Greinar fimmtudaginn 9. september 2004

Fréttir

9. september 2004 | Innlendar fréttir | 351 orð

49 milljarðar í lánum með vöxtum sem má breyta

ENN eru útistandandi um 49 milljarðar króna vegna lána úr Byggingasjóði ríkisins, samkvæmt '86 kerfinu svonefnda. Vextir lánanna eru breytilegir samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 185 orð

Áhugi á samruna sparisjóða á höfuðborgarsvæðinu

STJÓRNARFORMENN tveggja stærstu sparisjóða landsins, SPRON og Sparisjóðs vélstjóra, SPV, segja að hjá þeim sé áhugi fyrir samruna sparisjóðanna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sé vænlegur kostur. Engar viðræður um samruna séu þó í gangi. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 77 orð

Ákærður fyrir ofbeldi gegn sambýliskonu

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir gegn sambýliskonu sinni, þar af aðra alvarlega. Er ákærði annars vegar sakaður um mikið ofbeldi gegn konunni á gamlársdegi 1999 fram á nýársdag á heimili þeirra og hins vegar tvívegis í apríl 2002. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Beðið fyrir fórnarlömbum í Rússlandi

BÆNASTUND í Dómkirkjunni í hádeginu í gær var helguð fórnarlömbum hryðjuverka í Beslan í Rússlandi. Meira
9. september 2004 | Minn staður | 517 orð | 1 mynd

Bjargaði loðnuvertíð með saumavélinni

Neskaupstaður | Halldór Ásgeirsson í Neskaupstað fær til sín á verkstæðið gömul eðalhúsgögn, hlustar eftir sögu þeirra og myndugleik og nostrar svo við að bólstra þau og laga uns líta út eins og ný. Meira
9. september 2004 | Minn staður | 179 orð

Breytingum á greiðslum frestað

Reykjavík | Líklegt er að fresta þurfi breytingum sem fyrirhugað var að gera á fyrirkomulagi á niðurgreiðslum Reykjavíkurborgar á félagslegum leiguíbúðum, en ráðgert var að taka breyttar reglur í notkun um næstu áramót. Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Cheney vændur um "ábyrgðarlausan hræðsluáróður"

DEMÓKRATAR í Bandaríkjunum brugðust í gær illa við ummælum Dicks Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna, frá því á þriðjudagskvöld er hann sagði að næði John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, kjöri væri hætta á að annað hryðjuverk yrði unnið í... Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 147 orð

Dræm viðbrögð við neyðarkalli

FULLTRÚI Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð við ákalli til þjóða heims um að koma fórnarlömbum flóða í Bangladesh til hjálpar hafi verið dræm. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Dúfur á útkikki

Þær fylgjast friðsamar með skipaumferðinni inn eftir Norðfirðinum, þessar dúfur sem hnappast á þakkvist ofarlega í bænum í Neskaupstað. Það munar jú öllu að hafa góða út- og yfirsýn á umhverfi sitt, þegar skyggnst er um eftir æti og aðsteðjandi... Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Eins og staðan er kemur ESB-aðild ekki til greina

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir ljóst að hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins gangi ekki upp. Hún leiði til ofveiði, slæmrar fjárfestingar, ríkisstyrkja og brottkasts. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 477 orð

Ekki er útlit fyrir mikla lækkun vaxta á bílalánum

VEXTIR á bílalánum eru nú almennt 7,5% en vextir á íbúðalánum banka og sparisjóða eru nú 4,2% þannig að munurinn er orðinn 3,3% og því hafa vaknað spurningar um hvort einstaklingar kjósi ekki að fjármagna bifreiðakaup að einhverju leyti með... Meira
9. september 2004 | Minn staður | 128 orð

Engin illska | Haustið verður ágætt.

Engin illska | Haustið verður ágætt. Vissulega kominn tími haustvinda og vætu, næturfrosta og gráma í fjöllum, "en það verður engin illska í veðrinu", segir í nýrri veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Fann þorp á eldfjallaeyju

HARALDUR Sigurðsson, prófessor í eldfjallafræði við háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum, hefur nýlokið velheppnuðum leiðangri til eyjarinnar Sumbawa í Indónesíu. Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 700 orð | 1 mynd

Fá Rússar varist nýju ógninni?

Margir sérfræðingar telja að rússnesk stjórnvöld standi nú frammi fyrir viðvarandi stríði við hryðjuverkamenn. Öryggis- og leyniþjónustustofnanir Rússa eru hins vegar sagðar ófærar um að bregðast við ógninni. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 516 orð | 1 mynd

Fjölgun öryrkja má skýra með breyttu atvinnuástandi

GARÐAR Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að fjölgun örorkulífeyrisþega megi rekja til breytts atvinnuástands hér á landi, þ.e. til þess að atvinnuleysi sé nú viðvarandi. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Friðsamlegur fundur | Síðasti fundur bæjarstjórnar...

Friðsamlegur fundur | Síðasti fundur bæjarstjórnar Garðs fer væntanlega í sögubækurnar fyrir það að meirihluti bæjarfulltrúa var konur, í fyrsta skipti. Bæjarfulltrúar eru sjö en fjórar konur sátu umræddan fund, þær Guðrún S. Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Genesis brotlenti

GENESIS, mannlaust geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA), brotlenti í eyðimörkinni í Utah í gær eftir að fallhlífar, sem hægja áttu á för þess til jarðar, opnuðust ekki. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Gígjökull hopar ört í hlýindunum

ÞEIR sem hafa lagt leið sína inn í Þórsmörk að undanförnu hafa sjálfsagt tekið eftir miklu skeri ofarlega í Gígjökli í vestanverðum Eyjafjallajökli. Skerið hefur verið að stinga sér upp úr jöklinum undanfarin fjögur ár en hefur ekki sést í a.m.k. 100 ár. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 129 orð

Gæsin át upp akurinn | Uppskerustörfum...

Gæsin át upp akurinn | Uppskerustörfum á kornökrunum á Lónsflæðum í Kelduhverfi er lokið. Sáð var á tveimur stöðum, að því er fram kemur á vef Kelduneshrepps. Stykkið sem var úti við gám á Ytri-Flæðum varð gæsinni að bráð. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 127 orð

Heilsaði 500 manns á 40 mínútum

HÓPUR sænskra blaðamanna og ljósmyndara auk fréttamanna frá Noregi og Þýskalandi hafa fylgt sænsku konungshjónunum og krónprinsessunni eftir við hvert fótmál í opinberri heimsókn þeirra á Íslandi undanfarna daga. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Heimsótti Sólveigu Pétursdóttur

LEILA Freivalds, utanríkisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Sólveigu Pétursdóttur, formann utanríkismálanefndar Alþingis, á heimili hennar í gær og ræddu þær utanríkismál þjóðanna. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Heimsóttu Gljúfrastein og Nesjavelli

KARL Gústaf XVI Svíakonungur, Silvía drottning og Viktoría krónprinsessa gerðu víðreist á öðrum degi opinberrar heimsóknar sinnar til Íslands í gær. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Höfundur Titanic samdi nýtt atriði

"ÞAÐ verður mikill kraftur í þessum tónleikum," segir Maríus Sverrisson, einsöngvari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, en hetjur af ýmsum gerðum eru þema tónleikanna. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 251 orð

Íslenskar matvörur 10,3% ódýrari en þær erlendu

ÍSLENSKAR matvörur eru 10,3% ódýrari en erlendar, að því er verðkönnun á 23 vörutegundum sem Samtök iðnaðarins (SI) létu gera í fjórum verslunum á höfuðborgarsvæðinu 22. júlí sl. leiðir í ljós. Íslenskar vörur voru ódýrari í 13 tilvikum af 23. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 172 orð

Jökullinn minnkar hratt

MYNDMÆLINGAR fyrirtækisins Loftmynda af Gígjökli, einum af skriðjöklum Eyjafjallajökuls, sýna að jökullinn hefur minnkað um 23 milljónir rúmmetra á árunum 2002-2003 en myndirnar voru sýndar á ráðstefnu Raunvísindastofnunar um loftslagsbreytingar. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 166 orð

Konum hefur fjölgað hjá álverunum

15% STARFSFÓLKS álvera Norðuráls og Alcan á Íslandi eru konur en Fjarðaál-Alcoa hefur sett sér það markmið að helmingur starfsmanna verði konur. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 680 orð | 1 mynd

Konur 15% starfsfólks

Hjá Alcan á Íslandi er unnið samkvæmt jafnréttisáætlun og hefur hlutfall kvenna í starfsliði álversins hækkað undanfarin ár. Það sama hefur gerst hjá Norðuráli þar sem verið er að skoða, m.a. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 250 orð

Lágmarkslaun verði 150 þúsund

KRÖFUGERÐ SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu vegna komandi kjarasamninga var afgreidd á fundi trúnaðarmannaráðs í gær. Kjarasamningar félaga í SFR eru lausir frá og með 1. desember nk. Lagðar voru fram meginkröfur í tíu liðum. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Lengsti borkjarni sem náðst hefur úr N-Íshafinu

LENGSTI samhangandi borkjarni sem náðst hefur úr Norður-Íshafinu til þessa náðist í vel heppnuðum alþjóðlegum borleiðangri nýverið og stendur Íslendingum til boða, sem þátttakendum í Evrópudeild IODP, að rannsaka borkjarnann að vild. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð

Loksins fékk ég fögur spil

Sofus Berthelsen í Hafnarfirði kastar stundum fram stökum. Morgunblaðið fékk tvær sendar fyrir nokkrum dögum. Sofus er meðal annars liðtækur í Bridsfélagi aldraðra í Hafnarfirði. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 163 orð | 2 myndir

Menningar- og ljóðaverðlaun afhent

Reykholt | Um 400 gestir sóttu samkomu sem haldin var í Reykholti um helgina í tilefni aldarminningar Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 318 orð | 2 myndir

Mikið fé lagt til höfuðs uppreisnarmönnum

Stjórnvöld í Moskvu herða nú mjög baráttuna gegn hryðjuverkamönnum og þeim sem þau segja að styðji slík öfl. Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Nítján farast í eldsvoða í námu

NÍTJÁN manns fórust og 17 slösuðust þegar mikil eldur gaus upp í göngum í koparnámu í bænum Kure í norðanverðu Tyrklandi í gær. Björgunarmenn bera hér námumann sem tók þátt í slökkvistarfinu. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Norðmenn ættu að líta til Íslands

NORÐMENN geta lært margt af því hvernig Íslendingar reka sjávarútveg sinn, að mati Kjell-Inge Røkke, eiganda norska útgerðarfélagsins Norway Seafoods. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Norskir þingmenn á vinnufundi

FORSÆTISNEFND norska Stórþingsins kom hingað til lands í gær og verður í svokallaðri vinnuheimsókn í dag og á morgun í boði forseta Alþingis. Mun hún m.a. ræða við forsætisnefnd Alþingis og fulltrúa þingflokka. Meira
9. september 2004 | Minn staður | 250 orð | 1 mynd

Ný Holtsrétt leysir tvær réttir af hólmi

Fljót | Ný fjárrétt, sem verið er að byggja í Austur-Fljótum, verður tekin í notkun næstkomandi laugardag. Réttin stendur í landi jarðarinnar Nýræktar, skammt frá þjóðveginum um sveitina. Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Óháð hjálparsamtök frá Írak?

MARGIR erlendir starfsmenn óháðra hjálparstofnana í Írak hyggjast yfirgefa landið í kjölfar þess að vopnaðir menn rændu tveimur ítölskum konum sem störfuðu fyrir hjálparsamtök í Írak. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 122 orð

Óskaði sérstaklega eftir að koma

SILVÍA Svíadrottning heimsótti Barnahúsið í gær ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú en drottningin hafði við undirbúning heimsóknarinnar hingað til lands óskað sérstaklega eftir að fá að heimsækja stofnunina. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 36 orð

Pokapésar | Lionsklúbburinn Æsa í Njarðvík...

Pokapésar | Lionsklúbburinn Æsa í Njarðvík er að hefja sitt átjánda starfsár. Eins og venja er hefja félagskonur fjáröflun ársins með sölu á svokölluðum "pokapésum". Í þeim eru plastpokar og álpappír. Allur ágóði rennur til... Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

"Seint hægt að toppa þessa ferð"

SKÓLAFERÐALAG 10. bekkinga í Rimaskóla í Þórsmörk varð heldur lengra en það átti að vera því vegna vatnavaxta komust rúturnar ekki yfir árnar á Þórsmerkurleið í gær. Um 70 krakkar og þrír kennarar biðu í næstum átta tíma á milli Hvannár og Steinholtsár. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 1016 orð | 3 myndir

"Varla búinn að átta mig"

Eftir áralangar rannsóknir og leit á eldfjallaeyjunni Sumbawa í Indónesíu fann Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur 6-10 þúsund manna bæ sem hvarf undir ösku þegar eldfjallið Tambora gaus árið 1815. Björn Jóhann Björnsson ræddi við Harald um uppgröftinn frá í sumar, sem líkja má við fund Pompei. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð

Ráðherra skipar þrjár rannsóknarnefndir

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað þrjár rannsóknarnefndir í samgöngumálum frá og með 1. september til fjögurra ára. Þetta eru rannsóknarnefnd flugslysa, rannsóknarnefnd sjóslysa og rannsóknarnefnd bílslysa. Meira
9. september 2004 | Minn staður | 68 orð

Róluvöllur um kyrrt | Skipulags- og...

Róluvöllur um kyrrt | Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur synjað erindi þar sem íbúar húss við Blikaás fara fram á að róluvöllur sem stendur bak við hús þeirra verði fjarlægður vegna mikils ónæðis. Meira
9. september 2004 | Minn staður | 28 orð

Samhygð | Vetrarstarf Samhygðar er að...

Samhygð | Vetrarstarf Samhygðar er að hefjast og byrjar með fyrsta opna húsinu nk. fimmtudagskvöld, 9. september, kl. 20.30 í safnaðarsal Akureyrarkirkju. Gestur fundarins er séra Arnaldur... Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 454 orð | 1 mynd

Segja miklar breytingar hafa orðið á síðustu árum

VÖXTUR Reykjavíkur, batnandi efnahagur og fjöldi grænna svæða er meðal þess sem kom Karli Gústafi Svíakonungi einna mest á óvart í heimsókn hans hér á landi á þriðjudag og miðvikudag. Meira
9. september 2004 | Minn staður | 71 orð

Skipulag á lóð Baldurshaga | Almennur...

Skipulag á lóð Baldurshaga | Almennur kynningarfundur um skipulag á lóð Baldurshaga verður haldinn í Ketilhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð

Snæddu hreindýr og skyrfrauð

ÍSLENSKU forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, buðu til kvöldverðar til heiðurs sænsku konungshjónunum og krónprinsessunni í Perlunni í fyrrakvöld. 211 gestir snæddu þar kvöldverð en alls voru um 240 manns á gestalistanum. Meira
9. september 2004 | Minn staður | 341 orð | 1 mynd

Spjölluðu við ráðherra um þjóðarblómið

Kópavogur | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra leit í heimsókn til krakkanna í 6.Þ. í Snælandsskóla í gær ásamt fulltrúa Landverndar og ræddi við þau um þeirra helsta hugðarefni þessa dagana, leitina að þjóðarblóminu. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Stoppa upp ísbjörn

Akureyri | Þeir voru verklegir, félagarnir sem unnu við það í gærdag að stoppa upp ísbjörn á heimreiðinni að Eyrarvegi 2 á Akureyri, heimili Sigurðar Guðmundssonar uppstoppara. Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 127 orð

Sykur jafn hættulegur tóbakinu

ÞAÐ er kominn tími til, að foreldrar axli meiri ábyrgð á heilsu barna sinna og stjórnmálamenn verða að átta sig á, að óhófleg sykurneysla er jafnhættuleg reykingum. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Tignir gestir í votviðri á Nesjavöllum

SÆNSKA konungsfjölskyldan lét votvirði ekki stöðva sig í að skoða blásandi borholur á Nesjavöllum í gær undir leiðsögn Ásgeirs Margeirssonar, aðstoðarforstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 350 orð | 2 myndir

Tæplega 200 týna lífi í Kína...

Tæplega 200 týna lífi í Kína AÐ minnsta kosti 180 hafa látist af völdum óveðurs, sem gengið hefur yfir suðvesturhluta Kína undanfarna daga, og 64 til viðbótar er saknað. "Fram að þessu hafa 97 manns farist og 39 er saknað. Um 10. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð

Undirbúa átak í fráveitumálum

Þingeyjarsveit | Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ræddi um stöðu fráveitumála í sveitarfélaginu á síðasta fundi. Samþykkt var að hefja átak sem byggist á að unnt verði að sækja um styrk til fráveitunefndar. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð

Veiðigjald

Hreppsnefnd Höfðahrepps á Skagaströnd hefur samþykkt að skora á stjórnvöld að fresta álagningu veiðileyfagjalds. Í ályktun hreppsnefndar, sem Adolf H. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 290 orð

Veitir 90% lán á 4,35% vöxtum

STJÓRN Íbúðalánasjóðs hefur lækkað vexti viðbótarlána um tæpt eitt prósentustig úr 5,3% í 4,35% til jafns við önnur vaxtakjör á íbúðalánum sjóðsins. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð

Vilja annast Þingey | Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar...

Vilja annast Þingey | Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar lagði til á síðasta fundi sveitarstjórnar að sveitarfélagið óskaði eftir viðræðum við Héraðsnefnd Þingeyinga um að Þingeyjarsveit taki við umsjá og hugsanlega eignarryfirráðum Þingeyjar í... Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Vill græða sár Afganistans

MASOODA Jalal, 41 árs barnalæknir, er eina konan á meðal sautján forsetaefna í fyrstu kosningunum í Afganistan eftir fall stjórnar talíbana árið 2001. Meira
9. september 2004 | Minn staður | 545 orð | 1 mynd

Vill komast á Kaldbak

HANA dreymir um að komast á Kaldbak. Og vonar innilega að sá draumur rætist nú í vetur. Að sitja í snjóbíl alla leið upp á topp og njóta útsýnisins þegar þangað er komið. Þetta er draumur Sesselju Benediktsdóttur, íbúa á Dalbæ á Dalvík. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð

Vísar gagnrýni á bug

JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, vísar á bug gagnrýni Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um að stjórnvöld hafi hunsað samtökin og apótekin í ákvörðunum varðandi lyfjamál. Jón bendir m.a. Meira
9. september 2004 | Erlendar fréttir | 88 orð

Yfir 100 virtu ekki slæðubann

UM 100-120 stúlkur hafa sniðgengið bann við íslömskum höfuðklútum í frönskum ríkisskólum, að sögn Francois Fillon, menntamálaráðherra Frakklands, í gær. Meira
9. september 2004 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Þinghúsið að verða tilbúið

"VIÐ eigum ekki von á öðru en að það muni takast að hafa Alþingishúsið tilbúið til notkunar fyrir þingsetningu hinn 1. október nk.," segir Karl M. Meira

Ritstjórnargreinar

9. september 2004 | Leiðarar | 407 orð

Fjarðaál sýnir gott fordæmi

Fjarðaál-Alcoa á Íslandi, sem undirbýr nú byggingu álvers á Reyðarfirði, hefur gengið fram með góðu fordæmi með því að setja það markmið að helmingur starfsmanna verði konur, eins og fram kom í frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Meira
9. september 2004 | Leiðarar | 239 orð

Heill þér, norrænn gestur

Karl Gústaf Svíakonungur er í opinberri heimsókn á Íslandi ásamt Sylvíu drottningu og Viktoríu krónprinsessu. Meira
9. september 2004 | Leiðarar | 260 orð | 1 mynd

Undirlægjuháttur?

Ólafur Þ. Meira

Menning

9. september 2004 | Menningarlíf | 338 orð

44 dæmi

Nýlega kom út 293. bindi Dictionary of Literary Biography (DLB) og er það helgað íslenskum rithöfundum. Þetta er mikið rit, 476 blaðsíður í stóru broti. Fjallað er um rithöfunda frá nítjándu öld fram til okkar daga. Meira
9. september 2004 | Menningarlíf | 35 orð | 2 myndir

Borgari og franskar

HAROLD og Kumar er næstvinsælasta myndin í bíóhúsum landsins þessa dagana en hún var frumsýnd um síðustu helgi. Enn sem áður er Bourne Supremacy vinsælust en íslenska myndin Dís kom ný inn í þriðja... Meira
9. september 2004 | Tónlist | 515 orð | 1 mynd

Brotnir taktar, brak og brestir

NOKKUÐ er um liðið síðan Heimir Björgúlfsson sneri sér að mestu að myndlist en hann er fráleitt hættur í tónlistinni eins og sannast á nýútkomnum plötum, annars vegar nýrri breiðskífu hljómsveitarinnar The Vacuum Boys og hins vegar plötu sem Heimir gerir... Meira
9. september 2004 | Menningarlíf | 1145 orð | 3 myndir

Bubbi og Bo mætast í sveitatónlistinni

ÝMISSA grasa kennir í hljómplötuútgáfu þetta haustið, en nú fer í hönd aðalútgáfutími ársins, enda er plötusala jafnan mest fyrir jólahátíðina. Meira
9. september 2004 | Menningarlíf | 257 orð | 1 mynd

Ekkert nema auglýsingar

SJÓNVARPSSTÖÐ, sem sýnir aðeins auglýsingar, hefur hafið göngu sína í Bretlandi en stöðin er send út stafrænt. Þetta er fyrsta stöðin af þessu tagi í heiminum. Margir kannast við að skipta stöðugt á milli stöðva en finna samt ekkert til að horfa á. Meira
9. september 2004 | Menningarlíf | 180 orð | 1 mynd

Fer vel af stað

ALMENN miðasala á tónleika Marianne Faithfull hófst í gær en þessi heimsfræga söngkona mun halda tónleika á Broadway 11. nóvember nk. Einungis eru um 750 miðar í boði en miðarnir sem fóru í forsölu á mánudag ruku að sögn út á svipstundu. Meira
9. september 2004 | Tónlist | 261 orð | 1 mynd

Franz Ferdinand hreppti hnossið

ROKKSVEITIN Franz Ferdinand frá Glasgow hreppti hin virtu Mercury-verðlaun fyrir samnefnda frumraun sína en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Bretlandi á þriðjudagskvöld. Meira
9. september 2004 | Myndlist | 231 orð

Magn fremur en mynd

Opið alla daga nema mánudaga frá 13-17. Sýningu lýkur 12. september. Meira
9. september 2004 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Nýjasta tækni og vísindi

Á fimmtudagskvöldum í vetur verða sýndir danskir þættir þar sem fjallað er um ýmiss konar vísindi, rannsóknir og nýjungar á tæknisviðinu. Í fyrsta þættinum er fjallað um nýja tegund þrívíddarsjókorta sem vonast er til að auki öryggi í siglingum. Meira
9. september 2004 | Menningarlíf | 182 orð | 1 mynd

...nýjum þáttaröðum

Í KVÖLD hefjast nýjar þáttaraðir af þremur af vinsælustu sjónvarpsþáttum sem SkjárEinn hefur sýnt; Malcolm in the Middle, Everybody Loves Raymond og Will & Grace . Meira
9. september 2004 | Bókmenntir | 217 orð | 1 mynd

"Afar óvenjulegt"

NÝJASTA skáldsaga Birnu Önnu Björnsdóttur, Klisjukenndir, sem kemur út hjá Máli og menningu í október, hefur þegar verið seld til Þýskalands og kemur þar út á næsta ári. Meira
9. september 2004 | Menningarlíf | 286 orð | 1 mynd

Saga af ófrjóum föður

Í tilefni Hollenskra daga sem hefjast í dag kemur út hjá Vöku-Helgafelli bókin Ástaraldin eftir Karel Glastra van Loon í þýðingu Þorgeirs Guðlaugssonar. Ennfremur verður haldin í tengslum við Hollensku dagana kvikmyndahátíð sem hefst í dag í Regnboganum. Meira
9. september 2004 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Sellófan frumsýnt í Kaupmannahöfn

EINLEIKUR Bjarkar Jakobsdóttur Sellófan verður frumsýndur í Hippodrome-leikhúsinu í uppfærslu Folketeatret í Kaupmannahöfn hinn 18. september. Meira
9. september 2004 | Myndlist | 127 orð | 1 mynd

Sýnir fígúratíva skúlptúra

SÝNING á verkum Höllu Gunnarsdóttur verður opnuð í The New York Academy of Art í New York í dag. Hún lauk þaðan námi á síðasta ári og hefur síðan verið styrkþegi við skólann og starfað þar sem aðstoðarkennari. Meira
9. september 2004 | Tónlist | 271 orð | 1 mynd

Trúbador frá Nýja-Sjálandi

NÝSJÁLENDINGURINN John Michaelz heldur tónleika á Café Rosenberg í kvöld en sérstakur gestur verður Michael Pollock. Aðgangur er ókeypis en tónleikarnir hefjast um kl. 22. John er alls ekki ókunnugur á Íslandi. Meira
9. september 2004 | Myndlist | 464 orð | 1 mynd

Verkfræði ömmunnar í hekluðum sokkabuxnaham

LAKKRÍSVERK, skúlptúrar og vídeóverk, eru meðal þess sem Gjörningaklúbburinn sýnir á annarri einkasýningu sinni í Gallerí i8, sem opnuð verður í dag. Meira
9. september 2004 | Tónlist | 1121 orð | 1 mynd

Við erum söngþjóðin

Maríus Sverrisson verður stjarna kvöldsins á fyrstu tónleikum starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, en Maríus var ein af stjörnum sýningar Neue Flora leikhússins í Hamborg á söngleiknum Titanic. Meira

Umræðan

9. september 2004 | Aðsent efni | 811 orð | 1 mynd

Geðheilbrigðismál koma öllum við

Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar um geðheilbrigðismál: "Ef við viljum auka atvinnuþátttöku geðsjúkra verður að skapa breiða fylkingu karla og kvenna." Meira
9. september 2004 | Bréf til blaðsins | 330 orð

Jafnrétti

Frá Reyni Vilhjálmssyni:: "HINN 4. september var haldinn fundur í Iðnó þar sem rætt var um stöðuna í jafnréttismálum kvenna á Íslandi nú. Þótt ég telji mig ekki til femínista er ég þó jafnréttissinni enda sómir ekki annað nokkurn veginn skynsömum manni." Meira
9. september 2004 | Aðsent efni | 815 orð | 1 mynd

Konur þrífast illa í "reykfylltum bakherbergjum"

Einar Guðmundsson fjallar um valdníðslu: "Það er heilbrigðismerki á hópi að bæði kynin skiptast á leiðtogahlutverkinu, eða a.m.k. keppa reglulega um það hlutverk." Meira
9. september 2004 | Bréf til blaðsins | 314 orð | 1 mynd

Léleg þjónusta ÉG var fór að...

Léleg þjónusta ÉG var fór að skoða Gullfoss, ásamt dóttur og barnabarni, um sl. helgi. Þegar við vorum búnar að skoða fossinn ákváðum við að fá okkur heitt súkkulaði, eins og auglýst var í þjónustumiðstöðinni á staðnum. Meira
9. september 2004 | Aðsent efni | 905 orð | 1 mynd

Það á ekki að eiga sér stað að efnalítið fólk sé borið út

Ögmundur Jónasson svarar Björk Vilhelmsdóttur: "Félagsþjónustan í Reykjavík er að sönnu öflug og gerir margt mjög vel. Varla er hún þó hafin yfir gagnrýni." Meira

Minningargreinar

9. september 2004 | Minningargreinar | 2386 orð | 1 mynd

HAUKUR NÍELSSON

Haukur Níelsson bóndi á Helgafelli í Mosfellssveit, fæddist í Reykjavík 13. desember 1921. Hann andaðist 27. ágúst síðastliðinn. Haukur var sonur Níelsar Guðmundssonar bónda í Laxárholti í Hraunhreppi, síðar á Helgafelli í Mosfellssveit, f. 1.7. 1887, d. Meira  Kaupa minningabók
9. september 2004 | Minningargreinar | 3021 orð | 1 mynd

JÓN TÓMASSON

Jón Tómasson fæddist í Reykjavík 13. desember 1920. Hann lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru hjónin Tómas Jónsson, f. 10. apríl 1889, d. 31. mars 1936 og Bjarnína Guðrún Bjarnadóttir húsmóðir, f. 24. Meira  Kaupa minningabók
9. september 2004 | Minningargreinar | 1847 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR EGILSDÓTTIR

Sigríður Egilsdóttir fæddist á Galtalæk í Biskupstungum 5. maí 1915. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. ágúst síðastliðinn. Foreldar hennar voru Egill Egilsson, f. 8. ágúst 1870, d. 15. des. 1954 og Guðlaug Steinunn Guðlaugsdóttir, f. 19. maí 1879,... Meira  Kaupa minningabók
9. september 2004 | Minningargreinar | 3507 orð | 1 mynd

UNNUR STEFÁNSDÓTTIR

Unnur Stefánsdóttir bókbindari fæddist í Grjótagötu 4 í Reykjavík 17. janúar 1912. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut 30. ágúst síðastliðinn á 93ja aldursári eftir langa og farsæla ævi. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

9. september 2004 | Daglegt líf | 343 orð | 2 myndir

Berin eru fjörefna- og trefja- rík og hitaeiningasnauð

Nú er berjauppskera í hámarki og á mörgum heimilum er keppst við að sulta, gera saft og frysta berin. En hvað er það sem við sækjumst eftir í berjunum fyrir utan bragðið sem freistar? Meira
9. september 2004 | Daglegt líf | 368 orð | 2 myndir

Einfaldara og skipulagðara líf

Burt með bunkann af gulnuðum jólakortum frá árinu 1985 og sömu leið með öll fötin sem maður hefur ekki gengið í síðasta árið. Það eru 95% líkur á að maður komi ekki til með að nota þau aftur. Meira
9. september 2004 | Daglegt líf | 593 orð | 1 mynd

Ferskt íslenskt grænmeti og kjötvörur

BÓNUS Gildir 9.-12. sept. verð nú verð áður mælie.verð KF hangiframpartur með beini 599 599 599. kr. kg Frosnar úrb. kjúklingabringur 1.199 1.399 1.199 kr. kg Frosin lambahjörtu 179 199 179 kr. kg Bónus appelsín, 1,5 ltr 69 89 46 kr. Meira
9. september 2004 | Daglegt líf | 934 orð | 2 myndir

Núna safnar brauðvélin mín bara ryki

"Þótt strákarnir drekki bara mjólk með hafragrautnum og Cheerios-inu og svo í kaffitímanum gæti ég ekki borið vikuskammtinn af mjólk með mér heim í einni ferð." Meira
9. september 2004 | Daglegt líf | 61 orð | 1 mynd

Verður opið á sunnudögum

TEKIN hefur verið ákvörðun um að hafa verslun Bónuss á Seltjarnarnesi framvegis opna á sunnudögum frá kl. 12 til 18. Guðrún Alda Erlingsdóttir verslunarstjóri segir viðskiptavini verslunarinnar ítrekað hafa óskað eftir þessari breytingu á afgreiðslutíma. Meira

Fastir þættir

9. september 2004 | Fastir þættir | 183 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Á opnu borði. Meira
9. september 2004 | Viðhorf | 814 orð

Bush er umdeildur

Athyglisvert er að fá staðfest að sjálfstæðismenn telji ekki endilega sjálfgefið að þeir séu í stuðningsliði repúblikana (og að þeir skiptist í fylkingar vegna afstöðu sinnar til stjórnmála vestra). Meira
9. september 2004 | Dagbók | 25 orð | 1 mynd

DEMANTSBRÚÐKAUP | Í dag, 9.

DEMANTSBRÚÐKAUP | Í dag, 9. september, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Lára Herbjörnsdóttir og Ásgeir Ármannsson, Ásgarði 63, Reykjavík . Þau eru að heiman í... Meira
9. september 2004 | Dagbók | 395 orð | 1 mynd

Fjölbreytt og fjörug dagskrá í boði

Bjarni Finnsson er fæddur í Reykjavík árið 1948. Hann er menntaður garðyrkjufræðingur og kaupmaður. Bjarni rak Blómaval í 30 ár, þar til ársins 2000, en hefur síðan verið í ýmsum störfum, aðallega tengdum gróðurhúsarækt. Þá er Bjarni aðalræðismaður Hollands á Íslandi. Bjarni er kvæntur Hildi Baldursdóttur og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. Meira
9. september 2004 | Dagbók | 157 orð | 1 mynd

Kynjóttar kjötbökur

Gamla bíó | Íslenska óperan kynnti í gær vetrardagskrá sína með óhefðbundum hætti. Óperan sýnir í vetur óperutryllinn Sweeney Todd, sem fjallar um ógurlega hefndarför bartskerans Sweeney Todd gegn úrkynjuðum dómara sem svipti hann lífinu og hamingjunni. Meira
9. september 2004 | Dagbók | 200 orð | 1 mynd

Málþing um miðlun fornleifa

HVAÐA aðferðir eru hentugastar við varðveislu fornleifa þar sem markmiðið er jafnframt að hafa þær sýnilegar? Meira
9. september 2004 | Dagbók | 32 orð

Orð dagsins: Himnarnir segja frá Guðs...

Orð dagsins: Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngjörir verkin hans handa. (Sl. 19, 2.) Meira
9. september 2004 | Fastir þættir | 134 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. h3 d6 9. c3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Rd7 12. Rbd2 exd4 13. cxd4 Rc6 14. d5 Rce5 15. Rxe5 Rxe5 16. a4 Bb7 17. f4 Rg6 18. Rf3 Bh4 19. Hf1 Bg3 20. f5 Re5 21. Rg5 Bh4 22. f6 g6 23. Meira
9. september 2004 | Fastir þættir | 295 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji naut þess að heyra aftur í Bjarna Felixsyni lýsa samantekt frá ensku úrvalsdeildinni á Ríkissjónvarpinu. Meira

Íþróttir

9. september 2004 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

* ANNA Yakova, leikmaður Íslandsmeistara ÍBV...

* ANNA Yakova, leikmaður Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik kvenna, tilkynnti forráðamönnum ÍBV í gær að hún væri hætt að leika handknattleik. Hún er samningsbundin félaginu næstu þrjú árin. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 93 orð

Arnar fékk þungt högg

ARNAR Þór Viðarsson fékk þungt högg frá Sándor Torghelle, sem leikur með Crystal Palace, undir lok leiksins. Sá ungverski lamdi hann hreinlega aftan í höfuðið en það fór framhjá norska dómaranum eins og svo margt annað. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 134 orð

Átta frá Val í landsliðshópi Helenu í Bandaríkjaferð

HELENA Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, valdi tvo nýliða í landsliðshópinn sem mætir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í tveimur vináttuleikjum ytra síðar í þessum mánuði. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 158 orð

Gunnar Berg til Kronau/Östringen

GUNNAR Berg Viktorsson handknattleiksmaður leikur með þýska 2. deildar liðinu Kronau/Östringen á komandi vetri, en Gunnar hefur verið í herbúðum D/M Wetzlar síðasta árið. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 181 orð

Hrefna á förum frá Medkila

HREFNA Jóhannesdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er á leið frá norska úrvalsdeildarliðinu Medkila og mun hefja nám við Alabama-háskólann í Bandaríkjunum. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 74 orð

Jóhannes í leikbann

JÓHANNES Karl Guðjónsson verður í leikbanni þegar Ísland mætir Möltu í undankeppni HM í Valletta hinn 9. október. Jóhannes Karl fékk sitt annað gula spjald í keppninni í gærkvöld en hann fékk einnig áminningu í leiknum gegn Búlgaríu á laugardaginn. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 99 orð

Jón Arnór skoraði 22 stig gegn Kiev

RÚSSNESKA úrvalsdeildarliðið í körfuknattleik, Dynamo, St. Pétursborg, lék æfingaleik á Ítalíu í gær gegn rússneska liðinu BC Kiev og vann Dynamo 91:81. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 565 orð

KNATTSPYRNA Ungverjaland - Ísland 3:2 Búdapest,...

KNATTSPYRNA Ungverjaland - Ísland 3:2 Búdapest, undankeppni HM 2006, 8. riðill, miðvikudaginn 8. september 2004. Aðstæður : Hægur andvari, 16 stiga hiti, völlurinn laus í sér. Mörk Ungverjalands : Zoltán Gera 63., Sándor Torghelle 75., Imre Szabics 80. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 171 orð

Króatar með fullt hús stiga

ÓVÆNT úrslit litu dagsins ljós í gær þegar Svíþjóð tapaði 0:1 á heimavelli fyrir Króatíu en þessar þjóðir eru með Íslandi í 8. riðli í undankeppni HM í knattspyrnu. Króatar eru með fullt hús stiga í 8. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 38 orð | 1 mynd

Naumt tap í Búdapest

ÍSLAND tapaði naumlega 2:3 fyrir Ungverjum í landsleik í knattspyrnu sem fram fór í Búdapest í gærkvöldi. Mörk Íslands skoruðu Eiður Smári Guðjohnsen og Indriði Sigurðsson. Dómari leiksins var norskur og þótti halla mjög á Íslendinga í dómgæslunni. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 713 orð | 1 mynd

Ódýr mörk í Búdapest

SLÆMUR varnarleikur í síðari hálfleik varð íslenska landsliðinu að falli þegar það tapaði, 2:3, fyrir Ungverjum í undankeppni HM í gærkvöld. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 594 orð | 1 mynd

"Leggjum áherslu á hraðann"

ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik mætir Dönum í Århus í undankeppni Evrópumóts landsliða á föstudag en liðin eru í B-deild keppninnar. Rúmenía er einnig í riðlinum og leikur á Íslandi þann 19. september en lið Aserbaídsjan hefur dregið sig úr keppni vegna fjárskorts. Liðin eigast síðan við á ný næsta haust er riðlakeppninni lýkur. Friðrik Stefánsson frá Njarðvík verður ekki með gegn Dönum þar sem fjölgunar er að vænta hjá honum og unnustu hans á allra næstu dögum. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

"Sorglegt að fara með ekkert stig"

"ÞAÐ er alveg sorglegt að fara héðan með ekkert stig og í raun að vinna ekki. Mér fannst við betri en þeir og það hefði verið sanngjarnt að vinna. En við gáfum of mikið eftir í varnarleiknum og þá er ég að tala um alla liðsheildina. Það nýttu þeir sér til fulls og svo var nú blessaður dómarinn ekki að hjálpa okkur neitt og er þá vægt til orða tekið," sagði Eiður Smári Guðjónsson, fyrirliði og markaskorari - eftir tap gegn Ungverjum í Búdapest í gærkvöldi, 3:2. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 413 orð

"Þrjú færi og refsað í öll skiptin

"ÉG er hundsvekktur og mér fannst við svo sannarlega eiga skilið að fara í það minnsta með eitt stig héðan. Ég er samt þokkalega ánægður með hvernig strákarnir spiluðu ef við undanskiljum þessi mörk sem við fengum á okkur. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 311 orð | 1 mynd

* RAGNAR Óskarsson skoraði fjögur mörk,...

* RAGNAR Óskarsson skoraði fjögur mörk, þar af þrjú úr vítakasti, þegar lið hans Skjern vann Fredericia HK 1990 , 25:15, í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik í fyrrakvöld. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 243 orð

Steindór hættir sem landsliðsþjálfari

Í fréttatilkynningu frá Sundsambandi Íslands, sem send var út í gærmorgun, kemur fram að Steindór Gunnarsson, sem verið hefur landsliðsþjálfari undanfarin tvö ár, sé hættur störfum og verið sé að leita að eftirmanni hans. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 196 orð

Sven-Göran Eriksson getur andað léttar

ENGLAND sigraði Pólland, 2:1 á útivelli, í gær í 6. riðli í undankeppni HM. Jermain Defoe skoraði frábært mark á 36. mínútu en þetta var í fyrsta sinn sem Defoe er í byrjunarliði Englands. Maciej Zurawski jafnaði fyrir Pólland á 48. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 575 orð

Varnarleikur okkar brást

"ÉG er ekki ánægður með minn leik. Sem varnarmaður getur maður ekki verið það eftir að vera búinn að fá á sig þrjú mörk, það er nóg til að skemma leikinn fyrir manni," sagði Kristján Örn Sigurðsson, sem átti ágætan leik í íslensku vörninni, en hefði átt að geta komið boltanum frá þegar Ungverjar skoruðu þriðja markið. "Já, það er svona. Við áttum að koma boltanum frá markinu og mér finnst eins og ég hefði átt að koma honum frá." Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 120 orð

Þórey Edda varð fjórða í Rovereto

ÞÓREY Edda Elísdóttir hafnaði í fjórða sæti, stökk 4,20 metra í stangarstökkskeppni á frjálsíþróttamóti í Rovereto á Norður-Ítalíu í gærkvöld. Þórey stökk 4 metra slétta og síðan 4,20 í fyrstu tilraun en felldi 4,35 í þrígang. Meira
9. september 2004 | Íþróttir | 122 orð

Þriðji í röð hjá Eiði Smára

EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Ísland í þriðja leiknum í röð í gærkvöld þegar hann gerði fyrra markið gegn Ungverjum í Búdapest. Hann skoraði líka gegn Ítalíu og Búlgaríu. Meira

Úr verinu

9. september 2004 | Úr verinu | 475 orð | 2 myndir

Auðveldari og fljótlegri felling

NEPTÚNUS hf. hefur um nokkurt skeið kynnt nýja aðferð við netafellingar sem gerir fellingu auðveldari og betri og eykur veiðihæfni allra botnneta, s.s. kola-, grásleppu-, grálúðu-, skötusels- og þorskaneta. Fellingin auðveldar auk þess afskurð til muna. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 134 orð

Brunnbáturinn Snæfugl SU flytur lifandi þorsk

LOKIÐ var við að losa ríflega 50 tonn af þorski úr Snæfugli SU í þorskeldiskvíar Síldarvinnslunnar á Norðfirði í byrjun vikunnar. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 136 orð

Góð verkefnastaða og fjölgun starfa hjá SVN

GÓÐ verkefnastaða er nú í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað sem leiðir til eftirspurnar eftir vinnuafli. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 515 orð

Hættuleg deila

Deilurnar um nýtingu og skiptingu norsk-íslenzka síldarstofnsins milli þjóðanna, sem veiðarnar stunda eru nú ofarlega á baugi. Krafa Norðmanna um stóraukna hlutdeild hefur sett það strik í reikninginn að samkomulag hefur ekki náðst. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 658 orð | 1 mynd

Kanna samspil hita og sýkingar

SÍÐUSTU misseri hefur gætt umtalsverðra affalla á hörpuskeljastofni við Ísland. Í fyrstu var talið hugsanlegt að hækkun sjávarhita væri orsakavaldur. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunarinnar framkvæmdu m.a. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 222 orð

Málstofa Hafró hefst á ný

MÁLSTOFA Hafrannsóknastofnunarinnar hefst á ný föstudaginn 10. september nk. með erindi Andrzej Jaworski, sérfræðings á sjó- og vistfræðisviði stofnunarinnar, um áhrif svæðalokana á botnfisksamfélög við norður- og austurströnd Íslands. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 161 orð | 1 mynd

Mikið aflaskip

Báturinn Kópnes, sem sökk í síðustu viku, átti sér nokkuð merkilega sögu. Báturinn var keyptur nýr frá Noregi 1960 ásamt sjö öðrum, alveg eins. Voru kaupin gerð fyrir forgöngu innkaupadeildar LÍÚ og stjórnvalda. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 459 orð | 1 mynd

Mikið eftir af norsk-íslenzku síldinni?

NÚ ER útlit fyrir að í lok vertíðar á norsk-íslenzku síldinni verði óveidd 60.000 til 70.000 tonn af þeim heimildum sem veiðiþjóðirnar úthlutuðu sér. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 641 orð

Sakar ESB um nútímanýlendustefnu

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hafnar aðild Íslands að Evrópusambandinu, meðan sú krafa er við lýði að það kosti afsal yfirráða yfir fiskimiðum landsins. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 277 orð | 1 mynd

Samherji ræður 32% af þorskkvóta ESB í Barentshafi

SAMHERJI og tengd erlend félög ráða yfir tæplega 12 þúsund tonna þorskkvóta í Barentshafi sem eru nærri 32% af þorskkvóta Evrópusambandsins á svæðinu. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 54 orð | 1 mynd

Slá stroffu á belginn

Ævintýralegt ufsamok var á miðunum fyrir vestan á dögunum og voru togararnir að fá mjög góð höl og allt að tonn á mínútu. Meira
9. september 2004 | Úr verinu | 1648 orð | 2 myndir

Þurfum vistvænni veiðistjórnun

Íslendingar ættu að tileinka sér vistvæna fiskveiðistjórn. Áður en það verður of seint. Þetta er mat bandaríska vistfræðiprófessorsins Gene Helfman. Hann sagði Helga Mar Árnasyni að Íslendingar væru í betri aðstöðu en flestir til að stíga slíkt skref og verða þannig fyrirmyndarfiskveiðiþjóð. Meira

Viðskiptablað

9. september 2004 | Viðskiptablað | 122 orð

Aukinn hagnaður Sparisjóðs Svarfdæla

HAGNAÐUR Sparisjóðs Svarfdæla á fyrri helmingi þessa árs nam 91 milljón króna. Hagnaður sjóðsins á öllu árinu 2003 var 68 milljónir. Mest munar um aukinn gengishagnað af markaðsverðbréfum sjóðsins. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 488 orð | 3 myndir

Áhugi á samruna stóru sparisjóðanna

SAMRUNI sparisjóða á höfuðborgarsvæðinu er líklegur til að verða næsta skref sem tekið verður til hagræðingar á fjármálamarkaði. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 280 orð

Árleg haustráðstefna Oracle verður haldin á...

Árleg haustráðstefna Oracle verður haldin á morgun, föstudaginn 10. september. Oracle á Íslandi, með fyrirtækin Teymi, Skýrr og Opin kerfi í fararbroddi, mun kynna það helsta sem er að gerast í Oracle-heiminum. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 172 orð | 1 mynd

Björgólfur Thor og félagar með 89% í CRa

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Bivideon, sem er m.a. í eigu íslensku fjárfestanna Björgólfs Thors Björgólfssonar, Straums fjárfestingarbanka og Landsbanka Íslands, hefur keypt 13% eignarhlut Bank Austria í tékkneska fjarskiptafyrirtækinu Ceske Radiokomunikace (CRa). Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 102 orð

Engin færslugjöld á nýju debetkorti nb.is

Nb.is - Netbankinn býður einstaklingum nýtt debetkort án færslu- og árgjalda. Í tilkynningu frá bankanum segir að nýja kortið beri lægri yfirdráttarvexti og hærri innlánsvexti en almennir tékka- og debetkortareikningar stóru bankanna. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 105 orð

Fjölgun farþega um FLE

TÆPLEGA 17% fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar , FLE, í ágústmánuði á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Fjöldinn var rúmlega 221 þúsund í ár en 189 þúsund í ágúst 2003. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 263 orð | 1 mynd

Flugleiðir í samstarf við flugvélaleigufyrirtækið AWAS

ICELANDAIR og flugvélaleigufyrirtækið AWAS hafa undirritað samning um samstarf fyrirtækjanna á leiguflugsmarkaði. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 546 orð | 2 myndir

Full ástæða til að auka útflutning til Svíþjóðar

RÁÐSTEFNA um viðskipti Íslands og Svíþjóðar var haldin á Nordica hóteli í gær í tilefni af opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar hingað til lands. Fram kom að mörg tækifæri væru til aukinna viðskipta. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 383 orð

Greiningar aftur til framtíðar

NORDEA, stærsta bankasamsteypa á Norðurlöndum, vill fara aftur til framtíðar, að því er haft er eftir Frans Lindelöw, forstöðumanni hlutabréfagreiningar hjá samsteypunni, í Economist nýlega. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 464 orð | 1 mynd

Gögn til gagns

Hjá Húsi myndanna hefur verið þróað skjala- og þekkingarstjórnunarkerfi til að halda utan um þann aragrúa stafrænna mynda sem safnast upp í fyrirtækjum. Árni Matthíasson ræddi við forsvarsmenn Húss myndanna. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 1949 orð | 1 mynd

Hringamyndun er af hinu illa

Michael Treschow er sagður valdamesti maðurinn í sænsku viðskiptalífi. Í viðtali við Ólaf Þ. Stephensen ræðir hann um viðskipti Íslands og Svíþjóðar, traust á viðskiptalífinu, samkeppnismál og stjórnarhætti fyrirtækja, sem eru ekki síður til umræðu í Svíþjóð en á Íslandi. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 127 orð

KB banki hækkar mest í Svíþjóð

FRÁ áramótum hafa bréf Kaupþings Búnaðarbanka hf. í sænsku kauphöllinni hækkað í verði um sem nemur um 115%, en á sama tíma hefur Attract-40 vísitalan , sem KB banki er í, nánast staðið í stað. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 182 orð | 2 myndir

KB banki stækkar við sig

KB banki hefur fest kaup á húseigninni Borgartúni 17 sem stendur fyrir framan nýjar höfuðstöðvar bankans í Borgartúni 19. Verður innréttað skrifstofuhúsnæði fyrir 100 starfsmenn bankans í húseigninni og hún tengd núverandi húsnæði með glerbyggingu. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 142 orð | 1 mynd

KB banki umboðsaðili ISA á Íslandi

KB BANKI og ISA, Invest in Sweden Agency, undirrituðu í gær samning þess efnis að KB banki verði umboðsaðili ISA hér á landi. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 135 orð

Lífiðn lækkar vexti nýrra og eldri lána

VEXTIR af eldri lánum lífeyrissjóðsins Lífiðnar hafa verið lækkaðir um 0,6 prósentustig , úr 5,1% í 4,6%. Jafnframt býður sjóðurinn upp á ný lán á 4,3% föstum vöxtum gegn kröfu um 1. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 151 orð

Lyf & heilsa í samstarf við Clöru

LYFSÖLUKEÐJAN Lyf & heilsa hefur hafið samstarf við snyrtivöruverslunina Clöru, sem er til húsa í Kringlunni í Reykjavík. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 97 orð

Norskar komufríhafnir á dagskrá

RÍKISSTJÓRN Noregs mun í næsta fjárlagafrumvarpi leggja til að opnaðar verði komufríhafnir í norskum flughöfnum, en hingað til hafa Íslendingar og Tyrkir boðið upp á slíka þjónustu einir þjóða. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 699 orð | 1 mynd

Nú vita forstjórar hvað CRM er

BARTON Goldenberg, sérfræðingur á sviði stjórnunar viðskiptatengsla segir að forstjórar um allan heim séu nú farnir að skilja að CRM (Customer Relations Management, stjórnun viðskiptatengsla) sé ekki tækni. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 161 orð | 1 mynd

Óeðlileg ábyrgð á skattskuldum starfsmanna

ÁBYRGÐ fyrirtækja á skattskuldum og ýmsum opinberum gjöldum starfsmanna sinna nær langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist, að mati Verslunarráðs Íslands (VÍ). Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 695 orð | 1 mynd

Samkeppnin heldur manni við efnið

Ingólfur Guðmundsson er framkvæmdastjóri einstaklings- og markaðssviðs hjá Landsbankanum. Bjarni Ólafsson bregður upp svipmynd af Ingólfi. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 467 orð

Símafyrirtæki seld upp í skuldir?

NOKKUR Evrópusambandsríkjanna eru farin að huga að frekari sölu ríkiseigna til þess að lækka skuldir sínar en skuldir ríkjanna verða samkvæmt sáttmálum ESB að vera innan við 60% af vergri landsframleiðslu. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 529 orð

Síminn á Skjánum

Umræður um það hvort kaup Símans á útsendingarréttinum á enska boltanum og á rúmlega fjórðungshlut í Skjá einum séu viðskiptalegs eðlis eður ei eru dálítið sérkennilegar. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 285 orð | 1 mynd

Skyrdolla á borð stjórnanda ICA

PETER Dettmann, einn af æðstu stjórnendum stærstu verslanakeðju Svíþjóðar, ICA, mun fá skyrdollu á borð sitt nk mánudag. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 1669 orð | 1 mynd

Stjórnendaveiki

Eftir Ívar Jónsson Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 71 orð

Stjórn Símans ræðir hluthafafund

RANNVEIG Rist, stjórnarformaður Símans, sendi í gær frá sér tilkynningu þess efnis að stjórn Símans hefði borist bréf frá einum hluthafa Símans, þar sem óskað væri eftir að stjórnin boðaði til aukahluthafafundar . Fram hefur komið að Steingrímur J. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 174 orð

* Útherji

Haffærir líkbílar Á íslensku vefriti var fyrir stuttu fjallað um ástæður þess að líklega væru of margir pallbílar á vegum landsins. Var á það bent að pallbílar bera engin eða 15% vörugjöld en venjulegir fólksbílar og jeppar bera 30% eða 45% vörugjöld. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 180 orð

Valdamestur og finnst það gott

MICHAEL Treschow hefur verið kallaður mesti valdamaðurinn í sænsku viðskiptalífi. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 395 orð | 1 mynd

Viðskiptagreind í tölvum

"Auðvelt, hraðvirkt og öruggt aðgengi gagna ásamt auknum samskiptamöguleikum geta skilað fyrirtækjum aukinni hagræðingu og hagnaði og geta þar af leiðandi haft jákvæð áhrif á hagvöxt í landinu," segir Tómas Einarsson, viðskiptastjóri Teymis. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 70 orð | 1 mynd

Vigdís fær íslenskt Windows-kerfi

VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, veitti nýlega viðtöku íslenskri útgáfu stýrikerfisins Microsoft Windows XP og vinnuhugbúnaðarins Office 2003. Elvar Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, afhenti Vigdísi hugbúnaðinn. Meira
9. september 2004 | Viðskiptablað | 662 orð | 3 myndir

Þurfum að finna traustan rekstrargrundvöll

Hótel Búðir hafa fengið mjög góða umsögn í erlendum blöðum og tímaritum að undanförnu. Sigurður Skúli Bárðarson hótelstjóri sagði Ásdísi Haraldsdóttur að þetta hefði mikið að segja við markaðssetningu hótelsins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.