Greinar þriðjudaginn 2. mars 2004

Forsíða

2. mars 2004 | Forsíða | 167 orð | 1 mynd

Kafarar Landhelgisgæslunnar leita sönnunargagna

VARÐSKIPIÐ Ægir kom til Neskaupstaðar í gær um kl. 13.30 að beiðni lögregluyfirvalda í tengslum við rannsókn lögreglunnar á líkfundinum í Neskaupstað hinn 11. febrúar. Meira
2. mars 2004 | Forsíða | 180 orð | 1 mynd

Konum í stjórnunarstöðum hættara við áfengisvanda

KONUM í stjórnunarstöðum er hættara við áfengisvanda en þeim sem lægra eru settar, að því er niðurstöður rannsóknar er gerð var í University College í London benda til. Greint er frá þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC . Meira
2. mars 2004 | Forsíða | 321 orð

Snögg lækkun krónu ef hlutabréf falla í verði

ÁHRIF stóriðjuframkvæmda virðast hafa verið mögnuð upp í huga fólks langt umfram það sem staðist getur þjóðhagslegan veruleika og fjölmargir hafa tekið erlend lán, m.a. Meira
2. mars 2004 | Forsíða | 207 orð

Uppreisnarliði fagnað í höfuðborg Haítí

ÞÚSUNDIR fagnandi Haítíbúa fylltu aðaltorgið í höfuðborg landsins, Port-au-Prince, í gær og hylltu Guy Pilippe, leiðtoga uppreisnarmanna er hann ók fyrir liði sínu inn í borgina. Hrópaði fólkið nafn hans og haft var eftir einum borgarbúa: "Mér finnst Guð hafa frelsað mig!" Bandarískir hermenn tóku sér stöðu við forsetahöllina. Meira

Baksíða

2. mars 2004 | Baksíða | 578 orð | 5 myndir

Fellur í stafi yfir fallegum skóm

Hvers vegna hafa margar konur áhuga á skóm? Ásdís Haraldsdóttir leitaði svara hjá Hugrúnu Dögg Árnadóttur skókaupmanni sem safnar líka skóm og sýnir þá í Gerðubergi um þessar mundir. Meira
2. mars 2004 | Baksíða | 82 orð | 1 mynd

Hrossahlátur á Flúðum

HESTAR eru kynjaskepnur og misjafnir að skapgerð, en víst er að margir hestar eru gæddir skopskyni og er oft stutt í glottið á þeim. Þá er oft talað um hrossahlátur þegar menn hlæja hátt og með látum. Meira
2. mars 2004 | Baksíða | 142 orð | 1 mynd

Kári Stefánsson kaupir 15% í Norðurljósum

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur keypt 15% eignarhlut í Norðurljósum, sem reka m.a. Stöð 2 og Bylgjuna. Eftir kaupin er Kári næststærsti hluthafi félagsins en Baugur Group er stærsti eignaraðilinn og á rúm 28%. Skv. Meira
2. mars 2004 | Baksíða | 196 orð | 1 mynd

Kvóti Íslands gæti aukist um 25.000 tonn

NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að kvóti Norðmanna úr norsk-íslenska síldarstofninum verði 470.250 tonn á þessu ári. Meira
2. mars 2004 | Baksíða | 471 orð | 1 mynd

Orðin svolítið feit

Í þessari skoðun fékk ég staðfestingu á því að ég væri komin sex vikur á leið. "Sex vikur?" sagði pabbi þinn í spurnartón og ég sá að í huganum var hann að reikna út að fyrir sex vikum var hann úti á sjó. "Já," svaraði ég mæðulega. Meira
2. mars 2004 | Baksíða | 203 orð

Pharmaco á athugunarlista

HLUTABRÉF Pharmaco hafa verið sett á athugunarlista Kauphallar Íslands. Meira
2. mars 2004 | Baksíða | 439 orð

Stefnt að því að hefja kennslu í verkfræði 2005

HÁSKÓLINN í Reykjavík stefnir að því að hefja kennslu í verkfræði haustið 2005. Meira
2. mars 2004 | Baksíða | 73 orð

Yfir meðallagi í 23 mánuði

HITI í febrúar mældist yfir meðallagi í Reykjavík og var hann 23. mánuðurinn í röð þar sem hiti mælist fyrir ofan meðallag samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira
2. mars 2004 | Baksíða | 166 orð | 1 mynd

Þungir karlar með of lítið testósterón

Of þungir karlar hafa minna af karlhormóninu testósteróni en þeir grönnu, að því er norsk rannsókn hefur sýnt fram á og greint er frá á vefnum Forskning.no . Johan Svartberg gerði rannsókn á um 1. Meira

Fréttir

2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

181 keppti í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda

STÆRÐFRÆÐIKEPPNI fyrir grunnskólanemendur fór fram 18. febrúar og var haldin í samstarfi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Stærðfræðikeppnin var haldin í þremur stigum, keppni fyrir 8., 9. og 10. bekk. Meira
2. mars 2004 | Suðurnes | 86 orð | 1 mynd

200 gestir á sameiginlegum tónleikum

Keflavík | Hátt í 200 manns sótti sameiginlega tónleika tónlistarskólanna fjögurra á Suðurnesjum síðastliðinn laugardag, á degi tónlistarskólanna. Tónleikarnir voru haldnir í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð

28.000 gestir á Matur 2004

UM 28.000 gestir heimsóttu sýninguna Matur 2004 sem haldin var í Fífunni í Kópavogi um síðustu helgi eða 17% fleiri en heimsóttu sýninguna fyrir tveimur árum. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Aktu-taktu styrkir krabbameinssjúka

Veitingastaður Aktu-taktu afhenti nýlega Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna 250.000 kr. sem er hluti af hagnaði flugeldasölu staðarins um síðustu áramót. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Auka þarf fjármagn til kvikmyndagerðar

SETJA þyrfti að lágmarki hálfan milljarð króna í íslenskt leikið efni á ári, umfram það sem nú er gert, ef standa ætti almennilega að íslenskri kvikmyndagerð. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Brotið á mannréttindum skjólstæðinga

Mannréttindi eru brotin á skjólstæðingum heimahjúkrunar með skerðingu á þjónustu. Þetta segir Þórður Jónsson, en hann er bundinn við hjólastól og háður þjónustu heimahjúkrunar daglega. Meira
2. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 75 orð

Brotist inn | Brotist var inn...

Brotist inn | Brotist var inn í Blómahúsið við Hafnarstræti á laugardagsmorgun og við það fór þjófavarnarkerfið í gang. Öryggisvörður frá Securitas og lögreglan komu á staðinn skömmu síðar en þjófurninn var þá á bak og burt. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 210 orð

Brýnt að leiðrétta fjárveitingar til héraðsdómstóla

ÁLYKTUN hefur borist frá félagsfundi í Dómarafélagi Íslands sem haldinn var 23. febrúar sl. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð

Byggt við Stuðla

ÁKVEÐIÐ hefur verið að byggja við húsnæði Stuðla, Meðferðarmiðstöðvar ríkisins fyrir unglinga. Nýja viðbyggingin verður 188 m² að stærð og á verkinu að vera að fullu lokið 1. nóvember í haust. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Dómsmálaráðherra að Kárahnjúkum

BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra skoðaði virkjunarframkvæmdir á Kárahnjúkum fyrir helgi og ræddi þar við stjórnendur og starfsmenn Impregilo og Landsvirkjunar. Meira
2. mars 2004 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Dutroux fyrir rétt

Réttarhöld hófust í gær í borginni Arlon í Belgíu yfir Marc Dutroux, 47 ára gömlum, fyrrverandi rafvirkja, sem sakaður er um að hafa rænt sex stúlkum, nauðgað þeim og myrt fjórar þeirra. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Einelti hefur minnkað í skólanum

MINNA einelti er í grunnskólanum á Blönduósi en áður. Helgi Arnarson, skólastjóri Grunnskólans á Blönduósi, kynnti, á fundi fræðslunefndar Blönduóssbæjar, viðhorfskönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans. Þar kemur m.a. Meira
2. mars 2004 | Austurland | 409 orð | 1 mynd

Fallbætur gætu skipt hundruðum milljóna

Norður-Hérað | Stofnað hefur verið félag landeigenda við Jökulsá á Dal. Er tilgangur þess að gæta hagsmuna og réttar félagsmanna vegna áhrifa Kárahnjúkavirkjunar og tengdra framkvæmda á jarðir, vatnsréttindi og önnur réttindi félagsmanna. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 182 orð

Fallist á Bjarnarflagsvirkjun með skilyrðum

SKIPULAGSSTOFNUN hefur úrskurðað um matsskýrslu Landsvirkjunar vegna 90 MW gufuaflsvirkjunar í Bjarnarflagi í Mývatnssveit og 132 kV raflínu frá virkjuninni að Kröflustöð. Meira
2. mars 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 139 orð | 1 mynd

Fengu hvatningarverðlaun Mosfellsbæjar

Mosfellsbær | Atvinnu- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar veitti á dögunum fyrirtækjunum Mottó og Hlín blómahúsi hvatningarverðlaun fyrir árið 2003. Þetta er í fimmta sinn sem slík viðurkenning er veitt í Mosfellsbæ. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 209 orð

Félagið 60+ stofnað í Hafnarfirði

STOFNFUNDUR 60+ í Hafnarfirði var haldinn sl. laugardaginn. Félagið er fyrir Samfylkingarfólk 60 ára og eldra. Jón Kr. Óskarsson var kjörinn formaður. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Félag í eigu KB banka yfirtekur Nesbúið

FYRIRTÆKIÐ Nesbú - egg, sem er í eigu KB banka, hefur yfirtekið rekstur Nesbúsins, en búið er annar stærsti eggjaframleiðandi landsins. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 114 orð

Fjalla um nýjungar í meðferð á...

Fjalla um nýjungar í meðferð á asthma Asthma- og ofnæmisfélagið og Félag asthma- og ofnæmislækna hafa stofnun Asthma- og ofnæmisskóla. Skólinn verður rekinn í röð fyrirlestra um þessa sjúkdóma. Fyrsti fyrirlesturinn verður á morgun, miðvikudaginn 3. Meira
2. mars 2004 | Erlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Forsætisráðherra tilnefndur

FORSETI Rússlands, Vladímír Pútín, tilnefndi í gær nýjan forsætisráðherra í stað Míkhaíls Kasjanovs sem hann vék úr embætti fyrir skömmu. Nýi ráðherrann er nær óþekktur maður, 53 ára gamall, og heitir Míkhaíl Fradkov. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 148 orð

Framkvæmdir hefjast í sumar

ÁÆTLAÐ er að framkvæmdir við átján hæða skrifstofubyggingu við Smáratorg 3 í Kópavogi geti hafist í sumar og að þeim verði lokið um mitt ár 2006. Háhýsið verður rúmlega 12 þúsund fermetrar að flatarmáli. Jarðhæðin, sem hýsa á verslun og þjónustu, er 4. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 203 orð

Fræðsluerindi um sálfræðileg sjónarmið og aðferðir...

Fræðsluerindi um sálfræðileg sjónarmið og aðferðir við þunglyndi Á vegum Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði verða haldin átta fræðsluerindi um sálfræðileg sjónarmið og aðferðir við þunglyndi. Tvö erindi verða flutt hvert fimmtudagskvöld í mars, kl. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fræðslufundur Foreldrafélags barna með ADHD verður...

Fræðslufundur Foreldrafélags barna með ADHD verður haldinn í dag, þriðjudaginn 2. mars, kl. 20 í Safnaðarheimili Háteigskirkju, gengið inn frá bílastæðinu. Fyrirlesari er Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og forstöðumaður Stuðla. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 240 orð

Færsla Hringbrautar boðin út

VEGAGERÐIN og Reykjavíkurborg hafa auglýst útboð á færslu Hringbrautar, sem á að fara fram 30. mars næstkomandi þegar frestur rennur út fyrir verktaka að skila inn tilboði. Frá þessu var m.a. greint á vef Vegagerðarinnar í gær. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Grisjun boðin út í fyrsta sinn á Íslandi

SKÓGRÆKT ríkisins á Hallormsstað hefur auglýst eftir tilboðum í grisjun á 3,7 hektara lerkiskógi á Fljótsdalshéraði og er þetta í fyrsta sinn sem grisjun skógar er boðin út hér á landi. Meira
2. mars 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 69 orð | 2 myndir

Hattaballið sívinsælt hjá heldri borgurum

Grund | Heimilisfólk á Grund gerði sér glaðan dag á öskudaginn og hélt Hattaball. Meira
2. mars 2004 | Landsbyggðin | 184 orð | 1 mynd

Háskólinn á Hólum verðlaunaður

Hólar | Stjórn Atvinnuþróunarfélags Norðurlands vestra veitti Hólaskóla, háskólanum á Hólum hvatningarverðlaun ársins 2003. Afhending verðlaunanna fór fram á Hólum hinn 27. febrúar. Meira
2. mars 2004 | Suðurnes | 75 orð

Hávaði og hraðakstur | Ýmis mál...

Hávaði og hraðakstur | Ýmis mál komu til kasta lögreglunnar í Keflavík um helgina, að því er fram kemur á vef embættisins. Meira
2. mars 2004 | Erlendar fréttir | 180 orð

Hefnd fyrir ástvinamissinn

YFIRVÖLD í Sviss skýrðu frá því um helgina, að maðurinn, sem handtekinn hefur verið fyrir morðið á flugumferðarstjóranum Peter Nielsen, héti Vítalí Kalojev, 48 ára gamall Rússi og arkitekt að mennt. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Hefur slæm áhrif á framtíðarmöguleika heyrnarlausra

SIGURLÍN Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn, segir harkalega vegið að ungri námsgrein verði kennslu í táknmálstúlkun hætt hér á landi í haust, en það er ein af þeim aðhaldsaðgerðum sem ákveðið hefur verið að grípa til innan... Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hleranir og hægðir

Einar Kolbeinsson heyrði fregnar af því að hafin væri leit að þjóð sem ekki hefði hlerað símann hjá Kofi Annan. Það vakti smáþanka: Fráleitt virðast fylgja tíma, fornar rekja slóðirnar, nota ennþá "sveitasíma", Sameinuðu þjóðirnar. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

Íbúaþing

Fyrirhugað er að halda íbúaþing í Súðavík 14. mars nk. Meira
2. mars 2004 | Erlendar fréttir | 847 orð | 1 mynd

Íraskar konur í kapphlaupi við tímann

HVER ræðumaðurinn á fætur öðrum fer upp í púlt og talar. Alls tekur gríðarlega fjölmennur kvennafundurinn meira en sjö tíma þar sem þátttakendur krefjast frelsis, lýðræðis og jafnréttis. Hins vegar fæst engin niðurstaða. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð

Kjaradeilu verslunarmanna vísað til sáttasemjara

SAMNINGANEFNDIR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Landssambands íslensks verslunarfólks hafa vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Meira
2. mars 2004 | Landsbyggðin | 329 orð | 1 mynd

Kúabændur margverðlaunaðir á aðalfundi

Fljót | Aðalfundur Félags kúabænda í Skagafirði var haldinn í þessari viku. Meira
2. mars 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 158 orð | 2 myndir

Lásu úr Hringadróttinssögu í sólarhring

Grafarvogur | Krakkarnir í 10. bekk í Rimaskóla enduðu lestrarátak í skólanum með stæl og héldu lestrarmaraþon um síðustu helgi þar sem þau lásu upp úr Hringadróttinssögu í heilan sólarhring. Lesturinn hófst kl. 13 á laugardegi og stóð til kl. 13. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 39 orð

LEIÐRÉTT

Þau mistök urðu við frágang krossgátunnar í Tímariti Morgunblaðsins á sunnudaginn að skýring númer 24 féll niður. Hún á að vera: Líki huskar konungur (8). Ennfremur átti skýring merkt 24 að vera númer 26. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum... Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Litla Gunna og litli Jón

Laxamýri | Litla kvæðið um litlu hjónin vakti mikla hrifningu fjölmargra gesta í félagsheimilinu í Ýdölum fyrir skömmu, þegar nemendur fyrsta og annars bekkjar Hafralækjarskóla í Aðaldal sungu og léku á sviðinu í tilheyrandi búningum og að sjálfsögðu... Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Lítil börn í stórri skóflu

FYRIRTÆKIÐ Kraftvélar í Kópavogi bauð leikskólabörnum í heimsókn og skemmtu þau litlu sér við að skoða tröllvaxnar vinnuvélar fyrirtækisins. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 125 orð

Lokun endurhæfingardeildar mótmælt

STJÓRN Félags CP á Íslandi mótmælir fyrirhugaðri lokun endurhæfingardeildar í Kópavogi og skorar á stjórn Landsspítala - háskólasjúkrahúss að endurskoða áform sín nú þegar. Meira
2. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 105 orð | 1 mynd

Lögfræðitorg | Ágúst Þór Árnason flytur...

Lögfræðitorg | Ágúst Þór Árnason flytur í dag fyrirlestur á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri. Fyrirlesturinn ber heitið Stjórnarskrá: Stjórnmál eða lögfræði , og hefst kl. 16.30 í stofu 24 í Þingvallastræti 23. Meira
2. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 60 orð

Mat í leikskólastarfi | Kristín Dýrfjörð,...

Mat í leikskólastarfi | Kristín Dýrfjörð, lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri, flytur erindi á fræðslufundi á vegum Skólaþróunarsviðs deildarinnar í dag, þriðjudaginn 2. mars, í Þingvallastræti 23. Hann nefnist: Ytra mat í leikskólastarfi. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 249 orð

Málefni aldraðra verði flutt til félagsmálaráðuneytis

Á AÐALFUNDI Félags eldri borgara sem haldinn var sl. laugardag var samþykkt ályktun þess efnis að ellilífeyrir (grunnlífeyrir) hækki til samræmis við þróun almennrar launavísitölu og frítekjumark almannatrygginga verði leiðrétt í samræmi við launaþróun. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 697 orð | 1 mynd

Meðferðarhugtakið krufið

Drífa Kristjánsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík, tók próf frá Verslunarskólanum 1970 og kennarapróf 1973. Hóf störf á Unglingaheimili ríkisins sem var fyrsta íslenska meðferðarstofnunin fyrir ungmenni þegar það var stofnað 1972. Er gift Ólafi Einarssyni og eiga þau þrjú börn, tvo stráka og eina stelpu á aldrinum 18-25 ára. Þau stofnuðu Meðferðarheimilið Torfastöðum árið 1979. Meira
2. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 302 orð | 1 mynd

Mér hefur alltaf líkað vel

Þetta er ágætt starf fyrir þá sem það hentar, en vissulega hentar það ekki öllum. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 435 orð

Mikið ber í milli í kjaradeilunni

AÐALSAMNINGANEFNDIR Samtaka atvinnulífsins, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsfélaganna komu saman hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi í gær. Á fundinum átti að leita leiða til samkomulags um almennar launahækkanir næstu samninga, lífeyrismál o.fl. Meira
2. mars 2004 | Suðurnes | 132 orð | 1 mynd

Nú er það svart

Reykjanesbær | Nú er það svart - afrískir sálmar í Ameríku, er yfirskrift hádegistónleika sem haldnir verða í dag klukkan 12.15 í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum í Keflavík. Davíð Ólafsson syngur negrasálma. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 370 orð

Orkustofnun segir raforkuverð hækka um allt að 2,5%

ORKUSTOFNUN telur að ekki sé tilefni til almennra hækkana á raforkuverði vegna nýrra raforkulaga og tillagna 19 manna nefndarinnar svonefndu um dreifingu og flutning raforku um landið. Meira
2. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Óhöpp í umferðinni | Sex umferðaróhöpp...

Óhöpp í umferðinni | Sex umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina. Engin slys á fólki urðu í þeim óhöppum en nokkurt eignatjón. Lögreglan hafði afskipti af fjölda ökumanna fyrir ýmis umferðarlagabrot. Sex voru m.a. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 438 orð

Ríkið leggi afrakstur einkavæðingar inn í lífeyrissjóðina

AÐILDARSAMTÖK ASÍ hafa lagt fram kröfur á hendur stjórnvöldum og atvinnurekendum um jöfnun lífeyrisréttinda í tengslum við gerð næstu kjarasamninga. Meira
2. mars 2004 | Erlendar fréttir | 853 orð | 2 myndir

Sagður hafa orðið háður völdunum og auðsöfnun

Jean-Bertrand Aristide er sakaður um að hafa snúið baki við fátæka fólkinu sem kom honum til valda og orðið eins og einræðisherrarnir sem hann barðist gegn. Meira
2. mars 2004 | Erlendar fréttir | 259 orð

Samkomulag um stjórnarskrá í Írak

FULLTRÚAR í íraska framkvæmdaráðinu náðu í gær samkomulagi um bráðabirgðastjórnarskrá og er stefnt að því að undirrita hana á morgun. Erfiðustu málin voru staða íslams, sjálfstjórn Kúrda og þátttaka kvenna í íröskum stjórnmálum. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Sérsveitarmönnum fjölgað úr 21 í 50

BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra boðar umtalsverða fjölgun í sérsveit lögreglunnar á næstu árum, eða úr 21 liðsmanni í 50. Meira
2. mars 2004 | Miðopna | 1385 orð | 1 mynd

Sínum augum lítur hver á RÚV-silfrið

UNDANFARNA daga hafa nokkrir talsmenn íslenzkra kvikmyndagerðarmanna gengið fram fyrir skjöldu í fjölmiðlum og hnjóðað í Ríkisútvarpið fyrir "innkaupastopp" á verk sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarmanna út þetta ár. Meira
2. mars 2004 | Landsbyggðin | 168 orð | 1 mynd

Sjóslysanefnd fær heimsókn skipsstjórnarnema

Stykkishólmur | Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur starfað í Stykkishólmi frá 2001 og hefur nefndin aðsetur í flugstöðinni. Starfsmenn nefndarinnar eru tveir. Um helgina komu nemar úr Stýrimannaskólanum í heimsókn til að kynna sér starfsemi sjóslysanefndar. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 485 orð | 1 mynd

Skemmdarverk og þjófnaðir meðal verkefna

UM helgina var tilkynnt um 6 innbrot, 20 þjófnaði og 16 skemmdarverk til lögreglunnar í Reykjavík. Þá var karlmaður handtekinn aðfaranótt laugardags eftir að hafa ógnað fólki með afsagaðri tvíhleyptri haglabyssu. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Skólavinir í Hveragerði

Regnbogabörn hafa, í samstarfi við Hagkaup, boðið skólum landsins úlpur að gjöf sem á er letrað skólavinur. Grunnskólinn í Hveragerði var einn þeirra skóla sem þáðu þessa gjöf. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 40 orð

Skúmurinn kominn

Skúmurinn er kominn. Björn Arnarson á Höfn sá tvo skúma við Jökulsá á Breiðamerkursamdi síðastliðinn laugardag, að því er fram kemur á samfélagsvef Hornafjarðar. Í fyrra sá Hálfdán Björnsson á Kvískerjum fyrsta skúminn 16. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 302 orð | 2 myndir

Skylt að fara gaumgæfilega yfir málið

MENNTAMÁLARÁÐHERRA telur að sér beri skylda til að fara gaumgæfilega yfir ákvörðun Háskóla Íslands um að kenna ekki táknmálstúlkun frá næsta hausti af sparnaðarástæðum og skoða hvort og hvernig náminu verði komið fyrir hvort sem það verði innan Háskólans... Meira
2. mars 2004 | Erlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

Sótt að umbótaáformum Schröders

ÞÝZKIR jafnaðarmenn sleiktu sárin í gær eftir að flokkur þeirra, SPD, galt afhroð í kosningum til héraðsþings Hamborgar á sunnudag. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Sprengigrjót nýtt til listsköpunar

LISTAMENN sækja sér víða efnivið og hráefni í sköpun sína og oft gefa stórframkvæmdir tækifæri til að næla sér í gæðaefni til að móta sýn sína í. Meira
2. mars 2004 | Akureyri og nágrenni | 440 orð | 1 mynd

Stefnan sett á tvöfaldan sigur á Íslandsmótinu

KA-MENN hafa ástæðu til að brosa breitt þessa dagana eftir að handknattleikslið félagsins í meistara- og 2. flokki urðu bikarmeistarar um helgina. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 720 orð

Sterk tengsl milli hlutabréfa og erlendra lána

GENGI krónunnar getur lækkað snögglega um leið og hlutabréfaverð lækkar. Meira
2. mars 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 141 orð | 1 mynd

Stígurinn ekki lagaður fyrr en í apríl

Vesturbær | Stígurinn við Eiðsgranda er enn illa farinn eftir óveður á aðfangadag á síðasta ári, þó starfsmenn gatnamálastjóra hafi grófhreinsað hann. Ekki stendur til að laga svæðið að fullu fyrr en vorar. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Stórmót Hróksins hafið

ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri lék fyrsta leiknum fyrir Júlíu Rós Hafþórsdóttur gegn Regínu Pokornu í Stórmóti Hróksins og Fjölnis sem hófst í Rimaskóla í gær. Mótið er atskákmót með 25 mínútna umhugsunartíma. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 154 orð

Sveiflur á fylgi stjórnmálaflokkanna

FYLGI Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks hefur dalað að undanförnu skv. nýrri könnun Þjóðarpúls Gallup á fylgi flokkanna og hefur fylgi Samfylkingarinnar ekki mælst minna það sem af er þessu kjörtímabili. Meira
2. mars 2004 | Erlendar fréttir | 200 orð

Tamílar hóta aðskilnaði

TALSMENN hófsamra Tamíla sögðu í gær, að ef sú ríkisstjórn, sem tekur við að loknum kosningunum á Sri Lanka í apríl, tæki ekki aftur upp friðarviðræður við Tamílsku tígrana myndu þeir lýsa yfir sjálfstæði hins tamílska hluta landsins. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 706 orð

Telja störfum sínum sýnd vanvirða

FYRRVERANDI starfsmenn, alls 13 hjúkrunarfræðingar og 27 sjúkraliðar, telja að forsvarsmenn Heilsugæslunnar í Reykjavík hafi sýnt störfum þeirra vanvirðu og líta svo á að þeim hafi verið sagt upp störfum. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 288 orð

Torvelt að taka upp málið

TORVELT er fyrir íslensk stjórnvöld að taka upp mál gagnvart Þorsteini EA vegna brottkasts á síld í fiskverndarsvæðinu á Svalbarða að því er fram kom í svari Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn frá Magnúsi Hafsteinssyni, þingmanni... Meira
2. mars 2004 | Suðurnes | 177 orð

Tólf hælisleitendur á mánuði

Reykjanesbær | Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar hefur tekið á móti tólf hælisleitendum á þeim mánuði sem liðinn er frá því bærinn tók yfir þjónustu við flóttamenn samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Meira
2. mars 2004 | Miðopna | 1831 orð | 1 mynd

Tvíæring eða ekki

Málþing um myndlist var haldið í Listasafni Reykjavíkur á sunnudag. Meira
2. mars 2004 | Austurland | 58 orð | 1 mynd

Töskukrabbi í trollinu

Seyðisfjörður | Þessi myndarlegi og rjóði töskukrabbi kom upp með trollinu á Gullveri NS12 á Seyðisfirði um daginn. Daníel Vest, stýrimaður á Gullverinu, tók krabbann til handargagns og sagðist aldrei nokkurn tímann hafa séð svo stóran krabba fyrr. Meira
2. mars 2004 | Suðurnes | 276 orð

Unnið að innleiðingu fjölskyldustefnu bæjarins

Reykjanesbær | Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar er að setja af stað nokkur verkefni til að fylgja eftir samþykkt bæjarstjórnar á fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 320 orð

Úr bæjarlífinu

Flestir fara í sumarbústað upp í Borgarfjörð eða austur fyrir fjall. Fáum hefur dottið í hug að skreppa í bústað á Suðurnesin. En tímarnir breytast og mennirnir með. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Útför Svövu Jakobsdóttur

ÚTFÖR Svövu Jakobsdóttur, rithöfundar og fyrrverandi alþingismanns, fór fram frá Hallgrímskirkju í gær. Svava andaðist á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi laugardaginn 21. febrúar síðastliðinn. Meira
2. mars 2004 | Erlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Van Gogh yfir Sydney

Þrjátíu metra hár loftbelgur í líki málarans Vicent van Gogh svífur hér yfir Sydney í Ástralíu. Stýra honum landar listamannsins, Hollendingar, sem ætla að taka þátt í árlegri loftbelgjahátíð í Canberra 6. til 15. þ.... Meira
2. mars 2004 | Landsbyggðin | 144 orð | 1 mynd

Verið að leggja senurnar

Borgarnes | Æfingar standa nú yfir af fullum þunga á leikritinu Gúmmí Tarsan í félagsmiðstöðinni Óðali í Borgarnesi. Meira
2. mars 2004 | Landsbyggðin | 112 orð

Vilja efla rannsóknir

Hvammstangi | Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra - SSNV auglýstu fyrir skömmu eftir umsóknum um náms- og rannsóknarstyrk að upphæð allt að kr. 600.000. Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 277 orð

Vinnan dregst fram undir lok mánaðarins

GREINILEGT er að vinna nefndar um eignarhald á fjölmiðlum kemur til með að dragast eitthvað fram undir lok þessa mánaðar, að því er fram kom í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvað liði... Meira
2. mars 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Þjóðvegur nr. 1 verði lagður um Þverárfjall

GERA á samanburð á bestu kostum á legu þjóðvegar nr. 1 um Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjörð og skýrsla þar að lútandi á að liggja fyrir á hausti komanda, samkvæmt þingsályktunartillögu sex þingmanna stjórnarandstöðunnnar á Alþingi. Meira
2. mars 2004 | Suðurnes | 30 orð

Ættfræði | Félagar í Ættfræðifélaginu hittast...

Ættfræði | Félagar í Ættfræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar í kvöld, þriðjudag, klukkan 20. Allt áhugafólk um ættfræði er velkomið, segir í fréttatilkynningu frá Bókasafninu. Nánari upplýsingar veitir Einar... Meira

Ritstjórnargreinar

2. mars 2004 | Leiðarar | 412 orð

Á hvaða leið er Pútín?

Rússar munu á næstunni kjósa forseta til næstu ára og yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að Pútín, núverandi forseti,verði endurkjörinn. En jafnframt spyrja Vesturlandabúar sig oftar og oftar á hvaða leið Pútín sé. Meira
2. mars 2004 | Staksteinar | 323 orð

- Eignarhald á fjölmiðlum

Davíð Oddsson forsætisráðherra fjallaði um eignarhald á fjölmiðlum í gestapistli á vefritinu Tíkinni um liðna helgi. Davíð sagði fjölmiðlamarkaðinn lúta sérstökum lögmálum. Meira
2. mars 2004 | Leiðarar | 437 orð

Uppreisn á Haítí

Upplausn ríkir á Haítí og í gær komu til landsins bandarískir og franskir hermenn í því skyni að stilla til friðar. Forseti landsins, Jean Bertrand Aristide, fór frá Haítí á sunnudag og kom í gær til Mið-Afríkulýðveldisins. Meira

Menning

2. mars 2004 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Af listum

Fjölbreytt dagskrá er að vanda í menningarþættinum Mósaík í kvöld. Hljómsveitin Miðnes flytur lagið "Sprengi kl. 3.00". Árni Bergmann ræðir við georgíska rithöfundinn Boris Akúnin, sem heitir réttu nafni Gregorí Tsjkhartísvílí. Meira
2. mars 2004 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Árlegir vortónleikar Fóstbræðra

KARLAKÓRINN Fóstbræður efnir til árlegra vortónleika sinna í Langholtskirkju í kvöld og annað kvöld kl. 20 og á laugardag kl. 16. Á tónleikunum mun kórinn m.a. Meira
2. mars 2004 | Fólk í fréttum | 268 orð | 1 mynd

Brjálað barnalán

Leikstjórn: Shawn Levy. Handrit: Frank og Ernestine Gilbreth. Kvikmyndataka: Jonathan Brown. Aðalhlutverk: Steve Martin, Bonnie Hunt, Piper Perabo, Tom Welling, Hilary Duff, Ashton Kutcher og fl. 98 mín. BNA 2003. Meira
2. mars 2004 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

Coppola sigursæl

GAMANMYNDIN Glötuð þýðing (Lost in Translation) sópaði að sér verðlaunum á Independent Spirit Awards- kvikmyndahátíðinni í Los Angeles í Bandaríkjunum en þar eru verðlaunaðar myndir í flokki þeirra sem ekki eru fjármagnaðar í hinu hefðbundna kerfi stóru... Meira
2. mars 2004 | Tónlist | 1068 orð | 1 mynd

Drottning gamanóperanna

Mozart: Brúðkaup Fígarós K492. Söngrit: Lorenzo da Ponte. Meira
2. mars 2004 | Fólk í fréttum | 270 orð | 3 myndir

FÓLK Í fréttum

GAMLA rjómasúkkulaðið hann Peter Andre er aftur að slá í gegn. Hann er kominn á topp breska vinsældalistans með endurútgáfu á laginu "Mysterious Girl" sem hann gerði fyrst vinsælt 1996 og breska pressan er útötuð í umfjöllun um gaurinn. Meira
2. mars 2004 | Fólk í fréttum | 645 orð | 5 myndir

Hilmir sneri heim með ellefu styttur

ELLEFU tilnefningar. Ellefu sigrar. Fullt hús. Meira
2. mars 2004 | Fólk í fréttum | 261 orð | 9 myndir

Ljóst yfirbragð

AÐ þessu sinni réðu ljósir kjólar ríkjum á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Meira
2. mars 2004 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

...lokauppgjöri

LOKAÞÁTTURINN í bresku spennuþáttaröðinni frá BBC, Svikráðum ( State of Play ) er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Þættirnir eru með þeim mest spennandi sem hafa verið á skjánum í lengri tíma og vonandi verða fleiri slíkir á dagskrá áður en langt um... Meira
2. mars 2004 | Menningarlíf | 95 orð

Norræna húsið kl.

Norræna húsið kl. 12:05 Valur Ingimundarson sagnfræðingur heldur erindi í fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, "Hvað er (um)heimur?" Erindið nefnist "Nýju stríðin". Aðgangur er ókeypis. Meira
2. mars 2004 | Menningarlíf | 719 orð | 1 mynd

Ótrúleg ófyrirleitni

Á Tíbrár-tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20 leika Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og ástralski píanóleikarinn Geoffrey Douglas Madge verk eftir Rudolf Escher, Edison Denisov, Johann Sebastian Bach, Ferruccio Busoni og Pierre Boulez. Meira
2. mars 2004 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

Pétur Magnússon handhafi Ullarvettlinganna

MYNDLISTARVERÐLAUN Myndlistarakademíu Íslands, Ullarvettlingarnir, féllu að þessu sinni Pétri Magnússyni í skaut. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Næsta bar á dögunum. Í fréttatilkynningu frá Myndlistarakademíunni segir m.a. Meira
2. mars 2004 | Fólk í fréttum | 349 orð | 2 myndir

Píslarsagan langvinsælust

KVIKMYNDIN Píslarsaga Krists (The Passion of the Christ) í leikstjórn Mels Gibsons var langmest sótta mynd helgarinnar. Meira
2. mars 2004 | Menningarlíf | 228 orð | 1 mynd

Sakamálasaga

Villibirta nefnist sakamálasaga eftir sænska rithöfundinn Lizu Marklund í þýðingu Önnu Ingólfsdóttur . Bókin heitir Prime time á frummálinu. Meira
2. mars 2004 | Menningarlíf | 891 orð | 1 mynd

Sálarinnar næring - lífsins elexír!

Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Sviðsmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Kári Gíslason. Flytjendur tónlistar: Rússíbanar: Guðni Franzon, Jón Skuggi, Kristinn H. Árnason, Matthías M.D. Hemstock, Tatu Kantomaa. Meira
2. mars 2004 | Menningarlíf | 122 orð

Slagverk á háskólatónleikum

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, leika slagverksleikararnir Frank Aarnink og Steef van Oosterhout verk eftir Ton de Leeuw og Astor Piazzolla. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30. Aðgangseyrir er 500 kr. Meira
2. mars 2004 | Fólk í fréttum | 296 orð | 1 mynd

Yfirburðasigur Lopez og Afflecks

ÞÓTT sambandi þeirra Bens Afflecks og Jennifer Lopez sé formlega lokið kom það ekki í veg fyrir að þau kæmu, sæju og sigruðu á verðlaunahátíð Gullna hindbersins , óopinberri skammarverðlaunahátíð Hollywoodmyndanna sem haldin var á laugardag. Meira

Umræðan

2. mars 2004 | Aðsent efni | 745 orð | 1 mynd

Aðgengi að hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða

Röskleg uppbygging á heimaþjónustu og hjúkrunarheimilum myndi skila umtalsverðri hagræðingu... Meira
2. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 342 orð | 1 mynd

Ástand í heimahjúkrun ÉG vil mótmæla...

Ástand í heimahjúkrun ÉG vil mótmæla því ástandi sem hefur skapast í málum heimahjúkrunar. Ég vil skora á stjórnvöld og þriggja manna nefnd að leysa deiluna um heimahjúkrun. Einnig vil ég skora á aðra að láta í sér heyra og sýna samstöðu í þessu máli. Meira
2. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 164 orð

Gullfoss og vatnsgjárnar við Þingvöll

SÚ prýðilega hugmynd hefur komið upp að lýsa Gullfoss í skammdeginu. Kösturum yrði komið fyrir í felum í gljúfrinu sunnan eða vestan við fossinn og ljósgeislum beint að honum. Meira
2. mars 2004 | Aðsent efni | 949 orð | 1 mynd

Hvar eru konurnar í tölvunarfræðinni?

...þrátt fyrir að konur séu rúm 60% nema í háskólum og sérskólum þá hefur þeim fækkað umtalsvert undanfarin ár í tölvunarfræði. Meira
2. mars 2004 | Aðsent efni | 400 orð | 1 mynd

Óvirkur sjúklingur nær ekki bata

Nú hef ég tögl og hagldir á bataferlinu og hef kvatt óvirknina. Meira
2. mars 2004 | Aðsent efni | 492 orð | 1 mynd

Rétt skal vera rétt

Sá tími mun koma - þegar nýir menn hafa tekið við og hagsmunir úr sögunni - að málið verður kortlagt. Meira
2. mars 2004 | Aðsent efni | 557 orð | 1 mynd

Samfylkingin í Kópavogi

Sem sagt bæði með og á móti sem því miður er einkennandi fyrir Samfylkinguna ... Meira
2. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 594 orð

Síminn býður allt á sama stað

SÍMINN býður nýjan samkeppnisaðila, Margmiðlun, velkominn á markað en í vikunni sem leið hóf Margmiðlun að bjóða talsímaþjónustu. Meira
2. mars 2004 | Aðsent efni | 313 orð | 1 mynd

Tannheilsugæsla

Á Norðurlöndum sjá tannfræðingar meðal annars um fræðslu fyrir hjúkrunarfólk... Meira

Minningargreinar

2. mars 2004 | Minningargreinar | 931 orð | 1 mynd

GUÐRÚN JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR

Guðrún Jóhanna Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1920. Hún lést á líknardeild Landspítala á Landakoti 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Jóhannesdóttir, f. 29.1. 1896, d. 9.11. 1964, og Jóhannes Grímsson, f. 17.1. 1890,... Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2004 | Minningargreinar | 51 orð

Júlíus Júlíusson

Elsku afi Júlli. Nú hefur þú kvatt okkur, en minningin um góðan og yndislegan afa lifir endalaust. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2004 | Minningargreinar | 2506 orð | 1 mynd

JÚLÍUS JÚLÍUSSON

Júlíus Júlíusson fæddist í Hafnarfirði 18. janúar 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Sigurðsson. f. 5.7. 1880, d. 29.9. 1911, og Theodóra Níelsdóttir, f. 23.8. 1891, d. 12.1. 1944. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2004 | Minningargreinar | 1623 orð | 1 mynd

MARGRÉT ÞÓRA SÆMUNDSDÓTTIR

Margrét Þóra Sæmundsdóttir fæddist í Reykjavík 21. janúar 1959. Hún lést af slysförum föstudaginn 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Elín Þorsteinsdóttir, skrifstofukona, f. 28. ágúst 1926, og Sæmundur Nikulásson, rafvirki, f. 21. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2004 | Minningargreinar | 1901 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR THEODÓRA ÁRNADÓTTIR

Sigríður Theodóra Árnadóttir fæddist í Snjallsteinshöfðahjáleigu (nú Árbakki) í Landsveit 18. mars 1926. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Loftsdóttir, f. 27.1. 1899, d. 12.8. Meira  Kaupa minningabók
2. mars 2004 | Minningargreinar | 1224 orð | 1 mynd

ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON

Þórður Guðmundsson fæddist á Kleifum á Selströnd í Steingrímsfirði 16. febrúar 1913. Hann andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti laugardaginn 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans vóru Guðmundur Þórðarson bóndi á Kleifum, f. 13. nóv. 1874, d.... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 53 orð

6,6% lækkun á gengi

HLUTABRÉF Pharmaco lækkuðu um 6,6% í viðskiptum gærdagsins og lokagengi var 45. Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,1% í gær. Frá áramótum hefur gengi Pharmaco hækkað um 7,4%, en Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 21,8% á sama tímabili. Meira
2. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 237 orð | 1 mynd

Hagnaður Síldarvinnslunnar 429 milljónir

SÍLDARVINNSLAN hf. var rekin með 429 milljóna króna hagnaði á árinu 2003. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, er 1.980 milljónir króna eða 22% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri nam 1. Meira
2. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Minni verðbólga á Íslandi en á evrusvæðinu

SAMRÆMD vísitala neysluverðs lækkaði um 0,2% á Íslandi frá desember til janúar sl. en um 0,3% í EES-ríkjunum. Meira
2. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 1058 orð | 1 mynd

Veruleg hætta á ójafnræði meðal fjárfesta

KAUPHÖLL Íslands hefur sett hlutabréf Pharmaco á athugunarlista til að vekja sérstaka athygli fjárfesta á því að hún telji "verulega hættu á að ójafnræði hafi eða geti skapast meðal fjárfesta í tengslum við viðræður Pharmaco við þriðja aðila um kaup... Meira
2. mars 2004 | Viðskiptafréttir | 112 orð | 1 mynd

Ölgerðin fær viðurkenningu fyrir rafræn viðskipti

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti á föstudag Ásgeiri Jónssyni, vörustjóra Ölgerðar Egils Skallagrímssonar hf. Meira

Fastir þættir

2. mars 2004 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 2. mars, er sjötug Lillian Anne-Lise Guðmundsdóttir, Dalbraut 16, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar, Þorvarður Guðmundsson, verða að heiman á... Meira
2. mars 2004 | Í dag | 780 orð

Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa...

Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Meira
2. mars 2004 | Fastir þættir | 275 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Kanadamenn komust í 8-liða úrslit NEC-mótsins í Japan, en lágu fyrir Englendingum í fyrsta útsláttarleiknum. Meira
2. mars 2004 | Fastir þættir | 593 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Lokaumferðin í aðalsveitakeppninni var spiluð 26. febrúar sl. Úrslit urðu þessi: Brynjólfur og fél. - Gísli Þ. og félagar 20-10 Gísli H. og félagar - Guðjón og fél. Meira
2. mars 2004 | Í dag | 179 orð | 1 mynd

Geisli og foreldramorgnar í Selfosskirkju

FUNDUR hjá Geisla, sem eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður haldinn þriðjudaginn 2. mars kl. 20 í safnaðarheimili Selfosskirkju, efri hæð. Meira
2. mars 2004 | Dagbók | 497 orð

(Ok. 15, 1.)

Í dag er þriðjudagur 2. mars, 62. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. Meira
2. mars 2004 | Fastir þættir | 191 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. e3 e6 4. Bd3 c5 5. b3 b6 6. Bb2 Bd6 7. 0-0 0-0 8. Rbd2 Bb7 9. De2 Re4 10. c4 Rd7 11. Hac1 Hc8 12. Bb1 f5 13. Re5 Rdf6 14. f3 Rxd2 15. Dxd2 De7 16. Hfe1 Hfd8 17. Df2 Hc7 18. Dh4 De8 19. cxd5 Rxd5 20. e4 Be7 21. Dg3 fxe4 22. Meira
2. mars 2004 | Fastir þættir | 395 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Svínasúpan, nýi íslenski gamanþátturinn á Stöð 2, er misheppnaður, að mati Víkverja. Skýringin er einföld: Hann er ekki nægilega fyndinn. Meira
2. mars 2004 | Viðhorf | 816 orð

Þessi Dani er dóni

Þó að það þurfi ekki stóra þjóð til að skapa stórt skáld getur ein bók hýst margar þjóðir. Meira
2. mars 2004 | Dagbók | 76 orð

ÞORBJÖRN KÓLKA

Á áttæringi einn hann reri, ávallt sat á dýpstu miðum. Seggur hafði ei segl á kneri, seigum treysti hann axlaliðum. Enginn fleytu ýtti úr sandi, ef að Þorbjörn sat í landi. Meira

Íþróttir

2. mars 2004 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

* AUÐUR Jóna Guðmundsdóttir, fimleikakona úr...

* AUÐUR Jóna Guðmundsdóttir, fimleikakona úr Gróttu, var á meðal keppenda á bikarmótinu á laugardag. Það þykir með tíðindum sæta þar sem hún hryggbrotnaði við æfingar á tvíslá á sama móti fyrir ári. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 384 orð | 1 mynd

Erum undir launaþakinu

GISSUR Tryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, gat vart leynt ánægju sinni eftir að liðið hafði tryggt sér efsta sætið í Intersport-deildinni árið 2004 sl. sunnudag. Gissur hefur verið formaður deildarinnar undanfarin 5 ár og man tímana tvenna í rekstri deildarinnar. Það eina sem skyggði á gleði formannsins er sú umræða að félagið sé að greiða leikmönnum liðsins of mikið í laun miðað við launaþakið sem setta var á laggirnar sl. sumar. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Frábær umgjörð

UMGJÖRÐ íþróttakappleikja á Íslandi hefur breyst til hins betra á undanförnum árum og má með sanni segja að "Hólmarar" séu í efsta sæti á því sviði, líkt og í deildarkeppninni. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 218 orð | 3 myndir

Gerpla og Grótta bikarmeistarar

GERPLA og Grótta urðu á laugardag bikarmeistarar í frjálsum æfingum karla og kvenna í fimleikum. Mótið fór fram í íþróttahúsi Bjarkar í Hafnarfirði og er liðakeppni en einnig fór fram einstaklingskeppni samhliða á svokölluðu Þorramóti. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Guðjón óhress með lánsmanninn

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Barnsley, var ekki sérlega ánægður með Isaiah Rankin, leikmann úr sínum röðum, sem skoraði fyrir Grimsby gegn Barnsley í ensku 2. deildinni á laugardaginn. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 99 orð

KR með tilboð frá Stabæk

KR-ingum barst í gær tilboð frá norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk í Veigar Pál Gunnarsson en eins og fram hefur komið hefur Veigar gert munnlegt samkomulag við Stabæk um að gera við félagið þriggja ára samning. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 199 orð | 1 mynd

Líkur á því að Markús fari til Düsseldorf

ALLNOKKRAR líkur eru fyrir því að handknattleiksmaðurinn Markús Máni Michalesson Maute, úr Val, gangi til liðs við þýska handknattleiksliðið HSG Düsseldorf. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 130 orð

Ólafur í hópi þeirra bestu

Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, leikmaður Ciudad Real á Spáni og síðast en ekki síst íþróttamaður ársins hér á landi 2002 og 2003, er einn þeirra tíu handknattleiksmanna sem koma til álita þegar Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF,... Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 713 orð | 1 mynd

"Engin pressa á okkur"

"VIÐ erum að safna skeggi til þess að sjá hvernig Hafþór Gunnarsson muni líta út með rautt alskegg," segir Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, er hann var inntur eftir myndarlegu skeggi sem nokkrir leikmenn liðsins hafa safnað frá því byrjun... Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 399 orð | 1 mynd

"Erum ekki orðnir saddir"

ÉG vissi að ég myndi eiga góða daga í lok febrúar hér í Stykkishólmi en ég hafði ekki leitt hugann að því að við myndum fagna deildarmeistaratitli á þessum tíma ársins. Við settum markið á eitt af fjóru efstu sætunum og þetta kemur því flestum á óvart," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, en hann er á þriðja ári sínu sem þjálfari og hætti að leika með liðinu árið 2002 er liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild á ný. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd

"Markið er sett hátt"

KÖRFUKNATTLEIKUR á sér langa sögu í Stykkishólmi og þaðan hafa komið margir þekktir körfuknattleiksmenn og konur á undanförnum árum. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 342 orð | 1 mynd

"Við erum stuðningsmenn"

HJÓNIN Ólöf Ólafsdóttir og Klemens Svenning Antoniussen hafa fylgt körfuknattleiksliði Snæfells í heimabæ sínum í gegnum súrt og sætt á undanförnum og "Olla Klemm" er þekkt fyrir að láta vel í sér heyra á áhorfendapöllunum í Hólminum. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 152 orð

Rúnar verður á ferð og flugi

RÚNAR Alexandersson, fimleikamaður úr Gerplu, verður á faraldsfæti á næstunni en mikil mótatörn er framundan hjá honum á erlendum vettvangi. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 171 orð

Schulte með tilboð frá Eyjamönnum

MARK Schulte, bandaríski knattspyrnumaðurinn sem hefur verið til reynslu hjá ÍBV undanfarna daga, hélt til síns heima í gær með tilboð frá Eyjamönnum upp á vasann. Schulte dvaldi hjá þeim í sex daga og lék með þeim æfingaleik gegn Val á laugardaginn. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 177 orð

Skin og skúrir

SNÆFELL lék í fyrsta sinn í úrvalsdeild veturinn 1990-1991 en keppnistímabilið var nokkuð sérstakt hjá liðinu sem lék þá heimaleiki sína á Grundarfirði þar sem íþróttahúsið í Stykkishólmi var enn í byggingu. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 94 orð

Snæfell fékk hálfa milljón

EFTIR að leik Snæfells og Hauka sl. sunnudag lauk afhenti Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, leikmönnum Snæfells verðlaun fyrir deildarmeistaratitilinn við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

* TARIBO West, hinn kunni knattspyrnumaður...

* TARIBO West, hinn kunni knattspyrnumaður frá Nígeríu , er hættur að leika með Partizan Belgrad í Serbíu-Svartfjallalandi . Samningur hans átti að renna út í sumar en hann fékk sig leystan undan honum. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 258 orð

Úrslit

KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Þór Þ. 117:102 Keflavík, úrvalsdeildin í körfuknattleik, Intersportdeildin, mánud. 1. mars 2004. Gangur leiksins: 4:4, 8:10, 22:18, 34:21 , 45:27, 54:36, 63:42 , 77:69, 90:76 , 96:85, 104:94, 110:94, 117:96, 117:102 . Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 91 orð

Vantaði fleiri sveitir

ATHYGLI vakti á bikarmóti Fimleikasambandins um helgina að Ármann sendi ekki kvennasveit og ekki heldur Bjarkirnar, en þessi félög hafa jafnan verið með lið í fimleikamótum. Meira
2. mars 2004 | Íþróttir | 455 orð

Þór fylgir Blikum niður

KEFLVÍKINGAR sigruðu lið Þórs frá Þorlákshöfn auðveldlega, 117:102, í lokaleik næstsíðustu umferðar úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Keflavík í gærkvöldi. Ósigurinn gerði það að verkum að Þórsarar eru fallnir úr úrvalsdeildinni og fylgja Blikum niður í 1. deildina en Keflvíkingar tryggðu sér þriðja sætið í deildinni. Meira

Úr verinu

2. mars 2004 | Úr verinu | 279 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Gullkarfi 47 47 47...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Gullkarfi 47 47 47 1,248 58,656 Hlýri 46 46 46 686 31,556 Hrogn/Þorskur 76 76 76 261 19,836 Keila 17 17 17 197 3,349 Lúða 469 438 458 23 10,539 Steinbítur 60 30 38 21,317 810,238 Undþorskur 41 37 39 153 5,965 Ýsa 82 29 61 2,809... Meira
2. mars 2004 | Úr verinu | 170 orð | 1 mynd

Loðnan mokveiðist

VEL hefur veiðst af loðnu síðustu sólarhringa undan Suðausturlandi, rétt vestan við svonefnd Tvísker. Loðnan veiðist nú skammt undan landi, aðeins á um 20 faðma dýpi og eru skipin aðeins nokkrar klukkustundir að veiða fullfermi. Meira
2. mars 2004 | Úr verinu | 290 orð | 1 mynd

Norðmenn gefa eftir

NORSK stjórnvöld hafa ákveðið að kvóti Norðmanna úr norsk-íslenska síldarstofninum verði 470.250 tonn á þessu ári. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.