Greinar mánudaginn 23. ágúst 2004

Fréttir

23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

26 keppendur á Flateyjarskákmóti

LÉTT skákæfing fór fram á Baldri þar sem skákmenn sigldu frá Stykkishólmi til Flateyjar í gær og efndu til Flateyjarskákmótsins. Sigurvegari var Hrafn Jökulsson með átta og hálfan vinning af 9 mögulegum. Næstur var Jón Magnússon með sjö og hálfan... Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í dag

KOSIÐ verður til sveitarstjórnar í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs 16. október næstkomandi og hefst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í dag. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Átta hlutu styrk til háskólanáms í Bretlandi

ÁTTA Íslendingum hefur verið veittur svokallaður Chevening-styrkur breska utanríkisráðuneytisins til framhaldsnáms á háskólastigi í Bretlandi skólaárið 2004-2005. Meira
23. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Blair sagður afþakka orðu Bandaríkjaþings

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitar að halda til Bandaríkjanna til að taka þar við orðu sem hann hefur verið sæmdur fyrir stuðning sinn við innrásina í Írak. Breska sunnudagsblaðið Sunday Mirror greindi frá þessu í gær. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Blótað við Kárahnjúka

UM sextíu ásatrúarmenn og aðrir náttúruverndarsinnar komu saman við Kárahnjúka og héldu blót í gær til að biðja landinu sem fer undir vatn griða og helga það. Báðu viðstaddir fyrir heill og heilsu þeirra sem vinna við að reisa Kárahnjúkavirkjun. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Doktor í skordýrafræði

* INGI Agnarsson varði nýlega doktorsritgerð sína við George Washington-háskóla í Washington, DC. Meira
23. ágúst 2004 | Minn staður | 272 orð | 1 mynd

Fjölbrautaskóli Vesturlands þéttsetinn

Akranes | Þrátt fyrir að nýr framhaldsskóli taki til starfa í Grundarfirði á næstu dögum hefur ekki dregið úr aðsókn að Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, FVA, og í upphafi skólaárs eru skráðir nemendur nokkru fleiri en fjárveitingar til skólans... Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Góðir fyrir hvor annars hatt

KAFARI var til reiðu á Miðbakka og hraðbátar voru í höfninni ef einhver gestur á Menningarnótt skyldi verða svo óheppinn að detta í sjóinn. Sem betur fer héldust allir á þurru landi og fáir gestir urðu fyrir teljandi meiðslum. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 239 orð

Gæti orðið mikilvægur þáttur í íslensku menningarlífi

Eiríkur Þorláksson er forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, en safnið ætlar til móts við Hafnarhúsið að hýsa stærstan hluta fyrirhugaðrar sýningar á verkum Dieters Roth á komandi Listahátíð. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 447 orð

Gæti þurft að draga úr ákveðnum veiðum

TALSMENN tveggja flugfélaga segja hækkanir á eldsneytisverði hafa haft áhrif og að viðvarandi hækkanir hafi íþyngjandi áhrif á rekstur félaganna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands ísl. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Hjólatúr á Harley Davidson

FÉLAG eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi bauð upp á hjólatúra á laugardag. Til að fá far með mótorfákunum þurfti að reiða af hendi 1.000 krónur sem runnu óskiptar til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hroðaleg umgengni um miðborgina

STARFSMENN Gatnamálastjóra hófu hreinsun í miðbænum um sexleytið í gærmorgun á 15 vélum og um hádegi var enn talsvert eftir. Glerbrot, bjórdósir, pappírsrusl, matarleifar, brotnir stólar og borð og annað sorp voru á víð og dreif um borgina. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Hús skemmdist í eldsvoða á Ólafsfirði

TALIÐ er að kviknað hafi í út frá rafmagni þegar íbúðarhús á Ólafsfirði stórskemmdist í eldsvoða í fyrrinótt. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kviknaði og vegfarandi sem átti leið inn í bæinn tilkynnti um eldinn. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð

Kona og unglingur flutt á slysadeild

UPPHÆKKAÐUR jeppi með fjórum farþegum fór út af Suðurlandsvegi við bæinn Steina undir Eyjafjöllum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli valt jeppinn a.m.k. tvisvar. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 273 orð

Lítil áhrif á vinnutíma

ÁHRIF áfengisvanda einstaklinga á vinnuframlag þeirra eru vart mælanleg, önnur en þau að karlmenn sem eiga við drykkjuvandamál að stríða vinna almennt lengri vinnudag en aðrir karlmenn. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Loftbelgur á vísindahátíð HÍ

HÁSKÓLI Íslands stóð fyrir vísindahátíð á laugardag í tenglum við Menningarnótt. Þar bar ýmislegt fyrir augu og eyru, þar á meðal þennan íslenska loftbelg auk annarra loftbelgja sem voru af ýmsum stærðum og gerðum. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð

Lýst eftir stúlku sem kom henni til aðstoðar

STÚLKA innan við tvítugt kærði nauðgun í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags, skömmu eftir að hátíðarhöldum tengdum Menningarnóttu lauk. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð

Margir að flýta sér

LÖGREGLAN á Snæfellsnesi stöðvaði 30 ökumenn fyrir of hraðan akstur um nesið um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 130 km hraða á sunnanverðu Snæfellsnesi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ólafsvík. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð

Með hass til Litla-Hrauns

UPP komst um tilraun til smygls á lítilræði af hassi inn á Litla-Hraun á laugardag. Fíkniefnaleitarhundur kom upp um manninn sem hugðist smygla hassinu. Hann var kominn til að heimsækja einn fangann. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Messað úti við Grafarvogskirkju

SÓL skein skært í Grafarvogi í Reykjavík í gærmorgun þegar leið að guðsþjónustu í Grafarvogskirkju. Presturinn og aðrir sem undirbjuggu guðsþjónustuna ákváðu að færa hana út og var messað við austurhlið kirkjunnar í morgunsólinni. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 1564 orð | 4 myndir

Miðstöð alþjóðlegs samstarfs listamanna

Síðastliðinn laugardag var lokadagur árlegs listamannaþings á Eiðum sem ætlað er að vera stefnumótandi afl í tengslum við menningarsetur þar. Birta Björnsdóttir sat þingið og segir frá því helsta sem þar fór fram. Meira
23. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Mikil spenna í Bangladesh

VÍÐA kom til ofbeldisverka í Bangladesh í gær en mikil spenna ríkir í landinu eftir sprengjutilræði á laugardag sem kostaði 19 manns lífið. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 231 orð

Mikilvægt að styrkja tengslin við erlenda listamenn

Þórunn Sigurðardóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðar og var hún viðstödd síðasta dag listamannaþingsins á Eiðum. "Þetta er búið að vera mjög áhugavert og gaman að koma hingað. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 729 orð | 1 mynd

Mismunað eftir holdafari

Ný rannsókn sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær og í dag bendir til þess að konur sem eru of feitar verði fyrir mismunun t.d. þegar kemur að því að sækja um starf á vinnumarkaðinum, en karlar sem eru of feitir lendi ekki í sömu vandræðum. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 220 orð | 2 myndir

Ógurlegar tölur úr Rangárþingi

ÓGURLEGAR tölur voru að berast af bökkum Ytri-Rangár um helgina, en síðdegis sl. föstudag lauk þar fluguveiðitímanum og var annað agn, s.s. maðkur og spónn, þar með leyfilegt. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Ólafur íhugar að hætta

ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, íþróttamaður ársins tvö síðustu ár og einn fremsti handknattleiksmaður heims, segist íhuga það alvarlega að taka sér frí frá íslenska landsliðinu og leika ekki með því á heimsmeistaramótinu sem fram fer... Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Ólympíukeppni í efnafræði

ÍSLENDINGAR tóku í þriðja sinn þátt í Alþjóðlegu ólympíukeppninni í efnafræði í júlí. Keppnin var haldin í Kiel, höfuðborg Slésvíkur og Holtsetalands. Þetta er í 36. skipti sem Ólympíukeppnin er haldin en hún var fyrst haldin í Prag árið 1968. Meira
23. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 338 orð | 3 myndir

Pútín í Tétsníu

VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, kom óvænt til Tétsníu í gær til að leggja blómsveig að gröf Akhmads Kadyrovs, fyrrverandi leiðtoga héraðsins, sem aðskilnaðarsinnar myrtu. Fregnir bárust af mannfalli í hörðum bardögum er Pútín kom til héraðsins. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 386 orð | 2 myndir

"Stemmningin alveg stórkostleg"

HEIMASTJÓRNARHÁTÍÐ alþýðunnar á Ísafirði tókst með eindæmum vel að sögn Jóns Fanndal Þórðarsonar, upphafsmanns hátíðarinnar, en hátíðin var haldin í tilefni 100 ára heimastjórnarafmælis landsmanna. "Þetta var algjör upplifun, ég meina það. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Rúnar varð í 7. sæti í Aþenu

RÚNAR Alexandersson fimleikamaður hafnaði í 7. sæti í æfingum á bogahesti á Ólympíuleikunum í Aþenu í gær. Rúnar fékk 9,725 fyrir æfingar sínar sem hann leysti af hendi á framúrskarandi hátt. Þetta er besti árangur íslensks fimleikamanns á Ólympíuleikum. Meira
23. ágúst 2004 | Minn staður | 323 orð | 2 myndir

Rörum í nýja virkjun skipað upp

Stykkishólmur | Það er orðin sjaldgæf sjón að sjá flutningaskip við bryggju í Stykkishólmi, því allir flutningar fara orðið landleiðina. En það var mikið um að vera er Jökulfellið lagðist að bryggju nýlega með óvenjulegan farm. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð

Siðanefnd kærir úrskurð

ÚRSKURÐUR Héraðsdóms Reykjavíkur, þess efnis að sýslumanni beri að setja lögbann á umfjöllun Siðanefndar Háskóla Íslands um mál Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, verður kærður til Hæstaréttar. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 529 orð | 1 mynd

Skýr tengsl milli offitu og atvinnuþátttöku

OFFITA hefur frekar neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku kvenna en karla, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn, og getur ástæðuna fyrir þessum mun verið að finna í mismunun of feitra kvenna bæði hjá vinnuveitendum og viðskiptavinum. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð

Sprengjuhótun um borð í þotu Íslandsflugs

BOEING 737-300 þota Íslandsflugs, með ríflega 140 farþega innanborðs, varð að lenda í Suður-Frakklandi í gær eftir að miði með orðsendingu sem túlkuð var sem sprengjuhótun fannst inni á einu salerni vélarinnar. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 394 orð

SUF skorar á yfirvöld að stækka Laugardalsvöll

SAMBAND ungra framsóknarmanna í Reykjavík (SUF) skorar á Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ), stjórnvöld, borgaryfirvöld og íslensk fyrirtæki að taka höndum saman um að vinna að stækkun Laugardalsvallar svo að fleiri Íslendingar geti lagt leið sína þangað á... Meira
23. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 556 orð | 3 myndir

Telja alþjóðlegan glæpahring á bak við ránið

SÉRFRÆÐINGAR í Noregi telja að alþjóðlegur glæpahringur hafi skipulagt ránið á málverkunum Ópinu og Madonnu, sem rænt var úr Munch-safninu í Ósló í gærmorgun. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 315 orð

Telja vinnubrögðin ólýðræðisleg

"OKKUR er alveg nóg boðið," segir Hildur Helga Gísladóttir, formaður Félags framsóknarkvenna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi. Meira
23. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Verða að auka gæslu við þjóðargersemar

NORÐMENN verða að huga betur að öryggisgæslu í kringum þjóðargersemar sínar sagði Valgerd Svarstad Haugland, menningarmálaráðherra landsins, eftir að einu þekktasta málverki heims, Ópinu eftir Edvard Munch, var rænt úr Munch-safninu í Ósló í gærmorgun... Meira
23. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 235 orð

Viðurkenna glæpaverk í Darfur

STJÓRNVÖLD í Súdan hafa í fyrsta skiptið viðurkennt að herflokkar þeim hliðhollir hafi unnið grimmdarverk í Darfur-héraði í vesturhluta landsins. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 381 orð | 3 myndir

Yfir þriðjungur þjóðarinnar í miðborginni

ALDREI hafa svo margir verið saman komnir í miðborg Reykjavíkur sem síðastliðið laugardagskvöld þegar hátíðarhöld Menningarnætur náðu hámarki. Að mati lögreglu voru að jafnaði ekki færri en 40.000 manns í höfuðborginni á laugardaginn og yfir 100. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Þriðjungur þjóðarinnar í miðborginni

METAÐSÓKN var á Menningarnótt í Reykjavík á laugardagskvöld, en talið er að um hundrað þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest var. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Þúsundir nemenda á leið í skólann

TUGÞÚSUNDIR grunnskólanema eru að hefja nám eftir sumarfrí. Í dag verða allir grunnskólar í Reykjavík settir, utan einn, og þurfa þá ríflega 15.000 börn að komast í skóla í borginni. Í öllum grunnskólum landsins eru um 45.000 nemendur. Gerður G. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 902 orð | 1 mynd

Öfgaleiðirnar duga illa en gefa vísbendingar

EKKI eru til neinar einfaldar lausnir á því hvernig reka skal heilbrigðiskerfi og nauðsynlegt er að tína til það besta úr bæði einka- og ríkisreknum heilbrigðiskerfum, þar sem bæði hafa ólíka kosti og galla. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Ökklabrotnaði við fall í klettum

KARLMAÐUR ökklabrotnaði þegar hann hrapaði nokkra metra í klettum á Fellsströnd í gær. Aðstæður á slysstað voru erfiðar og þurfti fimm björgunarsveitarmenn ásamt sjúkraflutningamönnum til að bera hann upp 700 metra snarbratta hlíð. Meira
23. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 42 orð

Ökumaðurinn gaf sig fram

ÖKUMAÐURINN sem olli miklum gróðurskemmdum með akstri við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði hefur gefið sig fram við fulltrúa Veiðifélags Borgfirðinga á Arnarvatnsheiði og játað verknaðinn. Meira

Ritstjórnargreinar

23. ágúst 2004 | Leiðarar | 433 orð

Afrek Magnúsar Scheving

Offita og ofþyngd barna er vaxandi vandamál hér á landi líkt og annars staðar í hinum vestræna heimi. Meira
23. ágúst 2004 | Leiðarar | 371 orð

Heimildir blaðamanna

Samband blaðamanna við heimildarmenn sína hefur verið til umræðu eftir að dómstóll í Bandaríkjunum dæmdi Matthew Cooper, blaðamann tímaritsins Time, í fangelsi vegna þess að hann neitaði að gefa upp nafnið á heimildarmanni, sem sagði honum að kona... Meira
23. ágúst 2004 | Leiðarar | 460 orð

Útlit og atvinna

Við viljum telja okkur trú um að við lifum í þjóðfélagi þar sem fólk er metið að verðleikum; þar sem verðleikar ráða framgangi og sá sem stendur sig vel uppsker ávöxt erfiðis síns. Þó vitum við að það er ekki alls kostar rétt. Meira

Menning

23. ágúst 2004 | Menningarlíf | 176 orð | 9 myndir

Allra lista kvikindi komu saman í bænum

SEINT verður kvartað yfir skorti á menningarframboði á Menningarnótt sem leið, en gríðargóð stemning myndaðist þar sem hundrað þúsund manns nutu afurða mörg hundruð listamanna sem komu þangað til að deila sköpun sinni með almenningi. Meira
23. ágúst 2004 | Menningarlíf | 607 orð

Átök og ástir í Heiðmörk

Höfundar: Ármann Guðmundsson, Hjördís Hjartardóttir, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Höfundar tónlistar: Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. Meira
23. ágúst 2004 | Leiklist | 475 orð

Fegurðin í hinu smáa

Höfundur: Eyrún Ósk Jónsdóttir, leikstjórn: Eleanor Bernardes og Jorge Lopes Ramos. Leikendur: Agnes Brekke, Hannah Whelan, Unai Lopez de Armentia, Eyrún Ósk Jónsdóttir, Kristján Óskarsson, Ichel Rubio Martinez, Laura Gonzáles Cortón og Gemma Rowan. Lækjarskóli í Hafnarfirði 19. ágúst 2004. Meira
23. ágúst 2004 | Menningarlíf | 1493 orð | 1 mynd

Forvitnilegar tilraunir og frumleg efnistök

Á alþjóðlegri leiklistarhátíð NEATA, sem haldin var í Eistlandi fyrr í mánuðinum, mátti m.a. sjá afburðafim litháísk ungmenni, finnska orkubolta og sænska fyllibyttu. Silja Björk Huldudóttir var á staðnum. Meira
23. ágúst 2004 | Menningarlíf | 506 orð | 5 myndir

Fólk folk@mbl.is

Það var ansi kunnuglegt andlit sem birtist í Bláa lóninu síðdegis á föstudag. Reyndist það vera sjálf Hollywood stjarnan George Clooney sem skellti sér ofan í lónið og hafði það gott. Meira
23. ágúst 2004 | Menningarlíf | 98 orð | 1 mynd

Hvað er vatnsminni?

SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld austurríska heimildarmynd sem fjallar um vatn og leyndardóma þess, meðal annars svokallað vatnsminni en vísindamenn eru ekki á eitt sáttir um hvort kenningar um það séu skrum eða alvöruvísindi. Meira
23. ágúst 2004 | Tónlist | 612 orð | 1 mynd

Hæðir og lægðir

Tónleikar Lou Reed í Laugardalshöll. Reed lék á gítar og söng en með honum voru þau Fernando Saunders (bassi, söngur), Mike Rathke (gítar), Jane Scarpantoni (selló) og Tony Smith (trommur). Föstudagurinn 20. ágúst, 2004. Meira
23. ágúst 2004 | Menningarlíf | 299 orð

Menningarnæturlíf

Menningarnótt er sannarlega mikil menningarhátíð en hún er líka gríðarmikið partí, eins konar útihátíð, önnur verslunarmannahelgi, Halló Reykjavík! Það er úr ótrúlega miklu að velja ef maður vill sækja menningarviðburði þennan dag. Meira
23. ágúst 2004 | Myndlist | 466 orð | 2 myndir

Réttlát fegurð

Opið daglega frá 10--18. Sýningum lýkur 5. september. Meira
23. ágúst 2004 | Menningarlíf | 322 orð | 1 mynd

... Spader í stuði

LÖGFRÆÐIÞÆTTIR eru sívinsælt sjónvarpsefni. Nú eru a.m.k. tveir slíkir í gangi; danski þátturinn Málsvörn í Sjónvarpinu á fimmtudögum og bandaríska Lögfræðistofan á SkjáEinum á mánudögum. Lögfræðistofan kemur úr smiðju Davids E. Meira
23. ágúst 2004 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Védís Hervör á Ljósalagið 2004

VÉDÍS Hervör Árnadóttir stóð uppi sem sigurvegari í ljósalagakeppni Reykjanesbæjar árið 2004 með laginu "Þessa einu nótt". Lag og texti eru eftir hana sjálfa. Meira

Umræðan

23. ágúst 2004 | Aðsent efni | 549 orð | 1 mynd

Auðlindir, umhverfismál og lífskjör

Kristinn Pétursson skrifar um nýtingu auðlinda: "Tjónið af því að veiða ekki hvali er tugir milljarða árlega." Meira
23. ágúst 2004 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Biðjum fyrir börnunum sem eru að hefja skólagöngu

Sigurbjörn Þorkelsson skrifar um skólabörn: "Eldhúsborðið er ákjósanlegur staður til bæna, hvort sem það er við morgun- eða kvöldverð." Meira
23. ágúst 2004 | Aðsent efni | 829 orð | 2 myndir

Slysavarnir í landbúnaði

Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir fjalla um öryggismál: "Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins." Meira
23. ágúst 2004 | Aðsent efni | 281 orð

SYN eða SÝN - tjald eða tjaldur

Frá Pétri Péturssyni:: "GUÐI sé lof fyrir margan efnismann, sem ritar greinar í blöð eða flytur fréttir í útvarp og sjónvarp. Ég segi mann og á einnig við konu því Bergþóra var drengur góður. Samt þarf þetta unga fólk að gæta sín." Meira
23. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 458 orð

Til frú Hillary Rodham Clinton

Frá Ingimundi Kjarval:: "Til frú Hillary Rodham Clinton öldungardeildarþingmanns frá Ingimundi Kjarval vegna heimsóknar hennar til Íslands. Delhi N.Y. 19. ágúst 2004. Kæra frú Hillary Rodham Clinton. Við búum hér í Delhi N.Y." Meira
23. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 351 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Græna stjarnan, alþjóðamerki esperantista VÆNTANLEGA hafa margir, sem horfa á sjónvarp, veitt athygli nokkrum stjörnum, víst fimm að tölu, í smekklegri útfærslu auglýsingar. Þarna eru Sparisjóðirnir að auglýsa sína ágætu þjónustu. Meira

Minningargreinar

23. ágúst 2004 | Minningargreinar | 942 orð | 1 mynd

LÝÐUR ÞRASTARSON

Lýður Þrastarson fæddist á Blönduósi 14. júlí 1974. Hann lést á heimili sínu 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Lýðs eru Klara Sigurðardóttir, f. 17.5. 1955, og Þröstur Lýðsson, f. 20.12. 1955. Systur Lýðs eru Berglind, f. 31.5. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2004 | Minningargreinar | 986 orð | 1 mynd

MAGNÚS EYDÓR SNÆFELLS ÞORSTEINSSON

Magnús Eydór Snæfells Þorsteinsson sjómaður og bifreiðarstjóri fæddist í Reykjavík 26. apríl 1932. Hann lést á Vífilsstöðum 17. ágúst síðastliðinn. Magnús var sonur Þorsteins Þórðar Guðmundssonar, f. í Winnipeg í Kanada 30. sept. 1900, d. í Reykjavík 18. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2004 | Minningargreinar | 573 orð | 1 mynd

PÁLÍNA BETÚELSDÓTTIR

Pálína Betúelsdóttir fæddist í Höfn í Hornvík 24. júní 1905. Hún lést á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, 18. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 28. júlí. Meira  Kaupa minningabók
23. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1740 orð | 1 mynd

ÞORVALDUR NIKULÁSSON

Þorvaldur Nikulásson fæddist í Reykjavík 26. mars 1927. Hann lést að Laugarbakka í Miðfirði 7. ágúst síðastliðinn. Þorvaldur ólst upp í Reykjavík í stórum systkinahópi, voru foreldrar hans Nikulás Ásgeir Steingrímsson bifvélavirki og meiraprófskennari,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Afkoma Sparisjóðs Vestfirðinga batnar

HAGNAÐUR Sparisjóðs Vestfirðinga nam 49,9 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 55,9 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Afkoman batnar því um nær 110 milljónir króna. Meira
23. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 124 orð | 1 mynd

Slæm afkoma Austurbakka

TAP varð af rekstri Austurbakka hf. á fyrri helmingi ársins sem nemur 65 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var viðlíka hár hagnaður af rekstrinum. Afkoman versnar því um 130 milljónir króna. Sala dróst saman um 3,6% og nam nú rúmum einum... Meira

Daglegt líf

23. ágúst 2004 | Daglegt líf | 103 orð

Íslenska fyrir erlenda námsmenn

MIKILL áhugi er á íslenskunámi víða um lönd og ekki hvað síst í Norður-Evrópu og Norður-Ameríku, samkvæmt upplýsingum frá Stofnun Sigurðar Nordals. Meira
23. ágúst 2004 | Daglegt líf | 583 orð | 1 mynd

"Erfitt að greina á milli sérhljóðanna"

Íslenskunám nýtur vaxandi vinsælda meðal útlendinga. Á hverju sumri leggur fólk víðsvegar að úr heiminum leið sína til landsins til að kynnast málinu. Meira

Fastir þættir

23. ágúst 2004 | Fastir þættir | 157 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Tækni. Norður &spade;G65 &heart;Á73 ⋄974 &klubs;G975 Suður &spade;ÁKD1094 &heart;9 ⋄Á103 &klubs;ÁKD Suður spilar sex spaða og fær út hjartadrottningu. Hver er áætlunin? Slemman vinnst auðveldlega ef trompið kemur 2-2 (sem gerist í 40%... Meira
23. ágúst 2004 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 17.

Brúðkaup | Gefin voru saman 17. júlí sl. í Háteigskirkju af sr. Verði Leví Traustasyni þau Aðalbjörg Hólm Stefánsdóttir og Ársæll Hersteinn Guðleifsson . Þau eru til heimilis í... Meira
23. ágúst 2004 | Dagbók | 26 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 31.

Brúðkaup | Gefin voru saman 31. júlí sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni þau Margrét Sverrisdóttir og Guðbjartur Ólason . Heimili þeirra er á... Meira
23. ágúst 2004 | Dagbók | 67 orð | 1 mynd

Kaffihúsalíf með blóma

Borgarmenning | Kaffihúsalíf í Reykjavíkurborg hefur verið með miklum blóma síðustu vikur vegna góðs veðurs. Óhætt er að segja að þetta setji allt annan blæ á bæinn, hann lifnar beinlínis við með öllu því fólki sem leitar út í sólina og hitann. Meira
23. ágúst 2004 | Dagbók | 76 orð

Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu,...

Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu, þér sem ætíð hafið verið hlýðnir, vinnið nú að sáluhjálp yðar með ugg og ótta eins og þegar ég var hjá yður, því fremur nú, þegar ég er fjarri. (Fl. 1, 12.) Meira
23. ágúst 2004 | Fastir þættir | 208 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. O-O Bd7 5. He1 Rf6 6. c3 a6 7. Bf1 Bg4 8. d3 Bxf3 9. Dxf3 g6 10. Bg5 Bg7 11. Rd2 O-O 12. Dh3 He8 13. Had1 b5 14. Rf3 h5 15. Dg3 Dd7 16. h3 e5 17. Rh4 Rh7 18. Be3 b4 19. Be2 De6 20. Ha1 bxc3 21. bxc3 Hab8 22. Bd1 Ra5 23. Meira
23. ágúst 2004 | Dagbók | 477 orð | 1 mynd

Sveigjanlegt nám er lykilatriði

Gunnar M. Gunnarsson er fæddur 24. okt. 1956. Lauk B.A.-prófi í ensku og uppeldisfræðum 1981, uppeldis- og kennslufræði 1985. Er nú að ljúka meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ þar sem hann rannsakar frumkvöðla í háskólasamfélaginu. Kenndi við FVA árin 1981-95, var verkefnisstjóri hjá HÍ 1999-2002 og er nú einn af þremur umsjónarmönnum Kvöldskóla FB. Hann er kvæntur Guðrúnu Eiríksdóttur, vísindamanni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þau eiga tvö börn. Meira
23. ágúst 2004 | Fastir þættir | 290 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Úff, hvað Víkverji varð pirraður er hann reyndi að gera sér glaðan dag á skemmtistöðum Reykjavíkur laugardagskvöld eitt fyrir skömmu. Fyrst lá leið hans á nýopnaða skemmtistaðinn Rex í Austurstræti. Meira

Íþróttir

23. ágúst 2004 | Íþróttir | 585 orð | 1 mynd

Arsenal með flugeldasýningu

ENGLANDSMEISTARARNIR í liði Arsenal leyfðu gestunum frá Middlesbrough að njóta augnabliksins á Highbury í gær þegar heimamenn voru 3:1 undir og 50 mínútur voru liðnar af leiknum. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 269 orð | 1 mynd

*ÁSTRALSKA sveitin setti heimsmet í 4x100...

*ÁSTRALSKA sveitin setti heimsmet í 4x100 metra fjórsundi kvenna á laugardaginn en þá vann sveitin gull á Ólympíuleikunum. Ástralar syntu á þremur mínútum og 57,32 sekúndum. Sveit Bandaríkjanna lenti í öðru sæti á þremur mínútum og 59,12 sekúndum. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 95 orð

Berglind og Magnús Björn í eldlínunni

ÍSLENDINGAR áttu fleiri fulltrúa en Rúnar Alexandersson í fimleikahöllinni í Aþenu í gær þar sem keppt var til úrslita í þremur áhöldum karla og þremur áhöldum kvenna. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 603 orð | 1 mynd

Besta æfing sem ég hef framkvæmt

RÚNAR Alexandersson varð sjöundi í úrslitum á bogahesti á Ólympíuleikunum í Aþenu í gærkvöldi. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Birkir: "Komnir á rétta braut eftir Þjóðhátíð"

"MÉR fannst þeir ágætlega öflugir í fyrri hálfleik og fengu þá færi. Við vorum kærulausir í föstum leikatriðum, sem er óvenjulegt þar sem við höfum sterka skallamenn," sagði Birkir Kristinsson, markvörður og fyrirliði ÍBV eftir sigurinn. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 378 orð | 1 mynd

* BJARNI Guðjónsson kom inná sem...

* BJARNI Guðjónsson kom inná sem varamaður á 70. mínútu í leik Coventry gegn Millwall í ensku 1. deildinni á laugardag. Millwall vann leikinn 1:0 með marki á 80. mínútu. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 85 orð

Brasilía mótherji Íslands

ÞAÐ verður Brasilía sem verður mótherji Íslands á morgun kl. 8.30 í síðasta leik íslenska liðsins í handknattleikskeppni ÓL í Aþenu. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 254 orð

Carolina Klüft var í sérflokki

HIN ljóshærða sænska sjöþrautarkona Carolina Klüft kom engum á óvart er hún tryggði sér sigur í keppninni á laugardag og sannaði að hún er besta alhliða frjálsíþróttakona heims. Þetta er aðeins þriðja gull Svía í frjálsíþróttum s.l. 50 ár. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 324 orð

Dómarinn sagðist ætla að reka mig út af eftir aðeins hálfa mínútu

STEFÁN Þórðarson, leikmaður ÍA, var að vonum ekki sáttur við úrslit leiksins enda höfðu Skagamenn leikinn í hendi sér. "Þetta er mjög slæmt og töpuð tvö stig. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 87 orð

Draumurinn minn er búinn

ÓLAFUR Stefánsson lýsti því yfir á sínum tíma að sinn draumur væri að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Aþenu. "Já, núna er ég bara svekktur, draumurinn minn er búinn. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 104 orð

Ekki erfiðir mótherjar

"MÓTHERJAR okkar í dag voru ekki eins erfiðir og aðrir í þessum riðli en við erum sáttir við úrslitin," sagði Denis Krivoshlykov, hornamaður rússneska landsliðsins, eftir sigurinn á Íslendingum í gær. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 456 orð

Eyjamenn nýttu færin

EYJAMENN verða ekki sakaðir um að nýta marktækifæri sín illa í Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur í leiknum urðu 5:2 fyrir gestina úr Eyjum sem unnu fyrri leik liðanna 4:0 þannig að það er mikið skorað þegar þessi lið mætast. Eyjamenn enn með í meistarabaráttunni en Keflvíkingar þurfa trúlega einhver stig til viðbótar til að vera öruggir um að halda sæti sínu í deildinni. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 69 orð

Fengu bestu einkunn

GUNNAR Viðarsson og Stefán Arnaldsson fengu besta einkunn af þeim sex dómarapörum sem dæmdu karlaleikina á Ólympíuleikunum í Aþenu á miðvikudaginn var. Þeir dæmdu þá viðureign Grikklands og Brasilíu. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 248 orð

FH 2:2 ÍA Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeild...

FH 2:2 ÍA Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeild karla, 15. umferð Kaplakriki Sunnudaginn 22. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 656 orð | 3 myndir

FH sneri aftur í frábærum leik

LEIKUR ÍA og FH í gærkvöld var stórskemmtilegur og var hart barist allan leikinn, enda mikið í húfi fyrir bæði lið. FH á toppi deildarinnar en ÍA varð að vinnaleikinn til að blanda sér í toppbaráttuna af alvöru. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 131 orð

Frakkar lögðu Þjóðverja

FRAKKAR lögðu Þjóðverja að velli, 27:22, í úrslitaleik B-riðils handknattleikskeppni karla í Aþenu í gær og unnu þar með alla fimm leiki sína í riðlakeppninni. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 389 orð | 1 mynd

* FREDDY Shepherd , stjórnarformaður Newcastle...

* FREDDY Shepherd , stjórnarformaður Newcastle , segir að tilboð Real Madrid í Jonathan Woodgate hafi verið of gott til þess að hafna því en Woodgate gekk til liðs við Madrid á föstudaginn. "Við munum kaupa sterka leikmenn í stað Woodgate. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 284 orð

Getum verið mjög stolt af Rúnari

"ÞAÐ er ekki hægt að vera annað en ánægður með sjöunda sætið á Ólympíuleikunum. Við hefðum viljað fá hærri einkunn. Mér fannst Rúnar alla vega betri en Bandaríkjamaðurinn, Paul Hamm, sem var sætinu fyrir ofan Rúnar. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 263 orð

Góður sigur Stjörnunnar

ÞETTA var gífurlega erfiður leikur enda vorum við í þeirri stöðu að það var að duga eða drepast," sagði Valdimar Kristófersson, annar þjálfari Stjörnunnar, eftir erfiðan en verðskuldaðan 3:1 sigur á Þór frá Akureyri er liðin mættust í Garðabænum á laugardaginn. Stjarnan var í neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn og Þór um miðja deild en Garðbæingar urðu að vinna leikinn til að forðast fall. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 177 orð

Grikki sviptur bronsi

Á laugardaginn reyndist síðara sýni sem tekið var úr gríska lyftingamanninum Leonidas Sampanis vera jákvætt en Sampanis vann bronsverðlaun í 62 kg flokki í Aþenu. Hann hefur verið sviptur verðlaunum sínum. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 84 orð

Guðmundur Stephensen sigraði í Malmö

ÍSLANDSMEISTARINN í borðtennis, Guðmundur E. Stephensen, leikmaður Svíþjóðameistara Malmö, hóf keppnistímabilið með liði sínu um helgina þar sem fram fór Opna Malmö-mótið. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 196 orð

Gullverðlaunahafinn féll á lyfjaprófi

JIRINA Korzjanenko varð fyrst til þess að falla á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa tekið við gullverðlaunum í sinni keppnisgrein. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 95 orð

Hamm er jákvæður

PAUL Hamm, Bandaríkjamaðurinn sem sigraði í fjölþraut karla í fimleikum segir að hann muni skila gullverðlaunum sínum verði hann beðinn um að gera slíkt. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 183 orð

Hefðum getað stolið sigrinum

HEIMIR Guðjónsson, fyrirliði FH, sagði eftir leikinn að jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit og var ánægður með viljastyrk síns liðs. "Úr því sem komið var eru þetta sanngjörn úrslit. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 179 orð

Heiðar Davíð endaði á einu yfir pari í Skövde

HEIÐAR Davíð Bragson úr GKj. lék lokahringinn á Evrópumóti áhugamanna í Skvöde í Svíþjóð í gær á 75 höggum eða þremur yfir pari. Hann lék hringina fjóra á samtals 289 höggum eða einu yfir pari og hafnaði í 34.-38. sæti á mótinu. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 11 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild. KR-völlur KR - Grindavík:18:00 1. deild karla Kópavogsv. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 598 orð | 2 myndir

Íslenska liðið ekki nógu gott

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik endar í níunda eða tíunda sætinu á Ólympíuleikunum í Aþenu. Tap gegn Rússum, 34:30, í gær gerði drauminn um sæti í átta liða úrslitunum að engu og í staðinn verða það Ólympíumeistararnir frá því í Sydney fyrir fjórum árum sem fara áfram og mæta Frökkum. Í stað þess að eiga þrjá hörkuleiki fyrir höndum í viðbót fær Ísland nú aðeins uppbótarleik um 9. sætið á morgun, gegn Brasilíu, og hefur síðan lokið keppni á leikunum. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 194 orð

Japanar unnu maraþonið í annað skipti í röð

MIZUKI Noguchi frá Japan vann maraþonhlaup kvenna á ólympíuleikunum í Aþenu. Er þetta í annað skipti í röð sem Japanar hrósa sigri í þessari grein á Ólympíuleikum. Hún kom í mark á 2 klukkustundum, 26 mínútum og 20 sekúndum. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 120 orð

KA 0:0 Fram Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild...

KA 0:0 Fram Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 15. umferð Akureyrarvöllur Laugardaginn 21. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 141 orð

Keegan ósáttur við Benítez

KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, var ósáttur við Rafael Benítez, knattspyrnustjóra Liverpool, meðan á leik liðanna stóð um helgina. Benítez stóð allan leikinn og varnaði Keegan útsýnis en hann sat í varamannaskýli City. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 441 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Ísland - Rússland 0:2 Laugardalsvöllur,...

KNATTSPYRNA Ísland - Rússland 0:2 Laugardalsvöllur, 22. ágúst 2004, undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Mörk Rússlands : Olga Letyushova 55., 61. Dómarar : Ilonka Djaleva frá Búlgaríu. Aðstoðardómarar: Kamena Georgiva og Gergana Vidova. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Karlar A-riðill : Kína -...

KÖRFUKNATTLEIKUR Karlar A-riðill : Kína - Ítalía 52:89 Nýja-Sjáland - Argentína 94:98 Spánn - Serbía/Svartfjalland 76:68 Staðan: Spánn 440317:2658 Argentína 431339:3207 Ítalía 422295:2666 Nýja-Sjáland 413315:3255 Serbía/Svartfjallal. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 329 orð

Litháar í sigurvímu

EVRÓPUMEISTARALIÐ Litháa í körfuknattleik karla gerði sér lítið fyrir og lagði bandaríska liðið að velli, 94:90, í riðlakeppninni á Ólympíuleikunum í Aþenu. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 425 orð | 1 mynd

Lukkan var á bandi Chelsea í Birmingham

CHELSEA er með fullt hús stiga eftir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið sigraði Birmingham, 0:1 á útivelli, á laugardag. Stórliðin Manchester United og Liverpool lönduðu sínum fyrstu sigrum í úrvalsdeildinni en þau léku bæði á heimavelli. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 522 orð

Markalaust í botnbaráttunni

KA tók á móti Fram á laugardaginn í fyrsta leik 15. umferðar. Uppgjör þessara botnliða í deildinni fór fram við kjöraðstæður. Það var logn og blíða og áhorfendum var boðið á leikinn. Mikið var í húfi fyrir bæði liðin og nánast lífsnauðsynlegt fyrir þau að krækja í þrjú stig og því mátti búast við grimmum sóknarleik. Þetta gekk ekki alveg eftir, stemmningin var frekar lítil og úrslitin urðu 0:0. KA er því í neðsta sæti með 12 stig og Fram í hinu fallsætinu með 14 stig. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

Markmiðið að ná einni svona umferð

HAFSTEINN Ægir Geirsson lauk keppni á laserbátum í siglingakeppni Ólympíuleikanna með glæsibrag í gær þegar hann náði 15. sæti í elleftu og síðustu umferðinni. Sá árangur dugði þó ekki til að fleyta honum ofar en áður og lokaniðurstaða hans á leikunum er því 40. sæti af 42 keppendum. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 517 orð | 1 mynd

Neistann vantaði og Ísland komst aldrei í gang

NEISTANN vantaði í íslenska kvennalandsliðið þegar það mætti því rússneska í Laugardalnum í gær og þá var ekki að sökum spyrja - 2:0 tap þegar tvær af sóknum gestanna gengu upp. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 485 orð | 2 myndir

Okkar tækifæri var í Kóreuleiknum

"ÞEGAR upp er staðið naga ég mig mest í handarbökin yfir því að hafa ekki unnið leikinn gegn Suður-Kóreu. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 207 orð

Orðin mjög óróleg

GUÐMUNDUR Karlsson landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum var mjög glaður í bragði þegar Morgunblaðið spjallaði við hann eftir undankeppnina í stangarstökki kvenna þar sem Þórey Edda Elísdóttir vann sér keppnisréttinn í úrslitunum. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Owen segir að Houllier hafi neytt sig til að æfa

SÓKNARMAÐURINN Michael Owen segir í ævisögu sinni að Gerard Houllier, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, hafi neytt sig til þess að æfa með Liverpool þó að sjúkraþjálfari liðsins hefði sagt að Owen ætti ekki að æfa meðan hann væri að glíma við... Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 84 orð

Ólafur markahæstur í riðlakeppninni

ÓLAFUR Stefánsson varð markahæsti leikmaður riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hann skoraði 40 mörk í fimm leikjum Íslands í A-riðlinum, þar af 10 gegn Rússum í gær, og gerði tveimur mörkum meira en Kyung-Shin Yoon sem skoraði 38 mörk fyrir... Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 230 orð

Ólafur Stefánsson ekki með á HM í Túnis?

ÓVÍST er að Ólafur Stefánsson leiki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Túnis í janúar næstkomandi. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

Phelps hreppti sjöttu gullverðlaunin

BANDARÍSKI sundmaðurinn Michael Phelps skrifaði nafn sitt stórum stöfum á spjöld ólympíusögunnar þegar hann hreppti sjöttu gullverðlaun sín á Ólympíuleikunum í Aþenu um helgina og jafnframt áttundu verðlaunin á leikunum. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 292 orð | 1 mynd

"Draumar mínir hafa ræst"

JUSTLIN Gatlin, frá Bandaríkjunum, vann óvæntan sigur í 100 m hlaupi karla á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í gærkvöldi. Gatlin hljóp á 9,85 sekúndum og var aðeins 1/100 úr sekúndu frá ólympíumeti Kanadamannsins Donovan Bailey frá því í Atlanta 1996. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 465 orð | 1 mynd

"Var satt best að segja orðin mjög stressuð"

"ÉG er alveg í skýjunum. Mitt fyrsta markmið var að komast í úrslitin og það hefur nú tekist. Ég var satt best að segja orðin mjög stressuð þegar ég felldi 4,30 tvívegis. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 478 orð

"Ætluðum að halda hreinu"

"MÉR fannst við eiga öll svör við þeirra leik í fyrri hálfleik og vera að fá fínar sóknir en svo var eins og allt annað lið kæmi til leiks í síðari hálfleik, eins og við værum alls ekki klárar í leikinn," sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari... Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 193 orð

Rauf 20 ára einokun Bandaríkjamanna

HVÍT-RÚSSINN Yulia Nesterenko varð fyrst allra frá árinu 1980 til þess að rjúfa einokun bandarískra hlaupara í 100 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikum. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 132 orð

Spennan í leikmönnum einkennandi

ÞUNGU fargi var létt af rússneska þjálfaranum Yuri Bystritskiy eftir leikinn gegn Íslendingum. "Það var vitað að leikurinn yrði erfiður vegna þess hve hann var mikilvægur fyrir bæði lið, svo að við gerðum okkar allra besta. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 196 orð

Stúlkurnar sem Þórey Edda glímir við

ÞÓREY Edda Elísdóttir er í fimmta sæti af stúlkunum fimmtán sem keppa til úrslita í stangarstökkinu á morgun og eigabestan árangur í greininni. Jelena Isinbayeva frá Rússlandi á heimsmetið, 4,90 metra, og á eftir koma Svetlana Feofanova, Rússlandi, 4,89, Anna Rogowska, Póllandi, 4,71, Monika Pyrek 4,67, og Þórey Edda 4,60. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 239 orð

Tveir langir dagar hjá Jóni Arnari

JÓN Arnar Magnússon hefur keppni í tugþraut á Ólympíuleikunum í Aþenu nú í morgunsárið. Fyrsta greinin, 100 metra hlaup, hófst kl. 6.15 að íslenskum tíma en þar var keppendum skipt í fjóra riðla og er sá síðasti ræstur kl. 6.36. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 141 orð

Varði ólympíutitilinn

HOLLENSKA sundkonan Inge de Bruijn vann 50 metra skriðsund á Ólympíuleikunum í Aþenu á laugardaginn og varði titilinn sem hún hreppti í Sydney fyrir fjórum árum. Þá vann hún einnig 100 metra skriðsund og 100 metra flugsund en missti af þeim titlum nú. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 92 orð

Veigar skoraði í Bodö

VEIGAR Páll Gunnarsson hefur fundið taktinn með norska liðinu Stabæk í úrvalsdeildinni í knattspyrnu en í gær skoraði hann eina mark liðsins í 3:1 tapleik gegn Bodö/Glimt. Veigar Páll jafnaði leikinn á 44. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 375 orð

Verðum að vinna alla leiki eða gleyma þessu

ÞAÐ var mismunandi hljóð í leikmönnum Víkings og Fylkis eftir leik liðana í Landsbankadeild karla í gær þar sem Árbæjarliðið hrökk í gang í síðari hálfleik og innbyrti 3:1 sigur. Björgólfur Takefusa var í hæstu hæðum enda skoraði hann eitt marka Fylkis en Víkingurinn Grétar S. Sigurðsson sagði að sagan hefði endurtekið sig. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 152 orð

Við erum bara ekki betri en þetta

"ÞESSI úrslit og niðurstaðan í riðlakeppninni endurspeglar bara stöðuna á okkar landsliði í dag, það er einfaldlega ekki betra en þetta og við eigum fimmta sætið í riðlinum skilið," sagði Rúnar Sigtryggsson, landsliðsmaður í handknattleik, við... Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 512 orð | 1 mynd

Víkingar sofnuðu á verðinum

ÖLLUM sem fylgst hafa með Fylki í sumar í úrvalsdeild karla í knattspyrnu ætti að vera ljóst að það má hvergi slaka á ef slíta á af þeim stig. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 217 orð

Víkingur R.

Víkingur R. 1:3 Fylkir Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 15. umferð Víkingsvöllur Sunnudaginn 22. ágúst 2004 Aðstæður: Vestan gola, 14 stiga hiti og völlur góður. Áhorfendur: 930 Dómari: Gylfi Þór Orrason, Fram, 5 Aðstoðardómarar: Guðmundur H. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

Wenger ætlar að gera nýjan samning

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar að gera nýjan samning við Arsenal og hann segist ekki hafa áhuga á að fara til neins annars liðs. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 76 orð

Þannig vörðu þeir

*Guðmundur Hrafnkelsson lék í 53,21 mínútu og varði 10 skot (þar af 2 þar sem boltinn fór aftur til mótherja). Þar af 8 (1) langskot og 2 (1) hraðaupphlaup. *Roland Valur Eradze lék í 6,39 mínútur og varði 2 (1) skot. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Þetta gerðu þeir gegn Rússum

*Ólafur Stefánsson skoraði 10 mörk úr 12 skotum. Þar af 6 með langskotum, 2 eftir hraðaupphlaup, 1 eftir gegnumbrot og 1 úr vítakasti. Hann lék í 55,31 mínútu. *Róbert Gunnarsson skoraði 5 mörk úr 6 skotum. Þar af 3 af línu og 2 eftir hraðaupphlaup. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 137 orð

Þórey grét í Sydney en brosti í Aþenu

ÞÓREY Edda Elísdóttir gekk brosandi af Ólympíuleikvanginum í Aþenu á laugardagskvöldið ólíkt því sem hún gerði á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir fjórum árum. Þórey komst þar ekki úrslitin, stökk 4 metra slétta og upplifði í kjölfarið algjört spennufall. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 375 orð | 14 myndir

Þórey í sviðsljósinu

AÐRA Ólympíuleika í röð eiga Íslendingar fulltrúa í úrslitakeppni kvenna í stangarstökki. Í Sydney fyrir fjórum árum vann Vala Flosadóttir til bronsverðlauna, fyrst íslenskra kvenna, og annað kvöld keppir Þórey Edda Elísdóttir til úrslita ásamt 14 öðrum stangarstökkvurum. Þórey Edda tryggði sér sæti í úrslitunum með því að fara yfir 4,40 metra og varð í 10. sæti af 34 keppendum. En stóru tíðindin urðu þau að ólympíumeistarinn Stacy Dragila komst ekki áfram en hún felldi í þrígang 4,40 metra. Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 384 orð | 1 mynd

* ÞULURINN á leik KA og...

* ÞULURINN á leik KA og Fram sá ástæðu til að hrella heimamenn með því að geta þess í upphafi leiks að KA hefði ekki unnið Fram á heimavelli í deildakeppninni síðasta áratug. Í ágúst 2003 vann Fram 1:0, í september 2002 urðu úrslitin 3:0 og 4:1 árið... Meira
23. ágúst 2004 | Íþróttir | 236 orð

Þurfum einn leik enn

"ÞETTA var ágætis mark hjá mér, en því miður dugði það skammt í dag," sagði Hörður Sveinsson, sem skoraði glæsilegt mark og breytti stöðunni í 2:1 "Ég smellhitti boltann og svo aftur skömmu síðar með vinstri en þá var einhver Eyjamaður að... Meira

Fasteignablað

23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 152 orð | 2 myndir

Axelshús - Hveragerði

Hveragerði - Aðalsalan í Hveragerði er nú með í sölu Axelshús í Hveragerði. Húsið er 349,2 fm., upphaflega byggt 1959 en endurnýjað 1999 og 2000. Það stendur á 2000 fm lóð í landi Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum og er útsýni frá húsinu einstakt. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 721 orð | 4 myndir

Blokkir í 60 ár

Meðal þess sem ber fyrir augu í Reykjavík, þegar rölt er um með augun opin, eru gamlar og nýjar blokkir. Segja má að nútíma byggingarhættir hefjist í Reykjavík á stríðsárunum með því að tvö fjölbýlishús rísa við Hringbraut. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 96 orð | 1 mynd

Fasteignasalar í góðri sveiflu

UM 50 manns tóku þátt í árlegu golfmóti starfsfólks á fasteignasölum sem að þessu sinni var haldið á Setbergsvellinum í Hafnarfirði. Þetta var áttunda skiptið sem mótið var haldið og sem fyrr voru veglegir vinningar í boði. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 764 orð | 3 myndir

Gömul Sóló-eldavél á Borgarfirði eystra

Það er þægileg tilfinning að vera kominn heim heill á húfi eftir að hafa verið á faraldsfæti og í tjaldbúskap þegar flóðgáttir himinsins opnast og hella sér yfir þá sem ætluðu að njóta sólar og útivistar um verslunarmannahelgina. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 247 orð

Leikur ljóss og skugga

Þegar húma tekur á haustin þarf að huga að útilýsingu. Þar er að mörgu að hyggja og vegurinn milli hófs og og óhófs getur verið vandrataður. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 163 orð | 2 myndir

Lukkuljós og önnur "rusla"-list

Á ESKIFIRÐI er eitt skemmtilegt og sérstætt gallerí sem heitir því hógværa nafni "Verkstæði Kötu". Þar er til húsa listakonan Kata, sem umbreytir hvaða "rusli" sem er í listaverk. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 236 orð | 2 myndir

Lækjartún - Ölfusi

Ölfus - Fasteignamiðstöðin er nú með í sölu áhugaverða jörð í Ölfusi. Um er að ræða jörðina Lækjartún í Árbæjarhverfi í Ölfusi. Íbúðarhúsið er byggt úr steinsteypu árið 1975 og er 223,5 fm auk 52,5 bílskúrs. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 299 orð | 1 mynd

Mikill áhugi og salan gengið vel

ÞAÐ hefur vart farið framhjá borgarbúum að fyrsti áfangi Skuggahverfisins er um það bil að taka á sig endanlega mynd - og senn fer að líða að því að fyrstu íbúarnir flytji inn í þetta glæsilega hverfi. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 506 orð | 2 myndir

Nokkur ár af líkamlegu erfiði og góð samvinna

Grannarnir í Kjarrbergi 1 og 3 í Hafnarfirði uppskáru viðurkenningu fyrir gott samstarf og samkomulag á dögunum þegar húsið fékk viðurkenningu fyrir glæsilega aðkomu og garð. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 672 orð | 1 mynd

Ný jarðalög

Þrátt fyrir að langflestar fyrirspurnir, sem berast inn á borð Húseigendafélagsins, lúti að fasteignum í fjölbýli eru alltaf þó nokkrar sem varða jarðir eða jarðarhluta í dreifbýli. Hinn 1. júlí sl. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 220 orð | 2 myndir

Ný lína í vélofnum teppum

Í DOMOTEX í Þýskalandi fer fram árlega stærsta gólfefnasýning í heimi. Þar sýna teppa- og mottuframleiðendur vöru sína og kynna nýjungar í framleiðslunni. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 584 orð | 1 mynd

Sérhæfum okkur í sölu á atvinnuhúsnæði

Tveir ungir viðskiptafræðingar, Ellert Aðalsteinsson og Halldór Már Sverrisson, opnuðu nýlega fasteignasölu sem einbeitir sér að atvinnuhúsnæði. Þeir sögðu Súsönnu Svavarsdóttur að þörf hefði verið á slíkri sérhæfingu hér á landi. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 664 orð | 3 myndir

Sitthvorumegin við ruslatunnugang

Fyrsta heimili Koggu og Magnúsar Kjartanssonar var í tvennu lagi. Þau sögðu Súsönnu Svavarsdóttur að búslóðin hefði kostað svita, ef ekki annað, en þau voru stolt af sínum sérstöku aðstæðum. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 273 orð | 3 myndir

Skógarás 2

Reykjavík - Lögþing fasteignasala er með á sölu fallega og vel skipulagða 5 herbergja íbúð ásamt bílskúr í litlu fjölbýli í Seláshverfinu. Heildarstærð íbúðarinnar er 165 fm, þar af er bílskúr 25,4 fm. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 760 orð | 1 mynd

Svo skuggaleg, svo heillandi

Dómkirkjan í Köln (Hohen Dom Zu Köln) Arkitekt ókunnur. Byggð 1248-1880 Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 1027 orð | 4 myndir

Uppfylla kröfur Íslendinga á Spáni

Eignaumboðið ehf. gerði nýlega samning við byggingafyrirtækið Euromarina á Spáni um sölu fasteigna þar í landi. Í boði er allt frá tveggja herbergja íbúðum og upp úr. Forsvarsmenn Eignaumboðsins ehf. sögðu Súsönnu Svavarsdóttur frá kostum þess að kaupa beint af byggingafyrirtækinu sjálfu, sem á sér trausta og rótgróna sögu. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 73 orð | 2 myndir

Uppspretta hugmynda

Í IÐU, bóka-, gjafavöru- og ritfangaversluninni Lækjargötu 2, má sjá þennan skemmtilega skreytta vegg sem gæti verið uppspretta hugmynda fyrir hugmyndaríka. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 334 orð | 2 myndir

Þolhönnunarstaðlar fyrir timburvirki

Staðlar eiga m.a. að innihalda góðar og viðurkenndar venjur varðandi þau atriði sem þeir fjalla um. Mikilvægt er að ný þekking eða betri upplýsingar eigi greiða leið inn í slík gögn. Jafnframt er brýnt að hagsmunaaðilar fylgist vel með þegar fram koma ný frumvörp að stöðlum. Hafsteinn Pálsson fjallar um frumvörp að nýjum þolhönnunarstöðlum fyrir timburvirki. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 209 orð | 2 myndir

Þverá í Laxárdal

Þverá er bær og kirkjustaður í Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu, annexía frá Grenjaðarstað. Á Þverá stendur enn merkilegur torfbær af norðlenskri gerð og snúa stafnar fram á hlað en bakhús snúa þvert á framhúsin. Meira
23. ágúst 2004 | Fasteignablað | 40 orð | 1 mynd

Æskuheimili söngvarans

Í FALLEGU húsi á Vesturgötu 39 ólst upp einn kunnasti óperusöngvari Íslendinga á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Það var Pétur Á. Jónsson. Húsið reisti faðir hans, Jón Árnason kaupmaður, sem bjó þar og rak jafnframt verslun á neðri hæð... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.