Greinar laugardaginn 21. febrúar 2004

Forsíða

21. febrúar 2004 | Forsíða | 114 orð | 1 mynd

Græningi forsætisráðherra?

LETTINN Indulis Emsis getur orðið fyrsti liðsmaður evrópsks græningjaflokks til að taka við embætti forsætisráðherra. Vaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands, fól honum í gær að mynda nýja ríkisstjórn. Meira
21. febrúar 2004 | Forsíða | 127 orð | 1 mynd

Kosið undir vökulu auga Khomeinis

ÍRANSKUR maður fyllir út kjörseðil sinn í Teheran í gær undir vökulu auga Ajatollah Ruhollah Khomeinis en veggmyndir af erkiklerkinum fyrrverandi, sem lést 1989, hanga enn víða í Íran. Meira
21. febrúar 2004 | Forsíða | 220 orð | 1 mynd

Tvær stúlkur létust í umferðarslysi við Bifröst

TVEIR farþegar, stúlkur á unglingsaldri, létust í hörðum árekstri tveggja jeppa í Norðurárdal, rétt neðan við Bifröst í Borgarfirði, um kl. 15.30 í gær. Meira
21. febrúar 2004 | Forsíða | 310 orð

Þrír handteknir vegna líkfundar í Neskaupstað

ÞRÍR menn, tveir Íslendingar og einn Lithái, voru handteknir um hádegisbil í gær vegna rannsóknar á líkfundi í höfninni í Neskaupstað að morgni 11. febrúar sl. Mennirnir eru þeir sömu og gáfu sig fram við lögreglu á mánudag. Inger L. Meira

Baksíða

21. febrúar 2004 | Baksíða | 374 orð | 1 mynd

Alltaf eitthvað nýtt að sjá

Andreas Bergmann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar hann var spurður hver væri uppáhaldsstaður hans. Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 536 orð | 2 myndir

Amma kom honum á bragðið

Hann er sérfræðingur í gerð eftirrétta, höfundur fjögurra matreiðslubóka, hefur í tvígang orðið Evrópumeistari í matargerð og Danir kalla hann súkkulaðiprinsinn. Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 157 orð

Biscuit Guanaja 70 200 g dökkt...

Biscuit Guanaja 70 200 g dökkt súkkulaði, Valhrona Guanaja 70% eða annað súkkulaði með 70% kakómassa 100 g ósalt smjör 3 msk. Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 527 orð | 3 myndir

Ferðir á landsleiki í Manchester ÍT-ferðir...

Ferðir á landsleiki í Manchester ÍT-ferðir ætla að bjóða upp á ferðir til Manchester á Englandi í tengslum við landsleiki Íslands, Japans og Englands. Landsleikur Íslands og Japans verður 30. maí, Englands og Japans 1. júní og Englands og Íslands 5.... Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 233 orð

Gengið frá kaupum á Skeljungi

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um sölu KB banka á öllum eignarhlutum sínum í Steinhólum ehf., sem er móðurfélag Skeljungs hf. Kaupandi er eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar í Feng og Jóhannesar Kristinssonar, flugstjóra í Lúxemborg. Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 1005 orð | 3 myndir

Gondóla-lyftur og magadans

Skíðaferðir í góðum félagsskap er ein besta afþreying sem Helga Thors og Björn Ólafsson stunda. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði Helgu út í tvo nýjustu áfangastaðina sem eru afar ólíkir. Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 135 orð

Í lífshættu eftir bruna

KONA á áttræðisaldri liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir að henni var bjargað út úr reykfylltu einbýlishúsi við Víðihvamm í Kópavogi í gærmorgun. Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 349 orð | 1 mynd

Kennslu í táknmálstúlkun hætt við HÍ

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta frá og með næsta hausti kennslu í táknmálstúlkun sem kennd hefur verið við heimspekideild Háskóla Íslands. Einnig verður kennurum við deildina ekki greitt fyrir yfirvinnu og stundakennarar ráðnir í staðinn. Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 69 orð

Konan lést í gær

KONAN sem lenti í bílslysi við Blönduós á miðvikudagskvöldið lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Fossvog í gærdag. Hún var á 45. aldursári. Dóttir hennar liggur á gjörgæsludeild mikið slösuð að sögn vaktlæknis í gærkvöldi. Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 200 orð

"Verið að gera úlfalda úr mýflugu"

ÞORSTEINN Símonarson, skipstjóri á Þorsteini EA, segir að verið sé "að gera úlfalda úr mýflugu" þegar því sé haldið fram í norskri heimildarmynd að skipulagt brottkast á síld hafi farið fram um borð í skipinu í júlí í fyrra, við veiðar úr... Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 463 orð | 2 myndir

Sveitamaturinn heillandi

Hún rekur veitingahúsið Rialto í Cambridge og blu í Boston, hefur haldið fjölda matreiðslunámskeiða og gefið út matreiðslubók sem hlotið hefur frábæra dóma. Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 275 orð

Tómatsúpa með eggaldinsamloku ½ bolli extra...

Tómatsúpa með eggaldinsamloku ½ bolli extra virgin ólífuolía 2 meðalstórir laukar, saxaðir í litla teninga 4 hvítlauksrif, smátt söxuð salt og nýmalaður svartur pipar 2 kg þroskaðir plómutómatar, saxaðir gróft 1 tsk. Meira
21. febrúar 2004 | Baksíða | 45 orð | 1 mynd

Vinir á Vetrarhátíð

Alþjóðlegt andrúmsloft ríkti á Klambratúni við Kjarvalsstaði í gær þegar leikskólabörn úr Hlíðunum komu saman og veifuðu litskrúðugum og fjölbreyttum þjóðfánum. Meira

Fréttir

21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 367 orð

40 milljarða verðmæti í einkaframkvæmdum

HEILDARFJÁRHÆÐ vegna samninga um einkaframkvæmd nemur um 40 milljörðum kr. á verðlagi þessa árs og er það vegna færri en fimmtán verkefna. Meira
21. febrúar 2004 | Miðopna | 1010 orð

Af hverju stjórnmálasamband?

Fæstir vita hvar Máritíus er ..." sagði í dagblaðsdálki á dögunum í kjölfar fréttatilkynningar utanríkisráðuneytisins þess efnis að stofnað hefði verið til stjórnmálasambands Íslands og Máritíus. Meira
21. febrúar 2004 | Suðurnes | 303 orð

Allar lóðir í Nátthaga gengnar út

Sandgerði | Öllum lóðum sem ætlaðar eru fyrir sumarhús í landi Nátthaga við Þóroddsstaði í Sandgerðisbæ hefur verið úthlutað, alls nítján lóðum. Fimm hús eru fullgerð, tvö fokheld og framkvæmdir að hefjast á nokkrum lóðum. Meira
21. febrúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 77 orð | 1 mynd

Allir eiga að vera vinir

Reykjavík | Leikskólabörn frá öllum leikskólum borgarinnar komu saman á opnum svæðum víða um borgina í gær í tilefni af Vetrarhátíð Reykjavíkur. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð

Alþjóðadagur leiðsögumanna verður haldinn í dag...

Alþjóðadagur leiðsögumanna verður haldinn í dag , laugardaginn 21. febrúar. Af því tilefni býður Félag leiðsögumanna vistfólki á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í hópferð í Bláa lónið. Meira
21. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 182 orð

Athugasemd við búnað á flokkara

ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist hafa séð norska mynd um brottkast á fiski seinni part fimmtudags og þá strax gefið sig fram eins og hann orðaði það, en skipið sem um ræðir er eitt skipa félagsins, Þorsteinn EA. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Atlanta kaupir hlut í bresku flugfélagi fyrir 3,8 milljarða

AIR Atlanta hefur fest kaup á 40,5% hlut í breska flugfélaginu Excel Airways fyrir 29,9 milljónir sterlingspunda, eða fyrir 3,8 milljarða króna. Í tilkynningu frá Atlanta segir að stefnt sé að undirritun kaupsamninga 15. Meira
21. febrúar 2004 | Árborgarsvæðið | 74 orð | 1 mynd

Ár víða vatnsmiklar

VIÐ Ölfusárbrú við Selfoss fyllir áin vel í farveginn án þess þó að hætta sé á flóði. Ástæðan er sú að farvegurinn er íslaus og hvergi stífla í ánni. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd

Átti þátt í ráni á tugum glæsibifreiða í Litháen

VAIDAS Jucevicius, litháski maðurinn sem fannst látinn í höfninni á Neskaupstað 11. febrúar sl., var tengdur skipulagðri glæpastarfsemi í Litháen og átti að mæta fyrir dóm, vegna ákæru um að eiga þátt í um 40 bílaþjófnuðum, þann 9. febrúar. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 80 orð

Bensínið hækkar aftur

ESSO, Olís og Skeljungur hækkuðu allt verð á bensíni og dísilolíu á flestum stöðvum sínum um miðja vikuna. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Brimið á Eyrarbakka

Það hefur brimað hressilega við suðurströndina í sunnanáttinni síðustu daga og gamli brimbrjóturinn á Eyrarbakka ekki farið varhluta af hamförum Ægis. Stundum þegar aldan skellur á honum skýst hún í loft upp eins og gjósandi hver. Meira
21. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Bökur og brauðréttir | Guðríður Eiríksdóttir...

Bökur og brauðréttir | Guðríður Eiríksdóttir er leiðbeinandi á námskeiði sem haldið verður í Verkmenntaskólanum á Akureyri miðvikudaginn 3. mars næstkomandi. Það ber yfirskriftina Bökur og brauðréttir og stendur yfir frá kl. 18 til 21. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 127 orð

Dæmdir fyrir þjófnað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaða, tilraunir til þjófnaða, hylmingu og fíkniefnabrot. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 117 orð

Fangelsisdómur fyrir fjárdrátt

MAÐUR sem rak ráðgjafar- og skattaþjónustufyrirtæki hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundna í tvö ár, fyrir fjárdrátt. Einnig þarf hann að endurgreiða samtals 470 þúsund króna sem hann dró sér. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Fannst eftir þriggja ára mælingar

NÝI hafstraumurinn sem Hafrannsóknastofnun hefur sýnt fram á kemur úr Íslandshafi og flæðir suður eftir Grænlandssundi í Grænlandshaf. Þar sekkur hann til botns og fylgir honum suður um Atlantshaf. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð

Farið eftir samkomulaginu

Félagsmálaráðuneytið gerir athugasemd við frétt sem birtist í gær um umræður í borgarstjórn um kostnaðarmat ráðuneyta á lagafrumvörpum og reglugerðum. Fréttin var undir fyrirsögninni "Ráðuneyti hunsa samning um kostnaðarmat". Meira
21. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Flóttafólk | Á fundi bæjarráðs var...

Flóttafólk | Á fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi félagsmálaráðs þar sem ráðið leggur til við bæjarráð að framlengdur verði í allt að 6 mánuði frá verkefnislokum sá tími sem skila þarf húsnæði því sem flóttamennirnir sem komu til bæjarins fyrir um... Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð

Fríverslunarsamningur við Chile

UTANRÍKISRÁÐHERRA kynnti fullgildingu fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna við Chile og tvíhliða landbúnaðarsamnings milli Íslands og Chile á ríkisstjórnarfundi í gær. Meira
21. febrúar 2004 | Landsbyggðin | 199 orð | 1 mynd

Frændur sigruðu á Húsavíkurmótinu í boccia

Húsavík | Fyrir skömmu var haldið í Íþróttahöllinni hið árlega Opna Húsavíkurmót í boccia. Mótið er liðakeppni þar sem keppt er í 2ja manna liðum og er opið öllum, og er hugsað sem fjáröflun fyrir bocciadeild Völsungs. Meira
21. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 210 orð | 2 myndir

Fuglaflensa í köttum

DÝRALÆKNIR í Bangkok í Taílandi skýrði í gær frá því að H5N1-afbrigðið af fuglaflensu, sem er lífshættulegt mönnum, hefði greinst í tveim heimilisköttum og hvítu tígrisdýri nálægt Bangkok. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 390 orð

Gengur ekki að Reykjavíkurborg eigi í Landsvirkjun

"ÞAÐ mun auðvitað ekki ganga í samkeppnisumhverfi að Reykjavíkurborg sé annars vegar aðaleigandi Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar næst stærsti eigandinn í öðru af stóru orkuframleiðslufyrirtækjunum, sem er Landsvirkjun," sagði Helgi Hjörvar... Meira
21. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Góð gjöf | Skipstjóra- og stýrimannafélag...

Góð gjöf | Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga hefur afhent Gjafasjóði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri veglega peningagjöf, eina milljón króna. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Hafnarfjarðarbær og Fjölís undirrita samning

HAFNARFJARÐARBÆR og Fjölís, samtök hagsmunaaðila um höfundarétt, hafa undirritað samning um ljósritun á vernduðum verkum í stjórnsýslu og stofnunum Hafnarfjarðarbæjar þ.á m. tónlistarskóla á vegum sveitarfélagsins. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 227 orð

Hefur áhyggjur af heimahjúkrun

SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum af því ástandi sem ríkir í tengslum við heimahjúkrun á Reykjavíkursvæðinu, en ágreiningur er milli starfsfólks hennar og stjórnar Heilsugæslunnar. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Heilt fjall í höfninni

Þórshöfn | Hafnarframkvæmdir eru farnar að setja mikinn svip á þorpsmyndina á Þórshöfn en segja má að heilt fjall sé komið inn á hafnarsvæðið. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 141 orð

Hlutu jafnréttisviðurkenningu Blönduósbæjar

Blönduós | Kaffihúsið Við Árbakkann hlaut jafnréttisverðlaun Blönduósbæjar 2003. Voru verðlaunin afhent við upphaf fundar bæjarstjórnar í vikunni, að því er fram kemur á vef Blönduósbæjar. Meira
21. febrúar 2004 | Árborgarsvæðið | 420 orð | 1 mynd

Hornið selt Samkaupum

Selfoss | Gunnar B. Guðmundsson kaupmaður og Helga Jónsdóttir kona hans hafa selt Samkaupum verslunina Hornið á Selfossi sem þau hafa rekið í fjórtán ár. Meira
21. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Íshokkí | Skautafélag Akureyrar tekur á...

Íshokkí | Skautafélag Akureyrar tekur á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í dag, laugardag kl. 17. SA er nú efst í deildinni með 14 stig, SR hefur 11 stig og Björninn... Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Íslenskt lamb er gott hráefni

BANDARÍSKI kokkurinn Jeff Tunks bauð nokkrum heppnum áskrifendum Morgunblaðsins upp á lambafille í Hagkaupum í Smáralind í gær í tengslum við Food and Fun-hátíðina. Meira
21. febrúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 110 orð

Kátt í Árbænum

Árbær | Margt verður um dýrðir í Árbænum á morgun, sunnudag, síðasta dag Vetrarhátíðar Reykjavíkur, en sá dagur er sérstaklega tileinkaður Árbænum. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 730 orð | 1 mynd

Kennslu í táknmálstúlkun hætt og yfirvinna kennara ekki greidd

TÁKNMÁLSTÚLKUN verður ekki kennd við heimspekideild Háskóla Íslands næsta vetur. Þá verður kennurum við deildina ekki greitt fyrir yfirvinnu og stundakennarar ráðnir í staðinn. Meira
21. febrúar 2004 | Árborgarsvæðið | 76 orð | 1 mynd

Kjörís í 35 ár

Hveragerði | Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri hjá Kjörís í Hveragerði, heimsótti nemendur og starfsfólk Garðyrkjuskólans á Reykjum nýverið. Í heimsókninni sagði hann frá starfsemi fyrirtækisins og þróun þess. Kjörís fagnar 35 ára starfsafmæli 31. Meira
21. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Kostunica myndar stjórn í Serbíu

DRAGAN Marsicanin, starfandi forseti Serbíu, fól í gær Vojislav Kostunica, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, umboð til stjórnarmyndunar en stjórnarkreppa hefur ríkt í landinu frá því að þingkosningar fóru þar fram í desember. Meira
21. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Kraftakonur takast á

JAPANSKAR konur takast hér á við spænska keppinauta sína á heimsmeistaramótinu í reiptogi sem lauk í borginni Glasgow í Skotlandi í gær. Spænska liðið vann gullverðlaun en japönsku konurnar, sem hér sjást í miklum ham, hrepptu... Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Kúrbítur ræktaður í fyrsta sinn

Hveragerði | Hafin er í tilraunagróðurhúsi Garðyrkjuskólans á Reykjum tilraun með ræktun á kúrbít. Markmið tilraunarinnar er að efla þekkingu á ræktun kúrbíts og kanna möguleikana á ræktun hans hér á landi. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Leki í þinginu

Hreiðar Karlsson hefur máls á því að það sé allt á einn og sama veg. Í haust hafi þingmenn lekið, nú sé það þinghúsið: Allir sem búa við ágjöf slíka úrlausnar vænta senn Alþingishúsið lekur líka líkt og alþingismenn. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 803 orð | 1 mynd

Lestur er göldr-um gæddur

Óskar Guðjónsson er fæddur í Reykjavík 10. júní 1952. Stúdent frá MR 1972, BA í bókasafns- og upplýsingafræði og bókmenntafræði frá HÍ 1978 og Master of Library Science (MLS) frá Rutgers: the State University of New Jersey 1980. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 204 orð

Líðan starfsfólks á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.

Líðan starfsfólks á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Félagsfundur Kristilegs félags heilbrigðisstétta verður haldinn mánudaginn 23. febrúar kl. 20.00 að Háaleitisbraut 58-60. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 290 orð

Loðnan gengin upp á landgrunnið

LOÐNA veiddist í gær á Breiðdalsgrunni, suðaustur af Hvalbak og því ljóst að loðna er gengin upp á landgrunnið. Gera má ráð fyrir að loðnuskipin hefji veiðar í grunnót á næstu dögum og að mikið af loðnu berist á land næstu vikurnar. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 161 orð

Lögreglan lokaðist á milli snjóflóða

LÖGREGLUMENN frá Bolungarvík, sem voru að kanna ástandið í Óshlíðinni milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar í gærkvöldi, lokuðust inni á milli snjóflóða og urðu að bíða þar til að veghefill kæmi að moka lögreglubílinn úr flóðinu. Meira
21. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Margir vilja vinna í Skjaldarvík

ALLS bárust 67 umsóknir um störf við hjúkrunarheimili aldraðra í Skjaldarvík en þar verður opnuð 15 rúma hjúkrunardeild í byrjun apríl nk. Meira
21. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 323 orð | 1 mynd

Málverk af fyrsta barnalækninum afhjúpað

BARNADEILD Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er 30 ára um þessar mundir. Starfsfólk og gestir fögnuðu tímamótunum í gær og af því tilefni færðu börn og barnabörn Baldurs Jónssonar, fyrsta barnalæknisins á Akureyri, deildinni málverk sem Kristinn G. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 838 orð | 1 mynd

Menntun og menning innflytjenda vannýtt auðlind

MANNAUÐUR innflytjenda hingað til lands felst ekki síður í menningu og fjölskyldulífi þessara einstaklinga en í vinnuframlagi þeirra. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð

Mótmæli

Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mótmælt er hækkun á raforkuverði á Akranesi. Bókunin er gerð í tilefni af lokatillögum meirihluta nítján manna nefndar iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Meira
21. febrúar 2004 | Suðurnes | 214 orð

Nafn á nýjan skóla | Fræðsluráð...

Nafn á nýjan skóla | Fræðsluráð Reykjanesbæjar óskar eftir áliti bæjarbúa á nafni á nýjan skóla sem byggður verður í Innri-Njarðvík á þessu og næsta ári. Meira
21. febrúar 2004 | Árborgarsvæðið | 78 orð

Nýr framkvæmdastjóri HNLFÍ

Hveragerði | Ólafur Sigurðsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri við Heilsustofnun Náttúrlækningafélagsins. Ólafur var valinn úr hópi fimmtíu umsækjenda. Ólafur er fæddur og uppalinn á Þingeyri við Dýrafjörð. Meira
21. febrúar 2004 | Árborgarsvæðið | 182 orð | 2 myndir

Nýtt dragnótaskip til Þorlákshafnar

Þorlákshöfn | Portland ehf. í Þorlákshöfn hefur fest kaup á 200 brúttólesta dragnótaskipi sem hlaut nafnið Klængur ÁR 20. Klængur hét áður Bervík SH, smíðaður í Noregi 1964 en endurnýjaður og yfirbyggður hér heima 1987. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Ók inn í hrossahóp

ÖKUMAÐUR slapp án teljandi meiðsla þegar hann ók inn í hrossastóð á Biskupstungnabraut í fyrrakvöld. Bíll hans gereyðilagðist og sex hross drápust. Meira
21. febrúar 2004 | Miðopna | 381 orð | 1 mynd

Óöld og örbirgð á Haíti

Átökin á Haítí milli uppreisnarmanna og hermanna stjórnarinnar hafa aukið enn á eymdina í þessu örsnauða landi. Tugir manna hafa fallið í valinn og nokkrar borgir eru þegar á valdi uppreisnarmanna. Flest bendir því til, að blóðbaðið muni halda áfram. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 766 orð | 1 mynd

Presturinn sem unglingarnir kusu í embætti

FRANK M. Halldórsson, sóknarprestur í Neskirkju, lætur af störfum undir lok mánaðarins en hann hefur þjónað sem sóknarprestur í rúm 40 ár, lengst allra presta í Reykjavíkurprófastsdæmunum. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

"Alfarið íslenskum stjórnvöldum um að kenna"

NÝTT skipulag raforkumála á Íslandi mun hafa í för með sér hækkun á raforku til heimila en lækkun til stórnotenda spáði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn á fimmtudaginn. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Rennsli Skjálfandafljóts tífaldaðist

MIKIÐ flóð varð í Skjálfandafljóti eftir hlýindin á fimmtudag og flæddi það yfir bakka sína og yfir þjóðveginn við Ófeigsstaði. Leiðin til Akureyrar var því ófær um tíma nema ef farin var Fljótsheiðarleiðin. Meira
21. febrúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 932 orð | 1 mynd

Reykingar aukast mjög hjá stúlkum

Garðabær | Reykingar og áfengisdrykkja hafa aukist umtalsvert meðal unglinga í Garðabæ og þá sérstaklega meðal stúlkna, eftir að hafa haldist nokkuð niðri undanfarin ár. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 277 orð

Samningur um þrávirk efni að taka gildi

FIMMTUGASTA ríkið fullgilti alþjóðlegan samning um þrávirk lífræn efni í vikunni og þar með er ljóst að samningurinn mun ganga gildi 17. maí nk. Meira
21. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Sannað að lyfleysa hefur líkamleg áhrif

EF fólk heldur að því muni líða betur við að taka ákveðið lyf þá er afar líklegt að sú verði raunin - jafnvel þótt um lyfleysu sé að ræða. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Segir að áfengisauglýsingum hafi fjölgað

MÖRÐUR Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti máls á því í fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni að áfengisauglýsingum hefði fjölgað mjög í samfélagi okkar undanfarin misseri. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Segir sig úr hreppsnefnd Höfðahrepps

Skagaströnd | Gunnar Þór Gunnarsson, einn af fimm fulltrúum í hreppsnefnd Höfðahrepps, ákvað að víkja úr hreppsnefndinni í tengslum við sölu á Skagfirðingi hf. Hreppsnefnd samþykkti lausn Gunnars Þórs frá störfum á fundi í fyrradag. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 388 orð

Segja skuldaukningu boðaða áfram

ÞESSARI þriggja ára áætlun vinstri meirihlutans í Reykjavík verður best lýst sem árlegum loforðum um áður svikin loforð," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, við seinni umræðu um rekstraráætlun, framkvæmdir og... Meira
21. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 343 orð | 2 myndir

Seldi auðgað úran til Líbýu

FYRRVERANDI yfirmaður kjarnorkuáætlunar Pakistans, Abdul Qadeer Khan, sendi auðgað úran til Líbýu fyrir þremur árum og seldi Írönum hluti í kjarnaskilvindur um miðjan síðasta áratug, að því er lögregla í Malasíu greindi frá í gær. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Sex í sveit á Vetrarhátíð í Reykjavík

SÖNGHÓPURINN Sex í sveit frá Grundarfirði verður með söngskemmtun á vetrarhátíð Reykvíkinga. Sönghópurinn ásamt undirleikara og stjórnanda, Friðriki Vigni Stefánssyni, mun koma fram á Árbæjarhátíð vetrarhátíðarinnar sunnudaginn 22. febrúar kl 13. Meira
21. febrúar 2004 | Suðurnes | 289 orð | 1 mynd

Sex manna forvarnarteymi fylgir stefnunni eftir

Reykjanesbær | Forvarnarstefna Reykjanesbæjar var formlega kynnt fyrir tengiliðum þeirra nítján stofnana og félaga sem tengjast henni við athöfn í Kirkjulundi í Keflavík í fyrradag. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Skattframtölum dreift í byrjun mars Framtalseyðublöð...

Skattframtölum dreift í byrjun mars Framtalseyðublöð frá embætti ríkisskattsstjóra verða send út til dreifingar fyrstu þrjá dagana í mars. Í Morgunblaðinu sl. miðvikudag var sagt að blöðunum yrði dreift á bolludaginn, en það er ekki rétt. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 478 orð | 1 mynd

Skuldir | Þriggja ára rekstraráætlun Reykjavíkurborgar...

Skuldir | Þriggja ára rekstraráætlun Reykjavíkurborgar var til umræðu á fundi borgarstjórnar á fimmtudag og kom ekki á óvart að skuldir voru ræddar frá ýmsum skemmtilegum sjónarhornum. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð

Sluppu ómeidd úr bílveltu við Litlu kaffistofuna

BÍLL valt á Suðurlandsvegi, í brekkunni ofan við Litlu kaffistofuna, um sexleytið síðdegis í gær. Fjórir voru í bílnum og voru þeir fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

STEFÁN JASONARSON

STEFÁN Jasonarson, bóndi í Vorsabæ lést 19. febrúar síðastliðinn á nítugasta aldursári. Stefán var fæddur í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu 19. september 1914 og voru foreldrar hans Jason Steinþórsson bóndi þar og kona hans Helga Ívarsdóttir. Meira
21. febrúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 498 orð | 1 mynd

Svæðið verði hluti safnaþyrpingar í innbænum

UNNIÐ er að gerð deiliskipulags safnasvæðis á Krókeyri en markmiðið með þeirri vinnu er að skilgreina nýtingarmöguleika skipulagssvæðisins með hliðsjón af þeim áformum sem uppi eru um nýtingu þess svo og þeim verðmætu umhverfisþáttum sem einkenna það. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 281 orð

Táknmálstúlkar anna ekki þörfinni

RANNVEIG Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, harmar mjög að táknmálstúlkun verði ekki kennd við Háskóla Íslands næsta haust, vegna sparnaðaraðgerða við heimspekideild. Hún segir mikinn skort á táknmálstúlkum hér á landi. Meira
21. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 702 orð | 1 mynd

Tekist á um söng kvenna

Valdabarátta íslamskra harðlínumanna og umbótasinna fer harðnandi í Afganistan. Á til að mynda að líða að konur syngi á opinberum vettvangi? Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 156 orð

Tívolísyrpa Hróksins og Húsdýragarðsins Á morgun,...

Tívolísyrpa Hróksins og Húsdýragarðsins Á morgun, sunnudaginn 22. febrúar, fer fram fimmta stigamótið í Tívolísyrpu Hróksins og Húsdýragarðsins. Keppt er í fjórum flokkum, 1.-3. og 4.-6. bekk, drengir og stúlkur. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Unnið að lagfæringum

SJÓMENN og iðnaðarmenn nota tækifærið þegar skipin koma til hafnar að lagfæra eitt og annað í búnaði þeirra. Frystiskip Granda hf., Venus HF-519, fékk slíka meðhöndlun þegar það kom til hafnar á dögunum með verðmætan afla. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 299 orð

Úr bæjarlífinu

Það hillir undir betri tíð í menningarmálum Þórshafnarbúa og bókaunnendur geta bráðlega sinnt lestrarþörfinni. Meira
21. febrúar 2004 | Miðopna | 773 orð

Vandi loforðaflokkanna

Sigurður Kári Kristjánsson skrifar grein í Morgunblaðið laugardaginn 7. febrúar undir fyrirsögninni "Grátkórinn". Greinin er nokkuð keimlík ræðu sem hann flutti í umræðum um fjárhagsvanda Háskóla Íslands á Alþingi næsta fimmtudag á undan. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

Verður ekki að útvega manninum regnhlíf?

Nýliðin þingvika var með rólegra móti. Fátt merkilegt bar til tíðinda; jú einhverjar utandagskrárumræður fóru fram, en að öðru leyti fór lunginn af vikunni í það að ræða þingmannamál. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Verslunin Caro með opið hús á sunnudag

VERSLUNIN Caro var opnuð 1. desember sl. að Hraunbæ 119, í nýjum verslunarkjarna í Árbæ. Eigendur verslunarinnar eru Herdís Ívarsdóttir og María J. Ívarsdóttir, sem reka heildverslunina Mirellu ehf. í Mosfellsbæ. Caro er með ítalskan nærfatnað, s.s. Meira
21. febrúar 2004 | Landsbyggðin | 518 orð | 1 mynd

Vesturfarasetrið á Hofsósi hlýtur viðurkenningu

Hofsós | Umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs voru í vikunni veitt í áttunda sinn, en þessi viðurkenning hefur verið veitt árlega síðan 1996. Meira
21. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 292 orð

Vill að verðlag í Noregi hækki

NORÐMENN reyna nú að beita vaxtastefnu til að koma í veg fyrir að vaxandi atvinnuleysi komi af stað efnahagssamdrætti, þrátt fyrir allan olíuauðinn. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 817 orð

Villandi fréttaflutningur um erni og æðarvarp

KRISTINN Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýravistfræðisviðs Náttúrufræðistofnunar Íslands og félagi í Æðarræktarfélagi Íslands, hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna viðtals sem birtist í blaðinu í gær við formann Félags æðarbænda við Breiðafjörð. Meira
21. febrúar 2004 | Árborgarsvæðið | 262 orð | 1 mynd

Vinafélag heimilisfólks á Ljósheimum stofnað

Selfoss | Stofnfundur Vinafélags heimilisfólks á hjúkrunardeildinni Ljósheimum á Selfossi verður haldinn sunnudaginn 22. febrúar næstkomandi í setustofu Ljósheima kl. 14. Meira
21. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 108 orð

VÍS lækkar vexti bílalána

VEXTIR óverðtryggðra bílalána hjá VÍS lækka úr 10% í 9,8% og vextir verðtryggðra bílalána lækka úr 7,8% í 7,6%, að því er fram kemur í tilkynningu frá VÍS. Meira
21. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 68 orð

WTC-tillögur til sýnis á Netinu

SÝNING hefur verið opnuð á Netinu á tillögum þeim sem fram komu um minnismerki til að heiðra minningu þeirra sem fórust í árás hryðjuverkamanna á World Trade Center í New York 11. september 2001. Alls kom fram 5.201 tillaga frá 63 þjóðlöndum. Meira
21. febrúar 2004 | Landsbyggðin | 258 orð | 1 mynd

Þórshamar sló í gegn á Skaganum

Akranes | Ungir karateiðkendur létu mikið að sér kveða á Akranesi 14. febrúar sl. er þar fór fram Íslandsmót unglinga í íþróttinni. Meira

Ritstjórnargreinar

21. febrúar 2004 | Staksteinar | 358 orð

- Falleg minning um Keflavíkurgöngu

Dögg Hugosdóttir skrifar pistil á vef Ungra vinstri grænna, uvg.is, þar sem viðraðar eru nýjar og framsæknar hugmyndir í þjóðmálaumræðunni. Meira
21. febrúar 2004 | Leiðarar | 218 orð

Merkilegt starf

Á síðasta ári fjölgaði innlögnum á Vog um 300 frá árinu áður. Á blaðamannafundi nú í vikunni skýrði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, frá þróun starfsins þar og sagði m.a.: "Meðferðarstarf okkar hefur gjörbreytzt á undanförnum árum. Meira
21. febrúar 2004 | Leiðarar | 506 orð

Múr sundrungar

Allt frá því að framkvæmdir hófust við múrinn sem Ísraelar eru að reisa á milli Ísraels og Vesturbakkans - sem að stórum hluta til er á palestínsku landi - hefur mikið verið rætt um hann á alþjóðavettvangi. Meira

Menning

21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 146 orð | 1 mynd

Á heimavelli!

ÞÓTT ung sé að árum, rétt skriðin yfir tvítugt, þá er bandarísku söngkonunni Noruh Jones farið að líða eins og heima hjá sér á toppnum. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 170 orð

BAG-HÖLLIN, Faxafeni Fyrsta hnefaleikakeppni ársins.

BAG-HÖLLIN, Faxafeni Fyrsta hnefaleikakeppni ársins. Alls verða átta bardagar en aðalbardaginn er viðureign tveggja þungavigtarkappa, þeirra Tómasar Guðmundssonar frá Grindavík og Ísfirðingsins Lárusar Mikaels Klausen. Húsið opnað kl. 19:00. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 53 orð | 1 mynd

Blýantsteikningar Sunnu

SUNNA Sigfríðardóttir opnar sýningu á verkum sínum í Teits galleríi Engihjalla 8, Kópavogi, kl. 14 í dag, laugardag. Sunna sýnir blýantsteikningar, óhlutbundin form; niðurstöður myndlistarmannsins. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 442 orð | 1 mynd

Brúðurnar taka stundum völdin

LEIKBRÚÐULAND frumsýnir í Iðnó í dag kl. 14, á vetrarhátíð, tvo leikþætti sem eru unnir upp úr sögum eftir H.C. Andersen: Pápi veit hvað hann syngur og Flibbinn. Brúðustjórnendur eru Helga Steffensen, Helga E. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 94 orð

Fjallað um Vetrarferð Schuberts

KOMIÐ er að öðru kvöldinu á fjögurra kvölda námskeiði Jónasar Ingimundarsonar sem ber heitið Hvað ertu tónlist? í Salnum á mánudagskvöld. Gestur Jónasar er Kristinn Sigmundsson óperusöngvari. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 122 orð | 1 mynd

Flautukvartett í Listasafni Einars Jónssonar

FLAUTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni Einars Jónssonar kl. 16 í dag, laugardag. Fjórir flautuleikarar, þær Arna Kristín Einarsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir og Kristjana Helgadóttir, flytja tónlist frá ýmsum tímum. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 154 orð

Fyrirlestur um menningarlíf í Barcelona

HÓLMFRÍÐUR Matthíasdóttir (Úa) fjallar um menningarlíf í Barcelóna kl. 13 í dag í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Fyrirlesturinn er liður í Barcelónskri menningarhelgi sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Meira
21. febrúar 2004 | Leiklist | 1106 orð | 1 mynd

Hringsól

Höfundur: Jón Atli Jónasson. Leikstjóri: Stefán Jónsson. Lýsing: Kári Gíslason. Búningar: Stefanía Adolfsdóttir. Leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir. Grímugerð: Ásta Hafþórsdóttir. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Höfundar tónlistar og flutningur: Ghostigital (Birgir Örn Thoroddsen og Einar Örn Benediktsson). Leikarar: Ellert A. Ingimundarson, Gunnar Hansson, Pétur Einarsson og Þór Tulinius. Miðvikudagur 18. febrúar. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 530 orð | 1 mynd

Íslenskir og blíðfættir Jórvíkurfarar

FJÓRIR ungir strákar í hljómsveitinni Tenderfoot sem stofnuð var snemma árið 2002, eru á svaka flugi. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Konudagsplata?

SPEKÚLANT Tónlistans leggur hér með fram þá mjög svo trúverðugu kenningu að meginástæðan fyrir stórstökki plötunnar Íslensk ástarljóð upp listann þessa vikuna hafi eitthvað með það að gera að konudagurinn sé á morgun. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 158 orð | 1 mynd

Laugardagsbíó

FEGURÐ HUGANS/ Beautiful Mind (2001) Umdeilanleg en um margt góð óskarsverðlaunamynd um baráttu stærðfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Johns Nashs við geðsýkina. Russel Crowe og Jennifer Connelly sýna stjörnuleik og bera myndina uppi. Stöð 2 kl.... Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 411 orð | 1 mynd

Laugardagur Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl.

Laugardagur Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús kl. 11-12 Eiríkur Þorláksson gengur með gestum milli nokkurra útilistaverka Kvosarinnar og nágrennis hennar. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir kl. 11-17 Með kveðju frá Barcelona. Menningarhátíð. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 161 orð | 1 mynd

Listamenn í boði hver hjá öðrum

SÝNING þriggja kunnra myndlistarmanna verður opnuð í Nýlistasafninu við Vatnsstíg kl. 17 í dag, laugardag. Þeir eru Daníel Þorkell Magnússon, Haraldur Jónsson og Hrafnkell Sigurðsson. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

...Lundúnaslagnum

NÚ fer að draga til tíðinda. Enska úrvalsdeildin meira en hálfnuð og hvert stig farið að skipta sköpum í æsispennandi toppbaráttunni milli Arsenal, Manchester United og Chelsea. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 37 orð

Málþing um tónlistarmenntun

MÁLÞING Tónskóla Sigursveins um tónlistarmenntun á 21. öld verður haldið í Kennaraháskóla Íslands í dag kl. 13.30-17. Stjórnandi þingsins er Einar Jóhannesson klarinettuleikari. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 58 orð

Pakkhúsið, Höfn, Hornafirði kl.

Pakkhúsið, Höfn, Hornafirði kl. 14 "Hver saga forn er saga ný" nefnist myndlistarsýning með byggingarsögulegu ívafi. Þar gefur að líta verk eftir séra Einar G. Jónsson á Kálfafellsstað. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 243 orð | 1 mynd

Placebo leikur í Höllinni

ROKKHLJÓMSVEITIN Placebo heldur tónleika í Laugardalshöllinni 7. júlí og bætist þar með í hóp fjölmargra tónlistarmanna sem sækja landið heim á árinu. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 171 orð

"Ferð um fornar slóðir"

ÞORGRÍMUR Gestsson blaðamaður heldur fyrirlestur í Snorrastofu á þriðjudag kl. 20.30 sem nefnist ,,Ferð um fornar slóðir. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 101 orð

Ráðstefna um fornleifar

FÉLAG íslenskra fornleifafræðinga stendur fyrir ráðstefnu um fornleifarannsóknir sumarið 2003 í Norræna húsinu kl. 11 í dag. Fjallað verður um allar helstu rannsóknir sl. sumars í stuttu máli. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 160 orð | 1 mynd

Reikningsleikur

EINN dularfyllsti dagskrárliður vetrarhátíðar kallast Sonor - Jipto, og ber undirtitilinn Andlegur eltingaleikur. "Þetta er spil sem er byggt á einfaldri stærðfræði," segir Helga E. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 79 orð

Safnarar skiptast á gripum í Gerðubergi

SAFNARAMARKAÐUR verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í dag, laugardag, frá kl. 14-17 í tengslum við sýningu sem þar er, Stefnumót við safnara. Á markaðnum verður fjöldi safnara sem sýnir og selur úr söfnum sínum eða skiptir við aðra safnara. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 233 orð | 1 mynd

Scarlett Johansson valin

SNYRTIVÖRUFYRIRTÆKIÐ Calvin Klein tilkynnti í vikunni að leikkonan Scarlett Johansson hefði orðið fyrir valinu sem nýtt andlit ilmvatns frá Calvin Klein sem kemur á markað næsta haust um allan heim. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 133 orð | 1 mynd

Spaugstofan síunga

ÞAÐ hefur verið staðfest og undirritað að Spaugstofan mun lifa tuttugasta aldursárið sitt og ber aldurinn með reisn. Allavega ef marka má skoðanakannanir á yfirstandandi vetri. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 56 orð

Styrktartónleikar í Hveragerði

TÓNLEIKAR til styrktar flygilsjóði Hveragerðis og Ölfuss verða í Hveragerðiskirkju kl. 17 á laugardag. Fram kom Jón Hólm Stefánsson, tenór, Jörg Sondermann, píanó/orgel, Gréta Salome Stefánsdóttir, fiðla, og Hulda Jónsdóttir, fiðla. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd

Svanhildur kynþokkafyllst

SVANHILDUR Hólm Valsdóttir, sem er einn af umsjónarmönnum Kastljóssins í Sjónvarpinu, var valin kynþokkafyllsta konan landsins í kosningu á Rás 2 í tilefni af konudeginum sem er á morgun. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Svifið hátt og lágt!

ROKKSVEITIN Mínus hefur aldeilis verið milli tanna landsmanna það sem af er ári og varla hægt að segja annað en að sveiflurnar hafa verið miklar upp og niður hjá þeim. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Syngjandi þjónað 10 þúsund gestum

Í KVÖLD verður haldið upp á þann merka áfanga á skemmtistaðnum Broadway að 10 þúsund gestir verða búnir að sjá skemmtisýninguna Le 'Sing. Le 'Sing, eða Syngjandi þjónar á Broadway, hefur verið í boði á Broadway síðustu tvo vetur og hefur mælst vel fyrir. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 33 orð

Sýningu lýkur

Gallerí Fold, Rauðarárstíg Málverkasýningu Elínar G. Jóhannsdóttur í Baksalnum lýkur á morgun, sunnudag. Einnig lýkur sýningu Sonju Georgsdóttr á pappírsverkum í Rauðu stofunni. Opið daglega kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga kl.... Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 562 orð | 1 mynd

Togaralíf

Heimildarmynd. Leikstjórn, handrit, klipping, kvikmyndataka og framleiðandi: Sigurður Sverrir Pálsson. Hljóðupptaka: Þórarinn Guðnason. Aðalleikari: Valdimar Örn Flygenring. Auk þess koma fram Árni Tryggvason, Sigurveig Jónsdóttir, Þór Tulinius og áhöfnin á Breka VE árið 1991. 50 mínútur. Sigurður Sverrir Pálsson 2001. Ísland 2004. Meira
21. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Vatnavextir!

VATNINU, plata Sálarinnar hans Jóns míns og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, vex hraðar ásmegin en flestum öðrum á Tónlistanum og er því réttnefndur hástökkvari vikunnar. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarlíf | 358 orð | 1 mynd

Vetrarhátíð í Hallgrímskirkju

Á VETRARHÁTÍÐ opnar Hallgrímskirkja dyr sínar fyrir gestum og gangandi, með dagskrá í dag frá kl. 13-17. Mótettukór Hallgrímskirkju verður með opna æfingu á Magnificat eftir Bach og fleiri verkum kl. 13, en kl. Meira

Umræðan

21. febrúar 2004 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd

Áfengismálin og Evrópusambandið

Ef trúa mætti forkólfum veitingamanna stendur hátt áfengisverð öllum ferðamálum hér mjög fyrir þrifum. Meira
21. febrúar 2004 | Aðsent efni | 566 orð | 1 mynd

Egg og sykur í boði Ögmundar

Ummæli Ögmundar eru því gjörsamlega úr samhengi við hugmyndir Verslunarráðs. Meira
21. febrúar 2004 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Erfðafjárskattur á líknarfélög er óheillaspor

Skerðing á slíkum gjöfum mundi einfaldlega skerða þá þjónustu sem veitt er og veikja þessar stofnanir og félög. Meira
21. febrúar 2004 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd

Frelsi í sjávarútvegi

Mesta áhættan fyrir stjórnkerfi fiskveiða er í reynd harðlínumenn sem vilja ekki ljá máls á lagfæringum á fiskveiðistjórninni. Meira
21. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 373 orð | 1 mynd

Gjafakort Borgarleikhússins

RÉTT á að vera rétt, hélt ég, og get ekki orða bundist. Það ætti ekki að koma fyrir að fólk sé látið borga talsvert hærra verð fyrir leikhúsmiða en auglýst er, þó mun eitthvað vera gert af því hjá Borgarleikhúsinu. Meira
21. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 327 orð

Hví allt þetta fjas?

UMRÆÐUR um færslu Hringbrautar, sem nú stendur fyrir dyrum, hafa fyllt allmargar síður Morgunblaðsins að undanförnu. Meira
21. febrúar 2004 | Aðsent efni | 494 orð | 1 mynd

Listaverk Árna í grjót eru engu lík

Árni Johnsen er hæfileikaríkur orkubolti, listamaður sem lætur verkin tala ... Meira
21. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 381 orð

Náttúruvernd eða tegundarasismi ?

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum nr. Meira
21. febrúar 2004 | Aðsent efni | 272 orð | 1 mynd

Skýr og afdráttarlaus svör óskast

... við eigum skilið haldgóða skýringu á öllum þessum gjörningi. Meira
21. febrúar 2004 | Aðsent efni | 392 orð | 2 myndir

Til hamingju, Árbæingar!

Með bókasafni í Árbæ er tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins loks orðin að veruleika. Meira
21. febrúar 2004 | Aðsent efni | 665 orð | 1 mynd

Væntanleg launahækkun fer öll í hærri orkureikning

Íslenskur almenningur er ekki tilbúinn til þess að greiða hærra orkuverð til þess eins að skapa arð sem rennur í fáa vasa. Meira
21. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 107 orð | 1 mynd

Þessir duglegu Kópavogskrakkar héldu tombólu um...

Þessir duglegu Kópavogskrakkar héldu tombólu um daginn og söfnuðu 6.785 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Myndin hér að ofan var tekin þegar þeir afhentu Fanneyju Karlsdóttur hjá Kópavogsdeild Rauða krossins peningana. Meira

Minningargreinar

21. febrúar 2004 | Minningargreinar | 1231 orð | 1 mynd

HARALDUR SIGURÐSSON

Haraldur Sigurðsson fæddist að Ey í Landeyjum 23. nóvember 1910. Hann lést að dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórhildur Einarsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2004 | Minningargreinar | 874 orð | 1 mynd

INGIMAR GUÐNASON

Ingimar Guðnason fæddist í Þorkelsgerði í Selvogi 16. október 1929. Hann lést á heimili sínu 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðni Gestsson, f. 25. desember 1896, d. 10. júlí 1979, og Jensína Ingveldur Helgadóttir, f. 15. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2004 | Minningargreinar | 552 orð | 1 mynd

INGUNN LÁRUSDÓTTIR

Ingunn Lárusdóttir fæddist 30. desember 1949. Hún lést á gjörgæslu á LSH í Fossvogi 31. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð í Fossvogskapellu í kyrrþey 4. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2004 | Minningargreinar | 1191 orð | 1 mynd

KJARTAN TRYGGVASON

Kjartan Tryggvason fæddist í Víðikeri í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu 16. apríl 1918. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Guðnason f. 9. nóv. 1876, d. 29. nóv. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2004 | Minningargreinar | 247 orð | 1 mynd

ÓLAFUR GUÐBRANDSSON

Ólafur Guðbrandsson fæddist á Akureyri 13. mars 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Siglufjarðarkirkju 7. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
21. febrúar 2004 | Minningargreinar | 3989 orð | 1 mynd

SIGURÐUR HJÁLMAR TRYGGVASON

Sigurður Hjálmar Tryggvason fæddist í Vestmannaeyjum 20. janúar 1956. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi 10. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Tryggvi Ágúst Sigurðsson, f. 16.2. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. febrúar 2004 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Egla selur 4,05% í KB banka

EGLA hefur selt 4,05% af hlut sínum í KB banka og er eignarhlutur Eglu eftir viðskiptin 10,78% í bankanum. Viðskiptin voru á genginu 265 og er söluverðið því rúmir 4,7 milljarðar króna. Meira
21. febrúar 2004 | Viðskiptafréttir | 35 orð

Fjölskyldan með rúm 88%

EIGNARHALDSFÉLAG í eigu Eiríks Tómassonar forstjóra Þorbjarnar Fiskaness, Gunnars Tómassonar, Gerðar Sigríðar Tómasdóttur og Tómasar Þorvaldssonar, á orðið ríflega 88% hlut í Þorbirni Fiskanesi. Meira
21. febrúar 2004 | Viðskiptafréttir | 335 orð

Gengið frá kaupum á BTC í Búlgaríu

SAMNINGUR um kaup alþjóðlegra fjárfesta á 65% hlut í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company, BTC, var undirritaður í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, í gær. Meira
21. febrúar 2004 | Viðskiptafréttir | 212 orð | 1 mynd

Mistök komu fyrst fram við frágang ársuppgjörs

MISTÖK áttu sér stað við mat á álagningu, sem liggur í eigin vörum í birgðum dótturfélaga Medcare Flögu erlendis. Þessi mistök komu ekki í ljós fyrr er farið var að ganga frá ársreikningi samstæðunnar fyrir síðasta ár. Meira
21. febrúar 2004 | Viðskiptafréttir | 400 orð | 1 mynd

Skuldir Ingvars Helgasonar og Bílheima 2,7 milljarðar

SKULDIR Ingvars Helgasonar hf. og Bílheima ehf. nema tæpum 2.700 milljónum króna eftir fjárhagslega endurskipulagningu í tengslum við eigendaskipti fyrirtækjanna. Meira
21. febrúar 2004 | Viðskiptafréttir | 394 orð | 1 mynd

Stefnt að 200 milljarða tekjum eftir áratug

BAKKAVÖR Group stefnir að því að tekjur félagsins verði orðnar um 200 milljarðar íslenskra króna á árinu 2013. Tekjur félagsins á síðasta ári námu um 17 milljörðum króna. Meira

Fastir þættir

21. febrúar 2004 | Viðhorf | 881 orð

Afturvirkt jafnrétti

Við eigum að stefna að jafnrétti í nútíð og jafnrétti í framtíð. Þetta tvennt hangir saman, því ef körlum og konum eru tryggð jöfn tækifæri í nútíð þá er jafnréttis í framtíðinni að vænta. En jafnrétti í fortíðinni verður aldrei náð. Meira
21. febrúar 2004 | Fastir þættir | 318 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Augljós þreytumerki voru á Ísraelsmönnum í síðustu lotu úrslitaleiksins um NEC-bikarinn, enda voru liðsmenn aðeins fjórir og mikil spilamennska var farin að taka sinn toll. Meira
21. febrúar 2004 | Í dag | 751 orð | 1 mynd

Kveðjumessa sr.

Kveðjumessa sr. Franks M. Halldórssonar Sr. Frank M. Halldórsson kveður Nessöfnuð sunnudaginn 22. febrúar kl. 14. Sr. Frank hefur þjónað Nessöfnuði í 40 ár, lengur en nokkur annar sóknarprestur í Reykjavíkurprófastsdæmum báðum. Hann var vígður 22. Meira
21. febrúar 2004 | Í dag | 2233 orð | 1 mynd

(Matt. 3.)

Guðspjall dagsins: Skírn Krists. Meira
21. febrúar 2004 | Fastir þættir | 350 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á Snorraverkefnunum

SVONEFND Snorraverkefni njóta mikilla vinsælda og sóttu nær tvöfalt fleiri en komast í Snorraverkefnið hérlendis í sumar, en umsóknarfrestur í sambærilegt verkefni í Manitoba í Kanada og verkefnið fyrir eldri Snorra, Snorra - plús, á Íslandi í ágúst er... Meira
21. febrúar 2004 | Dagbók | 462 orð

(Ok. 4, 4.)

Í dag er laugardagur 21. febrúar, 52. dagur ársins 2004, Þorraþræll. Orð dagsins: Þá kenndi faðir minn mér og sagði við mig: "Hjarta þitt haldi fast orðum mínum, varðveit þú boðorð mín, og muntu lifa!" Meira
21. febrúar 2004 | Dagbók | 53 orð

SEGIÐ ÞAÐ MÓÐUR MINNI -

Segið það móður minni, að mig kveðji til ljóða andi frá ókunnu landi og ættjörðin góða, máttur, sem storm stillir, stjörnublik á tjörnum og löngun til þess að lýsa leitandi börnum. Meira
21. febrúar 2004 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rc6 4. d4 cxd4 5. Dxd4 Bd7 6. Bxc6 Bxc6 7. Rc3 e5 8. Dd3 h6 9. 0-0 Rf6 10. Hd1 b5 11. Rd2 Dd7 12. a4 b4 13. Rd5 Rxd5 14. exd5 Bxa4 15. Rc4 Bb5 16. Db3 Bxc4 17. Dxc4 a5 18. Be3 Be7 19. c3 bxc3 20. Dxc3 Bd8 21. f4 Hc8 22. Meira
21. febrúar 2004 | Fastir þættir | 323 orð | 2 myndir

Vilja styrkja menningarbrúna vestur

"VIÐ viljum styrkja menningarbrúna milli Íslands og Vesturheims og það er mikill vilji til þess af beggja hálfu," segir Björn Th. Meira
21. febrúar 2004 | Fastir þættir | 426 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Vetrarhátíð er hin kærkomnasta viðbót í annars blómlegri menningarflóru höfuðborgarinnar. Meira

Íþróttir

21. febrúar 2004 | Íþróttir | 319 orð

Arnór og Stelmokas afgreiddu HK-liðið

KA-menn unnu mikilvægan heimasigur í gær eftir að hafa tapað tvívegis á útivelli í síðustu umferðum. Þeir unnu HK nokkuð örugglega, 34:29, í leik þar sem þeir Arnór Atlason og Andrius Stelmokas fóru á kostum eins og svo oft áður í vetur. Leikmenn HK virtust hins vegar ekki nógu vel stemmdir að þessu sinni og fengu tveir þeirra að fjúka út af með rautt spjald eftir brot sem dómararnir töldu verðskulda þessi viðurlög. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 639 orð

Á villigötum

ÞRÓUNIN hefur orðið eins og margir reiknuðu með í sambandi við áhuga á nýju fyrirkomulagi á Íslandsmótinu í handknattleik karla. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 182 orð

Damon Johnson í efstu deild á Spáni

DAMON Johnson, landsliðsmaður í körfuknattleik og fyrrverandi leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur, hefur skrifað undir samning um að leika með spænska efstu deildarliðinu Murcia. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 87 orð

Del Harris þjálfar Kína

KÍNVERSKA karlalandsliðið í körfuknattleik ætlar sér stóra hluti á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar en hefur þó hug á því að ná enn betri árangri árið 2008 er ólympíuleikarnir fara fram í heimalandi þeirra. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 362 orð

Grindavík missti af efsta sætinu

KEFLAVÍK kom í veg fyrir að Grindavík renndi sér upp að hlið Snæfells í efsta sæti í úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar þeir lögðu gesti sína, 94:90. Grindvíkingar voru tveimur stigum yfir í hálfleik. 45:32. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

* GUÐMUNDUR Jónsson, bakvörður úr úrvalsdeildarliði...

* GUÐMUNDUR Jónsson, bakvörður úr úrvalsdeildarliði Njarðvíkur, verður frá næstu vikurnar en hann er fingurbrotinn. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 645 orð

HANDKNATTLEIKUR ÍR - Valur 27:28 Austurberg,...

HANDKNATTLEIKUR ÍR - Valur 27:28 Austurberg, úrvalsdeild karla, RE/MAX-deildin, föstudagur 20. febrúar 2003. Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 2:6, 4:9, 7:9, 7:11, 9:11, 11:14, 12:14 , 14:14, 16:15, 17:18, 20:20, 22:23, 24:25, 26:25, 26:27, 27:27, 27:28 . Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 399 orð | 1 mynd

* KENENISA Bekele , sem er...

* KENENISA Bekele , sem er 21 árs frá Eþíópíu , setti í gærkvöld heimsmet innanhúss í 5.000 metra hlaupi karla á móti í Birmingham í Englandi . Hann hljóp vegalengdina á 12.49,60 mín. og bætti met landa síns Haile Gebrselassie um tæpa sekúndu. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 188 orð

Konur fá loks að leika á Portmarnok-golfvellinum

DÓMSTÓLL á Írlandi hefur kveðið upp þann úrskurð að golfklúbbnum Portmarnok sé óheimilt að banna konum að leika á vellinum. Konur hafa ekki fengið að leika á vellinum en nú er útlit fyrir að þær geti sýnt listir sínar þar á næstunni. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 136 orð

Lyfjaeftirlitið verður öflugt í Aþenu

JACQUES Rogge forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, segir að unnið sé hörðum höndum að því að koma upp rannsóknaraðferð til þess að greina THG-hormónið í þeim lyfjaprófum sem gerð verða á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 541 orð

Minni líkur en meiri á að skora

"LÍKURNAR á að skora voru minni frekar en meiri með þessa stóru vörn fyrir framan sig en færið lá þannig fyrir að ég var sannfærður um að ég gæti þetta," sagði Markús Máni Mikaelsson sem skoraði sigurmark Vals í 28:27 sigri á ÍR í Breiðholtinu... Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Níu Íslendingar keppa í Gautaborg

EKKI færri en níu íslenskir frjálsíþróttamenn eru skráðir til leiks á Opna sænska meistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss sem fram fer í Gautaborg í dag og á morgun. Mótið verður vinsælla með hverju árinu hjá íslenskum frjálsíþróttamönnum, enda tiltölulega þægilegt að sækja mótið auk þess sem menn fá góða keppni við fínar aðstæður. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

"Ekki létt verk að halda aftur af honum"

STÓRLEIKUR helgarinnar í ensku knattspyrnunni er viðureign Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea í Lundúnum. Liðin áttust við í bikarnum á dögunum og þá hafði Arsenal betur, 2:1. Arsenal er í efsta sæti deildarinnar með 61 stig en Chelsea í því þriðja með 55 stig, stigi á eftir Manchester United sem er í öðru sæti og mætir Leeds í dag. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

"Keisarinn" vill losna við Lehmann

ÞAÐ ríkir ekki mikil vinátta milli fyrirliða þýska landsliðsins í knattspyrnu Oliver Kahn og markvarðarins Jens Lehmann sem hefur mátt sætta sig við það hlutverk að vera varamarkvörður þýska liðsins á undanförnum árum. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 283 orð

"Ætlum ekki að reyna að halda fengnum hlut með göngubolta gegn Le Havre"

ÍSLANDSMEISTARALIÐ ÍBV í kvennaflokki í handknattleik tekur á móti franska liðinu Le Havre á sunnudaginn í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum í Áskorendakeppni Evrópu. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 662 orð | 1 mynd

Snæfellingar halda sínu striki

SIGURGANGA Snæfellinga heldur áfram í Intersportdeild karla og í gærkvöldi unnu þeir tíunda deildarleikinn í röð þegar þeir lögðu Breiðablik af velli í Smáranum, 87:84, í hörkuspennandi leik. Leikurinn var hnífjafn fram í miðjan síðasta leikhluta - þá náðu gestirnir góðum leikhluta og gerðu snögglega út um leikinn. Snæfell situr því sem fyrr á toppi deildarinnar á meðan Blikarnir berjast enn fyrir sæti sínu í deildinni. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 201 orð

Um helgina

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrvalsdeild karla, RE/MAX-deild: Ásgarður: Stjarnan - Grótta/KR 17 Framhús: Fram - Haukar 16.30 1. deild karla: Selfoss: Selfoss - Þór A. 16 Smárinn: Breiðablik - ÍBV 14 1. Meira
21. febrúar 2004 | Íþróttir | 158 orð

Úrhelli í Malasíu

BJÖRGVIN Sigurbergsson lék á pari fyrri níu holur Saujuna-vallarins í Malasíu í fyrrinótt en fresta varð leik vegna úrhellisrigningar og hófst keppni að nýju á miðnætti í gær. Björgvin átti þá eftir að pútta á 10. Meira

Úr verinu

21. febrúar 2004 | Úr verinu | 285 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 65 37 61...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 65 37 61 179 10,879 Gellur 555 444 516 180 92,907 Grálúða 191 191 191 333 63,603 Grásleppa 60 7 45 296 13,379 Gullkarfi 78 7 58 12,533 728,666 Hlýri 107 66 87 5,325 465,060 Hrogn/Ufsi 52 35 50 349 17,281 Hrogn/Ýsa 165 120 156... Meira

Barnablað

21. febrúar 2004 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Adam Eiður, sem er fimm ára...

Adam Eiður, sem er fimm ára og á heima í Njarðvík, teiknaði þessa flottu mynd af Harry Potter, Vernon, flugbílnum og uglunni handa... Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 90 orð | 1 mynd

Bakarinn á myndinni bakaði greinilega ekki...

Bakarinn á myndinni bakaði greinilega ekki nógu margar bollur því hann er þegar búinn að selja allar bollurnar sínar og þó hafa ekki komið nema þrír viðskiptavinir til hans í morgun. Sá fyrsti keypti fjórar bollur og fékk eina í kaupbæti. Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 217 orð | 1 mynd

Bolla, bolla, bolla...

Það baka margir bollur um þessa helgi þó bolluátið eigi samkvæmt hefðinni ekki að hefjast fyrr en á bolludaginn. Hér er einföld uppskrift að bollum sem þið getið bakað. Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 232 orð | 2 myndir

Búðu til þinn eigin grímubúning

Langar þig að búa til þinn eigin búning fyrir öskudaginn? Hér eru hugmyndir að tveimur búningum sem er frekar auðvelt og ódýrt að búa til. Mannspil Það sem þið þurfið: * Tvö stór pappaspjöld sem þið getið falið efri hluta líkama ykkar á bak við. Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Einar Gunnar Matthíasson, sem er að...

Einar Gunnar Matthíasson, sem er að verða sjö ára, teiknaði þessa flottu mynd af... Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 423 orð | 2 myndir

Gaman að dansa saman

Sara Rós Jakobsdóttir og Sigurður Már Atlason eru ellefu ára og æfa samkvæmisdansa hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þeim hefur gengið mjög vel í dansinum og þau hafa unnið til margra verðlauna. Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 41 orð | 1 mynd

Getið þið séð af hverju farþegarnir...

Getið þið séð af hverju farþegarnir í lestinni eru svona reiðir? Það er vegna þess að vagnstjórinn villtist á leiðinni í vinnuna. Það væri frábært ef þið gætuð hjálpað honum að finna réttu leiðina þannig að lestin komist loks af... Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 551 orð | 2 myndir

Glæsilegur samkvæmisdans

Samkvæmisdansar eru stór þáttur í menningu margra þjóða. Hér á Íslandi verðum við ekki mikið vör við að fólk sé að dansa þessa glæsilegu dansa en þó eru margir, bæði ungir og aldnir, að æfa þá og meira að segja að ná góðum árangri í danskeppnum í útlöndum. Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 207 orð | 1 mynd

Heimatilbúin andlitsmálning

Nú er alltaf verið að tala um það í fréttunum að það geti verið slæmt fyrir húðina að nota mikið af keyptri andlitsmálningu. Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 188 orð | 1 mynd

Hvað varð um öskupokana?

Flestir íslenskir siðir sem tengjast bollu-, sprengi- og öskudegi eru annað hvort komnir úr kaþólskri trú eða frá hinum Norðurlöndunum. Öskupokasiðurinn er hins vegar alíslenskur og næstum því 400 ára gamall. Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 107 orð | 2 myndir

Kjötkveðjuhátíðin í Ríó

Kjötkveðjuhátíðin í Ríó de Janeiro í Brasilíu er frægasta kjötkveðjuhátíð heims og hún þykir svo sérstök og spennandi að það fara fleiri ferðamenn sérstaklega til Brasilíu á hverju ári til að upplifa hana en á nokkurn annan viðburð í heiminum. Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 149 orð | 1 mynd

Nokkrir frægir dansar

Það er talið að það sé manninum eðlilegt að hreyfa sig í takt við regluleg hljóð og tóna og að dansinn hafi því fylgt manninum um aldaraðir. Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 494 orð | 1 mynd

Upp er runninn öskudagur...

Nú eru heldur betur skemmtilegir dagar framundan og það þrír frekar en einn. Bolludagur, sprengidagur og öskudagur bíða allir handan við hornið og margir eru meira að segja þegar farnir að borða bollur þó bolluátið sé ekki alveg orðið formlegt ennþá. Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 45 orð | 1 mynd

Ætli það verði margar maríuhænur í...

Ætli það verði margar maríuhænur í bænum á öskudaginn? Það verður vonandi ekki jafn auðvelt að ruglast á þeim og maríuhænunum hér á myndinni því þótt þær séu líkar eru bara tvær þeirra alveg eins. Getið þið fundið þær? Meira
21. febrúar 2004 | Barnablað | 90 orð | 2 myndir

Öskudagshugmyndir

Ef þið eigið í vandræðum með að ákveða hvað þið ætlið að vera á öskudaginn getið þið til dæmis farið í víð föt og vafið litlu laki um höfuðið á ykkur til að líkjast Aladdín með töfralampann. Meira

Lesbók

21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 356 orð | 1 mynd

ALGJÖRLEGA DÆMIGERT

Grænhöfði fór á sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu og þótti svo sem ekki mikið til hennar koma. Að setja spegil í loftið, hverjum gæti dottið slíkt í hug? Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1040 orð | 1 mynd

ALLIR AÐ DAÐRA VIÐ ALLA

Tónleikaröð jazzklúbbsins Múlans er nú komin á fullan skrið á Hótel Borg á sunnudagskvöldum og mun standa fram á vorið. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR spjallaði við tvo stjórnarmeðlimi Múlans um tilurð klúbbsins og efnisskrána þetta árið. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 594 orð

Beðið eftir Godot óperunnar

GAGNRÝNI um Die Wält der Zwischenfälle eftir Hafliða Hallgrímsson hefur þegar birst í átta þýskum fjölmiðlum. Dómarnir eru mjög jákvæðir þegar á heildina er litið. Hér á eftir fara nokkur brot. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 90 orð

Blá stílabók nr. 10

Einu sinni var rauðhærður maður sem hafði hvorki augu né eyru. Hann var líka hárlaus svo það er aðeins í vissum skilningi hægt að kalla hann rauðhærðan. Hann gat ekki talað því munn hafði hann ekki. Hann hafði heldur ekkert nef. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 108 orð

BÚNAÐARBÁLKUR

Í óspurðum fréttum: Niðurgreidd matvara, ávöxtur jarðar, fjölþjóðlegra stórframleiðenda, ríkisstjórna, fjárfesta hrekur fátæka bændur um allan heim unnvörpum á vonarvöl í krafti alþjóðlegra viðskiptasamninga. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 766 orð

FORSETAFRÚ EÐA FRÚ FORSETI?

Mitt hlutverk er að vera gluggi. Þegar ég kem fram vil ég að fólk horfi í gegnum mig og sjái John." Þessi orð voru ekki mælt á sautjándu öld, heldur þann 5. febrúar sl. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um heimspeki og ljóð

Í TENGSLUM við Barselónska menningarhelgi, sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum, flytur Eyjólfur Kjalar Emilsson, prófessor í heimspeki við Óslóarháskóla, fyrirlestur kl. 15 í dag undir yfirskriftinni Um eitt og annað. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð

FYRR OG NÚ

Er það ei enn hin sama sól, sem að á gylltum hjálmum skein, er Óðinn hjörva galdur gól, og gunnar logi nísti bein? Er það ei enn hinn sami sjór, sem að Hringhorna í faðmi bar, er flutti Baldur feiknastór fram um grátsollnar öldurnar? Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 667 orð | 1 mynd

GETUR PERSÓNULEIKI FÓLKS GERBREYST?

Hvaða tilgangi þjóna fallhlífar þegar geimför lenda á Mars, af hverju verður maður latur, hvaða kona er á merki Háskóla Íslands og hvernig þróuðust fiskar? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 356 orð | 2 myndir

Hin nýju undur veraldar

MENNINGARSTOFNUN Sameinuðu þjóðanna hefur nú hug á að bæta sjö nýjum verkum við hin klassísku undur veraldar, mannvirki á borð við Kínamúrinn, Kólosseum í Róm og Risann á Rhodos. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1105 orð

HJÁTRÚ

Einhvern tíma las ég bók sem átti að reyna að skýra hvers vegna Hitler komst til valda í Þýskalandi. Það gekk illa hjá höfundinum. Það var nefnilega ekki auðvelt að finna svar. Hvar sem hann bar niður rakst hann á það að skýringarnar áttu illa við. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1552 orð | 1 mynd

HVERS VEGNA LIFÐUM VIÐ?

Ljóðasafn bandaríska skáldsins Roberts Lowells er um tólf hundruð blaðsíður þegar allt er talið. JÓHANN HJÁLMARSSON hefur lengi hrifist af skáldinu og veltir hér fyrir sér skáldskap Lowells, nýbreytni ljóða hans og gildi hans fyrir önnur skáld, heima og heiman. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 111 orð

Karlar tveggja kóra sameinast

KARLAKÓR Keflavíkur og karlakórinn Þrestir halda sameiginlega tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl. 16 í dag. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 687 orð | 1 mynd

KRINGLAN Í NÝJA MIÐBÆNUM

1904: Hestar að leik Þorsteinn Erlingsson skrifaði grein í Ingólf 21. febrúar 1904 þar sem hann sagði að umsjónarleysið með hestunum á götum Reykjavíkur væri ótækt. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1037 orð | 4 myndir

Landslag er hugarástand

Til 28. febrúar. Hús málaranna er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 424 orð | 8 myndir

Laugardagur Listasafn Einars Jónssonar kl.

Laugardagur Listasafn Einars Jónssonar kl. 16 Flautuleikararnir Arna Kristín Einarsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir og Kristjana Helgadóttir flytja verk eftir G. Petrassi, G. Ph. Telemann, Atla Ingólfsson, Sofiu Gubaidulina, E. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 363 orð

Myndlist Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Elín G.

Myndlist Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Elín G. Jóhannsdóttir. Sonja Georgsdóttir. Til 22. febr. Gallerí Kling og Bang: Garðar Sigurðarson. Til 29. febr. Gallerí Skuggi: Anna Jóa. Til 29. febr. Gallerí Veggur, Síðumúla 22: Kjartan Guðjónsson. Til 20. mars. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 469 orð

NEÐANMÁL

I Það er eitthvað bogið við alla þessa menningarframleiðslu. Það getur verið erfitt að benda á hvað er beinlínis að, en það er eitthvað að. Kannski vantar eitthvað. Auðvitað vantar eitthvað, það vantar alltaf eitthvað. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

ÓKUNNUGUR

þegar ég sný lyklinum og opna íbúðina mína finnst mér stundum einsog ég þröngvi mér upp á einhvern að ég komi of snemma heim og án viðvörunar ég stend kyrr bíð áður en ég opna dyrnar hið ókunna og ósýnilega þarf tíma til að koma stólunum fyrir og laga... Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 131 orð

Svíta

Lengi hafa menn velt því fyrir sér hvað vit og heimska séu. Og þá kemur mér atvik í hug. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 663 orð | 1 mynd

SÝNING Á 100 HÁGÆÐA MYNDBÖNDUM

Myndbönd í 5 ár nefnist sýning sem nú stendur yfir í NRW-Forum-sýningarhöllinni í Düsseldorf í Þýskalandi. Þar gefur að líta 100 mikilvægustu myndböndin frá upphafi. JÓN THOR GÍSLASON greinir frá sýningunni. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1556 orð | 4 myndir

TÆKNILEG HÖNNUN MEÐ TENGSL

Ung, spænsk kona, Patricia Urquiola, vakti verulega athygli á hönnunarmessunni í Mílanó 2002, þar sem hún sýndi húsgagnaseríurnar Fjord og Malmö hjá ítalska fyrirtækinu Moroso. Í dag er hún ein af athyglisverðustu og eftirsóttustu hönnuðunum í alþjóðlegum nútímaiðnaði. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 5093 orð | 1 mynd

UM HIÐ GALLAÐA SAMFÉLAG

Haldið er áfram að fjalla um íslenska leikritun í Lesbók. Í þetta skipti eru verk Guðmundar Kambans til umfjöllunar en höfundur telur að þau eigi enn fullt erindi. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 341 orð | 2 myndir

Undir stjórn talibana

RITHÖFUNDURINN Yasmina Khadra, sem m.a. hefur skráð hið blóðuga borgarastríð Alsírs, notar höfundarnafnið Mohammed Moulessehoul við skrif sinnar nýjustu bókar The Swallows of Kabul , eða Svölur Kabúlborgar eins og hún gæti heitið á íslensku. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 1592 orð | 1 mynd

UPPHAFINN OG LÁGKÚRULEGUR, ÞUNGBÚINN OG LOGANDI

Sólarsirkusinn eða Cirque du Soleil sýnir Saltimbanco í Sevilla á Suður-Spáni um þessar mundir en Saltimbanco er nafn yfir akróbata, loftfimleikamann. Hér er sagt frá sýningunni og Sólarsirkusinn sagður líklega fremstur í flokki sirkusa á Vesturlöndum hvað varðar könnun á möguleikum mannslíkamans til þess að umbreyta sér með hreyfingunni einni saman. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 656 orð | 2 myndir

VETUR Í PRAG

Nýverið kom sjálfsævisaga kólumbíska nóbelshöfundarins Gabriels Garcia Marquez út í Frakklandi. Af því tilefni skrifaði starfsbróðir hans og vinur, MILAN KUNDERA, grein sem birtist í vikuritinu Le Nouvel Observateur hinn 9. október sl. og er hér birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 3305 orð | 3 myndir

VIRÖLD FLÁA

Fyrsta ópera Hafliða Hallgrímssonar tónskálds, Die Wält der Zwischenfälle eða Viröld fláa, var frumsýnd í borgarleikhúsinu í Lübeck í Þýskalandi í síðustu viku. HALLDÓR HAUKSSON, sem var á vettvangi, ræðir hér við nokkra af aðstandendum sýningarinnar og segir frá verkinu og höfundi textans, rússneska rithöfundinum Daníil Kharms. Meira
21. febrúar 2004 | Menningarblað/Lesbók | 580 orð | 1 mynd

Þrír dúettar fyrir fjóra

Enn á ný er flautað til leiks í 15:15-tónleikasyrpu Caputhópsins og verða að þessu sinni tónleikar í Borgarleikhúsinu, að vanda kl. 15.15. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.