Greinar laugardaginn 13. desember 2003

Forsíða

13. desember 2003 | Forsíða | 247 orð

Eftirlaunafrumvarpið verður afgreitt á mánudaginn

STEFNT er að því að afgreiða frumvarp um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins á mánudag. Önnur umræða um málið fer fram á Alþingi í dag og hefur mestöll stjórnarandstaðan horfið frá stuðningi við málið. Meira
13. desember 2003 | Forsíða | 353 orð | 1 mynd

Fylltist skelfingu og hringdi á hjálp

EINSTÆÐ þriggja barna móðir í Breiðholti missti íbúð sína í eldsvoða í gær og situr uppi húsnæðislaus með ótryggða og stórskemmda íbúð. Eldurinn átti upptök sín í sjónvarpstæki sem var í gangi og tókst konunni að bjarga sér og börnum sínum út úr íbúðinni áður en Slökkviliðið kom. Meira
13. desember 2003 | Forsíða | 225 orð

Lausn gæti dregist fram á næsta ár

FORSETI Frakklands, Jacques Chirac, sagði í gær að Frakkar myndu ekki sætta sig við róttækar breytingar á drögum að nýjum stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins. Meira
13. desember 2003 | Forsíða | 133 orð

Reykskynjarar bjarga

REYKSKYNJARI vakti íbúa í húsi við Granaskjól í Reykjavík í gærmorgun og voru fjórir fluttir á slysadeild LSH í Fossvogi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í húsinu út frá eldavél. Meira
13. desember 2003 | Forsíða | 129 orð | 1 mynd

Sir Mick

SIR Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, var sleginn til riddara í gær fyrir framlag sitt til tónlistarinnar og sést hér ásamt föður sínum, hinum 93 ára gamla Joe Jagger, eftir að hafa kropið fyrir Karli prins og þegið titilinn. Meira

Baksíða

13. desember 2003 | Baksíða | 232 orð

Áætlað markaðsverðmæti Brims 16 milljarðar króna

SAMKVÆMT lauslegum útreikningum má ætla að markaðsverðmæti Brims, sjávarútvegsarms Hf. Eimskipafélags Íslands sé 16 milljarðar króna, en í gær sendi stjórn Eimskipafélags Íslands frá sér tilkynningu þar sem segir að kanna eigi möguleika á sölu Brims ehf. Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 267 orð | 2 myndir

Einn skammt af belgískum

STEIKTAR kartöflur sem við köllum í daglegu tali franskar, eru alls ekki franskar heldur belgískar. Og bestu belgísku í heimi fást í Brussel, samkvæmt óvísindalegum skoðanakönnunum, sem m.a. hefur verið að finna í matreiðslubókum og dagblöðum. Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 176 orð | 1 mynd

Fyrsta rafræna læknabréfið

FYRSTA rafræna læknabréfið var sent út á afmælishátíð Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gær. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sendi bréfið til Péturs Péturssonar yfirlæknis á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 65 orð

Gunnar og Stefán dæma úrslitaleik á HM

ÍSLENSKU handknattleiksdómararnir Gunnar Viðarsson og Stefán Arnaldsson hafa fengið það hlutverk að dæma úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti kvennalandsliða sem fram fer í Króatíu. Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 305 orð | 1 mynd

Hlýlegt á Íslandi

Á gangi jarðhæðar Smáralindar situr þessa dagana útlenskur listmálari og málar andlitsmyndir af Íslendingum í gríð og erg. Hann heitir Emil Zahariev, 29 ára Búlgari, en hefur undanfarin sex ár búið og starfað í Bretlandi. Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 895 orð | 3 myndir

Hrifin af hollum mat

Stelpunum í 3.A í Víkurskóla finnst skemmtilegast að baka og strákarnir voru nýbúnir að búa til krakkasalat þegar gesti bar að garði. Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 578 orð | 4 myndir

Kvennakór heillar í Massa

"Brúðkaupið var augljóslega fréttnæmt því sjónvarpsmenn tóku það upp," segir Kolbrún Ólafsdóttur en Kyrjurnar sungu í sumar við brúðkaup í Dómkirkjunni í Massa á Ítalíu. Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 482 orð | 2 myndir

Lyon fræg fyrir matarmenningu

Með hverjum fórstu? "Konunni minni Birnu Einarsdóttur, veirufræðingi á rannsóknarstofu Landspítala - háskólasjúkrahúss, þremur samstarfskonum hennar og mökum þeirra." Hvað voruð þið að gera í Lyon? Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 247 orð

Meintum Vítisenglum vísað úr landi

NÍU Norðmönnum sem tengjast vélhjólasamtökunum Vítisenglum þar í landi hefur verið vísað úr landi aftur eftir að þeir voru stöðvaðir við komuna til landsins í gær ásamt tveimur liðsmönnum vélhjólaklúbbsins Fáfnis í Grindavík. Jóhann R. Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 685 orð | 1 mynd

"Auðveldar inngöngu í erlenda háskóla"

Ég hef aldrei búið erlendis en mig langaði að prófa eitthvað nýtt eftir samræmdu prófin auk þess sem námið hefur alþjóðleg viðmið. Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 48 orð | 1 mynd

Sungið af hjartans lyst

FIMM ára börn úr fjórum leikskólum í Seljahverfi í Reykjavík komu saman í Seljakirkju í gær og sungu af hjartans lyst jólalög fyrir foreldra sína, yngri skólasystkin og leikskólakennara. Meira
13. desember 2003 | Baksíða | 167 orð

Vinnumatskerfi HÍ andsnúið þýðingum

GUÐNI Elísson, lektor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, segir í viðtali í Lesbók í dag að vinnumatskerfið í skólanum sé fjandsamlegt vinnu við þýðingar og raunar enn frekar vinnu við ritstjórn. Meira

Fréttir

13. desember 2003 | Erlendar fréttir | 336 orð

1.400 verka enn saknað

STARFSMENN Konunglegu bókhlöðunnar í Kaupmannahöfn vinna nú að því hörðum höndum að útbúa geisladisk með upplýsingum um þær 1.400 verðmætu bækur sem enn er saknað úr safninu. Í vikunni var upplýst að ekkja fyrrv. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 61 orð

Aðalfundur Amerísk-íslenska verslunarráðsins , sem starfar...

Aðalfundur Amerísk-íslenska verslunarráðsins , sem starfar á Alþjóðasviði Verslunarráðs Íslands, verður haldinn í Þingholti, Hótel Holti, mánudaginn 15. desember kl. 12-14. Meira
13. desember 2003 | Miðopna | 1630 orð

Að sníða sér stakk eftir vexti

Nú um helgina ræðst hvort leiðtogum Evrópusambandsins tekst að ná samkomulagi um drög að stjórnarskrá sambandsins. Meira
13. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Aðventutónleikar | Aðventutón leikar söngdeildar Tónlistarskóla...

Aðventutónleikar | Aðventutón leikar söngdeildar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða haldnir í Laugarborg í dag, laugardaginn 13. desember kl. 14. Fram koma nemendur deildarinnar og efnisskráin að mestu tengd aðventu og jólum. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 24 orð

Afhenti trúnaðarbréf

SVERRIR Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, afhenti hinn 11. desember, Guido de Marco, forseta Möltu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Möltu með aðsetur í... Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Afhentu Mæðrastyrksnefnd fjórar milljónir

Kaupþing Búnaðarbanki gaf Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 4.000.000 kr. sl. fimmtudag. Sólon R. Sigurðsson og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjórar Kaupþings Búnaðarbanka, afhentu Hildi G. Eyþórsdóttur, formanni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, gjöfina. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð

Af skapadulum

G-strengur er ákaflega skjóllítil flík að dómi Friðriks Steingrímssonar í Mývatnssveit. Eitthvað voru menn þar um slóðir að velta þessu nafni fyrir sér og fundu nýtt orð eftir að hafa flett upp í orðabók. Meira
13. desember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 530 orð | 2 myndir

Allir landsmenn eru hvattir til að taka þátt

Allt er leyfilegt. Menn geta sent inn teikningar eða tölvupóst eða hvað sem er. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Alþingi virði rétt sjávarjarða

SAMTÖK eigenda sjávarjarða hafa sent Kristni. H. Gunnarssyni, formanni sjávarútvegsnefndar Alþingis bréf, þar sem bent er á að Alþingi hafi, með lögum um línuívilnun, enn á ný ráðstafað úr sameiginlegri auðlind án samráðs við löglega meðeigendur. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 540 orð

Ábyrgur fyrir því að veiðikortasjóður verður ónýtur

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu í samráði við lögfræðinga Umhverfisstofnunar að ekki þurfi að endurgreiða rjúpnaveiðimönnum veiðikort þrátt fyrir alfriðun rjúpunnar. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Áhugasamir um Eyjagos | Gott innlegg...

Áhugasamir um Eyjagos | Gott innlegg í Íslandssöguna var meðal annars það sem gagnrýnendur Morgunblaðsins sögðu um fyrstu bók Axels Gunnlaugssonar, Eldgos í garðinum. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Á morgun

Danssýning í Smáralind. Nemendur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar verða með danssýningu í Vetrargarðinum Smáralind sunnudaginn 14. desember kl. 13-14. Sýndir verða m.a. barnadansar, samkvæmisdansar, freestyle, break, línudans og diskódans. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 63 orð

Árétting

ÁRÉTTAÐ skal vegna fréttar blaðsins í gær um dóm Hæstaréttar í máli Tryggingastofnunar ríkisins (TR) gegn Íslenska bæklunarlæknafélaginu (ÍB), að þrír hæstaréttardómarar af fimm mynduðu meirihluta dómsins í niðurstöðu þess efnis að fallast á dómkröfur... Meira
13. desember 2003 | Árborgarsvæðið | 364 orð | 1 mynd

Bjartsýni fylgir atvinnusköpun

Selfoss | "Ég vil alltaf vera bjartsýn og vona það besta. Ég vil sjá vinnu fara af stað við sjúkrahúsið á Selfossi svo ekki verði hér meira atvinnuleysi en nú er á næstu árum. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 3857 orð | 1 mynd

Blogg um bróður

É g vakna ekki við vekjaraklukkur. Eftir öll þau ár sem ég hef vaknað við sjokkerandi upphafssetningar dagsins geta klingjandi vekjaraklukkur ekki nálgast það sem þarf til að draga mig á fætur. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 52 orð

Blústónleikar

BLÚSSVEITIN Blúsexpress heldur tónleika í Silla og Valdahúsinu í Aðalstræti í kvöld og hefst spilamennskan kl. 23. Sveitina skipa Gunnar Eiríksson, söngur og munnharpa, Matthías Stefánsson, gítar, Ingvi Rafn Ingvason, trommur og Árni Björnsson, bassi. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 116 orð

Bókavarðan opnar jólamarkað

BÓKAVARÐAN hefur opnað jólamarkað í fyrrverandi húsakynnum Íslandsbanka við Hlemmtorg í Reykjavík. Þar eru á boðstólum bækur frá ýmsum forlögum sem pakkaðar eru inn í plast til jólagjafa. Þar má m.a. Meira
13. desember 2003 | Árborgarsvæðið | 118 orð | 1 mynd

Börnin sóttu jólatréð upp í Reykjafjall

Hveragerði | Nemendur í 6. bekk Grunnskólans hafa það hlutverk fyrir jólin að ganga upp að Garðyrkjuskóla og sækja jólatré. Hefð er fyrir þessari gjöf frá Garðyrkjuskólanum og prýðir tréð anddyri Grunnskólans á aðventunni. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Eftirlaunarétturinn 500 milljóna króna virði

SAMKVÆMT útreikningum Alþýðusambands Íslands kostar breytt eftirlaunakerfi forsætisráðherra, sem felst í frumvarpi um eftirlaun æðstu embættismanna, ríkissjóð 240 milljónir króna til viðbótar. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

Eimskip kannar sölu á Brimi

STJÓRN Eimskipafélags Íslands hefur í kjölfar athugunar ákveðið að kanna möguleika á sölu dótturfyrirtækis síns, Brims ehf., sem á og rekur sjávarútvegsfyrirtækin Skagstrending, Útgerðarfélag Akureyringa og Harald Böðvarsson. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Eimskip styrkir BUGL

EIMSKIP styrkir Barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL), í stað þess að senda út jólakort til viðskiptavina sinna og ýmissa samstarfsaðila. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Ekki tekið afstöðu til tillagna stjórnar LSH

GEIR H. Meira
13. desember 2003 | Landsbyggðin | 154 orð | 1 mynd

Endurbætur og stækkun á Setbergskirkjugarði

Grundarfjörður | Frá því seinnipart sumars hefur fyrirtækið Dodds ehf. unnið að stækkun Setbergskirkjugarðs í Grundarfirði. Samfara stækkuninni var ráðist í endurbætur á eldri hlutum garðsins. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 598 orð | 1 mynd

Engin lognmolla á þingi

Engin lognmolla hefur verið á Alþingi síðustu vikuna. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 6 orð | 2 myndir

Fáðu úrslitin send í símann þinn...

Fáðu úrslitin send í símann... Meira
13. desember 2003 | Erlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Forsætisráðherraskipti í Kanada

ÖLDUNGURINN Elmer Courchene hreinsar Paul Martin með arnarfjöðrum að hefðbundum frumbyggjasið í gær, er Martin hafði svarið embættiseið forsætisráðherra Kanada. Martin tók við af Jean Chrétien, sem setið hafði í tíu ár. Meira
13. desember 2003 | Miðopna | 735 orð

Framsókn rekur flóttann

Hún er dapurleg byrjunin hjá stjórnarflokkunum á þriðja kjörtímabilinu í samstarfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Sá síðarnefndi orðinn nánast óþekkjanlegur frá því sem fyrrum var. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Færði Hjálparstarfi kirkjunnar gjöf

FÉLAGSSTARF eldri borgara í Mosfellsbæ, afhenti nýlega Hjálparstarfi kirkjunnar peningaupphæð, sem er afrakstur af seldum munum á basar. Peningarnir eru ætlaðir til hjálpar þrælabörnum á Indlandi. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 123 orð

Gáfu eitt þúsund kjúklinga

MATFUGL færði matarbúri Hjálparstarfs kirkjunnar 1.000 frosna kjúklinga sl. fimmtudag en þar stendur yfir úthlutun til bágstaddra Íslendinga. Tæplega 400 manns hafa sótt um það sem af er desember. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Gáfu sjúkralyftu

Búðardalur | Lionsklúbburinn í Búðardal gaf Dvalarheimilinu Silfurtúni sjúkralyftu nýlega. Er þetta kærkomin gjöf þar sem ekki var slík lyfta til áður og full þörf talin fyrir hana á heimilinu. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Gjöf til heilsugæslunnar

NÝLEGA afhenti stjórn Sjúkrasjóðs Höfðakaupstaðar heilsugæslunni á Skagaströnd nýtt tæki að gjöf. Tækið er leysitæki; Thor DD Lazer Therapy Unit, sem nýtist vel við verkjameðferð, einkum fyrir gigtarsjúklinga. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 179 orð

Gætu komist fyrr á eftirlaun

Í FRUMVARPI um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismenn og hæstaréttardómara eru sett almenn ákvæði um eftirlaunarétt hæstaréttardómara. Breytingarnar sem frumvarpið kveður á um veita hæstaréttardómurum sem gegnt hafa störfum við réttinn í... Meira
13. desember 2003 | Erlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Hægt að hefja embættissviptingarferli

ROLANDAS Paksas, forseti Litháens, hét því í gær að hann myndi ekki víkja úr embætti; sagði hann í viðtali við AFP -fréttastofuna að hinir raunverulegu sökudólgar kæmu í ljós í því kæruferli til embættissviptingar sem hafið er gegn honum á Litháenþingi. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 350 orð

Í dag

Lúsíutónleikar í Seltjarnarneskirkju. Árlegir Lúsíutóleikar á vegum Sænska félagsins á Íslandi verða haldnir í kvöld kl. 19.30 í Seltjarnarneskirkju. Miðaverð er 600 kr. en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 49 orð

Í höll og hreysi

Andrés H. Valberg var mikill hagyrðingur og skemmtilegur sögumaður. Hann átti jafnan síðasta orðið á fundum Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ístex ræðir flutning til Blönduóss

EIGENDUR ullarþvottastöðvarinnar Ístex í Hveragerði hafa undirritað viljayfirlýsingu um að flytja starfsemina til Blönduóss að því er kemur fram í Húnahorninu, huni. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 494 orð | 1 mynd

Ítarleg endurskoðun varnarsamstarfsins eftir áramót

ÍSLENSK og bandarísk stjórnvöld munu ræða breytingar á varnarsamstarfi landanna strax eftir áramót. Douglas Feith, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræddi umbreytingu bandaríska heraflans í Evrópu við Halldór Ásgrímsson í gærmorgun. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 394 orð

Kaup Skinnaiðnaðar á Loðskinni staðfest

GENGIÐ var í gær frá bindandi kaupsamningi milli Kaupþings Búnaðarbanka og Staka ehf., aðaleiganda Skinnaiðnaðar á Akureyri, á sútunarverksmiðjunni Loðskinni á Sauðárkróki. Meira
13. desember 2003 | Erlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Kínverskur jólasveinn

Jólasveinn í kafarabúningi fóðrar sæskjaldböku í Sædýrasafni Pekingborgar í gær. Jólin verða sífellt vinsælli í Kína eftir því sem fólk þar í landi tileinkar sér í auknum mæli vestræna... Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 349 orð

Kjaradómur ákveði álag á þingfararkaup

MEIRIHLUTI allsherjarnefndar Alþingis leggur áherslu á að tekið verði til athugunar hvort gera skuli breytingar á lögum um Kjaradóm þannig að hann geti framvegis ákvarðað álag á þingfararkaup í stað þess að sú ákvörðun sé í höndum þingmanna sjálfra. Meira
13. desember 2003 | Miðopna | 802 orð | 1 mynd

Kremlverjar hafa bæði tögl og hagldir

Löngu fyrir þingkosningarnar í Rússlandi 7. desember var hægt að sjá niðurstöðuna fyrir: sigur stuðningsmanna Vladímírs Pútíns forseta úr Edinstvo (Einingu) sem nú heitir Sameinað Rússland. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 63 orð

Kuldagallakuldi | Fimmtudagurinn var kaldur á...

Kuldagallakuldi | Fimmtudagurinn var kaldur á Norðurlandi. Svo lýsir JS fimmtudagsmorgninum á Húsavík á þingeyska fréttavefnum skarpur.is: "Kaldasti morgunninn um langt skeið.... . En morgunninn er ægifagur (orðið dregið af Ægi Eika)... Meira
13. desember 2003 | Árborgarsvæðið | 154 orð | 2 myndir

Kvenfélagið gefur glæsilegar jólagjafir

Selfoss | Kvenfélag Selfoss hélt sitt árlega jólakaffi á fimmtudag. Þá býður félagið til sín fólki úr samfélaginu og færir félögum og stofnunum gjafir. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 39 orð

Landsmót á Krókinn | Stjórn Ungmennafélags...

Landsmót á Krókinn | Stjórn Ungmennafélags Íslands ákvað á fundi sínum 6. desember sl. að fela Ungmennasambandi Skagafjarðar að halda 7. unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands árið 2004. Unglingalandsmótið verður því haldið dagana 30. júlí til 1. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 63 orð

Launamunur | Á fundi jafnréttis- og...

Launamunur | Á fundi jafnréttis- og fjölskyldunefndar Akureyrar í vikunni bar Þorlákur Axel Jónsson fram tillögu um að jafnréttisráðgjafa yrði falið að hafa samband við samtök launþega og atvinnurekenda um það hvaða þættir í kröfugerð þeirra og tilboðum... Meira
13. desember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 80 orð | 1 mynd

Listaverkið Skaut á Seltjarnarnesi

Seltjarnarnes | Listaverkið Skaut er listaverk mánaðarins á Seltjarnarnesi. Verkið, sem er eftir Tryggva Ólafsson, var keypt árið 1989 af Lista- og menningarsjóði Seltjarnarness situr á vegg í bæjarskrifstofum Seltjarnarnesbæjar. Meira
13. desember 2003 | Landsbyggðin | 134 orð

Líflegt í Jólahvammi á Blönduósi

Blönduós | Jólahvammur á Blönduósi verður opinn í dag kl. 11-20. Þar verða til sölu og sýnis handverk eftir Húnvetninga. Jólahvammurinn er í Brautarhvammi (við þjóðveginn) í elsta verslunarhúsi Kaupfélags Húnvetninga, sem byggt var árið 1898. Meira
13. desember 2003 | Suðurnes | 62 orð | 1 mynd

Ljósahús valið | Menningar-, íþrótta- og...

Ljósahús valið | Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar stendur fyrir samkeppni um Ljósahús Reykjanesbæjar 2003. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Hitaveitu Suðurnesja, eins og undanfarin ár. Fram kemur á vef bæjarins, www.rnb. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 247 orð

Ljóst að sumir bændur tapa miklum fjármunum

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 18. nóvember þess efnis að bú Ferskra afurða ehf. á Hvammstanga skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð

Lýst eftir stolinni bifreið

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir stolinni bifreið, grænni Skoda Felicia, sem stolið var frá Rauðalæk 30 á tímabilinu 6. til 7. desember. Meira
13. desember 2003 | Erlendar fréttir | 150 orð

Mannskæð átök tóbakssmyglara

TVEIR hafa verið myrtir og tveir aðrir skotnir í átökum sem talin eru tengjast auknu sígarettusmygli í New York-borg, að því er blaðið New York Post greinir frá. Aukningin kemur í kjölfar hækkunar á skattlagningu á tóbaki. Meira
13. desember 2003 | Landsbyggðin | 361 orð

Mikið framboð af öðru og ódýrara húsnæði

NEMENDUR við Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni hafa kvartað undan hárri leigu í íbúðum Byggingarfélags námsmanna, einkum vegna þess að annað og ódýrara húsnæði er í boði, og hefur komið til uppsagna námsmanna á íbúðum vegna þessa. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð

Minnihlutinn telur frumvarpið stórgallað

MINNIHLUTI sjávarútvegsnefndar Alþingis telur að frumvarp sjávarútvegsráðherra, Árna M. Mathiesen, um línuívilnun sé allt vanreifað og stórgallað. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Mun valda stórfelldum skaða á starfi spítalans

FORMAÐUR Læknafélags Íslands, Sigurbjörn Sveinsson, telur að verði starfsemi Landspítala - háskólasjúkrahúss dregin saman á næsta ári til að mæta 1.150 til 1. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 157 orð

Musso Sport frumsýndur

BÍLABÚÐ Benna frumsýnir um helgina nýjan pallbíl frá Ssang-Young. Bíllinn er hannaður út frá sama grunni og Musso-jepparnir og er þetta í fyrsta skipti sem jeppa er breytt í pallbíl en ekki öfugt. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 153 orð | 2 myndir

Nautgriparækt í hundrað ár

Fagridalur | Hinn 26. september 1903 var nautgriparæktarfélag Dyrhólahrepps stofnað og var tilgangur félagsins að bæta kúakynið í sveitinni. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 134 orð

Neitar þátttöku í skipulögðu smygli á fólki

RÚMLEGA fimmtugur Ástrali sem ákærður er fyrir skjalafals og brot á lögum útlendinga með því að hafa í hagnaðarskyni aðstoðað tvær kínverskar stúlkur frá Kína til Bandaríkjanna var leiddur fyrir rétt í gær þar sem hann neitaði sakargiftum öðrum en þeim... Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð

Ný stjórn í Félagi ferðamálafulltrúa

NÝLEGA var haldinn ársfundur Félags ferðamálafulltrúa á Íslandi, FFÍ. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Offita

Á fundi jafnréttis- og fjölskyldunefndar í vikunni var tekið fyrir erindi frá Ásu Elísu Einarsdóttur, barnalækni á FSA, þar sem hún greinir frá átaksverkefni gegn offitu barna á Akureyri og óskar eftir stuðningi frá Akureyrarbæ í formi greiðslu launa... Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 46 orð

Pfizer styrkir sjúklingasamtök

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Pfizer á Íslandi mun færa 13 samtökum á Íslandi gjöf fyrir jólin. Hvern dag fram að jólum munu jólasveinn koma með gjöf sem sjúklingar á Íslandi og aðstandendur þeirra njóta, en þeir gefa samtals 260.000 krónur. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

"Jákvætt að sjá að fólki er ekki sama"

"Ef ég væri ekki í ágætis andlegu jafnvægi hefði ég ekki skrifað þetta. Hvað þá birt þetta á Netinu. Þess vegna tók ekki langan tíma að skrifa og það var ekki erfitt. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 119 orð

"Þetta eru mikil vonbrigði"

ÞETTA eru mikil vonbrigði," sagði Gunnsteinn Björnsson, sölustjóri Loðskinns, um söluna til Skinnaiðnaðar á Akureyri en hann gerði Kaupþingi Búnaðarbanka tilboð í fyrirtækið ásamt fleiri starfsmönnum og Skagafjarðarveitum. Meira
13. desember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 388 orð | 1 mynd

Rekstrarniðurstaða jákvæð um 122 milljónir

Garðabær | Rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar Garðabæjar fyrir árið 2004 er jákvæð um rúmar 122 milljónir króna, segir í frétt frá meirihluta bæjarstjórnar. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Rekstrarvörur semja við Ríkiskaup

REKSTRARVÖRUR hafa samið við Ríkiskaup um einnota hanska sem standa til boða þeim 400 stofnunum og fyrirtækjum ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að rammasamningakerfinu. Um 10% rammainnkaupa hjá RV eiga sér nú stað rafrænt. Meira
13. desember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 148 orð | 1 mynd

Reykjaveita 60 ára

Mosfellsbær | Sextíu ár eru liðin frá því að Reykjaveita tók til starfa í Mosfellsbæ, en rúmlega helmingur þess heita vatns, sem er notað til húshitunar á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborgarsvæðinu, kemur frá veitunni. Meira
13. desember 2003 | Árborgarsvæðið | 280 orð | 1 mynd

Risagrafa við hafnargerð

STÆRSTA beltagrafa, sem flutt hefur verið til Íslands, var afhent í Þorlákshöfn í vikunni. Um er að ræða nýja gerð beltagröfu af gerðinni Caterpillar 385B. Meira
13. desember 2003 | Miðopna | 303 orð

Ríkisvæðing stjórnmálanna

Almenningur á Íslandi á ekki að greiða formönnum stjórnmálaflokka sérstök laun fyrir að gegna því embætti. Það á að vera á ábyrgð þeirra sem kjósa viðkomandi einstakling til forystu í sínum flokki. Meira
13. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 126 orð | 1 mynd

Sameinuðust um kaup á jólatré við kirkjuna

KAUPMENN á Akureyri og félög hafa sameinast um að setja upp jólatré við Akureyrarkirkju. Þar hefur um áratuga skeið, eða í um hálfa öld, verið ljósum prýtt jólatré sem Kaupfélag Eyfirðinga hefur gefið og nokkur síðustu ár hefur Kaldbakur gefið tréð. Meira
13. desember 2003 | Erlendar fréttir | 339 orð

Samið um herstjórnarmiðstöð Evrópusambandsins

LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) samþykktu í gær áform um að koma upp sjálfstæðri herstjórnarmiðstöð þaðan sem ætlunin er að stýrt verði hernaðaraðgerðum sem kann að verða gripið til í framtíðinni í nafni sameiginlegrar varnarmálastefnu sambandsins. Meira
13. desember 2003 | Erlendar fréttir | 477 orð | 1 mynd

Seldi hernum olíu frá Kúveit á tvöföldu verði

ENDURSKOÐENDUR bandaríska varnarmálaráðuneytisins sögðu í fyrradag, að dótturfyrirtæki Halliburtons, orkufyrirtækisins, sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, stýrði áður, hefði fengið 4,5 milljörðum ísl. kr. Meira
13. desember 2003 | Suðurnes | 295 orð | 1 mynd

Skemmtilegast að mála myndir

Grindavík | "Það er alltaf mikið fjör hérna. Þú hittir hins vegar illa á núna því allar konurnar skruppu til Reykjavíkur," sagði Linda Oddsdóttir, eigandi handverkshússins Sjólistar sem er í gamla bænum í Grindavík. Meira
13. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 70 orð

Skíðasvæðið opnað í dag

SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli verður opnað í dag, laugardaginn 13. desember, og verður opið frá kl. 11 til 16 sem og á morgun, sunnudag. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 273 orð

Skortir á samstarf skólastiga

FÉLAG náms- og starfsráðgjafa (FNS) sendir frá sér eftirfarandi ályktun vegna skýrslu um styttingu námstíma til stúdentsprófs: "Skýrsla um styttingu námstíma til stúdentsprófs boðar umfangsmikla endurskipulagningu á almennri bóknámsleið til... Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Slökkviliðsmenn heiðraðir fyrir að afstýra stórbruna

VÍS veitti D-vakt og yfirmönnum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins viðurkenningu í gær fyrir snör viðbrögð og vasklega framgöngu við að ráða niðurlögum elds í húsi Landsbankans við Hafnarstræti 1. desember sl. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Sonardóttir Vilhjálms Stefánssonar til landsins

GEORGINA Stefansson, sonardóttir Vilhjálms Stefánssonar, landkönnuðar, kom með Frank Thistle, eiginmanni sínum, til landsins í gær í tengslum við útkomu bókar Gísla Pálssonar, prófessors, um Vilhjálm. Meira
13. desember 2003 | Suðurnes | 474 orð

Sorpkostnaður tvöfaldast

Helguvík | Kostnaður heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum eykst mjög á næsta ári. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 568 orð | 2 myndir

Stefnt að krabbameinslækningum og hjartaþræðingum

AFMÆLISHÁTÍÐ var á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær þegar þess var minnst að 130 ár eru liðin frá upphafi sjúkrahúsrekstrar í bænum og einnig eru 50 ár liðin frá því starfsemi sjúkrahússins hófst á Eyrarlandsholti. Meira
13. desember 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 165 orð | 1 mynd

Stekkjarstaur tók lagið í Þjóðmenningarhúsi

Miðborg | Hann Stekkjarstaur staulaðist til byggða í fyrrinótt og mætti svo í Þjóðmenningarhúsið um morguninn. Þar biðu eftir honum 128 börn frá Lauganesskóla, Álftaborg, Ingunnarskóla og Grandaskóla. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 125 orð

Stórt skref að bættum kjörum

ALÞINGI samþykkti í gær frumvarp Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra um aldurstengda örorkuuppbót. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 350 orð

Styð ekki að málið sé keyrt fram

"ÉG tel að það sé margt mjög jákvætt í þessu frumvarpi. Meira
13. desember 2003 | Akureyri og nágrenni | 397 orð | 1 mynd

Stærsta fjárfesting í ferðaþjónustu í fjórðungnum lengi

GENGIÐ var formlega frá kaupsamningi vegna viðskipta eigenda Greifans eignarhaldsfélags hf. á Akureyri vegna kaupa á Hótel KEA og Hótel Hörpu, en seljendur eru Kaldbakur, KER, VÍS og Flutningar. Meira
13. desember 2003 | Erlendar fréttir | 146 orð

Stærsta frumtalan fundin

MEIRA en 200.000 tölvur leituðu í nokkur ár að stærstu, þekktu frumtölunni og fyrir skömmu skaut henni loks upp á einkatölvu Michaels Shafers, námsmanns við Michigan State-háskólann í Detroit í Bandaríkjunum. Í henni eru 6.320. Meira
13. desember 2003 | Erlendar fréttir | 227 orð | 2 myndir

Taívanar hvika hvergi

WEN Jiabao, forsætisráðherra Kína, sakaði í gær Chen Shui-bian, forseta Taívans, um blekkingar og svikabrögð, en sá síðarnefndi ítrekaði að hann myndi ekki láta neinar hótanir frá meginlandinu verða til að hann félli frá þjóðaratkvæðagreiðsluáformum... Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 137 orð

Tekur gildi fyrir næsta sumar

ÍSLENSK stjórnvöld stefna að því að undirrita nýjan fríverslunarsamning við Færeyjar snemma á næsta ári og mun hann taka gildi fyrir sumarið 2004. Þetta kemur fram í Stiklum, vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 762 orð | 1 mynd

Undirtektirnar eru jákvæðar

Gunnlaugur Björnsson fæddist á Akranesi hinn 7. maí 1958. Stúdent frá MR 1978 og BSc í eðlisfræði frá HÍ 1982. Kenndi þá í tvö ár, en lauk síðan doktorsnámi í stjarneðlisfræði frá Illinois-háskóla 1990. Vann síðan í fjögur ár við rannsóknir hjá Nordita, norrænni rannsóknarmiðstöð í eðlisfræði í Kaupmannahöfn, en hefur síðan ýmist kennt eða stundað rannsóknir á vegum HÍ eða Raunvísindastofnunar HÍ. Maki er Ástríður Jóhannesdóttir og eiga þau tvær dætur. Meira
13. desember 2003 | Erlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Valdabarátta í Washington

GEORGE W. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Vetnisvagn bilaði á Vesturgötunni

EINN af vetnisvögnunum sem Stætó BS notar á leið 2, Grandi-Vogar bilaði þegar hann var á Vesturgötu á vesturleið í gærdag. Reykur barst um vagninn og var hann rýmdur strax. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 152 orð

Vilja fjórar til fimm lóðir í Reykjavík

FORSVARSMENN Atlantsolíu áttu fund með Þórólfi Árnasyni borgarstjóra í gær vegna óskar fyrirtækisins um lóðir undir bensínstöðvar í Reykjavík. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 62 orð | 5 myndir

Þessir bekkir heimsóttu Morgunblaðið í tengslum...

Þessir bekkir heimsóttu Morgunblaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 627 orð | 2 myndir

Þýddu 805 m.kr. starfslokasamning nýkjörins forseta

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir aðspurður að eftirlaunafrumvarpið hafi verið lagt fram með stuðningi formanna stjórnmálaflokkanna fimm sem eiga fulltrúa á Alþingi. Meira
13. desember 2003 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Ægifagurt litróf skammdegisins

SÓLIN lækkar nú flugið með hverjum deginum sem líður enda nálgast vetrarsólstöður. Jólaljós sem lýsa upp skammdegið eru þó ágætis mótvægi. Meira

Ritstjórnargreinar

13. desember 2003 | Leiðarar | 768 orð

Fjárhagsvandi Landspítala - háskólasjúkrahúss

Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hvorki fjármálaráðherra né heilbrigðisráðherra væru til viðræðu um að auka fjárveitingar til spítalans. Meira
13. desember 2003 | Staksteinar | 301 orð

- Pólitísk bókmenntaverðlaun?

Jakob F. Ásgeirsson skrifar pistil í Viðskiptablaðið um Íslensku bókmenntaverðlaunin. Meira

Menning

13. desember 2003 | Menningarlíf | 260 orð | 1 mynd

Augnabliksmyndir frá Birmingham

ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri opnar sýninguna Ólíkt - en líkt í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, kl. 15 í dag. Við opnunina flytur sönghópurinn Sex í sveit frá Grundarfirði nokkur alþýðulög undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 250 orð | 1 mynd

Bana Billa - I.

Bana Billa - I. hluti (Kill Bill - Vol. I.) Aðdáendur Tarantinos geta varpað öndinni léttar, meistarinn hefur engu gleymt. (H.J.) **** Smárabíó, Regnboginn. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

Beðið eftir Hilmi

ALMENN forsala að lokamynd Hringadróttinsþríleiksins hófst í gær í Smárabíó. Myndin nefnist Hilmir snýr heim eða The Return of the King og verður þetta stærsta frumsýning allra tíma á Íslandi, en myndin verður sýnd í tíu sölum. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 164 orð | 1 mynd

Borgardætur í jólaskapi

HIÐ sívinsæla söngtríó Borgardætur sem skipað er þeim Andreu Gylfasóttur, Ellen Kristjánsdóttur og Berglindi Björk Jónasdóttur heldur jólatónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld, laugardagskvöld. Meira
13. desember 2003 | Menningarlíf | 191 orð | 1 mynd

Ferðamennska

AÐ geta sagt til um staðsetningu sína er einn þáttur í að auka öryggi ferðamanna. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill fræða og auka öryggi allra landsmanna með það að leiðarljósi að fækka slysum. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 341 orð | 2 myndir

FÓLK Í fréttum

David Beckham greiddi rúmar 25 milljónir króna til að losna undan samningi við umboðsskrifstofu sína SFX og er nú á mála hjá Simons Fullers , umboðsmanni eiginkonu sinnar Viktoríu, en sá var heilinn á bak við heimsyfirráð Spice Girls og... Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 30 orð

GRAND ROKK Hljómsveitin Atómstöðin (áður Tvö...

GRAND ROKK Hljómsveitin Atómstöðin (áður Tvö dónaleg haust) heldur útgáfutónleika í kvöld kl. 23.00 vegna nýrrar plötu, New York, Bagdad, Reykjavík . METZ Kynntur verður til sögunnar glæsilegur jólahlaðbar. NASA Miðnæturtónleikar með... Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 620 orð | 2 myndir

Heitt á könnunni?

Stuðmenn semja og leika. Hallgrímur Helgason á einn texta og Jóhann Hjörleifsson aðstoðaði við slagverksleik. Stuðmenn skipa Egill Ólafsson, Ragnhildur Gísladóttir, Ásgeir Óskarsson, Tómas Tómasson, Þórður Árnason, Eyþór Gunnarsson og Jakob F. Magnússon. Addi 800 hljóðritaði og -blandaði. Stuðmenn stýrðu upptökum og útsetningum í samstarfi við Adda 800. Forritun var í höndum Arnþórs Örlygssonar en um hljómjöfnun sá Bjarni Bragi Kjartansson. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 812 orð | 1 mynd

Hnotubrjótur Ellingtons og Tsjajkovskíjs

Einar St. Jónsson, Snorri Sigurðarson, Kjartan Hákonarson og Örn Hafsteinsson trompetar og flygilhorn; Samúel Jón Samúelsson, Björn R. Einarsson og Sigurður Þorbergsson básúnur; David Bobroff bassabásúnu; Sigurður Flosason, Stefán S. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 65 orð | 1 mynd

Hvað varstu að horfa á?

Hvað varstu að horfa á? Nýja mynd eftir Tinnu Gunnlaugsdóttur, sem við unnum í sumar útí Hrísey. Myndin er sjónvarpsmynd og heitir Mynd fyrir afa og verður sýnd í Ríkissjónvarpinu á á jóladag. Hvað ertu að horfa á? Meira
13. desember 2003 | Menningarlíf | 764 orð | 1 mynd

Í fyrsta sinn tvö ein saman á tónleikum

Ég hef vinninginn, - ég er búin að vera hérna í rúm fjörutíu ár, - Jón bara í þrjátíu og níu og hálft! Meira
13. desember 2003 | Menningarlíf | 76 orð

Jóladraumur Dickens á Ísafirði

LITLI leikklúbburinn frumsýnir í dag kl. 14 nýja leikgerð af Jóladraumi Charles Dickens á Sundhallarloftinu við Austurveg á Ísafirði. Meira
13. desember 2003 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Jólaskemmtun Hugleiks í Kaffileikhúsinu

JÓLASKEMMTUN leikfélagsins Hugleiks 2003 verður í Kaffileikhúsinu í kvöld og annað kvöld kl. 20. Efnið er að mestu leyti frumflutt, bæði tónlist og leikþættir. M.a. Meira
13. desember 2003 | Menningarlíf | 211 orð | 1 mynd

Klassískt jólakonfekt

KaSa hópurinn, Kammerhópur Salarins, leikur sígildar perlur á tvennum jólatónleikum Salarins á morgun, sunnudag. Meira
13. desember 2003 | Menningarlíf | 255 orð | 1 mynd

Kristinn og Jónas í Washington

KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson héldu tónleika sl. mánudag í sendiherrabústaðnum í Washington D.C. fyrir fullu húsi áheyrenda. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 211 orð | 3 myndir

Laugardagsbíó

SJÖ ÁRA KLÁÐINN/ The Seven Year Itch (1955) Merkilega ferskur kynlífsfarsi miðað við aldur, enda í leikstjórn Billy Wilders. Svo er þetta myndin þar sem kjóllinn hennar Marilyn Monroe fer á flug. Bíórásin kl. Meira
13. desember 2003 | Menningarlíf | 185 orð

Parfyme í GUK+

UM liðna helgi opnaði fyrsti hluti nýrrar sýningar í GUK+ í Lejre í Danmörku. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Plötusnúðar og lifandi raftónlist

DANSTÓNLISTIN mun duna á skemmtistaðnum Kapital í kvöld þar sem plötuútgáfan New Icon Recors mun halda heljarinnar danspartí. Meðal þeirra sem sjá um að halda uppi stuði eru DJ Tommi White, DJ Grétar, DJ Margeir og DJ Doddi. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 417 orð | 3 myndir

"Stend mig illa í kvenhlutverkunum"

LEIKARAPRUFUR, viðtöl og tónlistarmyndbönd eru á meðal aukaefnis sem finna má á nýútkomnum mynddiski með myndinni Maður eins og ég eftir Róbert Douglas. Hljóð og mynd eru á stafrænu formi og hægt er að horfa á myndina með enskum texta. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 340 orð | 3 myndir

R.

R. Kelly og Beyoncé fengu flest verðlaun, eða fern hvort, á Billboard-tónlistarverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í Bandaríkjunum í vikunni. 50 Cent var hins vegar tilnefndur í flestum flokkum og hlaut þrenn verðlaun. Meira
13. desember 2003 | Menningarlíf | 811 orð | 2 myndir

Sjáið tindinn! Þarna fór ég

Öld er nú liðin frá því að liðsmenn danska herforingjaráðsins hófu áratugalangt sprang sitt um grundir og mela Íslands í þeim tilgangi að kortleggja landið sem allra nákvæmast. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 426 orð | 1 mynd

Tíu þúsund öskrandi smástelpur

EINN af heitustu hipp hopp plötusnúðum New York borgar, Mark Ronson er staddur hér á landi og ætlar hann að spila á skemmtistaðnum Pravda í kvöld, laugardagskvöld. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 61 orð | 1 mynd

...útgáfutónleikum Írafárs

ÞAÐ hefur vart farið framhjá nokkrum aðdáanda Írafárs að sveitin er búin að gefa út nýja plötu sem heitir Nýtt upphaf . Eins og tilheyrir hélt sveitin útgáfutónleika á dögunum í Austurbæ þar sem hún tók lögin af nýju plötunni og fleiri til. Meira
13. desember 2003 | Fólk í fréttum | 265 orð | 1 mynd

Vill leika í íslensku myndinni Guy X

BANDARÍSKI leikarinn Jason Biggs sem flestir þekkja úr unglingamyndunum vinsælu American Pie hefur lýst yfir áhuga á að leika aðalhlutverkið í myndinni Guy X sem Íslenska kvikmyndasamsteypan er að gera ásamt breskum og kanadískum framleiðendum. Meira

Umræðan

13. desember 2003 | Aðsent efni | 891 orð | 1 mynd

Fjárfestingin skilar góðum arði

Ákveðin vatnaskil urðu haustið 2001 þegar samgönguráðherra ákvað að beita sér fyrir að Alþingi veitti stóraukna fjármuni til kynningarmála í kjölfar hryðjuverkanna 11. september það ár. Meira
13. desember 2003 | Aðsent efni | 710 orð | 5 myndir

Hornhimnuígræðslur - fyrstu líffæraflutningarnir

Árið 1981 var framkvæmd fyrsta hornhimnuígræðslan á augndeildinni og hafa síðan verið framkvæmd rúmlega 150 hornhimnuskipti á deildinni. Meira
13. desember 2003 | Aðsent efni | 439 orð | 1 mynd

Langir fingur ríkisvaldsins

Það væri ekki slæmt ef hver sem er gæti nú sett lög sem færðu honum slíkar tekjur úr vösum almennings fyrir að gera nákvæmlega ekkert. Meira
13. desember 2003 | Aðsent efni | 1030 orð

Launakjör þingmanna

Svo vil ég líka taka undir með verkalýðsforystunni um eftirlaunaréttindin. Meira
13. desember 2003 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

Launaskrið helsta orsök rekstrarvanda Landspítala

Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir þá skoðun Samtaka verslunarinnar að það er ekki lyfjakostnaður heldur fyrst og fremst stóraukinn launakostnaður sem hefur sett rekstur LSH úr skorðum. Meira
13. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 293 orð

Mál Hjálmars Björnssonar

UM leið og undirritaður þakkar Morgunblaðinu fyrir vandaðan fréttaflutning af máli Hjálmars Björnssonar óskar hann fyrir hönd fjölskyldu sinnar eftir að koma eftirtöldum athugasemdum á framfæri vegna fjölmiðlaumræðu síðustu vikna: Réttarkrufning á... Meira
13. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 98 orð

Opið bréf til Péturs H. Blöndals

UNGIR jafnaðarmenn óska hér með eftir því að Pétur H. Blöndal, tryggingastærðfræðingur, 3. Meira
13. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 589 orð

Stjórnvöld á egófylliríi

ÞEIR eru glæsilegir jólapakkarnir sem almenningur fær frá ríkisstjórninni þessa dagana. Meira
13. desember 2003 | Aðsent efni | 313 orð | 1 mynd

Styðjum Mæðrastyrksnefnd

... er þó aðalatriðið það að einkennilegar starfsaðferðir og furðulegar yfirlýsingar og skýringar fyrrverandi formanns skaði ekki nefndina meira en orðið er. Meira
13. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 299 orð

Var Davíð með vökustaur andvökunóttina löngu?

ÞAÐ VAR dapur og þreyttur forsætisráðherra, sem kom fram fyrir þjóð sína eftir langa andvökunótt fyrir um það bil mánuði síðan, og lýsti vandlætingu sinni yfir græðgi tveggja bankastjóra, hann fór síðan í bankann og tók út peninganna sína, 400 þúsund... Meira
13. desember 2003 | Bréf til blaðsins | 478 orð | 1 mynd

Örlagarík verslunarferð ÉG heiti Jóna Rún...

Örlagarík verslunarferð ÉG heiti Jóna Rún og er þriggja ára og ég fór með mömmu minni fyrir stuttu að versla í IKEA. Ég er orðin frekar stór þannig að ég sit ekki lengur í sætinu á innkaupakerrum heldur fer ég ofan í þær. Meira

Minningargreinar

13. desember 2003 | Minningargreinar | 429 orð | 1 mynd

AUÐUR KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR

Auður Kristín Sigurðardóttir, Syðri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum, fæddist á Kúfhóli í sömu sveit 6. janúar 1935. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Krosskirkju í Austur-Landeyjum 29. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2003 | Minningargreinar | 1934 orð | 1 mynd

BALDVIN GRANI BALDURSSON

Baldvin Grani Baldursson fæddist á Ófeigsstöðum í Kinn 29. júlí 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 6. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2003 | Minningargreinar | 546 orð | 1 mynd

BÁRA JÓNSDÓTTIR

Bára Jónsdóttir fæddist á Akureyri 19. desember 1908. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Herdís Kristjánsdóttir kona hans. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2003 | Minningargreinar | 5349 orð | 1 mynd

GÍSLI HELGASON

Gísli Helgason fæddist á Holtastíg 10 í Bolungavík 23. júlí 1938. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar laugardaginn 6. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Anna Svandís Gísladóttir húsmóðir, f. 31.7. 1908, d. 26.7. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2003 | Minningargreinar | 2393 orð | 1 mynd

HELGA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR

Helga Kristín Sigurðardóttir fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 30. júní 1944. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. desember síðastliðinn. Foreldrar Helgu voru hjónin Sigurður Árnason, f. 27. maí 1912, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2003 | Minningargreinar | 402 orð | 1 mynd

JÓHANNA MARÍA GESTSDÓTTIR

Jóhanna María Gestsdóttir fæddist í Bakkagerði í Svarfaðardal 14. janúar 1925. Hún lést 15. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seltjarnarneskirkju 26. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2003 | Minningargreinar | 5195 orð | 1 mynd

MAGNÚS HELGI ÞÓRÐARSON

Magnús Helgi Þórðarson fæddist á Stöðvarfirði 16. júlí 1917. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Solveig María Sigbjörnsdóttir, f. í Vík í Fáskrúðsfirði 12. janúar 1885, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2003 | Minningargreinar | 785 orð | 1 mynd

MARÍA JÓHANNSDÓTTIR

María Jóhannsdóttir fæddist á Hólmum í Reyðarfirði 25. maí 1907. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 5. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 12. desember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2003 | Minningargreinar | 396 orð | 1 mynd

MARÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR

María Þorgrímsdóttir fæddist á Húsavík í S-Þingeyjarsýslu 22. júlí 1944. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi að kveldi laugardagsins 23. ágúst síðastliðins og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju 29. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2003 | Minningargreinar | 1810 orð | 1 mynd

ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR

Oddný Ólafía Sigurðardóttir, eða Lóa eins og hún var ætíð kölluð, fæddist í Hlíðarhúsi í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1916. Hún lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, sunnudaginn 7. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2003 | Minningargreinar | 461 orð | 1 mynd

RÖGNVALDUR JÓNSSON

Rögnvaldur Jónsson fæddist í Réttarholti í Skagafirði 29. ágúst 1908. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki 1. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Flugumýrarkirkju 11. október. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Ísland í 10. sæti í upplýsingatækni

ÍSLAND er í tíunda sæti yfir þær þjóðir sem nýta upplýsingatæknina best til að auka hagvöxt. Meira
13. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 1271 orð | 1 mynd

Íslenski markaðurinn fyrri til að ná sér

Karin Forseke, forstjóri Carnegie-fjárfestingarbankans, segir að engin frumútboð hlutabréfa hafi átt sér stað í 18 mánuði í Svíþjóð. Þóroddur Bjarnason hlustaði á erindi Forseke í Sunnusal í gær og ræddi stuttlega við hana um leiðtoga og myndlist. Meira
13. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 119 orð | 1 mynd

Kaupréttur hjá Flugleiðum

STJÓRN Flugleiða hefur samþykkt að veita 19 stjórnendum félagsins kauprétt á hlutabréfum í félaginu 1. desember árið 2005 á því meðalgengi sem var á bréfum í félaginu síðastliðna fimm viðskiptadaga. Meira
13. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 57 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi bre...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi bre yt.% Úrvalsvísitala aðallista 2.078,02 0,55 FTSE 100 4.347,60 0,38 DAX í Frankfurt 3.860,13 0,03 CAC 40 í París 3. Meira
13. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 17 orð

Lokagildi vísitalna

VEGNA tæknilegra ástæðna er lokagildi helstu hlutabréfavísitalna og einstakra félaga birt á viðskiptasíðu, bls. 18, í... Meira
13. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 244 orð | 1 mynd

Samdráttur hjá Benetton

Tískuvöruframleiðandinn Benetton hefur sagt að sala fyrirtækisins muni dragast saman um 29% í ár og verða jafnvirði rúmra 130 milljarða króna. Meira
13. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Stofnandi Gap víkur

STOFNANDI bandarísku verslunarkeðjunnar Gap, Donald Fisher, hefur ákveðið að hætta sem stjórnarformaður félagsins í maí á næsta ári. Meira
13. desember 2003 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Telenor kaupir danskt símafyrirtæki

TELENOR hefur keypt 46,5% hlut í danska símafyrirtækinu Sonofon sem er næst stærsta símafyrirtæki Danmerkur, að því er fram kemur í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings Búnaðarbanka. Meira

Fastir þættir

13. desember 2003 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 13. desember, er fimmtugur Valbjörn Steingrímsson, Flúðabakka 27, Blönduósi. Eiginkona hans er Álfhildur R. Halldórsdóttir . Þau eru að heiman í... Meira
13. desember 2003 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 13. desember, er fimmtug Ólöf de Bont. Hún dvelur ásamt eiginmanni sínum, Forna Eiðssyni , í Skotlandi á... Meira
13. desember 2003 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Elías Steinar Skúlason, prentari , er sextugur í dag, laugardaginn 13. desember. Hann og kona hans, Kittý María Jónsdóttir, munu taka á móti gestum í sal Félags bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21, á afmælisdaginn frá klukkan... Meira
13. desember 2003 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 14. desember, verður sextug Anna Karelsdóttir til heimilis að Kirkjustétt 7a. Eiginmaður hennar er Sigurður Már... Meira
13. desember 2003 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 13. desember, er sjötug Sigríður Atladóttir, Laxamýri Suður-Þing. Hún og maður hennar, Vigfús B. Jónsson , verða að heiman á... Meira
13. desember 2003 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Þorsteinn Þorsteinsson, Skálpastöðum, Borgarfirði verður sjötugur þriðjudaginn 16. desember. Hann tekur á móti gestum í veiðihúsinu við Grímsá í dag laugardaginn 13. desember frá kl.... Meira
13. desember 2003 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Áttræður er í dag, laugardaginn 13. desember, Loftur Jóhannsson, áður vélstjóri við Ljósafoss . Í tilefni dagsins býður hann vinum og ættingjum að þiggja veitingar á heimili sínu, Smáratúni 19, Selfossi, í... Meira
13. desember 2003 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 13. desember, er áttræð Guðrún Halldórsdóttir, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ. Hún býður vinum og vandamönnum að koma og gleðjast með sér á afmælisdaginn í Selinu, Vallarbraut 4, á milli kl. 16 og... Meira
13. desember 2003 | Í dag | 1488 orð | 1 mynd

90 ára afmæli Fríkirkjunnar í Hafnarfirði...

90 ára afmæli Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Á MORGUN, sunnudaginn 14. desember, eru liðin 90 ár frá vígslu Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og verður boðið upp á hátíðardagskrá af því tilefni. Barna- og fjölskylduhátíð verður í kirkjunni kl. Meira
13. desember 2003 | Viðhorf | 835 orð

Afsláttur og ívilnun

"Þegar stjórnmálamenn grípa til aðgerða til að leysa tiltekið sértækt vandamál - ímyndað eða raunverulegt - þá er það yfirleitt gert með því að auka á vanda annarra." Meira
13. desember 2003 | Fastir þættir | 199 orð

Bókagjafir frá Manitoba

BÓKASAFNIÐ í Gimli og deildir Þjóðræknisfélagsins í Gimli, Lundar og Winnipeg í Manitoba í Kanada hafa gefið íslenska verkefninu Bækur og móðurmál ýmsar kennslubækur og yndislestrarbækur og hefur þeim verið komið fyrir á Bókasafninu í Reykjanesbæ. Meira
13. desember 2003 | Í dag | 810 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Stórfiskaleikur Bridsfélags Reykjavíkur á sunnudag Stórfiskaleikur er árviss viðburður á vegum Bridsfélags Reykjavíkur. Í næsta stórfiskaleik, sunnudaginn 14. Meira
13. desember 2003 | Fastir þættir | 229 orð

BRIDS - Umsjón Guðm. Páll Arnarsson

ÞAÐ er alltaf gaman að góðum varnarspilum. Meira
13. desember 2003 | Í dag | 70 orð

Greinar sem birst hafa á árinu...

Greinar sem birst hafa á árinu Nr. Dags Titill Höfundur 488 10.5. Í sumarbyrjun Sigríður Hjartar 489 20.5. Sitkalúsafaraldur Guðríður Helgadóttir 490 8.6. Vorertur Sigríður Hjartar 491 15.6. Spennandi garðplöntur Guðríður Helgadóttir 492 20.6. Meira
13. desember 2003 | Fastir þættir | 105 orð | 1 mynd

Jólahátíð Framfara

ÍSLENSKA félagið Framfari í Winnipeg í Kanada hélt jólahátíð sína á dögunum og tókst hún vel að vanda. Meira
13. desember 2003 | Í dag | 489 orð | 3 myndir

Jólailmur

Tíminn líður mishratt í huga mannanna. Í lífi kornabarns virðist tíminn ekki skipta máli, hann bara er. Barnið vex og dafnar, þroskast með hverjum deginum, vikunni, mánuðinum, árinu. Og allt í einu er tíminn farinn að skipta máli, leikskóli, skóli. Meira
13. desember 2003 | Dagbók | 471 orð

(Lk.. 8, 17.)

Í dag er laugardagur 13. desember, 347. dagur ársins 2003, Magnúsmessa hin. s. Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. Meira
13. desember 2003 | Í dag | 2349 orð | 1 mynd

(Matt. 11.)

Guðspjall dagsins: Orðsending Jóhannesar. Meira
13. desember 2003 | Dagbók | 32 orð

Málverk

Málaðu, systir! menn og dýr milli blómstra vanda; missirin gefa mörg og skýr munstrin þér til handa. Bústu svo við bónda þinn, bezt um pent að keppa, drag upp sögur og dæmi svinn og dikti fræga... Meira
13. desember 2003 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. O-O-O Bd7 9. f4 Be7 10. Rf3 b5 11. Bxf6 gxf6 12. Kb1 Db6 13. f5 O-O-O 14. g3 Kb8 15. fxe6 fxe6 16. Bh3 Bc8 17. De1 Hhe8 18. Re2 Re5 19. Hf1 Rc4 20. Rf4 Bf8 21. Df2 Dxf2 22. Meira
13. desember 2003 | Dagbók | 8 orð | 2 myndir

Úrslitin í spænska boltanum beint í...

Úrslitin í spænska boltanum beint í símann... Meira
13. desember 2003 | Fastir þættir | 227 orð | 2 myndir

Villtur gróður í kirkjugrunninn

KYNNT hefur verið tillaga að minningarreit Þingvallakirkju í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum en stefnt er að því að opna reitinn formlega árið 2005. Meira
13. desember 2003 | Fastir þættir | 334 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji var á tónleikunum með bresku rokksveitinni Muse í Laugardalshöll á miðvikudag. Fínustu tónleikar, þótt einhvern neista hafi vantað, einhvern fítonskraft sem rokkhundur eins og Víkverji sækist eftir á slíkum rokktónleikum. Meira

Íþróttir

13. desember 2003 | Íþróttir | 367 orð | 1 mynd

*ANTON Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson,...

*ANTON Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, milliríkjadómarar í handknattleik, fara til Valencia á Spáni í byrjun janúar og dæma þar tvær viðureignir í Evrópukeppni bikarhafa kvenna. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 122 orð

Arnór til Magdeburg

ARNÓR Atlason, stórskyttan efnilega hjá KA, er á leiðinni til Alfreðs Gíslasonar og lærisveina hans hjá Magdeburg í Þýskalandi. Þar ætlar hann að skoða aðstæður og æfa með liðinu. "Já, ég fer út á fimmtudaginn til að skoða aðstæður hjá Magdeburg. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

Eiður Smári ekki klár í slaginn strax með Chelsea

EIÐUR Smári Guðjohnsen verður að öllum líkindum ekki með liði Chelsea í jólatörninni, sem fram undan er, en fyrirliði íslenska landsliðsins er enn á sjúkralistanum eftir meiðsli sem hann hlaut þegar samherji hans, Mario Melchiot, braut illa á honum á... Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 347 orð | 1 mynd

* GRÉTAR Rafn Steinsson miðjumaðurinn efnilegi...

* GRÉTAR Rafn Steinsson miðjumaðurinn efnilegi í bikarmeistaraliði Skagamanna hefur gert samkomulag við ÍA að hann muni leika með áfram með liðinu svo framalega sem spilar hér á landi á næstu leiktíð. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 499 orð

Grindavík stóð af sér áhlaup ÍR-inga

ÓHÆTT er að segja að flestir hafi reiknað með öruggum sigri heimamanna í Grindavík - efsta liðs úrvalsdeildar karla, Intersportdeildar - þegar þeir tóku á móti botnliði ÍR í gærkvöldi. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 439 orð

HANDKNATTLEIKUR Afturelding - Fram 19:33 Varmá,...

HANDKNATTLEIKUR Afturelding - Fram 19:33 Varmá, Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, norðurriðill, föstudagur 12. desember 2003. Gangur leiksins: 0:1. 2:2, 4:5, 5:8, 6:11, 8:13, 8:17, 10:20, 13:23, 15:27, 17:30, 19:33 . Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

* HLYNUR Bæringsson, körfuknattleiksmaður úr Snæfelli,...

* HLYNUR Bæringsson, körfuknattleiksmaður úr Snæfelli, hefur verið úrskuraður í eins leiks bann af aganefnd KKÍ en hann fékk brottrekstrarvillu í leik Snæfells og Njarðvíkinga fyrr í mánuðinum. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 117 orð

Ísland í 3. styrkleikaflokki

Í DAG verður dregið í riðla í Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik og þá kemur í ljós hverjir verða mótherjar Íslands en riðlakeppnin hefst í september á næsta ári. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 195 orð

Íslensk knattspyrna 2003

ÍSLENSK knattspyrna 2003, bók númer 23 í þessum bókaflokki sem hóf göngu sína árið 1981, er komin út. Höfundur bókarinnar er Víðir Sigurðsson. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 198 orð

Keflvíkingar aldrei neðar en þriðja sæti

KEFLVÍKINGAR eru öruggir um að lenda ekki neðar en í þriðja sæti vesturdeildar Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik eftir að liðið vann frækinn sigur á franska liðinu Toulon í Keflavík á miðvikudaginn. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 417 orð | 1 mynd

* NORSKIR fjölmiðlar eru harðorðir í...

* NORSKIR fjölmiðlar eru harðorðir í garð Marit Breivik , þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik en liðið leikur í dag um 5. sætið á Heimsmeistaramótinu sem fram í fer í Króatíu . Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 262 orð

"Mætum fullir sjálfstrausts"

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik komu til Créteil í Frakklandi rétt eftir hádegisbilið í gær en á morgun mæta Haukarnir liði Créteil í fyrri viðureign félaganna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Leikurinn hefst klukkan 15 að íslenskum tíma en Créteil, sem er í úthverfi Parísarborgar, er í 2.-3. sæti í frönsku 1. deildinni og stigi á eftir Chambery. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 535 orð | 1 mynd

Real Madrid og Bayern mætast enn og aftur

REAL Madrid og Bayern München drógust saman í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í gær. Ensku liðin Arsenal, Manchester United og Chelsea geta nokkuð vel við unað með mótherja sína. Arsenal mætir Celta Vigo frá Spáni, United leikur við Porto frá Portúgal og Chelsea leikur gegn þýska liðinu Stuttgart. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 102 orð

Schmeichel með City á Old Trafford?

SVO getur farið að Schmeichel standi í markinu hjá Manchester City gegn Manchester United á Old Trafford. Það er ekki Peter Schmeichel, fyrrverandi fyrirliði og markvörður United, heldur Kasper sonur hans, sem er aðeins 17 ára. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 203 orð

Shamkuts íslenskur ríkisborgari

ALIAKSANDR Shamkuts leikmaður Íslandsmeistaraliðs Hauka í handknattleik öðlaðist í gær íslenskan ríkisborgararétt. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 103 orð

Sverrir í Breiðablik

Fyrstudeildarlið Breiðabliks í knattspyrnu fékk góðan liðsstyrk í gær en þá gekk Sverrir Sverrisson í raðir Kópavogsliðsins og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Sverrir hefur leikið með Fylkismönnum undanfarin fjögur ár og þar áður með ÍBV. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 67 orð

Tveir Evrópuleikir ÍBV-stúlkna í Eyjum

ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handknattleik kvenna leika báða leiki sína í Áskorendakeppni Evrópu gegn Etar Veliko 64 Tarnovo frá Búlgaríu í Vestmannaeyjum. Leikirnir fara fram laugardaginn og sunnudaginn 17. og 18. janúar. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 133 orð

um helgina

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suðurriðill: Vestmannaeyjar: ÍBV - Selfoss 13.30 Digranes: HK - FH 16.30 Ásgarður: Stjarnan - Breiðablik 16 Norðurriðill: Hlíðarendi: Valur - Þór Ak. 16 1. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Veigar Páll ætlar að velja á milli KR og Stabæk

"ÉG met möguleikana til jafns um það hvort ég verði áfram í KR eða fari til Stabæk," sagði knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 483 orð | 1 mynd

Yfirburðir hjá KA

KA tók á móti Gróttu/KR í gær í efstu deild karla í handknattleik, n-riðli RE/MAX deildar og hafði KA talsverða yfirburði þótt aðeins hefði munað fimm mörkum í lokin, 28:23. Bæði liðin voru með 14 stig fyrir leikinn og voru að keppa um að taka fleiri stig með sér í úrvalsdeildina eftir áramót. Það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti því KA-menn voru komnir með 10 marka forskot fljótlega í seinni hálfleik en þeir slökuðu á undir lokin. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 42 orð

Þau mætast

Stuttgart - Chelsea Porto - Manchester United Real Sociedad - Lyon Celta Vigo - Arsenal Bayern München - Real Madrid Sparta Prag - AC Milan Deportivo La Coruna - Juventus Lokomotiv Moskva - Mónakó *Fyrri leikir fara fram 24./25. Meira
13. desember 2003 | Íþróttir | 155 orð

Örn sjöundi í 50 m baksundi - tvíbætti Íslandsmetið

ÖRN Arnarson bætti Íslandsmet sitt í 50 m baksundi í úrslitasundi á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Dublin á Írlandi. Örn varð sjöundi í úrslitasundinu, synti á 24,47 sekúndum og er það Íslandsmet. Meira

Úr verinu

13. desember 2003 | Úr verinu | 246 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Blálanga 31 31 31...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Blálanga 31 31 31 201 6,231 Gullkarfi 8 8 8 4 32 Hlýri 196 196 196 596 116,816 Keila 11 11 11 110 1,210 Lúða 412 307 355 145 51,403 Skarkoli 187 171 173 667 115,497 Steinbítur 174 164 173 237 41,118 Und. Meira
13. desember 2003 | Úr verinu | 431 orð

Gagnrýni úr öllum áttum

FÁTT hefur vakið jafn hörð viðbrögð í sjávarútvegi og frumvarp um línuívilnun sem sjávarútvegsráðherra lagði fram á Alþingi á dögunum. Meira
13. desember 2003 | Úr verinu | 312 orð | 1 mynd

Stjórnin í gíslingu

"FÓLKIÐ sér ekki rökin fyrir því að færa kvóta af aflamarksskipum sem við erum að gera út á línu yfir á smærri línubáta, báta sem eru óöruggir í rekstri og skapa stopula vinnu," segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar-Fiskaness hf. Meira
13. desember 2003 | Úr verinu | 1166 orð | 1 mynd

Trillukarlar hafna frumvarpinu

"VIÐ höfnum alfarið þessu frumvarpi, enda er það í engu líkt því sem lagt var af stað með í upphafi," segir Arthur Bogason, formaður Lands-sambands smábátaeigenda. Hann segir enga óeiningu innan sambands vegna línuívilnunarinnar. Meira

Barnablað

13. desember 2003 | Barnablað | 146 orð | 1 mynd

Alltaf verið að plata mann

Hildur Karen Jóhannsdóttir, sem er átta ára, er að lesa bókina Hrói bjargar jólunum eftir Roddy Doyle og finnst hún mjög skemmtileg. Við báðum hana um að segja okkur aðeins frá bókinni. Hvernig finnst þér bókin? Hún er spennandi og skemmtileg. Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 185 orð | 1 mynd

Benedikt búálfur og höfuðskepnur álfheima

Sigurður Örn Þorsteinsson, sem er átta ára, er búinn að lesa nýjustu bókina um Benedikt búálf en hún heitir Höfuðskepnur álfheima og er eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson. Við báðum hann um að segja okkur aðeins frá henni. Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 96 orð | 1 mynd

Búið til jólaengil

Hér er hugmynd að jólaengli sem þið getið búið til og jafnvel gefið einhverjum í jólagjöf. Byrjið á því að klippa út stóra engilinn á myndinni og vængina sem eru stakir. Límið þetta á pappa og klippið síðan myndina á pappanum út. Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Eins og þið sjáið á þessum...

Eins og þið sjáið á þessum teikningum má teikna bæði sumarlegar og vetrarlegar myndir úr einni... Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 11 orð | 2 myndir

Erla Dögg og Eva Sigríður, sjö...

Erla Dögg og Eva Sigríður, sjö ára, teiknuðu þessar fallegu... Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 10 orð | 1 mynd

Esther Hallsdóttir, sem er átta ára,...

Esther Hallsdóttir, sem er átta ára, teiknaði þessa fallegu... Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 14 orð | 1 mynd

Freyja María Jóhannsdóttir, fimm ára, teiknaði...

Freyja María Jóhannsdóttir, fimm ára, teiknaði þessa fallegu mynd af jólasveininum og hreindýrinu... Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 13 orð | 1 mynd

Hugrún Egla Einarsdóttir, sem er fimm...

Hugrún Egla Einarsdóttir, sem er fimm ára, teiknaði þessa fallegu mynd af... Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 10 orð | 1 mynd

Hvaða bútur?

Getið þið séð hvaða bút hundurinn beit úr búningi... Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 140 orð

Jólamyndir

Við fengum alveg ótrúlega mikið af flottum myndum í jólamyndasamkeppnina okkar og því höfum við ákveðið að veita nokkur aukaverðlaun auk bókarinnar Gralli gormur og litadýrðin mikla eftir Bergljótu Arnalds. Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 412 orð | 3 myndir

Jólastemning í Árbæjarsafni

Eitt af því sem er skemmtilegt að gera á sunnudögum í desember er að fara á Árbæjarsafn og sjá hvernig jólin voru haldin í gamla daga. Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 245 orð | 3 myndir

Jólaveisla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Vitið þið hvað jólahlaðborð er? Það má eiginlega segja að orðið sé gagnsætt af því að jólahlaðborð er eiginlega veisluborð sem er hlaðið af alls konar jólamat og svo má maður borða eins mikið af honum og manni sýnist. Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 14 orð | 1 mynd

Jól í dýragarðinum

Ef þið teiknið eftur númerunum sjáið þið dýrið sem jólasveinninn ætlar að gefa... Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

"Það er svo gaman að búa...

"Það er svo gaman að búa til litla og stóra snjókarla úti í garði," segir Bjarni Theodórsson, fimm ára, sem teiknaði þessa fallegu... Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 168 orð | 1 mynd

Skrifið spennandi álfa- og tröllasögur

Þessa dagana er að koma út mikið af spennandi geisladiskum. Einn af þessum geisladiskum er svolítið sérstakur af því að á honum eru íslenskar þjóðsögur og þjóðlög. Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 276 orð | 2 myndir

Verðlaunaleikur með Benedikt búálfi

NÚ ER leikritið Benedikt búálfur eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson komið út á myndbandi þannig að nú hafið þið sem misstuð af því í leikhúsinu eða viljið sjá það aftur og aftur tækifæri til að eignast það á spólu. Meira
13. desember 2003 | Barnablað | 216 orð | 2 myndir

Þegar Stekkjarstaur týndist

Þá eru jólasveinarnir loksins farnir að tínast til byggða. Vonandi hafið þið öll fengið eitthvað fallegt í skólinn en ekki lent í því sama og konan í leikritinu Hvar er Stekkjastaur? eftir Pétur Eggertz. Meira

Lesbók

13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 50 orð

ALLIR FUGLARNIR

Frumatriðið er að tala máli stráanna og dropanna, steinanna og alls sem vex í mold og brennur á báli. Ég tala líka máli asksins, mýsins og dýranna, allra fuglanna sem fljúga upp í þéttum hópum og fræsins í... Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 157 orð | 1 mynd

Carmen-kvöld í Iðnó

ÓPERA Reykjavíkur í samvinnu við Tjarnarbakkann-restaurant frumsýndi í gærkvöldi Carmen gala-kvöld í Iðnó. Þetta er þriðja sýningin á vegum Óperu Reykjavíkur frá því að starfsemi hennar hófst sumarið 2002. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1752 orð | 6 myndir

DÝRGRIPIR Í VANDAÐRI ÚTGÁFU

Hið íslenzka fornritafélag er 75 ára á þessu ári. Auk þess eru 70 ár liðin frá því fyrsta útgáfa þess leit dagsins ljós, en það var Egils saga. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við forsvarsmenn félagsins, Jóhannes Nordal og Jónas Kristjánsson, um tilurð félagsins, sögu og útgáfu. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 299 orð

Gufubað á Nýja sviðinu

Mitt í jólastressinu og kapphlaupinu við að vera komin í mark klukkan sex á aðfangadagskvöld fréttist af leikhópi frá Noregi á leið til Íslands sem ætlar að sýna á Nýja sviði Borgarleikhússins á sunnudagskvöldið kemur. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 332 orð | 1 mynd

HÓLMSTEINN, GLJÚFRASTEINN

UNDUR og stórmerki, góðir hálsar, Hólmsteinninn fellur á Gljúfrasteininn! Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar bók um Halldór Kiljan Laxness! HHG leggur áherslu á að HKL hafi verið vondur kommi sem hafi þagað yfir illvirkjum Sovétkommúnismans. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1028 orð

HVERJIR STJÓRNA BANDARÍKJUNUM?

Það fer frekar lítið fyrir greiningu íslenskra fjölmiðla á stjórnmálum einstakra ríkja og alþjóðakerfinu að undanskildum úttektum Morgunblaðsins og einstaka fréttaskýringum ríkisútvarpsins. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 844 orð | 1 mynd

HVERNIG VARÐ SKAMMTAFRÆÐIN TIL?

Hvaðan kemur orðið ‘brussa' um klaufskan kvenmann, hvað er tíska og hvað er langt milli Vopnafjarðar og Eyrarbakka í míkrómetrum? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 372 orð | 2 myndir

ÍS

Ísinn hefur frá aldaöðli tengst fimbulfrosti og norðangjósti, upphafi og heimkynnum jötna í norrænni goðafræði, enda vísar rúnin hugsanlega á illköld ísfljót sem féllu úr norðri í átt til brennandi elds Múspells í suðurálfu. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1304 orð | 3 myndir

Íslenskt í alþjóðlegu samhengi

Opið fimmtudaga til sunnudags frá 14-18. Sýningu lýkur 20. desember. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð

Jólasöngvar Vox academica

KAMMERKÓRINN Vox academica heldur sína árlegu aðventutónleika í dag kl. 17.00 í Neskirkju við Hagatorg. Á efnisskránni verða þekktir jólasálmar og aðventu- og jólalög. Má þar nefna lög eftir Báru Grímsdóttur, Atla Heimi Sveinsson, Hans Nyberg og J.S. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 621 orð | 3 myndir

Laugardagur Fríkirkjan í Hafnarfirði kl.

Laugardagur Fríkirkjan í Hafnarfirði kl. 17 Jólatónleikar Skátakórsins. Magnea Tómasdóttir sópransöngkona syngur nokkur einsöngslög og slær á létta strengi með kór og hljómsveit. Stjórnandi er Kirstín Erna Blöndal. Hallgrímskirkja kl. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 382 orð | 2 myndir

Litla svarta sögubókin

RITHÖFUNDURINN A.S. Byatt sendi nýlega frá sér smásagnasafnið Little Black Book of Stories , eða Litla svarta sögubókin eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 396 orð | 1 mynd

Margar kynslóðir syngja saman

Jóla- og aðventutónleikar Skálholtskórs undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, organista og kórstjóra, verða haldnir í Skálholtskirkju í dag kl. 14 og 17. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1161 orð | 3 myndir

MÁLVERKIÐ Í ÝMSUM MYNDUM

Carnegie Art Award-sýningin 2004 var opnuð í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á fimmtudaginn var. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR skoðaði sýninguna í fylgd Ulriku Levén sýningarstjóra. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 546 orð

MEÐFERÐ FJÖLMIÐLAVALDS

Einn af áhugaverðari rithöfundum samtímans, New York-skáldið Paul Auster, sagði í viðtali: "Fjölmiðlar bjóða okkur fátt annað en fræga fólkið, kjaftasögur og hneykslismál, og í sjónvarpi og kvikmyndum erum við farin að lýsa sjálfum okkur á svo... Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 919 orð | 1 mynd

MENN VERÐA AÐ HAMRA JÁRNIÐ MEÐAN ÞAÐ ER HEITT

Magnús Magnússon og Doris Lessing voru í hópi fyrirlesara á norrænni bókmenntakynningu í London í vikunni. DAGUR GUNNARSSON var á staðnum og hermir af því sem fram kom. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 42 orð

MINNINGARGREINAR

hafði aldrei hugleitt minningagreinar morgunblaðsins þó hafi skrifað fáeinar fyrr en vaknaði einn morgun snemma til að skrifa minningargrein um mig sjálfan lá beinast við þar sem sjálfur þekkti ég mig best og minnst í dögunarskímunni sætti ég mig fús... Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 327 orð

Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt - en...

Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt - en líkt. Til 2. febr. Gallerí Hlemmur: Egill Sæbjörnsson. Til 20. des. Gallerí Kling og bang, Laugavegi 23: Melkorka Þ. Huldudóttir. Til 14. des. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39: Áslaug Arna Stefánsdóttir. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 495 orð

NEÐANMÁLS -

I Í dag heldur höfundurinn fyrirlestur um upptök skáldskaparins á bókasafninu. Hann segir skáldskap afurð túlkandi hugar. Mig langar til að kalla fram í og segja að ég sé ekki sammála en sit á mér innan um allar bækurnar. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 556 orð | 7 myndir

Saga kvikmyndalistarinnar er eftir bandaríska kvikmyndafræðinginn...

Saga kvikmyndalistarinnar er eftir bandaríska kvikmyndafræðinginn David Parkinson (ritstjóri: Guðni Elísson, þýðandi: Vera Júlíusdóttir) en hún kom út árið 1995. Í henni er rakin þróun hreyfimynda frá fyrstu skuggasýningunum til kvikmynda samtímans. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 358 orð | 2 myndir

Sjúkrahús verður að safni

SANTA Maria della Scala sjúkrahúsið í Sienna hefur sl. sjö ár tekið gagngerum breytingum sem þó sér ekki fyrir endann á. Sjúkrahúsið sem rekið hefur verið af kaþólskri góðgerðarstofnun frá því á 14. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 4443 orð | 1 mynd

STOFUTÓNLISTIN

Allegretto villereccio Þetta miðvikudagskvöld í síðustu viku nóvembermánaðar er fyrsta kvöld þessa vetrar sem með réttu er hægt að kalla vetrarkvöld. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 30 orð

SVAR TIL JÓNASAR

Minn er sveinninn svinni með sléttan maga og þétta hönd og hvelfdar lendar, herðar breiðar gerðar. Mánabirtan brúna brosir hrein við drósum. Veit hann vörum heitum, votum hvar skal... Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 1497 orð | 10 myndir

TUNGLIÐ MÁ EI TAKA HANN ÓLA

Í þessari grein er fjallað um barnagælur eftir frú Stefaníu Siggeirsdóttur í Hraungerði en að dómi höfundar eru þær of áhugavert efni til að falla í gleymsku. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2512 orð | 1 mynd

ÞAÐ HEFUR ORÐIÐ TIL NÝ ÍSLENSK HUGSUN

"Þessi árátta þrjú hundruð þúsund manna þjóðar að íslenska alla hluti þykir sumum óskiljanleg," segir Guðni Elísson sem stendur að útkomu sjö bóka með þýðingum á erlendum fræðiskrifum á sviði hugvísinda um þessar mundir en hann telur að í þessu þýðingarstarfi geti búið fræðilegur og vísindalegur styrkur. ÞRÖSTUR HELGASON ræðir við Guðna um mikilvægi þýðinga en jafnframt skort á þeim og skilningi á því að slík vinna sé mikilvæg fyrir íslenska þekkingarsköpun. Meira
13. desember 2003 | Menningarblað/Lesbók | 2247 orð | 1 mynd

Þjóðarsálin og þúfnagöngulagið

Mál og menning, Reykjavík 2003, 237 bls. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.