Greinar mánudaginn 21. júní 2004

Forsíða

21. júní 2004 | Forsíða | 152 orð

Eftirlaunaaldur verði hækkaður

FULLYRT er, að breska stjórnin eða ráðherrar innan hennar ætli að leggja til, að almennur eftirlaunaaldur í Bretlandi verði hækkaður en hann er nú 65 ár. Hefur hugmyndum um þetta verið illa tekið innan verkalýðshreyfingarinnar. Meira
21. júní 2004 | Forsíða | 47 orð | 1 mynd

Fráir á fæti á frjálsíþróttamóti

Yfir 300 íþróttamenn kepptu á Evrópubikarmótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór á Laugardalsvelli um helgina. Þetta er stærsta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi. Meira
21. júní 2004 | Forsíða | 111 orð

Hóta að drepa gísl

ÍSLAMSKUR hópur hótaði í gær að hálshöggva suður-kóreskan gísl, sem hann hefur í haldi í Írak, verði Suður-Kóreustjórn ekki búin að lýsa yfir innan sólarhrings, að ekki verði fleiri hermenn sendir til Íraks. Meira
21. júní 2004 | Forsíða | 207 orð | 1 mynd

Skera upp herör gegn hryðjuverkamönnum

FAHD, konungur Sádi-Arabíu, sagði í gær, að ríkisstjórnin myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en hryðjuverkahópar í landinu hefðu verið upprættir. Meira
21. júní 2004 | Forsíða | 319 orð | 1 mynd

Skipulagi í Villinganesi verði frestað

SKIPULAGS- og bygginganefnd í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur samþykkt að setja skipulagsvinnu sína í kynningu í sveitarstjórn en í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að fresta skipulagi á svæðinu við Villinganes þar sem Rafmagnsveitur ríkisins... Meira

Baksíða

21. júní 2004 | Baksíða | 207 orð | 1 mynd

Ísland dýrasta ferðamannalandið

ÍSLAND er dýrasta land í heimi fyrir ferðamenn en Egyptaland ódýrast að því er segir í frétt norska dagblaðsins Verdens Gang sem byggð er á niðurstöðum ferðamannavísitölu breska fyrirtækisins ECA International. Meira
21. júní 2004 | Baksíða | 125 orð | 1 mynd

Lóðaskortur hjá maríuerlum

ÆTLA mætti að húsnæðisekla og aðstöðuleysi væru aðalvandamál maríuerlunnar sem valdi þann kost að gera sér hreiður og koma upp ungunum sínum í dráttarvél sem er í daglegri notkun. Maríuerlan gerði sér hreiður ofan á rafgeymi dráttarvélar. Meira
21. júní 2004 | Baksíða | 125 orð

Síldin við Svalbarða stygg

SÍLDVEIÐAR á Svalbarðasvæðinu ganga treglega; síldin er stygg og þarf að kasta oft, að sögn Kristins Snæbjörnssonar, skipstjóra á Súlunni EA. Súlan er þó á leið til lands með fullfermi en hún ber um 950 tonn. Meira
21. júní 2004 | Baksíða | 57 orð | 1 mynd

Skoruðu falleg mörk á ströndinni

ÁHUGI landsmanna á knattspyrnu virðist stundum taka kipp þegar alþjóðlegar keppnir standa yfir. Meira
21. júní 2004 | Baksíða | 233 orð | 1 mynd

Tún slegin óvenju snemma

VÍÐA um land hafa bændur hafið fyrri slátt og eru margir komnir langt með hann, eins og til að mynda kúabændur á Suðurlandi. Meira
21. júní 2004 | Baksíða | 126 orð

Þyrla sótti slasaðan hestamann

HESTAMAÐUR slasaðist talsvert þegar hestur hans féll þar sem hann var á ferð um Vopnafjarðarheiði um hádegi í gær og þurfti að senda hann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Meira

Fréttir

21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 237 orð

20 tillögur að þjóðarblómi kynntar

TUTTUGU tillögur að þjóðarblómi voru kynntar í Árbæjarsafni í Reykjavík í gær. Leitin að þjóðarblóminu er verkefni sem ýtt hefur verið úr vör að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 286 orð

Ábyrgðarleysi útgerðarmanna í samningamálum

"SAUTJÁN fundir hjá ríkissáttasemjara á undanförnum fimm mánuðum hafa litlu sem engu skilað, fyrst og síðast vegna fullkomins áhugaleysis útgerðarmanna," segir í ályktun frá félagsfundi í Sjómannafélagi Eyjafjarðar en í henni er lýst hryggð og... Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Ástþór mætir ekki í sjónvarpsupptöku

ÁSTÞÓR Magnússon forsetaframbjóðandi telur sér ekki fært að mæta í sjónvarpsupptöku Sjónvarpsins vegna umfjöllunar um fyrirhugaðar forsetakosningar á morgun þar sem ástæða sé til að ætla að þátturinn verði ritskoðaður, klipptur og skorinn eftir geðþótta... Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Baldur á fundi á Akureyri

BALDUR Ágústsson forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Hótel KEA á Akureyri í gær en hann hefur gert víðreist um landið að undanförnu og haldið fundi í Keflavík, á Selfossi og Egilsstöðum auk fundar í Kaupmannahöfn. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Björgunarfélagið sér um fernusöfnun í Árborg

Björgunarfélag Árborgar hefur gert samning við Gámaþjónustuna ehf. og Sveitarfélagið Árborg um aðkomu Björgunarfélagsins að söfnun einnota drykkjarferna. Söfnun á drykkjarfernum til endurvinnslu hefur staðið síðan 1997. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 145 orð

Björn og Ingvar náðu báðir áfanga

TVEIR ungir íslenskir skákmenn, Ingvar Jóhannesson og Björn Þorfinnsson,náðu áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á Sumarskákmóti Ístaks sem lauk á föstudagskvöldið. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Boðið í jeppaferð um Mýrarnar

Vesturlandsdeild 4x4 klúbbsins bauð 53 skjólstæðingum Svæðisskriftsofu fatlaðra á Vesturlandi í ferð um Mýrar á dögunum. Lagt var af stað á 20 jeppum og haldið vestur á Mýrar eftir Álftanesvegi og þaðan að Ökrum. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

Braut flösku á andliti manns

MAÐUR um tvítugt var handtekinn á Húsavík eftir að hann lamdi mann í andlitið með flösku undir morgun á sunnudag. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 125 orð

Deep Purple kemur á morgun

MEÐLIMIR hinar sögufrægu hljómsveitar Deep Purple eru væntanlegir hingað til lands á morgun, en þeir koma bæði frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Sveitin mun halda tvenna tónleika, á miðvikudag og fimmtudag. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Doktorspróf í hjúkrunarfræði

HINN 14. maí sl. lauk Helga Bragadóttir doktorsprófi í hjúkrunarfræði við The University of Iowa, Iowa, Bandaríkjunum. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Dregið úr dulúð Háskólans

UM 130 unglingar stunduðu margvísleg fræði í Háskóla unga fólksins alla síðustu viku. Lokahátíð var síðan haldin á laugardag á flötinni framan við aðalbyggingu Háskóla Íslands. Meira
21. júní 2004 | Vesturland | 278 orð | 1 mynd

Endurbótum á Norska húsinu að ljúka

Stykkishólmur | Elsta húsið í Stykkishólmi er Norska húsið sem var byggt árið 1832 og var fyrsta tveggja hæða húsið á Íslandi. Sýslunefnd Snæfellsnes (nú Héraðsnefnd Snæfellinga) eignaðist Norska húsið árið 1970. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 692 orð | 1 mynd

Engar klisjur um jafnrétti

Gunnar Hersveinn Sigursteinsson er fæddur árið 1960 í Reykjavík. Hann útskrifaðist með BA-próf í heimspeki og sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og með próf í Hagnýtri fjölmiðlun árið 1995. Hann var framhaldsskólakennari til ársins 1994 og hefur verið blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1995. Hann hefur skrifað siðfræðipistla í Morgunblaðið og gefið út ljóðabækur. Gunnar á tvö börn frá fyrra hjónabandi, Sigurstein Jóhannes, f. 1989, og Heiðdísi Guðbjörgu f. 1990. Meira
21. júní 2004 | Miðopna | 1100 orð | 4 myndir

Er húsnæðisverð of hátt á Íslandi?

Húsnæðisverð er áhyggjuefni margra um þessar mundir. Verð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað gríðarlega í flestum hinna iðnvæddu ríkja og margir hafa lýst efasemdum um að svo hátt húsnæðisverð fengi staðist til lengdar. Meira
21. júní 2004 | Erlendar fréttir | 557 orð | 1 mynd

Fátækar konur "hinir fullkomnu verkamenn"

Á föstudag og laugardag í síðustu viku var haldin ráðstefna á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og HAINA, samtaka fræðimanna um málefni kynjanna í Rómönsku-Ameríku, sem bar nafnið Konur í baráttu: Óður til kvenfrelsiskvenna Rómönsku-Ameríku. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 592 orð | 1 mynd

Festing fyrir gervilim skrúfuð inn í beinið

NÝ AÐFERÐ við að festa gervilimi á fólk sem misst hefur útlimi er nú að ryðja sér til rúms, en þar er festing fyrir gerviliminn skrúfuð upp í beinið og limurinn svo festur á pinna sem stendur út úr stubbnum. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 210 orð

Félag um tafllist kvenna stofnað á kvennadaginn

STOFNAÐ hefur verið sérstakt skákfélag kvenna, hið fyrsta í sögu landsins. Félagið var stofnað á kvennadaginn, 19. júní. Allar stúlkur og konur sem áhuga hafa á að efla og styðja skákiðkun íslenskra kvenna geta gerst félagar. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Flogið beint til Berlínar

ICELANDAIR hóf í vikunni beint flug á milli Berlínar og Keflavíkur. Af því tilefni var efnt til athafnar á Schönefeld-flugvellinum í Berlín. Meira
21. júní 2004 | Vesturland | 203 orð | 1 mynd

Friðrik Bergmann áfram í Snæfellsbæ

Ólafsvík | Fyrir skömmu var Friðrik Bergmann SH 240 auglýstur til sölu. Friðrik er nýlegt skip smíðaður af Ósey árið 1999 og því skiljanlega margir sem kæmu til með að sjá eftir skipinu úr byggðarlaginu svo ekki sé talað um kvótann sem á bátnum er. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 366 orð

Gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra

FORSTJÓRI heildsölu- og innflutningsfyrirtækisins Austurbakka, Árni Þór Árnason, gagnrýnir ummæli Geirs H. Haarde fjármálaráðherra á ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu um viðskipti og þróun, sem greint var frá í blaðinu á miðvikudag. Meira
21. júní 2004 | Vesturland | 142 orð | 1 mynd

Gestastofa opnuð í Sögumiðstöð

Grundarfjörður | Onuð hefur verið svokölluð Gestastofa í Sögumiðstöðinni Grundarfirði. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Giftingaraldurinn hækkar stöðugt

Í FYRRA var tíðasti giftingaraldur áður ókvæntra karla 30 ár samanborið við 21 ár á tímabilinu 1961-1965 en tíðasti giftingaraldur kvenna var 27 ár á móti 19 árum 1961-1965. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 355 orð | 2 myndir

Glimrandi byrjun

ÞAÐ VAR víða líflegt við veiðivötnin í gær enda margar þekktar laxveiðiár opnaðar og má segja að byrjunin víðast hvar hafi lofað mjög góðu. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Golfmót til styrktar fötluðum börnum og unglingum

FÉLAG kvenna í atvinnurekstri stendur fyrir opnu golfmóti fyrir félagskonur og aðrar áhugasamar konur 1. júlí næstkomandi. Mótið er haldið til styrktar Golfsambandi fatlaðra til að efla golfiðkun fatlaðra barna og unglinga. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Heimsóttu Morgunblaðið

Þessir skemmtilegu krakkar, Kópur og Sóley sem eru á leikskólanum Marbakka, komu í heimsókn á Morgunblaðið ásamt Pálínu leikskólaleiðbeinanda á dögunum. Meira
21. júní 2004 | Vesturland | 607 orð | 1 mynd

Höfum alltaf stefnt á erlendan markað

Borgarnes | Draumur margra íslenskra tónlistarmanna er að gera það gott í útlöndum. Hljómsveitin Worm is Green stefnir einmitt á frægð í útlöndum, en fyrir skömmu kom diskurinn þeirra Automagic út í Bandaríkjunum. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Iðandi fuglalíf en fáir ferðamenn

"ÞAÐ er mál manna að lundinn sé spakur í Látrabjargi," segir Birna Mjöll Atladóttir hjá ferðaþjónustunni í Breiðuvík í Vestur-Barðastrandarsýslu, spurð um fuglalífið enda er meirihluti ferðamanna sem koma þangað fuglaskoðarar. Meira
21. júní 2004 | Erlendar fréttir | 302 orð | 3 myndir

Írakar fá Saddam fljótlega

SADDAM Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, verður afhentur bráðabirgðastjórninni fljótelega eftir 30. júní næstkomandi. Bandarískir fangaverðir munu hins vegar gæta hans áfram að því er fram kom hjá háttsettum embættismanni hernámsyfirvaldanna. Meira
21. júní 2004 | Erlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Í rústum eftir árás

ÍRASKUR drengur í rústum tveggja húsa í borginni Fallujah en Bandaríkjamenn sprengdu þau upp í loftárás á laugardag. Sögðu þeir, að húsin hefðu verið hæli erlendra hryðjuverkamanna og þá sérstaklega hryðjuverkaforingjans Abu Musab al-Zarqawis. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð

Kennsl borin á lík í Fossvogi

LÖGREGLUNNI í Reykjavík tókst um miðjan dag í gær að bera kennsl á lík konu sem fannst í fjörunni neðan við Fossvogskirkjugarð í Fossvogi á laugardag. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð

Klipptu gat á girðingu

FJÖGUR ungmenni, á aldrinum 15 til 19 ára, voru staðin að verki við innbrot í dælustöð á Skeljanesi í Reykjavík um miðnætti á laugardagskvöld. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð

LEIÐRÉTT

Ekki skautbúningur Í frétt um hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn á Eyrarbakka var sagt að fjallkonan hefði skartað nýjum skautbúningi. Þetta er ekki rétt því hún var í kirtli en ekki skautbúningi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð | 2 myndir

Listaverk til minningar um vélbátavæðingu

LISTAVERKIÐ Harpa hafsins eftir Svanhildi Sigurðardóttur var afhjúpað á Ísafirði um helgina en það er minnismerki vegna 100 ára afmælis vélvæðingar íslenska bátaflotans. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð

Löggæslukostnaður á þriðju milljón

ÚTLIT er fyrir því að löggæslukostnaður vegna Landsmóts UMFÍ sem verður á Sauðárkróki í sumar geti numið vel á þriðju milljón en gert er ráð fyrir um tvö þúsund keppendum og um 12 til 15 þúsund gestum. Þessi kostnaður lendir að óbreyttu á mótshaldaranum. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Magnús sterkastur

MAGNÚS Ver Magnússon bar sigur úr býtum á mótinu Sterkasti maður Íslands en hann var yfirburðamaður og vann sex af níu keppnisgreinum og fékk samtals 72 stig á mótinu. Í öðru sæti varð Benedikt Magnússon með 52,5 stig. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 450 orð

Meðalaldur þorsks fer lækkandi

SÓKN í íslenska þorskstofninn hefur lengi verið of mikil og er bein afleiðing þess að dregið hefur verið úr langtímaafrakstri stofnsins. Þetta er mat nefndar sem birtist í skýrslu um líffræðilega stjórnun fiskveiða. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð

Mesta ferðahelgin í sumar

MIKIL umferð var á þjóðvegum landsins í gær og var meginþorri ökumanna á leið til Reykjavíkur. Að sögn lögreglu víða um land virðist helgin hafa verið mesta ferðahelgin það sem af er sumri. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð

Mikil skjálftavirkni í Eyjafirði

MIKIL skjálftavirkni hefur verið úti fyrir Norðurlandi en frá því á mánudag hafa verið staðsettir 181 skjálfti. Virknin tók mikinn kipp 17. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 158 orð

Ný deild DKG stofnuð á Vestfjörðum

VORÞING Delta Kappa Gamma; Félags kvenna í fræðslustörfum var haldið á Ísafirði fyrir skömmu. Vorþingið var að þessu sinni helgað stofnun nýrrar deildar innan samtakanna, á Vestfjörðum. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ný stefna í mótun um grannsvæðasamstarf Norðurlanda

NÝ STEFNA í samstarfi við Eystrasaltsríkin eftir inngöngu þeirra í Evrópusambandið var helsta umræðuefnið á fundi samstarfsráðherrar Norðurlanda í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð

Oddi braut ekki gegn jafnréttislögum

KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Prentsmiðjan Oddi hafi ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og rétt kvenna og karla þegar fyrirtækið sagði upp starfskonu, offsetprentara, í ágúst í fyrra. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Rjúpa í heimilisgarðinum

FJÖLGUN í rjúpnastofninum skilar sér á ýmsan hátt fólki til gleði, en í vor hafa rjúpur víða sést við bæi og verið óvenju gæfar. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 209 orð

Rúmlega 100 sóttu um skólavist

RÚMLEGA 100 nemendur sóttu um skólavist í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á haustönn en skráningu lauk í síðustu viku. Skólinn hefur starfsemi í fyrsta sinn í haust. Meira
21. júní 2004 | Miðopna | 545 orð

Samkynhneigðir og saga hjónabandsins

Röksemdir stuðningsmanna og andstæðinga hjónabands samkynhneigðra hafa byggst á tilgátum um félagsleg áhrif þess og staðhæfingum um sögu hjónabandsins. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

Samstarf um slökkvitæki og slökkvikerfi

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli H. Blöndal ehf. og rússneskrar hátæknisamsteypu um þróunarverkefni. Verkefnið felur í sér þróun, framleiðslu og markaðssetningu á slökkvitækjum og slökkvikerfum fyrir Evrópumarkað. H. Blöndal ehf. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 612 orð | 2 myndir

Sanngjörn og heiðarleg umræða er það sem máli skiptir

PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Íslands, sagði við brautskráningu 830 kandídata frá HÍ á laugardag að í opinberri umræðu á Íslandi bæri miklu meira á tilraunum til að koma höggi á andstæðing en viðleitni til að skilja hvað fyrir honum vakti. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Sigldu umhverfis landið á tíu dögum

SYNIR Fokkunnar, áhöfn skútunnar Snældu, hefur sett met í siglingu umhverfis landið. Ferðin tók tíu daga og sjö klukkutíma, en siglt var án vélarafls, án nokkurrar hjálpar og án þess að koma að landi. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Skotist í skottið

MIKILLI ferðahelgi lauk í gær, enda tóku margir, sem það gátu, frí föstudaginn eftir 17. júní og lengdu þannig helgina. Meira
21. júní 2004 | Miðopna | 866 orð | 1 mynd

Skólastefna bíður skipbrot

Hundruðum vísað frá háskólanámi." Með þessum hætti hljóðuðu fréttir vikunnar af starfsemi háskólanna. Skólastefna ríkisstjórnarinnar í málefnum háskólastigsins er komin í þrot. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Sól og sumar í Nauthólsvík

Það var fallegt um að litast í Nauthólsvík þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um. Fuglarnir hömuðust hvað þeir mest máttu við að fanga athygli konunnar sem var í göngutúr í góða veðrinu með hundinum... Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 182 orð

Stefnt að stækkun hótelsins

STYKKISHÓLMSBÆR hefur selt Hótel Stykkishólm til Péturs Geirssonar, hótelstjóra og eiganda Hótel Borgarness. Kaupverðið er 110 milljónir króna. Gengið var frá samningum á föstudag og tók Pétur formlega við rekstrinum á laugardag. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 501 orð

Stjórnvöld tryggi samkeppni með því að vera vel á verði

Í SKÝRSLU sem forsætisráðherra, Davíð Oddssson, hefur látið gera um samanburð á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndunum og ríkjum Evrópusambandsins, segir að stjórnvöld geti gripið til tvíþættra aðgerða til þess að halda matvælaverði eins lágu og unnt er. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Styrkja kvennaíþróttir á Akureyri

ÍÞRÓTTAFÉLÖGIN KA og Þór halda úti sameiginlegu kvennaliði bæði í handknattleik og knattspyrnu og Siglfirðingar eru raunar einnig með í knattspyrnuliðinu, sem kallað er Þór/KA/KS. KA-menn sjá um rekstur handboltaliðsins en Þórsarar um knattspyrnuliðið. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 216 orð

Talin hafa brotið reglugerð um kynningarstyrk

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Kvikmyndamiðstöð Íslands (KMÍ) hafi brotið 2. gr. reglugerðar og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga hvað varðar umsókn um kynningarstyrk. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Um átján þúsund konur tóku þátt í kvennahlaupinu

ÁÆTLAÐ er að um átján þúsund konur á öllum aldri hafi tekið þátt í Kvennahlaupi Íþrótta- og ólympíusambands Íslands á laugardag, 19. júní. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð

Verðlaun fyrir námsárangur

VIÐURKENNINGAR fyrir námsárangur voru veittar við brautskráningu kandídata frá Háskóla Íslands á laugardag. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 189 orð

Vilja ræða við Íslendinga um umhverfismál

EITT stærsta skip umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, Esperanza, er væntanlegt hingað til lands á morgun, að sögn Frode Pleym, talsmanns Grænfriðunga á Íslandi. Meira
21. júní 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Yfirmenn í lögreglunni útskrifast

42 yfirmenn í lögreglunni hafa útskrifast úr stjórnunarnámi fyrir lögregluembættin. Er þetta í fyrsta skipti sem þetta stjórnunarnám er tekið upp hjá Lögregluskóla ríkisins í samstarfi við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Meira
21. júní 2004 | Erlendar fréttir | 305 orð

Örlagaríkur tími í sögu Evrópusambandsins

LEIÐTOGAR Evrópusambandsríkjanna fögnuðu því um helgina að náðst hefur samkomulag um fyrstu stjórnarskrá sambandsins og stefnt er að því leiða til lykta deiluna um næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar nú í vikunni. Meira

Ritstjórnargreinar

21. júní 2004 | Leiðarar | 276 orð

Borgin og Leikfélagið

Sl. miðvikudag var undirritað nýtt samkomulag á milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur um rekstur Borgarleikhússins. Þar með er allri óvissu eytt um framtíðarstarfsemi Leikfélags Reykjavíkur. Það er sérstakt fagnaðarefni. Meira
21. júní 2004 | Leiðarar | 538 orð

Hvers vegna?

Í viðtali Ragnhildar Sverrisdóttur við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, lagði blaðamaðurinn eftirfarandi spurningu fyrir forsetann: "En hvers vegna taldir þú rétt að beita málskotsréttinum nú? Meira
21. júní 2004 | Staksteinar | 312 orð | 1 mynd

- Viðurkenning Össurar

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í gær þar sem fram kemur athyglisverð viðurkenning á lykilþætti fjölmiðlalaganna. Meira

Menning

21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Alltaf í stuði

KEMPURNAR í AC/DC hafa svo sannarlega ekki látið deigan síga undanfarin ár og hafa rokkað sem aldrei fyrr. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 201 orð | 1 mynd

Athöfnin gleðileg fagnaðarstund

HINN elskaði skemmtikraftur og listamaður Ray Charles var jarðsunginn á föstudag, en athöfnin var svo sannarlega engin sorgarstund, heldur var lífi hans og ferli fagnað með miklum tónleikum og söng. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 226 orð

Baráttan um mjólkurpeningana

Heimildamynd. Leikstjórn og handrit: Erik Gandini. Kvikmyndataka: Carl Nilsson og Lukas Eisenhauer. Tónlist: Mark O'Sullivan - The Mighty Quark, ofl. Klipping: Johan Söderberg. 52 mínútur. Atmo/SFI. Svíþjóð. 2003. Meira
21. júní 2004 | Tónlist | 421 orð

Beðið fyrir styrkleikabrigðum

Alexandra Chernyshova sópran og Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran ásamt Gróu Hreinsdóttur píanóleikara fluttu lög eftir Bilash, Sigfús Einarsson, Tchaikovsky, Petrov, Sigfús Halldórsson, Emil Halldórsson, Offenbach og fleiri. Miðvikudagur 16. júní Meira
21. júní 2004 | Menningarlíf | 71 orð

Bjartir dagar

DAGSKRÁ lista- og menningarhátíðarinnar Bjartir dagar í Hafnarfirði í dag er eftirfarandi: Kl. 19 Gamla bókasafnið Trúbadorakvöld með Jóni Ragnari, Tryggva, Unnari, Töru Begga o.fl. Trúbadorar munu taka þátt í keppni og syngja lag eftir KK. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 447 orð | 1 mynd

Dásamlegi, dásamlegi fótbolti

ÞAÐ fer alveg óendanlega í taugarnar á mér þegar tvær heilögustu stundir dagsins, barnatíminn og fréttatíminn, eru teknar af fjölskyldunni og einhverjir fullorðnir menn í boltaleik settir í staðinn. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 330 orð | 1 mynd

Eignaðist hljómborð á sextugsaldri

ÞRÖSTUR Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, hefur gefið út geisladiskinn Hafblik með tíu frumsömdum lögum. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 288 orð | 1 mynd

Ekkert afsakið hlé!

EYSTEINN Guðni Guðnason er einn þeirra sem eru andvígir hléum á kvikmyndum í bíóhúsum. Hann hyggst nú skera upp herör gegn þessum fasta lið kvikmyndahúsanna með söfnun undirskrifta gegn hléum. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Flauelsbyssan flýgur upp listann

ROKKSVEITIN Velvet Revolver hefur svo sannarlega látið að sér kveða, en þar eru þrír fyrrverandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu sveitar Guns'n'Roses, þeir Slash, Duff McKagan og Matt Sorum auk Scott Weiland, söngvara Stone Temple Pilots, sem hefur lent í... Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 645 orð | 4 myndir

FÓLK Í fréttum

KONA HEFUR verið úrskurðuð í gæsluvarðhald í Kaliforníu fyrir að ofsækja bresku leikkonuna Catherine Zeta Jones . Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 201 orð | 1 mynd

...hárprýði og afbrýði

STÖÐ 2 sýnir í kvöld gamanmyndina Blow Dry, þar sem Alan Rickman fer á kostum sem hárskerinn Phil Allen, sem á sér litskrúðuga fortíð sem keppandi í hárgreiðslukeppni Bretlands. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 368 orð

Heja Norge!

Stjórnandi: Jan Haukeland. 59 mín. Noregur 2003. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 102 orð | 1 mynd

Hittu forsætisráðherra í móttöku

LEIKHÓPURINN Perlan tók þátt í alþjóðlegri listahátíð fatlaðra sem fram fór í Washington D.C. á dögunum. Hátíðin fór m.a. fram í tónleikahöllinni Kennedy Center og tóku fulltrúar 50 ríkja þátt í hátíðinni, auk fulltrúa víðsvegar að í Bandaríkjunum. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 222 orð | 1 mynd

Hrein heimildarmynd

Stjórnandi: Yoav Shamir. 80 mín. Ísrael 2003. Meira
21. júní 2004 | Menningarlíf | 135 orð

Í dag

Hjallakirkja kl. 20 Sænski kammerkórinn Cantando sækir Ísland heim og heldur hér ferna tónleika. Þeir fyrstu eru í kvöld. Aðrir tónleikar verða í Reykholtskirkju annað kvöld kl. 20, þá í Akureyrarkirkju 24. júní kl. 20. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

Jón "góði" enn á toppnum

JÓN Ólafsson heldur áfram sigurgöngu sinni á Tónlistanum, en sólóplata hans hefur notið mikilla vinsælda hjá plötukaupendum undanfarið. Annað upplag er nú rétt að verða uppselt og er það þriðja væntanlega í bígerð. Meira
21. júní 2004 | Menningarlíf | 193 orð | 1 mynd

Ljóð

Gler leikur að orðum nefnist sjötta ljóðabók Hrafns Andrésar Harðarsonar . Sú síðasta kom út árið 1999 og hét Úr viðjum; var það vinnubók í samvinnu við Grím Marinó Steindórsson. Meira
21. júní 2004 | Menningarlíf | 115 orð | 1 mynd

Matthew Barney gefur Nýlistasafninu verk

MATTHEW Barney, einn af þekktari listamönnum Bandaríkjanna, er staddur hér á landi og var viðstaddur forsýningu á heimildarmyndinni "Matthew Barney - Site specific" sem kvikmyndafélagið Lortur gerði um uppsetningu sýningar hans í Nýlistasafninu... Meira
21. júní 2004 | Menningarlíf | 232 orð | 1 mynd

Sumartónleikar í Skálholti í 30. sinn

SUMARTÓNLEIKAR í Skálholtskirkju hefjast laugardaginn 26. júní og standa fram á verslunarmannahelgina, 2. ágúst. Tónleikar verða haldnir kl. 15 og 17 á laugardögum og kl. 15 á sunnudögum. Messa er á sunnudögum kl. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Söguskoðun kvikmyndanna

STÖÐ 2 sýnir í kvöld þátt úr röðinni "History through the lens" þar sem myndir sem fjalla um sannsögulega atburði eru skoðaðar gagnrýnum augum. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 66 orð | 1 mynd

Tónlistarsmekkur Tarantinos

VINSÆLDIR kvikmynda Quentin Tarantinos um banatilræðið við Billa hafa án efa vakið áhuga fólks á fyrri myndum kappans og ekki síður þeirri tónlist sem meistarinn velur í myndirnar. Meira
21. júní 2004 | Bókmenntir | 733 orð | 1 mynd

Viðamikið rit um spendýr

Ritstjóri og aðalhöfundur: Páll Hersteinsson. Vatnslitamyndir og skýringarteikningar: Jón Baldur Hlíðberg. 344 bls. Úgefandi: Vaka-Helgafell. - Reykjavík 2004. Meira
21. júní 2004 | Fólk í fréttum | 154 orð | 2 myndir

Vilja breyta og bæta ímynd öryrkja

HÓPUR 12 ungmenna, sem eru öll hreyfihömluð, stóð fyrir gleðskap í Hátúninu á laugardag, en tilgangur þeirra er að reyna breyta ímynd öryrkja, sem þau telja vera neikvæða, og sýna fram á að öryrkjar séu lífsglatt fólk. Meira
21. júní 2004 | Menningarlíf | 83 orð

Þórunn hlýtur styrk

ÞÓRUNN Harðardóttir víólu- og söngnemandi hefur hlotið styrk úr Styrktarsjóði Helgu Guðmundsdóttur. Meira

Umræðan

21. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 406 orð

Á 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins

KÆRI Pétur Pétursson þulur og þjóðin öll. Heill sé þeim sem halda vöku sinni og minna á dýrmæti tungunnar. Gerum við okkur grein fyrir því láni að eiga okkar eigið tungumál og mega nota það? "Hvaða mál talið þið á Íslandi? Meira
21. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 351 orð

Gjármælir og lýðræði

VART er hægt að láta í friði þá umræðu, sem íslenska þjóðin og lýðveldið hefur mátt þola undanfarið. Meira
21. júní 2004 | Aðsent efni | 487 orð | 1 mynd

Hugleiðingar á þjóðhátíð

Hjörleifur Guttormsson skrifar um Ísland og umheiminn: "Umræðan um synjunarvald forsetans skyggir á miklu stærri og veigameiri mál er varða framtíð Íslands..." Meira
21. júní 2004 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Íslendingar á Spáni

Auður Hansen skrifar um Íslendinga á Spáni: "Á síðustu árum hafa fjölmargir Íslendingar flutt til Spánar." Meira
21. júní 2004 | Aðsent efni | 672 orð | 1 mynd

Íslensk utanríkisþjónusta, Afríka og Ísland

Sveinn Óskar Sigurðsson fjallar um utanríkisþjónustuna: "Með staðfestu hefur Ísland ávallt náð að skapa sér virðingu á erlendri grundu." Meira
21. júní 2004 | Aðsent efni | 727 orð | 1 mynd

Uppbygging búsetumála geðfatlaðra á Akureyri

Ólafur Örn Torfason skrifar um málefni geðfatlaðra: "Allir græða á vel skipulagðri og markvissri þjónustu." Meira
21. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 375 orð

Þjónusta við átröskunarsjúklinga

ÉG FÉKK þá óhugnanlegu frétt nýverið að vegna skorts á starfsfólki ætti að leggja niður þjónustu við átröskunarsjúklinga á Landspítalanum. Meira

Minningargreinar

21. júní 2004 | Minningargreinar | 25 orð

Bergljót Lára Rútsdóttir Walsh

Í dag skein sól á sundin blá og seiddi þá, er sæinn þrá. Og skipið lagði landi frá. Hvað mundi fremur farmann gleðja? Það syrtir að, er sumir kveðja. (Davíð Stef.) Svandís Matthíasdóttir (Dísa... Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2004 | Minningargreinar | 1692 orð | 1 mynd

BERGLJÓT LÁRA RÚTSDÓTTIR WALSH

Bergljót Lára Rútsdóttir fæddist á Sigurðarstöðum í Presthólahreppi í N-Þingeyjarsýslu hinn 19. júlí 1918. Hún lést á heimili sínu í Montoursville í Fíladelfíu í Bandaríkjunum 29. desember 2003. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2004 | Minningargreinar | 51 orð

Geirlaug J. F. Guðmundsdóttir

Er ég minnist aldurs þíns ert þú fremst í huga mér. Í stærsta hólfi hjarta míns hef ég ávallt mynd af þér. Gekkst þú mér í móður stað meðan lítið barn ég var. Aldrei get ég þakkað það. Þær voru stórar fórnirnar. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2004 | Minningargreinar | 1764 orð | 1 mynd

GEIRLAUG J. F. GUÐMUNDSDÓTTIR

Geirlaug Jóna Friðrika Guðmundsdóttir var fædd í Nýjabæ í Tálknafirði 23. desember 1910. Hún lést á Landakoti 11. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, f. í Tálknafirði 18. sept. 1871, d. 10. febr. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2004 | Minningargreinar | 2592 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR KARL GÍSLASON

Guðmundur Karl Gíslason fæddist 27. júní 1979. Hann lést af slysförum 7. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 15. júní. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2004 | Minningargreinar | 844 orð | 1 mynd

GUÐNÝ HÖDD HILDARDÓTTIR

Guðný Hödd Hildardóttir fæddist 29. desember 1992. Hún lést 31. maí síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 14. júní. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2004 | Minningargreinar | 659 orð | 1 mynd

HALLDÓR KRISTJÁNSSON

Halldór Kristjánsson fæddist á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit í Austur-Barðastrandarsýslu 10. desember 1913. Hann lést á elliheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 8. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Reykhólakirkju 18. júní. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2004 | Minningargreinar | 729 orð | 1 mynd

JÓHANNES KR. ÁRNASON

Jóhannes Kristberg Árnason fæddist í Ólafsvík 24. júlí 1921. Hann lést á sambýli aldraðra í Gullsmára 11 í Kópavogi 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Kristófer Sigurðsson, f. 2.11. 1895, og Sigurborg Þórkatla Jóhannesdóttir, f. 7.9. 1894. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2004 | Minningargreinar | 505 orð | 1 mynd

MARINÓ JÓNSSON

Marinó Jónsson fæddist í Miklagarði í Eyjafirði 6. nóv. 1939. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Höfðakapellu á Akureyri 28. maí, í kyrrþey að ósk hins látna. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2004 | Minningargreinar | 745 orð | 1 mynd

ÞORGERÐUR HJÁLMARSDÓTTIR

Þorgerður Hjálmarsdóttir fæddist í Dölum í Vestmannaeyjum 14. janúar 1921. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 28. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 4. júní. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2004 | Minningargreinar | 1018 orð | 1 mynd

ÞÓRIR GUÐMUNDSSON

Þórir Guðmundsson fæddist í Lyngen í Tromsfylki í Noregi 9. maí 1919. Hann lést á Clinica Salus-sjúkrahúsinu á Benalmadena á Spáni mánudaginn 31. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 14. júní. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Mikil hlutabréfaviðskipti í Danmörku

ÚTLIT er fyrir að hlutabréfaviðskipti í tengslum við dönsk fyrirtæki verði umtalsvert meiri á þessu ári en í fyrra, að því er fram kemur í frétt á vefmiðli danska viðskiptablaðsins Børsen . Meira
21. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 107 orð | 1 mynd

Pétur til SA

PÉTUR Reimarsson efnaverkfræðingur hefur verið ráðinn verkefnastjóri umhverfismála hjá Samtökum atvinnulífsins . Pétur lauk doktorsprófi frá Tækniháskólanum í Lundi 1979 og starfaði hjá Rannsóknaráði ríkisins og Vinnueftirliti ríkisins að loknu námi. Meira
21. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Stjórnendur bjartsýnir á framtíðina

STJÓRNENDUR í íslenzkum fyrirtækjum eru bjartsýnir á þróun mála næstu fimm ár, ef marka má niðurstöður könnunar KPMG, sem birtist í nýjasta hefti Sjónarhóls. Könnunin náði til 212 stjórnenda. Meira
21. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Telia Sonera hættir afskrift viðskiptavildar

FINNSK-sænska símafyrirtækið Telia Sonera hefur tekið upp alþjóðlegan reikningsskilastaðal, sem m.a. hefur í för með sér að reglulegri afskrift viðskiptavildar og annarra óefnislegra eigna er hætt, en árlegu virðisrýrnunarprófi er beitt í staðinn. Meira
21. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 419 orð | 1 mynd

Val um íbúðalán til 20, 30 og 40 ára

Fréttaskýring Grétar Júníus Guðmundsson Meira

Daglegt líf

21. júní 2004 | Daglegt líf | 493 orð | 1 mynd

Hvers konar sýkill er nóróveira?

Undanfarið hafa margir kvartað um veikindi eftir dvöl í Húsafelli. Veikindin lýsa sér með uppköstum, niðurgangi og slæmum magaverkjum sem standa í einn til tvo daga. Meira
21. júní 2004 | Daglegt líf | 620 orð | 4 myndir

Vatnspípur með ávöxtum

ÍSLENSKT par í Óðinsvéum hefur ákveðið að skapa sér atvinnu með því að opna kaffihús með því bjartsýna heiti Optimisten í gamla bænum í þessari 100 þúsund manna borg á Fjóni. Meira

Fastir þættir

21. júní 2004 | Árnað heilla | 40 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, mánudaginn 21. júní, er sextugur Ingólfur Kristmundsson, vélfræðingur, Grófarseli 7, Reykjavík. Eiginkona hans, Elín J.F. Magnúsdóttir, sjúkraliði, verður sextug 4. ágúst og munu þau þá halda uppá afmæli sín sameiginlega. Meira
21. júní 2004 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Í dag, mánudaginn 21. júní, er níræð Fjóla Jóelsdóttir, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma í Grenivík, nú til heimilis á Hrafnistu í... Meira
21. júní 2004 | Fastir þættir | 252 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

47. Evrópumótið hófst í gær í Málmey í Svíþjóð. Spilað er í þremur flokkum, opnum flokki, kvennaflokki og flokki eldri spilara. Meira
21. júní 2004 | Fastir þættir | 1144 orð | 1 mynd

Gaddstaðaflatir tilbúnar í slaginn - betur búnar en nokkru sinni fyrr

Fróðlegt hefur verið að fylgjast með undiröldu landsmótsins allt frá vetrarbyrjun og fram undir að mótið hefst. Meira
21. júní 2004 | Fastir þættir | 158 orð

Hátt í níu hundruð hross mæta til leiks

NÚ ER ljóst að 817 hross hafa unnið sér rétt til að etja kappi á landsmótinu á Gaddstaðaflötum, sem hefst eftir viku, sem virðist í fljótu bragði heldur fleiri hross en á síðasta landsmóti. Meira
21. júní 2004 | Í dag | 75 orð

Kirkjustarf

Háteigskirkja. Félagsvist kl. 13. Mánudaga og miðvikudaga verður spilað "pútt" í garðinum frá kl. 13-15. Kaffi á eftir. Neskirkja. Leikja- og ævintýranámskeið Neskirkju fyrir 6-10 ára (f. '94-'98) og fyrir 10-12 ára (f. '92-'94). Meira
21. júní 2004 | Dagbók | 433 orð

(Post. 10, 43.)

Í dag er mánudagur 21. júní, 173. dagur ársins 2004, Sumarsólstöður. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna. Meira
21. júní 2004 | Fastir þættir | 114 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6+ Rxf6 7. c3 c5 8. Re5 a6 9. Bg5 Be7 10. dxc5 Dxd1+ 11. Hxd1 Bxc5 12. Be2 h6 13. Bh4 g5 14. Bg3 Re4 15. Bf3 Rxg3 16. Meira
21. júní 2004 | Dagbók | 45 orð

SPRETTUR

Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer. Meira
21. júní 2004 | Fastir þættir | 428 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er garðeigandi, á raunar mjög stóran garð með grænni grund og grasgeirum innan um kletta og hraunsprungur. Í garðinum eru tré af mörgum stærðum og gerðum. Meira

Íþróttir

21. júní 2004 | Íþróttir | 208 orð

100 metra hlaupið stóð upp úr

SUNNA Gestsdóttir var sátt við árangur sinn á Evrópubikarmótinu en hún var ósátt við stigafjöldann sem íslenska kvennaliðið fékk. "Ég er þokkalega sátt með hvernig mér gekk á mótinu en 100 metra hlaupið stendur upp úr. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd

* ANDREAS Isaksson , markvörður sænska...

* ANDREAS Isaksson , markvörður sænska landsliðsins í knattspyrnu, hefur gengið til liðs við franska 1. deildarliðið Rennes , en hann hefur leikið með Djurgården í Svíþjóð. Isaksson er 22 ára og hefur slegið í gegn með sænska landsliðinu á EM í Portúgal... Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 137 orð

Áttundi sigur Schumachers

MICHAEL Schumacher hjá Ferrari fór með auðveldan sigur af hólmi í bandaríska kappakstrinum í Formúlu-1 en hann hefur unnið átta mót af níu á árinu. Félagi hans hjá Ferrari, Ruben Barrichello, varð annar. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 199 orð

Baráttusigur HK

HK-INGAR óttuðust það nokkuð að hinn frækni sigur þeirra í bikarnum gegn ÍA á dögunum myndi verða þeim fjötur um fót í næsta deildarleik sem var gegn Völsungi sl. laugardag. Þessi ótti átti þó ekki við rök að styðjast því eftir heldur brösóttan fyrri hálfleik tókst HK að vinna, 2:1, og er áfram í öðru sæti 1. deildar. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 80 orð

Enn eitt mark frá Gylfa

GYLFI Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var enn á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 388 orð

Evrópubikarinn 2.

Evrópubikarinn 2. deild, A-riðill, Laugardalsvelli, 19.-20. júní 2004. KARLAR : Sleggjukast: Jan Bielecki, Danmörku 73,55 Roman Linscheid, Írlandi 69,01 Bergur Ingi Pétursson, Íslandi 61,36. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 104 orð

Frakkar gegn Grikkjum?

EF Frakkar leggja Svisslendinga að velli í B-riðlinum á EM í kvöld, eins og flestir reikna með, og vinna þar með riðilinn, mæta þeir spútnikliði Grikkja í átta liða úrslitum keppninnar. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 16 orð | 1 mynd

Fríða Rún Þórðardóttir kemur í mark...

Fríða Rún Þórðardóttir kemur í mark í 1500 metra hlaupinu í gær á Evrópubikarmótinu á... Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 731 orð

Gent - Fylkir 2:1 Gent, Belgíu,...

Gent - Fylkir 2:1 Gent, Belgíu, Intertoto-keppnin, 1. umferð, fyrri leikur, sunnudaginn 20. júní 2004. Mörk Gent : Steven Ribus 66. (víti), 88. (víti). Mörk Fylkis : Finnur Kolbeinsson 75. (víti). Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 261 orð

Goosen hélt út á Opna bandaríska mótinu

RETIEF Goosen frá Suður-Afríku sigraði í gærkvöld á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, lék Shinnecock-völlinn á einu höggi yfir pari líkt og Phil Mickelson, sem var tveimur höggum á eftir Goosen fyrir síðasta dag og í þeirri stöðu var Ernie Els... Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 562 orð | 1 mynd

Grikkir glaðir en Spánverjar í sárum

GRIKKIR eru komnir í átta liða úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu í Portúgal en Spánverjar eru úr leik. Þetta var niðurstaðan eftir síðustu leikina í A-riðlinum sem fram fóru í gærkvöld. Grikkir sluppu þrátt fyrir ósigur, 2:1, gegn Rússum sem áttu enga möguleika á að komast áfram en Portúgalar náðu að knýja fram sigur í grannaslagnum við Spánverja á sama tíma, 1:0. Þar hefði Spánverjum nægt jafntefli til að heimamenn hefðu setið eftir með sárt ennið. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Grikkir komust í gærkvöld í átta...

Grikkir komust í gærkvöld í átta liða úrslit Evrópumóts landsliða í knattspyrnu, þrátt fyrir ósigur gegn Rússum, 2:1, í lokaumferð A-riðils. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 125 orð

Gunnleifur hélt hreinu í 521 mínútu

GUNNLEIFUR Gunnleifsson, markvörður 1. deildarliðs HK í knattspyrnu, hafði haldið marki sínu hreinu í 521 mínútu þegar Andri Valur Ívarsson úr Völsungi skoraði hjá honum á Kópavogsvellinum á laugardaginn. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 306 orð

Hef stokkið hærra en aðalatriðið var að vera í fyrsta sætinu

ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, sigraði í stangarstökki kvenna á laugardaginn á Evrópubikarmótinu í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli. Þórey Edda var eini keppandinn sem stökk yfir 4,20 metra en hún fór yfir þá hæð í fyrstu tilraun. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 366 orð | 1 mynd

* HEIÐMAR Felixson , landsliðsmaður í...

* HEIÐMAR Felixson , landsliðsmaður í handknattleik, tók fram knattspyrnuskóna á föstudagskvöldið með góðum árangri. Heiðmar , sem er í sumarfríi áður en hann flytur sig frá Spáni til Þýskalands , lék með Reyni frá Árskógsströnd gegn Magna í 3. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 372 orð | 1 mynd

* IVICA Olic , sóknarmaður Króatíu,...

* IVICA Olic , sóknarmaður Króatíu, féll á lyfjaprófi eftir leik liðsins gegn Frakklandi á EM á fimmtudagskvöldið. UEFA hefur nú gefið honum leyfi til að halda áfram keppni á mótinu þar sem hann hefði ekki aðhafst neitt ólöglegt. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd

ÍBV jafnaði á síðustu mínútu

HINAR sókndjörfu Eyjastúlkur, sem hafa verið á skotskónum að undanförnu í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, áttu í mesta basli með sterka vörn Þórs/KA/KS þegar liðin mættust á Akureyrarvelli í gær. Norðanstúlkur komust yfir í lok fyrri hálfleiks og stóðust pressuna allt þar til komið var fram yfir venjulegan leiktíma en þá tókst ÍBV að jafna og niðurstaðan því 1:1. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 651 orð

Íslenska karlaliðið náði góðum árangri

EVRÓPUBIKARKEPPNI landsliða í frjálsum íþróttum, 2. deild - A-riðill, fór fram á Laugardalsvelli um helgina en þetta er stærsta frjálsíþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi. Í karlaflokki varð Ísland í 5. sæti en Eistland sigraði. Í kvennaflokknum sigraði Írland en Ísland lenti í 7. sæti. Það verða því Eistland og Írland sem keppa í fyrstu deild að ári. Guðmundur Karlsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ánægður með árangur íslenska landsliðsins. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 467 orð

Jackson hættur og Shaq vill fara

PHIL Jackson er hættur sem þjálfari Los Angeles Lakers, en hann er einn allra sigursælasti þjálfari í sögu NBA-körfuboltanns. Ólíklegt er að hann muni þjálfa í NBA-deildinni næsta vetur en hann hefur þjálfað Lakers síðustu fimm ár. Þá segja heimildarmenn innan Lakers að miðherjinn Shaquille O'Neal hafi farið fram á að verða seldur til annars liðs. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 68 orð

Joshua Helm til KFÍ

KFÍ frá Ísafirði hefur samið við bandarískan körfuknattleiksmann, Joshua Helm, um að leika með félaginu í úrvalsdeildinni næsta vetur. Helm, sem er framherji eða miðherji, kemur frá 2. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 158 orð

Keflavík á Norðurlandamót?

KEFLVÍKINGAR hafa fengið boð um að taka þátt í Norðurlandamóti meistaraliða karla í körfuknattleik sem fyrirhugað er að halda í Ósló í lok september. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 115 orð

Margrét slasaðist á Akureyri

MARGRÉT Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins og úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í ár, slasaðist í leik ÍBV gegn Þór/KA/KS á Akureyri í gær. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 114 orð

Nedved hvíldur gegn Þjóðverjum

KAREL Bruckner, landsliðsþjálfari Tékka, sagði í gær að hann myndi hvíla Pavel Nedved og fleiri af sínum lykilmönnum í leiknum gegn Þýskalandi í lokaumferð D-riðilsins á EM í Portúgal. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 256 orð

Njarðvík í þriðja sætið

NJARÐVÍKINGAR skutust í gærkvöldi í þriðja sæti 1. deildar karla með því að leggja Hauka 2:1 að Ásvöllum. Haukar eru hins vegar í áttunda sætinu. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 174 orð

Nýliðarnir stóðu sig rosalega vel

JÓN Arnar Magnússon keppti í fjórum greinum fyrir íslenska landsliðið á Evrópubikarmótinu og hann var ánægður með frammistöðu sína og íslenska liðsins. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

Páll Einarsson, fyrirliði Þróttar, hefur betur...

Páll Einarsson, fyrirliði Þróttar, hefur betur í einvígi við Valsmann að Hlíðarenda. Valsmenn unnu hinsvegar leikinn,... Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 371 orð

"Langbesti leikurinn á tímabilinu"

FYLKISMENN töpuðu naumlega fyrir Gent, 2:1, í fyrri leik liðanna í Intertoto-keppninni í knattspyrnu sem fram fór í Belgíu í gær. Segja má að sigur heimamanna hafi verið mjög óverðskuldaður en þeir skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Reyndar voru öll þrjú mörk leiksins skoruð úr vítaspyrnum. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

* SIGURPÁLL Geir Sveinsson, kylfingur úr...

* SIGURPÁLL Geir Sveinsson, kylfingur úr GA , varð í 39.-47. sæti á Opna Husquarna golfmótinu í Svíþjóð um helgina. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 162 orð

Silja ósátt við sjálfa sig

SILJA Úlfarsdóttir var svekkt með frammistöðu sína á Evrópubikarmótinu og hún segist eiga mikið inni. "Ég er ekki sátt við frammistöðu mína um helgina. Ég vann 400 metra grindahlaupið og það var ánægjulegt, en ég hljóp samt illa. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 17 orð | 1 mynd

Silja Úlfarsdóttir kemur í mark í...

Silja Úlfarsdóttir kemur í mark í 400 metra boðhlaupi kvenna á Evrópubikarmótinu í frjálsum íþróttum á... Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 20 orð | 1 mynd

Stefán Már Ágústsson keppti fyrir hönd...

Stefán Már Ágústsson keppti fyrir hönd Íslands í 800 metra hlaupi karla í gær en hann lenti í áttunda... Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 170 orð

Stjarnan í slæmri stöðu

STJARNAN og Þór mættust á Akureyri á laugardaginn í 1. deild karla.. Ef marka má þennan leik eru Þórsarar komnir lengra með að stilla saman strengina og Stjarnan gæti átt erfitt sumar fyrir höndum. 2:0 sigur Þórs var í minna lagi. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 194 orð | 1 mynd

Tékkar öruggir, Hollendingar í vondum málum

SÍÐASTA umferðin í D-riðli verður leikin á miðvikudaginn og þá skýrist hvaða lið fylgir Tékkum í átta liða úrslitin. Hollendingar og Lettar mætast þá og á sama tíma leika Þýskaland og Tékkland. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 505 orð

Valsmenn svífa vængjum þöndum

VALSMENN eru taplausir í 1. deild karla í knattspyrnu þegar þriðjungi mótsins er lokið, eftir að þeir lögðu Þróttara að velli á Hlíðarenda, 2:1, á laugardaginn. Leikurinn var í daufari kantinum þrátt fyrir kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunar, en fjögurra mínútna kafli í upphafi síðari hálfleiks dugði Val til sigurs. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 209 orð

Vieri hættur að tala við ítalska fréttamenn

CHRISTIAN Vieri, sóknarmaður ítalska landsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti ítölskum fréttamönnum í gær að hann væri hættur að tala við þá. "Þetta er í síðasta sinn sem ég ræði við ykkur. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 174 orð

Þjófnaður í Grafarvogi

LEIKMENN Breiðabliks náðu í þrjú mikilvæg stig í toppbaráttu 1. deildar þegar þeir lögðu Fjölnismenn á heimavelli þeirra í Grafarvogi á laugardag með tveimur mörkum gegn einu. Steinþór Þorsteinsson skoraði sigurmark Blika gegn botnliðinu á síðustu mínútu leiksins. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 21 orð | 1 mynd

Þórey Edda fer yfir 4,20 metra...

Þórey Edda fer yfir 4,20 metra á Evrópubikarmótinu í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli en hún lenti í fyrsta sæti í... Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 158 orð

Þýskir fjölmiðlar óánægðir

ÞÝSKIR fjölmiðlar eru svartsýnir á að þýska landsliðið í knattspyrnu nái langt í lokakeppni EM í Portúgal eftir að það gerði markalaust jafntefli gegn Lettum. "Við þurfum að vinna gegn ofurliði Tékka," sagði í fyrirsögn dagblaðsins Bild . Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 676 orð | 1 mynd

Ævintýralegur sigur Tékka

TÉKKAR sýndu og sönnuðu á laugardaginn að þar fer knattspyrnulið sem getur náð langt á Evrópumótinu. Eftir að hafa lent 2:0 undir gegn Hollendingum í D-riðli, sneru þeir dæminu við og unnu, 3:2. Þjóðverjar og Lettar gerðu markalaust jafntefli og fyrir síðustu umferðina er ljóst að Tékkar eru komnir áfram með fullt hús. Þjóðverjar eru með tvö stig og Hollendingar og Lettar eitt stig hvor þjóð. Meira
21. júní 2004 | Íþróttir | 184 orð

Öruggur sigur hjá Heiðari í Wales

HEIDAR Davíð Bragason, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, sigraði á Opna velska áhugamannamótinu í golfi um helgina. Heiðar Davíð lék hinn konunglega Porthcawl-golfvöll á 286 höggum eða á tveimur höggum undir pari. Kappinn var með átta högga forystu fyrir síðasta hringinn síðdegis í gær, hafði þá leikið á 210 höggum, eða sex undir pari og var með átta högga forystu fyrir síðasta hring. Meira

Fasteignablað

21. júní 2004 | Fasteignablað | 512 orð | 5 myndir

Að velja saman liti og form

ÞEGAR plöntur eru valdar saman t.d. í ker eða beð er mikilvægt að gæta þess að halda jafnvægi í litum og formum. Steinar segir að sama hugsun liggi að baki samsetningu plantna í blómaker og í aðrar blómaskreytingar. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 464 orð | 3 myndir

Antikmunir boðnir upp á Netinu

UPPBOD.IS er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í rafrænu uppboði á antikmunum. Vefurinn var opnaður formlega hinn 17. júní sl. Hjónin Ari Magnússon antikkaupmaður og Guðrún Þórisdóttir, grafískur hönnuður, eiga og reka uppbod. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 192 orð | 2 myndir

Auðvelt að rækta jarðarber

AUÐVELT auðvelt er að rækta jarðarber hér á landi. Plönturnar fást í flestöllum gróðrarstöðvum og eru til mismunandi yrki. Jarðarberin má rækta á ýmsan hátt, t.d. í beði, kerjum eða pottum eða gróðurskálum. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 345 orð | 1 mynd

Álftanes í stað Bessastaðahrepps

Nafni Bessastaðahrepps var breytt í síðustu viku í Álftanes. "Það þótti tímabært að breyta nafninu úr hreppi í bæ nú þegar nær 2.000 manns búa hér og bæjarfélagið því komið í röð þeirra stærri," segir Guðmundur G. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd

Duka, Kringlunni

Hnífapör í körfu Verð áður: 1.900 kr. Verð nú: 1.592... Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 23 orð | 1 mynd

Duka, Kringlunni

Leirtau úr plasti: Salatskál Verð áður: 590 kr. Verð nú: 472 kr. Glas, 50 cl Verð áður: 350 kr. Verð nú: 280 kr. Salatáhöld Verð áður: 390 kr. Verð nú: 312... Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 18 orð | 1 mynd

Duka, Kringlunni

Plasttaska fyrir lautar- eða strandferðina, með glösum og diskum fyrir 6 manns. Verð áður: 2.900 kr. Verð nú: 1.990... Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 966 orð | 4 myndir

Hagkvæmni í fyrirrúmi í nýju fjölbýlishúsi við Marteinslaug

Ásókn hefur verið að aukast í austurhluta Grafarholts. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúðir í þriggja hæða lyftuhúsi, sem byggingarfyrirtækið Kambur byggir við Marteinslaug. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 218 orð | 1 mynd

Hraunkambur 3

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Hraunhamar er nú með í sölu fallegt einbýlishús við Hraunkamb 3. Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris og er skráð 139,2 ferm., en er talsvert stærra að gólffleti. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 269 orð | 1 mynd

Hrísholt 8

Garðabær - Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu glæsilegt og mikið endurnýjað íbúðarhús á tveimur hæðum, um 300 ferm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á góðum útsýnisstað við Hrísholt 8 í Garðabæ. Sér 2ja-3ja herb. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 9 orð | 1 mynd

Jón Indíafari, Kringlunni

Hornskápur úr við Verð áður: 34.000 kr. Verð nú: 17.000... Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 7 orð | 1 mynd

Jón Indíafari, Kringlunni

Kommóða Verð áður: 5.900 kr. Verð nú: 2.000... Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 926 orð | 1 mynd

Kaupirðu eðalvín og hellir helmingnum í vaskinn?

Slíkt gerir auðvitað ekki nokkur maður, ekki nema hann sé rammur bindindismaður, en þá mundi hann ekki aðeins hella helmingnum í vaskinn heldur öllu víninu. Nei, líklega gerir þetta ekki nokkur maður sem á annað borð kann að meta vín. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 492 orð | 3 myndir

Lán Íbúðalánasjóðs verða til 20, 30 og 40 ára

Íbúðalánasjóður mun gefa viðskiptavinum sínum kost á að velja milli 20 ára, 30 ára og 40 ára peningalána frá og með 1. júlí. Heimilt verður að stytta eða lengja lánstíma ÍLS-veðbréfs að ósk lántaka. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 124 orð | 2 myndir

Málað í blíðunni

SUMARIÐ er tíminn þegar fólk dyttar að eignum sínum. Við Frakkastíg rakst blaðamaður á Önnu Ingólfsdóttur þar sem hún var að mála húsið sitt, en hún segir að nýlega sé búið að taka það allt í gegn. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 695 orð | 1 mynd

Meiri áhugi á skrauttrjám og blómstrandi runnum

Áherslur í garðrækt hafa breyst mikið á síðustu árum og nú er meiri áhugi á ræktun nettra skrauttrjáa og blómstrandi runna. Guðlaug Sigurðardóttir ræddi við Steinar Björgvinsson, Íslandsmeistara í blómaskreytingum, en hann er ræktunarstjóri Gróðrarstöðvarinnar Þallar ehf. við Kaldárselsveg. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 157 orð | 1 mynd

Núpur í Haukadal

Dalasýsla - Fasteignasalan Höfði er nú með í sölu jörðina Núp í Haukadal í Dölum, rétt innan við 2 klst. akstur frá Reykjavík. Núpur er norðan megin í miðjum Haukadal fyrir innan Haukadalsvatn og snýr vel við sólu. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 217 orð | 2 myndir

Saurbæjarkirkja í Eyjafirði

SAURBÆJARKIRKJA er stærst þeirra fáu torfkirkna sem varðveist hafa á landinu. Hún var reist árið 1858 af timburmeistaranum Ólafi Briem (1808-59), sem lærði trésmíði í Kaupmannahöfn á árunum 1825-1831. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 731 orð | 4 myndir

Svipast um eftir Sigvalda

HÚS eru ekki merkt höfundum sínum eins og bækur eða málverk og yfirleitt vitum við lítið um ýmis ágæt verk arkitekta, nema ef til vill Guðjóns Samúelssonar. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 283 orð | 1 mynd

Trjákurl í beðin

ÞAÐ ER hægt að gera margt skemmtilegra á sumrin en húka úti í beði með rassinn mót sólu og reyta arfa. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 767 orð | 5 myndir

Túlípanaræktun

TÚLÍPANAR eru fjölærar laukplöntur sem geyma forða í laukum sínum yfir óhagstæð tímabil ársins. Þeim má skipta gróflega í tvo flokka, garðatúlípana sem eru í ótal útgáfum og svo villitúlípana. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 279 orð | 1 mynd

Tvær nýjar íbúðarblokkir rísa í Fosslandinu

Selfoss - Fyrsta skóflustungan að tveimur íbúðablokkum var tekin 11. júní sl. Það er byggingarfélagið ÁK-hús ehf á Selfossi í eigu Ásgeirs Vilhjálmssonar og Kristjáns K. Péturssonar sem stendur að byggingu húsanna á lóðunum nr. 8 og 10 við Fossveg. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 457 orð | 1 mynd

Tær snilld - bókstaflega

Noguchi-sófaborðið Hönnuður: Isamu Noguchi 1944 Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 402 orð

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
21. júní 2004 | Fasteignablað | 422 orð | 3 myndir

Veitinga- og verzlunarhús rís við Þjóðhildarstíg

Á áberandi stað við hin mislægu gatnamót Grafarvogs og Grafarholts er risið 3.600 ferm. hús. Þar er að verki byggingarfyrirtækið Gullhamrar, en húsið stendur við Þjóðhildarstíg 2. Það er sérhannað fyrir veitingarekstur og verzlunarstarfsemi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.