Greinar sunnudaginn 21. september 2003

Forsíða

21. september 2003 | Forsíða | 157 orð | 1 mynd

Forsögulegt risamarsvín

RISAVAXIÐ nagdýr á stærð við vísund, sem lifði í Venesúela fyrir átta milljónum ára, var ái marsvíns nútímans, að sögn vísindamanna sem rannsakað hafa steinrunnin bein dýrsins sem fundust um 250 km vestur af Caracas, höfuðborg Venesúela. Meira
21. september 2003 | Forsíða | 53 orð

Koizumi endurkjörinn

JUNICHIRO Koizumi, forsætisráðherra Japans, var í gær endurkjörinn formaður Frjálslynda demókrataflokksins, sem stjórnar landinu. Vann hann sannfærandi sigur á þremur keppinautum um leiðtogasætið. Meira
21. september 2003 | Forsíða | 146 orð | 1 mynd

Listamenn vilja fá bætur fyrir ónýt verk

FIMM listamenn hafa krafist þess að kristnihátíðarnefnd greiði þeim samanlagt 10,6 milljónir kr. í bætur fyrir myndlistarverk þeirra sem eyðilögðust á sýningu í Stekkjargjá á Þingvöllum haustið 2000. Meira
21. september 2003 | Forsíða | 321 orð | 1 mynd

Reyna að ná sátt um Íraksmálin

LEIÐTOGAR Bretlands, Frakklands og Þýzkalands komu í gær saman í Berlín til að freista þess að berja í bresti samstarfs þessara þriggja forysturíkja Evrópusambandsins í alþjóðamálum, sem beið mikinn hnekki út af Íraksstríðinu. Meira
21. september 2003 | Forsíða | 125 orð | 1 mynd

Stoiber spáð stórsigri

BÆJARAR ganga í dag, daginn eftir að Oktoberfest-bjórhátíðin hófst í München, að kjörborðinu til að kjósa nýtt héraðsþing og er Kristilega sósíal-sambandinu (CSU), sem er sjálfstæður systurflokkur Kristilega demókrataflokksins (CDU), spáð stórsigri. Meira

Baksíða

21. september 2003 | Baksíða | 107 orð

Beittu djúpsprengjum gegn hvölum

ÍSLENSK stjórnvöld fengu á sjötta áratugnum varnarliðið til að aðstoða sjómenn á Faxaflóa við að drepa háhyrninga sem ollu miklum spjöllum á reknetum sem notuð voru til síldveiða. Meira
21. september 2003 | Baksíða | 58 orð

Bókun farseðla á Netinu margfaldast

FYRSTU sex mánuði ársins hefur farmiðasala á vef Flugleiða nær fjórfaldast frá fyrra ári og síðustu mánuði hefur annar hver farþegi flugfélagsins bókað farmiða á Netinu. Meira
21. september 2003 | Baksíða | 127 orð | 1 mynd

Náttúra á 70.000 kr.

SAFNARAR erlendis hafa mikinn áhuga á að komast yfir íslenskar plötur frá áttunda áratugnum sem margar hverjar hafa ekki komið út á geisladiski. Meira
21. september 2003 | Baksíða | 213 orð | 1 mynd

Ósáttir við forystu bænda

SVÍNABÆNDUR eru ósáttir við að forysta bænda skuli hafa á orði að slæmt ástand í málum sauðfjárbænda sé vegna of mikillar svínakjötsframleiðslu. Þetta kemur fram í viðtali við Gunnar Ásgeir Gunnarsson, svínabónda á Hýrumel í Borgarfirði. Meira
21. september 2003 | Baksíða | 148 orð | 1 mynd

Ragnar Axelsson hlaut fyrstu verðlaun

RAGNAR Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins, betur þekktur sem RAX, hlaut í gær fyrstu verðlaun á ljósmyndasýningu um hafið sem haldin var í Vannes í Bretagne. Það var Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands í Frakklandi, sem afhenti verðlaunin. Meira
21. september 2003 | Baksíða | 49 orð | 1 mynd

Tvöföldun Reykjanesbrautar

Vinna við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar er í fullum gangi og verkefnið óðum að taka á sig mynd eins og þessi loftmynd ber með sér. Meira
21. september 2003 | Baksíða | 304 orð

Þriðjungslækkun á leigukvóta

ÞRIÐJUNGSLÆKKUN hefur orðið á verði leigukvóta frá því í apríl á síðasta ári þegar verðið var í hámarki. Töluverð fylgni er á milli kvótaverðs og fiskverðs að því er fram kemur í útreikningum Útvegshússins um verðþróun aflamarks síðustu fimm fiskveiðiár. Meira

Fréttir

21. september 2003 | Innlendar fréttir | 736 orð | 1 mynd

Að minnka neikvæð áhrif

Þóra Bryndís Þórisdóttir er fædd í Reykjavík árið 1971. Hún er með BA-próf í sálarfræði og starfar sem verkefnisstjóri Vistverndar í verki, umhverfisverkefnis á vegum Landverndar. Hún hefur áður starfað hjá bókaútgáfu og unnið við kennslu og þýðingar. Þóra Bryndís á einn son, Sindra Pál Andrason, sem er 9 ára. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 18 orð

Afhenti trúnaðarbréf

HJÁLMAR W. Hannesson sendiherra hefur afhent Kofi Annan, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sem fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu... Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 26 orð

Auðlesið efni á sunnudögum

AUÐLESIÐ efni birtist í framtíðinni á sunnudögum í Morgunblaðinu. Í dag er efnið á blaðsíðu 39. Á síðunni birtast helstu fréttir liðinnar viku á auðlesnu... Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 257 orð

Bakaði sér skaðabótaábyrgð með útflutningi hestsins

DEILU um eign á stóðhestinum Hóla-Biskupi, sem seldur var til Finnlands árið 2001, lauk í Hæstarétti með því að annar eigandi hans var dæmdur til að greiða hinum eina milljón króna. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Barist í Breiðholtsskóla

HAUSTHÁTÍÐ Breiðholtsskóla var haldin í gær og ýmislegt var þar til gamans gert. Meðal þess sem var á dagskrá var skylmingakeppni í íþróttahúsinu þar sem mættust stálin stinn. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 84 orð

Bílinn og Vistvernd í verki Vistvernd...

Bílinn og Vistvernd í verki Vistvernd í verki stendur fyrir opnum fundi í ráðhúsi Reykjavíkur á bíllausa deginum á morgun, mánudaginn 22. september kl. 16.30. Fjallað verður um hvernig gera má samgöngur í höfuðborginni greiðari og vænni fyrir umhverfið. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Borgarholtsskóli vann

BORGARHOLTSSKÓLI bar sigur úr býtum í keppninni sem Office 1 og Bylgjan efndu til og kallaðist "Skólasöfnun". Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 509 orð | 1 mynd

Deilt um það hvernig meta eigi listaverkin

FIMM listamenn krefjast þess að Kristnihátíðarnefnd greiði þeim bætur fyrir myndlistarverk sem eyðilögðust á sýningu í Stekkjargjá á Þingvöllum haustið 2000, en sýningin var haldin í tilefni þúsund ára kristni á Íslandi. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Fékk lifur úr öðru barni

AUÐUR Valdimarsdóttir er bara tíu og hálfs mánaðar en hún er nýkomin heim frá Bandaríkjunum. En þar var grædd í hana lifur úr öðru barni. Auður er yngsti Íslendingurinn sem hefur fengið grætt í sig líffæri. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Félag áhugamanna um .net á Íslandi stofnað

HALDINN var stofnfundur Félags áhugamanna um .net (.NET User Group Iceland) í húsakynnum Opinna kerfa, að Höfðabakka 9, 11. september s.l. Á fundinn mættu um 90 manns frá yfir 30 fyrirtækjum sem öll eiga það sameiginlegt að nýta sér . Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 291 orð

Flestir kennarar eru miðaldra karlmenn

FLESTIR kennarar í framhaldsskólum á Íslandi eru miðaldra karlmenn eða eldri. Fáir kennarar þessara skóla hafa stundað framhaldsnám í háskóla, samkvæmt athugun Hagstofu Íslands. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Framboð til stjórnar Heimdallar

HÓPUR tólf félaga í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur tilkynnt framboð sitt til stjórnar í félaginu, en stjórnarkjör fer fram í lok mánaðarins. Bolli Thoroddsen verkfræðinemi býður sig fram í embætti formanns. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Fullur stuðningur við baráttu verkalýðsfélaga

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá fundi trúnaðarráðs Sjómannafélags Reykjavíkur: "Frá fundi trúnaðarráðs Sjómannafélags Reykjavíkur 18. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 49 orð

Innbrot í austurbænum

LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús í austurbæ Reykjavíkur í fyrrakvöld. Töluverðum verðmætum var stolið, að sögn lögreglunnar, m.a. skjávarpa, myndbandstæki, heimabíói, fartölvu, geisladiskum og fleira. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Kiwanis styrkir Geðhjálp

Á UMDÆMISÞINGI Kiwanisumdæmisins Ísland - Færeyjar sem haldið var laugardaginn 30. ágúst sl. var samþykkt að styrkja Geðhjálp í tilefni Viðeyjarsunds bræðranna Jóhannesar Páls og Ara Gunnarssona sem syntu til minningar um bróður sinn. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 594 orð | 1 mynd

Kvótaverð hefur lækkað um þriðjung frá apríl 2002

VERÐ á leigukvóta hefur lækkað um þriðjung frá því í apríl á síðasta ári, þegar verðið náði hámarki. Töluverð fylgni er á milli kvótaverðs og fiskverðs. Þetta kemur fram í útreikningum Útvegshússins um verðþróun aflamarks síðustu fimm fiskveiðiár. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Leggur Krabbameinsfélaginu lið

KRABBAMEINSFÉLAG Íslands og Friendtex á Íslandi hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að sölumenn Friendtex bjóða viðskiptavinum sínum að styrkja Krabbameinsfélagið með því að kaupa litla bangsa, en allur ágóðinn rennur til félagsins. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu á gráa Kia Clarus-bifreið við Síðumúla 21, Selmúlamegin. Atvikið átti sér stað hinn 16. september á milli kl. 11 og 15.30 þar sem Kia-bifreiðin stóð kyrrstæð og mannlaus á bifreiðastæði. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Magnús mun leika íþróttaálfinn

ÁKVEÐIÐ hefur verið að Magnús Scheving leiki íþróttaálfinn í sjónvarpsþáttum um Latabæ sem samið hefur verið um framleiðslu og sýningu á í Bandaríkjunum við fyrirtækið Nickelodeon. Meira
21. september 2003 | Erlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Morðingi Önnu Lindh fundinn?

LÖGREGLAN í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa myrt Önnu Lindh , utanríkis-ráðherra Svíþjóðar. Maðurinn er 35 ára gamall. Hann hefur framið mörg afbrot. Hann sat meðal annars í fangelsi í átta mánuði fyrir fjársvik. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 264 orð

Nýr markaður gæti opnast fyrir æðardún

EF SVO fer fram sem horfir verður heimilt að flytja út íslenskan æðardún til Bandaríkjanna um áramótin. Drög að nýrri reglugerð, sem kveður á um slíka heimild, voru birt í Bandaríkjunum hinn 5. september sl. Meira
21. september 2003 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Sambandinu lokið?

UMTALAÐASTA kærustupar í heimi, stór-stjörnurnar Ben Affleck og Jennifer Lopez , hafa slitið sambandi sínu. Þetta fullyrtu allir helstu fjölmiðlar í Bandaríkjunum fyrr í vikunni þar sem fátt er nú rætt meira um. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 34 orð

Samkomulag um stjórnmálasamband

HJÁLMAR W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og Abdulaziz Bin Nasser Al-Shamsi, fastafulltrúi Sameinuðu arabísku furstadæmanna hjá Sameinuðu þjóðunum, undirrituðu samkomulag 17. september sl. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 152 orð

Samningur um flutning afla til Asíu

ATLANTSSKIP og útgerðarfyrirtækið Stálskip hafa gert með sér samning um að Atlantsskip sjái um flutning á afla frystitogara Stálskipa til Evrópu og Asíu. Löndun aflans mun fara fram í Kópavogshöfn. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 218 orð

Skortir umræðu á Alþingi um stefnu Íslands í Cancún

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur sent frá sér ályktun vegna ráðherrafundar WTO í Cancún í Mexíkó. Markmið WTO er að draga úr viðskiptahömlum landa á milli og var á fundinum m.a. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 165 orð

Standa á við loforð um línuívilnun

Á FUNDI hreppsnefndar Hríseyjarhrepps sem haldinn var 9. september sl. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Stór aspargrein féll á hús

TVÆR stórar greinar brotnuðu af gamalli ösp við húsið við Eyrarveg 25 í hvassviðrinu á Akureyri í gærmorgun. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Styrmir kveður Ísland

STORKURINN Styrmir var kvaddur í gær í sérstöku kveðjuhófi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, en hann mun yfirgefa landið á morgun og halda til Svíþjóðar. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 332 orð | 2 myndir

Sumir nemendur á sífelldu flakki

STARFSEMI Háskóla Íslands er talsvert dreifð út fyrir háskólasvæðið, og getur það valdið nemendum talsverðum vandræðum við að komast á milli tíma sem eru ef til vill í öðrum bæjarhlutum. Meira
21. september 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð

Viðvörun vegna veðurs

VEÐURSTOFAN ráðleggur fólki að vera ekki að óþörfu á ferli utandyra í dag, sunnudag, og festa kirfilega lausa muni sem gætu fokið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að kröpp lægð sé yfir Grænlandssundi, 984 mb, sem þokist austur og dýpki. Meira

Ritstjórnargreinar

21. september 2003 | Leiðarar | 2445 orð | 2 myndir

20. september

NÝ SKÝRSLA um Ísland og þróunarlöndin var kynnt á ráðstefnu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins um málefni þróunarlanda og þróunaraðstoð Íslendinga, sem haldin var í hátíðarsal Háskólans í byrjun vikunnar. Meira
21. september 2003 | Leiðarar | 312 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

21. september 1993: "Deilurnar innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna um innflutning á búvörum eru orðnar farsakenndar. Meira
21. september 2003 | Staksteinar | 341 orð

- Unga fólkið vill flytja til útlanda

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri-grænna segir á vefsíðu sinni að mikið hafi verið rætt og ritað um byggðamál og byggðaröskun síðustu ár. "Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir misheppnaðar tilraunir til að snúa fólksflóttanum við. Meira
21. september 2003 | Leiðarar | 517 orð

Það eru takmörk

Sviptingar í viðskiptalífinu að undanförnu og uppstokkun og endurröðun í fyrirtækjasamsteypum hefur vakið meiri athygli en flest annað. Raunar eru sviptingar af þessu tagi ekki nýjar af nálinni. Meira

Menning

21. september 2003 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Beinskeytt spjall að hætti Sigmundar Ernis

SKJÁREINN sýnir í kvöld viðtalsþáttinn Maður á mann í umsjón Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Meira
21. september 2003 | Fólk í fréttum | 927 orð | 2 myndir

Dans- og diskópönk

Danspönk er tónlistarstefna í sókn. Ný plata Rapture, Echoes, er gott dæmi um slíka tónlist. Meira
21. september 2003 | Menningarlíf | 173 orð | 1 mynd

Elín Pálmadóttir ritar minningar sínar

ELÍN Pálmadóttir blaðamaður er nú að leggja lokahönd á ritun minninga sinna sem út koma hjá Vöku-Helgafelli nú fyrir jólin. Bókin nefnist Eins og ég man það. Meira
21. september 2003 | Fólk í fréttum | 1426 orð | 1 mynd

Endurkoma skuggaprinsanna

Þriðja plata 200.000 naglbíta ber nafnið Hjartagull. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við sveitina um þetta nýja verk, samstarf sveitarmeðlima og hvað á daga þeirra hefur drifið síðustu þrjú ár. Meira
21. september 2003 | Leiklist | 850 orð | 1 mynd

Faðir og sonur

Höfundur: Hávar Sigurjónsson. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Hönnun leikmyndar: Finnur Arnar Arnarson. Hönnun búninga: Finnur Arnar Arnarson og Margrét Sigurðardóttir. Hönnun lýsingar: Kjartan Þórisson. Aðstoðarmaður leikstjóra: Ingibjörg Þórisdóttir. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Edda Heiðrún Backman, Ívar Örn Sverrisson og Valdimar Örn Flygenring. Föstudagur 19. september. Meira
21. september 2003 | Fólk í fréttum | 427 orð | 2 myndir

Götunnar syng ég blús

Götuspilarinn Jo Jo flytur eigin lög. Diskinn er hægt að nálgast hjá Jo Jo á "hæfilegum götuprís". Meira
21. september 2003 | Fólk í fréttum | 189 orð | 1 mynd

...hátíð sjónvarpsstjarnanna

STÖÐ 2 sýnir í kvöld fimmtugustu og fimmtu Emmy-verðlaunahátíðina, þar sem meðal annars eru veittar viðurkenningar fyrir bestu sjónvarpsþættina, leikara, leikstjóra, handritshöfunda og fleira. Alls eru veittar viðurkenningar í níutíu og einum flokki. Meira
21. september 2003 | Menningarlíf | 96 orð

Hættuleg kynni æfð í Borgarleikhúsinu

DANSLEIKHÚS með ekka, í samstarfi við Borgarleikhúsið, æfir nú leikritið Hættuleg kynni. Verkið er byggt á skáldsögunni "Les Liaisons dangereuses" eftir Choderlos Laclos. Meira
21. september 2003 | Fólk í fréttum | 42 orð

í dag

MÍR Kvikmyndin Kósakkar eftir skáldsögu Tolstojs kl. 15 . Myndin er rússnesk og frá 1961. Sýnd í tilefni þess að nú í mánuðinum eru liðin 175 ár frá fæðingu Tolstojs. Ljósmyndasýning hefur einnig verið sett upp í salarkynnum MÍR af þessu... Meira
21. september 2003 | Menningarlíf | 1431 orð | 1 mynd

Ímynd menningarborgar

HVAÐA ímynd vill Reykjavíkurborg draga upp af sjálfri sér á sviði lista og menningar? Hvaða ímynd höfum við af Reykvíkurborg á sviði lista og menningar? Meira
21. september 2003 | Menningarlíf | 217 orð | 1 mynd

Jóhann Friðgeir á erlend óperusvið

JÓHANN Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari hefur verið ráðinn sem gestasöngvari við óperuna í Wiesbaden í Þýskalandi. Hann hefur ennfremur verið ráðinn til að syngja við óperuna í Karlsruhe og Þjóðaróperuna í Vínarborg. Meira
21. september 2003 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Sjötíu ára kona höfðar mál gegn Eminem

SJÖTÍU ára gömul kona í Los Angeles hefur höfðað mál á hendur tónlistarmönnunum Dr. Dre og Eminem fyrir að hafa notað tónlistarbút án heimildar. Meira
21. september 2003 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Skyggnst inn í heim listamannsins

RÍKISÚTVARPIÐ Rás 1 flytur í dag útvarpsþáttinn Trönur, þar sem Sverrir Guðjónsson tekur fyrir Magnús Kjartansson listamann og gerir list hans og tilvist skil. Meira
21. september 2003 | Fólk í fréttum | 108 orð | 3 myndir

Stormviðri í Eyjum

KVIKMYNDIN Stormviðri var frumsýnd í Bíóinu í Vestmannaeyjum á fimmtudagskvöldið. Leikstjóri myndarinnar Sólveig Anspach og aðalleikkonan Didda Jónsdóttir voru viðstaddar sýninguna og fengu hlýlegar móttökur. Meira
21. september 2003 | Menningarlíf | 77 orð

Styrktartónleikar í Ými

JÓN Svavar Jósefsson, bassbaritón, heldur styrktartónleika í Ými, tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur, Skógarhlíð 20, þriðjudaginn 23. september. Jón Svavar útskrifaðist með 8. Meira

Umræðan

21. september 2003 | Bréf til blaðsins | 366 orð | 3 myndir

Enn um Animal Planet og Stöð...

Enn um Animal Planet og Stöð 2 ÞEIR eru ekki mikið að hugsa um viðskiptavinina, snillingarnir hjá Norðurljósum. Nú eru þeir búnir að eyðileggja Animal Planet, langbestu rásina á Fjölvarpinu, til að koma að seinkaðri endursýningu á dagskrá Stöðvar 2. Meira
21. september 2003 | Aðsent efni | 2155 orð | 1 mynd

Rjúpan og réttlætið

Í MORGUNBLAÐINU 17. ágúst síðastliðinn er grein er nefnist "Verndun rjúpunnar" og eru greinarhöfundar sagðir vera Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, og fuglafræðingarnir Ólafur Karl Nielsen og Kristinn Haukur Skarphéðinsson. Meira
21. september 2003 | Bréf til blaðsins | 305 orð

Tvíræð orð

Það er vel þekkt, að ekki henta merkingar ýmissa orða vel í ákveðnu umhverfi og stundum alls ekki. Þó verða þau með góðum vilja ekki misskilin. Meira
21. september 2003 | Bréf til blaðsins | 759 orð

Veikasti hlekkurinn

Í MORGUNBLAÐINU 6.9. sl. birtist athyglisverð frétt um tilboð grænfriðunga til íslenskra stjórnvalda. Grænfriðungar buðust til að hvetja félagsmenn sína til ferðalaga til Íslands, og m.a. til að skoða hvali, ef Íslendingar hættu vísindaveiðum á hrefnu. Meira

Minningargreinar

21. september 2003 | Minningargreinar | 1434 orð | 1 mynd

AXEL ARTHÚR KRISTJÁNSSON

Axel Arthúr Kristjánsson fæddist í Kaupmannahöfn 20. september 1924. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 8. september síðastliðinn. Móðir Axels var Vilborg Guðlaugsdóttir, f. 25. júlí 1902, d. 18. desember 1961. Meira  Kaupa minningabók
21. september 2003 | Minningargreinar | 244 orð | 1 mynd

GUNNAR HERMANN GRÍMSSON

Gunnar Hermann Grímsson fæddist í Húsavík við Steingrímsfjörð 9. febrúar 1907. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi 11. september og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 19. september. Meira  Kaupa minningabók
21. september 2003 | Minningargreinar | 224 orð | 1 mynd

JÓSAFAT J. LÍNDAL

Jósafat J. Líndal fæddist á Holtastöðum í Langadal, Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 21. júní 1912. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 6. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 17. september. Meira  Kaupa minningabók
21. september 2003 | Minningargreinar | 3062 orð | 1 mynd

MARÍA ANNA PÉTURSDÓTTIR

María Anna Pétursdóttir fæddist á Ísafirði 26. desember 1919. Hún andaðist á Droplaugarstöðum í Reykjavík að morgni fimmtudagsins 4. september síðastliðins og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 11. september. Meira  Kaupa minningabók
21. september 2003 | Minningargreinar | 455 orð | 1 mynd

REYNIR HALLDÓR HILMARSSON

Reynir Halldór Hilmarsson fæddist í Reykjavík hinn 21. júlí 1961. Hann andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans v. Hringbraut fimmtudaginn 11. september og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 18. september. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

21. september 2003 | Ferðalög | 392 orð | 1 mynd

Farmiðasala á Netinu slær öll met

Helmingur þeirra, sem kaupa flugfarseðla hjá Flugleiðum, kaupir þá nú á Netinu og áttatíu prósent farþega hjá Iceland Express. Flestar ferðaskrifstofur eru komnar með tilboðsklúbba á Netinu þar sem síðustu sæti eru boðin á lækkuðu verði. Meira
21. september 2003 | Ferðalög | 182 orð | 1 mynd

Ferð til Nýfundnalands Dagana 20.

Ferð til Nýfundnalands Dagana 20.-23. nóvember verður Vestfjarðaleið með ferð til St. John's á Nýfundnalandi. Um er að ræða skemmti- og verslunarferð sem farin er nú sjötta árið í röð. St. Meira
21. september 2003 | Ferðalög | 107 orð | 1 mynd

Flogið 46 sinnum á dag frá Osló til Stokkhólms

Nýtt lággjaldaflugfélag, Nordic Airlink, ætlar sér stóra hlutdeild í farþegaflutningum á milli Osló og Stokkhólms. Meira
21. september 2003 | Ferðalög | 84 orð

Frá New York til Boston í lúxusbíl

HINN 1. október verður farið að bjóða upp á lúxusrútuferðir milli New York og Boston. Rútan ber nafnið LimoLiner og fer alla virka daga milli borganna. Meira
21. september 2003 | Ferðalög | 226 orð | 3 myndir

Frumlegt og fjölbreytt

Listunnendur og aðrir sem eru á ferðalagi í og við München ættu að bregða sér í heimsókn í Buchheim-listasafnið. Brynjar Gauti Sveinsson gekk um safnið. Meira
21. september 2003 | Ferðalög | 200 orð | 2 myndir

Létta foreldrum lífið á Vínberjaklasanum

ÁRLEGA leggja fjölmargir Íslendingar leið sína til Portúgals og flestir þá til syðsta hluta landsins, héraðsins Algarve. Sólarlandafarar sem þangað koma dvelja þá gjarnan í Albufeira, sem er stærsti ferðamannabærinn í héraðinu. Meira
21. september 2003 | Ferðalög | 574 orð | 3 myndir

Niður krákustíga í snarbrattri fjallshlíð

Þegar dúkameistarinn fann áningarstað og kræsingar voru dregnar fram úr bakpokunum skapaðist oft góð stemmning segir Ásta Sæmundsdóttir sem gekk í sumar með saumaklúbbnum sínum um þjóðgarða í Pýreneafjallgarðinum. Meira
21. september 2003 | Ferðalög | 665 orð | 3 myndir

Villibráð, ráðstefnur og kyrrðardagar framundan

Það var glampandi sólskin þegar sr. Axel Árnason sóknarprestur í Stóranúpsprestakalli framkvæmdi húsblessun á hótel Heklu um síðustu helgi. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir hreifst af nútímalegri ráðstefnuaðstöðu, villibráðarhlaðborði, hugmyndaríkum hótelstjóra og einstökum englum. Meira

Fastir þættir

21. september 2003 | Dagbók | 360 orð | 1 mynd

12 spora námskeið og Alfa-námskeið á...

12 spora námskeið og Alfa-námskeið á Fljótsdalshéraði ÞRJÚ prestaköll á Fljótsdalshéraði munu í vetur standa fyrir 12-spora námskeiðum og Alfanámskeiðum. Vonast er til að fólk af öllu svæðinu og jafnvel úr nágrannabyggðarlögum taki þátt. Meira
21. september 2003 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 21. september, er sextugur Ólafur S. Guðmundsson, pípulagningameistari, Urðarbakka 36, Reykjavík. Eiginkona hans er Sigurbjörg Smith . Þau eru stödd... Meira
21. september 2003 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 21. september, er áttræð Helena Sigtryggsdóttir, lengst af húsmóðir á Siglufirði en nú búsett í Kópavogi. Eiginmaður hennar var Jóhann G. Möller en hann lést árið 1997. Meira
21. september 2003 | Fastir þættir | 263 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Alls staðar þar sem minnst er á Howard Schenken (1905-1979) í bridsbókum er þess getið í framhjáhlaupi að hann hafi sennilega verið besti spilari allra tíma. Meira
21. september 2003 | Dagbók | 142 orð

Grensáskirkja.

Grensáskirkja. Unglingastarf 9. og 10. bekkjar sunnudagskvöld kl. 19.30. Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20-22 (fyrir 8.-10. bekk). Meira
21. september 2003 | Dagbók | 16 orð

KVEÐIÐ Á SANDI

Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi... Meira
21. september 2003 | Dagbók | 471 orð

(Lk. 9, 10-60.)

Í dag er sunnudagur 21. september, 264. dagur ársins 2003 Matteusmessa. Orð dagsins: Jesús svaraði: "Lát hina dauðu jarða sína dauðu, en far þú og boða Guðs ríki." Meira
21. september 2003 | Fastir þættir | 812 orð | 1 mynd

Símon vandlætari

Af hverju er viðurnefni hans dregið? Af öfgafullum þjóðernissinnum 1. aldar, hryðjuverkamönnum þess tíma, eða af ákafa hans við boðun fagnaðarerindisins? Sigurður Ægisson er með þetta til skoðunar í dag og fleira sem postulanum við kemur. Meira
21. september 2003 | Fastir þættir | 230 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 cxd4 5. Rxd4 Rc6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 Rf6 8. O-O Dc7 9. c4 Bd6 10. h3 O-O 11. Dc2 dxe4 12. Bxe4 Rxe4 13. Rxe4 Be7 14. c5 e5 15. f4 Bf5 16. Be3 Hab8 17. Had1 Hfe8 18. Rf6+ Bxf6 19. Dxf5 Hxb2 20. Hd7 Da5 21. De4 Dxa2 22. Meira
21. september 2003 | Fastir þættir | 378 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

ERLENDIR gestir, sem koma hingað til lands, hafa oft orðið undrandi yfir ótrúlega miklu og fjölbreyttu menningarlífi Íslendinga - hér á landi er aldrei lognmolla á þeim vettvangi. Meira

Sunnudagsblað

21. september 2003 | Sunnudagsblað | 866 orð | 1 mynd

Dekkið á bátnum var þakið skothylkjum

Fyrst í stað veittu Bandaríkjamenn aðstoð í baráttunni gegn háhyrningum með því að senda hermenn með fiskibátunum á síldarmiðin á Faxaflóa. Tveir aldraðir sjómenn rifjuðu upp daginn þegar Hafnfirðingur GK 330 breyttist í léttvopnað herskip. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 3834 orð | 5 myndir

Drekkum aldrei dropa af víni

Ungur mótaðist Árni Helgason, fyrrv. sýsluskrifari, póstmeistari, gamanvísnasöngvari og þekktur fréttaritari í Stykkishólmi, af stúkustarfi. Hann segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur brotabrot af því sem hann hefur fengist við á langri vegferð sinni. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 210 orð

Ég kaupi alltaf sama vínið, á ég að þora að breyta til?

Það er ekkert skrýtið að þeir sem eru að smakka sig áfram séu hikandi við að kaupa sér ókunnug vín. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 56 orð | 1 mynd

Heitt blóð á hafinu

Hvalir áttu sér fáa vini hér á landi fyrir hálfri öld, Kjarval var einn þekktasti hvalfriðunarsinninn. Sjómönnum var uppsigað við háhyrninga sem tættu í sundur síldarreknet. Kristján Jónsson kynnti sér stríðið gegn háhyrningum á sjötta áratugnum, bandarískir hermenn komu þá sjómönnum til hjálpar og beittu rifflum gegn dýrunum, einnig var varpað á þau djúpsprengjum úr flugvélum./B8 Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 1668 orð | 3 myndir

Hin frjálsa samkeppni er óvægin

Miklar umræður hafa verið í þjóðfélaginu um kjötmarkaðinn, hið ódýra svínakjöt og vanda sauðfjárbænda sem sumir telja að tengist því. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti svínabúið á Hýrumel í Borgarfirði og ræddi um þessi mál við Gunnar Ásgeir Gunnarsson bónda þar og bústjóra hans Karvel Lindberg Karvelsson búvísindamann. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 2451 orð | 1 mynd

Horfi ekki bara í hjólfarið

Hugmyndir nýráðins borgarverkfræðings um að gefa framhaldsskólanemum frítt í strætó til og frá skóla vöktu mikla athygli í byrjun vikunnar. Anna G. Ólafsdóttir kynntist manninum Birni Inga Sveinssyni og hugmyndum hans um starfið í stuttu kaffispjalli í Skúlatúninu. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 523 orð | 1 mynd

Húsbændur og hjú og norræn höfðingjafræði

SÚ staðreynd að bókmenntaarfleifð okkar Íslendinga er jafn ríkuleg og raun ber vitni verður okkur einatt að umtalsefni. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 148 orð | 1 mynd

Hver er Björgvin Gíslason?

BJÖRGVIN Gíslason hefur verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna frá því hann gekk til liðs við hljómsveitina Náttúru 1969, en með þeirri hljómsveit léku margir af þekktustu rokkurum landsins á áttunda áratugnum. *Fæddur 4. september 1951. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 430 orð | 1 mynd

Kanada á kortið

Í tengslum við heimsókn landstjóra Kanada hingað til lands 10.-15. október næstkomandi verður efnt til kynningar á kanadískum vínum hér á landi. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 196 orð | 1 mynd

Keflavík og Víkingur í efstu deild á ný

VÍKINGAR tryggðu sér sæti í úrvals-deildinni í knattspyrnu á dögunum er þeir gerðu markalaust jafntefli við Keflvíkinga. Keflavík hafði fyrir leikinn tryggt sér sæti í úrvals-deildinni og hafði aðeins að einu að keppa - að ná stiga-metinu í 1. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 791 orð | 1 mynd

Kjötbeinið í klósettinu

eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 951 orð | 2 myndir

Kokkurinn og kóngarnir

Það kom áhugamönnum um laxveiði ekki á óvart er Morgunblaðið birti á dögunum mynd af Eyþóri Sigmundssyni með lax sem líklega verður skráður stærsti lax sumarsins á íslensku vertíðinni 2003. Karlinn hefur leikið þann leik áður og oftar en einu sinni. Guðmundur Guðjónsson rabbaði við "Kokkinn" eins og Eyþór er kallaður og grennslaðist fyrir um veiðikænskuna sem býr að baki. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 1734 orð | 3 myndir

Með mafíuvernd í vændishverfum

Með fjárframlögum frá Íslendingum rekur Eva J. Alexander 150 barna barnaheimili nálægt borginni Madras í heimalandi sínu, Indlandi, en 45 barnanna vantar styrktaraðila. Anna G. Ólafsdóttir kynntist bakgrunni hennar og baráttuþreki napran haustdag á Íslandi. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 657 orð | 3 myndir

Offramleiðsla ógnar afkomu bænda

Í stað þess að matarskortur ógni íslensku þjóðinni lifa margir bændur í skugga kjötfjalla sem sífellt hækka. Um leið lækkar kjötverðið neytendum til hagsbóta en afkoma bænda heldur jafnt og þétt áfram að versna. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 109 orð

Ostur

Ekki er eins auðvelt að finna rétta vínið með osti og margir halda. Hvítvín eru oft mun betri með bragðmiklum og mjúkum ostum en þau rauðu og mild olía, t.d. sólblómaolía eða hunang, eru mun heppilegra föruneyti osta en vínber eða ávextir. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 201 orð | 1 mynd

"Augu og eyru" flotans

Lockheed Neptune-flugvélarnar, sem notaðar voru hér við land til sprengjuárása á háhyrninga á sjötta áratugnum, voru árum saman notaðar til eftirlitsflugs hér við land. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 309 orð | 1 mynd

"Í minningu 100 hvala"

SVONEFND bít-kynslóð í Bandaríkjunum er oft kennd við rithöfundinn Jack Kerouac og sögu hans, Á vegum úti, en einnig ljóðskáld á borð við Allen Ginsberg og Michael McClure. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 890 orð | 2 myndir

"Yfirgripsmikil en einföld" bók um vín

Um þessar mundir er að koma út bókin Vín eftir Þorra Hringsson, þar sem fjallað er um vín, vínmenningu og mörgum algengustu spurningunum er brenna á vörum almennra neytenda svarað á auðskiljanlegan og skilmerkilegan hátt. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 1328 orð | 2 myndir

"Þeim verður að útrýma miskunnarlaust"

Á sjötta áratugnum reyndu íslenskir sjómenn að hrekja gráðuga háhyrninga frá reknetum á Faxaflóa með rifflum. En ríkisstjórnin fékk einnig varnarliðið til að senda vopnaða menn með bátunum og beitt var Neptune-flugvélum til að varpa djúpsprengjum á hvalavöðurnar. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 662 orð | 1 mynd

Rapparar særa með rími

Það standa bjórflöskur á sviðinu, tómur sígarettupakki, fullur öskubakki, maður sem ryður orðunum út úr sér, allt eins og á hefðbundnu ljóðakvöldi. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 2042 orð | 8 myndir

Savignac var talinn hrappur, en hann var vinsæll skírnarvottur

Leikfélag Reykjavíkur setti svip sinn á menningarlíf í höfuðstaðnum á fyrri hluta 20. aldar og heillaðist Pétur Pétursson af andrúmsloftinu að tjaldabaki. Hann segir þó víða, m.a. í leikritinu Síðasti víkingurinn, farið með rangt mál varðandi afskipti Jörundar Hundadagakonungs af hjónabandi þeirra Lars Michaels Knudsen og Madömu Mohr. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 2047 orð | 1 mynd

Spila bara fyrir mig

FÁIR MÆLA því mót að Björgvin Gíslason er með fremstu gítarleikurum landsins og hefur verið svo í áraraðir eða allt frá því hann sló í gegn með Náttúru fyrir þrjátíu og fjórum árum. Meira
21. september 2003 | Sunnudagsblað | 2080 orð | 1 mynd

Utangarðsmaður tekur forystu

Howard Dean var lítt þekktur ríkisstjóri smáríkis í Bandaríkjunum og hefði talist utangarðsmaður í bandarískri pólitík en er nú fremstur í flokki þeirra frambjóðenda, sem sækjast eftir því að verða forsetaefni demókrata í kosningunum 2004. Karl Blöndal fjallar um frambjóðandann, sem dregur að sér fylgi með því að ráðast gegn stefnu George Bush í Írak. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.