Greinar fimmtudaginn 14. október 2004

Fréttir

14. október 2004 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

14 mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 23 ára gamlan Litháa, sem í ágúst var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með um 300 grömm af kókaíni innvortis, í 14 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Meira
14. október 2004 | Erlendar fréttir | 404 orð | ókeypis

Allawi krefst framsals Zarqawis

IYAD Allawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, krafðist þess í gær að áhrifamenn í borginni Fallujah, þar sem andstaða við veru Bandaríkjamanna í Írak hefur verið hvað mest, framseldu Jórdanann Abu Mussab al-Zarqawi í hendur yfirvöldum. Meira
14. október 2004 | Erlendar fréttir | 142 orð | ókeypis

Andstaða við aðild Tyrkja

MEIRIHLUTI Þjóðverja, um 59%, vill að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar tekin verður ákvörðun um aðild Tyrklands að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Nýlega sýndi önnur könnun að 57% þjóðarinnar væru andvíg aðild Tyrklands. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd | ókeypis

Aukning á bókasafninu | Grunnskólanemar á...

Aukning á bókasafninu | Grunnskólanemar á Akranesi hafa verið duglegir að koma við í bókasafni bæjarins í verkfalli grunnskólakennara. Er þetta haft eftir Halldóru Jónsdóttur, forstöðumanni Bókasafns Akraness, á vef Akraneskaupstaðar. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Blessuð rjúpan

Þegar Sigríður Anna Þórðardóttir var nýtekin við sem umhverfisráðherra ákvað hún að stytta veiðibannið á rjúpu og leyfa veiðar næsta haust. Séra Hjálmar Jónsson orti af því tilefni: Skjóta vilja vargar og veiðiréttinn nýta. Meira
14. október 2004 | Erlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd | ókeypis

Bush lýst sem Messíasi

Í Bandaríkjunum er farið að sýna mynd um George W. Bush Bandaríkjaforseta og virðist hún hugsuð sem mótvægi við "Fahrenheit 9/11", mynd Michaels Moores. Meira
14. október 2004 | Minn staður | 254 orð | 1 mynd | ókeypis

Bylting í greiningu sjúkdóma

NÝTT segulómtæki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri kom á áfangastað í gærmorgun, eftir langt ferðalag. Tækið er af gerðinni Siemens og kom frá Þýskalandi, en þaðan var því ekið í veg fyrir Norrænu. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd | ókeypis

Byrjað á sveiflugöngum

Kárahnjúkavirkjun | Hafin er vinna við gerð sveifluganga í Miðfelli ofan við Valþjófsstaðarfjall. Að sögn Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun, eru sveiflugöng nokkurs konar öndunarop fyrir aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Dómurinn snýr fyrst og fremst að ríkinu

STJÓRN Lífeyrissjóðs sjómanna hefur ekki rætt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið óheimilt að svipta sjómann lífeyrisréttindum án þess að bætur kæmu fyrir. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 208 orð | ókeypis

Eftirlit með skipunum er takmarkað

ENGAR eftirlitsflugvélar af gerðinni P-3 Orion eru til taks á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli til að halda úti eftirliti með ferðum herskipa úr rússneska flotanum norðaustur af landinu. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd | ókeypis

Einkennin minna á úlfsbit

Í NÝLEGRI íslenskri rannsókn tókst að skilgreina stökkbreytingu í geni sem er áhættuþáttur fyrir rauðum úlfum eða lupus. Um 200 Íslendingar eru með þennan gigtarsjúkdóm. Rannsóknin var kynnt á málþingi um íslenskar gigtarrannsóknir sem haldið var í gær. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 37 orð | ókeypis

Einn handtekinn til viðbótar

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á þriðjudag einn mann til viðbótar í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnasmygli og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. október nk. Lítilræði af amfetamíni fannst við leit á heimili... Meira
14. október 2004 | Minn staður | 61 orð | ókeypis

Ellefu umsóknir | Alls bárust ellefu...

Ellefu umsóknir | Alls bárust ellefu umsóknir um starf félagsmálastjóra Dalvíkurbyggðar en umsóknarfrestur er nú runninn út. Meira
14. október 2004 | Minn staður | 53 orð | ókeypis

Endurbætur | Fimm tilboð bárust í...

Endurbætur | Fimm tilboð bárust í endurbætur í Þjónustumiðstöðinni á Bjargi og voru fjögur þeirra undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 38,5 milljónir króna. Trésmiðja Kristjáns ehf. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd | ókeypis

Engin forsenda fyrir fundi í þessari viku

ENGIN forsenda var fyrir því að boða til sáttafundar í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna í þessari viku, að sögn Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara, og hefur næsti fundur viðsemjenda verið boðaður á mánudag. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 282 orð | ókeypis

Enginn sáttatónn í samningsaðilum

ENGINN sáttafundur hefur verið boðaður í kjaradeilu samninganefnda grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga fyrr en á mánudag, eftir að ríkissáttasemjari fundaði með deilendum hvorum í sínu lagi í gær. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 317 orð | 2 myndir | ókeypis

Enn rótveiði í Ytri-Rangá

Það fór aldrei svo að laxveiðinni væri algerlega lokið þetta árið, því ákveðið var að framlengja veiðitímann í Ytri-Rangá til 20. október. Hafa menn þar fyrir sér að gríðarlega mikið er af laxi í ánni og engin sérstök ástæða til að vernda... Meira
14. október 2004 | Innlent - greinar | 1598 orð | 3 myndir | ókeypis

Evrópa horfir í spegil

Fréttaskýring |Líklegt er að leiðtogar Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í desember að bjóða Tyrkjum til aðildarviðræðna. Kristján Jónsson segir að hugmyndin um aðild Tyrklands hafi valdið flokkadráttum í mörgum löndum ESB. Deilt sé um það hvað Evrópa sé - og hvað hún sé ekki. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd | ókeypis

Fagna Íslandskynningu í París

SAMTÖK ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér ályktun þar sem lýst er ánægju með Íslandskynningu sem verið hefur í París. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd | ókeypis

Fegurðin í pollunum

ÞAÐ hefur rignt hressilega á landsmenn síðustu daga og þótt sumum þyki rigningin góð reyna flestir að sneiða hjá stærstu pollunum. Stóri pollurinn á Ránargötu í Reykjavík freistaði að minnsta kosti ekki þessa vegfaranda sem tók skarpa beygju til hægri. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 57 orð | ókeypis

Ferðamálaráðstefna

Árleg ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs Íslands verður haldin í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri í dag. Inngangserindi ráðstefnunnar flytur Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka og lektor við Háskóla Íslands. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 161 orð | ókeypis

Fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess

NOKKRU fleiri eða 88 manns fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þá fluttu fleiri frá landinu en til þess á tímabilinu. Meira
14. október 2004 | Erlendar fréttir | 183 orð | ókeypis

Fleiri flýja heimili sín í Darfur í Súdan

ÁTÖK sem blossað hafa upp í Darfur-héraði í Súdan síðasta mánuðinn hafa valdið því að tvö hundruð þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Manuels Aranda Da Silva. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 83 orð | ókeypis

Flestir nýir styrkir til háskóla

ALLS veittu þrír helstu samkeppnissjóðir vísinda- og tæknisamfélagsins 445 milljónir í nýja styrki á árinu til 131 verkefnis. Meira
14. október 2004 | Minn staður | 577 orð | 2 myndir | ókeypis

Förukonan í urðinni

Seyðisfjörður | "Ég teikna sjálfa mig í landslag," segir Christine Muehlberger og nefnir sig göngulistamann. Hún hefur dvalið á Íslandi yfir sumartímann undanfarin tvö ár, m.a. á Seyðisfirði og er nú með sýninguna Steinadans í Skaftfelli. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 155 orð | 3 myndir | ókeypis

Haustverkin unnin af dugnaði

NÚ þegar haustið gengur í garð fer fjöldi landsmanna að sinna hinum árlegu haustverkum. Meðal þess sem tilheyrir haustinu er að svíða kindahausa og hengja upp þorskhausa til þurrkunar. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 36 orð | ókeypis

Hefðbundin þingstörf

ÞINGSTÖRF eru núna komin í hefðbundið horf. Annir eru hjá fjárlaganefnd við að yfirfara fjárlagafrumvarpið. Á myndinni eru þingmenn Sjálfstæðisflokks, Ásta Möller og Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Heimdallur fundar um húsnæðiskerfið

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, heldur málfund í dag, fimmtudag kl. 12-13, í Iðnó, um breytingar á húsnæðiskerfinu. Meira
14. október 2004 | Minn staður | 89 orð | ókeypis

Heimspekitorg | Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti...

Heimspekitorg | Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti Kennaradeildar Háskólans á Akureyri flytur fyrirlestur á heimspekitorgi í dag, fimmtudaginn 14. október kl. 16.30 í stofu 14 í húsakynnum Háskólans við Þingvallastræti. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd | ókeypis

Hjólað í pollum á Suðureyri

GUTTARNIR á Suðureyri í Súgandafirði Þorsteinn Davíð, Andri Már og Remek leika sér við að hjóla á fullri ferð í stórum polli sem myndast hefur á eyrinni í miklum rigningum síðustu daga. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd | ókeypis

Hjólað í rokinu

Haustið er fyrir mörgum uppáhaldsárstíðin sökum þess hve haustlitir trjánna eru fallegir á að líta. Hins vegar haldast hin litskrúðugu lauf mislengi á trjánum og fer þá allt eftir því hvenær fyrstu haustlægðirnar ganga yfir landið. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 352 orð | ókeypis

Hóta að loka Sorpstöð Suðurlands

SVEITARSTJÓRN Ölfuss mun láta loka Sorpstöð Suðurlands 25. október nk. ef ekki næst viðunandi samkomulag milli sveitarstjórnarinnar og Sorpstöðvarinnar þar sem stöðin skuldbindi sig til að hætta tafarlaust að urða í ólöglegri hæð. Meira
14. október 2004 | Erlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd | ókeypis

Hugsanlegt að sagan endurtaki sig

LJÓST þykir að mjög mikil þátttaka verður í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram 2. nóvember. Sem dæmi má nefna að mikil örtröð var í bænum Rockville í Maryland-ríki í gær þegar frestur til að skrá sig á kjörskrá rann út. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvetja til sameiningar | Heimir, félag...

Hvetja til sameiningar | Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er tillögum sameiningarnefndar félagsmálaráðuneytisins um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í eitt. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 294 orð | ókeypis

Hvetur til samninga við blaðbera

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra beindi þeim tilmælum til aðila vinnumarkaðarins á Alþingi í gær að þeir sæju til þess að kjarasamningar yrðu gerðir um störf blaðbera. "Þeim væri sómi að því. Meira
14. október 2004 | Minn staður | 97 orð | 1 mynd | ókeypis

Hyrna byggir nýjan leikskóla

FJÓRAR tillögur bárust í alútboði vegna byggingar leikskóla við Helgamagrastræti á Akureyri. Dómnefnd sem fór yfir tillögurnar lagði til að gengið yrði til samninga við Hyrnu ehf. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Hætta rækjuveiðum

RÆKJUVINNSLAN Íshaf hf. á Húsavík hefur lagt öllum þremur rækjuskipum sínum tímabundið. Vinnslu verður engu að síður haldið áfram og mun hún byggjast á innfluttu hráefni. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 231 orð | ókeypis

Íslendingar byrja yngstir og stunda kynlífið oftast

ÞÓTT Íslendingar hafi dregið úr kynlífsiðkun sinni um 12,5% frá í fyrra eru þeir engu að síður iðnastir við kolann á Norðurlöndunum samkvæmt kynlífskönnun smokkafyrirtækisins Durex. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 485 orð | ókeypis

Ítarleg gögn lögð fram

ÍRAKSMÁLIÐ og æfingar rússnesku herskipanna norðaustur af landinu voru til umræðu á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Íraksmálið var tekið fyrir að beiðni Steingríms J. Meira
14. október 2004 | Minn staður | 255 orð | 1 mynd | ókeypis

Járnsteypan víkur fyrir fjölbýli

Vesturbær | Verið er að rífa hús Járnsteypunnar við Ánanaust til að rýma fyrir íbúðarhúsnæði sem sérstaklega verður hannað fyrir fólk á efri árum, þar sem hægt verður að bjóða upp á hjúkrunarþjónustu. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd | ókeypis

Kaupfélag Vopnfirðinga gjaldþrota

Vopnafjörður | Stjórn Kaupfélags Vopnfirðinga hefur óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd | ókeypis

Kaupmáttur jókst um 0,7%

LAUN hækkuðu að meðaltali um 4% milli 2. ársfjórðungs í ár og í fyrra samkvæmt nýjum upplýsingum kjararannsóknarnefndar. Vístala neysluverðs hækkaði á sama tímabili um 3,3% og jókst því kaupmáttur launa á tímabilinu að meðaltali um 0,7%. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Keyptu áfengi fyrir ungmenni

LÖGREGLAN á Ísafirði sektaði nýlega tvo menn fyrir að kaupa áfengi fyrir ungmenni sem ekki höfðu aldur til áfengiskaupa. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 260 orð | ókeypis

Kjarni úr þúsundum greina á einum stað

GAGNABANKI Upplýsingaþjónustu Háskóla Íslands á sviði hagræðingar í menntamálum virðist einn sá stærsti sinnar tegundar í heiminum ef marka má niðurstöður Google- leitarforritsins. Samkvæmt úttekt Jóns Erlendssonar, forstöðumanns Upplýsingaþjónustu H.Í. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd | ókeypis

Landað úr Sólbak á Akureyri án truflunar

ALLT var með kyrrum kjörum á löndunarbryggju Brims á Akureyri í gærmorgun þegar ísfisktogarinn Sólbakur EA kom inn til löndunar. Það voru aðeins starfsmenn Brims sem tóku á móti skipinu sem var með um 70 tonna afla og var uppistaðan þorskur. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd | ókeypis

Launahlutfall á sjó hærra á Íslandi

BJÖRGÓLFUR Jóhannsson, formaður LÍÚ, segir í tilefni yfirlýsingar áhafna nokkurra skipa í uppsjávarveiðiflotanum að munurinn á heildarlaunakostnaði útgerða íslenskra og erlendra uppsjávarveiðiskipa, sjáist best með því að bera saman það hlutfall af... Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 76 orð | ókeypis

Lán verði jafnhá brunabótamati

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjárhæð lána Íbúðalánasjóðs geti numið brunabótamati íbúðar, en samkvæmt núverandi reglugerð getur fjárhæðin einungis numið 85% af brunabótamati. Reglugerð þessa efnis verður gefin út á næstu dögum. Meira
14. október 2004 | Erlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd | ókeypis

Lík kvenna og barna fundin í fjöldagröf

RÉTTARMEINAFRÆÐINGAR sem unnið hafa að rannsóknum í Írak hafa fundið a.m.k. 120 lík í fjöldagröf í norðurhluta landsins en talið er að hún hafi einkum að geyma lík kvenna og barna. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

LN styður samninganefndina

LAUNANEFND sveitarfélaganna (LN) kom saman til fundar í gær til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðum við grunnskólakennara. Á fundinum var samþykkt stuðningsyfirlýsing við störf samninganefndarinnar. Meira
14. október 2004 | Erlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd | ókeypis

Málanám eflir heilann

BRESKIR vísindamenn telja að tungumálanám "efli" heilann, að því er fram kemur á fréttavef BBC . Vísindamenn við University College í London rannsökuðu heila 105 manna og 80 þeirra voru tvítyngdir. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 457 orð | 1 mynd | ókeypis

Miðbærinn ofarlega í huga íbúa

MÁLEFNI miðbæjarins, úrbætur á göngustígum, ný sundhöll og biðlistar eftir tónlistarnámi var meðal þess sem Hafnfirðingar ræddu á íbúaþingi sl. laugardag, en helstu niðurstöður þingsins voru kynntar fyrir bæjarbúum á fundi í Hafnarborg í gærkvöldi. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 607 orð | 1 mynd | ókeypis

Níu dómar varða Ísland

Ísland fullgilti Mannréttindasáttmála Evrópu 1953 og veitti honum lagagildi 1994. Var það gert að tillögu nefndar sem var skipuð í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar árið 1992. Var henni m.a. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

Ný skattsvikaskýrsla væntanleg

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra kvaðst á Alþingi í gær hafa það fyrir satt að niðurstöðu starfshóps, sem falið var að gera úttekt á umfangi skattsvika, skattsniðgöngu og dulinni efnahagsstarfsemi, væri að vænta um næstu mánaðamót. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 195 orð | ókeypis

Nöfn systkina féllu niður Í formála...

Nöfn systkina féllu niður Í formála minningargreina um Örn Friðfinnsson á blaðsíðu 26 í Morgunblaðinu í gær, 13. október, féll niður upptalning á systkinum hins látna. Þau eru: Guðmundur Bjarni, f. 14. Meira
14. október 2004 | Erlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd | ókeypis

Offituvandamál í Kína

UM 200 milljónir Kínverja eru of feitar. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá kínverska heilbrigðisráðuneytinu en þar segir ennfremur, að meira en 160.000 millj. manna séu með of háan blóðþrýsting og 20 millj. séu með sykursýki. Meira
14. október 2004 | Minn staður | 118 orð | ókeypis

Ódýrt fyrir vistvæna | Ökutæki knúin...

Ódýrt fyrir vistvæna | Ökutæki knúin vistvænni orku gætu fengið verulegan afslátt af bílastæðagjöldum í Reykjavík ef tillögur fulltrúa R-lista í samgöngunefnd borgarinnar ná fram að ganga. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd | ókeypis

Óliver heillar

ÞAÐ var mikil örtröð í gamla Samkomuhúsinu á Akureyri síðdegis í gær en þá hófst skráning í áheyrendaprufur fyrir söngleikinn Óliver sem Leikfélag Akureyrar sýnir um jólin í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Meira
14. október 2004 | Erlendar fréttir | 159 orð | ókeypis

Óttast að enda sem "S-Afríka"

HÆTT er við, að staða Ísraels á alþjóðavettvangi muni versna á komandi árum og ekki ólíklegt, að farið verði að líta það sömu augum og Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Meira
14. október 2004 | Minn staður | 626 orð | 1 mynd | ókeypis

"Fann" fjölda óskráðra listaverka bæjarins

Reykjanesbær | "Það er áberandi hvað hugsunarhátturinn varðandi listir og menningu hefur breyst hér á þessum árum, sérstaklega eftir að Ljósanótt kom til. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 210 orð | ókeypis

"Slíkum fuglum er skylt að útrýma"

EKKI voru allir alþingismenn á því að friða ætti erni árið 1914 eins og umræður á Alþingi bera glöggt vitni. * "Þau eru misjöfn að gæðum (fuglafriðunarfrumvörpin), en þetta er af verri endanum, og er sumt í því allnýstárlegt, t.d. að friða örninn. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 571 orð | 4 myndir | ókeypis

"Öll þjónusta fyrir alzheimersjúklinga miðast við aldraða"

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að koma á vinnuhópi til að skoða gaumgæfilega málefni alzheimersjúklinga, sem eru yngri en 67 ára. Skýrði hann frá þessu á Alþingi í gær eftir að Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafði spurt hann að því hvort hann hygðist beita sér fyrir því að alzheimersjúklingar, yngri en 67, fengju aðgang að hjúkrunarheimilum. Meira
14. október 2004 | Erlendar fréttir | 197 orð | ókeypis

Sagði "kynvillinga" ráða Evrópu

ÍTALSKUR ráðherra vakti í gær hneykslan og uppnám á Ítalíu er hann sagði, að "kynvillingar" réðu öllu í Evrópu. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð | ókeypis

Sameiningarkæra | Í gær fór fram...

Sameiningarkæra | Í gær fór fram málflutningur hjá Héraðsdómi Austurlands vegna frávísunar á kæru vegna sameiningar Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps. Meira
14. október 2004 | Minn staður | 29 orð | ókeypis

Samhygð | Séra Birgir Snæbjörnsson verður...

Samhygð | Séra Birgir Snæbjörnsson verður gestur á fundi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í kvöld, fimmtudagskvöldið 14. október. Fundurinn er í safnaðarsal Akureyrarkirkju og hefst kl.... Meira
14. október 2004 | Minn staður | 94 orð | ókeypis

Samið við Flensborg | Samningur um...

Samið við Flensborg | Samningur um nýtt húsnæði við Flensborgarskólann, og verulegar umbætur á núverandi húsnæði, var undirritaður á þriðjudag. Segja má að viðbæturnar séu seinni áfangi byggingarinar, sem reist var á 8. áratugnum. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd | ókeypis

Segjast ætla að vera hér fram á sunnudag

VARÐSKIP lónar í kringum rússneska herskipaflotann sem hefur haldið sig á Þistilfjarðargrunni undanfarnar tvær vikur og flugvél Landhelgisgæslunnar og Flugmálastjórnar hafa flogið þar yfir. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd | ókeypis

Selgrúturinn olli örnum tjóni

Helsta ástæðan fyrir stöðnun í arnarstofnunum á árunum 1987-1997 er að öllum líkindum sú að á þessum árum var mikið skotið af sel og hræ þeirra lágu á víð og dreif um fjörur þar sem ernir sækja sér æti. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 603 orð | 1 mynd | ókeypis

Sendiráðin og ráðuneytið kosta 2,5 milljarða

Samkvæmt fjárlögum ársins 2005 fær utanríkisráðuneytið um 6,7 milljarða til ráðstöfunar á næsta ári. Af þeim fjármunum munu um 1,7 milljarðar falla til vegna reksturs og stofnkostnaðar við sendiráð Íslands. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð | ókeypis

Síminn ræður nú 50,4% í Skjá einum

SÍMINN hefur aukið hlut sinn í Skjá einum verulega, auk þess að tryggja sér samstarf við aðra hluthafa, að því er heimildir Morgunblaðsins herma. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjö af hverjum tíu koma til Íslands á eigin vegum

SJÖ af hverjum tíu erlendum ferðamönnum á Íslandi í sumar komu á eigin vegum, samkvæmt könnun Rannsókna og ráðgjafar ehf. sem gerð var við brottför í Leifsstöð og á Seyðisfirði. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd | ókeypis

Sprengjuleit á Reykjanesi

Landhelgisgæslan stóð nýlega fyrir sprengjuleit á svæðinu norðvestur af Stapafelli á Reykjanesi. Tóku 25 starfsmenn vopnadeildar varnarliðsins þátt í verkefninu. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Stakk af frá umferðaróhappi

ÖLVAÐUR ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á Garðskagavegi seint á þriðjudagskvöld. Þegar bílarnir mættust á veginum skullu hliðar þeirra saman þannig að hliðarspeglar brotnuðu og hliðarrúða annars bílsins jafnframt. Engin slys urðu þó á fólki. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 315 orð | ókeypis

Stuðningur Íslands stærstu mistökin í utanríkismálum

ÞJÓÐARHREYFINGIN hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er því "gerræði formanna ríkisstjórnarflokkanna", eins og komist er að orði að taka sér þau völd í hendur að gjörbreyta stefnu Íslands í öryggis- og utanríkismálum með yfirlýstum... Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð | 2 myndir | ókeypis

Uppskerunni komið í hús

Flóinn | Víða er nú unnið við uppskerustörf og að koma afrakstrinum í geymslur. Ábúendur og aðstoðarfólk á bænum Arabæ í Gaulverjabæjarhreppi í Flóanum hefur verið að taka upp gulrófur og ganga frá þeim í geymslur. Þau láta vel af uppskerunni. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 217 orð | ókeypis

Vilja byrja strax á nyrðri endanum

HEFJA ætti framkvæmdir þegar í stað við nyrðri enda Sundabrautar á Kjalarnesi, að mati íbúasamtaka Kjalarness. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem lesin var upp fyrir Þórólf Árnason borgarstjóra á hverfafundi á Kjalarnesi á mánudag. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 390 orð | 1 mynd | ókeypis

Von um meiri skatttekjur

LÍKUR eru á að nefnd sem vinnur að heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga leggi til að fasteignaskattar verði greiddir af stíflumannvirkjum en slíkir skattar hafa ekki verið greiddir fram að þessu. Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd | ókeypis

ÞINGFUNDUR hefst kl.

ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Meðal mála eru almenn þingmál. Kl. 13.30 fer fram umræða utan dagskrár um stöðu geðfatlaðra. Ásta R. Jóhannesdóttir, Samfylkingu, er málshefjandi. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er til... Meira
14. október 2004 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd | ókeypis

Öld síðan örn verpti á Norðurlandi

ÖRNUM hefur fjölgað jafnt og þétt á síðasta áratug og í vor verptu rúmlega 60 pör hér á landi. Þetta er mikil framför frá síðustu öld þegar arnarpörin urðu fæst 21. Meira

Ritstjórnargreinar

14. október 2004 | Leiðarar | 304 orð | 1 mynd | ókeypis

Bandarískur tvískinnungur

Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku að koma á fót stofnun til að fylgjast með árásum og áróðri gegn gyðingum um allan heim. Jafnframt á hún að flokka ríki eftir því hvernig þar er komið fram við gyðinga. Meira
14. október 2004 | Leiðarar | 386 orð | ókeypis

Fækkun ráðuneyta og ráðherra

Tvær tillögur liggja nú fyrir Alþingi, sem varða ráðherra og þingmenn. Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokks, hefur lagt fram lagafrumvarp þess efnis, að gegni þingmaður ráðherrastarfi taki varamaður hans sæti á Alþingi á meðan. Meira
14. október 2004 | Leiðarar | 251 orð | ókeypis

Knús fyrir Þorgerði

Það er ekkert ákaflega algengt að stjórnarandstöðuþingmenn knúsi ráðherra ríkisstjórnarinnar í þingsölum. Meira
14. október 2004 | Leiðarar | 186 orð | ókeypis

Skákin í sókn

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því seinni árin hversu mikil skákvakning hefur orðið á nýjan leik í landinu. Þar á taflfélagið Hrókurinn mikinn hlut að máli en hann hefur unnið mikið grasrótarstarf undir forystu Hrafns Jökulssonar. Meira

Menning

14. október 2004 | Menningarlíf | 120 orð | 1 mynd | ókeypis

Á fimmtugsaldri

HUGH Laurie er í aðalhlutverki í breska gamanmyndaflokknum Á fimmtugsaldri (Fortysomething) sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld. Laurie er m.a. kunnur úr gamanþáttunum um Jeeves og Wooster , Black Adder og A Bit of Fry and Laurie . Meira
14. október 2004 | Tónlist | 387 orð | 2 myndir | ókeypis

Eilíf ganga, eilíft nám og eilíf skemmtun

EINN af athyglisverðari einleikurum heimsins í dag, Freddy Kempf, leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í kvöld, í einum mesta píanókonsert Beethovens, þeim númer fimm, sem stundum er kallaður Keisarakonsertinn. Meira
14. október 2004 | Tónlist | 391 orð | ókeypis

Fjölskrúðugur Hellir

Síðdegistónleikar útvarpsþáttarins Karate (X-ið, 97.7). Fram komu The Foghorns, Jan Mayen, Þórir, Retron og Isidor. Hellirinn er nýr tónleikastaður við Hólmaslóð 2, Granda og er rekinn af Tónlistarþróunarmiðstöðinni. Laugardagurinn 9. október 2004. Meira
14. október 2004 | Tónlist | 290 orð | ókeypis

Fljótandi gítarasöngur

Gítardúó eftir Sor, Dumond, Bogdanovic, Burkhart, Castalnuevo-Tedesco og de Falla. Duo Astor: Gaëlle Chiche og Francisco Bernier. Laugardaginn 8. október kl. 20. Meira
14. október 2004 | Menningarlíf | 154 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Miðasala á tónleika The Shadows í Kaplakrika 4. maí nk. hefur farið vel af stað. Eru nú u.þ.b. 500 miðar eftir og er gert ráð fyrir að uppselt verðu öðru hvoru megin við helgi. Hægt verður að kaupa miða hjá Concert ehf. - www.concert.is . Meira
14. október 2004 | Tónlist | 304 orð | ókeypis

Frá gamla og nýja heiminum

Sönglög, aríur og dúettar eftir Mozart, Verdi, Britten, Brahms, Wolf, Schubert, Schumann og Humperdinck. Negrasálmar í úts. Burleighs. Valgerður Guðnadóttir sópran, Inga Stefánsdóttir messósópran, Hrólfur Sæmundsson barýton og Steinunn B. Ragnarsdóttir píanó. Sunnudaginn 10. október kl. 16. Meira
14. október 2004 | Leiklist | 623 orð | ókeypis

Fuglasöngur, elliglöp, klósettpappír og geggjun

Sex einþáttungar Höfundar og leikstjórar: Hugleikarar Frumsýning í Kaffileikhúsinu 2. október 2004. Meira
14. október 2004 | Menningarlíf | 206 orð | 1 mynd | ókeypis

Heiðraður af franska menningarmálaráðuneytinu

SVEINN Einarsson var nýverið heiðraður af menningarmálaráðherra Frakklands, Renaud Donnedieu de Vabres, en Sveinn var verkefnisstjóri hinnar viðamiklu íslensku menningarkynningar sem hófst í París þann 27. september og lauk síðastliðinn sunnudag. Meira
14. október 2004 | Tónlist | 319 orð | 2 myndir | ókeypis

Í gegnum súrt og sætt

Rapparinn Nelly sendi frá sér tvær plötur á sama degi í september, Suit er í rólegri dúr en Sweat er til að dilla sér yfir. Meira
14. október 2004 | Tónlist | 449 orð | 2 myndir | ókeypis

Plötusnúðalist

Kanadamaðurinn Kid Koala er talinn vera einn merkasti plötusnúðalistamaðurinn í dag, vinnur innan stefnu sem kallast "turntablism" á ensku og á rætur í hipphoppi. Meira
14. október 2004 | Menningarlíf | 102 orð | 1 mynd | ókeypis

Prince varpar sprengju

VOTTURINN Prince hefur gengið rækilega fram af mönnum með því að láta söguhetjuna í nýjasta myndbandi sínu fremja sjálfsmorð með sprengju. Meira
14. október 2004 | Tónlist | 265 orð | ókeypis

"Hljómsveit flestra landsmanna"

Hvanndalsbræður eru þeir Rögnvaldur Gáfaði Hvanndal (gítar, söngur), Sumarliði Hvanndal (bassi, söngur) og Valur Hvanndal (trommur, söngur). Þeir semja öll lög og texta. Upptökustjórn og hljóðblöndun var í höndum Kristjáns Edelstein. Blind kind gefur út. Meira
14. október 2004 | Kvikmyndir | 421 orð | ókeypis

Sárt er að þjást og missa

Leikstjóri: Paprika Steen. Aðalleikendur: Sofie Gråbøl, Michael Birkkjær, Sten Pilmark, Laura Christensen, Lena Endre, Karen-Lise Mynster. 100 mínútur. Danmörk. 2004. Meira
14. október 2004 | Tónlist | 309 orð | ókeypis

Skozkir slaghörputangóar

Verk eftir Peace, Piazzolla og Albéniz. James Peace píanó. Laugardaginn 9. október kl. 20. Meira
14. október 2004 | Menningarlíf | 385 orð | 1 mynd | ókeypis

Svínin þagna

GRÍNÞÁTTURINN Svínasúpan kláraðist á föstudaginn síðasta og það vonandi bara í bili. Þetta hafa verið umdeildir þættir og sannarlega ekki allra enda var þeim aldrei ætlað að vera allra. Meira
14. október 2004 | Kvikmyndir | 240 orð | 1 mynd | ókeypis

Tennisástir á toppnum

RÓMANTÍSKA gamanmyndin Wimbledon er vinsælasta myndin í bíóhúsum landsins um þessar mundir. Myndin, sem skartar Paul Bettany og Kirsten Dunst í aðalhlutverkum ástfanginna tennisstjarna, var frumsýnd á föstudaginn og var sú mest sótta yfir helgina. Meira
14. október 2004 | Tónlist | 696 orð | 1 mynd | ókeypis

Textarnir stór hluti tónlistarinnar

Hljómsveitin Quarashi sendir frá sér plötuna Guerilla Disco í dag. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Tiny, nýjasta meðlim sveitarinnar, af því tilefni. Meira
14. október 2004 | Tónlist | 329 orð | ókeypis

TÓNLIST - Hafnarborg

Tríó Reykjavíkur (Peter Máté píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari). Gestir: Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari. Sunnudagurinn 3. október 2004 kl. 20. Meira
14. október 2004 | Tónlist | 294 orð | ókeypis

TÓNLIST - Listasafn Sigurjóns Ólafssonar

Marta G. Halldórsdóttir og Örn Magnússon fluttu lög eftir Mozart, Haydn, Mendelssohn, Gunnar Reyni Sveinsson og Gunnstein Ólafsson. Sunnudagur 10. október. Meira
14. október 2004 | Tónlist | 315 orð | ókeypis

TÓNLIST - Salurinn í Kópavogi

Gerardo Nuñez, Pablo Marín, Rafael de Utrera og Cepillo fluttu bræðing flamnecotónlistar og djass; Carmen Cortés dansaði. Fimmtudagur 7. október. Meira
14. október 2004 | Menningarlíf | 161 orð | 1 mynd | ókeypis

Viðurkenning fyrir vatnslitamyndir í Litháen

Björg Þorsteinsdóttir hlaut nýverið viðurkenningu fyrir vatnslitamyndir sínar á alþjóðlegri vatnslitamyndasýningu sem nú stendur yfir í Samogitianlistasafninu í Plunge í Litháen. Meira
14. október 2004 | Menningarlíf | 522 orð | 1 mynd | ókeypis

Þjóðleg og fróðleg skal tónlistin vera

Þjóðlegt - gæti verið einkunnarorð haustsins hvað tónlistarútgáfu áhrærir. Nýútkomið rímnasafn Iðunnar hjá Smekkleysu hefur vakið verðskuldaða athygli. Meira

Umræðan

14. október 2004 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd | ókeypis

Á tímum alheimsblekkingar

Símon Hjaltason fjallar um utanríkisstefnuna: "Innrásin í Írak var rugl, og Halldór Ásgrímsson hefur verið að reyna að rugla sér leið út úr vandræðunum í rúmt ár." Meira
14. október 2004 | Aðsent efni | 379 orð | 3 myndir | ókeypis

Gjaldskrá leikskóla

Bergur Felixson fjallar um gjaldskrá leikskólanna: "Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrir rúmum 10 árum að allir foreldrar gætu sótt um heilsdags leikskólavist." Meira
14. október 2004 | Aðsent efni | 837 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvað viljum við í skólamálum?

Margrét Pálsdóttir fjallar um kennaraverkfallið: "Á undanförnum árum hefur réttindakennurum fjölgað þrátt fyrir að það sé algjörlega óarðbært nám." Meira
14. október 2004 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd | ókeypis

MS-félagið er öflugt - allan ársins hring

Steinunn Þóra Árnadóttir fjallar um MS-félagið: "Kynningar- og fræðslustarfsemi er mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins." Meira
14. október 2004 | Bréf til blaðsins | 220 orð | ókeypis

Nýtt leiðakerfi - skert þjónusta

Frá Þuríði Guðmundsdóttur:: "GETUR verið að hið nýja leiðakerfi strætisvagna bjóði í mörgum tilfellum upp á skerta þjónustu? Er það samgöngubót að fólk, t.d. börn, aldraðir og hreyfihamlaðir þurfi að ganga enn lengra í snjó, hálku og hvassviðri til að taka strætisvagn?" Meira
14. október 2004 | Aðsent efni | 537 orð | ókeypis

Opið bréf til fórnarlamba kynferðislegrar misnotkunar

Kæru fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar og aðstandendur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tjái mig opinberlega. Meira
14. október 2004 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd | ókeypis

Opið bréf til grunnskólakennara

Ólafur Mixa fjallar um kennaraverkfallið: "Þið hafið semsé aðlagað ykkur kjararýrðinni svo síðustu áratugi, að segja má að þið séuð orðin sérfræðingar í að vinna vandasamt starf af hugsjón." Meira
14. október 2004 | Bréf til blaðsins | 270 orð | ókeypis

Opið bréf til samninganefndar sveitarfélaga

Frá Ernu Valsdóttur, formanni Foreldrafélags Háteigsskóla:: "Á AÐALFUNDI foreldrafélags Háteigsskóla í Reykjavík, sem haldinn var 23. september sl. lýstu foreldrar barna við skólann yfir áhyggjum sínum vegna verkfalls grunnskólakennara sem staðið hafði þá í 4 daga." Meira
14. október 2004 | Aðsent efni | 774 orð | 1 mynd | ókeypis

Samkynhneigð og trú okkar

Toshiki Toma fjallar um skýrslu um réttarstöðu samkynhneigðra: "Ég er þjóðkirkjuprestur og þeirrar skoðunar að samkynhneigðir eigi að fá að ganga í kirkjulegt hjónaband rétt eins og gagnkynhneigðir." Meira
14. október 2004 | Aðsent efni | 539 orð | 1 mynd | ókeypis

Staðall um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Hjörtur Hjartarson skrifar í tilefni af Alþjóðlega staðladeginum: "Væntanlegur staðall snertir gamalkunnug málefni sem enginn getur með réttu horft framhjá." Meira
14. október 2004 | Aðsent efni | 541 orð | 1 mynd | ókeypis

Stjórnmál skipta máli - Þú skiptir máli

Bolli Thoroddsen skrifar um stjórnmálaskóla Heimdallar: "Þannig styrkjum við grundvöll lýðræðisins, sem er orðið tómt án virkrar þátttöku fólks." Meira
14. október 2004 | Aðsent efni | 763 orð | 1 mynd | ókeypis

Um hvað snýst Sólbaksdeilan?

Guðmundur Kristjánsson skrifar um Sólbaksdeiluna: "Almennt virðist sem hvorki launþegar né atvinnurekendur hafi áttað sig á því að hér á landi er félagafrelsi." Meira
14. október 2004 | Bréf til blaðsins | 444 orð | ókeypis

Vegna verkfalls

Frá Blómabarnaráði Valhúsaskóla:: "Okkur, unglingum á Seltjarnarnesi, finnst ósanngjarnt hve sveitarfélögin eru stíf í samningaviðræðum við kennarana." Meira
14. október 2004 | Bréf til blaðsins | 243 orð | 1 mynd | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Ósáttir við Sigmund VÉR undirritaðir viljum harðlega mótmæla birtingu skrípamyndar Sigmunds mánudaginn 11. okt. 2004. Meira

Minningargreinar

14. október 2004 | Minningargreinar | 399 orð | 1 mynd | ókeypis

ANNA PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR

Anna Pálína Jónsdóttir fæddist í Klakksvík í Færeyjum 14. október 1929. Hún lést á Selfossi 15. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ 24. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2004 | Minningargreinar | 485 orð | 1 mynd | ókeypis

DÓRA GUÐBJARTSDÓTTIR

Dóra Guðrún Magdalena Ásta Guðbjartsdóttir fæddist að Laugavegi 30b í Reykjavík 4. ágúst 1915. Hún lést föstudaginn 3. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 14. september. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2004 | Minningargreinar | 1371 orð | 1 mynd | ókeypis

HELGI GUÐBJÖRNSSON

Helgi Guðbjörnsson fæddist 14. júlí 1953. Hann lést á heimili sínu 4. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðbjörn Einarsson bóndi og hreppstjóri á Kárastöðum í Þingvallasveit, f. 2.11. 1918, d. 17.1. Meira  Kaupa minningabók
14. október 2004 | Minningargreinar | 318 orð | 1 mynd | ókeypis

SVEINN KJARTANSSON

Sveinn Kjartansson fæddist í Reykjavík 12. desember 1957. Hann lést 25. september 2000 og var minningarathöfn um hann í Grafarvogskirkju 6. október 2004. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

14. október 2004 | Daglegt líf | 291 orð | 2 myndir | ókeypis

Bangsímon gæti til dæmis auglýst ávexti og lýsi

Það virðist vera regla að matur sem á að höfða til barna, sé sætur, feitur og saltur og hafi lítið næringargildi. Meira
14. október 2004 | Daglegt líf | 448 orð | 3 myndir | ókeypis

Bassatromman líkist helst fallbyssu

Jón Geir Jóhannsson trommuleikari hefur alla tíð hrifist af handverki hvers konar. Nú smíðar hann trommur úr óvenjulegu efni, þó aðallega sneriltrommur úr álfelgum. "Það er aðallega eðlislægt fikt sem kom mér út í þessa smíði," sagði Jón Geir. Meira
14. október 2004 | Daglegt líf | 528 orð | 1 mynd | ókeypis

Fiskur og lambakjöt meðal þess sem er á tilboði

BÓNUS Gildir 14.-17. okt. verð nú verð áður mælie. verð Danskar kjúklingabringur 1.259 1.399 1.259 kr. kg Bónus hamborgarhryggur 699 999 699 kr. kg Gæðagrís, reyktur svínabógur 399 598 399 kr. kg Emmess skafís 99 199 99 kr. Meira
14. október 2004 | Daglegt líf | 70 orð | 2 myndir | ókeypis

Fitublettir og málningarlykt

*Fyrir kemur að fitublettir, sem nást ekki í þvotti, setjast í skyrtur og blússur. Þá má reyna að nudda blettinn með kartöflumjöli og láta það liggja í um hálftíma og bursta svo í burt. Meira
14. október 2004 | Daglegt líf | 613 orð | 2 myndir | ókeypis

Frumleg eldamennska og framandi réttir

"Við tökum svona syrpur og prufum þá kannski indverskan mat, líbanskan, eða hvað annað sem hugurinn girnist." Meira
14. október 2004 | Daglegt líf | 692 orð | 2 myndir | ókeypis

Kennir nemendum að móta eigin viðhorf

Málið er að læra hægar og nálgast hlutina á tilvistarlegan hátt, læra að hugsa saman og glíma við gildi en ekki aðeins að finna svarið," segir Finn Thorbjørn Hansen, dósent í heimspeki menntunar við Kennaraháskóla Danmerkur. Meira

Fastir þættir

14. október 2004 | Dagbók | 52 orð | 1 mynd | ókeypis

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, 14. október, er sjötugur Sigurður Grétar Guðmundsson pípulagningameistari, til heimilis að Lýsubergi 6 í Þorlákshöfn . Meira
14. október 2004 | Dagbók | 31 orð | 1 mynd | ókeypis

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

85 ÁRA afmæli. Í dag, 14. október, er 85 ára Margrét Sigurðardóttir, Hjallaseli 21, Reykjavík . Hún tekur á móti gestum í sal Slysavarnadeildar kvenna, Sóltúni 20, laugardaginn 16. október kl.... Meira
14. október 2004 | Fastir þættir | 164 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Margir möguleikar. Meira
14. október 2004 | Fastir þættir | 250 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 7. október hófst þriggja kvölda tvímenningur sem nefnist Suðurgarðsmótið. Í mótinu taka 12 pör þátt, og efstu pör fyrsta kvöldið urðu: Vilhjálmur Pálss. - Þórður Sigurðss. +40 Anton Hartmss. - Pétur Hartm.s. Meira
14. október 2004 | Dagbók | 462 orð | 1 mynd | ókeypis

Framhaldsskólar taka nú þátt

Atli Harðarson er fæddur í Biskupstungum árið 1960. Hann lauk6 BA prófi í heimspeki og bókmenntum frá HÍ 1982. Þá lauk Atli M.A. prófi í heimspeki frá Browne University í Bandaríkjunum árið 1984. Atli hóf störf við Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 1986 og gegnir nú starfi aðstoðarskólameistara. Hann er kvæntur Hörpu Hreinsdóttur kennara og eiga þau tvo syni. Meira
14. október 2004 | Dagbók | 54 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðmundur Karl opnar sýningu í Þýskalandi

MYNDLISTARMAÐURINN Guðmundur Karl Ásbjörnsson opnar á morgun sýningu á vatnslitamyndum í boði Galerie "im Atelier" í Kirchhofen í Suður-Þýskalandi. Meira
14. október 2004 | Dagbók | 26 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlutavelta | Þær Guðrún Katrín Kjartansdóttir,...

Hlutavelta | Þær Guðrún Katrín Kjartansdóttir, Grenimel 44, og Ólöf Ása Guðjónsdóttir, Dunhaga 11, komu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins með peningagjöf sem þær höfðu... Meira
14. október 2004 | Dagbók | 60 orð | ókeypis

Orð dagsins: Þar sem vér því...

Orð dagsins: Þar sem vér því fáum ríki, sem ekki getur bifast, skulum vér þakka það og þjóna Guði, svo sem honum þóknast, með lotningu og ótta. (Hebr. 12, 28.) Meira
14. október 2004 | Dagbók | 103 orð | 1 mynd | ókeypis

Pítsusneið í hálfleik

Laugardalsvöllur | Þessi litli gutti var mættur á völlinn ásamt föður sínum til að styðja landslið Íslendinga í viðureign þess og landsliðs Svíþjóðar á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Meira
14. október 2004 | Viðhorf | 854 orð | ókeypis

Ráðuneyti forngripa

Einnig er bent á að ráðuneytið fylgist vel með t.d. stangveiði, mati á áburði, fræjum, kjöti og ull. Og loks það sem við vitum að er aðalhlutverkið; á könnu landbúnaðarráðuneytisins er "verðmyndun og innflutningur". Meira
14. október 2004 | Fastir þættir | 137 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 dxe5 5. Rxe5 c6 6. Bd3 Rd7 7. Rxd7 Bxd7 8. O-O e6 9. c4 Rf6 10. Rc3 Be7 11. Bf4 O-O 12. De2 c5 13. dxc5 Bxc5 14. Had1 Db6 15. Be5 Bc6 Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Cesme í Tyrklandi. Meira
14. október 2004 | Fastir þættir | 303 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Víkverji hefur tekið þá ákvörðun að fá sér innbústryggingu eftir að hafa fylgst með fréttum af fólki sem misst hefur allar eigur sínar í bruna án þess að hafa haft þessa nauðsynlegu tryggingu. Meira

Íþróttir

14. október 2004 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd | ókeypis

Borgvardt áfram í herbúðum FH-inga

ALLAN Borgvardt skrifar í dag undir nýjan eins árs samning við Íslandsmeistara FH í knattspyrnu. Þar með er ljóst að FH-ingar njóta áfram krafta Dananna sterku því Tommy Nielsen hefur þegar framlengt samning við Hafnarfjarðarliðið. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 240 orð | ókeypis

Botninum vonandi verið náð

Árni Gautur Arason, markvörður Íslendinga, sagði við Morgunblaðið eftir leikinn að sporin hefðu verið þung af vellinum þegar svissneski dómarinn flautaði til hálfleiks í stöðunni 4:0. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 103 orð | ókeypis

Emil til Everton

EMIL Hallfreðsson, útherjinn skæði í Íslandsmeistaraliði FH og ungmennalandsliðsins, heldur í dag til Everton þar sem hann verður til reynslu í átta daga. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 261 orð | 1 mynd | ókeypis

* HERMANN Hreiðarsson lék sinn 60.

* HERMANN Hreiðarsson lék sinn 60. landsleik gegn Svíum í gær. Hermann hefur skorað 3 mörk. * INDRIÐI Sigurðsson fékk þungt högg á höfuðið á 25. mínútu og þurfti í kjölfarið að fara af leikvelli. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 513 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlusta ekki á að skipta þurfi um þjálfara

"ÉG er sársvekktur með þennan leik og stöðuna í riðlinum. Ég fer í alla leiki til að vinna og eina sárabótin var að mér tókst að skora og bæta þannig aðeins þá vondu stöðu sem við vorum komnir í," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið en Eiður skoraði sitt 13. landsliðsmark. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 31 orð | ókeypis

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Hópbílabikarkeppni karla, 1. umferð, seinni leikir: Grindavík: UMFG - Breiðablik 19.15 Ásvellir: Haukar - Fjölnir 19.15 Hveragerði: Hamar - ÍR 19.15 Keflavík: Keflavík - Ármann 19.15 DHL-höllin: KR - KFÍ 19.15 Njarðvík: UMFN - Þór Þ. 19. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 290 orð | 1 mynd | ókeypis

Keyrðu yfir okkur á tíu mínútum

"VIÐ vorum manni færri í tvær mínútur og þeim tókst að skora á meðan úr skyndisókn og aftur skömmu síðar. Við vorum of fáliðaðir í vörninni í báðum tilfellum og eftir þessi tvö mörk þá var á brattann að sækja. Þeir keyrðu hreinlega yfir okkur á tíu mínútum og það stóð ekki steinn yfir steini hjá okkur," sagði Ólafur Örn Bjarnason, miðvörður íslenska liðsins, við Morgunblaðið eftir leikinn. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 792 orð | 1 mynd | ókeypis

Kjöldregnir

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu var kjöldregið í fyrri hálfleik gegn Svíum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli í gær. Á tuttugu mínútna kafla skoruðu Svíar fjögur mörk þar sem þeir skáru íslensku vörnina í sundur eins og smjör. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 498 orð | ókeypis

KNATTSPYRNA Ísland - Svíþjóð 4:1 Laugardalsvöllur,...

KNATTSPYRNA Ísland - Svíþjóð 4:1 Laugardalsvöllur, undankeppni heimsmeistarakeppninnar 2006 í Þýskalandi, 8 riðill, miðvikudagur 13. október 2004. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd | ókeypis

* KRISTINN Jakobsson, milliríkjadómari í knattspyrnu,...

* KRISTINN Jakobsson, milliríkjadómari í knattspyrnu, dæmdi leik Moldavíu og Skotlands í undankeppni HM í gærkvöldi í Chisinau í Moldavíu. Aðstoðardómarar voru Pjetur Sigurðsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson, varadómari Egill Már Markússon. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 424 orð | ókeypis

"Verðum að líta í eigin barm"

Svona getur farið þegar leikið er á móti heimsklassaliði," sagði Hermann Hreiðarsson, vonsvikinn, eftir tapið fyrir Svíum í gærkvöld. "Við vorum einum færri í tvær mínútur í fyrri hálfleik og þá var okkur refsað um leið. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 284 orð | ókeypis

"Við náðum að sækja hratt"

HENRIK Larsson þurfti ekki mikið rými eða tíma til þess að skora tvívegis í 4:1 sigri sænska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Larsson skoraði fyrsta markið á 24. mínútu með skalla af stuttu færi og bætti við öðru marki á 38. mínútu. Barcelona-framherjinn fór af velli á 51. mínutu en hann fékk prýðisfæri til að bæta við þriðja markinu á 46. mínútu er hann slapp einn í gegnum vörn Íslands. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 214 orð | ókeypis

"Við þurfum að fara í naflaskoðun"

SIGURÐUR Jónsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, og núverandi þjálfari Víkings var ekki ánægður með framgöngu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Sigurður sagði að fara þyrfti í almenna naflaskoðun á leikskipulagi og framgöngu íslenska... Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 98 orð | ókeypis

Róbert með enn einn stórleikinn

RÓBERT Gunnarsson heldur áfram að fara á kostum með Århus GF í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í gær skoraði hann ellefu mörk þegar lið hans vann AaB frá Álaborg, 31:28, á heimavelli. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 323 orð | ókeypis

Sænski þjálfarinn ánægður

LARS Lägerback, þjálfari sænska landsliðsins, var gríðarlega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínum mönnum enda hafði hann aldrei látið sig dreyma um fjögur mörk í fyrri hálfleik gegn varnarsinnuðu íslensku liði. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 725 orð | 1 mynd | ókeypis

Töpuðum alltof stórt

"ÞESSIR haustmánuðir hafa alls ekki verið okkur hagstæðir," sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, vonsvikinn að leikslokum eftir 1:4 tap íslenska landsliðsins fyrir Svíum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Meira
14. október 2004 | Íþróttir | 118 orð | ókeypis

Zlatan í einkaþotu til Tórínó

ZLATAN Ibrahimovich, leikmaður ítalska liðsins Juventus, gaf sér ekki langan tíma með blaðamönnum eftir leikinn og svaraði stuttlega fyrirspurnum. Ibrahimovich kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik á 57. mínútu en náði sér ekki á strik í þeim tíma. Meira

Úr verinu

14. október 2004 | Úr verinu | 566 orð | ókeypis

Af hverju geta þeir ekki samið?

Kjaradeilur sjómanna og útvegsmanna eru eðlilega mikið í umræðunni þessa daga, sérstaklega sá angi hennar sem kenndur er við togarann Sólbak. Líklega væri enn meiri þrýstingur á sjómenn og útvegsmenn að semja ef ekki stæði yfir verkfall... Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 167 orð | 1 mynd | ókeypis

Afli krókabáta nokkuð stöðugur

Afli krókabáta á síðasta fiskveiðiári var rúm 59 þúsund tonn eða um 3 þúsund tonnum meiri en fiskveiðiárið 2002/2003. Þetta kemur fram í nýútkomnu Aflahefti Fiskistofu. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 57 orð | 1 mynd | ókeypis

Börnin á bryggjunni

ÞESSI börn frá Siglufirði, þau Ragnar Óli, Sólrún Anna og Sandra Líf, voru á bryggjunni á Siglufirði ásamt foreldrum sínum til að skoða og fræðast um líf sjómanna og í leiðinni að sjá fiskana sem komu að landi, enda á Siglufjörður sitt lífsviðurværi á... Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 1155 orð | 1 mynd | ókeypis

Eldið eykst um 9,2% á ári

Fiskeldi í heiminum vex stöðugt fiskur um hrygg. Nú kemur nánast öll aukning á fiskmeti í heiminum úr fiskeldi. Valdimar Ingi Gunnarsson og Guðbergur Rúnarsson hafa tekið saman eftirfarandi yfirlit yfir fiskeldi á heimsvísu. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 334 orð | 2 myndir | ókeypis

Enn dregur úr flutningi á kvóta

ALLS voru um 20% af heildaraflahlutdeild þorsks á síðasta fiskveiðiári flutt á milli fiskiskipa en það er varanleg tilfærsla á kvóta. Það er lítils háttar minna hlutfall en á undangengnum fiskveiðiárum. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 217 orð | 1 mynd | ókeypis

Erum að efla heimabyggðina

FISKMARKAÐUR Siglufjarðar hóf starfsemi í þessari viku, en í tengslum við hann er einnig boðið upp á slægingu og ýmsa aðra þá þjónustu sem menn kunna að óska. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 527 orð | 1 mynd | ókeypis

Félögum fækkar enn

Sjávarútvegsfyrirtækjum í Kauphöll Íslands mun halda áfram að fækka, enda höfða lítið arðbær félög með takmarkaða vaxtarmöguleika ekki til hlutabréfamarkaðarins til lengri tíma. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 81 orð | ókeypis

Fiskeldisráðstefna

Landssamband fiskeldisstöðva og Fiskeldishópur AVS (www.fiskeldi.is) halda ráðstefnu þann 22. október á Hótel Loftleiðum. Markmið með henni er að: *Gefa yfirlit yfir stöðu einstakra eldistegunda. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 138 orð | ókeypis

GPG kaupir Þórsnes

GPG fiskverkun ehf. á Húsavík hefur fest kaup á sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsnesi ehf. í Stykkishólmi. Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. GPG kaupir Þórsnes efh. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 502 orð | 1 mynd | ókeypis

Halda hollustu fisks á lofti

RANNSÓKNIR geta lagt sitt af mörkum til aukinnar fiskneyslu með því að halda á lofti hollustu fiskafurða og hafa á reiðum höndum gögn til að verjast áróðri. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 409 orð | 2 myndir | ókeypis

Íshaf hættir rækjuveiðum um tíma

HÆSTA olíuverð í sögunni og tregfiskirí á rækju er farið að segja til sín. Íshaf hf. á Húsavík, eitt stærsta rækjuvinnslufyrirtæki landsins, hefur nú lagt rækjuveiðiskipum sínum öllum þremur tímabundið þar sem veiðarnar standa ekki undir sér. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 200 orð | ókeypis

Ræða erfðafræðilegan fjölbreytileika fiska

NORRÆNN sérfræðingafundur um erfðafræðilegan fjölbreytileika nytjafiska var haldinn á Hólum í Hjaltadal í síðustu viku. Þátttakendur í fundinum voru þekktir vísindamenn frá öllum Norðurlöndunum. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 109 orð | 1 mynd | ókeypis

Útvegur í öðru sæti

ÚTFLUTNINGSTEKJUR sjávarafurða voru á síðasta ári um 36%. Með vaxandi álframleiðslu má gera ráð fyrir að sjávarútvegur verði orðinn næststærsta útflutningsgrein þjóðarinnar árið 2008, samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka. Meira
14. október 2004 | Úr verinu | 168 orð | ókeypis

Verður að banna flottrollið

"Ég skora á stjórnvöld að banna veiðar á síld og loðnu í flottroll. Meira

Viðskiptablað

14. október 2004 | Viðskiptablað | 861 orð | 2 myndir | ókeypis

Björgólfar með gullsprota

Umsvif feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar eru orðin umtalsverð í íslensku viðskiptalífi þrátt fyrir að aðeins séu örfá ár liðin frá því að bera fór á fjárfestingum þeirra hér á landi. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 923 orð | 2 myndir | ókeypis

Blásið til sóknar

Brú Venture Capital stefnir að því að verða leiðandi fjárfestir í vaxtarfyrirtækjum. Soffía Haraldsdóttir ræddi við Gísla Hjálmtýsson, framkvæmdastjóra Brúar, sem telur að áhugi fjárfesta á nýjum fyrirtækjum sé aftur að vakna eftir áfallið sem fylgdi því að netbólan sprakk. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 213 orð | ókeypis

dagbók

Fræðslufundur um alþjóðlega skattasniðgöngu á Nordica Hóteli kl. 9-12. Grant Thornton endurskoðun ehf. efnir til fundarins, sem hefur yfirskriftina Alþjóðleg skattasniðganga - flótti eða fyrirhyggja? Fyrirlesarar verða dr. jur. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 208 orð | ókeypis

Deloitte og Vesturport gera milljónasamning

Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte og leikhópurinn Vesturport skrifuðu í gær undir kostunarsamning að andvirði nokkurra milljóna króna. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 319 orð | 1 mynd | ókeypis

Engin starfsemi hjá Tetra Ísland ehf.

SÍMINN og Tetra Ísland ehf. hafa undirritað samkomulag um að Síminn taki að sér rekstur Tetra-fjarskiptakerfisins, sem notað er af lögreglu, slökkviliði, björgunarsveitum og fleiri stofnunum ríkis og sveitarfélaga. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 63 orð | ókeypis

Excel talið bezta leiguflugfélagið

ÍRSKA flugfélagið Excel, sem Atlanta á 40% hlut í, fékk á þriðjudag ferðamálaverðlaun brezka dagblaðsins The Daily Telegraph sem bezta leiguflugfélagið. Lesendur The Daily Telegraph og The Sunday Telegraph kjósa um borgir, lönd og fyrirtæki á ári hverju. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 318 orð | 1 mynd | ókeypis

Félög með lágt V/H-hlutfall besta fjárfestingin

HLUTABRÉF með lágt V/H hlutfall (markaðsverð deilt með hagnaði) skiluðu marktækt mun hærri ávöxtun en önnur hlutabréf á íslenska markaðnum á tímabilinu frá janúar 1993 - júní 2003. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 301 orð | 1 mynd | ókeypis

Gríninu þjappað saman á einn stað

Það er algeng taktik hjá ræðumönnum og fyrirlesurum á fundum, námskeiðum og ýmsum öðrum samkomum, að hefja mál sitt á því að segja eitthvað sniðugt. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 157 orð | ókeypis

Hvað er V/H-hlutfall?

V/H-gildi segir hvað markaðsvirði hlutafélags jafngildir margföldum hagnaði félagsins og er yfirleitt miðað við síðastliðna tólf mánuði. Einnig er hægt að miða við spá um hagnað næstu tólf mánaða og er þá talað um vænt V/H-hlutfall. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 312 orð | 1 mynd | ókeypis

Ísland lækkar á lista samkeppnishæfustu þjóða

ÍSLAND er í 10. sæti á lista stofnunarinnar World Economic Forum yfir samkeppnishæfustu hagkerfi heims og hefur lækkað um tvö sæti frá því í fyrra. Finnland er sem fyrr í efsta sæti, Svíþjóð er í 3. sæti og Danmörk og Noregur eru í 5. og 6. sæti. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 119 orð | ókeypis

Kaupa fyrirtæki í Chile

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Maritech, dótturfélag TölvuMynda hf., hefur keypt Integra Sistemas , hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð bókhalds- og framleiðsluhugbúnaðar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í Chile. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 311 orð | 1 mynd | ókeypis

Kaupthing í Danmörku sameinað FIH

STEFNT er að sameiningu Kaupthing Bank A/S í Danmörku og danska bankans FIH, sem KB banki keypti nýverið. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 60 orð | ókeypis

Lán geta numið brunabótamati

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjárhæð lána Íbúðalánasjóðs geti numið brunabótamati íbúðar. Samkvæmt núverandi reglugerð getur fjárhæðin einungis numið 85% af brunabótamati. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 701 orð | 1 mynd | ókeypis

Maður 20 stjórna

Nafn Skarphéðins Berg Steinarssonar hjá Baugi heyrist æ oftar nefnt í viðskiptalífinu. Þóroddur Bjarnason birtir hér svipmynd af manninum. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 146 orð | 1 mynd | ókeypis

Samið um stuðning við Rannsóknasetur verslunarinnar

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði sl. föstudag samstarfssamning við Rannsóknasetur verslunarinnar í Árbæjarsafni. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 98 orð | 1 mynd | ókeypis

Segja Landsbankann hafa viljað kaupa Numis

Í FRÉTT á vef breska blaðsins The Times í gær var sagt að Landsbankinn íhugaði að gera tilboð í fjárfestingarbankann Numis Corporation eftir að hafa fengið HSBC til að leita að hentugum fjárfestingarkosti fyrir bankann í Bretlandi. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 363 orð | 1 mynd | ókeypis

Síminn ræður meirihluta í Skjá einum

SÍMINN og aðilar í samstarfi við hann hafa tryggt sér yfirráð meirihluta hlutafjár í Íslenzka sjónvarpsfélaginu, sem rekur Skjá einn. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 532 orð | ókeypis

Skjálftinn í Skjá einum

Mikill skjálfti fór um hluthafahóp Íslenzka sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá einn, síðastliðinn föstudag þegar það vitnaðist að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem er stærsti eigandi keppinautarins Norðurljósa, hefði sýnt því áhuga að kaupa... Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 2478 orð | 1 mynd | ókeypis

Skýrari línur í Íslandsbanka

Eignarhaldið í Íslandsbanka hefur á undanförnum dögum tekið á sig skýrari mynd en verið hefur. Stórir hluthafar segja að komin sé kjölfesta í bankann, sem þeir telja að hafi skort til þessa. Staða forstjórans hefur styrkst. Grétar Júníus Guðmundsson kannaði hvað hefur verið að gerast í málefnum bankans og hvað talið er líklegt að taki við. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 796 orð | 2 myndir | ókeypis

Stefnufesta betri en hentistefna

VÆNTINGAR fólks og fyrirtækja um efnahagsstefnu stjórnvalda í framtíðinni hafa áhrif á hegðan þeirra hér nú og þar með á áhrif tiltekinna efnahagsaðgerða. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 380 orð | 1 mynd | ókeypis

Sterkir efnahagslegir kraftar ýta á eftir samruna

ENN nánara samstarf eða hreinlega samruni kauphallanna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum er óhjákvæmilegur í framtíðinni þótt samstarf þeirra sé nú þegar mjög náið í gegnum NOREX. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 875 orð | 1 mynd | ókeypis

Stuðningur við menningu hefur styrkt stöðu bankans

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, setti stuðning Landsbankans við menningu og listir í beint samhengi við velgengni bankans á undanförnum árum á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Deloitte á Grand hóteli í gær. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 160 orð | 1 mynd | ókeypis

Tilboð í Malév ólíklegt

ÓSENNILEGT er, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að Flugleiðir bjóði í ungverska ríkisflugfélagið Malév, en frestur til að bjóða í félagið rennur út í næstu viku. Meira
14. október 2004 | Viðskiptablað | 116 orð | 1 mynd | ókeypis

Umframeftirspurn í hlutafjárútboði KB banka

UMFRAMEFTIRSPURN var eftir hlutum í hlutafjárútboði KB banka sem lauk í gær. Á bilinu 80-110 milljónir hluta að nafnverði voru í boði á genginu 460-500, sem var háð eftirspurn. Alls skráðu fagfjárfestar sig fyrir rúmum 86 milljörðum króna að... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.