Greinar sunnudaginn 24. október 2004

Fréttir

24. október 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð

5 mánaða fangelsi fyrir þjófnað

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 24 ára mann í 5 mánaða fangelsi fyrir að brjóta svalahurð í íbúðarhúsi í Garðabæ og stela verðmætum fyrir rúmar tvær milljónir króna. Ákærði játaði sök. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð

Alheimsdagur psoriasissjúklinga

FYRSTI alheimsdagur psoriasissjúklinga verður haldinn 29. október nk. (world psoriasis day). Kynning verður á Íslandi á málefnum húðsjúklinga. Mánudaginn 25. október frá kl. 13-17 verður opið hús í húsakynnum félagsins að Bolholti 6. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Ákvörðun um Húsabakkaskóla verði frestað

FÉLAG foreldra og velunnara Húsabakkaskóla í Svarfaðardal hefur krafist þess að fræðsluráð Dalvíkurbyggðar fresti ákvörðun um framtíð skólans og almenningi verði gefinn kostur á að kynna sér málið og koma fram með tillögur um sparnað. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 1918 orð | 4 myndir

Á réttri siglingu

Stjórnarformaður LR: Inga Jóna Þórðardóttir Blaðamaður Morgunblaðsins: Freysteinn Jóhannsson Fyrsta atriði Sviðið er afdrep stjórnarformannsins í Borgarleikhúsinu. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Átta Vildarbörn á leið í draumaferðina

ÚTHLUTAÐ var í gær í þriðja sinn styrkjum úr sjóðnum Vildarbörn, styrktarsjóði Icelandair og viðskiptavina félagsins. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 252 orð

Borga vörubílagjald fyrir einkabílinn

ÖKUMENN stórra bandarískra pallbíla, þ.e.a.s. þeirra sem eru yfir sex metrar að lengd, þurfa að greiða 3. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 1917 orð | 1 mynd

Brennum þessa bók

Paulo Coelho höfundur metsölubókarinnar Alkemistans heimsótti Ísland í vikunni til að kynna nýjustu bók sína. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Paulo Coelho sem sagði meðal annars að fólk ætti ekki að fylgja óskrifuðum leiðarvísi um ástina, þá bók mætti brenna, enda snúist lífið um að vera skapandi. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Deilt um Rómeó og Júlíu

ÞRÁTT fyrir mikinn áhuga bandarískra framleiðenda á uppsetningu Íslendinga á Rómeó og Júlíu er alls óvíst hvort verður af uppsetningu sýningarinnar á Broadway í New York vegna deilna um höfundarrétt. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð

Endurgreiðslur vegna tannlækninga hækka um 4%

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að auka endurgreiðslur vegna tannlækninga og nemur hækkunin 4% hjá þeim sem tryggðir eru vegna þessa samkvæmt almannatryggingalögum. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð

Erill hjá lögreglunni í Kópavogi

NOKKUÐ erilsamt var hjá lögreglunni í Kópavogi í fyrrinótt, en tveir ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvunarakstur. Einnig voru fimm ökumenn teknir vegna hraðaksturs sem eru, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar, ívið fleiri en á venjulegri nóttu. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Erpur rappar með Eminem-félaga

NÝ rapphljómsveit, Hæsta hendin, sem m.a. er skipuð Erpi Eyvindarsyni gefur út fyrstu plötu sína hinn 10. nóvember. Rapparinn Proof úr hljómsveitinni D12 kemur þar við sögu en sú hljómsveit er m.a. Meira
24. október 2004 | Erlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Fátækum börnum fjölgar

MILLJÓNIR barna líða skort í löndunum í Austur-Evrópu og Mið-Asíu. Þeim hefur meira að segja fjölgað að undanförnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Hún var unnin af UNICEF. Það er ensk skamm-stöfun fyrir Barna-hjálp Sam-einuðu þjóðanna. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 1123 orð | 1 mynd

Flakk á sunnudegi

Lesendur Sjónspegils hafa trúlega fengið í þeim mæli drjúgan skammt af sýningarviðburðum í Kaupmannahöfn, að skynsamlegast er að snúa sér að heimaslóðum. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fordæmir vinnubrögð Brims

FÉLAGSFUNDUR Eflingar-stéttarfélags hefur sent frá sér ályktun þar sem fordæmd eru harðlega vinnubrögð Brims hf. "Í miðjum samningaviðræðum gengur útgerð Brims á svig við þær aðferðir sem launafólk og atvinnurekendur hafa viðhaft hér um... Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 175 orð

Gagnrýnir áform um skattabreytingar

FUNDUR í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sem haldinn var 21. október síðastliðinn lýsir yfir þungum áhyggjum vegna áforma ríkisstjórnarinnar um skattabreytingar. Meira
24. október 2004 | Erlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Garcia Marquez sló þjófunum við

NÓBELSSKÁLDIÐ Gabriel Garcia Marquez breytti nýrri skáldsögu sinni á síðustu stundu til að klekkja á þjófum sem stálu verkinu og gáfu það út í heimildarleysi. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 362 orð | 2 myndir

Gervihnattamyndir fyrir rannsóknir

LANDMÆLINGAR Íslands standa ásamt nokkum stofnunum fyrir myndatöku af landinu úr gervitungli og verður lokið við að mynda allt landið úr rúmlega 800 km hæð á næsta sumri. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 363 orð

Gildi menntunar vanmetið

KENNARAVERKFALLIÐ er ótvírætt merki um alvarlega og djúpstæða deilu í samfélaginu um það hver starfsskilyrði og kjör kennara í grunnskólum landsins skuli vera og verið getur að hliðstæð deila kraumi undir hvað varðar kennara í framhaldsskólum og... Meira
24. október 2004 | Erlendar fréttir | 72 orð

Handtökur í Fallujah

BANDARÍKJAHER kvaðst í gær hafa handtekið "háttsettan foringja" í hreyfingu hryðjuverkamannsins Abus Musabs al-Zarqawis og fimm aðra uppreisnarmenn í írösku borginni Fallujah í gærmorgun. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Harðar deilur á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna

FORSETI Ísraels og tveir fulltrúar frá sendinefnd á vegum Evrópusambandsins létust í hryðjuverkaárás á flugvellinum í Tel Aviv. Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag þar sem hryðjuverkaárásin var fordæmd. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 1534 orð | 7 myndir

Hlustendurnir borða ekki hamborgara

NPR er sér á báti í bandarískum fjölmiðlaheimi. National Public Radio fer hærra og nær víðar - með því að kafa djúpt. Hlustendum þessarar einu útvarpsstöðvar á landsvísu þar sem útsendingin er ekki brotin upp með auglýsingahléum fer fjölgandi með degi hverjum. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 377 orð | 1 mynd

Hví kjósum við ekki beint í...

Hví kjósum við ekki beint í embætti eins og útvarpsstjóra, umboðsmann Alþingis og umboðsmann neytenda sem bæði ríkisstjórn og Samfylking hafa lagt til að sett verði á laggirnar? Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð

Iðnnám verði metið gilt í HÍ

STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna telur að það sé hlutverk menntamálaráðuneytisins að tryggja það að viðbótarnám iðn- og verknámsnema til stúdentsprófs verði metið sem fullgilt í Háskóla Íslands. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 217 orð

Íhuga að leita til dómstóla

STJÓRN Línu.nets hefur neitað tveimur stjórnarmönnum í Orkuveitu Reykjavíkur um endurskoðunarskýrslur sem fylgja ársreikningum Línu.nets, fyrir öll starfsár fyrirtækisins. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 4268 orð | 3 myndir

Íslenskar konur að mörgu leyti fyrirmynd

Maria Priscilla Zanoria á fáa sína líka. Hún lætur sér ekki nægja að vinna á verkfræðistofu, reka verslunina Filippseyjar við Hverfisgötu og aðstoða samlanda sína frá Filippseyjum á ýmsa lund. Núna hefur hún brett ermarnar enn hærra upp og ætlar að opna Kærleiksheimili fyrir konur og börn í neyð. Anna G. Ólafsdóttir sótti Priscillu heim og spjallaði við hana eftir að hafa gætt sér á filippseyskum kræsingum af drekkhlöðnu eldhúsborðinu. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Íslenskir hestar á sýningu í Helsinki

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra riðu hlið við hlið á íslenskum gæðingum, undir íslenskum og finnskum fánum, inn á sýningarsvæðið í helstu íshokkíhöll Helsinki, þar sem 20. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 325 orð | 2 myndir

Ítalskt fyrirtæki sýnir álþynnuverksmiðju áhuga

FULLTRÚAR frá ítalska fyrirtækinu Becromal eru væntanlegir til Íslands á næstunni til að skoða aðstæður á Akureyri fyrir álþynnuverksmiðju. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 118 orð

Katla

Katla hefur nú sofið næsta værum svefni í 86 ár, utan tveggja hlaupa 1955 og 1999 sem ef til vill má rekja til smágosa. Kötlugos á sögulegum tíma eru um tuttugu talsins. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Klifið við fótskör landkönnuðar

Ævintýraleit og landkönnun getur verið bæði í smáu og stóru og svipur telpnanna ber þess greinileg merki þó ekki séu þær á leið yfir úfið haf á knerri að leita nýrra landa líkt og sá hermannlegi maður sem gnæfir yfir þeim fyrir framan Hallgrímskirkju á... Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 1368 orð | 1 mynd

Kýs að hafa báða fætur á jörðinni

Marion Dampier-Jeans segir fólki hætta til þess að upphefja miðla og halda þá geta hvað sem er. Helga Kristín Einarsdóttir talaði við miðil sem vill hafa báða fætur á jörðinni og segist enn vera að læra eftir 38 ár. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Landkönnuðurinn kominn heim

SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra afhjúpaði málverk af Vilhjálmi Stefánssyni, landkönnuði og fræðimanni, og færði það Stofnun Vilhjálms Stefánssonar að gjöf frá ríkisstjórn Íslands í tilefni af því að stofnunin hefur nú flutt starfsemi sína í... Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 125 orð

Lóð á vogarskálina

Hollvinir hins gullna jafnvægis hafa í hyggju að veita öðru sinni viðurkenningu fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki. Kemur þetta fram í frétt á vefsvæðinu reykjavik.is. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 2953 orð | 2 myndir

Meðferð þjóðlendumála

Skiptar skoðanir geta verið á því hvaða landsvæði eigi að teljast þjóðlendur og hver eignarlendur, en að stórum hluta er það hlutverk Óbyggðanefndar að úrskurða í deilumálum sem upp koma um þessi efni. Jörundur Gauksson segir þó víða pott brotinn í þeirri málsmeðferð. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð

Með fíkniefni í fórum sínum

TVEIR rúmlega tvítugir karlmenn voru handteknir við fíkniefnaeftirlit í Keflavík á föstudagskvöld. Við leit á öðrum þeirra fannst 1 gramm af meintu fíkniefni, líklega amfetamíni. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 239 orð | 2 myndir

Nam snemma land í Bandaríkjunum

FYRSTU íslensku hrossin voru flutt út til Bandaríkjanna fyrr en áður hefur verið talið - fyrir aldamótin 1900, að því er fram kemur í bókinni Íslenski hesturinn sem út kemur hjá Máli og menningu í vikunni. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð

Nýr vefur fyrir hundaeigendur

NÝR vefur, www.canis.is, hefur verið opnaður fyrir hundaeigendur og áhugafólk um hunda. Vefurinn fékk nafnið Canis sem er latneska heitið yfir hund. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Ný verslun Bella Donna

NÝ verslun, Bella Donna, var opnuð nýverið í Hlíðasmára 11 í Kópavogi. Eigandi verslunarinnar er Stella Leifsdóttir. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 2402 orð | 1 mynd

Óli Palli fjölmiðill

Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, sem allir kalla Óla Palla, átti aldrei von á að hann ætti eftir að tala í útvarp. Hann sagði Árna Matthíassyni að hann hefði stamað svo sem barn að hann hefði stundum ekki getað sagt nafnið sitt. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Rúta fauk og malbik flettist af vegum

MIKIÐ eigna-tjón varð í fárviðri sem gekk yfir landið á mánudag og þriðjudag. Gólf á brúnni yfir Núps-vötn flettist af að hluta. Einnig flettist malbik af veginum um Fróðár-heiði á Snæfells-nesi á 100 metra kafla. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Stefnt að samstarfi félagsmálaráðuneyta

STEFNT er að samstarfi félagsmálaráðuneyta Íslands og Manitoba í Kanada á næstu mánuðum, að sögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Árni Magnússon átti í gærmorgun fund með Christine Melnick, félagsmálaráðherra Manitoba. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 612 orð | 5 myndir

Stóðrekstur á húnvetnskum heiðum

Á hverju hausti hefst mikill stóðrekstur á húnvetnskum heiðum og er milli sjö og átta hundruð hrossum smalað í Víðidalstungurétt. Ómar Garðarsson ritstjóri og Sigurgeir Jónasson ljósmyndari slógust með í för. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 123 orð

Tíu vikur í sáttafundi

GERA má ráð fyrir að fulltrúar í samninganefndum kennara og sveitarfélaga hafi varið nærri tíu vikum eða tveimur og hálfum mánuði á fundum í deilunni sem nú stendur, þ.e. ef miðað er við 40 tíma vinnuviku. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 1797 orð | 4 myndir

Tónlistin var hans líf

Rafn Jónsson náði því að heyra fyrstu hljóðblöndunina á nýju plötunni sinni daginn áður en hann dó úr MND-sjúkdómi í júní síðastliðnum. Eftirlifandi kona hans, Friðgerður Guðmundsdóttir, segir Sveini Guðjónssyni frá tilurð plötunnar og sambúðinni með Rabba í blíðu og stríðu. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 148 orð

Uppgreiðslur lána námu 13,2 milljörðum

UPPGREIÐSLUR lána hjá Íbúðalánasjóði frá 23. ágúst sl. námu um síðustu mánaðamót 13,2 milljörðum króna. Uppgreiðslurnar skiptast þannig að 1,7 milljarðar kr. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 542 orð | 2 myndir

Valdataka undirbúin

Framtíðarhópur Samfylkingarinnar skilaði sínum fyrstu hugmyndum á flokksstjórnarfundi um síðustu helgi. Sumar ollu titringi jafnt innan flokks sem utan, ekki sízt hugmyndir um einkaskóla og landvarnir, sem ganga þvert á gamla stefnu margra í flokknum. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Verðhrunið mikla í kauphöllinni í New York 24. október 1929

M argt sem gerist um þessar mundir minnir með margvíslegum hætti á aðdragandann sem varð að verðhruni því hinu mikla sem varð í kauphöll Bandaríkjamanna í Vallarstræti (Wall street) í New York 24. október 1929. Ragnar E. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Vélhjólaklúbbar bindast samtökum

NOKKRIR vélhjólaklúbbar stofnuðu með sér bandalag 15. október sl. sem ber nafnið Hin íslenska klúbbasamsteypa. Samsteypuna skipa klúbbarnir Berserkir, Hrafnar, Mjölnir, Saxar og Vélhjólafjelag gamlingja. "Tilgangur samsteypunnar er m.a. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð

VG hvetur til samninga

Í ÁLYKTUN sem samþykkt var á sveitarstjórnarráðstefnu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs nýverið var skorað á málsaðila í launadeilu sveitarfélaganna og grunnskólakennara, ríkisvaldið og alla þá sem lagt geta sitt af mörkum að gera það sem í þeirra... Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Viðheldur íslenskri tungu og menningu

ÍSLENSKUSKÓLINN í Hollandi fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli. Að sögn Vigfúsar Sigurðssonar, sem sér um rekstur skólans ásam t Þóru B. Hafsteinsdóttur, kviknaði hugmyndin að stofnun Íslenskuskólans á þorrablóti Íslendingafélagsins 1994. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Vistvænir bílar fái afslátt í bílastæði

FULLTRÚAR R-listans í samgöngunefnd í Reykjavík hafa lagt fram tillögu um að bílar sem knúnir eru vistvænni orku fái afslátt í bílastæði á vegum borgarinnar. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 104 orð

Vís leið til aukinnar hörku

EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að kennarar hafi ekki rætt hugmynd Vilhjálms Þ. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Ýmsar framkvæmdir á liðnu sumri

Framkvæmdir sumarsins gengu vel á Seltjarnarnesi að mati bæjaryfirvalda. Unnið var víða að fegrunarverkefnum og í sumar var t.d. lokið við frágang á Snoppu og m.a. malbikaður lokakaflinn frá Norðurströnd að bílastæðinu þar. Meira
24. október 2004 | Innlent - greinar | 2548 orð | 2 myndir

Það hlýtur að vera eldur uppi

"Það er minnisstæður dagur, einn sá minnisstæðasti sem ég hef lifað," segir Sigurbjörn Einarsson biskup um 12. október 1918, daginn sem Katla fór að gjósa. Sigurbjörn lýsti þessum eftirminnilega atburði fyrir Guðna Einarssyni og Ragnari Axelssyni. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Þolinmæði mikilvæg varðandi árangur af stofnun klasa

ÞOLINMÆÐI er gríðarlega mikilvæg varðandi árangur af því þegar stofnað er til svonefndra klasa. Árangur af stofnun klasa skilar sér ekki strax, það getur tekið meira en 15 ár þar til fullur varanlegur árangur næst. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð

Þrjú útköll hjá slökkviliði

SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins fór í tvö útköll í fyrrinótt og eitt í gærmorgun. Eldur var kveiktur í ruslagámi við Engihjalla í Kópavogi rétt eftir miðnætti á föstudag og þurfti slökkvilið m.a. að reykræsta sjoppu við hliðina. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð

ÞSSÍ og ABC-barnahjálp í samstarf um þróunaraðstoð

ABC-barnahjálp og Þróunarsamvinnustofnun Íslands, ÞSSÍ, hafa gert með sér samning um samstarf í þróunaraðstoð. Einkum verður unnið að framgangi mála er varða fátæk og munaðarlaus börn í þróunarlöndum. Meira
24. október 2004 | Erlendar fréttir | 182 orð

Öflugir jarðskjálftar ollu eignatjóni í Japan

NOKKRIR öflugir jarðskjálftar riðu yfir norðvesturhluta Japans í gær og ollu talsverðu eignatjóni. Nokkur hús hrundu, rafmagns- og vatnslaust varð á stórum svæðum og hraðlest fór á hliðina. Meira
24. október 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð

Ölvunarakstur á Reykjanesbraut

KARLMAÐUR var tekinn, grunaður um ölvun við akstur, á Reykjanesbraut við Strandarheiði í fyrrinótt. Aksturslag mannsins þótti undarlegt og stöðvaði lögreglan í Keflavík manninn um kl. 4.30. Meira

Ritstjórnargreinar

24. október 2004 | Leiðarar | 380 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

25. október 1994: "Talsmönnum stjórnarandstöðunnar tókst ekki að sýna fram á það í umræðunum um vantraust á ríkisstjórnina á Alþingi í gærkvöldi, að efnisleg rök væru fyrir samþykkt þeirrar tillögu. Meira
24. október 2004 | Leiðarar | 2607 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Borgarþróun á Íslandi stendur á tímamótum. Um það ber vaxandi umræða um skipulagsmál, umferðarmál, almenningssamgöngur og mengun í höfuðborginni skýrt vitni. Meira
24. október 2004 | Leiðarar | 357 orð

Varnaðarorð Ágústs Einarssonar

Dr. Ágúst Einarsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, flutti athyglisverðan fyrirlestur í fyrradag um þróun löggjafar og viðskipta á íslenzkum hlutabréfamarkaði. Meira
24. október 2004 | Leiðarar | 289 orð | 2 myndir

Vinstriviðskiptavit

Mikil gagnrýni á kaup Símans í Skjá einum kom fram í utandagskrárumræðum á Alþingi á miðvikudaginn. Þar voru margir þingmenn búnir að snúa eigin skoðunum á haus, eins og verður nú reyndar æ tíðara í umræðum á Alþingi. Steingrímur J. Meira
24. október 2004 | Leiðarar | 106 orð

Þjóðarblómið

Það var skemmtileg hugmynd að velja þjóðarblómið. Það var Ásdís Sigurjónsdóttir frá Syðra-Skörðugili í Varmahlíð sem átti hugmyndina að því. Meira

Menning

24. október 2004 | Tónlist | 209 orð | 1 mynd

Áttu að vera á October

LÖNGU týnd ferðataska með nótum og textum sem ætluð voru plötunni October með U2 frá árinu 1981 hefur verið skilað, 23 árum eftir að he nni var stolið af tónleikum í Portland í Bandaríkjunum. Meira
24. október 2004 | Bókmenntir | 188 orð

BÆKUR - Barnabók

Þórunn Kristinsdóttir. Vatnslitamyndir: Þuríður Una Pétursdóttir, Þórunn Kristinsdóttir, 2003, 47 s. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Dregur til tíðinda

Í KVÖLD er komið að fjórða þættinum í röðinni í hinum stórskemmtilega danska myndaflokki Króníkunni ( Krøniken ), sem sýndur er í Sjónvarpinu. Í þættinum í kvöld er nóg um að vera eins og alltaf. Meira
24. október 2004 | Tónlist | 416 orð | 1 mynd

Erpur og félagar spila út trompinu

HÆSTA hendin er ný rappsveit þeirra Erps Eyvindarsonar sem notast við listamannsnafnið Blazroca og Unnars Freys Theódórssonar sem notast við listamannsnafnið U-Fresh. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 33 orð

Faðir vor

eftir Hlín Agnarsdóttur. Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingimundardóttir. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 132 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Leit stendur nú yfir að leikara til að leika rokkkónginn Elvis Presley í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem CBS- sjónvarpsstöðin ætlar að framleiða. Leikprufur fara fram 10. Meira
24. október 2004 | Kvikmyndir | 94 orð | 1 mynd

Frumsýnd í nóvember

MYND um Guðberg Bergsson verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem fram fer 17.-24. nóvember næstkomandi. Myndin heitir Gudbergur Bergsson - Writer with a Camera og er gerð af Helgu Brekkan sem býr og starfar í Svíþjóð. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 1042 orð | 2 myndir

Hljóð örvænting

Elliott Smith lést fyrir ári og skildi þá eftir sig nánast tilbúna plötu. Vinir hans luku við plötuna sem kemur út á morgun. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Iceland Airwaves 2004

TÓNLISTARHÁTÍÐIN Iceland Airwaves var haldin í miðborg Reykjavíkur í þessari viku. Yfir 100 hljóm-sveitir léku á hátíðinni. Komu sveitirnar frá Íslandi og eins frá löndum eins og Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 168 orð | 2 myndir

Ingimundur Sigfússon í stjórn Listahátíðar

STJÓRNARSKIPTI voru tilkynnt á haustfundi Listahátíðar í Reykjavík sem haldin var í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í fyrradag. Meira
24. október 2004 | Tónlist | 1080 orð | 1 mynd

Kántrí inn við bein

Ein lífseigasta hljómsveit landsins, Brimkló, gaf út í vikunni sína fyrstu plötu í 23 ár. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við forkólfinn Björgvin Halldórsson um endurkomuna, kántríástina og hið langþráða bros. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 720 orð | 2 myndir

Leitin að sannleikanum

Bylgja heimildamynda, sem eiga það sameiginlegt að gagnrýna bandarísk stjórnvöld og ýmislegt í bandarísku samfélagi, hefur riðið yfir heiminn að undanförnu. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 160 orð | 1 mynd

...litríku leikhúslífi

HIN bráðskemmtilega heimildamynd Ragnars Bragasonar, Love Is in the Air , er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 439 orð | 1 mynd

Rambað á barmi taugaáfalls

HEIMSFRÆGUR kvikmyndagerðarmaður, tvær dætur sem alist hafa upp í skugga frægðarinnar og ein laundóttir sem kemur skyndilega fram í dagsljósið eru aðalpersónur í nýju leikriti Hlínar Agnarsdóttur, Faðir vor, sem frumsýnt verður í Iðnó í kvöld. Meira
24. október 2004 | Tónlist | 692 orð | 3 myndir

Reykjavík, ó Reykjavík...

Hanoi Jane, Dáðadrengir, Æla, Skátar, Skakkamanage, Siggi Ármann, yourcodenameis:milo™, Hjálmar, Mínus, Hudson Wayne og Kimono. Föstudagskvöldið 22. október. Á Grand rokki, NASA, Þjóðleikhúskjallaranum og Gauki á Stöng. Meira
24. október 2004 | Tónlist | 381 orð | 1 mynd

Rödd í eyðimörkinni

Michael Dean Odin Pollock, eða bara Mike Pollock, syngur, flytur ljóð og leikur á gítar. Einnig koma fram á plötunni þau Sarah Elizabeth, Quentin Sharpenstein, Gary Falk, Thad Hannel, Andy Cook, Daniel Pollock, Jóhanna Hjálmtýsdóttir, Tanya Pollock, Ron Whitehead, Nancye Browning og "The Sons & Daughters of Kentucky Celebration Choir". Michael Pollock og Ron Whitehead stýrðu upptökum en vélamenn voru Jeff Carpenter og Mike Lynch. Meira
24. október 2004 | Myndlist | 610 orð | 2 myndir

Sagan í nútímanum

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Henni lýkur 7. nóvember. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út skáldsöguna Óskar og bleikklædda konan eftir Eric-Emmanuel Schmitt í íslenskri þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Uppeldi

Skrudda hefur gefið út bókina "Uppeldisbókin - Að byggja upp færni til framtíðar," eftir bandarísku barnasálfræðingana dr. Edward R. Christophersen og dr. Susan L. Mortweet. Meira
24. október 2004 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Uppselt

STÚLKNASVEITIN Nylon heldur útgáfutónleika sína hinn 4. nóvember næstkomandi í Smáralind. Sala á tónleikana hófst í gær á hádegi og seldist upp á klukkustund. Aukatónleikar hafa því verið boðaðir kvöldið eftir og sala er hafin á þá. Meira
24. október 2004 | Kvikmyndir | 297 orð

Þvílík hæðni

Leikstjórn og framleiðsla: Dan Ollman, Sarah Price og Chris Smith. Rannsókn: Andy Bichlbaum og Mike Bonnano. 83 mín. USA 2003. Meira

Umræðan

24. október 2004 | Aðsent efni | 494 orð | 1 mynd

Boltinn hjá ríkisvaldinu

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um kennaradeiluna: "Af um 9 milljarða skattahækkun 1997-2003 fór 8,1 milljarður til ríkisins en 700 milljónir til sveitarfélaganna." Meira
24. október 2004 | Aðsent efni | 542 orð | 1 mynd

Dagur Sameinuðu þjóðanna

Hólmfríður Anna Baldursdóttir fjallar um Sameinuðu þjóðirnar: "Nú eiga næstum allar þjóðir heims aðild að Sameinuðu þjóðunum eða alls 191 ríki." Meira
24. október 2004 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Háhraðanetið dreifist hraðar með sjónvarpi yfir ADSL

Eftir Brynjólf Bjarnason: "Síminn sér fram á að geta ADSL-vætt 95% heimila með hagkvæmum hætti, eftir að gagnvirku sjónvarpi hefur verið hrundið af stokkunum." Meira
24. október 2004 | Aðsent efni | 640 orð | 1 mynd

Hverjir græða á verkfallinu

Bjarni Jóhann Valdimarsson fjallar um kennaraverkfallið: "En hvað veldur litlum áhuga sveitarstjórnarmanna á því að leysa kjaradeiluna og binda þannig enda á verkfallið?" Meira
24. október 2004 | Aðsent efni | 360 orð

Hvernig?

Frá Sigríði Dúu Goldsworthy:: "Þegar ég fletti Morgunblaðinu í morgun rigndi yfir mig "hvernig-spurningum". Hvernig kenni ég börnunum mínum að vara sig á fíkniefnum? Hvernig kenni ég þeim að segja nei, þegar hætturnar og gylliboð leynast víða." Meira
24. október 2004 | Aðsent efni | 691 orð | 1 mynd

Hvers eiga foreldrar grunnskólabarna að krefjast?

Ragnar Hólm Gunnarsson fjallar um kennaradeiluna: "Við foreldrar eigum að krefjast þess að þessir aðilar allir axli ábyrgð með þessum hætti." Meira
24. október 2004 | Aðsent efni | 256 orð

Miðbær

Frá Gesti Gunnarssyni tæknifræðingi:: "ÞAÐ HEFIR verið sagt slæmt þegar vinstri höndin veit ekki hvað sú hægri er að gera. Nú er verið að flytja Hringbrautina til að greiða fyrir umferð niður í miðbæ. Hægrimennirnir eru í miklum framkvæmdum á norðurströnd borgarinnar, m.a." Meira
24. október 2004 | Aðsent efni | 127 orð

Svar til Akureyrings

Frá Herði Jóhannessyni:: "MÉR FANNST vísan alveg frábær og varð að setja saman stutt svar til Akureyringsins. Ég er sammála honum um frammistöðu Fram í síðasta leik liðsins við Keflavík, það verður ekki tekið til baka. Öll þrjú neðstu liðin voru hálf kraftlaus í allt sumar." Meira
24. október 2004 | Bréf til blaðsins | 153 orð | 3 myndir

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Þekkir þú fólkið? FÓLKIÐ á þessum myndum er líklega ættað úr Dalasýslu eða Snæfellsnesi, e.t.v. er það af Ormsætt. Þeir sem kunna að þekkja fólkið eru beðnir um að hafa samband við Björgu Gunnarsdóttur í síma 557-4302. Að gefnu tilefni! Meira
24. október 2004 | Aðsent efni | 879 orð | 1 mynd

Verkfall í bananalandi!

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir skrifar um kennaraverkfallið: "Ég tel að það að fara í verkfall sé slæmur kostur en verra sé þó að láta berja sig til hlýðni..." Meira
24. október 2004 | Aðsent efni | 311 orð | 3 myndir

Vettvangur um vistvænt eldsneyti

Helgi Bjarnason skrifar um vistvænt eldsneyti: "Verkefni þetta er í fyrstu hugsað sem þriggja ára tilraunaverkefni." Meira

Minningargreinar

24. október 2004 | Minningargreinar | 1258 orð | 1 mynd

AUÐUR ELÍSABET LEIFSDÓTTIR

Auður Elísabet Leifsdóttir fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1971. Hún varð bráðkvödd 6. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Leifur Hauksson og Edda Sigurrós Sverrisdóttir. Þau skildu 1973. Maki Leifs er Guðrún J. Bachmann. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2004 | Minningargreinar | 1218 orð | 1 mynd

BENEDIKT INGÓLFSSON

Benedikt Ingólfsson fæddist í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd 16. janúar 1917. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 14. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2004 | Minningargreinar | 463 orð | 1 mynd

BIRTA SÆVARSDÓTTIR

Birta Sævarsdóttir fæddist í Reykjavík 13. október 2003. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrarkirkju 15. október. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2004 | Minningargreinar | 803 orð | 1 mynd

ERLA JÓNA HELGADÓTTIR

Erla Jóna Helgadóttir fæddist í Löndum í Stöðvarfirði 16. nóvember árið 1933. Hún lést að morgni dags 16. október síðastliðinn á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík og var jarðsungin frá Húsavíkurkirkju 23. október. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2004 | Minningargreinar | 582 orð | 1 mynd

GUÐJÓN INDRIÐASON

Guðjón Indriðason fæddist á Siglufirði 31. desember 1937. Hann lést hinn 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Indriði Sigurjón Guðjónsson, vélstjóri og stöðvarstjóri Skeiðfossvirkjunar í Fljótum, f. 28. maí 1906 á Enni á Höfðaströnd, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2004 | Minningargreinar | 157 orð | 1 mynd

JÓHANNES BLÓMKVIST JÓHANNESSON

Hann Jóhannes Blómkvist Jóhannesson, Kálfsárkoti í Ólafsfirði, er 80 ára í dag, sunnudaginn 24. október. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2004 | Minningargreinar | 764 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR

Sigurbjörg Margrét Benediktsdóttir fæddist 2. apríl 1916. Hún lést á líknardeild Landspítalans 13. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 22. október. Meira  Kaupa minningabók
24. október 2004 | Minningargreinar | 3008 orð | 1 mynd

ÞÓRÐUR JÓNSSON

Þórður Jónsson fæddist á Brekku í Aðaldal 9. september 1927. Hann lést á Landakotsspítala 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Bergvinsson, f. 23.1. 1886 á Húsabakka í Aðaldal, d. 19.5. 1958, og Margrét Sigurtryggvadóttir, f. 5.3. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

24. október 2004 | Dagbók | 23 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag sunnudaginn 24. október er fimmtugur Garðar Benediktsson, vélstjóri, Ölduslóð 11 Hafnafirði . Garðar er staddur erlendis með eiginkonu... Meira
24. október 2004 | Dagbók | 22 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli .

75 ÁRA afmæli . Í dag, 24. október, er 75 ára Anna María Þórisdóttir, Ofanleiti 3, Reykjavík . Hún verður að heiman á... Meira
24. október 2004 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Jóhannes Blómkvist Jóhannesson bóndi í Kálfsárkoti í Ólafsfirði er áttræður í dag, sunnudaginn 24. október. Hann fæddist í Kálfsárkoti og er sonur þeirra Sigríðar Júlíusdóttur og Júlíusar Kristinssonar. Jóhannes er yngstur sex systkina. Meira
24. október 2004 | Fastir þættir | 269 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Evrópubikarinn. Meira
24. október 2004 | Fastir þættir | 170 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 18. október var enn spilaður eins kvölds tvímenningur. Formið var Mitchell og var spilað á 9 borðum. Meira
24. október 2004 | Fastir þættir | 60 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 18. október var spilað á 11 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi: N/S Guðm.Guðmundss - Stígur Herlufsen 250 Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 227 Árni Bjarnas. - Þorvarður Guðmundss. 223 Bragi Björnss. Meira
24. október 2004 | Fastir þættir | 49 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Frá eldri borgurum Hafnarfirði Föstudaginn 15. október var spilað á 10 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit í NS: Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 269 Sævar Magnúss. - Bjarnar Ingimarss. 266 Árni Bjarnas. - Þorvarður Guðmundss. 258 AV Jón Ól. Bjarnas. Meira
24. október 2004 | Fastir þættir | 207 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Björn og Frímann efstir á Akureyri Síðastliðinn þriðjudag lauk Greifatvímenningnum á Akureyri. Meira
24. október 2004 | Dagbók | 55 orð | 1 mynd

Loftbylgjurnar fjara út

Miðbær | Í kvöld lýkur tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, sem staðið hefur síðan á fimmtudag. Hátíðin náði hámarki í gær, þegar hljómsveitirnar Keane, The Shins, The Bravery, Stills, Maus og Leaves nærðu gesti með tónaflóði sínu. Meira
24. október 2004 | Dagbók | 30 orð

Orð dagsins: Ljúflyndi yðar verði kunnugt...

Orð dagsins: Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. (Fil. 4, 5.) Meira
24. október 2004 | Fastir þættir | 164 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. Rf3 d5 2. c4 c6 3. b3 Rf6 4. g3 dxc4 5. bxc4 e5 6. Rc3 Rbd7 7. Bg2 Bd6 8. O-O O-O 9. d3 He8 10. Hb1 Rc5 11. Rd2 Bf5 12. Rb3 Re6 13. Be3 Dc7 14. Dc1 Bg6 15. Db2 Rg4 16. Bd2 f5 17. Hbd1 Had8 18. Ra4 Hd7 19. a3 e4 20. Ba5 Dc8 21. Bb4 c5 22. Be1 Be5 23. Meira
24. október 2004 | Fastir þættir | 735 orð | 1 mynd

Vetur

Ýmislegt í sköpunarverkinu, þótt ekki sé endilega hátt vexti, er okkur góður kennari á lífsgöngunni, ef við bara fylgjumst með, lítum í kringum okkur rannsakandi augum. Sigurður Ægisson veit dæmi um það, bæði úr jurta- og dýraríkinu. Meira
24. október 2004 | Dagbók | 446 orð | 1 mynd

Vinnan stuðlar að viðhorfsbreytingum

Fanný Gunnarsdótir er fædd í Reykjavík 1957. Hún útskrifaðist með B.ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands árið 1981 og hefur síðan þá starfað sem kennari og síðar sem námsráðgjafi við Álftamýrarskóla. Fanný leysti af sem skólastjórnandi Álftamýrarskóla frá 2001 til áramóta 2003. Fanný er gift Herði Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Olíudreifingar ehf. Á 18 ára son, Gunnar Harðarson, nemanda í Verslunarskóla Íslands. Meira
24. október 2004 | Fastir þættir | 291 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Hinn óhugnanlegi Freddy Krueger kom í heimsókn til Víkverja á dögunum, algjörlega óboðinn og næstum á matmálstíma. Víkverji veit að sumum finnst hann Freddy ekkert hræðilegur heldur bara fyndinn fýr en Víkverji er alls ekki sammála því. Meira

Íþróttir

24. október 2004 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Eiður skoraði og lagði upp mark í Meistaradeildinni

EIÐUR Smári Guðjohnsen kom mikið við sögu hjá knattspyrnu-liðinu Chelsea í vikunni. En þetta enska liðið náði þá öruggri stöðu í H-riðlinum í Meistara-deild Evrópu. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 330 orð

24.10.04

Í Tímaritinu í dag segir ungur leikari og leikstjóri Gísli Örn Garðarson söguna af því hvernig með áræðni og þori hefur tekist að koma íslensku leikhúsverki aftur á fjalirnar í London nú þegar tæpur mánuður er fram að frumsýningu þar. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 147 orð

BÆKURNAR

Þrjár af bókum Jógvans Isaksens hafa komið út í íslenskri þýðingu. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 763 orð | 1 mynd

Böndin á milli þeirra

Hilmir Snær Guðnason leikstýrir Rúnari Frey Gíslasyni í verkinu Böndin á milli okkar, sem frumsýnt var á Litla sviði Þjóðleikhússins um síðustu helgi. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 2104 orð | 1 mynd

Fjöldamorð í fámenninu

H var í veröldinni, utan Íslands, hefjast hádegisfréttir ríkisútvarps klukkan 12.20? Svar: Í Færeyjum. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 723 orð | 1 mynd

Fyrst og fremst jafnréttissinni

Hvað ertu að gera núna? Ég hef sinnt fræðslu- og jafnréttismálum VR síðastliðin fimm ár. Eitt af því sem er á döfinni núna er starfshópur sem vinnur að því að endurskoða jafnréttisstefnu félagsins. Hver er launamunur kynjanna hjá VR? Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 375 orð | 2 myndir

. . . hann er bara ekki nógu skotinn í þér

Svo vinsæl er bókin He's Just Not That Into You, eða Hann er bara ekki nógu skotinn í þér, í Bandaríkjunum að hún er sögð vandfundnari en almennilegur kærasti. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 528 orð | 1 mynd

Jesús í Niketown

J esús er frelsarinn, Jesús bjargar ykkur, ef þið játið syndir ykkar og opnið hjarta ykkar fyrir Jesú eruð þið hólpin," þylur maður með rafknúið gjallarhorn á götuhorni Oxford-strætis. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 552 orð | 15 myndir

Kraftur í kuldanum og kotroskin kelling

Kuldi, kuldi, kuldi og óbjóður! Þegar vetur gengur í garð þarf Flugan virkilega að gefa sjálfri sér spark í óæðri endann þegar skundað er í bæinn til að sýna sig og sjá aðra. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1406 orð | 5 myndir

Ólgan í glerinu

N ýjustu afurðirnar úr smiðju Sigrúnar Ó. Einarsdóttur glerlistakonu eru skálar sem hún nefnir Ólgur. Þær eru í mörgum stærðum og litum, líka glærar og sumar sandblásnar og mattar. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 996 orð | 1 mynd

Skólabrú tekur flugið á ný

V eitingastaðurinn Skólabrú hefur séð tímana tvenna. Liðin eru tólf ár frá því að fyrst var hafinn veitingarekstur í þessu glæsilega timburhúsi en þar hafði í áratugi verið rekin augnlæknastofa. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 4443 orð | 8 myndir

Stokkið úr rólunni á fullri ferð

Það er ekki einfalt að finna tíma til spjalls við Gísla Örn Garðarsson áður en hann hverfur til Lundúna enda mikið stress sem fylgir því að hnýta síðustu endana í samningunum við leikhúsið á West End. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 535 orð | 1 mynd

Tíu góð ráð

E ftirfarandi eru 10 einfaldar aðferðir - settar á blað fyrir þá sem stjórna - hugsaðar til þess að bæta búskap þjóðarinnar, auka tekjurnar, stuðla að aukinni verðmætasköpun og hamingju. 1. Meira
24. október 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 436 orð | 5 myndir

VÍN Arnaldo Caprai Montefalco Rosso 2001...

VÍN Arnaldo Caprai Montefalco Rosso 2001 er rauðvín frá Úmbríu, nágrannahéraði Toskana í suðri, minnir á hágæða Chianti Classico, enda unnið úr sömu þrúgu eða Sangiovese (ásamt þrúgunni Sagrantino) og látið liggja í ár að lokinni víngerjun í ámum úr... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.