Greinar þriðjudaginn 11. maí 2004

Forsíða

11. maí 2004 | Forsíða | 92 orð

Amnesty gagnrýnir her Breta

MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International birta í dag skýrslu þar sem breskir hermenn eru sakaðir um að hafa skotið óbreytta borgara í Írak til bana, m.a. Meira
11. maí 2004 | Forsíða | 181 orð | 1 mynd

Bush hrósar Rumsfeld

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir fullum stuðningi við Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra í gær og sagði hann hafa unnið "frábært starf". Meira
11. maí 2004 | Forsíða | 364 orð | 1 mynd

Eignaraðild fyrirtækja verði takmörkuð við 5%

TAKMÖRKUN við að veita útvarpsleyfi fjölmiðli sem er í eigu markaðsráðandi fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu í markaðsráðandi stöðu, skal aðeins taka til fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu sem veltir yfir tveimur milljörðum króna á ári samkvæmt... Meira
11. maí 2004 | Forsíða | 189 orð | 1 mynd

"Frægasta listaverk sem komið hefur til Íslands"

SÝNING á Kenjunum eftir spænska listamanninn Francisco de Goya verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn. Hannes Sigurðsson, forstöðumaður safnsins, segir að Kenjarnar séu líklega "frægasta listaverk sem komið hefur til Íslands". Meira

Baksíða

11. maí 2004 | Baksíða | 197 orð

Ákærði neitar sök fyrir dómi

EINI maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir aðild að Skeljungsráninu svokallaða, sem framið var í Lækjargötu 27. febrúar 1995, breytti framburði sínum fyrir dómi í gær, og segist saklaus af ákærunni. Meira
11. maí 2004 | Baksíða | 137 orð

Átak í atvinnumálum

HÓPUR atvinnulauss fólks af Suðurnesjum, 30 til 40 manns, er að hefja tveggja mánaða bóklegt nám á starfsmenntunarbrautum. Að því loknu tekur við þriggja mánaða starfsþjálfun í fyrirtækjum. Fólkið heldur atvinnuleysisbótum meðan á náminu stendur. Meira
11. maí 2004 | Baksíða | 315 orð | 1 mynd

Hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi

INNRA-Bæjargil og Skollahvilft á Flateyri eru að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi. Þetta kemur fram í hættumati vegna ofanflóða sem bæjarstjórn ræddi á lokuðum fundi í síðustu viku. Meira
11. maí 2004 | Baksíða | 97 orð

Íslandsbanki hækkar vexti en KB banki ekki

ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sína um 0,2%, í samræmi við hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Vaxtahækkun bankans tekur gildi í dag eins og stýrivextir Seðlabankans. Meira
11. maí 2004 | Baksíða | 125 orð | 1 mynd

Íslandsmeistarabikarinn í handbolta á ný til Eyja

EINVÍGI ÍBV og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í handknattleik lauk í gær er Eyjaliðið vann fjórða leik liðanna á Hlíðarenda, 30:26, og rimmuna samanlagt 3:1. Meira

Fréttir

11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

27,2 milljarðar verða greiddir til kúabænda

ALLS verða tæpir 27,2 milljarðar greiddir út til kúabænda á árunum 2005-2012, samkvæmt samningi sem landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra og Bændasamtök Íslands undirrituðu í gær. Meira
11. maí 2004 | Austurland | 167 orð | 1 mynd

Atburðarásin fjörleg í Fljótsdalnum

Egilsstaðir | Verið er að kynna sumardagskrá Skriðuklausturs í Fljótsdal um þessar mundir og kennir þar ýmissa grasa. Má nefna rýmri opnunartíma í þessum mánuði en verið hefur og vortónleika um miðjan mánuð. Meira
11. maí 2004 | Suðurnes | 118 orð | 1 mynd

Atvinna, menntun og umhverfi

Reykjanesbær | Fyrsti fundur Árna Sigfússonar bæjarstjóra með bæjarbúum í ár verður í kvöld í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík. Hefst fundurinn klukkan 20. Bæjarstjóri hyggst ræða um atvinnu, menntun og umhverfi. Meira
11. maí 2004 | Erlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Ákveða fljótlega hvort ákært verður

GEOFF Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í breska þinginu í gær að ákvörðunar væri að vænta í tveimur málum, er varða meinta illa meðferð á íröskum föngum, um það hvort ákærur yrðu gefnar út. Meira
11. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 226 orð | 1 mynd

Átak til að auka öryggi barna á reiðhjólum

ÁTAK til að stuðla að auknu öryggi barna á reiðhjólum hófst í gær með því að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti 6 ára börnum úr Síðuskóla á Akureyri reiðhjólahjálma. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 308 orð

ÁTVR ríkisstofnun til fyrirmyndar 2004

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur verið valin ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2004 og afhenti Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, Höskuldi Jónssyni, forstjóra ÁTVR, verðlaunagripinn Vegvísinn af því tilefni í Ráðherrabústaðnum í gær. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Baldur Ágústsson tilkynnir forsetaframboð

BALDUR Ágústsson hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Holti á hádegi í dag, þar sem hann mun tilkynna framboð sitt til forsetaembættisins í kosningunum sem fram fara hinn 26. júní næstkomandi. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Beinvernd á Suðurlandi gefur mælitæki

BEINVERND á Suðurlandi hefur afhent Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi (HSS) beinmælingatæki til afnota. Afhendingin fór fram fimmtudaginn 29. apríl að viðstaddri stjórn Beinverndar á Suðurlandi. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Beit lögreglumann í handlegginn

SEINNIPART föstudags þurfti lögreglan að handtaka mann á veitingastað í miðbænum. Maður þessi braut stól þegar hann fékk ekki afgreiðslu og þegar færa átti hann í fangaklefa beit hann lögreglumann í handlegginn. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð

Borguðu ekki virðisauka

FRAMKVÆMDASTJÓRI og stjórnarmaður í einkahlutafélagi sem rak skemmtistað við Laugaveg voru dæmd í fjögurra mánaða fangelsi hvort og til greiðslu 12,1 milljónar króna í sekt til ríkissjóðs fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu... Meira
11. maí 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 97 orð | 1 mynd

Bætir, hressir og kætir

Kópavogur | Alþjóðadagur hreyfingar var í gær, en í tilefni hans hvatti Lýðheilsustöð skólastjórnendur og foreldrafélög til að bjóða grunnskólanemum aukastund í hressandi og skemmtilegri útiveru og leikjum. Meira
11. maí 2004 | Erlendar fréttir | 505 orð

Deilt um hvort gera eigi fleiri myndir opinberar

LÍKLEGT þykir að á næstu dögum komi fram í dagsljósið enn frekari uppljóstranir um illa meðferð bandarískra hermanna á íröskum föngum í fangabúðum sem starfræktar eru í Írak. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 1175 orð | 1 mynd

Dregur játningu hjá lögreglu til baka

Eini maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir Skeljungsránið árið 1995 hefur dregið játningu sína til baka. Fyrrverandi eiginkona hans bar vitni gegn honum í gær. Af þremur ræningjum gengur einn laus, og mun hans þáttur fyrnast á næsta ári. Meira
11. maí 2004 | Austurland | 122 orð | 1 mynd

Drífandi færir Örvari höfðinglega gjöf

Austur-Hérað | Fulltrúi Karlakórsins Drífanda kom færandi hendi til félaga í Örvari, íþróttafélagi fatlaðra á dögunum og færði félaginu ríflega 250 þúsund krónur að gjöf. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

EINAR ÓLAFSSON

Einar Ólafsson fyrrverandi útsölustjóri hjá ÁTVR lést á líknardeild LSH 8. maí sl., 78 ára að aldri. Einar var fæddur á Eyri við Eskifjörð 11. maí 1925. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð

Einn fagran morgun

Í baksíðufrétt í DV var skýrt frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði tekið sæti Guðrúnar Ögmundsdóttur á Alþingi, - "og stekkur varaformaður Samfylkingarinnar því ferskur inn í þá orrahríð sem geisar á Alþingi". Meira
11. maí 2004 | Landsbyggðin | 440 orð | 2 myndir

Ferðast um og sagar reka fyrir bændur

Hólmavík | Stór sögunarvél fyrir rekavið hefur um nokkurra vikna skeið verið staðsett skammt frá Hvalsárhöfða við Steingrímsfjörð á Ströndum. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 119 orð

Ferill frumvarpsins í gær

10.30 Fundur í allsherjarnefnd Alþingis þar sem gestir komu fyrir nefndina til að kynna sjónarmið sín á frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. 13.30 Þingflokksfundir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Meira
11. maí 2004 | Suðurnes | 62 orð

Féll af bifhjóli | Lögreglumenn á...

Féll af bifhjóli | Lögreglumenn á eftirlitsferð komu að 17 ára unglingspilti sem hafði fallið af bifhjóli á Njarðarbraut í Njarðvík í fyrradag. Meira
11. maí 2004 | Miðopna | 646 orð | 2 myndir

Fjöldi útboða á Austurlandi

Hafið er útboð undirbúningsverkefna fyrir byggingu álvers á Reyðarfirði og starfsmannaþorps á byggingartíma. Útboðsgögn eru nú úti hjá völdum bjóðendum fyrir byggingu starfsmannaþorpsins og fyrstu aðstöðusköpun á álverslóðinni. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 252 orð

Flestir skólar fara í ferðalag

Í DAG lýkur samræmdu prófunum hjá nemendum í 10. bekk grunnskólanna. Meira
11. maí 2004 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Forsetakjör á Filippseyjum

Filippseyingar kusu sér forseta í gær og voru alls um 43 milljónir manna á kjörskrá, einnig voru nokkur hundruð þingsæti í húfi og fjöldi annarra embætta. Meira
11. maí 2004 | Erlendar fréttir | 950 orð | 1 mynd

Getum tapað stríðinu gegn hryðjuverkum

Kanadamaðurinn Michael Ignatieff er fyrir löngu orðinn heimsþekktur fyrir bækur sínar um alþjóðamál og í nýrri bók, The Lesser Evil: Political Ethics in an Age of Terror, fjallar hann um stríðið gegn hryðjuverkum. Ignatieff er framkvæmdastjóri Carr-mannréttindastofnunarinnar við Harvard-háskóla, þar sem hann hefur einnig prófessorsnafnbót. Meira
11. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 188 orð

Glæsileg verðlaun í spurningakeppni

SÝSLUMAÐURINN á Akureyri, Björn Jósef Arnviðarson, dró nýlega úr réttum lausnum í spurningakeppni Pokasjóðs sem efnt var til í tengslum við sýninguna "Allar heimsins konur" í Listasafninu á Akureyri, þar sem áhorfendur voru spurðir spjörunum... Meira
11. maí 2004 | Miðopna | 919 orð | 2 myndir

Hafa ótvírætt sannað gildi sitt

Genfarsamningarnir hafa verið gefnir út á íslensku en að útgáfunni standa utanríkisráðuneytið og Rauði kross Íslands. Fyrsta eintakið var afhent við athöfn við Espihól í Eyjafjarðarsveit í gær. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Hass í póstsendingu

TOLLGÆSLAN í Reykjavík lagði í síðustu viku hald á póstsendingu sem í var 2,5 kg af hassi og var póstsendingin stíluð á tvítugan Suðurnesjamann. Lögreglan í Keflavík fékk málið til rannsóknar og sl. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 745 orð | 1 mynd

Hártíska á heimsvísu

Guðbjörn Sævar, betur þekktur sem Dúddi, er Reykvíkingur, fæddur á Framnesveginum og því Vesturbæingur. Hann lærði hárgreiðslu hjá Guðfinnu Breiðfjörð og Dúu í Lótus. Hann rekur nú Hárgreiðslustofuna hjá Dúdda í Listhúsinu, Engjateigi 17 í Reykjavík. Dúddi var kjörinn forseti Intercoiffure á Íslandi 1995. Íslandsdeild Intercoiffure var stofnuð 1980. Dúddi er giftur Ólöfu Ingþórsdóttur og saman eiga þau sjö dætur og einn son. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 495 orð

Hefur óverulega breytingu í för með sér

HARALDUR Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að óverulegar breytingar verði á högum bænda í kjölfar nýs mjólkursamnings, sem undirritaður var í gær. Samningurinn sem gildir frá 1. september 2005 til 31. Meira
11. maí 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 537 orð | 1 mynd

Heilsusamlegt, hressandi og allra meina bót

Seltjarnarnes | Þeim fjölgar stöðugt sem synda í sjónum sér til heilsubótar. Fyrir um tveimur árum kom Seltjarnarnesbær upp einfaldri aðstöðu á vestursvæðinu þar sem sundmenn geta skipt um föt og þurrkað sér. Meira
11. maí 2004 | Suðurnes | 559 orð | 1 mynd

Heldur bótum í fimm mánaða starfstengdu námi

HÓPUR atvinnulauss fólks af Suðurnesjum, 30 til 40 manns, er að hefja tveggja mánaða bóklegt nám á starfsmenntunarbrautum. Að því loknu tekur við þriggja mánaða starfsþjálfun í fyrirtækjum. Fólkið heldur atvinnuleysisbótum á meðan á náminu stendur. Meira
11. maí 2004 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Hörð átök í Bagdad

Slökkviliðsmenn í Bagdad börðust í gær enn við mikinn eld sem kom upp á sunnudag í verksmiðju er framleiðir búnað fyrir raforkustöðvar. talið er líklegt að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 671 orð | 1 mynd

Í samræmi við stjórnskipunarhefðir sem hér hafa skapast

Meirihluti allsherjarnefndar vill að frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjölmiðla verði samþykkt með breytingum. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 256 orð

Íslenskum stjórnvöldum kunnugt um ásakanir

ÍSLENSKUM yfirvöldum mátti vel vera kunnugt um ásakanir Amnesty International um pyntingar í Írak, að því er fram kemur í fréttatilkynningu sem Íslandsdeild Amnesty sendi frá sér í gær. Meira
11. maí 2004 | Miðopna | 556 orð | 1 mynd

Jóhannes Nordal áttræður

Jóhannes Nordal hefur lengi blasað við hverjum manni í íslensku þjóðfélagi. Hann var ekki aðeins holdgervingur Seðlabanka Íslands um áratugaskeið og þar með áhrifavaldur umfram flesta um íslensk efnahagsmál. Meira
11. maí 2004 | Erlendar fréttir | 261 orð

Kadyrov borinn til grafar

AKHMAD Kadyrov, forseti Tétsníu, sem ráðinn var af dögum í fyrradag, var í gær borinn til grafar í heimabæ fjölskyldu hans, Tsentoroi. Um 3.000 manns gengu um götur bæjarins, fóru með bænir, og vottuðu forsetanum hinstu virðingu sína. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 242 orð

Kannað hvort hermenn hafi verið utan varnarsvæðis

VIÐRÆÐUR fóru fram í gær milli embættis sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli og Varnarliðsins vegna öryggisgæslu hermanna í og við Helguvík á sunnudag. Íbúar kvörtuðu til lögreglunnar í Keflavík undan nærveru hersins, m.a. Meira
11. maí 2004 | Landsbyggðin | 112 orð | 1 mynd

Kórtónleikar á Hellu

Hella | Á fimmtudagskvöldið voru haldnir tónleikar í íþróttahúsinu á Hellu. Þar komu fram tveir kórar, Kirkjukór Odda og Þykkvabæjar ásamt Stúlknakórnum Heklu. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð

Krafa um þátttöku sveitarfélaga stenst ekki

Selfoss | Minnisblað frá Sigurði Óla Kolbeinssyni lögfræðingi Sambands ísl. sveitarfélaga um þátttöku sveitarfélaga í kostnaði við byggingu hjúkrunarrýma var tekið fyrir á bæjarráðsfundi Árborgar 6. maí. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 236 orð | 2 myndir

Líflegt í Flóðinu og Breiðdalnum

NÝ veiðisvæði voru að detta inn um helgina, Fitjaflóð í Grenlæk og Breiðdalsá og á báðum verstöðvum var frábær veiði, sjóbirtingur í Fitjaflóði og sjóbleikja í Breiðdalsá. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Matarreikningar heimilanna munu hækka

MATARREIKNINGAR heimilanna munu hækka nái tillögur í skýrslu til landbúnaðarráðherra fram að ganga. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 351 orð

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna og...

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna og Samtök kvenna af erlendum uppruna halda sameiginlegan fund í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, miðvikudaginn 12. maí kl. 20. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð

Mikið um sinubruna

LÖGREGLAN í Reykjavík var nokkrum sinnum kölluð út um helgina vegna sinubruna í borginni og í nágrenni hennar. Þurfti lögreglan m.a. að fara að skógræktinni í Fossvogi vegna sinubruna á sunnudagskvöld. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Neikvætt að bæta líkhúsgjaldi við útfararkostnað

FORMAÐUR Prestafélags Íslands, sr. Ólafur Jóhannsson, segir það neikvætt að verið sé að bæta við aukagjaldi eins og líkhúsgjaldi við útfararkostnaðinn. Sá kostnaður sé orðinn töluverður og fyrir marga muni heilmikið um tíu þúsund krónur til viðbótar. Meira
11. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Nýir stjórnendur | Jakobína E.

Nýir stjórnendur | Jakobína E. Áskelsdóttir hefur verið ráðin í stöðu leikskólastjóra nýja leikskólans við Tröllagil en þrjár umsóknir bárust um stöðuna. Meira
11. maí 2004 | Austurland | 65 orð | 1 mynd

Nýjar verslanir | Bónus, Office 1...

Nýjar verslanir | Bónus, Office 1 og BT opnuðu nýjar verslanir á Egilsstöðum á laugardag í nýrri 1.800 fermetra verslunarmiðstöð sem Þyrping hf. byggði. Meira
11. maí 2004 | Austurland | 64 orð | 1 mynd

Ný útivistarkort

Ferðakort | Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefur gefið út þrjú ný útivistarkort. Eru þau af Héraði, Jökuldalsheiði og Vopnafirði og leggja áherslu á gönguleiðir og reiðleiðir. Meira
11. maí 2004 | Suðurnes | 57 orð

Ótryggðir úr umferð | Lögreglumenn úr...

Ótryggðir úr umferð | Lögreglumenn úr Keflavík klipptu í fyrrnótt skráningarnúmer af níu bifreiðum vegna vanrækslu á tryggingaskyldu bifreiðanna. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 399 orð

Réttaróvissu eytt

HNYKKT er á um að ákvæði samkeppnislaga taki ekki til mjólkuriðnaðar, í frumvarpi til laga um breytingar á búvörulögunum frá 1993, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Rýnt í furðufiska

Eskifjörður | Haldið var upp á sextíu ára afmæli Eskju hf. á Eskifirði síðastliðinn laugardag. Opið hús var í öllum starfsdeildum fyrirtækisins og margt um manninn. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 255 orð

Sagði vinnubrögðin til vansa fyrir Alþingi

BREYTINGARTILLÖGUR við frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Síðdegis var búið að boða til þingfundar kl. 22. Meira
11. maí 2004 | Suðurnes | 121 orð

Sameiginlegir tónleikar tveggja kvennakóra

Njarðvík | Kvennakór Garðabæjar og Kvennakór Suðurnesja halda sameiginlega tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 12. maí kl. 20. Kvennakór Garðabæjar er að ljúka sínu fjórða starfsári. Meira
11. maí 2004 | Austurland | 51 orð

Sameining | Íbúar Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps...

Sameining | Íbúar Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður-Héraðs greiða atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna samhliða forsetakosningum 26. júní nk. Verði af sameiningu munu íbúar nýs sveitarfélags á Héraði telja rúm þrjú þúsund. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 608 orð | 3 myndir

Samviskan dregin upp

Sýning á frægasta listaverki eins frægasta listamanns heimslistasögunnar, Kenjunum (Los Caprichos) eftir spænska snillinginn Francisco de Goya (1746-1828) verður opnuð á laugardaginn í Listasafninu á Akureyri. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Segir tillögurnar fráleitar

SKARPHÉÐINN Berg Steinarsson stjórnarformaður Norðurljósa telur breytingartillögur allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum "algjörlega fráleitar" sem taki ekkert mið af þeim sjónarmiðum sem... Meira
11. maí 2004 | Austurland | 198 orð | 1 mynd

Seyðfirska einkennisins leitað

Seyðisfjörður | Auglýst hefur verið eftir hugmynd að minjagrip sem vísi til sögu og sérkenna Seyðisfjarðarkaupstaðar. Skilyrði er að hægt sé að fjöldaframleiða gripinn. Meira
11. maí 2004 | Erlendar fréttir | 196 orð

Sharon heitir breyttri áætlun um Gazasvæðið

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að hann muni endurvinna áætlun sína, sem flokkur hans hafnaði í síðustu viku, um brotthvarf Ísraela frá Gazasvæðinu. Meira
11. maí 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 105 orð | 1 mynd

SH fyrsta fyrirmyndarfélagið í Hafnarfirði

Hafnarfjörður | Sundfélag Hafnarfjarðar (SH), hlaut viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag hjá Ólympíu- og Íþróttasambandi Íslands á föstudaginn var. SH er fyrsta íþróttafélagið í Hafnarfirði sem hlýtur þessa viðurkenningu. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð

Sjálfsstyrkingarnámskeið á vegum Sálfræðistöðvarinnar, Þórsgötu 24,...

Sjálfsstyrkingarnámskeið á vegum Sálfræðistöðvarinnar, Þórsgötu 24, verður haldið á Hótel Loftleiðum 20., 21. og 22. maí nk. Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstyrk einstaklinga bæði í einkalífi og starfi. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Skákmót í Trékyllisvík

Árneshreppur | Skákfélagið Hrókurinn hélt vorskákmót í félagsheimilinu í Árnesi, Trékyllisvík á dögunum. Stjórnandi mótsins var Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Tefldar voru sjö umferðir og tóku sextán manns þátt í mótinu. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sparisjóður Stranda hagnast

Hólmavík | Sparisjóður Strandamanna hagnaðist um 43,2 milljónir kr. á síðasta ári, að því er fram koma á aðalfundi sjóðsins sem nýlega var haldinn. Sparisjóðsstjóraskipti urðu um sl. áramót þegar Benedikt G. Meira
11. maí 2004 | Erlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Spjöll í hermannareit

UNNIN voru spjöll á legsteinum í gömlum, breskum hermannagrafreit á Gazasvæðinu um helgina. Þar voru jarðsettir hermenn í fyrri heimsstyrjöld 1914-1918. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Sumarhátíð Vinaskákfélagsins og Hróksins

SUMARHÁTÍÐ Vinaskákfélagsins og Hróksins var haldin í Vin, athvarfi Rauða krossins við Hverfisgötu, í gær, nudaginn 10. maí sl. Meira
11. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 147 orð | 1 mynd

Sungið og stiginn dans á dekkinu

ÚTGERÐARMENN Súlunnar EA buðu eldri borgurum á Akureyri í siglingu um Eyjafjörð sl. sunnudagsmorgun. Ferðin var liður í kynningar- og fræðsludögum um öldrunarmál sem nú standa yfir, undir yfirskriftinni "Litríkt vor - virkir eldri borgarar. Meira
11. maí 2004 | Erlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Sviðsettar pyntingar?

VERJENDUR bandaríska hermannsins Lynndie Englands, sem sést á myndum af pyntingum íraskra fanga í Bagdad, segja skjólstæðing sinn hafa tekið þátt í sviðsetningu. England sést á einni myndinni halda í hundaól sem virðist vera fest um háls á fanga. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 339 orð

Telur samskiptareglur á kaffistofu Alþingis undarlegar

SAMSKIPTAREGLURNAR á kaffistofu Alþingis eru undarlegar að mati Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingar, sem skrifar um kaffistofuna á heimasíðu sinni. Meira
11. maí 2004 | Austurland | 36 orð

Tónleikar | Jón Ólafsson tónlistarmaður heldur...

Tónleikar | Jón Ólafsson tónlistarmaður heldur áfram yfirreið sinni um Ísland og heldur næst tónleika á Djúpavogi annað kvöld, 12. maí, og á Höfn fimmtudagskvöld. Með Jóni í för er Stefán Már Magnússon gítar- og... Meira
11. maí 2004 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Tvö Íslandsmet féllu

TVÖ Íslandsmet féllu á Þrekmeistaramótinu sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag. Meira
11. maí 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 125 orð | 1 mynd

Umsóknarfrestur í vinnuskólann

Mosfellsbær | Vinnuskóli Mosfellsbæjar verður settur 10. júní næstkomandi og hefur umsóknareyðublöðum um skólavist verið dreift til nemenda í 8.-10. bekk í Varmárskóla og nemenda í 8. bekk við Lágafellsskóla. Á fréttavef Mosfellsbæjar, www.mos. Meira
11. maí 2004 | Suðurnes | 104 orð | 1 mynd

Unnið að hleðslu brimgarða

Innri-Njarðvík | Unnið er af kappi við að reisa öfluga varnargarða í Njarvíkurhverfunum tveimur enda ágangur sjávar þar mikill. Fyrir skemmstu fór garðurinn neðan við tjörnina í Innri-Njarðvík að taka á sig mynd þaðan sem þessi mynd er tekin. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 346 orð

Úr bæjarlífinu

Vegur yfir hálendið til að stytta leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar hefur verið nokkuð ofarlega í umræðum manna við botn Húnafjarðar. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 111 orð

Viðburðir

Um þessar mundir er verið að ganga endanlega frá niðurröðun bæjarhátíða. Á Austur-Héraði liggja fyrir dagsetningar allra helstu viðburða sumarsins, meðal annars Fantasy Island. Alþjóðlega sýningin Fantasy Island stendur frá 29. maí til 1. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Viðey iðar af lífi

SAUÐBURÐUR er hafinn í Viðey. Að sögn Ragnars Sigurjónssonar ráðsmanns í Viðey hafa fimm lömb þegar komið í heiminn og fleiri á leiðinni. Fyrsti svarti lambhrúturinn á þessu vori var nefndur Wosi í höfuðið á tónlistarmanninum Alfreð Washington... Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 47 orð

Vinnuvél valt

STJÓRNANDI vinnuvélar slasaðist þegar vinnuvél hans fór á hvolf við orkuverið á Nesjavöllum í gær. Lögreglan á Selfossi gaf þær upplýsingar að manninum hafi tekist að komast út úr vinnuvélinni en hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Voðaverk sem á engan hátt má verja

"HEIMSBYGGÐIN hefur því miður enn á ný verið óþyrmilega minnt á mikilvægi þess að hafa skýrar reglur um meðferð fanga á stríðstímum," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í ávarpi við útkomu bókar, Genfarsamningarnir, en hún var kynnt á... Meira
11. maí 2004 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Vortónleikar hjá Samkór Selfoss

ÞRÍTUGASTA starfsári Samkórs Selfoss er nú að ljúka með Vortónleikum sem verða í Selfosskirkju á morgun, miðvikudaginn 12. maí kl. 20.30. Vorferð Samkórsins verður farin til Ísafjarðar og Sunnukórinn, sem er að ljúka sínu sjötugasta starfsári,... Meira

Ritstjórnargreinar

11. maí 2004 | Leiðarar | 877 orð

Breytingatillögur allsherjarnefndar

Allsherjarnefnd Alþingis lauk í gærkvöldi umfjöllun sinni um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og var breytingatillögum frá meirihluta nefndarinnar dreift á þingfundi seint í gærkvöldi. Tvennt vekur sérstaka athygli í áliti meirihluta nefndarinnar. Meira
11. maí 2004 | Staksteinar | 344 orð

- Skipun dómara

Katrín Helga Hallgrímsdóttir veltir því fyrir sér í tveimur greinum á Deiglunni hvernig æskilegt sé að skipun dómara sé háttað og hvernig unnt sé að tryggja sjálfstæði dómsvaldsins frá öðrum handhöfum opinbers valds. Meira

Menning

11. maí 2004 | Leiklist | 459 orð

Að láta plata sig og þó ekki

Höfundur: Dario Fo. Leikstjóri: Sigurður Blöndal. Hönnun leikmyndar: Sigurður Blöndal. Píanóleikari: Anna Jórunn Stefánsdóttir. Frumsýning í Völundi, 24. apríl 2004. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Argentínsk sveifla

TANGÓSVEIT lýðveldisins heldur sitt sjöunda tangókvöld í Iðnó í kvöld. Húsið opnað kl. 20.00 en kl. 21.00 mun tangósveitin stíga á svið og leika til kl. 23.00 en miðaverð er 1.000 krónur. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 183 orð | 1 mynd

Brad Pitt hamingjusamur með Jennifer Aniston

KVIKMYNDASTJARNAN Brad Pitt segir að samband sitt við eiginkonu sína, leikkonuna Jennifer Aniston, sé í góðu lagi, en Pitt ýjaði nýlega að því að ekki væri víst að hjónaband hans entist að eilífu. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 122 orð

BÆJARBÍÓ, Hafnarfirði.

BÆJARBÍÓ, Hafnarfirði. Kvikmyndasafn Íslands heldur áfram að sýna myndir eftir stórleikstjórann Akira Kurosawa. Nú er það myndin Dodeskaden frá 1970 og markar hún upphaf lokaskeiðsins í kvikmyndagerð meistarans eins og segir í tilkynningu frá safninu. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 434 orð | 1 mynd

Farfuglar og leðurblökur

Leikstjórn og handrit: Stephen Sommers. Kvikmyndataka: Allen Daviau. Tónlist: Alan Silvestri. Aðalleikendur: Hugh Jackman, Kate Beckinsale, Richard Roxburgh, David Wenham, Shuler Hensley, Elena Anaya, Will Kemp, Kevin J. O'Connor. 125 mínútur. Universal Pictures. Bandaríkin. 2004. Meira
11. maí 2004 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Fischersund 3, hús Sögufélagsins kl.

Fischersund 3, hús Sögufélagsins kl. 20.30 Félag íslenskra fræða heldur rannsóknarkvöld þar sem Eggert Þór Bernharðsson flytur erindi sem hann nefnir Texti - Myndir - Miðlun: Íslenskar sögusýningar og framsetning efnis. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Fjör á æfingu

HÉR sjást stúlkurnar sem taka þátt í keppninni Ungfrú Ísland en þær eru nú á fullu að æfa og undirbúa sig fyrir stóra kvöldið á Broadway 29. maí. Þær koma bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og að sögn er stemmningin í hópnum góð. Meira
11. maí 2004 | Menningarlíf | 84 orð | 2 myndir

Gospelsystur flytja lög úr söngleikjum

GOSPELSYSTUR Reykjavíkur halda tónleika í Langholtskirkju kl. 20 á miðvikudagskvöld og á sunnudagskvöld kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er Sól rís og hafa þær m.a. Meira
11. maí 2004 | Menningarlíf | 46 orð | 1 mynd

Göngugatan í Mjódd kl.

Göngugatan í Mjódd kl. 14 Árleg myndlistarsýning leikskólabarna í Bakkahverfi. Sýningin stendur til 25. maí. Jón Forseti, Aðalstræti 10 kl. 21 Skáldaspírukvöld. Kristján Hreinsson, Haraldur Magnússon og Eyvindur P. Eiríksson lesa úr verkum sínum. Meira
11. maí 2004 | Menningarlíf | 290 orð | 1 mynd

Heiðurslistamaður og Hátíðartónleikar í Salnum

Á 49 ÁRA afmæli Kópavogs, sem er í dag 11. maí, verður heiðurslistamaður Kópavogs fyrir árið 2004 útnefndur í Salnum kl. 19 og styrkjum úthlutað til listamanna. Að því loknu verða Hátíðartónleikar kl. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 197 orð

Horfst í augu við lífið

Leikstjórn: Sergio Renán Handrit: Aída Bortnik eftir smásögu Mario Benedetti. Kvikmyndataka: Juan Carlos Desanzo. Aðalhlutverk: Héctor Alterio, Luis Brandoni, Ana María Picchi og Marilina Ross. 110 mín. Argentína 1974. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Húsfyllir og vel það

ÞAÐ er orðinn árviss viðburður að Karlakórinn Drífandi haldi kvöldvöku síðasta vetrardag í félagsheimilinu að Arnhólsstöðum í Skriðdal. Kvöldvakan er alltaf haldin til styrktar Íþróttafélaginu Örvari sem er íþróttafélag fatlaðra á Héraði. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 204 orð | 3 myndir

Íslandi spáð 14. sæti

VEÐBANKAR spá Íslandi 14. sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi á laugardaginn. Sérstök undankeppni fer hins vegar fram á morgun. Meira
11. maí 2004 | Menningarlíf | 124 orð

Kópavogsdagar

KÓPAVOGSDÖGUM lýkur í dag á afmælisdegi bæjarins, 11. maí. Dagskráin í dag er eftirfarandi: Kl. 10 og 13 Bókasafn Kópavogs Selurinn Snorri - ævintýri í máli og myndum um dýrin í sjónum fyrir börn á leikskólaaldri. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Landið og fólkið

ÞEIR eru góðra gjalda verðir, þættir Gísla Einarssonar sem hann kallar Út og suður. Í þáttunum flækist Gísli víða um Íslands og sækir heim áhugvert fólk, ræðir við það og upplýsir þannig áhorfendur um marga merka þætti sem einkenna þjóðfélagið okkar. Meira
11. maí 2004 | Menningarlíf | 1261 orð | 1 mynd

Leitin að draumaprinsinum

Listamennirnir Rebekka Rán Samper, Ragna Fróðadóttir og Bjarni Sigurbjörnsson sýna um þessar mundir einkasýningar sínar í Gerðarsafni. Silja Björk Huldudóttir skrapp af því tilefni í Kópavoginn og tók listafólkið tali. Meira
11. maí 2004 | Menningarlíf | 147 orð | 1 mynd

Rit

Mannlíf og saga fyrir vestan, 14. hefti ritraðarinnar, er komið út. Ritstjóri er Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri. Í heftinu eru birtar frásagnir af mönnum og málefnum á Vestfjörðum fyrr og nú, í blíðu og stríðu. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 105 orð | 2 myndir

Samúræinn mættur

HELSTI viðburðurinn í myndbandaútgáfu þessarar viku er hiklaust útgáfa stórmyndarinnar Síðasti samúræinn með Tom Cruise í hlutverki bandarísks liðsforingja sem slæst í lið með uppreisnarhópi samúræja rétt um aldamótin 1900. Meira
11. maí 2004 | Tónlist | 505 orð

Sextíu ára afmæli sungið út

Flytjendur: Kór Glerárkirkju. Einsöngvarar: Óskar Pétursson, tenór, og Haukur Steinbergsson, baríton. Píanóleikari og úsetjari píanóleiks í negrasálmum: Daníel Þorsteinsson. Rafgítar: Kristján Edelstein. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 325 orð | 2 myndir

Skrímslin hafa vinninginn

DRAKÚLA, úlfmaðurinn og Frankenstein völtuðu yfir Olsen-tvíburasysturnar á listanum yfir mest sóttu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum yfir helgina. Meira
11. maí 2004 | Fólk í fréttum | 217 orð | 1 mynd

...Strandaglópum

Strandaglópar (Survivor) er vinsælasti raunveruleikaþáttur heims og nú fer að líða að lokum áttundu þáttaraðarinnar. Meira
11. maí 2004 | Tónlist | 749 orð | 1 mynd

Tónlist engu öðru lík

Djasskvartett Árna Schevings, Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar, píanóleikarar og einsöngvarar. Miðvikudagskvöldið 21.4. 2004. Meira
11. maí 2004 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Unglingar

Hanna María á héraðsskóla er eftir Magneu frá Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu. Bækurnar um Hönnu Maríu voru mjög vinsælar á sínum tíma og nú kemur út sjötta bókin um þessa stúlku. Nú er Hanna María orðin 13 ára. Meira
11. maí 2004 | Tónlist | 629 orð | 1 mynd

Vorsöngur í Glerárkirkju

Lög eftir Birgi Helgason, Bubba Mortens, Oddgeir Kristjánsson, Karl O. Runólfsson og Sigvalda Kaldalóns. Íslensk og ítölsk þjóðlög, Hersöngur úr Il Trovatore eftir Verdi og lög úr bandarískum söngleikjum. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga, Ari Jóhann Sigurðsson, tenór, og Jóhann Sigurðsson, bassi. Gítarleikari og kórfélagi: Snorri Guðvarðarson. Píanóleikur: Dórothea Dagný Tómasdóttir. Stjórnandi: Erla Þórólfsdóttir. Föstudagur 23. apríl kl. 20.30. Meira

Umræðan

11. maí 2004 | Aðsent efni | 473 orð | 1 mynd

Breytingar á veðurþjónustunni

Með fækkun veðurfregnatíma á rás 1 nú er ekki verið að skerða þjónustuna. Meira
11. maí 2004 | Aðsent efni | 492 orð | 1 mynd

Drykkjuskapur

Á alkóhólisma verður ekki unnið nema með því að hætta að næra hann á áfengi eða öðru vímuvaldandi. Meira
11. maí 2004 | Aðsent efni | 400 orð | 1 mynd

Fjölmiðlafrumvarpið mun ekki virka

Fjölmiðlafrumvarpið tekur illa á meininu og gerir raunverulega lækningu erfiðari. Meira
11. maí 2004 | Aðsent efni | 397 orð

Gjör rétt - þol ei órétt

HREINN Loftsson kvað upp úr með það nýlega að hann hefði þurft leiðbeiningar við til að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. Eðli málsins samkvæmt gerir maður svoleiðis ekki. En til er fordæmi úr sögu Sjálfstæðisflokksins eldri. Meira
11. maí 2004 | Aðsent efni | 513 orð | 2 myndir

Ísland og skattastefnur nýrra aðildarríkja ESB

... slík skattastefna leiðir til aukinna skatttekna og örvar fjárfestingar erlendra og innlendra aðila. Meira
11. maí 2004 | Aðsent efni | 551 orð | 1 mynd

Reykjavík - langstærsti byggðastyrkurinn

Reykjavík ætti að vera fær um að sjá um sig sjálf að loknum tveggja alda byggðastyrk. Meira
11. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 256 orð | 2 myndir

Sammála Ólafi ÉG er sammála Ólafi...

Sammála Ólafi ÉG er sammála Ólafi Jóhannssyni sem skrifaði í Fréttablaðið 5. maí sl. "Gyðingahatri stráð í Neskirkju". Meira
11. maí 2004 | Aðsent efni | 416 orð

Skorað á forsætisráðherra

SKORAÐ er á forsætisáðherra að leggja nú þegar fram frumvarp um opnar fjáreiður stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Meira
11. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 756 orð

Sveitin mín - Kópavogur

HINGAÐ vestur hefur borist bókin Sveitin mín - Kópavogur undir ritstjórn Helgu Sigurjónsdóttur kennara. Byggist bókin að stórum hluta á frásögnum 19 bekkjarsystkina sem settust haustið 1945 í hinn fyrsta Kópavogsskóla á Hlíðarvegi 9. Meira
11. maí 2004 | Aðsent efni | 632 orð | 1 mynd

Þjóðareign - ekki ríkiseign

Er þjóðareign eitthvað betri en einkaeign eða ríkiseign? Meira
11. maí 2004 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

Þrjár ungar stúlkur héldu tombólu í...

Þrjár ungar stúlkur héldu tombólu í Ólafsfirði fyrir nokkrum dögum og söfnuðu um það bil 4.000 krónum sem þær gáfu dvalarheimilinu Hornbrekku. Þessi mynd af stúlkunum var tekin á norðursvölunum á Horn brekku en þær heita Jóhanna, Gunnlaug og Lóa... Meira
11. maí 2004 | Aðsent efni | 460 orð | 1 mynd

Þú tryggir ekki eftir á

Ég skora á þingmenn Sjálfstæðisflokksins að endurskoða umrætt frumvarp... Meira

Minningargreinar

11. maí 2004 | Minningargreinar | 1885 orð | 1 mynd

AÐALSTEINN HJALTASON

Aðalsteinn Hjaltason fæddist á Rútsstöðum í Eyjafirði 28. ágúst 1932. Hann lést að heimili sínu Vallargerði 4b á Akureyri sunnudaginn 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjalti Guðmundsson (f. 12.7. 1893, d. 28.5. 1988 ) og Anna Guðmundsdóttir (f.... Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2004 | Minningargreinar | 1303 orð | 1 mynd

ANNA ÁGÚSTSDÓTTIR SEVERSON

Anna Ágústsdóttir Severson fæddist í Reykjavík hinn 21. febrúar árið 1943. Hún andaðist í Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum laugardaginn 24. apríl síðastliðinn og var jarðsungin þar 28. apríl. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2004 | Minningargreinar | 119 orð | 1 mynd

ÁSLAUG ARADÓTTIR

Áslaug Aradóttir fæddist í Ólafsvík 6. ágúst 1924. Hún lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 26. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ólafsvíkurkirkju 2. apríl. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2004 | Minningargreinar | 806 orð | 1 mynd

GEIR GISSURARSON

Geir Gissurarson fæddist að Byggðarhorni í Flóa 30. maí 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 11. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 24. apríl. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2004 | Minningargreinar | 1559 orð | 1 mynd

HREINN JÓNASSON

Hreinn Jónasson var fæddur á Akureyri 7. júlí 1934. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir handmenntakennari, f. 27. desember 1905, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2004 | Minningargreinar | 690 orð | 1 mynd

MÁR HARALDSSON

Már Haraldsson fæddist á bænum Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi 24. ágúst 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 15. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Skálholtskirkju 24. apríl. Meira  Kaupa minningabók
11. maí 2004 | Minningargreinar | 505 orð | 1 mynd

PÁLL MARTEINSSON

Páll Marteinsson (Poul Hagbart Mikkelsen) fæddist í Gislev á Fjóni í Danmörku 11. desember 1921. Hann lést á Landakoti 11. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 19. febrúar. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

11. maí 2004 | Sjávarútvegur | 288 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Keila 17 17 17...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Keila 17 17 17 23 391 Skarkoli 158 92 139 165 22,902 Skrápflúra 50 50 50 211 10,550 Steinbítur 27 25 26 67 1,757 Und. Meira
11. maí 2004 | Sjávarútvegur | 399 orð

Landvinnslan á undir högg að sækja

VINNSLA á bolfiski í landi á víða undir högg að sækja. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur nánast lagt af vinnslu á karfa, ýsu og ufsa í landi. Meira
11. maí 2004 | Sjávarútvegur | 429 orð | 1 mynd

Lyons og Coldwater verðlaunuð í Brussel

FYRIRTÆKI í eigu Íslendinga voru sigursæl á Evrópsku sjávarafurðasýningunni sem haldin var í Brussel í síðustu viku. Meira

Viðskipti

11. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 116 orð | 1 mynd

Adidas-tölvuskór

ADIDAS hefur þróað nýja tölvuvædda íþróttaskó sem eru kallaðir 1, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Í skónum er tölva sem metur hvort fjöðrunin í skónum er of mjúk eða stíf og breytir henni með mótordrifnum vírum. Meira
11. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 90 orð | 1 mynd

Aukin harka hjá IBM

IBM hefur þróað hugbúnað sem gerir stórum fyrirtækjum kleift að komast hjá því að nota hugbúnað frá Microsoft á einmenningstölvum og handtölvum. Meira
11. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 322 orð | 1 mynd

Gengið frá kaupum á Goldsmiths í dag

EIGNIR Baugs Group í Bretlandi eru nú um 39 milljarða króna virði og verða væntanlega komnar yfir 45 milljarða þegar félagið hefur eignast meirihluta í Goldsmiths-skartgripaverslanakeðjunni. Meira
11. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Ný forysta SÍA

NÝ STJÓRN hefur verið kosin á aðalfundi Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA) og jafnframt samþykkt að ráða nýjan framkvæmdastjóra. Nýr formaður samtakanna er Þormóður Jónsson, framkvæmdastjóri Fítons. Meira
11. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Verðbólur á fjármálamörkuðum.

Verðbólur á fjármálamörkuðum. Stephen F. LeRoy, prófessor við háskólann í Kaliforníu, flytur erindi á opinberum fyrirlestri á vegum viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands um verðbólur á fjármálamörkuðum, í dag í stofu 101 í Odda, kl. 12.15-13.15. Meira
11. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 171 orð | 1 mynd

Verri afkoma Sæplasts

TAP af rekstri Sæplasts hf. á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 17 milljónum króna eftir skatta. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaður félagsins 20 milljónir. Meira
11. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 597 orð | 1 mynd

Víðtæk áhrif af hækkun olíuverðs

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað hratt að undanförnu og hefur ekki verið hærra í um einn og hálfan áratug. Hækkunin hefur bein áhrif jafnt á rekstur fyrirtækja sem og á heimilin í landinu. Grétar Júníus Guðmundsson skoðaði málið. Meira
11. maí 2004 | Viðskiptafréttir | 137 orð

Yfir 1.000 milljarða á næsta ári

HEILDAREIGNIR lífeyrissjóðanna í landinu munu fara yfir 1.000 milljarða króna á næsta ári. Í fyrra urðu eignirnar í fyrsta sinn meiri en sem svarar landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Meira

Daglegt líf

11. maí 2004 | Daglegt líf | 152 orð

Andlegar þrautir í þéttbýli

Líklegra er að fólk þjáist af þunglyndi eða geðrænum vandamálum ef það býr í stórborg en í dreifbýli, að því er sænsk rannsókn sýnir fram á. Á vefnum forskning. Meira
11. maí 2004 | Daglegt líf | 159 orð

Góð ráð

Hvað varðar meginreglur þegar kemur að skipulagi á heimili, segir Guðrún að ef maður er ekki búinn að nota eitthvað í tvö ár, þá muni maður ekki nota það aftur og því óhætt að henda því. Meira
11. maí 2004 | Daglegt líf | 887 orð | 3 myndir

Hver hlutur á sinn stað

Guðrún Brynjólfsdóttir ákvað nýlega að stofna fyrirtæki og nýta sér "skipulagsáráttuna" sem hún hefur haft frá barnsaldri í stað þess að gera hana að vandamáli. Fyrirtækið Röð og regla aðstoðar fólk við að koma skipulagi á heimilið eða skrifstofuna. Meira
11. maí 2004 | Afmælisgreinar | 556 orð

Jóhannes Nordal áttræður

Jóhannes Nordal hefur lengi blasað við hverjum manni í íslensku þjóðfélagi. Hann var ekki aðeins holdgervingur Seðlabanka Íslands um áratugaskeið og þar með áhrifavaldur umfram flesta um íslensk efnahagsmál. Meira
11. maí 2004 | Daglegt líf | 345 orð | 1 mynd

Prinsessa er fædd

Maður kann einhvern veginn á sitt eigið barn, svaraði ég vini mínum, barnlausum, sem heimsótti mig stuttu eftir fæðingu. Meira

Fastir þættir

11. maí 2004 | Fastir þættir | 182 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Lesandinn er í suður, sagnhafi í þremur gröndum. Keppnisformið er tvímenningur: Suður gefur; enginn á hættu. Meira
11. maí 2004 | Dagbók | 479 orð

(Hebr. 11, 1.)

Í dag er þriðjudagur 11. maí, 132. dagur ársins 2004, Lokadagur. Orð dagsins: Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. Meira
11. maí 2004 | Dagbók | 29 orð

JÓNAS HALLGRÍMSSON

Döggfall á vorgrænum víðum veglausum heiðum, sólroð í svölum og góðum suðrænublæ. Stjarnan við bergtindinn bliknar, brosir og slokknar, óttuljós víðáttan vaknar vonfrjó og ný. Meira
11. maí 2004 | Í dag | 625 orð | 1 mynd

Safnaðarstarf

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Meira
11. maí 2004 | Fastir þættir | 212 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 Bd7 10. b3 Kc8 11. Bb2 Be7 12. Re4 c5 13. h3 Bc6 14. Hfe1 h5 15. Rfg5 Hf8 16. Had1 a5 17. a4 c4 18. g4 Rh4 19. He3 Rg2 20. Hc3 hxg4 21. hxg4 Rf4 22. Meira
11. maí 2004 | Viðhorf | 830 orð

Skóhljóð hlauparanna

Það er mikið talað. Sumir tala um frelsi. Aðrir um lýðræði. En ekkert er talað um það sem á eftir að gerast. Við sjáum bara þreytumerkin á mönnunum. Þeir hafa ekki þrek í þetta lengur. Þeir eru hættir að hlaupa. Þeir eru hættir að hlusta. Meira
11. maí 2004 | Fastir þættir | 418 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Fyrir meira en tuttugu árum kom eitt frægasta knattspyrnufélag heims, Manchester United, í heimsókn til Akureyrar og lék æfingaleik við KA. Er það án efa einn merkasti viðburður í íþróttasögu bæjarins. Meira

Íþróttir

11. maí 2004 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Besti árangur Chelsea í 49 ár

CHELSEA, lið Eiðs Smára Guðjohnsens, hefur í ár náð besta árangri sínum frá því félagið varð enskur meistari fyrir 49 árum, árið 1955. Þetta er um leið næstbesti árangur Chelsea frá upphafi. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 354 orð | 1 mynd

* CHELSEA er sagt hafa áhuga...

* CHELSEA er sagt hafa áhuga á að fá enska landsliðsmanninn Owen Hargraeves frá Bayern München til liðs við sig. Þýska knattspyrnutímaritið Kicker greindi frá þessu í gær og sagði að Chelsea væri að undirbúa kauptilboð í leikmanninn. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

* EDDIE Gray hætti í gær...

* EDDIE Gray hætti í gær störfum sem knattspyrnustjóri Leeds United en hann var ráðinn tímabundið í starfið þegar Peter Reid var rekinn. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 791 orð | 6 myndir

Eyjastúlkur fögnuðu á Hlíðarenda

ANNAÐ árið í röð fögnuðu leikmenn og stuðningsmenn kvennaliðs ÍBV Íslandsmeistaratitlinum í 1. deild kvenna í handknattleik, RE/MAX-deild. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 618 orð

Frábært að kveðja á þennan hátt

"VIÐ erum í góðu standi og höfum aldrei kvartað undan þreytu, enda má spyrja hver hafi sprengt hvern í þessum leik," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn að Hlíðarenda í síðasta leiknum sem hann stjórnar Eyjaliðinu - en hann er á förum til Þýskalands. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 287 orð

Guðríður Guðjónsdóttir segist vera mjög stolt af sínu liði

"ÉG er mjög stolt af mínu liði þrátt fyrir að okkur hafi ekki tekist að vinna fjórða leikinn og tryggja okkur oddaleik. Spennustigið var einfaldlega of hátt í mínu liði. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Henry bestur á Englandi

THIERRY Henry, framherji Arsenal, var útnefndur leikmaður ársins á Englandi af íþróttafréttamönnum þar í landi og kemur valið líklega fáum á óvart. Þetta er annað árið í röð sem Henry verður fyrir valinu og í fyrsta sinn sem sami leikmaður er valinn sá besti tvö ár í röð. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 178 orð

ÍBV spáð sigri

"ÉG er bara mjög ánægð með þessa spá," sagði Íris Sæmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, en Eyjakonum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í sumar, en spáin er þessi: ÍBV 174 stig, Valur 167, KR 143, Breiðablik 128,... Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 7 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, annar leikur: Hlíðarendi: Valur - Haukar... Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 211 orð | 1 mynd

Kolbrún bætti met Eydísar á EM í Madrid

KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, setti í gær Íslandsmet í 50 metra flugsundi á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 m braut sem nú stendur yfir í Madrid á Spáni, en sundkeppni mótsins hófst árdegis í gær. Kolbrún kom í mark á 28,17 sekúndum og varð í 21. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 213 orð

Kristján átti von á að KR-ingum yrði spáð sigri

KR-INGUM er enn eitt árið spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu karla en forráðamenn félaganna kunngerðu árlega spá sína á kynningarfundi um Landsbankadeild karla og kvenna í Smárabíói í gær. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 560 orð | 1 mynd

"Strangt tekið á öllum atgangi á hliðarlínunni"

FYRSTI leikur Íslandsmótsins í knattspyrnu karla verður á laugardaginn þegar KR-ingar taka á móti FH-ingum í Frostaskjólinu. Sá sem á fyrsta leikinn í því spili sem þá hefst verður Gylfi Þór Orrason dómari, sem mun flauta til leiks klukkan fimm. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 100 orð

Sá besti frá Arsenal þriðja árið í röð

ÞRIÐJA árið í röð varð leikmaður úr Arsenal fyrir valinu sem knattspyrnumaður ársins á Englandi en Samtök knattspyrnuskrifara þar í landi völdu Thierry Henry leikmann ársins. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 167 orð

Sjö leikir ÍBV-liðsins á aðeins 14 dögum

ÁLAGIÐ hefur verið geysilegt á leikmönnum Íslandsmeistara ÍBV að undanförnu - Eyjastúlkurnar léku í gærkvöldi sinn sjöunda kappleik á aðeins fjórtán dögum. Eftir að Eyjastúlkurnar léku Evrópuleik gegn Nürnberg í Eyjum laugardaginn 24. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 416 orð | 1 mynd

*TRYGGVI Guðmundsson tryggði Örgryte jafntefli gegn...

*TRYGGVI Guðmundsson tryggði Örgryte jafntefli gegn Örebro í Gautaborg í gærkvöldi í sænsku 1. deildarkeppninni í knattspyrnu, 2:2. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 101 orð

Tvö ár í röð hjá ÍBV

STÚLKURNAR í ÍBV hafa orðið Íslandsmeistarar í handknattleik tvö ár í röð og er þetta þriðji meistaratitill ÍBV á fimm árum. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 174 orð

úrslit

HANDKNATTLEIKUR Valur - ÍBV 26:30 Hlíðarendi, Reykjavík, fjórði úrslitaleikur kvenna, mánudaginn 10. maí 2004. Gangur leiksins : 1:1, 3:2, 6:4, 7:8, 8:11, 11:12, 11:16 , 12:18, 15:21, 18:22, 19:24, 21:28, 26.30 . Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 237 orð

Veit ekki hvort við hefðum dugað einn leik í viðbót

"ÉG er því mjög glöð yfir að við unnum í dag því ég er ekki viss um að við hefðum dugað í einn leik til viðbótar," sagði Birgit Engl, sem hefur átt góðan leik fyrir ÍBV að undanförnu. Meira
11. maí 2004 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Örn þremur sekúndum frá Íslandsmeti sínu

ÖRN Arnarson keppti í 100 m baksund á EM í Madrid og kom í mark á 57,71 sek. og hafnaði í 24. sæti af 35 keppendum og var nærri þremur sekúndum frá eigin Íslandsmeti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.