Greinar laugardaginn 18. október 2003

Forsíða

18. október 2003 | Forsíða | 64 orð | 1 mynd

Fjör í frímínútunum á Selfossi

Það er hart barist um boltann í frímínútum á Selfossi eins og víðar á landinu og ekkert gefið eftir. Kannski eru það landsliðsmenn framtíðarinnar sem þarna leggja sig fram af lífi og sál svo leikgleðin skín úr hverri hreyfingu. Meira
18. október 2003 | Forsíða | 144 orð | 1 mynd

Forseti Bólivíu segir af sér

GONZALO Sanchez de Lozada, forseti Bólivíu, ákvað í gær að verða við kröfum um afsögn en fullyrt er að a.m.k. 65 manns hafi beðið bana í óeirðum í landinu undanfarnar vikur. Náinn samstarfsmaður Sanchez de Lozadas greindi frá þessu. Meira
18. október 2003 | Forsíða | 230 orð

Umdeild umbótaáætlun Schröders samþykkt

GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, gat í gær varpað öndinni léttar er naumur meirihluti fulltrúa á þýzka Sambandsþinginu samþykkti umdeildan lagabreytingapakka, sem miðar að því að hleypa nýju lífi í atvinnulíf þessa stærsta þjóðhagkerfis Evrópu. Meira
18. október 2003 | Forsíða | 298 orð | 1 mynd

Verð á ávöxtum hækkar

MEÐALVERÐ á öllum tegundum ávaxta nema banönum og rauðum eplum hækkaði á milli september og október samkvæmt könnun Samkeppnisstofnunar. Þannig hækkaði meðalverð á appelsínum um 13% á milli mánaða og epli, græn, gul og jonagold hækkuðu um 5%. Meira

Baksíða

18. október 2003 | Baksíða | 117 orð | 1 mynd

Atlantsolía selur olíu á einkabíla

ATLANTSOLÍA, hið nýja olíusölufyrirtæki, hóf í gær sölu á dísilolíu fyrir einkabíla. Fer afgreiðslan í fyrstu fram á einum stað við olíustöð félagsins við Hafnarfjarðarhöfn. Guðmundur Kjærnested, einn eigenda félagsins, greindi frá þessu á opnunarathöfn fyrirtækisins sem haldin var í gær í Turninum í Hafnarfirði. Meira
18. október 2003 | Baksíða | 338 orð | 1 mynd

Áskaup kaupa 53,4% hlut í matvörukeðjunni Kaupási

ÁSKAUP ehf., sem er fjárfestingarfélag undir forystu Ingimars Jónssonar forstjóra Kaupáss, hafa keypt allt hlutafé Framtaks fjárfestingarbanka hf. í Kaupási, eða 53,4% af heildarhlutafé félagsins. Meira
18. október 2003 | Baksíða | 57 orð

Gjöf frá Roni Horn

SÝNING á verki myndlistarkonunnar Roni Horn, Some Thames, verður formlega opnuð í Háskólanum á Akureyri í dag. Verkið er gjöf listamannsins til Háskólans á Akureyri. Roni Horn verður viðstödd athöfnina. Meira
18. október 2003 | Baksíða | 181 orð

"Dómurinn staðfestir að við höfðum rétt fyrir okkur"

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær að ekkert í dómi Hæstaréttar í fyrradag í öryrkjamálinu gæfi tilefni til þeirrar ályktunar að löggjafanum sé óheimilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu öryrkja til... Meira
18. október 2003 | Baksíða | 167 orð

Sækjast eftir því að sitja fyrir fáklæddar

UNGLINGSSTELPUR sækjast í auknum mæli eftir að sitja fáklæddar fyrir á ljósmyndum til birtingar í tímaritum og á Netinu. Meira
18. október 2003 | Baksíða | 68 orð | 1 mynd

Unnu leikþátt um móður Teresu

LEIKÞÁTTUR um móður Teresu verður sýndur í Seljakirkju í dag en sex systur úr reglu móður Teresu útbjuggu leikþáttinn upp úr bréfum sem varpa ljósi á köllun hennar og hafa tekið saman sögu úr hjálparstarfi móður Teresu. Meira

Fréttir

18. október 2003 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Atlanta í nýjum höfuðstöðvum

FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur tekið formlega í notkun nýjar höfuðstöðvar að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Voru þær opnaðar með athöfn í gær þar sem Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, klippti á borða að viðstöddu fjölmenni. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 36 orð

Atvinna | Átta til þrettán ungmenni...

Atvinna | Átta til þrettán ungmenni höfðu vinnu á meðan átaksverkefni Grindavíkurbæjar stóð yfir síðastliðið sumar. Kemur það fram í greinargerð sem lögð var fyrir bæjarráð í vikunni. Heildarkostnaður bæjarins við verkefnið var 1,4 milljónir... Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 104 orð

Á flugi

Mælt af munni nefnist dálkur sem Sigurdór Sigurdórsson er með í Bændablaðinu. Nýlega sótti hann þessa limru á Leirinn og birti. Meira
18. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 100 orð

Áhyggjur af aukinni bílaumferð

Íbúar á borgarafundinum höfðu margir áhyggjur af aukinni umferð á Nýbýlaveginum með byggingu íbúðarhverfis á Lundarsvæðinu, auk uppbyggingar svokallaðs bryggjuhverfis á Kársnesi. Meira
18. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 91 orð | 1 mynd

Á réttri leið | Ilmur Stefánsdóttir...

Á réttri leið | Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona opnar sýninguna "Á réttri leið" í 02 gallerý á Akureyri í dag, laugardaginn 18. október, kl. 16. Ilmur hefur haldið fjölda sýninga bæði á Íslandi sem og erlendis. Meira
18. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 257 orð | 2 myndir

Barnaþing í Grafarvogi

Grafarvogi | Ungum þingmönnum á Barnaþingi Grafarvogs þykir mikilvægt að sinna betur ruslamálum, setja upp fleiri ruslatunnur, hætta að henda rusli á víðavangi og halda árlega tiltektardaga þar sem krakkarnir úr skólunum tína rusl í nágrenni þeirra. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 316 orð

Beiðni Móa um nauðasamninga var aftur hafnað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær beiðni fuglabúsins Móa um heimild til að leita á nýjan leik nauðasamninga vegna skulda félagsins. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð

B&L frumsýnir þrjá bíla í dag...

B&L frumsýnir þrjá bíla í dag úr nýju Megane-línunni frá Renault. Þar er um að ræða nýjan Megane Sport Tourer langbak, Megane Saloon fólksbíl og fjölnotabílinn Megane Scenic. Meira
18. október 2003 | Landsbyggðin | 217 orð | 2 myndir

Bókakvöld á Héraðsbókasafninu

Hólmavík | Í vetur gefst gestum Héraðsbókasafns Strandasýslu kostur á að sækja mánaðarleg bókakvöld þar sem bókasafnsnefnd stendur fyrir áhugaverðum uppákomum. Meira
18. október 2003 | Árborgarsvæðið | 155 orð | 1 mynd

BYKO opnar byggingavöruverslun á Selfossi næsta vor

Selfossi | Fyrsta skóflustungan var tekin í gær, 17. október, að 4.400 fermetra nýbyggingu BYKO á Selfossi. Húsið mun rísa við Langholt sem er austast í bænum. Hið nýja hús mun hýsa 2.180 fermetra nýtísku byggingavöruverslun, 1. Meira
18. október 2003 | Erlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Deiluna ber að leysa tvíhliða

Andrej Sokolík, sendiherra Slóvakíu, segir að ágreining Liechtenstein við Tékkland og Slóvakíu beri að leysa tvíhliða en ekki láta hann halda stækkun EES í gíslingu. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Dómurinn kemur á óvart

EIRÍKUR Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir niðurstöðu Hæstaréttar í öryrkjadóminum frá því á fimmtudag koma sér á óvart, einkum það álit dómsins að bráðabirgðaákvæði laga um breytingu á almannatryggingalögum frá 2001 sé talið vera í... Meira
18. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 164 orð

Drengir í óhöppum | Nokkrir drengir...

Drengir í óhöppum | Nokkrir drengir lentu í óhöppum á Akureyri á miðvikudag en þessi óhöpp, sem öll voru ótengd, komu til kasta lögreglunnar í bænum. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 217 orð

Efnt til samkeppni meðal íslenskra arkitekta

ALCOA hefur ákveðið að efna til samkeppni meðal arkitektastofa hér á landi um hönnun álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 279 orð

Endurskoða lög um stuðning við tónlistarskóla

TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd sem á að gera tillögur um heildarendurskoðun á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Meira
18. október 2003 | Landsbyggðin | 126 orð

Fastir á Dettifossvegi

Mývatnssveit | Björgunarsveitin Stefán var kölluð út í tvígang í gær til að sækja bíla sem sátu fastir á Dettifossvegi. Í báðum tilfellum voru útlendingar á ferð og komust niður á móts við Eilífsvötn. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 142 orð | 2 myndir

Fé smalað í Loðmundarfirði

Loðmundarfirði | Fé af Fljótsdalshéraði var smalað í fyrradag í Loðmundarfirði fyrir austan og náðust þá alls um 120 fjár. Þar um slóðir er smalað skv. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 221 orð

Fíflast með þjóðhöfðingja | Sverrir Páll...

Fíflast með þjóðhöfðingja | Sverrir Páll Erlendsson, menntaskólakennari á Akureyri, heldur úti svokölluðu bloggi á Netinu - þar sem eru "pistlar og raus um daginn og veginn" eins og þar stendur. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Fjarri lagi að lögin frá 2001 séu dæmd ólög

Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að Hæstaréttardómurinn frá því á fimmtudag, í máli öryrkja gegn Tryggingastofnun, staðfesti í raun að heimilt sé að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 162 orð

Fjármálaráðherra fari með hlutabréf ríkisins í Símanum

FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um að fjármálaráðherra fari með hlutabréf ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. í stað samgönguráðherra. Lagt er til að lögin, verði þau samþykkt, öðlist gildi 1. janúar 2004. Meira
18. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 504 orð | 2 myndir

Fjórar nunnur starfa saman sem dagmæður

"ÞAU hafa svo óskaplega gaman af því að fara út að leika sér," segir systir Selestine príorinna, en hún ásamt þremur öðrum nunnum í reglu Karmel af hinu Guðlega hjarta Jesú býr í Brálundi 1 á Akureyri og starfa þær sem dagmæður. Meira
18. október 2003 | Suðurnes | 388 orð | 1 mynd

Fjörutíu kynna starfsemi sína

Garðmenn tjalda því sem til er í sveitarfélaginu á sýningu sem haldin er í íþróttamiðstöðinni í tilefni af 95 ára afmæli Gerðahrepps og 10 ára vígsluafmæli Íþróttamiðstöðvarinnar. Meira
18. október 2003 | Suðurnes | 116 orð | 1 mynd

Flestir grunnar í 30 ár

"Þeir eru ekki margir grunnarnir hér sem við höfum ekki tekið," sagði Tryggvi Einarsson sem rekur gröfuþjónustu í Garðinum. Hann er með litla gröfu í bás sínum og ljósmyndir til að minna á starfsemi sína. Meira
18. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 167 orð

Foreldrar ónýtt auðlind í skólastarfi

FORELDRAR eru greinilega ónýtt auðlind í samstarfi heimilis og framhaldsskóla. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Forstjóri í föt tæknimanns

"EINHVERN tíma var maður nú bæði línumaður og slökkviliðsmaður, en það kom í ljós í dag að það er dálítið langt síðan það var," sagði Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, sem brá sér í hlutverk tæknimanns hjá fyrirtækinu í fyrradag og þurfti... Meira
18. október 2003 | Miðopna | 434 orð

Fréttin sem aldrei var sögð

ÞAÐ ber að halda því á lofti sem vel er gert. Fjölmiðlar hafa af einhverjum ástæðum gefið því lítinn gaum í fjárlagafrumvarpi ársins 2004, sem nú er til meðferðar á Alþingi, að áfram verður haldið í uppbyggingu í málaflokki fatlaðra. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Frímerkjasýningunni Nordica 03 lýkur um helgina

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti norrænu frímerkjasýninguna, Nordica 03, á Kjarvalsstöðum. Þetta er í fjórða sinn sem norræn frímerkjasýning af þessu tagi er hér á landi. Sýningunni lýkur á morgun, sunnudag. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 42 orð

Fræðslukvöld verður í Púlsinum í Sandgerði...

Fræðslukvöld verður í Púlsinum í Sandgerði á morgun 19. október, kl. 20. Gestur verður Elísabet Jóna Sveinbjörnsdóttir og mun hún fræða gesti um áhrif Do in nudds og Paneurhtyhmi dans, sem er búlgarskur heilsubótardans. Miðaverð er 1.000 kr. Meira
18. október 2003 | Suðurnes | 104 orð | 1 mynd

Gaman að kynna landið mitt

"Ég greip tækifærið sem mér bauðst til að kynna landið mitt," sagði Julia Esther Cabrera Hidalgo leikskólakennari á Gefnarborg. Í bás hennar eru munir frá Kólumbíu, ættlandi hennar. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 439 orð

Gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi að framlög geti hækkað

UNNIÐ er að því í menntamálaráðuneytinu að fara yfir nemendatölur allra framhaldsskólanna í haust og spá fyrir um fjölda nemenda vorið 2004. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð

Handteknir eftir að hafa stungið af

ÞRÍR ölvaðir menn á bifreið voru handteknir af lögreglunni í gærmorgun eftir mjög harðan árekstur við bifreið í Mosfellsbæ. Í bílnum var læknir. Þremenningarnir stungu af frá árekstrinum og skildu lækninn eftir á götunni í sárum sínum. Meira
18. október 2003 | Landsbyggðin | 173 orð

Háskastraujun á heimsvísu

Ísafirði | Nafn Menntaskólans á Ísafirði hefur nú verið skráð í sögu háskastraujunar á heimsvísu - en það er tiltölulega nýtt sport í sögu furðuíþrótta. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 61 orð

Heimdallur á móti hækkunum

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sendir frá sér eftirfarandi ályktun: "Heimdallur mótmælir þeim fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að hækka þungaskatt og vörugjald af bensíni. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 89 orð

Heyrðist hvinur...

"LJÓSIÐ í stöðvarsalnum var frá Ljósafossstöðinni og var það nú tekið af. Varð þá skuggsýnt í salnum. Í ræðustól hafði hnöppum, til að setja vélina af stað með, verið komið fyrir. Þrýsti forsetinn fyrst á einn þeirra, síðan á annan. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Hjallatúni færð lyfjadæla að gjöf

Kvenfélögin þrjú í Mýrdalshreppi færðu nýlega Dvalarheimili aldraðra, Hjallatúni í Vík lyfjadælu að gjöf. Við þetta tækifæri sagði Guðlaug Guðmundsdóttir, forstöðukona heimilisins, hug kvenfélaganna til Hjallatúns ómetanlegan. Fv. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 195 orð

Hjónum gerð fangelsisrefsing fyrir fjárdrátt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt forsvarsmenn fyrirtækis, sem hafði milligöngu um viðskipti með aflakvóta, til fangelsisvistar fyrir fjárdrátt. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 180 orð

ÍE og Roche skilgreina erfðafræðilegan áhættuþátt hjartaáfalls

ÍSLENSK erfðagreining og Roche Diagnostics greindu í gær frá uppgötvun í samstarfi fyrirtækjanna um þróun erfðafræðilegra greiningarprófa fyrir algenga sjúkdóma. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 110 orð

Í fangelsi fyrir þjófnað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann á fertugsaldri í 6 mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaðarbrota, tilraun til þjófnaðar og fíkniefnabrot á tímabilinu frá mars til maí í vor. Meira
18. október 2003 | Erlendar fréttir | 539 orð | 2 myndir

Í hár saman út af móður Teresu

Í SKOPJE, höfuðborg Makedóníu, eru allir sammála um, að móðir Teresa hafi verið kaþólsk. Um allt annað er deilt, ekki síst um uppruna hennar, hvort kalla eigi hana Albana, Makedóníumann eða jafnvel Vlacha, sem er enn eitt þjóðarbrotið á Balkanskaga. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 925 orð | 3 myndir

Írafossstöðin í önnur fimmtíu ár

Hinn 16. október árið 1953 var Írafossstöðin, ein þriggja virkjana við Sogið, tekin í notkun. Um svipað leyti var Sogslína 2 gangsett og fyrsta orkusala til stóriðju hófst ári síðar með afhendingu til Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Björn Jóhann Björnsson kynnti sér sögu Írafossstöðvar. Meira
18. október 2003 | Miðopna | 880 orð

Kjósa aftur - spurning um lýðræði?

ÞAÐ hefur vart farið fram hjá nokkrum manni að Svíar tóku þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum að halda sig við sænska krónu í stað þess að innleiða hinn sameiginlega evrópska gjaldmiðil - evru. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 212 orð

Krefst þess að hætt verði við skerðingar

MIÐSTJÓRN Alþýðusambandsins hefur sent frá sér ályktun þar sem er mótmælt harðlega áformum félagsmálaráðherra um að skerða réttindi launafólks til atvinnuleysisbóta. Í ályktuninni er áformum um heildarendurskoðun laganna um atvinnuleysistryggingar... Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Kvennagagnabankinn löngu tímabær

GAGNAGRUNNUR sem þessi er löngu tímabær," sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er hún opnaði kvennagagnabankann kvennaslodir.is við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu í gær. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 106 orð

Lagt hald á yfir 200 e-töflur

LÖGREGLAN á Akranesi hefur á undanförnum dögum lagt hald á rúmlega 200 e-töflur og handtekið fjóra menn í tengslum við málin. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 283 orð

Laun portúgalskra starfsmanna samkvæmt virkjanasamningi

YFIRLÝSING hefur borist Morgunblaðinu frá Impregilo vegna frétta í portúgölskum fjölmiðlum sl. miðvikudag. "Í frétt Ríkisútvarpsins í dag [15. október] er greint frá viðtölum portúgalskra fjölmiðla við portúgalska verkamenn við Kárahnjúka. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Leikþáttur til heiðurs móður Teresu

LEIKÞÁTTUR um móður Teresu verður sýndur í Seljakirkju í dag, laugardag, í tilefni þess að kaþólska kirkjan mun á morgun taka móður Teresu í tölu blessaðra. Meira
18. október 2003 | Miðopna | 895 orð

Listir og kennaramenntun

NÝRÁÐINN skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, Kjartan Óskarsson, skrifar grein í Morgunblaðið síðastliðinn laugardag um menntun tónlistarkennara. Greinin ber heitið "Heyrir formleg menntun tónlistarkennara á Íslandi brátt sögunni til? Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 102 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi er varð á Reykjanesbraut við Álfabakka, föstudaginn 10. október, um kl. 15.50. Þarna varð árekstur með gulri Honda CRV-fólksbifreið og rauðri Saab-fólksbifreið. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Meðlagsgreiðslur miðast við búsetu frá 1. nóvember

TRYGGINGASTOFNUN mun, frá og með 1. nóvember nk, ekki hafa milligöngu um meðlagsgreiðslur til íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis. Meira
18. október 2003 | Suðurnes | 118 orð

Menning í kirkjum

Suðurnesjum | Menningardagur er haldinn í kirkjum á Suðurnesjum á morgun, sunnudag. Dagskrá er í kirkjum svæðisins, frá klukkan tíu að morgni og fram eftir kvöldi. Dagskráin er fjölbreytt, fyrirlestrar, tónlist og leikrit, mismunandi eftir stöðum. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Mikil ánægja í garð Íslands

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem er í opinberri heimsókn í Úganda, segir mikla ánægju í Úganda með það starf sem Íslendingar hafa verið að vinna í landinu. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 947 orð | 1 mynd

Mikill vilji fyrir að selja okkur hlutinn

ÁSKAUP ehf., sem er fjárfestingarfélag undir forystu Ingimars Jónssonar forstjóra Kaupáss, hefur keypt allt hlutafé Framtaks fjárfestingarbanka hf. í Kaupási, eða 53,4% af heildarhlutafé félagsins. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 276 orð

Misskipting einkennir fjárlagafrumvarpið

"Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harðlega það óréttlæti og þá auknu misskiptingu sem einkennir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2004. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 729 orð | 1 mynd

Möguleikarnir óendanlegir

Hulda Guðmundsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en er nú búsett í Mosfellsbæ. Hún hefur gegnt formennsku í Félagi leiðbeinenda í tvö ár en starfaði sem leiðbeinandi hátt í tvo áratugi og sérhæfði sig í glerskurði. Hún er í sambúð með Erni Guðmundssyni húsasmíðameistara. Hulda á tvo uppkomna syni, þá Pál Ríkharðsson og Þór Melsteð, sem báðir eru búsettir erlendis. Meira
18. október 2003 | Suðurnes | 170 orð

Nytjastuldur | Þrennt var handtekið á...

Nytjastuldur | Þrennt var handtekið á Reykjanesbrautinni aðfaranótt föstudags fyrir að stela bíl og brjóta meira af sér. Meira
18. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 133 orð | 1 mynd

Nýsköpunarhátíð í höfuðborginni

Reykjavík | Nýsköpunarsjóður námsmanna og Reykjavíkurborg styrktu í vor 16 nýsköpunar- og rannsóknarverkefni sem háskólanemar hafa svo unnið að í sumar og haust. Verkefnin voru svo kynnt áhugasömum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 54 orð

Ný stjórn í MS-félaginu

Á AÐALFUNDI MS-félags Íslands, sem haldinn var laugardaginn 11. október sl., var kosin stjórn félagsins.Sigurbjörg Ármannsdóttir var kjörin nýr formaður og aðrir í aðalstjórn eru Elín Þorkelsdóttir, Gyða J. Meira
18. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 372 orð | 1 mynd

"Ekki í neinu samræmi við dalinn"

Kópavogi | Bæjaryfirvöld kynntu fyrirhugað skipulag Lundarhverfisins fyrir íbúum á borgarafundi á fimmtudagskvöld. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 596 orð | 1 mynd

"Hæstiréttur staðfestir að við höfðum rétt fyrir okkur"

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra telur nýgenginn dóm Hæstaréttar í máli öryrkja gegn Tryggingastofnun mjög skýran og allt öðruvísi en fyrri öryrkjadóminn sem féll í desember 2000. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Rauði krossinn gefur endurskinsmerki

RAUÐI krossinn er þessa dagana að dreifa 10.000 endurskinsmerkjum til barna og aldraðra víða um land. Meira
18. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 131 orð

Reikna með of fáum skólabörnum

VIÐ skipulag svæðisins er gert ráð fyrir því að börn íbúa Lundarsvæðisins gangi í Snælandsskóla. Reiknað er með um 170 börnum á grunnskólaaldri á svæðinu, en íbúar sem töluðu á fundinum sögðu það mjög varlega áætlað. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 271 orð

Rökrétt framhald á yfirtöku Framtaks

ÞÓRÐUR Már Jóhannesson framkvæmdastjóri Straums, sem er eigandi Framtaks fjárfestingarbanka hf., segir að salan á Kaupási hafi verið rökrétt framhald á yfirtöku Straums á Framtaki. Meira
18. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 362 orð

Samherji hefur sagt upp fjölda sjómanna

NOKKUÐ hefur verið um uppsagnir hjá sjómönnum á skipum Samherja hf. að undanförnu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrirtækisins, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að allri áhöfn Margrétar EA, tæplega 20 manns, hefði verið sagt upp. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 171 orð

Samningar verði virtir við Kárahnjúka

Í ÁLYKTUN sem var samþykkt á stjórnarfundi Alþýðusambands Austurlands er skorað á verktaka við Kárahnjúka að standa við gildandi kjarasamninga og uppfylla undanbragðalaust ákvæði sem gilda um aðbúnað starfsfólks á vinnusvæðinu. Meira
18. október 2003 | Suðurnes | 174 orð | 1 mynd

Segja að aðeins þjóðarátak dugi gegn fíkniefnadjöflinum

Reykjanesbæ | "Við viljum taka höndum saman hér í Reykjanesbæ og berjast," sagði Árni Árnason við setningu fundar um forvarnarmál sem ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna í Reykjanesbæ stóðu saman að á Ránni í Keflavík í fyrrakvöld. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Sendiráð Íslands flytur um set

SENDIRÁÐ Íslands í Danmörku verður flutt um set í Kaupmannahöfn síðla næsta mánaðar. Verður það opnað formlega á nýjum stað, við Norðurbryggju á móti Nýhöfninni, 26. nóvember. Daginn eftir verður vígð hin nýja menningarmiðstöð í Norðurbryggjuhúsinu. Meira
18. október 2003 | Erlendar fréttir | 259 orð | 2 myndir

Sex falla í Írak

ÞRÍR bandarískir hermenn og tveir íraskir lögreglumenn biðu bana í fyrrakvöld í átökum í Karbala, helgri borg sjía-múslima. Írakar sátu fyrir fjölþjóðlegum herflokki, sem var við eftirlit í borginni, og skutu á hann ofan af húsþökum. Meira
18. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 306 orð

Sérstaklega mikilvægt fyrir börnin

MARÍA Bjarkadóttir, MA-nemi í bókmenntafræði við HÍ, vann eitt af nýsköpunarverkefnunum í sumar, og ber það titilinn "Nýbúar og almenningsbókasöfn á höfuðborgarsvæðinu". Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Sjást fimm sinnum betur

Akureyri | "Fólk sést fimm sinnum betur í myrkrinu ef það er með endurskinsmerki," sagði Þorsteinn Pétursson, fræðslu- og forvarnarfulltrúi lögreglunnar á Akureyri, í tilefni af því að Íþróttabandalag Akureyrar og lögreglan hafa tekið höndum... Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 312 orð

Skrúfað var fyrir heitt vatn til Móa

HITAVEITA Hvalfjarðarstrandarhrepps skrúfaði í fyrrakvöld fyrir heitt vatn til kjúklingabúsins að Hurðarbaki í Hvalfjarðarstrandarhreppi, en kjúklingabúið Móar er þar með um 70 þúsund kjúklinga í eldi. Meira
18. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Slitgigt | Gigtarfélag Íslands, deild Norðurlands...

Slitgigt | Gigtarfélag Íslands, deild Norðurlands eystra, fer senn af stað með slitgigtarnámskeið þar sem áhersla er lögð á þætti sem tengjast því að lifa með slitgigt. Um er að ræða þrjú kvöld, einu sinni í viku og byrjar námskeiðið þriðjudaginn 28. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð

Sogslína 2 enn að

SOGSLÍNA 2 var fyrsta stálturnalína landsins og er enn í notkun í dag. Hún tengir Sogsvirkjanirnar við Reykjavík og liggur um Grafningsháls frá Írafossi og vestur í Elliðaárdal, alls 50 km löng og turnarnir eru 199. Meira
18. október 2003 | Erlendar fréttir | 854 orð | 2 myndir

Sótt er að áratugagömlu þjóðstjórnarkerfi í Sviss

SVISSLENDINGAR kalla kerfið "töfraformúluna" sína, þ.e. fjögurra flokka samsteypu-þjóðstjórnina sem skipt hefur bróðurlega með sér framkvæmdavaldinu í landinu í yfir fjóra áratugi. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 1976 orð | 1 mynd

Stjórnarliðar segja að gífuryrði stjórnarandstæðinga hafi ekki staðist

Þung orð féllu í umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær um niðurstöðu Hæstaréttar í öryrkjamálinu svokallaða; var þingmönnum greinilega heitt í hamsi. Arna Schram fylgdist með umræðunum. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð

Styrkja jarðgöng til Eyja

Ægisdyr, félag áhugafólks í Vestmannaeyjum um jarðgöng milli lands og Eyja, hafa verið ötul að kynna málefni áhugahópsins bæði í Vestmannaeyjum og næstu nágrannabyggðum á Suðurlandi. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð

Teknir á ofsahraða

UNGIR og reynslulitlir ökumenn voru teknir á ofsahraða í gær og fyrradag á veginum milli Ólafsvíkur og Rifs. Sá fyrri, sem lögreglan í Ólafsvík stöðvaði, reyndist vera á 145 km/klst. en hinn á örlítið minni hraða eða 138 km/klst. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 116 orð

Tívolísyrpa Hróksins og Húsdýragarðsins

ANNAÐ mótið í Tívolísyrpu Hróksins og Húsdýragarðsins fer fram í Vísindatjaldinu á morgun, sunnudaginn 19. október, kl. 13 en mæting er milli kl. 12-12.45. Mótaröðin er fyrir börn í 1.-6. bekk og teflt er í tveimur flokkum en verðlaunað í fjórum, þ.e. 1. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð

TR mun hraða útreikningum vegna endurgreiðslna

TRYGGINGASTOFNUN ríkisins segist munu hraða sem frekast er kostur útreikningum og endurgreiðslum í kjölfar dóms Hæstaréttar, þess efnis að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu vegna tekna maka á tímabilinu 1. janúar 1999 til 31. janúar 2001. Meira
18. október 2003 | Erlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Trúarleg ummæli kveiktu deilur

TRÚARSAMTÖK í Bandaríkjunum hafa farið þess á leit við forsetaembættið að undirofursti í hernum verði áminntur fyrir að hafa á opinberum vettvangi lýst stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum sem átökum á milli kristilegra gilda og Satans. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 228 orð

Tveir fyrir einn - ekki ókeypis...

Tveir fyrir einn - ekki ókeypis Í Fólkinu í gær var missagt að allir sem væru með armband frá Iceland Airwaves-hátíðinni fengju ókeypis aðgang að tónleikum við Bláa lónið í dag. Hið rétta er að þeir sem eru með armband fá tvo miða á verði eins. Meira
18. október 2003 | Erlendar fréttir | 101 orð

Tölva spáir verðfalli

NÝTT og mjög fullkomið tölvulíkan spáir miklu verðfalli á bandarískum hlutabréfamarkaði á næsta ári. Segir frá þessu í tímaritinu New Scientist , sem kemur út í dag. Meira
18. október 2003 | Miðopna | 869 orð | 1 mynd

Úgandabréf

ÞAÐ er gott að vera Íslendingur í Úganda, ekki síst í héraðinu Kalangala, stórbrotnum eyjaklasa úti á Viktoríuvatni - einhverju stærsta stöðuvatni í heimi - og fylgjast með eyjarskeggjum í kennslustund úti undir tré, í fullorðinsfræðslu á vegum... Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 127 orð

Úr bæjarlífinu

Um þrjú þúsund gestir hafa sótt heim Smámunasafnið í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit, frá því það var opnað í lok júlí í sumar. Safninu hefur nú verið lokað og verður ekki opnað aftur fyrr en í vor. Hópar, t.d. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 140 orð

Úthlutun til sex aðila úr Fornleifasjóði

STJÓRN Fornleifasjóðs hefur nýlega lokið síðari úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2003. Fornleifasjóður var stofnaður með lögum árið 2001, en hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

Varpar ljósi á áhugaverða spurningu um afturvirkni laga

RAGNHILDUR Helgadóttir lektor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík telur ekki að öryrkjadómur Hæstaréttar frá því á fimmtudag sé tímamótadómur í samanburði við fyrri öryrkjadóminn, en hins vegar varpi hann ákveðnu ljósi á mjög áhugaverðu spurningu um... Meira
18. október 2003 | Suðurnes | 144 orð | 1 mynd

Verður betra samfélag

"VIÐ undirbúning sýningarinnar hef ég hitt fullt af fólki sem hér býr en ég hef ekki séð áður," sagði Ásgeir Hjálmarsson sem var í undirbúningsnefnd sýningarinnar. Meira
18. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 282 orð

Vetraríþróttir í grunnskólana?

SKAUTAFÉLAG Akureyrar hefur sent skólanefnd erindi, þar sem farið er fram á stuðning skólayfirvalda og Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, VMÍ, við að koma á skautakennslu í grunnskólum Akureyrar. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Vélarnar urðu að ganga

ÞETTA var mjög vinalegt samfélag og gott að vera hérna, allt saman öndvegisfólk sem nú hefur flest horfið á braut," segir Björn Guðmundsson í Hlíð í Grafningi. Meira
18. október 2003 | Árborgarsvæðið | 368 orð | 3 myndir

Við hæfi að minnast Guðmundar með byggingunni

Þorlákshöfn | Um síðustu helgi vígðu hestamenn í Hestamannafélaginu Háfeta í Þorlákshöfn nýja og glæsilega 800 fermetra reiðhöll. Meira
18. október 2003 | Erlendar fréttir | 179 orð

Vildu að farsímamöstur yrðu sett á barnaskólana

SVEITARFÉLÖGIN í Danmörku óskuðu í mörgum tilvikum eftir því sjálf að fjarskiptamöstur fyrir GSM-síma yrðu sett á byggingar þeirra, svo sem skóla, til að auka tekjur þeirra, að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende í gær. Meira
18. október 2003 | Suðurnes | 118 orð | 1 mynd

Vildum bara vera með

"Við vildum bara vera með, það skiptir öllu máli," sagði Jens Sævar Guðbergsson einn eigenda Fiskþurrkunar ehf. um þátttöku fyrirtækisins í sýningunni. Fiskþurrkun ehf. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt leikrit suður með sjó

Keflavík | Þjóðleikhúsið frumflytur nýtt verk, Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson, í Frumleikhúsinu í Keflavík laugardaginn 23. október næstkomandi. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 72 orð

Þriðja mótið í Bikarsyrpu Eddu útgáfu

TAFLFÉLAGIÐ Hellir og Edda útgáfa standa sameiginlega að þriðja mótinu á ICC-skákþjóninum, sem kallast Bikarsyrpa Eddu útgáfu. Mótið fer fram á morgun, sunnudag, kl. 20. Er þetta þriðja mótið af fimm en það fimmta og síðasta verður haldið 23. Meira
18. október 2003 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Þriðja samstarfsráðstefnan

UM næstu helgi verður haldin þriðja samstarfsráðstefna Manitobaháskóla og Háskóla Íslands og taka níu manns frá HÍ þátt í ráðstefnunni. Meira

Ritstjórnargreinar

18. október 2003 | Leiðarar | 532 orð

Bankar og atvinnulífið

Töluverðar umræður hafa orðið um stöðu bankanna í íslenzku atvinnulífi eftir þau miklu umskipti, sem urðu á vettvangi viðskiptalífsins fyrir skömmu, þegar verulegar breytingar urðu á eignarhaldi nokkurra lykilfyrirtækja. Meira
18. október 2003 | Leiðarar | 414 orð

Bush fær meðbyr

Samhljóða ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag um Írak kemur sér vel fyrir George Bush Bandaríkjaforseta. Í ályktuninni eru ríki heims hvött til að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar í Írak bæði með fjárframlögum og herafla. Meira
18. október 2003 | Staksteinar | 385 orð

- Draugar fortíðar

Framsóknarmenn vilja halda minningu drauga á lofti. Gunnlaugur Júlíusson, stjórnarmaður í Framsóknarfélagi Reykjavíkur, skrifar á Hrifla. Meira

Menning

18. október 2003 | Tónlist | 544 orð | 1 mynd

Allt lagt undir

Fluttar voru þrjár fyrstu sinfóníurnar eftir Shostakovitsj. Flytjendur voru Sinfóníuhljómsveit Íslands og Söngsveitin Fílharmónía. Hljómsveitarstjóri Rumon Gamba. Kórstjóri: Oliver Kentish. Fimmtudagurinn 16. október. Meira
18. október 2003 | Menningarlíf | 287 orð | 1 mynd

Arkitektar fremja hljóðgjörning

15:15-TÓNLEIKASYRPAN er að hefja göngu sína og verða fyrstu tónleikarnir á nýja sviði Borgarleikhússins í dag, laugardag, kl. 15.15. Meira
18. október 2003 | Fólk í fréttum | 199 orð

Bilið brúað

"ÁSTÆÐAN fyrir því að ég sagði já er fyrst og fremst Jagúar," segir Páll Óskar. "Þetta er þéttasta og best "grúvandi" band landsins. Meira
18. október 2003 | Tónlist | 552 orð | 1 mynd

Dönsk eðalmezzorödd

Verk eftir Lange-Müller, Carl Nielsen, Rangström, Grieg, Sigvalda Kaldalóns, Hallgrím Helgason, Karl O. Runólfsson, Jón Ásgeirsson, Jónas Ingimundarson, Jórunni Viðar, Þórarin Guðmundsson og Heise. Nanna Hovmand mezzosópran, Jónas Ingimundarson píanó. Laugardaginn 11. október kl. 14:30. Meira
18. október 2003 | Fólk í fréttum | 190 orð | 1 mynd

Einfaldi morðinginn

SÆNSKI stórleikarinn Stellan Skarsgård er í einu af sínum fyrstu og bestu kvikmyndahlutverkum í sænsku myndinni Einfalda morðingjanum sem Kvikmyndasafn Íslands sýnir í dag. Meira
18. október 2003 | Fólk í fréttum | 237 orð | 2 myndir

Fyrstu sólótónleikarnir

SÖNGKONAN Hafdís Huld ætlar að leika á Airwaves þetta árið. Landar hennar hafa lítið heyrt um bauk hennar undanfarin misseri en hún er búsett í Lundúnum þar sem hún starfar að tónlist og er með sólóskífu í farvatninu. Meira
18. október 2003 | Menningarlíf | 178 orð

Heimildarmynd um herstöðina í Keflavík

BASE nefnist myndbandsinnsetning Spessa og sænska myndlistarmannsins Eriks Pauser sem opnuð verður í Nýlistasafninu kl. 17 í dag, laugardag. Um er að ræða heimildamynd sem listamennirnir tóku upp í herstöðinni í Keflavík snemma í haust. Meira
18. október 2003 | Fólk í fréttum | 238 orð

Laugardags-Airwaves

ÞAÐ verður dansað, stansað og öskrað þetta síðasta kvöld Airwaves, þar sem taktföst dans/raf/tæknótónlist er í hávegum höfð (á morgun verða DJ Ewok og DJ Panik reyndar á Vídalín og Hudson Wayne leika ljúfa tóna á Sirkus sama kvöld). Meira
18. október 2003 | Fólk í fréttum | 97 orð | 4 myndir

LAUGARDAGSBÍÓ

Á bláþræði/Thin Red Line (1998) Ein allra besta stríðsmynd sem gerð hefur verið. RÚV kl. 22.35 Dauðans þögn/Dead Calm (1989) Nicole Kidman uppgötvuð í þessum magnaða Polanski-skotna trylli. Skjár tveir kl. 24. Meira
18. október 2003 | Menningarlíf | 41 orð

Leiksýning fellur niður

SÝNING á leikritinu Plómum í New York, sem vera átti í kvöld í Gamla bíói, fellur niður. Leikkonan Anna Rósa Sigurðardóttir slasaðist í upphitun hálftíma fyrir sýningu á fimmtudag og varð að vísa gestum frá. Næsta sýning er föstudaginn 24.... Meira
18. október 2003 | Fólk í fréttum | 156 orð | 2 myndir

Lifandi grín á laugardagskvöldi

EINHVERJIR lífseigustu grínþættir í bandarísku sjónvarpi eru hinir goðsagnakenndu Saturday Night Live-þættir. Meira
18. október 2003 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Myndbandssýning á Mokka

MYNDLISTARSÝNING Jónu Thors er nú á Mokka. Hún ber heitið "Peep Show" og stendur til nóvemberloka. Á sýningunni eru klefar á vegg sem unnir eru með blandaðri tækni og er fólki boðið að gægjast inn í þá. Meira
18. október 2003 | Menningarlíf | 45 orð | 1 mynd

Nýjar teikningar í Íslenskri grafík

ALAN James opnar sýningu á verkum sínum í sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu, hafnarmegin, kl. 15 í dag, laugardag. Yfirskriftin er "Elusive moorings - A kaleidoscopic world of visiual disorientation" og eru þar nýjar blýantsteikningar. Meira
18. október 2003 | Fólk í fréttum | 272 orð | 1 mynd

"Snýst fyrst og síðast um tilfinningu"

Í KVÖLD á Broadway verður farið af stað með sýningu þar sem saga Motown útgáfunnar verður rakin í tali en þó einkum tónum. Meira
18. október 2003 | Bókmenntir | 57 orð | 1 mynd

Sjálfsævisögur

Einhvers konar ég eru sjálfsævisögur Þráins Bertelssonar um fátækt, geðveiki, einelti, þunglyndi og töframátt lífsins. Meira
18. október 2003 | Leiklist | 522 orð | 1 mynd

Skáldadraumar

Höfundur og leikari: Anna Rósa Sigurðardóttir. Leikstjóri: Hera Ólafsdóttir. Leikmyndar, ljósa- og búningahönnuðir: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir. Höfundur frumsaminnar tónlistar og flytjandi: Rósa Guðmundsdóttir. Danshöfundar: Ástrós Gunnarsdóttir. Ljósameistari: Jóhann Bjarni Pálmason. Sunnudagur 12. október. Meira
18. október 2003 | Menningarlíf | 532 orð

Stofna sjóð til að kaupa verk ungra listamanna

BRESKA dagblaðið Independent segir frá því á innlendri fréttasíðu sinni í gær að nokkrir auðugir listunnendur hafi stofnað sjóð er nemi 100. Meira
18. október 2003 | Tónlist | 598 orð | 1 mynd

Syng mín sál með glaðværð góðri

Verk eftir Monteverdi, Sweelinck og J.S. Bach ásamt sálmalögum úr fornum íslenskum handritum, þ.ám. í nýlegum útsetningum. Margrét Bóasdóttir sópran, Sigurður Halldórsson selló og Björn Steinar Sólbergsson orgel. Laugardaginn 11. október kl. 17. Meira
18. október 2003 | Fólk í fréttum | 508 orð | 1 mynd

Sögur úr steininum

Leikstjóri Hector Babenco. Handrit Hector Babenco, Fernando Bonassi, Victor Navas, byggt á endurminningum Dráuzio Varella. Kvikmyndatökustjóri Walter Carvalho. Tónlist André Abujamra. Aðalleikarar Luiz Carlos Vasconcelos, Doctor Milhem Cortaz, Dagger Milton Gonçalves, Chico Ivan de Almeida. 148 mínútur. Columbia Tri Star Brasilía 2003. Meira
18. október 2003 | Menningarlíf | 729 orð | 2 myndir

Söngbarkadjass

Ragnheiður Gröndal söngur, Jón Páll Bjarnason gítar og Tómas R. Einarsson bassa. Fimmtudagskvöldið 2. október 2003. Meira
18. október 2003 | Fólk í fréttum | 225 orð | 3 myndir

SÖNGVARINN Wycleaf Jean liggur nú örmagna...

SÖNGVARINN Wycleaf Jean liggur nú örmagna og úrvinda á spítala eftir að hafa fengið matareitrun. Hann veiktist í Miami en þá hafði hann nýlokið við erfiða kynningarferð vegna væntanlegrar plötu sem heitir The Preacher's Son og kemur út í næsta mánuði. Meira
18. október 2003 | Fólk í fréttum | 112 orð | 1 mynd

Tískan rokkar

KARL Bretaprins var í sínu fínasta pússi þegar hann mætti á "Tískan rokkar", tónleika og tískusýningu sem haldin var til styrktar Princes Trust, góðgerðarsjóðs prinsins, á fimmtudag. Meira
18. október 2003 | Tónlist | 245 orð

Þjóðlögin í sinni tærustu mynd

Íslenzk þjóðlög í útsetningum Hildigunnar Rúnarsdóttur. Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Örn Magnússon píanó. Miðvikudaginn 15. október kl. 12:30. Meira
18. október 2003 | Bókmenntir | 163 orð | 1 mynd

Ævisaga

Frægð og firnindi - ævi Vilhjáms Stefánssonar hefur Gísli Pálsson skráð. Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor, segir hér ævisögu Vilhjálms frá nýju sjónarhorni, ekki síst í ljósi fjölmargra nýrra heimilda sem komið hafa fram í dagsljósið. Meira

Umræðan

18. október 2003 | Aðsent efni | 374 orð | 1 mynd

Ákall til íslenskra kvenna

UNDANFARINN áratug hef ég unnið að því áhugamáli mínu að fá þjóðir heims til að taka höndum saman svo að lækning á mænuskaða megi verða að veruleika. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 557 orð | 1 mynd

Falskir tónar ráðherra?

GETUR verið að menntamálaráðherra sé að ganga á bak orða sinna um Tónlistarhús þegar hann segir að ekki eigi að vera aðstaða fyrir óperu í húsinu? Hann og forveri hans sögðu allt annað fyrir rúmu ári. Þá lýsti Björn Bjarnason m.a. Meira
18. október 2003 | Bréf til blaðsins | 416 orð | 1 mynd

Fordómar og fáfræði ÉG var að...

Fordómar og fáfræði ÉG var að lesa grein í Morgunblaðinu í dag, 15. október, eftir einhvern sem kallar sig JFK sem fer mikinn og kallar skyggnilýsingar Þórhalls Guðmundssonar á Stöð 2 kukl. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 711 orð | 3 myndir

Frá okkar Sjónarhóli

AÐ komast að því að barn er með langvinnan eða ólæknandi sjúkdóm, varanlega fötlun eða önnur þroskafrávik er foreldrum áfall sem óþarfi er að fjölyrða um. Væntingar um framtíð barnsins breytast í áhyggjur. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 301 orð | 1 mynd

Hefurðu einhvern tíma í alvörunni prófað að...

HEFURÐU einhvern tíma virkilega í alvörunni prófað að setjast niður og gefið þér tíma til að horfa í augun á frelsara þínum Jesú Kristi? Þú ættir að prófa það. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 1704 orð | 1 mynd

Í skugga ríkiskirkju

Í OKKAR samfélagi telst trúfélagafrelsi til grundvallarmannréttinda. Trúfélagafrelsi grundvallast á því að nokkurt jafnræði sé á milli starfandi trúfélaga. Hér á landi ríkir því miður ekki jafnræði á milli trúfélaga. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 682 orð | 1 mynd

Listin að segja nei og setja mörk

ÞRJÁR gerðir takmarka í samskiptum. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Lyfsalan og lyfjaverð í landinu

NOKKUR umræða hefur orðið á árinu um lyfsöluna í landinu. Aukin framlög ríkisins vegna lyfjakaupa hefur verið ofarlega í umræðunni og hafa ýmsar skýringar verið nefndar. Í grein um samkeppni á samheitalyfjamarkaði í Danmörku sem birtist í Mbl. 13. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 804 orð | 1 mynd

Lögreglan í Reykjavík og fjárlagafrumvarp 2004

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur undanfarin ár þurft að kljást við rekstrarvanda. Til að varpa nokkru ljósi á hann og ýmis atriði í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er þessi grein skrifuð. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Opið bréf til umhverfisráðherra og Framsóknarflokksins

Í STAÐ þess að bíða fullur tilhlökkunar þessa dagana eins og svo mörg undanfarin ár eftir að 15. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 994 orð | 1 mynd

Skipulag höfuðborgarsvæðisins

FRAMANDI fólk sem heimsækir borgina veitir því athygli hversu mikil víðátta er hér og hreint loft. Heima hjá því er byggðin oft þétt, húsaraðir með fram götum, víða lítið annað útsýni en blár himinn ofan við með þungu andrúmslofti stórborgarinnar. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 34 orð

Tafla 1.

Tafla 1. Þróun starfsmannafjölda síðustu árin Ársverk mánaðarlauna 2000 2001 2002 2003 (áætlað) Lögreglumenn 287,0 267,0 274,6 265 Afleysingamenn í lögreglu 10,0 10,0 10,0 8,0 Aðrir starfsmenn 77,0 72,5 83,3 75 Alls 374,0 349,5 367,4 348 Ath. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Tómir sjóðir - glatað fé hjá Múrarafélagi Reykjavíkur

ENN eitt árið er Félagasjóður Múrarafélags Reykjavíkur rekinn með tapi. Oft hefur reksturinn gengið illa en aldrei sem nú og nam tapið samkvæmt ársreikningi árið 2002 2.328.804 kr. Meira
18. október 2003 | Bréf til blaðsins | 457 orð

Um horfið strætisvagnaskýli og almenningssamgöngur

SUNNUDAGINN 12. október ritaði Steinunn Bjarman okkur hjá Strætó bs. bréf, sem okkur er bæði ljúft og skylt að svara. Steinunn bendir á, að nú sé búið að rífa og fjarlægja biðskýli neðarlega við Smiðjuveg. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 22 orð

Úr fjárlögum fyrir árið 2003 Þjóðkirkjan...

Úr fjárlögum fyrir árið 2003 Þjóðkirkjan Öll önnur trúfélög til samans Almennur rekstur 1.089.700.000 Almennur rekstur 0 Kirkjumálasjóður 153.500.000 Kirkjumálasjóður 0 Kristnisjóður 61.500.000 Kristnisjóður 0 Sóknargjöld 1.360.700.000 Sóknargjöld 125. Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 332 orð | 1 mynd

Verndum lífsgæðin - komum í veg fyrir fyrsta brot

ALÞJÓÐLEGUR beinverndardagur er mánudaginn 20. Meira
18. október 2003 | Bréf til blaðsins | 260 orð

Þingmaður biðjist afsökunar

ÉG er sjálfsagt ekki eini Akurnesingurinn sem ekki getur orða bundist yfir þeim ósmekklegu og tilhæfulausu ásökunum sem Haraldur og Sturlaugur Sturlaugssynir urðu fyrir frá þingmanni Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi, Magnúsi Þór Hafsteinssyni, í... Meira
18. október 2003 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Því gjamma hundarnir að þeim er sigað

ÞORKELL Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskips, sendi mér kveðju sína í Mbl. 8. þ.m. til að leiðrétta að eg hafði farið rangt með að Eimskip hafi sótt um byggingu aðalstöðva félagsins á bifreiðastöðulóðinni vestan Pósthússtrætis. Meira

Minningargreinar

18. október 2003 | Minningargreinar | 215 orð | 1 mynd

ALMA ÁSMUNDSDÓTTIR

Alma Ásmundsdóttir fæddist í Reykjavík 6. september 1921. Hún lést á Líknardeild Landspítalans, Landakoti, föstudaginn 26. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 7. október. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2003 | Minningargreinar | 758 orð | 1 mynd

BOGA KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR

Boga Kristín Kristinsdóttir Magnusen fæddist á Skarði á Skarðsströnd 6. febrúar 1915. Hún andaðist á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 18. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Skarðskirkju á Skarðsströnd 27. september. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2003 | Minningargreinar | 1451 orð | 1 mynd

ELÍN ÁRNADÓTTIR

Elín Árnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 18. september 1927. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja að kvöldi þriðjudagsins 7. október síðastliðins. Foreldrar hennar voru Árni Sigfússon, kaupmaður og útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum, f. 31. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2003 | Minningargreinar | 1539 orð | 1 mynd

GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR

Guðrún Ragnarsdóttir fæddist í Höfða á Eskifirði 28. febrúar 1959. Hún lést á heimili sínu á Eskifirði 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ragnar Sigurmundsson, f. 26. ágúst 1916 og Sigríður Rósa Kristinsdóttir, f. 10. ágúst 1923. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2003 | Minningargreinar | 924 orð | 1 mynd

GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR

Guðrún Stefánsd óttir fæddist á Syðri-Bakka í Kelduhverfi 9. nóvember 1926. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki þriðjudaginn 14. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Jónsson bóndi á Syðri-Bakka, f. 30. júní 1887, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2003 | Minningargreinar | 775 orð | 1 mynd

HALLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Hallfríður Guðbjörg Jónsdóttir fæddist á Broddadalsá í Strandasýslu 16. mars 1916. Hún andaðist 3. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kollafjarðarneskirkju 11. október. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2003 | Minningargreinar | 781 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR

Sigríður Jóhannsdóttir fæddist í Siglufirði 16. júní 1939. Hún lézt í Landspítalanum við Hringbraut að morgni laugardagsins 11. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 17. október. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2003 | Minningargreinar | 1533 orð | 1 mynd

SVANFRÍÐUR SIGRÚN GÍSLADÓTTIR

Svanfríður Sigrún Gísladóttir (Bía Gísla) fæddist á Ísafirði 14. júlí 1917. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 14. október sl. Foreldrar Svanfríðar voru hjónin Gísli Þorbergsson verkamaður á Ísafirði, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
18. október 2003 | Minningargreinar | 2075 orð | 1 mynd

Þ. RAGNAR JÓNASSON

Þorleifur Ragnar Jónasson fæddist á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 27. október 1913. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 6. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Siglufjarðarkirkju 11. október. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. október 2003 | Viðskiptafréttir | 65 orð

1,9% verðbólga á EES-svæðinu

VERÐBÓLGA, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs í EES-ríkjunum, var að meðaltali 1,9% á tímabilinu frá september í fyrra til jafnlengdar í ár. Á evrusvæðinu var verðbólgan 2,1%, á Íslandi 1,2%, en minnst var hún í Þýskalandi, 1,1%. Meira
18. október 2003 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Eignarhaldið eðlilegt

STJÓRNENDUR hjá Kaupþingi Búnaðarbanka og Landsbanka Íslands telja bankana ekki vera komna út fyrir verksvið sitt með eignarhaldi í óskyldum fyrirtækjum til skamms tíma. Meira
18. október 2003 | Viðskiptafréttir | 201 orð | 1 mynd

Einblínt um of á neikvæðar hliðar

AÐ mati Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings Búnaðarbanka, hafa bankarnir alls ekki farið út fyrir verksvið sitt með eignarhaldi í óskyldum fyrirtækjum. Meira
18. október 2003 | Viðskiptafréttir | 228 orð | 1 mynd

Í takt við nýja tíma

"ÉG held að þær breytingar sem eru að eiga sér stað séu í takt við nýja tíma í bankastarfsemi og þá löggjöf sem er í gildi," segir Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbanka Íslands. Meira
18. október 2003 | Viðskiptafréttir | 274 orð | 1 mynd

Met í Kauphöllinni

LOKAGILDI úrvalsvísitölunnar var 1.903,6 stig í gær og hefur aldrei verið hærra, en hæsta lokagildi fram til þessa var 1.888,7 stig hinn 17. febrúar árið 2000. Vísitalan hækkaði um 1,3% frá fyrra degi og hækkun það sem af er þessum mánuði er 4,8%. Meira

Fastir þættir

18. október 2003 | Árnað heilla | 18 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli .

85 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 18. október, er 85 ára Karl M. Jensson (Carlo), Hlaðhömrum 2,... Meira
18. október 2003 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Mánudaginn 20. október verður níræð Kristín Gunnþóra Haraldsdóttir frá Raufarhöfn, Faxabraut 13 (Hlévangur), Keflavík . Hún ætlar að taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Skólabraut 11, Garði, sunnudaginn 19. Meira
18. október 2003 | Fastir þættir | 303 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Sú var tíðin að Alþjóðasamband bridsblaðamanna stóð fyrir heilræðakeppni í samvinnu við hollenska fyrirtækið BOLS. Heimsþekktum spilurum var boðið að setja saman heilræðavísur sem gætu gagnast hinum almenna spilara. Meira
18. október 2003 | Í dag | 452 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ mánud.13. okt. 2003. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. Meira
18. október 2003 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP .

BRÚÐKAUP . Gefin voru saman 19. júlí sl. í Dómkirkjunni af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Bryndís Bjarnþórsdóttir og Georg... Meira
18. október 2003 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP: Gefin voru saman 13.

BRÚÐKAUP: Gefin voru saman 13. september sl. í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Þórunn Benný Finnbogadóttir og Guðmundur Ásgeirsson. Heimili þeirra er í Lerkihlíð 3,... Meira
18. október 2003 | Fastir þættir | 715 orð | 1 mynd

Frumkvöðull í Snorraverkefni í annað sinn

Runa Bjarnason frá Golden í Bresku-Kólumbíu í Kanada var í fyrsta hópnum sem tók þátt í Snorra-plús verkefninu hérlendis fyrir skömmu og hún var líka frumkvöðull í Snorraverkefninu. Steinþór Guðbjartsson settist niður með stúlkunni. Meira
18. október 2003 | Í dag | 754 orð | 1 mynd

Kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði ÁRLEGUR hátíðisdagur...

Kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði ÁRLEGUR hátíðisdagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, kirkjudagurinn, er á morgun, sunnudaginn 19. október. Dagurinn hefst að venju með barnaguðsþjónustu kl. Meira
18. október 2003 | Dagbók | 500 orð

(Lúk. 5,13.)

Í dag er laugardagur 18. október, 291. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: Ég vil, verð þú hreinn! Jafnskjótt hvarf af honum líkþráin. Meira
18. október 2003 | Í dag | 2544 orð | 1 mynd

(Matt. 22.)

Guðspjall dagsins: Hvers son er Kristur? Meira
18. október 2003 | Fastir þættir | 117 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. c3 d6 4. Bd3 Rc6 5. f4 e5 6. fxe5 dxe5 7. d5 Rce7 8. c4 Rf6 9. Rf3 O-O 10. O-O c6 11. Rc3 b5 12. Be3 bxc4 13. Bxc4 cxd5 14. exd5 e4 15. Rg5 Rg4 Staðan kom upp í Evrópukeppni félagsliða sem lauk fyrir skömmu á Krít. Meira
18. október 2003 | Viðhorf | 858 orð

Upp úr sandkassanum

Það er ekki laust við að hugurinn leiti aftur til þeirra tíma þegar sandkassinn var nafli alheimsins. Þar var ekki ætlast til þess að sandi væri kastað eða uppnefnum beitt. Samt var alltaf langskemmtilegast þegar foreldrarnir litu undan. Meira
18. október 2003 | Fastir þættir | 138 orð

Verkefnið kynnt vestra

SNORRAVERKEFNIÐ var kynnt á ráðstefnu ræðismanna Íslands í Washington í Bandaríkjunum á dögunum og til stendur að kynna það frekar vestra á næstunni. Meira
18. október 2003 | Fastir þættir | 420 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

HÚN er ekki öllum ætluð sú kúnst að koma fram í sjónvarpi, svo að vel sé. Flestir sem það gera reglulega temja sér vissan stíl, eða apa upp eftir öðrum. Hann var áberandi stíllinn sem þau í Íslandi í dag léku hvert eftir öðru hér um árið. Meira
18. október 2003 | Dagbók | 55 orð

VORSÓL

Svanir fljúga hratt til heiða, huga minn til fjalla seiða. Vill mér nokkur götu greiða? Glóir sól um höf og lönd. Viltu ekki, löngun, leiða litla barnið þér við hönd? * Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Meira

Íþróttir

18. október 2003 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

* BRÆÐURNIR Þórður og Bjarni Guðjónssynir,...

* BRÆÐURNIR Þórður og Bjarni Guðjónssynir, landsliðsmenn í knattspyrnu, verða á varamannabekk Bochum sem sækir Schalke heim í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 185 orð

Carlton Brown sagt upp hjá Tindastóli

ÚRVALSDEILDARLIÐ Tindastóls mun fá Bandaríkjamanninn Nick Boyd til reynslu um næstu helgi í stað Carlton Brown sem hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Að mati forráðamanna liðsins stóð Brown ekki undir væntingum. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 91 orð

Ellefu landsliðsmenn með Magdeburg

LIÐ Magdeburg er uppfullt af landsliðsmönnum en 11 leikmenn liðsins hafa leikið landsleiki. Sex leikmenn hafa spilað með þýska landsliðinu. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 84 orð

Eyjólfur jafnaði gegn Hollandi

ÍSLENSKA 19 ára landslið pilta í knattspyrnu gerði 1:1 jafntefli við Hollendinga í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í knattspyrnu en riðillinn er spilaður í Moldavíu. Hollendingar komust yfir á 4. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 874 orð | 1 mynd

Góð byrjun skilaði Fram góðum sigri

EFLAUST hafa einhverjir búist við að Afturelding yrði auðveld bráð fyrir Fram þegar liðin mættust í Safamýrinni í gær. Leikmenn Fram vissu hinsvegar að svo var ekki eftir að hafa lent í hremmingum gegn drengjunum úr Mosfellsbænum í Reykjavíkurmótinu en góð byrjun þeirra lagði grunn að 33:29 sigri því Mosfellingar söxuðu jafnt og þétt á forskotið allann leikinn. Á Akureyri kom Valur í heimsókn til Þórs og hélt suður með bæði stigin í farangrinum eftir 36:27 sigur og Þórsarar því enn án stiga. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 472 orð

HANDKNATTLEIKUR Fram - Afturelding 33:29 Framhúsið,...

HANDKNATTLEIKUR Fram - Afturelding 33:29 Framhúsið, Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, norðurriðill, föstudagur 17. október 2003. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 197 orð

Hart sótt að Kobe Bryant

KOBE Bryant, leikmaður NBA-liðsins Los Angeles Lakers, hefur undanfarnar vikur staðið í ströngu vegna ákæru um að hafa nauðgað 19 ára gamalli konu á hótelherbergi í Colarado-fylki þann 30. júní s.l. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

* JÓHANNES Karl Guðjónsson verður í...

* JÓHANNES Karl Guðjónsson verður í byrjunarliði Wolves sem sækir Fulham heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jóhannes tekur sæti fyrirliðans Paul Ince sem tekur út leikbann. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 129 orð

Keppt verður í strandblaki í Andorra

NÆSTU Smáþjóðaleikar fara fram í Andorra árið 2005. Framkvæmdanefnd leikanna hefur sent út tilkynningu um þær íþróttagreinar sem verður keppt í á leikunum. Keppnisgreinarnar verða ellefu og fjölgar um eina frá því á leikunum á Möltu nú í sumar. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 216 orð | 1 mynd

Leikirnir í Álfukeppninni kostuðu Barthez stöðuna

SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að þátttaka Fabiens Barthez með Frökkum í Álfukeppninni í sumar hafi kostað hann markvarðarstöðu númer eitt hjá United-liðinu. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

Leikmenn Lokeren voru óhressir með dómarann

ARNAR Þór Viðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og fyrirliði belgíska liðsins Lokeren, segir í viðtali við belgíska blaðið Het Volk að franski dómarinn Damein Ledentu, sem dæmdi leik Lokeren og Manchester City í UEFA-keppninni í knattspyrnu, hafi verið... Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 327 orð

Liverpool á ný til Búkarest

LIVERPOOL mætir Steaua frá Búkarest í annarri umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu og fer fyrri viðureignin fram í Rúmeníu 6. nóvember. Steaua lagði Southampton að velli í fyrstu umferðinni - gerði jafntefli á St. Mary's, 1:1, en fagnaði síðan sigri heima, 1:0. Rúmenska liðið vann sér það til frægðar 1986 að verða Evrópumeistari með því að leggja Barcelona að velli í Sevilla. Þá lyftu leikmenn liðsins Evrópubikarinum á loft, sem leikmenn frá Liverpool hafa gert fjórum sinnum. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

* LÍNUMAÐURINN Hörður Sigþórsson er enn...

* LÍNUMAÐURINN Hörður Sigþórsson er enn í ótímabundnu leyfi frá Þórsliðinu og var hans saknað sárlega í leiknum á móti Val . * MEGNIÐ af KA -liðinu var meðal áhorfenda á leik Þórs og Vals og var Hans Hreinsson markvörður m.a. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 527 orð | 1 mynd

Markmiðið að gera betur en á móti Barcelona

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik verða í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í dag en klukkan 13 á íslenskum tíma hefst leikur þeirra við þýska stórliðið Magdeburg í Bördelandhalle, heimavelli Magdeburg. Haukar biðu sem kunnugt er lægri hlut fyrir Barcelona með tíu marka mun á Ásvöllum um síðustu helgi á meðan lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu góðan tveggja marka útisigur á Vardar Skopje í Makedóníu. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 273 orð

"Risa"-lyfjamál í uppsiglingu og svindl af verstu gerð?

TALSMAÐUR bandaríska lyfjaeftirlitsins, USADA, Terry Madden segir við breska ríkisútvarpið í gær að í lyfjaprófum sem stofnunin hafi tekið s.l. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 51 orð

Robson er ánægður

SIR Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, er ánægður með að hafa dregist gegn Basel. "Þegar ég sá listann yfir liðin sem við gátum dregist gegn, sá ég að við ættum erfiðar viðureignir fyrir höndum. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Stabæk vildi ekki FH-inginn Borgvardt

DANINN Allan Borgvardt, sem lék með FH-ingum í sumar og var kjörinn leikmaður ársins á lokahófi KSÍ, auk þess sem hann varð hæstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins, er kominn heim til Danmerkur eftir vikudvöl hjá norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk þar sem... Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 455 orð | 2 myndir

Tekst Chelsea að losa heljartak Arsenal?

LEIKS Arsenal og Chelsea á Highbury í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er beðið með mikilli eftirvæntingu enda leiða þarna saman hesta sína tvö efstu liðin og þau einu taplausu í deildinni og þau lið sem flestir spá að komi til með að bítast um meistaratitilinn í vor ásamt Manchester United. Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega á varamannabekknum hjá Chelsea en hann skortir tvö mörk til að skora 50. mark sitt fyrir félagið. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 134 orð

um helgina

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Evrópukeppni bikarhafa Digranes: HK - Stephan 16.30 Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suðurriðill: Selfoss - ÍBV 14 1. Meira
18. október 2003 | Íþróttir | 166 orð

Viggó tók þátt í vígsluleiknum

VIGGÓ Sigurðsson stýrði liði Wuppertal í vígsluleik í íþróttahöll Magdeburgarliðsins, Bördelandhalle, árið 1997, og er því ekki alveg ókunnugur andrúmsloftinu í þessari miklu gryfju sem heimavöllur Magdeburgar er. "Ég man vel eftir þessum... Meira

Úr verinu

18. október 2003 | Úr verinu | 249 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Gullkarfi 73 73 73...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Gullkarfi 73 73 73 4 292 Hlýri 168 76 145 105 15,248 Keila 16 16 16 23 368 Lúða 461 105 316 68 21,513 Skarkoli 176 144 145 226 32,864 Steinbítur 116 104 110 1,261 139,206 Ufsi 36 16 36 1,404 50,308 Und.Ýsa 25 25 25 13 325 Und. Meira

Barnablað

18. október 2003 | Barnablað | 10 orð | 1 mynd

Bakari

Hvað er bakarinn á myndinni búinn að baka margar... Meira
18. október 2003 | Barnablað | 38 orð | 1 mynd

Batman

Viktor Snær, fjögurra ára, teiknaði þessa flottu mynd af Batman. Viktor er duglegur að leika sér með allt dótið sitt en Batman er uppáhaldsdótið hans. Þess vegna hafði hann Batman-köku þegar hann varð fjögurra ára í síðasta... Meira
18. október 2003 | Barnablað | 406 orð | 2 myndir

Fimleikar eru góð íþrótt

Fáar íþróttir reyna meira á fjölhæfni mannslíkamans en fimleikar. Í fimleikum reynir á styrk, jafnvægi og samhæfingu líkamans og því er fimleikaþjálfun fjölþættari en þjálfun margra annarra íþróttagreina. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 358 orð | 1 mynd

Förum vel með musteri sálarinnar

Það er stundum sagt að líkaminn sé hús sálarinnar en með því er átt við það að sálin búi eða dvelji í líkamanum. Aðrir eru enn hátíðlegri og segja að líkaminn sé musteri sálarinnar. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 53 orð | 1 mynd

Hvaða mynd á málarinn?

Málarinn á myndinni er í hálfgerðum vandræðum þar sem ein af myndunum hans lenti óvart á sýningu með myndum annars málara. Getið þið hjálpað honum að finna réttu myndina með þessar vísbendingar að vopni? a) Það eru engin dýr á myndinni. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 40 orð | 1 mynd

Hvað heitir stelpan?

Stelpan á myndinni ætlar að fara í París. Hún hefur sett stafina sína í reitina í staðinn fyrir tölustafi þannig að nú þurfið þið að finna út úr því hvað hún heitir til að vita hvar hún á að... Meira
18. október 2003 | Barnablað | 172 orð | 2 myndir

Hvar og hvernig varð Latibær til?

Það eru orðin átta ár síðan íslenskir krakkar fengu fyrst að kynnast Íþróttaálfinum og íbúunum í Latabæ en fyrsta bók Magnúsar Scheving um fólkið í Latabæ kom út árið 1995. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 79 orð | 1 mynd

Hversu vel þekkirðu líkama þinn?

Spurningar: 1. Hvert er stærsta líffæri mannslíkamans? 2. Hvað eru margir vöðvar í mannslíkamanum? 3. Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum? 4. Hvað er mikið blóð í líkama fullorðins manns? 5. Hvað er blóðið lengi að fara hring í æðakerfi mannsins? 6. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 89 orð | 1 mynd

Í hvaða runna?

Hunangsflugan á myndinni þarf að finna út úr því á hvaða runna hún geti fengið mestan hunangslög. Hún sér það á lit blómanna að það er helmingi meiri lögur í hverju blómi á runna B en á runna A. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 55 orð | 1 mynd

Kanínan mín

Ég fékk þessa kanínu fyrir held ég þremur árum, á jólunum. Mamma saumaði hana handa mér. Ég hef alltaf haldið upp á hana. Ég held upp á kanínuna af því mér finnst hún alltaf skilja mig. Svo er hún með svo falleg augu og svo flottan blúndukraga. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 50 orð | 1 mynd

Krossar til að klippa

Klippið krossinn á myndinni í sundur þannig að þið fáið fjögur fjólublá horn og einn grænan kross. Reynið síðan að púsla hlutunum þannig saman að þeir myndi ferhyrning. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 10 orð

Læknirinn: Tókstu púlsinn hjá sjúklingnum?

Læknirinn: Tókstu púlsinn hjá sjúklingnum? Læknaneminn: Nei, er hann... Meira
18. október 2003 | Barnablað | 81 orð

Mynda- og söguverðlaun

Fyrir nokkru auglýstum við sögu- og myndasamkeppnina "Uppáhaldsdótið mitt". Mjög margar flottar sögur og myndir bárust í keppnina og því hefur það tekið dómnefndina svolítinn tíma að velja verðlaunamyndirnar og sögurnar. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 352 orð | 4 myndir

Orkukrakkar á Stakkaborg

Þessa dagana eru margir fjögurra, fimm og sex ára krakkar uppteknir af því að fylgjast með því hvað þeir borða og hreyfa sig mikið. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Playmo

Bjarni Theodórsson, fimm ára, teiknaði þessa flottu mynd af uppáhaldsdótinu sínu en honum finnst skemmtilegast að leika sér í Playmo og segir uppáhaldskarlinn sinn vera bófa með poka og... Meira
18. október 2003 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

Skuggalegur náungi

Teiknið eftir númerunum til að komast að því hvaða skuggalegi náungi hefur skellt sér í bað á... Meira
18. október 2003 | Barnablað | 40 orð | 1 mynd

Svefninn lengir manninn

Vissuð þið að fullorðið fólk er alltaf að stækka? Samkvæmt mælingum lengist fullorðið fólk að meðaltali um 2 cm á hverri nóttu. Það gengur þó saman aftur eftir að það rís úr rekkju og nær sinni fyrri hæð á nokkrum... Meira
18. október 2003 | Barnablað | 27 orð

Svör 1.

Svör 1. Húðin 2. 650 3. 206 4. Um fimm lítrar 5. Um mínútu 6. 60 til 150 sinnum 7. 23.000 sinnum 8. Um 1.3 kíló 9. Þegar hann er 18 til 25 ára. 10. 6. Meira
18. október 2003 | Barnablað | 128 orð | 1 mynd

Te eða kaffi?

Fyrir nokkur hundruð árum þegar Gustav III var konungur Svíþjóðar deildu vitrir menn í landinu um það hvort kaffi eða te væri óhollara heilsu manna. Konungurinn greip þá til þess ráðs að fá tvo fanga, sem voru eineggja tvíburar, til að skera úr um málið. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1129 orð | 1 mynd

Að vera gella

Bíómyndin Thirteen eða Þréttán endurspeglar brenglaða sjálfsmynd og siðferðisvitund bandarískra unglingsstúlkna. Steingerður Ólafsdóttir sá myndina og veltir upp hvort heimur íslenskra unglinga eigi eitthvað sammerkt með þeim bandaríska. Einnig hvort æ naktari glennugangur og gervimennska afurða ímyndariðnaðarins ýti undir sýniþörf og kynferðislega tilburði stelpna, sem vart eru af barnsaldri. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 270 orð | 1 mynd

Best að elda ýsuna stutt

Fólk vill fá ýsuna tilbúna í pottinn, ofninn eða á pönnuna þegar það kemur til okkar að kaupa í matinn, segja þeir Kjartan Andrésson og Garðar Smárason, fisksalar í Sjávargallerýi á Háaleitisbraut. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 270 orð | 1 mynd

Djúpsteikt með súrsætu

Við fáum ferska ýsu í hús á hverjum degi enda djúpsteikt ýsa með súrsætri sósu einn vinsælasti rétturinn á okkar matseðli," segir Hilmar Sigurjónsson, matreiðslumaður hjá veitingahúsinu Nings. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 475 orð | 1 mynd

Fastur punktur í tilverunni

"Ég tók nokkra áfanga í teikningu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti fyrir mörgum árum og þetta er sjötti veturinn minn í Myndlistaskólanum í Reykjavík," sagði Margrét Sigrún Sigurðardóttir, sem er á námskeiði í Málun 4 . Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 525 orð

Fáklæddar fyrirsætur

VAKIÐ hefur athygli að fimmtán ára stúka situr fyrir á myndum sem kynna eiga undirfatatískuna í nýjasta tölublaði Mannlífs, með samþykki móður sinnar. Stúlkan er lítt klædd og að auki þykja mörgum stellingar og svipbrigði með kynferðislegum undirtóni. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 284 orð | 1 mynd

Góð þjálfun í sjóntækni

ÞÓRA Þorgilsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík síðastliðið vor og starfar í vetur í apóteki í vesturbænum. "Ég ákvað að taka mér hvíld frá bóknámi í eitt ár, en stefni á að hefja nám í Háskóla Íslands næsta haust. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 974 orð | 3 myndir

Konur sækja á karla í íþróttum

Í sumum íþróttagreinum eru konur komnar fram úr körlunum. Jóhanna Ingvarsdóttir setti upp kynjagleraugu og las út úr ýmsu að kynjasamanburður á íþróttasviðinu snýst ekki síst um völd, áhrif og jafnrétti. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 393 orð | 1 mynd

Krydd í tilveruna að keppa við karla

"MÉR finnst það vera hið besta mál að strákar og stelpur og konur og karlar keppi innbyrðis á mótum þegar það skaðar engan og hefur ekki neikvæð áhrif á annað hvort kynið," segir Ragnhildur Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í golfi, en hún bar... Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 327 orð | 1 mynd

Leirinn er lifandi efni

"Ég hef verið á vinnumarkaði í hartnær tuttugu ár, aðallega við það að nota höfuðið og miðla staðreyndum, sem getur verið ákaflega ástríðulaust til lengdar og stundum þarf maður einfaldlega að jarðtengja sig og vinna með höndunum. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 311 orð | 9 myndir

Litadýrð glitagnir og gloss

FÖRÐUN fyrir augu og varir er jafn margbreytileg og hátískan á sýningarpöllum. Tískan hefur til allrar hamingju sveiflast í það margar áttir undanfarin ár að flestir finna eitthvað við sitt hæfi. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 184 orð | 1 mynd

Maður verður að vera þolinmóður

SAROT Aromchuen er borinn og barnfæddur á Taílandi, en flutti átta ára gamall til Íslands. Hann stundar nú nám á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og er á byrjendanámskeiði í teikningu í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 225 orð

Myndlistamenn í lykilhlutverkum

UPPHAF Myndlistaskólans í Reykjavík má rekja til 1947 er Félag íslenskra frístundamálara fékk skoskan myndlistamann, Waistel Cooper, til að segja félögum til í módelteikningu. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 53 orð

Næringargildi ýsu

Næringargildi ýsu í 100 grömmum. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 396 orð | 2 myndir

Reyni að sjá bragðið fyrir mér

Ég set rétti saman í huganum og reyni að sjá bragðið fyrir mér," segir Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur (kyn.is). "Matargerð er mikið áhugamál mitt og stundum nokkuð innblásin af Jamie Oliver. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 775 orð | 2 myndir

Sitja ekki fyrir vegna peninganna

HRUND Hauksdóttir var ritstjóri tímaritsins Bleikt og blátt í tvö ár en hætti í maí sl. og var fegin því. Hún segir að margar þeirra kvenna sem birtust á myndum í Bleikt og blátt hafi litið á myndbirtinguna sem lyftistöng á framabrautinni sem fyrirsætur. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1073 orð | 4 myndir

Sjónlist

Í Myndlistaskólanum í Reykjavík fer fram þróttmikið kennslustarf í listsköpun. Sveinn Guðjónsson fann knýjandi þörf fyrir að hlýða kalli listagyðjunnar og brá sér í skólann eina kvöldstund. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 360 orð | 1 mynd

Steikta ýsan með lauksmjöri vinsælust

Þegar ég fór fyrst að elda, rúmlega tvítug, var ég kokkur á bát og þá var ýsan iðulega þverskorin og síðan soðin og borin fram með hömsum og kartöflum nú eða þá steikt upp úr raspi," segir Þórhildur Ólafsdóttir sem á ásamt eiginmanni sínum, Hannesi... Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1148 orð | 2 myndir

Sækja í viðurkenningu á líkama sínum

TVEIMUR íslenskum sextán ára stelpum fannst efni myndarinnar Thirteen um margt geta átt við hér á landi en að annað væri kannski "svolítið ýkt". Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 72 orð | 1 mynd

Tískustefna Svart leður.

Tískustefna Svart leður. Ásýnd Svört og máð augnmálning. Aðferð Veljið litlausa förðun á andlitið til þess að draga athyglina ekki frá augunum. Berið svartan augnskugga neðst á augnlokið, ekki upp á augabrún. Dreifið örlítið úr litnum yst á augnlokinu. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 40 orð | 1 mynd

Tískustefna Viktoríanskur þokki.

Tískustefna Viktoríanskur þokki. Blúndur, lífstykki. Ásýnd Rósbleikar kinnar. Aðferð Berið ljósbleikan lit fremst á kinnarnar og örlítið af sama lit á augun. Málið varir mattar og með náttúrulegum lit. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 1735 orð | 2 myndir

Tónlist er andans ostakaka

Hvaðan kemur tónlistargáfan? Af hverju eru menn misjafnlega í stakk búnir til að njóta tónlistar og skapa hana? Sveinn Guðjónsson velti þessum spurningum fyrir sér og gluggaði meðal annars í grein í The New York Times, þar sem fjallað er um málið. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 818 orð | 1 mynd

Unglingar eru skotmark

MARGAR stelpur og konur eru farnar að "kaupa" þá hugmynd að verðleikar þeirra liggi í útliti, líkama og kynþokka, og þar getur verið komin skýringin á því af hverju þær sækjast eftir því að sitja fáklæddar fyrir á myndum. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 65 orð

Ýsa með spaghettí 500 g ýsuflök...

Ýsa með spaghettí 500 g ýsuflök salt, pipar og karrý 3 msk tómatsósa 21/2 dl rifinn ostur 45% 1/2 pk. spaghetti smjör og brauðmylsna Sjóðið spaghetti og kælið. Roðflettið ýsuflök og raðið í smurt eldfast mót. Kryddið með salti, pipar, karrý og tómatsósu. Meira
18. október 2003 | Daglegt líf (blaðauki) | 442 orð | 1 mynd

Þarf tónlist að hafa einhvern tilgang?

Hún er alltaf athyglisverð pælingin um hvar í heilanum er unnið úr upplýsingunum sem á okkur dynja. Honum er enda vorkunn þessum hlaupkennda höfuðstað hugmyndanna að flokka og nýta - eða henda því sem virðist engan endi ætla að taka. Meira

Lesbók

18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð | 1 mynd

Börn og sögustundir

BÖRNUM gefst nú færi á að hlýða á barnabókahöfunda lesa úr nýjustu verkum sínum í Þjóðmenningarhúsinu alla laugardaga til 13. desember Frú Vigdís Finnbogadóttir er verndari Sögustunda. Hún ýtir átakinu úr vör kl. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 448 orð | 2 myndir

FÉRÚNIN nefndist fehu að fornu og vísar á auðlegð og búsmala, ársæld og veraldlega gnægð. Hún kann að hafa lotið þremur goðmögnum sem öll heita nöfnum er hefjast á F, það er Frigg, Frey og Freyju, en eðli þeirra tengist að einhverju leyti þessari rún. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 736 orð

Frá Gljúfrasteini að Hólmsteini

Í ÞRJÁR vikur hefur ein sérkennilegasta fréttin í menningarheiminum verið sú ákvörðun fjölskyldu Halldórs Laxness að takmarka aðgang að bréfasafni hans. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 4620 orð | 1 mynd

GLÍMAN VIÐ AUGNABLIKIÐ

Í dag fer fram í Háskólanum á Akureyri opnun og tileinkun á verkinu "Some Thames" eftir bandaríska listamanninn Roni Horn. Verkið er gjöf hennar til háskólans, en Horn segir Ísland hafa boðið henni upp á lifandi, gagnvirkt samband, er líkja má við samtal sem enn er í fullum gangi. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR fór með henni í ferðalag um Snæfellsnes og ræddi við hana um þann efnivið sem finna má í augnablikinu og um upptök og endalok sjálfsins. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 4620 orð | 3 myndir

GLÍMAN VIÐ AUGNABLIKIÐ

Í dag fer fram í Háskólanum á Akureyri opnun og tileinkun á verkinu "Some Thames" eftir bandaríska listamanninn Roni Horn. Verkið er gjöf hennar til háskólans, en Horn segir Ísland hafa boðið henni upp á lifandi, gagnvirkt samband, er líkja má við samtal sem enn er í fullum gangi. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR fór með henni í ferðalag um Snæfellsnes og ræddi við hana um þann efnivið sem finna má í augnablikinu og um upptök og endalok sjálfsins. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 557 orð | 1 mynd

Glímuskjálfti sellóleikarans

SIGURGEIR Agnarsson er ungur sellóleikari nýkominn heim frá námi. Hann hefur vakið athygli í íslenskum tónlistarheimi fyrir góðan sellóleik. Hann leikur á öðrum tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju kl. 20 annað kvöld. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1194 orð

HEILBRIGÐI ER HAGSTÆRÐ

HEILBRIGÐI skiptir sköpum fyrir velferð almennings um allan heim. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 760 orð | 2 myndir

HVENÆR BYRJAÐI SIÐMENNINGIN?

Hvað er kynjakvóti og hver eru markmið hans, geta heilafrumur fjölgað sér, hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað, hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann, hvaða nöfnum má skíra börn og hvers vegna drekkum við mjólk úr kúm en ekki til dæmis hestum? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2159 orð | 1 mynd

HVER Á HALLDÓR LAXNESS?

"Umræða undanfarnar vikur um væntanlegar ævisögur Hannesar Gissurarsonar og Halldórs Guðmundssonar um Halldór Guðjónsson benda til þess að átökum um eignarhaldið á Halldóri Laxness sé hvergi nærri lokið. Útlit er fyrir að þau geti orðið jafn spennandi og dapurleg og átökin um Skeljung, Eimskip og Íslandsbanka undanfarin misseri. Með vissum hætti er hér einnig um að ræða endurtekningu og framhald á átökum sem áttu sér stað á vettvangi íslenskrar menningar á liðinni öld." Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 609 orð | 4 myndir

Laugardagur Borgarleikhúsið kl.

Laugardagur Borgarleikhúsið kl. 15.15 Fyrstu 15:15 tónleikar vetrarins. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Voces Thules og Hafdísar Bjarnadóttur. Salurinn kl. 21 Sigrún Hjálmtýsdóttir og Valgeir Guðjónsson fagna útkomu geislaplötunnar Fuglar tímans. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 363 orð | 2 myndir

Lífssögur Welles

ORSON Welles er viðfangsefni nýjustu bókar Peter Conrad, sem í Orson Welles: the Stories of his Life eða Orson Welles: Sögur lífs hans leitast við að varpa ljósi á ævi og persónu Welles. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 262 orð | 1 mynd

MENNINGUNA Í VASA MINN

FJÁRLÖG hafa verið lögð fram og ljóst er að á niðurskurði er þörf. Ef ríkisstyrkir til menningarmála eru skornir niður þá geta skattgreiðendur fengið 5.789,2 milljónir króna í vasann sinn og geta þá veitt sér meira sem því nemur. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

MINNING UM FRAKKLAND

Mundu með mér: himinninn yfir París, þessi volduga haustlilja... Við keyptum hjörtu af blómasölustúlkunni þau voru blá og sprungu út í vatninu. Það byrjaði að rigna í stofunni okkar, og nágranni okkar, herra Le Songe*, kom inn; lítill, mjósleginn maður. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 386 orð

MYNDLIST Gallerí Hlemmur: Jon Brunberg.

MYNDLIST Gallerí Hlemmur: Jon Brunberg. Til 26. okt. Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 23: Birgir Andrésson, Sigurður Sveinn Halldórsson og Hlynur Sigurbergsson. Til 26. okt. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu: Margrét Jónsdóttir. Til 2. nóv. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 443 orð

NEÐANMÁLS -

I Menning þarf kapítal og menning er kapítal. Menn vilja eiga menningu en menn vilja ekki endilega borga fyrir menningu. Í tilvitnanadálki ofar á þessari síðu er því haldið fram að ríkið eigi alls ekki að leggja fé til menningar. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 137 orð | 1 mynd

Persónuleg verk tengd lífsþrautum

MARGRÉT Jónsdóttir listmálari opnar einkasýningu í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39 kl. 14 í dag. Sýningin ber titilinn Misskilningur er svo áhugaverður! Verkin eru unnin með eggtemperu á pappír og segir Margrét m.a. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2990 orð | 3 myndir

"RÉTTLÆTI MANNANNA ER SVERÐ"

"Samt sem áður má álykta sem svo að hann hafi lagt upp með ósvikinn metnað leikskálds í farteskinu og jafnvel ætlað sér verulegan hlut á þeim vettvangi, en sérstakar aðstæður bæði hans sjálfs og leiklistarinnar í landinu á sínum tíma hamlað því að hann fengi fullan framgang," segir í þessari grein þar sem fjallað er um leikrit Matthíasar Johannessen. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1113 orð | 2 myndir

RAMMÍSLENSKT EFNI MEÐ ALÞJÓÐLEGUM BLÆ

Fyrsta bindi Biskupa sagna kom nýverið út hjá Hinu íslenzka fornritafélagi. Af því tilefni ræddi SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR við Jónas Kristjánsson ritstjóra og Peter Foote, einn þriggja er sáu um útgáfuna. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 52 orð

SKILNAÐUR

Við mánaskinsins milda aftanljóma ég mætti þér. Því sástu ekki harmatárin hrynja af hvörmun mér. Ég horfði til þín hlýjum vonaraugum og hló við þér. Því heyrðirðu ekki hjartað brotna byltast í brjósti mér. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1506 orð | 1 mynd

TORTÍMANDI, MÓÐIR, RÍKISSTJÓRI

Eftir að hafa drepið hátt í 300 manns í kvikmyndum sem samtals höluðu inn milljarða Bandaríkjadala, sneri Schwarzenegger við blaðinu og hóf markvissa viðleitni við að breyta kvikmyndaímynd sinni yfir í friðsamlegri, fjölskylduvænni og tilfinninganæmari sálma. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

Úr Vængjahurðinni

47 Ef ég ætti að daðra við þig, færi ég í fullkomið kerfi. 48 Ef ég ætlaði samt að daðra við þig, myndi ég reka spjót í gegnum hjartað á þér. 49 En ef ég daðraði einsog almennileg manneskja, léti ég útbúa tjörn með lótusblómum. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 377 orð | 2 myndir

Van Gogh eða DaVinci?

AÐ þekkja ekki verk Monet frá Manet mættu teljast algeng mistök, en samkvæmt nýlegri könnun Encyclopedia Britannica er sá ruglingur þó aðeins toppurinn á ísjakanum. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 940 orð | 5 myndir

Viljum að listrýmið kynnist landi og þjóð

ÁSMUNDARSALUR er eitt þekktasta og glæsilegasta sýningarrými landsins en býr þó líkt og önnur listhús við ákveðna einangrun. Á sýningu Óskar Vilhjálmsdóttur og Önnu Hallin sem opnuð verður í dag kl. Meira
18. október 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1298 orð | 4 myndir

Þögult áreiti

Opið alla daga frá 11-17. Sýningu lýkur 26. október. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.