Greinar mánudaginn 1. nóvember 2004

Fréttir

1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 329 orð

Afslátturinn takmarkaður en verður ekki afnuminn

TALSMENN sjómanna og útvegsmanna áttu fund með Geir H. Haarde sl. fimmtudag og þar fengu þeir í hendur skriflega yfirlýsingu þess efnis að sjómannaafslátturinn yrði ekki afnuminn á samningstímanum til vorsins árið 2008. Meira
1. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 149 orð

Annan taldi ekki ástæðu til aðgerða

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sætir nú gagnrýni eftir að hafa ákveðið að hreinsa Hollendinginn Ruud Lubbers, yfirmann Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR), af áburði um að hafa áreitt konu kynferðislega á vinnustaðnum. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

ANNA PÁLÍNA ÁRNADÓTTIR

Anna Pálína Árnadóttir söngkona og dagskrárgerðarmaður lést á heimili sínu sl. laugardag, 41 árs að aldri. Hún fæddist í Hafnarfirði 9. mars 1963, en foreldrar hennar eru Ester Kláusdóttir og Árni Gíslason framkvæmdastjóri, sem er látinn. Meira
1. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 191 orð

Arafat ekki alvarlega sjúkur

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, er ekki alvarlega sjúkur og ætti að komast til heilsu á ný. Var það haft eftir talsmönnum hans í gær en hann hefur verið á frönsku sjúkrahúsi síðustu daga. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Á hrekkjavöku með riffil

LÖGREGLAN í Keflavík veitti í fyrrinótt athygli manni fyrir utan veitingastaðinn Paddy´s í bænum. Virtist maðurinn vera með riffil í hendinni. Maðurinn var undir áhrifum áfengis og var riffillinn, sem var eftirlíking, tekinn af honum. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 190 orð

Bensínhækkanir mögulegar á næstunni

LÍKUR eru á því að bensínverð hækki hér á landi á næstunni. "Það sem hefur verið að gerast undanfarið er það sem menn áttu aldrei von á í sumar. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Breskir þingmenn hrósa Davíð Oddssyni

ELLEFU þingmenn breska Íhaldsflokksins hafa skrifað undir tillögu þar sem Davíð Oddssyni eru færðar sérstakar hamingjuóskir og hrós þingsins fyrir að hafa setið við völd lengst allra forsætisráðherra sem sitja hægra megin við miðju. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 148 orð

Búist við 365 þúsund ferðamönnum í ár

UM 37 þúsund fleiri erlendir ferðamenn komu til Íslands fyrstu níu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Meira
1. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 958 orð | 4 myndir

Getum staðið af okkur sviptivinda

Þegar Magnús Þorgeirsson flutti inn saumavél fyrir systur sína fyrir 75 árum hefur hann líklega ekki órað fyrir að þar með væri lagður grunnur að sterku fjölskyldufyrirtæki. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við Margréti Kristmannsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins og barnabarn stofnandans. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð

Greitt verði fyrir skólaakstur í verkfallinu

STJÓRN Félags hópferðaleyfishafa hvetur sveitarfélög til að greiða þeim aðilum og fyrirtækjum sem sinntu skólaakstri á meðan verkfall kennara stóð yfir. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Hart barist í kvennaboltanum

ÞAÐ er ávallt hart barist í kvennahandknattleiknum og ekkert gefið eftir. Ágústa Edda Björnsdóttir leikmaður Vals lét mikið að sér kveða í 34:29 sigri liðsins gegn Fimleikafélagi Hafnarfjarðar um helgina og skoraði 10 mörk. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 359 orð

Heita stuðningi við Ísland í viðræðum um stækkun EES

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hétu því á fundi í gær að veita Íslendingum og Norðmönnum stuðning í væntanlegum viðræðum við Evrópusambandið um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins en þær viðræður hefjast væntanlega innan skamms... Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 150 orð

Hlaupið í Skeiðará var í gær komið í tvöfalt sumarrennsli

RENNSLI í Skeiðará mældist 600 m 3 /s við brú á þjóðvegi 1 kl. 15 í gær. Að sögn Sverris Elefsen, vatnamælingamanns hjá Orkustofnun, jafnast það á við tvöfalt sumarrennsli árinnar. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 203 orð

Hættulegir stofnar nær horfnir

ÍSLENDINGAR nota meira af sýklalyfjum en margar aðrar þjóðir en notkunin hefur minnkað á síðustu árum og við það hefur tíðni hættulegra bakteríustofna minnkað verulega. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 36 orð

Íslendingar úr leik á ÓL í brids

Íslendingar eru úr leik á Ólympíumótinu í brids í Istanbúl, en íslenska liðið tapaði fyrir því kínverska, 218:104, í 16 liða úrslitum. Ásamt Kínverjum spila Pakistanar, Ítalar, Japanar, Rússar, Ungverjar, Írar og Hollendingar í 8 liða... Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Jákvætt og gefur ágætar ábendingar

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að álit Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í íslenska efnahagslífinu, og þann árangur sem náðst hafi, sé jákvætt og ástæða sé til að fagna því. Í álitinu sé að finna margar ágætar ábendingar. Meira
1. nóvember 2004 | Minn staður | 528 orð | 3 myndir

Kaupfélagið ekki dautt og grafið

Vesturland | Þrátt fyrir að búið sé að fjarlægja allar merkingar frá Kaupfélagi Borgfirðinga á verslunarhúsnæði þess í Hyrnutorgi í Borgarnesi er ekki þar með sagt að félagið sé úr sögunni. Í júní sl. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Kátir voru karlar...

Það var glatt yfir mönnum í Karphúsinu á laugardag þegar skrifað var undir kjarasamning sjómanna og útvegsmanna. Er þetta fyrsti kjarasamningur aðilanna, án atbeina stjórnvalda, í meira en áratug. F.v.: Friðrik J. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 145 orð

Kennarar fá ekki greidd laun í dag

ENGAR sérstakar launagreiðslur verða til kennara í dag, 1. nóvember, þrátt fyrir frestun verkfalls. Þetta er samkvæmt bréfi sem launafulltrúum sveitarfélaga var sent 29. október síðastliðinn og er undirritað af starfsmanni launanefndar sveitarfélaga. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Kjörinn forseti Norðurlandaráðs æskunnar

ANDRÉS Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, var kjörinn forseti Norðurlandaráðs æskunnar á þingi þess sem lauk í Stokkhólmi í gær. Meira
1. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 263 orð | 2 myndir

Kosið í Bretlandi í febrúar?

TALSMAÐUR Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, gerði í gær lítið úr fréttum um, að hann hygðist boða til þingkosninga í febrúar næstkomandi. Almennt hefur það þótt líklegast, að til þeirra verði boðað í maí. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Kvaddir með gjöfum og orðum

Áður en friðargæsluliðarnir fóru frá flugvellinum í Kabúl, áleiðis til Íslands, var haldin sérstök kveðjuathöfn á vellinum þar sem þeir voru leystir út með gjöfum og orðum í sérstökum kassa, bæði frá íslensku friðargæslusveitinni og NATO, sem heiðraði þá... Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð

Lánakjör færast nær því sem þekkist erlendis

ÁRSFUNDUR Alþýðusambands Íslands samþykkti sérstaka yfirlýsingu um nauðsyn þess að þróa lánakjör á Íslandi í átt að því sem best gerist erlendis. "Þar eru óverðtryggð lán ríkjandi og vextir og greiðslubyrði lána almennt mun hagfelldari almenningi. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 110 orð

Láti vita af grunsamlegum mönnum

ÞRJÚ innbrot í heimahús hafa verið tilkynnt til lögreglunnar í Hafnarfirði í vikunni. Í öllum tilvikum var brotist inn í hús í Hafnarfirði á meðan húsráðendur voru fjarverandi vegna vinnu. Meira
1. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Lýðræðið sagt vera í húfi í kosningunum í Úkraínu

KJÓSENDUR í Úkraínu gengu að kjörborðinu í gær í forsetakosningum, sem margir telja, að geti ráðið miklu um framtíð landsins sem lýðræðisríkis. Tókust þar aðallega á tveir frambjóðendur, sem ýmist halla sér til austurs eða vesturs. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Læknadeild HÍ vill taka við náminu

BEIÐNI hefur komið fram frá félagi geislafræðinga og lífeindafræðingum, sem áður kölluðust meinatæknar, að flytja námið úr Tækniháskóla Íslands (TÍ) yfir í Háskóla Íslands (HÍ) að sögn Stefáns B. Sigurðarsonar, forseta læknadeildar HÍ. Meira
1. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 244 orð

Margir nýir kjósendur

KJÖRMENN Ohio eru 20 að tölu. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í ríkinu hlýtur alla kjörmennina og hefur þannig fengið 20 menn af heildarfjöldanum 538. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð

Matsskýrsla um áhrif landfyllinga í Gufunesi

SKIPULAGSSTOFNUN hefur borist matsskýrsla Reykjavíkurborgar vegna mats á umhverfisáhrifum landfyllinga í Gufunesi. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Nýtt samkomuhús Votta Jehóva

VOTTAR Jehóva í Reykjavík hafa tekið í notkun nýtt hús við Hraunbæ 113. Húsið var fullbúið í september en jarðvinna hófst í ársbyrjun. Arkitekt hússins er Benjamín Magnússon og er það reist úr forsteyptum einingum. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 638 orð | 1 mynd

Opinber þjónusta markaðsvædd

Drög að þjónustutilskipun Evrópusambandsins (ESB) hafa vakið hörð viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu. Tilskipunin gengur m.a. út á það að samningar og reglur sem gilda um vinnumarkaðinn skuli vera þær sömu og gilda í upprunalandi fyrirtækis. Meira
1. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Óttast málaferli að kosningum loknum

KEPPINAUTARNIR í bandarísku forsetakosningunum, þeir George W. Bush forseti og John Kerry, gerðu í gær hosur sínar grænar fyrir kjósendum á Flórída og í Ohio en búist er við, að þar og í nokkrum öðrum ríkjum muni úrslitin ráðast. Meira
1. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 107 orð

Páfagaukur felldi þjófana

ÞRÍR menn í Memphis í Tennessee í Bandaríkjunum brutust nýlega inn í hús í borginni og stálu þar öllu steini léttara. Lögreglan hafði samt hendur í hári þeirra og það, sem varð þeim að falli, var málgefinn páfagaukur. Meira
1. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 1008 orð | 2 myndir

"Hér getur allt gerst"

Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun. Eitt af þeim ríkjum þar sem úrslitin eru líkleg til að ráðast er Ohio. Staðan er nánast hnífjöfn og frambjóðendur keppast við að vinna kjósendur á sitt band. Auglýsingar og áróður tröllríða öllu og baráttan er hörð. Sigríður Víðis Jónsdóttir tók púlsinn á heimamönnum í Ohio. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 840 orð | 1 mynd

"Ljóst að forstjórar hafa rætt um að vinna að hækkaðri álagningu"

ÞÓRÓLFUR Árnason, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðssviðs Olíufélagsins hf. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 715 orð | 2 myndir

"Skipti mestu að hreinsa borgina af drullu"

SÓLVEIG Þorvaldsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri, Almannavarna ríkisins, er nýkomin heim frá Haítí þar sem hún stýrði hjálparstarfi, en á þriðja þúsund manns fórst í óveðri sem gekk yfir eyjuna í september síðastliðnum. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 1865 orð | 1 mynd

"Verður pabbi sprengdur aftur?"

Stefán Gunnarsson, Sverrir Haukur Grönli og Steinar Örn Magnússon eru nú í faðmi fjölskyldna sinna á Íslandi, viku eftir sjálfsmorðsárásina í Kabúl í Afganistan sem felldi tvo einstaklinga, auk tilræðismannsins. Björn Jóhann Björnsson og Kjartan Þorbjörnsson hittu friðargæsluliðana í gær og fengu að heyra hve nálægt þeir voru dauðanum í örlagaríkri verslunarferð. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

"Vissum ekki hvort og á hvað við áttum að skjóta"

ÍSLENSKU friðargæsluliðarnir sem slösuðust á dögunum í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl í Afghanistan eru nú í faðmi fjölskyldna sinna hér á landi að jafna sig eftir atvikið. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Safna fyrir hreinu vatni

HJÁLPARSTARF kirkjunnar hefur frá því í desember 2002 átt samstarf við kaffihús í landinu um að safna með viðskiptavinum sínum fyrir hreinu vatni í Mósambík. Meira
1. nóvember 2004 | Innlent - greinar | 1393 orð | 1 mynd

Samstarf Norðurlandanna einstakt

Þing Norðurlandaráðs hefst í dag í Stokkhólmi. Valgerður Sverrisdóttir, sem nýlega tók við starfi samstarfsráðherra Norðurlandanna, segir að Ísland hafi fengið gríðarlega mikið út úr nánu samstarfi við hin Norðurlöndin. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 182 orð

Skemmdarverk á vatnsmæli í Múlakvísl

SKEMMDARVERK var unnið á sjálfvirkum mæli í Múlakvísl, að öllum líkindum 18. október síðastliðinn. Skemmdirnar ollu því að mælirinn hætti að mæla vatnshita í ánni og hafði það áhrif á áreiðanleika mælinga á leiðni vatnsins í Múlakvísl. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 279 orð

Staða borgarstjóra óbreytt

STAÐA Þórólfs Árnasonar borgarstjóra er óbreytt, að mati oddvita flokkanna sem standa að R-listanum. Frá því var greint í fyrrasumar að Þórólfur hefði gert borgarfulltrúum R-listans grein fyrir aðild sinni að málefnum olíufélaganna á sérstökum fundi. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð

Stefnt að stofnun munkaklausturs á Austurlandi

MUNKAKLAUSTUR verður stofnað á Austurlandi á næstu árum, gangi áform Kapúsína-munka eftir. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð

Upplýstu þjófnað á 380 lítrum af vodka

LÖGREGLAN í Borgarnesi hefur upplýst þjófnað á 380 lítrum af Pölstar-vodka sem stolið var úr birgðageymslum vínframleiðanda í Borgarnesi í byrjun mánaðarins. Meira
1. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 94 orð

Vara við árás á Fallujah

BANDARÍSKI herinn í Írak virtist í gær vera tilbúinn til að ráðast inn í borgina Fallujah en viðræður milli stjórnvalda og trúarleiðtoga í borginni stóðu þá enn yfir. Meira
1. nóvember 2004 | Erlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Vatn eða ís í sigdældum á Mars?

RAÐIR sigdælda á yfirborði Mars - sem eiga sér íslenska samsvörun - þykja benda til þess að jarðskjálftar - marshræringar - séu enn að móta yfirborð reikistjörnunnar, að sögn Davids Ferrills hjá Southwest-rannsóknarstofnuninni (SwRI) í San Antonio í... Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð

Vilja fulltrúa í nýja stjórn HR og TÍ

STJÓRN Bandalags íslenskra námsmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á aðstandendur Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands að gera ráð fyrir fulltrúa stúdenta innan sjö manna stjórnar einkahlutafélags skólanna í tengslum við... Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 326 orð | 3 myndir

Yfir 300 manns í heimsókn

BLAÐBERUM Morgunblaðsins á höfuðborgarsvæðinu var í gær boðið í heimsókn í nýja prentsmiðju Morgunblaðsins í Hádegismóum. Meira
1. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Þorvaldur kosinn formaður BÍL

ÞORVALDUR Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistarmaður, var á þingi Bandalags íslenskra listamanna (BÍL) kjörinn formaður bandalagsins. Kosið var á milli Þorvaldar og Einars Kárasonar rithöfundar og hlaut Þorvaldur 41 atkvæði en Einar hlaut 13. Meira

Ritstjórnargreinar

1. nóvember 2004 | Leiðarar | 169 orð

Einkareknir skólar

Umræður í sunnudagsþætti Skjás eins í gær gætu bent til þess að vaxandi hljómgrunnur geti verið til reksturs einkaskóla á öllum skólastigum. Andmælin gegn einkaskólum voru ekki jafn sterk og stundum áður. Meira
1. nóvember 2004 | Leiðarar | 310 orð | 1 mynd

Jákvætt og neikvætt félagafrelsi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, hélt fyrir skömmu ræðu á aðalfundi Starfsgreinasambandsins, sem birt er á heimasíðu Samfylkingarinnar. Í ræðunni ræddi Ingibjörg meðal annars um félagafrelsi. Meira
1. nóvember 2004 | Leiðarar | 180 orð

Samningar sjómanna

Það er augljóst, að talsmenn bæði sjómanna og útgerðarmanna eru mjög ánægðir með þá kjarasamninga, sem þessir aðilar hafa gert sín í milli og gilda til vors 2008. Meira
1. nóvember 2004 | Leiðarar | 241 orð

Útgerðarmenn og veiðigjaldið

Á aðalfundi Landssambands ísl. útvegsmanna fyrir helgi var samþykkt ályktun, þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því að veiðigjald verði fellt úr gildi. Meira

Menning

1. nóvember 2004 | Leiklist | 845 orð | 1 mynd

Að ná ekki áttum

Eftir Hrafnhildi Hagalín. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikmynd: Rebekka A. Ingimundardóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Hljóðmynd: Jón Hallur Stefánsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 458 orð | 1 mynd

Beinagrind í Kleifarvatni

Það er ekki laust við að spenna ríki meðal spennubókaunnenda þar sem nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar kemur út í dag. Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 257 orð | 2 myndir

Besta úr 70 mínútum 2 komið yfir 5.000 eintök

STRÁKARNIR úr sjónvarpsþættinum 70 mínútum á PoppTíví fengu afhenta gullplötu í Smáralindinni á föstudag fyrir DVD-diskinn Besta úr 70 mínútum 2 . Gullplata er veitt þegar 5.000 eintök hafa verið seld. Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 224 orð | 1 mynd

Fegurðardrottning og verðandi flugmaður

SIGRÚN Bender, 19 ára Reykjavíkurmær, lenti í þriðja sæti í keppninni Ungfrú Norðurlönd sem fram fór í Finnlandi á laugardagskvöldið, en Sigrún, sem var valin Ungfrú Reykjavík í vor, keppti fyrir Íslands hönd ásamt Hugrúnu Harðardóttur. Meira
1. nóvember 2004 | Tónlist | 620 orð | 1 mynd

Gagnkvæmur skilningur

Tónleikar með Lisu Ekdahl og hljómsveit í Austurbæ 29. október 2004. Söngur og kassagítar: Lisa Ekdahl. Trommur og slagverk: Norpan Eriksson. Gítar og munnharpa: Matthias Blomdahl. Píanó, orgel, gítarar, harmonikka og munnharpa: Johan Persson. Bassi: Thomas Axelsson. Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Get Carter valin versta endurgerðin

ENDURGERÐ myndarinnar Get Carter með Sylvester Stallone í aðalhlutverki var valin versta endurgerða kvikmyndin í breskri könnun á dögunum. Michael Caine lék Jack Carter í upprunalegu myndinni árið 1971 og þykir hún með betri myndum kvikmyndasögunnar. Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 182 orð | 1 mynd

... Gil Grissom í CSI

GIL Grissom og kollegar hans í rannsóknardeild lögreglunnar í Las Vegas fá ýmis konar erfið mál inn á borð til sín og rannsaka málin með athyglisverðum hætti. Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Glæsileg tilþrif

ENSKU mörkin eru á dagskrá Sjónvarpsins á mánudögum klukkan 16.10 og er þátturinn endursýndur klukkan 23.15 um kvöldið. Meira
1. nóvember 2004 | Tónlist | 622 orð | 1 mynd

Góð tilfinning

Hljómsveitin Ske skipa: Hrannar, Gummi, Eiki og Frank, ásamt Didda, Jonna og Röggu. Einnig leikur á plötunni The Reykjavik Session Quartet. Lög, textar og upptökustjórn: Ske. Upptökur fóru fram í Studio Ske, Grjótnámu og Sýrlandi 2003-2004. Meira
1. nóvember 2004 | Bókmenntir | 355 orð | 1 mynd

Klofin merking

eftir Véstein Lúðvíksson. - 64 bls. Bjartur. 2004 Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Moore kvikmyndar kosningar

LEIKSTJÓRINN Michael Moore hefur fengið hvorki fleiri né færri en 1200 tökumenn til að kvikmynda kjörstaði í Ohio og Florida í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á morgun en frambjóðendurnir eru hnífjafnir í þessum ríkjum. Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 57 orð | 2 myndir

Norður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu

LEIKRITIÐ Norður eftir Hrafnhildi Hagalín var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. Leikritið gerist á flugvelli þar sem nokkrir farþegar bíða eftir flugi sem hefur seinkað. Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 157 orð

Norrænir bíódagar í Háskólabíói 5.-15. nóvember

NORRÆNIR bíódagar verða haldnir í Háskólabíói 5.-15. nóvember næstkomandi og verða sex myndir á dagskrá hátíðarinnar. Sænska myndin Midsommar er í leikstjórn Carstens Myllerup. Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 64 orð | 1 mynd

Útgáfutónleikar Halla Reynis

HALLI Reynis hélt útgáfutónleika sína á Nasa á föstudagskvöldið í tilefni af útgáfu geisladisksins Við erum eins . Góð stemmning var á tónleikunum og voru gestir vel með á nótunum. Meira
1. nóvember 2004 | Menningarlíf | 426 orð | 1 mynd

Vinsæll og umdeildur

TÖLVULEIKURINN Grand Theft Auto San Andreas er kominn í verslanir hér á landi fyrir PlayStation 2. Leikurinn er gefinn út af Take 2 Interactive og er framleiddur af Rockstar North. Meira

Umræðan

1. nóvember 2004 | Bréf til blaðsins | 418 orð

Hólmsteinn og Atómstöðin

Frá Guðmundi W. Vilhjálmssyni lögfræðingi og fyrrverandi forstöðumanni hjá Flugleiðum:: "HÉR ÁÐUR voru skopparakringlur leikföng barna." Meira
1. nóvember 2004 | Aðsent efni | 751 orð | 2 myndir

Skólamál í Dalvíkurbyggð

Helgi Gestsson og Trausti Þorsteinsson fjalla um skólamál: "Niðurstöður skýrslunnar benda eindregið til að verulegur fjárhagslegur ávinningur yrði af færslu starfsemi Húsabakkaskóla til Dalvíkurskóla." Meira
1. nóvember 2004 | Aðsent efni | 734 orð | 1 mynd

Til hamingju félagar í Ferðaþjónustu bænda!

Elín Berglind Viktorsdóttir skrifar í tilefni af umhverfisverðlaunum ferðamálaráðs 2004: "Það er mikil hvatning að fá viðurkenningu fyrir það sem hefur áorkast en jafnframt gerum við okkur grein fyrir því að við getum öll gert enn betur á þessu sviði." Meira
1. nóvember 2004 | Bréf til blaðsins | 273 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Dísil- eða rafknúnir strætisvagnar SÁ mæti maður Gísli Júlíusson skrifaði nýlega grein hér í blaðið um rafknúna strætisvagna. Gísli greindi frá sjálfvirkum búnaði til að tengja vagnana við veitukerfið og sparaði vagnstjóranum sporin. Meira

Minningargreinar

1. nóvember 2004 | Minningargreinar | 1567 orð | 1 mynd

HALLDÓR INGÓLFSSON

Halldór Ingólfsson fæddist í Reykjavík 14. apríl 1940. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 24. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingólfs Sveinssonar lögregluþjóns, f. 3. júlí 1914, og Klöru Halldórsdóttur húsmóður, f. 14. sept. Meira  Kaupa minningabók
1. nóvember 2004 | Minningargreinar | 353 orð | 1 mynd

JÓNA GUÐLAUG ÞORGEIRSDÓTTIR

Jóna Guðlaug Þorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 29. september 1934. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 13. október. Meira  Kaupa minningabók
1. nóvember 2004 | Minningargreinar | 2080 orð | 1 mynd

STEFÁN INGÓLFSSON

Stefán Hafsteinn Ingólfsson fæddist í Reykjavík 9. september 1946. Hann lést í Reykjavík 21. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirkju 29. október. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 131 orð

320 milljóna hagnaður Jarðborana

HAGNAÐUR samstæðu Jarðborana hf. var 320 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum árins. Þetta er talsvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra, en þá nam hagnaður 140 milljónum króna. Hagnaður eftir skatta nemur í ár um 11,9% af heildartekjum fyrirtækisins. Meira
1. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Flugfarþegum fjölgar um 268.000

FARÞEGUM í millilandaflugi íslenzku flugfélaganna hefur fjölgað verulega á fyrstu níu mánuðum ársins. Icelandair hefur flutt 1.060 þúsund farþega á tímabilinu, sem eru 18% fleiri farþegar en á sama tíma í fyrra, er þeir voru um 896.000. Meira
1. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 78 orð | 1 mynd

Hvetjum fjárfesta til að leggja eigið mat á hlutina

"Við hvetjum fjárfesta almennt til að skoða ársreikninga sjálfir og að leggja sitt eigið mat á hlutina," sagði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðu greiningardeildar KB... Meira
1. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 170 orð

Ísland kynnt kínverskum ferðamönnum

SENDIRÁÐ Íslands í Kína, Ferðamálaráð, Icelandair, Útflutningsráð, SAS og fleiri hafa að undanförnu unnið að því að kynna Ísland sem áfangastað fyrir kínverska ferðamenn. Meira
1. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 87 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri Iceland Express

Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Tæknivals, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugfélagsins Iceland Express . Almar er 31 árs og lögfræðingur að mennt. Meira
1. nóvember 2004 | Viðskiptafréttir | 340 orð | 2 myndir

Skipafélögin eflast í Asíu

NÝJAR skrifstofur Eimskips og Samskipa verða opnaðar í Kína í dag. Skrifstofa Eimskips er í hafnarborginni Qingdao, en skrifstofa Samskipa í Dalian. Meira

Daglegt líf

1. nóvember 2004 | Daglegt líf | 711 orð | 1 mynd

Við höldum okkur sólarmegin

Sumir urðu hvumsa þegar Kristín Heiða Kristinsdóttir sagðist ætla í göngutúr með MS-félögum. En þessi gönguhópur lætur ekkert stöðva sig. Meira

Fastir þættir

1. nóvember 2004 | Dagbók | 69 orð | 1 mynd

50 metra löng afmæliskaka

B&L bauð viðskiptavinum sínum upp á 50 metra langa afmælisköku um helgina í tilefni af því að fyrirtækið fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli. Meira
1. nóvember 2004 | Fastir þættir | 170 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

ÓL í Istanbúl. Norður &spade;10863 &heart;ÁK32 N/NS ⋄- &klubs;K9752 Vestur Austur &spade;K94 &spade;Á5 &heart;987 &heart;DG65 ⋄K10732 ⋄D954 &klubs;G4 &klubs;D108 Suður &spade;DG72 &heart;104 ⋄ÁG86 &klubs;Á63 Spilið í dag er frá 11. Meira
1. nóvember 2004 | Dagbók | 76 orð | 1 mynd

Börn

Mál og menning hefur gefið út barnabókina Greppibarnið, eftir Juliu Donaldson, í þýðingu Þórarins Eldjárns. Axel Scheffler myndskreytti. Meira
1. nóvember 2004 | Dagbók | 165 orð | 1 mynd

Frásagnir

HJÁ Máli og menningu er komin út bókin Arabíukonur. Samfundir í fjórum löndum, eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Meira
1. nóvember 2004 | Dagbók | 19 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þær Emilía, Unnur Svala,...

Hlutavelta | Þær Emilía, Unnur Svala, Steinunn, Sóley Isabel og Sigrún söfnuðu 10.000 kr. til styrktar Rauða krossi... Meira
1. nóvember 2004 | Dagbók | 21 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þær Tinna, Ásta Rún,...

Hlutavelta | Þær Tinna, Ásta Rún, Edda og Ásta Kristín héldu tombólu og söfnuðu 2.311 kr. til styrktar Rauða krossi... Meira
1. nóvember 2004 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

Ljóð

JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér nýja ljóðabók eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur sem ber heitið Fiskar hafa enga rödd. Fiskar hafa enga rödd er sjötta ljóðabók Vilborgar. Jón Ásgeir hannaði... Meira
1. nóvember 2004 | Dagbók | 498 orð | 1 mynd

Nýr lífsstíll aldraðra

Ingibjörg Þórhallsdóttir fæddist í Reykjavík 1953. Hún lauk BS-námi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1980 og MA-námi í stjórnun og notkun upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu 1983. Þá lauk hún MS-námi í Rannsóknum í heilbrigðisþjónustu 1996. Ingibjörg hefur starfað við stjórnun í hjúkrun, háskólakennslu og verkefnastjórnun. Þá hefur hún verið leiðbeinandi hjá Endurmenntunarstofnun HÍ sl. 10 ár. Ingibjörg er gift Rúnari Karlssyni tölvunarfræðingi og eiga þau tvo syni og eitt barnabarn. Meira
1. nóvember 2004 | Fastir þættir | 195 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 Be7 7. Bf4 Rc6 8. Dd2 Bg4 9. O-O-O Dd7 10. Be2 O-O-O 11. h3 Bf5 12. Rd4 Rxd4 13. Dxd4 c5 14. Dd2 Da4 15. Kb1 Bxc2+ 16. Dxc2 Dxf4 17. Bf3 Kb8 18. Hhe1 Hd7 19. Bd5 Bd8 20. a3 Df6 21. Hd3 He7... Meira
1. nóvember 2004 | Dagbók | 62 orð

Skáldsaga

Danteklúbburinn eftir Matthew Pearl er komin út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Útgefandi er Bjartur. Þessi sögulega spennusaga gerist í Boston árið 1865. Meira
1. nóvember 2004 | Dagbók | 59 orð | 1 mynd

Smásögur

Út er komið smásagnasafnið Níu þjófalyklar eftir Hermann Stefánsson. Meira
1. nóvember 2004 | Fastir þættir | 312 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji fagnar því eins og aðrir landsmenn, að verkfalli kennara skuli hafa verið frestað og börnunum leyft að taka aftur til við að búa sig undir lífið og tilveruna. Meira
1. nóvember 2004 | Dagbók | 20 orð

Því segir svo: Vakna þú, sem...

Því segir svo: Vakna þú, sem sefur, og rís upp frá dauðum og þá mun Kristur lýsa þér.(Efes. 5, 14.) Meira

Íþróttir

1. nóvember 2004 | Íþróttir | 14 orð | 1 mynd

1.

1. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 81 orð

18 stig hjá Jóni Arnóri í grannaslagnum

JÓN Arnór Stefánsson skoraði 18 stig fyrir Dynamo St. Petersburg þegar liðið lagði granna sína í Spartak St. Petersburg, 85:79, í rússnesku 1. deildinni í körfuknattleik í fyrrakvöld. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 205 orð

Allir gullverðlaunahafar á ÓL á lyfjum?

ALLIR gullverðlaunahafar í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Aþenu neyttu ólöglegra lyfja í undanfara leikanna til þess að bæta árangur sinn. Þetta fullyrðir þýski læknirinn Helmut Schreiber í samtali við Süddeutsche Zeitung . Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 197 orð | 1 mynd

Árni Gautur efstur að mati VG

GYLFI Einarsson er í 20. sæti á norska netmiðlinum Nettavisen hvað varðar einkunnagjöf leikmanna í norsku úrvalsdeildinni. Að mati Nettavisen var Ragnvald Soma úr Brann bestur en hann fær 5,58 að meðaltali í 26 leikjum. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 379 orð | 1 mynd

* BERTI Vogts verður leystur frá...

* BERTI Vogts verður leystur frá störfum sem landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu í dag ef marka frá fréttir frá BBC í Skotlandi . Heimildir BBC herma að lögræðingur Vogts og stjórn skoska knattspyrnusambandsins hafi náð samkomulagi um starfslokin. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 129 orð

Bjarki Norðurlandameistari

BJARKI Ásgeirsson, 14 ára gamall fimleikamaður úr Ármanni, stóð sig afar vel á Norðurlandamóti drengja í fimleikum sem haldið var í Helsinki í Finnlandi um helgina. Bjarki varð Norðurlandameistari í keppni á bogahesti þar sem hann fékk einkunnina 7,35. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 310 orð

Blóðtaka hjá Liverpool

LIVERPOOL varð fyrir miklu áfalli í 2:2 jafnteflisleik sínum gegn Blackburn í grannaslag liðana á Ewood Park á laugardag. Franski framherjinn Djibril Cisse fótbrotnaði í leiknum og verður líklega ekkert meira með liðinu á þessari leiktíð. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 515 orð | 2 myndir

Chelsea er komið upp að hlið Arsenal

JOSE Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea sagði sína menn hafa verið stórkostlega gegn WBA á laugardaginn er liðið vann 4:1 í Birmingham. Chelsea er með 26 stig líkt og Arsenal en verra markahlutfall. Ensku meistararnir máttu þakka fyrir 2:2 jafntefli gegn Southampton á Highbury þar sem hollenski unglingurinn Robin van Persie tryggði Arsenal stig með marki á 90. mínútu. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 843 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild Arsenal - Southampton 2:2...

England Úrvalsdeild Arsenal - Southampton 2:2 Thierry Henry 67., Robin Van Persie 90 . - Rory Delap 80., 85 . - 38.141 . Charlton - Middlesbro 1:2 Jonatan Johansson 45 . - Talal El Karkouri (sjálfsm.) 21., Boudewijn Zenden 58 . - 26.031 . Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 493 orð

Eyjamenn nýttu ekki tækifærin

EYJAMENN fóru heldur illa að ráði sínu þegar þeir sóttu ÍR, efsta lið suður-riðils, heim í Breiðholtið á laugardaginn. Þeir réðu ferðinni lengst af en tókst of oft illa upp í góðum færum svo að ÍR gekk á lagið, seig fram úr og vann 31:29 eftir æsilegar lokamínútur. Breiðhyltingar tróna því enn á toppi riðilsins en Eyjamenn verða að herða róðurinn til að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 667 orð

Ferguson vonsvikinn

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United sagði við leikmenn liðsins að sigur liðsins gegn Arsenal um síðustu helgi sé verðlaust plagg eftir 2:0 tap liðsins á útivelli gegn Portsmouth á laugardag. Annað tap liðsins frá því í fyrstu umferð var staðreynd en þetta er annað árið í röð sem liðið tapar í Portsmouth. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 149 orð

Fjögurra barna móðir slær í gegn

CHEMOKIL Chilapong Benjamin, 26 ára gömul fjögurra barna móðir frá Kenýa, er nýjasta frjálsíþróttastjarna landsins en hún hefur aðeins æft með skipulögðum hætti í eitt ár. Chilapong gerði sér lítið fyrir og kom fyrst í mark í Naíróbí-maraþonhlaupinu sl. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 148 orð

Fjölmargir vilja þjálfa Keflvíkinga

UM tíu erlendir þjálfarar hafa sýnt áhuga á að taka að sér þjálfun bikarmeistara Keflvíkinga í knattspyrnu. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Grétar á leið til KR-inga

YFIRGNÆFANDI líkur eru á að markaskorarinn Grétar Ólafur Hjartarson gangi til liðs við KR-inga og herma heimildir Morgunblaðsins að Grétar skrifi undir samning við vesturbæjarliðið í vikunni. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 204 orð

Hannes Sigurðsson og Gylfi Einarsson skoruðu

GYLFI Einarsson skoraði í kveðjuleik sínum hjá Lilleström gegn Brann en liðið náði ekki einu af fjórum efstu sætum norsku úrvalsdeildarinnar. Og er því ekki með í meistaradeild Norðurlanda, eða Royal League, eins og hún er kölluð. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 108 orð

Haraldur að ná samningum

HARALDUR Guðmundsson varnarmaðurinn sterki í bikarmeistaraliði Keflvíkinga skrifar að óbreyttu undir þriggja ára samning við norska liðið Aalesund í vikunni. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 792 orð

Haukar tóku Creteil í bólinu

HAUKAR sýndu allar sínar bestur hliðar á Ásvöllum í gær er liðið lagði franska liðið Creteil í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 98 orð | 1 mynd

Heiðar Helguson með tvö skallamörk

HEIÐAR Helguson skoraði bæði mörk Watford sem lagði Nottingham Forest á útivelli, 2:1, í ensku 1. deildinni í knattspyrnu og var þetta jafnframt fyrsti útisigur Watford á leiktíðinni. Heiðar skoraði bæði mörk sín með skalla, það fyrra á 20. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 33 orð | 1 mynd

Hópbílabikarkeppnin 8-liða úrslit karla, fyrri leikir:...

Hópbílabikarkeppnin 8-liða úrslit karla, fyrri leikir: Skallagrímur - Grindavík 78:90 Haukar - Njarðvík 59:81 KR - Snæfell 78:74 ÍR - Keflavík 63:109 8-liða úrslit kvenna, fyrri leikir: Haukar - KR 63:63 Tindastóll - ÍS 33:73 1. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 702 orð | 1 mynd

ÍR - ÍBV 31:29 Íþróttahúsið Austurberg,...

ÍR - ÍBV 31:29 Íþróttahúsið Austurberg, Íslandsmótið í handknattleik karla, suður-riðill, laugardaginn 30. október 2004. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 78 orð

Íslendingar enduðu í 27.-30. sæti

ÍSLENSKA karlalandsliðið í golfi gat ekki leikið fjórðu umferð heimsmeistaramóts áhugamanna í Púertó-Ríkó þar sem umferðin var felld niður vegna veðurs. Þrjár umferðir voru því látnar gilda og endaði íslenska sveitin í 27.-30. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 75 orð

Kiel tapaði fyrir Sävehof

SÆNSKA liðið Sävehof bar sigurorð af þýska liðinu Kiel, 30:26, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Svíþjóð í gær en liðin leika í sama riðli og Haukar. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 141 orð

Lúkas neitaði Grindvíkingum

LÚKAS Kostic tekur ekki við þjálfun Grindavíkurliðsins í knattspyrnu. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 184 orð

Malmö meistari eftir 16 ára bið

NORÐMAÐURINN Jon Inge Høiland tryggði Malmö sænska meistaratitilinn í knattspyrnu er liðið vann Elfsborg á heimavelli. Á sama tíma gerði Halmstad, 1:1, jafntefli gegn Gautaborg en Halmstad gat með sigri unnið deildina. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 159 orð

Man. City er í skuldafeni

FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City bera sig vel þrátt fyrir að 9 mánaða uppgjör félagsins gefi til kynna að heildarskuldir félagsins hafi aukist um allt að 2,1 milljarða kr. á síðusta rekstrarári. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 358 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Stefánsson skoraði 3 mörk...

* ÓLAFUR Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir spænska liðið Ciudad Real þegar liðið sigraði Pfadi Winterthur frá Sviss , 27:26, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Ólafur og félagar hans hafa unnið alla fjóra leiki sína. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Ólöf María á góðu róli á Ítalíu

ÓLÖF María Jónsdóttir er aðeins 3 höggum á eftir efstu keppendum á 2. stigi úrtökumótsins í golfi sem fram fer á Ítalíu. Í gær lék Íslandsmeistarinn á 73 höggum eða einu yfir pari en besta skor gærdagsins var 70 högg eða 2 högg undir pari. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Petrov með fjögur fyrir Wolfsburg

BÚLGARSKI landsliðsmaðurinn Martin Petrov stal senunni í þýsku knattspyrnunni um helgina. Petrov gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk Wolfsburg sem lagði Mainz að velli, 4:3, og náði þar með þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 248 orð

"Einfaldlega betra liðið"

VIGNIR Svavarsson fyrirliði Hauka sagði sína menn hafa ætlað að standa vaktina frá upphafi til enda. "Við hentum leiknum frá okkur gegn Sävehof hér á heimavelli. Það kom ekki til greina að gera það á ný," sagði Vignir og taldi það líka vera tíðindi að hann skyldi hanga inná á lokakafla leiksins en hann hefur ávallt fengið rautt spjald í leikjum Hauka í Meistaradeildinni. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 220 orð

"Lékum góðan handbolta"

VIÐ vorum svekktir eftir leikinn gegn Sävehof sem endaði með jafntefli og menn voru ákveðnir í því að bæta upp fyrir þann leik með því að gefa allt sem þeir áttu gegn Creteil. Og þeir sýndu allt sem þeir áttu í pokahorninu, léku góðan handbolta í sókn sem vörn. Enda erum við bestir í því að láta verkin tala inni á vellinum," sagði Páll Ólafsson þjálfari Hauka en hann var hæstánægður með sína menn eftir 37:30 sigur gegn Creteil á Ásvöllum í gær. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 427 orð

"Mutu fékk að njóta vafans"

JOSE Mourinho knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea ver ákvörðun stjórnar félagsins að segja rúmenska landsliðsmanninum Adrian Mutu upp störfum eftir að í ljós kom að hann hafði fallið á lyfjaprófi vegna kókaínnotkunar. Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal kom á óvart um helgina er hann sagði að Mutu væri velkominn í raðir Arsenal að loknu keppnisbanni. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 368 orð | 1 mynd

Rosenborg meistari 13. árið í röð

FRODE Johnsen framherji Rosenborg fær líklega ekki mörg jólakort frá stuðningsmönnum Vålerenga eftir lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar á laugardag. Lokasprettur mótsins var með eindæmum spennandi þar sem meistaralið s.l. 12 ára, Rosenborg, og Vålerenga skiptust á um að ná taki á meistaratitlinum í lokaumferðinni en Rosenborg hafði enn og aftur heppnina með sér. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 117 orð

Róbert með 11 fyrir Århus GF

RÓBERT Gunnarsson hélt sínu striki með Århus GF í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik um helgina. Róbert skoraði 11 mörk fyrir liðið og Sturla Ásgeirsson 1 þegar það sigraði Svendborg á útivelli, 40:37. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 96 orð

Start vill skoða Hörð

NORSKA knattspyrnuliðið Start vill skoða Keflvíkinginn Hörð Sveinsson og er stefnt að því að hann fari til skoðunar hjá því innan skamms. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 467 orð | 1 mynd

Valsliðið var alltaf skrefinu á undan

VALUR vann góðan sigur á FH, 34:29, þegar liðin mættust að Hlíðarenda á laugardaginn í fyrstu deild kvenna. Heimasæturnar höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn - staðan í hálfleik 15:12 - en þeim tókst þó aldrei að ná afgerandi forystu og gerðu vel að halda út í síðari hálfleik þegar FH-liðið setti pressu á þær og reyndi hvað það gat til að brúa bilið, án árangurs. Valur situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig en FH-liðið er í því fimmta með átta stig. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 159 orð

Vilja færri útlendinga

WERNER Hackmann forseti samtaka þýskra knattspyrnufélaga, DFL, segir að stefnt sé að því að fækka erlendum leikmönnum utan evrópska efnahagssvæðisins, EES, fyrir keppnistímabilið 2006-2007. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 54 orð

Þormóður með gull í Edinborg

ÞORMÓÐUR Jónsson bar sigur úr býtum í +100 kg flokki á opna skoska meistaramótinu í júdó sem fram fór í Edinborg í Skotlandi um helgina. Jósep Þórhallsson varð þriðji í -90 kg flokki keppenda 19 ára og yngri. Meira
1. nóvember 2004 | Íþróttir | 235 orð | 1 mynd

* ÞÓRÐUR Guðjónsson var í leikmannahópi...

* ÞÓRÐUR Guðjónsson var í leikmannahópi Bochum sem tapaði 3:0 á útivelli gegn Hannover 96 í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Þórður kom ekki við sögu í leiknum. Meira

Fasteignablað

1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 230 orð | 2 myndir

Askalind 2a

Reykjavík - Fasteignasalan Kjöreign er nú með til sölu eða leigu verzlunar- og skrifstofuhúsnæði við Askalind 2a í Kópavogi. Húsið er á tveimur hæðum með möguleika á millilofti á efri hæðinni. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 572 orð | 5 myndir

Blóm flestra árstíða

Það er kominn vetur, fyrsti vetrardagur löngu liðinn og hefðbundið kuldakast á mótum sumars og veturs hefur gengið yfir, með hálku á vegum og snjókomu víða um land. Þó getum við haft yndi af gróðrinum og meira að segja blómjurtir geta enn glatt okkur. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 162 orð | 1 mynd

Fljótstunga

Hvítársíða - Fasteignamiðstöðin er nú með til sölu jörðina Fljótstungu í Hvítársíðu í Borgarfjarðarsveit (áður Hvítársíðuhreppi). "Í Fljótstungu hefur verið rekin ferðaþjónusta í 32 ár," segir Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 416 orð | 3 myndir

Gluggalausnir - alhliða gluggatjaldaþjónusta

G luggalausnir eru nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gluggatjöldum af öllu tagi. Páll Diego rekur Gluggalausnir og segir hann að fyrirtækið bjóði upp á alhliða þjónustu, svo sem að taka mál og koma gluggatjöldum fyrir. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 310 orð | 5 myndir

Hegas ehf. opnar nýtt sýningarrými

Hegas ehf. efndi til fyrirlesturs um húsgagnafittings og íhluti fyrir húsgögn og innréttingar frá Hettich í Þýskalandi í tilefni opnunar nýs sýningarrýmis verslunarinnar á Smiðjuvegi 1 í Kópavogi. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 642 orð | 3 myndir

Hin umdeilda "höll" við Grímsá

E itthvert svipmesta hús landsins er talið vera veiðihúsið Fossás við Grímsá í Borgarfirði. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 98 orð | 1 mynd

Hitaveituframkvæmdir

Framkvæmdir við lagningu hitaveitu á Eskifirði eru nú komnar á skrið. Það er fyrirtækið GV-gröfur frá Akureyri sem vinnur að lagningu fyrsta hluta dreifikerfisins, frá borholunum í Eskifjarðardal út Dalbraut og Strandgötu. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 814 orð

Íbúðalánasjóður styrkir tækninýjungar og umbætur í byggingariðnaði

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR veitir árlega fjárstyrki til tækninýjunga eða annarra umbóta í byggingariðnaði í samræmi við ákvæði laga um húsnæðismál. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 879 orð | 2 myndir

Íverustaður úr öðrum heimi

Casa Batlló, Barcelona, Spáni. Arkitekt: Antonì Gaudí. 1906 Óvíða hefur einn arkitekt skilið eftir sig jafn áþreifanleg spor og Antonì Gaudí gerði í Barcelona. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 58 orð | 1 mynd

Klakahöll á Arnarstapa

VETUR konungur hefur minnt rækilega á sig síðustu daga. Þessi sumarbústaður, sem stendur í frístundabyggð við Arnarstapa á Snæfellsnesi, hefur skrýðst vetrarbúningi. Rétt fyrir ofan bústaðinn rennur á sem fellur niður í fossi skammt frá bústaðnum. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 266 orð | 1 mynd

Lóðaúthlutun við Valla- og Vindakór

Mikil uppbygging stendur nú yfir í svonefndu Kórahverfi í Kópavogi. Í síðustu viku úthlutaði Kópavogsbær lóðum fyrir fjölbýlishús með um 200 íbúðum við Tröllakór og fengu færri en vildu. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 991 orð | 4 myndir

Nýjar íbúðir við sjávarsíðuna í bryggjuhverfi í Grafarvogi

Nálægðin við sjóinn einkennir nýjar íbúðir við Naustabryggju 36-52. Magnús Sigurðsson kynnti sér íbúðirnar, sem verða með hrífandi útsýni. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 102 orð

Nýjar leiguíbúðir

HEIMKYNNI ehf. er nýlegt fyrirtæki sem býður nýjar búðir við Þórðarsveig til útleigu á almennum leigumarkaði. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir, fullbúnar, ásamt ísskáp og uppþvottavél, þvottavél og þurrkara. Á heimasíðunni Heimkynni. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 979 orð | 2 myndir

Ný viðfangsefni, nýjar lausnir

Félagslegu íbúðakerfin á Norðurlöndum ganga nú í gegnum miklar breytingar. Magnús Sigurðsson ræddi við Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðing um málþing Borgarfræðaseturs um húsnæðismál, sem haldið var fyrir skömmu. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 667 orð | 2 myndir

Ónotuð úrvalsaðstaða í Garðabæ

Fyrir um þrjátíu árum viðraði ég þá hugmynd í Lesbók, að í miðbæ Reykjavíkur og raunar í miðbæjum allra annarra bæja á landinu þyrfti að gera ráð fyrir yfirbyggðu torgi. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 589 orð | 1 mynd

"Þegar flísar tala"

Samkvæmt lögum um fasteignakaup er aðgæslu- og varúðarskylda kaupenda fasteigna mjög rík. Þó er ekki um að ræða eiginlega skyldu til skoðunar en þess misskilnings gætir víða. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 523 orð | 4 myndir

Sérhæfa sig í skápahöldum og borðplötum

ESJA hf., Bíldshöfða 10, er fyrirtæki sem flytur m.a. inn borð- og bekkjaplötur, höldur, skápafittings, innréttingar og utanhússklæðningu. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 209 orð | 2 myndir

Smíðahús á Skipalóni

Á Skipalóni eru tvö hús í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Þar bjó Þorsteinn Daníelsson (1796-1882) smiður og mikill athafnamaður. Hann var brautryðjandi á sviði jarðræktar í Eyjafirði og upphafsmaður að þilskipaútgerð við Eyjafjörð. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 974 orð | 1 mynd

Staðgreiðsluverð og verðþróun fasteigna

"Með breyttum siðum á lánamarkaði," segir Snorri Gunnarsson, "stefnir í að kaupverðið verði allt greitt út í hönd við kaupsamning. Þar með hefur útreikningur staðgreiðsluverðs minna vægi við mat á verðbreytingum og nafnverð og staðgreiðsluverð haldast í hendur." Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 713 orð | 1 mynd

Tillaga um tímabundið bann á plaströr í Danska þjóðþinginu

Stríðið um plaströrin hefur staðið í áratugi á Íslandi. Sterkir "páfar" hafa í krafti þekkingar sinnar barist gegn því að plaströr væru leyfð til notkunar innanhúss og það voru einkum svonefnd pexrör sem urðu fyrir barðinu á mótstöðu hinna... Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 121 orð | 1 mynd

Verksvið húsgagna- og innanhússarkitekta

Á heimasíðu Félags húsgagna- og innanhússarkitekta, www. fhi.is, er að finna ýmsan fróðleik. Þar er m.a. félagatal þannig að auðvelt er að nálgast þá aðila sem veita þessa þjónustu. Verksvið innanhússarkitekta er margþætt. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 86 orð | 1 mynd

Verslað á Netinu

Á Netinu kennir ýmissa grasa. Þar er meðal annars verslunin www.shopusa.is og er ansi fróðlegt að vafra þar um. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 343 orð | 2 myndir

Viðjugerði 11

Reykjavík - Eignamiðlun er nú með í sölu einbýlishús á tveimur hæðum við Viðjugerði 11 í Reykjavík. Þetta er steinhús, 293,4 ferm. að stærð og með innbyggðum bílskúr. Húsið var byggt 1973. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 263 orð | 1 mynd

Viðurkenning fyrir gott vinnuumhverfi

FÉLAG byggingamanna í Eyjafirði veitti á dögunum fyrirtæki í byggingaiðnaði á Eyjafjarðarsvæðinu viðurkenningu fyrir gott vinnuumhverfi. Þetta var gert í tilefni af evrópskri vinnuverndarviku, sem bar yfirskriftina "Byggjum á öryggi. Meira
1. nóvember 2004 | Fasteignablað | 783 orð | 4 myndir

ÞETTA HELST...

Íbúðalánin ýta á vaxahækkun * Seðlabankinn hækkaði sl. föstudag stýrivexti sína um 0,5 prósentustig, í 7,25% . Alls hafa stýrivextir bankans þá hækkað um 1,95 prósentustig frá því í maí. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.