Greinar sunnudaginn 7. mars 2004

Forsíða

7. mars 2004 | Forsíða | 250 orð

Bankinn lánar sex milljarða króna til Landsvirkjunar

STJÓRN Norræna fjárfestingabankans (NIB) hefur samþykkt samhljóða að veita Landsvirkjun lán upp á 70 milljónir evra, eða fyrir um sex milljarða króna á núverandi gengi. Meira
7. mars 2004 | Forsíða | 249 orð | 1 mynd

Bretar voru með áætlun um töku Ægis

LEYNISKJÖL sem nú hafa verið gerð opinber í Bretlandi sýna að stjórnvöld þar í landi voru komin á fremsta hlunn með að láta hart mæta hörðu og freista þess að ná varðskipinu Ægi á sitt vald. Þetta kemur fram í grein Guðna Th. Meira
7. mars 2004 | Forsíða | 169 orð | 1 mynd

Clapton selur gítarsafnið

ERIC Clapton hefur ákveðið að bjóða upp hluta af safni þeirra gítara sem hann hefur eignast um ævina. Uppboðið fer fram hjá Christie's í New York 24. Meira
7. mars 2004 | Forsíða | 95 orð

Framfarir í Írak ekki stöðvaðar

MANNSKÆÐAR sjálfsmorðssprengjuárásir í vikunni og ágreiningur um bráðabirgðastjórnarskrá munu ekki stöðva framfarir í Írak í lýðræðisátt. Þetta sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í vikulegu útvarpsávarpi sínu í gær. Meira
7. mars 2004 | Forsíða | 56 orð | 1 mynd

Leikur ljóss og lita við Rauðavatn

LJÓS og litir léku sér í aftureldingu í gærmorgun, útivistarfólki á höfuðborgarsvæðinu til mikillar ánægju. Þessi árrisuli borgari naut sólarupprásarinnar. Meira

Baksíða

7. mars 2004 | Baksíða | 127 orð | 1 mynd

Aukatónleikar með KoRn

ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til aukatónleika með bandarísku rokkhljómsveitinni KoRn 31. maí næstkomandi í Laugardalshöll, daginn eftir áður fyrirhugaða tónleika sveitarinnar hér á landi. Meira
7. mars 2004 | Baksíða | 114 orð

Flak björgunarskipsins fundið

FLAK björgunarskipsins sem skolaði útbyrðis af ms. Skaftafelli á miðvikudagskvöld fannst í gær uppi í klettafjöru rétt austan við Selatanga. Skipið rak upp í fjöruna og brotnaði þar í spón. Meira
7. mars 2004 | Baksíða | 192 orð

Gjald mun hækka um 13 þúsund að óbreyttu

DAGFORELDRAR boða a.m.k. 13 þúsund króna hækkun á daggjöldum ef reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum verður samþykkt óbreytt og börnum fækkað úr fimm í fjögur á hvert dagforeldri. Ráðgert er að reglugerðin taki gildi 1. apríl nk. Meira
7. mars 2004 | Baksíða | 78 orð | 1 mynd

Leikur í lauginni

HVER segir að maður þurfi að hlaupa eftir malbikuðum útivelli eða parketlögðu gólfi til að skemmta sér í körfubolta? Þessir hressu krakkar í sundlauginni í Hveragerði áttu ekki í nokkrum vandræðum með að spila körfubolta á kafi í vatni! Meira
7. mars 2004 | Baksíða | 290 orð | 1 mynd

Nám lögreglumanna verði þrjú ár

HUGMYNDIR eru uppi um að lengja nám lögreglumanna úr einu ári í þrjú og tryggja nemum í Lögregluskóla ríkisins laun allt námstímabilið. Meira
7. mars 2004 | Baksíða | 356 orð

Þrír Akureyringar fjárfesta í Frakklandi

ÞRÍR Akureyringar hafa fest kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Marcel Baey í Boulogne Sur Mer í Frakklandi og hafa eigendaskiptin þegar farið fram. Meira

Fréttir

7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 308 orð

10 milljóna styrkir veittir árlega

HUNDRUÐ Íslendinga hafa sótt Færeyjar heim og hafa sömuleiðis hundruð Færeyinga endurgoldið heimsóknina með hjálp Fiturs, samstarfssjóðs Íslands og Færeyja sem veitir styrki til að efla ferðamennsku og tengsl landanna tveggja. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Austurlamb.is í örum vexti

AUSTURLAMB, söluverkefni bænda í Múlasýslum, hefur mælst vel fyrir frá því að það fór af stað fyrir fjórum mánuðum. Hjá Austurlambi er sérpakkað lambakjöt, merkt framleiðanda, markaðssett beint frá bónda til neytandans á Netinu. Slóð verkefnisins er www. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 260 orð

Álið þarf ekki að óttast trefjaplastið

ADAM Rowley, álsérfræðingur hjá Macquaire Bank, sagði aðspurður við Morgunblaðið að álfyrirtækin hefðu ekkert að óttast samkeppni við önnur hráefni á borð við trefjaplast sem t.d. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 426 orð

Beina sjónum að ofbeldi gegn konum

SAMTÖKIN Amnesty International ætla á komandi árum að beina sjónum sínum meira að ofbeldi gegn konum í heiminum, hvort sem er heimilisofbeldi eða ofbeldi í stríði sem beinist að konum. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Blöðin lesin í blíðvirðinu

ÞAÐ HEFUR verið misjafnt veður á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Stundum hefur sólin skinið og náð að verma landið og ekki síður hjörtu landsmanna, en þess á milli hefur kólnað og jafnvel rignt. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Bókin um Vilhjálm gefin út í Winnipeg

GÍSLI Pálsson, mannfræðingur og prófessor, hefur samið við útgáfu Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada um að gefa út bókina Frægð og firnindi, ævi Vilhjálms Stefánssonar, í enskri þýðingu og er stefnt að því að bókin komi út haustið 2005. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 67 orð

Búnaðarþing hefst í dag

BÚNAÐARÞING 2004 verður sett í dag, sunnudag, í Súlnasal Hótels Sögu. Auk ávarpa frá formanni Bændasamtakanna og landbúnaðarráðherra mun Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, flytja hátíðarræðu og veitt verða landbúnaðarverðlaun 2004. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Byggt í borginni

Á LAUGAVEGINUM á sér stað hægfara en stöðug endurnýjun og ný hús koma í stað gamalla. Þó er alltaf reynt að varðveita götumyndina eins og hún hefur mótast undanfarin ár. Þó segja sumir gárungar að hægt sé að kasta upp á hæð húsa og það skipti litlu máli. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 696 orð | 1 mynd

...bæjarminjavörður?

BJÖRN Pétursson sagnfræðingur er bæjarminjavörður Hafnarfjarðarbæjar. Hann veitir byggðasafni bæjarins forstöðu og ber ábyrgð á öllum daglegum rekstri þess, bæði gagnvart bæjarráði og menningarmálanefnd Hafnarfjarðar. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 832 orð | 1 mynd

Eina vissan er óvissan

Steinunn Þóra Árnadóttir er fædd í Neskaupstað árið 1977. Stúdent frá MH haustið 1996 og lauk BA prófi í mannfræði frá HÍ í febrúar 2002. Er nú í mastersnámi í sama fagi, við sama skóla. Var ritari stjórnar MS félagsins 2001-2003 og fulltrúi félagsins í stjórn Öryrkjabandalagsins frá 2003. Sambýlismaður er Stefán Pálsson sagnfræðingur. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Einn, tveir og... nú!

STRÁKARNIR sem æfa með Víkingi í knattspyrnu eru eins og aðrir ungir menn um allt land öflugir við æfingarnar. Þær felast þó langt í frá eingöngu í því að rekja boltann eða sparka á markið. Meira fer hugsanlega jafnvel fyrir þolæfingum af ýmsum toga. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Ekki aðeins við fjölmiðlafólk að sakast

KONUR og fjölmiðlar voru umræðuefni fundar Femínistafélagsins sem haldinn var í vikunni. Þingkonurnar Bryndís Hlöðversdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir og fjölmiðlamennirnir Róbert Marshall og Þorfinnur Ómarsson héldu framsöguerindi. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Erfitt að lofa foreldrum plássum í haust

DAGFORELDRAR telja víst að hækka þurfi gjald fyrir fulla vistun um a.m.k. 13 þúsund krónur ef drög að reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum verður samþykkt óbreytt og börnum á hvert dagforeldri fækkað úr fimm í fjögur. Ráðgert er að hún taki gildi 1. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 101 orð

Fjarnámsmenntasmiðja í mars

SVÆÐISMIÐLUN höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að halda Fjarnámsmenntasmiðju í mars, en um er að ræða fjögurra daga 20 klst. námskeið og verður kennt frá kl. 14-18. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Fjárhundurinn Max sparar mönnum mikla vinnu

ÞAÐ skiptir miklu máli að vera með góðan fjárhund þegar verið er að glíma við að ná fé úr fjöllum. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 119 orð

Framleiðsla á sælgæti hafin á Dalvík

SÆLGÆTISVERKSMIÐJA hefur tekið til starfa á Dalvík og munu starfsmenn verksmiðjunnar verða 3-4 talsins þegar framleiðsla verður komin í fullan gang. Eigendur fyrirtækisins eru Sif Sigurðardóttir og Rúnar Jóhannesson á Akureyri. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fyrsti samningur lögreglu og björgunarsveita undirritaður

FYRSTI samningur sinnar tegundar milli lögreglu og björgunarsveita var undirritaður í gær af lögregluembættunum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, ríkislögreglustjóra og svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 385 orð | 1 mynd

Gagnagrunnur um UT ráðgjafa

Á heimasíðu Ríkiskaupa hefur verið komið fyrir gagnagrunni með ítarlegum upplýsingum um 60 ráðgjafafyrirtæki sem hug hafa á að bjóða stofnunum ríkisins þjónustu sína. Í frétt Ríkiskaupa segir að í haust hafi farið fram nokkur umræða m.a. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Gefur Sjálfsbjörg 30 sérbyggð símtæki

SÍMINN hefur nýverið gefið Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, 30 sérbyggð símtæki af gerðinni Tele Danmark. Símarnir verða nýttir í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12. Einnig hefur Sjálfsbjörg fest kaup á stafrænni Nortel símstöð hjá Grunni Gagnalausnum. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð

Grelöð á Bíldudal útskrifaði 15 konur

MENNTASMIÐJUNNI Grelöð á Bíldudal lauk í þessum mánuði en hún hefur staðið yfir frá því í nóvember síðastliðnum. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 190 orð

Harmar skoðun landbúnaðarráðherra

FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ harmar þá skoðun sem fram kemur í ummælum landbúnaðarráðherra um að ekki skuli notast við ódýrt vinnuafl og tækni í landbúnaðarstörfum. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Hnífurinn fundinn

HNÍFUR sem tengist líkfundinum í Neskaupstað fannst í sjónum, rétt hjá þar sem líkið fannst í vikunni. Lögreglan heldur áfram að rannsaka málið. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Hrókurinn heimsækir Grunnskóla í Reykjavík

SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn hefur undanfarið staðið í mikilli herferð til að vekja athygli og áhuga á skákíþróttinni. Í vikunni stóðu Hróksmenn aftur í stórræðum og heimsóttu þrjátíu og þrjá grunnskóla í Reykjavík á þremur dögum. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð

Hrókurinn sigraði

HRÓKURINN vann öruggan sigur, 5½ vinning á móti 2½ á Helli í 5. umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór á föstudagskvöldið og leiðir nú með 3½ vinning á Taflfélag Reykjavíkur sem er í öðru sæti. Hrókurinn leiðir í 2. deild, Haukar í 3. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 753 orð | 1 mynd

Hundar og eigendur þeirra

Fólkið streymir inn í bygginguna. Þetta er ekki venjulegt skrifstofufólk, því skjalatöskurnar eru með vírneti og í þeim eru lítil dýr sem mása og gelta. Í hinum enda salarins hleypur kona með hund í ól stutta spretti fram og til baka. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Ísfirskir hjúkrunarfræðinemar í fjarnám

FJARNÁM í hjúkrunarfræði á Ísafirði fer af stað næsta haust, en nægilegar margar umsóknir, sem uppfylltu inntökuskilyrðin, bárust Háskólanum á Akureyri til að af því geti orðið. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ísland aftarlega á merinni í viðskiptakostnaði

Ísland er í áttunda sæti af 11 löndum þegar borinn er saman viðskiptakostnaður fyrirtækja. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins KPMG. Í samskonar skýrslu fyrir tveimur árum var Ísland í öðru sæti yfir... Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 185 orð

Ítölskunámskeið Mánudaginn 22.

Ítölskunámskeið Mánudaginn 22. og miðvikudaginn 24. mars hefjast síðustu ítölskunámskeið vetrarins hjá Margréti Gunnarsdóttur, fararstjóra og bókasafns- og upplýsingafræðingi. Kennt er í 10 skipti, einu sinni í viku, alls 20 kennslustundir. Meira
7. mars 2004 | Erlendar fréttir | 187 orð

Kosningabaráttan vestra komin á fullt

BARÁTTAN fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er komin á fullan skrið en venjulega hefur hún ekki hafist fyrir alvöru fyrr en að loknum landsfundum flokkanna síðla sumars. Búist er við, að kosningabaráttan verði að þessu sinni mjög hörð og óvægin. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 37 orð

Lést í vélsleðaslysi

MAÐURINN sem lést í vélsleðaslysi í Karlsárdal við Dalvík á föstudag hét Guðmundur Jón Magnússon, til heimilis í Hrísalundi 8c á Akureyri. Hann var fæddur 18. nóvember árið 1980 og lætur eftir sig unnustu og tvö... Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 148 orð

Mótmæla stækkun stíflu Laxárvirkjunar

STJÓRN Stangveiðifélagsins Flúða Húsavík hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir andstöðu við bráðabirgðaákvæði í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um verndun Laxár og Mývatns, sem opna fyrir möguleika á stækkun stíflu Laxárvirkjunar. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Myndataka en engin undirritun

Meðlimir í stjórnarráði Íraks stilltu sér upp í tilefni af því að undirrita átti stjórnarskrá til bráðabirgða á föstudag. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 1222 orð | 2 myndir

Nauðsynlegt að skjóta fleiri stoðum undir kvikmyndagerð

KVIKMYNDAGERÐ á Íslandi hefur farið vaxandi undanfarin ár, samfara auknum áhuga ungs fólks og möguleikum til starfs við kvikmyndagerð. Hefur mikill fjöldi nemenda sótt í kvikmyndanám og tileinkað sér þá fjölbreyttu þekkingu sem kvikmyndagerð felur í sér. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 583 orð | 1 mynd

Námið verði þrjú ár og nemar verði á launum allan tímann

LÖGREGLUNÁM verður alls þrjú ár, en ekki eitt, eins og er nú, auk þess sem lögreglunemar verða á launum allt námstímabilið, verði hugmyndir sem nú eru til skoðunar í Lögregluskóla ríkisins að veruleika. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð

Námskeið fyrir konur á öllum aldri

BE-ÁSTANDIÐ og seinkunartæknin er meðal þess sem bera mun á góma á námskeiði fyrir konur undir yfirskriftinni "Hann?" sem haldið verður næstkomandi laugardag, 6. mars, í Brautarholti 4a kl. 13-17. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Norðuráli

ÓSKAR Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra tæknisviðs Norðuráls hf. í stað Tómasar M. Sigurðssonar sem ráðinn hefur verið forstjóri Fjarðaáls. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

"Líst ekki á ástandið"

"ÞAÐ var ekki nógu góð veiði og mér líst satt best að segja ekki á ástandið. Meira
7. mars 2004 | Erlendar fréttir | 662 orð | 1 mynd

Reynir á brothætt lýðræði í hrjáðu landi

BOULASSEL Belkacem hefur upplifað bæði góða og slæma tíma í Alsír á þeim 42 árum sem liðin eru síðan hann fagnaði sjálfstæði landsins. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 132 orð | 5 myndir

Rispur

" Boga minn set ég í skýin, að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar ," segir Guð við Nóa í Fyrstu Mósebók, og heitir því að aldrei framar munu flóð eyða jörðina. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 551 orð | 1 mynd

Samningar um að hætta veiðum vatnaskil fyrir villtan lax

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Verndarsjóði villtra laxastofna: Til að vinna gegn almennri fækkun í laxastofnum Atlantshafsins hefur Verndarsjóður villtra laxastofna verið brautryðjandi í rúman áratug við að koma á... Meira
7. mars 2004 | Erlendar fréttir | 199 orð

Segja al-Zarqawi vera látinn

ABU Musab al-Zarqawi, jórdanskur al-Qaeda-foringi sem Bandaríkjamenn telja að hafi skipulagt hryðjuverkin í Bagdad og Karbala í vikunni, lést í loftárásum Bandaríkjamanna fyrir nokkru. Er þessu haldið fram í yfirlýsingu 12 íraskra skæruliðahópa. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 228 orð

Táknmálstúlkun verður kennd næsta vetur

TÁKNMÁLSTÚLKUN verður kennd við Háskóla Íslands næsta vetur. Fé hefur verið tryggt til kennslunnar fyrir frumkvæði Páls Skúlasonar, rektors Háskóla Íslands, og er því fagnað í yfirlýsingu frá Félagi heyrnarlausra. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Tjónið talið vera vel á annan tug milljóna króna

MIKLAR skemmdir urðu á þjóðveginum við Ófeigsstaði í Köldukinn í S-Þingeyjarsýslu og einnig á malarveginum í Út-Kinn þegar Skjálfandafljót flæddi yfir bakka sína eftir hlýindin í síðasta mánuði. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 101 orð

Upplýsingar um persónuhlífar á Netinu

VINNUEFTIRLITIÐ hefur sett á heimasíðu sína, www.vinnueftirlit.is, upplýsingasíðu um persónuhlífar. Með persónuhlífum er m.a. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Útsýnið skýrt

STARF gluggaþvottamannsins er sérstaks eðlis. Hann sér til þess að fólk sjái skýrt út um gluggann en hefur gjarnan um leið óviðjafnanlega innsýn inn í líf fólks. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Vann í tvígang árskort í Laugar

ALLS freistuðu á þriðja þúsund manns gæfunnar í sms-leik Lauga sem lauk um síðustu mánaðamót. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 216 orð

Viðbætur við álitsgerð á leiðinni

JÓN Hilmar Alfreðsson, settur landlæknir í máli foreldra sem misstu nýfætt barn sitt í september í fyrra og kvörtuðu yfir meintri rangri meðferð við fæðingu barnsins, segist ekki gera ráð fyrir að breyta álitsgerð sinni í málinu þar sem komist er að... Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

ÞESSIR bekkir heimsóttu Morgunblaðið í tengslum...

ÞESSIR bekkir heimsóttu Morgunblaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Meira
7. mars 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð

Þjónusta við heyrnarskerta á landsbyggðinni

Á SÍÐASTA ári hóf Heyrnartækni ehf. að bjóða heyrnarskertum á Egilsstöðum og Ísafirði upp á heyrnarmælingar og þjónustu vegna heyrnartækja. Meira

Ritstjórnargreinar

7. mars 2004 | Staksteinar | 279 orð

- Aðhald með málefnalegum rökum

Björn Bjarnason fjallar um málsvara frjálshyggjunnar og Uppreisn frjálshyggjunnar, bók sem kom út fyrir 25 árum, á vef sínum bjorn.is. Meira
7. mars 2004 | Leiðarar | 455 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

6. mars 1994 : "Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, lagði fram á ríkisstjórnarfundi í fyrradag frumvarp um niðurfellingu laga um flutningsjöfnunarsjóð og innkaupajöfnun olíu og benzíns. Meira
7. mars 2004 | Leiðarar | 223 orð

Innherjasvik í Bandaríkjunum

Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því, að kviðdómur í Bandaríkjunum hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að ein þekktasta kaupsýslukona þar í landi, Martha Stewart að nafni, hefði gerzt sek um ákveðna tegund innherjasvika og ætti yfir höfði sér þungar... Meira
7. mars 2004 | Leiðarar | 2353 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbré

Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari, sem lést fyrir skömmu, var án efa einhver merkasti tónlistarmaður tuttugustu aldar á Íslandi, enda brautryðjandi á sviði píanóleiks um áratugaskeið eftir að hafa aflað sér menntunar víða um heim, ungur að aldri. Meira
7. mars 2004 | Leiðarar | 232 orð

Virkt aðhald neytenda

Eins og tæpast hefur farið framhjá nokkrum, hefur gengi Bandaríkjadals lækkað mjög gagnvart krónunni síðustu mánuði. Meira

Menning

7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 324 orð | 1 mynd

Allir þurfa góða granna

Leikstjóri: Pieter Kramer. Handrit: Harry Banninnk, Frank Houtappels eftir sögu Annie Schmidt. Tónlist: Raymund van Santen. Kvikmyndataka: Piotr Kukla. Aðalleikarar: Loes Luca, Paul R. Kooij, Paul de Leeuw, Tjitske Reidinga, Waldemar Torenstra. 100 mín. Holland 2003. Meira
7. mars 2004 | Menningarlíf | 739 orð | 1 mynd

Annað að stjórna en að spila

STRENGJASVEIT Listaháskóla Íslands heldur tónleika í Neskirkju í dag, sunnudag, kl. 17.00. Á efnisskránni eru þrjú verk, Divertimento eftir Mozart, Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og Bachiana Brasileira nr. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

Bíóbrot

KVIKMYNDADAGAR helgaðir myndum frá Eyjaálfunni hefjast um næstu helgi með frumsýningu nýsjálensku myndarinnar Whale Rider sem vakið hefur mikla athygli um heim allan undanfarið. Hin 13 ára gamla aðalleikkona myndarinnar Keisha Castle-Hughes var m.a. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 699 orð | 2 myndir

Ennþá allra meina bót

ÞETTA er bara tilfellið með sumar hljómsveitir. Það virðist alveg sama hversu mikið þær reyna og rembast. Þær geta hreinlega ekki hætt. Og það sem hann Robert Smith hefur reynt að tortíma þessu sköpunarverki sínu. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 159 orð | 1 mynd

Erlend lög á tónlist.is

VEFSVÆÐIÐ tónlist.is hyggst auka þjónustu sína og bjóða netnotendum hátt í 300 þúsund lög frá öllum heimshornum. Gert er ráð fyrir að þessi viðbót verði að veruleika í lok mars. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 268 orð | 2 myndir

FÓLK Í fréttum

PAUL McCartney er ekki á nástrái því hann er ríkari en Elton John, Mick Jagger og Madonna til samans, að því er kemur fram á nýjum lista sem blaðið Mail on Sunday hefur birt. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd

Frá Jerry Bruckheimer

EINN af heitustu spennuþáttunum vestra í ár er nýr af nálinni og heitir Cold Case - eð a Óupplýst mál, eins og hann hefur verið skírður á íslensku. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 172 orð | 1 mynd

Glötuð gengi

Bandaríkin 2002. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. (96 mín.) Leikstjórn Scott Kalver. Aðalhlutverk Stephen Dorff, Brad Renfro, Fairuza Balk, Norman Reedus, Balthazar Getty, Matt Dillon. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 257 orð | 1 mynd

HAFNFIRSKU rokkurunum í Botnleðju hefur verið...

HAFNFIRSKU rokkurunum í Botnleðju hefur verið boðið að leika á bresku All Tomorrow's Parties tónlistarhátíðinnni en hún er ein sú virtasta og nafntogaðasta þegar kemur að jaðartónlistinni. Botnleðja mun leika kvöldið 28. Meira
7. mars 2004 | Leiklist | 576 orð

,,Hann er eins og ég"

Höfundur: Bernard Pomerance. Leikstjórn, hönnun leikmyndar og búninga: Guðjón Sigvaldason. Hönnun lýsingar: Vilhjálmur Hjálmarsson. Sýning í Hátúni 12, 29. febrúar 2004. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 199 orð | 1 mynd

Hringadróttinssaga fékk flest verðlaun

ÞRIÐJA myndin í Hringadróttinssöguröðinni, Hilmir snýr heim , fékk 11 Óskarsverðlaun. Vann myndin í öllum þeim 11 flokkum sem hún var tilefnd til verðlauna í. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

... Jalla! Jalla!

SÆNSKA myndin Jalla! Jalla! kom mjög á óvart þegar hún var frumsýnd árið 2000. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 300 orð | 1 mynd

Kröftug og léttari

EKKERT hefur heyrst í gamla Smiths-söngvaranum í heil 7 ár og lítið til hans spurst. Meira
7. mars 2004 | Menningarlíf | 973 orð | 1 mynd

Listamaður í hlutverki lesanda

Knut H. Larsen, norskur listamaður búsettur í Svíþjóð, sýnir um þessar mundir í Norræna húsinu (sýningin stendur til 18. apríl) myndskreytingar við skáldsöguna Orm rauða eftir Frans G. Bengtsson. Meira
7. mars 2004 | Menningarlíf | 75 orð

Listiðnaður Íslendinga í Kaupmannahöfn

Í GALLERÍINU og versluninni Arctic Glass við Holmbladsgade 23 í Amager, Kaupmannahöfn, stendur nú yfir sýning á handverki og listiðnaði sex Íslendinga. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 390 orð | 1 mynd

Með vasa fulla af dóti

BIRGIR Örn Thoroddsen, listamaður, hefur snert á ýmsu á ferli sínum. Hann hefur fengist við tónlist, myndlist og gjörninga jöfnum höndum í meira en áratug auk þess að vera virkur í skipulagningu hinna ýmsu listviðburða. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 151 orð | 1 mynd

"Aldrei fór ég suður"

MUGISON, Örn Elías Guðmundsson, er vestfirskur tónlistarmaður sem hefur notið talsverðrar hylli erlendis að undanförnu. Ástæðan er plata hans, Lonely Mountain , sem hefur fengið fádæma góða dóma og hefur Mugison m.a. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 605 orð | 2 myndir

"Best að koma ádeilu á framfæri með húmor"

Lesbíur, hommar og svertingjar baða sig í sviðsljósinu í myndinni Aðalhlutverk: Rosa Furr. Bryndís Sveinsdóttir ræddi við leikstjórann, Láru Martin, sem segir listina gríðarlega mikilvæga í réttindabaráttu samkynhneigðra. Meira
7. mars 2004 | Menningarlíf | 686 orð | 1 mynd

Sveitin hefur tekið miklum framförum

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Akureyrarkirkju kl. 16 í dag, sunnudag. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 584 orð | 2 myndir

Svörtu tárin

Þó það sé langt frá Kúbu til Andalúsíu er forn samhljómur í tónlistinni. Það sannast rækilega í nýrri plötu kúbverska píanóleikarans Bebo Valdés og spænska flamencosöngvarans Dieguito El Cigala. Meira
7. mars 2004 | Fólk í fréttum | 237 orð | 2 myndir

ZERO 7 / When it Falls...

ZERO 7 / When it Falls Mergjuð plata í nær alla staði. Og þótt mér sú fyrsta, Simple Pleasures , frá þessari bresku sálarrafpoppsveit þó engin sérstök snilld, ólíkt mörgum öðrum. Meira
7. mars 2004 | Menningarlíf | 840 orð | 1 mynd

Örlögin réðust á einni kvöldstund

Tónleikar í tónleikaröð Langholtskirkju, Blómin úr garðinum, verða í dag kl. 17. Það er sópransöngkonan Unnur Astrid Wilhelmsen sem syngur. Meira

Umræðan

7. mars 2004 | Aðsent efni | 1281 orð | 1 mynd

Aldraðir þegja ekki lengur

Mér virtist á skrifum Jóhannesar, að hann hefði alls ekki lesið þær greinar sem ég hef skrifað um málefni aldraðra. Meira
7. mars 2004 | Aðsent efni | 1491 orð | 2 myndir

Færsla Hringbrautar: Hryggbrot Reykjavíkur

Í stað þess að raungera þrjátíu ára gömul skipulagsmistök ættu menn fremur að beina sjónum sínum þrjátíu ár fram í tímann... Meira
7. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 532 orð

Harðstjórn í skjóli heilbrigðisráðherra

LANGT er síðan mér var sögð saga af manni sem var einn á ferð í bíl. Strjálbýlt var og nótt dimm þegar dekk sprakk og ekkert til vara. Hann tók hjólið undan og rúllaði því í átt að næsta bæ. Meira
7. mars 2004 | Aðsent efni | 1048 orð | 1 mynd

Háskóladeildir við framhaldsskóla - raunhæfur kostur

Er enginn vafi á því að það myndi hafa gríðarleg eflingaráhrif í menntamálum á landsbyggðinni að koma upp háskóladeildum við framhaldsskólana... Meira
7. mars 2004 | Aðsent efni | 2056 orð | 2 myndir

Hlýðnikynslóðin ybbar gogg

Ásteytingarsteinn um hækkun skólagjalda er ekki bara í Þýskalandi; þetta er einnig hérlendis svo og víða um Vestur-Evrópu; ríkisstjórnin í Bretlandi féll næstum fyrir nokkrum dögum af þeirri ástæðu. Meira
7. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 184 orð | 2 myndir

Hver kannast við fólkið á myndinni?

Hver kannast við fólkið á myndinni? ÞESSI mynd var tekin á Landakotsspítala í kringum árið 1954. Kristbjörn Tryggvason barnalæknir var með þessi börn. Þeir sem gætu sagt til um hverjir eru á myndinni eru beðnir að hafa samband við Erlu í síma 8645576. Meira
7. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 697 orð

Kennum hástéttinni að það verður ekki vaðið yfir okkur

ÉG bý á Íslandi kapítalismans og frjálshyggjunnar; nýjustu tísku ríkra stráka sem hafa aldrei þurft að svo lítið sem horfa á fátæka manneskju annars staðar en í kvikmyndum. Meira
7. mars 2004 | Aðsent efni | 1148 orð | 1 mynd

Kolvetni eða fita?

Fólk verður að beita skynsemi og temja sér heilsusamlegan lífsstíl til langframa. Meira
7. mars 2004 | Aðsent efni | 1596 orð | 1 mynd

Miðbæjarskipulag - á mörkum hins byggilega heims

Miðbær Reykjavíkur er miðstöð þjóðarinnar hvað sem ímynduðum landamærum líður... Meira
7. mars 2004 | Aðsent efni | 734 orð | 1 mynd

Sálfræðingar bíða eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra til Tryggingastofnunar

Því er stundum velt upp hvort sálfræðingar séu ekki fyrst og fremst að skara eld að eigin köku. Meira
7. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 192 orð

Sáttin um Laxá rofin

ÞAU fáheyrðu tíðindi berast að Landsvirkjun hyggist reisa 12 m stíflu í Laxá í Aðaldal. Sjálfur umhverfisráðherra ætlar að gefa grænt ljós. Þeir sem eru með þessar fyrirætlanir á prjónunum virðast aðeins hafa skammtímaminni. Meira

Minningargreinar

7. mars 2004 | Minningargreinar | 673 orð | 1 mynd

GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR

Guðlaug Sveinsdóttir fæddist á Siglufirði 16. maí 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Norðmann Þorsteinsson, f. 15. desember 1894, d. 7. október 1971, og Anna Guðmundsdóttir, f. 29. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2004 | Minningargreinar | 370 orð | 1 mynd

GUÐNÝ HREFNA KRISTINSDÓTTIR PULLEN

Guðný Hrefna Kristinsdóttir Pullen fæddist á Seyðisfirði hinn 14. júní 1940. Hún lést á heimili sínu í Panama City í Flórída hinn 22. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Heritage Funeral Home Chapel í Panama City 25. janúar. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2004 | Minningargreinar | 681 orð | 1 mynd

HELGI SÆMUNDSSON

Helgi Sæmundsson fæddist í Baldurshaga á Stokkseyri 17. júlí 1920. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 18. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 26. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2004 | Minningargreinar | 661 orð | 1 mynd

HJÖRTUR BJARNASON

Hjörtur Bjarnason fæddist í Reykjavík 26. september 1936. Hann lést á líknardeild Lsp. í Kópavogi 16. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 26. febrúar, í kyrrþey að hans ósk. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2004 | Minningargreinar | 322 orð | 1 mynd

INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR

Ingibjörg Pálsdóttir fæddist á Blönduósi 7. ágúst 1928. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Blönduóskirkju 6. mars. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2004 | Minningargreinar | 179 orð | 1 mynd

KRISTRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR

Kristrún Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 5. mars. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2004 | Minningargreinar | 1127 orð | 1 mynd

MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON

Matthías Viðar Sæmundsson fæddist í Reykjavík 23. júní 1954. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut að kvöldi dags 3. febrúar síðastliðinn og var honum sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti 13. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2004 | Minningargreinar | 118 orð | 1 mynd

SIGURBJARTUR GUÐJÓNSSON

Sigurbjartur Guðjónsson fæddist á Bala í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu 7. mars 1918. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík sunnudaginn 31. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Árbæjarkirkju 9. september. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2004 | Minningargreinar | 463 orð | 1 mynd

SIGURÐUR GUNNAR EIRÍKSSON

Sigurður Gunnar Eiríksson fæddist í Njarðvík 19. febrúar 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 27. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
7. mars 2004 | Minningargreinar | 391 orð | 1 mynd

ÞÓRHILDUR SALÓMONSDÓTTIR

Þórhildur Salómonsdóttir fæddist í Steig í Mýrdal 28. júlí 1925. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut laugardaginn 31. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal 14. febrúar. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

7. mars 2004 | Dagbók | 455 orð

(1. Tím. 6, 10.)

Í dag er sunnudagur 7. mars, 67. dagur ársins 2004, Æskulýðsdagurinn. Orð dagsins: Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum. Meira
7. mars 2004 | Fastir þættir | 289 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Bridssambönd flestra Evrópuþjóða hafa komið sér upp heimasíðum, þar sem finna má gagnlegar upplýsingar og ýmislegt skemmtiefni, til dæmis spilaþrautir. Þraut dagsins er fengin að láni af dönsku heimasíðunni: Suður gefur; enginn á hættu. Meira
7. mars 2004 | Fastir þættir | 645 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Reykjavíkurmót í tvímenningi Reykjavíkurmót í tvímenningi fer fram helgina 13.-14. mars næstkomandi. Spilafjöldi og spilaform ráðast af fjölda spilara. Spilatími er áformaður frá klukkan 11-20 laugardaginn 13. mars og frá 11-17 sunnudaginn 14. mars. Meira
7. mars 2004 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP - SKÍRN.

BRÚÐKAUP - SKÍRN. Hinn 3. janúar sl. voru gefin saman í Strängnäs-dómkirkju Finnur Ingi Kristjánsson og Marica Norrby. Með á myndinni eru bræðurnir Samúel og Gabriel sem var skírður þennan dag. Heimili þeirra er í Strängnäs,... Meira
7. mars 2004 | Dagbók | 224 orð

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. eldri borgarar Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 5115405. Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æskulýðsfélag Árbæjarsafnaðar, með fundi í safnaðarheimilinu. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Meira
7. mars 2004 | Dagbók | 45 orð

HEIMÞRÁ

Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Meira
7. mars 2004 | Fastir þættir | 861 orð | 1 mynd

Mengun hugarfarsins

Mengun getur verið af ýmsum toga, og undanfarin ár hefur athyglinni aðallega verið beint að því sem að náttúrunni snýr. En Sigurður Ægisson bendir á, að maðurinn á líka sál og hana þarf að verja fyrir óæskilegum áhrifum, ekki síst á barns- og unglingsárum. Meira
7. mars 2004 | Dagbók | 532 orð

"Þótt ég fari um dimman dal"...

"Þótt ég fari um dimman dal" ÞRIÐJUDAGINN 9. mars, kl. 18.00 hefst í Grensáskirkju námskeið á vegum Leikmannaskóla kirkjunnar sem fjallar um 23. sálm Gamla testamentisins. Meira
7. mars 2004 | Fastir þættir | 228 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. c4 e5 2. Rc3 Bb4 3. Dc2 Rf6 4. e3 0-0 5. Rge2 He8 6. a3 Bf8 7. g3 c6 8. Bg2 d5 9. cxd5 cxd5 10. d4 Rc6 11. 0-0 Bg4 12. h3 Bxe2 13. Rxe2 exd4 14. exd4 Hc8 15. Dd3 Re4 16. Be3 Ra5 17. b3 Db6 18. Hfb1 Bd6 19. h4 Hc7 20. Ha2 h5 21. Bxe4 dxe4 22. Meira
7. mars 2004 | Fastir þættir | 400 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur lengi verið mikill aðdáandi ensku knattspyrnunnar, eins og knattspyrnuunnendur víða um heim. Meira

Íþróttir

7. mars 2004 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Guðjóni sagt upp hjá Barnsley

PETER Ridsdale , stjórnarformaður enska 2. deildarliðsins Barnsley, sagði á fimmtudaginn Guðjóni Þórðarsyni knattspyrnustjóra upp störfum. Paul Hart , fyrrverandi knattspyrnustjóri Nottingham Forest, var ráðinn í staðinn. Meira

Sunnudagsblað

7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 860 orð | 2 myndir

Dansinn er stærsta ástin

Ein skærasta stjarna Spánar um þessar mundir er án efa flamenco-dansarinn Joaquin Cortés. Sem saklaus sígaunastrákur kynntist hann flamenco-dansinum sem síðar varð hans stærsta ást í lífinu. Síðan hefur hann dansað heiminn á enda og er nú loks að koma til Íslands. Ragna Sara Jónsdóttir átti viðtal við Joaquin Cortés um dansinn sem hann ann svo heitt. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 413 orð | 3 myndir

Eldvetningurinn var lax

Rúmlega 22 punda fiskur sem veiddist í Þórðarvörðuhyl í Eldvatni í Meðallandi á spón síðastliðið haust, og álitamál þótti vera hvort að var lax eða sjóbirtingur, reyndist við athugun vera "99% örugglega lax" eins og veiðimaðurinn Gunnar Andri... Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 1788 orð | 3 myndir

Hér er yndislegt að vera

Að Ásum 11 búa hjónin Hildegard og Hafsteinn Þorgeirsson. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 2102 orð | 3 myndir

Hjónahúsin í Ási eru harla góður kostur

Hjónahúsin í Ási í Hveragerði voru hið "fyrirheitna land" í huga Guðleifs Sigurjónssonar, sem býr í einu slíku með konu sinni Ástríði Hjartardóttur. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti þau ásamt Ragnhildi Hjartardóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra, sem gaf jafnframt ýmsar upplýsingar um þennan búsetukost. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 725 orð | 1 mynd

Hvers vegna flytjum við?

Søren vinur minn er að flytja. Það er sunnudagur, hitinn rétt yfir frostmarki og himinninn heiður og blár yfir borginni við sundið. Við erum mættir nokkrar félagar hans og vinir til að flytja með honum búslóðina. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 1721 orð | 7 myndir

Mistækur listamaður

George Harrison vann að því áður en hann lést að endurútgefa plötur sínar sem flestar voru ófáanlegar. Árni Matthíasson segir frá Dark Horse árum Harrisons. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 2932 orð | 3 myndir

Okkar bestu óvinir

Þorskastríðin eru áhugaverður hluti íslenskrar nútímasögu og hefðu efalítið getað farið á annan veg ef við aðra andstæðinga hefði verið að etja. Guðni Th. Jóhannesson rifjar upp er Bretar ætluðu að ná varðskipinu Ægi á sitt vald í þorskastríðinu 1973. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 1650 orð | 1 mynd

"Allir leikir eru úrslitaleikir"

Jakob Örn Sigurðarson hefur látið mikið að sér kveða með liði sínu Birmingham-Southern College í háskólakeppni körfuknattleiksliða í vetur. KR-ingurinn ungi afrekaði það að vera valinn í fimm manna úrvalslið Big South-deildarinnar þar sem lið hans varð í efsta sæti að lokinni deildarkeppninni. Jakob mun leika með BSC í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en í samtali við Sigurð Elvar Þórólfsson segir Jakob að hugur hans stefni á atvinnumennsku í Evrópu. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 270 orð | 2 myndir

"Prúðmennsku og drengskap virðum við til sjós"

Átök Ægis við breska togarann Everton vöktu mikla athygli og ekki hvað síst sökum drengskaparins og kurteisinnar sem einkenndi þessa viðureign. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 94 orð

Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins

Hinn 1. júní 2002 var meðalaldur 45 kennara við skóla nokkurn 47 ár. Hinn 31. maí 2003 hættu 4 kennarar við skólann vegna aldurs. Þeir voru 60, 62, 64 og 67 ára gamlir. Þá þegar voru ráðnir 3 kennarar í þeirra stað. Aldur þeirra var þá 24, 26 og 27 ár. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 338 orð

Ummæli vikunnar

Þetta er skelfilegt ástand. Ég veit ekki hvað við höldum þetta út lengi. Gyða Kristinsdóttir, sjúkraliði, hefur aldrei kynnst öðru eins álagi á 28 ára starfsferli sínum í heimahjúkrun. Dæmið ekki og þér munuð eigi dæmdir verða. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 421 orð

Vandamál víða um Evrópu

Þótt Frakkland sé það land Evrópu þar sem umræðuna um aukið gyðingahatur hefur borið hæst undanfarið er það talið vaxandi vandamál mun víðar í álfunni. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 1033 orð | 1 mynd

Vaxandi gyðingahatur vekur ugg í Frakklandi

Andúð á gyðingum og beinar ofsóknir á hendur þeim eru að færast í aukana í Frakklandi. Er þessi þróun fyrst og fremst rakin til reiði franskra múslima vegna stríðsins í Írak og deilna Ísraela og Palestínumanna. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 2686 orð | 1 mynd

Þolinmótt fjármagn skortir

Samkeppnissjóðir sem styrkja rannsóknar- og þróunarstarf eru of veikir og þolinmótt fjármagn skortir til að styðja við ný fyrirtæki. Í viðtali við Ragnhildi Sverrisdóttur segist Hans Kristján Guðmundsson, forstöðumaður Rannís, binda vonir við markmið ríkisstjórnarinnar um tvöföldun sjóðanna. Hann segir að einkafjárfestar gætu nýtt matskerfi Rannís og lagt aukið áhættufé til nýsköpunar. Meira
7. mars 2004 | Sunnudagsblað | 2864 orð | 3 myndir

Þrekvirki í þögninni

Kristinn Jón Bjarnason varð fyrstur heyrnarlausra Íslendinga til að ljúka stúdentsprófi. Hann lét ekki þar við sitja heldur lauk einnig BS-prófum, bæði í tölvunarfræði og viðskiptafræði, og stefnir á áframhaldandi mastersnám. Sveinn Guðjónsson spjallaði við hann um námið og lífið í Bandaríkjunum, þar sem hann er nú búsettur. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 599 orð | 1 mynd

76%-24%

N ýlegar niðurstöður rannsóknar Þorgerðar Þorvaldsdóttur kynja- og sagnfræðings staðfestu það sem flestir sem hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp vita; konur eru í miklum minnihluta viðmælenda og álitsgjafa í umræðuþáttum. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 445 orð | 1 mynd

Á að gera við gamla bílinn eða kaupa nýjan?

É g lenti í því að það var keyrt á bílinn minn, sem var nú ekki beysinn fyrir, nú er ég að hugsa um hvort ég eigi að láta gera við hann, hann er orðinn gamall, eða hvort ég eigi bara að slá lán og kaupa nýjan bíl, það er víst mjög auðvelt að fá bílalán... Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1232 orð | 1 mynd

Áhyggjufullur á eftirlaunaaldrinum

H arvey Pekar er 65 ára gamall og nýskriðinn á eftirlaunaaldurinn. Lét af störfum árið 2001 sem skjalavörður á spítala í Cleveland. Er þó ekki hér til umfjöllunar vegna afburðaskjalavörslu. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 93 orð | 1 mynd

Blómlegt sumar

Rósir setja rómantískan svip á tísku sumarsins og eru að þessu sinni öllu umfangsmeiri en oft áður. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 53 orð | 1 mynd

Dinner og djass á Primavera

Í mars verða fimmtudagskvöld á La Primavera í Austurstrætinu helguð þemanu "dinner og djass". Boðið verður upp á fjórrétta seðil á 4.300 krónur og vín frá framleiðandanum Castello Banfi í Toskana á meðan léttur djass verður leikinn undir... Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 310 orð | 6 myndir

Fígaró bak við tjöldin

Hraði og flækjur, þar sem ein klípan tekur við af annarri, einkennir farsakennda atburðarásina í Brúðkaupi Fígarós. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 2529 orð | 3 myndir

Heimili við hafið

Björn Ólafs arkitekt er eins og vindurinn sem blæs, sífellt á þeytingi. Hann er heimsborgari. Björn er hin ljósa hetja - fallegur og gjörvilegur, höfðingi í hjarta sínu. Mestan hluta ævinnar hefur hann starfað sem arkitekt í Frakklandi. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 550 orð | 1 mynd

Hvernig væri að prófa...mmmm...lýðræði?

H vernig væri að prófa...mmmm...lýðræði? Jæja. Nú vilja þeir losna við forsetann. Heimastjórnarflokksmennirnir. Ekki nema von. Ótækt að forsetinn skuli vera skíðandi að heiman á meðan heimaríkisráðið ræður ráðum sínum forsetalaust. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 602 orð | 17 myndir

Kvikmyndagyðjur og slóðar

Kvikmyndagyðjur af gamla skólanum (og slóðar) koma fyrst upp í hugann þegar litið er aftur yfir rauða dregilinn á 76. óskarsverðlaunahátíðinni. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 612 orð | 14 myndir

Liðið áfram á lúxusjeppa

Í landi þar sem allra veðra er von og vegirnir minna stundum frekar á fjörukamba en þjóðbrautir er ekki skrýtið að jeppar njóti mikilla vinsælda. Engum dylst heldur að slíkum farskjótum hefur farið ört fjölgandi hérlendis undanfarin ár. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 284 orð | 7 myndir

LITLI SVARTI KJÓLLINN

Lítill svartur kjóll undirstrikar kvenleika og fegurð, hvort sem hann er einfaldur eða íburðarmikill, kynþokkafullur eða hefðbundinn, tímalaus eða tímabilsbundinn. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 504 orð | 1 mynd

Matarveisla sem stendur undir nafni

M atarhátíðin Food and Fun sem haldin var fyrir stuttu er vonandi að festa sig í sessi. Að minnsta kosti benda viðtökurnar - um 8.000 gestir á tólf veitingahúsum á nokkrum dögum - til að íslenskir veitingahúsagestir kunni vel að meta þessa tilbreytingu. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 418 orð | 9 myndir

Níutíu og þrjár hugdettur

Haraldur A. Civelek stóð uppi sem sigurvegari í samkeppni Tímarits Morgunblaðsins sem haldin var í tengslum við ÍMARK-hátíðina fyrir skemmstu. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 306 orð | 1 mynd

Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir

Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir er fædd árið 1978. Hún bjó fyrstu árin í Hafnarfirði en flutti svo til Reykjavíkur og gekk í Ísaksskóla. Hún bjó í Álfheimum, var í Langholtsskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1998. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 664 orð | 12 myndir

Skemmtileikhús og gamanópera

Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU var frumsýnt leikritið Þetta er allt að koma. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 259 orð | 1 mynd

...súkkulaði fyrir samviskuna

Dökkt súkkulaði með ríkulegum kakómassa og frískandi piparmyntu, flauelsmjúkir mjólkursúkkulaðimolar með hnetum, möndlum og kúrenum og sakleysislega hvítar súkkulaðiflögur með vanillukeim. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 53 orð

Svalt Blendingar (til dæmis Toyota Prius,...

Svalt Blendingar (til dæmis Toyota Prius, ökutæki Susan Sarandon og Tim Robbins) Stuttar skrautfestar, þétt við hálsinn Ofurpör (Tim Robbins/Susan Sarandon, Jada Pinkett/Will Smith, Johnny Depp/Vanessa Paradis) Glansandi yfirbragð (Sandra Bullock,... Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 31 orð

Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík,...

Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1589 orð | 3 myndir

Útrás tveggja systra

Leikhúsmógúllinn (Theater Mogul), sem stendur að sýningum á 100% hitt eftir austurríska sálfræðinginn Bernhard Ludwig, er aðeins ríflega þriggja ára fyrirtæki. Meira
7. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 268 orð | 3 myndir

Villa Montes Chardonnay 2002 má segja...

Villa Montes Chardonnay 2002 má segja að sé "gamall kunningi". Vínin frá Montes voru með þeim fyrstu frá Chile er komu á markaðinn hér á landi á síðustu öld og hafa notið verulegra vinsælda. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.