Greinar fimmtudaginn 8. júlí 2004

Baksíða

8. júlí 2004 | Baksíða | 115 orð | 1 mynd

Frumvörpin í allsherjarnefnd

BJARNI Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir að nefndin muni hittast fyrir hádegi í dag, en á dagskrá eru fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Meira

Fréttir

8. júlí 2004 | Minn staður | 182 orð

Afsteypa af ströndinni og hafsbotninum

Þorlákshöfn | Útilistaverk eftir Erling Ævarr Jónsson var afhjúpað við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi á dögunum. Listaverkið er afsteypa af ströndinni og hafsbotninum við frá Þjórsá að Selvogi. Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 245 orð

Allawi fær að setja herlög í Írak

RÍKISSTJÓRN Íraks tilkynnti í gær að sett hefðu verið þjóðaröryggislög sem veittu forsætisráðherranum heimild til að grípa til ýmissa aðgerða til að binda enda á árásir uppreisnarmanna, meðal annars að setja herlög á svæðum þar sem neyðarástand skapast. Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 109 orð

Ánægður með Edwards

Bill Clinton var spurður í gær í bókaversluninni um álit sitt á John Edwards sem verður varaforsetaefni demókrata. Hann lýsti ánægju sinni með valið á Edwards. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Bílvelta á Reykjanesbraut

TVEIR voru fluttir til skoðunar á slysadeild eftir að bifreið þeirra ók á staur, fór út af veginum og valt á Reykjanesbraut á ellefta tímanum í gærmorgun. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 272 orð

Blóð finnst í íbúð og bíl hins grunaða

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði karlmann í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær að kröfu lögreglunnar í Reykjavík, vegna gruns um að hann hefði fyrirkomið fyrrverandi sambýliskonu sinni, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 143 orð

Clinton áritar fyrir konurnar

BILLS Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var beðið með eftirvæntingu er hann kom í bókabúðina Barnes & Noble í Washington í gær til að árita ævisögu sína, My Life, sem nú trónir á toppi vinsældalista vestan hafs. Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Edwards en ekki Gephardt - alveg satt

GÖTUBLAÐIÐ The New York Post játaði í gær á sig alvarlegt glappaskot en blaðið hafði á þriðjudag fullyrt í fyrirsögn að John Kerry hefði valið Dick Gephardt, þingmann demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem varaforsetaefni sitt. Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 851 orð

Edwards mótvægi við hinn stífa Kerry

Fréttaskýring | Það hefur ekki tekið öldungadeildarþingmanninn John Edwards langan tíma að skjótast upp á stjörnuhimininn. Fyrir örfáum misserum hafði enginn heyrt á hann minnst utan heimaríkisins Norður-Karólínu - en núna er hugsanlegt að Edwards taki innan fárra mánaða við næstæðsta embætti í Bandaríkjunum. Davíð Logi Sigurðsson skoðaði viðbrögðin vestra við valinu á varaforsetaefni Demókrataflokksins. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 55 orð

Ein með öllu | Búnaðarsamtök Vesturlands...

Ein með öllu | Búnaðarsamtök Vesturlands auglýsa í fréttabréfi sínu eftir þátttakendum í magninnkaupum á fánastöngum, ljósastaurum, hliðgrindum og ristahliðum. Keyptar verða fánastangir úr áli eða glassfíber og fylgir sökkull í báðum tilvikum. Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 161 orð

Evrópubúar vinni meira

MIKLAR umræður eru nú í ýmsum Evrópulöndum um nauðsyn þess að lengja vinnuvikuna, segir í grein í The New York Times í gær. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 105 orð | 1 mynd

Eyrarrós

EYRARRÓSIN er vestræn tegund. Hún vex víða í norðanverðri Norður-Ameríku og á Grænlandi. Ísland er hins vegar eina landið þar sem hún vex villt í Evrópu. Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 157 orð

Fáir til Bretlands

BRESKA innanríkisráðuneytið greindi frá því í gær að um 24.000 manns frá nýjum Evrópusambandsríkjum hefðu sótt um atvinnutengt dvalarleyfi í Bretlandi eftir stækkun ESB hinn 1. maí. Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 222 orð

Fimm bíða bana á Sri Lanka

FIMM manns biðu bana í sprengjutilræði í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í gær og er þetta fyrsta sjálfsmorðsárásin í landinu frá því að samið var um vopnahlé þar í febrúar 2002 fyrir milligöngu Norðmanna. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Fiskinn eins og afinn

"HANN hefur það sem þarf til að bera, mikinn metnað og keppnisskap og dálitla þolinmæði," sagði Ásgeir Guðbjartsson, hinn landskunni aflaskipstjóri, oft nefndur Geiri á Guggunni, um dótturson sinn Ásgeir Pálsson, skipstjóra á frystitogaranum... Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 83 orð

Fis kringum landið | Um helgina...

Fis kringum landið | Um helgina leggja félagar úr Fisfélaginu Sléttunni og Fisfélagi Reykjavíkur upp í hópflug kringum landið. Fljúga á með ströndinni og verður viðkoma höfð á helstu flugvöllum og í Skaftafellsþjóðgarði. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 221 orð

Fjöldatakmörkunum ekki beitt

ALLIR umsækjendur sem uppfylla formleg skilyrði um undirbúning og lagt hafa inn umsókn innan tilskilinna tímamarka, hafa fengið skólavist í Háskóla Íslands (HÍ). Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 224 orð

FNV fær styrk til að þróa áfram nýtt námsmatskerfi

FJÖLBRAUTASKÓLI Norðurlands vestra á Sauðárkróki, FNV, hefur ákveðið að halda áfram með nýtt námsmatskerfi, stundum nefnt lotukerfi, sem tekið var upp um síðustu áramót. Jón F. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 279 orð

Frá viðræðum til skóflustungu

* 4. apríl 2002 Fjögurra manna sendinefnd frá Fjárfestingarstofunni á fund í Bandaríkjunum með háttsettum fulltrúum Alcoa á skrifstofu fyrirtækisins í New York. * 23. maí 2002 Samkomulag undirritað um frekari könnunarviðræður milli Alcoa og stjórnvalda. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Friður, ást og hamingja í Hárinu

Forsýning var á söngleiknum Hárinu í Austurbæ í gærkvöldi við góðar undirtektir. Húsfyllir var á sýningunni og klöppuðu áhorfendur eftir hvert söngatriði. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 114 orð

Frillan spillir

Ólafur Stefánsson rifjaði upp gamla vísu, sem á vel við á dögum mikillar skákvakningar hér á landi: Fallega spillir frillan skollans öllu. Frúin sú sem þú ert nú að snúa heiman laumast hrum með slæmu skrumi, hrók óklókan krókótt tók úr flóka. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 561 orð

Frumvarpið rétt borið fram og í réttum búningi

FORSETI Alþingis, Halldór Blöndal, úrskurðaði við upphaf þingfundar á Alþingi í gær að fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar væri borið rétt fram, væri í réttum búningi og að engin ákvæði þingskapa væru því til fyrirstöðu að það kæmi á dagskrá þingsins. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 243 orð | 1 mynd

Full tilhlökkunar

Vesturbær | Reykvískir framhaldsskólanemar virðast standa framarlega í stærðfræðikunnáttu því fimm nemar frá Menntaskólanum í Reykjavík og einn frá Menntaskólanum við Hamrahlíð halda til Aþenu á morgun til að taka þátt í Ólympíukeppni í stærðfræði en... Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 113 orð

Gagnvirkir legsteinar

BANDARÍSKUR uppfinningamaður, Robert Barrow að nafni, hefur sótt um einkaleyfi á gagnvirkum legsteinum. Eiga þeir að nokkru leyti að tryggja áframhaldandi "samskipti" hins látna og ástvina hans. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 408 orð

Geta tekið við sjúklingum frá höfuðborgarsvæðinu

GUÐJÓN Brjánsson, forstjóri Sjúkrahússins á Akranesi, segir að sér lítist afar vel á aukið samstarf við Landspítala - háskólasjúkrahús og að sjúkrahúsið taki í auknum mæli að sér sjúklinga frá höfuðborgarsvæðinu. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 375 orð

Hafnar ásökunum um samsæri

EGILL Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, hafnar þeim ummælum Leós M. Jónssonar sem fram komu í bílablaði Morgunblaðsins í gær að samsæri væri á milli bílaumboða og ryðvarnarfyrirtækja. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 378 orð

Halldór segir ríkisstjórnina leggja líf sitt að veði

NÝJU fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar var að lokinni fyrstu umræðu á Alþingi í gær vísað til annarrar umræðu og til umfjöllunar í allsherjarnefnd þingsins. Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 122 orð

Hamborgarar heilsufæði?

KIM Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, komst að því fyrir fáum árum, að hamborgarar og franskar kartöflur væru hin mesta hollustufæða. Ákvað hann þá, að framvegis skyldi enginn skortur verða á henni fyrir háskólastúdenta, prófessora og vísindamenn. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 90 orð

Hátíð hrútavina | Bryggjuhátíð verður haldin...

Hátíð hrútavina | Bryggjuhátíð verður haldin á Stokkseyri um helgina. Á föstudag kl. 21 opnar Árni Johnsen sýningu sína "Grjótið í Grundarfirði" á Stokkseyrarbryggju og stjórnar bryggjusöng við varðeld í fjörunni. Veittar verða orður og... Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 85 orð

Heilsurækt lögð niður?

Íslendingar eru duglegir að taka á í líkamsræktinni, að sögn, ekki síst eftir jólin en í góða veðrinu á sumrin er alltaf mun rólegra á heilsuræktarstöðvunum. Sérstaklega þegar veðrið er gott eins og á Akureyri í vikunni. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Hressandi dýfingar í Eyvindará

OFURHUGAR á öllum aldri brugðu á það ráð í blíðunni í gær að stinga sér til sunds af aflagðri brú yfir Eyvindará við Egilsstaði. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Huggulegt teboð

"ÚT úr þessum fundi virðist nákvæmlega ekkert hafa komið nema hugsanlega enn frekari óvissa fyrir íbúa suðvesturhornsins," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar um fund forsætisráðherra með George W. Bush í Washington. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð

Innbrotsþjófur handtekinn

LÖGREGLAN í Kópavogi handtók innbrotsþjóf í íbúð í Salahverfi í gærmorgun en hann hafði tínt saman ýmsa hluti og sett í tösku þegar lögregla kom á staðinn. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð

Kviknaði í brotajárni

MIKILL reykur gaus upp þegar kviknaði í brotajárni á járnruslahaugum á Sauðárkróki í gær og var slökkviliðið kallað út vegna brunans. Eldurinn hafði kviknað þegar verið var að skera sundur bílhræ með logsuðutækjum, en engum varð meint af. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Lést af slysförum

STÚLKAN sem lést eftir að hafa hrapað í fjallinu Kubbanum í Skutulsfirði á þriðjudag hét Sunneva Hafberg, til heimilis á Reynimel 82 í Reykjavík. Hún var fædd 17. mars 1995 og eru foreldrar hennar Kristjana Nanna Jónsdóttir og Einar... Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 91 orð

Listasumar

Myndlist | Sýning verður opnuð í Ketilhúsinu í dag kl. 17. Þar sýna Jón Hlíf Halldórsdóttir, Baldvin Ringsted, Ville-Veikko Viikilä og Anne Törmä frá Lathi, vinabæ Akureyrar í Finnlandi. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð

Lífsglöð ungmenni á Langasandi

ÍRSKIR dagar á Akranesi verða haldnir í fimmta sinn um næstu helgi. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 205 orð

Líkaminn sáttur við hjartað

SÝNI sem tekin voru úr hjarta Helga Einars Harðarsonar hjartaþega komu vel út og svo virðist sem líkami hans taki vel á móti þessu nýja líffæri. Helgi var í skýjunum þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær, en hann dvelur á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 151 orð

Mikil fjölgun farþega í Keflavík

UMFERÐ um flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur aukist til muna en að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra flugstöðvarinnar, hefur komu- og brottfararfarþegum fjölgað um rúm 40% á tveimur árum. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 182 orð

Mjólkurframleiðsla eykst

UM 500 þúsund lítrum meira af mjólk var framleitt í júní í ár en í fyrra, að því er fram kemur í úttekt Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM). Sagt var frá úttektinni á vefriti Landssambands kúabænda og kom þar m. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Nýr ferðamálavefur á sex tungumálum

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra opnaði nýjan og breyttan upplýsingavef Ferðamálaráðs á slóðinni www.icetourist.is, í móttöku sem efnt var til í gær í tilefni 40 ára afmælis Ferðamálaráðs Íslands. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 199 orð

Olían lak úr Guðrúnu Gísladóttur

BRÓÐURPARTUR olíunnar sem var um borð í fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur KE-15, sem sökk við strendur N-Noregs fyrir rúmum tveimur árum, hefur lekið í hafið. Alls voru 400 tonn af dísil- og smurolíu um borð í skipinu þegar það sökk. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 345 orð

Orkudrykkir, áfengi og hreyfing varasöm blanda

NEYSLA orkudrykkja og áfengis samfara hreyfingu getur valdið hjartsláttartruflunum og jafnvel leitt til skyndilegs dauða. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Óbreytt staða

"MÉR er mjög til efs að þetta boði neina breytingu á þeirri grundvallarstöðu sem málið er í," segir Steingrímur J. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 431 orð

Óvissu ekki eytt

"MÉR finnst þetta ennþá í mikilli óvissu," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um fund George Bush og Davíðs Oddssonar um varnarsamstarf ríkjanna. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 992 orð | 1 mynd

Óvænt og hröð innkoma álrisans Alcoa

Fréttaskýring | Fyrsta skóflustunga að álveri Alcoa í Reyðarfirði, Fjarðaáli, verður tekin í dag. Björn Jóhann Björnsson rifjar af því tilefni upp aðkomu Alcoa að álversframkvæmdum á Austurlandi fyrir rúmum tveimur árum. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 226 orð

Pjakkur á skotfærakassa

Þegar verið var að rífa húsin Grund og Ártún á byggingarlóð nýrrar verslunarmiðstöðvar á Reyðarfirði fannst byrgi frá stríðsárunum. Sigfús Guðlaugsson rafveitustjóri lét flytja byrgið upp að Stríðsárasafninu, þar sem því verður fundinn staður. Meira
8. júlí 2004 | Erlendar fréttir | 378 orð

"Mjög hrifnar af honum"

ÞÚSUNDIR aðdáenda Bills Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, biðu í gær tímunum saman í brennandi sumarhitanum í biðröð við Barnes&Nobles-bókaverslunina í miðborg Washington til að fá áritun hans á sjálfsævisöguna, My Life. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 35 orð

Rætt um fjölmiðlafrumvarp

NOKKUR fjöldi áhorfenda lagði leið sína á þingpallana í gær til að fylgjast með umræðum um hið nýja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Á neðri myndinni má sjá þau Margréti Frímannsdóttur og Lúðvík Bergvinsson, þingmenn Samfylkingarinnar, ræða... Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Sá grængolandi mjólkurhvíti

Fjölskrúðugir litir Lagarfljótsins hafa notið sín vel í blíðviðrinu undanfarna daga, einkum sá grængolandi mjólkurhvíti, en það er þjóðaríþrótt manna á Héraði að finna orð eða hugtök sem ná að spanna litróf Fljótsins. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 196 orð

Selur fasteignir fyrir 1,2 milljarða

SAMÞYKKT hefur verið í bæjarráði Vestmannaeyja að ganga til samninga við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. um sölu á hluta af fasteignum bæjarins, fyrir allt að 1,2 milljarða kr. Hluti af söluverðinu verður notaður til kaupa á hlutabréfum í Fasteign. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 167 orð

Skemmtu sér fram á morgun í Skvísusundi

Vestmannaeyjar | Vestmannaeyingar og gestir minntust þess um helgina að hinn 3. júlí var 31 ár frá því gosi lauk á Heimaey. Þó Heimaeyjargosið hafi raskað miklu, eyðileggingin verið óskapleg hafa Eyjamenn fyrir margt að þakka. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 741 orð | 1 mynd

Skín við sólu Skagafjörður

Landsmót ungmennafélags Íslands, UMFÍ, hefst í dag á Sauðárkróki og er þetta 24. mótið sem haldið er. Áður fyrr var mótið haldið á þriggja ára fresti en síðustu ár hafa þau verið haldin annað hvert ár. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 75 orð

Skoða herskipabryggjuna

Hvalfjörður hefur orðið eftirsóttara svæði til náttúruskoðunar eftir að umferðin á þjóðveginum minnkaði með tilkomu Hvalfjarðarganga. Það nýta kjakræðarar sér eins og aðrir og oft sjást bátar þar á ferð. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 119 orð

Stal fötum og matvælum úr verslunum

NÍTJÁN ára stúlka hefur í Héraðsdómi Norðurlands verið dæmd í eins mánaðar fangelsi fyrir að stela íþróttafatnaði og matvælum úr tveimur verslunum á Akureyri. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 226 orð

Stefnumótun skortir

Reykjavík | "Það er búið að fresta málinu um þrjá mánuði, því nú er búið að leggja stöður þeirra niður frá 1. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Stækkaður í 12 holur

STEFNT er að byggingu 32 herbergja hótels, sem opna á í júní á næsta ári, í landi Golfklúbbs Borgarness að Hamri nærri Borgarnesi, að sögn Hjartar Árnasonar, staðarhaldara að Hamri. Ennfremur er unnið við að stækka golfvöllinn úr 9 holu í 12 holu völl. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 129 orð

SUF vill bíða með að lögfesta ný fjölmiðlalög

STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema fjölmiðlalögin og telur að bíða eigi með að lögfesta ný fjölmiðlalög. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 392 orð

Svöruðu ekki andsvörum

FORMENN stjórnarandstöðuflokkanna svöruðu engum andsvörum eða spurningum eftir framsöguræður sínar við fyrstu umræðu um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær. Formenn flokkanna segja ástæðuna m.a. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 85 orð

Sækja um Setberg | Fjórir sóttu...

Sækja um Setberg | Fjórir sóttu um embætti sóknarprests í Setbergsprestakalli í Grundarfirði en umsóknarfrestur rann út 18. júní síðastliðinn. Starfið er veitt frá 1. september. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 190 orð | 1 mynd

Tvö hringtorg gerð á Hlíðarbraut

VINNA stendur nú yfir við gerð tveggja hringtorga á Hlíðarbrautinni, fjölfarinni götu sem tengir Brekkuna og Glerárhverfi og liggur meðfram Gleránni. Framkvæmdir hófust fyrir skömmu og lýkur í sumar. Annað torgið verður rétt austan við efstu Glerárbrúna. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 148 orð | 2 myndir

Töfrandi eyrarrós

"AÐ vera upp til fjalla og sjá eyrarrós á áreyrum er nokkuð sem ekki gleymist. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Tölvukubbur í hvern bíl?

ÞAÐ ER ákaflega alvarlegt að málum skuli vera svo háttað hjá þjóð sem er vel upplýst og kurteis alla jafna að 25 manns látist að meðaltali í umferðarslysum á ári hverju, 3.400 slasist og þar af um 700 varanlega. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 509 orð | 1 mynd

Um 11% færri innbrot og minna um þjófnaðarbrot

Í FYRRA komu 711 ofbeldisbrot til kasta lögreglunnar í Reykjavík og voru þau jafnmörg og árið áður en aftur á móti fækkaði alvarlegum líkamsárásum og ekkert manndráp var framið á árinu. Innbrot voru tæplega 1. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 307 orð

Undirbúningur ekki réttur

UNDIRBÚNINGUR fyrir flug vélarinnar TF-FTR hinn 28. mars í fyrra, sem endaði með brotlendingu við bæinn Eystra-Miðfell í Hvalfjarðarsveit, var ekki í samræmi við verklagsreglur Flugskóla Íslands og hefði átt að vera betri. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 258 orð

Veiðin glæðist nyrðra

GÓÐAR göngur hafa verið í Víðidalsá síðustu daga eftir slappa byrjun. Fyrst kom holl með 35 laxa og síðan kom það næsta og gerði gott betur, landaði 53 löxum. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Verkar sem brunadæla og olíuhreinsunartæki í senn

NÝSKÖPUNAREINTAKIÐ af Elí 2000 plóg, olíu- og hreinsunar- og slökkvitæki, var prófað við olíumiðstöð olíufélaganna við Örfirisey í gærmorgun og aðstoðaði Slökkvilið Reykjavíkur Elí ehf. við prufukeyrsluna. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 108 orð

Víkingar að störfum á Eiríksstöðum

HÁTÍÐ Leifs Eiríkssonar, Leifshátíð, verður haldin á fæðingarstað Leifs heppna á Eiríksstöðum í Haukadal dagana 9. til 11. júlí. Um er að ræða fjölskylduhátíð með fræðslu og ýmiss konar afþreyingu. Hátíðin hefst á morgun kl. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 80 orð

Vísað til annarrar umræðu

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin á Alþingi í gær. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að einfaldur meirihluti gildra atkvæða ráði úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 38 orð

Þjóðarhreyfingin mótmælir

ÞJÓÐARHREYFINGIN stendur fyrir mótmælafundi á Austurvelli klukkan 12.30 í dag. Meira
8. júlí 2004 | Minn staður | 62 orð

Öðruvísi keppni | Á sunnudaginn fara...

Öðruvísi keppni | Á sunnudaginn fara fram Öðruvísi Ólympíuleikar félagsmiðstöðvarinnar Ný-ungar á Egilsstöðum og eru þeir nú haldnir í annað sinn. Leikarnir verða á Vilhjálmsvelli og keppt í nokkrum stórundarlegum keppnisgreinum, m.a. Meira
8. júlí 2004 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ökuriti fylgist með ökulagi

TÆKNILEGA er ekkert því til fyrirstöðu að setja tölvukubba í bifreiðir þannig að hægt sé að fylgjast með aksturslagi ökumanna. Fyrirtækið ND á Íslandi ehf. Meira

Ritstjórnargreinar

8. júlí 2004 | Leiðarar | 304 orð

Johnson gleymdi gjöfunum

Ferð Davíðs Oddssonar til fundar við Bush í Hvíta húsinu í Washington í fyrradag minnir á fyrri ferðir íslenzkra ráðamanna á þær slóðir. Hér í blaðinu sl. Meira
8. júlí 2004 | Leiðarar | 519 orð

Sterkir saman

Val Johns Kerrys, forsetaefnis demókrata í Bandaríkjunum, á varaforsetaefni ber þess merki að demókratar búi sig undir harða baráttu fyrir forsetakosningarnar í nóvember, þar sem allt kapp verður lagt á að koma George W. Bush úr Hvíta húsinu. Meira
8. júlí 2004 | Leiðarar | 512 orð

Tónlist á framhaldsskólastigi

Í viðtali Morgunblaðsins við Kjartan Óskarsson, skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík, fyrir skömmu kom fram að tónlistarnemendur væru bitbein í deilu um peninga, þar sem ríki og sveitarfélög hefðu ekki komið sér saman um hverjir eigi að greiða með... Meira

Menning

8. júlí 2004 | Menningarlíf | 325 orð | 1 mynd

Á leið til Bandaríkjanna

SÍÐROKKSVEITIN Kimono hefur nú verið starfrækt í u.þ.b. þrjú ár og á að baki eina breiðskífu, Mineur Aggressif . Kimono verður með tónleika í listsmiðjunni Klink og Bank, Brautarholti, í kvöld en tilefnið er að fagna væntanlegri utanför til... Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 106 orð

Á vaktinni

STÖÐ 2 sýnir nú fimmtu þáttaröðina af Næturvaktinni eða Third Watch. Þessir þættir, sem runnir er undan rifjum NBC-stöðvarinnar, hófu göngu sína árið 1999. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 411 orð

Bláa lónið, að sjálfsögðu

BRESKA rokksveitin Placebo hélt tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Þeir félagar; Brian Molko, Stefan Olsdal og Steve Hewitt halda af landi brott í dag en þeir hafa verið hér á landi síðan á mánudaginn. Meira
8. júlí 2004 | Tónlist | 239 orð

Boðið upp á barnvæna efnisskrá

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hleypir af stokkunum nýjung á næsta starfsári. Tónsprotinn er glæný fjögurra tónleika röð sem býður upp á barnvæna efnisskrá fyrir alla fjölskylduna. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 344 orð

Fólk folk@mbl.is

Forsætisráðherra Kambódíu bauð í vikunni leikkonunni Angelinu Jolie kambódískan ríkisborgararétt í viðurkenningarskyni fyrir störf hennar í þágu náttúruverndar í þessu fátæka ríki. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 125 orð

Fyrsta listasafnið á Grænlandi

Í BÍGERÐ er að byggja fyrsta listasafnið á Grænlandi, en vöntun á slíku safni á þessari stærstu eyju heims hefur leitt til þess að grænlensk list hefur meira eða minna horfið til útlanda. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 516 orð

Hef fundið röddina

ELÍN Huld Árnadóttir sópran söng hlutverk Micaelu í óperunni Carmen eftir Bizet hjá Harpenden Light Operatic Society í Hertfordshire á Englandi fyrir skemmstu. Uppfærslan var sýnd fyrir fullu húsi og fékk afar lofsamlega dóma. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 276 orð | 1 mynd

Indælir vodkaþambarar

BRESKA blaðið The Guardian birti á dögunum viðtal við leikarann Keith Carradine þar sem hann tjáir sig um Ísland, náttúru þess og drykkjuvenjur íbúanna. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 796 orð | 2 myndir

Í díki tónlistarinnar

Þrátt fyrir allt sigraði tónlistargyðjan veðurguðinn á Hróarskelduhátíðinni. Arnar Eggert Thoroddsen greinir frá. Meira
8. júlí 2004 | Tónlist | 275 orð | 1 mynd

Meðvitað hæfilega undirbúið

DJASSHÁTÍÐIN Jazz undir fjöllum hefst á morgun í Skógum undir Eyjafjöllum. "Hátíðin verður sett á föstudagskvöldið klukkan átta með pompi og pragt, en þar verður fluttur tónlistargjörningur okkar Jóels Pálssonar. Meira
8. júlí 2004 | Myndlist | 250 orð | 1 mynd

MYNDLIST - Gallerí Sævars Karls

Til 22. júlí. Galleríið er opið á verslunartíma. Meira
8. júlí 2004 | Myndlist | 215 orð | 1 mynd

MYNDLIST - Sýningarsalur Orkuveitunnar

Opið á skrifstofutíma. Sýningu lýkur 9. júlí. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 93 orð

Námskeið fyrir barnakórstjóra

TÓNSKÓLI þjóðkirkjunnar stendur fyrir námskeiði fyrir barnakórastjóra í Skálholti 16.-18. ágúst nk. Aðalkennari í kórstjórn verður Hákon Leifsson en hann kynnir einnig nám í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 546 orð

Nýr veruleiki í sjónvarpi?

Nokkrir veruleikaþættir eru sýndir um þessar mundir á íslenskum sjónvarpsstöðvum. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 60 orð

Olsen-auglýsingar dregnar til baka

OLSEN-tvíburarnir, Mary-Kate og Ashley, hafa ákveðið að láta hætta að birta mjólkurauglýsingar, þar sem þær eru með mjólkurskegg. Meira
8. júlí 2004 | Bókmenntir | 514 orð | 1 mynd

Óður til lífsins og kærleikans

Höfundur: Hulda Jensdóttir. Ljósmyndir: Anna Fjóla Gísladóttir. 235 bls. Salka 2003. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 131 orð

... raunum íþróttaumbans

FÁTT er í meira uppáhaldi hjá mörgum sjónvarpshorfendum hérlendum og góðir breskir gamanþættir. Þeir ættu að kynna sér einn slíkan sem hefur göngu sína í kvöld í Sjónvarpinu. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 96 orð

Sonur Kirks Douglas finnst látinn

ERIC Douglas, sonur bandaríska kvikmyndaleikarans Kirks Douglas og hálfbróðir leikarans Michaels Douglas, fannst látinn á miðvikudag í íbúð í Manhattan í New York. Meira
8. júlí 2004 | Menningarlíf | 146 orð | 1 mynd

Spilaði póker á Íslandi

BANDARÍSKA leikkonan Shannon Elizabeth sýndi það í dvöl sinni á Íslandi nýlega, að hún er ekki auðunnin við spilaborðið en hún spilaði póker heila nótt við ferðafélaga sína. Shannon kom hingað til lands í tengslum við golfmót sem haldið var í lok júní. Meira

Umræðan

8. júlí 2004 | Aðsent efni | 604 orð

Fjárfesting til framtíðar

Sigrún K. Barkardóttir og Brynja Örlygsdóttir skrifa um heilsugæslu: "Þess vegna þarf að auka vægi heilsuverndar og heilsueflingar innan heilbrigðisþjónustunnar." Meira
8. júlí 2004 | Aðsent efni | 542 orð | 1 mynd

Ginseng og íþróttir

Hafsteinn Daníelsson skrifar um heilsurækt: "Því eldri og þykkari sem rótin er því betri er hún að gæðum og samsetningu virkra efna." Meira
8. júlí 2004 | Aðsent efni | 757 orð

"Hinn vitiborni maður" - á vegum úti

Ólafur Oddsson fjallar um umferð: "Tilgangslaus og ótímabær dauðsföll í umferðinni valda mér nokkrum efasemdum í þessum efnum." Meira
8. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 400 orð | 2 myndir

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hægt að gera mikið fyrir lítið MATARVERÐ í Evrópu er hvað hæst á Íslandi, segir í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira
8. júlí 2004 | Bréf til blaðsins | 441 orð

Þórunn Guðmundsdóttir svarar Ríkharði Brynjólfssyni

Í MORGUNBLAÐINU laugardaginn 3. júlí síðastliðinn beindi Ríkharð Brynjólfsson til mín tveimur fyrirspurnum vegna nýafstaðinna forsetakosninga. Meira

Minningargreinar

8. júlí 2004 | Minningargreinar | 1067 orð | 1 mynd

BJÖRN ZOPHANÍAS KETILSSON

Björn Zophanías Ketilsson fæddist á Siglufirði 20. okt. 1945. Hann lést 11. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ketill Ólafsson, f. 18. ágúst 1918, d. 25. maí 2001, og Ásbjörg Una Björnsdóttir, f. 19. maí 1919, d. 4. sept. 1972. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2004 | Minningargreinar | 532 orð

FRIÐÞÓR GUÐLAUGSSON

Friðþór Guðlaugsson fæddist í Vestmannaeyjum 11. október 1926. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja hinn 19. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju 26. júní. Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2004 | Minningargreinar | 23 orð

Rafn Ragnar Jónsson

Að eilífðarströnd umvafin elsku, frjáls ert farin ferðina löngu. Í englaveröld andinn lúinn, í föðurfaðmi friðsæll hvílir. Takk fyrir tímann og tryggðarþelið í mörgum mætum minningum sem lifa. (Jóna Rúna Kvaran.) Með vinarkveðju, Jóna Rúna... Meira  Kaupa minningabók
8. júlí 2004 | Minningargreinar | 8744 orð

RAFN RAGNAR JÓNSSON

Rafn Ragnar Jónsson tónlistarmaður fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 8. desember 1954. Hann lést á heimili sínu 27. júní síðastliðinn, á fimmtugasta aldursári. Móðir Rafns er Ragna Sólberg, f. 17.9. 1936, fyrrv. starfsmaður Pósts og síma á Ísafirði. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

8. júlí 2004 | Daglegt líf | 442 orð | 2 myndir

Að nota líkamann á náttúrulegan hátt

Ballettdansarar á aldrinum 11-25 ára söfnuðust saman í sumarskóla hjá Klassíska listdansskólanum í Mjódd í síðasta mánuði. Meira
8. júlí 2004 | Daglegt líf | 684 orð

Atvinnuskapandi að kaupa skyndibita

Mikið úrval í matvörubúðunum veldur bara valkvíða hjá fólki Meira
8. júlí 2004 | Daglegt líf | 528 orð | 2 myndir

Englarnir sungu hástöfum

Á veitingastaðnum Ensemble við Tordenskjoldsgade 11 í Kaupmannahöfn, ráða ríkjum tveir ungir kokkar, þeir Mikkel Maarbjerg og Jens Vestergaard. Meira
8. júlí 2004 | Daglegt líf | 549 orð

Kjötvörur víða á tilboði þessa helgina

BÓNUS Gildir 8.-11. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Ferskir kjúklingaleggir 324 449 299 kr. kg Fersk kjúklingalæri 324 449 299 kr. kg Bónus krydduð lambalæri 764 808 764 kr. kg Bónus samlokur 99 159 99 kr. st. Bónus brauðsalöt, 200 g 149 199 745 kr. Meira
8. júlí 2004 | Daglegt líf | 601 orð | 2 myndir

Víða má gera ágæt kaup

Sumarvörur fóru snemma á útsölu í ár. Anna Pála Sverrisdóttir tók púlsinn á sumarútsölum fataverslana. Meira

Fastir þættir

8. júlí 2004 | Fastir þættir | 62 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Tilgangur hindrunarsagna er að hindra! Það verður að taka því eins og maður. Lesandinn er með eftirfarandi spil í norður og vekur á Standard-laufi. Allir á hættu. Þraut 9. Meira
8. júlí 2004 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

DEMANTSBRÚÐKAUP.

DEMANTSBRÚÐKAUP. Í dag, 8. júlí, eiga hjónin Ellen Bjarnadóttir og Guðmundur Sigurjónsson, fv. aðalbókari Landsbanka Íslands, 60 ára hjúskaparafmæli. Meira
8. júlí 2004 | Dagbók | 436 orð

Enginn skaði af hunangsflugum

Erling Ólafsson er fæddur 28. september 1949 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1969 og BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1972. Erling lauk doktorsprófi í flokkunarfræði dýra (skordýra) frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1992. Hann hóf störf hjá Náttúrufræðstofnun Íslands 1. janúar 1978 og gegnir þar starfi sérfræðings í skordýrafræði. Erling er kvæntur Margréti Sigurgeirsdóttur. Meira
8. júlí 2004 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

- Helgi Áss Grétarsson

1. c4 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. Rc3 O-O 5. d3 Rc6 6. e4 d6 7. Rge2 e5 8. O-O Rh5 9. Be3 Rd4 10. f4 Bg4 11. Dd2 Dd7 12. Hab1 c6 13. b4 f5 14. b5 Hae8 15. Rc1 exf4 16. gxf4 fxe4 17. dxe4 c5 18. Rb3 Bh3 19. f5 Bxg2 20. Kxg2 Rxb3 21. axb3 gxf5 22. Meira
8. júlí 2004 | Dagbók | 20 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þær Ásta, María, Áslaug,...

Hlutavelta | Þær Ásta, María, Áslaug, Theódóra og Sara héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 5.023... Meira
8. júlí 2004 | Dagbók | 116 orð | 1 mynd

Í undirheimum Chicago

Ópera | Sumarópera Reykjavíkur æfir þessa dagana Happy End, gleðileik eftir Kurt Weill og Bertolt Brecht með tónlist sem er blanda af kabaretttónlist og óperu. Sagan gerist í undirheimum Chicagoborgar á þriðja áratug 20. Meira
8. júlí 2004 | Viðhorf | 907 orð

Mikilvægi kátínunnar

Ekki það að ég meini að maður eigi ekki að taka lífið alvarlega. Lífið er alvarlegt, það er óumflýjanlegt, eins og matur er kjöt, fiskur eða grænmeti, en kátínan er besta kryddið. Meira
8. júlí 2004 | Dagbók | 42 orð

Orð dagsins: En Jesús hrópaði: "Sá...

Orð dagsins: En Jesús hrópaði: "Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig." (Jh.12, 44.) Meira
8. júlí 2004 | Dagbók | 236 orð | 1 mynd

Stór og minni verk í i8

BELGÍSKI listamaðurinn Jeanine Cohen opnar sýningu í i8, Klapparstíg 33, kl. 17 í dag. Á sýningunni eru stór málverk ásamt minni verkum gerðum úr plasti og lituðum pappír. Meira
8. júlí 2004 | Fastir þættir | 305 orð

Víkverji skrifar...

Víkverji gerði sér ferð vestur í Dalasýslu helgina sem forsetakosningarnar fóru fram og heimsótti áður óþekktar slóðir á Skarðsströnd og Fellsströnd. Margir bæir eru farnir í eyði á þessum slóðum en víða eru blómleg býli. Meira

Íþróttir

8. júlí 2004 | Íþróttir | 346 orð

Bandalögin geta sett strik í reikninginn

LANDSMÓT ungmennafélaganna hefst í dag á Sauðárkróki. Þetta er í 24. sinn sem mótið er haldið og hefur mikið starf verið unnið á Króknum til að gera alla aðstöðu sem besta fyrir keppendur og fjölmarga gesti en búist er við allt að tuttugu þúsund gestum. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 241 orð

* FANNAR Ólafsson sem leikur með...

* FANNAR Ólafsson sem leikur með körfuknattleiksliði Keflavíkur er þessa stundina í Grikklandi þar sem hann er til reynslu hjá 2. deildarliðinu Doukas . Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 118 orð

Fjör á Goggamóti

Um 300 börn og unglingar víðs vegar af landinu kepptu á frjálsíþróttahátíð Gogga galvaska á Varmárvelli í Mosfellsbæ á dögunum. Mótið var nú haldið í 14. sinn en það fyrsta var haldið í í tengslum við Landsmót UMFÍ sem fram fór í bænum árið 1990. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 276 orð

* HANS Fróði Hansen , færeyski...

* HANS Fróði Hansen , færeyski varnarmaðurinn hjá Fram , verður ekki með gegn Keflavík í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í bikarleiknum gegn sama liði á mánudag. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 102 orð

Hitzfeld óttaðist um heilsuna

OTTMAR Hitzfeld greindi frá því í gær að hann hefði afþakkað landsliðsþjálfarastöðuna hjá Þýskalandi vegna þess að hann óttaðist um heilsu sína. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 145 orð

Hoddle vill þjálfa Frakka

GLENN Hoddle hefur lýst því yfir að hann vilji taka við landsliðsþjálfarastöðunni hjá franska landsliðinu en Jacques Santini hætti með liðið eftir EM í Portúgal. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 67 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Víkingsvöllur: Víkingur - Grindavík 19.15 Keflavík: Keflavík - Fram 19.15 2. deild karla: Ólafsvíkurvöllur: Víkingur Ó. - Leiknir R 20 Sauðárkr.: Tindastóll - Leiftur/Dalvík 20 3. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 100 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Fylkir...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Fylkir - ÍA 2:2 Ólafur Stígsson 81., Ólafur Páll Snorrason 84. - Grétar Rafn Steinsson 32., Haraldur Ingólfsson 44. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 233 orð

Landsliðsmarkvörður frá Rúmeníu til ÍBV

ÍSLANDS- og bikarmeisturum ÍBV í kvennahandboltanum hefur borist góður liðsauki, rúmenskur markvörður að nafni Florentina Grecu hefur ákveðið að spila með liðinu næsta vetur. Hún er 21 árs gömul og lék í fyrra með Metz sem varð franskur meistari og bikarmeistari á síðustu leiktíð. Grecu á að baki nokkra A-landsleiki en með tilkomu hennar hefur ÍBV ákveðið að Julia Gantimorova, sem var markvörður liðsins síðasta vetur, verði ekki áfram hjá ÍBV. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 237 orð

Magnús Aron stefnir á landsmótið á Sauðárkróki

"ÉG vonast til þess að keppa í fyrsta sinn í sumar á Landsmóti UMFÍ," segir Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari í Breiðabliki, en hann hefur ekkert keppt á þessu ári vegna þrálátra meiðsla. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 128 orð

Niður um tíu sæti á lista FIFA

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um tíu sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandins, FIFA, sem birtur var í gær, og er liðið nú í 75. sæti ásamt Perú. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 100 orð

Sigurður í leikbann

SIGURÐUR Jónsson, þjálfari meistaraflokks Víkings í knattspyrnu, var á þriðjudaginn úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda sem hann hefur fengið það sem af er leiktíðinni. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 217 orð

Skemmtilegt mót í Borgarnesi

UM 750 ungir knattspyrnumenn mættu í Borgarnes ásamt fylgdarliði föstudaginn 25. júní til að taka þátt í KB bankamótinu í knattspyrnu sem haldið var nú í tíunda sinn. Frá upphafi hefur mótið verið ætlað liðum frá smærri sveitarfélögum þar sem tilgangurinn er að bjóða þeim upp á keppni við lið af svipuðum styrkleika. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 528 orð

Sofnuðu í lokin

SKAGAMENN fengu í gærkvöld að sannreyna þá sígildu speki að knattspyrnuleikur stendur í 90 mínútur. Eftir að þeir höfðu haft talsverða yfirburði gegn Fylkismönnum í Árbænum gáfu þeir eftir á lokakaflanum og misstu öruggan sigur niður í jafntefli, 2:2, þegar heimamenn skoruðu tvö mörk á þremur mínútum undir lok leiksins. Fylkir náði þar með tveggja stiga forystu á FH á toppnum en Skagamenn misstu af tveimur dýrmætum stigum sem hefðu komið þeim í vænlega stöðu á hælum efstu liðanna. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 223 orð

* SVERRIR Bergsteinsson , varnarmaður úr...

* SVERRIR Bergsteinsson , varnarmaður úr KR , hefur verið lánaður til 1. deildar liðs Fjölnis í knattspyrnu. Sverrir , sem er 21 árs, lék fjóra leiki með KR í úrvalsdeildinni í fyrra en hefur ekki fengið tækifæri í sumar. Meira
8. júlí 2004 | Íþróttir | 72 orð

Tryggvi á skotskónum

TRYGGVI Guðmundsson skoraði eina mark Örgryte gegn Landskrona í gærkvöld en liðin gerðu, 1:1, jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Tryggvi kom Örgryte yfir á 67. mínútu þegar hann skoraði með skalla en Landskrona jafnaði metin á 90. Meira

Úr verinu

8. júlí 2004 | Úr verinu | 443 orð | 2 myndir

Aflasæld gengur í erfðir

EF einangra ætti aflagenið væri sennilega nærtækast að taka fyrst sýni úr hinum landskunna aflaskipstjóra, Ásgeiri Guðbjartssyni eða Geira á Guggunni eins og hann er jafnan nefndur og dóttursyni hans Ásgeiri Pálssyni, skipstjóra á frystitogaranum Norma... Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 279 orð | 1 mynd

Bandaríkin flytja meira út

VERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða frá Bandaríkjunum jókst um 15% á fyrsta þriðjungi þessa árs. Alls nam hann 86,4 milljörðum króna og jókst um 11 milljarða miðað við sama tíma bil árið áður. Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 467 orð

Blandaður karfi

Karfaafli á Íslandsmiðum er nú orðinn um 30.501 tonn á fiskveiðiárinu, um 10 þúsund tonnum minni en á sama tíma síðasta árs. Í úthafinu er staðan ennþá dekkri. Alls hafa nú borist um 17. Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 357 orð | 2 myndir

Gengur vel að selja allan fisk

"ÞAÐ gengur mjög vel að veiða og selja allar okkar helztu fiskitegundir. Vaxandi spurn er eftir þessum tegundum á öllum helztu mörkuðum og vonandi leiðir það til langþráðrar verðhækkunar. Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 85 orð

Nótastöð Eskju seld

NORSKI veiðarfæraframleiðandinn Egersund hefur keypt nótastöð Eskju hf. á Eskifirði og hefur þegar tekið við rekstrinum. Stofnað hefur verið sérstakt félag, Egersund Ísland ehf. Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 189 orð | 1 mynd

Nýr fjörgamall fiskur!

BRASILÍSKIR vísindamenn telja sig hafa fundið nýja fiskitegund, sem hafi leynzt í hafdjúpunum í sunnan verðu Atlantshafi í meira en 150 milljónir ára. Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 1886 orð | 5 myndir

Nýtum kvótann til að skapa vinnu

Hraðfrystihús Hellissands stendur traustum fótum í atvinnulífinu á Snæfellsnesi. Það er í meirihlutaeigu heimamanna og hafa stjórnendur þess það að markmiði að nýta aflaheimildir sínar í heimabyggðinni til að skapa þar atvinnu. Hjörtur Gíslason heimsótti framkvæmdastjórann og stærsta eigandann, Ólaf Rögnvaldsson, og ræddi við hann um starfsemina og það sem efst er á baugi í útveginum. Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 97 orð | 1 mynd

Ríflega 220.000 tonna loðnukvóti

ÍSLENSKUM skipum er nú heimilt að veiða 224.138 lestir af loðnu. Ákvörðun þessi byggist á tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar um bráðabirgðakvóta, en ekki liggur nákvæmlega fyrir á þessari stundu hvenær endurmat fer fram á loðnustofninum og ræðst það m.a. Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 214 orð

Sæplast semur um sölu á 3.000 kerum

FISKVINNSLUFYRIRTÆKIÐ Euro-Baltic Fischverarbeitungs GmbH í Sassnitz á þýsku eyjunni Rügen í Eystrasalti, hefur gert samning við Sæplast um kaup á 3.000 kerum, sem verða framleidd í verksmiðju Sæplasts á Dalvík. Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 527 orð | 1 mynd

Vopnfirðingar söltuðu mest

HVERGI á landinu voru grásleppuhrogn söltuð í fleiri tunnur en á Vopnafirði á vertíðinni í vor sem að öllum líkindum sú besta þar í bæ, að minnsta kosti þegar horft er til bæði afla og aflaverðmætis. Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 594 orð | 1 mynd

Þorskafli dagabáta 18% minni en í fyrra

ÞÓ að þorskafli smábáta á fiskveiðiárinu hafi aukist um rúm eitt þúsund tonn það sem af er fiskveiðiárinu, er þorskafli þeirra nú minni hluti heildaraflans en í fyrra. Meira
8. júlí 2004 | Úr verinu | 83 orð

Þrjú skip svipt í júní

FISKISTOFA svipti þrjú skip leyfi til veiða í atvinnuskyni í júnímánuði, vegna brota á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Meira

Viðskiptablað

8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 102 orð | 1 mynd

Actavis í FTSE 100?

The Times í London fjallar um væntanlega skráningu Actavis í kauphöllina í London í vefútgáfu sinni. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 769 orð | 1 mynd

Annar taktur í tilverunni

Andri Már Ingólfsson er framkvæmdastjóri Heimsferða og er að búa til hótel úr Eimskipafélagshúsinu. Þóroddur Bjarnason bregður upp mynd af manninum. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 199 orð | 1 mynd

Bresk fyrirtæki hyggja á skráningu í Kauphöllinni

BRESK fyrirtæki hafa verið í sambandi við Kauphöll Íslands vegna hugsanlegrar skráningar hlutabréfa sinna hér á landi. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 142 orð | 1 mynd

Brezk innrás á fasteignamarkað?

Brezka blaðið Daily Telegraph birtir í gær umfjöllun í fasteignablaði sínu um möguleika Breta á að kaupa fasteignir á Íslandi , en blaðamaður Telegraph ályktar að vegna verðlækkunar flugfargjalda sé nú raunhæfur möguleiki að halda annað heimili á... Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 235 orð

Ekki gleyma veðbókarvottorðinu

Eins og þeir vita, sem hafa gaman af að kaupa og selja bíla, er vissara að fá veðbókarvottorð þegar bíll er keyptur - en það getur líka borgað sig þegar á að selja bíl. Þannig geta menn t.d. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 241 orð | 1 mynd

Fyrirtæki leiti uppi samstarfsaðila

MIKLIR möguleikar eru fyrir íslenzk fyrirtæki að njóta góðs af styrkjum úr hinum nýja þróunarsjóði EFTA, sem styrkir verkefni í nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, að því er fram kemur í Stiklum , vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 274 orð | 1 mynd

Gjaldeyrisforði Seðlabankans aldrei meiri

GJALDEYRISFORÐI Seðlabankans hefur vaxið hratt að undanförnu og hefur aldrei verið meiri. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 183 orð | 1 mynd

Green hækkar tilboð sitt í M&S

Philip Green, eigandi verslanakeðjanna Arcadia og Bhs , hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer í 400 pens á hlut, eða samtals jafnvirði 1.200 milljarða króna fyrir fyrirtækið allt. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 1104 orð | 5 myndir

Gulrótin góða

Kjaramál stjórnenda, hér á landi sem annars staðar, hafa verið í umræðunni undanfarin ár, og hafa sjónir manna ekki síst beinst að svokölluðum kaupréttarsamningum. Bjarni Ólafsson fjallar um kaupréttarsamninga hér á landi og erlendis. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 580 orð | 1 mynd

Hugsunin á bak við kaupréttarsamninga

Í UMRÆÐUNNI um kaupréttarsamninga stjórnenda undanfarið hefur að einhverju leyti verið horft framhjá því af hverju kaupréttarsamningar eru yfir höfuð gerðir við stjórnendur fyrirtækja. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 89 orð | 1 mynd

Infostore dreift í N-Ameríku

LANDSTEINAR Strengur hafa undirritað samning við BlueStar í Bandaríkjunum um dreifingu á Infostore-verslunarlausninni um Bandaríkin og Kanada. Infostore er samhæft kassa- og bakvinnslukerfi fyrir verslanir og veitingageirann. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 180 orð | 1 mynd

Íslandsbanki fer aftur til Hvíta hússins

ÍSLANDSBANKI er aftur á leið til sinnar gömlu auglýsingastofu Hvíta hússins. Aðeins er rúmt ár síðan bankinn fór með öll sín viðskipti yfir til auglýsingastofunnar Fíton og gerði við hana samstarfssamning til fimm ára. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 216 orð | 1 mynd

Íslandsbanki spáir enn meiri hækkun

GREININGARDEILD Íslandsbanka spáir því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar muni hækka um 10-12% á næstu sex mánuðum og að hækkun næstu 12 mánaða verði 20-25%. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 132 orð | 1 mynd

KB banki eykur hlutafé

STJÓRN KB banka hefur ákveðið að nýta heimild frá hluthafafundi til að auka hlutafé bankans um 1,1 milljarð króna í 5,5 milljarða króna. Hluthafar hafa forgang að þessari aukningu og gert er ráð fyrir að söluverð hlutafjárins verði um 40 milljarðar... Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 1037 orð | 3 myndir

Lífeyrissjóðir og lægri raunvextir

Íslenska lífeyriskerfið stendur traustum fótum sökum mikillar sjóðsöfnunar síðustu ár. Það má meðal annars þakka háu vaxtastigi hér á landi, hefð fyrir verðtryggingu auk skynsamlegrar fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 496 orð | 1 mynd

Mílanó - Tórínó

ÞAÐ er ys og þys á hraðbrautinni milli Mílanó og Tórínó um þessar mundir. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 152 orð | 1 mynd

Níu kr. á mínútu í stað 60 í símamiðstöð Atlassíma

ATLASSÍMI ehf. hefur í samstarfi við Net-Vísi ehf. og Höfuðborgarstofu opnað símamiðstöð í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti 2. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 205 orð | 1 mynd

Nytsamleg njósnatæki

SÍMAR með innbyggðri myndavél, sem símaframleiðendur hafa varið milljónum dollara í að þróa, eru ekki alls staðar jafnvinsælir. Nú er búið að banna þá í sundlaugum og mörgum íþróttahúsum vegna hættu á innrás í einkalíf gesta. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 500 orð | 3 myndir

Tillaga um einn skattstjóra fyrir allt landið

HÆGT væri að ná fram töluverðri hagræðingu og meira jafnræði í skattlagningu með því að sameina embætti ríkisskattstjóra og landshlutaskattstjóranna níu í eina stofnun. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 563 orð

Útrás með innrás

KB banki sló tvær flugur í einu höggi á hluthafafundi sínum í byrjun vikunnar. Meira
8. júlí 2004 | Viðskiptablað | 995 orð | 2 myndir

Vilja verða leiðandi í Evrópu

Ár er liðið síðan sjávarútvegshluti Bakkavarar, sem nú heitir Fram Foods, var seldur frá fyrirtækinu. Þóroddur Bjarnason ræddi við Halldór Þórarinsson, starfandi stjórnarformann, og Hilmar Ásgeirsson framkvæmdastjóra af þessu tilefni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.