Greinar fimmtudaginn 2. október 2003

Forsíða

2. október 2003 | Forsíða | 74 orð | 3 myndir

130. löggjafarþingið sett

130. löggjafarþing Íslendinga var sett í gær, í upphafi haustmánaðar. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2004 var lagt fram í gær. Tæpur þriðjungur þingheims er nýkjörinn og ennfremur tekur fyrsti heyrnarlausi þingmaðurinn nú sæti á Alþingi. Meira
2. október 2003 | Forsíða | 89 orð | 1 mynd

Góð staða Schwarzeneggers

NÝ skoðanakönnun vegna ríkisstjórakosninganna í Kaliforníu, sem fara fram nk. þriðjudag, sýnir að leikarinn Arnold Schwarzenegger hefur 40% fylgi meðal líklegra kjósenda. Næstur á eftir honum kemur demókratinn Cruz Bustamante með 32%. Meira
2. október 2003 | Forsíða | 145 orð

Ný drög að ályktun um Íraksmálin

BANDARÍKJAMENN kynntu í gær fyrir ríkjunum sem eiga fulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna drög að nýrri ályktun um Íraksmálin. Meira
2. október 2003 | Forsíða | 226 orð | 1 mynd

Tímabil hagvaxtar framundan

GERT er ráð fyrir að rekstur ríkissjóðs verði jákvæður um 6,4 milljarða króna á næsta ári. Heildarútgjöld eru áætluð 273 milljarðar króna og heildartekjur 279 milljarðar. Skatttekjur hækka um 14,5 milljarða milli ára vegna aukinna umsvifa og útgjöld um 8,2 milljarða miðað við fjárlög 2003. Meira
2. október 2003 | Forsíða | 148 orð | 1 mynd

Yfirvöld fyrirskipa rannsókn

STJÓRNVÖLD í Rúmeníu hafa fyrirskipað rannsókn vegna brúðkaups sem fram fór í borginni Sibiu í Transylvaníu á laugardag, en brúðurin, sem er dóttir svonefnds konungs sígauna, er aðeins tólf ára gömul. Faðir brúðarinnar, Florin Cioaba, ver hins vegar ráðahaginn. Meira

Baksíða

2. október 2003 | Baksíða | 160 orð

20% lækkun á tannhirðuvörum

Hagkaup Hagkaup verða með 20% afslátt af vörum til tannhirðu um helgina og gildir tilboðið til 8. október, segir Sigurður Reynaldsson innkaupastjóri matvöru. Aðaltilboð verslunarinnar er 40% afsláttur af helgarsteikum frá Bezt. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 34 orð

25% afsláttur af svínakótelettum

11-11 11-11 er með léttreyktar svínakótelettur frá Ali með 25% afslætti um helgina, segir Hertha Þorsteinsdóttir innkaupastjóri. Einnig verður Palli pokadýr í verslunum og gefur nammi. Ferðir Palla eru auglýstar. Tilboð 11-11 gilda til 8.... Meira
2. október 2003 | Baksíða | 44 orð

30% afsláttur af krydduðum lærum

Fjarðarkaup Fjarðarkaup eru með 30% afmælisafslátt af rauðvínsmarineruðum og bláberjamarineruðum lambalærum frá Norðlenska um helgina. Einnig er 20% afsláttur gefinn af frosinni blóðmör og lifrarpylsu frá Fjallalambi. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 88 orð

35% afsláttur af svínakjöti

Bónus Bónus verður með 35% afslátt af fersku svínakjöti frá Ali frá og með morgundeginum og gildir verðlækkunin til 15. október, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 63 orð

47% afsláttur af ferskum kjúklingi

Krónan Aðaltilboðin um helgina eru á ferskum kjúklingi, segir Bjarki Jakobsson innkaupastjóri Krónunnar. Heill ófrosinn kjúklingur frá Móum verður á 369 krónur kílóið, sem er 47% afsláttur að hans sögn. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 34 orð

Afsláttur af hangiframparti

Þín verslun Þín verslun býður sneiddan hangiframpart frá Goða á 699 krónur um helgina, segir Jóhanna Eysteinsdóttir. Einnig verður london-lamb, skólaskinka og kindakæfa frá Borgarnes kjötvörum með 20% afslætti, að hennar sögn. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 51 orð | 1 mynd

Áfram tilboð á lambakjöti

Spar Spar er áfram með tilboð á lambakjöti og segir Ingvi Guðmundsson kaupmaður að afslátturinn sé um það bil 25%. Um er að ræða lærissneiðar, sirloin, kótilettur og súpukjöt sem er í 2. flokki. Að öðru leyti er um 1. flokks kjöt af nýslátruðu að ræða. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 192 orð

Áhersla á lægstu launin

FÉLAGSMENN í verkalýðsfélögum innan Flóabandalagsins leggja áherslu á hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum og margir einnig þótt það gæti leitt til minni hækkunar almennra launa. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 66 orð

Bayonne-skinka með 50% afslætti

Nettó Nettó býður viðskiptavinum 50% afslátt af Bautabúrs Bayonne-skinku um helgina. Einnig verður puruofnsteik frá Bautabúri seld með 40% afslætti og roðlausir og beinlausir Nettó ýsubitar með 20% afslætti. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 296 orð | 1 mynd

Bleikjan skilar milljarði í ár

ÁÆTLAÐ verðmæti útfluttrar bleikju á þessu ári er allt að einn milljarður króna. Á þessu ári verða framleidd um 2.300 tonn til útflutnings, en það er 60 til 70% af allri framleiðslu eldisbleikju í heiminum. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 92 orð

Ekkert athugavert við greiðslurnar

GISSUR Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist ekki hafa séð neitt athugavert við þær launagreiðslur sem erlendir starfsmenn undirverktakanna Technoservice og Edilsider, er unnið hafa við uppsetningu vinnubúða við Kárahnjúkavirkjun, fengu... Meira
2. október 2003 | Baksíða | 36 orð | 1 mynd

Erling spilar með Sinfóníuhljómsveitinni

ERLING Blöndal Bengtsson leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói í kvöld, en auk þess heldur hann tónleika ásamt tengdadóttur sinni í salnum í Kópavogi á sunnudag og í Hömrum á Ísafirði á þriðjudag. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 203 orð | 1 mynd

Fá ekki það sama fyrir snúð sinn

ÍBÚAR evru-landanna nota sama gjaldmiðil en fá ekki allir það sama fyrir sinn snúð. Hagkvæmasta evru-landið er Lúxemborg, samkvæmt könnun þýsku hagstofunnar. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 42 orð | 1 mynd

Folaldakjöt með afslætti

Nóatún Nóatún býður folaldakjöt með afslætti. Um er að ræða folaldagúllas úr kjötborði, folaldalundir og folaldahakk. Folaldahakkið er á 199 krónur kílóið, segir Sólmundur Oddsson markaðs- og innkaupastjóri. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 67 orð

Hamborgarhryggur á 690 krónur kílóið

Europris Europris er með afslátt af Bayonne-skinku frá og með deginum í dag. Skinkan er frá Gæða grís og kílóverð 590 krónur, segir Matthías Sigurðsson kaupmaður. Einnig er tilboð á nýreyktum hamborgarhrygg frá sama framleiðanda á 690 krónur kílóið. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 125 orð

Samdráttur í tekjum útgerðarinnar

TEKJUR þeirra þrettán útgerðarfélaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands drógust saman um 15% frá fyrri helmingi síðasta árs til fyrri helmings þessa árs, en höfðu vaxið um 23% frá sama tímabili árið 2001. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 250 orð

Samkomulag náðist um uppgjör launa

SAMKOMULAG náðist í gær milli ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og landssamtaka innan Alþýðusambands Íslands um fyrirkomulag launauppgjörs erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 120 orð

Sjóminjasafn á Grandagarði

STEFNT er að opnun sjóminjasafns í Reykjavík næsta sumar. Safninu verður komið fyrir á Grandagarði, í húsnæði sem var í eigu Bæjarútgerðarinnar. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 44 orð

Svínalæri á 299 krónur kílóið

Samkaup/Úrval Samkaup/Úrval bjóða kíló af svínalæri frá Norðlenska úr kjötborðum á 299 krónur um helgina, að sögn Friðriks Sigþórssonar, starfsmanns Samkaupa. Meira
2. október 2003 | Baksíða | 776 orð | 4 myndir

Vísir sprottinn að áleggsmenningu

EINUNGIS er ár síðan innflutningur var leyfður á hráskinku hingað til lands og á þessu ári hefur vísir myndast að kjötmenningu, þar sem spariálegg er í aðalhlutverki. Gallerý kjöt hefur fengið leyfi fyrir innflutningi á Serrano-skinku frá Spáni. Meira

Fréttir

2. október 2003 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

30 ár frá því að hjúkrunarfræðinám hófst við HÍ

ANNAN október ár hvert er vakin athygli á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands en 2. október 1973 mættu nemendur fyrst til náms við námsbraut í hjúkrunarfræði. Þessa þrjátíu ára afanga verður minnst með hátíðardagskrá kl. 17 til 19 í dag. Meira
2. október 2003 | Austurland | 90 orð

368 kaffibollar

Kaffibollasýning sem Guðrún Aradóttir setti upp í tengslum við hátíðina á Djúpavogi vakti mikla athygli, en Stefán Jónsson var einmitt mikill kaffidrykkjumaður. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Athyglisbrestur og ofvirkni

Sólrún Björg Kristinsdóttir, forstöðumaður Símenntunarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, er fædd á Patreksfirði 1954. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1974, kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands 1981 og lauk MA-gráðu frá University of Hull í fjölmiðla- og kennslufræðum árið 2000. Starfaði sem kennari í Grundarfirði þar til hún flutti til Englands 1989. Var forstöðumaður Gagnasmiðju Kennaraháskóla Íslands frá 1999 og tók við forstöðu Símenntunarstofnunar KHÍ 2002. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 58 orð

Á ferðalagi um fölnuð lauf

Baldur Jónasson hafði orð á því að fyrirsögnin á baksíðu Morgunblaðsins í gær hefði verið ein sú skáldlegasta um langt skeið, en hún var svohljóðandi: "Á ferðalagi í gegnum fölnuð lauf. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ákærður fyrir sifskaparbrot

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært franskan karlmann fyrir að svipta franska konu valdi og umsjá yfir þriggja ára dóttur þeirra með því að fara með stúlkuna til Frakklands og halda henni þar hjá sér. Meira
2. október 2003 | Landsbyggðin | 260 orð | 1 mynd

Ástfangin af Íslandi

Grímsey | Erika Veld, hollensk kona búsett í Amsterdam, gisti Grímsey í nokkra daga. Tilgangurinn var að ljósmynda og teikna eyjuna og útsýnið til Íslands. Erika er menntuð listakona frá Listaháskólanum í Kröningen og Listaskóla Jan van Eyck. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 93 orð

Bátavör við Bygggarða | Í sumar...

Bátavör við Bygggarða | Í sumar samþykkti umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar tillögu meirihlutans um að bátavörin við Bygggarða yrði endurgerð. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 131 orð

Bjarni formaður allsherjarnefndar

GERT er ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði formaður allsherjarnefndar Alþingis í stað Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, Sjálfstæðisflokki. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Einhverjar tafir gætu orðið á flugi

Keflavík | Tafir gætu orðið á flugi til og frá landinu eftir að hlaðmenn á Keflavíkurflugvelli tilkynntu að þeir muni ekki vinna aukavinnu til að mótmæla auknu vinnuálagi. Hlaðmennirnir funduðu á þriðjudagskvöld og ákváðu að hætta yfirvinnu. Meira
2. október 2003 | Landsbyggðin | 80 orð

Ellefu tilboð í Árbæjarveg

Suðurlandi | Vegagerðinni bárust hvorki fleiri né færri en ellefu tilboð í gerð Árbæjarvegar á Suðurlandi, frá þjóðvegi að Heiðarbrún, sem og hluta Gaddstaðaflatavegar. Átta tilboð voru undir áætlun Vegagerðarinnar, sem var upp á 17,9 milljónir kr. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Engar athugasemdir

FORSTJÓRI Vinnumálastofnunar, Gissur Pétursson, segist ekki hafa séð neitt athugavert við þær launagreiðslur sem erlendir starfsmenn undirverktakanna Technoservice og Edilsider, er unnið hafa við uppsetningu vinnubúða við Kárahnjúkavirkjun, fengu... Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Erró og æskan á Eskifirði

Eskifirði | Sýning á verkum Errós stendur nú í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði og er samstarfsverkefni hennar og Listasafns Reykjavíkur. Myndirnar á sýningunni eru nítján talsins og unnar á árunum 1974 til 1996. Meira
2. október 2003 | Austurland | 33 orð

Fáskrúðsfjarðargöng | Búið er að sprengja...

Fáskrúðsfjarðargöng | Búið er að sprengja samtals yfir einn kílómetra af heildarlengd Fáskrúðsfjarðarganga milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Þeim megin hafa 389 metrar verið sprengdir, en Reyðarfjarðarmegin 630 metrar. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fyrirlestur um meðvirkni Gitte Lassen ráðgjafi,...

Fyrirlestur um meðvirkni Gitte Lassen ráðgjafi, heilari og miðill heldur fyrirlestur um meðvirkni á morgun, föstudaginn 3. október, kl. 20, í Ljósheimum, Brautarholti 8, 2. hæð. Verð er 1.500 kr. og fer fyrirlesturinn fram á... Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 349 orð | 2 myndir

Fyrsta skotið í Tungufljóti

Menn velta nú fyrir sér hvort að sjóbirtingsgöngur fari batnandi eftir að fréttist af fyrsta alvöru skotinu í Tungufljóti, en síðasta holl í ánni fékk 27 fiska, 5 laxa og 22 birtinga, eftir að september allur hafði aðeins gefið um 50 fiska. Meira
2. október 2003 | Erlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Fyrsti skóladagurinn

FYRSTI skóladagurinn var í Írak í gær en ekki var þó alls staðar unnt að hefja kennslu. Eru sumar skólabyggingar illa farnar eftir átökin í landinu og úr öðrum hefur öllu verið rænt. Þá vantar víða kennslubækur og önnur hjálpargögn. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 81 orð

Gagnrýna réttarkerfið

TÆPLEGA 600 manns hafa skráð sig á undirskriftalista til dómsmálaráðherra þar sem þeir telja of vægan þann dóm sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp yfir yfir tveimur mönnum hinn 30. maí sl. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Gljúfrasteinn opnaður næsta sumar

STEFNT er að því að opna minningarsafn um Halldór Laxness á Gljúfrasteini um mitt næsta ár, að sögn Halldórs Árnasonar, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, og stendur undirbúningur nú yfir. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 114 orð

Götuveisla á Laugavegi Verslanir við Laugaveg...

Götuveisla á Laugavegi Verslanir við Laugaveg efna til þriggja daga götuveislu með fjölda tilboða og úrvali af nýjum haustvörum. Á laugardag er langur laugardagur og verslanir eru opnar kl. 10-17. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 239 orð

Hefur áhyggjur af ímynd Impregilo

JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segist hafa áhyggjur af stöðu deilumála við Kárahnjúkavirkjun og þeirri ímynd sem Impregilo hafi skapað sér í huga landsmanna. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 214 orð

Hefur engin áhrif á endurgreiðslur vegna tannlækninga

SAMNINGUR milli Tannlæknafélags Íslands og Tryggingastofnunar féll úr gildi í gær, en honum var sagt upp 25. mars vegna mikillar óánægju tannlækna með útfærslu á aðgerða- og endurgreiðsluskrá sem fylgdi samningnum. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 169 orð

HÉÐAN OG ÞAÐAN -

Kettir á borð bæjarstjóra | Eftir margvísleg og stundum illvígt hnútukast og kærumál varðandi kattahald og eyðingu villikatta á Ísafirði er málið komið á borð Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra, að því er segir í Bæjarins besta . Meira
2. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 155 orð | 1 mynd

Hlakka máttu mikið til...

Hlakka máttu mikið til að mæta gamni þessu. Haltu inní Hrafnagil á hagyrðingamessu! Meira
2. október 2003 | Austurland | 302 orð | 2 myndir

Hlaupið á þremur faðirvorum

Djúpavogi | Hátíð til heiðurs Stefáni Jónssyni, rithöfundi, frétta- og alþingismanni var haldin á Djúpavogi um helgina. Þátttakendur voru á öllum aldri og var veðrið sérstaklega gott. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Inntökubeiðnir í flokkinn á röngum forsendum

STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti í fyrrakvöld að fresta afgreiðslu 1.152 umsóknarbeiðna um inngöngu í félagið og samþykkti eftirfarandi yfirlýsingu: "Mánudaginn 29. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð

Í sambandi

Aðalfundur Eyþings, sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, tekur undir sjónarmið sveitarstjórna sem telja nauðsyn að GSM-farsímakerfið verði viðurkennt sem öryggiskerfi. Þá er krafist betra aðgengis að gagnaflutningskerfum. Meira
2. október 2003 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Ísraelsstjórn ætlar að lengja öryggismúrinn

RÍKISSTJÓRN Ísraels ákvað í gær að hefja nýjan áfanga í smíði öryggismúrs sem verið er að reisa á Vesturbakkanum. Ísraelar hafa verið gagnrýndir á alþjóðavettvangi fyrir smíðina þar sem veggurinn liggur sums staðar talsvert inn á palestínsk landsvæði. Meira
2. október 2003 | Austurland | 57 orð

Jarðhitaboranir | Í vikunni kemur jarðborinn...

Jarðhitaboranir | Í vikunni kemur jarðborinn Grímnir til Reyðarfjarðar og á að nota hann til að bora könnunarholur við Sléttu í Reyðarfirði. Verið er að kanna legu og halla jarðhitasprungu á staðnum og á að auki að bora 600 m djúpa tilraunaholu. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 50 orð

Kaup á vændi verði refsiverð

Á kvennaþingi sem haldið var fyrir mánaðamót var samþykkt eftirfarandi ályktun: "Undirrituð samtök skora á íslensk stjórnvöld að gera kaup á vændi/kynlífsþjónustu refsiverð, og að konur/karlar sem eru í vændi sæti ekki refsiábyrgð. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 334 orð

Kemur ekki til greina að loka sláturhúsinu

SVEITARSTJÓRN Öxarfjarðarhrepps hefur áhyggjur af því að umræður um fækkun sláturhúsa og hagræðingu í sláturiðnaði hafi slæm áhrif á atvinnulíf byggðarlagsins en á Kópaskeri er Fjallalamb sem rekur sláturhús og kjötvinnslu. Meira
2. október 2003 | Erlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Léleg enskukunnátta

FRAM kemur í nýrri könnun námsmatsstofnunarinnar EVA í Danmörku að þarlendir grunnskólanemendur eiga erfitt með að bjarga sér á ensku þrátt fyrir margar kennslustundir í faginu, að sögn Jyllandsposten . Meira
2. október 2003 | Erlendar fréttir | 322 orð | 2 myndir

Lækka áfengisgjald

SVÍAR hafa miklar áhyggjur af afleiðingum þess að Danir lækkuðu í gær áfengisgjald um 47%. Í Dagens Nyheter var haft eftir Thomas Lindvall, sem stýrir áfengisverslun í Malmö, að hann efaðist um að rekstrargrundvöllur yrði fyrir versluninni. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 358 orð | 3 myndir

Merkur áfangi í sjálfstæðisbaráttunni

ALÞINGI Íslendinga, 130. löggjafarþing, var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var endurkjörinn forseti Alþingis. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

Mest ánægja með Geir og Halldór

ÁNÆGJA hefur aukist með störf fjögurra ráðherra Framsóknarflokksins og tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri Gallupkönnun, en mest er ánægjan með störf Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra, og Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Mikil átök fyrir aðalfund Heimdallar

MIKIL og hörð átök voru fyrir aðalfund Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í Valhöll í gær. Meira
2. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 423 orð

Mikilvægir hlekkir

"ÞEGAR á að spara í rekstri skerpist oft á hvaða hugmyndafræði er ríkjandi. Ef hugmyndafræðin er sú að lyf og læknisfræðileg inngrip skipti mestu verður hún vitanlega ofan á þegar naumt er skammtað. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 1614 orð | 1 mynd

Mikilvægt að líta á menntun sem heild

Sumir skólameistarar líta á styttingu stúdentsprófs jákvæðum augum. Aðrir spyrja um hvaða námsefni falli niður, áhrif á þroska háskólanema og tilgang breytinganna. Meira
2. október 2003 | Austurland | 68 orð

Molinn rís | Í dag verður...

Molinn rís | Í dag verður undirrituð viljayfirlýsing um byggingu verslunar- og þjónustuhúsnæðis á Reyðarfirði. Það eru Landsafl, Íslenskir aðalverktakar, Hönnun, Landsbankinn og Fjarðabyggð sem munu standa að framkvæmdinni. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 384 orð

Nauðsynlegt að breyta þingsköpum

Í BRÉFI sem Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sent Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, segir að nauðsynlegt sé að gera breytingar á þingsköpum Alþingis vegna þess að stefnuræða hans, sem dreift var til þingmanna sem trúnaðarmál í vikunni, barst til... Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Námskeið um menningarheim araba

JÓHANNA Kristjónsdóttir verður með fimm kvölda námskeið hjá Málaskólanum Mími um menningarheim araba og hefst það í næstu viku. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhanna hefur slík námskeið hjá Mími. Meira
2. október 2003 | Landsbyggðin | 90 orð

Nemendur FNV byggja orlofshús

Sauðárkróki | Nemendur á húsasmíðabraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki eru þessa dagana á fullu við að byggja sumarhús undir stjórn kennara sinna, þeirra Atla Más Óskarssonar og Vals Ingólfssonar. Frá því er greint á skagafjordur. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Nýr seðlabankastjóri hóf störf í gær

FYRSTI vinnudagur Jóns Sigurðssonar, sem skipaður hefur verið í embætti seðlabankastjóra, var í gær. Ásamt Jóni eru Birgir Ísleifur Gunnarsson og Eiríkur Guðnason seðlabankastjórar. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð

Olíufélögin lækka olíuverð

OLÍUFÉLÖGIN hafa ákveðið að lækkað verð á gasolíu, flotaolíu og svartolíu frá og með fyrsta október. Olíufélagið Esso reið á vaðið í gær með lækkun á gasolíu og flotaolíu upp á 1,20 krónur á hvern lítra og svartolíu um 1,70 krónur á lítra. Meira
2. október 2003 | Austurland | 62 orð

Olíuleki | Um eitt hundrað lítrar...

Olíuleki | Um eitt hundrað lítrar af gasolíu láku í höfnina á Seyðisfirði á dögunum. Verið var að sandblása og mála fjóra tanka sem komið höfðu frá Reyðarfirði til viðgerðar. Meira
2. október 2003 | Suðurnes | 315 orð | 1 mynd

"Hefði sennilega sofið áfram hefðu þau ekki vakið mig"

"ÉG var sofandi uppi í risi þegar nágrannakona mín vakti Andrew félaga minn sem svaf á jarðhæðinni," segir Lester Garden, einn af íbúum hússins á Íshússtíg 3a. "Andrew kom sér út og hrópaði upp til mín utan frá og við það vaknaði ég. Meira
2. október 2003 | Erlendar fréttir | 810 orð | 1 mynd

Réttarríkið mun skipta sköpum í A-Evrópu

Forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, dr. Luzius Wildhaber, segir að meirihluti mála, sem lenda á borði dómstólsins, sé nú frá nýjum aðildarríkjum í austanverðri álfunni. Meira
2. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 82 orð | 1 mynd

Riddarar og prinsessa

"VIÐ erum í riddara- og prinsessuleik og Rakel Ósk er Öskubuska en við erum riddararnir," sögðu þeir félagar Ágúst Örn, Björgvin Helgi og Eiríkur Fannar, sem voru að leika sér á lóð leikskólans Síðusels. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 232 orð

RÚV sendir tvo menn til Hamborgar

FRAM kom í frétt í Morgunblaðinu í gær að íslenskir fjölmiðlar hefðu sent inn nöfn 28 fjölmiðlamanna til KSÍ vegna landsleiks Þjóðverja og Íslendinga sem fram fer í Hamborg 11. október nk. Meira
2. október 2003 | Miðopna | 859 orð | 1 mynd

Rými fyrir 20 milljarða skattalækkun 2005 og 2006

STEFNT er að því að útgjöld vegna framkvæmda á vegum ríkisins lækki um fimm milljarða á næstu tveimur árum en verði síðan aukin um sömu upphæð á árunum 2007-2008. Meira
2. október 2003 | Erlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Sagður minna á Thatcher

FJÖLMIÐLAR í Bretlandi og á meginlandinu voru í gær almennt sammála um, að Tony Blair forsætisráðherra hefði styrkt mjög stöðu sína sem leiðtogi með ræðu sinni á þingi Verkamannaflokksins. Var því spáð, að hann ætti eftir að jafna sig á "írösku flensunni". Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 593 orð

Sakar stjórn um svik og andlýðræðisleg vinnubrögð

BOLLI Thoroddsen, annar tveggja frambjóðenda til formanns Heimdallar, dró framboð sitt og meðframbjóðenda til baka skömmu fyrir aðalfund Heimdallar í gær og sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Vegna ákvörðunar fráfarandi stjórnar Heimdallar um... Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Samstarfsdagur

Búðardal | Það var mikið um að vera í Grunnskólanum í Búðardal þegar u.þ.b 280 börn úr 4.-7. bekk samstarfsskólanna á Vesturlandi komu í heimsókn. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 205 orð

Segir enga beiðni hafa borist um að bíða með fréttina

KARL Garðarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, vísar á bug ummælum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í bréfi til forseta Alþingis þess efnis að fréttastofa Stöðvar 2 hafi hegðað sér ósæmilega með því að greina frá efnisatriðum stefnuræðu hans í fyrrakvöld. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Segir tjónabíla skráða sem slíka

SJÓVÁ-Almennar selja ekki tjónabifreiðar án þess að þær séu skráðar sem slíkar, að sögn Halldórs Gunnars Eyjólfssonar, framkvæmdastjóra tjónasviðs fyrirtækisins. "Við teljum okkur fara að settum reglum," segir hann. Meira
2. október 2003 | Miðopna | 388 orð

*Selja á hlutabréf ríkissjóðs í Endurvinnslunni...

*Selja á hlutabréf ríkissjóðs í Endurvinnslunni og hlut Hafró í Fiskeldi Eyjafjarðar. Þá á einnig að selja hlutabréf ríkisins í Flugskóla Íslands. Tekjur af sölu eigna nema um 540 milljónum samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2004. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 317 orð

Sendinefnd hittir verkamenn við Kárahnjúka í dag

MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Íslands, ASÍ, samþykkti harðyrta ályktun í gær þar sem mótmælt er "framferði" ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo í samskiptum þess við launafólk á Kárahnjúkasvæðinu. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Síðasta septembersólin

Septembermánuður kvaddi Blönduósinga með birtu og hlýju og ljóst er að septembersól ársins 2003 hefur sagt sitt síðasta. Októbersól rís örlitlu síðar en sólin í gær, haustið er komið. Meira
2. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 861 orð | 2 myndir

Sjóminjasafn verður opnað á næsta ári

Sjóminjasafn verður líklega opnað í Reykjavík næsta sumar. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér fyrirhugaða starfsemi þess. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 121 orð

Skerðingu tekjustofna kirkjunnar verði hætt

HÉRAÐSFUNDUR Borgarfjarðarprófastsdæmis hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á kirkjumálaráðherra, fjárlaganefnd og fjármálaráðherra að beita sér fyrir afnámi á þeirri skerðingu tekjustofna Þjóðkirkjunnar, sem gerð var einhliða af hálfu... Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 113 orð

Skiltum stolið

Skiltaþjófar eru enn á ferð á Vestfjörðum og saknar Vegagerðin fjölda umferðarskilta sem stolið hefur verið allt frá Dýrafirði og inn í Ísafjarðardjúp, í sumar og í haust, skv. Bæjarins besta á Ísafirði. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð

Slitgigtarnámskeið - að lifa með slitgigt...

Slitgigtarnámskeið - að lifa með slitgigt Gigtarfélag Íslands verður með slitgigtarnámskeið þar sem áhersla er lögð á þætti sem tengjast því að lifa með slitgigt. Um er að ræða þrjú kvöld, einu sinni í viku og byrjar námskeiðið mánudaginn 6. október kl. Meira
2. október 2003 | Landsbyggðin | 62 orð | 1 mynd

Sólheimaskriðjökull minnkar stöðugt

Fagradal | Á undanförnum árum hefur Sólheimaskriðjökullinn minnkað stórlega. Það sést best á því að hér áður voru ferðamenn nánast komnir upp að jökli þegar komið var á bílaplanið uppi við jökulsporðinn. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Stefnt að opnun tónlistar- og ráðstefnuhúss 2008

STEFNT er að opnun tónlistar- og ráðstefnuhúss á Miðbakka Reykjavíkurhafnar fyrir árslok 2008. Á húsið að geta staðið undir sér og skilað hagnaði strax á fyrsta rekstrarári. Meira
2. október 2003 | Miðopna | 1047 orð | 2 myndir

Stefnt að því að draga úr útgjöldum

Í fjármálafrumvarpinu fyrir árið 2004 er gert ráð fyrir raunlækkun á heildarútgjöldum ríkissjóðs miðað við fyrirhuguð útgjöld í ár. Áætlað er að hátekjuskattur lækki um 1% og kaupmáttur almennings aukist um 2,5%. Stefnt er að því að skila 6,4 milljörðum í tekjuafgang af ríkissjóði. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 69 orð

Steig á bensín í stað bremsu

NÁMSMAÐUR við Háskóla Íslands steig í ógáti á bensíngjöfina í stað bremsunnar er hann hugðist leggja bíl sínum á malarstæði á austanverðri skólalóðinni eftir hádegið í gær. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Stjórnarráðshúsið skartar bleiku

STJÓRNARRÁÐSHÚSIÐ við Lækjartorg var í gærkvöldi lýst upp í bleikum lit. Tilgangurinn er að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Ástríður Thorarensen forsætisráðherrafrú kveikti ljósin. Meira
2. október 2003 | Austurland | 336 orð | 1 mynd

Sveigjanlegri leið fyrir sveitarfélagið

Egilsstöðum | Austur-Hérað hefur undirritað samning við Bólholt ehf. sem felur í sér uppsetningu á fjögurra þrepa hreinsivirki við útrásir holræsakerfa á tveimur stöðum í sveitarfélaginu. Meira
2. október 2003 | Suðurnes | 195 orð | 1 mynd

Tveir menn björguðust úr brennandi húsi

Keflavík | Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Keflavík um miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Þrír bjuggu í húsinu og komust þeir tveir sem voru heima út eftir að nágranni vakti þá. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 287 orð

Tvöföldun framlags myndi efla hróður okkar

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í ávarpi sínu við setningu Alþingis í gær að lágt framlag Íslands til þróunarhjálpar gæti í æ ríkari mæli orðið okkur til álitshnekkis á alþjóðavettvangi. Meira
2. október 2003 | Miðopna | 182 orð

Verðbólgan helst tiltölulega stöðug

HORFUR eru á umtalsverðum hagvexti á næstu árum en þrátt fyrir verulega aukin efnahagsumvif helst verðbólga tiltölulega stöðug þótt hún geti aukist tímabundið þegar framkvæmdir standa sem hæst. Meira
2. október 2003 | Innlendar fréttir | 220 orð

Vill gott samstarf við alla

ATLI Rafn Björnsson og þau sem buðu sig fram með honum til stjórnar Heimdalls sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu til Heimdallar í gær: "Stjórn Heimdallar ákvað á stjórnarfundi á þriðjudagskvöldið sl. Meira
2. október 2003 | Austurland | 103 orð | 1 mynd

Þari úr mar

Neskaupstað | Mikið brim gerði í Norðfirði í norðanveðrinu sem gekk yfir landið nú á dögunum. Óvenju miklu af þara skolaði á land með briminu í fjöruna utan við svokallaða Eyri. Meira

Ritstjórnargreinar

2. október 2003 | Leiðarar | 480 orð

Einstaklingsmiðað skólastarf

Í þeirri umræðu sem á sér stað í samfélaginu um þarfir ýmissa þjóðfélagshópa, svo sem fatlaðra, virðist oft skapast fremur neikvæð heildarmynd af þeim málaflokki er þeim tengist. Meira
2. október 2003 | Leiðarar | 402 orð

Horft til framtíðar

Ljóst er af fjárlagafrumvarpi því, sem Geir H. Meira
2. október 2003 | Staksteinar | 373 orð

- Ritskoðun?

Páll Hilmarsson og Sverrir Jakobsson fjalla um Gljúfrasteinsmálið á murinn.is: "Þetta er undarleg ráðstöfun því að hún takmarkar rannsóknarfrelsi fólks, án þess að fyrir því liggi gild rök. Meira

Menning

2. október 2003 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Að morgni í New York, um miðjan dag í Reykjavík og að kvöldi í Tókýó

ÞRIÐJA kvikmyndin um Neo og félaga verður frumsýnd á sama tíma á sama degi í mörgum borgum, þar á meðal Reykjavík. Matrix-byltingin verður frumsýnd kl. 14 miðvikudaginn 5. nóvember í Sambíóunum, kl. 14 í Lundúnum, kl. Meira
2. október 2003 | Myndlist | 1117 orð | 4 myndir

Að segja það sem alltaf hefur verið sagt

Opið á virkum dögum frá kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga frá kl. 14-16. Sýningu lýkur 5. október. Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 466 orð

* AMSTERDAM: Zent föstudag og laugardag.

* AMSTERDAM: Zent föstudag og laugardag. * ARI Í ÖGRI: Trúbadorinn Óskar Einarsson föstudag og laugardag. * AUSTURBÆR: Magnús Eiríksson og KK laugardag kl. 21. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur, Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnudag kl. 20 til 00. Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 328 orð | 1 mynd

Batnandi manni...

Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit: Nicholas Griffin og Ted Griffin, byggt á skáldsögu Erics Garcia. Kvikmyndatökustjóri: John Mathieson. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalleikendur: Nicolas Cage (Roy Waller), Sam Rockwell (Frankie), Alison Lohman (Angela), Bruce Altman (dr. Klein) og Bruce McGill (Chuck Frechette). 115 mínútur. Warner Bros. Bandaríkin 2003. Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 176 orð | 3 myndir

Dís lifnar við

TÖKUR eru nú hafnar á kvikmyndinni Dís , sem byggð er á samnefndri bók eftir þær Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur. Þær eru jafnframt höfundar handrits en það er Silja sem sér um leikstjórn. Meira
2. október 2003 | Menningarlíf | 588 orð | 4 myndir

Fjölbreytt bókaúrval Bjarts

BÓKAÚTGÁFAN Bjartur gefur út fjölbreytt úrval af bókmenntum á þessu hausti, frumsamdar bækur og þýddar, fyrir börn og fullorðna. Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 1225 orð | 13 myndir

Fyrsta kvikmyndahátíð Eddunnar

ÞRETTÁN kvikmyndir frá sex löndum verða sýndar á Kvikmyndahátíð Eddunnar sem hefst á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til kvikmyndahátíðar í tengslum við Edduverðlaunin en þau verða afhent 10. október. Allar sýningar fara fram í Regnboganum. Meira
2. október 2003 | Menningarlíf | 1600 orð | 4 myndir

Hér sjást varla bækurnar fyrir fólki

Bókastefnan í Gautaborg fór fram um liðna helgi. Yfir átta hundruð fyrirtæki og mun fleiri ræðumenn kynntu í allt sextíu þjóðlönd. Kristín Bjarnadóttir nefnir hér fátt eitt en eitt þema stefnunnar var pólskar bókmenntir og annað vísindi handa leikmönnum. Meira
2. október 2003 | Tónlist | 606 orð | 1 mynd

Hljóðlátt en heillandi

Einleiksverk eftir Barrios, Ponce og Brouwer. Hannes Þ. Guðrúnarson gítar. Þriðjudaginn 30. september kl. 20. Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 324 orð | 1 mynd

Hver man ekki eftir Alice?

SMOKIE var ein vinsælasta hljómsveit áttunda áratugarins og átti smelli eins og "Living Next Door to Alice", "Lay Back in the Arms of Someone" og "Don't Play Your Rock'n'Roll to Me". Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Kominn heim

TÓNLISTARMAÐURINN Bill Bourne er kominn hingað öðru sinni til tónleikahalds. Bourne kom hingað síðast fyrir tveimur árum fyrir milligöngu KK, en það má segja að þeir séu andans bræður í tónlistinni. Þá lék hann víða um land og m.a. með KK. Meira
2. október 2003 | Menningarlíf | 64 orð | 1 mynd

Kuldalegt regn

KONA, með regnhlíf, virðir hér fyrir sér röð af rauðum styttum sem virðast kunna illa regninu sem bylur á kollum þeirra. Meira
2. október 2003 | Menningarlíf | 35 orð

Leikhúsumræður að lokinni sýningu

LEIKHÚSUMRÆÐUR um leikrit Kristínar Ómarsdóttur, Vinur minn heimsendir, verða í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Umræðurnar verða að lokinni sýningu, kl. 21.30. Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Malcolm talar íslensku

SKJÁR einn hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á íslenska talsetningu á þátttunum Malcolm í miðið (Malcolm In The Middle). Meira
2. október 2003 | Menningarlíf | 441 orð | 1 mynd

Notar hvert tækifæri til að heilsa konum

SÝNING á verkum Gísla S. Þórðarsonar, Sigurðar Þórs Elíassonar og Simun Poulsen verður opnuð í norðursal Kjarvalsstaða, nýjum sal Listasafns Reykjavíkur í dag kl. 17. Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 165 orð | 1 mynd

Ný djasstónleikaröð á Kaffi List

Í KVÖLD verður nýrri djasstónleikaröð á Kaffi List hleypt af stokkunum með hljómleikum tríós, sem skipað er þeim Raghneiði Gröndal söngkonu, Jóni Páli Bjarnasyni gítarleikara og Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara. Meira
2. október 2003 | Tónlist | 589 orð | 1 mynd

Orgelverk Páls Ísólfssonar

Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari lék öll orgelverk eftir Pál Ísólfsson. Laugardagurinn 27. september kl. 12. Meira
2. október 2003 | Menningarlíf | 404 orð | 1 mynd

Ónæmiskerfi gegn hlutgervingu

BRESKA blaðið Daily Telegraph birti í fyrradag viðtal við Ólaf Elíasson myndlistarmann þar sem farið var mjög lofsamlegum orðum um framlag hans til samtímalista í heiminum í dag, og hann sagður hafa stundað "einhverja líflegustu, vitsmunalegustu og... Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 335 orð | 5 myndir

PEARL JAM gefur út safn óútgefinna...

PEARL JAM gefur út safn óútgefinna laga á næstunni. Útgáfan verður á tveimur diskum, inniheldur 31 lag, sjaldgæf og áður óútgefin og kemur til með að heita Lost Dogs . Útgáfudagur er 11. nóvember. Sama dag kemur út mynddiskurinn Live at the Garden ... Meira
2. október 2003 | Menningarlíf | 662 orð | 1 mynd

"Konsertinn er mér afar kær"

Erling Blöndal Bengtsson leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í kvöld. Silja Björk Huldudóttir ræddi við sellóleikarann heimsfræga. Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 174 orð | 1 mynd

Sá næstfyndnasti

SEINFELD á sinn fasta sess á Stöð 2 í dag eins og flesta aðra virka daga. Kemur þessi seigla hans lítið á óvart, sérstaklega þegar litið er til nýrrar úttektar á bestu gamanþáttum allra tíma. Meira
2. október 2003 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Skjár 2 hefur útsendingar

Í GÆR, 1. október, var ný sjónvarpsstöð, Skjár 2, opnuð með viðhöfn. Fór athöfnin fram í Skipholti 31 þar sem stöðin er til húsa ásamt Skjá einum. Meira
2. október 2003 | Menningarlíf | 87 orð

Tréskurður á Kjarvalsstöðum

Í TILEFNI af sýningu á tréstyttum Sæmundar Valdimarssonar býður Listasafn Reykjavíkur til námskeiðs í tréskurði á Kjarvalsstöðum sem hefst á sunnudag. Meira
2. október 2003 | Menningarlíf | 97 orð

Tvennir aukatónleikar í Salnum

VEGNA mikillar eftirspurnar verða Stórtónleikar í Salnum fluttir í fjórða sinn laugardaginn 4. október kl. 14.30 og fimmta og allra síðasta sinn, mánudagskvöldið 6. október kl. 20. Meira

Umræðan

2. október 2003 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd

Enn um merkingar á sígarettupökkunum! Hvaða númer er 800 6030?

UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt um merkingarnar á sígarettupökkunum og sitt sýnist hverjum. En lítið hefur borið á umfjöllun um að ekki eru allar merkingarnar viðvaranir. Á fjórtánda hverjum pakka er bent á Ráðgjöf í reykbindindi - 800 6030. Meira
2. október 2003 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Fátæku löndin fá ekki aðgang að mörkuðum ríku landanna

ALÞJÓÐAVÆÐINGIN hefur verið til góðs fyrir heimsviðskiptin. Einkum hefur hagur iðnríkjanna batnað mikið við alþjóðavæðinguna. Þróunarlöndin hafa hins vegar ekki fengið að taka fullan þátt í alþjóðavæðingunni. Meira
2. október 2003 | Bréf til blaðsins | 501 orð

Framsókn og lýðræðið

Á FUNDUM fyrir síðustu kosningar hömruðu framsóknarmenn, oftast ráðherrarnir Halldór og Valgerður, á því að umræðum um virkjun Jökulsár á Brú, með tilfærslu hennar í Jökulsá á Fljótsdal og eyðileggingu alls hálendis norðan Vatnajökuls frá Geldingafelli... Meira
2. október 2003 | Aðsent efni | 356 orð | 1 mynd

Gjör rétt. Þol ei órétt

NÚ á svo að heita að aðalfundi Heimdallar fyrir næsta starfsár sé lokið. Í gær var haldinn aðalfundur félagsins þar sem ný stjórn var kjörin, án mótframboðs. Meira
2. október 2003 | Aðsent efni | 911 orð | 2 myndir

Í bláum skugga

ÉG VAR að koma úr tólf daga ferð um meginland Evrópu sem byrjaði og endaði í Kaupmannahöfn. Endirinn var sérstaklega ánægjulegur þar sem ég tók þátt í fjörinu í kringum Stuðmenn í Kaupmannahöfn. Meira
2. október 2003 | Aðsent efni | 494 orð | 1 mynd

Íslendingar eru jafnaðarmenn í hjarta sínu

UNDANFARIÐ ár hef ég starfað í stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, fyrst sem meðstjórnandi en tók við stöðu ritara í haust. Einnig hef ég starfað sem ritari Æskulýðssambands Íslands. Meira
2. október 2003 | Aðsent efni | 187 orð | 1 mynd

Margréti Gauju í formanninn

Á MORGUN, föstudag, hefst landsþing Ungra jafnaðarmanna en það verður haldið í Reykjavík að þessu sinni. Fyrir landsþinginu liggur að kjósa nýja forystu og formann en eins og kunnugt er þá hefur núverandi formaður tekið sæti á Alþingi. Meira
2. október 2003 | Bréf til blaðsins | 489 orð

Miðaldahugsunarháttur

ÞANN 12. september sl. birtist grein eftir Einar Ingva Magnússon undir fyrirsögninni "Svívirða". Mér brá þó nokkuð við að sjá að enn sé til fólk á 21. öldinni sem hefur hugsunarhátt frá miðöldum hvað varðar samkynhneigða. Meira
2. október 2003 | Aðsent efni | 731 orð | 1 mynd

Neðanjarðar í tvö tónlistarhús?

UM HELGINA fór ég að skoða sýningu um framtíðarskipulag Reykjavíkur. Áhugi minn beindist einkum að skipulagi tengdu byggingu Tónlistarhússins. Meira
2. október 2003 | Aðsent efni | 549 orð | 2 myndir

Nýsköpun í fyrirtækjum - forsenda framfara?

LÍTIL og meðalstór fyrirtæki gegna mikilvægu hlutverki í atvinnulífi flestra iðnvæddra þjóða. Þau eru oftast sveigjanlegri en stórfyrirtækin og fljótari að laga sig að nýjum aðstæðum. Í vestanverðri Evrópu, þ.e. Meira
2. október 2003 | Aðsent efni | 629 orð | 1 mynd

Opið bréf til yfirdýralæknis

SUMIR hópar opinberra starfsmanna hafa ekki en áttað sig á eðli og tilgangi stjórn- og upplýsingalaga eða tilgangi skoðana- og tjáningarfrelsis. Meira
2. október 2003 | Bréf til blaðsins | 215 orð

Standið uppréttir

ÉG bið alþingismenn ekki um eitt eða annað og allra síst síðustu kosningaloforð. En ég bið ykkur alþingismenn um að standa einu sinni uppréttir. Meira
2. október 2003 | Aðsent efni | 809 orð | 1 mynd

Tónlist fyrir unga þingmenn

"HVAÐ ætlar þú að gera í málum tónlistarhússins?" spurði ég nokkra unga frambjóðendur sl. vor. Menn störðu á mig eins og naut á nývirki og héldu áfram að steikja pylsur og gefa blöðrur. Meira
2. október 2003 | Bréf til blaðsins | 322 orð

Um úttekt á kostnaði vegna reykinga

ÞAÐ sé fjarri mér að mæla reykingum bót, þótt ég hafi reykt í rúm 50 ár og losni ekki undan þeirri plágu af ýmsum ástæðum, sennilega er ég karakterlaus. Nú má ég aðeins reykja í þvottahúsinu og held mig mest þar. Meira
2. október 2003 | Bréf til blaðsins | 391 orð

Veðurlýsing á forsíðu vefjar

UNDIRRITAÐUR sem hefur verið lesandi Morgunblaðsins frá því hann fór að geta lesið hefur tvívegis fundið að því við ritstjóra vefsíðu Morgunblaðsins að ekki er getið um veður í Bolungarvík á forsíðu vefsíðu Morgunblaðsins. Meira
2. október 2003 | Aðsent efni | 797 orð | 1 mynd

Vinnum að góðri framtíð

ÞAÐ er gott að búa á Íslandi á því leikur ekki nokkur vafi. Það er erfitt að greina að um sömu þjóð sé að ræða og bjó hér við slæman kost fyrir ekki ýkja mörgum kynslóðum. Við erum meðal ríkustu þjóða í heimi. Meira
2. október 2003 | Bréf til blaðsins | 19 orð | 1 mynd

Þessar duglegu stúlkur, Eva Björg Bjarnadóttir...

Þessar duglegu stúlkur, Eva Björg Bjarnadóttir og Ársól Drífa Ólafsdóttir, héldu tombólu og söfnuðu 2.360 kr. til styrktar... Meira

Minningargreinar

2. október 2003 | Minningargreinar | 592 orð | 1 mynd

AÐALBJÖRG JÓHANNA BERGMUNDSDÓTTIR

Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir var fædd á Strönd í Vestmannaeyjum 27. des. 1919. Hún lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 8. sept. síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 20. september. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 386 orð | 1 mynd

ANTON LÍNDAL FRIÐRIKSSON

Anton Líndal Friðriksson bryti fæddist á Ísafirði 1. september 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 1. september. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 568 orð | 1 mynd

BERGSTEINN SIGURÐARSON

Bergsteinn Sigurðarson fæddist á Hjallanesi á Landi í Landsveit 11. maí 1919. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 22. september. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 591 orð | 1 mynd

EYDÍS EINARSDÓTTIR

Eydís Einarsdóttir fæddist að Merki í Staðarhverfi í Grindavík 27. júní 1911. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 23. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 1. október. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 271 orð | 1 mynd

HARALDUR SIGURÐSSON

Haraldur Sigurðsson fæddist í Reykjavík 12. desember 1936. Hann lést á líknardeild Landspítalans 6. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 16. september. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 27 orð

Jóna Kristófersdóttir

Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Iðjuþjálfafélag... Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 671 orð | 1 mynd

JÓNAS M. LÁRUSSON

Jónas Marinó Lárusson fæddist í Saurbæ á Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu 2. júní 1907. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2 í Reykjavík 23. sept. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ragnhildur Sigurlaug Jónasdóttir og Lárus Kristjánsson bóndi. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 902 orð | 1 mynd

JÓNA ÞÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR

Jóna Þórunn Vigfúsdóttir fæddist á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði 30. mars 1919. Hún lést á Dvalarheimilinu Kumbaravogi 19. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfosskirkju 27. september. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 536 orð | 1 mynd

KRISTINN JÓN JÓNSSON

Kristinn Jón Jónsson fæddist á Mýri í Súðavíkurhreppi 25. desember 1934. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 19. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 27. september. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 499 orð | 1 mynd

SKÚLI MÁR NÍELSSON

Skúli Már Níelsson fæddist í Reykjavík 13. október 1978. Hann lést af slysförum 4. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Melstaðarkirkju 16. september. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 785 orð | 1 mynd

VALDIMAR KRISTINSSON

Valdimar Kristinsson fæddist á Núpi í Dýrafirði 4. janúar 1904. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 1. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 10. september. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 226 orð | 1 mynd

ÞORBJÖRG HALLMANNSDÓTTIR

Þorbjörg Hallmannsdóttir fæddist í Lambhúsum í Garði 17. janúar 1916. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 14. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Kotstrandarkirkju 22. september. Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 308 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN SNORRI AXELSSON

Þorsteinn Snorri Axelsson fæddist í Reykjavík 15. maí 1943. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 21. september síðastliðinn. Foreldrar Þorsteins voru Aðalheiður Ingimundardóttir, f. 26.12. 1920, d. 25.7. 1982, og Axel Ármann Þorsteinsson, f. 7.1. 1902,... Meira  Kaupa minningabók
2. október 2003 | Minningargreinar | 1079 orð | 1 mynd

ÞÓRIR BENEDIKT SIGURJÓNSSON

Þórir Benedikt Sigurjónsson fæddist í Bröttuhlíð í Árskógshreppi í Eyjafirði 27. maí 1915. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. september síðastliðinn. Foreldrar Þóris eru Sigurjón Gunnlaugsson bóndi og sjómaður, f. 17. ágúst 1872, d. 4. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

2. október 2003 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, fimmudaginn 2. október, er sjötug Guðríður Sigurgeirsdóttir til heimilis að Stóru-Tjörnum í Þingeyjarsveit . Guðríður er að heiman í... Meira
2. október 2003 | Í dag | 613 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir unga sem aldna er á fimmtudögum milli kl. 14 og 17 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Meira
2. október 2003 | Fastir þættir | 366 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Slemmufiðringur fer um norður þegar hann tekur upp spilin sín, þrjá efstu sjöundu í hjarta og ýmislegt góðgæti til hliðar: Norður &spade;G2 &heart;ÁKD8543 ⋄- &klubs;ÁDG6 Það er enginn á hættu og austur gefur. Meira
2. október 2003 | Fastir þættir | 394 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Starfsemi vetrarins hófst með aðalfundi föstudaginn 26. september sl. Stjórn félagsins var endurkjörin, þ.e. Meira
2. október 2003 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

DEMANTSBRÚÐKAUP.

DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, fimmtudaginn 2. október, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Þóra Karólína Þórormsdóttir og Júlíus S. Júlíusson, Þinghólsbraut 10, Kópavogi. Þau eru að heiman í... Meira
2. október 2003 | Í dag | 717 orð | 1 mynd

Ingjaldshólskirkja 100 ára

SUNNUDAGINN 5. október kl. 14 verður hátíðarguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju í tilefni hundrað ára afmælis kirkjunnar, en Ingjaldshólskirkja var vígð þann 11. október 1903. Í guðsþjónustunni mun Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson mun prédika. Meira
2. október 2003 | Dagbók | 21 orð

ÍSLANDS MINNI

Ísland ögrum skorið, eg vil nefna þig, sem á brjóstum borið og blessað hefur mig fyrir skikkun skaparans; vertu blessað, blessi þig blessað nafnið... Meira
2. október 2003 | Dagbók | 521 orð

(Jóhannes 16, 14.)

Í dag er fimmtudagur 2. október, 275. dagur ársins 2003, Leódegaríusmessa. Orð dagsins: Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn. Meira
2. október 2003 | Fastir þættir | 111 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. a3 h6 5. d3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. g3 Be6 8. Bg2 Dd7 9. 0-0 Bd6 10. d4 0-0-0 11. e4 Rxc3 12. bxc3 exd4 13. cxd4 Bc4 14. Be3 Bxf1 15. Dxf1 Kb8 16. e5 Bf8 17. Hb1 He8. Meira
2. október 2003 | Fastir þættir | 391 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

DÓTTUR Víkverja finnst matur helst ekki almennilegur nema hann hafi verið eldaður utan heimilisins og langbest er auðvitað ef hann er einnig snæddur utan þess. Þannig þykja t.d. Meira
2. október 2003 | Viðhorf | 869 orð

Voðaverk í Bagdad

Kanaan var aðeins búinn að vera einn dag í Bagdad þegar hann hvarf á vit feðra sinna. Það voru ekki nema þrjár vikur liðnar síðan eiginkona Kanaans hafði alið barn í þennan heim [...] Meira

Íþróttir

2. október 2003 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

* ALLAN Borgvardt úr FH var...

* ALLAN Borgvardt úr FH var í gær útnefndur besti leikmaðurinn á síðasta þriðjungi efstu deildar karla í knattspyrnu og Ásthildur Helgadóttir úr KR besti leikmaðurinn í seinni umferð efstu deildar kvenna. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Ásgeir og Logi á ferð og flugi næstu daga

ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, verða á ferð og flugi næstu daga, þar sem þeir sjá fjóra leiki í þremur löndum. Ásgeir fer til Englands og sér viðureign Stoke og Nottingham Forest á laugardaginn. "Ég mun ræða við Brynjar Björn Gunnarsson og vona að hann verði í leikmannahópi Forest," sagði Ásgeir. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 553 orð | 1 mynd

Besiktas niðurlægði Chelsea

SERGEN Yalcin var á allra vörum í London í gær enda maðurinn sem skoraði tvívegis fyrir Besiktas gegn enska liðinu Chelsea á Stamford Bridge í G-riðli Meistaradeildarinnar, en tyrkneska liðið kom flestum á óvart með því að sigra, 2:0. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 134 orð

Charlton sleppir ekki Curbishley

FORRÁÐAMENN enska knattspyrnufélagins Charlton Athletic, sem Hermann Hreiðarsson leikur með, vísa alfarið á bug fregnum um að knattspyrnustjórinn Alan Curbishley sé á leiðinni til Tottenham Hotspur. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 147 orð

Collins frá KFÍ í Þór?

ANTON Collins, öðrum bandaríska körfuknattleiksmanninum sem KFÍ á Ísafirði hafði fengið til liðs við sig, hefur verið sagt upp samningi hjá félaginu. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 88 orð

Duranona til liðs við Burgdorf

JULIAN Róbert Duranona, handknattleiksmaður, hefur gert samning við þýska 3. deildarliðið [ Regionalliga Nord] Burgdorf og skrifaði hann undir í gær. Duranona er 37 ára gamall og hefur ekkert leikið handknattleik síðan hann var á mála hjá 1. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 217 orð

Goran Kristófer Micic sagði upp hjá HK

GORAN Kristófer Micic, þjálfari meistaraflokks karlaliðs HK í knattspyrnu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann hefði sagt upp störfum vegna samstarfsörðugleika við aðalstjórn HK og þar sem ljóst væri að Gunnar Guðmundsson yrði ráðinn sem... Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 455 orð

HANDKNATTLEIKUR Haukar - HK 28:23 Ásvellir,...

HANDKNATTLEIKUR Haukar - HK 28:23 Ásvellir, Hafnarfirði, Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suðurriðill, miðvikudaginn 1. október 2003. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 707 orð | 1 mynd

Haukar skrefinu á undan HK

TVEGGJA marka forskot Hauka reyndist HK-mönnum ógerlegt að brúa þegar liðin mættust í suðurriðli Íslandsmótsins að Ásvöllum í gærkvöldi. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 17 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - ÍS 20.30 Reykjavíkurmót karla DHL-höllin: KR - ÍR 19. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 302 orð

Kjarni málsins

UNDANFARNA daga hefur verið umræða um sameiningu íþróttafélaga, nánar tiltekið í meistaraflokki karla. Hugmyndin er alls ekki ný af nálinni því hún á sér ýmsar hliðstæður í Evrópu og undirritaður þekkir vel til tveggja þeirra. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 64 orð

Leifur dæmir í Evrópukeppninni

LEIFUR S. Garðarsson, alþjóðlegur körfuboltadómari, hefur fengið úthlutað hjá FIBA tveimur leikjum á Evrópumótunum. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 94 orð

Nielsen um kyrrt hjá FH-ingum

DANSKI varnarmaðurinn Tommy Nielsen, sem lék stórt hlutverk með FH-ingum í sumar, verður um kyrrt hjá Hafnarfjarðarliðinu. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

"Ég verð að taka til hendinni"

BARNSLEY mátti þola sitt stærsta tap undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar í fyrrakvöld, 4:0 gegn QPR í ensku 2. deildinni í knattspyrnu. Barnsley hefur þar með sigið niður í miðja deild eftir góða byrjun á keppnistímabilinu. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd

* RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir , sundkona úr...

* RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir , sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar , keppir á stigamóti sænska sundsambandsins í 25 metra laug í Stokkhólmi 18. og 19. október eins og Jakob Jóhann Sveinsson , Ægi , og Örn Arnarson , ÍRB . Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 348 orð | 1 mynd

* SIGFÚS Sigurðsson skoraði 4 mörk...

* SIGFÚS Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg þegar liðið burstaði Wilhelmshavener , 34:22, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 145 orð

Sigursæl vika hjá landsliðum KSÍ

SÍÐASTA vika var eflaust sigursælasta vika í sögu Knattspyrnusambands Íslands. Þá léku landslið Íslands sjö landsleiki og unnu sex þeirra og gerðu eitt jafntefli og það sem meira er, allir leikirnir fóru fram á útivelli. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 224 orð

Völler varar við bjartsýni

RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, varar við íslenska landsliðinu, segir það vera sýnda veiði en ekki gefna. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 540 orð | 1 mynd

Vörnin banabiti ensku meistaranna

SKOSKU meistararnir í Glasgow Rangers eru óvænt með forystu eftir tvær umferðir í E-riðli Meistaradeildarinnar. Rangers gerði 1:1 jafntefli við Panathinaikos í Aþenu á sama tíma og Manchester United lá fyrir Stuttgart, 2:1, í Þýskalandi. Í F-riðlinum er stórlið Real Madrid komið í þægilega stöðu en Madridarliðið gerði góða ferð til Portúgals og sigraði Porto, 3:1, og Marseille skellti Partizan Belgrad, 3:0, þar sem Didier Drogba var maður leiksins en hann skoraði öll mörkin. Meira
2. október 2003 | Íþróttir | 98 orð

Þorvaldur og Slobodan ávíttir og KA sektað

AGANEFND Knattspyrnusambands Íslands hefur veitt KA-mönnunum Þorvaldi Örlygssyni og Slobodan Milisic alvarlegar ávítur vegna ummæla þeirra í garð Kristins Jakobssonar, milliríkjadómara, eftir leik KA gegn ÍA í undanúrslitum bikarkeppninnar þann 17. Meira

Úr verinu

2. október 2003 | Úr verinu | 373 orð | 1 mynd

2 þúsund tonn af krókakvóta ónýtt

Á SÍÐASTLIÐNU fiskveiðiári náðist ekki að nýta samtals 2.000 tonn af kvóta krókaaflamarksbáta. Það er eftir að tillit hefur verið tekið til þess kvóta sem færa mátti yfir á núverandi fiskveiðiár. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 255 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 70 50 68...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 70 50 68 5,521 376,630 Gellur 660 613 622 108 67,202 Grálúða 172 172 172 94 16,168 Gullkarfi 76 6 61 8,187 497,157 Hlýri 106 62 95 14,689 1,392,228 Hvítaskata 10 10 10 6 60 Háfur 37 37 37 66 2,442 Keila 76 25 53 9,508 502,783... Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 96 orð

Átta sviptir

FISKISTOFA svipti 8 skip leyfi til veiða í atvinnuskyni á ágústmánuði, vegna brota á lögum um umgengni við nytjastofna sjávar. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 159 orð

Erfitt í Færeyjum

AFKOMA fiskvinnslunnar í Færeyjum hefur verið slök á þessu ári. Uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýna enn verrri afkomu en síðustu ár. Staðan er erfið á flestum mörkuðum og verð hefur farið lækkandi allt árið. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 542 orð

Félagsmálastofnun eða arðbær atvinnuvegur?

ERFIÐLEIKAR einstakra sjávarbyggða og ótti annarra um afdrif sín er nú mikið ræddur, enda er slíkt afar eðlilegt. Tugir starfa eru í uppnámi á Bíldudal, Seyðisfirði, Raufarhöfn og Hofsósi vegna lokunar fiskvinnslustöðva. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 348 orð | 1 mynd

Lítill afli uppsjávarfisks

AFLI af uppsjávarfiski hjá helztu fiskimjölsframleiðslulöndum heims, Chile, Perú, Danmörku, Íslandi og Noregi, varð 17% minni í júli síðastliðnum en árið áður. Samanlagður afli þessara fimm þjóða varð aðeins ein milljón tonna. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 299 orð | 1 mynd

Mikil verðlækkun á fiskmörkuðum

MEÐALVERÐ á fjórum helstu botnfisktegundunum hefur lækkað umtalsvert á fiskmörkuðum landsins það sem af er árinu. Alls voru seld tæp 50 þúsund tonn þorski, ýsu, ufsa og karfa á mörkuðunum á fyrstu 9 mánuðum ársins. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 327 orð | 1 mynd

Mjög skrýtið veður

MONICA Achieng Owili frá Kenýa naut þess að sigla um Eyjafjörð á afmælisdegi sínum. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 1196 orð | 3 myndir

Mætum alls staðar miklum velvilja

Hafnarbáturinn Sleipnir rennir út úr Fiskihöfninni á fögrum haustdegi. Um borð eru 22 nemendur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem kynntu sér starfsemi Akureyrarhafnar undir leiðsögn Péturs Ólafssonar skrifstofustjóra Hafnasamlags Norðurlands. Margrét Þóra Þórsdóttir og Kristján Kristjánsson brugðu sér með í sjóferðina. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 211 orð | 1 mynd

Seigla selur fiskibát til Færeyja

SEIGLA ehf. afhenti fyrir nokkru nýjan bát til Færeyja, Marianna FD-282. Bátnum var siglt til Færeyja til nýrra eigenda sem er Marianna sp/f Strendur í Færeyjum. Marianna er af gerðinni Seigur 1210 og er nýsmíði nr. 9 hjá Seiglu ehf. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 62 orð | 1 mynd

Skelin á Breiðafirði skoðuð

ÁSTAND hörpudiskstofnsins í Breiðafirði er nú afar slæmt en í mælingum Hafrannsóknastofnunarinnar í síðasta mánuði kom í ljós að stofninn hefur minnkað um 12% frá síðustu mælingu í apríl sl. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 237 orð | 2 myndir

Tveir nýir starfsmenn hjá Barry Group

TVEIR nýir starfsmenn hafa hafið störf hjá Barry Group á Íslandi, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á rækju, einkum frá Kanada, og öðrum fiskafurðum. * Aðalsteinn Gottskálksson hefur hafið störf sem sölustjóri hjá Barry group á Íslandi ehf. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 346 orð | 1 mynd

Útflutningur á bleikju skilar milljarði króna

ELDI á bleikju hér á landi hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. Áætluð framleiðsla hér á landi í ár er um 2300 tonn og útflutningsverðmætið að nálgast milljarð. Stærsti einstaki framleiðandinn er Silungur á Vatnsleysuströnd með allt að 1. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 256 orð | 1 mynd

Vill kynna sér gæðamatskerfi

"ÞETTA er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands. Í rauninni hafði ég aldrei heyrt landsins getið og vissi ekki neitt um það fyrr en mér bauðst þetta tækifæri," sagði Zeng Qingzhu en hann er kennari við fiskiháskólann í Dalian í norðurhluta Kína. Meira
2. október 2003 | Úr verinu | 528 orð | 1 mynd

Þúsund tonn utan af laxi frá Sæsilfri

LAXELDI Sæsilfurs í Mjóafirði hefur gengið vel að undanförnu. Um þúsund tonnum hefur þegar verið slátrað hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað og fer laxinn jafnóðum ferskur úr landi. Meira

Viðskiptablað

2. október 2003 | Viðskiptablað | 26 orð

Aðalfundur Sambands sparisjóða

AÐALFUNDUR Sambands íslenskra sparisjóða og Tryggingasjóðs sparisjóða verður haldinn á Hótel Selfossi 3. og 4. október. Aðalmálefni fundarins er staða og framtíðarstefna sparisjóðanna auk hefðbundinna... Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 1696 orð | 1 mynd

Aukið samstarf Oracle og Skýrr

Skýrr hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum, ekki síst í sambandi við samstarf sitt við Oracle. Árni Matthíasson ræddi við þá Stig Jørgensen, forstjóra Oracle í Danmörku, og Hrein Jakobsson, forstjóra Skýrr. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 55 orð

DoCoMo með milljón 3G

STÆRSTA farsímafyrirtæki í Japan, NTT DoCoMo, sagði frá því í gær að fjöldi notenda þriðju kynslóðar farsímaþjónustu hjá fyrirtækinu, 3G, væri kominn yfir eina milljón. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 2381 orð | 2 myndir

Er allt best í hófi?

Brim er nýtt útgerðarfélag sett saman úr þremur rótgrónum félögum. Ætlunin hefur verið að ná fram bættum rekstri, en fyrstu tölur gefa ekki vísbendingar um að það hafi tekist. Haraldur Johannessen fjallar um íslensk útgerðarfélög í Kauphöll Íslands. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 1112 orð | 1 mynd

Flugrekstur í Evrópu á tímamótum?

MIKLAR breytingar eru að verða á flugrekstrarmarkaði í Evrópu. Air France og KLM eru að renna saman í eitt og verður samsteypan þar með stærsta flugfélag Evrópu. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 206 orð

Heimilisbankar mikið til bóta

EKKI fer á milli mála að tilkoma heimilisbanka á Netinu sparar mörgum sporin. Eftir því sem næst verður komist fjölgar þeim stöðugt sem nýta sér þessa þjónustu. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 951 orð | 1 mynd

Kaupás sparar 30-40 milljónir á ári

Kaupás hefur sparað umtalsvert í rekstri sínum með svokölluðum rafrænum sparnaði. Bjarki Júlíusson frá Kaupási og Einar Birkir Einarsson frá Og Vodafone fræddu Þórodd Bjarnason um möguleika upplýsingatækninnar. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 121 orð

KaupþingBúnaðarbanki semur við Libra

NÝLEGA var undirritaður samningur á milli Libra ehf. og Kaupþings-Búnaðarbanka um kaup á lánakerfi fyrir bankann. Um er að ræða nýtt kerfi, Libra Loan, sem Libra ehf., dótturfyrirtæki TölvuMynda hf. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 146 orð

Lítilsháttar hækkun væntingavísitölu

VÆNTINGAVÍSITALA Gallup hækkar um 1,5 stig í september og mælist 116,8 stig. Auknar væntingar til efnahagslífsins eftir sex mánuði eiga stærsta þáttinn í hækkuninni. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 99 orð | 1 mynd

Lófatölvur loks á uppleið

TODD Bradley forstjóri Palm Inc. fyrirtækisins sem er stærsti framleiðanda lófatölva í heimi, segir að eftirspurn fyrirtækja eftir tölvunum sé nú loks á uppleið eftir að hafa verið dræm í tvö ár í röð. Tap Palm Inc. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 440 orð | 1 mynd

Mikil hækkun hlutabréfa á 3. ársfjórðungi

ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 21% á þriðja fjórðungi ársins og heildarvísitala aðallista hækkaði um 18% á sama tímabili. Frá áramótum til septemberloka hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 34% og heildarvísitalan um 27%. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 810 orð

Ný hagkerfi - gamlir fjárfestar

AÐ sumu leyti má vart halda vatni yfir efnahagslegum framförum víða um heim á undanförnum áratugum. Fjármálamarkaðir hafa ekki heldur látið sitt eftir liggja, umfang þeirra vaxið mikið og mikilvægi sömuleiðis. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 511 orð

Nýsköpunarsjóður hættur nýfjárfestingum

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins er hættur nýfjárfestingum. Sjóðurinn fylgir einungis eftir álitlegum eldri fjárfestingum og veitir lán í litlum mæli. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 688 orð | 1 mynd

"Þegar verkefnin eiga að leysast í gær"

STAFRÆNA prentstofan getur bjargað þegar verkefnin eiga að "leysast í gær! Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 114 orð | 1 mynd

Reitan verður aðstoðarforstjóri Alcoa

ALCOA hefur tilkynnt að G. John Pizzey muni láta af störfum sem aðstoðarforstjóri fyrirtækisins snemma á næsta ári. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 116 orð

Samson með 44,43% í Landsbankanum

Samson eignarhaldsfélag ehf. hefur keypt 187,5 milljónir hluta í Landsbanka Íslands á genginu 5,25. Kaupverð hlutarins er því 984,4 milljónir króna. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 239 orð | 1 mynd

Stjórnendanámskeið í Barcelona

VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN IESE í Barcelona mun í nóvember bjóða upp á svokölluð AMP-námskeið, eða Advanced Management Program, sem ætlað er stjórnendum með mikla reynslu. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 258 orð | 1 mynd

Stjórnendur ánægðir með endurskoðandann sinn

MIKILL meirihluti stjórnenda fyrirtækja, eða 85%, er ánægður með þá þjónustu sem hann fær hjá endurskoðanda sínum og rúmur helmingur fyrirtækja hefur skipt við sama endurskoðanda í meira en 10 ár. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 141 orð

Stórfyrirtæki í tónlistarútgáfu ræða um sameiningu

STJÓRNENDUR útgáfufyrirtækisins BMG hafa leitað til Sony Music og óskað eftir viðræðum um hugsanlega sameiningu þessara tveggja stórfyrirtækja á sviði tónlistar. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 234 orð | 1 mynd

Tækniháskólinn sigraði í MSB 2003

TÆKNIHÁSKÓLI Íslands sigraði í MSB 2003-keppninni sem lauk um síðustu helgi. MSB 2003 er fyrsta keppni háskólanna á Íslandi sem bjóða upp á viðskiptatengt nám í hagnýtingu fræðanna. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 588 orð | 1 mynd

Umbrotin efla markaðinn

EÐLILEGT er að fyrirtæki á hlutabréfamarkaði skipti um eigendur, að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 631 orð

Útrás banka

Formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, Björgólfur Guðmundssson, boðaði frekari útrás bankans í ræðu sem hann flutti við formlega opnun Landsbankans í Lúxemborg síðastliðinn föstudag. Meira
2. október 2003 | Viðskiptablað | 907 orð | 1 mynd

Þörf á fjármagni og þekkingu til nýsköpunar

Nýlega lauk samkeppni um gerð viðskiptaáætlana, Nýsköpun 2003. G. Ágúst Pétursson hefur verið verkefnisstjóri keppninnar frá upphafi. Hann var spurður um árangurinn af keppninni og hvað væri framundan í þessum efnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.