Greinar sunnudaginn 7. september 2003

Forsíða

7. september 2003 | Forsíða | 134 orð | 1 mynd

Haustlyng ný planta í flóru Íslands

NÝ háplöntutegund, haustlyng, verður á næstunni skráð í flóru Íslands, en plantan fannst á jörðinni Felli í Mýrdal í vikunni. Ágúst H. Meira
7. september 2003 | Forsíða | 58 orð | 1 mynd

Maðurinn með ljáinn

FÉLAGAR í kirkjukór Ólafsvíkur létu ekki kalsaveður og rigningu trufla sig og slógu kirkjugarðinn í bænum í gríð og erg. Meira
7. september 2003 | Forsíða | 58 orð | 1 mynd

Sex létust í Kasmír

SEX manns létust og 25 slösuðust þegar bílsprengja sprakk á stærsta ávaxtaheildsölumarkaðinum í Srinagar í indverska hluta Kasmírhéraðs í gær. Meira
7. september 2003 | Forsíða | 182 orð | 1 mynd

Talið mikið bakslag í friðarumleitunum

MAHMOUD Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, sagði af sér í gærmorgun, en vinsældir hans meðal almennings hafa minnkað mikið undanfarið og hann hefur átt í langvinnri valdabaráttu við Yasser Arafat, æðsta leiðtoga Palestínumanna. Meira
7. september 2003 | Forsíða | 166 orð | 1 mynd

Yfir 20 ný íslensk verk á fjölunum

ALLT útlit er fyrir að yfir 20 ný íslensk leikverk verði frumflutt á fjölum leikhúsanna í vetur. Athygli hefur vakið að Þjóðleikhúsið boðar frumflutning 8 nýrra íslenskra verka í vetrardagskrá sinni. Rætt er við höfundana átta í Sunnudagsblaðinu í dag. Meira
7. september 2003 | Forsíða | 86 orð

Ætla að bjóða í enska boltann

SKJÁR tveir og Ríkissjónvarpið eru með í undirbúningi tilboð í sjónvarpsréttinn að ensku úrvalsdeildinni og ensku bikarkeppninni, sem nú er hjá Norðurljósum, en rennur út í vor. Meira

Baksíða

7. september 2003 | Baksíða | 107 orð

Íslenskt raunveruleikasjónvarp á Skjá tveimur

ÍSLENSKT raunveruleikasjónvarp er meðal þess sem boðið verður upp á á Skjá tveimur, sem mun hefja útsendingar 1. október nk. Sjónvarpsþættirnir, sem fengið hafa nafngiftina "Viva Las Vegas", eru íslensk útgáfa af Bachelor-þáttunum vinsælu. Meira
7. september 2003 | Baksíða | 342 orð

Milljarði meira í atvinnuleysisbætur

Greiðslur atvinnuleysisbóta úr Atvinnuleysistryggingasjóði eru um einum milljarði króna hærri fyrstu átta mánuðina í ár samanborið við sama tímabil í fyrra. Þannig höfðu verið greiddir tæpir 2,7 milljarðar króna í atvinnuleysisbætur fram til 1.... Meira
7. september 2003 | Baksíða | 106 orð | 1 mynd

Stilkbeðja, rósmarín og piparrót

GRASAGARÐURINN í Reykjavík efndi til uppskeruhátíðar í gær þar sem fólk fékk að bragða á fjölmörgum tegundum matjurta sem ræktaðar hafa verið í nytjajurtagarði Grasagarðsins í sumar. Þá var boðið upp á fræðslu um ræktun matjurta í heimilisgörðum. Meira
7. september 2003 | Baksíða | 242 orð

Umsvif gætu margfaldast

ÖSSUR hf., sem einkum hefur einbeitt sér að framleiðslu gervilima frá upphafi vega, hyggst nú færa út kvíarnar með framleiðslu spelkna úr svokölluðum koltrefjum. Meira

Fréttir

7. september 2003 | Innlendar fréttir | 190 orð

Athugasemdir vegna ummæla utanríkisráðherra

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá ASÍ og fjórum landssamböndum þess. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 394 orð

Aukinn markaðsaðgangur fyrir búvörur

EKKI ER útilokað að mati utanríkisráðuneytisins að samstaða náist um það á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Kankún í Mexíkó 10.-14. september að skerða heimildir til framleiðslutengds stuðnings við landbúnað í kringum 60%. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 838 orð | 1 mynd

Áhersla á netfæra kennara

Gilly Salmon er einn virtasti kennari viðskiptaskóla Opna háskólans í Bretlandi. Eftir farsælan feril sem stjórnandi í viðskiptalífinu, sneri hún sér að fræðistörfum og kennslu. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 462 orð | 1 mynd

Fann nýja háplöntutegund í Mýrdalnum

NÝ háplöntutegund, haustlyng, fannst í Mýrdalnum í vikunni. Ágúst H. Bjarnason, grasafræðingur við Menntaskólann við Sund, segir þetta einstakan fund, en það gerist aðeins á margra ára fresti að ný tegund sé skráð í flóru Íslands. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Fengu verðlaun fyrir bestu myndirnar

SIGURVEGARAR í ljósmyndakeppni fréttavefjar Morgunblaðsins, mbl.is, og Kodak fengu afhent verðlaun fyrir myndir sínar í Morgunblaðshúsinu í gær. Þátttakendur í keppninni voru 1.069 og sendu alls inn 5.468 myndir. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 163 orð

Fundur með félagsmálaráðherra á mánudag

FULLTRÚAR Samiðnar, Sambands iðnfélaga, áttu enga fundi í þessari viku með ráðherrum félagsmála, dóms-, og umhverfismála um aðbúnað og eftirlit á virkjanasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 152 orð

Haustlyng

HAUSTLYNG, eins og þessi tegund hefur verið nefnd, tilheyrir lyngætt og er lágvaxinn, sígrænn dvergrunni. Greinar eru gráleitar. Blöðin eru kransstæð á stöngli, fjögur saman; þau eru grágræn, kirtilhærð, barrkennd og innundin á röndum. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 149 orð | 2 myndir

Hreindýraveiðimaður í 40 ár

AXEL Kristjánsson hæstaréttarlögmaður felldi nýlega 89 kg hreintarf á Grjótöldu ofan við Hrafnkelsdal. Það er í frásögur færandi að nú eru liðin 40 ár frá því Axel fór fyrst til hreindýraveiða. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Hreyfingin lagi sig að breyttu samfélagi

EYJÓLFUR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kiwanis-alheimshreyfingarinnar, segir aðalbreytinguna sem Kiwanis-hreyfingin standi frammi fyrir í dag vera að aðlaga sig breyttu samfélagi. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 17 orð | 1 mynd

Hver vill taka okkur?

Hver vill taka okkur? VEGNA sérstakra aðstæðna vantar þessi systkini gott heimili. Upplýsingar í síma 6997090 og... Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 307 orð

Kennslumyndband gefið út til að mæta þörfinni

FÉLAGSMENN í Aflinum, félagi qi gong-iðkenda á Íslandi, hyggja á framleiðslu kennslumyndbands í qi gong sem er ætlað að vera leiðbeinandi um æfingarnar eins og þær hafa þróast undir stjórn Gunnars Eyjólfssonar, leikara og qi gong-iðkanda, um árabil. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Ljóssins englar valið Ljósalagið 2003

LAG Magnúsar Kjartanssonar og Kristjáns Hreinssonar, Ljóssins englar, var valið Ljósalagið 2003 í sönglagakeppni Ljósahátíðar í Reykjanesbæ á föstudagskvöldið. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Nýjar aðferðir við sölu á íslensku lambakjöti

AUSTFIRSKIR sauðfjárbændur hafa sameinast um sölu lambakjöts á netinu, undir nafninu Austurlamb. Neytendum er þannig gefinn kostur á að kaupa upprunamerkt lambakjöt beint af bændum. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnaði vefsvæðið www.austurlamb. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 368 orð

Nýliðakynning Björgunarsveitarinnar Ársæls verður miðvikudaginn 10.

Nýliðakynning Björgunarsveitarinnar Ársæls verður miðvikudaginn 10. september verður kynningarfundur fyrir tilvonandi nýliða hjá Björgunarsveitinni Ársæli. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Oddi prentar írska bók sem hönnuð er í Ameríku

PRENTSMIÐJAN Oddi er að vinna annað verkið á þessu ári fyrir Royal Hibernian Academy í Dublin á Írlandi. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 154 orð

Óbreytt olíuverð hjá Atlantsolíu

ATLANTSOLÍA hækkaði ekki olíuverðið um mánaðamótin eins og samkeppnisfélögin þrjú og segja talsmenn félagsins að tilkoma þess hafi hreyft við hinum félögunum sem sé til mikilla hagsbóta fyrir stórnotendur olíu á Íslandi en það sé umhugsunarefni hvers... Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 210 orð

Segja Þjórsárverum borgið

FUGLAVERNDARFÉLAG Íslands og Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent frá sér ályktun þar sem segir að flest bendi til að sú ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að fresta byggingu Norðlingaölduveitu sé fullnaðarsigur þeirra sem vilja vernda Þjórsárver. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Smáauglýsingar í Morgunblaðinu

MORGUNBLAÐIÐ byrjar að birta smáauglýsingar laugardaginn 13. september og alla laugardaga þaðan í frá. Um er að ræða nýja þjónustu við lesendur blaðsins og verða áskrifendum boðin sérkjör á auglýsingum fram til áramóta. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 93 orð

Spegillinn, forvarna- og fræðslusamtök um átröskunarsjúkdómana...

Spegillinn, forvarna- og fræðslusamtök um átröskunarsjúkdómana Lotugræðgi (Bulimiu) og Lystarstol (Anorexiu), heldur aðalfund á morgun, mánudaginn 8. september kl. 20, í húsi Rauða krossins í Efstaleiti. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 136 orð

Sýna þarf aðgát í réttunum

ÁHUGI almennings á göngum og réttum hefur farið vaxandi nú í seinni tíð og m.a. hafa borist fréttir af því að mun meira af fólki en fé hafi verið í einstaka réttum. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Tíföldun á nemendafjölda frá því sem áður var

UM 120 manns eru að hefja meistaranám í almennri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Það eru um tífalt fleiri nemendur en skráðir hafa verið í þetta nám áður, en kennsla í því hófst árið 1997. Meira
7. september 2003 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Verðlaun fyrir þróun nýrrar tegundar af bolspelku

GUÐNÝ Jónsdóttir, yfirsjúkraþjálfari við endurhæfingardeild Landspítala-háskólasjúkrahúss, hlaut fyrstu verðlaun fyrir verkefnið "Hryggstoð" í hugmyndasamkeppninni Uppúr skúffunum. Meira
7. september 2003 | Erlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Þjóðverjar mótmæla ítölsku "Hitlersvíni"

BRIGITTE Zypries, dómsmálaráðherra Þýskalands, hefur sent stjórnvöldum á Ítalíu bréf þar sem hún mótmælir sölu ítalsks fyrirtækis á vínflöskum með myndum af Adolf Hitler og vígorðum nasista. Þrjár slíkar flöskur sjást hér á bar í Róm. Meira

Ritstjórnargreinar

7. september 2003 | Leiðarar | 2784 orð | 2 myndir

6. september

Það er erfitt að hugsa sér grýttari veg en leiðina til friðar milli Ísraela og Palestínumanna. Í hvert skipti, sem birtist vonarglæta, kemur bakslag. Ekki er fyrr stigið fram, en tekið er skref afturábak. Meira
7. september 2003 | Staksteinar | 351 orð

- Ekki sjálfsagt að ríkisvaldið semji við einkaaðila um skólastarf

Sé vel að verki staðið og góður árangur næst, finnst okkur gjarnan, að niðurstaðan sé sjálfsögð og liggi jafnvel einfaldlega í hlutarins eðli," sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, á fimm ára afmæli Háskólans í Reykjavík á fimmtudaginn. Meira
7. september 2003 | Leiðarar | 577 orð

Líflegt leikhúslíf

Margir bíða þess með eftirvæntingu á hverju hausti að leikhúsin kynni verkefni vetrarins, enda um að ræða mikilvægan þátt í menningarlífi landsmanna. Meira

Menning

7. september 2003 | Menningarlíf | 998 orð | 3 myndir

Aðgengi og útilokun

LISTGAGNRÝNENDUR, sem óhjákvæmilega hafa fjallað mikið um Feneyjatvíæringinn í sumar, hafa margir hverjir gert bandaríska skálanum hátt undir höfði, enda var hann talinn meðal hinna sigurstranglegu alveg frá upphafi. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

...andlitinu hans Michael Jackson

SKOLLINN Michael Jackson er mesta ólíkindatól þrátt fyrir óneitanlega hæfileika. Þær hafa væntanlega farið fram hjá fáum þær gríðarlegu breytingar sem orðið hafa á andliti Jackson í gegnum tíðina. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 776 orð | 2 myndir

Beint í æð

Gillies MacKinnon hóf að leikstýra tiltölulega seint á æviskeiðinu en snarar nú út að meðaltali einni mynd á ári. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þennan fyrrverandi kennara um nýjustu mynd hans, Pure. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 589 orð | 3 myndir

Davíð Oddsson er ekki eini forsætisráðherrann...

Davíð Oddsson er ekki eini forsætisráðherrann sem yrkir ljóð í frístundum sínum. Silvio Berlusconi , forsætisráðherra Ítalíu, hefur sjaldan farið troðnar slóðir og er einn umdeildasti stjórnmálamaður Evrópu um þessar mundir. Meira
7. september 2003 | Menningarlíf | 282 orð

Fjölbreytt söngnámskeið í boði

NÚ er vetrarstarf kóranna og söngskólanna að hefjast og er ýmislegt í boði. Óperukór Hafnarfjarðar Vetrarstarf Óperukórs Hafnarfjarðar hefst á mánudag. Kórstjóri er Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 362 orð | 1 mynd

Fylgni milli sköpunar gáfu og geðræns vanda

ÓVENJUMARGIR af djassgoðum liðinnar aldar áttu við einhvers konar geðrænan vanda að stríða, máttu þola misnotkun og glímdu við eiturlyfjavanda. Breskir sálfræðingar hafa greint fylgni á milli óvenjumikillar listrænnar sköpunargáfu, eins og t.a.m. Meira
7. september 2003 | Bókmenntir | 632 orð | 1 mynd

Gabríel erkiengill

eftir Hanif Kureishi (höfund Náinna kynna). Jón Karl Helgason þýddi. 202 bls. Bjartur 2003. Meira
7. september 2003 | Menningarlíf | 123 orð

Gömul og ný verk í ASÍ

TVÆR sýningar voru opnaðar í Listasafni ASÍ, Freyjugötu í gær, laugardag. Í Ásmundarsal og Gryfju opnaði Inga Jónsdóttir sýningu sína Ryk. Í Arinstofu sýnir KristinnPétursson verk sín og kallar sýninguna Töfratákn. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 162 orð | 1 mynd

Hann elskar mig, hann elskar mig ekki...

Í KVÖLD hefur Sjónvarpið sýningar á vandaðri breskri sjónvarpsmynd í tveimur hlutum. Synir og elskhugar byggist á samnefndri sögu D.H. Lawrence og segir frá námumanni sem gælir óþyrmilega mikið við stút á kostnað barna og konu. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 697 orð | 1 mynd

Heiðarleiki, boðskapur og saga

KLEZMERTÓNLIST er mikil gleðitónlist, þótt gleðin sé tempruð með trega. Tónlistin á sér rætur meðal gyðinga í Austur-Evrópu fyrir hundruðum ára en hefur smám saman breiðst út um heiminn og meira að segja ratað hátt á vinsældalista fyrr á árum. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 662 orð | 3 myndir

Í átt til stjarnanna

Stjarna The Neptunes hefur skinið sem sól væri síðustu ár og er enn að birta til hjá þeim. Inga Rún Sigurðardóttir kynnti sér feril Pharrells Williams og Chads Hugos. Meira
7. september 2003 | Menningarlíf | 113 orð

Íslenskir listamenn í Þórshöfn

FÉLAGSMENN Íslenskrar grafíkur hafa undanfarin 3 ár tekið þátt í sýningarverkefni sem skammstafað er GÍF og stendur fyrir Grænland, Ísland og Færeyjar og var sýning í einu landanna á árs fresti. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Leiðindalíf

Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD. Ekki ætluð ungum börnum. (95 mín.) Leikstjórn Stephen Herek. Aðalhlutverk Angelina Jolie, Edward Burns, Tony Shalhoub. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 202 orð | 1 mynd

Lygar á lygar ofan

MYNDIN Snilligáfa Ripleys , með Matt Damon í aðalhlutverki, er frá árinu 1999. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 223 orð | 2 myndir

Makt myrkursins

Allur hljóðfæraleikur er í höndum Þorra sem einnig semur lög. Eddi Lár leikur á gítar í einu lagi. Ljóðið "Eggert Ólafsson" er eftir Matthías Jochumson. Eddi Lár stýrði upptökum. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 133 orð | 1 mynd

Netdauði

Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD. Bönnuð innan 16 ára. (102 mín.) Leikstjórn William Malone. Aðalhlutverk Stephen Dorff, Natascha McElhone, Stephen Rea. Meira
7. september 2003 | Menningarlíf | 854 orð | 1 mynd

Schumann fékk hugsvölun í sönglaginu

"MÉR finnst eitt ansi merkilegt í þessu. Schumann samdi lögin ópus 39 áður en hann vissi hvort hann fengi að giftast Clöru. Karlinn faðir hennar vildi ekki leyfa þeim að eigast og málið komið fyrir dómstóla. Meira
7. september 2003 | Bókmenntir | 153 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Elling - Paradís í sjónmáli er eftir Ingvar Ambjørnsen í þýðingu Einars Ólafssonar. Elling er ekki eins og fólk er flest. Þegar móðir hans deyr þarf hann að finna fótfestu í nýjum veruleika og takast á við lífið einn og óstuddur. Meira
7. september 2003 | Bókmenntir | 137 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð er eftir Arto Paasilinna í þýðingu Guðrúnar Sigurðardóttur . Tveir menn hittast fyrir tilviljun í gamalli hlöðu, sem þeir hafa báðir valið til þess að binda enda á líf sitt. Meira
7. september 2003 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Stemmur í Eden

Í EDEN í Hveragerði stendur yfir málverkasýning Gunnþórs Guðmundssonar. Þar sýnir Gunnþór 52 myndir, 35 í akrýl og 17 í pastel krít. Langflestar eru myndirnar málaðar á þessu ári eða 2002. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 783 orð | 2 myndir

Strákarnir á Strikinu

Úr mannþyrpingu á Strikinu óma Bítlalög. Þó eru Bítlarnir ekki komnir saman aftur. Pétur Blöndal talaði við Bjórbandið sem treður upp á Strikinu og vakti mikla athygli í sumar. Meira
7. september 2003 | Menningarlíf | 664 orð | 1 mynd

Stöðnun er alltaf dauði í sjálfu sér

Sýning á verkum Eyjólfs Einarssonar var nýverið opnuð á Kjarvalsstöðum. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við listamanninn um hringekjur, sanda og hversu gaman er að brjóta prinsip. Meira
7. september 2003 | Menningarlíf | 238 orð | 1 mynd

Susan Chilcott látin

Ein mesta óperusöngkona Breta, Susan Chilcott, er látin, aðeins fertug að aldri, eftir þriggja ára hetjulega baráttu við brjóstakrabba. Susan Chilcott hóf feril sinn með Skosku óperunni og skipaði sér fljótt í röð bestu sópransöngkvenna Breta. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 687 orð | 2 myndir

Tomahawk

Tomahawk er einhvers konar ofurband þekktra og sjóaðra nýbylgjuklára, leidd af Mike Patton, fyrrverandi Faith No More-liða. Arnar Eggert Thoroddsen talaði við Kevin Rutmanis, bassaleikara sveitarinnar. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 649 orð | 2 myndir

Tónlist sem tjáningarmiðill

Bandaríska rokksveitin Black Rebel Motorcycle Club liggur ekki á skoðunum sínum á nýrri breiðskífu, Take Them On, On Your Own, sem meðal annars er beint gegn hernaðarhyggju og spillingu. Meira
7. september 2003 | Menningarlíf | 1177 orð | 3 myndir

Umtak og rými

HÖFUÐBORGARBÚUM gefst næstu vikurnar, og allt til 28. september, tækifæri til að skoða sýninguna, Meistarar formsins, sem sett var upp á Listasafni Akureyrar nú í sumar og kemur úr hirslum Þjóðlistasafnsins í Berlín. Meira
7. september 2003 | Menningarlíf | 213 orð | 1 mynd

Ungur og efnilegur tenórsöngvari hlaut styrkinn

UNGUR tenórsöngvari, Eyjólfur Eyjólfsson, er styrkþegi ársins 2003 úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal, en styrkurinn var afhentur við sérstaka athöfn í Salnum í Kópavogi í gær, laugardag. Meira
7. september 2003 | Fólk í fréttum | 143 orð

Það stærsta til þessa

TÖLVULEIKJAMÓTIð Smellur er eitt stærsta leikjamót landsins og hefur mótið tekið miklum stakkaskiptum seinasta ár, að því er fram kemur hjá skipuleggjendum. Lögð verður áhersla á eftirfarandi atriði: 1. Hratt netkerfi, byggt á HP og Linksys netbúnaði. 2. Meira

Umræðan

7. september 2003 | Aðsent efni | 1283 orð | 1 mynd

Hér kemur Rainbow Warrior

ÉG VAR að hlusta eftir fréttum í morgun. Ég segi eftir því ég kann ekki íslensku. Venjulega fer flest fyrir ofan garð og neðan hjá mér en í dag heyrði ég nokkur orð á ensku. Meira
7. september 2003 | Bréf til blaðsins | 459 orð

Hvað er cranio?

ORÐINU cranio bregður æ oftar fyrir í máli Íslendinga á síðustu árum, svo mjög að spurning er hvort íslenskan hafi eignast nýtt tökuorð. Fólk notar þetta orð á ísmeygilegan og undirförulan hátt og segir: "Ert þú búin að fara í cranio? Meira
7. september 2003 | Bréf til blaðsins | 390 orð

Köngulóaróður

HVERSU oft heyrist ekki öskrað oj, barasta könguló! Hvers á eiginlega köngulóin að gjalda? Það er ekkert að henni, hún er bara sköpuð eins og hún er sköpuð. Sumar kellur éta að vísu karlinn sinn eftir mökun en þeir eru nú hvort sem er alveg búnir. Meira
7. september 2003 | Aðsent efni | 1180 orð | 3 myndir

Verndun íslenskra laxastofna

LAXELDI í sjókvíum við Ísland hefur vaxið á ný á allra síðustu árum. Standeldisstöðvar sem áður ólu lax í kerum á landi ala nú seiði upp í nokkur hundruð gramma lax sem fluttur er út í sjókvíar. Meira
7. september 2003 | Bréf til blaðsins | 470 orð | 1 mynd

Vina leitað ÉG heiti Eldbjörg Brun...

Vina leitað ÉG heiti Eldbjörg Brun og var au-pair stúlka hjá Friðriki og Bergljótu á Kambsvegi 23 í Reykjavík frá haustinu 1960 til vors 1961. Meira

Minningargreinar

7. september 2003 | Minningargreinar | 752 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG ÞÓRSTÍNA EINARSDÓTTIR RAINS

Ingibjörg Þórstína Einarsdóttir fæddist að Eystri-Oddstöðum í Vestmannaeyjum 3. október 1928. Hún lést á Mercy Hospital í Jancsville Wisconsin 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Vilhjálmsson, f. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2003 | Minningargreinar | 497 orð | 1 mynd

LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR

Laufey Ólafsdóttir fæddist á Skeggjastöðum í Fellum 31. maí 1912. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 11. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Jónssonar, f 12. janúar 1873, d. 28. júlí 1933 og Guðlaugar Sigurðardóttur, f. 25. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2003 | Minningargreinar | 457 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR DÓRA ÁRNADÓTTIR

Sigríður Dóra Árnadóttir fæddist í Reykjavík 6. janúar 1931. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Árni Guðmundsson vélstjóri, f. 3.2. 1904, d. 1988, og Margrét Sigurðardóttir, f. 19.10. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2003 | Minningargreinar | 782 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR

Sigríður Sveinbjörnsdóttir fæddist á Snorrastöðum í Laugardal í Árnessýslu 12. júní 1908. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Prestbakkakirkju 4. september. Meira  Kaupa minningabók
7. september 2003 | Minningargreinar | 199 orð | 1 mynd

VILHELMÍNA STEINUNN ELÍSDÓTTIR

Vilhelmína Steinunn Elísdóttir fæddist á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 2. september 1938. Hún lést á heimili sínu á Akranesi 12. desember 2001 og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 19. desember 2001. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

7. september 2003 | Ferðalög | 323 orð | 1 mynd

Bensínstöðin gerð að orlofshúsi

FERÐAÞJÓNUSTAN Hellirinn við Hellu í Ytri-Rangárvallahreppi tók nýlega í notkun fjórða orlofshúsið sem er sérstakt fyrir þær sakir að það hefur gegnt ýmsum hlutverkum um árin. Meira
7. september 2003 | Ferðalög | 116 orð | 1 mynd

Flugferðum fjölgað milli Egilsstaða og Reykjavíkur

Flugfélag Íslands mun auka sætaframboð í september á milli Egilsstaða og Reykjavíkur um rúmlega helming frá því í sama mánuði á síðasta ári. Flognar verða fjórar ferðir daglega alla virka daga og þrjár ferðir daglega um helgar. Meira
7. september 2003 | Ferðalög | 315 orð | 1 mynd

Ísland Ferð á landsleikinn í Hamborg...

Ísland Ferð á landsleikinn í Hamborg Ít-ferðir bjóða upp á ferð til Hamborgar í október á leik Íslands og Þýskalands í knattspyrnu. Flogið verður til Hamborgar að morgni föstudagsins 10. október í beinu leiguflugi með Flugleiðum. Meira
7. september 2003 | Ferðalög | 312 orð | 1 mynd

Nýjar gönguleiðir stikaðar og merktar á Vestfjörðum

Í sumar hefur gróska verið í stikun og merkingu gönguleiða á Vestfjörðum. Strax í vor var gert átak á sunnanverðum Vestfjörðum, á Barðaströnd og í fyrrum Rauðasandshreppi. Meira
7. september 2003 | Ferðalög | 1022 orð | 3 myndir

Rússíbanastemmning í San Francisco

Við förum yfirleitt í frí með skömmum fyrirvara segir Sverrir Egill Bergmann sem er nýkominn heim úr ferð með fjölskyldunni til San Francisco og Las Vegas. Í ferðinni var m.a. farið á Metallica-tónleika og á heimaslóðir rithöfundarins Johns Steinbecks. Meira
7. september 2003 | Ferðalög | 521 orð | 3 myndir

Þjónarnir eiga að þekkja þarfir gestanna

Kampavín og kavíar með í baðið eða morgunverðinn út á svalir segir Guðbjörg R. Guðmundsdóttir að sé meðal þess sem farþegar Silver Whisper geta beðið um meðan á siglingu stendur. Meira

Fastir þættir

7. september 2003 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 7. september, er fimmtugur Halldór Gunnar Hilmarsson, flugumferðarstjóri, Marargrund 8, Garðabæ . Eiginkona hans er Sigríður Finnbjörnsdóttir. Þau eru að heiman í... Meira
7. september 2003 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Á morgun, 8. september, verður sextug Elna Þórarinsdóttir, Ásbúðartröð 13, Hafnarfirði . Eiginmaður hennar er Baldvin E. Albertsson, hann varð 60 ára 27. apríl sl. Þau eru að... Meira
7. september 2003 | Árnað heilla | 52 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli .

75 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 7. september, verður 75 ára Kristmundur Guðmundsson, Hjarðarholti 4, Akranesi. Eiginkona hans er Salvör Ragnarsdóttir. Fjölskyldan tekur á móti gestum í sal Félags eldri borgara, Kirkjubraut 40, Akranesi, milli kl. Meira
7. september 2003 | Fastir þættir | 240 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Engum spilara þykir skemmtilegt að sitja í hundunum, enda eru veik spil ávísun á aðgerðaleysi í sögnum og úrspilið endar sjaldnast í slíkum höndum. En drottinn leggur líkn með þraut - sá með veiku spilin er oft þýðiningarmikill í vörn. Meira
7. september 2003 | Dagbók | 2070 orð | 1 mynd

Fjórir prestar þjóna Grafarvogspestakalli FRÁ og...

Fjórir prestar þjóna Grafarvogspestakalli FRÁ og með 1. september munu fjórir prestar þjóna í Grafarvogi. Þeir eru sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur, sr. Sigurður Arnarson, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Meira
7. september 2003 | Dagbók | 109 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 5879070. Grensáskirkja. Unglingastarf 9. og 10. Meira
7. september 2003 | Fastir þættir | 777 orð | 1 mynd

Jakob yngri

Jakob yngri eða minni eða litli er svo nefndur vegna þess, að annar var honum eldri, meiri eða hærri; Jakob Sebedeusson. Sigurður Ægisson fjallar í dag um postulann sem er níundi á listum guðspjallanna og Postulasögunnar og leiðir þriðja hópinn. Meira
7. september 2003 | Dagbók | 519 orð

(Lk. 6, 32.)

Í dag er sunnudagur 7. september, 250. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska. Meira
7. september 2003 | Fastir þættir | 308 orð

Réttmætur

Í þessum pistlum hefur sjaldan verið rætt um stafsetningu orða í íslenzku. Ýmsir lesendur hafa vissulega minnzt á þetta við mig og það oft ekki að ósekju. Meira
7. september 2003 | Fastir þættir | 137 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. d4 cxd4 3. Dxd4 Rc6 4. De3 g6 5. Rc3 Bg7 6. Bd2 d6 7. 0-0-0 Rf6 8. Rd5 e6 9. Rxf6+ Dxf6 10. Bc3 e5 11. Bc4 0-0 12. Re2 Be6 13. Bd5 Bxd5 14. exd5 Re7 15. f4 b5 16. g4 b4 17. fxe5 Dh4 18. Bxb4 Dxg4 19. Bc3 Rf5 20. Dd3 dxe5 21. Rg3 Rd6 22. Meira
7. september 2003 | Fastir þættir | 393 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hefur lagt land undir fót í sumar, ferðast mikið innanlands - síðast um Austurland. Austfirðirnir eru alltaf töfrum slungnir og Héraðið, sem umvefur Lagarfljót, er ein af perlum Íslands. Meira

Sunnudagsblað

7. september 2003 | Sunnudagsblað | 2055 orð | 3 myndir

Amman bjargaði lífi Vilhjálms Stefánssonar

Snjólaug Peterson er 94 ára gamall Vestur-Íslendingur í Gimli í Kanada. Hún hefur aldrei farið til Íslands en talar reiprennandi íslensku. Hún hefur varla farið út fyrir Manitoba en unir sér vel við blómarækt og píanóleik. Steinþór Guðbjartsson skyggndist inn í líf hennar og störf. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 523 orð | 1 mynd

Átök framundan um stjórnarskrársáttmála ESB

VALERY Giscard d'Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, sem stýrði gerð draga að nýjum stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins sem lögð voru fram í sumar, varaði ráðamenn aðildarríkjanna við því á fimmtudag að rekja upp þá málamiðlun sem náðst hefði í... Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 268 orð | 2 myndir

Birtingur byrjaður að ganga í bergvötnin

Það er að færast líf í sjóbirtingsgöngur í Skaftafellssýslum samkvæmt upplýsingum frá Ragnar Johansen leigutaka Vatnamóta og Hörgsár, sem Morgunblaðið ræddi við á föstudaginn. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 911 orð | 2 myndir

Draumalið á Nordica

Fyrir Ólympíuleikana í Barcelona árið 1992 tókst Bandaríkjunum að ná saman öllum helstu stjörnum NBA-deildarinnar í eitt lið og var fátt sem vakti meira athygli á þessum leikum en frammistaða þess. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 127 orð | 1 mynd

Ekki talað um fótbolta

Hrefna er í sambúð með Sævari Þór Gíslasyni, knattspyrnumanni í Fylki, en þessi tvö félög, Fylkir og KR, hafa barist á toppi deildarinnar í sumar og raunar í fyrra einnig. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 3127 orð | 1 mynd

Gamli tíminn í Goðdal

Nýliðin öld var tími mikilla breytinga í búskapar- og atvinnuháttum Íslendinga. Emil Als fór í sveit í Goðdal, sumarið 1938, og komst þar í kynni við hið sanna og raunverulega Ísland eins og það var fram að heimsstyrjöldinni síðari. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 69 orð

Gengi Dallas Mavericks

Tímabil - sigrar/töp vinningshlutfall 2002-03 60:22 73,2% 2001-02 57:25 69,5% 2000-01 53:29 64,6% 1999-00 40:42 48,8% 1998-99 14:36 28% 1997-98 20:62 24,4% 1996-97 24:58 29,3% 1995-96 26:56 31,7% 1994-95 36:46 43,9% 1993-94 13:69 15,9% 1992-93 11:71... Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 1224 orð | 4 myndir

Gengið um Tröllaskaga

Tröllaskagi er hæsti skagi á Íslandi og liggur milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Á liðnu sumri gekk hópur frá Ferðafélagi Íslands frá Reykjum í Hjaltadal niður í Norðurárdal. Gerður Steinþórsdóttir segir frá þeirri för. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 807 orð | 1 mynd

Glufurnar í mannlífinu

ER TIL ómerkilegra fyrirbæri en gangstétt? Gráar, sviplausar raðir af steinum, troðnar skósólum, sem liggja þvers og kruss um borgina. Þó eru þetta farvegir manngrúans; vörður borgariðunnar. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 2673 orð | 3 myndir

Hugur, líkami og sál órjúfanleg heild

Jóga nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og hafa nokkarar nýjar útgáfur jóga litið dagsins ljós í kjölfarið. Ein þeirra er kaðlajóga þar sem er leitast við að sameina líkama, hug og sál. Hugarsmiður kaðlajógans er Íslendingurinn Guðni Gunnarsson sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í tæp 13 ár. María Ólafsdóttir hitti hann að máli. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 525 orð | 1 mynd

Hvenær verða tilfinningabönd að fjötrum?

LEIKRIT Kristjáns Þórðar Hrafnssonar heitir Böndin á milli okkar og verður frumsýnt seinni hluta leikársins á litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu. Leikritið fjallar, að sögn Kristjáns Þórðar, um vald og valdleysi í mannlegum samskiptum. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 3288 orð | 2 myndir

Í bjarma trúar

Í dagsins önn brá trúin bjarma yfir líf Jóns Hjörleifs Jónssonar, fyrrverandi skólastjóra Hlíðardalsskóla. Hann segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá starfi sínu í þágu Aðventkirkjunnar, sem og ýmsu fleiru frá æsku- og fullorðinsárum. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 17 orð | 8 myndir

Íslenski leiklistarveturinn

Fjöldi íslenskra leikverka verður settur á svið í vetur, þar af verk eftir átta höfunda í Þjóðleikhúsinu. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 1349 orð | 2 myndir

Íslenskt krydd í Dallas

Körfuknattleiksliðið Dallas Mavericks, sem Jón Arnór Stefánsson er nú genginn til liðs við, á sér hvorki langa sögu né glæsilega. Það er hins vegar komið í fremstu röð og til alls líklegt næsta vetur. Sigurður Elvar Þórólfsson rekur sögu félagsins. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 612 orð | 1 mynd

Kolféll fyrir aðalpersónunni

"ÁSTÆÐAN fyrir því að ég ákvað að vinna með skáldsögu Hallgríms Helgasonar Þetta er allt að koma er í raun einföld. Ég kolféll nefnilega fyrir aðalpersónunni, Ragnheiði Birnu, þegar ég las söguna í fyrsta skipti. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 666 orð | 1 mynd

Kraftaverk lífsins geta alltaf gerst

"VIÐ Gunnar Eyjólfsson leikari höfum talsvert unnið saman í tímans rás. Sú hugmynd kviknaði einhvern tímann í umræðum okkar á milli að ég skrifaði fyrir hann leikrit. Kristbjörg Kjeld leikkona kom svo fljótlega inn í myndina. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 204 orð | 1 mynd

KR er stórklúbbur

"ÉG held að KR sé örugglega stærsti klúbburinn á landinu. Ég var á Akranesi í þrjú ár og það var mjög góður tími enda var liðið sigursælt undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 1152 orð | 11 myndir

KR-ingar tvöfaldir meistarar tvö ár í röð

KR varð á dögunum Íslandsmeistari í knattspyrnu annað árið í röð - bæði í karla- og kvennaflokki. Af því tilefni ræddi Skúli Unnar Sveinsson við aðalmarkvörð karlaliðsins og helsta markaskorara kvennaliðsins. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 1296 orð | 2 myndir

Lífið er erfitt

Það sætir ávallt tíðindum er ný Mike Leigh-mynd birtist á íslensku kvikmyndatjaldi. Nýjasta mynd hans heitir Allt eða ekkert og er meðal mynda á Bresku bíódögunum. Skarphéðinn Guðmundsson hitti Leigh daginn eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra og ræddi við hann um allt og ekkert. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 635 orð | 1 mynd

Magnaðri listakonu og manneskju gerð skil

SIGURÐUR Pálsson hefur samið söngleikrit um Edith Piaf sem frumsýnt verður í mars á stóra sviði Þjóðleikhússins. Það er síðasta sýningin á stóra sviðinu í vetur. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 82 orð | 1 mynd

Nýr Egils Pilsner

Nýr Egils Pilsner hefur verið tekinn til sölu í verslunum ÁTVR frá og með 1. september. Í fréttatilkynningu frá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni segir að Egils Pilsner sé ódýrasti bjórinn á markaðnum en 0,5 lítra umbúðir kosta 149 krónur. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 473 orð | 1 mynd

Samkynhneigð í brennidepli

"STEFÁN Baldursson pantaði eiginlega verkið alveg ósamið. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 393 orð | 1 mynd

Samlokur með stæl

Samlokur eru hluti af daglegu mataræði margra Íslendinga enda fátt einfaldara en að smyrja brauðsneið með áleggi. Hins vegar vill bregða við að hugmyndaflugið fái ekki að njóta sín við samlokugerðina og hún verði nokkuð einhæf. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 615 orð | 1 mynd

Samtíminn krufinn

Þjóðleikhúsið hefur boðað frumflutning 8 nýrra íslenskra leikverka á leikárinu 2003 til 2004. Blaðamennirnir Anna G. Ólafsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson spjölluðu við höfunda leikverkanna og veltu því fyrir sér hvort met yrði slegið í frumflutningi nýrra íslenskra leikverka hjá atvinnuleikhúsunum og sjálfstæðu leikhópunum um landið allt í vetur. Hvort íslenski leiklistarveturinn væri loksins runninn upp. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 645 orð | 1 mynd

Sleipiefni á sál og líkama

"ÉG byrjaði að skrifa Rambó 7 af því að mig langaði til að skrifa verk um ungt fólk í íslenskum samtíma. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 1637 orð | 2 myndir

Stórsókn á stuðningstækjamarkað

Össur hf., sem einkum hefur einbeitt sér að framleiðslu gervilima frá upphafi vega, hyggst nú færa út kvíarnar með framleiðslu spelkna úr svokölluðum koltrefjum. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 569 orð | 1 mynd

Stungið á kýlum samfélagsins

"VIÐ ákváðum að láta sýninguna heita Á floti af því að í rauninni eru allar persónurnar í þessum sögum að reyna að halda sér á floti og svo náttúrulega leikararnir að reyna að halda sér á floti fyrir framan áhorfendur með því að fitja sífellt upp á... Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 601 orð | 1 mynd

Svamlað í brunarústum efnishyggjunnar

VERKIÐ Vegurinn brennur eftir Bjarna Jónsson verður sett upp í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í desember. Bjarni segir persónurnar hafa verið að þróast innra með sér í góðan tíma. "Þetta er í raun afraksturinn af langri gerjun. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 1213 orð | 3 myndir

Systurstöðvar vinna saman

Íslenska sjónvarpsfélagið hf., sem rekur Skjá einn, hefur formlega útsendingar á nýrri rás, Skjá tveimur, hinn 1. október næstkomandi. Ólíkt Skjá einum, sem er opin auglýsingastöð, verður Skjár tveir áskriftarstöð án auglýsinga. Helgi Hermannsson, dagskrár- og markaðsstjóri, sagði næstu áform miðast að því að gleðja íþróttaáhugamenn þessa lands enda telja forráðamenn félagsins góðar líkur á því að þeir nái sjónvarpsrétti enska boltans og margra stórmóta í golfi. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 419 orð | 2 myndir

Vildi spuna og fékk spuna

EIN eftirtektarverðasta leikframmistaðan í Allt eða ekkert er tvímælalaust túlkun Sally nokkurrar Hawkins á glyðrunni Samönthu. Meira
7. september 2003 | Sunnudagsblað | 89 orð

VOX

***** Hótel Nordica, Suðurlandsbraut. Pöntunarsími 444 5050. Andrúmsloft: Alþjóðlegt yfirbragð, bjartur salur í mildum litum, skilrúm láta sal virðast minni en hann er, tónlist lágvær. Þjónusta: Skilvirk og fagmannleg, gæðalið ekki síður en í eldhúsinu. Meira

Barnablað

7. september 2003 | Barnablað | 37 orð | 1 mynd

Bangsímon

Systkinin Björgvin Theódór, Íris Ósk og Hanna Björk, sem eiga heima í Keflavík, eru greinilega mjög duglega að teikna. Þau hafa verið mjög dugleg að senda okkur myndir og hér er ein sem Hanna teiknaði af... Meira
7. september 2003 | Barnablað | 30 orð | 2 myndir

Dótakrossgáta

Til þess að finna leyniorðið í krossgátunni þurfið þið að raða orðunum hér á eftir á réttan stað. Orðin liggja öll lárétt nema leyniorðið sem liggur lóðrétt. Meira
7. september 2003 | Barnablað | 96 orð | 1 mynd

Grísli var svo mikið krútt

Vinkonurnar Heiðrún Dís og Valdís Harpa, sem eru að verða fjögurra ára, fóru að sjá myndina um Bangsímon og vini hans um síðustu helgi. Hvernig var myndin? Valdís: Hún var fín. Heiðrún: Hún var skemmtileg og spennandi. Hvað var skemmtilegast? Meira
7. september 2003 | Barnablað | 312 orð | 4 myndir

Hvað er uppáhaldsdótið þitt?

Víkingadótið er skemmtilegast Andri Steinarr Linduson er sex ára. Hann segir að uppáhaldsdótið sitt sé víkingadót. "Ég á fjórtán víkinga en einn er fótbrotinn. Svo á ég dreka og víkingaskip og kastala. Meira
7. september 2003 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd

Litið Grísla listavel

Grísli, minnsti og besti vinur Bangsímons, virðist eiga fullt í fangi með blöðruna á myndinni. Litið Grísla og blöðruna í uppáhaldslitunum... Meira
7. september 2003 | Barnablað | 11 orð | 1 mynd

Maríulykill

Kristín Björk Lilliendahl, ellefu ára, sendi þessa fallegu mynd í... Meira
7. september 2003 | Barnablað | 197 orð | 1 mynd

Mynda- og sögukeppni

Sögurnar um Bangsímon og fleiri frægar sögur eru skrifaðar um alvöruleikföng. Þannig fjallar hið fræga ævintýri um hnotubrjótinn t.d. um dót og svo auðvitað Dótasagan "Toy Story" sem flestir krakkar þekkja. Meira
7. september 2003 | Barnablað | 40 orð | 1 mynd

Njósnara-leikur

Við höfum mælt okkur mót við njósnara og fengið að vita að hann sé skeggjaður, með svört sólgleraugu. Svo er hann í svörtum skóm og með munstraðan trefil. Er njósnarinn númer A, B, C, D eða E? Meira
7. september 2003 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Ratleikur

Kristín og Gunnar eru búin að týna boltanum sínum og jójóinu. Getið þið hjálpað þeim að finna það... Meira
7. september 2003 | Barnablað | 155 orð | 1 mynd

Saga um skemmtilegt dót

Nú er verið að sýna myndina Stórmynd Grísla í bíó. Myndin fjallar um Grísla, Bangsímon og vini þeirra í Hundraðekruskógi sem flestir krakkar kannast við. En vissuð þið að sögurnar um Bangsímon og vini hans eru byggðar á leikföngum alvörustráks? Meira

Ýmis aukablöð

7. september 2003 | Kvikmyndablað | 146 orð | 1 mynd

Bertolucci klipptur og skorinn?

ÍTALSKI meistarinn Bernardo Bertolucci er enn á ný orðinn umdeildur og útlit fyrir að nýjasta mynd hans verði ritskoðuð svo hún fáist sýnd í Bandaríkjunum. Meira
7. september 2003 | Kvikmyndablað | 121 orð | 1 mynd

Boe með byr í seglin

"HANN er efnilegasti nýliði norrænnar kvikmyndagerðar síðan Lars von Trier kom fram. Meira
7. september 2003 | Kvikmyndablað | 68 orð | 1 mynd

Donald Sutherland

hefur leikið hátt í annað hundrað hlutverk en hefur einnig hafnað mörgum tilboðum. Hann iðrast t.d. Meira
7. september 2003 | Kvikmyndablað | 43 orð | 1 mynd

Farrelly-bræður um tvíburabræður

BANDARÍSKU grínhöfundarnir Peter og Bobby Farrelly fást í næstu mynd sinni við hlutskipti símastvíbura sem stefna til Hollywood og geta ekki losnað hvor við annan. Myndin heitir auðvitað Stuck On You og verður frumsýnd í desember. Meira
7. september 2003 | Kvikmyndablað | 105 orð | 1 mynd

Fishburne finnur gull

SKÁLDSAGAN The Alchemist eða Gullgerðarmaðurinn eftir brasilíska rithöfundinn Paulo Coelho verður nú kvikmynduð undir stjórn Laurence Fishburne , bandaríska leikarans ( The Matrix ) sem semur handritið og leikstýrir sjálfum sér í aðalhlutverkinu. Meira
7. september 2003 | Kvikmyndablað | 62 orð | 1 mynd

Gere gerir það gott

NÓG er að gera hjá Richard Gere . Hann leikur í rómantísku gamanmyndinni Shall We Dance? undir stjórn breska leikstjórans Peters Chelsom og verður þar ástfanginn af Jennifer Lopez - eins og fleiri. Meira
7. september 2003 | Kvikmyndablað | 94 orð | 1 mynd

Grimmsbræður í höndum Gilliams

MONTY Python-liðsmaðurinn Terry Gilliam komst í hóp athyglisverðustu samtímaleikstjóra með Brazil, The Fisher King og fleiri frumlegum verkum. Meira
7. september 2003 | Kvikmyndablað | 818 orð

Með blik í auga

Fyrir kvikmyndaáhugafólk af yngri kynslóð er Donald Sutherland kannski þekktastur fyrir að vera pabbi Kiefers ; það er ekki svo slæmt eins og sá piltur hefur þroskast sem leikari. Meira
7. september 2003 | Kvikmyndablað | 461 orð | 1 mynd

Saga um samband tveggja kvenna

"ÞAÐ var mjög erfitt að gera myndina enda enginn hægðarleikur að fá nægilegt fjármagn til verksins," segir Sólveig Anspach, leikstjóri og handritshöfundur Stormy Weather eða Stormviðris, en myndin verður frumsýnd hérlendis fimmtudaginn 18. Meira
7. september 2003 | Kvikmyndablað | 114 orð | 1 mynd

Sydney leikstýrir Sydney

BANDARÍSKI leikstjórinn Sydney Pollack , sem hefur ekki leikstýrt nýrri bíómynd síðan klúðrið Random Hearts birtist árið 1999, er að ganga frá samningum um að stýra kvikmyndun skáldsögunnar Shockproof Sydney Skate eftir Marijane Meaker , en hún kom út... Meira
7. september 2003 | Kvikmyndablað | 761 orð | 1 mynd

Tjaldað á tölvuskjánum

"Tölvur eru vita gagnslausar. Þær geta bara veitt svör," sagði Pablo Picasso. Hann sá margt og skynjaði meira, en framtíðarhlutverk og -möguleikar tölvunnar voru ekki þar á meðal. Tölvan getur þannig þjónað hlutverki pensils og skjár hennar verið sem léreft. Og hún keppir nú um stundir ekki aðeins við kvikmyndatökuvélina um gerð bíómynda heldur er skjár hennar óðum að nálgast hlutverk hvíta tjaldsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.