meira
17. júlí 2003 | Miðopna | 981 orð | 1 mynd

Opið bréf til Flugleiða

ÞRIÐJUDAGINN 8. júlí lenti flugvél Flugleiða aftur í Portúgal eftir að reykur hafði komið upp í farþegarými vélarinnar og var undirrituð farþegi í vélinni. Meira
17. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Óttast að frestun hafi áhrif á aðrar framkvæmdir

STJÓRN Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, fjallaði um frestun framkvæmda við Héðinsfjarðargöng á fundi sínum nýlega sem og áhrif frestunarinnar á aðrar framkvæmdir sem eru í undirbúningi í landshlutanum, s.s. Vaðlaheiðagöng. Meira
17. júlí 2003 | Miðopna | 822 orð | 3 myndir

"Dómurinn á að vera Hæstarétti áminning"

JÓN Steinar Gunnlaugsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu, sem átaldi Hæstarétt Íslands fyrir að hafa ekki kallað vitni og ákærða fyrir og fengið að heyra vitnisburð þeirra í máli manns sem dæmdur... Meira
17. júlí 2003 | Suðurnes | 692 orð | 1 mynd

"Gekk ekki áfallalaust fyrir sig"

Í KVÖLD verður frumsýnd í Háskólabíó U.S.S.S.S., ný íslensk kvikmynd eftir Eirík Leifsson, ungan Suðurnesjamann. Myndin hefur verið nokkurn tíma í framleiðslu, enda hefur kostnaði við hana verið haldið í lágmarki og var hún fjármögnuð án allra styrkja. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Ríkinu ber að tryggja sjóðnum tekjur

"ÞAÐ ERU lög í gildi um fæðingarorlof þannig að það er í raun ríkisins að tryggja að Fæðingarorlofssjóður hafi nægar tekjur. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Ríki, vinnuveitendur og launþegar komi að málinu

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra segir blasa við að nú þegar lög um fæðingarorlof séu komin til fullra framkvæmda vanti að óbreyttu um einn milljarð króna upp á tekjur sjóðsins svo hann geti staðið undir skuldbindingum. Meira
17. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 272 orð | 1 mynd

Saga Jónsdóttir nýr formaður stjórnar LA

SAGA Jónsdóttir leikari hefur veruð skipuð nýr formaður stjórnar Leikfélagsins á Akureyri. Á sama tíma voru Sigmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður og Karl Frímannsson skólastjóri Hrafnagilsskóla, skipaðir af leikfélaginu í leikhúsráð. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 369 orð

Samgönguáætlun verður ekki breytt

"SAMGÖNGUÁÆTLUN verður ekki breytt, " segir Kristinn H. Meira
17. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Sharon ræðir friðarumleitanir við Bondevik

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fór í gær í fimm klukkustunda heimsókn til Molde í Noregi og ræddi þar friðarumleitanirnar í Mið-Austurlöndum við norska forsætisráðherrann Kjell Magne Bondevik. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 843 orð | 1 mynd

Skemmtileg markaðsstemmning

Jón Jóhannsson er fæddur í Reykjavík 23.2 1955. Hann nam myndlist við California College of Art and Craft í Bandaríkjunum árin 1984-86 og við West Surrey College of Art and Design í Bretlandi árin 1986-89. Jón hefur verið búsettur í Frakklandi á veturna, þar sem hann starfar sem myndlistamaður, og á Íslandi á sumrin, þar sem hann starfar sem garðyrkjubóndi, sl. 13 ár. Jón er kvæntur Pascale Johannsson og þau eiga börnin Esju 14 ára og Jóhann 12 ára. Meira
17. júlí 2003 | Akureyri og nágrenni | 153 orð | 1 mynd

Sól fór að skína skært yfir Akureyri

LOKASPRETTUR umfangsmikilla framkvæmda við Sundlaug Akureyrar er nú fram undan að sögn Gísla Kristins Lórenzsonar forstöðumanns. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 319 orð | 3 myndir

Sól, sól skín á mig!

VEÐRIÐ lék við höfuðborgarbúa sem og aðra landsmenn í gær, eftir langa og stranga rigningartíð að margra mati. Meira
17. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 152 orð

Stefnumótun í málefnum aldraðra

HÓPUR á vegum Seltjarnarnesbæjar, er vinnur að stefnumótun í málefnum aldraðra á Nesinu, hefur tekið til starfa. Meira
17. júlí 2003 | Erlendar fréttir | 367 orð

Talinn hafa vitað að stúlkan var 12 ára

SHEVAUN Pennington, 12 ára gömul bresk stúlka, sem hljópst á brott með 31 árs gömlum Bandaríkjamanni, fyrrverandi hermanni, á laugardag fannst heil á húfi í gær og er aftur komin til foreldra sinna í Englandi. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð

Tvö vinnuslys við Þjórsárbrú

TVÖ vinnuslys urðu á vinnusvæði við nýja Þjórsárbú í síðustu viku en í báðum tilfellum urðu starfsmenn fyrir steypustyrktarjárni sem verið var að hífa í steypumót. Meira
17. júlí 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 638 orð | 2 myndir

Umfang starfseminnar hefur aukist gífurlega á 25 árum

LEIKSKÓLAR Reykjavíkur eiga 25 ára afmæli í ár. Barnavinafélagið Sumargjöf sá um rekstur dagheimila og leikskóla í Reykjavík allt frá árinu 1924, en árið 1978 tók Dagvist barna og síðar Leikskólar Reykjavíkur yfir stjórn þessara mála. Meira
17. júlí 2003 | Austurland | 48 orð | 1 mynd

Unnið við nýjan hafnargarð

FRAMKVÆMDIR við nýja hafnargarðinn á Vopnafirði ganga vel. Það er Suðurverk sem er með verkið og nota til þess afar stóra trukka af Caterpillar-gerð og veitir ekki af þar sem dýpið er rúmir 8 metrar þar sem mest er. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. Meira
17. júlí 2003 | Austurland | 53 orð

Útgerðarsagan máluð á síldarverkunarhús

SIGURFINNUR Sigurfinnsson, listmálari frá Vestmannaeyjum, er að endurgera listaverk sem hann málaði á síldarverkunarhús Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði fyrir tólf árum. Þar má sjá útgerðarsögu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslunnar hf. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Útgjöldin hátt í tvöfaldast

Í ÁRSLOK 2001 nam höfuðstóll eða eigið fé Fæðingarorlofssjóðs tæpum þremur milljörðum króna en samkvæmt spá er gert ráð fyrir að það verði 1,5 milljarður í lok þessa árs. Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Úthafskarfastofninn að verða að engu

STOFN úthafskarfa virðist í algjöru lágmarki, nálægt hruni, en staða djúpkarfa er mun skárri. Samkvæmt mælingum rannsóknarleiðangurs þriggja þjóða er stofn úthafskarfa aðeins 100.000 tonn eða 5% þess sem hann var árið 1994. Stofn djúpkarfa mældist um... Meira
17. júlí 2003 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Viljum ekki útiloka neitt

ARI Edwald, framkvæmdastjóri SA, segist telja að nauðsynlegt að farið verði yfir það hvernig bregðast eigi við stöðu Fæðingarorlofssjóðs og segist telja að menn eigi ekki að útiloka neitt í því sambandi. Meira
17. júlí 2003 | Austurland | 52 orð

Vináttan og gildi hennar

Rás 1 * 14.30 Anna Pálína Árnadóttir spyr hvers virði vináttan er í þættinum Milliverkinu á fimmtudögum á Rás 1. Þar hittast vinir og ræða vináttuna og ræktun hennar frá ýmsum hliðum. Meira
17. júlí 2003 | Landsbyggðin | 155 orð | 1 mynd

Þátttakendur á íþrótta- og leikjanámskeiði á ferðalagi

Í SUMAR hefur krökkunum í Hveragerði staðið til boða að taka þátt í leikjanámskeiðum, sem standa yfir í tvær vikur hvert námskeið. Þátttakendum er raðað á námskeiðin eftir aldri. Meira
17. júlí 2003 | Austurland | 23 orð | 1 mynd

Þorskinum gefið að éta

MÁR Hólm og Emil Thorarensen, starfsmenn við þorskeldi Eskju hf., voru að taka þrjú tonn af loðnu um borð sem gefa átti... Meira
17. júlí 2003 | Austurland | 124 orð | 1 mynd

Þorskurinn tregur

KRISTJÁN Lúðvíksson trillukarl var að koma að landi með rúmt tonn af þorski eftir daginn. "Þetta hefur nú verið upp undir tonnið og gæftir ekkert mjög góðar á handfæri í sumar, sérstaklega ekki í júní. Meira

Ritstjórnargreinar

17. júlí 2003 | Leiðarar | 441 orð

Matvælaframleiðsla og heilsufar

Um allan hinn vestræna heim a.m.k. og kannski víðar má sjá merki um nýja strauma í umræðum um matvælaframleiðslu og heilsufar fólks. Hinn 1. júlí sl. Meira
17. júlí 2003 | Staksteinar | 281 orð

- Stuðla jafnréttislög að jafnrétti?

Pistilhöfundur á frelsi.is fjallar um jafnréttislög og efast um að löggjöfin nái tilgangi sínum, enda geti framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu ekki framfylgt henni. Markmið laga, nr. Meira
17. júlí 2003 | Leiðarar | 335 orð

Úrskurður Mannréttindadómstólsins

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur Íslands hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð með því að sakfella mann, sem hafði verið sýknaður í undirrétti, án þess að kalla vitni... Meira

Menning

17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 186 orð | 3 myndir

.

... Graham Coxon , fyrrum gítarleikari Blur, er búinn með nýja plötu. Hann vann hana með Stephen Street, þeim sama og vann með Blur og Morrissey í eina tíð. Þetta mun vera fimmta sólóplata Coxon... Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 227 orð | 1 mynd

Allur eitt Bros

TRÍÓIÐ Bros naut feikivinsælda um skamma hríð á níunda áratugnum. Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 357 orð | 1 mynd

Angela Lansbury kemur til bjargar

ÞAÐ liggur við að glæponarnir játi fegnir á sig morð og aðra glæpi þegar Jessica Fletcher mætir á staðinn. Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 672 orð | 1 mynd

* ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson...

* ARI Í ÖGRI: Óskar Einarsson fimmtudag. Dúettinn Acoustics föstudag og laugardag. * ÁRBÆJARSAFN: Harmónikkuhátíð Reykjavíkur 2003 sunnudag kl. 13 til 17. Lokatónleikar gesta hátíðarinnar. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dans, Caprí-tríó fyrir dansi sunnudag. Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 234 orð | 1 mynd

Framandleg Portishead

BRESKA sveitin Portishead stendur frammi fyrir athyglisverðu en umfram allt slæmu máli um þessar mundir. Síðan skráarskiptiforritið Napster kom fyrst fram árið 1999 hafa sprottið upp tugir slíkra forrita sem haldið er úti á vefsíðum. Meira
17. júlí 2003 | Tónlist | 300 orð | 1 mynd

Frábær tækni og fallegur tónn

Þórunn Ósk Marinósdóttir lék einleik á lágfiðlu, verk eftir Reger, Áskel Másson, J. S. Bach og Hindemith. Þriðjudagurinn 15. júlí, 2003 Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

...Hljómsveit Íslands

Í ÞÁTTUNUM Hljómsveit Íslands fylgjast áhorfendur með spánnýrri poppsveit sem ber hið skemmtilega nafn Gleðisveit Ingólfs. Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 269 orð | 1 mynd

Kletturinn Keano

Bretland 2003. Sam myndbönd. VHS (80 mín.) Leyfð öllum aldurshópum. Leikstjóri: Paul Doyle, Jr. og Bob Putter. Meira
17. júlí 2003 | Menningarlíf | 432 orð | 1 mynd

Konuástir og karnival

Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Einar Jóhannesson klarínettuleikari og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari halda tónleika í Þórshafnarkirkju í kvöld kl. 20. Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 591 orð | 1 mynd

Konungurinn fallinn í valinn

Einn af stórmeisturum djassins, Benny Carter, andaðist sl. laugardag, 95 ára gamall. Vernharður Linnet segir hér frá ,,konunginum" eins og djassmenn nefndu Carter gjarnan. Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 347 orð | 5 myndir

Loðfeldir og klassísk hönnun áberandi

HÁTÍSKUVIKAN fyrir haust- og vetrartískuna 2003-2004 fór fram í París fyrr í mánuðinum og þykir afraksturinn með skárra móti enda sóttu margar sýningarnar innblástur í klassísk snið og Hollywood glamúr þótt enginn hörgull hafi heldur verið á... Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 141 orð | 1 mynd

Óvissa í Sambíóum

ÓVISSUSÝNINGAR eru orðnar reglulegt uppátæki hjá bíóhúsum landsins. Eru þá jafnan sýndar myndir sem beðið er með mikilli eftirvæntingu en gestir algjörlega í óvissu um hvaða mynd verður sýnd. Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 393 orð | 1 mynd

"Engu að tapa"

ROKKSVEIT Dave Grohl, Foo Fighters, leikur í Laugardalshöll 26. ágúst. Meira
17. júlí 2003 | Menningarlíf | 276 orð | 1 mynd

Saga stórbrotinnar konu

Leikhúsið í kirkjunni sýnir á föstudagskvöldið í Skálholtskirkju leikritið Ólafía, eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Verkið fjallar um líf Ólafíu Jóhannsdóttur sem uppi var frá 1863-1923 og eru því 140 ár liðin frá fæðingu hennar á þessu ári. Meira
17. júlí 2003 | Menningarlíf | 104 orð

Síðustu sýningar Brúðubílsins

Brúðubíllinn hefur verið á ferðinni í sumar frá því í byrjun júní en nú fer sýningum fækkandi og eru aðeins fjórar sýningar eftir. Í dag, fimmtudag, eru tvær sýningar, sú fyrri kl. 10.00 á gæsluvellinum við Njálsgötu og sú seinni kl. Meira
17. júlí 2003 | Fólk í fréttum | 453 orð | 1 mynd

Skólabókardæmi um skólaofbeldi

Bandaríkin 2002. Myndform VHS. Bönnuð innan 16 ára. (87 mín.) Leikstjórn Guy Ferland. Aðalhlutverk Thomas Cavanagh, Ben Foster. Meira
17. júlí 2003 | Myndlist | 950 orð | 2 myndir

Stórir og smáir

Sumarsýning til 3. ágúst. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-17.00. Meira

Umræðan

17. júlí 2003 | Aðsent efni | 521 orð | 1 mynd

Borgarstjóra svarað

Í VIÐTALI sem birtist í Morgunblaðinu 29. júní sl. lýsti borgarstjórinn í Reykjavík þeirri skoðun sinni, sem ekki kom á óvart, að halda ætti samkeppni um skipulag Vatnsmýrarsvæðisins. Eins og Morgunblaðið greinir frá 2. Meira
17. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 583 orð

Íslandsglíman 2003

UNDIRRITAÐUR sér sig knúinn til að svara níðgrein Jóns Magnúsar Ívarssonar "Eftirþankar Íslandsglímu" sem hann skrifaði í Morgunblaðið sunnudaginn 22. júní sl. þar sem hann fjallar um Íslandsglímuna af sinni kunnáttu. Meira
17. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 399 orð

Jarðgangaár

ÞAÐ voru flestir ef ekki allir sem voru í framboði í kosningunum á þessu ári sem vildu fá að minnsta kosti ein jarðgöng í sitt kjördæmi sama í hvaða flokki þeir voru nema í Reykjavík, þar minntist enginn á vegagerð frekar en snöru í hengds manns húsi,... Meira
17. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 417 orð | 1 mynd

Kattafár í Holtunum ÉG BÝ í...

Kattafár í Holtunum ÉG BÝ í Holtunum. Þar er yndislegt að búa nema að einu leyti. Þar er þvílíkt kattafár að það hálfa væri nóg. Ég get ekki opnað glugga eða dyr þá er köttur kominn inn. Meira
17. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 24 orð | 1 mynd

Þessar stúlkur héldu tombólu og söfnuðu...

Þessar stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 1.400 kr. sem runnu til Rauða krossins. F.v. Karen Alda Mikaelsdóttir, Anna Helena Hauksdóttir og Fríða Kristín... Meira
17. júlí 2003 | Bréf til blaðsins | 36 orð | 1 mynd

Þessir krakkar héldu bæði tombólu og...

Þessir krakkar héldu bæði tombólu og skemmtun. Söfnuðust 14.904 kr., til styrktar ABC-hjálparstarfi. Peningarnir eiga að renna til Heimilis litlu ljósanna, munaðarleysingjaheimilis á Indlandi. F.v. Meira
17. júlí 2003 | Aðsent efni | 675 orð | 1 mynd

Öflug atvinnustefna á Blönduósi

Á 20. ÖLD einkenndist búsetuþróun af flutningi fólks úr sveit í þéttbýli og síðar úr minna þéttbýli í stærra. Við upphaf 21. aldar hefur höfuðborgarsvæðið skapað sér sérstöðu í nútímalegum lífsháttum sem felst m.a. Meira

Minningargreinar

17. júlí 2003 | Minningargreinar | 1616 orð | 1 mynd

BERGHILDUR GRÉTA BJÖRGVINSDÓTTIR

Berghildur Gréta Björgvinsdóttir, leiðbeinandi og bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, fæddist á Akureyri 26. júlí 1954. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Björgvin Júlíusson, f. 19. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2003 | Minningargreinar | 1901 orð | 1 mynd

FRIÐJÓN GUÐRÖÐARSON

Friðjón Guðröðarson fæddist í Neskaupstað 1. ágúst 1936. Hann lést á Landspítalanum Hringbraut, hinn 10. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðröður Jónsson kaupfélagsstjóri, f. 2. janúar 1908, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2003 | Minningargreinar | 1655 orð | 1 mynd

JAKOB V. JÓNASSON

Jakob Valdemar Jónasson, geðlæknir, fæddist á Geirastöðum í Þingi 28. október 1920. Hann lést á Landspítala Landakoti 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Stefánsson (Stefánssonar, b. Syðri-Ey og á Syðra-Hóli í Vindhælishr., A.-Hún. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2003 | Minningargreinar | 1446 orð | 1 mynd

JENS INGVI ARASON

Jens Ingvi Arason fæddist í Keflavík 21. janúar 1956. Hann lést þriðjudaginn 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ari Arnljóts Sigurðsson, f. 11.5. 1933, og Halldóra Ingibjörg Helga Jensdóttir, f. 5.11. 1936. Bræður Jens Ingva eru Jóhann Liljan, f. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2003 | Minningargreinar | 1868 orð | 1 mynd

JÓNAS ÞÓR GUÐMUNDSSON

Jónas Þór Guðmundsson fæddist á Ísafirði 6. nóvember 1934. Hann lést á sjúkrahúsi í Dobrich í Búlgaríu 5. júlí síðastliðinn. Jónas var fimmti í röðinni af átta börnum hjónanna Guðmundar Kr. Guðmundssonar, skipstjóra frá Stakkadal í Aðalvík, f. 15.8. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2003 | Minningargreinar | 1711 orð | 1 mynd

JÓNÍNA KRISTÍN ALEXANDERSDÓTTIR

Jónína Kristín Alexandersdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 2. apríl 1915. Hún lést á heimili sínu á Dalbraut 27 5. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Alexander Jóhannsson, sjómaður á Suðureyri, f. á Eyri í Önundarfirði 31.10. 1892, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2003 | Minningargreinar | 304 orð | 1 mynd

ÓLAFUR SIGFÚSSON

Ólafur Sigfússon fæddist í Melgerði í Eyjafjarðarsveit hinn 6. janúar 1944. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 7. júlí síðastliðinn. Ólafur var sonur hjónanna Sigfúss Ólafssonar, f. 2.9. 1910, d. 13.5. 1950, og Vigfúsínu Jóhannesdóttur, f.... Meira  Kaupa minningabók
17. júlí 2003 | Minningargreinar | 1750 orð | 1 mynd

ÚLFHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR

Úlfhildur Kristjánsdóttir fæddist í Langholtsparti í Flóa hinn 11. desember 1911. Hún lést á hjúkrunardeild 2-B, Hrafnistu í Hafnarfirði 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar Úlfhildar voru Guðríður Sveinsdóttir, f. í Rauðafelli í A-Eyjafjallahreppi 14. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

17. júlí 2003 | Neytendur | 86 orð

Eftirlit með innflutningi á chili-pipar

UMHVERFISSTOFNUN hefur um þessar mundir sérstakt eftirlit með innflutningi á þurrkuðum, gróf- og fínmöluðum sterkum chili-pipar og afurðum. Ástæðan er sú að litarefnið súdan I hefur mælst í slíkum pipar, að því er segir í frétt frá Umhverfisstofnun. Meira
17. júlí 2003 | Neytendur | 590 orð

Grillpylsur og ís á tilboðsverði

BÓNUS Gildir 17.-20. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Nautagrillsteik frá Ferskum kjötvörum 1378,- 2298 1378 kr. kg. Flesksteik frá Ferskum kjötvörum 399,- 799 399 kr. kg. Grísalærisvöði frá Ferskum kjötvörum 843,- 1296 843 kr. kg. Meira
17. júlí 2003 | Neytendur | 199 orð | 1 mynd

Lítill munur sagður á gæðum farsíma

SÁRALÍTILL munur er á gæðum farsíma samkvæmt nýrri könnun Alþjóðasamtaka um neytendarannsóknir, ICRT (International Consumer Research & Testing), sem greint er frá á vefsíðu dönsku neytendastofnunarinnar, fi.dk. Meira
17. júlí 2003 | Neytendur | 221 orð

Neytendur eigi kost á lífrænni framleiðslu

NEYTENDASAMTÖKIN segja í nýjasta hefti Neytendablaðsins að "tími sé kominn til þess að íslensk stjórnvöld bæti skilyrði neytenda til að eiga kost á lífrænum vörum til jafns við grannþjóðir okkar, meðal annars með stuðningi við landbúnað og fræðslu... Meira
17. júlí 2003 | Neytendur | 76 orð | 1 mynd

Skordýravörn og áburður

KARL K. Karlsson hefur byrjað innflutning á OFF! skordýravörn og áburði eftir bit. Framleiðandi vörunnar er SC Johnson. Segir í tilkynningu frá innflytjanda að áburðurinn fæli burtu skordýr á borð við moskítóflugur og komi þannig í veg fyrir bit. Meira
17. júlí 2003 | Neytendur | 59 orð | 1 mynd

Súpujurtum bætt við Náttúrulínu

BÚR ehf. vekur athygli á nýjum þýskum súpujurtum sem seldar eru undir vörumerkinu Náttúra. Varan er í 120 gramma pokum og segir í tilkynningu frá innflytjanda að um þessar mundir séu 20 vörutegundir seldar undir merki Náttúru. Meira

Fastir þættir

17. júlí 2003 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 20. júlí verður áttræð Ingibjörg Magnúsdóttir, Íragerði 11, Stokkseyri. Ingibjörg tekur á móti ættingjum og vinum í Íþróttahúsinu á Stokkseyri á afmælisdaginn frá klukkan 14 til... Meira
17. júlí 2003 | Fastir þættir | 336 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

BJÖRGVIN Már Kristinsson hefur getið sér gott orð sem frumlegur og röggsamur keppnisstjóri. Hann hefur lesið lögbókina vandlega, en þykir refisramminn þröngur og ómarkviss: "Það þarf að beita skilvirkari viðurlögum," segir Björgvin. Meira
17. júlí 2003 | Fastir þættir | 55 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Föstudagsbrids í Gjábakka Átján pör mættu til keppni sl. föstudag og var að venju spilaður Michell-tvímenningur. Lokastaða efstu para í N/S varð þessi: Björn Pétursson - Gísli Hafliðas. 253 Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 243 Helga Helgad. - Sigrún... Meira
17. júlí 2003 | Í dag | 145 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Guðrún Lóa Jónsdóttir, alt og Sigrún M. Þórsteinsdóttir, orgel. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Landspítali - háskólasjúkrahús. Arnarholt : Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Vídalínskirkja. Meira
17. júlí 2003 | Dagbók | 50 orð

HÖFUÐLAUSN

Vestur fór ég of ver, en ég Viðris ber munstrandar mar, svo er mitt of far; dró ég eik á flot við ísa brot, Hlóð ég mærðar hlut míns knarrar skut. Meira
17. júlí 2003 | Dagbók | 457 orð

(Matth. 24, 42.)

Í dag er fimmtudagur 17. júlí, 198. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. Meira
17. júlí 2003 | Fastir þættir | 99 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Rf3 c5 8. Hb1 0-0 9. Be2 Rc6 10. d5 Re5 11. Rxe5 Bxe5 12. 0-0 e6 13. c4 He8 14. Be3 exd5 15. cxd5 b6 16. f4 Bg7 17. e5 f6 18. e6 f5 19. Meira
17. júlí 2003 | Fastir þættir | 369 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hlakkar til að fylgjast með gengi hugrakks íþróttamanns í ágústmánuði, en sá hyggst róa árabát í kringum landið á sex vikum. Hefst leiðangurinn í byrjun ágúst frá Kópavoginum og verður haldið norður fyrir landið. Meira

Íþróttir

17. júlí 2003 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd

* BJARNI Guðjónsson kom inn á...

* BJARNI Guðjónsson kom inn á hjá Bochum í bikarleiknum við Dortmund í gær, skipti við Wosz á 60. mín. * HELGI Kolviðsson lék allan leikinn með Kärnten þegar liðið vann Austria Vín í austurrísku deildinni í gærkvöld, 2:1. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 87 orð

Danir til reynslu hjá ÍA og Val

TVEIR danskir sóknarmenn eru til reynslu hér á landi þessa dagana, annar hjá Skagamönnum en hinn hjá Val. Kristian Gade Jörgensen heitir sá sem Skagamenn eru að prófa en sá kemur frá HIK og gerði sjö mörk í deildinni í fyrra. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 461 orð | 1 mynd

Ekki sjálfgefið að við vinnum heima

KR-INGAR töpuðu 1:0 í fyrri leik liðsins við armenska félagið Pyunik Jerevan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikið var í Armeníu. Síðari leikur liðanna verður á miðvikudaginn eftir viku og verða möguleikar Íslandsmeistaranna á að komast í undankeppnina að teljast bærilegir. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 657 orð | 1 mynd

Harrington er helsta von Evrópu

OPNA breska meistaramótið hefst í dag og hefur elsta stórmót atvinnukylfinga á sér sérstakan stimpil þar sem sá kylfingur sem stendur efstur á palli síðdegis á sunnudaginn, að loknum fjórða keppnisdegi á Royal St George's, fær ekki aðeins Claret Jug-verðlaunagripinn eftirsótta og gríðarlega fjármuni. Sigurvegarinn verður kominn í hóp "ógleymanlegra" kylfinga enda um að ræða einn af stærstu íþróttaviðburðum ársins, golfmót sem fór fram í fyrsta sinn árið 1860. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 116 orð

Helgi Valur til Svíþjóðar

HELGI Valur Daníelsson, knattspyrnumaður úr Fylki, fer í dag til reynslu hjá sænska 1. deildarfélaginu Norrköping og verður þar til sunnudags. Með Norrköping leikur Guðmundur Viðar Mete, en hann gekk til liðs við félagið fyrir yfirstandandi tímabil. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 34 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Akranes: ÍA - FH 19.15 Laugardalsvöllur: Fram - KR 19.15 Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar kvenna, undanúrslit: Garðabær: Stjarnan - Valur 20 1. deild karla: Njarðvík: Njarðvík - Haukar 20 3. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 135 orð

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu, forkeppni, 1.

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu, forkeppni, 1. umferð: FC Pyunik - KR 0:1 Fyrri leikur liðanna, leikinn í Jerevan í Armeníu: Pachajyan 60. 16.000. *Síðari leikur liðanna verður á Laugardalsvelli miðvikudaginn 23. júlí. 1. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

Miðherjaskipti hjá Minnesota

RASHO Nestrovic, körfuknattleiksmaður frá Slóveníu, er genginn til liðs við NBA-meistara San Antonio Spurs frá Minnesota Timberwolves. Nestrovic er ætlað að taka við stöðu David Robinsons sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 142 orð

Ólafur Gottskálksson meiddur í hálsi

ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Grindavíkur í knattspyrnu, er meiddur í hálsi og það getur farið svo að hann klári ekki tímabilið með Grindavík. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 337 orð | 2 myndir

Reynslumiklir sigurvegarar

RAGNHILDUR Sigurðardóttir og Sigurjón Arnarsson urðu í gærkvöldi klúbbmeistarar hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og ekki í fyrsta sinn, 12. titill Ragnhildar og sá sjöundi hjá Sigurjóni. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 326 orð

Sannfærandi sigur hjá Víkingum

VÍKINGAR sigruðu Aftureldingu, 3:0, á heimavelli í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi en þetta var fyrsti leikurinn í 10. umferðinni. Sigur Víkinga var mjög sannfærandi og gestirnir áttu aldrei möguleika gegn góðu liði heimamanna. Víkingar eru í öðru sæti deildarinnar með 19 stig, þremur stigum á eftir Keflavík, en Afturelding er í sjöunda sæti með 11 stig. Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 158 orð

Woods og Garcia leika saman

SERGIO Garcia frá Spáni og Bandríkjamaðurinn Tiger Woods munu leika saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana ásamt Bretanum Luke Donald, en Donald þykir einn efnilegasti kylfingur Breta þessa stundina og er að leika í fjórða sinn á Opna breska... Meira
17. júlí 2003 | Íþróttir | 185 orð

Þrír undir parinu hjá Keili

BIRGIR Leifur Hafþórsson tók fjögurra högga forystu í meistaraflokki karla á Meistaramóti GKG sem hófst í gær. Meira

Úr verinu

17. júlí 2003 | Úr verinu | 67 orð

19 sviptir

FISKISTOFA svipti 19 báta veiðileyfi í júnímánuði. Bátarnir voru allir sviptir leyfinu vegna afla umfram heimildir. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 255 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 198 198 198...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 198 198 198 7 1.386 Blálanga 50 19 47 324 15.171 Djúpkarfi 45 42 43 19.008 826.348 Flök/Steinbítur 235 235 235 1.000 234.998 Gellur 562 547 553 67 37.084 Grálúða 127 127 127 130 16.510 Gullkarfi 63 6 49 13.727 677. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 420 orð

Átta milljarðar í endurnýjun!

FRANSKI sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann hefur kynnt 7,8 milljarða ríkisstyrk til að endurnýja franska flotann. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 158 orð | 1 mynd

Clearwater eykur umsvifin í Argentínu

KANADÍSKA sjávarútvegsfyrirtækið Clearwater Seafood hefur gert samkomulag um kaup á 10% hlut í dótturfyrirtæki sínu í Argentínu, Glaciar Pequera. Með þessum kaupum eykur Clearwater hlut sinn í argentínska fyrirtækinu úr 70 í 80%. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 480 orð | 1 mynd

Góðri grásleppuvertíð að ljúka

AFLI grásleppubáta hefur verið með ágætum á vertíðinni sem fer senn að ljúka, gert er ráð fyrir 16% aukningu afla og að aflaverðmætið aukist um 34% frá síðasta ári. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 525 orð

Hafnarstjórinn segir umsetninguna rosalega

"UMSETNINGIN er rosaleg," sagði Sigurþór Hreggviðsson, hafnarstjóri á Eskifjarðarhöfn, þegar Morgunblaðið innti hann eftir umsetningu og gæftum. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 1387 orð | 6 myndir

Hlutur eins verður ekki aukinn nema tekið sé af öðrum

Ljóst er að sérstök línuívilnun verður tekin upp til hagsbóta fyrir smærri báta á næsta fiskveiðiári. Ekki liggur fyrir hve mikil hún verður, hvorki í tonnum talið né hvert hlutfall hennar verður. Hjörtur Gíslason skoðaði þessi mál með hliðsjón af því að hugmyndir hafa komið fram um að fella byggðakvóta niður í staðinn. Verði byggðakvótinn áfram við lýði óskertur og línuívilnun komi til að auki hlýtur það að skerða úthlutun í almenna kerfinu. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 172 orð | 1 mynd

Hvattir til fiskáts

SPÆNSK stjórnvöld hvetja nú þegna sína til að auka fiskát. Ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs stendur nú að baki herferð til að auka fiskneyzlu og er varið til hennar ríflega 300 milljónum króna. Einkum er lögð áherzla á hollustu fiskáts. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 50 orð | 1 mynd

Landað í Vestmannaeyjum

SKIPVERJAR á Birtu VE landa afla sínum í Eyjum og ísa hann á bryggjunni. Það sem af er ári hefur tæpum 120.000 tonnum verið landað í Eyjum, mest loðnu. Á sama tíma í fyrra hafði verið landað 140. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 480 orð | 1 mynd

Mjölið selst eins og heitar lummur

GERT er ráð fyrir því að fiskimjölsframleiðsla í heiminum í ár verði ekki nema 2,6 milljónir tonna. Það er einni milljón, eða 30% minna en árið 2002. Fyrir vikið eru markaðir sterkir og eftirspurn meiri en framboðið. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 746 orð | 1 mynd

Snúa sér til Kína

VERÐ á fiski og fiskafurðum í Japan hefur orðið fyrir barðinu á stöðnuninni sem ríkir í japönsku efnahagslífi. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 370 orð | 1 mynd

Stofn úthafskarfans að hrynja?

FYRSTU niðurstöður rannsóknaleiðangurs til að meta stofnstærð karfa í úthafinu benda til þess að stofn úthafskarfa sé aðeins 100.000 tonn eða 5% af því sem hann var fyrir áratug. Staða djúpkarfa er mun betri. Stofn hans er talinn um 700. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 631 orð | 1 mynd

Sægreifi sem selur ódýrari fisk

VERÐLAGNING fisks til neytenda hefur verið til umræðu síðustu vikur. Þar sýnist sitt hverjum. Fisksalar eru ekki á einu máli um verðlagninguna, einn sagði t.d. í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkru að hann væri að bæta sér mögur ár. Meira
17. júlí 2003 | Úr verinu | 232 orð | 1 mynd

Veiðar ganga vel á Flæmingjagrunni

AÐEINS eitt íslenskt skip er að rækjuveiðum á Flæmingjagrunni um þessar mundir. Veiðarnar ganga vel en einn galli er á gjöf Njarðar, verðið er í lágmarki á mörkuðum. Meira

Viðskiptablað

17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 205 orð

Atorka komin með 39,2% í Afli

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Atorka hf. hefur keypt 32% hlutafjár í Afli fjárfestingarfélagi hf. á genginu 1,70. Kaupverðið er rúmur milljarður króna. Uppgjörsdagur viðskiptanna er 21. júlí nk. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 505 orð | 1 mynd

Auknar gengisvarnir hjá fyrirtækjum

SVEIFLUR í gengi Bandaríkjadollars hafa verið töluverðar á síðustu misserum og haft áhrif á rekstur íslenskra fyrirtækja. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 539 orð | 1 mynd

Dansandi hagfræðidúx

Þóra Helgadóttir er fædd árið 1979. Þóra er Reykvíkingur en nýflutt í Hafnarfjörðinn. Hún varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1999. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 205 orð | 1 mynd

Ekki líkur á hækkun dollars í bráð

EKKI eru líkur á að gengi Bandaríkjadollars hækki á næstunni, að sögn Ingólfs Bender, hagfræðings hjá greiningardeild Íslandsbanka. Í fyrradag var sem kunnugt er tilkynnt að í methalla stefndi á bandarísku fjárlögunum í ár; 455 milljarða dollara. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 196 orð

Færri hlaða tónlist inn á tölvur sínar

TVÖ af vinsælustu skiptiforritum á Netinu, Kazaa og Morpheus, greindu frá því að notendum hefði fækkað um 15% í upphafi júlímánaðar. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 359 orð

Íslendingur með ráð gegn verðhjöðnun

EITT helsta hagstjórnarvandamál í Bandaríkjunum í dag er verðhjöðnun, en verðhjöðnun er það þegar verðlag fer almennt lækkandi, öfugt við verðbólgu sem þýðir almennt hækkandi verðlag. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 1058 orð

Kaupréttur á hlutabréfum víða á undanhaldi

Stórfyrirtækin Microsoft og DaimlerChrysler eru meðal fyrirtækja sem hyggjast gjaldfæra kauprétt starfsmanna sinna á hlutabréfum Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 1148 orð | 2 myndir

Leikstýrir auglýsingum um allan heim

Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson segist hvergi vilja annars staðar búa en á Íslandi, þótt hann hafi gaman af að ferðast heimshorna á milli. Hann sagði Eyrúnu Magnúsdóttur meðal annars frá næsta verkefni sínu sem er leikstjórn auglýsinga fyrir heimsherferð McDonalds. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 204 orð

Morgan Stanley rannsakað

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ Morgan Stanley er undir rannsókn yfirvalda í New York og Massachusetts. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 310 orð

Opin kerfi selja Tölvudreifingu

Opin kerfi Group hf., OKG, hefur selt allan hlut sinn í dótturfyrirtækinu Tölvudreifingu hf. til tveggja framkvæmdastjóra þess, Kristjáns Ólafssonar og Viggós H. Viggóssonar. Um er að ræða 67% eignarhlut og miðast viðskiptin við 30. júní sl. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 343 orð | 2 myndir

Ólík eignasamsetning

SAMTRYGGINGADEILDIR lífeyrissjóðanna eru með ríflega tvöfalt hærra hlutfall eigna sinna í skuldabréfum en séreignadeildirnar. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 204 orð | 1 mynd

Philips sýnir hagnað í fyrsta sinn í tvö ár

HOLLENSKA raftækjafyrirtækið Philips skilaði 42 milljónum evra í hagnað á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 3,7 milljörðum króna, þrátt fyrir minnkandi sölu. Minni sala kemur til vegna HABL-faraldursins og lítillar einkaneyslu að undanförnu. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 1194 orð | 5 myndir

"Til sölu eða leigu"

Nánast hvar sem farið er um í höfuðborginni blasir við autt atvinnuhúsnæði. Auglýsingaskiltum sem á stendur "Til sölu" og "Til leigu" eða jafnvel "Til sölu eða leigu" hefur gjarnan verið komið fyrir í gluggunum. Sums staðar hafa slík skilti verið uppi svo mánuðum skiptir, jafnvel í eitt til tvö ár. Soffía Haraldsdóttir skoðaði hverju þetta sætti, hver þróunin er að verða á þessum markaði og hvort von sé til þess að hann fari að ná einhverju jafnvægi. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 83 orð

Raunávöxtun sjóðs stórkaupmanna 3,83%

SAMKVÆMT uppgjöri hjá Fjárfestingarsjóði stórkaupmanna fyrir fyrstu 6 mánuði ársins var nafnávöxtun sjóðsins jákvæð um 5,13% sem gerir raunávöxtun upp á 3,83% eða 10,5% nafnávöxtun á ársgrundvelli. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 831 orð

Samkeppni í flugi og bókum

Í vikunni hafa borist tvær athyglisverðar fréttir af ákvörðunum samkeppnisyfirvalda. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 836 orð | 1 mynd

Stáldeila veldur spennu milli Bandaríkjanna og ESB

ÚRSKURÐUR Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) þess efnis að bandarískir verndartollar á stál, sem settir voru á í mars á síðasta ári, brjóti í bága við alþjóðlegar viðskiptareglur, gæti valdið vaxandi spennu í samskiptum Bandaríkjanna og... Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 1072 orð

Tap og hagnaður með afleiðum

"...sölumaðurinn hló án afláts á meðan hann sagði sögu sína. Ég hló líka. Hann spurði mig síðan mig hvort ég vissi hvað það væri kallað þegar sölumenn gerðu það sem hann hafði gert við sinn viðskiptavin. Ég sagðist ekki vita það. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 121 orð | 1 mynd

Trichet nýr seðlabankastjóri Evrópu

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópusambandslandanna hafa ákveðiðað skipa Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Frakklands, eftirmann Wim Duisenberg, seðlabankastjóra Evrópu. Trichet er skipaður yfirmaður Seðlabanka Evrópu til átta ára en hann tekur við starfinu 1. Meira
17. júlí 2003 | Viðskiptablað | 132 orð | 1 mynd

Virgin sigrar í dómsmáli

RICHARD Branson, eigandi Virgin Group, getur glaðst yfir úrskurði bandarísks dómstóls þess efnis að þarlent farsímafyrirtæki sem starfað hefur undir nafninu Virgin Wireless megi ekki nota nafnið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.