Greinar mánudaginn 26. janúar 2004

Forsíða

26. janúar 2004 | Forsíða | 69 orð

Beckham mesta hetjan

JESÚS og George W. Bush Bandaríkjaforseti voru langt á eftir fótboltastjörnunni David Beckham þegar ungt fólk í Bretlandi var spurt hver væri mesta hetjan þeirra í netkönnun sem birt var í gær. Meira
26. janúar 2004 | Forsíða | 262 orð

Gefa alls 65 milljónir til BUGL og Barnaspítala

HRINGURINN hefur gefið 50 milljónir til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og 15 milljónir til Barnaspítala Hringsins. Félagið er 100 ára í dag. Meira
26. janúar 2004 | Forsíða | 213 orð | 1 mynd

Kveðst óttast kjarnorkustríð

YFIRMAÐUR Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna sagði í viðtali sem birtist í gær að aldrei hefði verið meiri hætta en nú á að kjarnorkustríð brytist út. Mohamed El Baradei lét þessi ummæli falla í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel . Meira
26. janúar 2004 | Forsíða | 73 orð

"Gjörbreytir stöðunni"

FRAMLAG Hringsins til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans gerði útslagið með það að farið er af fullum krafti í byggingu göngudeildar við deildina," segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Meira
26. janúar 2004 | Forsíða | 78 orð | 1 mynd

Samhæfðar á skautum

Samhæfður skautadans er ung grein innan skautaíþróttarinnar og í örum vexti um allan heim. Meira
26. janúar 2004 | Forsíða | 232 orð | 1 mynd

Telja að Blair sleppi við aðfinnslur

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki fengið viðvörunarbréf frá dómaranum sem rannsakar dauða vopnasérfræðingsins Davids Kellys, og þykir það til marks um að hann muni sleppa við alvarlegar aðfinnslur þegar niðurstaða rannsóknarinnar verður... Meira

Baksíða

26. janúar 2004 | Baksíða | 313 orð

Besta útkoman frá upphafi

LÍFEYRISSJÓÐUR verzlunarmanna hefur gert upp árið 2003 og í ljós hefur komið að sjóðurinn skilaði þá bestu afkomu sinni frá upphafi, eða síðan hann tók til starfa árið 1956. Ávöxtun á árinu var 15,2% sem samsvarar 12,1% raunávöxtun. Meira
26. janúar 2004 | Baksíða | 475 orð | 1 mynd

Hvað er stoðkerfi?

Spurning: Hvað er stoðkerfi og hvað er átt við með verkjum sem tengjast því? Svar: Líkamanum er skipt í ýmis líffæri og líffærakerfi og byggist þessi skipting á byggingu líkamans en að hluta til á hefðum. Fræðigreinin nefnist líffærafræði. Meira
26. janúar 2004 | Baksíða | 231 orð | 1 mynd

Hætta vinnu með Atlantsáli

STJÓRNVÖLDUM bárust ekki fullnægjandi upplýsingar og svör frá eigendum Atlantsáls, sem hafa haft uppi áform um byggingu álvers á Húsavík. Meira
26. janúar 2004 | Baksíða | 172 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir í vanda vegna langlífis karla

ÆVI breskra karla er að lengjast, samkvæmt vef Lundúnablaðsins Evening Standard . Þar segir að lífslíkur karla eldri en 65 ára hafi aukist um 10%. Meira
26. janúar 2004 | Baksíða | 111 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á sýningu Ólafs Elíassonar

LÍKT og í Tate Modern í London síðastliðið haust og í Listasafni Reykjavíkur um síðustu helgi hefur fólk streymt á sýningu Ólafs Elíassonar í Astrup Fearnely-safninu í Ósló, sem var opnuð á laugardag. Meira
26. janúar 2004 | Baksíða | 386 orð | 1 mynd

"Menn þurfa að vera svakalega hugaðir"

MENNIRNIR tveir sem lentu í sjónum þegar bát þeirra, Sigurvini GK, hvolfdi í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn á föstudag þökkuðu björgunarmönnum lífgjöfina á laugardag. "Þetta eru hetjur, þetta er ekkert annað. Meira
26. janúar 2004 | Baksíða | 646 orð | 6 myndir

Styttur og náttúruleg hreyfing

Breytingar og ummyndun eru lykilorðin í hártískunni þetta árið að mati sérfræðinganna hjá I.C.O.N. sem segja klippinguna eiga að vera klæðskerasniðna að hverjum einstaklingi fyrir sig. Meira

Fréttir

26. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Annað könnunarfar lent á Mars

BANDARÍSKA könnunarfarið Opportunity lenti á Mars aðfaranótt sunnudagsins á svonefndri Meridiani-sléttu um 10.600 km frá þeim stað sem Marskanninn Spirit lenti 3. janúar. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fræðslufundur um Alzheimer.

Fræðslufundur um Alzheimer. Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra heldur fræðslufund annað kvöld klukkan 20:00 í Skógarbæ, félagsmiðstöðinni Árskógum 4-6. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Fyrsta bjóðið beitt

Þessir ungu drengir, Tómas 14 ára og Maciej 15 ára, voru að stíga sín fyrstu skref sem beitningarmenn og voru drengirnir að beita sitt fyrsta bjóð þegar þessi mynd var tekin af þeim, er þeir beittu línuna á Petri Jacob SH frá Ólafsvík. Meira
26. janúar 2004 | Miðopna | 888 orð

Geta draumar Reykvíkinga ræst?

Hver vill ekki vera ungur, sætur, smart, ríkur og sexý og búa í einbýli í Vesturbænum?" spurði Steinunn Valdís Óskarsdóttir nýlega í umræðum um skipulagsmál í borgarstjórn. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 67 orð

Innbrot í grunnskóla

BROTIST var inn í grunnskólann í Þorlákshöfn aðfaranótt laugardags. Brotinn var upp gluggi inn í bókasafn skólans og átta fartölvum og einum skjávarpa stolið úr bókasafninu og aðliggjandi tölvustofu skólans. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 275 orð

Ísland beiti Ísrael viðskiptaþvingunum

KANNA ætti kosti þess að Ísland beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna byggingar aðskilnaðarmúrs í Palestínu, að mati Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð

Ísland getur fengið ESB-styrki til íþróttaverkefna

EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hefur ákveðið að árið verði Evrópuár menntunar með iðkun íþrótta og tekur Ísland þátt í því verkefni, að því er fram kemur í tilkynningu menntamálaráðuneytisins. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 409 orð

Íslendingar með meirihluta í félaginu

SÆNSKA verðbréfafyrirtækið Spectra Fondkommission, sem rekur útibú hér á landi, hefur hlotið blessun sænska fjármálaeftirlitsins til áframhaldandi starfsemi. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Íslensk tónlist í Cannes

NÍU íslensk fyrirtæki taka þátt í MIDEM-kaupstefnunni í Cannes í Frakklandi að þessu sinni en þau eru öll að kynna íslenska tónlist fyrir erlendum útgefendum. Alls taka um 3.000 fyrirtæki þátt í kaupstefnunni, sem haldin en í 38. Meira
26. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 322 orð | 2 myndir

Kerry gæti sigrað

DEMÓKRATINN John Kerry gæti sigrað George W. Bush Bandaríkjaforseta ef forsetakosningarnar færu fram nú. Þessi er niðurstaða könnunar, sem Newsweek birti um helgina. Kerry, sem er öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, fengi 49% atkvæða en Bush 46%. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 688 orð | 1 mynd

Kostir og gallar í brennidepli

Jónína Þ. Stefánsdóttir fæddist í Árnessýslu 18. maí 1957. Stúdent frá MR. Lauk BS 1980 og BS honour 1986 í matvælafræði frá HÍ. Hefur starfað hjá SH, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Sælgætisgerðinni Freyju, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Hollustuvernd ríkisins og Umhverfisstofnun. Gift Halldóri Sigurðssyni og eiga þau þrjú börn; Berglindi, Hugrúnu og Bjarna. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 155 orð

KSÍ greiðir 10 milljónir til aðildarfélaganna

STJÓRN Knattspyrnusambands Íslands ákvað á stjórnarfundi 20. janúar sl. að greiða tæpar 10 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ, sem gjaldfærist á starfsárið 2003. Þetta er þriðja árið í röð sem aðildarfélög njóta slíks framlags. Meira
26. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 156 orð

Kúbustjórn frestar banni við netnotkun

STJÓRNVÖLD á Kúbu hafa frestað áætlunum um að takmarka netnotkun landsmanna en samkvæmt nýjum lögum sem koma áttu til framkvæmda á laugardag var flestum Kúbverjum gert ókleift að nota Netið heima hjá sér. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð

Leituðu vélsleðamanns á Vestfjörðum

BJÖRGUNARSVEITIR á Vestfjörðum voru kallaðar út á áttunda tímanum á laugardagskvöld til að leita að vélsleðamanni sem hafði ekki látið vita af ferðum sínum eins og hann ætlaði að gera, en hann var á ferð í nágrenni Drangjökuls. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Miklar skemmdir í bruna á sambýli

ELDUR kom upp í íbúð í sambýli við Skútagil á Akureyri um kl. 14 á laugardag, og er íbúðin talin gjörónýt. Eldtungur stóðu út um svalahurð og lagði þykkan reyk upp af eldinum þegar slökkvilið kom að. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 247 orð

Námskeið fyrir framleiðendur og innflytjendur véla.

Námskeið fyrir framleiðendur og innflytjendur véla. Staðlaráð Íslands heldur námskeið um CE-merkingu véla 5. og 6. febrúar. Námskeiðið, CE-merking véla - Hvað þarf að gera og hvernig? er ætlað framleiðendum og innflytjendum véla. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 145 orð

Námskeið um stjórnsýslu sveitarfélaga

Á VÆNTANLEGU námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands verður fjallað um stjórnsýslureglur um meðferð mála hjá sveitarfélögum, en auk Endurmenntunar HÍ standa Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Samband íslenskra sveitarfélaga að námskeiðinu. Meira
26. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Saakashvili sver embættiseið sem forseti Georgíu

MIHAIL Saakashvili sór í gær embættiseið forseta Georgíu í höfuðborginni Tbilisi og varð þar með yngsti þjóðarleiðtogi í Evrópu. Tveir mánuðir eru liðnir frá því að Edúard Shevardnadze sagði af sér forsetaembættinu. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Sérhæfir sig í sölu ferða til fjarlægra staða

NÝ ferðaskrifstofa, Langferðir ehf., tekur til starfa næstkomandi fimmtudag en hún mun sérhæfa sig í sölu á ferðum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kuoni til fjarlægra staða. Aðaleigandi og framkvæmdastjóri er Tómas Þór Tómasson, sem hefur m.a. Meira
26. janúar 2004 | Miðopna | 1042 orð | 1 mynd

Sjálfbær heilbrigðisþjónusta

Varla er til þróað ríki þar sem umbætur í heilbrigðismálum hafa ekki orðið að nokkurs konar þrálátum sjúkdómi sem herjar á læknisfræði nútímans: um leið og komið er á umbótum kemur fram krafa um enn eina lotu breytinga. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð

Sjávarútvegsráðherra fundar á Akureyri

ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra efnir til almennra funda um sjávarútvegsmál á Akureyri og Siglufirði í kvöld og annað kvöld. Fundurinn á Akureyri verður í kvöld, mánudagskvöld, kl. 20 á Hótel KEA. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð

Skartgripum rænt úr glugga

BROTIST var inn í skartgripaverslun í Bergstaðastræti um 9:30 í gærmorgun. Þjófurinn eða þjófarnir brutu sýningarglugga og gripu skartgripi sem voru í glugganum, að verðmæti um 200.000 krónur, að sögn lögreglu. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Sólheimajökull minnkar

SÓLHEIMAJÖKULL er skriðjökull vestur úr Mýrdalsjökli. Hægt er að komast langleiðina upp að jöklinum á bíl en á undanförnum árum hefur hann minnkað mjög hratt. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð

Sóttu fótbrotinn vélsleðamann

BJÖRGUNARSVEITIR sóttu fótbrotinn vélsleðamann inn að Skjaldbreið á áttunda tímanum á laugardagskvöldið, en félagar mannsins höfðu þá komið honum í fjallaskála á svæðinu. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 1055 orð | 3 myndir

Sprauturnar á sjúkrahúsinu þvegnar í vaskafati

Spennandi skemmtiferð til framandi heimsálfu varð að erfiðri lífsreynslu fyrir Lovísu Ólafsdóttur og fjölskyldu hennar þegar bíll þeirra valt. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Starfið var tímabundið

INGIBJÖRG Pálmadóttir, sem gegnt hefur starfi fulltrúa sjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, óskar eftir að árétta að starf hennar hafi ekki verið lagt niður vegna sparnaðaraðgerða á spítalanum heldur hafi ráðningin aðeins verið tímabundin. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 110 orð

Steinn kaupir Álfastein

STEINN Eiríksson viðskiptafræðingur hefur keypt eignir og rekstur þrotabús Álfasteins á Borgarfirði eystra, en fimm tilboð bárust í þrotabúið. Að sögn Steins er reiknað með að fyrirtækið hefji starfsemi að nýju 18. mars næstkomandi. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Stórtjón í bruna á Stóruvöllum

MILLJÓNA króna tjón varð í stórbruna á bænum Stóruvöllum í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu seint á laugardagskvöld. Sambyggð skemma og gamalt fjós brunnu til grunna en þar hefur verið unnið að tólgarframleiðslu og kertagerð. Meira
26. janúar 2004 | Vesturland | 1109 orð | 1 mynd

Tekur hlutverk sitt alvarlega

Umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi er víðfeðmt en þar starfa sex lögreglumenn. Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari ræddi við Theódór Kr. Þórðarson yfirlögregluþjón sem einnig á sér ýmis áhugamál. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Til háskólastigsins verði veitt 1,2-1,7% af landsframleiðslu

SAMFYLKINGARDÖGUM í Háskóla Íslands lauk með opnum fundi á föstudag undir yfirskriftinni Menntasókn eða skólagjöld? Fundurinn markaði lok fjögurra daga yfirferðar samfylkingarfólks um HÍ þar sem fundað var með forsvarsmönnum deilda skólans. Björgvin G. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 246 orð

Tveir menn sýknaðir af broti á tollalögum

TVEIR menn sem reka innflutningsfyrirtæki og voru ákærðir fyrir brot á tollalögum og höfundaréttarlögum hafa verið sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 43 orð

Tölvu stolið úr skóla

BROTIST var inn í Laugalækjarskóla aðfaranótt laugardags, og var lögreglu tilkynnt innbrotið rétt eftir klukkan 2. Rúða í nýrri tengibyggingu var brotin og farið inn á skrifstofu og hafði þjófurinn eða þjófarnir á brott með sér eina tölvu. Meira
26. janúar 2004 | Miðopna | 916 orð

Vanhæfisumræða byggð á misskilningi

Undanfarnar vikur hafa farið fram í fjölmiðlum talsverðar umræður um meint vanhæfi Péturs Blöndal til að sitja og/eða stýra fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hinn 12. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 670 orð | 1 mynd

Varnarmálin erfið viðfangs

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segir fjarri því að niðurstaða sé í sjónmáli í varnarviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 161 orð

Varúðar verði gætt við virkjun á Hellisheiði

STAÐSETNING virkjunar Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði og heitavatnsleiðsla sem frá henni liggur við og á vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins gefur tilefni til sérstakrar varkárni við framkvæmdina að mati Umhverfis- og heilbrigðisnefndar... Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð

Veitt tímabundið rekstrarleyfi

TOLLSTJÓRINN í Reykjavík lokaði leikskólunum Korpukoti og Fossakoti í Reykjavík á föstudaginn vegna vangoldinna opinberra gjalda. Nokkrum klukkustundum síðar voru þeir opnaðir aftur af nýjum eigendum með tímabundnu leyfi frá Leikskóla Reykjavíkur. Meira
26. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 212 orð

Vörsluaðilar þurfa ekki að hafa starfsstöð hér

ÞEIR sem taka að sér vörslu séreignalífeyrissparnaðar munu ekki þurfa að eiga starfsstöð hér á landi í framtíðinni verði frumvarp fjármálaráðherra að lögum, sem samþykkt hefur verið í þingflokkum stjórnarflokkanna og lagt verður fram á Alþingi þegar þing... Meira

Ritstjórnargreinar

26. janúar 2004 | Leiðarar | 620 orð

Leitin að gereyðingarvopnum

Tilvist gereyðingarvopna í Írak var ein af lykilástæðunum fyrir því að ráðist var inn í landið og stjórn Saddams Husseins steypt af stóli. Meira
26. janúar 2004 | Leiðarar | 450 orð

Umræðuhættir

Morgunblaðið hefur áður vakið máls á því, að opinberar umræður á Íslandi fari ekki fram með þeim málefnalega hætti, sem hægt er að krefjast af jafn vel menntaðri og upplýstri þjóð og við Íslendingar erum. Meira
26. janúar 2004 | Staksteinar | 378 orð

- Vefbombur og pólitísk bananahýði

BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra skrifar á vef sinn: "Vegna fyrri athugasemda minna um skrif nafnleysingja á spjallrásum hér á Netinu fagna ég því, að einn huldumannanna þar hefur tekið til við að skrifa þar undir nafni, Magnús Þór Hafsteinsson,... Meira

Menning

26. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 287 orð | 5 myndir

Arnardalur hlutskarpastur

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Arnardalur á Akranesi bar sigur úr býtum í söngkeppni Samfés á laugardagskvöld. Það var Skagamærin Rakel Pálsdóttir sem kom fram fyrir hönd Arnardals með lagið "That's the way it is" með Celine Dion. Meira
26. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

... átröskun og svikráðum

SKJÁREINN býður landsmönnum upp á nýjustu viðbótina í flóru raunveruleikasjónvarpsþátta. Í þetta skiptið er keppt um stöðu næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna, eða Ameríku, eins og þarlendir vilja gjarnan kalla landið. Meira
26. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Eivör heillar Austfirðinga

Rás 2 útvarpar í kvöld tónleikum með færeysku söngkonunni Eivöru Pálsdóttur sem undanfarið hefur heillað landann með fjölbreytilegri og hljómmikilli rödd sinni og einlægri framkomu. Meira
26. janúar 2004 | Menningarlíf | 537 orð | 2 myndir

Fáséð fyrirbrigði ljóssins

Gestir Astrup Fearnley-safnsins í Ósló rifjuðu upp "litaminni" sitt og tengsl við "aðra óformlega skugga" á sýningu Ólafs Elíassonar um helgina. FRÍÐA BJÖRK INGVARS- DÓTTIR brá sér á opnun og skoðaði afhjúpun listamannsins á eðli ljóssins ogþeim fáséðu fyrirbrigðum sem í því eru fólgin og tengjast sjónhverfingum minnisins. Meira
26. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 320 orð | 2 myndir

FÓLK Í fréttum

Þúsundir breskra poppaðdáenda flykktust á Trafalgartorg í Lundúnum í gær til að berja söngkonurnar frægu Beyonce , Britney Spears og Pink augum. Meira
26. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 305 orð | 1 mynd

Helmut Newton látinn

ÞÝSKI ljósmyndarinn Helmut Newton er látinn, áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann lést í bílslysi í Hollywood á föstudag. Newton varð bæði frægur og fyrirlitinn fyrir djarfar og ögrandi myndir af nöktum konum í keðjum og böndum í anda sadó-masókisma. Meira
26. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 320 orð | 1 mynd

Ingvari og Ásláki vel fagnað

KVIKMYND Hilmars Oddssonar Kaldaljós var opnunarmynd Gautaborgarhátíðarinnar á föstudagskvöld. Að sögn viðstaddra var myndinni afar vel tekið og mikil stemning í salnum, enda er Kaldaljós tilfinningaþrungin mynd. Meira
26. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 195 orð | 1 mynd

Tímavél gerir mönnum lífið leitt

HÁTÆKNITRYLLIRINN "Primer" hlaut aðalverðlaunin á Sundance-kvikmyndahátíðinni á laugardagskvöld. Myndin "One point O" eftir Martein Þórsson og Jeff Renfroe keppti til úrslita í keppninni en náði ekki verðlaunum. Meira
26. janúar 2004 | Menningarlíf | 549 orð | 1 mynd

Æskuverk og hestaballett á afmæli Mozarts

TVÖHUNDRUÐ-fertugasti og áttundi afmælisdagur Mozarts verður haldinn hátíðlegur hér á landi eins og undanfarin ár, þegar vinir Mozarts, með Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara í fararbroddi, halda honum afmælistónleika. Meira

Umræðan

26. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 535 orð

Alþingismenn ónothæfir að eigin sögn

ÖRYRKJABANDALAGIÐ hefur í annað sinn fengið lagfæringu á sínum lífeyri. En svefngengilsháttur í málefnum aldraðra entist út síðustu öld og virðist ætla að verða við lýði vel fram á þessa. Meira
26. janúar 2004 | Aðsent efni | 864 orð | 1 mynd

Alþjóðlegur skjalastjórnunarstaðall fyrir okkur

Skjalastjórnun er nú orðin að viðurkenndri fræðigrein. Meira
26. janúar 2004 | Aðsent efni | 688 orð | 1 mynd

Biðst ráðherra jafnréttismála afsökunar?

Ætlar félagsmálaráðherra Árni Magnússon að biðja Valgerði H. Bjarnadóttur afsökunar? Meira
26. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 317 orð

Framtaks- og tillitsleysi GETUR verið að...

Framtaks- og tillitsleysi GETUR verið að það taki jafnlangan tíma að koma einu strætisvagnaskýli upp eins og tveim einbýlishúsum? Meira
26. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 270 orð

Um æruleysi skrifara

SVO virðist sem ýmsum ættingjum þekktra manna og kvenna, sem orðið hafa fórnarlömb endurminninga- og æviskráaskrifara, sé nóg boðið. Meira

Minningargreinar

26. janúar 2004 | Minningargreinar | 2466 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR GÍSLASON

Guðmundur Gíslason fæddist að Klömbrum í Vesturhópi 25. mars 1907. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Guðmundsson, f. 17.9. 1877, d. 4.1. 1946, og Halldóra Steinunn Pétursdóttir, f. 27.6. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2004 | Minningargreinar | 768 orð | 1 mynd

SIGRÚN ÁRNADÓTTIR

Sigrún Árnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. janúar 1932. Hún lést á Landspítalanum 15. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau hjónin Helga Sveinsdóttir, f. 10. ágúst 1900, d. 2. ágúst 1974, og Árni Magnússon, f. 17. febrúar 1902, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
26. janúar 2004 | Minningargreinar | 5732 orð | 1 mynd

ÞORSTEINN SVEINSSON

Þorsteinn Sveinsson fæddist á Sauðárkróki 25. júlí 1955. Hann lést í Reykjavík 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Ingibjörg Jónsdóttir, f. á Sauðárkróki 27.6. 1919, d. 24.9. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

26. janúar 2004 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli .

50 ÁRA afmæli . Í dag, mánudaginn 26. janúar, er fimmtugur Gísli Sveinn Loftsson, mannfræðingur. Gísli stundar nú framhaldsnám við University of Oxford í Bretlandi. Meira
26. janúar 2004 | Dagbók | 81 orð

AUGUN ÞÍN

Hvað gerðist? Það hafð' ekki skapaður hlutur skeð. Þó skilst mér hversvegna ég fékk þér aldrei gleymt: Í fegurstu augum, sem ástfanginn mann hefur dreymt, þú áttir þér tærasta himin, sem ég hafði séð. En margoft síðan við minningu eina ég dvel. Meira
26. janúar 2004 | Dagbók | 346 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12 og kl. 17.30 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Laugarneskirkja. Góðar mömmur, kl. 12. Meira
26. janúar 2004 | Fastir þættir | 292 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

BANDARÍSKI spilarinn David Berkowitz var með spil vesturs í vörn gegn þremur spöðum dobluðum. Hann lenti í erfiðri stöðu og fann ekki réttu lausnina. Getur lesandinn gert betur? Suður gefur; allir á hættu. Meira
26. janúar 2004 | Fastir þættir | 317 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridgefélag Siglufjarðar Milli jóla og nýárs var haldið minningarmót um Benedikt Sigurjónsson. Mótið var nú haldið í annað sinn og spilað um veglegan farandgrip, auk kvöldverðlauna. Meira
26. janúar 2004 | Dagbók | 491 orð

(Jh.. 15, 17.)

Í dag er mánudagur 26. janúar, 26. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. Meira
26. janúar 2004 | Dagbók | 209 orð | 1 mynd

Menningarvaka eldri borgara í Seljakirkju

Á MORGUN, þriðjudaginn 27. janúar kl. 18, verður menningarvaka eldri borgara í Seljakirkju. Hún hefst á helgistund, auk þess verður boðið upp á forvitnilegan fyrirlestur og Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng. Léttur málsverður á 500 kr. fyrir manninn. Meira
26. janúar 2004 | Fastir þættir | 211 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 De7 5. a3 Bxd2+ 6. Rbxd2 d6 7. Dc2 c5 8. dxc5 dxc5 9. Re5 Rbd7 10. Rdf3 Rxe5 11. Rxe5 Dc7 12. Da4+ Ke7 13. f4 Rd7 14. Rd3 b6 15. g3 Bb7 16. Hg1 Hhd8 17. Rf2 Rf6 18. Dc2 Hd7 19. Bg2 Bxg2 20. Hxg2 Had8 21. Hd1 Hxd1+... Meira
26. janúar 2004 | Fastir þættir | 412 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur gaman af að kaupa föt á sjálfan sig en eitt af því sem dregur þó úr ánægjunni er gífurlega há tónlist sem stundum er í búðum. Meira

Íþróttir

26. janúar 2004 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Anja Pärson tvívegis á efsta palli

SÆNSKA skíðakonan Anja Pärson átti góðu gengi að fagna á tveimur heimsbikarmótum í svigi sem fram fóru í Slóveníu um helgina. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

* BRASIÍUMAÐURINN Rivaldo lék sinn fyrsta...

* BRASIÍUMAÐURINN Rivaldo lék sinn fyrsta leik með Cruzeiro í brasilísku deildarkeppninni í gær en þessu fyrrum besti knattspyrnumaður heims gekk til liðs við félagið frá AC Milan fyrir skömmu. Ekki byrjaði vel hjá Rivaldo . Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 147 orð

Celtic herðir enn takið

SKOSKA liðið Celtic er nánast með aðra höndina á skoska meistaratitlinum eftir að liðið lagði Aberdeen, 3:1, á laugardag. Lærisveinar Martin O'Neills eru nú ellefu stigum á undan erkifjendum sínum Rangers frá Glasgow. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 232 orð

Chelsea í basli með Scarborough

UTANDEILDARLIÐIÐ Scarborough verður á allra vörum á Bretlandseyjum næstu daga þrátt fyrir 1:0-tap liðsins gegn enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea í 32 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 204 orð

Cheyrou svaraði gagnrýni

BRUNO Cheyrou, franski framherjinn í liði Liverpool, skoraði tvívegis gegn Newcastle og tryggði liðinu sæti í 5. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 452 orð | 1 mynd

* DALIUS Rasikevicius, leikmaður Hauka ,...

* DALIUS Rasikevicius, leikmaður Hauka , var markahæstur hjá Litháum með 6 mörk þegar þeir sigruðu Grikki, 27:26, í undankeppni HM í handknattleik í gær. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

David Bentley hefur auga á knettinum,...

David Bentley hefur auga á knettinum, sem hann spyrnti glæsilega yfir tvo varnarmenn Middlesbrough og markvörð liðsins {ndash} myndin fyrir ofan, en á myndinni til hliðar fagnar þessi 19 ára leikmaður marki... Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Dunhill-mótið Houghton Golf Club, par 72:...

Dunhill-mótið Houghton Golf Club, par 72: Marcel Siem, Þýskalandi 266 (65-67-68-66) *Vann eftir umspil Raphael Jacquelin, Frakklandi 266 (66-65-68-67) Gregory Havret, Frakklandi 266 (66-69-64-67) Sören Hansen, Danmörku 267 Maarten Lafeber, Hollandi 270... Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 172 orð

Einar til skoðunar hjá Grosswallstadt

EINAR Hólmgeirsson, vinstrihandarskyttan stórefnilega í ÍR, hefur fengið boð frá þýska úrvalsdeildarliðinu Grosswallstadt um að koma út til reynslu. Einar hefur þegið boðið og heldur hann utan á föstudaginn og verður við æfingar hjá liðinu í nokkra daga. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 527 orð | 1 mynd

EM karla í Slóveníu A-RIÐILL -...

EM karla í Slóveníu A-RIÐILL - Velenje Fimmtudagur 22. janúar: Rússland - Sviss 28:20 Svíþjóð - Úkraína 31:25 Laugardagur 24. janúar: Sviss - Svíþjóð 24:35 Úkraína - Rússland 27:29 Sunnudagur 25. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 599 orð | 1 mynd

England Bikarkeppnin, 4.

England Bikarkeppnin, 4. umferð: Arsenal - Middlesbrough 4:1 Bergkamp 19., Ljungberg 28., 68., Bentley 90. - Job 23. Rautt spjald : Boateng, Middlesbrough 86. - 37.256 . Birmingham - Wimbledon 1:0 Hughes 4. - 22.159. Burnley - Gillingham 3:1 Moore 30. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 12 orð | 1 mynd

Eva Margrét Kristinsdóttir, leikmaður Gróttu/KR, sækir...

Eva Margrét Kristinsdóttir, leikmaður Gróttu/KR, sækir að marki Vals í sigurleik,... Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 93 orð

Fimm reknir útaf hjá Besiktas

HÆTTA þurfti leik Besiktas og Samsunspor í tyrknesku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Liðsmenn Besiktast þoldu ekki mótlætið í leiknum og létu þeir skapið hlaupa með sig í gönur. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Frábær endasprettur Dana er þeir skelltu Spánverjum í Ljubljana

FRÁBÆR endasprettur Dana færði þeim sætan sigur á Spánverjum, 24:20, í lokaumferð B-riðilsins í Ljubljana og þar með fara Danir áfram í milliriðilinn með 2 stig en Spánverjar ekkert. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 403 orð | 1 mynd

Grindavík - Snæfell 83:89 Íþróttahúsið í...

Grindavík - Snæfell 83:89 Íþróttahúsið í Grindavík, úrvalsdeild karla, intersportdeildin, sunnudag 25. jan. 2004. Gangur leiksins : 4:6, 8:15, 14:20 , 18:27, 28:37, 44:38 , 52:51, 56:58, 62:63 , 66:69, 74:83, 83:89 . Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 139 orð

Gunnar Berg kallaður inn í hópinn

GUNNAR Berg Viktorsson var í gær kallaður inn sem sextándi leikmaður í íslenska landsliðið á Evrópumeistaramótinu í handknattleik, en áður en mótið hófst hafði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, valið fimmtán leikmenn til að hefja það, en... Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Heimamenn skoruðu mest

SLÓVENSKA landsliðið var eina liðið sem náði því að skora 100 mörk. Slóvenar voru í C-riðli eins og íslenska landsliðið og markatala þess í þremur leikjum var 100:90, tíu mörk í plús. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 51 orð | 1 mynd

Heimsbikar í alpagreinum Brun karla, Kitzbühel...

Heimsbikar í alpagreinum Brun karla, Kitzbühel Austurríki, laugardagur 24. janúar. Stephan Eberharter, Aust 1.55,48 Daron Rahlves, Ban 1.56,69 Ambrosi Hoffmann, Sviss 1.56,78 Hans Knauss, Aust 1.57,23 Stórsvig kvenna, Maribor í Slóveníu, laugardagur 24. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 149 orð

Ísland slapp við neðsta flokkinn

ÍSLAND hafnaði í 13. sæti Evrópukeppninnar í handknattleik í Slóveníu. Íslenska liðið var með bestan árangur þeirra fjögurra liða sem enduðu í neðstu sætum riðlanna. Portúgalar urðu í 14. sæti, Úkraínumenn í 15. sæti og Pólverjar urðu í 16. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Íslandsmótið Skautafélag Akureyrar og Björninn mættust...

Íslandsmótið Skautafélag Akureyrar og Björninn mættust í Íslandsmótinu í íshokkí á laugardag og höfðu Íslandsmeistararnir úr liði SA betur, 10:7. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 173 orð

Jakob og Helgi í sviðsljósinu

ÍSLENSKI landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Jakob Sigurðarson, tryggði Birmingham Southern College sigur gegn Liberty, 67:63, á föstudaginn með því að hitta úr fjórum vítaskotum á síðustu 34 sekúndum leiksins. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 335 orð | 1 mynd

* JÓHANNES Karl Guðjónsson kom inná...

* JÓHANNES Karl Guðjónsson kom inná á 66. mínútu í liði Wolves sem tapaði á heimavelli fyrir West Ham , 3:1, í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Úlfarnir geta því einbeitt sér alfarið að því að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

Laugardagsmót Haldið í Mjódd, 24.

Laugardagsmót Haldið í Mjódd, 24. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 91 orð

Markverðirnir tvisvar bestir

FYRIR Evrópumótið í handknattleik virtust margir óttast að markverðir íslenska liðsins yrðu helsti höfuðverkur íslenska liðsins. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 114 orð

Maurice Ingram til liðs við ÍR-inga

ÚRVALSDEILDARLIÐ ÍR í körfuknattleik karla hefur fengið til sín bandarískan miðherja, Maurice Ingram, en hann er 2.02 metrar á hæð og 29 ára gamall. Ingram mætti beint í leik ÍR-inga gegn Hamarsmönnum s.l. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 171 orð | 1 mynd

Meiðsli komu í veg fyrir að Árni spilaði

ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, lék ekki fyrsta leik sinn fyrir Manchester City í gær eins og til stóð þegar Manchester City tók á móti Tottenham í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 98 orð

Nagy kom ferskur til leiks

UNGVERSKA stórskyttan Lazslo Nagy, sem leikur með liði Barcelona á Spáni, mætti ferskur til leiks með Ungverjum í leiknum gegn Slóvenum í Celje í gærkvöldi. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 189 orð

Níu lið eiga raunhæfa möguleika á EM-titlinum

TÓLF lið halda á morgun áfram keppninni um Evrópumeistaratitilinn í handknattleik í Slóveníu en fjögur hafa pakkað saman föggum sínum og eru á heimleið í dag. Auk Íslendinga eru það Portúgalir, Úkraínumenn og Pólverjar sem hafa lokið keppni. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 708 orð | 3 myndir

Nú þarf að taka til hendinni

ÍSLENSKA landsliðið, þjálfarar þess og aðrir þurfa að líta í eigin barm eftir að sú staðreynd varð ljós í gær að það komst ekki áfram í milliriðla EM. Eitt jafntefli, 30:30, við Tékka í síðasta leik nægði ekki til að liðið héldi stöðu sinni meðal fremstu handknattleiksþjóða heims. Íslenska landsliðið er eitt fjögurra liða sem halda heim frá Slóveníu, viku fyrr en það gerði ráð fyrir, og fyrir vikið með skottið á milli lappanna. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 227 orð

Nýr Dennis Bergkamp

DAVID Bentley, 19 ára gamall miðju- og sóknarmaður, skoraði gull af marki þegar hann innsiglaði öruggan 4:1 sigur bikarmeistara Arsenal á Middlesbrough í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar á Highbury á laugardaginn. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 108 orð

Ólafur fyrstur í 100 mörk á EM

ÓLAFUR Stefánsson skoraði í gær sitt 100. mark í úrslitakeppni Evrópumóts í handknattleik. Áfanganum náði hann þegar hann skoraði 6. mark sitt í leiknum úr vítakasti þegar 1,25 mínútur voru til leiksloka. Það var jafnframt 29. mark Íslendinga í leiknum. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 191 orð | 2 myndir

Ólafur í 3.-4. sæti

ÓLAFUR Stefánsson varð í þriðja til fjórða sæti á listanum yfir markahæstu menn riðlakeppninnar á Evrópukeppni landsliðs í Slóveníu sem lauk í gærkvöld. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 340 orð | 1 mynd

* PORTÚGALAR luku keppni á Evrópumótinu...

* PORTÚGALAR luku keppni á Evrópumótinu með því að gera jafntefli við heimsmeistara Króata í lokaumferð B-riðilsins. Þetta var eina stig Portúgala í riðlinum en Króatar urðu eftir með 5 stig. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

"Bið þjóðina afsökunar"

"ÞETTA eru gríðarleg vonbrigði, ég er hundfúll, eins og allt liðið, með þessa niðurstöðu," sagði Ólafur Stefánsson eftir að flautað var til leiksloka í Celje og gær og ljóst að hann er leið frá Slóveníu í dag eftir 30:30 jafntefli við Tékka þar sem Tékkar komust áfram á því að hafa skorað einu marki fleira í keppninni en Íslendingar sem skoruðu 87 mörk í leikjunum þremur en þjóðirnar fengu eitt stig hvor úr þremur viðureignum. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 488 orð | 2 myndir

"Engin ein skýring á þessari niðurstöðu"

"ÉG held að það sé engin einhlít skýring á þessari niðurstöðu og raun er kannski of snemmt að benda á eitthvað sérstakt sem veldur því að við leikum ekki betur en raun ber vitni um á þessu móti," sagði Einar Örn Jónsson, hornamaður íslenska landsliðsins eftir jafnteflið við Tékka í gær og þá staðreynd að íslenska landsliðið sem ætlaði sér að vinna riðilinn er nú á leið heim, það rak lestina í riðlakeppninni. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

"Ég hef leikið langt undir getu"

"BYRJUNIN var rosagóð hjá okkur, alveg eins og lagt var upp með, en síðan kom kafli undir lok fyrri hálfleiks þar sem hvert færið af öðru fór forgörðum og þá snerist leikurinn um leið Tékkum í vil," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, hornamaður íslenska landsliðsins. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 128 orð

"Húsmóðirin fljúgandi" er látin

HIN kunna hollenska frjálsíþróttakona, Fanny Blankers-Koen, er fallin frá en hún var 85 ára gömul er hún lést á laugardag og hafði átt við erfið veikindi að stríða undanfarin ár. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 1344 orð | 2 myndir

"Þetta var ægilega sárt í Celje"

"ÉG segi bara pass eins og allir aðrir handknattleiksunnendur," sagði Páll Ólafsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, eftir að ljóst varð í gærkvöldi að íslenska landsliðið í handknattleik væri á heimleið eftir riðlakeppni EM. Páll hefur rætt um leiki liðsins við Morgunblaðið og sagði meðal annars fyrir mótið að hann væri ekkert allt of bjartsýnn. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 185 orð | 1 mynd

Rúnar skoraði gegn Standard

LOKEREN er að komast á gott skrið í belgísku 1. deildinni og á laugardag lék liðið vel á heimavelli gegn Standard Liege sem er í öðru sæti deildarinnar. Leikurinn endaði með jafntefli, 1:1, og skoraði Rúnar Kristinsson mark Lokeren á 38. mínútu. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Saha bað stuðningsmenn Fulham afsökunar

LOUIS Saha framherji Manchester United hefur beðið stuðningsmenn Fulham afsökunar á hegðun sinni undanfarnar vikur er hann stóð í stappi við forráðamenn Fulham vegna sölu hans til United, en hann var keyptur fyrir um 1,6 milljarða ísl. kr. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 527 orð

Slæm bikartöp hjá Íslendingaliðunum

ÍSLENDINGALIÐIN Wolves og Nottingham Forest hafa sungið sitt síðasta í ensku bikarkeppninni en bæði töpuðu illa á heimavelli í gær í 4. umferð keppninnar. Manchester United, Sheffield United og West Ham verða í hattinum í dag þegar dregið verður til fimmtu umferðarinnar en Everton og Fulham verða að spila aftur og sömuleiðis Manchester City og Tottenham en viðureignum liðanna lyktaði með 1:1 jafntefli. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 412 orð

Snæfell skellti Grindavík

HEIMAMENN voru slakir þegar lið Snæfells kom í heimsókn í úrvalsdeild karla í gær og gestirnir fóru kampakátir með stigin tvö heim þegar þeir lögðu Grindvíkinga 89:83. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Grindavík tapar á heimavelli í vetur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik - liðið er samt sem áður í efsta sæti með 24 stig að loknum 14 umferðum en Snæfell er nú í öðru sæti með 22 stig og hefur komið gríðarlega á óvart það sem af er vetri. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 141 orð

Spenna hjá Slóvenum og Ungverjum

JAFNTEFLI Slóvena og Ungverja, 29:29, í lokaleik C-riðilsins í Celje í gærkvöldi gerði það að verkum að Slóvenar urðu efstir í riðlinum. Báðar þjóðir kræktu í fimm stig en markatala Slóvenanna var hagstæðari sem nemur tveimur mörkum. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 136 orð

Sunderland er til sölu

STJÓRNARFORMAÐUR enska 1. deildarliðsins Sunderland, Bob Murray, segir að hann hafi áhuga á að selja sinn hlut í félaginu en hann hefur verið í forsvari fyrir félagið undanfarin 17 ár. Eftir að liðið féll úr úrvalsdeild s.l. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Sviss komst óvænt áfram

SVISSLENDINGAR komu mörgum á óvart með því að leggja Úkraínumenn, 25:22, og tryggja sér þar með þátttökurétt í milliriðli á kostnað Úkraínumanna. Frábær varnarleikur og stórleikur leikstjórnandans Robbie Kostandinovich skópu sigur Svisslendinga. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 188 orð

Taldi íslenska liðið sterkara en mitt lið

"ÉG þakka mínum mönnum kærlega fyrir frábæran leik og ég tel þá fyllilega verðskulda að komast áfram í milliriðla. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 14 orð | 1 mynd

Tjaldið er fallið í Slóveníu.

Tjaldið er fallið í Slóveníu. Sigfús og Ólafur eftir síðasta leik {ndash} gegn... Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

* VENUS Williams frá Bandaríkjunum er...

* VENUS Williams frá Bandaríkjunum er úr leik á Opna ástralska meistaramótinu í tennis en þetta er fyrsta mótið sem hún tekur þátt í undanfarna sex mánuði. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 399 orð | 2 myndir

Víkingahúfunni var stolið

"VIÐ höfum gaman af góðum handknattleik og þess vegna ákváðum við að skella okkur til Slóveníu og fylgjast með Evrópumótinu, styðja við bakið á íslenska landsliðinu," sagði Róbert Þórhallsson sem ásamt félaga sínum Valdimari Magnússyni en þeir eru í Celje að styðja við bakið á íslenska landsliðinu í handknattleik og fylgjast einnig með öðrum leikjum sem þar fara fram. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 270 orð

Wales íhugar að kæra Rússa

Forráðamenn knattspyrnusambands Wales íhuga að leggja inn kæru vegna leiks liðsins gegn Rússum í undankeppni Evrópumóts landsliða eftir að í ljós kom í gær að einn leikmanna rússneska liðsins hafði fallið á lyfjaprófi. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 975 orð | 1 mynd

Þessi niðurstaða er gríðarlegt áfall

"ÞESSI niðurstaða er okkur að sjálfsögðu gríðarlegt áfall, en þegar upp er staðið þá eru of mörg atriði í ólagi hjá okkur til þess að við verðskulduðum að komast áfram í milliriðla á svo sterku móti sem EM er," sagði Guðmundur Þórður... Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 109 orð

Þjálfari Sogndal ánægður með Kára

KÁRI Árnason, 22 ára gamall knattspyrnumaður sem leikur með Víkingi, fær góða dóma hjá þjálfara norska úrvalsdeildarliðsins Sogndal en Kári hefur verið til reynslu hjá liðinu undanfarna daga og lék æfingaleik með því um helgina. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 292 orð | 1 mynd

Þjóðverjar köstuðu frá sér sigri

ÞJÓÐVERJAR fóru afar illa að ráði sínu í leiknum við Frakka í lokaumferð D-riðilsins á Evrópumótinu í handknattleik. Meira
26. janúar 2004 | Íþróttir | 248 orð

Öruggt í Eyjum

Stúlkurnar hjá ÍBV hélt áfram sigurgöngu sinni 1. deild kvenna í handknattleik, þegar Víkingur kom í heimsókn á laugardag, 35:27. Meira

Fasteignablað

26. janúar 2004 | Fasteignablað | 42 orð | 3 myndir

Á tilboði

Míra Indversk kommóða úr indverskum sesamviði á 40% afslætti. Til í takmörkuðu magni. Áður 44.900. Núna 26.940. 15-70% afsláttur er af flestu í Míru. Kertastjaki fyrir 5 kerti. Áður: 13.900. Núna 8.490 Leirvasi, u.þ.b. 60 sm hár, til í þrem litum. Áður... Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 31 orð | 2 myndir

Á tilboði

Húsasmiðjan Blöndunartæki fyrir handlaug frá Kludi, Logo Mix, með lyftitakka. Áður 9.550. Nú 6.550 Spinner er hvítt loftljós sem nú er á tilboði í Húsasmiðjunni. Ummál 31 sm. Áður 1.499. Nú... Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 42 orð | 1 mynd

Á tilboði

BYKO Vegg- og gólfflísar af gerðinni Emil eru á tilboði í BYKO. Stærð 11,5x11,5 sm, þykkt 8 mm. Áður 5.320. Nú 2.990 kr. Skrautflísarnar eru seldar þrjár saman í pakka og kosta 3.956. Nú er einnig 20% afsláttur af öllum flísum í... Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 722 orð | 3 myndir

Átthagar byggja 86 leiguíbúðir

NÚ er í gangi sérstakt átak til fjölgunar leiguíbúða og Íbúðalánasjóður hefur heimild til þess að lána árlega 1,5 milljarða kr. vegna þessa átaks á árunum 2002-2005. Samtals er því um að ræða 6 milljarða kr. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 491 orð | 4 myndir

Bjart útlit á baðherberginu

Hjón í Kópavogi fóru hagkvæma leið við endurnýjun á baðhergi sínu fyrir skömmu. Baðherbergið var flísalagt í hólf og gólf með brúnum, munstruðum flísum. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 129 orð | 1 mynd

Byggt í hálfhring

Við Þorláksgeisla 19-35 í Grafarholti er nú verið að byggja þriggja hæða fjölbýlishús, sem er óvenjulegt vegna lögunar sinnar en það er byggt í hálfhring og myndar þannig skjól um garð og leiksvæði inni í hringnum. Mótás hf. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 54 orð | 1 mynd

BYKO er nýbúið að fá kínverskar...

BYKO er nýbúið að fá kínverskar barnakerrur á góðu verði. Kerran er mjög létt því grindin er úr harðplasti. Hún er með bremsum, kerrupoka og plastábreiðu. Auðvelt er að leggja hana saman og hægt að hækka og lækka bakið. Þá eru einnig lítil geymsluhóf, t. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 110 orð | 2 myndir

Bær III

Kaldraneshreppur - Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu ferðaþjónustubýlið Bær III í Kaldraneshreppi í Strandasýslu. Íbúðarhúsið er 177,5 ferm., byggt úr timbri árið 1980. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 618 orð | 1 mynd

Eignaskiptayfirlýsingar

Eignaskiptayfirlýsing er lögboðinn skriflegur gerningur eigenda fjöleignarhúss sem gerður er á grundvelli fyrirmæla laga um fjöleignarhús og geymir lýsingu á húsi og lóð, mælir fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og... Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 247 orð | 2 myndir

Fagrabrekka við Akranes

Akranes - Fasteignasalan Miðborg er nú með í sölu steinsteypt einbýli og útihús á Fögrubrekku við Akranes, sem er lögbýli á 9 hektara eignarlandi á skilgreindu landbúnaðarsvæði samkvæmt svæðisskipulagi. Íbúðarhúsið, sem byggt var 1955, er 213,2 ferm. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 990 orð | 4 myndir

Fjölbýlishús með 72 íbúðum rís í hálfhring

Austast í Grafarholti er að rísa þriggja hæða fjölbýlishús, sem sker sig verulega úr umhverfinu vegna lögunar sinnar. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúðir, sem byggingafyrirtækið Mótás hf. byggir við Þorláksgeisla 19-35. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Gegnheilt óunnið eikarparkett, 14 mm þykkt,...

Gegnheilt óunnið eikarparkett, 14 mm þykkt, 6,5 sm breitt í 35-50 sm löngum stöfum. Áður 2.490. Núna á 1.990... Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 261 orð | 1 mynd

Holtasel 36

Reykjavík - Fasteignasalan Garð ur er nú með í einkasölu einbýlishús við Holtasel 36. Húsið er hæð, ris og jarðhæð samtals 274,6 ferm., þar af er bílskúrinn 34,2 ferm., en hann er innbyggður á jarðhæðinni. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 838 orð | 2 myndir

Íbúðir BN hafa bætt úr brýnni þörf

Það getur verið erfitt fyrir ungt fólk utan af landi að koma sér fyrir í Reykjavík. Guðlaug Sigurðardóttir heimsótti Björgvin Sigurðsson og Jónu Birnu Óskarsdóttur í nýjar íbúðir Byggingafélags námsmanna við Kristnibraut í Reykjavík. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 419 orð | 1 mynd

Jafnvægi á fasteignamarkaði þrátt fyrir 90% lán

Allt bendir til þess að innleiðing 90% lána á næstu misserum muni ekki verða til þess að skapa ójafnvægi í fasteignaviðskiptum þar sem allt bendir til þess að um þessar mundir sé framboð af íbúðarhúsnæði allnokkru meira en eftirspurnin. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 650 orð | 1 mynd

Lagnaleiðir

Það hafa verið farnar margar og mismunandi leiðir með lagnir um hús og hýbýli frá því að menn hófu röraöldina, sem er svo merk að sögu hennar ætti svo sannarlega að rita og gleyma nú ekki að geta heimilda hvort sem þær koma frá Hammúrabí, Ágústusi mikla... Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 194 orð | 1 mynd

Laugavegur 86 fer í ferðalag

Eignarhaldsfélagið Fjölhæfni ehf. í Keflavík hefur ráðist í það verkefni að gera upp húsið við Laugaveg 86, næsta hús við Stjörnubíó, sem nú er búið að rífa, en borgin á lóðina sem húsið stendur á. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 184 orð | 1 mynd

Lægri greiðslubyrði fyrstu árin

Frjálsi fjárfestingarbankinn býður nú viðskiptavinum sínum afborgunarlaus fasteignalán í íslenskum krónum. Greiðslubyrði þessara lána er lægri en greiðslubyrði hefðbundninna fasteignalána sem standa viðskiptavinum einnig til boða. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 692 orð | 3 myndir

Mikill áhugi fyrir búsetu í Grímsnes- og Grafningshreppi

Þ essi nýja heilsársbyggð heitir Ásborgir og er á kjarri vöxnu hrauni á bökkum Sogsins í Ásgarðslandi um 30 m yfir sjávarmáli. Þetta er mjög fallegur staður í um það bil 90 km. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 567 orð | 2 myndir

Námskeið í mati og skoðun fasteigna

Í byrjun febrúar hefjast tvö námskeið á símenntunarsviði Tækniháskóla Íslands í matsfræðum. Námskeiðið, Mat fasteigna, var kennt á haustönn skólans og munu fyrstu nemendurnir útskrifast af því í lok þessa mánaðar. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Pipar og salt 50% afsláttur er...

Pipar og salt 50% afsláttur er á salt- og piparkvörnum úr beyki og burstuðu stáli. Verð áður 7.900 parið. Verð nú 3.500... Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 21 orð | 1 mynd

Pipar og salt Handgerð ítölsk skál,...

Pipar og salt Handgerð ítölsk skál, sem hentar t.d. undir salat fæst nú með 50% afslætti. Verð áður 9.900 kr. Verð nú 4.900... Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Pipar og salt Nokkrar gerðir glasa...

Pipar og salt Nokkrar gerðir glasa í ýmsum litum með 50% afslætti. Þessi glös eru með mattri áferð og strípum og eru seld fjögur saman. Verð áður 1.995 kr. Verð nú 1.000... Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 377 orð | 2 myndir

Rafstöðvarvegur 25

Reykjavík - Eignamiðlunin er nú með í sölu vandað einbýlishús við Rafstöðvarveg 25 í Reykjavík. Þetta er steinhús, 277 ferm. að stærð auk bílskúrs og með afnot af um 1.800 ferm. lóð. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 288 orð

Rétt hjá hverju(m)?

Það er ekki alltaf auðvelt að vera utan af landi og búa í stórborginni henni Reykjavík. Ég kem frá Húsavík sem er talsvert minni um sig en höfuðborgarsvæðið. Þar eru færri hús, færri götur og færra fólk. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 476 orð | 1 mynd

Sears Tower - Skýjakljúfur í borg vindanna

Chicago í Illinoisfylki Bandaríkjunum Arkitekt: Bruce Graham Sears-turninn í Chicago var hæsta húsbygging heims allt frá því hann var byggður á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar og til 1997 er Petronas turntvennan reis í Kuala Lumpur í Malasíu... Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 364 orð | 2 myndir

Sífelld notkun heldur silfrinu gljáandi

Silfurhúðun er fyrirtæki sem stendur á gömlum merg, en fyrirtækið var stofnað árið 1969. Logi Magnússon, eigandi Silfurhúðunar, segir alltaf sé eitthvað um að fólk vilji láta hressa upp á silfurmuni, s.s. kaffikönnusett, bakka, lítil staup og borðbúnað. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 1191 orð | 11 myndir

Slæmt fyrir sálina að búa í ljótu húsi

Draugagangur og fljúgandi vínflöskur koma við sögu í frásögn Bryndísar Höllu Gylfadóttur og Þórðar Magnússonar af endurbyggingu húss þeirra í Hafnarfirði. Guðlaug Sigurðardóttir fékk að líta í heimsókn og skoða viðamiklar endurbætur sem brátt sér fyrir endann á. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 484 orð | 3 myndir

Suðurgata 100

Reykjavík - Fasteignasalan Heimili er nú með í sölu húseignina Bjarg við Suðurgötu 100 í Reykjavík. Þetta er fallegt einbýlishús ásamt bílskúr og stendur á góðum stað í Vesturbænum. Húsið er 159 ferm. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 100 orð | 1 mynd

Þriðja fasteignasalan opnuð á Egilsstöðum

Ný fasteignasala, Domus, hefur verið opnuð á Egilsstöðum. Domus sinnir, auk fasteignasölu, skipa- og jarðasölu, miðlun leiguhúsnæðis og kaupendaþjónustu. Stofnendur Domus eru Bjarni G. Björgvinsson, Sigurður Bogason og Bjarni Þór Óskarsson lögmenn. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 332 orð | 6 myndir

Þrjú hundruð sextíu og fimm bjöllur

Ein bjalla á dag kemur skapinu í lag gæti verið mottó Sigríðar Eysteinsdóttur, eiganda Stúdíós Brauðs. Sigga er safnari. Hún safnar bjöllum. "Ég er með algjöra dellu fyrir bjöllum," segir Sigga hlæjandi. Meira
26. janúar 2004 | Fasteignablað | 387 orð | 2 myndir

Ægissíða 94

Reykjavík - Fasteignasalan Híbýli er nú með í sölu húseignina Ægissíðu 94 í Reykjavík. Um er að ræða einbýli á 3 hæðum, byggt úr steinsteypu 1949 og er húsið alls 275,1 ferm. Húsinu fylgir 58 ferm. bílskúr sem byggður var 1982 og einnig 12 ferm. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.