Greinar föstudaginn 23. janúar 2004

Forsíða

23. janúar 2004 | Forsíða | 169 orð

Dregur úr einelti

VERULEGA hefur tekist að draga úr einelti í grunnskólum sem fylgja svokallaðri Olweusaráætlun. Dregið hefur úr einelti um 34% í þeim 45 skólum sem nú taka þátt í verkefninu. Meira
23. janúar 2004 | Forsíða | 204 orð

Eidesgaard fær umboð til stjórnarmyndunar

FORMAÐUR Jafnaðarflokksins í Færeyjum, Jóannes Eidesgaard, fékk í gær umboð til að stjórna viðræðum um myndun nýrrar stjórnar eftir kosningarnar á þriðjudag. Meira
23. janúar 2004 | Forsíða | 44 orð | 1 mynd

Hættur að senda gögn frá Mars

MARS-vagninn Spirit hefur hætt að senda myndir og önnur gögn til jarðar vegna "alvarlegs vandamáls", að sögn geimrannsóknastofnunar Bandaríkjanna, NASA, síðdegis í gær. Meira
23. janúar 2004 | Forsíða | 86 orð | 1 mynd

John Kerry nær miklu forskoti

JOHN Kerry, öldungadeildarþingmaður fyrir Massachusetts, hefur náð tíu prósentustiga forskoti á Howard Dean, fyrrverandi ríkisstjóra Vermont, í forkosningabaráttu demókrata í New Hampshire, ef marka má tvær skoðanakannanir sem birtar voru í gær. Meira
23. janúar 2004 | Forsíða | 66 orð | 1 mynd

Lögum um tæknifrjóvgun hælt

Fyrirmyndarlöggjöf er um sæðisgjafa á Íslandi því samkvæmt íslenskum lögum um tæknifrjóvganir ráða íslenskir sæðisgjafar hvort þeir gefa undir nafni eða ekki, að sögn Oles Schous, framkvæmdastjóra stærsta sæðisbanka heims, Cryos International í Danmörku. Meira
23. janúar 2004 | Forsíða | 55 orð | 1 mynd

Mikið gefið af blómum á bóndadag

BLÓMABÆNDUR voru í óða önn að undirbúa sig fyrir bóndadaginn í gær. Hjá garðyrkjustöðinni Landi og sonum á Flúðum var nóg að gera, enda ræktaðar rósir á um 6.000 fermetrum allt árið. Meira
23. janúar 2004 | Forsíða | 94 orð | 1 mynd

Útför í flóttamannabúðum á Gaza

ÞRJÚ palestínsk börn gráta við útför móður sinnar í Rafah-flóttamannabúðunum á Gaza-svæðinu í gær. Ísraelskir hermenn skutu móður þeirra, Monu Ismail, til bana þegar þeir gerðu áhlaup á flóttamannabúðirnar í fyrradag. Fimm aðrir Palestínumenn særðust. Meira
23. janúar 2004 | Forsíða | 62 orð

Vísað fram af kletti

BRESKT tímarit fyrir göngumenn, Trail , hefur beðist afsökunar á grein þar sem fjallgöngumönnum er bent á leið niður hæsta fjall Bretlands, Ben Nevis í Skotlandi, lendi þeir í slæmu veðri. Meira

Baksíða

23. janúar 2004 | Baksíða | 1424 orð | 2 myndir

Danskir karlmenn ósparir á eigið sæði

Danir eru duglegir við að dreifa erfðavísum sínum enda reka þeir stærsta sæðisbanka heims, sem Íslendingar m.a. leita í. Jóhanna Ingvarsdóttir segir að vegna ört vaxandi ásóknar í norrænt víkingasæði hafi bankinn nú opnað útibú í New York. Meira
23. janúar 2004 | Baksíða | 737 orð | 2 myndir

Eins og hver önnur blóðgjöf

Við komum auðvitað til með að segja syni okkar frá því hvernig hann var getinn þegar hann hefur aldur og þroska til," segja hjónin Hanna Mjöll Fannar, verkstjóri á starfsþjálfunarstaðnum Örva, og Brynjólfur Wium Karlsson bifvélavirkjameistari í... Meira
23. janúar 2004 | Baksíða | 147 orð

Fordæma helgarlokun bráðamóttöku

STJÓRN læknaráðs Landspítala fordæmir fyrirhugaða helgarlokun bráðamóttökunnar við Hringbraut, og segir í ályktun frá stjórninni að þar sé sérhæfð þjónusta fyrir hjartasjúklinga og sjúklinga annarra sérgreina sem þar hafa aðsetur. Meira
23. janúar 2004 | Baksíða | 340 orð

Leikfélagið mismunaði ekki umsækjanda eftir kynferði

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Leikfélag Akureyrar af skaðabótakröfu Jafnréttisstofu vegna Hrafnhildar Hafberg, sem sótti um stöðu leikhússtjóra án þess að hljóta hana. Meira
23. janúar 2004 | Baksíða | 66 orð | 1 mynd

Mikil uppbygging í Fjarðabyggð

FJÁRFESTINGAR í Fjarðabyggð nánast þrefaldast milli ára, að því er fram kemur í fjárfestingaráætlun Fjarðarbyggðar og hefur uppbygging vegna álversframkvæmda þar mikil áhrif. Í undirbúningi er m.a. Meira
23. janúar 2004 | Baksíða | 145 orð | 1 mynd

Niðurstaðan mikill léttir

VALGERÐUR H. Bjarnadóttir sem sagði af sér, bæði sem formaður LA og framkvæmdastýra Jafnréttisstofu í kjölfar þess að LA tapaði dómsmálinu í héraðsdómi í júlí 2003, segir dóm Hæstaréttar mikinn létti fyrir sig. Meira
23. janúar 2004 | Baksíða | 447 orð | 1 mynd

Níu kvígur náðust en fjórar enn týndar

HEIMILISFÓLKIÐ á Dýrastöðum í Norðurárdal í Borgarfirði, einu afurðahæsta kúabúi landsins, hefur síðan í september í haust verið að leita að kvígum sem yfirgáfu heimaland sitt til fjalla. Meira
23. janúar 2004 | Baksíða | 118 orð | 1 mynd

Sex marka tap gegn Slóvenum

ÍSLENSKA landsliðið átti ekki góða byrjun á Evrópumóti landsliða í Slóveníu í gærkvöldi þegar liðið tapaði með sex marka mun í leik gegn Slóvenum, og var lokastaðan 34:28 heimamönnum í hag. Meira

Fréttir

23. janúar 2004 | Miðopna | 104 orð

211 kærur til lögreglu

SAMKVÆMT uppgjöri frá 5 ára tímabili í starfsemi Neyðarmóttökunnar leituðu 386 einstaklingar til Neyðarmóttökunnar á því tiltekna tímabili, þar af 363 konur og 23 karlar en af þeim höfðu alls 211 kærur borist lögreglu. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

4 mánaða fangelsi fyrir að eiga barnaklám

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær rúmlega fimmtugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í vörslum sínum á annað þúsund ljósmynda sem sýna börn á ýmsum aldri á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð

Auglýsing nektarstaðar braut jafnréttislög

KÆRUNEFND jafnréttismála telur að auglýsing fyrir fyrir Veitingahúsið Óðal sem birtist í Fréttablaðinu 6. mars 2003 undir heitinu "Hjúkkukvöld í kvöld" hafi brotið gegn jafnréttislögum. Meira
23. janúar 2004 | Suðurnes | 440 orð

Aukinn afsláttur af leikskólagjöldum

Reykjanesbær | Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að hækka afslætti af leikskólagjöldum, meðal annars svokallaðan systkinaafslátt, frá 1. febrúar næstkomandi. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Áhugi á Skíðavikunni Rúnar Óli Karlsson,...

Áhugi á Skíðavikunni Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Bæjarins besta að greinilega sé meiri stemmning fyrir Skíðavikunni á Ísafirði nú en í fyrra og þegar sé fólk farið að hafa samband út af... Meira
23. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 306 orð | 2 myndir

Bar af í upphafi skólasundsins

Hafnarfjörður | Örn Arnarson sundkappi heimsótti í gær sinn gamla grunnskóla, Víðistaðaskóla, þar sem hann heilsaði upp á kennara og nemendur og rifjaði upp gamla tíma. Meira
23. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 312 orð | 1 mynd

Betri aðkoma að keppnisvelli mikilvæg

Árbær | Íþróttafélagið Fylkir stefnir að því að stækka athafnasvæði sitt í Elliðaárdal auk þess sem æfingasvæði eru áformuð við Rauðavatn, eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu 8. janúar sl. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð

Bóndadagsskemmtun við Tjörnina

BÓNDADAGSSKEMMTUN verður í kvöld á veitingastaðnum við Tjörnina. Sérstakur matseðill verður í boði þar sem meðal annars má finna tindabykkjuhala, gellur, bóndadóttur með blæju o.fl. að hætti Rúnars Marvinssonar. Kl. Meira
23. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 73 orð

Dómur fyrir þjóðarmorð

JEAN de Dieu Kamuhanda, fyrrv. menntamálaráðherra Rúanda, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Dregur úr framleiðslu á svínum og kjúklingum

NOKKUÐ hefur verið dregið úr framleiðslu á svínum og kjúklingum síðustu mánuði. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að enn sé ójafnvægi á kjúklingamarkaði en staðan á svínakjötsmarkaði sé að batna. Meira
23. janúar 2004 | Miðopna | 847 orð | 1 mynd

Dæmi um 12 ára þolendur ofbeldisins

Rúmur þriðjungur þeirra sem leitað hafa aðstoðar á Neyðarmóttöku vegna nauðgunar í Fossvogi eru börn, allt niður í 12 ára aldur, en frá því hún tók til starfa árið 1993 hafa 1051 einstaklingur leitað sér aðstoðar þar, sá elsti var 78 ára karlmaður. Meira
23. janúar 2004 | Suðurnes | 385 orð | 1 mynd

Ekki horfa heldur hjálpa

Keflavík | "Aðalmarkmið þessa verkefnis er að efla samkennd nemenda. Þau yngstu eru oft og tíðum hrædd við elstu nemendurna og þetta er viðleitni okkar til að breyta því. Meira
23. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Endurtekur Kerry leikinn í New Hampshire?

FRAMBJÓÐENDUR í forkosningum demókrata búa sig af krafti undir kosningarnar í New Hampshire á þriðjudag en staðan er nú allt önnur en hún var fyrir aðeins fáum dögum. Meira
23. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 148 orð

Engin almenningssundlaug við Varmá

Mosfellsbær | Sjálfstæðismenn felldu í gær tillögu fulltrúa G- og B-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar um að byggja upp nýja sundlaug við hlið Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá og ljúka uppbyggingu þar áður en farið verður í uppbyggingu á vestursvæði við... Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 96 orð

Fé án hirðis

Pétur H. Blöndal talar stundum um "fé án hirðis." Í framhaldi af vísunni um kirkjuna sem fauk á Rauðasandi yrkir Móri: Títt án hirðis týnist fé tröllsleg grípur lúka. Bændur þola spott og spé. Sparisjóðir fjúka. Meira
23. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 142 orð | 1 mynd

Félagsaðstaða opnuð í Innbænum

STANGAVEIÐIFÉLAG Akureyrar (SVAK) hefur opnað nýtt félagsheimili í gömlu Gróðrarstöðinni á Akureyri og sent út sitt fyrsta fréttabréf til félagsmanna þar sem birt er veiðileyfaframboð fyrir næsta sumar. Meira
23. janúar 2004 | Miðopna | 1066 orð | 2 myndir

Fjöldi þeirra sem eru lagðir í einelti fór úr 800 í 500

Áætlun norska fræðimannsins Olweusar um hvernig megi vinna bug á einelti hefur verið beitt á annað ár í 45 grunnskólum á Íslandi, þar sem um þriðjungur grunnskólanema sækir skóla. Að meðaltali hefur dregið úr einelti um 34% í þessum skólum. Í haust munu 55 nýir skólar hefja þátttöku í verkefninu. Meira
23. janúar 2004 | Austurland | 171 orð | 1 mynd

Framkvæmt fyrir 1,3 milljarða í Fjarðabyggð á árinu

Fjarðabyggð | Sú mikla uppbygging sem framundan er á næstu árum í Fjarðabyggð vegna álversframkvæmda einkennir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í ár. Fjárfestingar nánast þrefaldast milli ára og skuldsetning eykst einnig verulega. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Framsýn og Jöklar gera samstarfssamning við Skyggni

LÍFEYRISSJÓÐURINN Framsýn og Jökla-Verðbréf hf. hafa valið Skyggni sem hýsingar- og rekstraraðila fyrir tölvukerfi sín. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 563 orð | 1 mynd

Frumvarpið dregið upp á miðjum þingflokksfundi

MÖRÐUR Árnason alþingismaður sagði það hafa verið mistök hjá þingflokki Samfylkingarinnar að samþykkja að taka eftirlaunafrumvarpið svokallaða til fyrstu umræðu á Alþingi fyrir jól. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Gáfu sjónvarp og myndbandstæki

Félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, afhentu 20. janúar sl. Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja að gjöf sjónvarp og myndbandstæki til að hafa í setustofu á annarri hæð sjúkrahússins. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 761 orð | 1 mynd

Gásar ef til vill endurgerðir?

Pálmi Gunnarsson er fæddur 29. september 1950 á Hóli í Vopnafirði. Gagnfræðapróf frá Laugum í Reykjadal - nám í Rodding-lýðháskólanum á Suður-Jótlandi, verslunarnámskeið frá Verslunarskóla Íslands, nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur og Kvikmyndaskóla Íslands. Tónlistarmaður að atvinnu frá 1969. Hefur unnið nokkrar þáttaraðir fyrir sjónvarp um fluguveiði og rekur Íslensku fluguveiðiþjónustuna. Börn: Sigurður Helgi, Ragnheiður Helga og Ninna Rún. Lífsförunautur Anna Ólafsdóttir. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 252 orð

Gróf aðför að heilbrigðiskerfinu

"STJÓRN hjúkrunarráðs lítur á þann niðurskurð á starfsemi LSH sem nú hefur verið ákveðinn sem grófa aðför að heilbrigðiskerfi landsmanna." Þetta segir í samþykkt stjórnar hjúkrunarráðs Landspítala vegna sparnaðar á starfsemi spítalans. Meira
23. janúar 2004 | Austurland | 145 orð

Grunnskólar | Stærsta einstaka framkvæmdin nú...

Grunnskólar | Stærsta einstaka framkvæmdin nú er útboð viðbyggingar við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Tilboð verða opnuð fjórða febrúar. Nú þegar eru tólf aðilar búnir að taka gögn og því mikil viðbrögð við útboðinu. Meira
23. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 207 orð | 1 mynd

Hálft annað tonn af kræsingum

Hornafjörður | Austur-Skaftfellingar munu gæða sér á hálfu öðru tonni af þjóðlegum krásum á þorrablótum á næstu vikum. Þar fyrir utan er sá þorramatur sem snæddur verður á heimilum sýslubúa. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Hitti varautanríkisráðherra Litháen

EVALDAS Ignatavicius, varautanríkisráðherra Litháen, fundaði með Sólveigu Pétursdóttur, formanni utanríkismálanefndar Alþingis, í gær. Var m.a. Meira
23. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Hríðarbylur og rafmagnsleysi í Istanbúl

VEGFARENDUR í hríðarbyl í miðborg Istanbúl í gær þegar óveður gekk yfir Tyrkland. Fannfergi olli rafmagnsleysi víða í landinu, til að mynda var þriðjungur heimilanna í Istanbúl án rafmagns í gærkvöldi. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Hún lifi!

Samtökin "Landsbyggðin lifi" kynna starfsemi sína á nokkrum stöðum í Þingeyjarsýslum um helgina. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur og Sveinn Jónsson ferðaþjónustubóndi, Ytra-Kálfsskinni, Árskógsströnd, koma á fundina og kynna samtökin. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Hæsti reiknaður meðalþungi

Hólmavík | Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds fjárræktarfélaganna eru tvö sauðfjárbú í Hólmavíkurhreppi með hæstan reiknaðan meðalþunga dilkakjöts eftir skýrslufærðar ær, ef miðað er við bú með fleiri en 100 skýrslufærðar ær. Meira
23. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 79 orð

Hættulegt fíkniefni

NÝTT fíkniefni, sem kallast "Foxy Methoxy", er komið í umferð í Danmörku. Minnir það um margt á ofskynjunarlyfið LSD og leiðir stundum til þess, að neytendur tryllist og skaðist alvarlega á geði. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 625 orð | 1 mynd

Innviðir Samfylkingarinnar veikir

BIRGIR Hermannsson, stjórnmálafræðingur og fv. aðstoðarmaður umhverfisráðherra í tíð Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, fyrir um áratug, segir m.a. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Íslenskri skókeðju í Noregi lokað

ÖLLUM verslunum íslensku skókeðjunnar AZTA í Noregi, sjö talsins, hefur verið lokað. AZTA-keðjan, sem var í eigu Noris Gruppen A/S, var stærsti seljandi X-18- og Diesel-skófatnaðar í Noregi. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Kátir krakkar á köldum klaka

Snjórinn er svo gott sem farinn á höfuðborgarsvæðinu, að minnsta kosti í bili, en eftir eru klakabönd hér og þar. Meira
23. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 303 orð

Kennarar æfir vegna ummæla Howards

ÁSTRALSKIR kennarar sökuðu í gær forsætisráðherra landsins, John Howard, um að hafa unnið óbætanlegt tjón á opinbera skólakerfinu með því að láta þau orð falla að nemendum sem sæktu opinbera skóla færi fækkandi vegna þess hve pólitísk rétthugsun væri... Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 506 orð

Landsvirkjun og ríkið sýknuð

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær íslenska ríkið og Landsvirkjun af kröfum Náttúruverndarsamtaka Íslands og fleiri, sem höfðuðu dómsmál til að hnekkja úrskurði umhverfisráðherra þess efnis að Landsvirkjun yrði heimilað að reisa Kárahnjúkavirkjun. Meira
23. janúar 2004 | Austurland | 1013 orð | 1 mynd

Laxeldið er líka stóriðja

"VIÐ ætlum að framkvæma fyrir 1,3 milljarða á árinu," segir Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. "Höfnin á Reyðarfirði er langstærsti hluti þeirra framkvæmda, upp á 450 milljónir. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 51 orð

Lenti í Keflavík með veikan farþega

FARÞEGAVÉL frá Air Canada varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið í gær með veikan farþega. Var hann fluttur á sjúkrahús en vélin hélt áfram á leið sinni frá London til Vancouver í Kanada. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 96 orð

Mannleg mistök ollu strandi

FLUTNINGASKIPIÐ Svanur náðist á flot um klukkan hálffimm í gærmorgun eftir að hafa strandað við Grundartanga í Hvalfirði á miðvikudagskvöld. Tveir dráttarbátar frá Akranesbæ náðu skipinu á flot og reyndist skipið óskemmt eftir skoðun kafara. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð | 2 myndir

Moka inn til að komast út

Í HINUM þrálátu hríðarbyljum sem geisuðu í byrjun ársins dró í mikla skafla við hús á Drangsnesi og fennti alveg fyrir útidyr sums staðar. Ekki mátti svo við búa til langframa, heldur voru rekur dregnar fram hið fyrsta og breðinn skoraður á hólm. Meira
23. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Nýári fagnað í Hanoi

VÍETNAMSKAR konur biðjast fyrir og snerta fót stórrar búddastyttu í hofi í Hanoi í Víetnam í gær, á fyrsta degi árs apans, samkvæmt kínverska tímatalinu. Meira
23. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 143 orð | 1 mynd

Ný flóðlýsing í Hlíðarfjalli

AÐSTAÐA skíðafólks í Hlíðarfjalli batnaði til muna í gær en þá var tekin þar í notkun ný flóðlýsing í Suðurbakka, sunnan við Stromplyftuna í Strýtu. Alls voru settir niður 13 staurar um svæðið, með um 40 ljóskösturum. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 354 orð

Óhróður um ljósmæður á spjallsíðum

LJÓSMÆÐRAFÉLAG Íslands telur að nafnlaus skrif á spjallsíðum Netsins feli í sér grófar aðdróttanir að starfsheiðri ljósmæðrastéttarinnar. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 50 orð

Securitas rekur bílastæðin áfram

Keflavíkurflugvöllur | Securitas mun áfram annast rekstur bílastæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Segir heilbrigðiskerfið í reynd orðið tvöfalt

ELSA B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að samningar Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og Læknafélags Reykjavíkur (LR) hafi staðfest tvöfalt heilbrigðiskerfi. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Segir upp sem leikhússtjóri

ÞORSTEINN Bachmann hefur sagt upp störfum sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Hann segir ástæður uppsagnarinnar persónulegar og að þær séu ótengdar dómi Hæstaréttar sem féll í gær. "Þetta er persónuleg ákvörðun sem ég tók að eigin frumkvæði. Meira
23. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 301 orð | 1 mynd

Sharon segir afsögn ekki koma til greina

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að hann hefði alls ekki í hyggju að segja af sér vegna mútumála sem nú eru komin upp og tengjast honum. Meira
23. janúar 2004 | Miðopna | 616 orð | 1 mynd

Skattur gegn hringamyndun?

Í grein Jóns Steinssonar, doktorsnema, í Mbl. 12. janúar s.l. er sett fram einföld leið til þess að draga úr hringamyndun á Íslandi. Meira
23. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 406 orð

Skatturinn og dauðinn

SAGT er að einungis sé tvennt óumflýjanlegt í lífinu, skatturinn og dauðinn. Meira
23. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 49 orð

Sparisjóðir | Staða sparisjóðanna í bankakerfinu...

Sparisjóðir | Staða sparisjóðanna í bankakerfinu verður til umfjöllunar á fundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar í dag, föstudaginn 23. janúar kl. 12. Fundurinn verður á Fiðlaranum, 4. hæð. Meira
23. janúar 2004 | Austurland | 73 orð | 1 mynd

Stjórnsýslubreytingar | "Álagsaukningin á umhverfissviði hefur...

Stjórnsýslubreytingar | "Álagsaukningin á umhverfissviði hefur mest verið vegna skipulagsmála" segir Guðmundur H. Sigfússon. "Við höfum undanfarin tvö ár verið að vinna að undirbúningi þeirrar stækkunar sem við blasir. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Stærsta byggðamálið | Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir...

Stærsta byggðamálið | Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps lýsir í bókun sem gerð var á fundi nýlega yfir áhyggjum sínum af stöðu sparisjóðanna m.t.t. áformaðra kaupa KB banka á SPRON. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 333 orð | 2 myndir

Sumarhús í Héðinsfirði eyðileggst í snjóflóði

SNJÓFLÓÐ féll á bæinn Vatnsenda í Héðinsfirði nýlega og lagði í rúst íbúðarhúsið á bænum, sem afkomendur ábúenda þar höfðu gert upp og notuðu sem sumarbústað. Snjóflóðið uppgötvaðist þegar tveir vélsleðamenn voru á ferð í Héðinsfirði í fyrradag. Meira
23. janúar 2004 | Austurland | 127 orð

Sundlaug á Eskifirði

Í undirbúningi er bygging sundlaugar á Eskifirði og er ráðgert að byggja hana á tveimur árum. Nú er verið að skilgreina hvernig hún á að líta út og velja útboðsform, þ.e. hvort hún verður hönnuð og boðin út eða sett í aðalútboð. Meira
23. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

SÞ snúi aftur til Íraks

SAMEINUÐU þjóðirnar (SÞ) eru reiðubúnar til að senda lið til Íraks til að kanna möguleika á að halda beinar kosningar í landinu áður en írösk stjórn tekur þar við völdum í júní, að því er breska ríkisútvarpið, BBC , greindi frá á fréttavef sínum. Meira
23. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 58 orð

Söguleg samþykkt

FULLTRÚAR indversku stjórnarinnar og hófsamra aðskilnaðarsinna í Kasmír samþykktu í gær í sögulegum friðarviðræðum, að allt ofbeldi skyldi útlægt úr héraðinu. Meira
23. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 576 orð

Tekið á vandanum með skipulegum hætti

GERT er ráð fyrir að um 50 börnum í 4. og 5. bekk grunnskólanna á Akureyri, 9-10 ára gömlum, verði boðin þátttaka í átaksverkefni sem hefst í næsta mánuði sem eins konar tilraun til að ná til of þungra barna. Þórir V. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 587 orð | 1 mynd

Tengsl við Ameríku að stóreflast

"ÖLL rök hníga að því að öryggi Íslands verði best tryggt áfram með varnarsamningi við Bandaríkin og opnu og nánu samstarfi við Evrópusambandsríkin, án þess að Íslendingar feli stjórnkerfi þess stefnumótun fyrir sig í utanríkis- og... Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð

Tveimur vélum snúið við vegna þoku á Egilsstöðum

EKKI var hægt að lenda á Egilsstaðaflugvelli í gærkvöldi vegna þoku sem skyndilega skall á og varð að snúa tveimur vélum Flugfélags Íslands við. Fokker-vél var komin í loftið frá Reykjavík með 45 farþega en hún fór sömu leið til baka. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 137 orð

Tvisvar brotist inn á rúmri viku

LÍTILL söluturn á Smiðjuveginum í Kópavogi hefur tvisvar orðið fyrir heimsókn innbrotsþjófa á rúmri viku. Hafa þeir farið inn í turninn að næturlagi og stolið vörum. Að sögn eigenda söluturnsins er tjón vegna innbrotanna áætlað um 750 þúsund krónur. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð

Umsjónarmenn ábyrgir

GÍSLI Tryggvason, héraðsdómslögmaður og framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, segir umsjónarmenn eða eigendur vefsíðna bera ábyrgð á skrifum sem þar birtast sé höfundar ekki getið. Það byggi m.a. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Dansað í Laufási | Laufáshópurinn, sem er félag áhugafólks um gamalt handverk og verkmenningu, ætlar að halda fund í Laufási á mánudagskvöld 26. janúar kl. 20. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 143 orð

Vara við breytingum á þjónustu LSH

STÉTTARFÉLAG íslenskra félagsráðgjafa hefur sent frá sér ályktun þar sem er varað við afleiðingum þess fyrir sjúklinga og fólkið í landinu ef boðaðar breytingar á þjónustu Landspítala nái fram að ganga. "Þjónusta félagsráðgjafa sem veitt er skv. Meira
23. janúar 2004 | Austurland | 132 orð

Vatnsveita | Á Reyðarfirði er verið...

Vatnsveita | Á Reyðarfirði er verið að hanna nýja vatnsveitu, bæði fyrir stækkandi byggð og stóriðjuna. Jafnframt er verið að vinna úr því með Alcoa um þessar mundir hver vatnsþörf verksmiðjunnar verður. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Verulegar breytingar verða með formennsku Íslands

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra stýrði í gær fyrsta fundi norrænu samstarfsráðherranna í formennskutíð Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni sem hófst um síðustu áramót, og var hann haldinn í Kaupmannahöfn. Meira
23. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 95 orð

Viðbúnaðarstigum aflétt | Á fundi almannavarnanefndar...

Viðbúnaðarstigum aflétt | Á fundi almannavarnanefndar Ólafsfjarðar á miðvikudag var samþykkt að aflétta viðbúnaðarstigum af bæði Ósbrekkufjalli og svæðinu frá Kvíabekk fram að Bakka. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Viðskiptablaðið fjölgar útgáfudögum

VIÐSKIPTABLAÐIÐ hefur hafið reglubundna útgáfu á föstudögum til viðbótar við vikulega útgáfu blaðsins á miðvikudögum. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 350 orð

Yfirlýsing frá Gunnari Erni Kristjánssyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Gunnari Erni Kristjánssyni, forstjóra SÍF hf.: "Á forsíðu DV [í gær] er slegið upp með risavöxnu letri frétt blaðsins um málefni Tryggingasjóðs lækna og meintan fjárdrátt framkvæmdastjóra hans. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 40 orð

Þorrablót félags Þingeyinga verður haldið á...

Þorrablót félags Þingeyinga verður haldið á morgun, laugardaginn 24. janúar, í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Þorragöngur Menningarfylgd Birnu ehf.

Þorragöngur Menningarfylgd Birnu ehf. býður upp á gönguferð um Heiðnahverfið þar sem spjallað er um það sem fyrir augu og eyru ber. Lagt verður upp frá Skólavörðuholti og í göngulok verður boðið upp á þorramat. Meira
23. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Þriðjungur í norrænu skólahlaupi

RÚMLEGA þriðjungur grunnskólanemenda hér á landi tók þátt í norræna skólahlaupinu í september - desember sl. og var það í 19. sinn sem skólahlaup þetta fór fram. Alls hlupu 15. Meira

Ritstjórnargreinar

23. janúar 2004 | Leiðarar | 329 orð

Almannatengsl og almenningur

Sífellt algengara verður að íslensk fyrirtæki, félög og einstaklingar, til að mynda stjórnmálamenn, ráði almannatengla til þess að sjá um samskipti við fjölmiðla, hvort sem það er við gerð fréttatilkynninga eða greinarskrif. Meira
23. janúar 2004 | Leiðarar | 669 orð

Kostnaðaraðhald í heilbrigðiskerfinu

Þær sparnaðar- og aðhaldsaðgerðir, sem stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) hafa kynnt, koma illa við marga. Þannig munu þær koma niður á hagsmunum um 550 starfsmanna sem ýmist þurfa að finna sér annað starf eða taka á sig launaskerðingu. Meira
23. janúar 2004 | Staksteinar | 330 orð

- Skipulagsklúður í Reykjavík

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir gagnrýnir stefnu R-listans í skipulagsmálum á vefritinu Tíkinni. Segir hún markaðsvæðingu lóðaúthlutunar hafa leitt til hækkunar lóðaverðs. Meira

Menning

23. janúar 2004 | Menningarlíf | 170 orð | 1 mynd

Burtfararprófstónleikar Elísabetar Ólafsdóttur

ELÍSABET Ólafsdóttir sópransöngkona og Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari halda einsöngstónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi, kl. 15 á morgun, laugardag. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Elísabetar frá Söngskólanum í... Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 181 orð | 6 myndir

Egypskt ævintýri hjá Dior

BRESKI hönnuðurinn John Galliano, gulldrengurinn hjá Christian Dior, vakti Egyptaland til forna aftur til lífsins frammi fyrir tískufrömuðum í París á hátískuvikunni fyrir næsta vor og sumar. Meira
23. janúar 2004 | Menningarlíf | 94 orð | 2 myndir

Fjögur aldamótaskáld eru Skáld mánaðarins

NÝ sýning verður opnuð í Þjóðmenningarhúsinu kl. 17 í dag í sýningarröðinni Skáld mánaðarins. Yfirskrift hennar er "Aldamótaskáld" og verða verk fjögurra skálda sem uppi voru þegar 20. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 1099 orð | 11 myndir

Franskir farfuglar

Fyrstu farfuglarnir koma óvenju snemma í ár. Þeir koma frá Frakklandi og eru kvikmyndirnar sem í boði verða á árlegri franskri kvikmyndahátíð Alliance française og Filmundurs sem hefst í kvöld. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Hetja!

OG þá erum við að meina þjóðhetja. Sem Eivör Pálsdóttir, söngkonan unga frá Færeyjum, svo sannarlega er. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 273 orð | 1 mynd

Ingiríður Alexandra

NORSKA prinsessan, sem þau Hákon krónprins og Mette-Marit prinsessa eignuðust á miðvikudagsmorgun, fær nafnið Ingiríður Alexandra (Ingrid Alexandra). Hákon tilkynnti þetta á sérstökum ríkisráðsfundi sem haldinn var í Ósló í gærmorgun. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 325 orð | 1 mynd

Komið til bjargar

EFTIR fjögurra ára viðveru í morgunþætti FM957, Ding Dong , hefur Pétur Jóhann Sigfússon, oft kenndur við þáttinn, loksins séð sæng sína uppreidda. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 84 orð | 1 mynd

Kúbustuð!

BASSALEIKARINN Tómas R. Einarsson hóf fyrir margt löngu að velta fyrir sér tónlistarmenningu þeirri sem þrífst í Karíbahafi. Til þessa hefur hann gefið út tvær plötur sem báðar eru undir áhrifum frá ríkri tónlistarhefð Kúbu, Kúbanska og Havana . Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

...Mannferðinni

HELGARRUGL (Human Traffic) er bresk mynd frá 1999. Hér er breska klúbbamenningin, og brjálæðið sem henni getur fylgt, tekið fyrir. Segir af fimm vinum frá Cardiff og einu svaðalegu helgardjammi sem þeir eiga saman. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Papapopp!

PAPARNIR, ásamt Jónasi Árnasyni, hafa náð að kynna hin frábæru írsku þjóðlög sem Jónas samdi texta við hér í eina tíð fyrir nýrri kynslóð Íslendinga. Fyrst kom Riggarobb en síðan Þjóðsaga sem nú situr á toppi Tónlistans og það ekki í fyrsta skipti. Meira
23. janúar 2004 | Menningarlíf | 476 orð | 1 mynd

Penninn styrkir unga myndlistarmenn

LISTASJÓÐUR Pennans úthlutar árlega styrkjum til myndlistarmanna, og voru styrkveitingar ársins 2003 kynntar í gær. Það var í ellefta sinn sem úthlutað er úr Listasjóðnum. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Poppstjörnur!

HLJÓMDISKUR með tíu flytjendum Stjörnuleitarinnar kom út fyrir jólin og tekur nú kipp í sölu, eðlilega, þar sem Stjörnuleitinni lauk fyrir síðustu helgi þegar Kalli Bjarni stóð uppi sem sigurvegari. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 332 orð | 1 mynd

Prinsessur á bauninni

Leikstjórn: Boaz Yakin. Handrit: Julia Dahl, Mo Ogrodnik og Lisa Davidowitz. Kvikmyndatökustjóri: Michael Ballhaus. Tónlist: Joel McNeely. Aðalleikendur: Brittany Murphy, Dakota Fanning, Marley Shelton, Donald Faison, Jesse Spencer, Heather Locklear. 105 mínútur. MGM Bandaríkin 2003. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Ris og fall dópsala

Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Bönnuð innan 16 ára. (97 mín.) Leikstjórn Charles Stone III. Aðalhlutverk Wood Harris, Mekhi Phifer, Cam'ron. Meira
23. janúar 2004 | Menningarlíf | 854 orð | 1 mynd

Styðja á við útrás íslenskra bóka

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2003 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 117 orð | 1 mynd

Verður dýrasta kvikmynd sögunnar

FJÓRÐA myndin um Harry Potter, Harry Potter og eldbikarinn , verður dýrasta kvikmynd sögunnar, að sögn Mike Newell, en hann mun leikstýra myndinni. Meira
23. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

Þá hefst bandaríska Idol-stjörnuleitin

ÞAÐ ætti að svala þorsta Idol-þyrstra landsmanna nú þegar íslenska stjörnuleitin er afstaðin að sú bandaríska hefst í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem blásið er til Idol-Stjörnuleitar þar vestra. Meira

Umræðan

23. janúar 2004 | Aðsent efni | 815 orð | 1 mynd

Að treysta nýju neti

Aðalatriðið er að menn átti sig á vandanum og geri sér ljóst að hægt er að finna lausnir. Meira
23. janúar 2004 | Aðsent efni | 848 orð | 1 mynd

Er viturlegt að stela umferðareyju?

Bókmenntafræðingaklíkan hugsar rautt og sér rautt. Meira
23. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 663 orð | 1 mynd

Varist Pilateseftirlíkingar

BRESKA tímaritið Health & Fitness sér ástæðu til þess í desemberútgáfunni 2003 að vara lesendur við fólki sem kallar sig leiðbeinendur í Pilates-æfingum eftir skyndikynni af þessu þekkta, alhliða líkamsræktarkerfi á einu helgarnámskeiði eða svo. Meira
23. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 365 orð

Viðskiptavinir njóti ÉG er einn af...

Viðskiptavinir njóti ÉG er einn af stofnfjáreigendum í SPRON og er SPRON mikið í sviðsljósinu núna. Hringt var til mín frá SPRON í gærkvöldi og var verið að bjóða mér aukna yfirdráttarheimild. Meira
23. janúar 2004 | Aðsent efni | 827 orð | 1 mynd

Þarf lög um hringamyndanir?

Láta verður fagleg sjónarmið ráða því til hvaða aðgerða er gripið, ef þeirra er þörf. Meira

Minningargreinar

23. janúar 2004 | Minningargreinar | 2770 orð | 1 mynd

DÓRA S. HLÍÐBERG

Dóra Sigþrúður Hlíðberg fæddist í Reykjavík 25. júlí 1936. Hún lést á Gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 17. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Stefánsdóttur Hlíðberg húsmóður frá Selalæk í Rangárvallasýslu, f. 24.2. 1894, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2004 | Minningargreinar | 586 orð | 1 mynd

EINAR HANNES GUÐMUNDSSON

Einar Hannes Guðmundsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1927. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi miðvikudaginn 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Árnason sjómaður, f. 1891, d. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2004 | Minningargreinar | 1106 orð | 1 mynd

EINAR INGI GUÐJÓNSSON

Einar Ingi Guðjónsson fæddist á Siglufirði 24. september 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 16. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Magneu Halldórsdóttur, f. 1896, d. 1984, og Guðjóns Jónssonar, f. 1898, d. 1977. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2004 | Minningargreinar | 240 orð | 1 mynd

ELÍN SVEINSDÓTTIR

Elín Sveinsdóttir fæddist á Steindyrum á Látraströnd 11. nóvember 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 16. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2004 | Minningargreinar | 97 orð

Guðrún Anna Árnadóttir

Ég kveð þig, elsku Lillý mín, með innilegu þakklæti fyrir yndisleg kynni og samfylgd í þessu lífi. Hafðu þökk fyrir allt það sem þú veittir mér og mínum dætrum. Alla þá hlýju og umhyggju sem þú barst til mín og minna. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2004 | Minningargreinar | 3778 orð | 1 mynd

GUÐRÚN ANNA ÁRNADÓTTIR

Guðrún Anna Árnadóttir (Lillý) fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Ófeigsdóttir, f. á Miðhúsum í Gnúpverjahr. 20. júlí 1905, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2004 | Minningargreinar | 691 orð | 1 mynd

HELGA GUÐRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR

Helga Guðríður Vilhjálmsdóttir framreiðslumaður fæddist í Reykjavík 28. júní 1943. Hún lést í Ástralíu 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhjálmur H. A. Shröder og Sveinjóna Vigfúsdóttir, sem bæði eru látin. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2004 | Minningargreinar | 2317 orð | 1 mynd

KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR

Kristín Þorsteinsdóttir fæddist á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal 22. september 1924. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Konráðsson og Margrét Oddný Jónasdóttir. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2004 | Minningargreinar | 1535 orð | 1 mynd

LILLI KAREN WDOWIAK

Lilli Karen Wdowiak fæddist í Georgíu í Bandaríkjunum 10. maí 1971. Hún lést á heimili sínu í London sunnudaginn 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Valborg Bjarnadóttir, f. 3. september 1950 og Lúðvík Duke Wdowiak, f. 29. janúar 1947. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2004 | Minningargreinar | 35 orð

Ólafur Valgeir Sverrisson

Elsku afi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð geymi þig, þínar sonardætur, Sirrý, Hekla Maídís og Anna... Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2004 | Minningargreinar | 2177 orð | 1 mynd

ÓLAFUR VALGEIR SVERRISSON

Ólafur Valgeir Sverrisson fæddist á Brimnesi í Grindavík 29. maí 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sverrir Sigurðsson útgerðarmaður í Grindavík, f. 24. júlí 1899, d. 28. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 192 orð | 1 mynd

Afl, Atorka og MP seldu 3,5% í Íslandsbanka

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Atorka, Afl fjárfestingarfélag og MP Fjárfestingarbanki hafa selt allt hlutafé sitt í Íslandsbanka, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Samtals er um að ræða um 369 milljónir hluta eða um 3,5% heildarhlutafjár. Meira
23. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 49 orð

Engar eignir í búi Vísis.is

ENGAR eignir fundust í þrotabúi Visis.is ehf. Þverholti 11 Reykjavík. Alls nam fjárhæð lýstra krafna rúmum 220 milljónum króna. Meira
23. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 200 orð

Fjögur tilnefnd

FJÖGUR fyrirtæki eru tilnefnd til þekkingarverðlauna Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, FVH. Fyrirtækin sem flestar tilnefningar hlutu voru Pharmaco, KB-banki, Baugur Group og Flaga. Meira
23. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 38 orð

Fortis opnar

NÝLEGA var opnuð hérlendis skifstofa Fortis sf. sem er sérleyfishafi fyrir alþjóðlega fyrirtækið WSI sem starfar á sviði Internet-lausna, ráðgjafar og fræðslu fyrir fyrirtæki. Meira
23. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Hagnaður SP-fjármögnunar dregst saman

HAGNAÐUR SP-fjármögnunar nam 203 milljónum króna á síðasta ári en árið á undan nam hagnaðurinn 270 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta var 253 milljónir króna en var 329 milljónir króna árið 2002. Heildarútlán SP-fjármögnunar námu um síðustu áramót... Meira
23. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Kodak segir upp 20% starfsfólks

FILMU- og myndavélaframleiðandinn Eastman Kodak tilkynnti í gær að fimmtungi starfsmanna fyrirtækisins yrði sagt upp. Meira
23. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Ljósleiðaranet sett upp í Árborg

NÝHERJI og Tölvu- og rafeindaþjónusta Suðurlands - TRS - hafa lokið við uppsetningu á ljósleiðaraneti og Cisco IP símkerfi í Sveitarfélaginu Árborg. Meira
23. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 90 orð | 1 mynd

Óljóst hver keypti í Landsbanka

MIKIL viðskipti voru með hlutabréf í Landsbanka Íslands á miðvikudag, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Alls námu viðskipti dagsins 1,7 milljörðum króna en tæplega 1,5 milljarðar, eða 3% hlutafjár, skiptu um hendur í einum viðskiptum. Meira
23. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Prokaria gerir samning við Wacker-Chemie

LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Prokaria og þýska efnafyrirtækið Wacker-Chemie tilkynntu í gær að fyrirtækin hefðu undirritað samning um samstarf við að finna og þróa ný ensím til framleiðslu á svonefndum hendnum alkóhólefnum, sem notuð eru til framleiðslu á... Meira
23. janúar 2004 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Sviptingar í News Corp

FRAMTÍÐ News Corp, fjölmiðlasamsteypu Ruperts Murdochs, þótti stefnt í óvissu í gær, eftir að kunngert var að John Malone, sem ýmist hefur verið samstarfsmaður eða keppinautur Murdochs, væri orðinn annar atkvæðamesti hluthafinn í kjölfar óvæntra... Meira

Fastir þættir

23. janúar 2004 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 23. janúar, er fimmtug Valgerður Magnúsdóttir, Klettahlíð 12, aðstoðarmaður á Tannlæknastofunni í Hveragerði. Af því tilefni býður hún vinum og ættmennum að fagna með sér á Snúllabar, í gamla hótelinu í Hveragerði, kl. Meira
23. janúar 2004 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, föstudaginn 23. janúar, er sjötugur Karl Svanhólm Þórðarson . Hann verður ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sölvadóttur, í Noregi á... Meira
23. janúar 2004 | Fastir þættir | 302 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

EFTIR hindrunarsagnir mótherjanna hafa spilarar vissa tilhneigingu til að yfirmelda. En á móti kemur að auðvelt er að reikna út skiptingu andstöðunnar, sem oft er slags virði eða tveggja í úrspilinu. Meira
23. janúar 2004 | Fastir þættir | 240 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hafnarfjarðar MÁNUDAGINN 19. janúar var fjör í Firðinum, því þá komu félagar úr Bridgedeild Barðstrendinga og Bridgefélagi Kvenna í heimsókn og öttu kappi við heimamenn, og var spiluð sveitakeppni á 22 borðum, tvær umferðir. Meira
23. janúar 2004 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. október 2003 í Árbæjarsafnskirkju af sr. Bjarna Karlssyni þau Vilborg Helga Harðardóttir og Davíð... Meira
23. janúar 2004 | Dagbók | 91 orð | 1 mynd

Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN...

Ensk messa í Hallgríms- kirkju SUNNUDAGINN 25. janúar nk. kl. 14.00 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Hörður Bragason. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Meira
23. janúar 2004 | Dagbók | 174 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Klais-orgelið hljómar. Hádegistónleikar með kynningum laugardag kl. 12:00. Hörður Áskelsson leikur á orgelið og kynnir. Hádegishressing í safnaðarsal að tónleikum loknum. Ungt fólk sérstaklega boðið velkomið. Meira
23. janúar 2004 | Dagbók | 68 orð

HVAÐAN KOMU FUGLARNIR?

Hvaðan komu fuglarnir, sem flugu hjá í gær? Á öllum þeirra tónum var annarlegur blær. Það var eitthvað fjarlægt í flugi þeirra og hreim, eitthvað mjúkt og mikið, sem minnti á annan heim, og eg get ekki sofið fyrir söngvunum þeim. Meira
23. janúar 2004 | Dagbók | 512 orð

(Jer. 30, 22.)

Í dag er föstudagur 23. janúar, 23. dagur ársins 2004, bóndadagur. Orð dagsins: Og þá munuð þér vera mín þjóð, og ég mun vera yðar Guð. Meira
23. janúar 2004 | Viðhorf | 734 orð

Nútíma lífsleikni II

"Gjaldþrot 101" og "Inngangur að kennitölusöfnun" eru síðan sjálfsögð undirstöðunámskeið strax í fyrstu bekkjum grunnskólans á hinu Nýja Íslandi. Meira
23. janúar 2004 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. Rc3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Dc7 6. Be2 a6 7. O-O Rf6 8. a4 Rxd4 9. Dxd4 Bc5 10. Dd3 h5 11. a5 d6 12. Dg3 Ke7 13. Bf4 Bd7 14. e5 dxe5 15. Bxe5 Bd6 16. f4 Dc5+ 17. Hf2 Bc6 18. b4 Dxb4 19. Dxg7 Rh7 20. Bxh5 Bxe5 21. Dxf7+ Kd8 22. Meira
23. janúar 2004 | Fastir þættir | 359 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Tvö af stærstu fyrirtækjum landsins hafa að undanförnu skipt um merki og ásýnd; Síminn og Kaupþing Búnaðarbanki, sem heitir nú KB banki. Víkverji leyfir sér að dást að því hvað hamskiptin hafa gengið hratt fyrir sig, ekki sízt hjá Símanum. Meira

Íþróttir

23. janúar 2004 | Íþróttir | 184 orð

Aldrei tapað í fyrsta leik undir stjórn Bengts

SVÍAR hafa aldrei beðið ósigur í fyrsta leik sínum á stórmóti undir stjórn Bengts Johanssonar frá því hann tók við þjálfun landsliðsins og gerði þá að heimsmeisturum árið 1990. Engin breyting var á því í gærkvöldi en Svíar lögðu Úkraínumenn, 31:26. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 91 orð

Collina sá besti sjötta árið í röð

PIERLUIGI Collina, knattspyrnudómarinn frá Ítalíu, hefur verið kjörinn besti knattspyrnudómari heims, sjötta árið í röð. Það eru samtök áhugamanna um knattspyrnusögu- og tölfræði sem standa að kjörinu. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 340 orð | 1 mynd

* DÓMARAR á viðureign Íslendinga og...

* DÓMARAR á viðureign Íslendinga og Ungverja í dag eru frá Makedóníu, varadómarar eru spænskir. Eftirlitsmenn verða frá Austurríki og Slóvakíu. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 304 orð

Endurtekið efni hjá Svíum?

GÖMLU handboltastórveldin Svíar og Rússar hófu bæði Evrópumótið með sigri á andstæðingum sínum í A-riðlinum sem leikinn er í Velenje. Svíar hófu titilvörnina með sex marka sigri á Úkraínumönnum, 31:25, og Rússar burstuðu Svisslendinga, 28:20. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 1021 orð

Flautukarfa Dickersons og Snæfell lagði KR

SNÆFELL heldur sínu striki í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Hólmarar lögðu KR-inga að velli, 91:90, í Stykkishólmi í gærkvöldi og eru með næstbestu stöðuna í deildinni, hafa unnið tíu af þrettán leikjum sínum í vetur. Það var Corey Dickerson sem var hetja heimamanna því hann átti sigurkörfuna um leið og leikurinn var flautaður af. Þetta var þriðji sigurleikur Snæfells gegn KR í röð. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 107 orð

Flugeldasýning í Celje

RÉTT eftir að flautað var til leiksloka í viðureign Slóveníu og Íslands á EM í handknattleik í gær hófst hin stórkostlegasta flugeldasýning fyrir utan keppnishöllina í Celje. Himinninn við íþróttahöllina logaði mínútum saman í tilkomumikilli sýningu. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 584 orð | 1 mynd

* FYRIRLIÐI norska landsliðsins í knattspyrnu,...

* FYRIRLIÐI norska landsliðsins í knattspyrnu, Håvard Flo , skoraði tvívegis í 3:0 sigri Norðmanna gegn Svíum á móti sem fram fer í Hong Kong og er kennt við Carlsberg. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 121 orð

Gaines með Njarðvík á ný

ANDREA Gaines, bandarísk stúlka sem var þjálfari og leikmaður kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik, er á leið til liðsins á ný eftir jólafrí. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 911 orð

HANDKNATTLEIKUR EM karla í Slóveníu A-RIÐILL...

HANDKNATTLEIKUR EM karla í Slóveníu A-RIÐILL - Velenje Rússland - Sviss 28:20 Svíþjóð - Úkraína 31:25 Staðan: Rússland 110028:202 Svíþjóð 110031:252 Úkraína 100125:310 Sviss 100120:280 Laugardagur 24. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 384 orð

HEIMSMEISTARAR Króata og Danir tóku forystu...

HEIMSMEISTARAR Króata og Danir tóku forystu í B-riðlinum í Ljubljana. Króatar mörðu eins marks sigur á Spánverjum, 30:29, í leik sem gæti dregið dilk á eftir sér og Danir höfðu betur á móti Portúgölum, 36:32. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 24 orð

Í KVÖLD

KÖRFUKNATTLEIKUR Evrópukeppni: Keflavík: Keflavík - Dijon 20.30 1. deild karla: Borgarnes: Skallag. - Árm./Þróttur 19.15 Akureyri: Þór A. - ÍS 19.15 *Ókeypis aðgangur. KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla, A-riðill: Egilshöll: Þróttur R. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 162 orð

Íslenskir sundmenn keppa í Lúxemborg

UM helgina munu íslenskir sundmenn taka þátt á móti sem fram fer í Lúxemborg og kallast Euro-Meet. Sjö íslenskir sundmenn taka þátt í mótinu og er þetta fyrsta mótið á árinu þar sem hægt er að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í sumar í Aþenu. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 111 orð

Keflvíkingar gegn Dijon

KEFLVÍKINGAR taka á móti franska liðinu Dijon í kvöld kl. 20.30 á heimavelli sínum en liðin eigast við í átta liða úrslitum vesturdeildar í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik. Liðin áttust við í Frakklandi sl. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 649 orð | 1 mynd

Megum ekki hengja haus heldur safna kröftum

"ÞETTA var rosalega erfiður leikur og ég var sáttur við hann framan af en síðan kom gríðarlega erfiður kafli um miðjan síðari hálfleikinn þegar okkur var vísað út af í þrígang á stuttum tíma, eftir það var á brattann að sækja. Þetta var sárt og þetta voru vonbrigði," sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tapið fyrir Slóvenum í fyrsta leik íslenska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Celje í gærkvöldi, 34:28. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 831 orð | 2 myndir

Megum ekki misstíga okkur aftur

"FYRSTA verkefnið er búið og það fór ekki alveg eins og maður vonaði. Við misstigum okkur hræðilega, en þetta er alls enginn heimsendir og strákarnir vita að þeir mega ekki misstíga sig aftur," sagði Páll Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, um sex marka tap Íslendinga fyrir Slóvenum í fyrsta leik C-riðils Evrópumótsins í handknattleik í gærkvöldi. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 86 orð

Nýliðinn skoraði 11 mörk fyrir Spánverja

JON Belaustegui stóð upp úr í liði Spánverja í tapleik þeirra gegn heimsmeisturum Króata í Ljubljana, 30:29. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 186 orð

Ótrúlegur lokakafli tryggði Frökkum sigur

ÓTRÚLEGUR lokakafli Frakka tryggði þeim fjögurra marka sigur, 29:25, á Pólverjum í D-riðli Evrópukeppninnar. Pólverjar voru yfir lengst af gegn Frökkum, meðal annars 24:21 þegar ellefu mínútur voru til leiksloka. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 176 orð

Óvænt tap Þjóðverja gegn Serbum

ÞJÓÐVERJAR, sem sumir hafa spáð mikilli velgengni í Evrópumótinu, töpuðu óvænt fyrir Serbum-Svartfellingum 28:26 í D-riðli. Serbar voru yfir lengst af leiknum, og mest sjö mörkum, 22:15, en Þjóðverjar náðu að laga stöðuna aðeins á lokakaflanum. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 399 orð

"Andstæðingarnir eru ekkert betri en ég"

SNORRI Steinn Guðjónsson lék af miklum móð í sókn íslenska liðsins, skoraði fimm mörk og það var ekki að sjá að hann væri síðri en margir leikmenn sem hafa meiri reynslu. "Ég hef fengið góða þjálfun alla tíð, hef síðan smátt og smátt verið að viða að mér reynslu og það er að skila sér núna þegar maður mætir í slaginn á stórmóti," sagði Snorri eftir tapleikinn fyrir Slóvenum í gærkvöldi. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 166 orð

"Náðum að slaka á"

"ÞAÐ var gríðarlega spenna í okkur í leiknum lengi vel en þegar við loks náðum að slaka á og leika okkar leik náðum við okkur á strik og unnum sterkt íslenska landsliðið. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 191 orð

Rekstur landsliðsins kostar um 50 milljónir í ár

"KOSTNAÐUR við rekstur íslenska karlalandsliðsins á þessu ári nemur líklega um 50 milljónum króna, inni í þessu er ekki kostnaðurinn við þátttöku á Ólympíuleikunum í Aþenu sem Íþrótta- og Ólympíusambandið greiðir," segir Einar Þorvarðarson,... Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 340 orð | 1 mynd

* ROBERTAS Pauzuolis og Dalius Rasikevicius...

* ROBERTAS Pauzuolis og Dalius Rasikevicius , leikmenn Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, voru markahæstir hjá Litháen sem tapaði fyrir Grikklandi , 31:26, í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Túnis í handknattleik í fyrrakvöld en leikið var í... Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 908 orð | 5 myndir

Slóvenar skoruðu sjö mörk í röð og fögnuðu sigri

FIMM mínútna kafli um miðjan síðari hálfleik þar sem íslenska landsliðið í handknattleik missti þrjá leikmenn af leikvelli með skömmu millibili reyndist því dýr þegar upp var staðið gegn Slóvenum í fyrsta leik þjóðanna í C-riðli Evrópumótsins í... Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 101 orð

Slóvenar voru við öllu búnir

SLÓVENAR voru við öllu búnir þegar Evrópumeistaramótið í handknattleik hófst í gær. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

Sóknarleikurinn virkaði aldrei

"ÉG var sáttur við fyrri hálfleikinn, þá stóð vörnin fyrir sínu, en sóknarleikurinn virkaði aldrei í leiknum að mínu mati," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska liðsins, sem hélt upp á afmæli sitt með því að vera jafnbesti leikmaður liðsins í 34:28-tapi Íslands fyrir Slóveníu í fyrsta leik þjóðanna í riðlakeppni Evrópumótsins í Celje. Guðmundur varði 19 skot, en það nægði ekki á 39 ára afmælinu til þess að ljúka deginum með sigri í afmælisgjöf. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 146 orð

Spánverjar trylltust í Ljubljana

SPÁNVERJAR trylltust af bræði þegar þýsku dómararnir Frank Lemme og Bernd Ullrich dæmdu mark þegar Ivan Balic skoraði sigurmark heimsmeistara Króata beint úr aukakasti á lokasekúndunni, 30:29. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 370 orð

Ungverjar eru afar sterkir

UNGVERJAR sýndu flestar sínar bestu hliðar í 45 mínútur gegn Tékkum í upphafsleik C-riðils Evrópumeistaramótsins í handknattleik í Celje í gær. Síðasta stundarfjórðunginn slökuðu þeir verulega á þannig að hið unga liða Tékka gat bjargað andlitinu, lokatölur 30:25. Ungverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 17:10. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 62 orð

Wislander bætti metið

MAGNUS Wislander sló landsleikjametið hjá Svíum í leiknum á móti Úkraínumönnum í gærkvöldi. Wislander, sem heldur upp á fertugsafmæli sitt í næsta mánuði, lék sinn 377. landsleik og komst þar með fram úr Ola Lindgren sem lék 376 leiki á ferli sínum. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 97 orð

Yngri leikmenn verða að taka slaginn

"ÞAÐ hefur orðið breyting á landsliðinu frá því til dæmis fyrir tveimur árum. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 77 orð

Þeir hafa skorað mest

ÓLAFUR Stefánsson er í hópi markahæstu manna eftir fyrsta keppnisdaginn á EM í Slóveníu - skoraði sjö mörk gegn Slóvenum. Meira
23. janúar 2004 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Þrjú efstu liðin komast beint á HM í Túnis

LIÐIN þrjú sem hreppa verðlaunasæti á Evrópumótinu í Slóveníu, tryggja sér um leið keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í Túnis á næsta ári. Komist heimsmeistarar Króatíu í fjögurra liða úrslitin á EM er ljóst að þau fjögur lið sem þá standa eftir verða öll fulltrúar Evrópu í keppninni í Túnis 2005. Meira

Úr verinu

23. janúar 2004 | Úr verinu | 190 orð

Aflaverðmæti skipa HB rúmir 3 milljarðar

VEIÐAR skipa Haraldar Böðvarssonar á Akranesi gengu vel á síðasta ári og afli almennt góður. Heildarafli skipanna var 149.943 tonn en þar vega loðna og kolmunni þyngst, um 60 þúsund tonn veiddust af loðnu á árinu, af kolmunna veiddust 47 þúsund tonn. Meira
23. janúar 2004 | Úr verinu | 157 orð | 1 mynd

Fiskifélagið flytur til Akureyrar

FISKIFÉLAG Íslands hefur flutt starfsstöð sína úr Reykjavík til Akureyrar. Fiskifélagið hefur frá stofnun 1911 verið í Reykjavík og lengst af unnið að margvíslegum verkerfnum fyrir sjávarútveg og í nánu samstarfi við stjórnvöld. Meira
23. janúar 2004 | Úr verinu | 250 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Grálúða 177 177 177...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Grálúða 177 177 177 94 16,638 Hlýri 67 66 67 4,277 285,901 Skarkoli 176 176 176 97 17,072 Skata 118 118 118 75 8,850 Skrápflúra 50 50 50 213 10,650 Steinbítur 11 11 11 29 319 Und. Meira
23. janúar 2004 | Úr verinu | 470 orð | 1 mynd

Hægt að auka flutninga til Kína

LÆKKUN hafnar, afla- og vörugjalda, lækkun löndunarkostnaðar, stöðugt samkeppnishæft olíuverð og eðlileg flutningsgjöld eru atriði sem eiga að geta leitt til þess að auka flutninga til og frá landinu, sem og veltu þjónustufyrirtækja í sjávarútvegi. Meira
23. janúar 2004 | Úr verinu | 402 orð

Silungur í sókn

SILUNGUR úr eldi, aðallega regnbogasilungur, verður stöðugt fyrirferðarmeiri á heimsmörkuðunum fyrir eldisfisk og er þar að nokkru leyti í samkeppni við laxinn. Árleg framleiðsla er komin langleiðina í 600.000 tonn og er hún mest í Chile og Noregi. Meira

Fólkið

23. janúar 2004 | Fólkið | 34 orð | 1 mynd

.

... að hnefaleikakappinn Mike Tyson myndi sitja réttarhöld yfir sjálfum sér í New York, vegna meintrar líkamsárásar á tvo menn sem báðu hann um eiginhandaráritun. Mennirnir eru á móti ákærðir fyrir að áreita... Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 25 orð | 1 mynd

.

... að demókratinn Howard Dean, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, væri svo svipsterkur, en hann tapaði fyrir félaga sínum, John Kerry, í forkosningunum í Iowa á... Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 19 orð | 1 mynd

.

... að þessi karakter myndi láta sjá sig á æfingu fyrir lýðveldisdaginn, hátíðisdag í Nýju-Delí á Indlandi á... Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 23 orð | 1 mynd

.

... að starfsmenn dýragarðsins í kínversku borginni Xian gæfu tígrisdýrunum lifandi hænsn, en þeir gáfu öllum dýrum viðbótarmáltíð í tilefni upphafs árs... Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 21 orð | 1 mynd

.

... að skapgerðarleikkonan Sally Field myndi sækja Sundance-kvikmyndahátíðina í Utah og hitta þar vinkonu sína, Pat Mitchell, forstjóra PBS-ríkissjónvarpsstöðvarinnar í... Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 41 orð | 1 mynd

.

... að atvinnulaus húsasmiður, Robert Spec að nafni, myndi hlaupa nakinn um miðbæinn í Hamborg í Þýskalandi. Spec var að taka þátt í keppni útvarpsstöðvar þar í borg, um titilinn "harðnagli Hamborgar". Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 700 orð | 1 mynd

Að birta ljóð hreinsar hausinn

Ljóðskáldið unga, Davíð Stefánsson, er óhræddur við að hafa ákveðnar skoðanir á ljóðagerð og er hugsjónamaður í því að auðvelda fólki að koma ljóðum sínum á framfæri og gera þau sem aðgengilegust. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 382 orð | 5 myndir

Af íslenskri fyndni

Q : Í tónlistartímaritinu Q eru myndir af stjörnunum áður en þær urðu frægar. Þar á meðal Björk íbygginni á svip á barnsaldri. Við myndina stendur: "Mig langar til að öskra eins og skutlaður selur og vera með ísbjörn á höfðinu. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 466 orð | 1 mynd

,,Af öryggisástæðum mun þessi lest ekki...

,,Af öryggisástæðum mun þessi lest ekki stansa á Tottenham Court Road," segir rödd lestarstjórans yfir kallkerfið. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 2407 orð | 1 mynd

Algjör Sveppi

Sveppurinn sjálfur, Sverrir Þór Sverrisson, segir Jóni Hákoni Halldórssyni frá æskuárunum í Breiðholti, starfinu á Popp Tíví og pabbahlutverkinu. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 630 orð | 2 myndir

Á byltingarslóðum

Tilfinningarnar sem bærast í brjóstinu þegar lagt er af stað í margra mánaða ferðalag eru um margt erfiðar. Spennan yfir því sem framundan er blandast óttanum við hið óþekkta. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 211 orð | 1 mynd

Draugabæli

Eddie Murphy og Marsha Thomason leika fasteignasala sem fá eyðilegt sveitasetur til sölu í Draugabælinu - The Haunted Mansion. Þar reynist kolreimt en draugagangurinn er á léttari nótunum í leikstjórn Robs Ninkoff. Myndin er frumsýnd í Sambíóunum og Háskólabíói. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 407 orð | 1 mynd

Einn af fylgisveinum djöfulsins

Sólveig Guðmundsdóttir er ung og upprennandi leikkona sem stofnaði leikhópinn Thalamus ásamt nokkrum öðrum íslenskum leikurum sem öll eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í Bretlandi, en Sólveig útskrifaðist úr Artseducational school of acting árið... Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 280 orð | 1 mynd

Fjandinn maður, ég syng bara

Hljómsveitin Bertel frá Seltjarnarnesi er skipuð fjórum strákum sem verða fimmtán ára á þessu ári. Jason Egilsson spilar á trommur, Gunnar Gunnsteinsson á bassa og syngur, Ragnar Árni Ágústsson spilar á gítar og Kjartan Ottósson líka. Hér er saga sveitarinnar, eins og hún birtist á heimasíðunni, http://www.bertel.cjb.net. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 247 orð

From: "Jörgen Sörensen" <rodstewart_fanclub@hotmail.

From: "Jörgen Sörensen" <rodstewart_fanclub@hotmail.com> To: information.corporate@lewinski.com Subject: Dear people at the Lewinski Baader My name is Jörgen Sörensen. I am 46 years old. I am well known in my town as Jorg Stewart. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 284 orð

Fyrsti hluti eftir | Ingibjörgu Haraldsdóttur...

Fyrsti hluti eftir | Ingibjörgu Haraldsdóttur Mánudaginn milli jóla og nýárs vaknaði skáldið upp með andfælum í fleti sínu, spratt á fætur, strauk framan úr sér martröðina og stikaði kengbogið fram og aftur um gólfið góða stund, kveikti loks á eldspýtu... Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 201 orð

*http://asgeirj.

*http://asgeirj.blogspot.com/ "Meiri Cat Stevens Hjá honum er textinn oftar en ekki tilfinningaþrunginn: ... Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 348 orð | 1 mynd

Hver er hún?

Emel er ekki bara fatahönnuður heldur líka prinsessa. "Ég kem úr sérstakri fjölskyldu. Faðir minn var egypskur prins. Foreldrar mínir voru diplómatar og ferðuðust mikið um heiminn. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 361 orð | 1 mynd

Hversu þungt vegur sálin?

Sean Penn, Benicio Del Toro og Naomi Watts fara með aðalhlutverkin í þremur örlagasögum sem tengjast í 21 Grams, sem hefur göngu sína í Regnboganum og Laugarásbíói um helgina. Fáar myndir hafa komist á fleiri topp 10 lista gagnrýnenda um dagana, en leikstjóri er Alejandro Gonzalez Inarritu, sem vakti heimsathygli fyrir frumraunina, Amores Perros ('00). Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 279 orð | 2 myndir

King Britt og hirð hans á Árslistakvöldi

Þeir félagar Kristján Helgi Stefánsson og Helgi Már Bjarnason hafa haldið uppi merki danstónlistarinnar í útvarpi með þættinum Party Zone, sem er á Rás 2 á laugardögum kl. 19.30. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 258 orð | 1 mynd

Kommur & kommuistar

Lynne Truss - Eats, Shoots & Leaves: The Zero Tolerance Approach to Punctuation Það vekur nokkra athygli að ein mest selda bók Bretlands nú um stundir er bók um stafsetningu, eða réttara sagt sögu greinarmerkja og rétta notkun þeirra með áherslu á hve... Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 423 orð | 1 mynd

Leifur óheppni

Ég horfði á merkilegan þátt á RÚV á nýársdag. Það var nýr íslenskur heimildarþáttur, með alþjóðlegum blæ, um það þegar við fundum Ameríku. Allt var mjög vandað og vel gert. Þulur var hinn heimsfrægi Magnus Magnusson. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 171 orð | 2 myndir

Leyndardómsfull launagreiðsla

Í Launagreiðslu - Paycheck, nýjustu mynd Johns Woo, leikur Ben Affleck tölvusnillinginn Michael Jennings, sem hefur starfað við leynilegar rannsóknir á hátæknihugbúnaði síðustu árin. Í myndarbyrjun kemst hann að því að þessum árum hefur verið eytt úr minni hans. Paycheck er frumsýnd í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíói. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 229 orð | 1 mynd

Má móðir mín deyja á hótelinu ykkar?

Jörgen Sörensen sendi eftirfarandi fyrirspurn til lúxushótels í Þýskalandi. Nöfnum á hótelinu og starfsmanninum sem varð fyrir svörum hefur verið breytt. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 354 orð

Möguleikar á Íslandi

Emel er fús til að gefa Íslendingum og verðandi fatahönnuðum góð ráð í tískuheiminum. Menntun "Menntunin er mjög mikilvæg. Ég held að möguleikarnir hérna séu miklir," segir Emel sem er ánægð með aðstöðuna sem Listaháskólinn hefur. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 244 orð | 1 mynd

Rándýrið spratt upp úr frekju

Þungarokk er ær og kýr Rándýrsins, metalklúbbs sem samanstendur af fólki sem kemur saman og hlustar á þá göfugu tónlist. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 616 orð | 5 myndir

ÚTGÁFAN - BÆKUR - GEISLAPLÖTUR - TÖLVULEIKIR

Bækur Phillip Pullman - Lyra's Oxford Með merkilegri bókum síðustu ára er þríleikur Phillips Pullman um stúlkuna Lyru og ævintýri hennar við að bjarga heiminum. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 736 orð | 2 myndir

Við erum að selja sögur

Fatahönnuðurinn Emel Kurhan heimsótti landið í síðasta mánuði og var gestakennari í fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún er prinsessa ættuð frá Tyrklandi, og rekur eigið merki í París, Yazbukey, ásamt eldri systur sinni Yaz. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 207 orð | 1 mynd

Virkur.net í félagslífinu

Í félagslífinu skiptir máli að vera virkur, því annars stendur það eiginlega varla undir nafni. Núna hefur vefnum virkur.net verið komið á laggirnar, en hann heldur utan um viðburði í framhaldsskólum landsins. Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 146 orð

Þriðji og síðasti hluti eftir | Elísabetu Jökulsdóttur

Söguna ÞÍNA, áttu við, sagði ég. Nei, þína, gólaði skrímslið. Ég er bara aðeins að leiðrétta söguna, sagði ég. Þegar ég losna úr álögum get ég skrifað söguna þína, það þýðir að við erum tengd. Tengd! Meira
23. janúar 2004 | Fólkið | 772 orð | 1 mynd

Ævintýri á gönguför

Þótt GPS-tæki verði sífellt handhægari má lengi bæta við í notagildi og tæknilegri útfærslu. Efst á óskalistanum hjá flestum sem eiga slík tæki er líklega gott kort, bæði landakort og svo götukort með öllum helstu borgum Evrópu og gott betur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.