Greinar sunnudaginn 29. febrúar 2004

Forsíða

29. febrúar 2004 | Forsíða | 265 orð

Ákvæði til tíu ára um hækkun Laxárstíflu skapar óöryggi

BOÐAÐ hefur verið til almenns félagsfundar í Landeigendafélagi Laxár og Mývatns í næstu viku en þar verður tekin afstaða til frumvarps til laga um verndun Mývatns og Laxár sem umhverfisráðherra lagði fyrir Alþingi í byrjun febrúar. Meira
29. febrúar 2004 | Forsíða | 179 orð

Blix taldi að samtöl hans væru hleruð

DEILAN um meintar njósnir um ýmsa forystumenn Sameinuðu þjóðanna vatt enn upp á sig í gær þegar haft var eftir Hans Blix, fyrrverandi yfirmanni vopnaeftirlitsnefndar SÞ, að hann grunaði að samtöl hans hefðu verið hleruð í aðdraganda Íraksstríðsins. Meira
29. febrúar 2004 | Forsíða | 244 orð | 1 mynd

Gerir bæði út á fisk og fólk

"AFLI dagsins losar sennilega um þrjú tonn. Það hefur heldur dregið úr aflabrögðunum síðustu daga," sagði Árni Halldórsson, skipstjóri á netabátnum Níelsi Jónssyni EA frá Hauganesi, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á föstudag. Meira
29. febrúar 2004 | Forsíða | 93 orð

Hæstiréttur grípur ekki inn í

HÆSTIRÉTTUR Kaliforníu-ríkis hafnaði í fyrrakvöld beiðni saksóknara ríkisins um að hann bannaði þegar í stað giftingar samkynhneigðra í San Francisco-borg og dæmdi ógildar þær næstum 3.500 hjónavígslur sem þegar hafa verið framkvæmdar. Meira
29. febrúar 2004 | Forsíða | 192 orð | 1 mynd

Vinarþel í Washington

"OKKUR hefur greint mjög á, hér áður. En það er ekkert athugavert við það að vinir séu ósammála. Við erum báðir staðráðnir í að snúa við blaðinu og horfa fram á veginn," sagði George W. Meira

Baksíða

29. febrúar 2004 | Baksíða | 113 orð | 1 mynd

Fjörkálfur og fjósaköttur

DÝRIN í Þórukoti í Víðidal eru mörg og misjöfn að stærð og látum. Í fjósinu lúra kusurnar ljúfar og rólegar og virða forvitnar fyrir sér gestkomandi á bænum, þó með þann fálætislega svip sem gefur í skyn að hér sé nú ekki um neitt nývirki að ræða. Meira
29. febrúar 2004 | Baksíða | 191 orð | 1 mynd

Íslensk stjörnuspeki til tólf landa

STJÖRNUSPEKIÞJÓNUSTA í farsímakerfum, viðskiptahugmynd, sem Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur hrinti í framkvæmd hér á landi með stofnun fyrirtækisins Telenstar árið 2001, hefur verið markaðssett víða um heim. Meira
29. febrúar 2004 | Baksíða | 117 orð | 1 mynd

Líkir Björk við Schubert

ENSKA tónskáldið John Taverner samdi verk fyrir Björk Guðmundsdóttur sem hún hljóðritaði með Brodsky-kvartettinum. Verkið hefur aldrei heyrst opinberlega en kemur nú út á geisladiski í fyrsta sinn. Meira
29. febrúar 2004 | Baksíða | 179 orð | 1 mynd

Opnar Skrifstofu Halldórs Laxness

Á föstudaginn var undirritaður viðaukasamningur milli Vöku-Helgafells, eins forlaga Eddu útgáfu, og fjölskyldu Halldórs Laxness um útgáfu og kynningu á öllum verkum hans bæði hérlendis og erlendis. Samningurinn gildir til ársins 2008. Meira
29. febrúar 2004 | Baksíða | 106 orð

Ógnaði nágrönnum með byssu

LÖGREGLAN í Reykjavík var kölluð að húsi í vesturbænum í Reykjavík um miðnætti á föstudagskvöldið en þar hafði fólki verið ógnað með skotvopni. Meira
29. febrúar 2004 | Baksíða | 234 orð

Starfsfólkið úrvinda í lok hvers vinnudags

STARFSMENN í öldrunarþjónustu eru undir miklu líkamlegu og andlegu álagi. Þetta kemur fram í rannsókn sem Vinnueftirlit ríkisins gerði en greinar upp úr henni hafa verið að birtast að undanförnu í erlendum fagtímaritum. Meira

Fréttir

29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 50 orð

200 Íslendingar fæddir 29. febrúar

TVÖ HUNDRUÐ Íslendingar eru fæddir 29. febrúar samkvæmt þjóðskrá. Börn fædd þennan dag árið 2000 eru 19 samkvæmt þjóðskrá en elsti núlifandi Íslendingurinn sem fæddur er 29. febrúar er 92 ára í dag. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Að mörgu er unnið á sjó

OFT þarf að hafa snör handtök þegar hlutir bila á sjó því að þá geta sekúndur skipt máli. Það var þó ekki um neina neyð að ræða þegar þessir piltar unnu að lagfæringum á mastri Jötuns, dráttarbáts Reykjavíkurhafnar, þegar það skekktist á... Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 842 orð | 1 mynd

Að styrkja innbyrðis tengsl

Helga Melkorka Óttarsdóttir, 37 ára, fædd 1966 í Reykjavík. Stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík desember 1985. Cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands 1991, master í lögum (LL.M) frá háskólanum í Heidelberg, Þýskalandi, 1994. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 420 orð

Atvinnuleysi jókst milli mánaða

ATVINNULEYSI hefur aukist verulega undanfarna mánuði og lýsa menn nokkrum áhyggjum af því. Atvinnuleysi var 2,7% í september og hafði þá lækkað töluvert, en hefur síðan aukist jafnt og þétt og stóð í 3,7% í janúar. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 125 orð

Ákvörðun um niðurfellingu verði endurskoðuð

STÚDENTARÁÐ HÍ harmar ákvörðun heimspekideildar að hætta kennslu í táknmálstúlkun. "Mikil þörf er fyrir slíka kennslu þar sem aðeins örfáir táknmálstúlkar starfa á landinu og sár þörf er fyrir fleiri. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Árekstur og bílvelta eftir kappakstur tveggja bíla

BIFREIÐ valt á Sæbraut í Reykjavík í kjölfar áreksturs í gærmorgun og hafnaði inni í porti. Þrír voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á slysadeild. Ekki lágu fyrir upplýsingar um hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð

Á slysadeild eftir að eldur kviknaði í pönnu

TVENNT var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í eldhúsi í íbúðarhúsi við Þorragötu í Reykjavík á föstudagskvöldið. Maður og kona á sjötugsaldri voru í íbúðinni þegar eldur kviknaði í pönnu á eldavél og náði að læsa sig í gufugleypi. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð

Á slysadeild eftir árekstur á Mosfellsheiði

EINN var fluttur á slysadeild eftir árekstur þriggja bifreiða á þjóðveginum á Mosfellsheiði á tíunda tímanum í gærmorgun. Fljúgandi hálka vegna ísingar var á veginum og lítið skyggni vegna þoku þegar áreksturinn varð. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð

Björgunarsveitin snýr heim

ALÞJÓÐABJÖRGUNARSVEIT Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem var að störfum á jarðskjálftasvæðinu í Marokkó var væntanleg heim til Íslands seinni partinn í gær. Björgunarsveitin aðstoðaði m.a. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 202 orð

Breytingar hjá Fjölmiðlavaktinni

ÞESSA dagana eru að verða verulegar breytingar á framleiðslu blaðavöktunar hjá Fjölmiðlavaktinni. Verið er að taka í notkun búnað sem gerir kleift að skanna allt blaðaefni og vinna með það á tölvutæku formi. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 325 orð

Býður kröfuhöfum sáttagreiðslu

EXPERT á Íslandi ehf., nú Ex-Nor ehf., sem rekið hefur raftækjaverslunina Expert í Súðarvogi, hefur gert kröfuhöfum sínum tilboð um sáttagreiðslu vegna krafna á Ex-Nor ehf. Hljóðar tilboðið upp á að allir kröfuhafar með lögmætar heildarkröfur upp á kr. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Dansað dátt

DANS er bæði holl og skemmtileg hreyfing. Það vita krakkarnir sem tóku þátt í "Freestyle"-danskeppninni um síðustu helgi í Laugardalshöllinni. Keppt er í frjálsri aðferð og þátt taka krakkar á aldrinum 13-16 ára. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fjölsmiðjan á Selfossi

SVÆÐISVINNUMIÐLUN Suðurlands gekkst nýlega fyrir kynningarfundi um úrræði í þágu ungra atvinnuleitenda og möguleika til að koma til móts við þarfir ungs fólks sem er að fóta sig á lífsins vegum. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Fljótandi slippur í Hafnarfirðinum

FLOTKVÍIN í Hafnarfirði hefur svo sannarlega sett svip sinn á bæinn undanfarin ár, en þar eru möguleikar á að vinna lagfæringar á skipum án þess að draga þau upp á land. Meira
29. febrúar 2004 | Erlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Forseti Makedóníu ferst í flugslysi í Bosníu

FORSETI Makedóníu fórst í flugslysi á fimmtudag. Makedónía er land í Suðaustur-Evrópu og var áður hluti af Júgóslavíu. Forsetinn hét Borís Trajkovskí . Hann var 47 ára gamall. Forsetinn var á leið frá Makedóníu til borgarinnar Mostar í Bosníu. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 426 orð

Fólk þarf ekki lengur að velja milli lógunar og lífs

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands (VÍS) mun í næstu viku hefja sölu á tryggingum fyrir hesta, hunda og ketti, í samstarfi við sænska dýratryggingafélagið AGRIA sem sérhæfir sig í dýratryggingum. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 672 orð | 1 mynd

Fyrirsæta á sjúkrabekk

Það hefur myndast röð við glerbúrið á bráðamóttöku Borgarspítalans. Ungi maðurinn fremst í röðinni hóar í gamlan hvíthærðan mann, sem hvílir sig á stól í biðstofunni. - Það er komið að okkur! En gráhærður gamall maður stígur í veg fyrir þann hvíthærða. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 263 orð

Heilsugæslan segir neyðarástand ekki ríkja

STJÓRNENDUR Heilsugæslunnar í Reykjavík reikna ekki með að þeir 40 starfsmenn af 83 sem sagt hafa upp störfum mæti til vinnu á morgun og hafa lagt drög að því hvernig staðið verður að heimahjúkrun í næstu viku. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Iceland Express styrkir þrenn samtök

EITT ár er liðið frá því flugvél Iceland Express hóf sig á loft frá Keflavíkurflugvelli í jómfrúflugi fyrirtækisins. Af því tilefni hefur Iceland Express ákveðið að styrkja þrenn góðgerðarsamtök til utanferða á næstu mánuðum. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð

Kaupmáttur launa jókst um 2,5%

KAUPMÁTTUR launa jókst að meðaltali um 2,5% á einu ári, milli fjórða ársfjórðungs á síðasta ári og sama tímabils árið 2002, að því er fram kemur í nýrri launakönnun Kjararannsóknarnefndar. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Krossgátan í Tímaritinu

Krossgáta sunnudagsblaðsins er í dag birt í Tímariti Morgunblaðsins. Krossgátan hefur verið fastur liður í Morgunblaðinu á sunnudögum um árabil og hefur skapað sér sess meðal lesenda blaðsins. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 276 orð

Kynning á framhaldsnámi við Kennaraháskóla Íslands...

Kynning á framhaldsnámi við Kennaraháskóla Íslands verður þriðjudaginn 2. mars kl. 16.15 í fyrirlestrarsalnum Bratta í nýbyggingu skólans Hamri við Stakkahlíð. Fundurinn hefst með almennri kynningu deildarforseta framhaldsdeildar á námi við deildina. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Löng biðröð við tunnusláttinn

ÞAÐ var fjörugt og fjölmennt í Grunnskólanum í Grímsey þegar skólastjórinn Dónald lagði af stað með gítarinn og 22 grunnskólanema til að heimsækja fyrirtækin í Grímsey. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 430 orð | 1 mynd

Miklar breytingar verða á fuglalífi með skógrækt

MIKLAR breytingar verða á fuglalífi þegar skógur er ræktaður á landi sem áður var skóglaust. Þetta eru meginniðurstöður rannsókna sem Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands og samstarfsmenn hans hafa gert. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Mokveiði og innan við klukkutíma í land

INNAN við klukkutíma sigling er hjá Hornafjarðarskipunum, Jónu Eðvalds og Ásgrími Halldórsyni, á loðnumiðin 10 mílur suðvestur af Hornafirði og landa þau daglega hjá Skinney-Þinganesi hf. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 106 orð

Námskeið um niðurrif á asbesti

NÁMSKEIÐ um niðurrif á asbesti verður haldið hjá Vinnueftirlitinu að Bíldshöfða 16 í Reykjavík, fimmtudaginn 18. mars næstkomandi frá kl. 9.15-12. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Nýr forstöðumaður Eimskips í Hamborg

Arnar Már Snorrason hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Eimskips í Hamborg. Tekur hann við af Benedikt Olgeirssyni sem lét af störfum um síðustu mánaðamót. Arnar Már útskrifaðist sem byggingatæknifræðingur frá Tækniháskóla Íslands árið 1994. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð

Opnar listmeðferðarstofu Anna María Harðardóttir opnar...

Opnar listmeðferðarstofu Anna María Harðardóttir opnar Listmeðferðarstofu í Hólmaseli 2 í Reykjavík á morgun, mánudaginn 1. mars. Opið er frá kl. 9-14. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Óskað eftir úrskurði um matsskyldu lýsingar

HJÖRLEIFUR Guttormsson, fyrrverandi þingmaður, hefur sent Skipulagsstofnun bréf þar sem hann óskar eftir að stofnunin taki ákvörðun um hvort raflýsing á Gullfossi að vetrarlagi sé matsskyld framkvæmd samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð

Par frá Nígeríu stöðvað með stolin skilríki

LÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli handtók karlmann og konu frá Nígeríu sl. föstudag. Framvísuðu þau flóttamannavegabréfum sem lögregla telur að séu stolin. Fólkið, sem er um þrítugt, var á leið til Íslands frá Kaupmannahöfn í gegnum Mílanó. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 397 orð | 3 myndir

"Gaman að eiga afmæli þennan dag"

KRISTINN Halldórsson flugvélaverkfræðingur er einn 200 Íslendinga sem eiga afmæli í dag, 29. febrúar. Kristinn er fæddur árið 1948 en strangt til tekið nýorðinn "löglegur" unglingur, 14 ára, ef einungis er miðað við afmælisdagana. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Senda fé til Marokkó

RAUÐI kross Íslands hefur veitt 750 þúsund krónur til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Marokkó á þriðjudag. Féð verður notað til að aðstoða þá sem lifðu skjálftann af og hafa misst heimili sín. Alþjóða Rauði krossinn hefur einsett sér að útvega 1. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 200 orð

Styrkur til rannsókna á þátttöku kvenna í atvinnurekstri

JAFNRÉTTISÁÆTLUN Evrópusambandsins styrkir verkefnið ,,Women towards leadership in business and agriculture " sem er samanburðarrannsókn fimm landa, þ.e. Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Grikklands og Lettlands. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð

Telja að byggingaleyfi þurfi

FULLTRÚAR Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar telja að bæjarhliðið á Vogastapa sé skipulagsskylt mannvirki. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Verslunarmiðstöð rísi í miðbæ Reykjavíkur

SJÖ til fimmtán þúsund fermetra verslunar-miðstöð mun rísa í miðborg Reykjavíkur ef hugmyndir, sem kynntar hafa verið fyrir borgarstjóra og menntamála-ráðherra, verða að veruleika. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 463 orð | 2 myndir

Vinnusetur fyrir ungt fólk sem flosnar upp úr atvinnulífinu

LANGTÍMAATVINNULEYSI ungs fólks er vandamál sem getur dregið dilk á eftir sér. Mikilvægt er að koma ungu fólki aftur á sporið og hjálpa því að tileinka sér þekkingu og kunnáttu sem gerir það hæft til að koma inn á vinnumarkaðinn. Meira
29. febrúar 2004 | Innlendar fréttir | 126 orð

Voveifleg dauðsföll tíðari meðal iðnverkakvenna

RANNSÓKNA- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins hefur fengið birta grein í erlendu fagtímariti um rannsókn sem gerð var um dánarmein iðnverkakvenna hér á landi. Birtist greinin í tímaritinu WORK: A Journal of Prevention, Assessment & Rehabilitation . Meira

Ritstjórnargreinar

29. febrúar 2004 | Leiðarar | 481 orð

Bezti kosturinn

Pieter C. Meira
29. febrúar 2004 | Leiðarar | 471 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

27. febrúar 1994: "Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun var viðskiptajöfnuður þjóðarinnar hagstæður á síðasta ári í fyrsta sinn frá árinu 1986. Meira
29. febrúar 2004 | Staksteinar | 387 orð

- Gamansemi á kostnað skattborgara

Guðni Ágústsson er mikið ólíkindatól segir Hjörleifur Pálsson á frelsi.is. "Hann er líklega einn fyndnasti stjórnmálamaður okkar tíma, og þreytist seint á að reyta af sér brandarana. Meira
29. febrúar 2004 | Leiðarar | 1899 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Svava Jakobsdóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, lést 21. febrúar síðastliðinn, 73 ára að aldri. Meira

Menning

29. febrúar 2004 | Menningarlíf | 92 orð

Barokk

Bon appétit - frönsk barokktónlist inniheldur verk eftir Boismortier, Lavigne, Marais og Leclair í flutningi Barokkhópsins . Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

BÍÓ brot

Á FÖSTUDAG birtist á kvikmyndamiðlinum Screen Daily.com gagnrýni um Kaldaljós Hilmars Oddssonar. Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 355 orð | 1 mynd

Glímt við lífsgátuna

Í KVÖLD kl. 20.00 verður sýndur fyrsti þátturinn af þremur í nýrri þáttaröð sem þeir feðgar Sigurður G. Valgeirsson og Stefán Sigurðsson hafa umsjón með. Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 1554 orð | 2 myndir

Holdgervingur hversdagsleikans

Ein allra athygliverðasta mynd síðasta árs er Sómi Ameríku. Skarphéðinn Guðmundsson hitti leikstjórana, hjónin Shari Springer Berman og Robert Pulcini, og ræddi við þau um þessa fyrstu leiknu mynd þeirra og hvernig þeim datt í hug að fjalla um kvistinn kynlega hann Harvey Pekar. Meira
29. febrúar 2004 | Menningarlíf | 1613 orð | 1 mynd

Hræringar í útgáfuheimi

Hræringar í íslenskum útgáfuheimi hafa verið með ólíkindum síðustu ár og ekkert lát virðist vera á. Meira
29. febrúar 2004 | Menningarlíf | 265 orð | 2 myndir

Íslenska óperan gerir samstarfssamninga

ÍSLENSKA óperan hefur gert samstarfssamninga við fjögur fyrirtæki, Flugfélag Íslands, VISA Ísland, Landsbanka Íslands og Landsvirkjun, um kostunarþátttöku í ferðum Óperunnar í Eyjafjörð og á Eskifjörð á vormisseri 2004. Meira
29. febrúar 2004 | Tónlist | 1016 orð | 1 mynd

Karlakórar og kammerhópar

Sameiginlegir tónleikar Karlakórs Keflavíkur og Karlakórsins Þrasta. Steinn Erlingsson einsöngur, Ester Ólafsdóttir píanó, Ásgeir Gunnarsson harmónika, Þórólfur Þórsson rafbassi. Stjórnendur: Vilberg Viggósson og Jón Kristinn Cortez. Laugardaginn 21. febrúar kl. 16. Meira
29. febrúar 2004 | Menningarlíf | 81 orð

Kilja

Leggðu rækt við ástina eftir Önnu Valdimarsdóttur sálfræðing er komin út í kilju. Bókin kom fyrst út í innbundinni útgáfu árið 2002. Anna fléttar saman almennum hugleiðingum og lýsingum úr heimi ástarinnar og fæst m.a. við spurningarnar hvað er ást? Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 121 orð | 2 myndir

Margir komu

FJÖLMARGIR komu á frumsýningu leikritisins Þetta er allt að koma í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöldið. Leikritið er gert eftir sögu Hallgríms Helgasonar en Baltasar Kormákur leikstýrir. Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Með demanta á skónum

STJÖRNURAR láta sér ekki nægja að vera með demanta um hálsinn eða á eyrunum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Söngkonan Alison Krauss verður í skónum, sem sjást á meðfylgjandi mynd, en þeir eru alsettir demöntum. Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 59 orð | 1 mynd

MÚLINN, Hótel Borg.

MÚLINN, Hótel Borg. ORGELTRÍÓIÐ B3 spilar á tónleikum Múlans í gyllta salnum á Hótel Borg í kvöld kl. 21:30. Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

Óskarinn

STÖÐ 2 sendir beint út frá afhendingu Óskarsverðlaunanna í nótt en í ár verða þau veitt í 76. sinn. Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 350 orð | 1 mynd

"Þetta er lífið eftir dauðann"

Austfirðingurinn Hálfdán Steinþórsson hefur glatt landsmenn með nærveru sinni í gegnum Skjá einn undanfarin ár. M.a. var hann einn umsjónarmanna Djúpu laugarinnar og var síðan heilinn á bakvið Hljómsveit Íslands . Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

... Rauða dreglinum

ÞÆR eru dýrmætar, þær þrjátíu mínútur sem líða fram að formlegri opnun Óskarsverðlaunanna. Því að þá drífur nefnilega að skærustu stjörnur kvikmyndaheimsins og ganga þær inn eftir hinum svokallaða rauða dregli. Meira
29. febrúar 2004 | Menningarlíf | 142 orð | 1 mynd

Rætt um minningar í Kaupmannahöfn

NORÐURBRYGGJA í Kaupmannahöfn hefur stefnt saman rithöfundunum Einari Má Guðmundssyni og Johannes Møllehave í dag kl. 16 og 19 og deila þeir með sér hugtakinu minning. Johannes Møllehave er einn kunnasti rithöfundur Dana og hefur m.a. Meira
29. febrúar 2004 | Myndlist | 857 orð | 4 myndir

Stefnumót

Opið virka daga kl. 11-19 og kl. 13-17 um helgar. Til 29. febrúar. Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Stórsveitin spilar Gillespie

STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Hótel Borg í dag kl. 15. Flutt verður tónlist Stórsveitar Dizzys Gillespies. Meira
29. febrúar 2004 | Leiklist | 653 orð | 1 mynd

Stórsýning í Freyvangi

Höfundur: Astrid Lindgren. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Leikmyndahönnun: Þórarinn Blöndal. Búningar, brúður og gervi: Dýrleif Jónsdóttir. Förðun: Linda Björk Óladóttir. Hár: Halldóra Vésteinsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson, Ingvar Björn Ingvarsson. Hljóð: Jóhann Steinunnarson. Tónlistarstjóri: Hjálmar Brynjólfsson. Hljómsveit: Hjálmar Brynjólfsson, Bergsveinn Þórsson, Gunnur Ýr Stefánsdóttir. Frumsýning í Freyvangi, 21. febrúar 2004. Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 275 orð | 5 myndir

Svanakjóllinn gleymist seint

ÓSKARSVERÐLAUNAHÁTÍÐIN fer fram í kvöld í Los Angeles. Spennan í kringum hátíðina er ekki einungis vegna kvikmyndanna heldur veldur klæðnaður stjarnanna einnig titringi. Meira
29. febrúar 2004 | Tónlist | 845 orð | 3 myndir

Tímavörðurinn og kökuboxið

Flautuleikararnir Arna Kristín Einarsdóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir og Kristjana Helgadóttir. Tónlist eftir Telemann, Atla Ingólfsson, G. Petrassi, E. Bozza, Atla Heimi Sveinsson, Áka Ásgeirsson og Sofiu Gubaidulinu. Laugardagur 21. febrúar. Meira
29. febrúar 2004 | Fólk í fréttum | 880 orð | 2 myndir

Við erum vagg og velta

Rokkhefðin er sterk í Detroit eins og sannast á nýrri afbragðsskífu Von Bondies, Pawn Shoppe Heart. Meira

Umræðan

29. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 340 orð

E-kort ekki fyrir eignalausa

ÉG sótti um e-kortið, þar sem ég sá fram á að það gæti komið sér vel að fá endurgreiðslu af öllum innlendum færslum sem færu á kreditkortið mitt. Meira
29. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 412 orð

Er þessum mönnum ekki sjálfrátt?

ALVEG er það ótrúlegt að fylgjast með deilunni um heimahjúkrunina. Þessi þjónusta sem hefur gert það að verkum að ekki er algert neyðarástand á sjúkrahúsunum! Meira
29. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1117 orð | 1 mynd

Fátækt á Íslandi

Ljóst er af lestri bókarinnar að allir stjórnmálaflokkar eiga sök á ástandinu. Meira
29. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1508 orð | 2 myndir

Landslagsvernd

Eitt er þó víst að landslag er samspil a.m.k. tveggja þátta, annar er huglægur og hefur með skynjun að gera, hinn er hlutlægur og varðar áþreifanlega þætti í náttúrunni. Meira
29. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1417 orð | 1 mynd

Línuveiðar og línuívilnun - ómerkilegur áróður stórútgerðarinnar

Því meira svigrúm og því meiri tími sem þar gefst, þeim mun lengra inn í löndin er hægt að selja fiskinn og stækka þar með markaðina. Meira
29. febrúar 2004 | Bréf til blaðsins | 214 orð

Opinberun til íslensku þjóðarinnar

VIÐ lifum á alvörutímum, meiri alvörutímum en margan grunar. Menn gleyma sér í anda efnishyggju, lífsgæðakapphlaups, svo ekki sé minnst á spíritismann og allan sorann í öllum hugsanlegum myndum. En hvar erum við stödd? Meira
29. febrúar 2004 | Aðsent efni | 1223 orð | 3 myndir

Þversögn velgengninnar

Það er óþarfi að allir skólar verði eins og vænlegra til árangurs fyrir þá að þeir sérhæfi sig á tilteknum sviðum. Meira

Minningargreinar

29. febrúar 2004 | Minningargreinar | 1617 orð | 1 mynd

HJÖRTUR BJARNASON

Hjörtur Bjarnason fæddist í Reykjavík 26. september 1936. Hann lést á líknardeild Lsp. í Kópavogi 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Ingimarsson skipstjóri, f. 22.5. 1909, d. 31.12. 1988, og Margrét Elísabet Hjartardóttir húsfreyja, f. Meira  Kaupa minningabók
29. febrúar 2004 | Minningargreinar | 1868 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR ÞÓRISDÓTTIR

Ragnheiður Þórisdóttir fæddist á Húsavík 2. júní 1939. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 13. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 20. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
29. febrúar 2004 | Minningargreinar | 1445 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR HAUKDAL ANDRÉSDÓTTIR

Sigríður Haukdal Andrésdóttir fæddist í Höll í Haukadal í Dýrafirði 17. febrúar 1914. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Sigríður var önnur í röð sjö barna hjónanna Ólafíu Jónsdóttur, f. 19. júlí 1882, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
29. febrúar 2004 | Minningargreinar | 569 orð | 1 mynd

SIGURLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR

Sigurlaug Guðlaugsdóttir fæddist á Skúfi í Norðurárdal 18. júlí 1904. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Guðmundsson, f. 14. september 1870, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
29. febrúar 2004 | Minningargreinar | 5393 orð | 1 mynd

STEFÁN JASONARSON

Stefán Jasonarson fæddist í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa, 19. september 1914. Hann lést á Kumbaravogi á Stokkseyri 19. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Gaulverjabæjarkirkju 27. febrúar. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

29. febrúar 2004 | Dagbók | 465 orð

(2. Jh. 9.-10.)

Í dag er sunnudagur 29. febrúar, 60. dagur ársins 2004, Hlaupársdagur. Orð dagsins: Sérhver sem fer of langt og er ekki stöðugur í kenningu Krists, hefur ekki Guð. Sá sem er stöðugur í kenningunni, hann hefur bæði föðurinn og soninn. Meira
29. febrúar 2004 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudaginn 29. febrúar, er áttræður Haukur Þ. Benediktsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Borgarspítalans, til heimilis að Hæðargarði 29,... Meira
29. febrúar 2004 | Fastir þættir | 305 orð

Að vera brugðið

Hjá mér hefur legið of lengi góð ábending frá Baldri Ingólfssyni, fyrrv. menntaskólakennara, sem hefur áður sent mér ýmsar hugleiðingar um orð og málfar. Meira
29. febrúar 2004 | Fastir þættir | 241 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Þegar hittni kemur við sögu við spilaborðið er gæfa manna æði misjöfn. Lítum á spil frá tvímenningi Bridshátíðar þar sem hittingur ræður för: Austur gefur; NS á hættu. Meira
29. febrúar 2004 | Fastir þættir | 696 orð | 1 mynd

Fasta

Nú er byrjaður sá tími kirkjuársins sem nefnist langafasta eða sjöviknafasta. Verið er að minna á dagana 40 sem Jesús fastaði í eyðimörkinni, eftir að hafa verið skírður í ánni Jórdan. Sigurður Ægisson leit inn á vef þjóðkirkjunnar og athugaði skrif um föstuna. Meira
29. febrúar 2004 | Dagbók | 26 orð

FOSSANIÐUR

Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. Hefði allur auður þinn eitthvað slíkt að bjóða, léti ég fyrir lækinn minn leikhússönginn góða. Meira
29. febrúar 2004 | Í dag | 231 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. eldri borgarar Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 5115405. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20-22 (fyrir 8.-10. bekk). Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra. Meira
29. febrúar 2004 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 c6 4. f4 d5 5. e5 f6 6. Rf3 Rh6 7. h3 0-0 8. Be3 fxe5 9. fxe5 Rf5 10. Bf2 Bh6 11. Bd3 Re3 12. Bxe3 Bxe3 13. De2 Bf4 14. 0-0 e6 15. Df2 Rd7 16. Re2 Bh6 17. Dg3 De8 18. Rh4 Hxf1+ 19. Hxf1 Rf8 20. Rf4 Bxf4 21. Hxf4 b6 22. Dg5 a5... Meira
29. febrúar 2004 | Í dag | 383 orð

Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar...

Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fimmtu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju í Mjódd í kvöld, sunnudaginn 29. febrúar, kl. 20. Meira
29. febrúar 2004 | Fastir þættir | 405 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji á það til að bregða sér í bæinn um helgar og heimsækir þá venjulega ákveðnar ölstofur sem hann kann best við sig á. Á dögunum brá hann út af vananum og ákvað að hitta vini á Hverfisbarnum, en þangað hafði hann ekki komið lengi. Meira

Íþróttir

29. febrúar 2004 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Manchester United í erfiðleikum

MEISTARADEILD Evrópu í knattspyrnu hófst á nýjan leik í vikunni og var nú leikið í 16-liða úrslitum. Meira

Sunnudagsblað

29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 299 orð | 1 mynd

Áfengismisnotkun leiddi til fleiri kvilla

Í febrúarhefti Scandinavian Journal of Public Health er rannsóknin um öldrunarþjónustuna kynnt og birt grein um áfengismisnotkun meðal starfsfólks í öldrunarstofnunum. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1531 orð | 1 mynd

Björk og bæn hjartans

John Taverner, eitt helsta seinni tíma tónskáld Englendinga, samdi verk fyrir Björk Guðmundsdóttur. Árni Matthíasson segir frá tónskáldinu og væntanlegum diski þar sem verkið heyrist í fyrsta sinn í flutningi Bjarkar og Brodsky-kvartettsins. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1599 orð | 3 myndir

Einskonar opinberun

Hörður Ágústsson er einn virtasti myndlistarmaður landsins, fyrrverandi skólastjóri og kennari og mikilvirkur fræðimaður á sviði byggingarlistar. Þóroddur Bjarnason hitti hann að máli í tilefni af sýningu á trúarlegum myndum hans í anddyri Hallgrímskirkju, sem var opnuð í gær Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 3427 orð | 7 myndir

Eins og sprengju sé varpað inn í samfélagið

Bráðabirgðaákvæði sem sett var inn í nýtt frumvarp til laga um verndun Mývatns og Laxár er umdeilt, en með því telja margir að opnað sé á möguleika á hækkun Laxárstíflu, svo sem vilji Landsvirkjunar stendur til, enda muni hækkunin leysa rekstrarvanda virkjunarinnar. Margrét Þóra Þórsdóttir og Kristján Kristjánsson kynntu sér sjónarmið Landsvirkjunar og ræddu við heimamenn um málið. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1005 orð | 2 myndir

Eitthvað þungt lagðist ofan á mig!

Þegar ég var barn var oft mikið af fólki í kringum mig. En ekki var neitt meira um slíkt en endranær þegar ég var í heimsókn í húsinu þar sem foreldrar mínir búa nú," segir Kári Árnason. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 2883 orð | 7 myndir

Hilmir snýr heim - með fangið fullt

76. Óskarsárið er liðið og feiknalegt vatnsmagn runnið til sjávar síðan fyrstu verðlaunum Bandarísku kvikmyndaakademíunar, AMPAS, var úthlutað 16. maí árið 1929. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 110 orð

Horft og hreinsað

"Þetta er nú fyrst og fremst eftirlit - maður er bara að horfa á fólkið. Svo þarf stundum að háfa eitthvað upp úr lauginni," segir Bjarni Valtýsson, sundlaugarvörður í Sundhöll Reykjavíkur. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 2284 orð | 4 myndir

Hús óvenjulegs umgangs, strauma og sýna

Í einbýlishúsi í Hafnarfirði leikur orð á að fleiri gangi um en íbúarnir sjálfir. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Árna Ibsen sem á húsið ásamt konu sinni, Hildi Kristjánsdóttur. Hann kveður "umganginn" notalegan, enda líklega flestir nákomnir sem umganginum valda. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 369 orð | 1 mynd

Í hjónaband

Dómsmálaráðuneytið kemur einnig vel til greina. Davíð Oddsson forsætisráðherra ræddi um breytingar á ráðherraembættum í fréttaskýringaþættinum Í brennidepli í Ríkissjónvarpinu. Halldór Ásgrímsson tekur við forsætisráðherraembættinu af Davíð 15. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 618 orð | 8 myndir

Ljúfa Frakkland

Frakkland á sér aðrar hliðar en þær sem snúast um hátísku og fágaða matargerð. Guðmundur Guðjónsson ræddi við Dúa Landmark sem unnið hefur að gerð þátta um landið. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 45 orð

Myndirnar sem fengu flestar tilnefningar

Hringadróttinssaga: Hilmir snýr heim - 11 Meistari og sjóliðsforingi: Á fjarlægum slóðum - 10 Kaldbakur - 7 Seabiscuit - 7 Dulá - 6 Sjóræningjar Karíbahafsins: Bölvun Svörtu perlunnar - 5 Borg guðs - 4 Glötuð þýðing -4 Leitin að Nemó -4 Síðasti samúræinn... Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 413 orð | 2 myndir

Niðurtalning í gangi

Það er ekki óalgengt að heyra talað um það veiðimanna á meðal þessa dagana, að menn eigi æ verr með að þreyja þorrann og bíða eftir fyrstu veiðidögunum. En menn þurfa að bíta á jaxlinn. Reyndar er aðeins rúmur mánuður í byrjun veiðitímans. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1642 orð | 1 mynd

Nýtt menningarstríð

Hjónabönd samkynhneigðra gætu orðið eitt af þeim málum, sem ráða úrslitum í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum. George Bush, sem vill binda ákvæði, sem bannar slíka sambúð, í stjórnarskrá, hlýtur bæði lof og gagnrýni fyrir. Karl Blöndal kynnti sér umræðuna um málið. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 104 orð | 6 myndir

Rispur

Einkennilega brothætt þetta / snögga tillit tveggja augna ... segir á einum stað í ljóðabálki Gyrðis Elíassonar, Blindfugl/Svartflug. Ljósmyndarinn sem þeytist um landið er sífellt að leita að áhugaverðum sjónarhornum, brothættum augnablikum; ... Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 69 orð | 1 mynd

Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins

Pera vikunnar: Settu tölur í hringina þannig að summan á hverju striki verði 72. Finndu töluna x. Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er á hádegi föstudaginn 5. mars. Ný þraut birtist sama dag kl. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1633 orð | 2 myndir

Undir miklu líkamlegu og andlegu álagi

Greinar byggðar á rannsókn Vinnueftirlits ríkisins meðal starfsfólks í öldrunarþjónustu hafa verið að birtast í erlendum fagtímaritum. Greinarnar eru eftir þau Kristin Tómasson yfirlækni, Hólmfríði K. Gunnarsdóttur sérfræðing og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur félagsfræðing. Björn Jóhann Björnsson hitti þau að máli og kynnti sér rannsóknirnar. Meira
29. febrúar 2004 | Sunnudagsblað | 1397 orð | 5 myndir

Þeir sem aldrei fengu en hefðu átt að fá

Óskarsverðlaunin eru óneitanlega umdeild og ekki allir alltaf sammála um niðurstöðu dómnefndarinnar. JBK Ransu fjallar hér um þær kvikmyndir og leikara sem vel voru að verðlaununum komin en fengu ekki. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 668 orð | 12 myndir

Af vondum og góðum sköpunarverkum

Það eru ekki lítil tíðindi sem átt hafa sér stað á þessu landi. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 98 orð | 1 mynd

... Á BORGINNI Í BLEIKUM KJÓL

Nú er hápunkti árshátíðartímans náð og ef til vill skemmtilegasti tíminn til að fjárfesta í fallegum samkvæmisklæðnaði, svona rétt eftir útsölur þegar flestar verslanir skarta nýju vorlínunni. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 106 orð | 1 mynd

Blandaðu geði við fólk, nú er...

Blandaðu geði við fólk, nú er rétti tíminn til þess að eignast vini og treysta vináttubönd. Vinir og vinnufélagar efna stöðugt til skemmtana og samkvæma, bara að þú hefðir meiri tíma. Ekki koma þér í vandræði á fullu tungli 6. mars. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 268 orð | 14 myndir

Draumastarfið enginn glamúr

Flugfreyju- og flugþjónasstarfið er draumastarf margra og yfir því hvílir svolítill ævintýrablær. Vinsældir starfsins komu glögglega í ljós þegar rúmlega eitt þúsund umsóknir bárust um flugfreyju- og flugþjónastörf hjá Icelandair ekki alls fyrir löngu. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 99 orð | 1 mynd

Eyddu orkunni í að bæta vinnuaðstöðu...

Eyddu orkunni í að bæta vinnuaðstöðu og mannorð næstu daga. Fullt tungl 6. mars gæti beint sjónum að djúpstæðum fjölskylduvandamálum. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 314 orð | 6 myndir

Farðaðir karlmenn

Nú er viðurkennt að karlmenn noti krem og ilmvötn og ýmiss konar hársnyrtivörur. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 103 orð | 1 mynd

Ferðalög, ævintýri og menntun eru í...

Ferðalög, ævintýri og menntun eru í brennidepli um þessar mundir og nú er lag að stefna að settu marki eða víkka sjóndeildarhringinn. Þú gætir meira að segja átt mjög auðvelt með að læra og hreinlega drukkið í þig nýja vitneskju. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 160 orð | 1 mynd

Handan við paradís

Ilmi er efalítið vandlýst í orðum, en eins og Estée Lauder kynnir nýjasta ilm fyrirtækisins, Beyond Paradise, eða Handan við paradís, vekur hann upp kenndir, sem líkjast því að vera í draumkenndri tilveru: "Lyftu ímyndunaraflinu á annað stig ... Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 103 orð | 1 mynd

Heimili og fjölskylda eru Bogmanninum ofarlega...

Heimili og fjölskylda eru Bogmanninum ofarlega í huga þessa dagana. Nú er tækifæri til þess að ráðast í breytingar. Gagnsemi þeirra kemur berlega í ljós á fullu tungli 6. mars, þegar ávöxtur erfiðisins sýnir sig. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 96 orð | 1 mynd

Hjónabönd og náin tengsl eru í...

Hjónabönd og náin tengsl eru í forgrunni hjá Meyjunni þessa dagana, líka samskipti við viðskiptafélaga og keppinauta sem draga fram skuggahliðar hennar. Með fullu tungli 6. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 96 orð

Hjónabönd og náin tengsl eru í...

Hjónabönd og náin tengsl eru í forgrunni hjá Meyjunni þessa dagana, líka samskipti við viðskiptafélaga og keppinauta sem draga fram skuggahliðar hennar. Með fullu tungli 6. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 101 orð | 1 mynd

Hlustaðu með hjartanu fyrstu þrjár vikur...

Hlustaðu með hjartanu fyrstu þrjár vikur mánaðarins og gefðu óræðari þáttum tilverunnar meiri gaum. Á hversdagslegri nótum gæti fullt tungl 6. mars blásið í glæður í kynlífi eða leitt til árangurs í viðskiptum. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 595 orð | 1 mynd

Hornsteinn siðmenningarinnar

H jónaband samkynhneigðra er pólitískt hitamál í Bandaríkjunum þessa dagana og sýnist sitt hverjum um það vægi sem málið kynni að fá í komandi forsetakosningabaráttu. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 108 orð

Hrúturinn gæti fundið til depurðar eða...

Hrúturinn gæti fundið til depurðar eða þreytu, eins og við er að búast þegar einu ári lýkur og annað er í nánd. Eyddu tímanum í að líta yfir farinn veg fyrir afmælið. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 387 orð | 2 myndir

... ilmandi eðalkaffi á Amokka

Gamli auglýsingafrasinn: "Ilmurinn er indæll, og bragðið eftir því..." kemur ósjálfrátt upp í hugann þegar bragðað er á Latte kaffibollanum á nýja kaffihúsinu Amokka við Borgartún. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 307 orð | 1 mynd

Kona eins og ég

Hvaða kvikmynd breytti lífi þínu? Ég er hrifin af öllum ævintýramyndum sem gerast í fornöld eins og Múmíunni (The Mummy) sem gerist í Forn-Egyptalandi. Hvaða persónu mannkynssögunnar metur þú mest? Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 200 orð

Lífið er ein heild Fruma -...

Lífið er ein heild Fruma - maður - jörð - sólkerfi - vetrarbraut - alheimur. Allt eru þetta lífkerfi sem endurspegla hvert annað. Smásjá Í genum mannsins er að finna 'teikningu' af byggingargerð fullvaxta einstaklings. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 261 orð

Markmið stjörnuspekinnar

Í fyrirlestri Gunnlaugs, sem námskeið hans byggjast á, kemur fram eins konar hugmyndagrundvöllur hans fyrir stjörnuspekina. Fyrirlesturinn hefst svona: 1. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 550 orð | 1 mynd

Mig langar dálítið til að fæða barnið náttúrulega

U ng stúlka kom að máli við mig og sagðist vera í dálitlum vandræðum. "Ég er ófrísk og á að eiga barnið í næsta mánuði. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 557 orð | 1 mynd

Nýdanirnir Úrdú og ég eru ekki í Al Kaíta

Ú rdú er Pakistani sem rekur sjoppu á Amager. Í rauninni veit ég ekki hvað Úrdú heitir, ég kalla hann Úrdú því maðurinn minn gerir það. Við Úrdú röbbum daglega, oftast er umræðuefnið meintur kuldi í Danmörku. Úrdú er alltaf kalt. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 99 orð | 1 mynd

Rómantík og sköpunargáfa eru með mesta...

Rómantík og sköpunargáfa eru með mesta móti hjá Sporðdrekanum á þessum árstíma og sendiboðinn Merkúr hjálpar til við að beina kraftinum inn á uppbyggilegar brautir. Ást við fyrstu sýn er annar möguleiki. Streita gæti gert vart við sig eftir 20. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 108 orð | 1 mynd

Skoðaðu hvað þú átt og hvað...

Skoðaðu hvað þú átt og hvað þú skuldar. Fyrstu tvær vikur mánaðarins gætu leitt til aukinna tekna, eða þá endurnýjunar á gildismati. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 5614 orð | 5 myndir

Spáðu í mig

Stundin: Tíu mínútur eftir tólf á hádegi þann 28. apríl árið 1954. Á því augnabliki í eilífðinni fæddist Þórhöllu Gunnlaugsdóttur og Guðmundi Þóri Elíassyni sveinbarn. Og staðurinn? Hús sem einmitt heitir Staður, að Sjávargötu 1 í Ytri-Njarðvík. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 107 orð | 1 mynd

Til hamingju með afmælið Fiskar!

Til hamingju með afmælið Fiskar! Fiskarnir fá tækifæri til þess að skipta um ham á fullu tungli 6. mars, sem gæti reynst sársaukafullt til þess að byrja með, en fyllilega þess virði þegar upp er staðið. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 99 orð | 1 mynd

Tjáskipti eru með mesta móti þessa...

Tjáskipti eru með mesta móti þessa dagana og síminn hringir nánast án afláts. Fullt tungl 6. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 882 orð | 3 myndir

Uppgjör ólíkra kvenna

Þetta er virkilega ögrandi og spennandi verkefni að fást við. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 108 orð | 1 mynd

Vogin er upptekin af heilsufari og...

Vogin er upptekin af heilsufari og þjónustu við aðra þessa dagana, en þarf að muna eftir því að hugsa um sjálfa sig. Samskipti við vinnufélaga eru önnur þungamiðja, sem og umönnun plantna, dýra eða álíka skyldur. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 165 orð | 2 myndir

X3 fyrir sprækt jeppaáhugafólk

Skógafoss, Jökulsárlón, Perlan, Dómadalir og fleiri staðir á Íslandi leika veigamikið hlutverk í öllum auglýsingum og kynningarefni fyrir X3, nýjasta afsprengi BMW-bílaframleiðandans. Meira
29. febrúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 495 orð | 6 myndir

Þeir hlutir sem mestu máli skipta

G uðríður Sigurðardóttir er starfsþróunarstjóri hjá ANZA, sem sérhæfir sig í rekstri og uppbyggingu tölvukerfa. Guðríður, eða Gurrý eins og hún er oftast kölluð, býr með Grétari Gunnarssyni og saman eiga þau dótturina Vigdísi Birnu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.