Greinar laugardaginn 2. ágúst 2003

Forsíða

2. ágúst 2003 | Forsíða | 129 orð | 1 mynd

Hersjúkrahús sprengt

BÍLSPRENGJA sprakk fyrir utan rússneskt hersjúkrahús nærri Tétsníu í gær. Sprengingin var það öflug að byggingin eyðilagðist og að minnsta kosti 33 manns fórust og 76 særðust, að sögn yfirvalda. Meira
2. ágúst 2003 | Forsíða | 117 orð

Óttast stórfelldar netárásir

SÉRFRÆÐINGAR stjórnvalda í Bandaríkjunum segja að tölvuþrjótar leiti nú leiða til að nýta sér alvarlega veilu í hinu útbreidda Windows-stýrikerfi. Meira
2. ágúst 2003 | Forsíða | 403 orð

Sökuð um heildarsamning gegn samkeppni

SAMKEPPNISSTOFNUN kemst að þeirri niðurstöðu í frumskýrslu um meint samráð tryggingafélaganna í bifreiðatryggingum, að gögn málsins sýni að tryggingafélögin hafi, með beinum og óbeinum hætti, haft með sér víðtækt samráð um iðgjöld í ökutækjatryggingum um... Meira
2. ágúst 2003 | Forsíða | 190 orð | 1 mynd

Tæknivædd sundlaug

HÆGT verður að lyfta upp botni nýju sundlaugarinnar sem verið er að byggja í Laugardalnum. Til hægri á myndinni má sjá ker sundlaugarinnar en eftir er að reisa burðarvirkið. Meira

Baksíða

2. ágúst 2003 | Baksíða | 83 orð

Átta mönnum blótað á kristnitökuþinginu

ANDSPÆNIS þeim válegu atvikum sem urðu í aðdraganda kristnitökunnar á Þingvöllum árið 1000 var aðeins eitt úrræði að skilningi heiðinna Íslendinga og það var mannblót, segir Jón Hnefill Aðalsteinsson í grein sem birtist í Lesbók í dag. Meira
2. ágúst 2003 | Baksíða | 55 orð

Barn brenndist á ofni

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var send í Skáleyjar á Breiðafirði í gærkvöldi til að sækja innan við árs gamalt barn sem hafði brennst illa á hönd við að snerta heitan bakarofn. Meira
2. ágúst 2003 | Baksíða | 262 orð

Einn af stærstu dögum ársins

NÝTT kerfi Reiknistofu bankanna (RB) stóðst vel mikið álag sem kom á kerfið seinnipartinn í gær þegar ferðalangar helgarinnar birgðu sig upp af mat og drykk fyrir helgina. Meira
2. ágúst 2003 | Baksíða | 61 orð | 1 mynd

MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 5.

MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 5. ágúst. Fréttaþjónusta verður alla helgina á mbl.is og er vaktsími hennar 861-7970. Áskriftardeild blaðsins verður opin í dag, laugardag, frá klukkan 6 til 14. Sími hennar er 569-1122. Meira
2. ágúst 2003 | Baksíða | 67 orð | 1 mynd

Nýfundið Grettiskvæði Bólu-Hjálmars

ÁÐUR óprentað kvæði eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu um Gretti Ásmundarson er birt í Lesbók í dag. Kvæðið fann Kristján Runólfsson safnvörður á Sauðárkróki í handritum Þorsteins Þorsteinssonar frá Heiði. Meira
2. ágúst 2003 | Baksíða | 144 orð | 2 myndir

Þúsundir landsmanna á leið í frí

UMFERÐ út úr borginni um mestu ferðahelgi ársins gekk vel fyrir sig í gær þegar þúsundir manna héldu út fyrir borgarmörkin á leið í frí. Í gærkvöldi höfðu 14.500 bílar farið um Kjalarnes á níu klukkustundum og 9.500 bílar yfir Hellisheiði. Meira
2. ágúst 2003 | Baksíða | 526 orð

Þykir miður hvað rannsóknin hefur dregist

GEORG Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að niðurstöðu rannsóknar stofnunarinnar á meintu ólöglegu samráði tryggingafélaganna, sé að vænta innan fárra mánaða. Meira

Fréttir

2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 286 orð | 2 myndir

22 punda úr Svalbarðsá

ENN er verið að draga stórlaxa á þurrt úr íslenskum ám þessa dagana. Tveir Fransmenn sem voru í sex daga í Svalbarðsá og luku veiðum í vikulokin voru með 40 laxa, þar af þrjá sem voru að sögn Jörundar Markússonar yfir 18 pund. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 412 orð

42% eru hlynnt aðild að ESB

UM 42% þjóðarinnar eru hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) ef marka má nýja könnun Þjóðarpúls Gallups. Hefur stuðningurinn við ESB-aðild aukist nokkuð frá því Gallup spurði um þetta í febrúar en þá sögðust 36% vera hlynnt aðild. Skv. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 342 orð | 2 myndir

Auknar líkur eru taldar á að olía finnist

SKIP Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Sæmundsson, kom í gærmorgun úr rannsóknarleiðangri fyrir Norðurlandi. Meira
2. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Á ferð um Gaza

PALESTÍNSK börn sitjandi í skotti bíls sem ekið var um götur Gaza-borgar í gær. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð

Áframhaldandi greiðslustöðvun

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur veitt Kaupfélagi Árnesinga áframhaldandi greiðslustöðvun til 31. október nk. Á kröfuhafafundi með lánadrottnum félagsins 28. júlí sl. var því lýst yfir að sótt yrði um áframhald greiðslustöðvunar sem staðið hefur síðan 14. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Áhrifavaldur í menntamálum flytur fyrirlestra

DR. HOWARD Gardner, upphafsmaður fjölgreindarkenninga í kennslu, kemur hingað til lands til fyrirlestrahalds í næstu viku. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 164 orð

Ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar

SVEITARSTJÓRN Raufarhafnar hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli fyrrverandi hreppstjóra gegn hreppnum til hæstaréttar. Þetta var samþykkt samhljóða á fundi 23. júlí sl. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 879 orð | 1 mynd

Ávallt teknar sjálfstæðar ákvarðanir um iðgjöld

Í ATHUGASEMDUM Vátryggingafélags Íslands (VÍS) vegna frumathugunar Samkeppnisstofnunar um meint ólöglegt samráð á vátryggingamarkaði kemur framað félagið hafi "ekki í neinum tilvikum gerst sek[t] um ólögmæta háttsemi". Meira
2. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Blair verður beðinn að bera vitni

HUTTON lávarður, dómarinn sem stjórnar rannsókn á dauða vopnasérfræðingsins dr. David Kelly, hefur hafið rannsóknina og staðfesti í gær að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, yrði beðinn að bera vitni. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 186 orð

Búist við 60 þúsund gestum

ÍSLENDINGADAGSHÁTÍÐIN í Gimli í Manitoba í Kanada fer fram um helgina og er gert ráð fyrir um 50 til 60 þúsund gestum, en íbúar í bænum eru um 1.600 og í sveitarfélaginu búa samtals um 7.000 manns. Þetta er í 114. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 138 orð

Byrjendakennsla í lestri Fræðslufundur um byrjendakennslu...

Byrjendakennsla í lestri Fræðslufundur um byrjendakennslu í lestri og stærðfræði verður haldinn í Norræna húsinu 7. ágúst nk. kl. 17.30-19.30. Meira
2. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 515 orð | 1 mynd

Bærinn aldrei jafnfallegur

HÁTÍÐ var nýlega haldin í Listasafni Árnessýslu í tilefni af því að veittar voru viðurkenningar fyrir fallega garða í Hveragerði. Forseti bæjarstjórnar, Þorsteinn Hjartarson, setti hátíðina og sagði m.a. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Dynkur í Þjórsá

DYNKUR í Þjórsá er sjónarspil og þó ekki sýnist mikið vatn í honum á þessari mynd sem tekin var á sunnudaginn þá er það þó um 400 m3/sek. Meira
2. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 141 orð

Dætur Saddams fá hæli í Jórdaníu

YFIRVÖLD í Jórdaníu hafa veitt tveimur dætrum Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, og níu börnum þeirra hæli í landinu af mannúðarástæðum. Meira
2. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 60 orð | 1 mynd

Fengsæl feðgin

TÓMAS Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands, og dóttir hans Þorgerður voru fiskin þegar þau veiddu 29 silunga í Fellsá í Strandasýslu. Fellsá rennur um gróðursælan Steinadal í Kollafirði. Meira
2. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 61 orð | 1 mynd

Fimmtíu rósategundir á sýningu

Fimmtíu íslenskar rósategundir eru til sýnis á árlegri rósasýningu Blómabúðar Akureyrar , sem stendur yfir um verslunarmannahelgina. Meira
2. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 133 orð

Fyrirspurn um barnaverndarmál

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýstu á fundi borgarráðs, þriðjudaginn 29. júlí síðastliðinn, yfir áhyggjum sínum vegna stöðu barnaverndarmála í Reykjavík. Telja þeir stefnumótun í málaflokknum ábótavant. Meira
2. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 362 orð | 1 mynd

Grátbrosleg Viðeyjarferð

VINNUSKÓLI Seltjarnarness hélt lokahátíð sína síðasta fimmtudag með tilheyrandi grillveislu og leikjum. Um 100 ungmenni lögðu leið sína út í Viðey ásamt leiðbeinendum sínum og fóru í ævintýraferð sem seint mun renna þeim úr minni. Meira
2. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 73 orð | 1 mynd

Harður árekstur í Skarðshlíð

TVÆR ungar stúlkur voru fluttar á slysadeild FSA eftir harðan árekstur á gatnamótum Smárahlíðar og Skarðshlíðar á Akureyri í hádeginu í gær. Beita þurfti klippum til að ná annarri stúlkunni út en hún var ökumaður annars bílsins. Meira
2. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 69 orð | 1 mynd

Heilbrigð útivist við Ægissíðuna

ÆGISSÍÐAN er fallegur staður á sumarkvöldum og vinsæl til útivistar. Þar má gjarnan sjá ástfangin pör, skokkara, línuskautafólk og Göngu-Hrólfa af öllum stærðum og gerðum. Meira
2. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 257 orð | 1 mynd

Heimskonur fá moltutunnur

VERKEFNIÐ Vistvernd í verki hefur nú staðið yfir í tæplega þrjú ár. Verkefnið er alþjóðlegt og er Ísland eitt 17 landa þar sem verkefnið hefur náð að festa rætur. Meira
2. ágúst 2003 | Suðurnes | 184 orð

Hiti var kominn í útveggi

BETUR fór en á horfðist þegar kveikt var í veiðarfærum við fiskvinnsluhús í Sandgerði í fyrrinótt. Mikinn reyk lagði frá brunanum en slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn áður en hann læsti sig í húsin. Meira
2. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 182 orð | 2 myndir

Hollywood-stjarna gegn klámkóngi?

HUGSANLEGT er að Arnold Schwarzenegger etji kappi við klámkónginn Larry Flynt þegar kosið verður til embættis ríkisstjóra í Kaliforníu í október. Meira
2. ágúst 2003 | Suðurnes | 126 orð | 1 mynd

Hraðflöskuskeyti rak á fjöru við Garðskaga

ÞRJÁR vinkonur úr Garðinum áttu ekki von á að fá bréf þegar þær voru á rölti í fjörunni á Garðskaga og fundu flösku. Þetta var vegleg flaska og troðin af lesefni. Ekki tókst þeim að komast í innihaldið án þess að brjóta flöskuna. Meira
2. ágúst 2003 | Miðopna | 948 orð

Hvenær linnir viðskipta-bylgjunni?

Á ótrúlega skömmum tíma hefur orðræða stjórnmálamanna, sérfræðinga og almennings breyst á róttækan hátt þannig að allt virðist mælt í gildum verslunar og viðskipta. Allt er "bissness". Og þegar allt er bissness þarf að skýra hlutina upp á nýtt. Meira
2. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 100 orð | 1 mynd

Íslandsmet í vélhjólastökki

EYÞÓR Hemmert Björnsson, sextán ára ofurhugi á Húsavík, gerði sér lítið fyrir á dögunum og setti Íslandsmet í stökki á mótorkrosshjóli. Bætti hann eldra met töluvert eða um 5 metra, úr 30 metrum í 35 metra. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 146 orð

Köstuðu efnunum út um glugga

TVEIR menn á bíl sem fluttu talsvert af fíkniefnum urðu skelkaðir þegar þeir sáu lögreglubíl í grennd við Akranes á miðvikudagskvöld og þorðu ekki annað en að kasta efnunum út um glugga á bílnum. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 690 orð | 1 mynd

Lágmarkskröfur um sönnun ekki virtar

SAMBAND íslenskra tryggingafélaga, SÍT, segir að Samkeppnisstofnun hafi ekki virt lágmarkskröfur um sönnun í umfjöllun sinni og hafnar því að aðildarfélög hafi gerst sek um ólögmætt samráð. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Leitað að fíkniefnum

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur síðustu daga lagt sérstaka áherslu á að leita að fíkniefnum í pósti sem fer út á landsbyggðina og á Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýri og á Reykjavíkurflugvelli. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Listsýning í HM-kaffi

LISTAKONURNAR Leo Thoroddsen og Valdís Halldórsdóttir sýna akrílmyndir, leirskúlptúra og málverk í HM-kaffi á Selfossi. Sýningin verður opin til 12. ágúst. Alls eru á sýningunni 17 verk. Meira
2. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 111 orð

Menn "nánir Saddam" handteknir

TVEIR "nánir samstarfsmenn" Saddams Husseins fyrrverandi Íraksforseta voru teknir höndum í áhlaupi bandarískra sérsveitarhermanna á hús í fæðingarborg hans, Tikrit, í gær. Greindi talsmaður Bandaríkjahers frá þessu í gær. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 757 orð | 1 mynd

Minnisblöð og gögn slitin úr samhengi

Í GREINARGERÐ Sjóvár-Almennra trygginga hf. (SA) sem inniheldur athugasemdir við frumathugun Samkeppnisstofnunar á meintu ólöglegu samráði tryggingafélaganna er því alfarið hafnað að SA hafi brotið samkeppnislög. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 851 orð | 1 mynd

Nálgunin í frumathuguninni röng

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN (TM) vísar á bug öllum ásökunum Samkeppnisstofnunar um ólögmætt samráð. Þá leggur TM áherslu á sérstöðu sína í málinu, miðað við hin tryggingafélögin. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Nýir eigendur tjaldstæðanna í Vík

MÝRDALSHREPPUR seldi á þessu ári aðstöðuna á tjaldstæðunum í Vík í Mýrdal. Að sögn Sifjar Hauksdóttur, eins af nýju eigendunum, hefur sumarið það sem af er gengið nokkuð vel. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Nýr vegur um Klettsháls

LAGNING nýs vegarkafla um Klettsháls á Vestfjarðavegi, gengur mun hraðar en verkáætlun segir til um. Nú þegar er búið að leggja bundið slitlag á 7,5 km og undirbúa lagningu slitlags á 16 km kafla til viðbótar. Meira
2. ágúst 2003 | Suðurnes | 152 orð | 2 myndir

Nýr yfirmaður flotastöðvarinnar

MARK S. Laughton, kafteinn í Bandaríkjaflota, tók í gær við starfi yfirmanns Flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli af Dean Kiyohara. Meira
2. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Ný sjóbúð

UNDANFARIÐ hafa staðið yfir endurbætur á aðstöðu Ísnets á Akureyri. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 186 orð

Opið í Smáralind Í dag, laugardaginn...

Opið í Smáralind Í dag, laugardaginn 2. ágúst, verða verslanir í Smáralind opnar eins og venjulega á laugardögum frá kl. 11-18. Leiktæki fyrir börnin verða í Vetrargarðinum í dag. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 122 orð

Ók á ljósastaur

MAÐUR á fimmtugsaldri var stöðvaður skammt frá Kringlunni rétt fyrir klukkan eitt í fyrrinótt eftir skrautlega ökuferð um bæinn. Meira
2. ágúst 2003 | Miðopna | 700 orð

Ótrúleg svör borgarstjóra og ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar

Í vikunni rauf Þórólfur Árnason borgarstjóri þögnina um þátt sinn í meintu ólöglegu samráði olíufélaganna en í óbirtri frumskýrslu Samkeppnisstofnunar segir að slíkt samráð hafi átt sér stað og núverandi borgarstjóri komi við sögu. Meira
2. ágúst 2003 | Miðopna | 669 orð | 1 mynd

Rakalaus birting persónuupplýsinga

Rökin fyrir opinberri birtingu á skattgreiðslum allra Íslendinga eru haldlítil. Árleg framlagning álagningarskráa er því með öllu tilgangslaus og gerir ekkert annað en að valda heiðarlegu fólki ama. Meira
2. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Real Madrid í kynningarferð um Asíu

KÍNVERSKIR aðdáendur knattspyrnuliðsins Real Madrid fögnuðu ákaft er leikmenn liðsins komu til Peking í gær. Hundruð aðdáenda Davids Beckhams biðu fyrir utan hótel liðsins í miðborginni. Meira
2. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Rétta formúlan fyrir góðum grillborgara

NÚ er mikill grilltími og víst er, að grillilmurinn mun liggja í loftinu um þessa helgi. Einn réttur mistekst þó oftar en aðrir, það er hamborgarinn. Meira
2. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 262 orð

Samþykkt að leggja dagsektir á húseigandann

UMHVERFISRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að leggja dagsektir á húseiganda í Helgamagrastræti 10, þar sem hann hefur ekki orðið við margítrekuðum fyrirmælum ráðsins og ekki staðið við þá fresti sem gefnir hafa verið til að ljúka endurbótum og lagfæringum á... Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 345 orð

Seldu viðbótarspegla við þjóðveginn

UMFERÐARFULLTRÚAR Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu stilltu sér upp á leiðunum út úr borginni í gær og seldu viðbótarspegla á bifreiðar. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sífellt færri nýta sér skattafslátt

FRÁDRÁTTUR frá tekjuskattsstofni vegna hlutabréfakaupa nam 636 milljónum kr. á árinu 2002. Er það lækkun um 22,7% frá árinu áður, að því er fram kemur á heimasíðu Ríkisskattstjóra. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 167 orð

Sjóvá-Almennar vísa öllum ásökunum á bug

SJÓVÁ-ALMENNAR sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær: "Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem vitnað er í frumathugun Samkeppnisstofnunar um rannsókn á meintu samráði vátryggingafélaganna, vilja Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Meira
2. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 741 orð

Skipulag gatnagerðar í Melateig í ósamræmi við lög

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ sendi álit til Akureyrarbæjar í apríl sl., sem er tilkomið vegna stjórnsýslukæru sem íbúar við Melateig á Akureyri stóðu að á hendur Akureyrarkaupstað. Meira
2. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 150 orð

Sléttuhlíðin frístunda- og sumarbústaðasvæði

SKIPULAGS- og byggingarráð Hafnarfjarðarbæjar hefur lagt til að hafin verði gerð deiliskipulags í Sléttuhlíð sem skilgreini svæðið sem frístundabyggð og sumarbústaðasvæði. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Stórlaxi gefið líf í Laxá

ÓHÆTT er að segja að óvenjulega margir stórlaxar, þ.e.a.s. laxar frá 20 pundum og upp í 25-26 pund, hafi veiðst í íslenskum ám það sem af er, ef miðað er við síðustu sumur. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð

Styrkja starf Alþjóðakennslanefndarinnar

RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja starfsemi Alþjóðakennslanefndarinnar í Bosníu um 1,5 milljónir króna en Eva Klonowski réttarmeinafræðingur starfar með nefndinni. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 34 orð

Stöðvaður á 136 km hraða

LÖGREGLAN á Hvolsvelli stöðvaði erlendan ferðalang í bílaleigubíl á 136 km hraða á Suðurlandsvegi milli Hellu og Hvolsvallar á leið vestur um miðjan dag í gær. Ökumaður fékk 30 þúsund kr. sekt fyrir... Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 510 orð | 1 mynd

Tímamótatöltsýning hjá Jóhanni og Snarpi

ÞAÐ ríkti stormandi sigurstemning meðal Íslendinga á heimsmeistaramótinu í Herning þegar Jóhann R. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 837 orð

TM andmælir ásökunum í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. Meira
2. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 207 orð

Töluverð aukning á viðbúnaði lögreglunnar

NÚ STENDUR yfir mesta ferðahelgi ársins og yfirgefa tugþúsundir Íslendinga heimili sín og ferðast um landið. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 155 orð

Um 65% segjast hlynnt veru hersins

UM 65% landsmanna eru hlynnt veru bandaríska hersins á Íslandi og um 71% eru hlynnt veru Íslands í NATO (Atlantshafsbandalaginu), ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar Þjóðarpúls Gallups. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 517 orð | 3 myndir

UMFÍ vísar úrskurði sýslumanns til ráðherra

FJÖLMENNI var við upphaf útihátíða víða um land í gær. Mikill fjöldi gesta var einnig á sjötta unglingalandsmóti Íslands sem haldið er á Ísafirði um helgina. Voru þeir orðnir tæplega 7.000 í gærkvöldi þegar mótið var formlega sett. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 433 orð

Útilokað að birta allar upplýsingar

FERÐAKORT Landmælinga Íslands 1 til 3 sem út komu hjá stofnuninni í ár og fyrra voru gagnrýnd í grein eftir Ágúst H. Bjarnason sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Meira
2. ágúst 2003 | Miðopna | 766 orð

Verðsamráð í pólitísku skjóli

Verðsamráð er einn alvarlegasti glæpur viðskiptalífsins gegn neytendum og hinum frjálsa markaði. Sumir hafa sagt að ekki eigi að ræða meint samráð olíufélaganna og stjórnenda þeirra fyrr en lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar liggur fyrir. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 121 orð

Verslunarmannahelgi á Þingvöllum

UM verslunarmannahelgina verður ýmislegt í boði fyrir gesti á Þingvöllum. Farið verður í lengri gönguferð um þingstaðinn forna á laugardaginn kl. 13 en þá verður fjallað um sögu og staðhætti. Meira
2. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 347 orð

Vilja fjölga í Bandaríkjaher

HERSETAN í Írak og baráttan gegn hryðjuverkamönnum um allan heim er að verða Bandaríkjaher ofviða. Hann hefur ekki á að skipa nógu mörgum mönnum til að standa í því, sem hann hefur tekist á hendur. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 200 orð

Vilja hætta birtingu álagningarskráa

STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að standa að nauðsynlegum lagabreytingum á næsta þingi til að tryggja að fjárhagsupplýsingar borgaranna verði framvegis ekki gerðar opinberar í... Meira
2. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 200 orð | 1 mynd

Vinsæl gönguleið merkt

EINHVER vinsælasta styttri gönguleið á landinu er án efa leiðin frá Arnarstapa að Hellnum. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 1871 orð | 5 myndir

Víðtækt samráð í ökutækjatryggingum

Samkeppnisstofnun telur að tryggingafélögin hafi með beinum og óbeinum hætti haft með sér víðtækt samráð um iðgjöld í ökutækjatryggingum. Félögin hafi með samstilltum aðgerðum brugðist við samkeppni frá FÍB-tryggingu og að þau hafi með samstilltum aðgerðum hækkað verð á bifreiðagjöldum í febrúar 1994 og í júní 1999 í kjölfar setningar skaðabótalaganna frá Alþingi. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð

Víkur sæti í stjórn Símans

THOMAS Möller hefur ákveðið að víkja sæti í stjórn Landssíma Íslands hf. á meðan rannsókn á meintu samráði olíufélaganna stendur yfir. Thomas hóf störf hjá Olís - Olíuverslun Íslands hf. árið 1993 en lét af störfum í maí 2002. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 782 orð | 1 mynd

Von á tvöhundruð gestum

Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri, er fædd árið 1932 á Akureyri. Áslaug er menntuð kennari og sérkennari og er með masterspróf í uppeldis- og kennslufræðum. Hún var meðal annars yfirkennari og skólastjóri í Fossvogsskóla í 10 ár. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 87 orð

VR býður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur mun halda frídag verslunarmanna hátíðlegan í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 4. ágúst nk. Eins og undanfarin ár verður frítt í garðinn í boði VR. Skemmtun þessi hefur verið mjög vel sótt og í fyrra komu yfir 9. Meira
2. ágúst 2003 | Árborgarsvæðið | 603 orð | 1 mynd

Það er alls staðar bjartsýni ríkjandi

"VIÐ verðum verulega varir við flutning fólks hingað á þetta svæði hér vestast í Árnessýslu, til þéttbýlisstaðanna Selfoss, Hveragerðis, Þorlákshafnar, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Meira
2. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Þekkjast af höttunum

FJÖLDI fólks fór um Umferðarmiðstöðina í gær á leið í útilegu yfir verslunarmannahelgina. Þessar fjórar vinkonur voru að stíga upp í rútu á leið til Þorlákshafnar þaðan sem Herjólfur sigldi með þær til Vestmannaeyja. Meira
2. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 186 orð

Þétting byggðar hagkvæm

ÞÉTTING byggðar í Reykjavík myndi hafa í för með sér verulegan sparnað á eknum kílómetrum. Þetta kemur fram í grein Haralds Sigurðssonar skipulagsfræðings í tímaritinu Arkitektúr, verktækni og skipulag. Meira
2. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Þörf á nýjum loftferðasamningi

BEINT flug Grænlandsflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar er í hættu, ef félagið fær ekki flugrekstrarleyfi til lengri tíma en nú er. Meira

Ritstjórnargreinar

2. ágúst 2003 | Staksteinar | 367 orð

- Allir í frí!

Guðríður Sigurðardóttir fjallar um sumarleyfi Íslendinga á Tíkinni. Hún segir m.a.: "Þar sem ég þekki til í öðrum löndum spannar sumarleyfistíminn yfirleitt um 5-6 vikur, þá yfirleitt í júlí og ágúst. Meira
2. ágúst 2003 | Leiðarar | 658 orð

Sjónarmið ríkissaksóknara

Bogi Nilsson, ríkissaksóknari, setti fram afar athyglisverð sjónarmið í samtali við Morgunblaðið í gær um umræður, sem fram hafa farið að undanförnu um meint samráð olíufélaganna og hvort og hvenær lögreglurannsókn ætti að hefjast á þeim ásökunarefnum,... Meira

Menning

2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

Ástkær ísbjörn

ÞESSI húnn unir sér vel í fangi móður sinnar í dýragarðinum í Moskvu. Ísbirnirnir eru vinsælir á meðal gesta í garðinum, sem geta fylgst með þeim í gegnum gler þar sem þeir leika sér, synda og kafa. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 324 orð | 1 mynd

Diddú og Valgeir leiða saman hesta sína

SIGRÚN Hjálmtýsdóttir og Valgeir Guðjónsson hafa sameinað krafta sína á ný á plötu, í fyrsta skipti síðan 1985 þegar Fugl dagsins kom úr egginu. Nýi diskurinn heitir Fuglar tímans og inniheldur lög Valgeirs við kvæði Jóhannesar úr Kötlum. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 110 orð | 1 mynd

Enn efstir!

KK OG Maggi Eiríks eru enn í efsta sæti Tónlistans. Plata þeirra 22 ferðalög trónir efst fjórðu vikuna í röð og stendur af sér ágang Papanna með Þjóðsögu, Bó Hall með Íslandslög og Birgittu og Jónsa í Grease. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 883 orð | 2 myndir

Ferðin til Nicelands

Tökur standa hvað hæst á mynd Friðriks Þórs, Niceland. Aðalleikarar myndarinnar, Gary Lewis og Martin Compston, dvelja hérlendis við tökur og ræddi Ásgeir Ingvarsson við þá um söguna, persónurnar og vistina á Fróni. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 150 orð | 1 mynd

Franska leikkonan Trintignant látin

FRANSKA leikkonan Marie Trintignant lést í gærmorgun vegna bólgumyndunar í heila. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 144 orð | 1 mynd

Gamalt grugg

Eyes Adrift skipa Curt Kirkwood (Meat Puppets), Krist Novoselic (Nirvana) og Bud Gaugh (Sublime). Furðu gott bara. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarlíf | 219 orð | 1 mynd

Ítalskur orgelleikari

GIORGIO Parolini leikur á hádegistónleikum Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og á morgun, sunnudagskvöld kl. 20. Á efnisskrá hádegistónleikanna er Ciaconu í d-moll eftir Johann Pachelbel, þá Rondó í G-dúr eftir ítalska tónskáldið Gioseppe Gherardeschi. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 95 orð | 1 mynd

Krall skrall!

SÖNGFUGLINN Díana Krall er með tvær plötur ofarlega á sölulista. Live in Paris- platan er í 7. sæti og stekkur upp úr því 17. en Look of Love er í næsta sæti fyrir neðan, því áttunda, og stekkur upp alla leið úr 21. sæti. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarlíf | 42 orð

Leirlist í Linsunni

Í GLUGGUM Linsunnar, Aðalstræti 9, stendur yfir sýning á verkum Sigríðar Ágústsdóttur, listamanns mánaðarins í Linsunni. Öll verkin eru handmótuð og notaður er leirlitur með ýmsum málmoxíðum. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 187 orð | 1 mynd

Morðgáta á sveitasetri

KVIKMYNDIN Gosford Park eftir bandaríska leikstjórann Robert Altman er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Myndin segir frá McCordle-fjölskyldunni, sem býður til mannfagnaðar á sveitasetri sínu í Englandi árið 1932. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 370 orð | 1 mynd

Ósvikin spenna í lofti

Bandaríkin 2002. Myndform. VHS (116 mín.) Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri: Matt Dillon. Aðalleikarar: Matt Dillon, James Caan, Stellan Skarsgård, Gérard Depardieu, Natascha McElhone. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 317 orð | 4 myndir

POPPDROTTNINGIN Madonna hefur krafist þess að...

POPPDROTTNINGIN Madonna hefur krafist þess að Gap-verslanirnar selji barnabók hennar í öllum Gap-barnafatabúðum. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Stjörnuleit á Hawaii

Þættirnir Stjörnuleit ( Idol ) hafa notið mikilla vinsælda í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum. Senn bætast Íslendingar í hópinn en Stöð 2 ætlar að framleiða íslenska útgáfu þáttanna. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 84 orð | 1 mynd

Sumargreifar!

SAFNPLATA Greifanna tekur við sér í sölu þennan mánuðinn en hún var nærri dottin út af lista síðustu viku í 30. sæti. Kippurinn færir Greifana góðu upp um 17 sæti, alla leið í það 13. á listanum. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarlíf | 52 orð

Sýnir blekmyndir

Sigurdís Harpa Arnarsdóttir opnaði í gær sýningu á blekmyndum á veitingastaðnum Kránni, Laugavegi 73. Myndirnar eru afrakstur vinnu hennar undanfarna mánuði, "þar sem leitað er fanga í feminíska undirvitund beggja kynja." Myndirnar eru til... Meira
2. ágúst 2003 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Sýnir ljósmyndir í Lónkoti

Sýning á myndum Áslaugar Snorradóttur sem teknar voru sumarið 2002 fyrir bókina "about fish" verður opnuð í Lónkoti laugardaginn 2. ágúst í galleríi Sölva Helgasonar (Sólon Íslandus). Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Vel smurt!

PLATAN með tónlistinni úr Grease færist upp um eitt sæti á kostnað Svona er sumarið- safnplötunnar. Þau Birgitta og Jónsi smokra sér því aðeins ofar á lista en platan hefur selst mjög vel þær þrjár vikur sem hún hefur verið í sölu. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarlíf | 639 orð | 2 myndir

Vill hvergi annars staðar vera

Bruce McMillan rithöfundur frá Bandaríkjunum hefur dvalist á Íslandi ótal sinnum við gerð barnabóka sem njóta mikilla vinsælda vestanhafs. Hann hefur í sumar verið við Breiðafjörðinn og á Norðurlandinu. Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 751 orð | 2 myndir

Það viðrar vel...

Einn af hápunktum Hróarskeldu þetta árið var tónleikar gulldrengjanna í Sigur Rós. Arnar Eggert Thoroddsen var sem betur fer á staðnum og tók Georg Holm í stutt spjall að törninni lokinni. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarlíf | 226 orð | 1 mynd

Þýskur stúlknakór í heimsókn

Þýski stúlknakórinn Pfälzische Kurrende undir stjórn Carolu Bischoff er að hefja tónleikaferð hér á Íslandi um verslunarmannahelgina og syngur á fyrstu tónleikunum í Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 2. ágúst kl. 21. Píanóleikari er Sólveig Anna... Meira
2. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Ömurlegt

Lélegasta plata ársins. Slær sjálfan Michael Bolton út í almennum leiðindum og smekkleysu (sem átti þó verstu plötu síðasta árs). Meira

Umræðan

2. ágúst 2003 | Aðsent efni | 835 orð | 1 mynd

Af siðameisturum, ríkislögreglustjóra og góðu fólki

LEIÐARAHÖFUNDUR Morgunblaðsins fór mikinn í gær við að verja framgöngu ríkislögreglustjóra í olíumálinu. Hann finnur að því að önnur embætti hafi ekki verið gagnrýnd í umræðunni. Meira
2. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 447 orð | 1 mynd

Austurbæjarbíó

Í SJÓNVARPSFRÉTTUM á dögunum var kona á vegum borgarinnar spurð að því hvort borgin ætlaði að leyfa að Austurbæjarbíó væri brotið niður. Hún svaraði með útúrsnúningi að borgin ætlaði ekki að fara að reka bíó en um það hafði enginn spurt. Meira
2. ágúst 2003 | Aðsent efni | 1323 orð | 2 myndir

Glaðst á góðum degi

Íslenskir verslunarmenn gerðu sér stundum glaðan dag áður en frídagur þeirra varð til. Pétur Pétursson rýndi í gamlar myndir af starfsfólki Thomsens Magasíns í Reykjavík. Meira
2. ágúst 2003 | Aðsent efni | 437 orð | 1 mynd

Hvers vegna bann, Siv?

Í SÍÐUSTU viku var tilkynnt sú ákvörðun umhverfisráðherra að banna rjúpnaveiðar með öllu í 3 ár. Þessi ákvörðun Sivjar og félaga virtist koma öllum á óvart, þar með talið þeim sem hafa það að áhugamáli að byggja upp rjúpnastofninn. Meira
2. ágúst 2003 | Aðsent efni | 1368 orð | 8 myndir

Ísafjarðarbréf

I Hinn 10. júlí kl. 16.25 er flug RKV-IFJ 026 áætlað frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar. Við hjónin erum tilbúin með brottfararspjöld okkar og göngum um borð í flugvélina. Hálftíma töf varð samt á brottför, því farþegaskráin passaði ekki. Meira
2. ágúst 2003 | Aðsent efni | 160 orð | 1 mynd

Rjúpan friðuð í þrjú ár

*Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að banna allar rjúpnaveiðar næstu þrjú árin. Bannið tekur gildi í haust og gildir út árið 2005. Veiðar verða leyfðar aftur árið 2006. Meira
2. ágúst 2003 | Aðsent efni | 819 orð | 1 mynd

Rjúpan við staurinn

SJÁLFSAGT hafa margir veiðimenn orðið nokkuð undrandi og jafnvel sorgmæddir yfir þeim fréttum sem bárust fimmtudaginn 24. Meira
2. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 332 orð

Sítrónur í umferð

ÞAÐ væri sannarlega hagkvæmt að loka akrein á Hringbraut, Sæbraut, Miklubraut, Breiðholtsbraut og Kringlumýrarbraut fyrir alla nema strætó. Meira
2. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 446 orð | 1 mynd

Tinnabækur óskast ÍSLENSKA útgáfan af Tinnabókum...

Tinnabækur óskast ÍSLENSKA útgáfan af Tinnabókum nr. 4, 5, 7, 10, 11, 17, 18 og 20 óskast gefins eða á góðu verði. Þeir sem eiga þessar bækur og geta hugsað sér að láta þær frá sér eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 8691230 eða 5610410.... Meira
2. ágúst 2003 | Aðsent efni | 463 orð | 1 mynd

Umhverfisvargurinn

UMHVERFISVARGAR af gerðinni homo sapiens knýja sífellt fram fleiri friðanir í nafni "vísinda" - eins og nú með rjúpuna. Má spyrja hvort svona frelsisskerðing með reglugerð samrýmist stjórnarskrá? Meira
2. ágúst 2003 | Aðsent efni | 1590 orð | 2 myndir

Viðkvæmir atvinnuvegir í hættu

NÚ berast fréttir af minna varpi ýmissa fuglategunda hér á landi en undanfarin ár. Varpið fór síðar af stað og færri egg eru að meðaltali í hreiðrum að minnsta kosti í sumum varpstöðvum en í hefðbundnu árferði. Meira
2. ágúst 2003 | Aðsent efni | 367 orð | 1 mynd

Æfingasvæði Skotveiðifélags Reykjavíkur

FYRIR tilviljun rakst ég á að Skotveiðifélag Reykjavíkur er um þessar mundir að fá úthlutað æfingasvæði í landi Álfsness norðan við öskuhaugana. Meira

Minningargreinar

2. ágúst 2003 | Minningargreinar | 3773 orð | 1 mynd

ÁSTRÁÐUR JÓN SIGURSTEINDÓRSSON

Ástráður Jón Sigursteindórsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1915. Hann lést 20. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 31. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2003 | Minningargreinar | 933 orð | 1 mynd

EMILÍA BJARNASON

Emilía Bjarnason fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1922. Hún lést á Landspítalanum 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Carl Christian Nielsen, f. 10.6. 1895, d. 23.9. 1951, og Kristín G. Nielsen, f. 9.11. 1896, d. 10.7. 1987. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2003 | Minningargreinar | 2756 orð | 1 mynd

HALLDÓR HANSEN

Halldór Jón Hansen barnalæknir fæddist í Reykjavík 12. júní 1927. Hann lést á líknardeild Landspítala - háskólasjúkrahúss á Landakoti 21. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. júlí. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2003 | Minningargreinar | 615 orð | 1 mynd

JÓN ÓLAFSSON

Jón Ólafsson fæddist á Leirum undir Eyjafjöllum 14. ágúst 1910. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 25. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Garðakirkju á Álftanesi 1. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2003 | Minningargreinar | 3760 orð | 1 mynd

KONRÁÐ SIGURÐSSON

Konráð Sigurðsson fæddist í Miðbæjarskólanum í Reykjavík 13. júní 1931. Hann lést á heimili sínu að Blönduhlíð 35 í Reykjavík 15. júlí síðastliðinn. Hann var yngsti sonur Sigurðar Jónssonar skólastjóra, f. að Lækjarkoti í Mosfellssveit 6. maí 1872, d.... Meira  Kaupa minningabók
2. ágúst 2003 | Minningargreinar | 764 orð | 1 mynd

PÁLL SVERRIR GUÐMUNDSSON

Páll Sverrir Guðmundsson fæddist á Læk í Hraungerðishreppi í Flóa 23. nóvember 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 31. júlí. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Hagnaður Exxon vex um 58%

HAGNAÐUR olíufélagsins Exxon Mobil jókst um 58% á öðrum ársfjórðungi sé miðað við sama tímabil í fyrra og var niðurstaðan nokkuð umfram væntingar markaðarins. Meira
2. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 84 orð | 1 mynd

Hagnaður HBOS jókst um 21%

HAGNAÐUR breska bankans HBOS af rekstri á fyrri helmingi ársins jókst um 21% frá sama tíma í fyrra og nam 1,8 milljörðum punda eða sem nemur um 220 milljörðum íslenskra króna. Þetta er í takt við áætlanir bankans fyrir árið. Meira
2. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 197 orð

Mettap hjá British Airways

BRESKA flugfélagið British Airways (BA) tapaði 45 milljónum punda eða 5,6 milljörðum króna fyrir skatta á tímabilinu apríl-júní. Félagið hagnaðist um 65 milljarða punda, eða sem nemur um 8,2 milljörðum króna á sama tíma síðasta árs. Meira
2. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Minni sala hjá Vivendi

SALA dróst saman um 6% á öðrum ársfjórðungi hjá franska fjölmiðlarisanum Vivendi miðað við árið áður. Salan nam 6,1 milljarði evra eða sem nemur um 525 milljörðum króna. Meira
2. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Óbreyttir stýrivextir í Evrópu

Seðlabankinn í Evrópu tilkynnti á fimmtudag að stýrivextir bankans yrðu óbreyttir. Talið er að bankinn vilji gefa sér meiri tíma til að vega og meta horfurnar á uppsveiflu í efnahagslífi álfunnar. Meira
2. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 676 orð | 1 mynd

Sinnaskipti hjá Seðlabanka Íslands

Seðlabankinn telur nú að lengra kunni að vera í vaxtahækkun en hann taldi fyrir nokkrum mánuðum. Haraldur Johannessen fjallar um vexti, breytt viðhorf Seðlabankans og sjónarmið greiningardeilda bankanna. Meira

Daglegt líf

2. ágúst 2003 | Neytendur | 122 orð | 1 mynd

Endurbætur á vef Nóatúns

NÓATÚN hefur opnað vef sinn á Netinu eftir endurbætur. Hefur vefurinn meðal annars fengið nýtt útlit og er orðinn gagnvirkari en áður. Þar er að finna upplýsingar um fyrirtækið, verslanir Nóatúns, nýjustu tilboð, heimsendingarþjónustu og starfsfólk. Meira
2. ágúst 2003 | Neytendur | 104 orð | 2 myndir

Jasmíngrjón og ókrydduð kartöflumús

BÚR ehf. hefur bætt tveimur vörum við í Náttúrulínuna, jasmínhrísgrjónum og óbragðbættri kartöflumús. Vöruliðir í Náttúrulínunni er um 25 talsins, segir í tilkynningu. "Jasmínhrísgrjónin eru í eins kílós og 3,5 kílóa umbúðum. Meira
2. ágúst 2003 | Neytendur | 378 orð | 1 mynd

Tengsl milli skapgerðar og tónlistarsmekks

TÓNLISTARSMEKKUR manna gefur vísbendingar um persónuleika þeirra, samkvæmt nýrri könnun sem greint er frá í júníhefti Journal of Personality and Social Psychology . Hvers konar tónlist hlustar þú á? Meira

Fastir þættir

2. ágúst 2003 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli .

40 ÁRA afmæli . Mánudaginn 4. ágúst verður fertug Rannveig Eyþórsdóttir, hún og eiginmaður hennar Sigurður Guðnason blása til veislu á heimili sínu Brekkugötu 17, Vogum, sunnudaginn 3. ágúst frá kl. 19 og þau vonast til að sjá sem... Meira
2. ágúst 2003 | Fastir þættir | 392 orð | 1 mynd

6. geðorðið: Flæktu ekki líf þitt að óþörfu

SJÖTTA geðorðið um að flækja ekki líf sitt að óþörfu er í hrópandi mótsögn við skilaboð auglýsinganna þar sem reynt er að sannfæra fólk um nauðsyn þess að eignast tölvu, farsíma og fleira til að geta lifað af daginn. Meira
2. ágúst 2003 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Signa H. Hallsdóttir, Núpasíðu 2B, verður sjötug mánudaginn 4. ágúst. Hún og eiginmaður hennar Gunnlaugur Búi Sveinsson verða að heiman á... Meira
2. ágúst 2003 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Jakobína Stefánsdóttir útgerðarmaður á Akureyri verður áttræð 4. ágúst. Jakobína og eiginmaður hennar Haraldur Ringsted verða með heitt á könnunni sunnudaginn 3. ágúst á heimili sínu Hjallalundi 20, íbúð... Meira
2. ágúst 2003 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Mánudaginn 4. ágúst verður Guðmundur Kristleifsson, Rofabæ 47, áttræður. Hann og kona hans, Erla Bótólfsdóttir, ætla að eyða deginum saman ásamt börnum sínum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Meira
2. ágúst 2003 | Fastir þættir | 242 orð | 1 mynd

Ávanabindandi nikótíni líkt við kókaín

ÞEKKTAR vindlingategundir innihalda sumar hverjar mjög ávanabindandi nikótín sem talið er hafa svipuð áhrif á neytendur og krakk-kókaín, að því er kemur fram í bandarískri rannsókn og greint er frá á thisislondon.co.uk. Meira
2. ágúst 2003 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

Bindishnútar geta skemmt sjónina

VARASAMT er að herða bindishnútinn of fast því það getur aukið hættu á blindu, ef marka má litla rannsókn sem gerð var af læknum við augnmiðstöð í New York í Bandaríkjunum nýlega og greint var frá á fréttavef BBC . Meira
2. ágúst 2003 | Fastir þættir | 242 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Trompbragð og framhjáhlaup eru þekktar tæknibrellur í tromplitnum. Meira
2. ágúst 2003 | Fastir þættir | 189 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Hörkukeppni í bikarnum Það er lokið a.m.k. þremur leikjum í þriðju umferð bikarkeppni Bridssambandsins og var hörkubarátta í þeim öllum. Suðurnesjamenn fóru norður til Akureyrar um miðja vikuna og spiluðu gegn Norðangarra. Meira
2. ágúst 2003 | Fastir þættir | 219 orð | 1 mynd

Dregur pítsuát úr líkum á krabbameini?

ÍTALSKIR vísindamenn fullyrða að pítsuát dragi stórlega úr hættu á krabbameini í vélinda og minnki jafnframt líkur á ristilkrabba og krabbameini í munni, að því er segir í netfrétt BBC . Meira
2. ágúst 2003 | Fastir þættir | 600 orð | 1 mynd

Félagsfælni

Lesendur Morgunblaðsins geta komið spurningum varðandi sálfræði-, félagsleg og vinnutengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@persona.is og verður svarið jafnframt birt á persona.is. Meira
2. ágúst 2003 | Í dag | 249 orð

Kvöldmessa í lok verslunarmannahelgar

YFIR sumartímann eru kvöldmessur í Laugarneskirkju á sunnudögum. Að þessu sinni færum við okkur um einn sólahring, yfir á mánudagskvöldið 4. ágúst og messum þá kl. 20. Teljum við fínt að ljúka verslunarmannahelginni með góðri messu. Meira
2. ágúst 2003 | Í dag | 629 orð

(Mark. 8.)

Guðspjall dagsins: Jesús mettar 4 þúsundir manna. Meira
2. ágúst 2003 | Dagbók | 489 orð

(Matt. 10, 26.)

Í dag er laugardagur 2. ágúst, 214. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Óttist þá því eigi. Ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, er eigi verður kunnugt. Meira
2. ágúst 2003 | Fastir þættir | 231 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. Rgf3 Rf6 5. Bd3 c5 6. exd5 Dxd5 7. dxc5 Rbd7 8. Rb3 Rxc5 9. Rxc5 Dxc5 10. De2 0-0 11. Be3 Da5+ 12. Bd2 Dd5 13. c4 Dh5 14. 0-0-0 b5 15. cxb5 Bb7 16. Kb1 Hfd8 17. Ka1 Bxf3 18. gxf3 Rd5 19. Be4 Hab8 20. Ba5 Rf4 21. Meira
2. ágúst 2003 | Dagbók | 46 orð

Úr Íslandsljóði

Ég ann þínum mætti í orði þungu, ég ann þínum leik í hálfum svörum, grætandi mál á grátins tungu, gleðimál í ljúfum kjörum. Ég elska þig, málið undurfríða, og undrandi krýp að lindum þínum. Ég hlýði á óminn bitra, blíða, brimhljóð af sálaröldum... Meira
2. ágúst 2003 | Fastir þættir | 843 orð | 4 myndir

Út með inniblómin

ÞAÐ er rétt að taka það fram hér í upphafi greinarinnar að ég hef ekkert á móti inniblómum og þetta er alls ekki heróp af neinu tagi, inniblóm eru svo sannarlega velkomin innandyra, ég á meira að segja nokkur svoleiðis sjálf og þau eru öll hin hressustu. Meira
2. ágúst 2003 | Viðhorf | 872 orð

Veiðisögur

Þegar maður er kominn með rjúpu í sigtið er álíka erfitt að hitta hana og hænu. Báðir þessir fuglar virðast bara bíða þess sem verða vill. Hænsnadráp hefur mér aldrei þótt sérstakt virðingarstarf. Sumum þykir hlægilegt að drepa hænur vegna viðbragða hænunnar við dauða sínum, en flestum ber saman um að þetta er leiðinleg iðja. Þess vegna harma ég ekki þó að rjúpum séu gefin grið í þrjú ár. Meira
2. ágúst 2003 | Fastir þættir | 444 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

FÁTT þykir Víkverja meira pirrandi en að fá vonda þjónustu. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hefur Víkverji komið óánægður frá skyndibitastaðnum Subway. Meira

Íþróttir

2. ágúst 2003 | Íþróttir | 51 orð

Fyrstu leikirnir í Þýskalandi

Bayern og Frankfurt léku upphafsleikinn í Þýskalandi í gærkvöldi, en í dag verða þessar viðureignir: Wolfsburg - Bochum, Kaiserslautern - 1860 München, Hertha Berlín - Werder Bremen, Bayer Leverkusen - Freiburg, Hamburger SV - Hannover, Schalke -... Meira
2. ágúst 2003 | Íþróttir | 104 orð

Garcia byrjar vel með Göppingen

JALIESKY Garcia, landsliðsmaður Íslands í handknattleik og fyrrverandi leikmaður HK, hefur byrjað vel með Göppingen í Þýskalandi. Meira
2. ágúst 2003 | Íþróttir | 185 orð

Helgi og Jóhann B. fara frá Lyn

ÍSLENSKU sóknarleikmennirnir í knattspyrnu Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson hafa tilkynnt forráðamönnum norska liðsins Lyn að þeir leiki ekki með liðinu eftir að samningur þeirra við það rennur út næsta sumar. Meira
2. ágúst 2003 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Juan Sebastian Veron með stórleik gegn Juventus

JUAN Sebastian Veron, miðvallarleikmaður frá Argentínu, átti stórleik og var maður leiksins er Manchester United lagði Juventus að velli á Giants Stadium í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrrinótt, 4:1. Veron fór á kostum fyrir framan 79. Meira
2. ágúst 2003 | Íþróttir | 382 orð | 1 mynd

*LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu,...

*LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði mark fyrir WBA er liðið vann Cheltenham í æfingaleik, 4:0. Lárus Orri skoraði markið þremur mín. fyrir leikslok. Meira
2. ágúst 2003 | Íþróttir | 370 orð | 1 mynd

*SIGURÐUR Örn Jónsson , varnarmaður KR...

*SIGURÐUR Örn Jónsson , varnarmaður KR , er hættur að leika knattspyrnu vegna þrálátra meiðsla. Sigurður hefur verið meiddur frá 2000. Meira
2. ágúst 2003 | Íþróttir | 87 orð

Sigur hjá Bæjurum

BAYERN München byrjaði titilvörn sína í gærkvöldi með sigri á Frankfurt fyrir framan 63 þús. áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í München, 3:1. Það var Brasilíumaðurinn Ze Roberto sem opnaði leikinn með fyrsta markinu á 16. mín. Meira
2. ágúst 2003 | Íþróttir | 712 orð | 2 myndir

Tilbúnir að gefa eftir fyrir árangur í Evrópukeppninni

"VIÐ munum að sjálfsögðu reyna hvað sem við getum til að verja þá titla sem við höfum í Þýskalandi, en við munum leggja hvað mestu áhersluna á að gera betur í meistaradeild Evrópu en við gerðum síðastliðið keppnistímabil," sagði Ottmar... Meira
2. ágúst 2003 | Íþróttir | 775 orð

Tveir Íslendingar verða í sviðsljósinu

*Tveir íslenskir landsliðsmenn leika í Þýskalandi - bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir eru í herbúðum Bochum, sem hefur fengið gælunafnið "lyftarinn" vegna þess hvað liðið hefur oft farið upp og niður á milli deilda. Meira

Úr verinu

2. ágúst 2003 | Úr verinu | 263 orð | 1 mynd

Aðeins tvö skip enn á síldveiðum

Síldveiðum íslenzkra skipa úr norsk-íslenzka síldarstofninum er nú nánast lokið. Aðeins tvö skip frá Samherja eru enn að veiðum. Samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva er aflinn orðinn 93.000 tonn, sem er tæpum 3.000 tonn umfram kvóta. Meira
2. ágúst 2003 | Úr verinu | 253 orð | 1 mynd

Nesfiskur yngir upp skipakostinn

NESFISKUR í Garði hefur verið að yngja upp skipakost sinn og bæta við kvóta á síðustu mánuðum og m.a. keypt fjögur skip það sem af er árinu. Nú nýlega keypti fyrirtækið Ými BA frá Bíldudal og með honum fylgdi um 100 þorskígildistonna kvóti. Meira

Lesbók

2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 381 orð | 1 mynd

Bjartar óperunætur

ÁRLEG óperuhátíð finnska bæjarins Savonlinna stendur yfir frá lokum júlímánaðar og fram í byrjun ágúst ár hvert. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 946 orð | 4 myndir

Erfiðast að eltast við fugla

"Ég hef myndað ýmislegt en erfiðast og tímafrekast er tvímælalaust það að eltast við fugla," segir Daníel Bergmann ljósmyndari. Í nýrri bók hans, Íslensk náttúra, eru myndir af fjölbreytilegu fuglalífi, glaðhlakkalegum tófum og litfögru landslagi. Daníel sagði EINARI FAL INGÓLFSSYNI frá þessum hugðarefnum sínum. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1199 orð

Getnaðarvarnir og mannfækkun

SÍÐASTA öld var öld stórstígra tækniframfara. Rafmagnsljós, orkuveitur, ísskápar, bílar, tilbúinn áburður, flugvélar, fjarskipti, gerviefni, lyf, tölvur - allt þetta hefur bætt kjör okkar meira en við getum með góðu móti gert okkur grein fyrir. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 149 orð | 1 mynd

Grafíkverk í Fjöruhúsinu

Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir sýnir smámyndir unnar í þurrnál og vatnsliti í Fjöruhúsinu á Hellnum á Snæfellsnesi. Verkin eru unnin á árunum 1996 til 2003 og eru öll til sölu. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 54 orð | 1 mynd

Hekla í ýmsum myndum

KATRÍN Óskarsdóttir hefur sett upp sýningu á vatnslitamyndum í Litlu Kaffistofunni í Svínahrauni. Myndefnið er Hekla í ýmsum blæbrigðum. Katrín er grafískur hönnuður frá MHÍ og vann áður sem teiknari, setti upp sýningarbása og gluggaskreytingar. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 108 orð | 1 mynd

Hlynur Hallsson undir stiganum

HUGI hafði rétt fyrir sér er heiti sýningar sem Hlynur Hallsson opnaði á fimmtudag Undir stiganum í i8. Sýningunni fylgir eftirfarandi texti: "Eftir sundferð í Fössebad förum við í heimsókn til Kwan Ho og Michaels. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 3533 orð | 5 myndir

Hvað er heilagt?

Rithöfundar frá öllum heimshornum koma árlega saman í Lahti í Finnlandi til skrafs og ráðagerða um tíðarandann. SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR tók þátt í þinginu í júní og greinir hér frá umræðunum sem fram fóru undir berum himni. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 867 orð | 2 myndir

Hvernig er leysiljósið unnið?

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi? Hvað er "spam"? Hver er saga myndbandavæðingarinnar og hverju breytti hún? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að nálgast svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 376 orð | 1 mynd

KYNSLÓÐIN SEM HVARF

Ætli sé til eitthvað í því að útlit hafi með vinsældir að gera? Svo segir ein könnun sem sýnd var í sjónvarpinu í sumar. Um vinsælt fólk, rithöfunda og aðra. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 321 orð | 3 myndir

Laugardagur Leiðsögn um sýninguna Akureyri -...

Laugardagur Leiðsögn um sýninguna Akureyri - bærinn við Pollinn kl. 15 Sýningarvörður veitir sýningargestum innsýn í líf bæjarbúa fyrr á tíð og bregður upp mynd af litríkum sögupersónum úr bæjarlífi þess tíma. Aðgangseyrir 400 kr. Hallgrímskirkja kl. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 3132 orð | 1 mynd

MANNBLÓTIÐ Á ÞINGVÖLLUM

Kristnitakan á Þingvöllum er ágreiningslítið einhver merkasti stórviðburður gervallrar íslenskar sögu. En þrátt fyrir traustar og ríkulegar heimildir um atburðinn fer því þó enn víðs fjarri að ágreiningslaust sé hvað mestu olli um farsæl endalok deilumála á hinu örlagaríka kristnitökuþingi. Var heiðnin veikari en heimildir gefa í skyn? Var samið á bak við tjöldin? Var blótað átta mönnum á síðasta degi heiðninnar? Og til hvers lagðist Þorgeir undir feldinn? Um öll þessi atriði er enn spurt. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1112 orð | 3 myndir

Margt á seyði

Lothar Baumgarten Sýningin er aðgengileg á afgreiðslutíma kaffihússins. Henni lýkur 17. ágúst. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 327 orð | 2 myndir

Málað í sæluvist fjarðalognsins

Á Hrafnseyri við Arnarfjörð stendur yfir sýning Kristínar Þorkelsdóttur á vatnslitamyndum frá Vestfjörðum sem hún hefur málað á ferðum sínum á sumrum. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 368 orð

MYNDLIST Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík...

MYNDLIST Árbæjarsafn: Daglegt líf í Reykjavík - sjötti áratugurinn. Á sýningunni er fylgst með sex Reykvíkingum á ólíkum aldri í amstri hversdagsins á árunum 1950-1960. Til 1.9. Galleri@hlemmur.is: Hrafnhildur Halldórsdóttir. Til 3.8. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 493 orð

NEÐANMÁLS -

I Svektur út í Amerikanana, segir í fyrirsögn á viðtali sem birtist við Leif Eiríksson í þrændska dagblaðinu Adresseavisen daginn áður en kirkju- og menningarhátíðin Ólafsdagarnir var sett. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 167 orð | 1 mynd

Orgeltónleikar í Reykholtskirkju

Douglas Brotcie organisti leikur á tvennum tónleikum í Reykholtskirkju núna um verslunarmannahelgina. Á efnisskránni eru verk eftir Buxtehude, Bohm, Bach, Haydn, Jón Leifs, Messiaen og Franck. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 393 orð | 1 mynd

Óperuperlur í Skagafirði

Haldnir verða óperutónleikar í félagsheimilinu Miðgarði í Skagafirði í kvöld kl. 21. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2299 orð | 2 myndir

PAN Í VERÓNU

Björk Guðmundsdóttir hélt tónleika í Verónu á Ítalíu 8. júní síðastliðinn. Hér fara hugleiðingar um þessa tónleika og þátt gríska guðsins Pans í tónlist Bjarkar. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 542 orð

Saddam átti syni tvo

STYRJÖLDIN í Írak er ekki bara blóðbað heldur einnig áróðursstríð. Í Bandaríkjunum gengur maður undir manns hönd að réttlæta innrásina í Írak og fréttir sem sendar eru vegna atburða þar í landi þjóna þeim tilgangi ljóst og leynt. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 976 orð | 4 myndir

SAMBAND VIÐ FORTÍÐINA

Í dag lýkur hátíðarhöldum í Þrándheimi vegna 850 ára afmælis biskupssetursins sem fram fóru samhliða kirkju- og menningarhátíðinni Ólafsdögum. ÞRÖSTUR HELGASON fylgdist með dagskránni þar sem Íslendingar komu víða við sögu. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 631 orð

Tvær efnilegar söngkonur á ferð

Margrét Hrafnsdóttir, Karen Bandelow og Þóra Fríða Sæmundsdóttir fluttu söngverk eftir Scarlatti, Mozart, Wolf, Grieg, Bellini og Rossini. Mánudagurinn 28. júlí 2003. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 83 orð

TVÆR VERUR

Úti í haga er mórauð mús meður augu dökk og blíð, - kvöldið eitt við urðum dús, elskum bæði lítið hús, þráum hlýju, hötum stríð. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 500 orð

UM HREYSTIVERK GRETTIRS EFTIR H.J.SON

1Hnikars könnu helli eg á hvítbjarganna staupa mar, Grettirs sönnu frægðum frá og fyrri man[na greini eg þar]. 2[Fö]ður sínum heima hjá hann nam vaxa ungur [þar], [ó]dæll þótti ýtum sá, yfrið stór í skapi var. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 382 orð | 3 myndir

Vegvísir Allende

ISABELLA Allende, sem naut mikilla vinsælda hér á landi sem og víða erlendis fyrir bækur á borð við Evu Lunu og Ást og skugga , sendi nýlega frá sér sína 11. bók, My Invented Country. Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð

VIÐ KÁRAHNJÚKA

Örlagavindar blása um Kárahnjúka Sprenging í myrkvuðu gljúfrinu Hamrarnir hrynja Tár næturinnar falla í ána Óður Gljúfursins heyrist ekki Regnbogar í fossúðum hverfa Blærinn hvíslar að hreindýrum grágæsum og smáfuglum Farið annað því flóðið kemur... Meira
2. ágúst 2003 | Menningarblað/Lesbók | 169 orð

ÆSKUBRAGUR BÓLU-HJÁLMARS

KRISTJÁN Runólfsson, safnvörður á Sauðárkróki, hefur m.a. safnað handritum. Þar á meðal eru handrit þess landsfræga skrifara Þorsteins Þorsteinssonar frá Heiði. Í þeim hefur Kristján fundið tvö áður óþekkt kvæði eftir Bólu-Hjálmar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.