Greinar sunnudaginn 28. mars 2004

Forsíða

28. mars 2004 | Forsíða | 164 orð | 1 mynd

Brimbrettakappar á öldufaldi við Þorlákshöfn

ÍSLENSKIR brimbrettakappar láta kuldann ekki á sig fá og þeir alhörðustu, eins og Erlendur Þór Magnússon, sem lét öldufaldinn bera sig á bretti úti fyrir Þorlákshöfn á föstudag, fara u.þ.b. 50 sinnum á ári út í öldurnar. Meira
28. mars 2004 | Forsíða | 303 orð | 1 mynd

Munnholið njóti sömu réttinda og aðrir líkamspartar

STÓRBÆTT tannheilsa íslenskra barna veitir svigrúm til þess að breyta áherslum varðandi þátttöku ríkisins í kostnaði við tannlæknaþjónustu og hætta að mismuna fólki eftir aldri og sjúkdómum. Meira
28. mars 2004 | Forsíða | 141 orð | 1 mynd

"Pablo skal á frímerki"

FINNSKA póstþjónustan hefur fitjað upp á nýmæli sem líklega á eftir að slá í gegn. Meira
28. mars 2004 | Forsíða | 136 orð

Serbar vilja aðskilnað

Serbneska þingið samþykkti á föstudag ályktun þar sem því er lýst yfir að Kosovo-hérað sé óaðskiljanlegur hluti af Serbíu. Í ályktuninni sem var samþykkt samhljóða er gert ráð fyrir að Serbar í Kosovo hljóti sjálfsstjórn. 28 létust og 3. Meira

Baksíða

28. mars 2004 | Baksíða | 160 orð | 1 mynd

Emirates kaupir hugbúnað af Calidris

FLUGFÉLAGIÐ Emirates og íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Calidris hafa gengið frá samningi um kaup Emirates á hugbúnaðinum "Revenue Integrity", sem ætlað er að auka tekjur flugfélaga með markvissum hætti, m.a. Meira
28. mars 2004 | Baksíða | 267 orð

Fjallamenn óhressir með veturinn

VETURINN sem er að líða hefur verið óvenjusnjólítill og hefur þurft að fresta bæði vélsleðamótum og jeppaferðum vegna snjóleysis. "Vetrarferðirnar hafa verið þokkalegar, en kannski svona í þynnra lagi vegna snjóleysis," segir Björn V. Meira
28. mars 2004 | Baksíða | 216 orð | 1 mynd

Grafarþögn á metsölukiljulista í Þýskalandi

ARNALDUR Indriðason rithöfundur lauk í gær, laugardag, upplestrarferð um Þýskaland en þýskt bókaforlag, Lübbe, hefur keypt útgáfuréttinn að öllum útkomnum bókum Arnaldar. Meira
28. mars 2004 | Baksíða | 59 orð | 1 mynd

Lífverðir í kröppum dansi

HURÐ skall nærri hælum í Hlíðardalsskóla þegar lífvarðanámskeið fór þar fram á vegum, WFB, Heimssamtaka lífvarða. Að minnsta kosti í þykjustunni. Meira
28. mars 2004 | Baksíða | 46 orð | 1 mynd

Niðurstaða Músíktilrauna

KEPPNINNI Músíktilraunum lauk í fyrrakvöld með sigri reykvísku hljómsveitarinnar Mammúts. Í spjalli við hljómsveitina í blaðinu í dag kemur fram að þau hafi alls ekki átt von á sigri, enda sé sveitin ekki nema þriggja mánaða gömul. Meira
28. mars 2004 | Baksíða | 187 orð | 1 mynd

Times segir Baug í viðræðum um kaup á Karen Millen

BAUGUR Group á þessa dagana í viðræðum um kaup á hlut í Karen Millen-tískuvörukeðjunni í Bretlandi, að því er fram kemur í frétt á vefútgáfunni Times Online í gær. Meira

Fréttir

28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð

Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur verður haldinn á...

Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur verður haldinn á morgun, mánudaginn 29. mars, kl. 20, í húsakynnum félagsins, Skógarhlíð 8. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 254 orð

Andvígur heimild til töku lífsýna

KRISTINN Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, telur ekki heppilega þróun að stjórnendur fyrirtækja geti tekið sér vald til þess að framkvæma læknisskoðun á vinnustað hvenær sem þeim líkar. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 449 orð

Athugasemdir Alþjóðahúss

ALÞJÓÐAHÚS gerir margvíslegar athugasemdir við framkomið stjórnarfrumvarp til laga um breytingar á lögum um útlendinga. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Áforma sölu á Fríkirkjuvegi 11

ÁFORM eru uppi um að Reykjavíkurborg selji húsið við Fríkirkjuveg 11, sem nú hýsir skrifstofur Íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR). Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Áskrifendum boðið í Listasafn Reykjavíkur

ÁSKRIFENDUM Morgunblaðsins er í dag boðið að skoða sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, í Listasafni Reykjavíkur. Húsið verður opið milli kl. 10 og 17 og fengu áskrifendur boðskort sent með blaðinu á föstudag sem þeir eru beðnir að hafa með sér. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Bókasafnið flytur í nýtt húsnæði

ALMENNINGS- og skólabókasafnið á Stokkseyri er flutt í nýtt húsnæði, en það fékk gamla samkomuhúsið Gimli til ráðstöfunar í vetur. Þröngt var orðið um bókasafnið í Stjörnusteinum, þar sem það hafði deilt húsnæði með skóladagvistun í 10 ár. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 502 orð | 2 myndir

Eigendurnir undirmenn framkvæmdastjórans

ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Calidris hefur selt flugfélaginu Emirates í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hugbúnaðarlausnina "Revenue Integrity" sem Calidris hefur þróað. Þá hafa félögin samið um tengda þjónustu til næstu sex ára. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Flakið talið vera frá slysinu í ágúst 2002

TALIÐ er nær fullvíst að bílflakið sem fannst í Hvítá í Árnessýslu síðastliðinn mánudag sé af gerðinni Suzuki Swift sem lenti í ánni við Brúarhlöð í 2. ágúst 2002. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 167 orð

Fleiri fyrirspurnir um búskipti

MEIRA hefur verið um fyrirspurnir um skipti á dánarbúum að undanförnu hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík en verið hefur í framhaldi af gildistöku nýrra laga um erfðafjárskatt frá 1. apríl og umfjöllun þar um. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð | 2 myndir

Framtíðarförðunarmeistarar

ÁRLEG förðunarkeppni Hlíðaskóla í Reykjavík var haldin í skólanum á föstudaginn og var greinilegt að ekki skorti hæfileikana hjá nemendum. Í skólanum er kennd svokölluð fantasíuförðun í listasmiðju skólans og er það ákaflega vinsælt námskeið. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 777 orð | 1 mynd

Fyrst og fremst til eflingar

Snjólfur Ólafsson er prófessor í viðskipta- og hagfræðideild HÍ og formaður stjórnar MBA-námsins. Lauk BS-prófi í stærðfræði frá HÍ og doktorsprófi í aðgerðarannsóknum frá Verkfræðiháskólanum í Stokkhólmi. Hefur m.a. verið formaður viðskiptaskorar, formaður Aðgerðarannsóknafélags Íslands og er stjórnarformaður tveggja fyrirtækja. Snjólfur er fæddur í Reykjavík 20. apríl 1954. Maki er Guðrún S. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri gæðasviðs Pharmaco. Börn eru Eyjólfur Örn og Helga Guðrún. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Grafa hrapaði 60 metra

MILDI þykir að Sigurbergur Konráðsson , einn af eigendum verktakafyrirtækisins Arnarfells, skyldi sleppa lifandi þegar 50 tonna beltagrafa sem hann vann í hrapaði niður snarbrattar hlíðar Fremri-Kárahnjúks á þriðjudagskvöld. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Hollenskt herskip í heimsókn

NÝJASTA herskip hollenska flotans de Ruyter, kom í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á föstudag og verður við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn til mánudags. Skipið er nú á reynslusiglingu um Norðursjó og Atlantshaf þar sem ekki síst á að prófa það í... Meira
28. mars 2004 | Erlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Hóta að hefna morðsins á Yassin

MORÐ Ísraela á Ahmed Yassin , stofnanda og andlegum leiðtoga Hamas-samtakanna, vakti mikla ólgu meðal Palestínumanna og í öllum ríkjum múslíma. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 216 orð

Íslenskt lambakjöt selt í 120 verslunum Whole Foods

VERSLANIR Whole Foods í Bandaríkjunum sem munu hafa íslenskt lambakjöt á boðstólum verða 120 næsta haust og fjölgar um 23. Í fyrra hófst sala á íslenska lambakjötinu í Texas, Colorado, Nýju Mexíkó og Louisiana en í ár bætast við sum miðríki... Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 230 orð

Kynningarfundur um nám í Danmörku.

Kynningarfundur um nám í Danmörku. Í lok mars munu þrír starfsmenn og einn nemandi frá Facit Erhvervsakademi heimsækja framhaldsskóla í Íslandi í lok mars. Facit Erhvervsakademi, er bandalag nokkurra skóla, m.a. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 390 orð | 1 mynd

Lestur keppir við töluvleiki

STÓRA upplestrarkeppnin fór í fyrsta sinn fram í Strandasýslu nú í vikunni. Það var Agnes Jónsdóttir, nemandi í Grunnskólanum á Hólmavík, sem sigraði keppnina. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 23 orð

Morgunblaðið seint vegna bilunar

MORGUNBLAÐIÐ barst áskrifendum sínum seint í gærmorgun vegna bilunar í prentsmiðju blaðsins. Blaðið biður lesendur velvirðingar á þeim óþægindum, sem af þessu... Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð

Mótmæla einkavæðingu Símans

ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur nýlega samþykkt ályktun þar sem segir m.a.: Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mótmælir harðlega fyrirhugaðri einkavæðingu Símans. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Norðausturland næsta svæði óbyggðanefndar

ÓBYGGÐANEFND hefur ritað fjármálaráðherra bréf og tilkynnt honum að nýtt svæði, Norðausturland, hafi verið tekið til meðferðar hjá nefndinni. Hefur sveitarfélögum og sýslumannsembættum á svæðinu jafnframt verið tilkynnt um þetta. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 390 orð | 8 myndir

Nýir starfsmenn Prentmets

Margrét Sigfúsdóttir starfsmaður í frágangsdeild. Margrét (18.11.53) hefur verið ráðin sem starfsmaður í frágangsdeild í Prentmet. Margrét fór í nám í Bandaríkjunum og lærði á Zerox 6135 Dacutech og hefur nú fimm ára reynslu á henni. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð

Rætt um trúverðugleika og álitamál

FRÆÐSLUFUNDUR verður haldinn á vegum Almannatengslafélags Íslands (AÍ) mánudag, 29. mars, og ber hann yfirskriftina "Almannatengsl og þjóðmálaumfræða - Er trúverðugleikanum ógnað? Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Samningur um vaktstöð siglinga

MARKMIÐ samnings um vaktstöð siglinga er að tryggja öruggar siglingar í íslenskri lögsögu, en ráðherrar samgöngumála og dómsmála undirrituðu samning um verkaskiptingu vegna samningsins í gær. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Sársaukinn er í höfðinu

Umhverfið breytir um svip þegar maður er á leið á lífvarðanámskeið hjá World Federation of Bodyguards í grennd við Þorlákshöfn. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð

Skráning unglinga í sumarvinnu hafin

HAFIN er skráning unglinga hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sem óska eftir sumarvinnu sumarið 2004. Frestur til þess að skrá sig er til 30. apríl. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð

Slasaðist alvarlega í bílveltu

ÖKUMAÐUR fólksbíls sem valt nokkrar veltur út af veginum yfir Hrútafjarðarháls er talinn alvarlega slasaður og var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala - háskólasjúkrahús í Reykjavík. Slysið varð um kl. 5. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Starfsaldur á fjórða þúsund ára

ERLENDUR Hjaltason framkvæmdastjóri Eimskips afhenti nýlega starfsmönnum Eimskips sem eru í starfi og starfað hafa lengur en 25 ár hjá fyrirtækinu veglegt armbandsúr að gjöf frá fyrirtækinu. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Stíflurétt í Austur-Fljótum í rúst

STÍFLURÉTT í Fljótum er gjörónýt að mati tæknifræðings Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem skoðaði hana á dögunum. Þetta hefur orðið ljósara eftir því sem snjórinn við réttina hefur minnkað, en snjóflóð sem eyðilagði sumarbústað í Fljótum í janúar sl. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 234 orð

Tveir nýir hluthafar í Hitaveitunni

TVÖ ný sveitarfélög munu á næstunni eignast hlut í Hitaveitu Suðurnesja hf. og það þriðja eykur hlut sinn. Eru þetta sveitarfélögin sem eftir stóðu í eigendahópi Jarðlindar hf. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

UNA COLLINS

UNA Collins, búninga- og leikmyndahönnuður, sem vann við íslenskt leikhús í áratugi, lést á heimili sínu í London 21. mars, 68 ára að aldri. Collins fæddist í Islington í London 31. ág 1935 og nam við háskólann í Bristol. Meira
28. mars 2004 | Innlendar fréttir | 253 orð

Vatnsveitustarfsmenn í verkfalli

STARFSMENN Anglian Water Services í Bretlandi gengu út og fóru í verkfall í vikunni sem leið, þegar áform fyrirtækisins um að ganga á bak orða sinna um lífeyrisskuldbindingar starfsmanna urðu ljós. Meira

Ritstjórnargreinar

28. mars 2004 | Staksteinar | 349 orð

- Beint lýðræði og yfirsýn almennings

Torfi Kristjánsson skrifar um milliliðalaust lýðræði í pistli í Deiglunni í gær. "Umræður um svokallað "beint lýðræði" eða "milliliðalaust lýðræði" hafa verið nokkuð í umræðunni á undanförnum misserum. Meira
28. mars 2004 | Leiðarar | 207 orð

Fjölbreytt starf

Þrennt vakti sérstaka athygli á ráðstefnu sem félagsmálaráðuneytið efndi til í fyrradag í tilefni af lokum Evrópuárs fatlaðra. Í fyrsta lagi hversu fjölmenn ráðstefnan var en hana sóttu tæplega 400 manns. Meira
28. mars 2004 | Leiðarar | 330 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

27. mars 1994: "Umræður um vandamál sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum hafa leitt í ljós, að ekki er ástandið betra á Vesturlandi, raunar verra, hvort sem litið er til hallareksturs eða eiginfjárstöðu fyrirtækjanna. [... Meira
28. mars 2004 | Leiðarar | 1872 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf Laugardagur 27. mars

Það er kunnara en frá þurfi að segja að enn hallar víða á konur í þjóðfélaginu, þrátt fyrir jafnréttisbaráttu undangenginna áratuga. Nægir þar að nefna launamun kynjanna og lágt hlutfall kvenna á Alþingi og í hvers konar stjórnunarstöðum. Meira
28. mars 2004 | Leiðarar | 336 orð

Öryggi við Kárahnjúkavirkjun

Fyrir skömmu varð banaslys við Kárahnjúkavirkjun. Nú er komið í ljós, að viku áður en banaslysið varð höfðu eftirlitsaðilar Landsvirkjunar sent Impregilo og undirverktökum þeirra skriflega athugasemd um þá hættu, sem stafaði af grjóthruni á þessu svæði. Meira

Menning

28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

And Björk of Course...

SJÓNVARPIÐ frumsýnir í kvöld sjónvarpsmynd, byggða á hinu vinsæla leikriti Þorvaldar Þorsteinssonar, And Björk of Course . Leikritið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu árið 2001 í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Meira
28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 25 orð | 6 myndir

Appetite for Destruction (1987) &sstar;&sstar;&sstar;&sstar;&sstar; GN'R...

Appetite for Destruction (1987) &sstar;{sstar}&sstar;{sstar}&sstar; GN'R Lies (1989) &sstar;{sstar}&sstar;{sstar} Use Your Illusion I (1991) &sstar;{sstar}&sstar;{sstar}&sstar; Use Your Illusion II (1991)&sstar;{sstar}&sstar; The Spaghetti Incident... Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 92 orð

Á morgun

Listaháskóli Íslands, Laugarnesvegi 91, kl. 12.30 Bryndís Snæbjörnsdóttir myndlistarmaður fjallar um eigin verk. Bryndís er prófessor við Valand-listaháskólann í Gautaborg en býr í Englandi. Hún kenndi áður við Glasgow School of Art í Skotlandi. Meira
28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 411 orð | 1 mynd

Án tónlistar væri tómlegt

ÞÓRIR Baldursson, tónlistarvirtúós með meiru, verður sextugur á morgun. Hann ætlar að fagna áfanganum með tónleikum sem fram fara í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Stórsveit Reykjavíkur verður honum til halds og trausts. Hefjast þeir klukkan 20. Meira
28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 317 orð | 1 mynd

Bjargaði níunda áratugnum

Hvað eru Guns N' Roses fyrir þér? "Ég þarf ekki að hugsa mig neitt um með það. Guns N' Roses er hljómsveitin sem bjargaði níunda áratugnum hvað mig varðar. Ég var búinn að gefast upp á allri nýrri músík þangað til þeir komu. Meira
28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 342 orð | 1 mynd

Breytti lífi mínu

Hvað eru Guns N' Roses fyrir þér? "Í mínum augum er þetta goðsagnakennd hljómsveit sem breytti lífi mínu. Þegar Appetite for Destruction kom út var ég gjörsamlega ómótaður og rétt að komast inn á unglingsárin. Meira
28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 161 orð | 1 mynd

Deep Purple til Íslands

HLJÓMSVEITIN Deep Purple heldur tónleika á Íslandi 24. júní í sumar. Hljómsveitin er ein af frægustu þungarokksveitum sögunnar og hefur áður spilað á Íslandi, árið 1971. Meira
28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Fólk

Orðrómur er kominn á kreik um að öldungarnir í ROLLING STONES vinni nú að nýrri stúdíóplötu, sem yrði þeirra fyrsta í sjö ár, eða allt frá því þeir gáfu út plötuna Bridges to Babylon árið 1997. Meira
28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 803 orð | 1 mynd

Góðir strákar spila ekki rokk

GUNS N' Roses er áreiðanlega með flottustu rokksveitum síðustu ára. Ekkert hefur heyrst frá sveitinni lengi og því gleður útkoma safnplötunnar Greatest Hits áreiðanlega einhverja aðdáendur. Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd

Hálf öld frá upphafi Silfurlampans

FIMMTÍU ár eru í dag liðin frá því Félag íslenskra leikdómenda var stofnað. Um leið var ákveðið að efna til sérstakra verðlauna fyrir besta leik undangengins leikárs. Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 1264 orð | 1 mynd

Hið dýrmæta í hversdagsleikanum

Leikhópurinn Á senunni frumsýnir í kvöld kabarettinn Paris at night á Litla sviði Borgarleikhússins. Silja Björk Huldudóttir hitti stofnendur hópsins, þau Felix Bergsson leikara og Kolbrúnu Halldórsdóttur leikstjóra, að máli. Meira
28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Hörður Torfason í Sjálfstæðu fólki

JÓN Ársæll Þórðarson heldur áfram að skyggnast á bakvið grímuna hjá Íslendingum og hefur hann komið víða við í þeirri viðleitni sinni. Í þetta sinnið er það söngvaskáldið Hörður Torfason sem svo sannarlega má kalla "sjálfstæðan". Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 46 orð

Í dag

Þorlákskirkja, Þorlákshöfn Listakonan Æja opnar sýninguna Bikar lífsins í forsal kirkjunnar. Meginþema sýningarinnar er tengt páskahátíðinni og í sýningarskrá birtist ljóð sem er tengt þessu þema. Á Íslandi eru víða til verk eftir Æju, t.d. Meira
28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 944 orð | 6 myndir

Kvöld mikilla undra

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2004, haldið fyrir troðfullum Austurbæ. Þátt tóku Royal Fanclub, Form áttanna, Tony the Pony, Brothers Majere, Zither, Bertel, Mania, Lada Sport, Kingstone, Driver Dave og Mammút. Haldið föstudaginn 26. mars. Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 1213 orð | 1 mynd

Listiðkun og listsköpun

Umfjöllun um tvær leiksýningar sem nú eru á fjölunum er kveikjan að þessum pistli. Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 85 orð | 3 myndir

Ljóðskáld lesa upp

FIMM ljóðskáld munu lesa úr ljóðum sínum á svonefndu Skáldaspírukvöldi sem haldið verður á veitingahúsinu Jóni forseta í Aðalstræti á þriðjudag. Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 35 orð

Paris at night

kabarett byggður á ljóðum Jacques Préverts. Þýðing: Sigurður Pálsson. Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Myndbandstækni: Gideon Kiers. Hljómsveitarstjóri: Karl Olgeirsson. Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Rósariddari í hádegi

BUXNAMEYJAR og blómasendlar er yfirskrift hádegistónleika í Íslensku óperunni kl. 12.15 á þriðjudag. Flutt verða valin atriði úr óperunni Rósariddaranum eftir Richard Strauss, tengd saman með sönglögum Strauss. Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 58 orð

Sigrún Eldjárn tilnefnd

SIGRÚN Eldjárn rithöfundur og myndlistarkona er tilnefnd af Íslands hálfu til Norrænu barnabókaverðlaunanna árið 2004. Sigrún er tilnefnd fyrir höfundarferil, sem rithöfundur og listamaður. Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 641 orð | 1 mynd

Ungverskt í Salnum

"LEIKUR er leikur. Hann krefst óhefts frelsis og frumkvæðis af þátttakendum. Meira
28. mars 2004 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Wham! söngleikur?

GEORGE MICHAEL íhugar nú að búa til söngleik byggðan á lögum Wham! Í útvarpsviðtali í vikunni sagði hann að búið væri oftar en einu sinni að biðja sig og Andrew Ridgeley að taka þátt í slíku verkefni og að sér þætti það spennandi. Meira
28. mars 2004 | Menningarlíf | 1392 orð | 2 myndir

Önd mín miklar drottin

Mótettukór Hallgrímskirkju, einsöngvarar og hljómsveit flytja þrjú verk helguð boðunardegi Maríu á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við tvo einsöngvaranna, Magnús Baldvinsson bassa og Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, sem koma til landsins gagngert til þess að syngja á tónleikunum. Meira

Umræðan

28. mars 2004 | Aðsent efni | 2964 orð | 1 mynd

Auðhringir, frjáls samkeppni og hin fullkomna einokun

Það er vonandi rétt, að Íslendingar séu ekki þeirrar gerðar að þjóðin hafi áhuga á að gerast húskarlar hjá örfáum einstaklingum. Meira
28. mars 2004 | Aðsent efni | 1166 orð | 1 mynd

Brýtur Félag fasteignasala vísvitandi lög?

En hvers vegna vegur félagið svona að utanfélagsmönnum? - Jú, það er aðeins ein ástæða fyrir því. Tvær fasteignasölur bjóða seljendum umtalsvert lægri söluþóknun. Meira
28. mars 2004 | Aðsent efni | 1681 orð | 1 mynd

Eftirlit með eftirlitinu

Flestir sem að útgerð koma í landinu séu heilshugar fylgjandi einkavæðingu á opinberri starfsemi, þar sem henni verður við komið. Meira
28. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 653 orð

Er ekki kominn tími til að tengja?

UNDANFARNAR vikur hafa mál stúdenta við Háskóla Íslands verið í kastljósinu, enda ekki að furða reiði stúdenta og margra annarra gagnvart því skrefi aftur á bak, að taka ‘hugsanlega' upp skólagjöld við HÍ. Það er þó ekki tilefni þessara skrifa. Meira
28. mars 2004 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd

Háskólar - Rannsóknaháskólar

Á undanförnum árum hafa svokallaðir háskólar sprottið upp hér á landi litlu hægar en gorkúlur á mykjuskán. Meira
28. mars 2004 | Aðsent efni | 1144 orð | 1 mynd

Hver bað um breytingar?

Persónulega þætti mér eðlilegt að dagmóðir sem starfað hefur áfallalaust í nokkur ár öðlist rétt til að gæta 6. barnsins allan daginn eða að vild. Meira
28. mars 2004 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Umhverfisvænir vegfarendur eftir Sundabraut

Veðurfar hér á landi er þannig að það er ekki alltaf ákjósanlegt að aka hvað þá hjóla eða ganga á brú sem er 60 metra yfir sjávarmáli. Meira
28. mars 2004 | Aðsent efni | 8 orð | 2 myndir

Úrslitin í ítalska boltanum beint í...

Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann... Meira
28. mars 2004 | Bréf til blaðsins | 358 orð

Ættarmót á Snorrastöðum AFKOMENDUR hjónanna Magnúsar...

Ættarmót á Snorrastöðum AFKOMENDUR hjónanna Magnúsar Magnússonar og Sigríðar Herdísar Hallsdóttur frá Hallkelsstaðahlíð í Kolbeinsstaðahreppi, efna til ættarmóts að Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi helgina 11.-13. júní 2004. Meira

Minningargreinar

28. mars 2004 | Minningargreinar | 1441 orð | 1 mynd

BRYNDÍS KRISTINSDÓTTIR

Bryndís Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 8. október 1955. Hún lést á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut 13. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 23. mars. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2004 | Minningargreinar | 557 orð | 1 mynd

FERDINAND JÓNSSON

Ferdinand Jónsson fæddist á Fornastöðum í Fnjóskadal í S-Þingeyjarsýslu 10. apríl 1922. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónsdóttir, f. á Fornastöðum í Fnjóskadal 9. nóv. 1882, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2004 | Minningargreinar | 2041 orð | 1 mynd

HRÖNN BENÓNÝSDÓTTIR

Hrönn Benónýsdóttir fæddist á Húsavík 15. október 1947. Hún lést á kvennadeild Landspítalans við Hringbraut 16. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Einarsstaðakirkju 24. mars. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2004 | Minningargreinar | 745 orð | 1 mynd

HRÖNN ÞÓRÐARDÓTTIR

Hrönn Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1944. Hún andaðist á Landspítalnum við Hringbraut 16. mars síðastliðinn. Hrönn var dóttir hjónanna Unnar Albertsdóttur, f. 6. ágúst 1917, d. 10. febrúar 1996, og Þórðar Geirssonar, f. 13. mars 1917, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2004 | Minningargreinar | 319 orð | 1 mynd

HUGINN SVAN ÞORBJÖRNSSON

Huginn Svan Þorbjörnsson fæddist í Reykjavík 2. júlí 1969. Hann lést 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðrún Jensdóttir, f. í Vestmannaeyjum 13. september 1936, og Þorbjörn Ásgeirsson, f. í Reykjavík 1. ágúst 1939. Systkini Hugins eru Ásgeir, f. 11. nóvember 1965, Sigríður, f. 27. október 1963, Jens, f. 7. september 1955, og Linda, f. 14. júlí 1953. Útför Hugins fór fram frá Hvalsneskirkju 19. mars, í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2004 | Minningargreinar | 475 orð | 1 mynd

JÓN SÆVAR JÓNSSON

Jón Sævar Jónsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1926. Hann lést í Redondo Beach í Kaliforníu 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, f. 10.5. 1869, d. 2.1. 1954, og Guðrún Jónsdóttir, f. 3.2. 1895, d. 16.4. 1983. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2004 | Minningargreinar | 851 orð | 1 mynd

KRISTÍN ERMENREKSDÓTTIR

Kristín Ermenreksdóttir fæddist í Reykjavík 19. janúar 1919. Hún lést í Kaupmannahöfn 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingunn Einarsdóttir, f. 13. október 1887, og Ermenrekur Jónsson trésmíðameistari, f. 16. febrúar 1886. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2004 | Minningargreinar | 472 orð | 1 mynd

SIGURJÓN SIGURBERGSSON

Sigurjón Sigurbergsson, bóndi í Hamrahlíð í Skagafirði, fæddist í Svínafelli í Nesjum 28. mars 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks aðfaranótt 24. febrúar síðastliðinn. Útför Sigurjóns var gerð frá Reykjakirkju 4. mars. Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2004 | Minningargreinar | 28 orð

Vilborg Þórðardóttir

Senn mun bjalla kveldsins kalla kyssir fjallablærinn rótt. Degi hallar, daggir falla dreymir alla - góða nótt. (Jón Árnason.) Með kærri þökk fyrir allt. Haraldur Eyjólfsson og... Meira  Kaupa minningabók
28. mars 2004 | Minningargreinar | 779 orð | 1 mynd

VILBORG ÞÓRÐARDÓTTIR

Vilborg Þórðardóttir fæddist 25. mars 1924. Hún lést á Landspítalanum 16. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna í Vatnsnesi, Þórðar Jónssonar, f. 1. apríl 1889, d. 26. október 1972, og Sigrúnar Guðjónsdóttur, f. 26. júní 1900, d. 2. febrúar 1996. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

28. mars 2004 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 28. mars, er áttræð Guðrún Valdimarsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði . Hún er að heiman á... Meira
28. mars 2004 | Fastir þættir | 290 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

"Ég sá hann! Ég sá hann með eigin augum." Jean Besse var mikið niðri fyrir þegar hann kom út úr spilasalnum og hljóp beint í flasið á Jose Le Dentu: "Ég hafði hann innan seilingar en missi tökin í lokin," sagði Besse og var gráti nær. Meira
28. mars 2004 | Fastir þættir | 99 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, mánud. 22. mars 2004. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss. 250 Ólafur Ingvarss. - Friðrik Hermannss. Meira
28. mars 2004 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní 2003 í Lágafellskirkju af sr. Sigfúsi Ingvarssyni þau Ísabella Theódórsdóttir og Sigurgeir... Meira
28. mars 2004 | Fastir þættir | 281 orð

Framkvæma

Lesandi þessara þátta sendi mér eftirfarandi tilkynningu frá banka, þar sem honum þótti orðalagið óíslenzkulegt í meira lagi. Hún var á þessa leið með eðlilegum styttingum: Þann 09.03.2004 klukkan 12:19 framkvæmdi NN eftirfarandi innborgun o.s.frv. Meira
28. mars 2004 | Dagbók | 212 orð

Háteigskirkja, eldri borgarar Eldri borgarar.

Háteigskirkja, eldri borgarar Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Skráning í síma 5115405. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20-22 (fyrir 8.-10. bekk). Árbæjarkirkja. Kl. Meira
28. mars 2004 | Dagbók | 53 orð

LÓAN

Lóan er komin að kveða burt snjóinn, að kveða burt leiðindin, það getur hún. Hún hefir sagt mér, að senn komi spóinn, sólskin í dali og blómstur í tún. Hún hefir sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekki hót. Meira
28. mars 2004 | Dagbók | 450 orð

(Mt. 6, 20.)

Í dag er sunnudagur 28. mars, 88. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Meira
28. mars 2004 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be7 8. f3 Be6 9. Dd2 O-O 10. O-O-O a5 11. De1 Dc8 12. a4 Rc6 13. g4 Rb4 14. g5 Rh5 15. Kb1 Dc7 16. Df2 Rf4 17. Rb5 Db8 18. Bxf4 exf4 19. R3d4 Bd7 20. Hg1 g6 21. Bc4 Dc8 22. Bb3 Dc5 23. Meira
28. mars 2004 | Fastir þættir | 795 orð | 1 mynd

Stóru spurningarnar

Í dag er 5. sunnudagur í föstu og því tekið að líða á seinni hluta þess tímabils kirkjuársins, sem lýkur með helgu viku. Sigurður Ægisson gerir þennan mikilvæga íhugunartíma sálarinnar að umræðuefni að þessu sinni. Meira
28. mars 2004 | Dagbók | 313 orð | 1 mynd

Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar...

Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til sjöttu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju í Mjódd í kvöld, sunnudaginn 28. mars, kl. 20. Meira
28. mars 2004 | Fastir þættir | 404 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

MIKIÐ hefur verið rætt um að hugmyndir gerist ekki heldur verði að veruleika, í kjölfar auglýsingaherferðar Símans. Meira

Íþróttir

28. mars 2004 | Íþróttir | 190 orð

Snæfell leikur til úrslita

LIÐ Snæfells í Stykkishólmi leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Snæfell vann Njarðvíkinga í undanúrslitum í þremur leikjum án þess að Suðurnesjamönnum tækist að vinna einn leik. Meira

Sunnudagsblað

28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 2778 orð | 3 myndir

Annar dans - And Björk of course...

Í kvöld frumsýnir Sjónvarpið mynd Lárusar Ýmis Óskarssonar, "And Björk of course..." Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Lárus um þessa mynd og ýmsar aðrar, sem og um ýmislegt sem lýtur að kvikmyndagerð og fleiru. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 1478 orð | 4 myndir

Á gönguskíðum í Goðahnjúka

Gönguleiðin frá Snæfelli í Lónsöræfi er vinsæl meðal ferðafólks, enda fjallasýnin einkar tignarleg. Færri hafa hins vegar afrekað að ganga í Goðahnjúka á skíðum og fara síðan niður af jöklinum í Múlaskála í Lónsöræfum og þaðan yfir Kjarrdalsheiði líkt og Steinn Jónsson og jöklarannsóknardeild landlæknis afrekuðu í tvígang. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 695 orð | 6 myndir

Ferðasaga "Onkel Freddy"

Gunnlaugur Einarsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, var nafnkunnur maður í Reykjavík á sinni tíð og rataði meira að segja í teiknimyndaformi á síður austurríska blaðsins Das kleine Volksblatt. Pétur Pétursson rifjar upp söguna. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 1196 orð | 5 myndir

Innblástur fyrir margan Billy Elliott

Eflaust grunaði engan sem mætti litlum pjakki við Kröflu í byrjun áttunda áratugarins að það yrði síðar eitt helsta leikskáld Englendinga, eins og síðar varð raunin. Pétur Blöndal ræðir við Lee Hall, sem samdi handrit að Billy Elliott, leikritið Eldað með Elvis og vinnur að söngleik með Elton John. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 1337 orð | 6 myndir

Lengra en nefið nær

Spóinn er einn þeirra farfugla sem hafa vetursetu í Afríku. Guðni Einarsson gluggaði í dagbók Páls Steingrímssonar kvikmyndagerðarmanns sem fór ásamt fleirum á spóaslóðir í Gambíu og Senegal. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 859 orð | 3 myndir

Loðfíllinn lifir!

Rokksveitin Mammút úr Reykjavík sigraði á úrslitakvöldi Músíktilrauna sem fram fór á föstudagskvöldið í Austurbæ. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við meðlimi stuttu eftir að úrslit voru ljós. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 2088 orð | 1 mynd

Reynslan er sjóður sem stækkar sífellt

"Það hefur hvarflað að mér að ég sé búin að fara í einhvers konar hring," segir Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, ritstjóri og rithöfundur, í samtali við Hávar Sigurjónsson en hún er aftur komin að ritstjórn Tímarits Máls og menningar eftir 16 ár á öðrum vettvangi. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 63 orð | 5 myndir

Rispur

Vor, og lífið er fullt af andstæðum. Þetta er þessi óvissi tími; einn daginn er vetur og brimið lemur á landinu, en svo birtir skyndilega upp og andvarinn lofar sumri. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 203 orð | 2 myndir

Saltfiskur, selspik og snafs fyrir kúnnann

"Ég kalla búðina Sægreifann, sumum þótti þetta skrýtið nafn en ég gengst fúslega við því," segir Kjartan Halldórsson fisksali í Verbúð 8 við Geirsgötu í Reykjavík. Kjartan hefur rekið verslunin í á annað ár og býður upp á ýmsar fiskafurðir. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 1048 orð | 2 myndir

Sjálfræði og upplýst samþykki

Breski heimspekingurinn Onora O'Neill hefur fjallað mikið um siðferðilegar hliðar upplýsts samþykkis. O'Neill, sem er barónessa og meðlimur lávarðadeildar breska þingsins, auk þess að vera skólameistari á Newham-garði í Cambridge-háskóla, flytur opinberan fyrirlestur hér á landi á þriðjudaginn. Kristján G. Arngrímsson sendi henni nokkrar spurningar í tölvupósti. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 651 orð | 1 mynd

Sjónvarp óskast - má kosta hvað sem er

Hvað er málið með þennan fótbolta? Eins og einhver sagði: Þetta er einfaldur boltaleikur með einföldum reglum: Einn bolti, tuttugu og tveir leikmenn og Þjóðverjar vinna. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 597 orð | 2 myndir

Skýrslur mæla með upptöku neta

NÝLEGA var boðað til almenns félagsfundar í Veiðifélagi Árnessýslu vegna tillagna vinnuhóps sem skipaður var til að finna leiðir til að auka arðsemi laxveiði á vatnasvæði Hvítár/Ölfusár. Þar voru m.a. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 452 orð | 1 mynd

Steinninn og glerhúsið

eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 86 orð | 1 mynd

Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins

Pera vikunnar: Í furðuferningi er sama summa í sérhverri röð lárétt, lóðrétt og horna á milli. Fimm talnannna í meðfylgjandi furðuferningi eru táknaðar með bókstöfunum a, b, c, d og e. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 456 orð | 1 mynd

Tímabær viðhorf

Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki og stjórnarformaður Siðfræðistofnunar við Háskóla Íslands, segir O'Neill hafa einkar gott lag á að tengja siðfræði við knýjandi málefni sem við stöndum frammi fyrir. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 418 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

Bankarnir eiga vissulega að sækjast eftir góðum hagnaði, en þeir geta ekki leyft sér að skara að sér skyndigróða á kostnað stöðugleikans í efnahagslífinu. Davíð Oddsson forsætisráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands. Meira
28. mars 2004 | Sunnudagsblað | 2325 orð | 4 myndir

Þegar draumur breyttist í martröð...

Fréttaskýring | Þjóðernisátök blossuðu upp að nýju í Kosovo á dögunum eftir nærri fimm ára vopnaðan frið. Árni Snævarr fréttamaður er á meðal fjölda Íslendinga sem sinnt hafa friðargæslu í héraðinu. Hann segir aðkallandi að alþjóðasamfélagið taki erfiðar ákvarðanir um framtíð Kosovo sem slegið hafi verið á frest fyrir fimm árum. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 93 orð

2004 Apríl

Ekki tefla á tæpasta vað og vera í eldlínunni 5. apríl, segja stjörnuspekingar. Þá er fullt tungl og háflóð í tilfinningalífinu. Hinn 19. apríl verður nýtt tungl í hrúti og tunglmyrkvi. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 285 orð

28.03.04

Svokallaðar fagurbókmenntir hafa verið það bókmenntaform, sem mest er í hávegum haft og fengið hefur mesta umfjöllun, lof og prís. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 97 orð | 1 mynd

Aðstæður til tekjuöflunar eru fisknum hagstæðar...

Aðstæður til tekjuöflunar eru fisknum hagstæðar í þessum mánuði. Nýttu meðbyrinn til þess að byggja upp og gæta þess sem er þér dýrmætast. Viðskiptatækifæri gætu skotið upp kollinum á fullu tungli 5. apríl og nýtt tungl 19. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 111 orð | 1 mynd

Afmæli herrailms

Um þessar mundir er haldið upp á tíu ára afmæli herrailms Issey Miyake, L'Eau d'Issey, sem kom fram á sjónarsviðið árið 1994. Þessi japanski hönnuður hefur verið lengi í bransanum en hann fæddist í Hiroshima árið 1938. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1300 orð | 5 myndir

Arkitekt sem byggir á fortíðinni

Anna Kristín Þórsdóttir kom fyrst til Bandaríkjanna sem námsmaður árið 1970 og hóf nám í frjálsum listum við University of Massachusetts og lauk þaðan BA-prófi. Hún hélt síðan til Kaliforníu til náms við UCLA og lauk þaðan námi í arkitektúr árið 1977. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 725 orð | 12 myndir

Atferlisfötlun og leitin að fegurðinni

Það koma þær stundir að mann á í basli með að halda trú á mannkynið, tilgang lífsins, halda geðheilsu. Hvað erum við að gera hérna? Ég meina, á jörðinni. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 334 orð | 2 myndir

Ákaflega frjótt tímabil

Í huga Jóns Böðvarssonar íslenskufræðings var ákaflega eftirminnilegt þegar hann fluttist til Reykjanesbæjar til að taka við stöðu skólameistara í nýstofnuðum framhaldsskóla þar árið 1976. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 71 orð | 1 mynd

...blómalistaverk eftir Andy Warhol

Verslunin Rosenthal, Laugavegi 52, býður meðal annars upp á skálar sem tilheyra línu sem kennd er við popplistamanninn Andy Warhol. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 106 orð | 1 mynd

Bogmaðurinn er í essinu sínu á...

Bogmaðurinn er í essinu sínu á þessum árstíma. Slettu úr klaufunum og leyfðu barninu í þér að fá útrás. Þeir sem eiga börn njóta samvistanna við þau enn meira en venjulega. Fullt tungl 5. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 688 orð | 10 myndir

COCO CHANEL

Gabriella Bonheur Chanel fæddist í Saumur í Suður-Frakklandi hinn 19. ágúst árið 1883. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 104 orð | 1 mynd

Ferðalög og menntun verða í forgrunni...

Ferðalög og menntun verða í forgrunni á næstu vikum og ljónið veit hvort það er á réttum kili eftir fullt tungl 5. apríl. Ný tækifæri gætu skotið upp kollinum á nýju tungli 19. apríl, ekki hika við að taka áhættu. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 630 orð | 4 myndir

Fljúgandi stólar og logandi hellur

Í deildinni sem Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir lýkur brátt prófi frá við Hönnunarakademíuna í Eindhoven, er hvatt til sjálfstæðrar sköpunar frá nýjum sjónarhornum. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 551 orð | 2 myndir

Gist í fangaklefa

F arfuglaheimili er víða að finna í borgum og þar má yfirleitt gista fyrir lítið fé og njóta lágmarksþæginda. Í slóvensku höfuðborginni Ljubljana er að finna farfuglaheimili sem hefur þá sérstöðu að þar var eitt sinn starfrækt tukthús. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1753 orð | 3 myndir

Góður rómur að glæpum

Það er eitthvað undarlega kunnuglegt við leikarann Frank Glaubrecht, þar sem hann situr og les upp úr Grafarþögn Arnaldar Indriðasonar í nýrri þýskri þýðingu. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 107 orð | 1 mynd

Heimili og fjölskylda verða steingeitinni ofarlega...

Heimili og fjölskylda verða steingeitinni ofarlega í huga í mánuðinum og hún fær tækifæri til þess að fegra í kringum sig og bæta samskipti. Fullt tungl 5. apríl markar nýja byrjun á þeim vettvangi og á nýju tungli 19. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 305 orð | 2 myndir

Hlupu um eins og villtir hestar

Ég man ekki eftir leiðinlegu tímabili í lífi mínu, þau voru öll skemmtileg," segir tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK. "Ég er fæddur í Bandaríkjunum og ólst upp þar. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 567 orð | 1 mynd

Hryðjuverkamenn - og annað fólk

Þ essa dagana bý ég svo vel að hafa aðgang að fimmtíu sjónvarpsstöðvum og finn fréttafíknina vaxa jafnt og þétt. Það er orðinn fastur liður á heimilinu að borða hádegismatinn með augu og eyru límd við BBC World, CNN eða DR. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 106 orð | 1 mynd

Hugaðu að heilsunni í mánuðinum, labbaðu...

Hugaðu að heilsunni í mánuðinum, labbaðu upp stiga í stað þess að taka lyftu og drekktu vatn. Þú verður kannski í leikfimistuði eftir fullt tungl 5. apríl og á nýju tungli 19. apríl mun árangurinn ekki láta á sér standa. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 697 orð | 1 mynd

Höfum ekki hlustað á áhorfendur í mörg ár

Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson eru þekktasta dómaraparið á Íslandi í handknattleik og eru auk þess vel kynntir á alþjóðlegum vettvangi. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 438 orð | 2 myndir

Leiklist og klósettþrif

Ágústa Skúladóttir, leikkona, uppistandari og leikstjóri með meiru, segir af mörgu að taka þegar hún er innt eftir eftirminnilegu tímabili í lífi sínu. "Það er náttúrulega London," segir hún eftir nokkra umhugsun. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 832 orð | 8 myndir

Lífræn ræktun

Heilsufarið, umhverfið og dýrin Fólk kýs lífrænar vörur ýmist af heilbrigðisástæðum, umhverfissjónarmiðum eða af hjartagæsku gagnvart dýrum. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 116 orð | 1 mynd

Meyjan nær dýpri tengslum við ástvin...

Meyjan nær dýpri tengslum við ástvin sinn á nýju tungli 19. apríl og árangri í viðskiptum og peningamálum. Ferðalög og ævintýri verða henni ofarlega í huga í lok mánaðar, enda er mál til komið að hún fari í frí. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 581 orð | 1 mynd

Miskunnsamt réttlæti

Af hverju lögfræði? Lögfræðin var nú eiginlega bara skyndiákvörðun hjá mér. Ég var búin að skrá mig í sögu í Háskólanum og ákvað síðan skyndilega að fara frekar í lögfræði. Oft reynast skyndiákvarðanir vera bestu ákvarðanirnar. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 114 orð | 1 mynd

Nautið dregur sig oft í hlé...

Nautið dregur sig oft í hlé vikurnar fyrir afmæli sitt og lætur hugann reika. Andlegur styrkur þess og trú eykst þegar það lítur yfir farinn veg. Nautið verður tilbúið að snúa blaðinu við og bæta líf sitt og sinna nánustu á fullu tungli 5. apríl. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 337 orð | 2 myndir

Ráðuneytið undirlagt

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra þarf ekki að fara langt aftur í tímann þegar hún er beðin að rifja upp eftirminnilegt tímabil í lífi sínu. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 102 orð | 1 mynd

Samskipti við keppinauta, maka, viðskiptafélaga eða...

Samskipti við keppinauta, maka, viðskiptafélaga eða besta vin verða í brennidepli í lífi vogarinnar í apríl. Búðu þig undir tímabil samningaviðræðna og málamiðlana. Tækifærin bíða þín á fullu tungli 5. apríl og á nýju tungli hinn 19. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 102 orð | 1 mynd

Sjónum krabbans er beint að starfsframa...

Sjónum krabbans er beint að starfsframa og þjóðfélagsstöðu í þessum mánuði og hann gæti þurft að stíga inn í sviðsljósið. Aðstæður til þess að leggja á ráðin um framtíðina eru óvenjuhagstæðar. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 111 orð | 1 mynd

Til hamingju með afmælið, hrútar!

Til hamingju með afmælið, hrútar! Hinn síungi hrútur mun baða sig í sólinni mestallan apríl og njóta aukins krafts í afmælismánuðinum. Hugsanlegt er að komi til uppgjörs við félaga, maka eða besta vin á fullu tungli 5. apríl. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 2312 orð | 6 myndir

TÍSKUVELDIÐ KAREN MILLEN BYRJAÐI MEÐ 100 PUND

Karen Millen er einn af þekktustu fatahönnuðum Breta og hefur samnefnt fyrirtæki, sem hún og fyrrum maður hennar Kevin Stanford stofnuðu, blómstrað og dafnað undanfarin ár. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 89 orð | 1 mynd

Tjáskipti verða einkennandi fyrir líf vatnsberans...

Tjáskipti verða einkennandi fyrir líf vatnsberans næstu vikurnar. Hann verður einstaklega upptekinn og engu líkara en að allir vilji ná sambandi. Á fullu tungli 5. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 95 orð | 1 mynd

Vanabindandi fyrir varir

Dior Addict er ný gerð gegnsærra gljáavaralita, sem gæddir eru sérstakri tækni. Tónarnir eru með þreföldu endurvarpi ljóss, þökk sé nýrri kynslóð af glitögnum sem blandað er saman við litina. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 105 orð | 1 mynd

Vinir, kunningjar og félagslíf verður í...

Vinir, kunningjar og félagslíf verður í fyrirrúmi í lífi tvíburans fyrstu þrjár vikur í apríl. Þær eru líka góður tími til þess að styrkja tengslanetið, sem er ein uppáhaldsiðja tvíburans, þegar öllu er á botninn hvolft. Fullt tungl 5. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 166 orð | 12 myndir

Þarfaþing á geisladiska öld

Geisladiskarekkar eru þarfaþing á hverju heimili á þessari geisladiskaöld. Oft á fólk fjöldann allan af geisladiskum og geta þeir skipt þúsundum á tónelskum heimilum. Aðrir eiga færri diska og geta rekkarnir sem hér eru sýndir hentað þeim. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 178 orð

Þegar tíminn flýgur áfram

Þó að lífið sé í sjálfu sér ein samfella frá vöggu til grafar fer ekki hjá því að hjá flestum okkar skiptist það upp í mismunandi tímabil sem hafa hvert sitt einkenni; gaggótímabilið, árin erlendis, sumrin í sveitinni eða fyrsta fasta vinnan. Meira
28. mars 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 607 orð | 1 mynd

Þú ert svo heppin

É g heyrði á tal tveggja ungra kvenna um daginn. Önnur var í dragt, í góðu starfi hjá góðu fyrirtæki, hin var í gallabuxum og bol, í skemmtilegu námi í hinum skemmtilega Háskóla Íslands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.