Greinar föstudaginn 31. október 2003

Forsíða

31. október 2003 | Forsíða | 91 orð | 1 mynd

Andreotti sýknaður

ÆÐSTI áfrýjunardómstóll Ítalíu sýknaði í gær Giulio Andreotti, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, af ákæru um að hafa fyrirskipað morð á blaðamanni fyrir 24 árum. Ekki er hægt að rétta aftur í málinu og því er nú lokið. Meira
31. október 2003 | Forsíða | 331 orð

Bréf Laxness talin birt í skilningi höfundarlaga

LANDSBÓKASAFNI ber að virða tilmæli Auðar Laxness um takmarkanir á aðgangi að bréfum Halldórs Laxness sjálfs en það hefur hins vegar ekki heimild til þess að hlíta fyrirmælum hennar að því er varðar bréf í safninu sem aðrir skrifuðu skáldinu. Meira
31. október 2003 | Forsíða | 136 orð

Hagvöxtur sá mesti í 19 ár

HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var 7,2%, sá mesti í 19 ár. Bendir það til, að efnahagslífið sé komið á verulegan skrið. Á öðrum ársfjórðungi var hagvöxturinn 3,3% en því hafði verið spáð, að hann yrði um 6% á þeim þriðja. Meira
31. október 2003 | Forsíða | 161 orð | 1 mynd

Óheimilt að selja hlutabréf í Yukos

RÚSSNESKIR saksóknarar tilkynntu í gær að þeir hefðu fryst 44% eignarhlut í Yukos, stærsta olíuvinnslufyrirtæki Rússlands. Þeir neituðu því þó að þeir hygðust gera hlutabréfin upptæk. Meirihluti bréfanna er í eigu auðkýfingsins Míkhaíls Khodorkovskís, sem var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir stórfelld skatt- og fjársvik. Meira
31. október 2003 | Forsíða | 35 orð | 1 mynd

Tólf evrópsk verðlaun

NÓI albínói hefur fengið tólf verðlaun á kvikmyndahátíðum í Evrópu, m.a. Norrænu kvikmyndaverðlaunin og verðlaun sem besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg. Meira

Baksíða

31. október 2003 | Baksíða | 273 orð

47 milljóna kr. sekt fyrir brot á samkeppnislögum

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Sölufélag garðyrkjumanna, Banana ehf. og Eignarhaldsfélagið Mötu í alls 47 milljóna króna sekt fyrir brot á samkeppnislögum með ólögmætu samráði um verð og markaðsmál. Meira
31. október 2003 | Baksíða | 138 orð

Afkoma Eimskips batnaði verulega

AFKOMA af flutningastarfsemi Eimskipafélags Íslands, Eimskip ehf., batnaði verulega á þriðja ársfjórðungi. Ástæðan er einkum sögð sú að flutningsmagn félagsins hafi aukist á fjórðungnum og nýting siglingakerfis félagsins hafi batnað. Meira
31. október 2003 | Baksíða | 656 orð | 6 myndir

Áfram stelpur!

Jafnréttisbaráttan heldur áfram á tuttugustu og fyrstu öldinni og enn er lengra í land en margur heldur. Kristín Heiða Kristinsdóttir leit við á sýningunni Áfram stelpur, þar sem stiklað er á stóru í baráttunni síðustu þrjá áratugi. Meira
31. október 2003 | Baksíða | 130 orð | 1 mynd

Drengur og kona létust í bílveltu

UNGUR drengur og kona létust þegar fólksbifreið fór út af veginum og valt nokkrar veltur skammt frá bænum Viðvík í Hjaltadal á fimmta tímanum síðdegis í gær. Fimm voru í bílnum; þrjár konur og tveir drengir. Móðir piltanna ók bílnum þegar slysið varð. Meira
31. október 2003 | Baksíða | 377 orð

Embætti ritara ákjósanlegra fyrir Margréti

STEFÁN Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir það hafa komið sér nokkuð á óvart að Margrét Frímannsdóttir hafi hug á að bjóða sig fram á móti honum í embætti formanns framkvæmdastjórnar á landsfundi flokksins. Meira
31. október 2003 | Baksíða | 152 orð | 1 mynd

Gen ákveða kynþroska

VÍSINDAMENN hafa fundið gen sem ákvarðar tímasetningu kynþroska barna að því er segir á netmiðli BBC . Hópur vísindamanna í Bretlandi og Bandaríkjunum segir genið stjórna próteini sem kallast GPR54. Meira
31. október 2003 | Baksíða | 88 orð | 1 mynd

Hjáveitugöngin á lokastigi

FYRSTI sameiginlegi blaðamannafundur Landsvirkjunar og verktaka sem standa að Kárahnjúkavirkjun var haldinn í vinnubúðum Landsvirkjunar við Kárahnjúka í gær. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði framkvæmdina standast tímaáætlun að mestu. Meira
31. október 2003 | Baksíða | 389 orð | 3 myndir

Kristilegt hasarblað

EKKI eru öll hasarblöð blóði drifin og stútfull af ofbeldi, þó svo að hin illu öfl komi þar við sögu. Hin kristilegu hasarblöð um Power Mark og félaga hans eru æsispennandi og full af átökum, en þau færa lesendum sínum jákvæðan boðskap kristinnar trúar. Meira
31. október 2003 | Baksíða | 80 orð

Slasaðist í bílveltu við Suðureyri

KONA var flutt með sjúkrabifreið á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði seint í gærkvöldi eftir bílveltu á Hjallavegi við Suðureyri. Meira

Fréttir

31. október 2003 | Innlendar fréttir | 152 orð

15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða dæmdi í gær karlmann á fimmtugsaldri í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og dóttur á árunum 1995 til 2001 á heimili sínu. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 316 orð

Allar Norðurlandaþjóðirnar meðal tíu efstu

MEÐ komu Íslands inn á listann yfir tíu samkeppnishæfustu þjóðir heims eru allar Norðurlandaþjóðirnar nú á meðal efstu tíu þjóða hvað samkeppnishæfni varðar. Finnland trónir á toppnum, Svíþjóð er í þriðja sæti og Danmörk í fjórða sætinu. Meira
31. október 2003 | Erlendar fréttir | 237 orð

Alræmdur orðhákur

MAHATHIR Mohamad uppfyllti væntingar manna um hefðbundin upphlaup og notaði síðustu dagana á veldisstólnum til að vekja heimsathygli. Á leiðtogafundi íslamskra ríkja fyrir nokkru sagði hann að gyðingar réðu í reynd yfir heiminum en notuðu til þess leppa. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Arnari HU breytt í Póllandi

Skagaströnd | Frystitogarinn Arnar HU kom til heimahafnar á Skagaströnd á miðvikudag eftir nokkrar breytingar á skipinu í Póllandi. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 608 orð

Á morgun

Hundar í miðbæ Reykjavíkur, Keflavíkur og Akureyar. Hundaræktarfélags Íslands hefur skipulagt árlega göngu hunda og manna niður Laugaveg í Reykjavík, laugardaginn 1. nóvember. Meira
31. október 2003 | Miðopna | 278 orð

Ber að virða aðgangstakmarkanir að bréfum skáldsins sjálfs

Í NIÐURSTÖÐUM lögfræðiálits Erlu S. Meira
31. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 69 orð

Borgarmál | Á fundi umhverfis- og...

Borgarmál | Á fundi umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur síðasta þriðjudag voru lögð fram ný drög að starfs- og fjárhagsáætlun Umhverfis- og heilbrigðisstofu fyrir árið 2004. Meira
31. október 2003 | Austurland | 46 orð

Bókasafn | Flytja á bæjarbókasafn Neskaupstaðar...

Bókasafn | Flytja á bæjarbókasafn Neskaupstaðar í nýbyggingu við grunnskóla bæjarins. Safnið hefur í fjörutíu ár verið í Egilsbúð í 50 fermetra húsnæði, en flyst í vor í 250 fermetra. Meira
31. október 2003 | Miðopna | 402 orð | 1 mynd

Breyta þarf veiðistjórn á úthafskarfa

ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir að breyta verði stjórnun veiða úr úthafskarfastofninum, eftir að nýjar upplýsingar um samsetningu hans hafi komið fram. Meira
31. október 2003 | Miðopna | 1453 orð

Bréfasafn Halldórs Laxness afhent Landsbókasafni án nokkurra kvaða

MORGUNBLAÐIÐ birtir hér orðrétt þann hluta lögfræðiálits Erlu S. Árnadóttur hrl. sem snýr beint að bréfasafni Halldórs Laxness. "Með afhendingarbréfi, dags. 16. Meira
31. október 2003 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Dauðsföllum fjölgar af völdum skógarelda

ÞREYTTIR slökkviliðsmenn hraða sér undan eldhafinu í skógi vaxinni hlíð í Simi-dalnum í Kaliforníu. Yfir 14. Meira
31. október 2003 | Miðopna | 544 orð | 1 mynd

Deilur og óvissa hrekja menn úr útgerð

SÁ ÁGREININGUR og deilur sem sífellt er viðhaldið af stjórnarandstöðunni hafa valdið því að fjöldi einstaklinga í útgerð hefur gefist upp og selt veiðirétt sinn. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð

Draugagangur

Hjálmar Freysteinsson, læknir á Akureyri, leggur út af gagnrýni Karls Sigurbjörnssonar biskups á draugasetur á Stokkseyri. Um kukl og galdra varla vil vera neitt að spauga, en víst þarf kalda Karla til að kveða niður drauga. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 343 orð

Eimskipafélagið hagnast um 2,2 milljarða króna

HAGNAÐUR af samstæðu Eimskipafélags Íslands var 2.171 milljón króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af var hagnaður af þriðja ársfjórðungi rúmir 2 milljarðar en hagnaður af fyrri helmingi ársins var 134 milljónir króna. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fagna frumvarpi | Lýðræðis- og jafnréttisnefnd...

Fagna frumvarpi | Lýðræðis- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar ályktaði á fundi sínum á miðvikudaginn um vændisfrumvarpið sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Meirihluti nefndarinnar lagði fram ályktun þar sem frumvarpinu er fagnað. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fagna frumvarpi um vændi

LÝÐRÆÐIS- og jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar hefur sent frá sér ályktun um vændisfrumvarpið svokallaða sem er nú til umræðu á Alþingi. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fallist á farbann yfir varnarliðsmanni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst í fyrradag á kröfu ríkissaksóknara um farbann á varnarliðsmanninn sem hlaut 18 mánaða fangelsisdóm í héraði 26. september fyrir tilraun til manndráps í Hafnarstræti í vor. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Fiskveiðar skotmark öfgahópa

AÐEINS ER tímaspursmál hvenær öfgasamtök sem starfa í skjóli umhverfis- og dýraverndar láta til skarar skríða gegn fiskveiðum Íslendinga að mati Eiðs Guðnasonar sendiherra sem fjallaði um ógnanir frá öfgasinnuðum umhverfissamtökum á aðalfundi... Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fjórar eldisstöðvar fengið leyfi frá 2001

FJÓRAR nýjar stöðvar fyrir eldi ferskvatnsfiska hafa fengið starfsleyfi og sótt um rekstrarleyfi eftir breytingar sem gerðar voru á lögum um lax- og silungsveiði í maí 2001. Þá fékk Samherji nýtt starfsleyfi Umhverfisstofnunar vegna 6. Meira
31. október 2003 | Austurland | 155 orð | 1 mynd

Fjögur fjölbýlishús rísa á Reyðarfirði

Reyðarfirði | Fyrirtækið Leiguíbúðir í Fjarðabyggð ehf. hefur í hyggju að byggja fjögur fjölbýlishús á Oddnýjarhæð á Reyðarfirði, með samtals 104 íbúðum. Undirbúningi miðar vel og hönnun húsanna er á lokastigi. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fjölföldun Hljóðbókagerðar sameinuð Blindravinnustofunni

FJÖLFÖLDUN Hljóðbókagerðar Blindrafélagsins hefur nú verið sameinuð Blindravinnustofunni ehf. Blindravinnustofan var stofnuð árið 1941 og er hún að fullu í eigu Blindrafélagsins. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 116 orð

Flugmenn og flugfreyjur með lausa samninga

FÉLÖG flugmanna, flugfreyja og flugumsjónarfólks eru með lausa samninga og standa kjaraviðræður yfir. Hannes G. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 193 orð

Flugslys á Fokker-flugvél sett á svið

UNDIRBÚNINGUR fyrir stóra flugslysaæfingu hófst í Vestmannaeyjum í gær en þetta er í fyrsta skipti sem æft er eftir nýrri flugslysaáætlun fyrir eyjarnar. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 151 orð

Formaður Heimdallar andmælti

ATLI Rafn Björnsson, formaður Heimdallar, segir að hann hafi greitt atkvæði gegn ályktun stjórnar Varðar, fulltrúaráðsins í Reykjavík, á fundi hans 28. október. Þar voru vinnubrögð fráfarandi stjórnar Heimdallar í aðdraganda aðalfundar hörmuð. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fræðslufundur

Fræðslufundur verður á morgun, laugardag, á vegum Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu. Fundurinn verður haldinn á Fiðlaranum, 4. hæð, á Skipagötu 14 og hefst kl. 15. Meira
31. október 2003 | Erlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Fylkja sér að baki Howards

MICHAEL Howard lýsti í gær yfir framboði sínu vegna leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins en þingmenn flokksins felldu í fyrrakvöld af stalli núverandi formann, Iain Duncan Smith, í atkvæðagreiðslu um vantraust. Meira
31. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 102 orð | 1 mynd

Fyrsti snjókarlinn rís

Hafnarfirði | Köld og hvít vetrarbirtan hefur nú tekið við af gráleitum haustdrunganum og ef marka má hverflyndi hinna íslensku veðurguða er alls óvíst hversu lengi snjórinn tórir. Meira
31. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 533 orð | 1 mynd

Gamla góða Sjallastemningin enn við lýði

EINN vinsælasti skemmtistaður landsins, Sjallinn, fagnar 40 ára afmæli sínu nú um helgina. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Gámafylli af Potter

HARRY Potter og Fönixreglan er komin út hér á landi í íslenskri þýðingu og þegar er farið að rífa hana út úr verslunum landsins. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Hafa haldið einkennum sínum

EIGENDUR landnámshænsna hér á landi hafa ákveðið að stofna með sér félag. Verður stofnfundur haldinn í Bændahöllinni, Hótel Sögu í Reykjavík, næstkomandi laugardag kl. 14. Meira
31. október 2003 | Erlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

Hafði afskrifað leiðtogavonirnar

FÆSTIR hefðu spáð því fyrir fjórum árum að Michael Howard ætti eftir að verða leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Þá vék hann úr framvarðasveit íhaldsþingmanna, að því er virtist að eigin frumkvæði. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 146 orð

Hátt í hundrað taka þátt í Þrekmeistaramótinu

BÚIST er við hátt í eitt hundrað keppendum á Þrekmeistaramót Íslands sem haldið verður á morgun, laugardaginn 1. nóvember í Íþróttahöllinni á Akureyri. Keppt er í fimm manna liðum karla og kvenna og einnig einstaklingsflokkum eldri og yngri en 39 ára. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Hekla frumsýnir Transporter

HEKLA frumsýnir í dag nýja gerð Volkswagen Transporter sem fáanlegur er í ýmsum gerðum, sem sendibíll, pallbíll og smárúta. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 33 orð

Hlutfall varaþingmanna rúm 17%

VEGNA mistaka við vinnslu fréttar blaðsins í gær var sagt að hlutfall varaþingmanna á Alþingi væri nú um 7% en hið rétta er að hlutfallið er rúm 17%. Beðist er velvirðingar á... Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Hnefaleikar og tónlist

ÞAÐ eru forréttindi að fá að vinna við tónlist, segja strákarnir í Leaves í Fólkinu í dag. Platan þeirra, Breathe , er nýkomin út í Bandaríkjunum. Meira
31. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 52 orð

Hugarflæðisfundur | Ýmsar áhugaverðar hugmyndir um...

Hugarflæðisfundur | Ýmsar áhugaverðar hugmyndir um leiðir til að efla starfsemina í miðbæ Garðabæjar komu fram á hugarflæðisfundi sem atvinnuþróunarnefnd Garðabæjar boðaði til á dögunum. Þetta kemur fram á vefsíðu Garðabæjar. Á fundinn komu m.a. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 179 orð

Í dag

Athafnakonur - sýning og ráðstefna í Þorlákshöfn. Kvennasjóður, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og atvinnu- og jafnréttisráðgjafar Byggðastofnunar standa saman að kynningu á fyrirtækjum sem eru rekin af konum. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 645 orð | 1 mynd

Kandídatar frá Háskóla Íslands

EFTIRTALDIR kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands laugardaginn 25. október sl. Guðfræðideild (4) Cand. theol. Sigríður Munda Jónsdóttir Sigurlín Huld Ívarsdóttir BA-próf í guðfræði Ása Björk Ólafsdóttir Jóhanna María Vilhelmsd. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

Kaupandinn beri refsiábyrgðina

KONUR úr íslenskum kvennasamtökum fjölmenntu á þingpalla Alþingis í gær er Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, mælti fyrir frumvarpi til laga sem kveður á um bann við kaupum á kynlífsþjónustu. Með frumvarpinu er... Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 1212 orð | 1 mynd

Kynning til frambúðar

EINS og fram kom í fréttum Morgunblaðsins í vikunni er mikill og vaxandi áhugi erlendis á nútímaíslensku, og stöðugt fleiri útlendingar sækja í að læra málið. Meira
31. október 2003 | Suðurnes | 642 orð | 1 mynd

Lagt til að veglínan verði með ströndinni

Suðurströnd | Vegagerðin leggur til að veglína nýs Suðurstrandarvegar verði með ströndinni en ekki í ofar í landinu eins og einnig hefur verið kannað. Skipulagsstofnun hefur sent skýrslu um umhverfismat til kynningar. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð

Landsfundur Samfylkingar hefst í dag

LANDSFUNDUR Samfylkingarinnar hefst kl. 17.15 að Ásvöllum í Hafnarfirði í dag, með ávarpi Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 161 orð | 2 myndir

LEIÐRÉTT

Í gær víxluðust myndir af Magnúsi Árna Skúlasyni og Magnúsi Árna Magnússyni í viðskiptablaði Morgunblaðsins. Eru upplýsingar um þá því birtar hér aftur með mynd. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 370 orð

Markmiði náð fyrr en áætlað var

DECODE genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, náði því markmiði sínu fyrr en áætlað var, að ganga ekki á handbært fé félagsins. Áætlanir deCODE höfðu gert ráð fyrir því að ekki yrði gengið á handbært fé félagsins á fjórða ársfjórðungi. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Mælt með lagafrumvarpi um vændi

FJÖLDI fólks lagði leið sína á Austurvöll í gær til að taka þátt í meðmælastöðu þar sem mælt var með hinu svonefnda vændisfrumvarpi. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 49 orð

Ný stjórn VG í Norðausturkjördæmi

Á NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi var kjörin ný stjórn. Hana skipa Valgerður Jónsdóttir formaður, Helga Erlingsdóttir, Gunnar Ólafsson, Björgvin R. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 216 orð

Opið hús hjá Súlum | Súlur,...

Opið hús hjá Súlum | Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, fagnar fjögurra ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni verður opið hús í höfuðstöðvum sveitarinnar á Hjalteyrargötu 12 á morgun, laugadaginn 1. nóvember, frá kl. 10-17. Meira
31. október 2003 | Erlendar fréttir | 286 orð

"Hryllileg sjón að sjá eldinn"

"ÞAÐ var hryllileg sjón að sjá eldinn geisa í næsta nágrenni við okkur. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 99 orð

Réttur til hvalveiða verði viðurkenndur

ÞING ungliðahreyfinga allra stjórnmálaflokka á Norðurlöndum samþykkti eftirfarandi ályktun á þingi Norðurlandaráðs ungs fólks, UNR, í Osló 26. október sl. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Ritgerðarhöfundar verðlaunaðir

VERÐLAUN hafa verið veitt í ritgerðasamkeppni Þjóðleikhússins fyrir unga leikhúsgesti sem haldin var undir yfirskriftinni "Vilt þú skrifa um leikhús? Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 676 orð | 1 mynd

Samkeppnisbrot grænmetisfyrirtækjanna nægilega sönnuð

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1. nóvember þess efnis að Sölufélag garðyrkjumanna, Bananar ehf. og Eignarhaldsfélagið Mata hefðu gerst brotleg við samkeppnislög með ólögmætu samráði um verð og markaðsmál. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 602 orð | 1 mynd

Samkeppnishæfni landsins góð

ÍSLAND færir sig upp um fjögur sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða heims sem unninn er af World Economic Forum. Ísland er nú í áttunda sæti en var í 12 sæti á síðasta ári. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 492 orð

Samkeppnisstofnun fagnar dómi Hæstaréttar

SAMKEPPNISSTOFNUN fagnar að sjálfsögðu þessum dómi," segir Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar um dóm Hæstaréttar. Meira
31. október 2003 | Austurland | 315 orð | 2 myndir

Siginn fiskur og fleiri krásir

Djúpavogi | Dvalarheimilið Helgafell á Djúpavogi var tekið í notkun árið 1995 og þar búa nú níu manns. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

SIGURODDUR MAGNÚSSON

SIGURODDUR Magnússon, rafverktaki, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 29. október, 85 ára að aldri. Siguroddur fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1918 og var sonur Magnúsar Péturssonar og konu hans Pálínu Þorfinnsdóttur. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Sigurvegarar í orkuþrautinni

VESTURLAND varð hlutskarpast í keppni á milli landsfjórðunga í Orkuþrautinni, sem var að ljúka. Keppnin fór fram í sjónvarpsþættinum Orkuboltinn sem sýndur hefur verið í Ríkissjónvarpinu síðustu vikur. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 54 orð

Skrifað undir viljayfirlýsingu í dag

NORÐURÁL, Orkuveita Reykjavíkur (OR) og Hitaveita Suðurnesja munu síðar í dag undirrita viljayfirlýsingu um orkusölu vegna stækkunar Norðuráls. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Stúdentaráð vill breytingu

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands er á móti upptöku skólagjalda við HÍ en skorar á þingmenn að ræða einkaleyfisgjald Happdrættis HÍ og telur að breyting á fyrirkomulagi þess gæti orðið fyrsta skrefið til þess að bæta fjárhagsstöðu Háskólans. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 128 orð

Styðja umsókn Færeyinga

FRJÁLSLYNDI flokkurinn styður ósk færeysku landstjórnarinnar um að fá aðild að Norðurlandaráði og norrænu ráðherranefndinni. Í yfirlýsingu frá flokknum segir að landstjórnin hafi borið fram óskina í fullu umboði Lögþings Færeyja. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 203 orð

SUS harmar ályktun Varðar

STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) harmar ályktun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem samþykkt var hinn 28. október síðastliðinn og telur hana á misskilningi byggða. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Sögufélag Dalamanna stofnað

Búðardal | Fundur var haldinn hinn 22. þessa mánaðar í Búðardal og var fundarefni stofnun sögufélags. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 105 orð

Taka hugsanlega við flugstjórn í Kabúl

HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segir það enn vera á athugunarstigi hvort Íslendingar yfirtaki hugsanlega flugstjórn á flugvellinum í Kabúl í Afganistan. Halldór segir að menn hafi verið að fara yfir kostnað vegna þessa. Meira
31. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 281 orð | 1 mynd

Tillaga um lengingu felld

Kópavogi | Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í bæjarstjórn felldi á bæjarstjórnarfundi, síðasta þriðjudag, tillögu Samfylkingar um að framlengja umsagnarfrest um tillögu að deiliskipulagi á Lundarsvæðinu um 15 daga. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Tímamót hjá klúbbnum Geysi í nýju húsnæði

VELUNNURUM klúbbsins Geysis var boðið að skoða ný húsakynni félagsins um leið og því var fagnað í gær að fjögur ár eru nú liðin frá því að starf klúbbsins hófst. Fjöldi fólks mætti til að samgleðjast aðstandendum eins og myndin ber með sér. Meira
31. október 2003 | Erlendar fréttir | 627 orð | 2 myndir

Umdeildur leiðtogi sleppir stýrinu í Malasíu

MAHATHIR Mohamad, forsætisráðherra Malasíu undanfarin 22 ár, lætur af embætti í dag en honum hefur á umdeildum valdaferli sínum tekist að gerbylta lífskjörum 25 milljón íbúa landsins. Meira
31. október 2003 | Miðopna | 459 orð

Umhverfissamtök að þróast í hryðjuverkasamtök

FJÖLMÖRG samtök sem starfa í skjóli umhverfis- og náttúruverndar í veröldinni hafa á undanförnum árum þróast í átt til hreinna hryðjuverkasamtaka að mati Eiðs Guðnasonar sendiherra. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 793 orð | 1 mynd

Uppbygging að slá öll met

Gunnar Þorgeirsson er fæddur í Reykjavík 10. júlí 1963. Hann er lærður offsetprentari, en lauk Garðyrkjuskóla í Óðinsvéum árið 1985. Árið eftir stofnsetti hann garðyrkjubú á Ártanga í Grímsnesi og hefur rekið það síðan. Gunnar er oddviti sveitarfélaga Grímsnes- og Grafningshrepps. Eiginkona er Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og eiga þau þrjú börn, Héðin Þór f. 1981, Ragnhildi f. 1985 og Freydísi f. 1990. Meira
31. október 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 150 orð

Útivistarreglur á segulspjaldi

Kópavogi | Samstarfshópur um forvarnir í Kópavogi hefur undanfarin ár sent öllum foreldrum barna í 6. bekk grunnskólanna segulspjöld með áprentuðum reglum um útivistartíma barna og minnt á mikilvægi þess að útivistarreglum sé framfylgt. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 156 orð

Varðar heimild til breytinga á lífeyrissjóðakerfinu

"Í LJÓSI mikilvægi málsins varðandi heimildir íslenska ríkisins til breytinga á lífeyrissjóðakerfinu taldi ríkisstjórnin nauðsynlegt að fá dómsniðurstöðu varðandi þetta mál," segir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, um mál fyrrverandi sjómanns... Meira
31. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 332 orð | 1 mynd

Viðtökurnar framar öllum vonum

ÓSKAR Pétursson tenórsöngvari hefur sent frá geisladiskinn "Aldrei einn á ferð," þar sem hann syngur 12 dægurlög eftir innlenda og erlenda höfunda. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 180 orð

Þakka stjórnVarðar

SJÁLFSTÆÐISMENN sem stóðu að framboði til stjórnar Heimdallar sendu frá sér svohljóðandi yfirlýsingu í gær: "Við undirrituð sem ætluðum að standa að framboði til stjórnar Heimdalls þann 1. október s.l. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

ÞORGEIR ÞORGEIRSON

ÞORGEIR Þorgeirson, rithöfundur, þýðandi og kvikmyndagerðarmaður, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi í gær. Þorgeir fæddist í Hafnarfirði 30. apríl 1933. Foreldrar hans voru Guðrún Kristjánsdóttir verkakona og Þorgeir Elís Þorgeirsson sjómaður. Meira
31. október 2003 | Innlendar fréttir | 197 orð

Þröstur náði jafntefli gegn Sokolov

ANNARRI umferð Mjólkurskákmótsins á Hótel Selfossi lauk í gær. Meira
31. október 2003 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Ævintýradansleikhús barnanna verður með sýningu í...

Ævintýradansleikhús barnanna verður með sýningu í búðarglugga Pennans/Bókvals í dag, föstudag, 31. október kl. 17.00. Fjölmörg börn taka þátt í Ævintýradansleikhúsi barnanna, sem þær Arna Valsdóttir og Anna Richardsdóttir standa nú fyrir annað árið í... Meira

Ritstjórnargreinar

31. október 2003 | Leiðarar | 254 orð

Háskólanám á landsbyggðinni

Háskólanámssetur Fræðslunets Austurlands var vígt við formlega athöfn í gær á Egilsstöðum. Meira
31. október 2003 | Staksteinar | 323 orð

- Hollvinasamtök ríkisafskipta

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar á Frelsi.is um ríkisrekstur fjölmiðla og Velunnara Ríkisútvarpsins. Meira
31. október 2003 | Leiðarar | 392 orð

Kröfur í kjarasamningum

Smátt og smátt er að koma í ljós hver verða helztu áherzluatriði í þeim kjarasamningum, sem framundan eru á vinnumarkaðnum á næstu mánuðum. Í samtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags m.a. Meira

Menning

31. október 2003 | Fólk í fréttum | 218 orð | 1 mynd

Alþingismenn taka lagið

NOKKRIR alþingismenn komu saman í stúdíói á dögunum og sungu lag inn á nýjan geisladisk, Betri tíma, sem Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands gefa út. Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 791 orð | 1 mynd

Bílabæjarbítið

Framleiðandi: Arnar Laufdal. Leikstjórn: Harold Burr og Marc Anthony. Búningar: Harold Burr og Marc Anthony. Sviðsmynd: Harold Burr. Danshöfundur: Yezmine Olson. Hljóð: Bjarni Bragi og Ásgeir Jónsson. Lýsing: Gísli Berg og Þorleifur Gíslason. Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 164 orð | 1 mynd

Drepa Billa - I.

Drepa Billa - I. hluti (Kill Bill - Vol. I.) Aðdáendur Tarantinos geta varpað öndinni léttar, meistarinn hefur engu gleymt. (H.J.) **** Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Nói albínói Hrífandi, gamansöm og dramatísk. Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 349 orð | 1 mynd

Félagar í frumskóginum

Leikstjórn: Peter Berg. Handrit: R.J. Stewart, James Vanderbilt. Aðalhlutverk: The Rock, Seann William Scott, Rosario Dawson, Christopher Walken. Lengd: 102 mín. Bandaríkin. Universal Pictures, 2003. Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 134 orð

fólk í fréttum

LEIKMYND næstu myndar Leonardos DiCaprios brann til kaldra kola í skógareldunum í Kaliforníu. Myndin heitir The Aviator , er leikstýrt af Martin Scorsese og byggist á lífi milljónamæringsins sérlundaða Howards Hughes . Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 154 orð | 1 mynd

FÖSTUDAGSBÍÓ

Fyrirsætulíf/Zoolander (2001) Svona sér Ben Stiller, aðalleikari og handritshöfundur, fyrir sér líf karlfyrirsætunnar. Sprenghlægileg á köflum. Bíórásin kl. 12/18 . Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Hvað varstu að sjá?

Hvað varstu að sjá? Mig minnir að Löður hafi verið löðrandi skemmtilegt. Hvað ertu að sjá? Ég reyni að missa ekki af Jóni Ólafs ( Af fingrum fram ), Simpsons , Everybody loves Raymond og Popppunkti (hvað annað?). Hafið bláa hafið er frábært stöff. Meira
31. október 2003 | Menningarlíf | 99 orð

Hættuleg kynni af fjölunum

SÝNINGUM á Hættulegum kynnum í Borgarleikhúsinu fer senn að ljúka, en síðustu sýningar verða í kvöld, föstudagskvöld, og annað kvöld. Hættuleg kynni eru byggð á samnefndri bók eftir Chodorlos de Laclos, en bókin kom fyrst út árið 1782. Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 302 orð | 1 mynd

Kalla myndina íslenskt eldfjall

NORSKIR gagnrýnendur halda vart vatni yfir myndinni um Nóa albínóa eftir Dag Kára en myndin var tekin til almennra sýninga í kvikmyndahúsum í Noregi í vikunni. Meira
31. október 2003 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Listaháskóli Íslands, Laugarnesi, kl.

Listaháskóli Íslands, Laugarnesi, kl. 10.30 Adam Barker-Mill myndlistarmaður fjallar um verk sín. Adam er fæddur í Englandi árið 1940 og menntaður við háskóla í Oxford og Kvikmyndaskóla Lundúna og segir hann ljósið vera drifkraft verka sinna. Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 163 orð | 1 mynd

McCartney-hjónin eignast stúlkubarn

HEATHER Mills, eiginkona tónlistarmannsins Pauls McCartneys, ól stúlkubarn í gær en barnið var tekið með keisaraskurði og fæddist mánuði fyrir tímann. Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 720 orð | 2 myndir

Minnisstæðir mansöngvar

Sextán nýjar upptökur með íslenskum ástarsöngvum í flutningi tíu íslenskra söngvara. Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 280 orð | 1 mynd

Reykjavík himnaríki

HLJÓMSVEITIN Miðnes gefur út aðra plötu sína í dag og kallast hún Alein . Fyrsta platan kom út árið 2000 og ber heitið Reykjavík Helvíti . "Hátíð í bæ," segir Freyr Eyjólfsson, Miðneskappi með meiru. Meira
31. október 2003 | Menningarlíf | 630 orð | 1 mynd

Rússíbanar á nýrri braut

Á TÍBRÁR-TÓNLEIKUM í Salnum í kvöld kl. 20 leikur gleðisveitin Rússíbanar. Að sögn Guðna Franzsonar, klarinettuleikara Rússíbana, hefur sveitin ekki spilað mikið saman að undanförnu, en er nú komin á fullt skrið aftur og með nýjan gítarleikara, Kristin... Meira
31. október 2003 | Tónlist | 1730 orð | 4 myndir

Snilldarverk fyrir þarfir heimilanna

Söngskemmtun til styrktar gluggasjóði. Krúttakórinn, Kór Kórskóla Langholtskirkju, Graduale Futuri, Gradualekór Langholtskirkju, Graduale Nobili, Kammerkór Langholtskirkju, Karlakór Íslands og nágrennis, Kór Langholtskirkju. Undirleikur: Lára Bryndís Eggertsdóttir og Jón Stefánsson. Stjórnendur m.a. Bryndís Baldvinsdóttir, Harpa Harðardóttir og Jón Stefánsson. Laugardaginn 25. október kl. 16:00. Meira
31. október 2003 | Menningarlíf | 135 orð

Sýningum lýkur

Listasafn Íslands Sýningunni Vefur lands og lita - Júlíana Sveinsdóttir lýkur á sunnudag. Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast list Júliönu en svo yfirgripsmikil sýning á verkum hennar hefur ekki verið haldin áður. Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 180 orð | 1 mynd

Úr takti

Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Öllum leyfð. (118 mín.) Leikstjórn Charles Stone III. Aðalhlutverk Nick Cannon, Orlando Jones, Zoe Saldana. Meira
31. október 2003 | Menningarlíf | 376 orð | 1 mynd

Verk Ólafs þegar orðið goðsögn

SÝNING Ólafs Elíassonar í Tate Modern-listasafninu í London heldur áfram að kalla á jákvæð viðbrögð breskra gagnrýnenda og sagði Guardian í gær verkið þegar orðið að goðsögn. Meira
31. október 2003 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Æfa Sporvagninn Girnd

ÆFINGAR á leikritinu Sporvagninum Girnd hófust í Borgarleikhúsinu á dögunum. Verkið er eitt af meistaraverkum bandaríska leikskáldsins Tennessee Williams, en hann er þekktastur fyrir Sporvagninn og verkin Glerdýrin og Köttur á heitu blikkþaki. Meira
31. október 2003 | Fólk í fréttum | 201 orð | 1 mynd

Ævintýrið heldur áfram

SAGT var frá því í síðustu viku að mynddiskur væri væntanlegur frá Foo Fighters, þar sem m.a. yrðu upptökur frá tónleikum þeirra í Laugardalshöll. Meira

Umræðan

31. október 2003 | Aðsent efni | 258 orð | 1 mynd

Að borga fyrir ýsuflakið frá í gær

HVERGI á byggðu bóli eru peningar eins rækilega tryggðir og á Íslandi. Víðast hvar annars staðar er verðgildi lánsfjármagns tryggt annaðhvort með vísitölubindingu eða með breytilegum vöxtum. Meira
31. október 2003 | Aðsent efni | 491 orð | 1 mynd

Að lifa með reisn

ÞEGAR fólk er komið á hinn löglega og virðulega aldur 67 ára, hugsa menn ennfrekar um baráttumál sinnar kynslóðar en ella. Meira
31. október 2003 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Byggðirnar og hið fjarlæga dyntótta vald peninganna

UPP á síðkastið höfum við horft upp magnað peningspil stórlaxanna í peningaheiminum. Milljarðarnir ganga á milli og fyrirtæki verða eign enn þá stærri fyrirtækja. Á nokkrum klukkustundum breytast litlir "kallar" í stóra "kalla". Meira
31. október 2003 | Aðsent efni | 740 orð | 1 mynd

Fríkirkja vitnar um trúfélagslegt lýðræði í landinu

KIRKJUÞINGSMAÐURINN og prófessorinn Pétur Pétursson segir að málflutningur minn um hróplega mismunun trúfélaga hér á landi veki "sorg og ugg meðal þeirra sem efla vilja farsælt samstarf kristinna safnaða í landinu". Meira
31. október 2003 | Bréf til blaðsins | 450 orð

Fylliríið er hafið

ÉG rak augun í forsíðufrétt Dagblaðsins um daginn og þar stóð "Fylliríið er hafið, góðærið byrjað". Meira
31. október 2003 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Glæpur eða heimska?

MENN deila um stöðu löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu, og sýnist sitt hverjum, sem verða vill. Um það ættu menn þó að geta verið sammála, að framferði framkvæmdavaldsins með setningu bráðabirgðalaga sl. Meira
31. október 2003 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Markaður þarfnast ríkis

SAMSPIL ríkis og markaðar er eitt mikilvægasta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Kreddufullir hægri menn og þeirra fylgifiskar hafa lengi stillt upp markaði sem andstæðu ríkis. Meira
31. október 2003 | Bréf til blaðsins | 281 orð

Mikil aðsókn að hjóna- og sambúðarnámskeiðum þjóðkirkjunnar

Á HAUSTINU sem nú er að líða hefur verið mikil aðsókn að hjóna- og sambúðarnámskeiðum þjóðkirkjunnar og eru þátttakendur um 6.700 talsins. Meira
31. október 2003 | Bréf til blaðsins | 376 orð | 1 mynd

Niðurlæging ljóðagerðar

ALLT frá dögum Egils Skallagrímssonar hefir íslensk ljóðagerð verið stuðluð. Án stuðla mjög oft rugl. Svona einföld hefir lengstum verið uppskriftin að því að reyna að teljast ljóðskáld. Meira
31. október 2003 | Bréf til blaðsins | 211 orð

Opið bréf vegna hugmynda um upptöku skólagjalda við HÍ

SÍÐUSTU áratugina hefur það verið leiðarstef í menntakerfi Íslendinga að öllum standi menntun til boða án þess að þurfa að greiða fyrir hana með skólagjöldum. Meira
31. október 2003 | Aðsent efni | 770 orð | 2 myndir

Óviðurkenndur atvinnusjúkdómur

ÞAÐ sameiginlega með leikurum, kennurum, talsímavörðum, söngvurum og lögfræðingum, og reyndar miklu fleiri, er að atvinna þeirra byggist nær eingöngu á raddnotkun m.ö.o. að miðla með röddinni hinu talaða eða sungna orði. Meira
31. október 2003 | Bréf til blaðsins | 961 orð

Var Shakespeare túdor-kapítalisti?

NÚ þegar Ríkarður þriðji er settur á svið í Þjóðleikhúsinu í nýstárlegri birtingarmynd Rimas Tuminas langar mig til að benda á, að ekki hafa allir verið á einu máli um afstöðu og túlkun Shakespeares á þessum dularfulla prinsi. Meira
31. október 2003 | Aðsent efni | 184 orð | 1 mynd

Vika Ríkisútvarpsins hjá Heimdalli

UNGIR sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir því að ríkisvaldið hætti afskiptum af fjölmiðlarekstri og til að minna á það baráttumál hefur Heimdallur ákveðið að tileinka þessa viku Ríkisútvarpinu. Meira
31. október 2003 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar frá Reyðarfirði söfnuðu...

Þessir duglegu krakkar frá Reyðarfirði söfnuðu 5.049 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þau eru, frá vinstri: Kristófer Dan Róbertsson, Hekla María Samúelsdóttir, Sigrún Ísey Jörgensdóttir og Rakel Dís... Meira

Minningargreinar

31. október 2003 | Minningargreinar | 2943 orð | 1 mynd

ÁSTA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR

Ásta Margrét Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1978. Hún lést á heimili sínu 23. október síðastliðinn. Móðir hennar er Björg Kjartansdóttir, f. 23. júlí 1950. Foreldrar hennar Ásta Bjarnadóttir, f. 16. febrúar 1922, og Kjartan Sæmundsson, f. 6. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2003 | Minningargreinar | 1530 orð | 1 mynd

ERIK STIG HENRIKSEN

Erik Stig Henriksen fæddist í Give á Jótlandi 27. mars 1949, en ólst upp í Horsens. Hann lést á heimili sínu í Nordborg á Als í Danmörku 25. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Verner Gudmund Henriksen yfirkennari og kona hans Aase Marie Henriksen. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2003 | Minningargreinar | 262 orð | 1 mynd

GÍSLI ANGANTÝR MAGNÚSSON

Gísli Angantýr Magnússon fæddist í Langabotni í Geirþjófsfirði 16. mars 1927. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús bóndi í Langabotni, f. 1888, d. 1966, og Hildur, f. 1892, d. 1939. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2003 | Minningargreinar | 758 orð | 1 mynd

GUDMUND KNUTSEN

Gudmund Knutsen fæddist í Osló 10. september 1923. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. október síðastliðinn. Knutsen var sonur hjónanna Gunnars Sverre Knutsen og Gudrun Marie Knutsen. Kona Knutsens var Guðný Halla Jónsdóttir ljósmóðir, f. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2003 | Minningargreinar | 968 orð | 1 mynd

JÓHANNA R. KRISTJÁNSDÓTTIR

Jóhanna Rannveig Kristjánsdóttir fæddist á Ísafirði 26. júní 1919. Hún lést á heimili sínu 23. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Sigurðardóttir, f. 11. júní 1893, d. 4. febrúar 1977, frá Harastöðum á Fellsströnd, og Kristján Jóhannesson,... Meira  Kaupa minningabók
31. október 2003 | Minningargreinar | 1692 orð | 1 mynd

JÓHANN GUNNAR FRIÐRIKSSON

Jóhann Gunnar Friðriksson fæddist á Látrum í Aðalvík 10. maí 1912. Hann lést á sjúkrahúsi Keflavíkur 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórunn María Þorbergsdóttir, f. 16. september 1884, d. 9. mars 1975, og Friðrik Finnbogason, f. 23. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2003 | Minningargreinar | 1644 orð | 1 mynd

KRISTJÁN BERGUR KRISTJÁNSSON

Kristján Bergur Kristjánsson fæddist í Fífuhvammi í Kópavogi 18. apríl 1942. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Steindór Ísaksson frá Fífuhvammi í Kópavogi, f. 24.8. Meira  Kaupa minningabók
31. október 2003 | Minningargreinar | 1272 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Sigríður Jónsdóttir fæddist á Akureyri 19. júní 1948. Hún lést á heimili sínu 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Sigrún Gunnarsdóttir, f. 21.7. 1917, frá Fossvöllum í Jökuldal, húsmóðir og verkakona, og Jón Kristinn Sigtryggsson, f.... Meira  Kaupa minningabók
31. október 2003 | Minningargreinar | 1855 orð | 2 myndir

VERA VAN THI NGUYEN

Van Thi Nguyen fæddist í Bac Ninh í Víetnam 6. maí 1959. Hún lést hinn 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Hoang Thi Tam, f. í Bac Ninh í Víetnam 1.6. 1928 og Nguyen Van Thái, f. 1918, d. 8.5. 1981. Systkini Van eru Khai Van Nguyen, f. 15.5. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. október 2003 | Viðskiptafréttir | 274 orð | 1 mynd

21,7 milljarða viðsnúningur milli ára

FLUTTAR voru út vörur fyrir 14,6 milljarða króna í septembermánuði og inn fyrir 19,2 milljarða króna fob. Vöruskiptin í september voru því óhagstæð um 4,7 milljarða króna en í september í fyrra voru þau hagstæð um 200 milljónir. Meira
31. október 2003 | Viðskiptafréttir | 148 orð | 1 mynd

Baugur sagður vilja kaupa Oasis

BAUGUR á í viðræðum um kaup á tískuvörukeðjunni Oasis Stores í Bretlandi, að því er fram kemur í Financial Times í gær. Meira
31. október 2003 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Björgólfur Thor meðal frummælenda

BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson verður meðal frummælenda á ráðstefnu í Sófíu í Búlgaríu næstkomandi mánudag, þar sem fjallað verður um einkavæðingu og fjárfestingar á Balkanskaga. Ráðstefnan er haldin á vegum Southeast Europe Economic Forum. Meira
31. október 2003 | Viðskiptafréttir | 284 orð | 2 myndir

Hafa hvatt ráðuneytið til að flýta vinnunni

SAMTÖK banka og verðbréfafyrirtækja hafa hvatt fjármálaráðuneytið til að flýta vinnu við innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla Evrópusambandsins sem mest, að sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra samtakanna, enda séu Norðurlöndin almennt mun... Meira
31. október 2003 | Viðskiptafréttir | 460 orð | 1 mynd

Persónuvernd mun skoða samstarfssamninginn

ÞESS má vænta að Persónuvernd muni nú taka samstarfssamning Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands til skoðunar, en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur Fjármálaeftirlitið lýst efasemdum um að samstarfssamningurinn standist lög. Meira

Daglegt líf

31. október 2003 | Afmælisgreinar | 365 orð | 1 mynd

ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

Tíminn líður, og við verðum öldruð áður en varir. Elín Guðmundsdóttir fæddist í Heiðarseli, nú Dalsá, í Gönguskörðum í Skagafirði 31. október 1903. Voru foreldrar hennar hjónin Lilja Kristjánsdóttir (1873-1951) og Guðmundur Þorleifsson (1854-1940). Meira

Fastir þættir

31. október 2003 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Sunnudaginn 2. nóvember verður fimmtugur Kjartan Þ. Ólafsson, alþingismaður og stöðvarstjóri Steypustöðvarinnar á Selfossi. Meira
31. október 2003 | Viðhorf | 940 orð

áhyggjur af aldri

Ég eyddi dágóðum tíma fyrir framan spegilinn það kvöldið og rýndi í and- lit mitt. Er það þroskinn sem ég ber svona augljóslega utan á mér? Eða eru það einfaldlega hrukkur? Meira
31. október 2003 | Fastir þættir | 353 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Þeir sem lesið hafa "dýragarðsbækur" Victors Mollos muna vel eftir Óskari uglu, sem aldrei spilaði sjálfur, en sat eins og ugla á stólbaki spilara og fylgdist gagnrýninn með framvindunni. Meira
31. október 2003 | Fastir þættir | 496 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridgedeild Barðstrendinga og Bridgefélag kvenna Síðasta mánudagskvöld, 27. október, lauk þriggja kvölda barómeterkeppni félagsins með næsta öruggum sigri þeirra félaga, Sveins Ragnarssonar og Vilhjálms Sigurðssonar jr. Meira
31. október 2003 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 4. október sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Þórhalli Heimissyni þau Ólöf Önundardóttir og Hörður Gunnarsson. Heimili þeirra er í... Meira
31. október 2003 | Dagbók | 254 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja . Eldri borgara starf. Brids aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15. Haustfagnaður í safnaðarheimilinu laugardaginn 25. okt. kl. 14. Bingó, kaffi og söngur með Þorvaldi. Meira
31. október 2003 | Dagbók | 481 orð

(Post. 2, 47.)

Í dag er föstudagur 31. október, 304. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu. Meira
31. október 2003 | Fastir þættir | 160 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. g3 e5 4. Rc3 g6 5. Bg2 Bg7 6. 0-0 Rge7 7. d3 0-0 8. Bg5 f6 9. Bd2 d6 10. Re1 Be6 11. Rc2 Dd7 12. He1 Bh3 13. Bh1 f5 14. Hb1 h5 15. Bg5 f4 16. Bxe7 Rxe7 17. b4 fxg3 18. hxg3 h4 19. Meira
31. október 2003 | Dagbók | 476 orð | 1 mynd

Sorgin gleymir engum

SORGIN gleymir engum og á sér hinar ýmsu myndir í lífinu. Hún getur sljóvgað, verið erfið, flókin og stundum finnst fólki það fast í viðjum hennar. Hún kallar fram ýmis viðbrögð í hugum og hjörtum fólks. Meira
31. október 2003 | Dagbók | 34 orð

SUMARKVEÐJA

Sjá! nú er liðin sumartíð, hverrar ljómi blíðu blómi hruman áður hressti lýð. Nú sjáum vér hve fastan fót allt það hefur gæfan gefur. Gráts eru hér og gleði mót. Óðfluga á tímans vagni vær öllum stundum áfram skundum; enginn honum aftrað fær. Meira
31. október 2003 | Fastir þættir | 398 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

VÍKVERJI hefur tekið eftir því að sumir hafa ekki áttað sig á því hvernig fjölmiðlun nútímans virkar. Frétt, sem sögð er í einu landi, berst um heiminn á örskotsstundu, ekki sízt eftir að Netið kom til sögunnar. Það þýðir að t.d. Meira

Íþróttir

31. október 2003 | Íþróttir | 174 orð

Birgir og Björgvin byrjuðu vel

ATVINNUKYLFINGARNIR Birgir Leifur Hafþórsson, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Geir Sveinsson, hófu leik í gær á úrtökumóti fyrir Evrópsku mótaröðina á Spáni. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 97 orð

Bogdan heiðursgestur

BOGDAN Kowalczyck, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, kemur til landsins í dag í boði Handknattleikssambands Íslands og verður á meðal heiðursgesta á landsleikjum Íslands og Póllands í Kaplakrika, Ólafsvík og í Laugardalshöll um helgina. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 228 orð

Eiður Smári lofar þrennunni fyrir Chelsea

EIÐUR Smári Guðjohnsen var vonsvikinn að hafa ekki skorað þrennu í leiknum við Notts County í ensku deildarbikarkeppninni í fyrradag en Eiður skoraði tvö mörk og var hársbreidd frá því að bæta því þriðja við. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 133 orð

Eyjólfur til Stoke City

EYJÓLFUR Héðinsson, knattspyrnumaður úr Fylki og fyrirliði 19 ára landsliðsins, heldur utan um helgina til Stoke City, en þangað hefur honum verið boðið til reynslu. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 25 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Vináttulandsleikur Kaplakriki: Ísland - Pólland 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Grindavík: UMFG - Haukar 19.15 Keflavík: Keflavík - Snæfell 19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. - KFÍ 19.15 1. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 624 orð | 1 mynd

KR tefldi á tæpasta vað

GESTRISNI KR-inga varð þeim næstum að falli í gærkvöldi þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í Vesturbæinn. Heimamenn voru alltaf með undirtökin en þegar munurinn varð upp undir tíu stig slógu þeir af þar til Tindastóll jafnaði. Á síðustu tíu sekúndum fóru síðan sex vítaskot í súginn svo að gestirnir minnkuðu muninn í 3 stig en þar við sat og KR vann 111:108. Í Breiðholtinu unnu Blikar sinn fyrsta leik í vetur er þeir lögðu ÍR að velli, 71:69. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 135 orð

KR-vörnin sterk

Það var ekki glæsilegur leikur sem boðið var upp á í gærkveldi þegar KR-stúlkur heimsóttu Grindvíkinga heim. Gestirnir fóru með sigur af hólmi 58:45 en Grindavík er í neðsta sæti deildarinnar á meðan KR er í næstneðsta sæti þegar fimm umferðum er lokið. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

* KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Tindastóls hefur gengið frá...

* KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Tindastóls hefur gengið frá samningum við bandarísku leikmennina Clifton Cook og Adrian Parks , sem hafa leikið með liðinu í úrvalsdeildinni í vetur. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 478 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Tindastóll 111:108 DHL-höllin,...

KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Tindastóll 111:108 DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, fimmtudagur 30. október 2003. Gangur leiksins: 4:0, 6:10, 13:12, 14:19, 16:23, 23:25 , 27. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 222 orð

Lárus sá um Njarðvíkinga

HAMAR vann Njarðvík, 79:76 í æsispennandi leik í Hveragerði í úrvalsdeild karla í körfuknattleik Intersportdeildinni, í gærkvöldi. Njarðvík var þó ekki langt frá því að komast í framlengingu en þriggja stiga skot þeirra skoppaði af körfuhring Hamarsmanna í þann mund sem flautan gall. Hamar var yfir allan leikinn og er það ekki síst vegna stórleiks Lárusar Jónssonar sem heimamenn lönduðu sætum sigri. Í hálfleik var staðan 49:40. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

* MANCHESTER United hefur sent Chelsea...

* MANCHESTER United hefur sent Chelsea áminningu þess efnis að Peter Kenyon , fyrrverandi forstjóri Manchester United samsteypunnar, sé ekki ennþá heimilt að vinna fyrir Chelsea , en hann sagði upp hjá Manchester í haust og réð sig til Lundúnafélagsins. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 132 orð

Marvin er brotinn á olnboga og nefi

MARVIN Valdimarsson, leikmaður Hamars í körfuknattleik, verður frá næstu þrjár til fjórar vikurnar vegna olnbogabrots sem hann varð fyrir í leik ÍR fyrir viku. Þar með er Marvin bæði nefbrotinn og olnbogabrotinn. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 656 orð

Pólverjar í miklum sóknarhug

PÓLSKA landsliðið, sem leikur við það íslenska þrjá vináttulandsleiki í handknattleik í dag, á morgun og á sunnudag, er lið sem pólska handknattleikssambandið hefur lagt mikla alúð við síðustu ár með það fyrir augum að endurheimta stöðu sína á meðal fremstu handknattleiksþjóða heims. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 324 orð

"Ætlum ekkert að spara okkur"

"VIÐ förum í þetta verkefni gegn Pólverjunum af fullum krafti og við ætlum svo sannarlega að gera okkar besta til að vinna alla þrjá leikina. Við erum ekki komnir heim til að vera í fríi eða spara okkur fyrir einhverja leiki sem eru erlendis. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Sektir og bönn hjá Arsenal

AGANEFND enska knattspyrnusambandsins, FA, úrskurðaði í gær fjóra leikmenn Arsenal í leikbann vegna óprúðmannlegrar framkomu eftir leik Manchester United og Arsenal í síðasta mánuði. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 704 orð | 2 myndir

Vörnin helsta áhyggjuefnið

DAGUR Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, reiknar með hörkuleikjum gegn Pólverjum um helgina en fyrsti leikur þjóðanna af þremur verður í Kaplakrika í kvöld. Dagur hafði vistaskipti í sumar. Hann yfirgaf Japan og hélt til Austurríkis þar sem hann þjálfar og leikur með Bregenz, einu af toppliðunum í austurrísku deildinni. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Þrír lærisveinar Bogdans með Pólverjum

ÞRÍR núverandi og a.m.k. þrír fyrrverandi lærisveinar Bogdans Kowalczyck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslendinga, eru í pólska landsliðinu sem glímir við það íslenska í þremur vináttulandsleikjum í handknattleik um helgina. Meira
31. október 2003 | Íþróttir | 168 orð

Örn, Þórey og landsliðið í handknattleik vonarstjörnur Visa

VISA EU sem er hluti af Visa International hefur ákveðið að styrkja tvo íslenska íþróttamenn og eitt lið til keppni á Ólympíuleikunum sem fram fara í Aþenu á næsta ári. Meira

Úr verinu

31. október 2003 | Úr verinu | 246 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 80 14 75...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 80 14 75 1,935 144,492 Gellur 561 561 561 27 15,147 Grálúða 186 151 183 216 39,441 Gullkarfi 70 5 52 9,578 493,722 Hlýri 163 125 146 6,152 900,497 Keila 50 7 33 5,021 167,195 Keilubland 32 32 32 65 2,080 Kinnfiskur 467 452 460... Meira

Fólkið

31. október 2003 | Fólkið | 619 orð

* Airplane ('80) hleypti lífi, fjöri...

* Airplane ('80) hleypti lífi, fjöri og nýju blóði í gamanmyndaiðnaðinn í Hollywood. Meinfyndin ádeila sem beinir spjótum sínum einkum að hádramatískum myndbálki kenndum við gangmyndina Airport . Meira
31. október 2003 | Fólkið | 186 orð | 2 myndir

Algjört hundalíf

It's A Dogs Life - PS2 It's A Dogs Life er óvenjulegur leikur fyrir Playstation 2 - einna helst má lýsa honum sem hundahermi. Leikandinn stýrir hundi, Jake, sem er að leita leiða til að frelsa tík frá hundafangaranum. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 106 orð | 3 myndir

Allt í plasti

Skíragull og silfur er ekki það eina sem hægt er að nota í skartgripi. Plast hefur átt vinsældum að fagna að undanförnu í bæði armböndum og eyrnalokkum enda er það í stíl við tísku sjöunda áratugarins en föt í þeim anda hafa fengið nýtt líf þetta... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 233 orð | 1 mynd

Anna Heiða Pálsdóttir

"Rowling hefur engar hömlur á hugmyndaflæðinu og leyfir sér að blanda því saman við húmor, sem er sérstakt," segir Anna Heiða Pálsdóttir, bókmenntafræðingur og þýðandi, en hún heldur úti heljarinnar heimasíðu um Harry Potter. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 97 orð | 1 mynd

Bassabox fyrir bíladellufólk

Rafeindavirkinn Flemming Madsen hefur undanfarin ár kennt ýmislegt varðandi hátalarasmíð við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 6 orð | 1 mynd

Bóas Lag: Your Song Sími: 900-2006...

Bóas Lag: Your Song Sími: 900-2006 SMS: Idol... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 206 orð | 1 mynd

Ekki bara kvennaíþrótt

Elín María | Hnefaleikafélagi Reykjavíkur Eru hnefaleikar semsagt ekki bara karlaíþrótt? "Augljóslega ekki." Æfa margar konur hnefaleika? "Já, þær eru nokkrar hérna hjá okkur." Hversu lengi ertu búin að vera að æfa? "Eitt ár. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 462 orð | 1 mynd

Engar dúkkulísur

Þrjár íslenskar kvennarokksveitir spila á Vídalín á laugardagskvöld og er það endapunkturinn á femínistavikunni sem senn er að ljúka. Dúkkulísurnar, Rokkslæðurnar og Heimilistónar troða upp auk Rósu Guðmundsdóttur og Stellu Hauks. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 13 orð | 1 mynd

Eva Natalja Lag: I Had the...

Eva Natalja Lag: I Had the Time of My Life Sími: 900-2001 SMS: Idol... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 98 orð | 1 mynd

Forsíðan

Forsíðumyndina tók Árni Torfason af félögunum Erni Eyjólfssyni og Gísla Sverrissyni. Ernir er tvítugur nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi á náttúrufræðibraut en Gísli er nítján ára á upplýsinga- og fjölmiðlafræðibraut í Borgarholtsskóla. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 905 orð | 3 myndir

Fótboltakappar sitja fyrir

Hugrún Ragnarsdóttir eða Huggy, eins og hún er kölluð, er einn af fáum íslenskum ljósmyndurum sem tekið hafa forsíðumynd tímarits sem dreift er um allan heim. Það gerðist fyrst þegar hún myndaði Karen Muldar fyrir forsíðu Marie Claire árið 1990. "Þetta var í fyrsta skipti sem tímaritið seldist það vel að það var prentað í þremur upplögum." Meira
31. október 2003 | Fólkið | 203 orð | 1 mynd

Galdrarnir eru krydd

Loksins er biðin á enda. Fimmta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kemur út á íslensku á morgun. Reyndar olli röð dularfullra atvika í síðustu viku því að um tíma var útlit fyrir að útgáfunni myndi seinka um nokkra daga, en allt fór vel að lokum. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 164 orð | 2 myndir

Gaui litli á lendaskýlu

Sigur Rós er tilnefnd til evrópsku MTV-verðlaunanna fyrir myndbandið við lagið Ónefnt númer eitt, í leikstjórn Floria Sigismondi. Verðlaunin verða veitt í Edinborg á fimmtudaginn og verður hátíðin að sjálfsögðu í beinni á MTV. Við fengum Dóru Ísleifsdóttur, hönnuð og myndlistarmann, og Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur, fatahönnuð, til að velja fimm bestu myndböndin með íslenskum tónlistarmönnum. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 251 orð

Heldri konur fækka fötum

Í góðgerðarskyni að sjálfsögðu, að öllu jöfnu eru félagar í Kvenfélagssamtökum Stóra- Bretlands (TWIGB), siðprúðar og pent klæddar konur sem mega ekki vamm sitt vita. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 126 orð | 3 myndir

Heldri konur fækka fötum

Í góðgerðarskyni að sjálfsögðu, að öllu jöfnu eru félagar í Kvenfélagssamtökum Stóra- Bretlands (TWIGB), siðprúðar og pent klæddar konur sem mega ekki vamm sitt vita. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 268 orð

Helen Mirren Helen Mirren (1945-) og...

Helen Mirren Helen Mirren (1945-) og Julie Walters (1950-) eru með virtari leikkonum og óvenju hugaðar í ofanálag. Æskudýrkun samtímans hefur gert það að verkum að nekt tilheyrir oftast nær ungum stúlkum og þvengmjóum. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 204 orð | 1 mynd

Hip hop og hús

Þrír af bestu kvenplötusnúðum landsins munu trylla lýðinn á Vídalín á föstudagskvöldið. Kvöldið hefst klukkan 22 þar sem DJ Sóley byrjar með harðkjarna hip hop og r´n´b. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 229 orð | 7 myndir

Hollywood skopast að sjálfri sér

Í Scary Movie 3 er að þessu sinni grínast að vinsælustu myndum ársins. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 164 orð

*http://audvaldid.

*http://audvaldid.blogspot.com/ "Quote dagsins í fréttayfirlitsmann Sjálfstæðisflokksins og hugmyndafræðing okkar úngliða. Vefur dagsins Í dag hvet ég alla til að líta á stórgóðan vef Stjórnarráðs Íslands. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 110 orð | 1 mynd

Hvað heitirðu?

Hvað heitirðu? Steinar Bjarki Magnússon. Af hverju horfir þú á Stjörnuleit? Mér finnst gaman að sjá hæfileikarík íslensk ungmenni. Bíðurðu eftir að einhver klikki eða viltu að keppendunum gangi vel? Meira
31. október 2003 | Fólkið | 86 orð | 1 mynd

Hvað heitirðu?

Hvað heitirðu? Dagmar Heiða Reynisdóttir. Af hverju horfir þú á Stjörnuleit? Mér finnst skemmtilegt að sjá fólkið syngja. Gaman að sjá hvað það getur. Oft kannast maður við einhvern líka. Bíðurðu eftir að einhver klikki eða viltu að keppendunum gangi... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 42 orð | 1 mynd

Hvað heitirðu?

Hvað heitirðu? Birna Kristinsdóttir. Af hverju horfir þú á Stjörnuleit? Það er skemmtilegt. Bíðurðu eftir að einhver klikki eða viltu að keppendunum gangi vel? Það er spennandi að sjá fólk klikka. Gengurðu með söngvarann í maganum? Nei. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 52 orð | 1 mynd

Hvað heitirðu?

Hvað heitirðu? Þorbergur Jónsson. Af hverju horfir þú á Stjörnuleit? Það er ágætis afsökun fyrir því að drekka bjór. Bíðurðu eftir að einhver klikki eða viltu að keppendunum gangi vel? Bíð eftir að einhver klikki. Gengurðu með söngvarann í maganum? Nei. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 93 orð | 1 mynd

Hvað heitirðu?

Hvað heitirðu? Örvar Jónsson. Af hverju horfir þú á Stjörnuleit? Bara til að fylgjast með hverjir eru góðir og hverjir ekki. Það er skemmtilegt að sjá hvað eru margir lélegir í þessu. Bíðurðu eftir að einhver klikki eða viltu að keppendunum gangi vel? Meira
31. október 2003 | Fólkið | 461 orð | 4 myndir

Í góðu skapi með Guðjóni

Guðjón Rúdolf: Sá maður sem kemur mér í gott skap um þessar mundir er tónlistarmaðurinn Guðjón Rúdolf, sem sendi frá sér ómótstæðilega plötu á dögunum, Minimaniu - nokkrar leiðbeiningar í alþýðutónlist fyrir byrjendu r . Meira
31. október 2003 | Fólkið | 7 orð | 1 mynd

Jóhanna Lag: Spáðu í mig Sími:...

Jóhanna Lag: Spáðu í mig Sími: 900-2005 SMS: Idol... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 287 orð

Julie Walters Kynlíf og kynþokki hefur...

Julie Walters Kynlíf og kynþokki hefur verið talsvert fjarri hlutverkum Walters í seinni tíð. Hún bætir um betur með Stúlkunum á dagatalinu og sýnir að allt er fimmtugum fært. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 111 orð

Keðjusagan

Nóttin var dimm og vindasöm. Rögnvaldur læknir var því engan veginn viss um að þetta hefði verið skothvellur sem hann heyrði þegar hann gekk upp heimreiðina að reisulegu einbýlishúsi í Mávanesi. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 674 orð | 1 mynd

Lagast ekki fyrr en eftir byltingu

Mótmælaspjöld standa um alla íbúðina og bíða þess að fá að tjá sig. Úrklippur hanga uppi um alla veggi, á bókarkápum, jafnvel á eldhúsrúllustandinum og flestar með páruðum athugasemdum eða feitletrunum. Innan um þær stendur maður með hvítt hár og skegg. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 254 orð | 1 mynd

Lauf að hausti

Haustið er tími litskrúðugra laufa. Haustið hefur líka verið tími Leaves, sem nýverið spilaði á Airwaves og sendi frá sér plötuna Breathe í Bandaríkjunum. Í bígerð er plata með glænýju efni. Drengirnir; Arnar Guðjónsson gítarleikari og söngvari, Arnar Ólafsson gítarleikari, Hallur Hallsson bassaleikari, Andri Ásgrímsson hljómborðsleikari og Nói Steinn Einarsson trommari sátu fyrir svörum. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 444 orð | 1 mynd

Lífið í Washington

Washington DC er borgin mín um þessar mundir. Hér hef ég búið í rúmt eitt ár og líkar vel. Eitt einkenna DC, eins og borgin er gjarnan kölluð, er áin Potomac sem rennur í gegnum hana miðja. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 83 orð | 1 mynd

Með stjörnur fyrir augum

Sá sjónvarpslausi þarf ekki að leita lengi að Stjörnuleit á höfuðborgarsvæðinu. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 163 orð | 1 mynd

Óttarr Proppé

"Bækurnar um Harry Potter eru svo kunnuglegar; þótt þarna séu galdrar og drekar þá er ekkert í bókunum sem við höfum ekki séð áður," segir Óttarr Proppé sem lesið hefur allar bækurnar. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 7 orð | 1 mynd

Ragnar Lag: Circle of Life Sími:...

Ragnar Lag: Circle of Life Sími: 900-2002 SMS: Idol... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 217 orð | 1 mynd

Ragnheiður Eiríksdóttir

Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistarmaður, sem oftast er kölluð Heiða, hefur lesið fjórar fyrstu bækurnar um Harry Potter tvisvar, og er hálfnuð með nýjustu bókina í annað sinn. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 118 orð | 1 mynd

Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir

"Maður sekkur alveg ofan í allar bækurnar," segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, 10 ára, sem bíður spennt eftir að íslenska þýðingin á Harry Potter komi út en þá ætlar hún að rjúka út í bókabúð og fá sér hana. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 5 orð | 1 mynd

Sessý Lag: Lately Sími: 900-2008 SMS:...

Sessý Lag: Lately Sími: 900-2008 SMS: Idol... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 95 orð | 1 mynd

Sigursteinn Gunnarsson

Sigursteinn Gunnarsson, 14 ára, hefur lesið allar bækurnar. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 491 orð | 1 mynd

Sími í myndavél

Hönnuðir og hugmyndasmiðir hjá Nokia hafa heldur en ekki unnið fyrir kaupinu sínu síðustu mánuði; á markað streyma símar og ýmislegur aukabúnaður fyrir þá. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 381 orð

Snúðarnir skemmta sér líka

Árni E * Smokebelch II - Sabres of Paradise Eðalkoníak danstónlistarinnar, fær fólk enn til að taka andköf af hrifningu. * Come Together - Primal Scream Það komu nokkur lög til greina frá þessum meisturum á listann. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 381 orð | 1 mynd

Snúðarnir skemmta sér líka

Árni E * Smokebelch II - Sabres of Paradise Eðalkoníak danstónlistarinnar, fær fólk enn til að taka andköf af hrifningu. * Come Together - Primal Scream Það komu nokkur lög til greina frá þessum meisturum á listann. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 8 orð | 1 mynd

Steinunn Camilla Lag: On My Own...

Steinunn Camilla Lag: On My Own Sími: 900-2003 SMS: Idol... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 256 orð | 2 myndir

Stigið á bensínið

Körtubílaíþróttin er í miklum blóma í Reykjanesbæ, en þar er 600 metra löng malbiksbraut. Núna, yfir veturinn, er starfsemin færð undir þak í Garðabænum, að sögn Stefáns Guðmundssonar hjá fyrirtækinu Go-Kart. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 32 orð

Stjörnuleit í kvöld

Átta ungir Íslendingar munu spreyta sig í Idol-Stjörnuleitinni í kvöld klukkan 20:30 á Stöð2. Til að kjósa geturðu hringt í númer uppáhalds keppanda þíns eða sent SMS með númeri hans á... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 284 orð | 4 myndir

Straujar brauð

Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður er ein fárra sem hafa prófað að sjóða kartöflur í fótanuddtæki og ryksuga úti. Verkin hennar ganga gjarnan út á að taka hversdaglega hluti og nota þá á annan hátt en venjulega er gert. "Af hverju ekki? Meira
31. október 2003 | Fólkið | 12 orð | 1 mynd

Svanlaug Lag: Everything I Do, I...

Svanlaug Lag: Everything I Do, I Do It for You Sími: 900-2007 SMS: Idol... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 8 orð | 1 mynd

Sæunn Lag: All 'bout the Money...

Sæunn Lag: All 'bout the Money Sími: 900-2004 SMS: Idol... Meira
31. október 2003 | Fólkið | 561 orð | 7 myndir

Útgáfan - bækur - geislaplötur - tölvuleikir

Guðmundur Steingrímsson - Dagur mannkynssögunnar Miðvikudaginn 29. október, á Degi mannkynssögunnar, kemur út skáldsagan Áhrif mín á mannkynssöguna eftir Guðmund Steingrímsson. Meira
31. október 2003 | Fólkið | 151 orð | 6 myndir

Við vissum ekki fyrir viku ...

... að gríðarlegt sólgos, eitt hið stærsta síðan vísindamenn fóru að fylgjast með því fyrirbæri fyrir 25 árum, myndi valda miklum truflunum í segulsviði jarðar. Vegna "óhagstæðra" skilyrða vöruðu þær þó ekki lengi. ... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.